Hver er framtíð Dollarsins og Alþjóða kerfisins?

Það virðist ljóst, að heimurinn er nú staddur á umbrota tímum. Óháðir sérfræðingar eru flestir sammála um, að núverandi ástand stöðugt vaxandi skulda helstu iðnríkja heimsins, einfaldlega sé ósjálfbært ástand.

Sérstaklega, sé ástand efnahags mála í Bandaríkjunum, og þá nánar tiltekið hinn viðvarandi - og að því virðist óumbreytanlegi - viðskiptahalli, fullkomlega ósjálfbær, er til lengri tíma er litið.

En, skv. áætlunum, ef hagvöxtur hefst að nýju í Bandaríkjunum, mun það leiða til enn meiri aukningar á þessum halla. Af því sem sérfræðingar skrifa, er auðvelt að framreikna skuldir Bandaríkjanna, upp í og jafnvel yfir 300% per þjóðarframleiðslu - ef framreiknað er meira en áratug fram í tímann.

Það virðist því ljóst, að þörf sé á því, að lagfæra þetta ójafnvægi sem er til staðar í heimshagkerfinu. Það verður þá helst gert með því, að Dollarinn og einnig Evran, lækki gagnvart myntum Asíu þ.e. Kínverska Remnimbi-inu og Indversku Rúpíunnu.

 

Bendi á greina, Krugman:

Will there be a dollar crises?

Síðan Richard Baldwin:

Is the United States headed for double bubble trouble?

Maurice Ostfield og Kenneth Rogoff:

The Unsustainable US current account deficist revisited!

Síðan mjög áhugaverð skýrsla:

CRS Report for Congress

Síðan Scott Lilly:

Should We Be Grateful to China for Buying U.S. Treasuries?

Bud Condrad:

The US Trade Deficit is Unsustainable

John Kemp:

US and UK on Brink of Debt Disaster

Arvind Subramanian:

Who pays for the weak renminbi?

Barry Eichengreen og Kevin H. O’Rourke:

A Tale of Two Depressions

Ricardo Caballero:

The “other” imbalance and the financial crisis

Charles Wyplosz:

The Eurozone debt crisis: Facts and myths

 

Ljóst er þó, að slík leiðrétting verður ekki sársaukalaus, né að hún verði án einhvers konar krísu í alþjóða samskiptum.

  • En, þ.s. gengi kínverska Remnimbisins er stjórnað af stjórnvöldum þar í land, skv. valdboði.
  • Og þ.s. því hefur viljandi, augljóslega, verið haldið tiltölulega lágu, til að hvetja til útflutnings.

Þá er ljóst, að krafan um lagfæringu á þessu ójafnvægi, mun einnig setja kröfu á kínversk stjórnvöld, um verulega umbreytingu á þeirri hagvaxtar stefnu, er þar hefur verið við líði síðustu 25-30 árin. Þau, verða augljóslega treg til slíks, þ.s. sú lagfæring er við erum að tala um, myndi óhjákvæmilega lækka árlegan hagvöxt í Kína, huganlega um allt að 2% á ári.

Því myndi fylgja hægari uppbygging hagkerfis þeirra, færri störf og meiri félagsleg vandamál. En, þ.s. allt í Kína er mjög stórt, þá erum við að tala um milljóna tugi atvinnulausra - hugsanlega allt að 100 milljón. Stjórnvöld í Kína, hafa alltaf verið og eru, logandi hrædd við möguleikann á stórfelldum uppþotum. En, eftir allt saman, þá hafa stjórnvöld í Kína, ekki eiginlegt "legitimacy" heldur hefur verið nokkurs konar óskrifaður sáttmáli í gangi, milli alræðis flokksins og almennings.

Þið ráðið, við umberum það; en þið skaffið störf og batnandi efnahag.

Þannig, að mikið mun þurfa líklega að ganga á, áður en kínversk stjórnvöld guggna og gefa eftir, varðandi skráningu gengis Remnimbisins.

 

Hætta á hruni er því augljós

Ég er að tala um, hugsanlegt hrun Alþjóðakerfisins.

  • Valmöguleiki eitt, krísa endar með samkomulagi;

En, ef endur-uppröðun á sér stað, og hruni er forðað; erum við líklega að tala um þróun í átt að vaxandi alþjóðlegri krísu í báðum tilvikum, með meðfylgjandi versnandi efnahag í Evrópu og Bandaríkjunum, þ.e. vaxandi atvinnuleysi, ásamt líklegum ríkisgjaldþrotum nokkurra þeirra ríkja þ.s. skuldavandinn er mestur, en algeru hruni heimskerfisins verði forðað.

Þegar, komið er á barminn, næst samkomulag milli ráðandi aðila, og nýtt peningakerfi tekur við af því sem er komið að fótum fram, en sjálft alþjóðakerfið stendur áfram - laskað - en fært um að ná heilsu á ný.

  •  Valmöguleiki tvö, krísa vefur upp á sig, uns sjálft alþjóða-viðskipta kerfið hrynur.

Í því tilviki, reynist samkomulag milli aðila ekki mögulegt, og WTO hrynur, heimurinn skiptist upp í viðskipta blokkir. Frjáls verslun í heiminum hverfur. Ástandið verður líkt ástandi heimsmála, árin síðustu fyrir seinna stríð.

Hættan við slíkt viðskipta blokka fyrirkomulag, er hin óhjákvæmiega illvíga samkeppni milli blokka. En, hver blokk fyrir sig, - ef reynslan frá því rétt fyrir seinna stríð er tekin sem viðmið - , leitast við að tryggja sér "exclusive" eða einkarétt, á tilteknum auðlindum, þ.e. með útilokun annarra blokka.

Þessu myndi fylgja, óhjákvæmileg stöðugt vaxandi spenna, ásamt gríðarlegri hernaðar uppbyggingu. Blokkir myndu sjálsagt byggjast upp í kringum helstu stórveldin, ásamt þeim er myndu eðli málsins samkvæmt vera leppríki, háð viðkomandi stórveldi - undir hegemónísku fyrirkomulagi.

Hvernig sem fer, er framundan stóraukið kapphlaup um auðlyndir

Hvernig sem fer, með heimskerfið, þá virðist ljóst að stefnir í aukna spennu milli helstu stórvelda.  En í heimssögunni, hefur spenna alltaf komið til skjalanna, þegar verulegar breytingar verða á völdum og áhrifum helstu stórvelda. Það tekur alltaf tíma, fyrir nýtt jafnvægi að myndast og þannig, fyrir hina mimunandi aðila, að finna sig í því nýja umhverfi er skapast.

Ef Alþjóða kerfið lifir, þá mun það stuðla að því, að þessi umbreyting verður ef til vill, með minni átökum en ella. Þ.e.  aðilar raunverulega græða allir á því, að ef heimskerið starfar. Þá má einnig vera, að hægt verði að leisa mál, án gríðarlegs vígbúnaðar kapphlaups. Þ.e. þó ekki öruggt.

En, ef heimskerfið flosnar upp, verður það vart ef spurning hvor vígbúnaðar kapphlaup á sér stað eða ekki.

Ein af stóru spurningunum, er hvað Evrópa gerir. En, hún hefur valmöguleika að mynda bandalag við Rússa, sem eiga gnægð auðlynda. Rússland + Evrópa, gætu saman verið hugsanlega nægilega öflug eining til að standa, jafnvel gegn Kínverjum. Í síðustu viku, var gengið frá því endanlega, að ný gasleiðsla verði byggð frá Rússlandi, eftir botni Eystrasalts og til Þýskalands. Þarna er í gangi e-h áhugaverður valdaleikur milli Þýskalands og Rússlands. En, með þessu eru svokallaðir millimenn, þ.e. ríkin á milli, ekki lengur með nein áhrif á gasflæði til Þýskalands, og síðan getur Þýskaland sjálft allt í einu, orðið millimaður ef það þarf ekki á öllu þessu gasi að halda. Afleiðing, líkleg aukning áhrifa Þýskalands á hin veikari ríki í kringum sig, líkleg aukin völd þess innan ESB og síðan, sennilega þróun e-h konar þróunar, í átt að auknum samskiptum við Rússland.

Bandaríkin, verða áfram öflug þrátt fyrir auljósar líkur á verulegri hnignun veldis þerra. Hvernig sem fer, munu þeir ekki gefa eftir Persaflóa. Það þíðir, að spenna á Indlandshafi verður ekki einungis milli Indverja og Kinverja, heldur verður bandar. flotinn áfram á svæðinu. En, vera má að flosni úr NATO ef Evrópuþjóðir ákveða að mynda bandalag við Rússland. Á hinn bóginn, gæti einnig verið að þau myndu reyna að halda NATO líka, og verða einhvers konar millimenn.

Líklega myndi Kína, ríkja yfir löndunum næst sér og kljást við Rússa um auðlindir Mið Asíu, við Indverja um auðlindir Indlandshafs og Afríku. Við Bandaríkin um olíu-auðlyndir í Miðausturlöndum og við Persaflóa. Erfitt er að sjá, að Rússar geti haldið þeim auðlyndum, án bandalags við einhverja þriðju aðila.

Afríka, stefnir hraðfara í að verða skipt upp á milli stórvelda á ný. Ekki endilega með því, að verða formlega gerða að nýlendum, heldur því að stórveldin Indland og Kína - muni skipta Afríku upp á milli sín með leppríkja fyrirkomulagi, svo fremi að Bandaríkin og Evrópa blanda sér ekki í málin. En, nokkrar líkur verður að telja til þess, að Bandar. og gömlu nýlenduveldin, muni ekki láta slíka de facto ný - nýlenduvæðingu Afríku, afskiptalausa. Einungis örfá ríki í Afríku eru nægilega sterk, til að hafa svigrúm til raunveruleg sjálfstæðis; þ.e. Suður Afríka, Angóla og Nígería. (Hér sleppi ég Afríku fyrir N-Sahara).

Japan og S-Kórea, ásamt Indónesíu, Ástralíu og Nýja Sjálandi; geta sennilega með áframhaldandi bandalagi við Bandaríkin, haldið sæmilega viðundandi stöðu.

S-Ameríka, það stefnir í þá átt, að Brasilía sé nú loks, að verða að því drottnandi efnahags veldi, á því svæði, sem lengi hefur verið spáð að hún verði. Brasilía sem lýðræðisríki, sennilega mun líða betur í samskiptum við önnur lýðræðisríki. En, líkur eru á að sjálfstæðri utanríkisstefnu verði fylgt, eins lengi og stætt er.

 

Hvernig sem fer, er ljóst að heimurinn, er á leið í átt, að miklum óvissu og umbrota tímum. Bæði í efnahags- og þróun valda og áhrifa, helstu aðila.

Ólíkt tímabilinu fyrir seinna stríð, mun sennilega ekki brjótast út styrrjöld. Heldur mun tilvist kjarnorkuvopna, tryggja áframhaldandi frið. 

En, ef mál fara með þeim hætti, að heimurinn klofni í hreinar valdablokkir, þá verður um leið endir bundinn á alþjóðlega samvinnu. Það, getur leitt til ófarnaðar af ímsu tagi, þó ekki brjótist út stríð - sbr. t.d. "Global Warming".  Þá mun ekki verða úr samvinnu, um að vinna gegn þeirri vá.

Þannig, að mun skárri niðurstaða, er að aljþóða kerfið lifi, og að þá verði að einhvers konar nýju stóru samkomulagi milli aðila, sem myndi fela í sér einhver konar nýtt peningakerfi, og einhvers konar nýja endurröðun á valdastrúktúr - en þó þannig, að Alþjóðastofnanir og samvinna, haldi áfram.

 

Stóri punkturinn er sá, að þar til þetta kemur í ljós, mun krísan halda áfram að versna og vinda upp á sig, um eitthver árabil.

Engin leið að segja til þess, hversu slæmt ástandið mun þurfa að verða, áður en samkomulag næst - eða til vara, ósamkomulag brýst út, með hruni sjálfs alþjóða kerfisins.

Heimurinn, verður mun fátækari, er alþjóða kerfið hrynur, það eitt er víst. Þ.e. ekki bara vegna þess, að þá stórminnkar heims verslun, og þar með sú auðmyndun er á sér stað, heldur einnig vegna þeirra stórfelldu hernaðar útgjalda, er munu éta upp það fjármagn er til verður til staðar.

Almenningur, verðu verulega fátækari því, í seinna dæminu.

Hann verður einnig fátækari í fyrra dæminu, en verið hefur undanfarin ár, en þó í því dæmi, er sá möguleiki til staðar, að einhvern tíma náist fyrra ríkidæmi fram, seinna.

PS: Hvað Ísland varðar, kemur okkur langbest að heimshagkerfið lifi. En, ef það gerir það ekki, höfum við val um að leita á náðir Bandaríkjanna eða um að ganga í Evrópusambandið. Við yrðum óhjákvæmilega að vera hluti af viðskiptablokk.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sæll Einar

Þetta er mikil greining.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Bandaríkin geti ekki haldið áfram á þeirri leið sem þau eru.  Vegna hafta á launaþróun er eina lausnin að halda verðlagi niðri.  Svo það sé hægt verður að  færa framleiðsluna yfir á ódýrari framleiðslusvæði, sem fækkar framleiðslustörfum í Bandaríkjunum og fjölgar atvinnulausum.  Þetta fækkar skattgreiðendum meðan útgjöld hins opinbera halda áfram að þenjast út.  Fjárlagagat ríkis, fylkja og sveitarfélaga eykst með hverju árinu sem verður bara svarað með lántöku.  Þetta er "disaster in happening" eins og Kaninn segir og spurningin er ekki hvort heldur hvenær hrunið kemur.

Marinó G. Njálsson, 15.2.2010 kl. 00:45

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.s. megnið af skuldum þeirra, er í eigin mynnt, geta þeir farið svipaða leið og Íslendingar fóru margoft á 8. áratugnum, þ.e. að verðfella eigin mynnt.

Ef, á sama tíma, launaþróun er haldið í skefjum, batnar samkeppnisstaða framleiðslugreina með hrapandi lífskjörum.

Á sama tíma, falla skuldir í verðgildi og innflutningur minnkar; útflutningur vex á móti.

Þetta var sú leið, sem þessir sérfræðingar, eru að tala um.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.2.2010 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband