Ekki styrkist krónan!

Áhugavert, er að ákvörðun um lækkun vaxta, frá því í gær, hefur ekki aukið tiltrú á krónunni. Núna þegar dagurinn er á enda, þá er klárt hve mögnuð sú atburðarás, er fór af stað, hefur verið. Klárlega er þetta áfall fyrir stjórnvöld, í ljósi þess að væntingar þær sem ríkisstjórnin hefur verið að gefa út, í þessari vikur og þeirri síðustu, að nú væri farið að horfa til betri vegar. En eins og allir vita, var skýrsla AGS loks birt í þessari viku, sjá hér < Skýrsla AGS > .

 

"Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 9%. Hámarksfjárhæð í vikulegum útboðum innstæðubréfa til 28 daga verður aukin úr 25 ma.kr. í 30 ma.kr., með 9,5% lágmarksvöxtum og 10,25% hámarksvöxtum. Í því felst 0,25 prósenta hækkun hámarksvaxta. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir úr 12% í 11% og daglánavextir úr 14,5% í 13%."

 

Sjá fréttir dagsins í gær og í dag, um viðbrögð krónunnar:

Fyrst frétt, fimmtudags, 5. nóv. 2009, um viðbrögð markaðarins þann dag.

 

Gengi krónunnar lækkar í kjölfar vaxtalækkunnar

"Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,7% í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtalækkun sín í morgun. Stendur gengisvísitalan nú í tæpum 238 stigum.

Dollarinn er kominn yfir 125 kr., pundið er í tæpum 207 kr., evran er í tæpum 186 kr. og danska krónan er um það bil að rjúfa 25 kr. múrinn."

 

Þ.e. sannarlega áhugavert, að sama dag og tilkynnt, er um nýja vaxta-ákvörðun, og að vextir séu lækkaðir, þá falli krónan.

Sjá svo fréttir dagsins í dag, þ.e. föstudag, 6. nóv. 2009.

 

Krónan í frjálsu falli, gengisvísitalan yfir 240 stig

Gengi krónunnar hefur verið í frjálsu falli eftir hádegið og er gengisvístalan nú komin í 240,4 stig sem er hæsta gildi hennar á árinu. Veiking krónunnar í dag nemur 1,2%.

Gengisvísitalan náði hæst á árinu áður í ágúst er hún fór í 239,5 stig. Hæsta gengi hennar varð hinsvegar í hruninu í fyrra er hún fór í rúmt 251 stig.

Evran er komin í tæpar 188 kr., dollarinn í rúmar 126 kr., pundið í 209 kr. og danska krónan er rúmlega 25 kr.

 

Þegar þarna er komið við sögu, er ljóst að mönnum hættir að lítast á blikuna, og næst sjá viðbrögð Seðlabanka.

 

Seðlabankinn setti evrur fyrir hálfan milljarð á markaðinn

Seðlabanki Íslands greip til viðamikilla inngripa á gjaldeyrismarkaðinn núna undir lokun hans í dag. Alls setti bankinn 3 milljónir evra á markaðinn eða rúmlega 540 milljónir kr.

Við þetta snérist veiking krónunnar upp á 1,1% við yfir í styrkingu upp á 0,1%. Gengisvístalan endaði daginn í 237,5 stigum en hún fór hæst í dag í 240,4 stig.

Við lok dagsins kostar dollarinn 124,7 kr., pundið er í tæpum 207 kr., evran í 185,5 kr. og danska krónan féll rétt undir 25 kr.

 

Síðan, frétt þ.s. loka niðurstaða dagsins er ljós, þ.e. fall - þrátt fyrir inngrip - um 0,11%.

 

Gengisvísitalan lækkaði um 0,11%

Gengisvísitalan lækkaði um 0,11%

 

Augljóslega, þ.s. atburðarásin fór af stað um leið og ákvörðun um vexti var ljós, þá beinast sjónir manna augljóslega einmitt að þeirri ákvörðun, þ.e. vextir lækkaðir um 0,5% og krónan tekur dífu. 

Sjá hér að neðan, skoðanir Seðlabankans á atburðarásinni.

 

Fréttaskýring: Minni gjaldeyrir ferðamanna fellir krónuna

"Hvað varðar vaxtalækkun Seðlabankans segir Jón Bjarki að hann telji ekki að hún eigi hér hlut að máli. Hinsvegar sé athyglisvert að aflétting á hluta af gjaldeyrishöftunum um síðustu mánaðarmót hafi ekki haft nein áhrif hvað varðar aukinn áhuga erlendra aðila á að kaupa krónur.

„Þetta er allt spurning um trúverðugleika og þegar hann virðist ekki til staðar á krónan erfitt með að ná fluginu á ný," segir Jón Bjarki. „Krónan styrkist ekki að ráði að nýju nema erlendir fjárfestar fáist til að kaupa krónur.""

 

Af hverju fellur krónan nú?

Þ.s. menn þurfa að hafa í huga, er að:

  • Niðurstaða skýrslu AGS < Skýrsla AGS > var ekki jákvæð, þó stjórnvöld og fjölmiðlar, hafi sett sitt besta spinn á þá niðurstöðu.
  • Þrátt fyrir vaxtaákvörðun, er vaxtastig enn allt of hátt, miðað við aðstæður hagkerfisins.

Vextir eru hagstjórnartæki, er virka mjög vel við það, að slá á spennu, ef hagkerfið er að spenna sig um of. Ástæðan, er sú að í eðli sínu, eru vextir samdráttar aukandi aðgerð. Þetta er einnig ástæða þess, að þeir slá á verðbólguvæntingar, ef þær verðbólguvæntingar eru knúnar áfram af mikilli og vaxandi eftirspurn innan hagkerfisins. En, verðbólgan sem er til staðar í hagkerfinu okkar, er ekki runnin af rótum eftir-spurnar-spennu, heldur er hún framkölluð fyrir tilverknað gengishraps krónunnar, eingöngu.

Eina leið til þess, að vextir við núverandi ástand, myndu slá á verðbólgu; væri ef þeir leiddu til aukinnar eftirspurnar eftir krónum, þannig að gengi hennar hækkaði. Ef við gerum því ekki skóna, að starfsmenn Seðló séu fífl og fábjánar, þá er þetta líklega ástæða hinna háu vaxta, þ.e. tilraun til að skapa eftirspurn eftir krónum og, þannig hækka gengið, og þannig lækka verðbólguna.

En, eins og kemur fram í fréttaskýringunni að ofan, hefur ekki tekist að hækka gengi krónunnar með þessari aðferð. Þvert á mót, má færa fyrir því alveg hin ágætustu rök, að einmitt hinir háu vextir, séu að stuðla að lækkun krónunnar, og að ef menn vilja styrkja hana, þá þurfi þvert á móti, að lækka vexti og það mikið - helst alla leið niður í "0".

Munum, vextir eru samdráttaraukandi, en þ.e slæmt einmitt núna, vegna:

  • Við búum við ástand viðvarandi efnahagssamdráttar, þ.e. kreppu, sem ekki sést enn fyrir endann á, þó stjórnvöld hafi enn drauma um að hagvöxtur hefjist á næsta ári, sem ég held að nánast ekki nokkur maður trúi á lengur.
  • Heimili, fyrirtæki, opinberir aðilar - skulda alltof mikið. Fram kemur hjá AGS að 60% fyrirtækja skuldi það mikið, að líklega þurfi að afskrfa hluta skulda þeirra, þ.e. skuldir það margra fyrirtækja sé yfir þolmörkum. Vitað er að minnst 20% heimila, eru í svipaðri stöðu. Þegar menn skulda mikið, eru vextir mjög - mjög - íþyngjandi. En vextir að sjálfsögðu hækka afborganir af lánum og leiða til þess að allir hafa minna af peningum en ella, til allra hluta.
  • Bankakerfið, er í vanda vegna vaxtanna, sem sést á mikilli söfnun fjár inn á innlánsreikninga, en þeir eru kostnaðar-meginn hjá bönkum. En, þetta bendir til þess, að eftirspurn eftir lánum sé lítil. Líkleg ályktun er sú, að lítil eftirspurn eftir lánum, stafi af hinu háa vaxtastigi, þ.e. lánin séu of dýr, og það leiðir til seinni ályktunar, að lækkun vaxta myndi auka eftirspurn eftir útlánum, og þar-með bæta tekjustöðu bankanna. 

Ef þetta er allt tekið saman, þá er ljóst að vaxtastigið eykur á væntingar um samdrátt. Þ.e. alveg krystal klárt, og af því dregur maður þá loka-ályktun, að ergo leiði þær væntingar óhjákvæmilega til falls krónunnar.



Þ.e. eins og menn gleimi, að vextir eru ekki það eina sem hefur áhrif á verðgildi gjaldmiðils

Gjaldmiðill, er í raun og veru, mælikvarði á stöðu viðkomandi hagkerfis, þ.e. gjaldmiðillinn hækkar þegar vel gengur en lækkar þegar gengur ílla. Ástþór, fyrrum forsetaframbjóðandi, rataðist satt á munn, fyrir síðustu kosningar, þegar hann kallaði krónuna "einkunnabókina okkar".

En, þ.e. einmitt hárrétt. Þ.s. staða gjaldmiðilsins segir, er hverjar væntingar aðila um stöðu hagkerfisins eru. Ef, menn spá bættum hag þess, þá eykst eftirspurn eftir gjaldmiðlinum á frjálsum markaði, og gengið hækkar. Ef aftur á móti, væntingar aðila eru um versnandi hag þess, þá fellur gengið á frjálsum markaði.

Ég það virðist sem að starfsmenn Seðló hafi misst sjónar á þessari grunnstaðreynd, þ.e. "þjóðhagfræði 101". Ef til vill, er og langt síðan þeir fóru yfir hagfræði grunninn. 

En klárt er, að þrátt fyrir lækkun vaxta um 0,5%, þá er vaxtastig enn miklu hærra en eðlilegt er, miðað við núverandi aðstæður hagkerfisins, þ.e. viðvarandi samdrátt. Klárt er einnig, að þetta vaxtastig, stuðlar að frekari samdrætti, þ.e. dregur úr tiltrú á stöðu hagkerfisins.

Ergo, fall krónunnar í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðló, ætti ekki að koma nokkrum hugsandi manni á óvart. 

Í reynd, má fullyrða, að þráðbein tenging sé á milli þeirrar ákvörðunar, og falls krónunnar í dag og í gær - en, fyrir ákvörðunina voru aðilar væntanlega að vonast eftir stærri ákvörðun, þ.e. 1% lækkun og þaðan af meir - en einnig mjög sennilega, að ákveðin vilyrði yrðu gefin um enn frekari vaxtalækkun þar ofan á, við næsta vaxtaákvörðunardag á eftir.

Þ.e. í reynd, stórmerkilegt, að skv. svörum starfsmanns Seðló, þá virðist sem þeir sem taki vaxtaákvarðanir séu blindir fyrir þessu. En, fyrir hrun og nánar tiltekið fyrir heimskreppu, var sú hugmynd útbreitt innan fjármálamarkaða og bankastofnana, að peningar væru vara og að verð þeirra væri hægt að stjórna með vaxtastigi með nokkuð beinum hætti. Með öðrum orðum, peningar voru taldir vera gæði eða "good" í sjálfu sér; sem er alvarleg skynvilla, þ.e. 2007 hugsunarháttur. En hið rétta er, að virði peninga stjórnast fyrst og fremst af undirliggjandi verðmætasköpun þess hagkerfis, er stendur á bakvið þá; þ.e. eins og ég sagði, verðmæti þeirra stjórnast af trúnni á stöðu þess hagkerfis af stærstum hluta.

Ég verð eiginlega að draga þá ályktun, að þessi villusýn, sem hafði enga tengingu við veruleikann, en var einfaldlega útbreidd "hugmyndafræði" eða "ideology" innan heimsfjármálageirans, fyrir hrun; sé að stjórna gerðum peningamálayfirvalda hérlendis.

Ef þ.e. svo, þ.e. að peningastjórnun markist af ofannefndri tálsýn, að peningar hafi gildi í sjálfu sér; þá er það einfaldlega sjálfstætt vandamál, og það af alvarlegu tagi, því ef menn hafa ranga sýn á veruleikann, þá bregðast menn einnig rangt við. Flóknara er það ekki.

Ef þ.e. svo, að peningastjórnun hérlendis markist enn af "groupthink", þ.e. rangri sýn á veruleikann sem sé ráðandi innan þess hóps er hafi um þetta ákvarðana-töku-vald, þá eykur það manni mjög svartsýni um framhaldið.

Því þá hreinlega veit maður ekki hvað þarf til, til að koma því fólki niður á Jörðina. En, þegar fólk er í faðmi "hugmyndafræði" þá getur það verið eins, og vera í greipum sértrúar; og þeir sem þannig er ástatt um, einfaldlega skynja hlutinar rangt og því bregðast rangt við - sbr. ýkt dæmi, að "anorexíu" sjúklingar skynja sig stöðugt sem feita þó þeir séu við það að deyja úr hor.

Eina leiðin, getur hreinlega verið sú, að skipta alveg um - ekki bara karlinn í brúnni á Seðló - heldur einnig um allt það fólk sem starfar í Greiningardeild Seðló. Jafnvel einnig, innan viðskiptabankanna og fjármálaráðuneytis.

En, þ.s. Seðló er mikilvægastur, verður sennilega að láta duga, að hreinsa út þar innan - hið minnsta alla stjórnendur og milli-stjórnendur.

 

Hvað þarf að gera?

Það þarf að taka nýja ákvörðun um vexti, eins flótt og hægt er. Ég sé ekki betur, en að til skamms tíma, sem neyðarráðstöfun, verði að setja lög á Seðlabanka og afnema tímabundið sjálfstæði hans. En, í ljósi þess að ljóst virðist, að ákvarðanir þar séu teknar í umhverfi ranghugmynda, þá sé slík ákvörðun ekki umflúin ef hreinlega á að koma í veg fyrir að stærri hluti atvinnulífsins sé keyrður í þrot, og viðskiptabankarnir með á nýjan leik, og þar með sjálft ríkið í gjaldþrot.

Setjum vexti hreinlega í "0".

Því myndi fylgja nákvæmlega engin hætta, þ.s. engar líkur eru til þess, að þá myndi skapast spennuástand innan hagkerfisins. Þvert á móti, myndi það einungis slá á hrap hagkerfisins og flýta fyrir viðsnúningi. Ekki er séns, að sú aukna efrispurn er þá myndi orsakast, gæti skapað spennu. En, hafa ber í huga, að gríðarleg minnkun eftirspurnar og innlendra fjárfestinga, hefur átt sér stað síðan hrunið hófst - jafmvel í ljósi þess að við vorum í bólu. En, við hrun hverfur ekki endilega bara gúllinn, þ.e. ástandið er var umfram meðalgetu þess, nei hrunið verður enn meira en svo, þ.e. hagkerfið undirskýtur sína meðal-getu - sem er akkúrat ástandið í dag. Þ.s. er framundan, ef ekkert er gert til að slá á væntingar um frekari samdrátt, er að eftirspurn og fjárfestingar muni dragast enn frekar saman. Skv. nýlegri könnun VSÍ vænta stjórnendur 20% samdráttar í fjárfestingum næstu 6 mánuði.  Þannig, að allt og sumt sem myndi gerast, er að þá dregur úr þeirri minnkun eftirspurnar er mun eiga sér stað annars, og jafnvel er séns að einhver raun-aukning muni eiga sér stað - sem myndi vera gott eins og nú er ástatt þ.s. slaki er til staðar. 

En, í ljósi þess hve minnkun fjárfestinga og eftirspurnar hefur verið gríðarlega mikil, þ.e. um undirskot er að ræða eða umorðað að slaki hefur myndast, þá er borð fyrir báru fyrir aukningu, án þess að spenna myndist. Þetta er algert grunn-atriði, sem menn þurfa að skilja.

Eftirspurn og fjárfesting skapar ekki spennu, í öllum tilvikum. Það gerist, ef eftirspurnin og fjárfesting, fer yfir þanþol hagkerfisins, nánar tiltekið yfir þá verðmæta sköpun sem er til staðar. En, við erum víðsfjarri slíkum mörkum, þ.e. eftirspurn og fjárfesting er minni en grunn verðmætasköpun. 

  • Þ.s. eftirspurn og fjárfesting - annað af tvennu - minnkar minna en væntingar eru um, eða jafnvel að það verður e-h aukning, þá um leið slær á efnahags-samdrátt. Flóknara er það ekki. 
  • Þá um leið, eykst trú á hagkerfinu sem annað af tvennu - dregur úr lækkun krónunnar eða jafnvel hækkar e-h gengi hennar.
  • Þ.s. verðbólgan í dag, hérlendis, er algerlega orsökuð af gengishruni krónunnar, þá orsakar aukinn gengisstöðugleiki hennar eða jafnvel gengisstyrking, lækkun verðbólgu. Engin verðbólga er nú til staðar, af öðrum orsökum.

ERGO - lækkun vaxta allt til vinnur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

 Takk fyrir...sammála þér í öllum atriðum og þú útskýrir þetta mjög vel.

Þakka þér fyrir þennan pistil, hann staðfestir skoðun og tilfinningu mína um hversvegna vaxtalækkun ásamt afnámi verðtryggingar á húsnæði mundi leysa mikinn vanda og minka þörf fyrir afskriftir auk þess að auka eftirspurn eftir lánum eins og þú getur um og lækka innlánsvaxtakostnað bankana.

Ég held að peningastefnunefnd sé föst í fortíðinni og ætli sér að stilla eftir gömlu línunum. Sennilega mun það og vonandi mun það ekki ganga, ef krónan fellur meira þá fá þessi rök vonandi að heyrast meira. Hávaxtastefnan verður aðtilheyra fortíðinni annars náum við okkur ekki upp úr gömlu hjólförunum.

Þessi grein kemur inn á þetta.

http://vald.org/greinar/091002.html

En þar er ég að tala um það sem olli gengisfalli sem orsakar nú verðbólgu. Auk þess að reyna að minna fólk á vissa hluti.

Þessi pistill hjá þér er sérlega góður að mínu mati. Fullur af góðum rökum sem standast skoðun.

Vilhjálmur Árnason, 7.11.2009 kl. 03:26

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Frábær pistill og yfirlit

Birgir Viðar Halldórsson, 7.11.2009 kl. 09:51

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fróðlegt & vel fram sett...

Steingrímur Helgason, 7.11.2009 kl. 23:11

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Einar,

nokkuð sammála þér í flestu sem þú skrifar hérna.

Eins og ég hef oft bent á sjálfur þá er það innlend verðmætasköpun sem styrkir krónuna til langs tíma og hana þarf því að efla.

Hins vegar þá er ég algjörlega ósammála þér þegar þú segir að lækkun stýrivaxta niður í &#39;0&#39; sé áhættulaus.

Meiri eftirspurn í hagkerfinu, drifinn af ódýru lánsfé og meira handbæru fé vegna lágra stýrivaxta, kemur einnig fram sem meiri eftirspurn eftir gjaldeyri.  Það mun fella krónuna enn meira og ýta undir frekari kostnaðarverðbólgu og jafnvel leiða til eftirspurnarverðbólgu í hagkerfinu.  Ávinningur fyrir almenning og fyrirtæki væri því skammvinnur.

En ég er sammála því að það væri betra ef stærri skref væru tekin enda hafa hefðbundin stjórntæki Seðlabankans lítið að segja gegn þeirri tegund verðbólgu sem hann berst við nú, sem að mestum hluta er kostnaðarverðbólga.

Lúðvík Júlíusson, 8.11.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 806
  • Frá upphafi: 846634

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 742
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband