Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
28.2.2010 | 19:26
Hvaða ákvarðanir, eru líklegar til að flíta fyrir uppbyggingu hér? Er það Evrópusambandsaðild? Eigum við að borga?
"Bréf til Egils Helgasonar, sent á mailfang hans "silfuregils@eyjan.is". "
------------------
Eftir viðtalið við Þorstein Pálsson, gluggaði ég aðeins í gegnum bloggið þitt, og sá a.m.k. 2. aðrar athugasemdir, um málefni Íslands og ESB.
Ég þarf varla að taka fram, að Ísl. hagkerfið er í "depression" fremur en "recession".
Þ.e. ekkert undarlegt, þegar haft er í huga, að bankakerfið hrundi, og enn er það gríðarlega veikt.
En, Landsbanki er fjármagnaður með tvennum hætti, þ.e. lánsloforði frá ríkinu í formi skuldabréfs sem vart er nokkur virði, og mismunar því verði sem lán voru keypt fyrir af kröfuhöfum og skráðu gengi þeirra. Þannig, sennilega á hann ekki fyrir því, að niðurfæra lán.
Staða hinna bankanna, er mjög óljós þ.s. þeir eru nú skráð eign þrotabúa, undir stj. skilanefnda sem eru ríkisstarfsmenn, en kröfuhafar eiga þá að sjálfsögðu ekki heldur einungis kröfu til þeirra. Endanlegt eignahald þeirra, verður því að teljast óljóst, e-h baksamningar við tiltekna kröfuhafa, hljóta að vera án skuldbindingar.
Bankakerfið hér, er því enn nær fullkomlega lamað, eins og kemur fram í skýrslu Evrópusambandsins, um okkar mál. Þetta er mikill hemill á efnahagsmál.
Í Bandaríkjunum, hrundu einnig bankar víða þegar hrunið átti sér stað, við upphaf 4. áratugarins. Þar fór atvinnuleysi víða langt yfir 20% og er sanngjarnt að ætla sér þess, að sama gerist hér.
En, rétt fyrir jól, kom áhugaverð frétt þess efnis, að 50% fyrirtækja hefðu fengið, tímabundna greiðsluaðlögun - og eftir mínum upplýsingum, rennur hún út seinni part þessa árs. Þetta er augljóslega ástæða þess, að ekki varð enn meiri samdráttur í fyrra en varð reyndin. Þess í stað, er útlit til þess, að hann hafi verið færður inn á seinni hluta þessa árs. Það, má því vænta alveg gríðarlegs samdráttar á seinni helmingi þessa árs. Árið, gæti jafnvel orðið verra en árið í fyrra og aukning atvinnuleysis veruleg.
Á sama tíma eru 33% heimila, með ógnvænlega skuldastöðu þ.e. skulda 67% heildahúsnæðis skulda heimila. Skv. skýrslu neitenda samtakanna, stenst þetta fólk ekki lágmarks viðmið um neyslu, og teljast því skv. skilgreiningu búa við fátækt. Margt af þessu fólki, verður með þennan skuldaklafa æfilangt. Þ.e. því ljóst, að aldrei nokkurntíma verður það öflugur þátttakandi í neyslu, og þannig drifkraftur hagvaxtar. Þetta er einnig fólkið, sem er að ala upp kynslóð barna, á skólaskyldualdri og þaðan af yngri. Þau börn, munu því skv. ofangreindu, búa við fátækt - og, þannig margvísleg þau hegðunar-, heilsufars- og menntunarvandamál, sem tengjst fátækt. Þetta, verður því glötuðu kynslóðirnar, þ.e bæði börnin og foreldrar þeirra.
Ástæða þess, ég nefni þetta er sú, að þessir 2. þættir auk ástands bankanna drepa fullkomlega, um allanga framtíð, alla von um sjálfssprottinn innlendan hagvöxt.
En, slíkur hagvöxtur kemur í bland, fyrir tilverknað fjármuna er almenningur aflar, og/eða fyrirtæki.
Sannarlega, geta önnur fyrirtæki, sprottið fram þegar önnur fyrirtæki dala, eða hverfa. En, það tekur e-h ár, sérstaklega þegar um er að ræða svo risastórt hlutfall atvinnulífs, sem er að hverfa eða dala. Meðan sú umbreyting á sér stað, verður samdráttur þangað til ný fyrirtæki eru orðin nægilega stöndug.
Síðan, á sama tíma er mikilvægasti hluti vinnumarkaðarins, þ.e. sá aldurshópur sem er mikilvægastur, í skuldakreppu er nú er útlit fyrir að verði æfilöng. Það, augljóslega hefur mjög alvarleg áhrif á þann hóp, frá sjónarmiði atvinnulífsins - sbr. mórall þeirra og geta þeirra, til að viðhalda þekkingu sinni, er verður augljóslega skaðaður. Í reynd, miðað við aðstöðu þeirra, er nú til staðar, mjög öflug hvatning til þess hóps, að hverfa hreinlega úr landi og skilja vandamál sín eftir. Varla, þarf að taka fram, að slík þróun er mjög skaðleg fyrir atvinnulífið.
Samanlagt, gera þessi vandamál, auk ástands bankakerfisins, atvinnulífinu mjög örðugt fyrir, að vera drifkraftur hagvaxtar.
Í reynd, sínist mér þetta ástand, vera svo slæmt - að miklu mun líklegra sé, að samdráttur verði í okkar efnahagslífi og þá næstu ár, þ.e. 2011, 2012, og 2013 a.m.k.
Ég er að tala um, samdrátt út þetta ár, einnig næsta og árið þar á eftir. Áframhaldandi aukningu atvinnuleysis.
Samdráttur hagkerfisins, þíðir að sjálfsögðu að skuldir hækka sem hlutfall af landsframleiðslu. Þ.e. því tómt mál, að miða við ástandið á síðasta ári, og segja að við ráðum við skuldirnar því það verður að reikna með þeim samdrætti, sem verður og grefur undan getu hagkerfisins, og einnig ríkisins, til að standa undir skuldabirðinni.
---------------------------
Mér sýnist, að einungis 2. þættir geti umbreytt þessu ástandi.
Annar þátturinn, þ.e. stór fjárfestingar verkefni, eru í bið vegna vandræða við það að fjármagna þær fjárfestingar. Margir segja, að orsökin sé Icesave málið - en, ég vil benda á þá staðreynd, að á síðasta ári, var halli á reikningi okkar hagkerfis við útlönd, upp á 50 milljarða þrátt fyrir vöruskiptahagnað upp á cirka 90 milljarða.
Ég held, að þetta sé augljós stór orsakaþáttur, þ.s. aðilar er ráða yfir fé, eru væntanlega tregir að lána landi, sem um þessar mundir hefur ekki einu sinni nægar tekjur, til að standa undir vöxtum af núverandi erlendum skuldbindingum sínum.
Flest virðist benda til þess, að þessi fjárfestingar verkefni, séu í alvarlegu strandi, vegna skorts landsins á lánstrausti.
Mér finnst ekki augljóst, að það batni við það, að við ákveðum að taka á okkur enn meiri skuldir.
------------------
Hinn þátturinn, sem gæti breytt þessu, það væri að þjóðin tæki einfaldlega þá ákvörðun að skilja skuldirnar eftir, eins og fyrirtæki, sem skipta um kennitölu, og skilja kröfuhafa eftir með sárt ennið. Sannarlega, er það ekki fallega gert. Kröfuhafar hafa réttmæta hagsmuni, til að fá greitt, sitt fé.
Á hinn bóginn, er slík hegðun verjanlegri, þegar þjóðir eiga í hlut, en þegar fyrirtæki eiga í hlut. Enda, eru þjóðir líka uppvaxandi kynslóðir og framtíðar kynslóðir, og sannarlega að auki þær kynslóðir er eru orðnar gamlaðar. Þessir hópar, eru vart sekir um það klúður, sem ef til vill má með einhverjum rétti segja, að núverandi hópar á vinnumarkaði, hafi gerst sekir um að hluta. En, samt bitnar núverandi ástand á þeim, og getur gert það til langrar framtíðar.
Með því að skilja skuldirnar eftir, með alveg sama hætti þegar fyrirtæki framkvæma þann verknað, er allt í einu ástandið mun léttara, því þá er sá hemill sem gríðarleg skuldastaða er á getu til hagvaxtar farinn af þjóðfélaginu.
Þá, allt í einu er kominn sú staða, að sjálfssprottinn hagvöxtur verður mögulegur á ný, og uppbygging getur orðið hröð í stað þess að vera í staðinn íllmöguleg eða jafnvel ómöguleg.
*En, aðilar ofmeta þörf á lánum, til uppbyggingar. Fyrirtæki, geta einnig vaxið fyrir tilverknað innri fjármuna myndunar - án þess að taka lán.
*Þannig var vöxtur hérlendis, að mestu leiti, á fyrri hluta 20. aldar. Toyota er frægt dæmi um fyrirtæki, sem aldrei hefur fjármagnað sig, nema að mjög litlu leiti, með lánsfé.
*Stóra málið, er að losa þann hemil af atvinnulífinu og þjóðlífinu, sem gríðarlegar skuldir eru.
------------------------------------------
------------------------------------------
Hvernig tengist þetta samningamálum við Evrópusambandið. Tja, mér sýnist, að sú skársta leið sem við getum farið til uppbyggingar, sé sú að gefa kröfuhöfum langt nef.
Það felur einnig í sér, að gefa Bretum og Hollendingum langt nef.
*Ekki er ástæða að ætla, að álverin lendi í veseni, enda í eigu alþjóðlegra auðhringja, sem hafa því credit í gegnum það, að tilheyra þeim. Þau ættu ekki að verða fyrir nokkrum verulegum áhrifum.
*Evrópu skortir fisk, ég nefni einnig að útflutningur fisks stóð í gegnum báðar heimsstyrrjaldirnar og heimskreppuna. Erfitt er að ímynda sér kringumstæður svo hroðalegar, að sá útflutningur, myndi komast í vanda. Útflutnings fyrirtæki, þurfa að eiga erlenda credit reikninga í traustum bönkum, helst í Bandar. fremur en í Evr.
*Eins og kom fram í fréttum í kvöld, virðist fréttaflutningur af vandræðum okkar við Breta og Hollendinga, þvert á móti verið landkynning, aukið áhuga fólks á að ferðast hingað, í Evrópu. Ég get ekki ímyndað mér, ástand nema við værum að tala um mjög djúoa heimskreppu, þ.s. ferðamönnum myndi fækka verulega. Þannig, að ég sé ekki ástæðu að ætla annað, en að ferðamanna iðnaðurinn haldi sínu.
----------------------------
Punkturinn er sá, að við höfum nægar tekjur. Getum tryggt nauðsynlegan lágmarks innflutning.
Ríkið, í samvinnu við þá er afla gjaldeyris, geta skipulagt hann í gegnum, erlenda credit reikninga (þ.s. credit fæst á móti innlögðu fé) í erlendum bönkum. Helst bandar. Ég sé þarna, engin óyfirstíganleg vandamál.
Mín skoðun er að þetta sé skárri leið, en sú er ríkisstjórnin og AGS vill fylgja.
*Eins og ég sé það, er lánstraust Íslands þegar hrunið, vegna skulda/greiðslustöðu.
Þannig, að engin breyting verði á, ef við lísum okkur greiðsluþrota. Ég er að auki, efins um að heildar niðurstaðan, verði e-h neikvæðari síðar meir, þegar við erum farin að rétta við okkur, og kemur að því að við þurfum að semja við kröfuhafa, til að öðlast lánstraust á ný.
------------------
Munum að lánstraust samanstendur af 2. þáttum:
*Greiðslugetu.
*Viðskiptasögu.
Sannarlega er neikvætt, að hafa slæma viðskiptasögu, en lömuð greiðslugeta hefur svipuð áhrif.
Þ.s. ég er að tala um, að við veðjum um, er að með því að skapa aðstæður þ.s. atvinnulífið getur rétt við sér hraðar en nú er útlit fyrir, þá muni sá flítir á uppbyggingu, síðar meir, skipta meira máli.
-------------------------
Punkturinn með Evrópusambandið, er sá að við getum ekki gengið í það, meðan á þessu veseni stendur.
Mín skoðun, er sú að heppilegra, sé að við lagfærum okkar mál fyrst og tölum við ESB síðar.
Höfum einnig í huga, að óvissa hefur skapast um framtíð Evru samstarfsins. En, Evran er að fara í gegnum sína eldskírn, á næstu misserum.
Seinna meir, þegar rykið hefur sest, ljóst orðið hvort Evran lifir enn, ljóst orðið hve djúp kreppan raunverulega varð í Evrópu, ljóst að auki hverju var breytt í fyrirkomulagi innra markaðarins og/eða fyrirkomulagi myntbandalagsins; þá verður skýrara að hverju við göngum.
*Hafið í huga, að í ljósi allra þeirra augljósu galla er komu í ljós, í tengslum við reglur innra markaðarins sérstaklega um bankamál, og veikleika er hafa komið upp í samstarfinu um Evru; þá verða breytingar.
*Ég spái t.d. hertum skilyrðum, til þjóða, sem vilja innleiða Evru. Í ljósi vandræða Grikklands, tel ég það öruggt. Það mun líklega, flækja mál fyrir okkur seinna meir, ef okkur dreymir enn um Evru.
Síðan, fyrir utan þetta allt, er það mín skoðun, að innganga eigi ekki vera skyndiákvörðun eða hugsuð sem redding, heldur hluti af langtíma stefnumótun.
Enda, er samningur við það, til langs tíma.
Ég myndi því helst vilja, setja samningamál í salt um næstu misseri. Spara, þá einnig það fjármagn sem til samninga fer.
*Athugum, að um það fé einnig munar.
*En, halli af ríkissjóði, er ljóst að verður meiri á þessu ári, en fjárlög gera ráð fyrir.
*Mikill, mjög mikill, samdráttur í útgjöldum, er framundan. Það munar um nokkur hundruð milljónir til eða frá.
Sem aðilar að EES erum við þegar komin, með nær allann efnahagslega ávinning, sem að aðild gæti komið.
Ekki er nokkur möguleiki á svokallaðri snemmaðild að Evru. Það eru draumórar, treysti ég mér að fullyrða.
*Menn skulu einnig að hafa í huga, að fullkomlega öruggt er að skilyrði um Evruaðild verða hert - einn af þeim líklegu lærdómum, sem ESB mun draga af núverandi veseni.
Hugsanlegt, er að okkur væri hleypt inn í ERM II meðan á samningum gengur, ef útlit er fyrir að aðild sé raunverulega, mjög líkleg. En, það finnst mé einnig mjög "iffy".
Allar undantekningar frá meginreglu, þarf samþykki allra aðildarríkja. Þau, hafa alltaf í huga, hvaða fordæmi fyrir aðra þau eru að gefa, þegar þau skoða slíkar beiðnir. Þau, velta líka alltaf fyrir sér hlutfallslegum rétti "proportionality". En, hvor e-h er "proportional" eða ekki, er gríðarlega mikið notað, og eitt af helstu útgangsatriðum þegar, Evrópudómstóllinn metur mál.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.3.2010 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.2.2010 | 15:45
Þorsteinn Pálsson - fíflalegt að kjósa um Icesave. En, er það svo?
Stóra málið hjá honum í Silfri Egils, virstist vera hve hálfvitalegt þ.e. að hans sögn, að kjósa um Icesave þegar Bretar og Hollendingar sjálfir, hafi nú boðið e-h skárri samning.
*Augljósa svarið, er að fram að þessu, er sá samningur er þeir eru að bjóða, að grunni til sami samningurinn, og þjóðin mun kjósa um, eftir viku.
*Það stóð einungis í boði, að umbreyta ákvæðum um greiðslu vaxta, en nokkurn veginn, að öðru leiti, er um sama samning að ræða.
----------------------------
það er merkilegt, einmitt þegar það auljóslega hentar ekki hagsmunum Breta og Hollendinga, að Íslendingar kjósi um Iceave, og felli þann samning, með miklum meirihluta.
Þá stendur upp, hver Evrópusinninn á eftir öðrum, og Samfylkingar fólk - og tekur undir þá hagsmuni Breta og Hollendinga í Icesave málinu, að þjóðin kjósi ekki.
Reyndar, hefur þetta verið eins og rauður þráður í gegnum alla Icesave deiluna, stjórnvöld ásamt hörðum talsmönnum Evrópusambands aðildar, margir hverjir en ekki allir, standa með hagsmunum Breta og Hollendinga, í því deilumáli.
Maður hefur ekki viljað trúa því, að fólk séu Quislingar, í laun á mála erlendra aðila, en það skrítna að stjórnvöld og ímsir aðrir, koma fram með þeim hætti, og hafa gert ítrekað umliðið ár, að vart væru þeir verri gagnvart okkar þjóðarhagsmunum, þó þeir raunverulega væru starfsmenn ráðuneyta Hollendinga og Breta.
-----------------------------
Hið augljósa er það, að Hollendingar og Bretar, eru logandi hræddir við það, að þjóðin upp til hópa segi "Nei".
Að, það komi fram skýrt lýðræðislegt umboð, gegn Icesave samningnum.
Það, hvers vegna margir málsmetandi aðilar hérlendis, virðast fylgja Hollandi og Bretlandi, að málum í þessari deilu - verður áhugavert rannsóknarefni, svo sannarlega.
-----------------------------
Ps:
Varðandi samninga við Evrópusambandið, þá væri best að setja það mál, á ís næstu árin, á meðan við erum að ráða fram úr efnahagsvanda okkar.
Þá verður einnig komið fram, hvort myntbamdalag Evrópu lifir enn, og hvernir ríkjum Evrópu hefur sjálfum reitt af í kreppunni.
Þ.e. nánast brjálæði, að ætla að semja um aðild, akkúrat núna - í þessu, ógnaróvissu ástandi, um framtíð Evrunnar, um framtíðarásjánu Evrópusambandsins, í ljósi þess hve mörgu þarf að breita, þar innan veggja, til að koma í veg fyrir, endurtekningu á þeim hildarleik í efnahagsmálum, sem nú er í gangi.
Að auki, hafa Evrópusambandslönd, ekkert verið neitt óskaplega hjálpsöm, við meðlimaríki í efnahags vandræðum, fram að þessu.
En, Þortsteinn Pálsson, lætur enn eins og við eigum einfaldlega að drífa í þessu, ganga inn og taka upp Evru, eins og ekkert hafi breyst, eins og nánast allt, sé ekki í lausu lofti, þessa stundina.
Við getum þá sparað okkur, þann kostnað sem verður að því að reka viðræðuferlið. Vart erum við, of rík þessa stundina.
Að auki, er samingsaðstaða okkar, tiltölulega veik akkúrat núna. Samningur, væri til allrar framtíðar. Svona mál, á alls ekki að afgreiða í einhverju hendingskasti. En, Evrópusambands aðild, á að snúast um langtíma stefnumótun, ekki skammtíma reddingu. Slíkt leiðir bara til ófarnaðar, að hugsa á þeim nótum.
Miklu ráðlegra, að íhuga þetta seinna, í góðu tómi, þegar óvissan bæði hér og þar, hefur minnkað, rykið hefur sest niður, og myndin hefur skýrst.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 20:43
Ritstjóri Financial Times, skammar eigin ríkisstjórn, fyrir hegðun gagnvart okkur, enn eina ferðina!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2010 kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Framtíð Íslands, er góð - þegar horft er lengra fram í tímann en cirka 10 ár.
*Þ.s. Ísland þarf að gera, er að skilja skuldirnar hreinlega eftir, um tíma.
*Þ.e. ekkert óheiðarlegra en þegar fyrirtæki eiga í hlut.
---------------------------------
Þ.e. reyndar miklu mun auðveldara, að réttlæta slíkt þegar þjóðir eiga í hlut.
Sannarlega, eiga kröfuhafa allra tíma, réttmæta kröfu til greiðslu þess fjármagns til baka, er þeir hafa látið af hendi, til leigu.
En, þá réttmætu hagsmuni, sérstaklega þegar þjóðir eiga í hlut, þarf alltaf að vikta á móti öðrum og a.m.k. einnig mikilvægum og réttmætum hagsmunum.
*Framtíðar hag, komandi kynslóða.
*Hag þeirrar kynslóðar, sem er að vaxa til vits og ára.
*Og auðvitað, hag þeirra kynslóða, sem þegar teljast fullvaxnar.
---------------------------------
Við getum ekki ætlast til, að aðrir hafi okkar hagsmuni, í fyrirrúmi, svo þ.e. á okkar könnu að leitast til að tryggja þá.
En, punkturinn er sá, að ef við skiljum skuldirnar eftir, þannig kröfuhafa ósátta. Þá mun það:
*Flíta mjög fyrir endurreisn hagkerfisins, og þá til sjálfssprottins hagvaxtar.
*Við getum síðan seinna, boðið kröfuhöfum að hefja greiðslur á ný, gegn samkomulagi um endurskipulagningu skulda, þá til lækkunar.
Reyndar held ég, að þessi lausn verði á endanum, einnig betri fyrir kröfuhafa.
--------------------------------
En, eins og staðan er í dag, þá er sjálfssprottinn hagvöxtur í reynd útilokaður í nánustu framtíð a.m.k. og sennilega, til lengri framtíðar en flestir vilja trúa.
Þar kemur til:
*Ósjálfbær skuldastaða milli 50-60% fyrirtækja.
*Ósjálfbær skuldastaða 33% heimila.
Samanlagt, ásamt skattahækkunum, drepur þetta möguleikann á sjálfssprottnum hagvexti í hagkerfinu.
Eina leiðin, til að sleppa úr því fari, er það að skilja skuldirnar eftir.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 12:40
Ég mótmæli fullyrðingum þess efnis, að stórframkvæmdir hefjist ekki á þessu ári, vegna þess að ekki hafi verið gengið frá Isesave!
Hinar raunverulegu ástæður liggja í raunstöðu Íslands, þ.e. hagkerfisins. En hún er sú að þrátt fyrir methagnað af vöruskiptaverslun upp á cirka 90 milljarða á síðasta ári, var þjóðfélagið samt með halla við útlönd upp á cirka 50 milljarða. Þennan halla, hefur einungis verið hægt að borga, af okkar gjaldeyrisvarasjóði, sem stóð fyrir áramót e-h staðar í rúmlega 400 milljörðum.
*Með öðrum orðum, tekjur Íslands duga ekki einu sinni fyrir vaxtabyrði af erlendum skuldbindingum, og þá gerum við ekki ráð fyrir neinni viðbót eins og Icesave, eða öðrum þeim gjaldeyrislánum, sem stendur til skv. plani ríkisstjórnarinnar og AGS, að taka. En, af þeim lánum, mun einnig á endanum þurfa að borga.
*Röflið um atvinnu-uppbyggingu, sem standi og falli með afgreiðslu Icesave, er einn þvættingurinn enn, en ekkert af þeim verkefnum sem stendur til að fari af stað, hefur enn verið fjármagnað. En, ástæða þess, að fjármögnun hefur fram að þessu ekki tekist, þrátt fyrir miklar tilraunir í þá vegu, ætti að verða öllum ljós þegar raunstaða Íslands er höfð i huga.
*Málið er einfalt, þ.s. við eigum um þessar mundir ekki einu sinni fyrir vöxtum af þeim erlendum skuldbindingum, sem þegar eru á okkur fallnar, þá sjá að sjálfsögðu erlendir bankar, að ekki sé góð hugmynd að lána okkur meira fé. Vart, ætti að þurfa að leita frekar skýringa.
*Þ.e. því ekki útlit fyrir, að þessi verkefni fari jafnvel nokkru sinni af stað. En, opinber fyrirtæki í eigu ríkisins, augljóslega hafa ekki lánstraust frekar en ríkið sjálft. Þar stendur hnífurinn augljóslega í kúnni, sem sést m.a. á nýlegri yfirlísingu iðnaðaráðherra - að ef til vill mætti leysa þetta próblem, með því að bjóða útlendingum, tímabundið eignaraðild af þeim virkjunum, sem stendur til að byggja. En, hún hefur rétt fyrir sér, að án getu til að taka frekari lán, er eina leiðin að erlendir aðilar, sjái sér hag af því, að fjármagna þessi verkefni. Slíkt myndi krefjast eignaraðildar þeirra, augljóslega. Þessi verkefni eru sem sagt, í strandi alveg burt séð frá Icesave,
*Þ.s. ekki er útlit fyrir að stórframkvæmdir hefjist á þessu ári, nema að hugmyndir iðnaðarráðherra nái fram að ganga, og að auki að henni takist að fá fjárfesta; þá er augljóslega engin von á hagvexti á þessu ári. Heldur verður þetta annað stórt samdráttar ár.
*Að auki bætist við, að þ.s. tímabundnar lækkanir á greiðslubyrði 50% fyrirtækja sem gripið var til á síðasta ári - og var þetta augljóslega ástæða þess að samdráttur varð minni á síðasta ári en hafði verið reiknað með - falla niður á seinni hluta þessa árs. En, sennilega þegar þessi aðgerð var innleidd hefur ríkisstjórnin sjálf trúað því að stórframkvæmdir myndu vera hafnar og bullandi hagvöxtur þannig hafinn, og því þetta nægileg aðgerð. En, nú þ.s. þetta gengur ekki upp, þá þíðir þetta einungis það, að sú kreppa er ekki varð á síðasta ári, færist yfir á seinni hluta þessa árs. Að auki, fékk fjöldi almennings svipaða afgreiðslu - sem einnig mun renna út í mörgum tilvikum.
Þannig, að ég held, að spá ASÍ um samdrátt upp á 5,4% og cirka 10% atvinnuleysi, sé of bjartsýn. Samdráttur verði meiri, vegna tilfærslunnar á samdrætti yfir af síðasta ári á þetta ár. Að auki, sé Seðlabanki Íslands að vanmeta áhrif hárra vaxta til samdráttar.
Ég reikna því með, svipuðum samdrætti og á síðasta ári, hið minnsta. Hann gæti einnig orðið umtalsvert meiri, en á síðasta ári. Atvinnuleysistölur, gætu einnig orðið mjög verulega hærri.
Ég hugsa, að fólk fari í alvöru að finna fyrir kreppunni í ár.
En, raunástandið er það að Ísl. hagkerfið er í "Depression" þ.e. alvarlega djúori kreppu. Ekkert sambærilegt hefur átt sér stað, síðan á 3. áratugnum. Kreppan hér, verður sennilega eins alvarleg og í Bandaríkjunum, á 3. áratugnum.
Það var eiginlega nánast óhjákvæmilegt, þegar bankarnir hrundu. Það er einfaldlega hið raunverulega tjón, að hrun bankakerfis tekur með sér í fallinu, stórann hluta avtinnulífs.
Miðum við 10 ár í kreppu. Það tel ég raunhæft. Þau geta þó einnig orðið 15.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 22:53
Samningaviðræður við Breta og Hollendinga í strandi - Gott mál!
Ég er ekki að segja að undir engum kringumstæðum eigi að semja við Hollendinga og Breta, en Icesave samningarnir voru það slæmir, að ég hreinlega fullyrði að greiðsluþrot sé skárri kostur, en að klára þá eins og Samfó og Steingrímur, hafa lengi þusað.
Ég held, að hentugast sé að salta það mál, þangað til uppgjöri þrotabús Landsbanka Íslands sáluga er lokið.
Stóra málið í samhengi Icesave samningsins, eru refsiákvæði hans - einkum ákvæðið þ.s. gjaldfella mátti þann samning ef við lentum í vandræðum með önnur lán - og - ábyrgðarákvæðið þ.s. allar eignir ríkisins eru að veði.
En, það dugði engan veginn, til að mylda ákvæðið um þau veð, sú yfirlísing Breta að ekki yrði gengið að eignum, sem væru mikilvæg fyrir "fúnksjón" sjálfstæðs ríkis.
*Fyrir hið fyrsta, var ekkert skilgreint hvað akkúrat var átt við, með eignum er væru mikilvægar fyrir virkni sjálfstæðs ríkis.
*Hefðbundin skilningur á slíku, er að það séu einfaldlega eignir er lúta að starfsemi á vegum ríkja er lúta að vörnum landamæra, gæslu landhelgi og innra öryggi.
*En, mig grunar að, ríkisstjórn Íslands hafi, lagt allt annan og miklu mun víðtækari skilning í þessa setningu, en líklegt er að Bretar hafi gert. Að sjálfsögðu, hefði skilningur Breta ráðið.
*þ.s. ég sé fyrir mér, að eftir gjaldfellingu Icesave, hefðu Bretar og Hollendingar komið, og hyrt verðmætustu eignir ríkisins, upp í skuld. Eftir það, hefði þjóðin hvorki meira né minna, en verið dæmd til ævarandi fátæktar.
---------------------------------
Þessi samningur var með öðrum orðum, tilræði við framtíð þjóðarinnar, og var það virkilega þarft verk, að eyðileggja hann.
Ég óska öllum þeim, er tóku þátt í því þarfa verki, til hamingju.
Með þessu, er búið að minnka það tjón, er stefndi í.
Það tjón er samt mjög slæmt - sbr. fullvissu mína, um að ríkið stefni í þrot.
En, þrot er þó skárra með allar mikilvægustu eignir ríkisins, enn í þess höndum.
Það að halda þeim, er reyndar alger frumforsenda þess, að ísl. hagkerfið geti rétt við sér, nokkurntíma.
Með endalokum Icesave samningsins, eigum við aftur von. Hana, var næstum því búið að koma fyrir kattarnef.
----------------------------------
Hvað með framhaldið?
*Við þurfum að fara að undirbúa greiðsluþrot ríkisins, er mun að flestum líkindum eiga sér stað á næsta ári.
*Þ.e. ekki útkoma sem við eigum að óttast - en, henni mun fylgja umtalsvert rask í hagkerfinu á meðan fyrirtæki er skulda verulega í erlendri mynnt, fara í þrot og einnig margir einstaklingar sem eru í svipaðri aðstöðu.
*En, eins og ég hef margoft sagt, duga auðlyndir okkar fyrir lágmarks innflutningi.
*Eftir að skuldug fyrirtæki eru farin í þrot, verða heilbrigð fyrirtæki eftir, og þau geta þá farið að vaxa.
*Það mun þó taka tíma fyrir þau, að vaxa nægilega að þrótti, til að hagvöxtur fari af stað. En, við munum ekki þurfa að óttast þó, að slík þróun muni ekki eiga sér stað.
*Þetta verður erfitt tímabil mjög djúprar kreppu, og þ.s. lán verða íllfáanleg þá þurfa þau að vaxa fyrir þá fjármuni er þau skapa sér sjálf, með starfsemi sinni - þ.e. án lána. Það mun e-h hægja á uppbyggingunni, en þá einnig verður hún ekki skuldug - sem seinna meir mun reynast mikill kostur.
*Ekki ófrægara fyrirtæki en Toyota er frægt fyrir að hafa nánast aldrei tekið lán, til eigin uppbyggingar. Þ.e. þeir hafi byggt sig upp, fyrir eigin rammleik kostað af eiginfjár myndun, er orðið hefur til fyrir rekstrarhagnað.
*Þetta er með öðrum orðum mjög vel mögulegt. Við, sem sagt gerum það sama, og Japanar gerðu eftir seinna stríð, er þeir voru að byggja sig upp úr rústum, þ.e. leggjum áherslu á útflutning.
*Þ.e. þó auðveldara, að framkvæma þetta, ef við skiljum skuldirnar eftir - þ.e. greiðum ekki af þeim. Þá, eins og ég hef áður marg sagt, nýtist okkur öll sú tekjumyndun er verður til hér seinna meir, fyrir uppbyggingu okkar eigin samfélags.
*Við eigum ekkert að flíta okkur, að huga að samingum við kröfuhafa. Mér finnst áratugur, ekkert of langur tími til uppbyggingar í þessu skjóli, meðan ný fyrirtæki eru að slíta barnsskónum.
*Ég er þó ekkert að segja, að við eigum að slá hendinni á móti, erlendi fjárfestingu ef hún býðst. Alls ekki. Þvert á móti, eigum við að hafa uppbyggingu skattreglna og reglu-uppbygggingar almenn með þeim hætti, að auðvelda starfsemi atvinnulífs. Og einnig, með þeim hætti, að samkeppnishæfni okkar hagkerfis, batni sem hraðast.
*Ef við framkvæmum slíkt jafnharðan - hef ég ekki áhyggjur af framtíðinni, horft lengra en næstu 10 ár.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2010 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er algengur misskilningur, að þ.s. skuldir fyrirtækja, séu ekki á ábyrgð ríkisins að öllu jafnaði, þá sé ekki ástæða að óttast greiðsluþrot ríkisins; þó verulegur fjöldi fyrirtækja fari í þrot.
*Misskilningurinn, felst í því, að öll fyrirtæki er starfa hérlendis, þau eru þar með hluti af veltu þjóðfélagsins; þ.e. borga laun, skatta o.s.frv.
*Stór hluti tekna ríkisins, kemur af svokölluðum veltusköttun, sem tengjast neyslu og að sjálfsögðu einnig, frá beinum sköttum af tekjum einstaklinga og fyrirtækja.
-------------------------------
Ef fjöldi fyrirtækja fer í þrot, jafnvel þó svo það hafi engin bein áhrif á skuldir ríkisins sjálfs til aukningar, þá hefur sá samdráttur er þá á sér stað í hagkerfinu, umtalsverð neikvæð áhrif á skatttekjur ríkisins.
Að auki, þá verður ríkið einnig fyrir búsifjum vegna kostnaðarhækkana frá bótakerfinu, einkum vegna fjölgunar atvinnulausra.
*Samanlagt, veldur þetta því að ríkið hefur að sjálfsögðu minna aflögu, til að standa undir öðrum útgjöldum.
*Því fleiri fyrirtæki fara í þrot, því stærri verður samdrátturinn, og því stærri verða neikvæðu áhrifin á tekju og gjaldagrunn, ríkisins.
*Ríkið stendur nú þegar, mjög tæpt með það að ráða við erlendar skuldbindingar.
*En, sú staðreynd að 50% fyrirtækja, teljast enn búa við ósjálfbæra skuldastöðu, þíðir að enn eigum við inni, mjög stórann samdrátt, í okkar hagkerfi.
*Óhjákvæmilega, verður þá verulegt hrun í tekjum ríkisins, á sama tíma og umtalsverðar kostnaðarhækkanir munu verða.
--------------------------------
Tekið saman, þá er erfitt að sjá, að ríkið geti komist hjá greiðsluþroti.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2010 | 12:31
Greiðsluþrot er hræðilegt, en samt ekki mjög svo í okkar tilviki!
Ímsar tröllasögur hafa verið uppi um afleiðingar greiðsluþrots, frá stjórnarliðum - þ.e. Kúpa Norðursins, ævarandi útskúfun af lánamörkuðum, að við yrðum föst í hlutverkinu fátæk verstöð í norðurhöfum.
Það, kaldhæðnislega, er að leið stjórnarflokkanna, er einmitt sú leið er getur leitt til þessa hluta. En, einhvern veginn eru stjórnarflokkarnir, staddir inni í einhverju "groupthink" dæmi, þ.s. öllu er snúið á haus.
Það versta, er að trúin á þá ranghugsun virðist vera heiðarleg, þ.e. þau raunverulega trúi þessu. En, ástandið eins og þ.e. í dag, er það að þrátt fyrir um 90 milljarða afgang á síðasta ári af vöruskiptaverslun, er samt í heildina, um 50 milljarða tap fyrir síðasta ár, á reikningi Íslands við útlönd.
Þarna kemur til kostnaðurinn, af því að standa undir vaxtakostnaði af skuldum. Þannig, að nettó staðan, er að þjóðfélaginu blæðir stöðugt.
Sííðast þegar Ísland var í ástandinu, nettó fjárstreymi úr landi, var á tímum einokunarverslunarinnar; en þá myndaðist nettó fjárstreymi úr landi með þeim hætti að íslendingar voru neyddir til að kaupa innflutta vöru of háu verði á sama tíma og þeir voru neyddir til að selja sína framleiðslu gegn of lágu verði.
- Afleiðing þess nettó fjárútstreymis, tímabils einokunarverslunar, varð það að Ísland breyttist úr auðugu landi í upphafi 17. aldar og í þ.s. talið var fátækasta land Evrópu við upphaf 19. aldar.
- Þ.e. full ástæða að ætla, að þ.s. svipað ástand nú ríkir, að ef það heldur svo áfram næstu ár, jafnvel áratugi, að svipaðar afleiðingar verði, þ.e. vaxandi fátækt Íslands og Íslendinga, ár frá ári, áratug frá áratgu.
---------------------------------
- Við verðum einfaldlega að spyrna við fótum. Hugsað í þessu sögulega samhengi, verður ljóst, að það þarf annað að hvoru að stórlega minnka þetta fjármagnsútstreymi eða hreinlega að binda á það enda.
- Ríkisstjórnin vonast til, að hægt verði að minnka það með sölu eigna. En, þar takast hagsmunir á - því ef á að hámarka verð eigna þarf að dreifa sölu þeirra yfir langt tímabil sbr. að skilanefna Landsb. ný hyggst dreifa sölu eigna yfir næstu 10 ár - en, þá kemur vandi á móti að þ.s. verið er að taka ný lán ofan á þau sem eru fyrir, og af þeim þarf að borga af einnig, og ef ekki er farið að borga af þeim frekar fljótlega þá hækka þau enn meira sem getur skapað óviðráðanlega hringrás skuldahækkana - þá þarf ríkisstjórnin frekar skjóta eignasölu sem einmitt vinnur á móti því markmiði að fá sem best verð. Í allra allra besta falli, stendur mjög tæpt að þetta geti gengið upp. Við myndum samt, standa eftir með mjög erfiða skuldastöðu, en kannski ef þetta gengur upp, ofan við strikið þannig að við getum greitt af þeim.
- Það stendur sem sagt, mjög tæpt í besta falli, að plan ríkisstjórnarinnar um eignasölu á móti skuldum gangi upp. Hið augljósa í þvíi samhengi, er að líkur aukast á því, að það virki ef Ísland sleppur við að borga Icesave. Það, er ákveðin kaldhæðni í því.
- Vandinn sem við erum að glíma við, er sá að þetta fjármagn er rennur í vasa erlendra eigenda skulda vorra, það þá nýtist ekki með nokkrum hætti, okkar hagkerfi. Þvert á móti, dregur þetta útstreymi úr þrifnaði okkar hagkerfis - jafnvel þó að við næðum rétt svo að halda sjó. En, málið er að þeir sem skulda, hvort sem um fyrirtæki eða einstaklinga er að ræða, hafa þá minna fé handa á milli, til allra hluta.
- Afleiðingin, er minni geta til hagvaxtar, og því minni eftir því sem útstreymi fjármagns er stríðara. *Auk þessa, geta aðilar síður staðið undir kostnaði við þróun nýrrar tækni, endurnýjun tækja, viðhaldi eigin þekkingar sbr. símenntun, viðhaldi húsnæðis o.s.frv.
- Að auki, þ.s. þetta á einnig við ríki og sveitarfélög, þá getur fjármagnsskortur leitt til, of lítilla fjárfestinga til viðhalds vega, mannvirkja og þjónustu við almenning -sbr. skóla., heilbr. og önnur þjónustu kerfi v. almenning.
- *Afleiðingin er sköðuð samkeppnishæfni Íslands, ástand sem getur verstnað eftir því sem frá líður.
-------------------------------------------------
Hættan er sem sagt mjög raunveruleg á því, að við séum á leið inn í ástand, þ.s. Ísland muni smám saman verða fátækara ár frá ári, þannig að þættir samfélagsins hreinlega smám saman grotni niður frammi fyrir augunum á okkur, fyrirtæki tapi samkeppnishæfni sinni o.s.frv.
- Útkoman, fátæk þjóð í norði þ.s. útflutningur fisks verði enn stundaður, ásamt álframleiðslu og ferðamennsku. "That's it".
- Þ.s. ég er að meina, er að í samanburði við þetta, sé greiðsluþrot ekki svo íkja slæmur hlutur. *Þ.s. greiðsluþrot gerir er að það bindur enda á þá stöðugu blóðtöku, sem hið stórfellda annars fyrirsjáanlega áframhaldandi fjármagnsstreymi úr landi annars verður.
- Þ.s. að fiskútflutningur mun halda áfram, áliðnaður verður ekki fyrir nokkrum áhrifum enda í eigu alþjóðlega risafyrirtækja, og vart er hægt að ímynda sér að ferðamenn hætti að koma hingað, þá mun þetta þíða að fjármagn mun á nýjan leik, geta byrjað að hlaðast upp hér á nýjan leik.
- Þ.e. einmitt málið, okkar auðlindir eru það drjúgar að þær duga til að standa undir nauðsynlegum innflutningi, þrátt fyrir ástand greiðsluþrots er mun leiða til þess, að allan innflutning mun þurfa að staðgreiða.
- Þannig, að við getum raunverulega staðið ein, um nokkurn tíma, á meðan við erum að sleikja sárin, af hruninu.
- Ath. einnig, að ekki er ástæða til að EES samingurinn falli, gagnvart okkur. En, jafnvel samt þó, þá erum við meðlimir að "WTO" og fáum að algeru lágmarki svokölluð bestu kjör á þeim grunni. Þarna á milli er ekkert ginnungs gap, þó sannarlega sé betra að halda EES. En, ég tel það ólíklegt að við missum EES. En, jafnvel samt þó, væri það ekki svo mikið áfall, að það væri ekki að mínu mati, samt þó skárra að fara þá leið, er ég legg til.
--------------------------------
Það sem ég meina, er að í greiðslufalli, felist visst skjól fyrir okkar atvinnuvegi, sem við getum notfært okkur, til að hefja uppbyggingu þeirra á nýjan leik.
- Þó svo að þeir sem skulda mikið í erlendri mynnt myndu verða gjaldþrota þá þegar, sem myndi leiða til stórrar aukningar atvinnuleysis til skamms tíma, þá myndi þetta ástand gera þeim fyrirtækjum, sem eftir myndu verða, kleyft að byggja sig upp, í þessu skjóli.
- Þ.s. það nýja fjármagn er til yrði, verður þá raunverulega til staðar til innlendrar uppbyggingar, þá getur upphlöðun fjármagns á ný hafist, og þannig klassísk uppbygging til átta venjulegrar uppbyggingar úr kreppu.
- Þ.s. við þurfum þó að passa, er að halda eyðslu í formi innflutnings í algeru lágmarki á sama tíma, en ástandið mun þíða að ekki verður hægt að reka þjóðfélagið í heildina með halla. En, það þarf meira til, það að tryggja að afgangur fái að myndast, þannig að því nýja fjármagni er verði til, sé einungis varið til efnahaslegrar uppbyggingar.
- Þetta verður því krefjandi verkefni, fyrir okkur öll, en mín skoðun er að þetta sé samt raunverulega hægt, og meira til, þetta sé ívið auðveldari leið, en sú er ríkisstjórnin vill feta.
- Áherslan verður að vera á sköpun nýrra útflutnings greina, þannig að útflutningur muni smám saman aukast og styrkjast eftir því sem frá líður, og þannig smám saman, vera til staðar meira fjármagn. *Með ítrasta aðhaldi, á þetta alveg að geta gengið.
----------------------------------------------
Ástand greiðsluþrots líkur ekki fyrr en samningar hafa náðst við erlenda kröfuhafa um högun greiðslna af skuldum.
- Þannig, að á meðan á greiðsluþroti stendur, munu þurfa að fara fram samningaviðræður við kröfuhafa.
- En, eins og ofangreind lýsing ber með sér, reikna ég með ástandi greiðsluþrots um nokkurt árabil, enda mun sú endurreisn er ég tala um að ofan, taka e-h ár hið minnsta, síðan kemur einnig það að samingaviðræður við kröfuhafa munu taka nokkurn tíma hvernig sem fer, og að auki að þeir eru líklegir til að míkjast eftir því sem frá líður er þeir sjá, að við erum ákveðin og einnig að okkur líður ekki svo mjög ílla við ástandið. En, sú upplifun mun taka tíma að koma fram. Miðum við cirka áratug.
- Samningaviðræður, þurfa að miða við, að greiðslur hefjist þegar atvinnulífið hefur náð sér að nægilegu marki, - annars vegar - og - hins vegar - þegar ásættanlegir samningar um afslátt af skuldum, hefur náðst fram.
----------------------------------------------
Kæra þjóð - þetta er raunveruleg fær leið fyrir okkur. Og, þ.s. meira er, mjög sennilega mun leiða til skárri útkomu fyrir okkur, en sú leið er ríkisstjórnin vill fara.
Þetta verður alls ekki dans á rósum. Þvert á móti, mun þessi leið vera krefjandi fyrir okkur. Mjög krefjandi. En, hún mun krefjast af okkur að við aðlögum okkur að því, að lifa fyrir það sem við höfum efni á.
En, í ástandi greiðsluþrots, mun okkur ekki vera mögulegt að lifa, nema innan þeirra marka er við höfum efni á. Að mínu mati, verður það einmitt mjög gagnleg kennslustund, fyrir okkur sjálf - því hún mun binda enda á það þjóðfélag brjálæðislegrar eyðslu um efni fram, sem við vorum komin í.
Það þjóðfélag var orðið sjúkt.
Reynsla okkar undanfarið, verður að vera sú að það þjóðfélag einfaldlega gangi ekki upp. Ég veit ekki um nokkurt sem betur getur kennt okkur þessa þörfu lexíu, heldur en ástand greiðslufalls. Innan þess ástands, getur svo byggst heilbrigðara þjóðfélag, sem byggir meir á útflutningi og síðast en ekki síst, meir á sparnaði en eyðslu. Þetta er einfaldlega þörf aðlögun fyrir framtíðina.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.2.2010 | 16:13
Það allra versta sem við getum gert, er að semja við Hollendinga og Breta, í einhverju offorsi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu!
Fólk verður að skilja hvað skellir í tönnum, að þ.e. einmitt okkur Íslendingum í hag, að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram, og að þar komi fram með sem allra skírustum hætti, sá vilji þjóðarinnar, að hafna því Icesave samkomulagi, er ríkisstjórnin gerði fyrir okkar hönd við Breta og Hollendinga.
-----------------------
*Það hve Hollendingar og Bretar sjálfir, leggja svo mikla áherslu, á að semja nú þegar, eitt og sér ætti að segja okkur eitthvað.
*Að auki, hve mikla áherslu þeir hafa lagt á, að málið sé ekki sett fyrir lög og dóm, það einnig ætti að segja okkur eitthvað.
*Varðandi vælið um, að Ísland muni glata trausti um aldur og æfi, ef við stöndum ekki við skuldbindingar okkar - eins og þetta er ítrekað orðað; þá er hið fyrsta, að ekkert kemur fram í lögum ESB sbr. Directive 19/94/EB svo óvéfengjanlegt sé, að þetta sé yfirleitt okkar skuldbinding.
*Ég hef ekki heyrt nokkra sannfærandi röksemdafærslu fyrir því, að þetta sé ekki svo, nema að vísa einfaldlega í þá ósannfærandi fullyrðingu, að það verði að standa við hina 20.000 Evru tryggingu. En, "Direct"-ívið segir einfaldlega ekkert um það, hvað gerist eða á að gerast, ef ekki reynist nægjanlegt fjármagn vera til staðar í innistæðutryggingasjóði. Það eina sem kemur fram, er að innistæðutryggingasjóður, hafi allt að 9 mánuði, til að greiða út tryggingaféð. Þ.e. einfaldlega fullkomin óvissa um, hvað gerist ef peningurinn er ekki fyrir hendi. Fullyrðingin um, að það verði samt að standa við trygginguna, getur hið minnsta ekki byggst á orðalagi Directive 19/94/EB, þ.s. þvert á móti stendur, beinlínis, að ekki sé hægt að gera ríkissjóði ábyrga. Sjálfsagt, var þetta Directive barn síns tíma, en þ.e. ekki beinlínis okkar vandamál, að ESB hafi klúðrað því, að semja þessi lög. Ekki, endilega augljós okkar skilda, að redda ESB út úr þeim vanda, að hafa búið til ílla samin lög.
*Staðreyndin er einfaldlega sú, að hvergi er til neinn dómur, frá Evrópudómstólnum, sem fjallar um þetta atriði, hvað ber að gera, ef sjálfur innistæðu tryggingasjóðurinn, er tæmdur. Þannig, að fullkomin óvissa ríkir, og staða okkar er einfaldlega sú, að við Íslendingar í ljósi okkar skuldastöðu, verðum að nýta okkur alla slíka óvissu okkur í hag.
*En, staða Íslands er svo slæm, að þrátt fyrir methagnað af vöruskiptaverslun upp á cirka 90 milljarða á síðasta ári, var þjóðfélagið samt með halla við útlönd upp á cirka 50 milljarða. Þennan halla, hefur einungis verið hægt að borga, af okkar gjaldeyrisvarasjóði, sem stóð fyrir áramót e-h staðar í rúmlega 400 milljörðum.
*Með öðrum orðum, tekjur Íslands duga ekki einu sinni fyrir vaxtabyrði af erlendum skuldbindingum, og þá gerum við ekki ráð fyrir neinni viðbót eins og Icesave, eða öðrum þeim gjaldeyrislánum, sem stendur til skv. plani ríkisstjórnarinnar og AGS, að taka. En, af þeim lánum, mun einnig á endanum þurfa að borga.
*Röflið um atvinnu-uppbyggingu, sem standi og falli með afgreiðslu Icesave, er einn þvættingurinn enn, en ekkert af þeim verkefnum sem stendur til að fari af stað, hefur enn verið fjármagnað. En, ástæða þess, að fjármögnun hefur fram að þessu ekki tekist, þrátt fyrir miklar tilraunir í þá vegu, ætti að verða öllum ljós þegar raunstaða Íslands er höfð i huga.
*Málið er einfalt, þ.s. við eigum um þessar mundir ekki einu sinni fyrir vöxtum af þeim erlendu skuldbindingum, sem þegar eru á okkur fallnar, þá sjá að sjálfsögðu erlendir bankar, að ekki sé góð hugmynd að lána okkur meira fé. Vart, ætti að þurfa að leita frekar skýringa.
*Þ.e. því ekki útlit fyrir, að þessi verkefni fari jafnvel nokkru sinni af stað. En, opinber fyrirtæki í eigu ríkisins, augljóslega hafa ekki lánstraust frekar en ríkið sjálft. Þar stendur hnífurinn augljóslega í kúnni, sem sést m.a. á nýlegri yfirlísingu iðnaðaráðherra - að ef til vill mætti leysa þetta próblem, með því að bjóða útlendingum, tímabundið eignaraðild af þeim virkjunum, sem stendur til að byggja. En, hún hefur rétt fyrir sér, að án getu til að taka frekari lán, er eina leiðin að erlendir aðilar, sjái sér hag af því, að fjármagna þessi verkefni. Slíkt myndi krefjast eignaraðildar þeirra, augljóslega. Þessi verkefni eru sem sagt, í strandi alveg burt séð frá Icesave,
*Þ.s. ekki er útlit fyrir að stórframkvæmdir hefjist á þessu ári, nema að hugmyndir iðnaðarráðherra nái fram að ganga, og að auki að henni takist að fá fjárfesta; þá er augljóslega engin von á hagvexti á þessu ári. Heldur verður þetta annað stórt samdráttar ár.
*Að auki bætist við, að þ.s. tímabundnar lækkanir á greiðslubyrði 50% fyrirtækja sem gripið var til á síðasta ári - og var þetta augljóslega ástæða þess að samdráttur varð minni á síðasta ári en hafði verið reiknað með - falla niður á seinni hluta þessa árs. En, sennilega þegar þessi aðgerð var innleidd hefur ríkisstjórnin sjálf trúað því að stórframkvæmdir væru hafnar og bullandi hagvöxtur hafinn, og því þetta nægileg aðgerð. En, nú þ.s. þetta gengur ekki upp, þá þíðir þetta einungis það, að sú kreppa er ekki varð á síðasta ári, færist yfir á seinni hluta þessa árs. Að auki, fékk fjöldi almennings svipaða afgreiðslu - sem einnig mun renna út í mörgum tilvikum.
*Eins og allir ættu að muna, þá virkar þessi tímabundna greiðsluaðlögun þannig, að mismunur á fullum greiðslum er einfaldlega færður aftan á lánið sem þá hækkar og Því verður heildargreiðslubyrði erfiðari seinna meir. En, ríkisstjórnin veðjaði greinilega á að röð risaframkvæmda myndi redda öllu fyrir horn, og sjá fólki fyrir nægilegri atvinnu og tekjum, til að endar næðust saman. En nú þ.s. hún hefur tapað þessu veðmáli, þá renna þessar tímabundnu aðgerðir út hjá þessum 50% fyrirtækja og einnig fj. almennings, á svipuðu tímabili síðla þessa árs.
*Útkoman verður nokkurs konar "double wammy" þ.e. að hert greiðslubyrði bæði fyrirtækja og einstaklinga, á sama tíma og samdráttur enn ríki; mun óhjákvæmilega stórlega bæta á þann samdrátt. Sennilega kemur þá loks, sú hin stóra gjaldþrotahrina, sem lengi hefur verið við búist. Þannig, að atvinnuleysi fari loks í þær hæðir, sem að svo djúp kreppa að rökréttu leiði til - þ.s. 20% +.
*Fyrir ríkissjóð, verður vesenið það, að þá verður hann einnig fyrir "double wammy" þ.e. tekjur munu reynast mun minni en gert er ráð fyrir og á sama tíma, kostnaður af bótakerfinu magnast. Fyrirsjáanlega, verður ríkissjóður í gríðarlegum og vaxandi vanda, um seinni hluta þessa árs.
-----------------------------------------
Niðurstaða: ríkissjóður Íslands, er að stefna hraðbyri í greiðsluþrot. En, án stóru framkvæmdanna, þá mun ríkissjóður einfaldlega ekki fá þær tekjur er hann þarf, til að geta staðið við þær skuldbindingar, sem framundan eru. Greiðsluþrot verður óúmflýjanlegt.
Í ljósi oftantilgreindrar stöðu, er það fullkomin bilun, að bæta við frekari skuldum. En, þ.s. ekki er hægt að gera þjóðir upp með sama hætti og einstaklinga eða fyrirtæki, eru skuldir ekki afskrifaðar - þannig, að um þær mun þurfa að semja einhvern tíma seinna. Þ.e. því skárra, að hafa minna á bakinu í greiðsluþroti, en meira. En, ástand greiðsluþrots tekur ekki endi, fyrr en samkomulag hefur náðst við kröfuhafa, um tilhögun greiðslna.
Væntanlega, munum við þurfa að fara fram á verulega afslætti af skuldum. En, þ.e. "den tid den sorg". En, punkturinn er að slíkar viðræður eru auðveldari ef afskriftirnar sem þarf að fara fram á eru lægri fremur en hærri - "ergo" betra að skulda minna en meira.
Við þurfum að rökréttu að fara að undirbúa okkur fyrir þessa útkomu. Til liðs við okkur munum við þurfa aðila, sem eru sérfræðingar í samingaviðræðum af því tagi, sem við munum þurfa að ganga í gegnum; þ.e. endurskipulagning skulda til lækkunar.
Það ferli mun þó sennilega taka einhver ár. Ég bendi fólki á fletta í gegnum bloggið mitt, en ég hef áður bent á einstaklinga, sem hafa akkúrat þessa þekkingu og reynslu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2010 | 21:36
Nú verður að halda haus, og hindra ríkisstjórnina í því, að troða gamla Icesave samningnum í kokið á okkur, með "detail" lagfæringum!
Þetta er sennilega ótrúlegasta samsafn leiðinda liðs, sem safnast hefur í nokkra ríkisstjórn í okkar gervallri lýðveldissögu.
Eins og allir vita, sem e-h fylgjast með fréttum, hefur komið nýtt samningstilboð frá Bretum og Hollendingum. Skv. því, virðist sem að Hollendingar og Bretar, ætli að fullkomlega að leiða hjá sér, málatílbúnað nýrrar samninganefndar, sem skipuð var eftir samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu.
Fréttatilkynning nr. 5/2010
Samninganefnd íslenskra stjórnvalda átti í dag fund með fulltrúum breskra og hollenskra stjórnvalda í Lundúnum. Á fundinum kynnti samninganefndin tillögur til lausnar Icesave-málsins, sem byggja á samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka á Alþingi.
Fyrir samninganefndinni fer bandaríski lögfræðingurinn Lee Buchheit. Auk hans skipa nefndina Guðmundur Árnason og Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjórar fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis, ásamt Jóhannesi Karli Sveinssyni lögmanni og Lárusi Blöndal lögmanni, sem tilnefndur er af stjórnarandstöðuflokkunum sameiginlega. Þeim til ráðgjafar eru Don Johnston, fyrrverandi framkvæmdastjóri OECD, auk sérfræðinga ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint og lögfræðistofunnar Ashurst.
Aðilar eru í framhaldi af fundinum að meta stöðuna.
Fjármálaráðuneytinu, 15. febrúar 201
Ef einhver man eftir, þá var sú stefna tekin, eftir langa fundi milli formanna stjórnmálaflokkanna, að skipa þessa nýju samninganefnd sameiginlega.
Hún fór af stað með allt aðra hugmynd, þ.e. að greiðslur til Breta og Hollendinga, myndu fyrst og fremst, byggja á eignum þrotabús Lanfsbanka Íslands. Að Ísland myndi ekki taka nein ný lán, til að ganga frá Icesave. TIF myndi fá forgang á eignir Landsbanka Íslands, og ef afgangur myndi verða, þá fengju Bretar og Hollendingar að ráða því, hvað væri þá gert við þann afgang.
Þannig, að þ.e. ekki undarlegt, að Sigmundur Davíð, bregðist forviða við. Segi þennan nýja málatilbúnað Breta og Hollendinga, ekki í samræmi við þ.s. hefði verið rætt undanfarna daga. Að auki, er vart að undra, að hann sé ekki heldur, uppnæmur fyrir þeim tillögum.
Sjálfsagt, ætti ekki heldur að koma okkur á óvart, hegðun ríkisstjórnarinnr, þ.e. hugmyndir Breta og Hollendinga, sagðar athyglisverðar - til bóta - að þessi breyting sem í boði er, geti reynst Íslandi hagstæð - síðan er áfram suðaða að klára verði Icesave - að mikil hætta sé fyrir hendi ef lausn Iceave haldi áfram að dragast.
Grein Financial Times:
Iceland wins softer repayment terms
Sú hugsun sem býr að baki hjá talsmönnum ríkisstjórnarinnar, kemur mjög vel fram, í leyniskjali bandar. sendiráðsins sem lekið var með einhverjum hætti í fjölmiðla
LOOKING FOR ALTERNATIVES TO AN ICESAVE REFERENDUM
1. (C) Summary. CDA met with Ministry of Foreign Affairs Permanent
Secretary Einar Gunnarsson and Political Advisor Kristjan Guy Burgess
January 12 to discuss Icesave. After presenting a gloomy picture
of Iceland's future, the two officials asked for U.S. support. They
said that public comments of support from the U.S. or assistance in
getting the issue on the IMF agenda would be very much appreciated. They
further said that they did not want to see the matter go to a national
referendum and that they were exploring other options for resolving the
issue. The British Ambassador told CDA separately that he, as well as the
Ministry of Finance, were also looking at options that would forestall
a referendum. End Summary.
2. (C) CDA met with Permanent Secretary Einar Gunnarsson and Political
Advisor Kristjan Guy Burgess at the Icelandic Ministry of Foreign Affairs
on January 12 for a two hour marathon meeting to discuss Icesave. The
Icelandic officials painted a very gloomy picture for Iceland's
future. They suggested that the most likely outcome for the country
was that the Icesave issue would fail in a national referendum. Should
that occur, they suggested, Iceland would be back to square one with
the British and the Dutch. The country, however, would be much worse
off because it would have lost international credibility and access to
financial markets. Gunnarsson suggested that the Icesave issue, if it
continues along its present course, would cause Iceland to default in 2011
when a number of loans become due and could set Iceland back 30 years.
3. (C) The two government officials stressed that Iceland needs
international support. CDA reiterated that the United States was neutral
on this bilateral issue and hoped for a speedy resolution. Moreover,
the U.S. had supported Iceland's position at the last IMF Review and
expected to do so again depending on the circumstances. Gunnarsson and
Burgess responded that they understood the United States' stated position
of neutrality on the issue; however, they expressed the view that it
was impossible to remain neutral regarding the Icesave matter. Iceland,
they said, was being bullied by two much larger powers and a position
of neutrality was tantamount to watching the bullying take place. They
suggested that a public statement from the U.S. in support of Iceland
would be very helpful. They also felt that U.S. intervention in the
IMF could be of assistance, specifically if it was targeted at getting
Iceland's review placed on the IMF agenda. Gunnarsson acknowledged that
U.S. support during the review was appreciated but, realistically,
the issue would never make it on the agenda unless external pressure
was applied on the IMF.
4. (C) Gunnarsson and Burgess were extremely pessimistic regarding
the national referendum and said that the Government of Iceland was
exploring other options to resolve the Icesave situation. They hinted
that renegotiation might be a viable alternative and referenced recent
meetings between the government and the opposition at which this option
was discussed. Everyone could potentially save face, they suggested,
if a new repayment agreement was reached with the British and Dutch that
could possibly include a lower interest rate for the loan. This solution,
they felt, would be palatable to the Icelandic people and potentially
to the opposition as well. They did not know, however, whether the
British and Dutch would agree to another round of negotiations. They
also acknowledged that any new agreement would have to be approved in
parliament and, of course, signed by the president.
Ég held að eftirfarandi sé áhugaverðast í þessu skjali, þ.e.:
"the Government of Iceland was exploring other options to resolve the Icesave situation"
Vandinn hefur verið, og enn er, sú bjargfasta trú ríkisstjórnar liða að allt
fari til fjandans ef ekki er gengið frá Icesave samkomulagi, skv. því sem Bretar
og Hollendingar vilja - sbr. fullyrðinguna að greiðsluþrot myndi færa Ísland aftur
um 30 ár.
Mér sýnist flest benda til, að sú trú sé heiðarleg, þ.e. hún sé meint
í fúlustu alvöru.
Þ.s. mér grunar, er að ríkisstjórnin hafi verið allan tímann, að semja við
Breta og Hollendinga, án vitneskju hinnar nýju samninganefndar, og sennilega
komi hið nýja svokallaða útspil Breta og Hollendinga, þeim nákvæmlega ekkert
á óvart.
En hafa ber í huga, að síðan Ólafur Ragnar sagði "Nei" - hafa aðilar innan
stjórnarflokkanna einmitt verið að tala á þeim nótum, að reyna að fá fram
hagstæðari samninga um vaxtaþáttinn.
Síðan allt í einu, koma Bretar og Hollendingar, með nýtt útspil
akkúrat beint að vaxtaþættinum. Ég held, að þarna sé vart um
tilviljun að ræða.
Það hafi með öðrum orðum, aldrei verið neinn heiðarleiki af hálfu
stjórnarliða, á þeirra fundum við forystumenn stjórnarandstöðu, í
umræðum um ný samnings markmið. Þvert á móti, hafi um sjónarspil
verið að ræða, meðan andstaðan hélt að loks væri verið að hleypa
þeim að borði, hafi ríkisstjórnin allan tímann verið að ræða við
Hollendinga og Breta.
Það hafi verið viðræðurnar er skiptu máli. Nú er ríkisstjórnin
sjálfsagt, að reyna að fá forystumenn stjórnarandstöðu, til að sætta
sig við orðinn hlut, þ.e. að nú hafi þeir fengið að soreyta sig og
það hafi ekki gengið. Ríkisstjórnin vonist til að þeir sjái ekki í
gegnum þetta, að ríkisstjórnin hafi verið að vinna allan tímann
gegn nýju saminganefndinni og í reynd, verið á sama tíma að semja
við Breta og Hollendinga.
Ég vona heitt og innilega, að Sigmundur Davíð og Bjarni Ben.
haldi haus, en eins og sést ef frétt Visi.is er lesin,
þá leggur Jóhanna höfuðáherslu á að ná samkomulagi við Breta og
Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Með öðrum orðum,
plan stjórnarflokkanna er að hún fari ekki fram.
Vonar að samkomulag takist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu
En þvert ofan í þ.s. stjórnarliðar halda, þá styrkir þjóðaratkvæðagreiðslan
samningsstöðu Íslands. Einhvern veginn, í sínum kjána gangi, virðast stjórnarliðar
halda hið gangstæða. Þeir virkilega halda að ef samstaða þjóðarinnar gegn samingnum,
kemur fram að þá versni samingsstaðan.
Þ.e. því algert grundvallar atriði, einmitt, að halda þessa
þjóðaratkvæðagreiðslu og fá fram skýrt "NEI" frá sem allra
stærstum meirihluta þjóðarinnar, ásmant sem allra bestri þáttöku
kjósenda, þannig að það fari ekki neitt á milli mála, að þjóðin
vill ekki þennan samning.
Með slíkt skýrt "NEI" í farteskinu, þá stendur saminganefn Íslands
miklu mun betur að vígi.
Menn meiga ekki gleyma því, að Evrópusambandið sjálft, leggur ætíð mjög ríka
áherlsu á, að lýðræðisumbætur séu gerða í þeim löndum, sem æskja inngöngu -
ef eitthvað þykir á vanta. Sem dæmi fékk Búlgaría á sínum tíma umvandanir
og þurfti að framkvæma ímsar lagfæringar á sínu stjórnarkerfi.
Þjóðir Evrópu í dag, hafa tilhneygingu til að líta á sig, sem nokkurs konar miðpunkt
lýðræðis í heiminum. Þetta er þeirra eigin sýn. Þetta er vert að hafa í huga, þ.s. ást á
lýðræði og lausnum byggðum á lýðræði, á skv. þessu að vera í hávegum. Þetta er einmitt
ástæðan fyrir því, að Bretar og Hollendingar, vilja semja fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu
því það liti svo miklu verr út, gagnvart sýn annarra Evrópuþjóðar á þessarri deilu,
að ef Bretar og Hollendingar hefðu framgöngu um seinna meir, um að leiða hjá sér
skýra byrtingamynd lýðræðislegs vilja hérlendis - þ.e. átroðslu á lýðræði.
En ríkisstjórnin, er læst inni í einhverju ranghugsanamótívi, þ.s. öllu er snúið á haus.
Eina leiðin, þ.s. engin leið virðist vera til að koma vit fyrir ríkisstjórnina, er að
standa fast á móti, eins og umliðið ár, og láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram.
Það má alls ekki gerstas, að einhvers konar paník samingi, sé hleypt í gegn,
fyrir atkvæðagreiðslu. Það myndi vera mjög alvarlegt skot, í okkar eigin
lappir Íslendinga.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar