Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
12.1.2010 | 00:16
Alain Lipietz segist hafa rétt fyrir sér. OK, við skulum skoða málið, með opnum huga!
Fyrst, hver er sú skoðun, er uppi hefur verið í gegnum árin.
Ísland er meðlimur að EES, þ.s. lög og reglur Evrópusambandsins um hinn sameiginlega markað gilda.
Hingað til hefur verið talið, að það þíddi að fyrirtæki á EES svæðinu hefðu nákvæmlega sömu lagalegu stöðu, og fyrirtæki starfandi í einstökum ríkjum Evrópusambandsins.
Íslendingar, hafa haft um árabil rétt til að starfa í meðlimaríkjum ESB og EFTA, og þegnar meðlimaríkja ESB og EFTA hafa haft rétt til að starfa hér, og þeir hafa þurft að hafa jafnan rétt á við Íslendinga hérlendis, og við á þá erlendis, o.s.frv. Sama um fyrirtæki, að því er hefur verið talið.
Stóra spurningin er, hvort þ.e. rétt, að Bretar og Hollendingar beri alla ábyrgð; en við Íslendingar enga?
Ég þarf varla að taka fram, að ef satt, þá gjörbreytir þetta öllu málunu, gerir Icesave samninginn að fullkomlega bandvitlausu plaggi - og hefur hann þó verið vitlaus fyrir.
Fyrst orðið Branch: Skv. Merriam-Webster:
a division of an organization (2) : a separate but dependent part of a central organization <the neighborhood branch of the city library
Samkvæmt þessu, þá er"Branch" rétta orðið yfir starfsemi Landsbanka, þ.e. deild sem er rekin erlendis, en er samt partur af móðurfyrirtæki.
Ég man vel eftir, að Alain Lipietz notaði alltaf þetta orð, þ.e. "Branch".
Subsidiary:
Subsidiaries are separate, distinct legal entities for the purposes of taxation and regulation. For this reason, they differ from divisions, which are businesses fully integrated within the main company, and not legally or otherwise distinct from it."
Munurinn er sá, að Landsbankinn rak starfsemi sína sem "Branch," sem skv. skilgreiningu er deild sem rekin er sem sjálfstæð eining, sem er lagalega háð móðurfyrirtæki.
En, Kaupþing Banki, rak sína starfsemi sem "Subsidiary," þ.e. lagalega sjálfstæða einingu.
Hingað til, hefur verið talið, að afleiðing þessa væri sú, að þ.s. starfsemi Landsbanka var starfandi sem deild fyrirtækisins er starfaði erlendis, með öðrum orðum ekki sem sjálfstæður lögaðili; að þá hafi sú deild Landsbanka Íslands HF verið hluti af hinu íslenska innistæðutryggingkerfi, og því algerlega á ábyrgð Íslands, að standa undir lágmarkstryggingu þeirra innistæðna.
Hver man ekki eftir dramanu í október 2008, þegar bankarnir voru að lifa sína síðustu daga, og síðan rétt eftir hrunið; þegar komu fram upplýsingar um það, að gerðar hefðu verið tilraunir til þess, á 11. stundu, af eigendum Landsbanka Íslands hf, að koma honum inn fyrir breska innistæðutrygginga kerfið.
Þetta er sem sagt atriði, sem fram að þessu, af öllum sem talið hafa sig þekkja þessi mál; verið talið vera með þessum hætti.
Ég veit ekki betur, en að þetta hafi einnig verið skoðun breskra yfirvalda, löngu fyrir hrunið, sbr. tilraunir þeirra nokkru fyrir hrun, um að sannfæra Landsbanka Íslands um að umbreyta starfsemi sinni yfir í form "Subsidiary".
Þetta er skýring þess, að menn eru spektískir á mál Alain Lipietz, og einmitt þegar svo byltingarkennd sjónarmið koma fram, sem brjóta upp skoðun sem hefur verið bæði útbreidd og viðtekin, þá er skiljanlegt, að menn hrökkvi ekki upp um leið, og segi já og amen.
Á hinn bóginn, fordæmi ég aðdróttanir margra úr röðum stjórnarliða, er heyrst hafa í dag, og beinlínis reyna að gera lítið úr Lipietz, aðdróttanir m.a. um fávisku, misskilning - um að vera ekki með á nótunum, íja að því að hann sé pólitískt vafasamur, o.s.frv. Svona ókurteisi, í garð aðila, sem hefur komið með, sannarlega mjög áhugaverða ábendingu, á ekki að líða.
Ég kalla ábendingu hans, sem sagt, áhugaverða, og legg áherslu á, að hún verði skoðuð betur.
Best væri, að einhvers konar skoðanakönnun á meðal kollega hans, er hafa unnið að mótun viðkomandi laga, þ.e. Direcvitves 19/94 - 12/2000 - 47/2002, færi fram. Þessi skoðanakönnun, hefði þá tilgang að komast að því, hvaða hljómgrunn skoðanir Lipietz hafa á meðal þessara aðila.
Þ.s. menn þurfa að hafa í huga, að ef við ætlum að sækja þetta mál á þessum grunni, þá þarf málatilbúnaður okkar að vera vandaður, vel rökstuddur og þá hjálpar einnig, að hann hafi hljómgrunn.
Við þurfum því, að vera algerlega viss í okkar sök.
Mitt svar: Þetta er algerlega nýr útgangspunktur, á þessi atriði, og mín fyrstu viðbrögð voru að fylgja þeirri skoðun, er ég hef haft í gegnum árin. En, síðan yfir vinnudaginn, þ.e. í dag, þá hefur þetta mál ekki látið mig í friði, og ég fór að velta fyrir mér, hvort hugsanlega þetta gæti verið rétt, og þar með - að hin viðtekna skoðun sé einfaldlega röng? Ég hef ákveðið að stíga skref til baka, og segja, þ.e. hugsanlegt.
Directive 19/94: Article 1:5
5. 'branch' shall mean a place of business which forms a legally dependent part of a credit institution and which conducts directly all or some of the operations inherent in the business of credit institutions; any number of branches set up in the same Member State by a credit institution which has its head office in another Member State shall be regarded as a single branch.
Directive 19/94: Article 6
1. Member States shall check that branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community have cover equivalent to that prescribed in this Directive.
Failing that, Member States may, subject to Article 9 (1) of Directive 77/780/EEC, stipulate that branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community must join deposit-guarantee schemes in operation within their territories.
Ef Alain Lipietz hefur rétt fyrir sér, þá er lykilhluti fyrstu setningarinnar þarna að ofan "outwith the Community". Og, það breytir engu, að við séum meðlimir í EES. Lykilatriðið sé, að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu.
Skv. þessu, þá sé það á ábyrgð meðlimaríkis ESB, að tékka á því, að banki með útibú starfandi þar, hafi á bakvið sig tryggingarkerfi, sem standist kröfur ESB um tryggingakerfi. Og, ef Alain Lipietz hefur rétt fyrir sér, þá gildir þessi setning um okkur.
Seinni hluti fyrsta hluta, virðist einungis vera heimildarákvæði um það, að ef "host country" telji tryggingakerfi þess lands sem erlendur banki er frá, sem sé ekki meðlimaríki ESB, vera ófullnægjandi miðað við reglur ESB um innistæðutryggingakerfi; þá sé því heimilt að krefjast þess, að bankinn gangi inn í tryggingakerfi undir þess stjórn.
Þetta gefur þá til kynna, að vegna þess að ísl. bankar fengu að starfa í Bretlandi um árabil, þá hafi Bretar skv. því í reynd verið búnir, að gefa ísl. tryggingakerfinu, sitt vottorð um ágæti.
Ef Alain hefur rétt fyrir sér, þá er skv. bankareglum Evrópusambandsins, munur á lagalegri stöðu banka er teljast vera íslenskir og starfa sem lögaðilar á Íslandi, og reka útibú í einstökum ríkjum Sambandsins; og bönkum er starfa sem lögaðilar innan einstakra ríkja sambandsins, en reka útibú í öðrum ríkjum sambandsins.
Þetta gengur þvert á þ.s. hingað til hefur verið talið um EES svæðið, þ.e. að meðlimaríki þess hafi nákvæmlega sömu réttindi og skildur að öllu leiti, þegar kemur að þáttum tengdum hinum sameiginlega evrópska markaði.
Alain Lipietz, telur að þetta þíði, að Bretar og Hollendingar, beri alla ábyrgð, en við enga.
Ég segi að lokum, þetta þurfi frekari skoðun. Öflum okkur frekari heimilda. Fáum skoðanir kollega hans, og annarra er hafa starfað að því að semja texta bankareglna ESB. Því, ef þetta er raunverulega satt; þá er gríðarlega mikilvægt, að fá það staðfest.
Einnig er mikilvægt, að ef þetta er ekki rétt, að þá fá það einnig staðfest, svo við séum ekki að fylgja villuljósum.
Þetta er of mikilvægt mál, til þess að við förum í einhverja vitleysu. Ígrundum þetta, af fyllstu varfærni, skipulega og af nákvæmni.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
11.1.2010 | 01:30
Því miður held ég að hann Alain hafi rangt fyrir sér!
Mig grunar reyndar sterklega að hann Alain hafi rangt fyrir sér, með það að Ísland sé utan svæðis, vegna þess að sem meðlimir ESS erum við einnig meðlimir að öllum þeim reglum, er gilda um hinn sameiginlega markað Evrópu.
Þannig, að það sé einfaldlega rangt hjá honum, að það sé klárt af þeim sökum er hann nefndi, að við eigum ekki ekki að borga neitt, að við berum nákvæmlega enga ábyrgð.
Directive 91/19 : Article 6
1. Member States shall check that branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community have cover equivalent to that prescribed in this Directive.
Failing that, Member States may, subject to Article 9 (1) of Directive 77/780/EEC, stipulate that branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community must join deposit-guarantee schemes in operation within their territories.
2. Actual and intending depositors at branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community shall be provided by the credit institution with all relevant information concerning the guarantee arrangements which cover their deposits.
3. The information referred to in paragraph 2 shall be made available in the official language or languages of the Member State in which a branch is established in the manner prescribed by national law and shall be drafted in a clear and comprehensible form.
PS:
Eftir ábendingu set ég einnig inn tilvísanir fyrir:
Alain vann að 12/2000En, ef við værum utan svæðis, eins og t.d. bandarískir bankar koma frá utan svæðis, þá ættu ákvæðin að ofan við, og það væri algerlega á ábyrgð Breta og Hollendinga, að ábyrgjast Icesave.
Á hinn bóginn, held ég að þetta sé of gott til að vera satt, þ.e. að vera okkar á EES hafi í för með sér, að við séum innan gildissvæðis reglugerðar 94/19.
Forðumst öfgar
Ég vil gjalda varhug við slíkum harðlínusjónarmiðum þ.e. andstæðunum, við berum alla ábyrgð/við berum enga.
Því miður hefur Samfó, ásamt mörgum úr VG, farið í það far, að við berum alla ábyrgð. Þ.e. sorglegt vegna þess, að rökrétt afleiðing þess, er að fórna sjónarmiðum um almenna velferð og félagslegt réttlæti, hvorttveggja sem eru sjónarmið, sem þessi flokkar telja sig vera sértaka talsmenn fyrir.
Þar með, hafa þessir flokkar farið vegferð, sem virðist mér vera vegferð sjálfseyðingar, en þ.s. verra er, vegferð er einnig getur leitt yfir íslenska þjóð mjög alvarlega hringrás hörmunga, jafnvel til langt tíma.
Sanngyrni er hið rétta viðmið
Þ.s. þarf, er einfaldlega sjónarmið sanngirni. Við þurfum að gera okkur ljóst að hér skall á neyðarástand, og nánar tiltekið, það ríkir enn neyðarástand.
Skuldastaða ríkisins og þjóðfélagsins er orðin slík, að mjög erfitt er að sjá, að hægt sé að standa við þær skuldbindingar, sem reynt er að troða ofan í kokið á okkur.
Það gildir innan ESB, og þar með einnig innan EES, neyðarréttur sem markast af því að ef neyðarástand hefur sannarlega skapast, þá skapast meira svigrúm til athafna, en almennt er til staðar, og í þeim tilvikum getur verið löglegt að tímabundið víkja til hliðar, einhverjum hlutum reynslu eða laga Evrópu, ef sú aðgerð þjónar því að verja þessa grunnhagsmuni.
Evrópa er ekki bara um réttindi risafyrirtækja
EFTA dómstóllinn hefur staðfest, að Neyðarlögin standast lagalega þegar neyðarréttur sé hafður til hliðsjónar, þó svo að þau hafi falið í sér að í tilvikum hafi virst vera brotið á sumum reglum ESS/ESB réttar.
Mér finnst að þetta verði að hafa í huga, að Ísland er að glima við neyðarástand, og Evrópa er ekki bara um réttindi fjármálafyrirækja og peninga; heldur einnig um rétt fólks til mannsæmandi lífs.
Ég get ekki séð betur, að í besta falli, ef Ísland rétt svo geti marið það að standa undir skuldbindingum, þá myndi það fela í sér mjög umtalverða fórn, af hendi fólksins, hvað varðar lífskjör til næstu ára, og jafnvel til langrar framtíðar.
Þetta er þ.s.málið snýst um, og ég vitna þarna til neyðarréttar, til lagalegrar óvissu, til þ.s. kallað er common decensy o.s.frv.
Það sé einfaldlega ekki sanngjarnt í ljósi hve alvarlega fórnirnar fyrir hinn almenna Íslending yrðu, og að auki er það lagalega alls ekki krystal klárt að okkur beri einnig að gera þetta.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.1.2010 | 20:39
Við Íslendingar förum fram á sanngyrni, að við séum beitt réttlæti en ekki ranglæti!
- Innistæður hafa þegar verið greiddar - þannig að málið snýst alls ekki um greiðslur innistæða, eins og margir presentera málið.
- Ríkisstjórnir, Hollands og Bretlands, hafa þegar greitt sínu fólki, þannig að deilan snýst ekki lengur um þann þátt, heldur að hvaða marki okkur ber að greiða stjórnvöldum Hollands og Bretlands, til baka.
- Ég er ekki sáttur við núverandi samning, vegna þess, að ég tel ekki skiptinguna vera réttláta, milli þess hvað við greiðum og þeir greiða. En, byrði hvers Íslendings er cirka 2,4 millur per haus, á meðan ef byrðum er deilt á 76 milljónir, samtals íbúa Hollands og Bretlands, þá fæst talan 10 þúsund per haus.
- Það sem ég vil sjá, er samning skv. prinsippinu sameiginleg ábyrgð <svo fremi að niðurstaðan sé að við berum ábyrgð> - þ.s. byrðum væri jafnað út, skv. þeirri viðurkenningu, að sbr. hollensk stjórnvöld gerðu mistök er þau heimiluðu Icesave að fara af stað sumarið 2008, og að bresk stjórnvöld gerðu mistök er þau heimiluðu Icesave að starfa eins lengi og það gerði - það voru nefnilega fullt af aðvörunum, ekki bara til ísl stjórnvalda, heldur einnig til stjórnvalda Hollands og Bretlands, ég tala ekki um þegar komið var fram á mitt sumar 2008, og Icesave í Hollandi var leyft að fara af stað.
- Þ.e. til staðar lagatæknileg óvissa um, hvort við eigum yfirleitt að borga. Þetta þarf að íhuga með varfærni, en verið getur að við eigum einfaldlega ekki að borga neitt. En hið minnsta ætti óvissan að vera okkur í hag þegar samið er um greiðslur, og þegar við bendum einnig á, að ábyrgðin á klúðrinu sé ekki öll okkar, heldur sameiginleg - og, að réttlátast sé að skipta byrðunum miklu jafnara.
- Á Íslandi, voru allar innistæður tryggðar - á Bretlandi voru allar innistæður tryggðar - og í Hollandi voru allar innistæður tryggðar: þannig að engin mismunun fólst í því, að Ísland ákvað að tryggja allar innistæður á Íslandi, alveg eins og stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi ákváðu að gera í sínum löndum - EFTA dómstóll hefur þegar staðfest þetta, að sú aðgerð ísl. stjórnvalda fól ekki í sér mismunun.
- Bretar og Hollendinga hafa því enga lagatæknilegar forsendur, til að krefjast nokkurs umfram, 20þ. Evrur- þannig að fullyrðingar um annað, eru kolrangar.
Varðandi spurninguna um þjóðaratkvæðagreiðslu, er rétt að taka fram eftirfarandi:
Í strangasta skilningi, er þjóðaratkvæðagreiðslan ekki um milliríkjasamning, þ.e. lagatæknilegum skilningi; heldur um hvaða íslenks lög gilda um ríkisábyrgð, á Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta, sem er eftir allt saman íslensk stofnun.
Við þurfum að hætta að æpa út og suður um málið, og koma okkur saman um það, að ná einfaldlega sanngjarnri niðurstöðu - sbr. prinsippið sameiginleg ábyrgð <Svo fremi sem þ.e. niðurstaðan, að vandlega athuguðu máli, að dómstólaleið sé of áhættusöm, og það sé tekinn sá póll í hæðina, að semja enn á ný um greiðslur>.
-----------------------------------------
Sjá Tilvitnanir:
Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."
Iceland has no clear legal obligation to pay up
What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitchs premature downgrade of Icelands credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement.
A protracted legal battle is in nobodys interest. Yet the UK and the Netherlands need to start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage. Any negotiated agreement should reflect the uncertainty of how much Iceland is liable to pay in the first place. This uncertainty should be reflected in a substantial discount on the principal, together with a reasonable interest rate.
"Unjust for Iceland to take sole responsibility" Í þessari grein, frá Lögfræðifyrirtækinu breska, "Advocacy International" taka lögfræðingarnir Ann Pettifor og Jeremy Smith, mjög greinilega afstöðu með málsstað Íslendinga.
Sjá grein: Unjust for Iceland to take sole responsibility
"The UK and the Netherlands, with a combined population of 76m, should cease to use economic force majeure on a tiny country, and accept the principle of co-responsibility for the crisis. Repayment of the nationalised losses of a private bank amounts to 12,000 (2,4 millj. kr) per Icelandic citizen, and will inevitably impact harshly on their lives and public services. By contrast the cost to Dutch and British taxpayers of the bail-out will be about 50 (10 þús. kr) per capita."
"But anyone reading the financial press in 2007 and 2008 (as opposed to the academic reports commissioned by Icelands chamber of commerce) would have known that Icelands banks were far from risk-free. That was why British and Dutch depositors enjoyed good rates of return on their deposits."
"The British and Dutch governments have sound political reasons for protecting small savers lured into shark-infested financial waters. What is unjust is that the tiny population of Iceland should be forced to bear the full costs of the laxity of Icelandic, British and Dutch regulators and the reckless behaviour of private bankers and risk-takers."
Afstaða "Fitch Rating!?
Frétt Bloomberg um "Nei" forseta vor
Skoðið svo hlekkinn sem inniheldur Video viðtal við talsmann "Fitch Rating".
Það sem mér finnst áhugaverðast, er sú skoðun talsmanns Fitch Rating, að við höfum árið í ár. En, það þíðir, að við getum beðið eftir stjórnarskiptum í Bretlandi, en þess í stað notum við þann tíma til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, og síðan eftir hana, til að ná samstöðu með þjóðinni, um einhverja tiltekna nýja stefnu, í Icesave málinu.
Talsmaður Fitch Rating, virðist ekki telja að stórfelld hætta sé á ferðum fyrir Ísland í bráð. Ísland hafi nægt fjármagn, hið minnsta fram á mitt ár 2011, en það ár kemur að stórri afborgun upp á cirka 180 milljarða. Að hans mati, sé það "deadline". Að, fyrir þann tíma, þarf Ísland að hafa tryggt sér aðgang að fjármagni.
Fitch Rating að sjálfsögðu er sama, hvernig það fjármagn væri tryggt, og/eða hvaðan það kæmi.
Niðurstaða:
- Sem sagt, við höfum tíma fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Síðan verður ný ríkisstjórn komin í Bretlandi eftir 5 mánuði.
- Norðurlönd, virðast nú loks verða búin að ákveða sig um að láta ekki lánafyrirgreiðslur þeirra, hanga á samningum við Breta - sem styrkir stöðu okkar.
- Það má jafnvel vera, að tímasetningin árið 2011 sé ekki lengur vandamál, þannig að jafnvel sé svigrúm fyrir tafsöm réttarhöld er geta tekið fleiri ár - en, þetta þurfum við að íhuga með varfærni, og ekki hrapa að neinu í fljótfærni.
- Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, ráðum við ráðum okkar, og ákveðum hvort á að semja skv. prinsippinu sameiginleg ábyrgð, eða hvort við teljum dómstólaleiðina verða hina réttu leið - en ef marka má fullyrðingar Alain Lipiet í Silfri Egils í dag 10. janúar, bera Hollendingar og Bretar alla ábyrgð, en við enga. Ef satt, og það fæst staðfest úr fleiri áttum, sem mark er takandi á; þá má virkilega vera að dómstólaleiðin, sé málið. Frétt Rúv: Ekki skylt að bæta fyrir Icesave
En, ég ítreka - ekkert óðagot. Ákveðum hvað skal gera, að vandlega íhuguðu máli.
Kv.
Þ.e. einfaldlega út í hött, að Ísland gæti staðið frammi fyrir því, að vera dæmt til að borga meira, en þ.s. því ber að borga skv. núverandi samningi. Þetta er vegna þess, að EFTA dómstóllinn er búinn, að úrskurða Íslandi í vil, hvorki meira né minna, um neyðarlögin.
Sjá mína færslu um málið, er ég skrifaði á síðasta ári:
Neyðarlögin standast reglur Evrópusambandsins!!!
- Ekki hægt lengur að gera kröfu til okkar á grunni þess, að Ísland hafi mismunað aðilum. En, krafa um jafnar greiðslur, þ.e. tryggja erlendar innistæður að sama marki, þarf að byggja á þeirri forsendu, að um mismunun hafi verið að ræða.
- Að auki, er ágætt að hafa í huga, að Bretar og Hollendingar sjálfir, tryggðu allar innistæður í eigin löndum, sem veikir mjög hugsanlega sókn á grundvelli mismununar.
- Auk þessa, tryggðu Bretar sjálfir ekki innistæður á sumum skattaparadísum, er lúta enskum yfirráðum. Það einnig veikir hugsanlegann málstað þeirra, um að gera kröfu til Íslendinga um meiri greiðslur, en cirka 20þ. Evrur.
Smá möguleiki á óhagstæðari útkomu
Fyrir bragðið, er einungis möguleiki á, að ef við töpum dómsmáli, að við lendum á svipuðum slóðum á ný, þ.e. að standa straum af cirka 20þ. Evrum. En, þá þyrfti að semja á ný, um tilhögun greiðsla.
Í því tilviki, væri ekki útilokað, að við lentum með óhagstæðari samning en nú. En, höfum í huga, að miðað við mjög erfiða greiðslustöðu Íslands, eins og staðan er í dag, myndi sú útkoma líklega leiða til greiðsluþrots. Einnig er það mín skoðun, að núverandi samningur ofan á núverandi mjög erfiða greiðslustöðu Íslands, vegna annarra skuldbindinga, sé mjög líklegur til að skila niðurstöðunni "greiðsluþrot" einnig.
Þannig séð, að ef við erum að drukkna, þá skptir ekki megin máli, hvort við erum 50 föðmum undir eða 150.
Stóra málið, er að finna leið til að drukkna ekki.
Geta hagkerfisins til hagvaxtar mjög sköðuð á næstu árum
Þetta er mikilvægt að hafa í huga, þegar við veltum fyrir okkur áhættunni á að taka á Ísland frekari skuldbindingar.
En, ef Ísland væri einstaklingur, og væri að fara fram á bankalán, þá færi viðkomandi í greiðslumat þ.s. greiðslugeta viðkomandi er metin með hliðsjón af þeirri skuld sem viðkomandi vill taka á sig, en einnig með hliðsjón af þeim skuldum sem þegar hvíla á viðkomandi. Þ.e. stóri punkturinn, enginn banki með hæfu starfsfólki, sleppir því að skoða hver skuldabyrði viðkomandi er fyrir, þannig að áhættan af nýrri skuld verður alltaf að mótast af heildargreiðslubyrði, vs tekjur.
Ég held að ég hafi gert þeim er les þetta, ljóst hve fáránleg sú hugmynd er, að meta einungis Iceave lánið útfrá Icesave láninu einu saman vs. tekjur, er. En, að sjálfsögðu er hið rétta mat áhættu, út frá þeirri heildargreiðslubyrði sem er fyrir + skuldabyrðin af Icesave vs. líklegar tekjur.
Þegar, búið er að reikna þessa hluti út; þá fyrst er hægt að meta líklega raun-áhættu.
Í þessu samhengi, skiptir gríðarlega miklu máli, hver líklegur hagvöxtur landsmanna verður á næstu árum.
Álit meirihluta ríkisstjórnar
Hlutföll útflutnings umfram innflutning, þáttatekna og viðskiptajafnaðar af landsframleiðslu (%)
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014Útflutn.-innflutn. -2,8 6,7 10,6 12,0 13,1 13,7 11,8
Þáttatekjur -39,4 -20,7 -20,8 -20,3 -18,7 -16,1 -14,6
Viðskiptajöfnuður -42,2 -14,0 -10,2 -8,3 -5,6 -2,4 -2,8
Undirliggjandi st.
Þáttatekjur -7,7 -8,5 -9,0 -8,5 -8,3 -8,0
Viðskiptajöfnuður 1,0 2,1 3,0 4,6 5,4 3,8
Hagvöxtur 1,3 -8,5 -2,4 2,2 3,4 3,4 3,6
*<Undirliggjandi stærðir, eru að frádregnum vaxtatekjum og gjöldum fyrirtækja - er skortir á upplísingar um og bankat>*
Þ.s. mér finnst alls ekki ganga upp, er það að gera ráð fyrir meiri hagvexti hér en í löndunum umhverfis okkur, þrátt fyrir að hér séu öflugari bremsur á hagvöxt ef e-h er, en gengur og gerist í hinum löndunum.
- Ég, er sannfærður um, að þær hugmyndir séu einfaldlega ekki raunhæfar.
- Þannig, að þá gangi tekjuhliðin alls ekki upp.
- Ég bendi á, að tölurnar um afgang gera klárlega ráð fyrir tekjuaukningu, þ.e. annars færi hallinn vaxandi ár frá ári, næstu 7 árin a.m.k. því það eru nokkur ár þangað til að sala eigna á að hefjast úr þrotabúunum; þannig að nokkuð er í að vaxtabyrðar þjóðfélagsins fari að lækka.
- Að auki, gera tölur fyrir árið 2009 ekki ráð fyrir lánum frá norðurlöndum og Póllandi, né AGS - þ.e. kostnaðinum af þeim skuldum. Svo, að halli aukist ekki árið 2010, þá er greinilega gert ráð fyrir verulegri tekjuaukningu fyrir árið í ár.
Samkvæmt vorskýrslu Hagstofu Íslands, er hallinn á vöruskiptum eftirfarandi.
Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009
Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008 -23,3
2009 - 2014 -1,2
2011 -1,1
2012 -2,1
2013 -1,2
2014 -1,1
Áhugavert, er að Vorskýrsla Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir mínus fyrir hvert ár út 2014. Ég held að munurinn liggi í, að þeir undanskilja ekki þessi fyrirtæki sem ríkisstjórnin, telur að hafi ekki gefið nægilega áreyðanlegar upplísingar, til að byggja á. Þess í stað, áætlar Hagstöfan kostnað fyrir þau fyrirtæki, og vaxtagjöld verða því hærri.
Mér finnst þetta raunhæfara, vegna þess að sleppa einfaldlega þessum fyrirtækjum alveg, í stað þess að setja inn skv. áætlun, valdi meiri ónákvæmni.
Niðurstöðurnar eru alvarlegar:
- Neikvæður afgangur þíðir að ekki er einu sinni til peningar fyrir vaxtagreiððslum, svo skuldir hækka jafnt og þétt.
- Enginn afgangur eða mjög lítill jávkæður, þíðir að hlutir eru í járnum, skuldir hvorki hækka né lækka.
- Einungis, ef þ.e.afgangur, helst verulegur, þá fara skuldir smám saman lækkandi. Lítill slíkur, þíðir þó að lækkun skulda getur tekið veruleg langan tíma.
"Á árunum 1980-2004 óx landsframleiðsla að meðaltali um 2,8% á ári. Þar af mátti rekja 1,3% til fólksfjölgunar og 1,5% til aukinnar framleiðni. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar fram til 2050 mun landsmönnum öllum fjölga um 0,7% að meðaltali á ári fram til 2023 og fólki á vinnualdri (20-64 ára) um 0,5%. Ef framleiðni vinnu eykst með líku lagi og undanfarna áratugi má búast við að VLF aukist að jafnaði um 2-2,5% á ári næstu 15 árin sem er nokkuð minna en Seðlabanki gerir ráð fyrir. Einstakar framkvæmdir ættu ekki að breyta miklu um þetta mat."
Þetta er að mínu mati miklu mun raunhæfari viðmið, og að auki vel rökstutt.
Fyrst um þ.s. dregur úr hagvexti:
- Óhagstæðari mannfjölgunarþróun, þ.e. vegna fólksflótta, getur minnka mögulegan hagvöxt. Engin mannfjölgun, hagvöxtur einungis 1,5%. Fækkun um 0,5%, leiddi til einungis 1% hagvaxtar.
- Að auki gera þeir þarna ekki ráð fyrir bremsandi á hagvöxt áhrifum skulda heimila, en skv. spá Seðló, stefnir í að 40% heimilar fari á þessu ári, í neivkæða eiginfjárstöðu. Ég vísa til aðvörunar AGS til iðnríkjanna, þ.s. þeir telja miklar skuldir heimila muni skaða hagvöxt á næstu árum.
- Skuldastaða fyrirtækja, er einnig stór bremsandi á hagvöxt þáttur, en skv. skýrslu AGS um Íslands frá því í haust, er staða 60% fyrirtækja hérlendis sú, að skuldastaða þeirra teslt ósjálfbær. Ég þarf vart að taka fram, að með svo hátt hlutfall fyrirtækja, með fyrirsjáanlega óviðráðanlega skuldastöðu, þá felur slíkt í sér mjög öfluga bresmu á getu okkar hagkerfis til hagvaxtar.
- Síðan er það slæmt ástand bankakerfisins okkar, sem er enn mjög - mjög veikt, þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að styrkja það. En tveir bankar eru núkomnir aftur í eigu þeirra þrotabúa, sem þeir voru upphaflega teknir út úr í október 2008. Sá þriðji hefur fengið skuldabréf í hendur frá stjórnvöldum, og þ.e. kallað endurfjármögnun. Enga raunverulega peninga, sem sagt.
- Hærri vextir, en tíðkast í nágrannalöndum, er síðan enn ein bremsan, í ofanálag við allar hinar, en vextir draga fjármagn úr hagkerfinu, og hægja því á því - sem þannig séð, er heppilegt, ef þensla er ríkjandi, en mjög óheppilegt er viðvarandi ástand er samdráttur.
- Að lokum, þá er verið hér að hækka skatta, sem hefur þveröfug áhrif við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur, sem eru að spandera peningum - þ.e. dæla þeim út í hagkerfið.
- Þetta mun koma til raunlækkunar þess hagvaxtar sem búast má við í reynd.
- Erlend fjárfesting.
- Aukning aðstreymis erlendra ferðamanna.
Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave
Fasteignaverð (raunvirði) | -35,5% | 6,0 ár | Hong Kong (-54%) | Japan, 1992 (6 ár) |
|
Hlutabréfaverð (raunvirði) |
-55,9% |
3,4 ár | Ísland (-91%) | Spánn, 1977, Malasía og Tæland (5 ár) |
|
Atvinnuleysi | 7,0% | 4,8 ár | USA, 1929 (22%) | Japan, 1992 (11 ár) |
|
VLF á föstu verðlagi |
-9,3% |
1,9 ár | USA, 1929 (-30%) | Finnland, Argentína, 2001, og USA, 1929 (4 ár) |
|
Ríkisskuldir* | 86,0% |
| Finnland, Kólumbía |
|
|
Heimild: Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff, "The Aftermath of Financies Crises," American Economic
Review: Papers & Proceedings, 99 (2), 466-472. * Aukning ríkisskulda á þremur árum eftir upphaf kreppu.
Þ.s. markverðast kemur fram, eru niðurstöður um meðalútkomu slíkra kreppa, þ.e.:
- Hagvöxtur hefst að meðaltali, eftir 1,9 ár.
- Lægð verðmætis hlutabréfa, kemur árum eftir 3,4 eftir upphaf kreppu.
- Atvinnuleysi, nær hámarki, 4,8 árum frá upphafi kreppu.
- Húsnæðis verð, nær hámarki á 6. ári, eftir upphaf kreppu.
Svo, miðað við meðalkreppu, þá:
- Hefst hagvöxtur hérlendis árið 2010.
- Verðmæti hlutabréfa hérlendis nær lágmarki árið 2012.
- Hámark atvinnuleysis verður um mitt ár, 2013.
- Botninn á kreppunni á húsnæðisverði, verður síðla árs 2015.
Ef við tökum þessa töflu til greina, þá einfaldlega er kreppan alls ekki u.þ.b. að taka enda hérlendis. Við getum séð atvinnuleysi, e-h í kringum 20%, ef við gerum ráð fyrir áframhaldandi aukningu þess, einhver ár eftir upphaf hagvaxtar.
Síðan aðvaranir AGS til iðnríkjanna
The global economy has returned to positive growth following dramatic declines. However, the recovery is uneven and not yet self sustaining, particularly in advanced economies. Financial conditions have continued to improve, but are still far from normal. Despite recent momentum, the pace of recovery is likely to be sluggish, since much remains to be done to restore financial systems to health, while household balance sheet adjustment and bank deleveraging will be drags on growth. Downside risks have reduced somewhat. A key risk is that policy support is withdrawn before the recovery can achieve self-sustaining momentum, and that financial reforms are left to languish.
2009 2010World output -1.1 3.1
Advanced economies -3.4 1.3
Euro area -4.2 0.3
Emerging and developing economies 1.7 5.1
G-20 -1.0 3.3
France -2.4 0.9
Germany -5.3 0.3
United Kingdom -4.4 0.9
United States -2.7 1.5
European Union -4.2 0.5Iceland -2,4 2,2
<Set Ísland inn til gamans, en þ.s. kreppan hósft hér ári seinna þá tek ég mið af því, og nota spá ríkisstjórnarinnar fyrir 2010 og 2011, sem eru sambærileg ár, ef spár rætast, við árin 2009 og 2010 hjá hinum ríkjunum, þ..e árið sem kreppan botnaði og hagvöxtur hófst, síðan fyrsta heila ár í hagvexti>
<En, eins og sést klárlega, gerir ríkisstjórnin ráð fyrir að síðasta samdráttarár, verði ekki eins slæmt hér og beggja megin hafsins og síðan fyrir því, að fyrsta heila ár í hagvexti verði miklu betra>
<Þetta finnst mér öldungis fráleitt>
Hvernig ríma aðvaranir AGS við okkar aðstæður?
- household balance sheet adjustment - þeir benda á að miklar skuldir heimila verði hemill á hagvöxt. Skuldir heimila enn verri hér, en í samanburðaröndum.
- bank deleveraging will be drags on growth - veikleiki bankakerfisins, er enn alvarlegri hér.
- Síðan eru það skuldir fyrirtækja. En, ég endurtek þ.s. ég sagði áðan, að 60% fyrirtækja hérlendis, eru í raun gjaldrota, þó þau séu enn starfandi.
Við erum sem sagt, með alla sömu hemlana, en hér eru þeir bara verri, þ.e. að hemla meira. Að auki, höfum við búið til okkar eigin hemla.
-----------------------------------------------------
Það er því ljóst, að þ.s. spá stjórnvalda og AGS um hagvöxt til framtíðar, er mjög ólíkleg til að rætast, þá gangi ekki heldur upp plön stjórnvalda um tekjur, hvort sem um er að ræða skatttekjur eða almennt tekjur þjóðarbúsins. Þannig gangi tekjuhliðin augljóslega ekki upp:
En, ef þ.e. svo, að tekjuhliðin gangi ekki upp, þá um leið er ljóst, að mjög umtalsverð áhætta verður af því fyrir Ísland, að taka á sig frekari skuldbindingar, sérstaklega stórar skuldbingar.
- Þetta er hluti af spurningunni, hvort áhættusamara þ.e. fyrir okkur, að leita eftir frekari samningum, eða ekki?
- Eða, jafnvel hvort það sé mjög áhættusamt, að fara með mál fyrir dóm.
- Allt af þessu hefur einhverja umtalsverða áhættu, en þær hættur þarf þá að setja á vigt á móti hættunni sem stafi af frekari skuldbindingum.
- Þ.s. hættan af gjaldþroti er greinilega mjög veruleg, jafnvel burtséð frá Icesave, þá þarf áhætta af því að fara með mál fyrir dóm, að vera bísna mikil, eða þá bísna áhættusamt, að reyna samningaleiðina eina ferðina enn.
- Ég get ekki séð, að dómsmál sé aðlaðandi lausn fyrir Breta og Hollendinga, vegna þess að það er raunveruleg lagaleg óvissa um, hvort við eigum að greiða. Að auki, hafa Bretar sjálfir ekki alls staðar þ.s. þeirra lög ríkja valið að tryggja innistæður, þannig að visst fordæmi er kæmi þeim sjálfum í koll gæti skapast.
- Þá er það helst spurningin um samninga, en einmitt vegna lagaóvissunar, og óvissunnar um útkomu hugsanlegs dómsmáls; þá er það einfaldlega rökrétt, að þeir ættu að vera viljugir til að gefa eftir. Sjá grein Michael Waibel að neðan.
- Ég bendi á, að auki, að gjaldþrot, þó svo við sannarlega eigum að leitast við að komast hjá því, er ekki endir alls. Í því ástandi, værum við enn með fiskinn - álið - og ferðamennina. En, á móti kæmi að fyrirtæki er hafa ekki útflutningstekjur - þ.e. innlend starfsemi einungis, myndu mörg sennilega fara á hausinn. En, á móti kemur, að mjög mörg fyrirtæki, eru hvort sem er á leiðinni í þrot. Svo, þ.e. ekki endilega svo að miklu myndi muna. Á móti kæmi svo það, að hafa allar útflutningstekjurnar, þ.e. að vera ekki að verja mjög háu hlutfalli þeirra í erlend lán. Þ.s. ég er að meina, er að gjaldþrot er valkostur - ef ekki tekst að ná nægilega góðum samningum, og/eða ljóst verður að við erum hvort eð er, að reka í átt að þeirri bjargbrún. En, betra þó er að hafa Icesave skuldbindingar ekki á bakinu, í þessu tilviki.
Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."
Iceland has no clear legal obligation to pay up
What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitchs premature downgrade of Icelands credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement.
A protracted legal battle is in nobodys interest. Yet the UK and the Netherlands need to start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage. Any negotiated agreement should reflect the uncertainty of how much Iceland is liable to pay in the first place. This uncertainty should be reflected in a substantial discount on the principal, together with a reasonable interest rate.
Afstaða "Fitch Rating!?
Frétt Bloomberg um "Nei" forseta vor
Skoðið svo hlekkinn sem inniheldur Video viðtal við talsmann "Fitch Rating".
Það sem mér finnst áhugaverðast, er sú skoðun talsmanns Fitch Rating, að við höfum árið í ár. En, það þíðir, að við getum beðið eftir stjórnarskiptum í Bretlandi, en þess í stað notum við þann tíma til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, og síðan eftir hana, til að ná samstöðu með þjóðinni, um einhverja tiltekna nýja stefnu, í Icesave málinu.
Talsmaður Fitch Rating, virðist ekki telja að stórfelld hætta sé á ferðum fyrir Ísland í bráð. Ísland hafi nægt fjármagn, hið minnsta fram á mitt ár 2011, en það ár kemur að stórri afborgun upp á cirka 180 milljarða. Að hans mati, sé það "deadline". Að, fyrir þann tíma, þarf Ísland að hafa tryggt sér aðgang að fjármagni.
Fitch Rating að sjálfsögðu er sama, hvernig það fjármagn væri tryggt, og/eða hvaðan það kæmi.
Hvað eigum við þá að gera?
- Höldum þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, og sýnum vilja þjóðarinnar í verki.
- Út af fyrir sig, kæmi það til greina, í mínum augum, að flokkarnir settust niður á rökstóla og komi sér saman um sameiginlega stefnu í málinu, þjóðaratkvæðagreiðslunni myndi vera sleppt.
- Það gæti fræðilega gengið hraðar fyrir sig, minni tími tapast.
- Á hinn bóginn, hefur ekkert sérstakt bent til þess, að líkur á sáttum milli flokkanna, hafi aukist. Þvert á móti, virðast aðilar halda áfram að fjarlægjast. Þ.e. varasamt, því þá halda væringar áfram, og líklega vinda þær þá áfram upp á sig, spenna vex stig af stigi.
- Óþægilega líkleg útkoma er, að ríkisstjórnin tapi atvkæðagreiðslunni, en að hún þá afgreiði málið á þeim grunni, að fólk hafi látið plata sig, að hún hafi rétt fyrir sér, ákveði þrátt fyrir yfirlísingar að sytja áfram. Síðan, reyni hún allt hvað hún getur til að ógilda niðurstöðuna.
- Ég óttast þá útkomu, því þá getur það sannarlega gerst, að einhverskonar og þá enn alvarlegri uppreisn en áður, eigi sér stað.
Ég held að við eigum þolanlegan séns, í nýja samninga - eftir stjórnarskipti í Bretlandi. Við getum beðið þangað til. Höfum alveg efni á að gera það.
Útkoma þjóðaratkvæðagreiðslu, getur alveg styrkt okkar samningsaðstöðu og þá best, að hún verði með sem mestum mun og mestri þátttöku.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.1.2010 kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef áður, minnst á skýrslu Hagfræði Stofnunar Háslóla Íslands um Icesave, frá því á síðasta haust. En, hún kemur að mínu mati fram með miklu mun raunhæfari markmið um hagvöxt.
Athugið þó, að þeir reikna ekki inn í spá sína, atriði er draga úr hagvesti.
Á móti reikna þeir ekki heldur með, atriðum er hugsanlega koma á móti, og auka hagvöxt.
Endilega skoðið Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave frá síðasta ári.
"Á árunum 1980-2004 óx landsframleiðsla að meðaltali um 2,8% á ári. Þar af
mátti rekja 1,3% til fólksfjölgunar og 1,5% til aukinnar framleiðni. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar fram til 2050 mun landsmönnum öllum fjölga um 0,7% að meðaltali á ári fram til 2023 og fólki á vinnualdri (20-64 ára) um 0,5%. Ef framleiðni vinnu eykst með líku lagi og undanfarna áratugi má búast við að VLF aukist að jafnaði um 2-2,5% á ári næstu 15 árin sem er nokkuð minna en Seðlabanki gerir ráð fyrir. Einstakar framkvæmdir ættu ekki að breyta miklu um þetta mat."
Þetta er að mínu mati miklu mun raunhæfari viðmið, en þau er ríkisstjórnin og Seðlabanki hafa kynnt alþjóð, og er miðað við í skýrslu AGS; tel ég þau vel rökstutt.
The global economy has returned to positive growth following dramatic declines. However, the recovery is uneven and not yet self sustaining, particularly in advanced economies. Financial conditions have continued to improve, but are still far from normal. Despite recent momentum, the pace of recovery is likely to be sluggish, since much remains to be done to restore financial systems to health, while household balance sheet adjustment and bank deleveraging will be drags on growth. Downside risks have reduced somewhat. A key risk is that policy support is withdrawn before the recovery can achieve self-sustaining momentum, and that financial reforms are left to languish.
Fyrst um þ.s. dregur úr hagvexti:
- Óhagstæðari mannfjölgunarþróun, þ.e. vegna fólksflótta, getur minnkað mögulegan hagvöxt. Engin mannfjölgun, hagvöxtur einungis 1,5%. Fækkun um 0,5%, leiddi til einungis 1% hagvaxtar.
- Að auki gera þeir þarna ekki ráð fyrir bremsandi á hagvöxt áhrifum skulda heimila, en skv. spá Seðló, stefnir í að 40% heimila fari á þessu ári, í neikvæða eiginfjárstöðu. Ég vísa til aðvörunar AGS til iðnríkjanna, þ.s. þeir telja miklar skuldir heimila muni skaða hagvöxt á næstu árum.
- Skuldastaða fyrirtækja, er einnig stór bremsandi á hagvöxt þáttur, en skv. skýrslu AGS um Ísland frá því í haust, er staða 60% fyrirtækja hérlendis sú, að skuldastaða þeirra telst ósjálfbær. Ég þarf vart að taka fram, að með svo hátt hlutfall fyrirtækja, með fyrirsjáanlega óviðráðanlega skuldastöðu, þá felur slíkt í sér mjög öfluga bremsu á getu okkar hagkerfis til hagvaxtar.
- Síðan er það slæmt ástand bankakerfisins okkar, sem er enn mjög - mjög veikt, þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að styrkja það. En tveir bankar eru nú komnir aftur í eigu þeirra þrotabúa, sem þeir voru upphaflega teknir út úr í október 2008. Sá þriðji hefur fengið skuldabréf í hendur frá stjórnvöldum, og þ.e. kallað endurfjármögnun. Enga raunverulega peninga, sem sagt.
- Hærri vextir, en tíðkast í nágrannalöndum, er síðan enn ein bremsan, í ofanálag við allar hinar, en vextir draga fjármagn úr hagkerfinu, og hægja því á því - sem þannig séð, er heppilegt, ef þensla er ríkjandi, en mjög óheppilegt ef viðvarandi ástand er samdráttur.
- Að lokum, þá er verið hér að hækka skatta, sem hefur þveröfug áhrif við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur, sem eru að spandera peningum - þ.e. dæla þeim út í hagkerfið.
- Þetta mun koma til raunlækkunar þess hagvaxtar sem búast má við í reynd.
Síðan þ.s. kemur á móti til hækkunar hagvaxtar.
- Hér er verið að tala um erlenda fjárfestingu.
- Síðan er það hugsanleg aukning aðstreymis ferðamanna.
Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave
Fasteignaverð (raunvirði) | -35,5% | 6,0 ár | Hong Kong (-54%) | Japan, 1992 (6 ár) |
|
Hlutabréfaverð (raunvirði) |
-55,9% |
3,4 ár | Ísland (-91%) | Spánn, 1977, Malasía og Tæland (5 ár) |
|
Atvinnuleysi | 7,0% | 4,8 ár | USA, 1929 (22%) | Japan, 1992 (11 ár) |
|
VLF á föstu verðlagi |
-9,3% |
1,9 ár | USA, 1929 (-30%) | Finnland, Argentína, 2001, og USA, 1929 (4 ár) |
|
Ríkisskuldir* | 86,0% |
| Finnland, Kólumbía |
|
|
Heimild: Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff, "The Aftermath of Financies Crises," American Economic
Review: Papers & Proceedings, 99 (2), 466-472. * Aukning ríkisskulda á þremur árum eftir upphaf kreppu.
Þ.s. markverðast kemur fram, eru niðurstöður um meðalútkomu slíkra kreppa, þ.e.:
- Hagvöxtur hefst að meðaltali, eftir 1,9 ár.
- Lægð verðmætis hlutabréfa, kemur árum eftir 3,4 eftir upphaf kreppu.
- Atvinnuleysi, nær hámarki, 4,8 árum frá upphafi kreppu.
- Húsnæðis verð, nær hámarki á 6. ári, eftir upphaf kreppu.
Svo, miðað við meðalkreppu, þá:
- Hefst hagvöxtur hérlendis árið 2010.
- Verðmæti hlutabréfa hérlendis nær lágmarki árið 2012.
- Hámark atvinnuleysis verður um mitt ár, 2013.
- Botninn á kreppunni á húsnæðisverði, verður síðla árs 2015.
Það má sannarlega velta fyrir sér, spurningunni hvort okkar kreppa er meðalkreppa í þessu samhengi, eða eitthvað verra.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2010 | 00:42
Íslendingar eiga ekki slæman séns í dómsmáli!
Þetta er hvorki meira en minna en skoðun "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."
Kæru Íslendingar, þetta er rosalegt, því ég hef aldrei nokkurntíma fyrr séð eða heyrt útlending af þessum kalíber, halda þessu blákalt fram.
Ég held, virkilega að hlutir séu að færast, í okkar átt. Ég er farinn, að þora að trúa því.
Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."
Iceland has no clear legal obligation to pay up
What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitchs premature downgrade of Icelands credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement.
Ég stari á þessi orð með lotningu, en hann telur að sénsar okkar Íslendinga, séu alls ekki slæmir ef mál færi fyrir dóm. Takk fyrir!
A protracted legal battle is in nobodys interest. Yet the UK and the Netherlands need to start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage. Any negotiated agreement should reflect the uncertainty of how much Iceland is liable to pay in the first place. This uncertainty should be reflected in a substantial discount on the principal, together with a reasonable interest rate.
Hann telur sem sagt, í ljósi óvissunnar um á hvaða veg dómsmál fari, að eðlilegt sé að meta þá óvissu okkur í hag, og gefa eftir hluta skuldar og krafna um vexti, í samræmi við óvissuna.
Þetta er kannski ekki grein, sem segir að rétturinn sé allur okkar meginn, en hann segir blákalt að við eigum séns. Miðað við orð hans, þá er það alls engin óskynsemi, að leitast við að ná betri samningum.
VIð eigum að reina við betri samninga.
Kv.
8.1.2010 | 22:53
Hver er afstaða "Fitch Rating!?
Mér var bent á hlekk á viðtal talsmanns "Fitch Rating". Hann er að finna á þessari síðu:
Frétt Bloomberg um "Nei" forseta vor
Skoðið svo hlekkinn sem inniheldur Video viðtal við talsmann "Fitch Rating".
Óvissa í innanlands pólitík
Þetta virðist vera stærsta ástæðan að þeirra mati. En, þeir telja að mánuðir geti liðið, þar til Íslendingar koma sér saman um nýja stefnu, í átt að hugsanlegu samkomulagi. Síðan eftir að því er lokið, taki við nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga.
Athyglisvert, er að þeir virðast reikna með nýjum samningaviðræðum.
Höfum tíma til 2011
Talsmaður Fitch Rating, virðist þó ekki telja, að stórfelld hætta sé á ferðum fyrir Ísland. Við höfum næga peninga, hið minnsta fram á mitt ár 2011, en það ár kemur að stórri afborgun upp á cirka 180 milljarða. Að hans mati, sé það "deadline". Að, fyrir þann tíma, þurfum við að hafa tryggt okkur aðgang að fjármagni.
Höfum ekki meiri áhyggjur en stjórnendur Fitch Rating
Þeir telja með öðrum orðum ekki ógn og skelfingu vera á allra næsta leiti. Skv. því, höfum við a.m.k. til ársloka 2010, að útkljá málið með einhverjum hætti við Breta og Hollendinga, eða, að finna aðra leið til að útvega okkur fjármagn.
Óþarfi að mála skrattann á vegginn!
Kv.
8.1.2010 | 21:32
"Unjust for Iceland to take sole responsibility"
Þeim fer fjölgandi sem taka úti í heimi, afstöðu með okkur. Það er gríðarlegur fengur af raunstuðningi Financial Times, en FT.com er með öflugustu fjölmiðlum heimsins, og fréttir þaðan eru lesnar af milljínum manna á hverjum degi.
Þeirra stuðningur er því alveg ótrúlegt "coup" og, við virkilega þurfum að notfæra okkur þetta, snúa umfjölluninni við.
"Unjust for Iceland to take sole responsibility"
Í þessari grein, frá Lögfræðifyrirtækinu breska, "Advocacy International" taka lögfræðingarnir Ann Pettifor og Jeremy Smith, mjög greinilega afstöðu með málsstað Íslendinga.
Sjá grein: Unjust for Iceland to take sole responsibility
Einkum er ég ánægður með eftirfarandi orð:
"The UK and the Netherlands, with a combined population of 76m, should cease to use economic force majeure on a tiny country, and accept the principle of co-responsibility for the crisis. Repayment of the nationalised losses of a private bank amounts to 12,000 (2,4 millj. kr) per Icelandic citizen, and will inevitably impact harshly on their lives and public services. By contrast the cost to Dutch and British taxpayers of the bail-out will be about 50 (10 þús. kr) per capita."
Síðan benda þau einnig á eftirfarandi:
But anyone reading the financial press in 2007 and 2008 (as opposed to the academic reports commissioned by Icelands chamber of commerce) would have known that Icelands banks were far from risk-free. That was why British and Dutch depositors enjoyed good rates of return on their deposits.
The British and Dutch governments have sound political reasons for protecting small savers lured into shark-infested financial waters. What is unjust is that the tiny population of Iceland should be forced to bear the full costs of the laxity of Icelandic, British and Dutch regulators and the reckless behaviour of private bankers and risk-takers.
Gríðarlega góðir punktar
Þau benda á, hvað raunverulegt réttlæti væri, í þessari stöðu. Með öðrum orðum prinsippið "co-responsibility" eða sameiginleg ábyrgð.
Þ.e. einfaldlega ekki réttlátt, að Íslandi beri öll ábyrgðin. Sannarleg er það rétt, að 3. ríkisstjórn Davíðs og Dóra, og síðan ríkisstjórn Geira og Sollu; bera sameiginlega mikla ábyrgð á því hvernig fór. Einkum, er gríðarlegt ábyrgðaleysi Viðeyjarstjórnarinnar alvarlegt í þessu samhengi.
En, Bretar og Hollendingar bera einnig ábyrgð. Hvað í andskotanum, var fjármálaeftirlit Hollands t.d. að hugsa, þegar það heimilaði Icesave reikninga í Hollandi, en þeir hófu starfsemi ekki fyrr en í júní 2008?
Það skiptir engu máli, hverju í andskotanum Viðeyjarstjórnin lofaði, þá voru öll aðvörunarljós farin að loga og það með áberandi hætti. Það verður að segjast, að ákvörðun hollenska fjármálaeftirlitsins, virðist einkum glæfraleg.
Icesave reikningar, opnuðu cirka ári á undan í Bretlandi. Að sögn talsmanns breska fjármálaeftirlitsins, þá var hluti af ástæðunni fyrir að þetta var heimilað sú, að talið var að Icesave reikningarnir myndu styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans - sem er svipuð afstöðu ísl. fjármálaeftirlitsins.
Með öðrum orðum, bæði breska og ísl. fjármálaeftirlitið, töldu þetta vera leið til reddingar.
Ekki hef ég þekkingu á, hvað hollenska fjármálaeftirlitið var að hugsa.
Sannarlega berum við ábyrgð, en ekki alla
Íslendingar, ætla sér alls ekki að hlaupast undan ábyrgð, eins og talsmenn Samfó láta; né er það afstaða Framsóknarmanna, að svo eigi að gera.
En, við getum ekki sætt okkur við svo augljóslega óréttláta skiptingu byrðarinnar af Icesave.
En, eins og þessi ágætu lögfræðingar reikna réttilega, þá er skiptingin 2,4 millur per íslending en aðeins 10 þúsund per 76 milljón íbúa Bretl. og Hollands.
Sannarlega, vill enginn taka á sig byrðar, sérstaklega að hluta til búnar til sennilega vegna glæpsamlegs atferlis og sannarlega voru ísl. stjórnmálamenn og athafnamenn, mjög óskynsamir.
En, þessar byrðar eru ekki stórfellt vandamál fyrir Breta og Hollendinga, á sama tima og þær geta riðið okkar efnahag að fullu, og að auki skaðað hag ísl. framtíðarkynslóða.
Það getur með engum hætti, talist réttlæti, að skaða okkar framtóðarkynslóðir, né setja svo erfiðar byrðar á núverandi kynslóðir, að þær rísi ekki undir þeim og stórfelldur fólksflótti úr landi bresti á.
Við erum að tala um framtíð þjóðarinnar.
Jöfnum byrðunum á ný, og nú með sanngjarnari hætti!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 18:35
Ég er hneykslaður!
Í gær, fimmtudaginn 7. jan, kom fram í speglinum, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur.
Pistill Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur, stjórnsýslufræðings
Icesave andstaða - "pólitískt samsæri".
Hún hraunaði yfir alla þá, sem eru andstæðingar Icesave, og notaði orð eins og lýðsskrum, deila og drottna, að notfæra sér málið, o.s.frv. Af orðum hennar að ráða, er greinilegt að hún hefur alls enga samúð með málsstað, andstæðinga Icesave - reyndar hljómar það eins og hún telji að einhvers konar "tilgangur helgar málið" dæmi sé í gangi, þ.e. einhver annar tilgangur að baki heldur en umhyggja gagnvart þjóðinni. Það kemur reyndar ekki beint fram í orðum hennar, en má lesa á milli lína úr orðum eins og "deila og drottna, sundrungaröfl reyna að taka völdin í sínar hendur, sameina þjóðina á sínum forsendum" - þannig, að hún sér þetta greinilega sem beina valdabaráttu við ríkisstjórnina, með öðrum orðum, að aðilar séu einungis að nýta sér málið til að grafa undan ríkisstjórninni.
Áhugavert, hvað þetta rímar við margt af því, sem maður hefur heyrt frá Samfylkingarfólki, nefnilega að baráttan gegn Icesave, sé einungis pólitískt samsæri, að gömlu spilltu öflin, ásamt samsafnaði lýðsskrumara og einfeldninga, sé að leitast við að steypa stjórninni
Samkvæmt þessu, er væntanlega stór hluti þjóðarinnar utan gátta, og þjáður af misskilningi - og augljóst, hvað er það eina rétta að hennar mati.
Augljóst er hvað þetta lýsir, mikilli fyrirlitningu gagnvart þjóðinni
En, ljóst er af þessu, ef þessi skoðun er ríkjandi innan Samfó, að þá ef til vill er það skýring þeirrar frámunalegu þrjósku og stífni, sem auðsýnd hefur verið af hennar fulltrúum. Þ.e. að eftir því sem andstaðan gegn Icesave hefur breyðst út, hafa þau fyllst æ sterkari tilfinningu ógnar, og um leið orðið enn einbeittari í að standa gegn því, sem er einungis séð sem "ískalt" samsæri andstæðinga, til að steypa fyrstu vinstristjórn landsins.
En, með því að sjá þetta með þessum hætti, neyðast þau til að trúa því, að þjóðin sé beinlínis fífl. En, það má ráða af orðum hennar, svo sem að þetta sé moldviðri þeytt upp af lýðsskrumurum, að það sé auðvelt að blekkja fólk til fylgis, þ.e. þjóðina, og einnig af orðum sem heyrast nú mikið á netinu - nefnilega "að enginn kjósi að borga" sem ber með sér þá trú að þjóðin sé óskynsöm. Með öðrum orðum, er gefið í skyn, að "nei" muni fela í sér, óskynsemi þjóðarinnar.
Mér virðist ljóst, að Samfó sé orðin, eins og sértrúarsöfnuður, sem eins og dæmigerðir slikir, veit hvað er rétt, og undir þrýstingi, forherðist einungis.
Hættan er sú, að ef ekki er hægt að ná í gegn til þessa fólks, að eina leiðn verði leið átaka og frekara sundurlyndis, þangað til þau eru brotin á bak aftur.
En, ef fólk er á annað borð haldið ranghugmyndum, í þessu tilviki af taginu "groupthink", þá getur verið mjög erfitt að fá þau til að átta sig.
Ég er hneyklaður
Ég er hneyklaður á því, að RÚV skuli ítrekað í sinni tíð, byrta hreina pólitíska áróðurs pistla, eins og um fræðilegar úttektir væri að ræða. En, sem dæm er Sigurbjörg m.a. beðin að ráðleggja um viðbrögð fyrir Íslendinga og hún kemst upp með, að fara með augljósa staðlausa stafi um alþjóðamál. En, þó er hún ekki alþjóðafræðingur, heldur einungis stjórnsýslufræðingur - sem eru algerlega óskild svið.
Sjá hér úrgrip úr pistlinum:
"Deila og drottna", "sundra þjóð" - "Icesave notað", "sundrungarölf reyna taka völdin í sínar hendur með e-h hætti og sameina þjóðina á sínum forsendum", "auðveldur aðgangur fyrir lýðskrum" - "þjóðinni gersamlega misboðið vegna hegðunar þingmanna (stjórnarandstöðu)" - "fólk að átta sig á því að þ.s. sundrungaröfin kölluðu hræðsuáróður um þ.s. gæti gerst ef við ætluðum ekki að axla ábyrgð okkar á Icesave og ef við ætluðum að hafna því að ganga inn í samkomulag og taka okkar skerf af þeirri ábyrgð sem Icesave reikningarnir bera með sér" - "fólk er að komast að því að það að þetta hafi verið hræðsluáróður hafi verið rangt", "fólk er farið að átta sig á því að viðbrögðin eru að koma yfir okkur frá alþjóðasamfélaginu" - "þetta var ekki hræðsluáróður" - "þessi viðbögð alþjóðasamfélagsins þau verða ekki bara til út af Íslandi þetta er alþekkt í alþjóðlegum samskiptum og alþjóðlegum viðskiptum að þegar þjóðir fara ekki að þeim almennu reglum sem um slík samskipti gilda" - "ef þær fara að haga sér eins og einhver ólíkindatól" - "þá bregst aðlþjóðasamfélagið við", "þá stendur alþjóðasamfélagið yfirleitt nokkuð vel saman til að tryggja það að reglum sé fylgt, þeim sé haldið,"
Manneskjan er gengin af göflunum!
Ég verð að segja, að ótrúleg vanþekking hennar komi fram í þeim hluta, er ég lita rautt. En, alþjóðasamfélagið - þ.e. SÞ, stóru þjóðirnar, sannarlega beita sér öðru hvoru gagnvart ríkjum, er brjóta reglur. En, til þess þarf mjög alvarleg og ógnandi fyrir alþjóðasamfélagið, brot. Eða, að þau séu með þeim hætti, að e-h skonar almenn hneyxlan brjótist fram.
Það er algerlega út í hött, að beita þess-konar samanburði.
Dæmi um alvarleg og ógnandi brot, er t.d. "Þegar Íranar héldu starfsfólki sendiráðs Bandaríkjanna í gíslingu í yfir ár" - "þegar Saddam Hussain gerði innrás í Kuwait" - "Lockerbie tilræðið sem Lýbía stóð að baki" - "Áttökin í Ísrael" - "Hegðun Írans" - "Hegðun Milosevic og Serba í stríðunum í Bosníu og Króatíu".
Dæmi um hneyxlanlega atburði - "gasárás Saddam Hussains á Kúrdíska flóttamenn" - "fjöldamorðin í Rúvanda" - "Hegðun stjórnvalda í Myanmar gagnvart stjórnarandstöðu" - "Hegðun stjórnvalda í N-Kóreu gagnvart eigin þjóð" - "Hegðun forseta Zimbabve".
Í öllum ofantöldum tilvikum, hefur alþjóðasamfélagið á endanum, gripið til sameiginlegra gagnaðgerða.
Þ.s. menn þurfa að hafa í huga, er, að það þarf heilmikið til að alþjóðasamfélagið hreyfi sig. Það að líkja okkar gerðum, í tengslum við Icesave, við e-h af þessu ofantöldu, er svo sterkt fáránlegt, að fræðimaður sem lætur slíka froðu út úr sér, fyrir alþjóð, getur ekki lengur verið tekinn alvarlega.
Manneskjan er með þessu búin að afhjúpa sig, sem slíkt algert fífl, að ég stend á öndinni af forundran.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2010 | 23:27
Hver íslendingur þarf að bera 2,4 milljónir Kr. á meðan að hver hollendingur eða breti þarf að borga 10 þúsund Kr. per haus!
Hver íslendingur þarf að bera 2,4 milljónir Kr. á meðan að hver hollendingur eða breti þarf að borga 10 þúsund Kr. per haus - þ.e. ef þeir bera kostnaðinn.
Þetta er því sem munar, að deila upphæð með 300þús. manns eða 7 milljón.
Breskum og hollenskum skattborgurum, munar ekki íkja mikið um þetta.
Sjá: Financial Times, mjög áhugaverða grein, skrifaða af fulltrúum þekkst bresks lögfræði fyrirtækis, þ.e. "Ann Pettifor and Jeremy Smith, Advocacy International."
Unjust for Iceland to take sole responsibility
"The UK and the Netherlands, with a combined population of 76m, should cease to use economic force majeure on a tiny country, and accept the principle of co-responsibility for the crisis. Repayment of the nationalised losses of a private bank amounts to 12,000 (2.400.000 KR) per Icelandic citizen, and will inevitably impact harshly on their lives and public services. By contrast the cost to Dutch and British taxpayers of the bail-out will be about 50 (10.000 Kr) per capita." - "What is unjust is that the tiny population of Iceland should be forced to bear the full costs of the laxity of Icelandic, British and Dutch regulators and the reckless behaviour of private bankers and risk-takers."
Þessa grein, tekur einnig fyrir rök, sem margoft hafa komið fram hjá þeim Íslendingum, sem hafa bent á að meðferð Breta og Hollendinga á okkur, sé ekki sanngjörn. Einnig, að á meðan þetta sé okkur mjög erfitt, sé þetta mjög lítið mál fyrir meðal Bretann og Hollendinginn.
Virkilega gott að sjá tölfræðilegann samanburð, á byrðunum eftir því hvort við berum þær eða þeir.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2010 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar