Hvað sagði hún Anne Sibert, sem fór svo fyrir brjóstið á ímsum?

Nokkur ágreiningur hefur sprottið um nýlega grein, sem Ann Sibert skrifaði um málefni tengdu Icesave, inn á vettvanginn VoxEU.org.

Sjá greinina hennar:

The Icesave Dispute

Hún framkvæmir nokkurs konar fræðilega úttekt á málinu, fyrir sitt eigið leiti. Sem hagfræði prófessor, hefur hún sjálfsagt fullt erindi, til þess að framkvæma slíka úttekt. 

Þ.s. hennar úttekt sýnir, er að þ.e. ekki bara bullandi ágreiningur um hvernig á að nálgast þetta mál, meðal almennings og þeirra sem eru í pólitíkinni, heldur einnig á meðal sérfræðinga.

 

Hérna tekur hún saman, í örstuttum inngangi umfjöllunarmál og niðurstöðu:

"Who should pay for the money lost by UK and Dutch citizens investing in Icesave accounts? This column presents the dispute's background and argues that the debt burden of Icesave is likely to be closer to 15% of GDP than the 50% often reported. It concludes that Iceland is not too small to repay."

 

Smá yfirlísing fyrst; ég væri fullkomlega sammála henni, ef Ísland skuldaði ekkert verulegt/umtalsvert annað, en Icesave (Látum það liggja milli hluta ágreininginn um, hvort af prinsippástæðum við eigum að greiða eða ekki.)

Fyrir mér, er það akkúrat ein af stóru ástæðunum, til að vera á móti síðasta samkomulagi um Icesave, það að skuldir Íslands eru þegar orðnar hættulega háar, og þá alveg burtséð frá Icesave.

Þegar, skuldir eru þegar orðnar hættulega háar, þá getur einmitt viðbót, jafnvel þó hún geti orðið óverulegt viðbótar greiðsluálag með smá heppni, samt verið kornið sem veltir öllu um koll.

 

Hérna fyrir neðan útskýrir Sibert, hreint með ágætum hætti, hve óljós Directive 19/94 er þegar kemur að spurningunni, hvað ber að gera, í kjölfar meiriháttar bankahruns:

"As a member of the European Economic Area (EEA), Iceland is bound by Annex IX (point 19a) of the EEA Agreement, which includes Directive 94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30 May 1994. Directives, by their nature, specify a result that member states must achieve, leaving the form and method up to the national authorities. This directive requires that members are to have and monitor a deposit-guarantee scheme (article 3.1) satisfying certain properties. Two properties are especially relevant for the Icesave dispute. First, under EEA law, a branch of a credit institution is supervised by the authorities of the country where the head office is located. Thus, depositors at a branch are to be covered by the deposit scheme of the head office’s member country (article 4.1). Second, the minimum amount of protection that is to be offered is 20,000 euros (article 7.1).3"

"In practice, most countries appear to have interpreted the mandate as having and overseeing a fund, paid for in varying part by resident credit institutions and the government, which could be used in the event of the failure of a small to medium-sized credit institution. In Iceland, the Depositors' and Investors' Guarantee Fund (Tryggingarsjóður) is to have funds equal to 1.0% of insured deposits. If this limited interpretation is correct, it is unclear who is liable if an entire banking system collapses and the fund in inadequate."

"The directive is not particularly well written, even relative to other EU legal documents. It does not ask member states themselves to guarantee deposits, only to set up and monitor a deposit-guarantee scheme. Indeed, article 3.1 specifically rules out using a sovereign guarantee to satisfy the directive. Article 3.1 requires that “the system must be designed to prevent deposits with credit institutions belonging to the system from becoming unavailable and have the resources necessary for that purpose at its disposal.”  However, there is an explanatory introduction (recital) that says that the directive cannot result in the sovereign being liable “if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors … have been introduced and officially recognized (paragraph 24).”  This is contradictory: if a sufficiently large bank failed, or if an entire national banking system collapsed, only the sovereign might have sufficient resources to guarantee deposits; only a sovereign guarantee is credible."

"Most or all of the EEA countries, fearing a run if the guarantee were questioned, interpret the Directive to mean that the first 20,000 euros must be paid. The question, however, is who should pay? Despite the legal uncertainties, Iceland has expressed a willingness to repay if the terms are reasonable. Exactly what constitutes reasonable terms, however, is open to question."

 

Þarna síðast, kom hún að kjarna málsins, þ.e. að skoðun margra ríkja hefur verið sú að 20þ. Evrurnar verði að greiða. Og, síðan hafa fjölmargir Íslendingar, og svokallaðir sérfræðingar sérstaklega Samfó liðar, haldið því fram, að það væri til staðar óvéfengjanleg greiðsluskylda á þessum 20þ. Evrum.

En, þ.e. einmitt kjarni málsins, að þá skoðun, er ekki hægt með neinum óvéfengjanlegum hætti, hægt að byggja á sjálfum bókstaf Directive 19/94.

Heldur er þarna verið að lesa á milli lína, túlka það sem nokkurs konar megin inntak, þ.e. 20.000 Evra tryggingin.

En, þ.e. einfaldlega ekkert annað en túlkun - og þ.s. engir dómar eru til um þetta atriði; þá er vart hægt að fullyrða að sú túlkun sé e-h augljóslega réttari, heldur en túlkunin sem lesa má beint úr sjálfum texta 19/94 - þ.e. að einfaldlega sé ekki til staðar nein skilda að þjóðarrétti um að sjálfir ríkissjóðirnir hlaupi undir bagga, og tryggji að 20.000 Evrurnar raunverulega verði greiddar.

 

After the collapse of Landsbanki, the bank was split into two separate entities: (old) Landsbanki and Nýi Landsbanki. All deposits located in Iceland were moved to Nýi Landsbanki and are fully guaranteed by the Icelandic government. The British and Dutch have argued that only guaranteeing deposits situated in Iceland constitutes a breach of Article 4 of the EEA Agreement.4

Article 4 of the EEA Agreement, which is the analogue of Article 12 of the consolidated version of the Treaty on the Functioning of the European Union, prohibits "any discrimination on grounds of nationality". However, past court cases make it clear that the force of this is limited. In the 2007 case of James Wood v. Fonds de garantie des victimes des actes de terrorisme et d'autres infractions (case C-164/07) it is stated that, "It is in this regard settled case-law that the principle of non-discrimination requires that comparable situations must not be treated differently and that different situations must not be treated in the same way. Such treatment may be justified only if it is based on objective considerations independent of the nationality of the persons concerned and is proportionate to the objective being legitimately pursued (paragraph 13)”.5 In a past case that is frequently cited on this matter, the court explicitly considered both the importance and quality of the objective being pursued and whether the discrimination was proportionate.6 In this light, compensating domestic, but not foreign, account holders in full, regardless of their nationality, on the grounds that it is residents who pay the taxes to finance this and that such a move was necessary to maintain a functioning banking system does not seem obviously indefensible.

 

Þarna kemur Sibert með hreint frábæra punkta, en þ.e. það að, Evrópudómstóllinn athugar allar hliðar máls, og leggur á þær mat.

Evrópudómstóllinn, hann tekur málavexti - leggur þá upp fyrir sér, og setur einfaldlega vikt skv. eigin mælistiku, á þau markmið sem stefnt er að.

Þ.s. Sibert einmitt bendir á, er akkúrat það að Evrópudómstóllinn tekur akkúrat, mikið tillit til þessarar viktar er hann leggur á mismunandi markmið.

Þess vegna ályktar hún, að í ljósi þess að ekki geti legið neinn vafi á, að sú krísa sem Ísl. stjórnvöld voru að glíma við væri af hæstu gráðu alvarleika; þá einfaldlega geti verið réttlætanlegt að hafa mismunað að því marki sem gert var í neyðarlögunum, - aðgerðirnar þurfi að standast það að vera þ.s. kallað er "proprtionate" þ.e. að ganga akkúrat eins langt og þarf, en ekki skrefinu lengra, í því að þjóna því markmiði að bjarga ísl. fjármálakerfinu og þar með ísl. hagkerfinu frá algeru hruni.

Sem sagt, markmiðið hefur augljóslega mjög háa vikt. Þess vegna, sé það ekki óhugsandi, að við þær aðstæður, fái önnur vanalega mikilvæg meginmarkmið minni vikt, og því réttlætanlegt að víkja þeim til hliðar, ef sú aðgerð stenst prófið að vera "proportionate".

Þetta er atriði, sem hinum sjálfskipuðu innlendu siðapostulum okkar, hefur ætíð yfirsést.

 

The obligation to repay is borne first by the Icelandic deposit insurance fund. If the Icesave agreement is finalised, this fund, along with the funds operated by the United Kingdom and the Netherlands, will have a priority claim on the assets recovered from Landsbanki; the Icelandic fund will receive about half. The government is liable for the rest of the claim, with repayment (including interest accrued from the start of 2009 at a rather unfavourable rate of 5.55%) beginning after seven years. Recent estimates are that close to 90% of Landsbanki’s assets will be recovered. In this case, the estimated net present value of the end of 2015 Icesave debt burden is only about 14% of Icelandic GDP. This amounts to a net present value is 3,600 euros per capita and the average payment burden is less than 1% of GDP per year from 2016 until the debt is fully paid in 2024. If the asset recovery rate turns out to be only 75% then the average payment burden would be 1.2 of GDP from 2016 to 2026. While this burden is just part of the cost of the crisis for Iceland’s taxpayers, who have already experienced an unprecedented fall in their real disposable income, it should not be crippling. While Iceland’s position in regard to the law may have merit, and while Gordon Brown’s government can indeed be described as bullying and lacking generosity, Iceland is not too small to repay.

 

Þarna kemur það fram, sem fer í taugarnar á fólki.

Hún tekur undir það mat ríkisstjórnarinnar, að Iceave sé sennilega viðráðanlegt.

Ég er henni hjartanlega ósammála hvað þetta atriði varðar, en ég ætla þó ekki að fara í fílu, vegna þess að hún er annarrar skoðunar, en ég.

  • Ísland eftir allt saman, borgar ekki af landsframleiðslu sinni þetta lán.
  • Ísland borgar, með gjaldeyri - sem er af skornum skammti - vegna þess að þessi lán eru í erlendum gjaldeyri.
  • Gylfi Magnússon sjálfur, mat Icesave miðað við 75% innheimtuhlutfall, á bilinu 4-6% af væntum gjaldeyristekjum. Sjá grein hans Morgunblaðið 1, júlí 2009.
  • Þessa dagana, er gjaldeyrisreikningur þjóðarinnar í heildina neikvæður - þ.e. meira fer út en kemur inn. Þ.e. svo fyrir árið 2009 þrátt fyrir stærsta vöruskipta afgang lýðveldissögunnar. Þrátt fyrir hann, vorum við cirka 50 milljarða í mínus. Þarna koma til vaxtagjöld, af erlendum skuldum.
  • Þarna liggur mergur máls.

 

Niðurstaða:

Ég er ósammála Anne Sibert, hvað varðar álit hennar á getu Íslands, til að greiða af Icesave.

En, ég þakka henni annars, um margt, ágætar ábendingar - og tel grein hennar, þrátt fyrir allt, vera hvort tveggja, upplýsandi og góða.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er enn til fólk sem gerir Icesaveumræðuna að tómri þvæluumræðu. Þar sem ekki er hægt að nota nein rök á smábörn eins og þessa vesalings konu, og verður að reyna að skýra þetta út á barna máli:

Bretar skulda Íslendingum skaðabætur fyrir skaða sem þeir ollu. Það er ekki búið að reikna hann út. Það er ekki búið að fara fram á skaðabætur opinberlega. Um það á málið að snúast. Ekkert annað.

Í staðin þá tala Bretar um Icesave eins og um hafi verið að ræða einkabanka.

Eins og um væri að ræða einhverja skuld. Margir trúa að það sé einhver skuld.

Bretar fá stórgáfuð börn á öllum aldri, með mikla menntun, í hæstu stöðum, til að syngja söngva sem hafa ekkert með staðreyndir að gera.

Þess vegna, til að allir skilji það, þarf ekki að finna "merg málsins" þegar ekkert mál er til staðar.

 Er virkilega satt þetta með að hægt sé að endurtaka lygasögur svo oft, að þær verði algjör sannleikur í hæfðinu á fólk? Einmitt í höfðinu á þeim sem síst skyldi. Fræðingum af öllum sortum. Þeir eru ekki hæfir einfaldlega að ræða þetta mál allir.

Að nota kennitöluflakk Ríkisstjórnar sem eina enn ástæðu að ESB eigi allt í einu að skipta sér af innanríkismálum Íslendinga, segir allt sem segja þarf. 

Þetta krakkagrenj og endalaust suð  um að þjóðin eigi að skeina bankafólki eina ferðina enn, og  allir sem grenja þeim til samlætis, endar bara á einn veg. 

Að þeir verði rasskelltir og séu reknir inn í sín herbergi. 

Pistillinn er alveg dæmalaust rugl og þessi aðferð að vera diplomat, og vera bæði með og á móti, er alveg misheppnuð. 

Þa bráðvantar nýtt íslenskt orð. Nja.. orð fyrir þá sem þora ekki að ákveða sig af hræðslu við álit annara...

Óskar Arnórsson, 19.2.2010 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 398
  • Frá upphafi: 847039

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 376
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband