Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
31.1.2010 | 19:45
Getum við, aflagt gjaldeyrishöftin, strax? Tekið lánskjaravísitöluna á sama tíma, tímabundið, úr sambandi?
Þetta er ekki ný hugmynd. Hefur heyrst áður. Og, sjálfur hef ég einnig velt henni upp, á mínu bloggi.
- En, gjaldeyrishöftin búa til svo mörg vandamál, þ.e. krónan er ógjaldgeng fyrir vikið erlendis, og því einungis hægt að greiða af skuldum með erlendum gjaldeyri.
- Hægt er að gera hana gjaldgenga á ný, með því að afnema höftin. Meira þarf ekki til.
Á hinn bóginn, voru þau nauðsynleg vegna cirka 600 milljarða af krónubréfum, sem föst eru hér á landi. En, ef höftunum er sleppt, verða þau sennilega öll innleyst sem mun kosta Seðlabankann gjaldeyri.
- Grunn vandinn, er að það þarf að vera nægur gjaldeyrir til staðar, til að landið verði ekki þá þegar greiðsluþrota.
- En gjaldeyrishöftunum var einmitt skellt á, þegar leit út að erlendur gjaldeyrir væri að klárast, landið yrði strax greiðsluþrota og við ættum jafnvel ekki gjaldeyri fyrir grunnþörfum eins og eldsneyti, lifjum og matvælum.
Sjá á vef Seðlabanka Íslands: Gjaldeyrisforði
"Desember 2009: Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 490,1 ma.kr. í lok desember og hækkaði um 87,3 ma.kr. milli mánaða. Hækkunin stafar að mestu af láni frá Norðurlöndunum sem er veitt í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."
Vilhjálmur Þorsteinsson: Erlendar skuldir - stóra myndin
Til upprifjunar, þá eru næstu gjalddagar erlendra lána ríkissjóðs (sem öll voru tekin fyrir hrun) eftirfarandi:
EUR 300m þann 22. september 2011
EUR 1.000m þann 1. desember 2011
EUR 250m þann 10. apríl 2012Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 02:00
Skuggaleg staða:
Ég held, að hið augljósa svar, þegar magn forðans er haft í huga, vs. það fjármagn er þarf að flæða út cirka 600 ma.kr. að verðmæti, vs. þær svimandi háu afborganir í erlendum gjaldeyri, sem eru framundan á næsta ári - sé "NEI."
Það er einnig ljóst, að Ísland stefnir í greiðsluþrot á næsta ári, að öllu óbreyttu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2010 | 11:06
Sagt er - "Klárum Icesave svo hægt sé að fara að byggja upp!" - en, hvers konar uppbygging verður það þá?
Hvers lags uppbygging, halda menn, að eigi sér stað, við ástand þegar stór hluti þjóðfélagsins og fyrirtækja, eru að rembast eins ogr rjúpan við staurinn, við það að standa undir drápsklyfjum skulda - eru til þessa að nota nær alla sína peninga að slepptum sem allra þrengst skildgreindum grunnþörfum? Síðan streymir þetta fjármagn úr landi, og er þá glatað hagkerfinu, nýtist því ekki nokkrum hætti? Vísbending, slíkt fjármagnssteymi, hefur mjög lamandi áhrif á hagvöxt, getu til uppbyggingar, og getu til frekari framþróunar.
Við stöndum ekki einungis frammi fyrir erfiðri framtíð fyrir okkar hagkerfi, heldur einnig fyrir barnafjölskyldur landsins, sem getur leitt til geigvænlegra afleiðinga fyrir okkar þjóðfélga, bæði til skemmri og lengri tíma litið.
Þessi söngur "klárum Icesave" hljómar samt statt og stöðugt í fjölmiðlum, á þingi og á blogginu. Þ.e. eins og margir þeirra, sem kyrja þann söng, hafi aldrei hugsað málið í gegn.
Þegar, mönnum er bent á þetta, þá koma svörin, "Þetta verður erfitt" - "samt verður að klára Icesave" - "við höfum ekkert val!"
Þegar þeir segja þetta "þetta verður erfitt" þá kemur upp í huga mér, dæmi fjallgöngumannsins fyrir nokkrum árum, sem varð fyrir því óláni í fjallaklifri í ölpunum, að festa hönd í sprungu. Eftir nokkra klukkutíma, þegar honum varð ljóst að hann gat ekki losað sig, þá skar hann þá hendi af sér án deyfingar með hnífi sem hann var með innan klæða. Setningin "þetta verður sárt".
I. Búum til smá dæmisögu:
Einstaklingur einn, hefur orðið það á að leggja í viðskiptaævintýri. Lengi vel hélt hann, að það myndi sveipa nafn hans ljóma og gera hann ríkastann allra einstaklinga. En, síðan kom í ljós, hann hafði misreiknað sig, viðskiptaævintýrið endaði ílla. Nú standa frammi fyrir honum fjallháir staflar af skuldum. Um svipað leiti varð hann einnig fyrir því óláni, að slasa sig í óhappi, og nú er hann að auki - 75% öryrki. Geta hans til tekjuöflunar hefur þannig minnkað mikið, á sama tíma, og hann stendur frammi fyrir langmestu skuldum, sem hann hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir.
En, hann er bjartsýnismaður að eðlisfari, og veit hann á hlutabréf. Þau hafa að vísu verðfallið, en hann veðjar á, að ef hann býður í nokkur ár, með að selja þau, þá geti verið að þau hækki nægilega í verði á nýjan leik, svo hann geti selt þau á móti skuldum svo þær lækki nægilega mikið til að hann forðist gjaldþrot.
Galli er þó á, að miðað við takmarkaða getu hans til tekjuöflunar, þá duga tekjur hans ekki einu sinni fyrir vöxtunum, af þeim skuldum er safnast hafa að honum. Þannig, að það nagar hann undir niðri, óttinn um gjaldþrot - vegna þess, að á meðan hann býður eftir því að hlutabréfin hækki, þá munu skuldirnar halda áfram að vaxa. En, bankinn hans hefur samykkt að lána honum áfram, gegnt því að fá peninga þegar hann selur hlutabréfin.
En, hann sér fram á að þurfa að lifa óskaplega spart; þ.e. ekki hafa efni á að leggja í viðhald á húsinu, ekki kaupa sér nýja tölvu, ekki endurnýja bílinn, ekki kaupa sér ný föt, ekki fara á skemmtanir sem kosta peninga, borða bara ódýran mat, o.s.frv. Þannig, að húsið mun smám saman grotnar niður, bíllinn verða að druslu, tölvan úreldast, fötin verða slitin og götótt, hann horast vegna sparnaðar í mat - almennt sér fram á, að tekjumöguleikar hans muni að auki rýrna í framtíðinni, þ.s. hann muni ekki lengur heldur hafa efni á að fara í regluleg endurmenntunarnámskeið.
Hann reynir samt, að vera bjartsýnn; þó hann viti að hann muni þurfa fá mjög gott verð fyrir hlutabréfin sín, til að verða ekki gjaldþrota, og að auki, að samt verða skuldirnar áfram erfiðar og hann veit, að lífið héðan í frá verður ekki lengur skemmtilegt, heldur grár ömurleiki þ.s. smá rýrnandi geta til tekjuöflunar, geti þrátt fyrir allt seinna meir knúið hann í þrot.
II. Staða sú sem Ísland, stendur frammi fyrir, er staða þessa manns
Staðreyndin er sú, að Ísland er eins og þessi einstaklingur, þ.e. geta okkar til tekjuöflunar er stórskert eftir hrunið, þannig að líkingin við það að vera eins og 75% öryrki er alls ekki fráleit.
- Skv. skýrslu AGS eru rúm 60% fyrirtækja, metin með ósjálfbæra skuldastöðu.
Skv. frétt rétt fyrir jól, höfðu 50% innlendra fyrirtækja fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði, og 2/8 voru talin vera í vandræðum - þ.e. úrræðið dugði ekki. Þessar tölur passa nokkurn veginn samanlagt við tölur AGS.
Slík tímabundin lækkun, gerir ekkert annað en að íta vandanum á undan, mismuninum á greiðslum af lánum, einfaldlega bætt aftan á, svo lánin hækka.
Þ.e. ljóst, að mörg þessara fyrirtækja, fara á hausinn á endanum. En, hin reyna að tóra með ítrustu sparsemi sbr. dæmið um einstaklinginn að ofan. Þá lenda þau í því sama og einstaklingurinn, að hætta er á að þau hrörni að innan - þ.s. nær allt fé sem þau vinna inn, fer í að borga niður skuldir.
Þau, eins og maðurinn að ofan, spara allt við sig sem þau geta - þannig að lítill peningur verður eftir til að: viðhalda tækjum og búnaði, endurnýja þau eftir þörfum til að dragast ekki aftur úr keppinautum tæknilega, borga góð laun svo bestu starfsmönnum sé haldið, viðhalda húsakynnum, kaupa endurmenntunar námskeið fyrir starfsmenn, o.s.frv.
Hættan er með öðrum orðum á, að all það fé sem út streymi, leiði til þess að of lítið fjármagn verði eftir, til að viðhalda samkeppnishæfni; þannig að ofan á allt annað, dragi smám saman úr samkeppnishæfni okkar atvinnulífs; þannig að möguleikar okkar atvinnulífs til að afla Íslandi nægilegra tekna, til að standa undir skuldunum, smá dali eftir því sem frá líður.
Þetta framkallar augljósa hættu á, niðurskrúfun í átt að sífellt versnandi efnahag, eftir því sem frá líður og þar með, einnig minnkandi velmegun.
- Höfum einnig í huga, að skv. spá Seðló fyrir árið í ár, verða um 40% heimila komin með ósjálfbæra skulda/eignastöðu fyrir lok árs.
Það eru að verða til 2. þjóðir hérlendis, þ.e. þeir sem skulda mikið - mjög mikið; og þeir sem skulda lítið - til nánst ekkert.
Skv. ritinu, Fjármálastöðugleiki 2009 - útgefandi Seðlabanki Íslands:
- Heildarfjöldi heimila með fasteignaveðlán, cirka 80.000.
- 5.500 heimili með erlend gengistryggð lán í bland, 1.500 með eingöngu erlend húsnæðislán. Eftirstöðvar þeirra lána hafa 2-faldast.
- 50% heimila, skulda minna en 3-faldar árstekjur.
- 25% heimila, með skuldir yfir 5-földum árstekjum. Sá hópur metinn með greiðslubyrði cirka 30% árstekna, sem sé við hættumörk. Þessi hópur skuldi, 73% af heildarskuldum heimila.
- 25% heimila með skuldir umfram húsnæðiseign. Stefnir í að 1/3 heimila, skuldi meira en þau eiga.
- Tæplega 1/3 heimila eiga húsnæði sem er meira en 30 m.kr. virði skv. fasteignamati, en sá hópur heimila skuldar tæplega 50% húsnæðisskulda. Tæplega 68% heimila eiga
húsnæði sem er minna en 30 m.kr. virði skv. fasteignamati en þau skulda rúmlega 50% húsnæðisskuldanna. - "þurftu 26% heimila að verja yfir 30% ráðstöfunartekna sinna í greiðslur íbúðalána og 20% heimila yfir 35% tekna sinna. Svipað hlutfall heimila, eða 23%, var með samanlagða greiðslubyrði íbúða-, bíla og yfirdráttarlána yfir 40% af ráðstöfunartekjum sem algengt er að miða við sem hættumörk fyrir heildargreiðslubyrði."
- "Vísbendingar eru um að u.þ.b. 20% heimila þurfi á ein hvers konar greiðsluerfiðleikaúrræðum að halda um þessar mundir."
Hafa ber í huga, að enn er samdráttur þannig, að tekjur almennings og þar með heimila, eru enn að skreppa saman.
Mjög áhugavert, í tölum Seðlabanka Íslands, er að heimili sem hafa minna en 30 fermetra til umráða skulda ríflega 50% allra húsnæðis skulda.
Þetta kemur heim og saman við þ.s. hefur komið annars staðar fram, að skuldug heimili séu einkum ungar barnafjölskyldur, sem hafa tiltölulega nýlega verið að koma þaki yfir höfuðið, að á meðan að þau heimili er skulda tiltölulega lítið séu séu eldri fjölskyldur með annað hvort börn að nálgast háskóla-aldur eða að þau eru flogin að heiman, og sjálf farin að búa.
Skuldavandinn, sé því langmestur á heimilum, með börnin sem eru á viðkvæmasta aldrinum.
Hættan fyrir börnin: Þetta skapar mikla hættu á félagslegum vandræðum seinna, en augljóslega eru nú þessar fjölskyldur nú og á næstu árum, að ganga í gegnum miklar hremmingar - sbr. dæmið mitt að ofan um einstaklinginn - og þessi kynslóð barna, mun því alast upp við meira óöryggi en kynslóðir barna á undan, og að auki við mun minni efni, þ.e. tækifæri í lífinu. En, beint samband er á milli fátæktar og tíðni félagslegra vandamála - sbr. afbrot, hegðunarvandamál önnur og síðan menntunarstig, seinna meir í lífinu. Þetta getur því orðið kynslóð glataðra tækifæra. Þ.e. alvarlegt, því þar með elst upp kynslóð barna, með lélegri undirbúning undir lífið - og, auk annars tjóns fyrir þjóðfélagið sem í því felst; þá er þetta enn einn þátturinn sem getur í framtíðinni, minnkað samkeppnishæfni okkar þjóðfélags samanborið við önnur, ergo - beinlínis dregur úr framtíðarmöguleikum okkar þjóðfélags til hagvaxtar.
Hættan fyrir hagkerfið: Síðan, hefur skuldastaða heimila einnig beinni afleiðingar fyrir getu hagkerfisins til hagvaxtar, þ.e. áhrif sem strax koma fram.
En, þær fjölskyldur sem eru tiltölulega ungar að árum, eru einnig þeir árgangar fullveðja einstaklinga, sem virkastir og um leið, verðmætastir eru einstaklinga, fyrir atvinnulífið. En, ekki bara það - einnig lang mikilvægasti drifkraftur neysluþjóðfélagsins - sem vegur stórt í hagvexti.
Þetta er sems sagt, vinnandi fólk á aldrinum milli 25-40 ára. Ég held, að öllum ætti að vera ljóst, að ef þetta fólk er einmitt sá hópur sem verst fer úr kreppunni; þá einfaldlega er vart hægt að koma fram með verri fréttir fyrir okkar atvinnulíf og okkar hagkerfi. Munið eftir dæminu um einstaklinginn.
Hugsið, mikilvægasti hópurinn á vinnumarkaðinum og einnig mikilvægasti hópurinn í neysluþætti hugsanlegs hagvaxtar; þarf á næstu árum, að beita ítrasta sparnaði bæði við sig og sín börn.
Þetta er einfaldlega dauðadómur til langs tíma, fyrir neysludrifinn hagvöxt hérlendis.
Að auki, dregur úr skilvirkni þessa hóps á vinnumarkaði, til lengri tíma litið, þ.s. þ.e. beint orsakasamhengi milli heilsu og efnahags, og að auki mun þessi mikilvægi hópur síður getað haft efni á, að endurnýja sína þekkingu með reglubundnum hætti sem skildi. Það er sérlega slæmt, því þekkingu fleygir ört fram, og sífelld endurnýjun þekkingar, er grundvallar atriði í því, að viðhalda samkeppnishæfni. Afleiðing,dregur úr getu hagkerfisins til hagvaxtar, til lengri tíma litið.
- Ofan í þetta, er verið að hækka skatta og það mikið - sem eykur í samdrátt.
Áhrif skattanna, í samhenginu við okkar hagkerfi miðaða við ástandið í dag, eru mjög alvarleg; þ.s. áhrif þeirra hríslast út í allt samfélagið, þ.e. alla þætti þess, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga með fjölskyldu á framfæri.
Málið er, að þ.s. þessar skattahækkanir, draga úr rauntekjum allra í þjóðfélaginu þá magna þeir upp þann vanda, sem er víxlverkun hækkandi skulda við lækkandi tekjur, hvort sem á í hlut barnafjölskyldur eða fyrirtæki.
Þeir magna því upp, ofangreinda erfiðleika, þessara aðila; þ.e. fyrirtækja og barnafjölskyldna.
Þ.s. þeir verka á hvort tveggja, þá framkallast fyrir bragðið mjög öflug viðbótar samdráttar áhrif, fyrir tilverknað þeirra. Ég er sannfærður um, að þau áhrif séu vanmetin af stjórnvöldum.
- Síðan eru vextir ennþá of háir miðað við aðstæður - sem einnig eykur samdrátt.
Of háir miðað við aðstæður vextir, hafa mjög svipuð áhrif á fyrirtæki og barnafjölskyldir, og hærri skattar; þ.e. að minnka ráðstöfunarfé.
Þar með, magna þeir einnig upp ofangreind vandamál beggja aðila, þ.e. fyrirtækja og barnafjölskylda; og hér einnig, tel ég fullvíst, að samdráttar áhrif séu vanmetin.
- Að auki, er fólk farið að flytja af landi brott, sem einnig eykur á samdrátt.
Það er einfalt að sjá, af hverju þetta er varasamt.
En, með fólksfækkun fækkar þeim sem greiða skatta, þannig að meiri byrði dreifist á þá sem eftir eru.
Síðan eru þeir líklegastir til að fara, sem þjóðfélagið og atvinnulífið má síst missa, þ.e. þeir sem hafa verðmæta þekkingu og eiga því greiðan aðgang að störfum erlendis, og síðan þeir sem eru ungir að árum, framtíð landsins.
Það magnar svo enn, neikvæð áhrif á framtíðarhagvöxt landsins, af þessa völdum, að verðmætasta fólkið er líklegast til að fara.
- Skv. Samtökum Iðnaðarins, stefnir í minnstu innlendu fjárfestingu hérlendis, síðan landið varð lýðveldi.
Ef fjárfesting verður of lítil til að endurnýja tæki og tól er þau úreldast, og/eða of lítil til að við náum að halda í við keppinaua í þróun nýunga - þá hefur smám saman hrakandi samkeppnisfærni okkar atvinnulífs af þessa völdum, sjálfstæð áhrif til að draga úr okkur mátt.
III. Sem sagt, hin alvarlega skuldastaða skaðar mjög getu okkar til hagvaxtar
Eins og ég er nú búinn að vandlega útskýra, þá hefur hin alvarlega skuldastaða, mjög margvísleg neikvæð áhrif á okkar þjóðfélag og atvinnulíf, bæði til skemmri og lengri tíma.
Stóra meinið, eru skuldirnar sjálfar. Þannig, að lausnin er sú, að losna við þessar skuldir.
Skammtíma áhrifin, eru nú þegar að stórlega að draga úr okkar hagvaxtar getur - sbr. einstkalinginn er varð 75% öryrki.
Hættan er sú, að við þau bætist síðan neikvæð lengri tíma áhrif, - sbr. útskýringar að ofan - sem þá magni upp ástandið til enn verri vegar, og síðan sífellt svo - ef enn lengra er horft fram.
Þetta verða menn að skilja, að hættan er mjög raunveruleg á þróun, í átt að ástandi viðvarandi samdráttar áratug frá áratug - og þar með, hægu en öruggu hruni inn í raunverulega fátækt.
Ísland sem Haiti var ef til vill, ekki svo vitlaus samanburður hjá skáldinu, nafna mínum.
Hin rökrétta lausn, er að losa okkur undan skuldum, með eins skjótum hætti, og framast mögulegt er.
Því hraðar sem þ.e. gert, því minna af ofangreindum neikvæðum afleiðingum, munu fram koma. Að auki, því hraðar mun okkar uppbygging úr núverandi kreppu-ástandi ganga.
Ef ég svara nú þeirri spurningu sem ég hóf þessi skrif á, þá er augljóst, að það að klára þetta Icesave, bæta á okkur meiri skuldum - er ekki leið til uppbyggingar. Heldur, er hún bísna greið leið til glötunar, þ.e. áframhaldandi hrun á hrun ofan, eins lengi og augað eygir.
Við þurfum, að leita leiða, til að semja við kröfuhafa okkar, um lækkun skuldabyrði.
Til greina kemur að leita til Parsíarklúbbsins:
Þeir sjá einmitt um endurskipulagningu skulda ríkja er lenda í vandræðum. Þetta er að sjálfsögðu engin elsku mamma samkunda, og skilyrðin eru mjög ströng. En, vart verða þau verri en Icesave.
Paris club to restructure debt.(HAITI)
Rich Nations Call for Haiti Debt Relief
Iraq hopes Arab nations follow Paris Club debt write-off
Nigeria settles Paris Club debt
Þessi gæti reynst okkur góður liðsmaður:
Prófessors Sweder van Wijnbergen, university of Amsterdam.
Sjá grein: Iceland needs international debt management
Prófill Sweder van Wijnbergen
"Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2010 | 11:57
Allt fer til fjandans ef við samþykkjum ekki núverandi samning um Icesave - eða hvað?
Eins og allir hafa heyrt, að ef Icesave er hafnað, þá mun íslenska þjóðin ekki eiga glaðan dag framar. Allt mun fara á verri veg. Okkur verðu útskúfað um aldur og ævi úr samfélagi þjóðanna.
Allt atvinnulíf, mun leggjast af, og landið færast aftur á miðaldir - ég veit ekki af hverju, en svona verður þetta víst - af því bara.
Í öllum heiminum, mun enginn nokkurntíma, þora að lána okku einn skitinn túskilding, svo lengi sem Jörðin verður byggð mönnum.
Haiti norðursins, verður okkar framtíð - en, Kúpa norðursins er greinilega of gott fyrir svona hryllilega vont fólk, eins og við erum.
Útskúfun ef við greiðum ekki?
Fjöldi þjóða, hefur í gegnum árin síðan seinna stríði lauk, endað í þeim ósköpum að hafa ekki efni á að borga sínar skuldir. Fram að þessu, rekur mig ekki mynni til, að slíkt hafi kallað yfir þær einhver ævarandi ragnarrök eða útskúfun. Ef maður íhugar þjóðir sem raunverulega hafa verið útskúfaðar, af alþjóðasamfélaginu, eða beittar umtalsverðum þvingunum, þá koma eftirfarandi þjóðir í hugann:
- N-Kórea - en, stjórnvöld hafa svelt í gegnum árin, yfir milljón eigin þegna til bana, staðið fyrir hryðjuverkum, reynt að útbreiða þekkingu á smíði kjarnavopna og eldflaugavopna, o.s.frv.
- Írak undir stjórn Saddams, en hann gerði tvisvar innrás í nágrannaríki, og hann beitti eyturvopnum, til að strádrepa kúrda, og talinn hafa myrt hundruð þúsunda eigin þegna.
- Lýbía - en, Gaddhafi stóð fyrir hinu fræða Lockerbie tilræði, þ.s. hundruð manna létu lífið.
- Zimbabve - en ógnarstjórn Mugabe hefur hrakið milljónir eigin þegna á vergang.
- Uganda - undir stjórn Idi Amin, en hann stóð fyrir ógnarstjórn, sem talin er hafa kostað hundruð þúsunda eigin þegna lífið.
- Íran - en, Íranir eru sterklega grunaðir um, að vera smíða kjarnavop á laun, þeir eru um þessar mundir að styðja uppreisnarhóð á landamærum Jemen og Saudi Arabíu, þeir styðja einnig Hamas og Hesbollah, með vopnasendingum.
Ég set upp þessa upptalningu, þ.s. raunverulega er talað um, að alþjóðasamfélagið muni útskúfa okkur. En, eins og sést af upptalningunni, er sá samanburður ærið fjarstæðukenndur.
Fáum aldrei lán?
Höfum í huga, að við erum mjög skuldsett, sem óháð öllum öðrum atriðum, lækkar okkar lánshæfismat. En, fleira gerir það augljóslega. Eins og allir þeir, sem einhvern tíma hafa farið í lánshæfimat hjá banka- eða annars konar lánastofnun vita, þá skiptir einnig miklu máli um lánshæfismat þínar líklegu framtíðartekjur.
- Skv. skýrslu AGS eru rúm 60% fyrirtækja, metin með ósjálfbæra skuldastöðu.
- Höfum einnig í huga, að skv. spá Seðló fyrir árið í ár, verða 40% heimila komin með ósjálfbæra skulda/eignastöðu fyrir lok árs.
- Ofan í þetta, er verið að hækka skatta og það mikið - sem eykur í samdrátt.
- Síðan eru vextir ennþá of háir miðað við aðstæður - sem einnig eykur samdrátt.
- Að auki, er fólk farið að flytja af landi brott, sem einnig eykur á samdrátt.
- Skv. Samtökum Iðnaðarins, stefnir í minnstu innlendu fjárfestingu hérlendis, síðan landið varð lýðveldi - en, ef fjárfesting verður of lítil til að endurnýja tæki og tól er þau úreldast, og/eða of lítil til að við náum að halda í við keppinaua í þróun nýunga - þá hefur smám saman hrakandi samkeppnisfærni okkar atvinnulífs af þessa völdum, sjálfstæð áhrif til að draga úr okkur mátt.
Geta okkar til hagvaxtar, þ.e. líklegt framtíðar tekjustreymi, að sjálfsögðu er atriði, sem lánastofnanir munu slá mat á, þegar þau meta okkar getu, til að taka á okkur ný lán, í framtíðinni.
Það er því öruggt, að í ljósi hárra skulda - en einnig í ljósi mjög skaðaðrar getu okkar hagkerfis til hagvaxtar, sem mun taka mörg ár að koma í samt lag aftur; þá eru engar forsendur fyrir því, sama hvað annað gerist, að lánshæfismat Íslands verði e-h annað en lélegt, næstu árin a.m.k.
Við getum auðvitað karpað um þetta fram og aftur. En, hið augljósa er, að ef aðilar erlendis sjá, að Ísland getur ekki borgað af nýjum lánum, þá verður Íslandi ekki lánað.
Grunnforsenda fyrir því, að Ísland fái ný lán í framíðinni. Er því, að skuldir okkar lækki sem hraðast, og að geta hagkerfis okkar til hagvaxtar, lagist sem skjótast.
Höfum þetta í huga, þegar við íhugum hvort, að allir möguleikar til frekari lána muni lokastm til allrar framtíðar, ef við tökum ekki á okkur hina svokölluðu Icesave skuld.
En, augljósa svarið er, að því meiri skuldir sem hlaðast á okkur til viðbótar, ofan á þær sem þegar eru komnar, því lengri tíma mun taka, að koma lánshæfismati okkar, í skikkanlegt horf.
Þetta er mitt svar til þeirra, sem halda því fram, að eina leiðin til að koma okkar lánshæfismati í lag, sé að taka á okkur frekari skuldir.
Atvinnulif hérlendis mun verða fábreytt og einhæft?
Sjá hvaða fríverlsunar samningar, Ísland hefur við önnur lönd:
Gildandi fríverslunar samningar!
Fræðilega, gæti EES samingnum verið ógnað, en á hinn bóginn er ekki brot á honum, að ef meðlimaþjóð verður greiðsluþrota. Á hinn bóginn, að ef brot á honum sannast, þá geta farið af stað svokallaðar gagnaðgerðir, sem felast í því að viðkomandi lagaramma sem brotið er innan, er kyppt úr sambandi. Þá hættir EES samningurinn, að virka fyrir okkur, fyrir það svið sem brotið er hluti af. Þetta er hugsanleg ógn.
Fyrir utan EES, höfum við aðra fríverslunar samninga, eins og kemur fram í hlekknum að ofan, og síðan erum við meðlimir að Heims Viðskipta Stofnuninni. En, sem meðlimir hennar, njótum við tiltekinna viðskipta kjara í alþjóða umhverfinu.
En, punkturinn er sá, að Ísland er ekkert eingangrað land - hvernig sem fer með samskipti okkar við Evrópu. Að sjálfsögðu, eigum við ekkert að lísa yfir frati á Evrópu, það væri óskynsamlegt, ekki síst að þó það væri gerlegt, að kúpla okkur alveg frá verslunar og viðskipta samskiptum við hana, þá væri það mjög erfitt.
Spurningin, er þá hvaða líkur séu á því, að Icesave deilan, geti eitrað fyrir verslunar og viðskiptasamskiptum okkar við Evrópu?
Ekki miklar, svo lengi sem við sýnum ákveðinn lágmarks samstarfs vilja. En, skv. nýlegri tilkinningu frá ESB, þá mun deilan við Breta og Hollendinga, ekki hafa áhrif á samningaferlið um inngöngu í Evrópusambandið, þetta er skv. yfirlísingu frá sjálfu Evrópuapparatinu. Skv. þeirri yfirlísingu, mun Evrópusambandið, líta á þetta sem deilu milli tiltekinna 3ja landa, sem komi því ekki beint við.
Ég tel, að svo lengi, sem við útskýrum afstöðu okkar með þeim hætti, að deilan snúist um að Ísland borgi þ.s. sé sanngjarnt að borga - annars vegar - og - hins vegar - þ.s. við ráðum við að borga, miðað við aðstæður; þá ætti deilan ekki að eytra út frá sér, og verða að einhverju allsherjar samkskiptavandamáli, við sjálft Evrópusambandið.
Evrópusambandið, veit alveg, að við erum í mjög alvarlegri efnahagskrísu. Ef einstaklingar trúa því að:
- Evrópusambandið taki tillit til grunnþarfa þeirra þjóða sem tengjast því.
- Sé til í að hlusta, þegar því er greint frá því, að slíkum grunnþörfum sé ógnað.
- Sé til í að, íhuga lausnir, sem mæti þeim grunnþörfum.
Þá ætti það fólk, sem telur sig vini Evrópusambandsins, ekki að vera mjög hrætt við það, að við Íslendingar leitumst við að ná skynsamlegri samningum em þeim núverandi um Icesave. Enda, ætti öllum að vera það ljóst, að ef Íslendingar verða þess áskynja, að við höfðum erindi sem erfiði, þ.e. að á okkur var hlustað, lausn fannst, sem við gátum lifað við - þá munu líkur á inngöngu stóraukast. Hið þveröfuga mun verða satt, að ef núverandi stefnu er fylgt, sem þverskallast gagnvart öllum þeim fjölda skynsamlegra aðvarana um að, núverandi samkomulag einfaldlega gangi ekki upp. Þetta snýst alls ekki um, einhverja ímyndaða trú á ofuráhrifum Íslands, eða einhverja ofur föðurlandshyggju; heldur einfaldlega um þá einföldu skynsemi, að taka ekki á sig stærri byrðar en maður raunverulega ræður við.
Þannig, að ég á alls ekki von á neinni útskúfun, af nokkru tagi, jafnvel þó samningar dragist á langinn - svo fremi að við pössum okkur í málflutningi, sérstaklega að við, sendum ætíð þau boð til Framkvæmdastjórnar ESB, að málið snúist um að finna lausnir. Að vísu geta Bretar og Hollendingar, blokkerað aðild, ef þeim sýnist svo. En, þ.e. ekki svo alvarlegt sjálfstætt vandamál, þ.s. aðild á ekki að vera skammtíma redding, hvort sem er. Hana á aldrei að hugsa með þeim hætti.
Hún á þvert á móti, að snúast um langtíma sjónarmið. Þá skipta einhver ár, til eða frá, ekki neinu megin máli. Raun spurningin, er um framtíðarsýn. Að mínum dómi, hefur Ísland raunverulegt val, þ.e. hægt er að útbúa framtíð sem virkar, hvort sem við göngum inn eða ekki. Þ.s. ég meina, aðild er ekki úrslita atriði, um efnahagslega framtíð. Heldur, snýst hún um, hvað og hverjir, við viljum vera, eða ekki.
Punkturinn er, við munum áfram hafa:
- fiskinn, þ.e. verslun við Evrópu mun halda áfram.
- álið, en álfyrirtækin, eru að stærstum hluta að sækja í rafmagnið. EES samingurinn, er ekki úrslita-atriði fyrir þau, þó ég eigi ekki von á að honum verði ógnað.
- ferðamennina, en sem dæmi er öflugur ferðamanna straumur til Kúpu, sem enn býr við viðskiptabann frá Bandaríkjunum. Íkt dæmi, til að sýna fram á, að ótti er ástæðulaus. Við eigum ekki það á hættu, að sett sé á okkur viðskiptabann. "Common" Evrópa er ekki einu sinni með viðskiptabann við Zimbabve - þ.e. þeir hafa svokallað "targeted" bann sem snýr að yfirstéttinni þar, ekki að vörum sem framleiddar eru þar.
- Að auki, alla þá aðra starfsemi, sem nú er til staðar, eða við getum búið til, sem flytur út.
Það er einfaldlega engin jarðnesk ástæða fyrir því, að við ættum að hrekjast til baka, yfir í einfalt líf fyrri kynslóða.
Hvað getur raunverulega gerst?
Ef allt fer á versta veg, samkomulag reynist ekki mögulegt, og við fáum ekki frekari fyrirgreiðslu frá AGS eða lánin frá Norðurlöndunum, þá verður Ísland greiðsluþrota á næsta ári.
- Helsti vandinn er, að þá þarf að staðgreiða allann innflutning. Það þíðir, að ekki verður hægt að hafa viðskipta halla. En, það getur einmitt verið mjög þörf lexía fyrir okkur, að læra að lifa innan ramma þess, sem við raunverulega höfum efni á.
- Þ.s. landið mun áfram samt sem áður, hafa gjaldeyristekjur og innlenda starfsemi, þá mun ríkið áfram hafa umtalsverðar skatttekjur.
- Á sama tíma þarf ekki lengur að gera ráð fyrir kostnaði af erlendum lánum, svo allar tekjur ríkisins nýtast innan lands.
- Á hinn bóginn, skreppa þær tekjur sennilega saman töluvert, vegna ofviðris fjöldagjaldþrota sem mun fara í gegnum þjóðfélagið, þ.s. aðilar er skulda í erlendri mynnt hrynja unnvörpum í þrot.
- Á hinn bóginn, þegar þeirri hrynu er lokið, þá er allur dauði viðurinn farinn og einungis eftir það af viðskiptalífinu sem enn er heilbrigt.
- Sem dæmi CCP, DNG og Össur. En einnig eru til staðar lyfjafyrirtæki, og fleiri hugbúnaðar fyrirtæki. Þetta er fyrir utan fiskinn og þjónustufyrirtæki, álið og ferðamennina. Að sjálfsögðu einnig landbúnað, hestana o.flr.
- Þ.s. við þurfum þá að gera, er að hvetja til frekari útflutnings starfsemi með öllm tiltækum ráðum. Það ætti að vera vel hægt, t.d. með skattalækkunum, til nýrra fyrirtækja í útflutnings starfsemi, jafnvel engum sköttum yfir e-h þróunar-/tilraunartíma. Að auki, verðum við svo ódýr hérlendis, í kjölfar þess hruns, að vörur héðan verða mjög samkeppnisfærar.
- Þannig, að ég reikna með hröðum hagvexti, ekki mörgum árum seinna. Síðan, þegar hagkerfið hefur náð að aðlagast nýjum aðstæðum nægilega, útflutningur hefur stóraukist í krafti nýrra fyrirtækja - þá ætti, að vera mögulegt, að ná samingum um, að hefja greiðslur að nýju.
- Aðalmálið, er þá að uppbyggingin sé raunverulega trúverðug. Ef hún er það, sbr. Mexíkó er fékk 40% lækkun sinna skulda eftir skuldakrísu, þá á þetta ekkert að þurfa að leiða til varanlegs vantrausts erlendra aðila, á okkur.
Niðurstaða
Niðurstaðan er sú, að okkur er óhætt að blása á allar kenningar um, að hel og hörmungar skelli á, ef við ekki samþykkjum núverandi Icesave samning.
Ég mæli þó með, að við höldum áfram, að sýna samnings viðleitni, og pössum okkur á því, að taka aldrei þá afstöðu, að við neitum algerlega að borga.
Að við útskýrum málið þannig, að þetta snúist um, að finna leið sem við ráðum við. Ef, aðilar Framkvæmdastjórnar ESB skilja málið þannig, þá ættum við ekki að lenda með neinum alvarlegum hætti, upp á kant við stofnanir ESB.
Til greina kemur að leita til Parsíarklúbbsins:
Þeir sjá einmitt um endurskipulagningu skulda ríkja er lenda í vandræðum. Þetta er að sjálfsögðu engin elsku mamma samkunda, og skilyrðin eru mjög ströng. En, vart verða þau verri en Icesave.
Paris club to restructure debt.(HAITI)
Rich Nations Call for Haiti Debt Relief
Iraq hopes Arab nations follow Paris Club debt write-off
Nigeria settles Paris Club debt
Þetta sýndi nokkur dæmi, til að sanna að þetta er raunverulega möguleg leið.
Eva Joly sagði okkur, að við þurfum aðstoð.
Skuldir okkar eru þegar svo miklar, að í allra besta falli, stendur það á allra tæpasta vaði, að við komumst hjá gjaldþroti. Þ.s. vanalega, er ekki talið skynsamlegt, að reikna með bestu útkomum, þ.e. að treysta á þær, þá sýnist mér, að góð skynsemi geti einmitt verið í því, að þeita hófana hjá Parísar Klúbbnum.
Jafnvel, þó skuldir væru ekki lækkaðar að ráði, heldur lán lengd og vextir lækkaðir, þá væri það samt skárri en núverandi staða.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég bendi öllum á að lesa mjög ágæta grein, Jóns Daníelssonar hagfræðings, aðstoðarprófessors við "London School of Economics". En docent erlendis er kallað "assistant professor".
Sjá útreikninga Jóns Daníelssonar hérna . Þá hleðst niður Ecxel skjal. Síðan er hlekkur á blaðagrein hans.
Eins og þeir sem framkalla þetta á skjáinn sjá, þá er þetta vistað á vef Indefense.is - en, Jón Daníelsson er með útreikningana vistaða á : http://risk.lse.ac.uk/icesave. Þar má einnig fynna blaðagreinina, og að auki aðrar greinar um málið, sem hann hefur skrifað. Greinina sjálfa má síðan einnig nálgast á vef MBL.is fyrir þá sem hafa keypt sér aðgang að gagnageymslum MBL.is.
Forsendur eru:
- Lánsfjárhæð; Bretland 2,4 milljarðar punda og Holland 1,3 milljarðar Evra.
- Samtals 713 milljarðar króna.
- Vextir eru 5,55%, reiknaður frá 1. janúar 2009.
- Afborganir af höfðustól engar frá 2009-2016. Greiðslur ársfjórðungslega, þaðan í frá til 2024.
- Greiðslur vaxta fara þó fram, þó ekki sé greitt af höfuðstól.
- Á móti koma 88,2% endurheimtur úr eignasafni Landsbanka, sem fari á móti skuld.
Áhættur eru:
- Krafa TIF (Tryggingasjóðs Innistæðueigenda og Fjárfesta) er skv. íslenskum lögum, á tilgreindum kröfulýsingardegi, skildgreind í íslenskum krónum. TIF er bundinn af þeirri formlega yfirlístu kröfu, og getur því ekkert gert í því máli að laga sína stöðu, ef atburðarás fer af stað sem valdi nýrri stórri sveiflu á gengi krónunnar til lækkunar. Þá, lækkar krafa TIF í erlendum gjaldmiðlum, þannig að meira verður eftir af skuld, jafnvel þó TIF fái 100% greitt upp í skuld. Í reynd er sennilega gengishrun krónunnar á síðasta ári, hluti af ástæðu þess, að hlutfall þess sem talið er að fáist upp í kröfu TIF hefur hækkað í mati starfsmanna LB úr 75% í 88,2%. Þ.e. því ekki endilega víst, að staðan hafi í reynd lagast að ráði, miðað við það mat sem var á endurheimtum síðasta sumar, upp á cirka 75%.
- Gengisáhætta felst einnig í þeirri staðreynd, að ísl. ríkið hefur sjálft ekki tekjur í erlendri mynnt heldur aðeins í ísl. krónum. Ef atburðarás fer af stað, sem verðfellir að ráði krónuna, þá eins og allir þeir sem tóku körfulán kannast við, hækkar skuldin en tekjurnar ekki.
- Miðað er við að greiðslur úr þrotabúinu hefjist 2011. En, alls ekki er víst að það gerist, þ.s. nokkrar líkur verða að teljast á því, að einhverjir kröfuhafar verði ósáttir við sinn hlut, og leiti réttar síns fyrir dómstólum. Ef það gerist, þá er líklegt að sett verði lögbann á sölu eigna, á meðan mál varðandi skiptingu eigna, eru frammi fyrir dómi. Góðar líkur verða að teljast á því, að umtalsverðrar reiði og óánægju gæti einmitt á meðal slíkra aðila, svo mjög umtalsverðar líkur verða að teljast á því, að þeir geri a.m.k. góða tilraun til að rétta sinn hlut.
- Síðan er það þróunin í alþjóðahagkerfinu, en skv. aðvörunum AGS er núverandi hagvöxtur ekki sjálfbær, því algerlega háður áframhaldandi eyðslu í sjóðum skattborgara iðnríkjanna. En, á sama tíma hækkar skuldabyrði ríkissjóðanna, jafnt og stöðugt. Að auki, bendir flest til að ný verðbóla sé til staðar, á mörkuðum fyrir hráefni - skuldabréf - og jafnvel hlutabréf. En, hækkanir sem hafa orðið á seinni hluta síðasta árs, eru langt - langt yfir forsendum þeim, sem líkleg efnahagsleg framvinda gefur tilefni til. Þetta skiptir máli fyrir okkur, því Ísland verður að fá mjög - mjög góð verð fyrir eignir, ekki bara Landsbanka, heldur einnig hinna þrotabúanna - svo e-h séns sé til, að skuldabyrði verði viðráðanleg. Ef þ.s. flestir óháðir hagfræðingar reikna með þ.e. nýtt hrun á sér stað, þá um leið lækka þau verð sem fást fyrir þær eignir sem þarf að selja.
Íslenska hagkerfið er í "depression"!
- 50% fyrirtækja, skv. fréttum rétt fyrir jól, hafa fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði - frysting/eða lækkun. En, hér er um sömu tilboð og almenningur hefur fengið.
- 2/8 fyrirtækja voru sögð skv. þeirri frétt, í vandræðum - sem væntanlega þíðir að ofangreindar aðgerðir voru ekki nægar.
- Þetta kemur heim og saman við, að skv. skýrslu AGS séu rúm 60% fyrirtækja, metin með ósjálfbæra skuldastöðu.
- Höfum einnig í huga, að skv. spá Seðló fyrir árið í ár, verða 40% heimila komin með ósjálfbæra skulda/eignastöðu fyrir lok árs.
- Ofan í þetta, er verið að hækka skatta og það mikið - sem eykur í samdrátt.
- Síðan eru vextir ennþá of háir miðað við aðstæður - sem einnig eykur samdrátt.
- Að auki, er fólk farið að flytja af landi brott, sem einnig eykur á samdrátt.
- Rétt fyrir helgi, kom fram hjá Samtökum Atvinnulífsins, að stefndi í að á árinu 2010 myndi verða minnst innlend fjárfesting frá því að landið varð Lýðveldi. Svona lagað, er kallað "depression".
- Það ætti öllum að vera ljóst, að mikil aukning atvinnuleysis er á leiðinni - og að tímabundin lækkun á greiðslum sem mörg fyrirtæki og einstklingar fengu á síðasta ári, einungis frestar vandanum, seinkar þeim samdrætti er ekki varð á síðasta ári þangað til e-h aðeins seinna - en, ekki verður hann umflúinn. En,ekki er nokkur séns á öðru, en stór prósenta þessara 60% fyrirtækja muni á endanum rúlla. Við höfum val um, að taka þetta út á skömmum tíma eða á löngum - þá annaðhvort mjög djúpa kreppu í tiltölulega skemmri tíma, eða langvarandi stöðnun ala Japan.
Allt heggur í sama knérunn, þ.e. getu hagkerfis okkar til hagvaxtar.
Allt ofantalið, dregur úr getu hagkerfisins til hagvaxtar, og allt er í gangi á sama tíma. Þetta þíðir á mannamáli, að ekki eru horfur á neinum umtalsverðum hagvexti hér á næstunni - en í reynd er innlenda hagkerfið í mínus fremur en á núlli. Einungis með mjög miklum erlendum fjárfestingum, er hægt að hífa hagkerfið tímabundið yfir núllið - þ.e. einungis á meðan á framkvæmdum stendur.
Niðurstaða
Í ljósi þess að hagkerfið okkar var sært mjög alvarlegu svöðusári við hrunið, þá er afleiðing þess, að greiðslugeta þess er í reynd hrunin.
Á þessu ári, og einnig því síðasta, og sennilega einnig næstu ár - eða þangað til sala eigna fer að lækka höfuðstól erlendra lána - þá er staðan sú, að landið Ísland á ekki einu sinni fyrir vöxtum af skuldum. Þ.e. ástæða þess, að taka þarf lán frá AGS og öðrum, til að brúa bilið þangað til eignasala lækkar vaxtgjöld af erlendum lánum, niður fyrir okkar tekjumúr svo að við a.m.k. förum að geta staðið undir þeim, þannig að þær hækki ekki meir.
Síðan þurfa tekjur ríkisins og einnig þjóðfélagsins, að hækka á móti, svo að tekjumyndun verði næg, til að hægt sé að fara að borga þessar skuldir síðan niður.
Í allra - allra besta falli, stendur þetta alveg gríðarlega tæpt.
Þá má ekki:
- verða viðbótar stórt hrun á krónunni.
- verða umtalsverð töf á greiðslum úr þrotabúi LB.
- Einnig þarf sala eigna úr þrotabúi LB og að auki sala annarra stórra eigna, er ríkinu hefur áskotnast, að ganga vel og góð verð að fást.
Ef þessir hlutir ganga ekki upp, eða að jafnvel aðeins einn þeirra fer verulega úrskeiðis, þá hrekjumst við í greiðsluþrot, flóknara er það ekki.
Líkurnar á því að ílla fari, annars vegar, og hver raun greiðslugeta okkar er akkúrat núna, hins vegar; eru lykilatriði málsins.
Því, það eru einmitt mjög veruleg líkindi þess, að greiðslugeta okkar sé nú þegar það ílla sköðuð, að gjaldþrot sé nú þegar orðið óúmflýjanlegt.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samtök atvinnulífsins, vara við því, að stefni í að innlend fjárfesting hérlendis, verði á þessu ári sú minnsta frá lokum seinni heimsstyrrjaldar.
Þetta er alvarlegt, því ef fjárfestingar verða það litlar, að ekki sé næg endurnýjun í tækjum og búnaði til að halda í við erlenda keppinauta, að ef ekki er fjárfest nægilega í nýjum hugmyndum til að mæta tækninýjumgum sem keppinautar eru líklegir að koma með í framtíðinni - þá dregst atvinnulífið smám saman aftur úr, sem hefur sjálfstæð áhrif, burtséð frá öllum öðrum þáttum, til að draga úr getu hagkerfisins, til að standa undir erlendri skuldabyrði.
Þ.e. því veruleg hætta á, að eftir því sem frá líður, versni enn meir en nú er, geta okkar til að halda í við skuldirnar.
Fjárfestingar stefna í sögulegt lágmark
"Mikill samdráttur í fjárfestingum atvinnuveganna á síðasta ári og takmörkuð áform um fjárfestingar á árinu 2010 valda því að ástæða er til þess að hafa áhyggjur af þróuninni í atvinnumálum. Óvissa um framtíðina, háir vextir, gjaldeyrishöft, skattahækkanir og minnkandi kaupgeta stuðla almennt að slæmu andrúmslofti fyrir fjárfestingar. Ef dráttur verður á áformum um fjárfestingar í virkjunum og orkufrekum iðnaði á þessu ári eru líkur á því að fjárfestingar atvinnuveganna verði minni í hlutfalli við landsframleiðslu en þær hafa verið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar."
"Í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjárfestingar atvinnuveganna nemi 180-190 milljörðum króna 2010. Áætlaðar fjárfestingar í Helguvík, Búðarhálsvirkjun, Hellisheiðarvirkjun og stækkun álversins í Straumsvík nema um 60-70 milljörðum. Eigendur álversins í Straumsvík hafa samþykkt að ráðast í 1. áfanga stækkunar álversins (straumhækkun) en þar er um að ræða framkvæmd upp á 13 milljarða króna sem slagar hátt í fjárfestingu allra sveitarfélaganna í landinu á árinu sem er áætluð um 15 milljarðar króna á árinu 2010. Fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur eru áætlaðar um 20 milljarðar á árinu. Eftir stendur yfir 100 milljarða fjárfesting í öðrum atvinnuvegum sem erfitt er að sjá fyrir í núverandi starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja."
SA er í raun og veru að segja, að það stefni í að áætlanir fyrir þetta ár, gangi ekki eftir og að samdráttur muni reynast meiri og einnig atvinnuleysi meira. Þetta skiptir máli fyrir ríkið, því þá fær það inn minna frá skattheimtu en það gerir ráð fyrir og að auki veldur meira atvinnuleysi meiri kostnaði en gert er ráð fyrir. Svo, ef þetta gengur eftir, þá mun hallinn reynast mun meiri á fjárlögum þessa árs, en nú er stefnt að.
Þ.s. menn virðast ekki enn vilja skilja, þ.e. hve alvarleg kreppan hérlendis er, geta hagkerfisins til hagvaxtar er stórsköðuð - sem veldur því, að geta þess til að standa undir skuldum er einnig stórsköðuð.
Þetta er grunnvandinn.
- Þ.e. því tóm tjara, að benda á önnur ríki þ.s. geta til hagvaxtar er í betra horfi, og segja að staða okkar sé ekki svo slæm, því skuldir okkar séu ekki neitt að ráði meiri.
- Að halda slíku fram er mjög alvarlegur þvættingur, því þá eru menn ekki að gera sér ljóst, að um þessar mundir, er geta okkar hagkerfis til að standa undir skuldabyrði, mun minni en geta þeirra hagkerfa.
Þetta er ástæðan fyrir því, að mín niðurstaða er, að við stefnum í þrot og eina leiðin til að komast hjá því, sé að fara í það að undirbúa þrot á meðan að leitast verður við, að knýja fram aðra og skárri lausn, þ.e. lækkun skulda.
En, lækkun skulda, er þ.s. við þurfum. Án þess, er nær algerlega útilokað, að greiðsluþroti verði forðað.
Slæm staða innlendrar fjárfestingar, ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart:
Staðreyndin er sú, að hér er bullandi samdráttur, og aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið hafa fremur bætt þar í, en hitt.
- 50% fyrirtækja, skv. fréttum rétt fyrir jól, hafa fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði - frysting/eða lækkun. En, hér er um sömu tilboð og almenningur hefur fengið.
- 2/8 fyrirtækja voru sögð skv. þeirri frétt, í vandræðum - sem væntanlega þíðir að ofangreindar aðgerðir voru ekki nægar.
- Þetta kemur heim og saman við, að skv. skýrslu AGS séu rúm 60% fyrirtækja, metin með ósjálfbæra skuldastöðu.
- Höfum einnig í huga, að skv. spá Seðló fyrir árið í ár, verða 40% heimila komin með ósjálfbæra skulda/eignastöðu fyrir lok árs.
- Ofan í þetta, er verið að hækka skatta og það mikið - sem eykur í samdrátt.
- Síðan eru vextir ennþá of háir miðað við aðstæður - sem einnig eykur samdrátt.
- Að auki, er fólk farið að flytja af landi brott, sem einnig eykur á samdrátt.
Allt heggur í sama knérunn, þ.e. getu hagkerfis okkar til hagvaxtar.
Allt ofantalið, dregur úr getu hagkerfisins til hagvaxtar, og allt er í gangi á sama tíma. Þetta þíðir á mannamáli, að ekki eru horfur á neinum umtalsverðum hagvexti hér á næstunni - en í reyn er innlenda hagkerfið í mínus fremur en á núlli. Einungis með mjög miklum erlendum fjárfestingum, er hægt að hífa hagkerfið tímabundið yfir núllið - þ.e. meðan á framkvæmdum stendur.
Ég spáí framtíðahagvexti, næstu 15 árin frá um 1% - rúmlega 1%.
Niðurstaða - ekki séns, að plan AGS og ríkisstjórnarinnar, geti mögulega gengið upp.
Ég er sammála því, að atvinnuleysi mun aukast mikið í ár, og einnig að samdrátturinn sem var frestað í fyrra með tímabundinni lækkun greiðslubyrði sé einnig á leiðinni.
Í þessu ljósi, er fjarskalega ólíklegt, að Ísland geti staðið undir greiðslum af Icesave.
Reyndar, í ljósi mjög skaðaðrar getu hagkerfisins til hagvaxtar - þá er sennilega mjög líklegt, að Ísland verði greiðsluþrota þá miðað við þær skuldir sem þegar eru komnar.
Ýmsir hafa haldið fram, að skuldir okkar séu ekki mikið meiri en sumra annarra ríkja, sem röksemd um að þetta reddist, en það tekur ekki tillit til mjög skaðaðrar getur hagkerfisins til hagvaxtar.
Í ljósi hver hve sú geta er sköðuð, þ.e. sennilega er gata hagkerfisins til hagvaxtar neikvæð - þ.e. ekki einu sinni 0" þá efast ég einnig um, að við stæðum undir okkar skuldum, þó þær væru helmingi minni.
En, lykilatriðið er geta hagkerfisins til hagvaxtar, þ.e. tekjur, vs. kostnaður af skuldum. En, í dag duga tekjur, ekki einu sinni fyrir vöxtum af skuldum, og svo verður sennilega næstu ár.
Gjaldþrot virðist því nánast, óumflýjanlegt.
Við þurfum því í ljósi stöðunnar, að hefja undirbúning fyrir greiðsluþrot. Þ.e. hinábyrga afstaða.
Sjá nokkurn fjölda annarra umfjallana minna, sem tengjast málinu:
Undirbúum greiðsluþrot - það styrkir okkar samningsaðstöðu gagnvart mótaðilum!
Hrollvekjandi lýsing Prófessors Ragnars Árnasonar, á kreppunni og líklegri framvindu!
Fáum aðstoð, frá AGS eða ESB, við það að, endursemja við kröfuhafa Íslands.
Kæru Íslendingar, við verðum að fara fram á nauðasamninga fyrir "Ísland"!
Ríkisstjórnin segir okkur, að ástandið sé betra, en leit út fyrir!
Plan ríkisstjórnarinnar og AGS mun ekki ganga upp, en þ.s. verra er, það getur ekki gengið upp!
Gylfi - skuldir þjóðarinnar eru víst, hættulegar!
Kv.
18.1.2010 | 22:11
Hugmynd, að hugsanlegri lausn á deilunni um kvótann!
Ætla, að taka mér stutt hlé frá Icesave deilunni, og tipla aðeins á annarri og eldri, en vart minna bytri, hvað afstöðu deilenda varðar til hvers annars.
- En hygmyndin í stuttu máli er sú, að taka fyrningar hugmynd núverandi stjórnvalda að láni, en breyta tilganginum, sem sú fyrning gegnir.
- Þ.s. ég hugsa mér, er að fyrning verði form á veiðigjaldi, en eitthvað á bilinu 1 - 10% kvóta, mætti hugsa sér, að fyrna á hverju ári.
- Hinn fyrndi kvóti, kæmi síðan aftur til endurúthlutunar.
Hugsanlegir kostir þessarar leiðar
- Fyrning lækkar verðið á kvótanum, og eru þau áhrif til lækkunar, því meiri sem stærra hlutfall er fyrnt á ári hverju.
- Lækkun verðs, leiðir til þess, að fleiri hafa efni á að kaupa kvóta.
- Hugsa mætti sér einnig, að fyrirkomulagi endurúthlutunar væri hagað þannig, að gefa þeims sem ekki eiga kvóta visst forskot, á kvótaeigendur sem fyrir eru. Sem dæmi, ef fyrirkomulag uppboðs væri notað, þá hefðu þeir rétt til að ganga inn í kaup á sama verði.
- Sanngjörn renta verður tekinn, af þeim sem nota auðlindina, gróði þeirra notenda er þá minnkaður og þá peninga, sem ríkissjóði hlotnast má nota til þarfra verka - t.d. til að borga þeim bætur, sem má vera að hafi verið brotið réttur á, þegar kvótakerfið var innleitt.
- Síðast en ekki síst, aukin sátt skapast um kvótakerfið og mestu deilunum, ef til vill linnir.
Min skoðun, er að kvótakerfi sé þrátt fyrir marga galla, skárri en aðrar þekktar aðferðir, - sjá kosti kvótakerfis:
- Einn aðalkosturinn, er einmitt eitt umdeildasta atriðið, þ.e. einmitt gróðinn. En, þegar stjórnað var með veiðidaga kerfi, þ.e. sókn var stýrt með veiðidögum, þá skapast tiltekin vandamál. En, á veiðidögum eru veiðar ótakmarkaðar fyrir utan útgefinn heildarkvóta, og allir sem eiga bát hafa heimild til að veiða, þegar er veiðidagur. Þetta leiddi til, gríðarlegs kapps hjá hverjum og einum, til að veiða sem mest, per veiðidag. Afli hrúgast því á land, fyrst og fremst á þessum veiðidögum, mikil vinna er í landi akkúrat þá en logndeyða þess á milli, þ.s. allir vilja selja í einu þá einnig falla alltaf fiskverð á þeim dögum, bæði hérlendis og erlendis. Smám saman, myndaðist mjög mikil umframfjárfesting í skipum, bátum og landvinnslum - þ.s. menn vildu geta náð inn sem mestu, á þessum fáu dögum, og síðan, þurfti að uppfæra vinnsluna til að hún næði að vinna sem mest í þessu hendingskasti. Allt þetta leiddi til þess, að gróði af fiskveiðum og vinnslu, var nánast enginn á þessum árum. Hún, var almennt rekinn við "0" - ið. Það var síðan ástæðan fyrir mjög tíðum gengisfellingum milli 1970-1980, þ.s. útvegurinn og vinnslan mátti við svo sáralitlum viðbótar kostnaðarhækkunum, vegna launa - að smám saman þróaðist það í klassísk þema, að kjarasamningar hækkuðu laun, og síðan var sú hækkun mjög fljótlega tekin til baka af stjórnvöldum, með gengisfellingu. Af þessa völdum, var verðbólga krónískt vandamál, að því tímabili. Þetta er einnig tímabiið fræga, þegar vextir voru neikvæðir í mörg ár.
- Næsti aðalkostur, er einmitt aukinn stöðugleiki í nýtingu auðlindar. En, sá sem á kvóta, veit að hann/hún getur fiskað hann, hvenær sem er á árinu. Viðkomandi, getu því dreift veiðinni yfir árið, og passað upp á, að framkalla ekki offramboð á mörkuðum, og þannig fengið betri og jafnari verð fyrir aflann.
- Síðan er það, aukin hagkvæmni. En, þ.s. aðilar geta gengið að kvóta sínum vísum, þurfa þeir ekki lengur þá umfram-afkastagetu, bæði í skipum og vinnslu, sem þurfti að vera til staðar í sóknarstýringarkerfinu. Það minnkar kostnað við greinina, og framkallar stóraukinn gróða.
Niðurstaða
Eins og ég hef útskýrt, tel ég kvótakerfi heppilegri aðferð, en önnur þekkt kerfi. En, sennilega hafi, eins og þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma, verið farið rangt af stað í upphafi. En, hin upphaflega úthlutun er í mörgum tilvikum var til þeirra sem höfðu pólitísk ítök, hefur frá upphafi verið mjög umdeilt.
Með því, eins og ég legg til, að beita aðferð fyrningar vð það að taka réttmæta rentu af auðlindinni; þá sé sennilega hægt, að minnka mjög mikið, þá galla er mest hafa verið gagnrýndir í gegnum árin.
Að mínum dómi, er mikilvægast, að slátra ekki gullgæsinni. En, gagnrýnin um ofsagróða, sannar fullkomlega, að kvótakerfið einmitt er gullgæs. Við þurfum þó, að koma aðeins betri böndum á hana.
Í stað þess, að slátra gróðanum, tökum hlutfall af honum til samfélagsins, og einnig notum það fé, til að borga þeim miskabætur sem talið er, að hafi verið brotið á, er kvótakefið var innleitt.
Ég bendi einnig á, að með því að fyrna kvóta um visst hlutfall á hverju ári, þá má einnig smám saman skapa meiri dreifingu á kvótaeign. En, að mínum dómi, er heppilegast að beita úrræðum markaðarins, fremur en beinum pólitískum úthlutunum - sbr. þá hugmynd, að skapa þeim sem ekki eiga kvóta, smá forskot í formi viss forgangs.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Það sem okkur vantar, er svokallaður "Gamechanger"! Eins og mál hafa verið fram að þessu, hallar alltaf á okkur. Því þurfum við að breyta!
Vandi okkar við þessar samningaviðræður í tengslum við Icesave, er upplifun okkar um veika stöðu, en hún er eftirfarandi:
- Án lána frá AGS og Norðurlöndum, er Ísland "de facto" greiðsluþrota.
- Umliðið ár, hefur Ísland hvergi getað fengið lán, frá óháðum aðilum, á viðráðanlegum kjörum - þannig að við erum einnig "de facto" í ruslflokki.
- Ísland hefur ekki haft umliðið ár, og að lang flestum líkindum ekki þetta ár heldur, og sennilega ekki það næsta einnig - nægar gjaldeyristekjur til að standa undir innflutningi og greiðslum af erlendum skuldbindingum á sama tíma.
Með öðrum orðum, okkur skortir pening, og án lánanna frá AGS og hinum löndunum, verður Ísland greiðsluþrota 2011.
Það þarf sterk bein og vilja, til að standa í deilum við slíkar aðstæður
Það hafa núverandi stjórnvöld ekki, og líklega ekki heldur stjórnarandstaðan, ef hún sæti í valdastólum.
Staðreyndir mála, er sú að mótaðilar okkar, hafa verið að nýta sér þessa veiku stöðu og í reynd er þetta eins og bissu sé haldið að höfði okkar allra, og sagt peninganan eða!
Þ.s. verra er, Norðurlöndin hafa spilað með. En, Svíþþjóð er forystuland bandalags Norðurlanda innan ESB, og Svíar eins og Bretar, hafa sterka hagsmuni af því, að því prinsippi sé viðhaldið, að svokallaðir skuldarar, greiði upp í topp alveg burtséð frá þjóðhagslegum afleiðingum þess.
Svíar eiga mikið af lánum frá Eystasaltslöndunum, og hafa verið mjög harðir við þau, um að borga og almenning þar. Ríkisstjóirnir Eystrasaltslandanna, eru að mæta þessu með miklum niðurskurði þjónustukerfa við almenning, þar á meðal grunnkerfa eins og skólakerfa og heilbrigðiskerfa.
Afstaða Breta, Hollendinga og Svía - snýst sem sagt, um beina og ískalda hagsmunagæslu, fyrir eigin fjármálastofnanir. Með öðrum orðum, ekki um lög eða rétt.
Þvert ofan á þ.s. haldið er fram, höfum við lögin og réttinn okkar meginn.
Ísl. stjórnvöld, hafa að fullu og öllu leiti, staðið við lagaformlegar skuldbindingar. Það þíðir, að ísl. stjórnvöld, eru að alls engu leiti brotleg, við lög og reglur ESB og EES:
Þetta er með öðrum orðum, ekkert annað en grímulaust ofbeldi.
Hvernig getum við staðið gegn þessu
Eina spilið er við höfum, er hótunin um greiðsluþrot.
Þetta er nákvæmlega sama spilið og gjaldþrota fyrirtæki spila, þegar þau semja við sína kröfuhafa, þ.e. þau setja fram áætlun um greiðslur. Slíkar vanalega miða við miklar afskriftir. Annars fái kröfuhafar ekkert eða mjög lítið.
Þ.s. ekki er hægt að gera Ísland upp, selja eignir þess, o.s.frv. - en reyndar getur Icesave samningur, talist tilraun til þess að gera slíkt mögulegt sbr. ábyrgðaákvæði þess samkomulags; þá væri okkar hótun mun beittari, þ.s. við raunverulega getum hótað því, að þeir fái ekki neitt.
Þá þurfum við að fara í undirbúning greiðsluþrots, og framkvæma þann undirbúninga allann fyrir opnum tjöldum.
Við þurfum, að breyta dínamíkinni í deilunni, koma mótaðilunum úr jafnvægi, þurrka glottið af vörum þeirra - þetta gæti verið einmitt leið til þess.
Ef, síðan allt bregst, þá verðum við greiðsluþrota, og undirbúningur þess, tekur gildi.
Sjá umfjöllun mína um greiðsluþrot og hverngi við förum að, auk líklegra afleiðinga þess:
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.1.2010 | 01:47
Drykkurinn er beiskur, en súpa skulum við hann þó!
Ekki gefa orð fjármálaráðherra, góð fyrirheit um að miklar líkur séu á samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu, um sameiginlega stefnu gagnvart Bretum og Hollendingum; nema þá aðeins, að stjórnarandstaðan taki steingrímskan snúning - taki síðan upp stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu.
Frétt RÚV: Þjóðin ætti að kjósa með Icesave
"Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna ítrekaði í þrígang í ræðu sinni á flokksráðsfundi Vinstri grænna á Akureyri í dag að þjóðin ætti að kjósa með Icesavesamningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni" - "Hann talaði einnig um að það væri þörf á samstöðu" - "Drykkurinn sé beiskur en það sé þó betra en að deyja úr þorsta."
Valdstjórnin lætur ekki að sér hæða.
Fram að þessu, hefur "samstaða" alltaf þítt - "að hlíða" hjá ríkisstjórninni.
Að auki, hefur skynsöm og ábyrg afstaða ætíð þítt, að vera þeim sammála.
Að lokum má nefna, að stefna að samstöðu með þjóðinni, að þjóðin beygi sig undir þeirra vilja.
Veðmál
Þorir einhver að veðja gegn mér, að - aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, sigli allt í sama farið, þ.e. ríkisstjórnin sendi enn eina saminganefndina, síðan sé samið um e-h kosmetískar lagfæringar, og það kallað e-h í áttina að, stórfelldur samningsárangur?
Síðan verði söngurinn endurtekinn enn eina ferðina, algerlega án kaldhæðni að þeirra hálfu; að þetta sé það skásta sem hægt sé að ná fram, að engar líkur séu á skárri samningi - nú eigi þjóðin að samþykkja?
Sín hvor heimsmyndin
Ég hef aldei upplifað þvílíka gjá, á mili aðila.
Hvor um sig, upplifir hina sem eitthvað er nálgast kjána eða hálfvita.
Það virðist, að eina mögulega samkomulagið sé, 100% eftirgjöf annars hvors aðilans.
Kv.
14.1.2010 | 04:09
Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!
Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."
Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu
Sjá grein: Iceland needs international debt management
Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.
Prófill Sweder van Wijnbergen
Áhugaverð ritgerð: HOW TO OF FISCAL SUSTAINABILITY IN OIL-RICH COUNTRIES: THE CASE OF AZERBAIJAN
Viðkomandi lög ESB:
Ef við þurfum á einhverjum manni að halda, þá er það þessum!
Iceland needs international debt management
"Icelands president has done what its parliament and government didnt dare to. He said no to British prime minister Gordon Brown and Dutch finance minister Wouter Bos..."
Mjög ánægjulegt að sjá þessi orð, þ.s. hann getur með engu móti, verið sakaður um hlutdrægni.
En, þjóðin veit, að hennar hagsmunir eru ekki þeir sem eru í fyrirrúmi, og heldur, með einhverjum hætti sem ekki hefur verið fullskýrður, hafa stjórnvöld Hollands og Bretlands, snúið með einhverjum þeim hætti upp á handlegginn á Steingrími J. - að hann snerist um 180° eins og frægt er orðið og hefur síðan að því er best verður séð fylgt stefnu núverandi ríkisstjórna Hollands og Bretlands, sem miðast að sjálfsögðu við að tryggja sem best hollenska og breska hagsmuni.
Iceland needs international debt management
"Brown and Bos saddled Iceland with additional foreign debt amounting to an extra 40 percent of its gross domestic product, failing to check whether, legally, the country was really obliged to reimburse Dutch savers." -"The latter remains unclear."
Prófessor, Sweder van Wijnbergen er enn einn evrópski sérfræðingurinn, sem staðhæfir að augljós lagalegur vafi sé á skyldu Íslands, til að standa undir Icesave tryggingum.
Iceland needs international debt management
Bos alleges Iceland infringed EU regulations, but those he cites actually say nothing on the subject. The then- applicable guidelines state only that a deposit-guarantee system must be in place with sufficient resources to cover deposits. It doesnt say what must take place if a calamity wipes out the fund. And it also says nothing about who must pay for the central banks top-up, only that states must agree on that via a bilateral treaty. The Netherlands has no such agreement with Iceland <ANNEX II - Directive 19/94>.
Hann bendir einnig á augljósa veikleika þá gildandi laga, þegar á sér stað stór katastrófa.
Best að skoða aðeins hvað átt er við, um þau viðmið sem til staðar eru í Directive 19/94 sem hollenski ráðherrann var að tala um:
Directive 19/94 - Article 4
2. Where the level and/or scope, including the percentage, of cover offered by the host Member State guarantee scheme exceeds the level and/or scope of cover provided in the Member State in which a credit institution is authorized, the host Member State shall ensure that there is an officially recognized deposit-guarantee scheme within its territory which a branch may join voluntarily in order to supplement the guarantee which its depositors already enjoy by virtue of its membership of its home Member State scheme.
The scheme to be joined by the branch shall cover the category of institution to which it belongs or most closely corresponds in the host Member State.
Samkvæmt þessu, að ef svokallað gistiríki býður upp á betra eða áreyðanlegra innstæðu tryggingar kerfi, en heimaríki bankans, sem rekur útibú í gistiríkinu; þá ber gistiríkinu skilda til að bjóða upp á opinberlega viðurkennt tryggingakerfi sem viðkomandi útibú geti gerst aðili að skv. eigin vali í því skini að vera viðbót við þá innistæðy tryggingu sem það útibú þegar hefur aðgang að frá heimaríki.
Þetta eru mjög áhugaverð ákvæði, því þetta A) er skilda fyrir gistiríki, ef það telur innistæðu tryggingakerfi þess ríkis er banki er rekur útibú í því ríki sé ófullnægjandi eða þá, að þeirra eigin tryggingakerfi sé einfaldlega betra eða öruggara. B) Síðan virðist það einungis vera valkostur en ekki skilda, fyrir þann banka sem á í hlut - og því ísl. stjórnvöld augljóslega ekki að neinu leiti sek um brot á því ákvæði.
Þ.s. ég er að íja að, er að hollensk stjórnvöld og einnig bresk, hafi verið sofandi á verðinum, en þ.s. verra er, sjálf brotið þessi ákvæði, með því að bjóða ekki þegar í stað eða fljótlega, upp á þennan möguleika er Landsbanki hóf útibúa starfsemi í þeirra löndum.
Directive 19/94 - Annex II - Guiding principles
Where a branch applies to join a host Member State scheme for supplementary cover, the host Member State scheme will bilaterally establish with the home Member State scheme appropriate rules and procedures for paying compensation to depositors at that branch. The following principles shall apply both to the drawing up of those procedures and in the framing of the membership conditions applicable to such a branch (as referred to in Article 4 (2)):
(a) the host Member State scheme will retain full rights to impose its objective and generally applied rules on participating credit institutions; it will be able to require the provision of relevant information and have the right to verify such information with the home Member State's competent authorities;
(b) the host Member State scheme will meet claims for supplementary compensation upon a declaration from the home Member State's competent authorities that deposits are unavailable. The host Member State scheme will retain full rights to verify a depositor's entitlement according to its own standards and procedures before paying supplementary compensation;
(c) home Member State and host Member State schemes will cooperate fully with each other to ensure that depositors receive compensation promptly and in the correct amounts. In particular, they will agree on how the existence of a counterclaim which may give rise to set-off under either scheme will affect the compensation paid to the depositor by each scheme;
(d) host Member State schemes will be entitled to charge branches for supplementary cover on an appropriate basis which takes into account the guarantee funded by the home Member State scheme. To facilitate charging, the host Member State scheme will be entitled to assume that its liability will in all circumstances be limited to the excess of the guarantee it has offered over the guarantee offered by the home Member State regardless of whether the home Member State actually pays any compensation in respect of deposits held within the host Member State's territory.
Eins og þessi ákvæði eru orðuð, þá er um tvíhliða samstarfs samning milli viðkomandi innistæðu tryggingakerfa.
Eins og við vitum, var engin tilraun t.d. gerð af Bretum, til að hrinda þessum ávæðum í framkvæmd, fyrr en á lokamánuðunum fyrir hrun. Fyrir þann tíma, virðast bresk stjórnvöld a.m.k. hafa talið að ísl. innistæðu tryggingakerfið væri fullnægjandi.
Þetta skiptir máli, í tengslum við hugsanleg málaferli, þ.e. dregur úr líkum þess, að t.d. Bretar geti krafist einhvers fyrir dómi út frá þeirri forsendu, að ísl. innistæðu tryggingakerfið, hafi með einhverjum hætti, verið rangt upp sett eða þess fyirkomulag hafi ekki fullnægt ákvæðum Directive 19/94.
Allt sem veikir málstað Hollands og Bretlands, en styrkir okkar, skiptir að sjálfsögðu máli.
Á hinn bóginn, fór þessi starfsemi sennilega fram í of stuttann tíma, í Hollandi, til að reyna á þessi ákvæði, með fullnægjandi hætti.
Eins og Prófessor, Sweder van Wijnbergen segir, þá voru engir slíkir samningar í gildi milli Íslands og Hollands, fyrir hrun - svo Wouter Bos er ligalupur ef hann heldur öðru fram í hollenskum fjölmiðlum.
Áfram með umfjöllun um grein Prófessors Sweder van Wijnbergen
Iceland needs international debt management
"A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - "The Mexico experience <debt ratio 60%> demonstrates how wrong all these predictions of Iceland becoming a pariah are. After Mexico had negotiated a 40% cut in its debt, capital flowed into the country. That happened in all countries in the Brady Plan - <"total of 17 countries from across the globe -What is a Brady Bond?" >
Eins og Sweder van Wijnbergen segir, þá er það þvættingur að Ísland yrði útskúfað, af lánastofnunum heimsins, ef það greiðir ekki upp skuldir sínar.
Eins og hann segir, kom engin slík útskúfun fyrir í nokkru af þeim dæmum, sem hann þekki til.
En fram kemur í hlekk að ofan, tóku 17 þjóðríki þátt í hinu fræga Brady plani.
Þessi 17 ríki eru fullkomin sönnun þess, að þessar fullyrðingar séu hreinar og klárar lygar.
The Brady-bond Plan: This included countries such Argentina, Brazil, Costa Rica, Dominican Republic, Ecuador, Mexico, Panama, Peru, Philippines,Uruguay, Venezuela and even some European countries like Albania and Poland. In December of 1999, the total outstanding face value of Brady bonds was measured at $130 billion.
Öll þessi ríki komust hjá því, að greiða upp skuldir sínar að fullu, en ekki eitt einasta þeirra var útskúfað af lánamörkuðum.
Í gegnum Brady-bond kerfið, fengu þau afslátt af sínum skuldum, og komust úr gjaldþrotaferli yfir í að fá aftur á ný, fullann aðgang að lánamörkuðum, þrátt fyrir að það þíddi að einungis hlutfall upphaflegra skulda væri greitt.
Eitthvað svipað þessu, þurfum við að gera. Sjá: Brady Bonds
Iceland needs international debt management
"Payment of gigantic debts requires extremely high taxation, which chases away investors and leads to zero growth for decades. Iceland would be cast into a vicious circle: high debt, high taxation, low growth, low payment capacity and thus even more debt. This is called debt overhang."- "Demanding full repayment in such circumstances leads to such turmoil that creditors end up with less than if they had been more modest in their demands."
Þetta er alveg í samræmi við aðvaranir mínar, og annarra þeirra er vara við hugmyndum stjórnvalda um hvernig greiða skal upp skuldir Íslands ásamt Icesave. En, fullkomlega rökrétt afleiðing hugmynda ríkisstjórnarinnar um skatta-álögur, er einmitt og akkírat það, að lama getu hagkerfisins til hagvaxtar. Þetta verður enn ljósara, þegar haft er í huga hinar gríðarlegu skuldir einstaklinga og einkafyrirtækja, en þær skuldir lama getu einstaklinga til að standa í hagvaxtarhvetjandi neyslu og á sama tíma lamar skuldabyrði fyiritækja hagvaxtarhvetjandi fjárfestingu.
Þetta hefur stjórnarandstaða, og fjöldi annarra sérfræðinga, bent á - en allt með tölu fyrir daufum eyrum stjórnar og stjórnarsinna.
Iceland needs international debt management
Iceland has to sell the banks that were nationalised so as to clarify its overall indebtness. It has to be established how much debt should be discounted to allow new growth so the country can repay the rest of its obligations. Stringent fiscal measures will have to be undertaken to convince creditors problems will not re-emerge.
Hérna, prófessor Sweder van Wijnbergen tekur undir þ.s. ég og enginn annar en Eva Joly hefur sagt, en þ.e. nefnilega að Ísland þurfi aðstoð.
Ég hef sagt undanfarið, skv. eigin athugunum, að ekki sé nokkur möguleiki á, að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnarinnar, hreinlega geti gengið upp.
Sjá pistla:
Kæru Íslendingar, við verðum að fara fram á nauðasamninga fyrir "Ísland"
Plan ríkisstjórnarinnar og AGS mun ekki ganga upp, en þ.s. verra er, það getur ekki gengið upp!
Ég stend við þetta mat, og tel sífellt fleiri sannanir vera að berast um, að þetta sé langsamlega líklegasta útkoman, ef raunverulega verður gerð tilraun til að fylgja þessu plani, þ.e. mjög löng skuldakreppa, hrun lífskjara niður á stig langt undir þeim mörkum sem Íslendingar hafa verið vanir síðustu áratugina, enginn eða sáralítill hagvöxtur um langt árabil - eða gjaldþrot.
Við stöndum einungis frammi fyrir þessum valkostum, þ.e. hræðilegur og hræðilegri.
Eina undankoman, sé endurskipulagning skulda, sem feli í sér að Ísland greiði einungis hlutfall skulda, sem teljist skv. útreikningum einstaklinga eins og Sweder van Wijnbergen <sem þekkja til aðferða við skuldaskil ríkja> vera viðráðanleg.
Tökum mark á orðum Sweder van Wijnbergen og Evu Joly; og fáum aðstoð. En, einnig fáum hann Sweder van Wijnbergen til landsins; og fáum hann til að útskýra fyrir stjórnvöldum, þ.s hann veit og við vitum, að sú leið sem þau ætla sér að fara sé fullkomlega vonlaus og geti einungis leitt til mjög alvarlegs tjóns fyrir land og þjóð.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
13.1.2010 | 02:39
Hrollvekjandi lýsing Prófessors Ragnars Árnasonar, á kreppunni og líklegri framvindu!
Svokallaður árlegur Skattadagur Deloitte fór fram, þriðjudaginn 12. janúar. Á honum, flutti Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mjög áhugaverðan pistil, ásamt glærum.
Áhugavert, að fjölmiðlar landsins sýndu þessu engan áhuga, að því er virðist.
Hverjar eru niðurstöður hans?
Sjá glærur, fyrirlestur Ragnars Árnasonar, Skattadagur Deloitte
- Dýpsta kreppan: En, skv. samanburði hans, þá eru verstu kreppurnar á Lýðveldistímanum, þegar síldin hvarf 1968 -6,8%, 1954 -7,3% og síða kreppan er hófst 2008 -10,3% af landsframleiðslu.
Hafa ber í huga, að ekki er víst að spá Seðlabanka um halla þessa árs standist, þannig að núverandi kreppa getur enn reynst dýpri en þetta.
En, ég tel ástæðu til að halda, að Seðlabankinn vanmeti áhrif vaxtastefnu sinnar, til aukningar samdráttar.
- Síðan fjallar hann um tjónið: 20/7/2007 stóð verðbréfamarkaðurinn Ísl. í 9016 stigum, en 7/1/2010 í 819 stigum. Þetta sé lækkun um 91%. Í peningum talið, tap 2000-3000 ma.kr. Síðan sé það verðgildi húsnæðis, er hafi lækkað um 30%, sirca tap 1000-1500 ma.kr. Samtals tap, milli 3000-5000 ma.kr.
- Hrein erlend skuldastaða: 27/9/2009 5790 ma.kr. Endanleg skuldastaða, eftir afskriftir lána bankanna, fyrirtækja og vel gangi með eignasölu, geti e.t.v. orðið á bilinu 1/3 - 4/3 landsframleiðslu eða 500-2000 ma.kr.
- Afleiðingar kreppu: Neytendur/fyrirtæki skulda mikið og þurfa að rifa seglin, sem minnkar mikið neyslu og umsvif í hagkerfinu. Vextir ríkisins af eigin skuldum að meðaltali milli 3-6% af landsframleiðslu eða milli 8-16% af brúttó-útflutningstekjum, á hverju árin næstu 15 árin. Þetta fé nýtist ekki til uppbyggingar hagkerfisins.
Þetta þíðir einfaldlega að hvorki innlend neysla né innlend fjárfesting, er líkleg á næstunni að vera drifkraftur nýs hagvaxtar.
Útstreymi fjármagns úr hagkerfinu, til að standa undir skuldum, en þarna er einungis talið upp útstreymi vegna skulda ríkisins sjálfs, en skuldir annarra eru umtalsvert hærri, þannig að heildar árlegt útstreymi fjármagns úr hagkerfinu er mun stærri tala en þarna kemur fram.
Þetta fé nýtist ekki hagkerfinu á nokkurn hátt, og það fé sem til staðar til allra hluta, er mun minna af þessum sökum; og þetta er því mjög samdráttaraukandi.
- Staðan nú: Ónóg innlend eftirspurn og geta til fjárfestinga, til að koma hagkerfinu úr kreppunni. Það sé efniviður í langvarandi kreppu, og það dragi úr tekjumöguleikum ríkissjóðs sem auki líkur á greiðsluþroti. Eina leiðin út, felist í framköllun hagvaxtar, með einhverjum hætti.
- Til að framkalla hagvöxt: Til þurfi fjárfesting, fulla nýtingu framleiðsluþátta - en nú sé cirka 10% atvinnuleysi. aukið framtak og nýsköpun.
- Hvað getur ríkið gert?: Stuðlað að fjárfestingum með því að lækka skatta og vexti. Það flýti fyri mnnkun atvinnuleysis og efli atvinnulífið. Það hjálpi hagvexti.
En, núverandi háa vaxtastig, er mjög bagalegt þ.s. vextir auka alltaf samdrátt, sem gerir þá hentuga ef þarf að kæla hagkerfið, en mjög óhentuga þegar vandinn er samdráttur.
Hækkanir skatta hafa sömu áhrif, og eru því einnig hentugt tæki ef þörf er á samdráttaraðgerðum til að kæla hagkerfi sem er í bullandi þenslu, en þeim mun bagalegri eru þeir ef vandinn er akkúrat viðvarandi samdráttur.
- Spá um efnahagsframvindu, líkan gerir ráð fyrir breytilegum hagvexti í ljósi mismunandi skattstigs á fjárfestingu: 2010-25, óbreyttir skattar skili 2,7% meðalhagvexti. 10% hærri skattar skili 1,6% meðalhagvexti. 20% hærri skattar skili einungis 0,5% meðalhagvexti.
Áhugaverðast í spánni hans, og því sem kom annars fram hjá Ragnari Árnasyni, prófessor, er einmitt þau alvarlegu áhrif, sem skattahækkanir ríkisins muni að flestum líkindum hafa á hagvöxt.
Mín skoðun er, að af þeirra völdum og einnig af völdum hás vaxtastigs; sé líklegra en ekki að enginn hagvöxtur verði á þessu ári, þ.e.að samdráttur verði meiri en ríkisstjórnin og Seðlabankinn miða áætlanir sínar við.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2010 kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar