Ríkið stendur á næstu misserum, að flestum líkindum frammi fyrir greiðsluþroti!

Það er algengur misskilningur, að þ.s. skuldir fyrirtækja, séu ekki á ábyrgð ríkisins að öllu jafnaði, þá sé ekki ástæða að óttast greiðsluþrot ríkisins; þó verulegur fjöldi fyrirtækja fari í þrot.

*Misskilningurinn, felst í því, að öll fyrirtæki er starfa hérlendis, þau eru þar með hluti af veltu þjóðfélagsins; þ.e. borga laun, skatta o.s.frv.

*Stór hluti tekna ríkisins, kemur af svokölluðum veltusköttun, sem tengjast neyslu og að sjálfsögðu einnig, frá beinum sköttum af tekjum einstaklinga og fyrirtækja.

-------------------------------

Ef fjöldi fyrirtækja fer í þrot, jafnvel þó svo það hafi engin bein áhrif á skuldir ríkisins sjálfs til aukningar, þá hefur sá samdráttur er þá á sér stað í hagkerfinu, umtalsverð neikvæð áhrif á skatttekjur ríkisins.

Að auki, þá verður ríkið einnig fyrir búsifjum vegna kostnaðarhækkana frá bótakerfinu, einkum vegna fjölgunar atvinnulausra.

*Samanlagt, veldur þetta því að ríkið hefur að sjálfsögðu minna aflögu, til að standa undir öðrum útgjöldum.

*Því fleiri fyrirtæki fara í þrot, því stærri verður samdrátturinn, og því stærri verða neikvæðu áhrifin á tekju og gjaldagrunn, ríkisins.

*Ríkið stendur nú þegar, mjög tæpt með það að ráða við erlendar skuldbindingar.

*En, sú staðreynd að 50% fyrirtækja, teljast enn búa við ósjálfbæra skuldastöðu, þíðir að enn eigum við inni, mjög stórann samdrátt, í okkar hagkerfi.

*Óhjákvæmilega, verður þá verulegt hrun í tekjum ríkisins, á sama tíma og umtalsverðar kostnaðarhækkanir munu verða.

--------------------------------

Tekið saman, þá er erfitt að sjá, að ríkið geti komist hjá greiðsluþroti.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég kvíði því mest ef við verðum að hætta að greiða feðrum getnaðarorlofið. Það er ekki viðunandi heldur ef við þurfum að stöðva innflutning á fátæku fólki frá vúddú trúarbragðaríkjum.

Heyrði Ásgerði Jónu framkvæmdstjóra Fjölskylduhjálparinnar segja á Útvarpi Sögu að stór hluti skjólstæðinganna væri innflytjendur.

En miklu máli skiptir líka að skilanefndir bankanna fái frið til að hagræða fyrir sína skjólstæðinga svo þeir fari nú ekki á vonarvöl og komi standandi niður úr hruninu.

Árni Gunnarsson, 25.2.2010 kl. 09:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er ein af meginástæðunum, fyrir því að Ísland sennilega verður að fara leið greiðsluþrots, en þ.e. til að verja eins mikið af innviðum samfélagsins, og mögulegt verður að verja.

En, í ástandi greiðsluþrots, eftir að borðið hefur verið hreinsað af öllum þeim aðilum er skulda of mikið; þá nýtast allar þær tekjur ríkisins er samt eftir verða, til þess að halda uppi innlendum samfélagsþáttum.

Ég get einfaldlega ekki séð, að hreinlega sé mögulegt, að láta þessa bylgju fara í gegn, og vera á sama tíma að senda hátt á annað hundrað milljarða af tekjum ríkisins á hverju ári, til þess eins að standa undir vöxtum. Þá held ég, að miklu mun meira af innviðum samfélagsins, myndi hrynja.

Ég virkilega sé ekki skárri leið, þó sannarlega sé hún samt sem áður mjög slæm - nema þá að pólitíkusarnir, myndu átta sig, og hefja nú þegar, samingaviðræður við kröfuhafa til lækkunar. Fræðilega væri það hægt, en tíminn er að renna út, fyrir slíka lausn fyrir hrun. Má vera nú þegar, að of lítill tími sé eftir. Að auki, sé ég ekki, nokkra möguleika til þess, að núverandi kynslóð pólitíkusa, hafi þá víðsýni að átta sig á þessu, og að auki þann dug, að taka slíka ákvörðun, og að auki þann styrk að fylgja henni eftir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.2.2010 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband