Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Hvað sagði hún Anne Sibert, sem fór svo fyrir brjóstið á ímsum?

Nokkur ágreiningur hefur sprottið um nýlega grein, sem Ann Sibert skrifaði um málefni tengdu Icesave, inn á vettvanginn VoxEU.org.

Sjá greinina hennar:

The Icesave Dispute

Hún framkvæmir nokkurs konar fræðilega úttekt á málinu, fyrir sitt eigið leiti. Sem hagfræði prófessor, hefur hún sjálfsagt fullt erindi, til þess að framkvæma slíka úttekt. 

Þ.s. hennar úttekt sýnir, er að þ.e. ekki bara bullandi ágreiningur um hvernig á að nálgast þetta mál, meðal almennings og þeirra sem eru í pólitíkinni, heldur einnig á meðal sérfræðinga.

 

Hérna tekur hún saman, í örstuttum inngangi umfjöllunarmál og niðurstöðu:

"Who should pay for the money lost by UK and Dutch citizens investing in Icesave accounts? This column presents the dispute's background and argues that the debt burden of Icesave is likely to be closer to 15% of GDP than the 50% often reported. It concludes that Iceland is not too small to repay."

 

Smá yfirlísing fyrst; ég væri fullkomlega sammála henni, ef Ísland skuldaði ekkert verulegt/umtalsvert annað, en Icesave (Látum það liggja milli hluta ágreininginn um, hvort af prinsippástæðum við eigum að greiða eða ekki.)

Fyrir mér, er það akkúrat ein af stóru ástæðunum, til að vera á móti síðasta samkomulagi um Icesave, það að skuldir Íslands eru þegar orðnar hættulega háar, og þá alveg burtséð frá Icesave.

Þegar, skuldir eru þegar orðnar hættulega háar, þá getur einmitt viðbót, jafnvel þó hún geti orðið óverulegt viðbótar greiðsluálag með smá heppni, samt verið kornið sem veltir öllu um koll.

 

Hérna fyrir neðan útskýrir Sibert, hreint með ágætum hætti, hve óljós Directive 19/94 er þegar kemur að spurningunni, hvað ber að gera, í kjölfar meiriháttar bankahruns:

"As a member of the European Economic Area (EEA), Iceland is bound by Annex IX (point 19a) of the EEA Agreement, which includes Directive 94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30 May 1994. Directives, by their nature, specify a result that member states must achieve, leaving the form and method up to the national authorities. This directive requires that members are to have and monitor a deposit-guarantee scheme (article 3.1) satisfying certain properties. Two properties are especially relevant for the Icesave dispute. First, under EEA law, a branch of a credit institution is supervised by the authorities of the country where the head office is located. Thus, depositors at a branch are to be covered by the deposit scheme of the head office’s member country (article 4.1). Second, the minimum amount of protection that is to be offered is 20,000 euros (article 7.1).3"

"In practice, most countries appear to have interpreted the mandate as having and overseeing a fund, paid for in varying part by resident credit institutions and the government, which could be used in the event of the failure of a small to medium-sized credit institution. In Iceland, the Depositors' and Investors' Guarantee Fund (Tryggingarsjóður) is to have funds equal to 1.0% of insured deposits. If this limited interpretation is correct, it is unclear who is liable if an entire banking system collapses and the fund in inadequate."

"The directive is not particularly well written, even relative to other EU legal documents. It does not ask member states themselves to guarantee deposits, only to set up and monitor a deposit-guarantee scheme. Indeed, article 3.1 specifically rules out using a sovereign guarantee to satisfy the directive. Article 3.1 requires that “the system must be designed to prevent deposits with credit institutions belonging to the system from becoming unavailable and have the resources necessary for that purpose at its disposal.”  However, there is an explanatory introduction (recital) that says that the directive cannot result in the sovereign being liable “if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors … have been introduced and officially recognized (paragraph 24).”  This is contradictory: if a sufficiently large bank failed, or if an entire national banking system collapsed, only the sovereign might have sufficient resources to guarantee deposits; only a sovereign guarantee is credible."

"Most or all of the EEA countries, fearing a run if the guarantee were questioned, interpret the Directive to mean that the first 20,000 euros must be paid. The question, however, is who should pay? Despite the legal uncertainties, Iceland has expressed a willingness to repay if the terms are reasonable. Exactly what constitutes reasonable terms, however, is open to question."

 

Þarna síðast, kom hún að kjarna málsins, þ.e. að skoðun margra ríkja hefur verið sú að 20þ. Evrurnar verði að greiða. Og, síðan hafa fjölmargir Íslendingar, og svokallaðir sérfræðingar sérstaklega Samfó liðar, haldið því fram, að það væri til staðar óvéfengjanleg greiðsluskylda á þessum 20þ. Evrum.

En, þ.e. einmitt kjarni málsins, að þá skoðun, er ekki hægt með neinum óvéfengjanlegum hætti, hægt að byggja á sjálfum bókstaf Directive 19/94.

Heldur er þarna verið að lesa á milli lína, túlka það sem nokkurs konar megin inntak, þ.e. 20.000 Evra tryggingin.

En, þ.e. einfaldlega ekkert annað en túlkun - og þ.s. engir dómar eru til um þetta atriði; þá er vart hægt að fullyrða að sú túlkun sé e-h augljóslega réttari, heldur en túlkunin sem lesa má beint úr sjálfum texta 19/94 - þ.e. að einfaldlega sé ekki til staðar nein skilda að þjóðarrétti um að sjálfir ríkissjóðirnir hlaupi undir bagga, og tryggji að 20.000 Evrurnar raunverulega verði greiddar.

 

After the collapse of Landsbanki, the bank was split into two separate entities: (old) Landsbanki and Nýi Landsbanki. All deposits located in Iceland were moved to Nýi Landsbanki and are fully guaranteed by the Icelandic government. The British and Dutch have argued that only guaranteeing deposits situated in Iceland constitutes a breach of Article 4 of the EEA Agreement.4

Article 4 of the EEA Agreement, which is the analogue of Article 12 of the consolidated version of the Treaty on the Functioning of the European Union, prohibits "any discrimination on grounds of nationality". However, past court cases make it clear that the force of this is limited. In the 2007 case of James Wood v. Fonds de garantie des victimes des actes de terrorisme et d'autres infractions (case C-164/07) it is stated that, "It is in this regard settled case-law that the principle of non-discrimination requires that comparable situations must not be treated differently and that different situations must not be treated in the same way. Such treatment may be justified only if it is based on objective considerations independent of the nationality of the persons concerned and is proportionate to the objective being legitimately pursued (paragraph 13)”.5 In a past case that is frequently cited on this matter, the court explicitly considered both the importance and quality of the objective being pursued and whether the discrimination was proportionate.6 In this light, compensating domestic, but not foreign, account holders in full, regardless of their nationality, on the grounds that it is residents who pay the taxes to finance this and that such a move was necessary to maintain a functioning banking system does not seem obviously indefensible.

 

Þarna kemur Sibert með hreint frábæra punkta, en þ.e. það að, Evrópudómstóllinn athugar allar hliðar máls, og leggur á þær mat.

Evrópudómstóllinn, hann tekur málavexti - leggur þá upp fyrir sér, og setur einfaldlega vikt skv. eigin mælistiku, á þau markmið sem stefnt er að.

Þ.s. Sibert einmitt bendir á, er akkúrat það að Evrópudómstóllinn tekur akkúrat, mikið tillit til þessarar viktar er hann leggur á mismunandi markmið.

Þess vegna ályktar hún, að í ljósi þess að ekki geti legið neinn vafi á, að sú krísa sem Ísl. stjórnvöld voru að glíma við væri af hæstu gráðu alvarleika; þá einfaldlega geti verið réttlætanlegt að hafa mismunað að því marki sem gert var í neyðarlögunum, - aðgerðirnar þurfi að standast það að vera þ.s. kallað er "proprtionate" þ.e. að ganga akkúrat eins langt og þarf, en ekki skrefinu lengra, í því að þjóna því markmiði að bjarga ísl. fjármálakerfinu og þar með ísl. hagkerfinu frá algeru hruni.

Sem sagt, markmiðið hefur augljóslega mjög háa vikt. Þess vegna, sé það ekki óhugsandi, að við þær aðstæður, fái önnur vanalega mikilvæg meginmarkmið minni vikt, og því réttlætanlegt að víkja þeim til hliðar, ef sú aðgerð stenst prófið að vera "proportionate".

Þetta er atriði, sem hinum sjálfskipuðu innlendu siðapostulum okkar, hefur ætíð yfirsést.

 

The obligation to repay is borne first by the Icelandic deposit insurance fund. If the Icesave agreement is finalised, this fund, along with the funds operated by the United Kingdom and the Netherlands, will have a priority claim on the assets recovered from Landsbanki; the Icelandic fund will receive about half. The government is liable for the rest of the claim, with repayment (including interest accrued from the start of 2009 at a rather unfavourable rate of 5.55%) beginning after seven years. Recent estimates are that close to 90% of Landsbanki’s assets will be recovered. In this case, the estimated net present value of the end of 2015 Icesave debt burden is only about 14% of Icelandic GDP. This amounts to a net present value is 3,600 euros per capita and the average payment burden is less than 1% of GDP per year from 2016 until the debt is fully paid in 2024. If the asset recovery rate turns out to be only 75% then the average payment burden would be 1.2 of GDP from 2016 to 2026. While this burden is just part of the cost of the crisis for Iceland’s taxpayers, who have already experienced an unprecedented fall in their real disposable income, it should not be crippling. While Iceland’s position in regard to the law may have merit, and while Gordon Brown’s government can indeed be described as bullying and lacking generosity, Iceland is not too small to repay.

 

Þarna kemur það fram, sem fer í taugarnar á fólki.

Hún tekur undir það mat ríkisstjórnarinnar, að Iceave sé sennilega viðráðanlegt.

Ég er henni hjartanlega ósammála hvað þetta atriði varðar, en ég ætla þó ekki að fara í fílu, vegna þess að hún er annarrar skoðunar, en ég.

  • Ísland eftir allt saman, borgar ekki af landsframleiðslu sinni þetta lán.
  • Ísland borgar, með gjaldeyri - sem er af skornum skammti - vegna þess að þessi lán eru í erlendum gjaldeyri.
  • Gylfi Magnússon sjálfur, mat Icesave miðað við 75% innheimtuhlutfall, á bilinu 4-6% af væntum gjaldeyristekjum. Sjá grein hans Morgunblaðið 1, júlí 2009.
  • Þessa dagana, er gjaldeyrisreikningur þjóðarinnar í heildina neikvæður - þ.e. meira fer út en kemur inn. Þ.e. svo fyrir árið 2009 þrátt fyrir stærsta vöruskipta afgang lýðveldissögunnar. Þrátt fyrir hann, vorum við cirka 50 milljarða í mínus. Þarna koma til vaxtagjöld, af erlendum skuldum.
  • Þarna liggur mergur máls.

 

Niðurstaða:

Ég er ósammála Anne Sibert, hvað varðar álit hennar á getu Íslands, til að greiða af Icesave.

En, ég þakka henni annars, um margt, ágætar ábendingar - og tel grein hennar, þrátt fyrir allt, vera hvort tveggja, upplýsandi og góða.


Kv.


Þórólfur Matthíasson, setur fram sín sjónarmið, og ræðst að grein Evu Joly!

Þórólfur Matthíasson prófessor, og Eva Joly, eiga greinilega í ritdeilu. En, í Fréttablaðinu í dag, 16. febrúar, skrifar Þórólfur svargrein við grein Evu Joly, er byrt var nýverið í Morgunblaðinu.

Þórólfur hefur mál sitt á því, að ásaka Evru Joly um pólitískan áróður, og halla réttu máli.

Þórólfur telur það sitt hlutverk sé að bæta þar fyrir, og koma fram með þ.s. réttara sé, því framtíð Íslands sé háð því, að ákvarðanir byggi á réttum upplýsingum.

Þannig, að greinina má skoða sem vissa krossferð Þórólfs, gegn þeim rangskoðunum, er hann telur vaða uppi.

 

Ábyrgð kjósenda:

Þórólfur, setur sig þarna á háhest siðapostula, og spyr um ábyrgð ísl. Stjórnmálamanna, og kjósenda á Icesave málinu. Hann telur kjósendur bera ábyrgð á stjórnmálamönnum, stjórnmálamenn á embættismönnum; þannig, að ef óábyrgir stjórnmálamenn séu kosnir trekk í trekk, sem ráði vini og venslamenn sé til fullþingis, þá sé útkoman er af hljótist, ekki síður á ábyrgð kjósenda. Hann hvetur menn, að velta fyrir sér, hvort ísl. Eftirlitsaðilar, hafi uppfyllt sínar skuldur og eftirlitshlutverk, hvað snýrt að aðdragandum að Icesave málinu?

Við skulum ryfja upp, "Homo Economicus" sem skv. klassískri hagfræði er miðað við, þ.e. að einstaklinga velji ætíð besta kostinn miðað við eigin þarfir. Í leit sinni að besta kosti, skoði þeir alla valmöguleika, kasti mati á hvern og einn; og niðurstaðan sé val, sem sé hið besta val.´

  • Ef við látum sem svo, að kjósendur séu gerendur á kjósendamarkaði, og hagi sér líkt og "Homo Economicus" þá má vera, að sanngjarnt hljómi að setja ábyrgð á stjórnarathöfnum á kjósendur.
  • En, á hinn bóginn, eins og allir vita, þá taka einstakllingar ákvarðanir, nær alltaf, út frá takmörkuðum upplýsingum. Samanber, er margt um stjórnarathafnir og hegðun aðila er ráða á bak við tjöldin, er aldrei kemur fyrir almanna sjónir, og almenningur hefur því litla eða enga hugmynd um. Almenningur, getur að sjálfsögðu ekki tekið mið af því, sem almenningur veitt ekkkert um.
  • En, til viðbótar, þá hafa einstaklingar ekki bara takmarkaða getu til að safna upplýsingum, heldur einnig takmarkaðann tíma til þess. Eðli sínu samkvæmt, eyðir fólk mestum tíma sínum, í að afla upplýsinga um þ.s. tengist þeirra störfum og áhugamálum. Hér er spurningin um sanngyrnissjónarmið, þ.e. hve mikla orku, er sanngjarnt að ætlast til, að fólk eyði í að afla upplýsinga og þekkingar um, þegar um er að ræða þátt sem er fyrir utan þeirra áhugasvið?
  • Þegar raunhegðun fólks er skoðuð, kemur í ljós að fólk beitir ímsum leiðum til að stytta sér leið að markinu, til að afla sér upplýsinga eða taka ákvarðanir um þátt utan þeirra aðal áhuga - sbr. spyrja kunningja ráða er það telur vita meira um tiltekið atriði, taka mið af skoðunum ættingja sem mætti líkja við reynslu kynslóða þ.e. ef mamma og pabbi jafnvel aðrir ættingjar tóku líka ákvörðun þá hegða sér eins, mynda sér skoðun einu sinni á ævinni síðan standa við hana, o.s.frv.

Þetta er algengt um kosningahegðun, sbr. fólk kjósi þ.s. nánir vinir kjósa, ættingjar kjósa, myndi sér skoðun einu sinni á ævinni og fylgi hennis síðan sbr. að marg fólk kaupi alltaf sömu tegund af bíl.

Spurningin er sem sagt, þegar raunveruleikinn er skoðaður, að stór hluti fólks setti sig aldrei að neinni umtalsverðri dýpt inn í málin, áður en ákvörðun um hvað skyldi kjósa var tekin - að fyrir aðra sem það þó reyna var samt margt á huldu - hversu sanngjörn krafan um ábyrgð kjósenda raunverulega er?

Síðan má einnig við bæta, að ekki er hægt að taka af einstaklingum þeirra eigin ábyrgð, á þeim athöfnum er þeir taka sér fyrir hendur. Það á að sjálfsögðu við stjórnmálamenn, að þeir bera að mínu mati langstærsta ábyrgðina, á eigin athöfnum. Enda, höfðu þeir langbestu upplýsingarnar um hvað um var að vera, því bestu möguleikana á því að taka skynsamlegar ákvarðanir, eða a.m.k. að nálgast slíka skynsemi. Ef þeir völdu þannig, e-h sem var verulega minna skynsamlegt en það skynsamlegasta, er þeir voru færir um - sé sanngjarnast, að setja ábyrgðina á þeirri útkomu, að langmestu leiti á þá sjálfa.

 

700 milljarðar:

Hann, segir það rangt, að setja málið fram með þeim hætti, að hver Íslendingur komi til að greiða 12.000 Evrur eða 700 milljarða, og segir Joly vitna ín InDefense, þ.s. hið rétta sé að þrotabú Landsbanka muni greiða 90% af forgangskröfum.

  • Þ.s. vert er að hafa í huga, að Íslendingar skv. Icesave samkomulaginu, bar að greiða vexti af allri upphæðinni.
  • Skilanefnd Landsbanka hefur tilkynnt að engar greiðslur úr þrotabúi til kröfuhafa, verði inntar af hendi fyrr en öllum dómsmálum sé lokið. Þannig, að ólíklegt er talið að nokkrar greiðslur fari fram á þessu ári. Þetta eru slæmar fréttir, því þá þarf að reikna með vöxtum fyrir alla upphæðina út þetta ár a.m.k.

 

Verðmæti landsbankans:

Hann segir fullyrðingu Evu Joly, að líkur séu einungis á að eignir LB standi undir 30% Icesa krafna ranga. Það sé rétt, að mat skilastjórnar sé að eignir LB dugi fyrir 32% af heildarkröfum, en forgangskröfur séu á undan í goggunarröðinni. Hjá Kaupþingi, innheimtist 75% í allar kröfur, og í forgangskröfur að fullu. Þrotabú Lehmans, muni greiða cirka 40%.

            Hann bendir á að skilanefndin, hafi þegar yfir 500 milljarða í hendi, þ.e. 300 milljarða skuldabréf frá endurreistum Landsbanka, og 200 milljarða. Eignir í búinu sjálfu, metnar fyrir hrun liðlega 2.000 milljarðar séu metnir á 800 milljarða, sem sé niðurfærsla um 65%.

            Áætlað endurgreiðsluhlutfall, hafi hækkað frá 50% snemma árs 2009 upp í núverandi mat, um 90% forgangskrafna. Verðmæti eignasafns í Bretlandi skv. Baldvini Valtýrssyni starfsm. skilastj. í London, áætlaðar eignir í London janúar 2010 cirka andvirði 430 milljarða, sem sé um 100 milljörðum hærra, en áætlað hafi verið í september 2009.

            Hann telji þetta sýna, að eignasafn LB hafi skv. öllum rökum verið vanmetið í upphafi hruns, enda tíðkist að áætla varlega í upphafi.

Þ.e. áhugavert að hann nefni þessa 300 milljarða frá Nýja Landsbankanum, (NBI)  skv. skilmálum skuldabréfsins, verður þetta bréf upp á 1.9B evra (322 ma.kr) ekki greitt upp fyrr en á árunum 2014-2018. 

  • Þetta fé, er því ekki að berast til þrotabúsins í reynd, fyrr en á því árabili.
  • Síðan, er einnig rétt, að hafa í huga, að NBÍ er ekki með traustan fjárhag, en eiginfjárinnspýting ríkisins, var í formi skuldabréfs á sjálft ríkið.
  • En, þ.s. sjálft ríkið hefur mjög takmarkað lánstraust, hætta á greiðsluþroti þess verður að teljast umtalsverð; þá verður að tengja þann skort á trausti við skuldabréf þeirra sem eignfært er af NBÍ, og álykta að umtalsverðan vafa beri á raunverðmæti þess bréfs, og þannig því hvort LBÍ hafi raunverulega jakvæða eiginfjárstöðu.
  • Punkturinn er sá, að vafi verður að teljast á, hve mikið mark ber að taka á þessu 300 ma.kr. skuldabréfi, sem LBÍ hefur lagt fram inn í þrotabú LB. Á endanum, getur farið svo, að það verði verðlaust, jafnvel.

Síðan varðandi eignaverð í London, er það rétt að verð á fasteignum hefur hækkar umtalsvert undanfarna mánuði, þannig að í dag er það verð einungis um 9% lægra en þegar það fór hæst rétt fyrir kreppu.

En, ég hef verið að lesa síðustu daga, aðvaranir óháðra sérfræðinga, þess efnis að verð á fasteignum í London sýni einkenni verðbólu.

The London Real Estate Bubble Is Back—and It's Scary

Warning of new housing crash as prices 'soar too high'

London house prices fudging the national statistics.

Is London blowing a new housing bubble?

Are house prices rising in your postcode?

House prices: What next?

UK house prices will plummet: look at this scary chart

UK house prices 'to slump as credit crunch returns'

UK Bubble

Þ.s. bólu-umræðan gefur til kynna, er óttann við það að forsendu brestur sé til staðar.  Þ.e. einfaldlega sé ekki forsenda miðað við núverandi efnahagsástand, fyrir þvílíkum verðhækkunum.

Ályktunin er því að um sé að ræða "bear trap" eða "shadow bubble", sem mætti útleggja fylgibólu.

Þetta kemur heim og saman við aðrar aðvaranir, er maður hefur lesið um sambærilegan ótta þess efnis, að miklar verðhækkanir er urðu á mörköðum með hráefni og skuldabréf, bæði í Evrópu of Bandaríkjunum, séu æði bólukenndar.

En, setja ber þetta í samhengi við það, að efnahagslegar forsendur, hvorttveggja í Evrópu og Bandaríkjunum, næstu misserin, eru mjög lélegar. Það, fær mann til að efast, að hækkanir á bilinu 30-50% er hafa orðið á mörkuðum, frá því er þeir fóru lægst, fram á daginn í dag - séu sjálfbærar.

Þetta skiptir allt máli, því ef um er að ræða bólu sem er við það að bresta, þá mun brátt eiga sér stað heilmikið verðfall, á ný á eignum LB í London; þannig skreppa saman þ.s. fæst upp í kröfur.

 

Hvar eru peningarnir?

Hann segist vona að rétt sé hjá Joly, að megnið af Icesave peningunum, hafi verið í umferð í Hollandi og Bretl. En, hann bendi á, að LB hafi talið lífspursmál að eiga þess kost, að færa fé frá starfsemi sinni í Bretlandi, og því ekki skipulagt hana undir hatti Heritage bankans undir breskri ábyrgð.

            Hann gruni að peningar frá Icesave hafi runnið til tónlistarhallar, holræsa og gatnagerðar um landið vítt; þó án efa, hafi umtalsvert af því fé, verið endurlánað til misvitra fjárfestinga vildarvina bankans erlendis.

            Það sé rétt, að slitastjórn eigi um 300 milljarða kr. Í kröfum á hendur einkaaðila í Bretl., Hollandi og Ísl. - það fé sé að endurheimtast.

Ég hef sosum ekki mikið um þetta atriði að segja, annað en að - það verður að sjálfsögðu eitt meginrannsóknar atriðið - í hvað fóru peningarnir og hvert þeir fóru!

 

Framtíðarvirði eða núvirði?

Hann telur núvirði skuldbindingarinnar, vera 120 - 180 ma.kr.

Þetta er miklu lægri upphæð, en meira að segja ríkisstjórnin talaði um, í allt síðasta sumar - þ.e. 300 milljarðarnir frægu, er miðuðust við 90% innheimtur.

Sem dæmi fékk Jón Daníellson 507 milljarða, þó án þess að núvirða skv. áætluðum vöxtum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, hefur komist að tölunni 290 ma.kr.

Það virðist vera mikið svigrúm til mismunandi útkoma, eftir því hvaða vexti menn gefa sér, innheimtuhlutfall o.s.frv.

Ég vísa til umfjöllunar Bjarna Kristjánssonar:

Eru útreikningar Þórólfs Matthiassonar á Icesave "réttari", en í samanburði við Jón Daníels og Vilhjálm Þorsteins? 

Nú kemur fram í uppgefnum forsendum Þórólfs að hann vilji bæði staðvirða skuldbindinguna miðað við 2.5% verðbólgu OG síðan núvirða til viðbótar miðað við 6% reiknivexti.  Þetta gerir samanlagt 8.35% núvirðingu (100% - 97.5% * 94%), sem er miklu hærri prósenta heldur en hefur verið notast við alla Icesave útreikninga hingað til.  Til samanburðar má geta að Vilhjálmur notaði 1.5% evru-verðbólgu við núvirðinguna í sínum útreikningum. 

Þórólfur tekur sem sagt mjög háa núvirðingu, sem leiðir óhjákvæmilega til lágrar reiknaðrar upphæðar. Má jafnvel velta fyrir sér, hvort það sé ekki einmitt tilgangurinn, að fá fram sem lægsta upphæð?

En að bæta síðan 6% reiknivexti ofan á 2.5% verðbólgu til að fá út 8.35% núvirðis-kröfu er einfaldlega út í hött.  Þórólfur skýrir þetta út með að skattar séu þegar mjög háir og erfitt fyrir íslenska ríkið að afla lánsfjár, og á þar væntanlega við að kostnaður ríkisins við öflun gjaldeyris sé eitthvað nálægt 8.35%..Sama hvort upphæðin er núvirt eða ekki, þá mun íslenska ríkið alltaf þurfa að greiða samkvæmt núverandi Icesave-samningi 300-400M evra að nafnvirði á hverju ári milli 2016 og 2023.

Mér finnst þetta einnig, undarleg notkun á núvirðingu.  En, ef þ.e. rétt hjá honum að vaxtakostnaður ríkisins, sé e-h í líkingu við þetta. Þá, ætti að hækka upphæðina um 6% ekki lækka hana um þessi 6% í reiknings ferlinu.

En, að sjálfsögðu að ef það kostar ríkið svo mikið að taka lán til að endurfjármagna skuldbindingar sínar, svo það nái hugsanlega að höndla málið, þá ætti það að skoðast sem viðbótarkostnaður - ekki satt?

 

Vaxtamálin

Hann telur það fréttir, að 5,5% vextir, teljist okurvextir, þ.s. Íslendingar sjálfir hafi lengi búið við 4-6% raunvexti. En, sjálfsagt sé að sækjast eftir að fá þá lækkaða.

Ég sé ekki hvernig þessi athugasemd kemur málinu við, þ.s. við erum að tala um lán sem veitt eru í Pundum og Evrum, en ekki krónum. Því, er viðmiðið vaxtakjör er tíðkast í Pundum og Evrum, en ekki í ísl.krónum. 

 

Neyðarlögin og mismunun

Hann segist telja, að með neyðarlögunum, hafi ísl. stj.v. mismunað reikniseigendum í Rotterdam samanborið við reikningseiganda í Reykjavík. Þetta stríði gegn EES samingnum. Margir telja, að vegna þessa sé ekki á það hættandi fyrir Íslendinga, að fara með málið fyrir dóm. Erfitt geti verið að áætla fyrirfram, um dómsniðurstöðu.

            Hann endar með því að klykkja á mikilvægi þess, að endurreisa orðstír Íslendinga á erlendum vettvangi.

Þetta er orðin mjög þreytt umræða, um meint brot Íslands á Bretum og Hollendingum. Einn vandinn, er að of þröngt er horft á málið.

  • Það af einhverjum orsökum gleymist, hjá þeim er tönnslast sem mest á þessu, að þjóðir skv. lögum og reglum ESB og EES, hafa einnig neyðarrétt.
  • Hann skapast, þegar raunverulegt neyðarástand bríst út.
  • Þegar neyðarástand ríkir, þá þíðir neyðarréttur, að í tilvikum getur verið hægt tímabundið - og þá ef sú aðgerð þjónar þeim tilgangi að verja grunnhagsmuni - að víkja til hliðar því sem við allar eðlilegar aðstæður, kallast grunnregla.
  • Að sjálfsögðu, þarf slík notkun neyðarréttar, að vera mjög vel ígrunduð þannig, að aðgerðirnar raunverulega gangi ekki lengra en þarf.
  • Að auki, ber að varðveita eftir fremsta mætti, þann grunnrétt að ekki ber að mismuna.

Staðreyndin er sú, að það liggur fyrir forúrskurður frá EFTA um það, að neyðarlögin hafi ekki brotið í bág við lög og reglur ESB og EFTA.

Hann tók þó ekki afstöðu til þess, hvort Hollendingum eða Bretum hafi verið mismunað í Hollandi eða Bretlandi. En, hann taldi ekki að ísl. borgarar og erlendir hafi verið beittir ranglæti hérlendis, og einnig að aðgerðir þær að endurreisa innlent bankakerfi hafi fullnægt því viðmiði, að vera aðgerðir til að mæta neyðarástandi.

Vert er að hafa þetta í huga. Að sjálfsögðu, er ekki hægt að fullyrða fyrirfram með neinni vissu um útkomu dóma.

EFTA hefur samt sem áður, viðurkennt að það var neyðarástand, og við því þurfti að bregðast með óvenjulegum aðgerðum.

Ég held, að sú viðurkenning á virkjun neyðarréttar, hljóti að skipta verulegu máli - þegar og ef, dómstóll fer að meta málsatvik.

 

Mín persónulega skoðun, er að besta leiðin til að bæta okkar orðstýr - sé að dæma hina seku. Rannsaka mál ofan í kjölinn. Framkvæma þær umbætur er til þarf, hérlendis - til að erlendir aðilar sannfærist um, að ekki séu neinar verulegar líkur á, að slíkt endurtaki sig.

Ég sé ekki hvernig, að e-h konar fórnarathöfn, á eigin hagsmunum, með því að undirgangast Icesave, myndi þjóna þeim tilgangi að endurreisa okkar mannorð.

Kv.


Hver er framtíð Dollarsins og Alþjóða kerfisins?

Það virðist ljóst, að heimurinn er nú staddur á umbrota tímum. Óháðir sérfræðingar eru flestir sammála um, að núverandi ástand stöðugt vaxandi skulda helstu iðnríkja heimsins, einfaldlega sé ósjálfbært ástand.

Sérstaklega, sé ástand efnahags mála í Bandaríkjunum, og þá nánar tiltekið hinn viðvarandi - og að því virðist óumbreytanlegi - viðskiptahalli, fullkomlega ósjálfbær, er til lengri tíma er litið.

En, skv. áætlunum, ef hagvöxtur hefst að nýju í Bandaríkjunum, mun það leiða til enn meiri aukningar á þessum halla. Af því sem sérfræðingar skrifa, er auðvelt að framreikna skuldir Bandaríkjanna, upp í og jafnvel yfir 300% per þjóðarframleiðslu - ef framreiknað er meira en áratug fram í tímann.

Það virðist því ljóst, að þörf sé á því, að lagfæra þetta ójafnvægi sem er til staðar í heimshagkerfinu. Það verður þá helst gert með því, að Dollarinn og einnig Evran, lækki gagnvart myntum Asíu þ.e. Kínverska Remnimbi-inu og Indversku Rúpíunnu.

 

Bendi á greina, Krugman:

Will there be a dollar crises?

Síðan Richard Baldwin:

Is the United States headed for double bubble trouble?

Maurice Ostfield og Kenneth Rogoff:

The Unsustainable US current account deficist revisited!

Síðan mjög áhugaverð skýrsla:

CRS Report for Congress

Síðan Scott Lilly:

Should We Be Grateful to China for Buying U.S. Treasuries?

Bud Condrad:

The US Trade Deficit is Unsustainable

John Kemp:

US and UK on Brink of Debt Disaster

Arvind Subramanian:

Who pays for the weak renminbi?

Barry Eichengreen og Kevin H. O’Rourke:

A Tale of Two Depressions

Ricardo Caballero:

The “other” imbalance and the financial crisis

Charles Wyplosz:

The Eurozone debt crisis: Facts and myths

 

Ljóst er þó, að slík leiðrétting verður ekki sársaukalaus, né að hún verði án einhvers konar krísu í alþjóða samskiptum.

  • En, þ.s. gengi kínverska Remnimbisins er stjórnað af stjórnvöldum þar í land, skv. valdboði.
  • Og þ.s. því hefur viljandi, augljóslega, verið haldið tiltölulega lágu, til að hvetja til útflutnings.

Þá er ljóst, að krafan um lagfæringu á þessu ójafnvægi, mun einnig setja kröfu á kínversk stjórnvöld, um verulega umbreytingu á þeirri hagvaxtar stefnu, er þar hefur verið við líði síðustu 25-30 árin. Þau, verða augljóslega treg til slíks, þ.s. sú lagfæring er við erum að tala um, myndi óhjákvæmilega lækka árlegan hagvöxt í Kína, huganlega um allt að 2% á ári.

Því myndi fylgja hægari uppbygging hagkerfis þeirra, færri störf og meiri félagsleg vandamál. En, þ.s. allt í Kína er mjög stórt, þá erum við að tala um milljóna tugi atvinnulausra - hugsanlega allt að 100 milljón. Stjórnvöld í Kína, hafa alltaf verið og eru, logandi hrædd við möguleikann á stórfelldum uppþotum. En, eftir allt saman, þá hafa stjórnvöld í Kína, ekki eiginlegt "legitimacy" heldur hefur verið nokkurs konar óskrifaður sáttmáli í gangi, milli alræðis flokksins og almennings.

Þið ráðið, við umberum það; en þið skaffið störf og batnandi efnahag.

Þannig, að mikið mun þurfa líklega að ganga á, áður en kínversk stjórnvöld guggna og gefa eftir, varðandi skráningu gengis Remnimbisins.

 

Hætta á hruni er því augljós

Ég er að tala um, hugsanlegt hrun Alþjóðakerfisins.

  • Valmöguleiki eitt, krísa endar með samkomulagi;

En, ef endur-uppröðun á sér stað, og hruni er forðað; erum við líklega að tala um þróun í átt að vaxandi alþjóðlegri krísu í báðum tilvikum, með meðfylgjandi versnandi efnahag í Evrópu og Bandaríkjunum, þ.e. vaxandi atvinnuleysi, ásamt líklegum ríkisgjaldþrotum nokkurra þeirra ríkja þ.s. skuldavandinn er mestur, en algeru hruni heimskerfisins verði forðað.

Þegar, komið er á barminn, næst samkomulag milli ráðandi aðila, og nýtt peningakerfi tekur við af því sem er komið að fótum fram, en sjálft alþjóðakerfið stendur áfram - laskað - en fært um að ná heilsu á ný.

  •  Valmöguleiki tvö, krísa vefur upp á sig, uns sjálft alþjóða-viðskipta kerfið hrynur.

Í því tilviki, reynist samkomulag milli aðila ekki mögulegt, og WTO hrynur, heimurinn skiptist upp í viðskipta blokkir. Frjáls verslun í heiminum hverfur. Ástandið verður líkt ástandi heimsmála, árin síðustu fyrir seinna stríð.

Hættan við slíkt viðskipta blokka fyrirkomulag, er hin óhjákvæmiega illvíga samkeppni milli blokka. En, hver blokk fyrir sig, - ef reynslan frá því rétt fyrir seinna stríð er tekin sem viðmið - , leitast við að tryggja sér "exclusive" eða einkarétt, á tilteknum auðlindum, þ.e. með útilokun annarra blokka.

Þessu myndi fylgja, óhjákvæmileg stöðugt vaxandi spenna, ásamt gríðarlegri hernaðar uppbyggingu. Blokkir myndu sjálsagt byggjast upp í kringum helstu stórveldin, ásamt þeim er myndu eðli málsins samkvæmt vera leppríki, háð viðkomandi stórveldi - undir hegemónísku fyrirkomulagi.

Hvernig sem fer, er framundan stóraukið kapphlaup um auðlyndir

Hvernig sem fer, með heimskerfið, þá virðist ljóst að stefnir í aukna spennu milli helstu stórvelda.  En í heimssögunni, hefur spenna alltaf komið til skjalanna, þegar verulegar breytingar verða á völdum og áhrifum helstu stórvelda. Það tekur alltaf tíma, fyrir nýtt jafnvægi að myndast og þannig, fyrir hina mimunandi aðila, að finna sig í því nýja umhverfi er skapast.

Ef Alþjóða kerfið lifir, þá mun það stuðla að því, að þessi umbreyting verður ef til vill, með minni átökum en ella. Þ.e.  aðilar raunverulega græða allir á því, að ef heimskerið starfar. Þá má einnig vera, að hægt verði að leisa mál, án gríðarlegs vígbúnaðar kapphlaups. Þ.e. þó ekki öruggt.

En, ef heimskerfið flosnar upp, verður það vart ef spurning hvor vígbúnaðar kapphlaup á sér stað eða ekki.

Ein af stóru spurningunum, er hvað Evrópa gerir. En, hún hefur valmöguleika að mynda bandalag við Rússa, sem eiga gnægð auðlynda. Rússland + Evrópa, gætu saman verið hugsanlega nægilega öflug eining til að standa, jafnvel gegn Kínverjum. Í síðustu viku, var gengið frá því endanlega, að ný gasleiðsla verði byggð frá Rússlandi, eftir botni Eystrasalts og til Þýskalands. Þarna er í gangi e-h áhugaverður valdaleikur milli Þýskalands og Rússlands. En, með þessu eru svokallaðir millimenn, þ.e. ríkin á milli, ekki lengur með nein áhrif á gasflæði til Þýskalands, og síðan getur Þýskaland sjálft allt í einu, orðið millimaður ef það þarf ekki á öllu þessu gasi að halda. Afleiðing, líkleg aukning áhrifa Þýskalands á hin veikari ríki í kringum sig, líkleg aukin völd þess innan ESB og síðan, sennilega þróun e-h konar þróunar, í átt að auknum samskiptum við Rússland.

Bandaríkin, verða áfram öflug þrátt fyrir auljósar líkur á verulegri hnignun veldis þerra. Hvernig sem fer, munu þeir ekki gefa eftir Persaflóa. Það þíðir, að spenna á Indlandshafi verður ekki einungis milli Indverja og Kinverja, heldur verður bandar. flotinn áfram á svæðinu. En, vera má að flosni úr NATO ef Evrópuþjóðir ákveða að mynda bandalag við Rússland. Á hinn bóginn, gæti einnig verið að þau myndu reyna að halda NATO líka, og verða einhvers konar millimenn.

Líklega myndi Kína, ríkja yfir löndunum næst sér og kljást við Rússa um auðlindir Mið Asíu, við Indverja um auðlindir Indlandshafs og Afríku. Við Bandaríkin um olíu-auðlyndir í Miðausturlöndum og við Persaflóa. Erfitt er að sjá, að Rússar geti haldið þeim auðlyndum, án bandalags við einhverja þriðju aðila.

Afríka, stefnir hraðfara í að verða skipt upp á milli stórvelda á ný. Ekki endilega með því, að verða formlega gerða að nýlendum, heldur því að stórveldin Indland og Kína - muni skipta Afríku upp á milli sín með leppríkja fyrirkomulagi, svo fremi að Bandaríkin og Evrópa blanda sér ekki í málin. En, nokkrar líkur verður að telja til þess, að Bandar. og gömlu nýlenduveldin, muni ekki láta slíka de facto ný - nýlenduvæðingu Afríku, afskiptalausa. Einungis örfá ríki í Afríku eru nægilega sterk, til að hafa svigrúm til raunveruleg sjálfstæðis; þ.e. Suður Afríka, Angóla og Nígería. (Hér sleppi ég Afríku fyrir N-Sahara).

Japan og S-Kórea, ásamt Indónesíu, Ástralíu og Nýja Sjálandi; geta sennilega með áframhaldandi bandalagi við Bandaríkin, haldið sæmilega viðundandi stöðu.

S-Ameríka, það stefnir í þá átt, að Brasilía sé nú loks, að verða að því drottnandi efnahags veldi, á því svæði, sem lengi hefur verið spáð að hún verði. Brasilía sem lýðræðisríki, sennilega mun líða betur í samskiptum við önnur lýðræðisríki. En, líkur eru á að sjálfstæðri utanríkisstefnu verði fylgt, eins lengi og stætt er.

 

Hvernig sem fer, er ljóst að heimurinn, er á leið í átt, að miklum óvissu og umbrota tímum. Bæði í efnahags- og þróun valda og áhrifa, helstu aðila.

Ólíkt tímabilinu fyrir seinna stríð, mun sennilega ekki brjótast út styrrjöld. Heldur mun tilvist kjarnorkuvopna, tryggja áframhaldandi frið. 

En, ef mál fara með þeim hætti, að heimurinn klofni í hreinar valdablokkir, þá verður um leið endir bundinn á alþjóðlega samvinnu. Það, getur leitt til ófarnaðar af ímsu tagi, þó ekki brjótist út stríð - sbr. t.d. "Global Warming".  Þá mun ekki verða úr samvinnu, um að vinna gegn þeirri vá.

Þannig, að mun skárri niðurstaða, er að aljþóða kerfið lifi, og að þá verði að einhvers konar nýju stóru samkomulagi milli aðila, sem myndi fela í sér einhver konar nýtt peningakerfi, og einhvers konar nýja endurröðun á valdastrúktúr - en þó þannig, að Alþjóðastofnanir og samvinna, haldi áfram.

 

Stóri punkturinn er sá, að þar til þetta kemur í ljós, mun krísan halda áfram að versna og vinda upp á sig, um eitthver árabil.

Engin leið að segja til þess, hversu slæmt ástandið mun þurfa að verða, áður en samkomulag næst - eða til vara, ósamkomulag brýst út, með hruni sjálfs alþjóða kerfisins.

Heimurinn, verður mun fátækari, er alþjóða kerfið hrynur, það eitt er víst. Þ.e. ekki bara vegna þess, að þá stórminnkar heims verslun, og þar með sú auðmyndun er á sér stað, heldur einnig vegna þeirra stórfelldu hernaðar útgjalda, er munu éta upp það fjármagn er til verður til staðar.

Almenningur, verðu verulega fátækari því, í seinna dæminu.

Hann verður einnig fátækari í fyrra dæminu, en verið hefur undanfarin ár, en þó í því dæmi, er sá möguleiki til staðar, að einhvern tíma náist fyrra ríkidæmi fram, seinna.

PS: Hvað Ísland varðar, kemur okkur langbest að heimshagkerfið lifi. En, ef það gerir það ekki, höfum við val um að leita á náðir Bandaríkjanna eða um að ganga í Evrópusambandið. Við yrðum óhjákvæmilega að vera hluti af viðskiptablokk.

 

Kv.


Grikkland stefnir í hrun, eins og Ísland - cirka í september 2008! Þ.s. verra er, ríku löndin eru flest hver áfram í versnandi krísu!

Það eru alls engar fréttir, að Grikkland sé í vanda - en þegar, nánar er rýnt í erlendar fréttir af Grikklandi, þá verður ljóst að mjög margt er svipað með ástandi mála þar, og var hér - rétt fyrir hrun.

Hérna fyrir neðan, koma 3. mjög áhugaverðar greinar, af vef Financial Times.

 

Banks shunned by international lending markets

"Greek banks have been virtually shut out of the international lending markets in the past fortnight as confidence in the country's economy has collapsed"- "Some strategists point to the collapse of the Icelandic banks, which simply ran out of money shortly after the fall of Lehman Brothers in September 2008, as a warning of what could happen to Greece." - "Since the middle of January, lending to the country's four leading banks, National Bank of Greece (NBG), EFG Eurobank, Alpha Bank and Piraeus Bank, in Europe's interdealer markets, which sees a daily turnover of €330bn ($453bn, £290bn), has been cut to a trickle." - "The banks can borrow only in the repurchase markets, which means they must use government bonds as collateral to raise money. They have been frozen out of the unsecured markets." - "But there is also a danger that Greek government bonds might become ineligible for use as collateral for borrowing at the European Central Bank. This would close down another avenue for funding. Greek banks have borrowed more than others from the ECB - 8 per cent of their total assets." - "Greece has seen its ratings reduced to triple B plus by Standard & Poor's and Fitch, which takes them below the minimum credit requirement for collateral once the ECB tightens lending rules at the end of this year."

 

Að lesa ofangreinda grein, gefur manni virkilega sterka tilfynningu fyrir því, að maður hafi séð þetta áður. En, við Íslendingar gengum einmitt í gegnum árið 2008 þegar aðvörunum um hrun, fjölgaði stöðugt en afneitun stjórnvalda á sama tíma, varð alltaf háværari á móti.

Grískir bankar, eru með öðrum orðum að nálgast mjög svipaðann vanda, og þeir íslensku voru að glíma við - skömmu fyrir hrun. 

En, það að þeir geti nú einungis fengið lán gegn því að bjóða grísk opinber skuldabréf sem veð á móti segir eina sögu, en síðan segir aðra það að matsfyrirtæki eru nú hvert á fætur öðru að lækka mat sitt á áreiðanleika skulda Grikklands niður í BBB+ flokk en sbr. skuldir ísl. stjórnvalda hafa verið um nokkurt skeið í BBB- ; af því leiðir að seðlabanki Evrópu mun - og þ.e. ekki ef - hætta að samþykkja að taka við skuldabréfum grískra stjórnvalda - sem næsta er öruggt að leiða mun til þess, að bankar úti um heim, munu hætta að samþykkja skuldabréf grískra stjórnvalda sem gild veð fyrir hina grísku banka.

Þá verður dæmið fullkomnað, og grískir bankar komnir á nákvæmlega sama stað, og þeir ísl. komust á vikuna er þeir fóru allir á hausinn.

 

France and Germany in line of fire

"France and Germany, likely to have the biggest say in the politics of a bail-out for Greece, are also the countries whose financial institutions would be among the most exposed to a default." - "...European exposure to Greece is concentrated in French and Swiss banks, each with almost $79bn (€58bn, £51bn). German banks have about $43bn of exposure, about half through holding Greek debt to provide backing for issuance of so-called covered bonds." - "Credit Suisse said: "We believe that Spain is more of a concern than Greece, given . . significant over-leverage, a high current account deficit and overvalued housing."

 

Þarna er sennilega komin ein af skýringunum fyrir því, hvers vegna frönsk og þýsk stjórnvöld, hafa nú samþykkt að veita grískum stjórnvöldum lán, með því að kaupa grísk opinber skuldabréf á hagstæðum kjörum. 

En, skv. ofangreindu, þá mun hrun Grikkland, - en þangað stefnir Grikkland hraðfara án aðstoðar, leiða til mjög verulegs fjárhags taps fyrir franska og þýska fjármálakerfið. Líkur eru á, að þá myndu frönsk og þýsk stjórnvöld, hvort sem er þurfa að leggja til fé og sennilega vart minna en þ.s. þau leggja nú til, til að hjálpa grískum stjórnvöldum.

Síðan skulum við hafa í huga, hættuna á dóminó áhrifum, á önnur ríki í vanda - þ.e. Ítalía, Spánn, Portúga, jafnvel Bretland og Írland.

Þannig, gæti hrun Grikklands verið eins og hrun Lehman bankans var fyrir bankakerfi heimsins.

Skv. fréttum, hafa stjórnvöld stærstu ríkja Evrópu, beðið Framkvæmdastjórnina, um að semja nánari skilyrði til handa Grikklandi - þ.e. setja grískum stjórnvöldum lífsreglurnar, um hvernig þau eiga að leiða landið úr þessari krísu.

 
A Greek crisis is coming to America
"It began in Athens. It is spreading to Lisbon and Madrid. But it would be a grave mistake to assume that the sovereign debt crisis that is unfolding will remain confined to the weaker eurozone economies. For this is more than just a Mediterranean problem with a farmyard acronym. It is a fiscal crisis of the western world. Its ramifications are far more profound than most investors currently appreciate." - "First, the impact of government spending (the hallowed “multiplier”) has been much less than the proponents of stimulus hoped. Second, there is a good deal of “leakage” from open economies in a globalised world. Last, crucially, explosions of public debt incur bills that fall due much sooner than we expect." - "Even according to the White House’s new budget projections, the gross federal debt will exceed 100 per cent of GDP in just two years’ time. This year, like last year, the federal deficit will be around 10 per cent of GDP. The long-run projections of the Congressional Budget Office suggest that the US will never again run a balanced budget. That’s right, never." - "The International Monetary Fund recently published estimates of the fiscal adjustments developed economies would need to make to restore fiscal stability over the decade ahead. Worst were Japan and the UK (a fiscal tightening of 13 per cent of GDP). Then came Ireland, Spain and Greece (9 per cent). And in sixth place? Step forward America, which would need to tighten fiscal policy by 8.8 per cent of GDP to satisfy the IMF." - "...Morgan Stanley assumes that 10-year yields (US government treasury bonds) will rise from around 3.5 per cent to 5.5 per cent this year. On a gross federal debt fast approaching $15,000bn, that implies up to $300bn of extra interest payments..." - "The Obama administration’s new budget blithely assumes real GDP growth of 3.6 per cent over the next five years, with inflation averaging 1.4 per cent. But with rising real rates, growth might well be lower. Under those circumstances, interest payments could soar as a share of federal revenue – from a tenth to a fifth to a quarter." - "Last week Moody’s Investors Service warned that the triple A credit rating of the US should not be taken for granted. That warning recalls Larry Summers’ killer question (posed before he returned to government): “How long can the world’s biggest borrower remain the world’s biggest power?”" - "On reflection, it is appropriate that the fiscal crisis of the west has begun in Greece, the birthplace of western civilization. Soon it will cross the channel to Britain. But the key question is when that crisis will reach the last bastion of western power, on the other side of the Atlantic."
 
Það er einmitt víðtækur ótti, meðal óháðra sérfræðinga, með þá stefnu sem er í gangi í iðnríkjunum.
  • Þ.e. gríðarleg útþensla opinberra skulda.
  • Öll gömlu iðnríkin reka sig nú með halla, mismiklum.
  • Öll gömlu iðnríkin standa nú fyrir sambærilegum vanda, en þó misalvarlegum; þ.e. að skuldir almennings og fyrirtækja, muni að líkum verða áfram hemill á hagvöxt.
  • Nýjustu fréttir, benda til þess að bjartsýnustu væntingar um hagvöxt í Evrópu séu ekki að rætast, en í vikunni voru byrtar tölur frá Evrópusambandinu, sem sýndu að meðalhagvöxtur Evrusvæðisins var einungis 0,4% síðustu 3 mánuði síðasta árs. Enginn hagvöxtur mældist í þýskalandi á sama tíma.

 
Sjá:
 
German economic recovery falters
 
Euro-Zone Economy Stumbles
 
What Is Sustainable About The Euro Zone Economic Recovery?
 
Euro project tested by Greek crisis
 
Europe stumbles upon closer union
 
 
Hagvöstur síðustu 3. mán. 2009
Evrusvæðið     0,4%
Þýskaland      0,0%
Frakkland       0,6%
Ítalía            - 0,2%
Spánn           -0,1%
Grikkland      -0,8%
 
Sem sagt, ef allur þessi fjáraustur, skilar ekki neinum verulegum hagvexti, þá kemur einhves konar krísa, á einhverjum tímapunkti. Það hljómar óhjákvæmilegt. Því, á einhverjum tímapunkti þarf að hætta honum, áður en vaxtagreiðslur ríkissjóða landanna verða óþolandi háar. Og, ef ekki næst að kickstarta raunverulegum hagvexti innan þess tíma, þá óhjákvæmilega hrapa löndin á nýkan leik niður í hreina og ómengaða kreppu.
 
Þ.e. auðvitað stóralvarleg staða, sem Bandaríkin stefna í - ef, ekki rætist þar úr hagvexti. 
 
En, það sama má segja um Bretland, - og, mörg önnur lönd.
 
Það er því ekki ofsögum sagt, að hin svokölluðu ríku lönd, séu nú stödd í skuldakreppu, og framundan séu mögur ár, miklu mun magrari ár - en áratugina 2. á undan.
 
 
 
Hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland?
 
Ef eins og stefnir í, hagvöxtur verður frámunalega lélegur - eða nánast ekki til staðar - um einhver næstu ár a.m.k. beggja megin Atlantshafsins. 
 
  • Þá um leið er ljóst, að minna verður um ferðamenn en ella.
  • Á sama tíma, fæst minna fyrir okkar útflutning en annars.
  • Síðast en ekki síst, minna fæst fyrir erlendar eignir þær, sem stendur til að selja upp á móti skuldum okkar, en nú er reiknað með skv. bjartsýnisspám.
 
 
Kv.
 

Indriði Þorláksson, vægt sagt hraunar yfir grein, Kristrúnar Heimisdóttur.

Það er ljóst, að sprottin er upp ritdeila milli Kristrúnar Heimisdóttur og Indriða Þorlákssonar, og eru þar hin svokölluðu Brussel Viðmið í forgrunni. 

Ljóst er að sitt sýnis hverjum, hvað kemur að túlkun þeirrar yfirlísingar.

Sjá grein Kristrúnar, til samanburðar: Góðar fréttir af Icesave

Sjá: Directive 1994/19/EB

 

Brussel viðmið skv. yfirlísingu Íslands og framkvæmdastjórnar ESB frá 13. nóv. 2008.

Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningum um Evrópska efnahagsvæðið að því er tekur til tilskipunar um innistæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innistæðutryggingar hafi verið felld inn í lögggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegur stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samingaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samingaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.

Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska Efnagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

 

  • Ég skal gefa Indriða þó eitt, að hann hefur sennilega rétt fyrir sér með það, að aðilar máls - þ.e. ríkisstjórn Íslands þáverandi og ríkisstjórnir Holland/Bretlands, hafa væntanlega skilið frasann um að "directive 94/19" gildi hér eins og innan ESB, með þeim hætti, að Ísland samþykkti að það væri skuldbundið, til að hlaupa undir bagga með Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta (TIF) ef hann myndi skorta fé, til að greiða út af fullu lögbundna lágmarkstryggingu.
  • Á hinn bóginn, felst það ekki endilega í því orðalagi, bein viðurkenning á þeirri greiðsluskyldu, enda skilja fjölmargir löskýrendur erlendis, sem og hérlendis, "directive 94/19" með þeim hætti, að hvergi þar komi fram með skýrum hætti, hver á að borga ef ekki er til nægilegt fé í viðkomandi innistæðu tryggingasjóði. Þannig séð, er alveg gild túlkun miðað við orðalag, að ef féð sé ekki nægilegt þá verði því sem er til, skipt á milli aðila. Þannig, að einstaklingar fái einungis upp í sína lögbundnnu kröfu.
  • Á hinn bóginn, barst nokkru á undan, lögskýring frá stofnunm Evrópusambandsins, þ.s. því var haldið fram, að ríkissjóði Íslands bæri að ábyrgjast greiðslur á lágmarkstryggingum, ef ekki væri nægilegt fé til staðar.

Lögskýring stofnana Evrópusambandsins

5. The 24th recidal of the preamble to the directive does not exenorate Iceland from the consequenses of any failure to implement the Directive properly. The  Directive does not make an exception for times of financial distress.

6. Consequently; Iceland has to make sure that its depoist guarantee scheme has adequate means and  in position to indemnify depositors.

7. ...The Scheme must be in position to pay duly verified claims within three months, subject to any extension of time that may be granted. If Iceland's deposit guarantee scheme is not in such position, Iceland is in breach of its obligation under the Directive.

 

Síðan kemur ímislegt, sem vart verður túlkað sem annað, en hótun um að beita stofnunum EFTA á okkur. Þ.e. að Eftirlitsstifnun EFTA, verði beðin um að meta, hvort lög og reglur Íslands, hafi staðist þær kröfur sem lög og reglur ESB kveða á um.

 

Í kjölfar þess að ísl. stjórnvöldum barst þetta plagg, þá lippuðust þau niður og gefin var út eftirfarandi yfirlísing skömmu síðar, eftir sameiginlega fund með fulltrúum Holland:

Memorandum of understanding

 

Til samanburðar, sjá hluta af texta Directive 94/19.

 

  • Indriði leggur mjög mikið upp úr þessari yfirlísingu, en skv. henni er samþykkt að hefja samningaviðræður á tilteknum grunni; þ.s. ríkisstjórn Íslands gengst inn á þá aðferð, að Holland í þessu tilviki láni fyrir upphæð lágmarkstryggingar, sem síðan verði greidd út af TIF, þess greiðslur Ísland gangist í ábyrgð fyrir.

Deilan um hvenær lánið telst tekið, snýst um hvort það telst tekið daginn sem ríkisstjórn Hollands - annars vegar - og - hins vegar - ríkisstjórn Bretlands, greiddi út öllum þeim innistæðueigendum, er áttu rétt að sækja lögum skv. í TIF.

Eða, að réttara sé að miða við, þá dagsetningu þegar gengið sé frá samkomulagi við Hollendinga og Breta, þ.e. með undirskrift bærra aðila allra viðkomandi aðila.

Þarna á milli munar milljarða tugum - eða þaðan af meira, ef gengið er lengra og litið svo á, að ekkert lán hafi enn verið tekið.

 

  • Síðan skulum við skoða aðeins sjálfann texta þeirra laga sem vísað er í, þ.e. "Directive 94/19". 

Directive 1994/19/EB

Recidal 23: Whereas it is not indispensable, in this Directive, to harmonize the methods of financing schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves, given, on the one hand, that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves and, on the other hand, that the financing capacity of such schemes must be in proportion to their liabilities; whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned;

 

Skv. þeim ísl. lögum sem gilda um TIF, þá er hann fjármagnaður í samræmi við þetta orðalag, þ.e. hann er fjármagnaður af einka-aðilum, og hann fær visst hlutfall af heildar útlánum, þ.e. 1%.

Það kemur í reynd hvergi fram í "Directive 94/19" akkúrat hvernig ber að fjármagna slíkann sjóð, né hvaða hlutfall telst hæfilegt.

En, klárlega hefur 1% hlutfall ekki verið það krefjandi, að það hafi verið líklegt að ógna því markmiði að tryggja að álagið við það, að standa undir þessari tryggingu væri ógnun við stöðuleika kerfisins.

 

Recidal 24: Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;

 

Þetta er sá texti, er vakið hefur hvað mesta athygli hérlendis.

Vert er að hafa í huga, að fyrir hrun var í gildi samingur við tryggingasjóð Bretlands, um viðbótartryggingu. Sá samningur felur í sér skildu, um að skiptast á upplýsingum. Ástæðan, var ekki að Bretar teldur TIF ekki fullnægja 94/19 heldur það, að Bretland skv. eigin lögum hafði hærri lágmarks tryggingu.

Það má alveg halda því fram, að sú staðreynd, að þá þegar þetta samkomulag var gert, að þá kom aldrei nein sú umkvörtun frá Bretlandi um að TIF væri að einhverju leiti ekki i fullu samræmi við 94/19; að í því felist viss blessun bærra aðila á Bretlandi, einmitt á því að TIF væri í fullu samræmi við 94/19. "

Það má alveg velta því fyrir sér, hvort álit það sem skrifað var af þeim einstaklingum, er fengnir voru til þess verks, af stofnunum Evrópusambandsins, hafi einfaldlega ekki varið pantað með fyrirframákveðinni niðurstöðu!

Munum, að þegar þetta álit var skrifað lék sjálft bankakerfi Evrópu á reiðiskjálfi. Bretar hafa t.d. viðurkennt, að hafa óttast "run on the banks". Aðilar, voru einfaldlega í sjokki og paník, vegna verstu fjármálakrísu er sambandið hafði nokkru sinni orðið fyrir. Í ljósi slíks ástands, má alveg búast við íktari viðbrögðum, en við meðalaðstæður.

Það má því alveg færa fyrir því líkur, að pólit. þrístingur, hafi getað spilað rullu.

 

  •  Síðan er það spurningin um, hvað þíða akkúrat Brussel viðmiðin?


Þ.e. sennilega ekki endilega kýrskýrt, akkúrat hvað orðalagið "Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska Efnagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær" þíðir. T.d. hvað akkúrat er átt við, með þátttöku þessara stofnana. Í hvaða formi, á sú þáttaka að vera? Er hún mikil eða lítil? Þurfa fulltrúar þeirra að vera til staðar eða ekki? O.s.frv.

Né er í raun og veru skilgreint, akkúrat hvað er átt við með: "Þessar samingaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmalausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt."

Hvað akkúrat, er það atferli að taka tillit til, efriðra og fordæmalausra aðstæðna Íslands?

Það virðist ljóst, að orðalagið er í raun og veru loðið, og óljóst; því hægt að túlka það á ímsa vegu.

Það virðist því hægt að hártoga það vel og lengi, hvort eða ekki, við fengum slíkt tillit.

Indriði heldur því fram, að Brussel viðmiðin, hafi verið saminganefndinni ofarlega í huga, við gerð samningsins. 

Síðan, stendur það beinlínis í lánasamningnum, að hann sé í samræmi við þau - sem er eiginlega hálfgert grín.

----------------------------------------------

Ég held að þíðingalaust, sé að halda áfram að deila um merkingu loðins orðalags, sem túlka má á ótal vegu, svo þess í stað, skulum við miða við staðreyndir:

 

  • Þegar samninganefndin ásamt Indriða, samdi við Hollendinga og Breta, voru heildar skuldir Íslands, að slepptum skuldum bankanna, einungis metnar cirka 160% af þjóðarframleiðslu.

Sjá útreikning um greiðslugetu frá starfsmönnum AGS.

Áhugaverðasta orðalagið þar að finna, er eftirfarandi.

"External debt remains extremely vulnerable to shocks - most notably the exchange rate. A further depreciation of the exchange rate of 30% would cause a further precipitous rise in debt ratio (to 240% of GDP in 2009) and would clearly be unsustainable."

 

  • Í dag eru sömu skuldir metnar á liðlega 320% af þjóðarframleiðslu.

 

Þarna á milli er þvílíkt ginnungagap, að öll plön er miðað var við, hljóta að vera farin út um gluggann.

 

  • Spurningin sem skiptir máli, er hvort við getum borgað? Nettó skuldir Íslands, þ.e. skuldir að frádregnum eignum, og að undanskildum skuldum og eignum þrotabúa gömlu bankanna; liggja í um 80% af þjóðarframleiðslu.

Samkvæmt erlendum sérfræðingi um skuldaskil, er ég hef verið í samskiptum við, undanfarið. Eru nettóskuldir upp á 80% mjög varasöm og erfið skuldastaða. Hann, telur hana í reynd það erfiða, að hann mælir með því, að Ísland leiti eftir því að semja við sína kröfuhafa, um endurskipulagningu skulda - til lækkunar greiðslubyrði, jafnvel höfuðstóls.

Þetta er nettóstaða, án tillits til Icesave.

  • Ástæða þess, að ég vel þá spurningu, er að þá þurfum við ekki endilega að kljást við spurninguna - eigum við að borga. Því, þeir sem telja að við eigum að borga og þeir sem telja að við eigum ekki að borga; ættu að geta náð saman, ef ljóst er, að greiðslugetan einfaldlega er ekki til staðar.
Ég held að það sé klárlega málið, að greiðslugetan sé ekki til staðar.

  • Ekki má heldur gleima efnahags ástandinu.
  1. Það verður greinilega seinkun á því, að stór framkvæmdir hefjist. En, planið var að búa til reiknaðann hagvöxt, með því að stórar virkjana- og verskmiðju framkvæmdir, færu af stað á þessu ári.
  2. Því er ljóst, að samdráttur verður af flestum líkindum út þetta ár, a.m.k.
  3. Skv. Seðlabanka Íslands, stefnir í að á þessu ári, verði 33% heimila, með mjög erfiða greiðslustöðu.
  4. Á sama tíma, er ljóst að slíkt hið sama á við um 50% ísl. fyrirtækja.

 

Þ.s. þetta þíðir á mannamáli, er það að innlenda hagkerfið er í mjög djúpri kreppu. En, 33% fjölskyldna og á sama tíma, um 50% fyrirtækja; munu á næstu árum þurfa að rifa seglin - mjög harkalega, þegar kemur að allri eyðslu hvers konar.

Sú kreppa, mun ekki líða hjá nema á einhverju árabili.

Að auki, var þeirri leiðréttingu, eða aðlögun, frestað að hluta með aðgerðum ríkisstjórnarinnar í fyrra.

  • Hvernig þá? Skv. fréttum rétt fyrir jól, kom fram að 50% fyrirtækja, hefðu fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði lána. Í fyrra, fékk einnig fjöldi einstaklinga og fjölskyldna, svipaða tímabundna lækkun.
  • Eins og allir ættu að vita, þíðir þetta ekki lækkun lána, heldur hækkun - þ.e. mismunur á greiðslum og fullum greiðslum, er bætt aftan á lán. Þannig, að greiðslubyrði verður í raun erfiðari en áður eftir að þeim tímabundnu aðgerðim sleppi.
  • Þær aðgerðir renna út, á seinni hluta þessa árs. En, skv. þeim plönum sem miðað var við, átti hagvöxtur að hefjast eða vera hafinn, um cirka það leiti. Svo, að ríkisstjórnin hefur líklega verið að reyna að tímasetja þessar aðgerðir þannig, að þær myndu renna út um svipað leiti og hagvöxtur væri að byrja að skila hækkun tekna.
  • En, nú verður ekki af þessum planlagða hagvexti - látum liggja á milli hluta hversu líklegt það var í fyrsta lagi að hann yrði - og, þá eins og mál líta út; mun harðna verulega á kreppunni með fjöldagjaldþrotum einstaklinga sem og fyrirtækja, á sama tíma.
  • Þannig, að útkoman verði, að í reynd hafi hluti af kreppunni einfaldlega verið færður af síðasta ári, yfir á seinni hluta þessa árs.

Við skulum sjá til, hvað verður.

En, ég tel fullljóst, að hvort tveggja í senn, skuldir okkar séu of háar, og á sama tíma, valdi skaðinn sá er orðið hefur á hagkerfinu því, að greiðslugeta okkar hagkerfis hafi á sama tíma beðið umtalsverðann hnekki.

Það sé því ljóst, að Ísland verði að semja um Icesave með þeim hætti, að sem allra - allra minnst, falli á okkur, til viðbótar við allt það annað, sem á okkur hefur fallið.

Ég hvet að auki, eindregið til þess. Að farið verði sem allra fyrst í það, að óska eftir því - með aðstoð sérfræðinga um skuldaskil - að skuldir Íslands verði endurskipulagðar, til lækkunar.

Lækkun greiðslubyrði, myndi flíta mjög fyrir okkar efnahags uppbyggingu. Annars, er jafnvel ekki víst, að hún fari fram. En, það má vera, að nú þegar sé skuldastaða okkar svo erfið - að framundan sé einungis neikvæð skrúfa niður í vaxandi og síðan sívaxandi fátækt.

Ég ítreka, við verðum að fá fram lækkun á skuldum - fyrsta mál á dagskrá, að fá Breta og Hollendinga til að skilja, að við getum í raun og veru mjög - mjög lítið borgað þeim, umfram þ.s. hugsanlega fæst fyrir eignir.

 

Kv.


Fólk verður að skilja, hvað efnahagsáfallið þíðir; en þ.e. að nánast borin von er, að það komi hagvöxtur!

Allir virðast einhver veginn, halda að á leiðinni sé einhver blússandi hagvöxtur. Ímsir, er telja sig muna eftir eldri kreppum, telja víst að hlutir endurtaki sig eina ferðina enn; og eftir dífu fylgi sóknin fram á við.

En, þ.s. þetta fólk fattar ekki, að fyrir Ísland er þetta alveg ný tegund af kreppu.  Fram af þessu, hefur kreppa hérlendis alltaf átt upptök sín í, framleiðsluhagkerfinu. En, hið klassíska hefur verið að kostnaðarhækkanir, leiði á endanum til samdráttar þar, sem framkalli stutta kreppu - ásamt klassískum fylgifist stórri gengisfellingu; sem þá lækki kostnað og þannig bæti samkeppnishæfni atvinnuveganna, er þá fari að vaxa á ný - ergo nýr uppgangur hefst.

Kreppan nú, er nefnilega ekki kreppa af þessu tagi. Hún er skuldakreppa, sem er miklu mun verri og alvarlegri hlutur.

 

Af hverju skuldakreppa svo hættuleg?

Framleiðsuhagkerfis kreppu, sem á sér upphaf í að kostnaðarhækkanir hafi keyrr um of í þverbak, er hægt að lækna með einu pennastriki - þ.e. stórri gengisfellingu; og þá réttir hagkerfið aftur við sér á cirka 1,5 - 2 árum.

En, þú læknar skuldakreppu ekki með svo einföldum aðferðum.

  • Seðlabanki Íslands spáir, að á árinu í ár verði fjöldi þeirra heimila sem Seðló metur í alvarlegri skuldastöðu, kominn í 33%. 
  • Um 50% fyrirtækja, fengu tímabundna greiðsluaðlögun, sem rennur út á seinni hluta þessa árs. Það sama fengu einnig margar fjölskylur, og það rennur í mörgum tilvikum einnig út í ár.

Þ.e. sára einfalt; að það tekur mörg ár, að vinna úr slíkri skuldakrísu, fyrir þá fjölmörgu aðila sem eru á kafi í henni.

Yfir allan þann tíma, verður geta hagkerfisins okkar til hagvaxtar, mjög stórlega skert.

Þetta grundvallar atriði, verður fólk að skilja - þ.e. að enginn verulegur hagvöxtur er á næstu grösum.

Þvert á móti, bendir flest til áframhaldandi samdráttar, lengi enn. Þá á ég við, eins lengi og 33% fjöldskyldna berjast í bökkum og á sama tíma yfir 50% fyrirtækja.

Eina leiðin til að framkalla aðra útkomu, er að það fari af stað sem allra fyrst, mjög stór erlend framkvæmda verkefni.

Annars, er ekkert annað í spilunum, en áframhaldandi samdráttur, næstu árin - þ.e. versnandi lífskjör ár frá ári - og einnig vaxandi atvinnuleysi.


Ég legg einnig til að auki, að Ísland fari sem allra - allra fyrst, að huga að allherjar endurskipulagningu skulda, með lækkun þeirra sem markmið.
Slík aðgerð, myndi flíta mjög fyrir því, að hægt verði að hefja raunverulegann viðsnúning, frá þessu ferli viðvarandi lífskjara rírnunar, sem mjög líklega er framtíðin.




Kv.


Hver er framtíð Evrópu? Er það, nýlendustefna seinni tíma?

Það stefnir í mjög undarlegt ástand, í Evrópu. Eða þá, gamalkunnugt.

10. áratugurinn, var áratugur vona. Evrópusambandið þandist út. Nýjum þjóðum, var lofað gulli og grænum skógum, þ.e. að innganga þýddi velferð, vaxandi velferð.

Allir virtust græða, fátæku löndin fengu fjármagn frá ríku löndunum, ríku löndin fengu gnægð vinnuafls á hagstæðari kjörum, og stærri innri markað.

Bankarnir í ríku löndunum, tóku fullan þátt í veislunni. Þýskir bankar lánuðu í austur. Austurrískir til fátækra balkan landa og í austur. Grískir, til fátækra balkan landa, og til Rúmeníu og Búlgaríu. 

Sænskir bankar til fátækra Eystrasaltslanda.

 

Síðan kom hrunið

Nú allt í einu, er ekki allt gott lengur.

Bankarnir í ríku löndunum, veittu í stórum stíl, fólki í fátæku löndunum, lán í Evrum. Sums staðar eru allt á milli 80-90% húsnæðis lána, í Evrum. En, á meðan allt lék í lyndi, var þetta ekki talin varasöm stefna, þ.s. allir myndu með tíð og tíma, komast inn í Evru svæðið og því verða á endanum, skipt um gjaldmiðil í þeim löndum. En, nú þegar krísan er komin, er ljóst að miklu mun lengra er í Evruna,

En, eins og hér, þ.s. gjaldmiðlar þeirra landa er ekki voru í Evrunni hafa falllið, þá hafa lán veitt í öðrum gjaldeyri en eigin hækkað, oft um tugi prósenta. Þ.s. víða eru Evrulán meirihluti útistandandi lána, er þetta stóralvarlegt mál.

Spurningin er, hvað skal gera nú þegar ástandið er eins og hérlendis, í þeim fátækari löndum, að gjaldmiðlar þeirra hafa fallið, þó í flestum tilvikum ekki eins mikið og krónan okkar; sem þíðir eins og hér, að lán veitt í erlendum gjaldeyri, hafa hækkað - á meðan tekjur í eigin gjaldmiðli hafa jafnvel lækkað, á sama tíma.

Hérlendis, eru þó milli 70-80% slíkra lána, í krónum. Því, er ástand þeirra landa, hvað þetta varðar, jafnvel enn varasamara en ástand okkar.

*Við erum með í staðinn okkar eigið tilbúið vandamál - þ.e. verðtryggingu*

 

 

Nýlendustefna hinna seinni tíma?

Ríku þjóðirnar eru í þeirri klemmu, að bankakerfi þeirra hafa útistandandi lán í öðrum löndum. Ef þau lán eru ekki greidd, eru þá þau bankakerfi einfaldlega gjaldþrota, og það þarf að senda reikninginn til eigin skattgreiðenda.

Á hinn bóginn, er slíkt mjög óvinsælt, þ.e. þá þarf að hækka skatta og skera niður útgjöld, þar á meðal almanna þjónustu. 

Maður sér því freystinguna, sem er að þvinga þessa skuldara, sem eftir allt saman eru ekki eigin þegnar, til að borga. Þá sjá þeir, um að endurfjármagna þau bankakerfi, og þá þurfa ríkisstjórnir ríku landanna, ekki að skera eins mikið niður heima hjá sér, eða beita eigin þegna eins hörðu, og annar væri.

Spurningin er þá, komast þær þjóðir upp með þetta?

Væri þetta nokkuð annað, en ný tegund að nýlendukúgun?

 

Hvernig rímar þetta við Icesave deiluna?

Eins og vonandi allir muna, þá fengum við ordru frá Framvkæmdastjórninni þess efnis, að við verðum að borga, skömmu eftir hrunið. Um svipað leiti, leitaði ríkisstjíórn Geira og Sollu, til Norðurlandana og ímissra ríkisstjórna N-Evrópu, og fengu alltaf sömu svörin - þið verðið að borga.

En, skömmu eftir hrunið, reyndi ríkisstjórn Geira og Sollu, að malda í móinn, og hélt því fram að greiðsluskylda væri langt í frá augljós. En, sameiginleg afstaða Evrópusambandsins + það að ESB beitti AGS gegn okkur, og það virtist þannig að við stæðum upp við vegg; varð til þess, að ríkisstjórnin lét undan, og frægt samkomulag var gert - þ.e. drög að samningi sbr. "Memorandum of understanding" þ.s. prinsippið að við borgum var sett inn, og þá skv. þeirri aðferð að ríkisstjórnir Hollands og Bretlands, myndu fyrst lána okkur fyrir upphæðinni.

En, nú skulum við íhuga málið, í hinu víðara samhengi, þ.s. ljóst er að þetta er ein samevrópsk skuldakreppa. Þ.e. ríku löndin gegn hinum fátækari. En, við lendum í þeirra hópi ef mál halda áfram á núverandi braut.

Ég held að það sé augljóst, að Svíþjóð hafi sömu hagsmuni og Bretar, þ.e. að viðhalda prinsippinu að svokallaðir skuldarar borgi án refja. Þ.s. Svíþjóð er höfuð bandalags Norðurlandanna innan ESB, og hin Norðurlöndin hafa hagsmuni af því, að viðhalda því bandalagi, held ég aðljóst sé að Svíþjóð í reynd, ráði afstöðu Norðurlandanna gagnvart okkur - og Svíar hafa þá hagsmuni að skuldarar borgi.

En, sænskir bankar, eiga mjög mikið af vondum lánum, í Eystrasaltlöndunum.

Sænska ríkið, getur þurft að endurfjármagna allt bankakerfið, en er tregt til þess. Þægilegra, að láta þegna Eystrasaltlandanna, standa undir því.

 

Hver er þá framtíðin?

Munum eftir eigin fortíð. Af hverju leiddi það til fátæktar á Íslandi að hér var komið á einokunarverslun af dönskum kóngum?

Ef einhver man eftir sögu kennslunni frá grunnskólanum, eða eftir því að hafa aðstoðað eigin börn við það að læra Íslandssögu; þá var ástæðan sú að landið lak fjármagni jafnt og þétt í gegnum allt tímabilið, og einokunin var við lýði.

En, hugmyndafræðin á bakvið nýlendustefnu, kallaðist "Mercantilism" sem þítt hefur verið sem Búauðgisstefna. En, hugmyndin á bak við hann, var að gera nýlenduveldið ríkt á sama tíma, og nýlendurnar voru gerða fátækar. 

Þannig, gerði skipulagið viljandi ráð fyrir því, að soga fjármagn til móðurlandsins.

Á Íslandi var þetta gert með þeim hætti, að landinn var neyddur til að borga há verð fyrir innflutta vöru, óeðlilega há verð, og á sama tíma, hann var neyddur til að selja framleiðslu sína gagnvart lágum verðum, óeðlilega lágum verðum.

Þetta skapaði nettó fjármagnsstreymi frá Íslandi, allan tímann á meðan einokunarverslunin stóð yfir. 

Afleiðingin varð sú, að landið varð alltaf smám saman fátækara og síðan enn fátækara, o.s.frv. - eða þar til, að Íslendingar voru fátæköst allra Evrópuþjóða talin við upphaf 19. aldar.

Þessa sögu verðum við muna. Því enn á ný, stöndum við frammi fyrir því, að stefnir í að um langt árabil verði héðan, nettó fjármagnsstreymi úr landi.

Við verðum að gera ráð fyrir að útkoman verði á ný hin sama, þ.e. að viðvarandi útstreymi fjármagns leiði til sí-vaxandi fátæktar hérlendis, alveg með sama hætti og nettó fjármagnsstreymi leiddi til fátæktar Íslendinga á öldum áður..

En, í dag eru þetta skuldir í erlendum gjaldeyri sem um er að ræða, og útstreymi fjármagns fer ekki í vasa kaupmanna og svo til danks konungs, heldur til eigenda þeirra skulda sem eru erlendir og fá það fé í sína vasa.

Þetta fé, sem streymir í þeirra vasa, að sjálfsögðu nýtist okkar hagkerfi nákvæmlega ekki neitt. Það þvert á móti, leiðir til þess að minna fé verður eftir hérlendis til allra hluta, þar á meðal til nýrra fjárfestinga. Afleiðingin er augljós, minni tækifæri - minni hagvöxtur, o.s.frv. 

----------------------------------------

Ef við síðan, íhugum þetta í evrópsku samhengi, þá sjáum við að fleiri þjóðir eru í sömu súpunni.

Það stefnir ekki bara í, að við verðum mjólkurkú fyrir þá banka og aðra aðila, sem eiga lánin okkar. Heldur stefnir í, að sama ástand verði viðvarandi hvað varðar almenning í Eystrasaltslöndunum, A-Evrópu og löndum Balkan skaga.

Hvað er þetta þá?

Nýlendustefna hnna seinni tíma?

Mér sýnist ljóst, að ef ekki verður uppreisn í þessum löndum, og okkar landi; þá lendum við og þau í því sama, þ.e. að verða fátækari ár frá ári.

 

Þ.e. mergur málsins, hagsmunir!

Ég held, að málið sé krystal-tært. Þ.e. bláköld hagsmunagæsla.

Tal um réttlætis sjónarmið, þ.e. réttlátt sé að skuldarar borgi skuldbindingar sínar, sé einfaldlega yfirvarp, til að blinda fólk fyrir því - að þ.e. verið að gera það að þrælum.

Hið réttláta, er að sjálfsögðu, að hver þjóð standi undir sínu. Þ.e., ranglátt sé að senda öðrum reikninginn.

Það virðist ljóst, að ríku þjóðirnar eru í raun og veru í bandalagi gegn fátækari þjóðunum, að þessu leiti. 

Það var því ekkert undarlegt, að Íslendingar fengu þau svör, að þeir ættu að borga.

Ríku þjóðirnar óttast það, að skuldara þjóðirnar ríis upp, og neiti að borga. Því, þá þurfa þær sjálfar að borga kostnaðinn, af því að endurreisa eigin bankakerfi.

Þess vegna, er hver sá sem hikar og hikstar við það að borga, barinn strax niður.

Þrýstingi er beitt á öllum vígstöðvum - sbr. AGS beitt fyrir vagn ríku þjóðanna, og Íslendingum þrýst til að borga.

Svíar eru í sömu stöðu fyrir sitt leiti eins og Hollendingar, og Bretar. Því, fylgja þeir Bretum að málum. Síðan teyma Svíar hin Norðurlöndin með sér.

 

Samevrópsk skuldakreppa

Svona átti þetta ekki að vera. Evrópusambandið átti að standa fyrir velferð, frelsi og mannréttindi; ekki skuldafangelsun heillra þjóða, vaxandi fátækt þaðan í frá og þ.s. kallast mætti, nýlendu stefnu hinna seinni tíma. 

Þannig, að skulda kreppan, er orðin samevrópsk, og stefnir í að ástnadið verði þannig, að ríku löndin blóðmjólki fátæku löndin, en þegnar þeirra standi undir bankakerfum ríku landanna.

Á sama tíma, dýpki og dýpki krísan, í fátæku löndunum.

Spurningin er þá, hvenær brýst út uppreisn.

 

Látum ekki kúga okkur!

Þessi mál, ríma mjög mikið við aðstæður Íslands.

Þ.s. ríku löndin, hafa sameiginlega hagsmuni að verja hið nýja kúgunarkerfi - þá er sjálfsagt skýrð ástæðan þess, hvers vegna við fengum enga samúð!

----------------------------------

Ég held, að við verðum að hugsa um okkar hagsmuni.

Við getum gert það, þ.s. við höfum nægar auðlindir til að standa undir innflutningi. 

Það einfaldlega þýðir, að við getum sagt "Nei".

Við höfum það val!


Eða hið minnsta, stöndum í lappirnar, og hótum því að borga ekki, svo við fáum betri saminga.

Að fá afslátt af skuldum, verulegann - gæti dugað.

 

Kv.


Góðar fréttir af Icesave? Ég vísa á grein eftir Kristrúnu Heimisdóttur!

Ég hvet fólk til að lesa áhugaverða grein, Kristrúnar Heimisdóttur - sem einnig er náfrænka mín. En, það þarf ákveðinn kjark, til að vera meðlimur í Samfylkingunni í dag, en að á sama tíma, að vera að mæla gegn núverandi Icesave samkomulagi.

Hún fær klapp á öxlina, og bros, frá stóra frænda :)

 

Sjá greinina hennar:

Góðar fréttir af Icesave

 

Kv.

 


Þurfum allavegna ekki, að óttast að vinna Eurovision!

Innlenda keppnin í ár:

Ekkert lag, sem skaraði fram úr.

Lagið hans Bubba, hrein vonbrigði. Greinilega tíndur í Evróvisíon.

Sigurlagið, hefði sómað sér vel fyrir hönd Svíþþjóðar á 10. áratugnum.

Um önnur lög, það fyrsta var bærileg ballaða, mun skár sungin nú.

Annað lagið, óspennandi. Af gleðilögunum tveim, var Waterfall það betra.

Ég kaus það, sem íllskársta kostinn. En, Evrópoppið vann þetta ár.

Til hamingju Hera, en ég spái þér ekki sigri, og finnst reyndar einnig ekki mjög líklegt, að lagið þitt komist í aðalkeppnina, þ.e. það strandi í fyrri hluta.

 

Kv.


Hver er Alex Jurshevski? Hann virðist hafa gríðarlege mikla reynslu af rekstri eigna/skulda safna "portofilio management". Hann tjáir sig um stöðu Íslands!

Alltaf er að koma betur og betur í ljós, eftir því sem fleiri óháðir sérfræðingar erlendis tjá sig, að samningur Hollendinga og Breta við Ísland er fullkomlega ranglátur; og ennfremur, að hann byggi á ótraustum laga grunni.

Sér til málsvarnar, hefur ríkisstjórnin afstöðu ríkisstjórna Evrópusambandsins, og einnig afstöðu Framkvæmdastjórnarinnar; sem tjáði sig við ísl. stjórnvöld skömmu eftir hrun, að Íslandi bæri að greiða Bretum og Hollendingum. <Sjá nýjustu færslu Evliru Mendés >

Á hinn bóginn, hefur kynning á málsstað Íslands, gagnvart evrópskum stjórnvöldum, verið frámunalega léleg - þannig að skilning þeirra á raunvanda Íslands hefur skort. Að auki, er Framkvæmdastjórnin framvkæmdavald Evrópusambandsins en ekki dómstóll þess; svo að rökstudd skoðun þess, hefur ekki lagagildi. Framkvæmdastjórnin, er einnig mjög pólitísk, hafandi í huga að allir framkvæmdastjórarnir eru fyrrverandi atvinnustjórnmálamenn. Afstaða hennar, mótast því ekki endilega eingöngu af lagalegum forsendum, heldur einnig af ástandi líðandi stundar, þ.e. pólitískum forsendum - sem ástandið akkúrat þá var það, að sjálft bankakerfi Sambandsins var talið í stórhættu. Síðan, má bæta því við, að á þeim tíma, var mat á okkar skuldum mun lægra svo munaði ríflega þjóðarframleiðslu; þannig að byggt á því, má vera að rétt mat hafi virst vera, að þetta væri gerlegt.

Í dag, stendur mat á skuldum þjóðfélagsins, að frádregnum skuldum bankanna, í cirka 320% af VÞF. Það eru að sjálfsögðu, óheyrilega háar skuldir.

Einnig, þarf að hafa í huga, það gríðarlega tjón, sem hrunið hefur valdið á getu Íslands til hagvaxtar, sem að sjálfsögðu skaðar getu þjóðarinnar, til að afla sér tekna og því, til að borga niður skuldir.

 

Hver er Alex Jurshevski?

Alex Jurshevski - Managing Partner

Alex is the founder of Recovery Partners and has more than 20 years of experience in investment management, M&A and advisory work. Alex was formerly a Managing Director of Bankers Trust and prior to that he was with Nomura&#39;s Investment Banking Division, a member of the European Management Committee at NIplc and Chair of the Emerging Markets Trading Committee. In the early 90&#39;s Alex was recruited to turn around the portfolio management operations for the government of New Zealand. He was a member of the Advisory Panel on Government Debt Management and the World Bank&#39;s Government Borrowers Forum. He has been involved in over USD 40 billion of financial restructurings and over USD 20 Billion of primary transactions. Mr. Jurshevski is a current board member of the Toronto Chapter of the Turnaround Management Association and a director of a publicly traded (TSX) high-yield bond fund. His language skills include English, French, and German.

 

Af þessari upptalningur er ljóst, að þetta er gríðarlega áhugaverður einstaklingur.

Á forsíður síns fyrirtækis Recovery Partners kynna þeir sig sem "Sérfræðinga í stjórnun eigna í vanda og fjármálaeigna þ.s. plön hafa ekki gengið upp."

Þeir bjóða upp á:

 

Our Advisory Services include:

  • Sovereign Debt Restructuring


  • Corporate Debt Restructuring


  • Due Diligence and Valuation Reviews of financial portfolios, investee companies or acquisition targets


  • Asset Sale Advisory for banks and financial sponsors


  • Crisis Management

 

Og eftirfarandi segja þeir um sjálfa sig:

 

Recovery Partners provides a two-pronged service offering to bank and non-bank financial institutions, institutional investors, and alternative asset managers:

  • Financial and Risk Management Advisory services concerning Sovereign Debt Management Operations, investee companies, acquisition targets, loan obligors or financial asset portfolios.
  • Acquisition of distressed or “off strategy” financial assets.

The Bottom Line is that with us as your Partners you will get “Fast, Effective Relief” for any Restructuring, Debt or Asset Management Problem.

 

Það hefur verið umræða um, að Ísland þurfi sérfræði aðstoð. Þurfum við að leita lengra?

Fram kom í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. febrúar, í stuttu viðtali blaðamanns við Alex Jurshevski að þeir hefðu að fyrra bragði, sett sig í samband við ísl. stjórvöld.

Svo, ríkisstjórnin hefur enga afsökun, fjallið hefur kosið að koma til Múhameðs.

 

Bloggfærslan hans Alex Jurshevski, um Icesave

Þetta er alveg gríðarlega áhugaverð bloggfærsla. Ég hvet alla til að lesa hana.

Why Iceland Must Vote “No”

Hann hefur hana af fítonskrafti, með beinni tilvitnun í orð Woodrow Wilson:The policy of collecting debts by gunboats is unrighteous, unworkable and outdated”. En, með mjög skýrum hætti kemur fram, að hann metur alla samningsgerðina, sem nokkurs konar ofbeldi að hálfu hinna samingaðilanna gagnvart Íslandi og íslendingum.

 

"Historical Precedent

 If the bailout plan goes ahead it would be the first peacetime circumstance where a borrower’s debt burden has actually been adjusted significantly higher following a crisis and the subsequent restructuring. The proposal, as rejected by President Grimmson does not make any sense in the historical context whatsoever. He was right to refuse to aquiesce on this basis alone."

Jurshevski telur að plan AGS fyrir Ísland, sé algert stílbrot í sögu AGS. En, hann á við, að planið gerir ráð fyrir að endurskipulagning skulda, leiði til hækkunar þeirra í stað lækkunar. Það, gangi þvert gegn þeirri starfsvenju, sem hafi skapast við endurskipulagningu skulda ríkja fram að þessu, - sem sé sú, að endurskipulagning sé alltaf til lækkunar greiðslubyrði eða jafnvel höfuðstóls skulda. Hann virðist í reynd, telja planið fráleitt.

 

Legal Precedent

We operate in a limited liability legal system.

There is absolutely no legal (or moral) obligation to pay off the claims lodged by the UK and the Netherlands. Insolvency law states that recourse can only be made to the estate of the bankrupt and not to unrelated parties. If the Deposit Insurance Fund set up to guard the claims of the depositors is bankrupt, there is no case law that states recourse to the taxpayers is a legitimate avenue for resolving unsatisfied claims in the absence of explicit sovereign guarantees. We are not aware of any such guarantees. As a case in point, do we have any evidence of US depositors seeking redress for their claims against failed UK financial institutions from the UK Government? Have International creditors of Lehman Brothers or Bear Stearns approached the US Government for restitution? It is not hard to imagine how far Europe’s leaders would have gotten in their discussions with the US Treasury if they had dared to make this approach.

Jurshevski hefur máls á, að benda á þá staðreynd að grunnregla lagaumhverfis vesturlanda þegar kemur að skuldaskilum sé reglan um "limited liability". Með öðrum orðum, að því sé takmörk sett, hve langt sé löglegt - en síðast en ekki síst - siðlegt, að ganga gegn hagsmunum þess sem skuldar.

Jurshevski bendir á þá grunnreglu við gjaldrot, að þá beri að ganga að eigum þrotabús. Í þessu tilviki eigum í þrotabúi Landsbankans. Kröfuhafar hafi engan rétt umfram eignir þrotabúsins.

Síðan, að ef innistæðu tryggingasjóður, standi eftir fjárvana. Þá sé ekki til staðar neitt "case law" þ.e. að dómstólar hafi fram að þessu, ekki úrskurðað með þeim hætti, að kröfuhafar hafi einhvern sjálfvirkan aðgang að sjóðum skattgreiðenda, þegar innistæðutrygginasjóðir og eignir þrotabúa dugi ekki til, að mæta þeirra kröfum; í tilviki þegar þjóðréttarlega skuldbindandi trygging sé ekki fyrir hendi. Honum sé ekki kunnugt um, að þjóðréttarlega skuldbindandi trygging, hafi verið til staðar.

 

Hello Iceland, Meet your new EU Neighbors

Central and Eastern European members of the former Soviet Union voted to join the EU in the 1990s under the impression that the EU would help them put in place a modernized Western-style industrial capitalism that would lead to rising living standards. Instead, the EU leadership looked at these post- Soviet economies as outlets for their exports, and greenfield opportunities for its banks. The EU looked the other way when the privatization process in these countries became corrupted; and again looked the other way when locals mortgaged their properties with FX loans which fueled an unstable real estate bubble. Crises in a variety of these economies is presently severely undermining the EU and the European Monetary Union and could lead to its demise.

The foregoing describes the exact the situation that Iceland finds itself in today. The added danger is that Iceland might surrender to the pressure to join the EU, when this will likely result in outside interests appropriating its fishing rights, energy resources, obtain unfettered access to the banking markets, and maintain the program of keeping the Government in thrall by lending to it in order to bail out their citizens and companies who speculated and lost with the now-defunct Icelandic banks. The EU entry would also take place at an extremely disadvantageous exchange rate, effectively undervaluing the entire country in euro terms.

We say leave the EU to itself, entry now creates problems for Iceland and does not solve anything.

Jurshevski er heldur betur ómyrkur í máli gagnvart hugsanlega væntanlegri ESB aðild Íslands. Hann bendir okkur á, að um þessar mundir, sé Evran í stórhættu á hruni.

Eftir að A-Evrópuríkin gengu í ESB, hafi meðlimaþjóðir er fyrir voru, séð þau sem mjólkurkýr. Nú standi þau frammi fyrir mjög svipuðu ástandi og Ísland, þ.e. skuldakreppu þ.s. almenningur skuldi allt of mikið í öðrum gjaldmiðli en eigin, og á sama tíma sé verið að glíma við afleiðingar efnahagshruns.

Við þessar aðstæður, hafi Ísland lítið að græða á aðild en hugsanlega miklu að tapa. Þeir leggja því til, að spurningunni um aðild, sé skotið á frest.

 

Debt Paralysis

If the package were to be adopted the share of debt servicing out of total government revenues would top 16%. At those levels this statistic is more usually associated with extreme sovereign default risk.  Iceland’s current Debt to GDP ratio stands between 80 and 100%. This is already very dangerous territory. However, if the USD 10 Bn. package were adopted this ratio would soar to around 140-160%, an extreme danger zone as regard defualt risk. In that case the Debt to Government Revenue ratio would rise from around 160% to almost 300%. The World Bank defines Heavily Indebted Poor Countries (HIPC) as those where this ratio exceeds 280%. The HIPC’s are all basket cases where social dislocation, starvation and corruption are a daily fact of life.

Why “restructure” in order to inevitably slide into that state of affairs?

Jurshevski er sammála mér, og mörgum öðrum er gagnrýna samningagerðina um Icesave; að skuldir Íslands séu þegar það miklar, að hætta á gjaldþroti sé mikil ,án þess að Icesave sé bætt þarf ofan á. En, talan sem hann miðar við, er nettótala yfir skuldir þjóðarbús Íslands að frádregnum eignum og að frádregnum skuldum hrun bankanna. Þetta er einmitt tala, sem hefur heyrst frá ríkisstjórninni, og notuð til að rökstyðja að við séum þvert á móti ekki í svo alvarlegum málum.

Með Icesave sem viðbót, telur hann hættu á gjaldþroti, fara úr mikilli yfir í mjög mikla.

Hann bendir á, að öll þau lönd sem fram að þessu, hafi lent í sambærilega djúpri skuldakreppu og þá myndi skella á, séu öll án undantekninga efnahagsleg lík.

Hann endar á því að spyrja, "hvers vegna að endurskipuleggja skuldir til þess eins að komast í þeirra raðir?"

 

Credit Ratings

Fitch, the credit ratings agency, downgraded Iceland’s main sovereign rating to “junk” status recently. This is not surprising. What is also not in question is that it would be extremely unlikely that Iceland’s rating would move higher if it adopted the bailout proposals. The country would likely remain a basket case for the foreseeable future.

Alternatively, if Iceland were to embark on a comprehensive reform program, retrenching and relying on its natural resource base and strong exporter status to backstop fresh money from different sources, a move upwards in the credit rankings can become a reality within a relatively short period of time.  

Jurshevski segir lækkun Fitch Rating ekki hafa verið undarlega. Á hinn bóginn, telur hann mjög ólíklegt að gangast undir viðbótar skuldbindingar, sé líklegt til að framkalla hækkun þess mats í framtíðinni. Heldur þvert á móti, sé líklegra að slíkt myndi íta okkur niður á plan ríkja sem teljast vera efnahagsleg lík.

Hann segir þó, að Ísland eigi möguleika í stöðunni. En, þeir felist í efnahagslegum umbótum. Á því að draga okkur til baka. Á því að byggja á okkar auðlindum. Á því, að byggja upp útflutningsatvinnuvegi. Með þeim hætti, ætti að vera mögulegt að hans mati, að safna auði á nýjan leik og þanni að koma okkur smám saman út úr súpunni.

 

Structural Reform

Iceland must free up parts of its economy and make increased revenues available to the Government as part of the attempt to did itself out of this hole. For example Iceland’s Treasury currently receives no recurring revenue from the domestic fishery. Fishing Licenses have become a “rentier” instrument whose benefits accrue to a narrow slice of the populace This needs to be changed to the benefit of the entire country rather than the few insiders who now control the licenses.

Among the other issues to address is the free lunch given to financial firms through debt indexation which places the burden of adjustment primarily on households and has led to a rash of mortgage defaults.

Jurshevski leggur til 2. meginlagfæringar:

  1. Veiðileyfagjald.
  2. Aflagningu verðtryggingar lána.

Í dag fari auðurinn af auðlindum hafsins til fámennrar elítu, og því þurfi að breyta. Ríkið þurfi að tryggja sér, hæfilegar rentur af þeim auðlindum.

Það sé mjög óheppilegt fyrir hagkerfið, að viðhafa fyrirkomulag þ.s. allri áhættu af lánum sé skellt á skuldara. Það sé að hans mati, ein af orsökum þeirrar húsnæðis skuldakreppu, sem nú ríki.

Þessar breytingar, muni hjálpa Íslandi að grafa sig upp úr núverandi holu.

 

International Pariah?

The UK has warned that Iceland faces economic isolation if they do not approve the package as negotiated. The sub text here is: “If you do not do as we say we will try and make this happen to you.” The reality is that the UK has massive problems of its own, is effectively bankrupt and in need of outside assistance itself. Iceland has abundant natural endowments, exports that the world wants and earns significant revenues from the tourism business. Are the Brits going to interdict fly fisherman and nature lovers when they try to visit Iceland? Are they going to stop shipments of fish from landing in the local  supermarket in Oslo? We think not. Iceland is perhaps the best placed economy to push ahead on its own. It can feed itself, build and heat its own homes and earns enough net export revenues to buy the little fossil fuels that it needs.

Jurshevski reynir að stappa í okkur stálinu. Hann bendir á, að Ísland hafi yfrið nægar auðlindir til að tryggja, lágmarks innflutning - sama hvað á gengur.

Þannig, að staða Íslands sé í reynd, sterk - þvert ofan í þ.s. haldið er fram.

Við þurfum ekki að óttast, að fiskurinn hætti að streyma úr landi á erlenda markaði. Né það, að náttúru-unnendur hætti, að ferðast til Íslands.

Að hans mati, sé Ísland sennilega það land á hnattkringlunni, sem sé í bestri aðstöðu allra, til að fylgja eigin stefnu í átt til endurreisnar.

Ég skil hann þannig, að hann telji væntanlegt greiðsluþrot Íslands, ekki sérlega varasamt. Við getum samt flutt út. Samt flutt inn. Eins og ég skil hann, þá sé það þvert á móti, leið til uppbyggingar.

  • En, ég hef haldið því fram, að í tilviki Íslands þá sé greiðsluþrot alls ekki mjög hræðilegur kostur, þ.s. auðlindirnar dugi fyrir lágmarks innflutningi og gott betur.
  • Þannig, að við munum ráða við það ástand, að þurfa staðgreiða innflutning.
  • Svo, að þá munum við smám saman getað hagnýtt okkur þá staðreynd, að þá nýtast okkur allar tekjurnar af þeim auðlindum til heimabrúks. Þ.e. ekki fer neitt fjármagn úr landi, hagkerfinu til einskis gagns, til erlendra eigenda skulda. Þess í stað, verði allt umframfjármagn eftir, og geti smám saman farið að safnast saman, þannig að smám saman geti hafist klassísk endurreisn hagkerfis úr kreppu.
  • Þannig getum við nýtt okkur skjólið, sem fælist í því, að vera í þessu ástandi, hugsanlega um nokkurt árabil.

 

Durability of the Fix

Public-sector borrowing to bail out bad private-sector debts involves expropriating money from the workforce through higher taxation ultimately rendering the economy uncompetitive. This leads to a self reinforcing death spiral in which the liability grows and debt servicing costs eventually cannot be met resulting another bust. This is exactly what the UK and Netherlands sponsored bailout package will deliver. (It is of note that the Latvian bailout stipulates that the Government there only use the bailout money to pay off foreign creditors and not for structural adjustment or job creation. Nothing good is coming from that situation as we are seeing.)

Jurshevski lýsir hér í stuttu máli, líklegustu afleiðingum þess, að fara þá leið sem ríkisstjórnin - AGS - og Bretar/Hollendingar, leggja til.

Sem sagt því, að samverkandi áhrif aukinnar skattheimtu - sem minnki samkeppnishæfni atvinnulífsins - ásamt hærri skuldabyrði; sé að framkalla sjálfstyrkjandi dauða hringrás þ.s. skuldir halda áfram að vaxa ásamt kostnaði við það að standa undir þeim. Lokaafleiðing sé nýtt hrun.

 

Vote “NO” on March 6th!!

In reviewing the forgoing it is hard to identify any upside in the ”Yes” scenario..

The facts reveal the bailout plan cobbled together under significant UK and Dutch pressure to be nothing more than a 21st Century version of Gunboat Diplomacy and should be rejected by the population of Iceland out of hand. It would consign the population to de facto slavery and remove whatever degrees of freedom are left regarding the country’s flexibility to dig itself out of this hole and to chart its own course as an independent nation.

The “No” vote has history, the law and economic reality on its side. Icelanders should vote “No” in favor of a better future for themselves and their countryfolk and not allow themselves to be bullied into a bad deal by other countries whose disingenious politicians are following the “Somebody Else Must Pay” maxim.

 It is important to note that voting “No” means that Iceland needs to negotiate shrewdly and launch a comprehensive restructuring that targets key areas of its economy, its financial management and its regulatory oversight practices. Properly managed, a restructuring backed by the natural resource and export earning potential of Iceland could restore incomes and economic activity to pre-crisis levels within 3 to 7 years.

Jurshevski telur sig verða svarafátt, ef hann eigi að benda á nokkurt sem sé jákvætt við það, að segja "" í næstkomandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Að hans mati, væri niðurstaðan sú, að þjóðin myndi samþykkja skuldaánauð.
  • Að auki, myndi hún svipta okku öllum tækifærum til þess að nálgast vandræði okkar með sveigjanleika og til þess, að marka okkar eigin farveg, á leið úr ógöngunum.
  • Íslendingar eigi að velja "NEI" í því skyni að velja sér betri framtíð en þá sem okkur sé í boði skv. plani AGS og Breta/Hollendinga og ríkisstjórnarinnar.
  • Hann bendir okku þó á, að í kjölfarið þurfi Ísland semja af skynsemi - hann er ekki að leggja til að við skellum dyrum í lás, og neitum að ræða við kóng eða prest.
  • Mjög mikilvægt sé samhliða að innleiða mikilvægar umbætur í því hvernig okkar hagkerfi virkar, og bankakerfi; sem og regluverk.
  • Hann er bjartsýnn á, að ef hagstjórn fer vel fram, þá geti Ísland rétt úr kútnum á innan við áratug. Hann er með öðrum orðum bjartsýnni en ég, - en ég miða við áratug til ríflega áratugar.

 

Niðurstaða

Ég er fullkomlega sammála Alex Jurshevski í öllum höfuðatriðum. Ég hef áður lýst svipuðum skoðunum, í mínum fyrri bloggfærslum um þessi mál. Einnig í athugasemdum við bloggfærslur annarra. Ég er væg sagt, mjög ánægður með að maður sem þessi, auðsýni svo líkar skoðanir mínum hvað þessi mál varðar. Mér finnst það benda til, að þær skoðanir séu einfaldlega réttar.

 

Ég vísa einnig til eftirfarandi: Bloggfærsu.

Prófessors Sweder van Wijnbergen, og hans grein:

Iceland needs international debt management

 

Sjáið viðtalið hér að neðan. Þetta hefur ekkert með Ísland að gera. En, þið sem opnið það fáið að sjá hvernig hann Alex Jurshevski lítur út og rödd hans hljómar. Smá þolinmæði, því fyrst kemur smá kynning, síðan fréttaskýring - og þá fyrst röðin að þeim félögum.

BNN speaks to George Armoyan, executive chairman, Clarke Inc., and Alex Jurshevski, CEO and founder, Recovery Partners

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 164
  • Sl. viku: 395
  • Frá upphafi: 847036

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 373
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband