Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Lítum á "Nei" forseta Íslands sem tækifæri, í stað þess að fórna höndum, og álykta að nú fari allt til fjandans. Ísland, er nú aftur í erlendum fjölmiðlum, og það akkúrat getur einnig verið tækifæri!

Það ætti vart að koma neinum hugsandi manni á óvart, að fyrstu viðbrögð erlendra fjölmiðla væru hörð, enda voru breskir fjölmiðlar að vitna í viðbrögð eigin stjórnvalda og svipað var gert af hollenskum fjölmiðlum, þ.e. að vitna í eigin stjórnvöld. Engum heilvita manni, hefði átt að detta annað í hug, að slíkar tilvitnanri myndu lýsa vonbrigðum og sterkri neikvæðni gagnvart, neitun forseta vor.

Nú þegar á öðrum degi, virðist umræðan taka breytingum, þ.e. komnar eru fram greinar, sem verða beinlínis að kallast vinsamlegar. Síðan, virðast kannanir gerðar í nokkrum stórum blöðum, ekki benda til harðra viðbragða almennings,,,þvert á móti, virðist áberandi sú afstaða að íslendingar hefðu orðið fyrir því sama og þeir, þ.e. kostnað og kreppu.

Það veldur vonbrigðum, ef ekki endilega undrun, viðbrögð málsmetinna manna hérlendis, einkum stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar, sem koma hver eftir öðrum fram í fjölmiðlum, og kalla ákvörðun forseta í besta falli ílla grundaða, og saka þá sem eru á annarri skoðun en þeir um lýðsskrum. Þar á meðal þekktur stjórnsýslufræðingur, í ríkisútvarpinu í dag.

Það veldur að sjálfsögðu vonbrigðum, að þeir sem vilja kalla sig fræðimenn, skuli ekki getað risið yfir slíka augljósa flokkspólitíska skiptingu - og skuli greina hluti fullkomlega í samræmi, við þ.s. kemur frá áróðursmeisturum, Samfylkingar. Maður, verður að sjálfsögðu að vísa ásökunum um lýðsskrum, til föðurhúsa.

 

Áhugaverð fjölmiðlaumræða

Fyrst er að sjálfsögðu, mjög áhugaverð forysturgrein Financial Times, sem er með áhrifamestu fjölmiðum í heiminum, lesið af milljónum manna á hverjum degi.

Do not put Iceland in a debtors’ prison

"It is hard to fathom the need to make an example of Iceland. For the creditors, the loans are trivial: they sum to €3.9bn, one-hundredth of what the UK alone will borrow this year and next. Neighbourly generosity would cost Amsterdam and London next to nothing."

Tónninn, er vægt sagt, vinsamlegur. Setningin að ofan, hefði allt eins getað verið skrifuð af fulltrúa t.d. Indefese. 

Reyndar, er þetta punktur, sem margítrekað hefur verið notaður af stjórnarandstöðunni.

 

Ef ég held áfram með Financial Times þá er einnig að finna mjög áhugaverða grein, skrifaða af fulltrúum þekkst bresks lögfræði fyrirtækis, þ.e. "Ann Pettifor and Jeremy Smith,
Advocacy International."

Unjust for Iceland to take sole responsibility

"The UK and the Netherlands, with a combined population of 76m, should cease to use economic force majeure on a tiny country, and accept the principle of co-responsibility for the crisis. Repayment of the nationalised losses of a private bank amounts to €12,000 (2.400.000 KR) per Icelandic citizen, and will inevitably impact harshly on their lives and public services. By contrast the cost to Dutch and British taxpayers of the bail-out will be about €50 (10.000 Kr) per capita." - "What is unjust is that the tiny population of Iceland should be forced to bear the full costs of the laxity of Icelandic, British and Dutch regulators and the reckless behaviour of private bankers and risk-takers."

Þessa grein, tekur einnig fyrir rök, sem margoft hafa komið fram hjá þeim Íslendingum, sem hafa bent á að meðferð Breta og Hollendinga á okkur, sé ekki sanngjörn. Einnig, að á meðan þetta sé okkur mjög erfitt, sé þetta mjög lítið mál fyrir meðal Bretann og Hollendinginn.

Gott að sjá tölfræðilegann samanburð, þ.e. hver íslendingur þarf að bera 2,4 milljónir Kr. á meðan að hver hollendingur eða breti þarf að borga 10 þúsund Kr. per haus - ef þeir bera kostnaðinn.

 

Síðan byrtist einnig í Financial Times  grein eftir íslandsvininn, Michael Hudson. Sá ver eins og vanalega okkar málstað og rétt.

Iceland has the right to refuse debt servitude

"Under normal conditions Iceland, a prospective EU member that had signed up to European deposit insurance rules, would have availed itself of the right to settle with depositors in an orderly manner. Article 10 of EU Directive 94/19/EC gave Iceland's Depositors' and Investors' Guarantee Fund (TIF) nine months to settle matters after the failure of a financial institution. Privately funded by domestic banks (unlike Britain's public Financial Services Agency), the TIF collected just 1 per cent of deposit liabilities as a risk premium." - "The EU law did not anticipate a systemic failure and made no provision for the government to be liable beyond its insurance agency."

 

Enn ein greinin úr Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Iceland has no clear legal obligation to pay up

What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitch’s premature downgrade of Iceland’s credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement.

Ég stari á þessi orð með lotningu, en hann telur líklegra en ekki, að Íslendinga myndu vinna dómsmál. Takk fyrir!

 

Síðan er það, mjög vinsamleg grein dálkahöfundar viðskiptahluta Irish Times, sem að vísu er ekki neinn risafjölmiðill eins og Financial Times, en þ.e. samt ánægjulegt að sjá slíka umfjöllun frá Írlandi.

En, sá er skrifar er greinilega kunnugur þeim rökum, sem notuð eru af stjórnvöldum hérlendis, ber þau síðan saman við rök eigin stjórnvalda og gerir háð og spott af.

More proof if it is needed  that Ireland is not Iceland

"If we don’t keep AIB and Bank of Ireland going – and Anglo on life-support – the ability of the country to borrow will be severely impaired, or so we are told." - "Events in Iceland may well prove a test of this hypothesis, assuming the people of Iceland don’t “see sense” and vote through the proposal to repay Icesave depositors in a referendum. Assuming they don’t, it will be interesting to see if the apocalyptic consequences that have been predicted manifest themselves. If they don’t, and such things rarely do, it will call into question the logic of our own bank-friendly approach to dealing with the banks."

Af skrifum hans að merkja, er margt svipað með áróðri írskra og íslenskra stjórnvalda, þ.e. að ef ekki er farið eftir markaðri stefnu, þá muni enginn nokkurntíma vilja lána aftur, o.s.frv.

Gað gætir jafnvel vissrar öfundar hjá honum í garð Íslendinga, að þeir skuli hafa þorað að gera uppreisn.

 

Síðan er það stórblaðið The Independent, en ljóst er af grein þess, að Íslendingar hafa alla samúð ritstjórnar þess blaðs.

Iceland should not be bullied

"The British Government has behaved like a bully in its treatment of Iceland. First, when the country's banking crisis broke, it froze Icelandic assets in Britain using legislation that had been introduced to target the funds of terrorist groups. And then, when the Icelandic President ratified legislation last summer that would have seen the country compensate Britain for its losses, the Government effectively vetoed the plan, insisting it could not accept the various caveats that applied to Iceland's plans." - "Since then, Britain has used every avenue possible to pressure Iceland. It is clear the government has used its influence within the European Union and at the International Monetary Fund to block aid packages that hold the key to Iceland escaping its ongoing economic crisis. Good old fashioned blackmail, one might call it." - "During this week's row, the government has returned to the bully-boy tactics."

Andstæðingar Icesave hafa að sjálfsögðu sagt svipaða hluti, eins og flestum ætti að vera kunnugt.

 

Síðan er það náttúrulega Íslansvinur excellence, Eva Joly.

Viðtalið við Evu Joly

En hún segist hafa talað við einstaklinga, er áttu þátt í að semja reglugerð Evrópusambandsins, um innistæðutryggingar, og hún staðfestir að ekki hafi verið gert ráð fyrir hruni heilst bankakerfis.

Hún segist bjartsýnni nú eftir ákvörðun forsetans, og að það séu "openings" eing og hún orðar það, þ.e. fleiri möguleikar í stöðunni nú. Hún telur, að við þurfum aðstoð. Hvetur til þess, að við fáum Frekka eða Breta til að veita milligöngu. Eva er æðisleg.

Sjá einnig frétt RÚV

 

Að lokum, nýlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, á BBC. Ég held að karlinn, hafi staðið sig nokkur vel :)

 

 

PS:

Glænýtt viðtal við Ólaf Ragnar á Bloomber, þ.s. hann gagnrýnir Fitch Rating;

 

 

 

Förum ekki á taugum

Þegar á öðrum degi, er umræðan að breytast. Að auki, virðist ekki að bresk stjórnvöld, séu á leiðinni með að beita Íslendinga einhverjum hörðum viðurlögum. 

Flest virðist með öðrum orðum benda til þess, að örvæntingarkennd viðbrögð margra stuðningsmanna stjórnarflokkanna, hafi verið skot langt yfir markið, og að afleiðingar verði sennilega alls ekki neitt alvarlegar.

Þvert á móti, ef ég tjái mína eigin afstöðu, þá er mér mjög létt. Eins og þungu fargi væri af mér létt, því mér finnst við hafa möguleika á ný.

En, mér hefur verið ljóst um allnokkurt skeið, að borgunarplan stjórnvalda einfaldlega er vonlaust. Þ.e. gjaldþrot er næsta alveg öruggt, ef við bætum fleiri stórum skuldbindingum við okkur.

Að án þeirrar viðbótar, séum við samt í mjög erfiðum málum, og hætta á gjaldþroti sé samt veruleg.

En, þ.e. þá möguleiki, að við getum komist hjá gjaldþroti.

 

Lítum á "Nei" forseta vors, sem tækifæri. Tækifæri til að nálgast málið með nýjum hætti. Tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri, þegar nafn Íslands er aftur komið í fjölmiðla.

Það þarf alls ekki að vera svo, að þetta verði för til ófarnaðar.

 

Kv.


Fáum aðstoð, frá AGS eða ESB, við það að, endursemja við kröfuhafa Íslands.

Vandamál Íslands, er að það skuldar of mikið, þ.e. skuldir sliga almenning, atvinnulíf og hið opinbera.

 

Skuldir lama getu hagkerfisins til hagvaxtar

Næstu ár, er fyrirsjáanlegt, að svo mikið fjármagn verði flutt úr landi, til að greiða af skuldum, að stórlega muni draga úr innlendri fjárfestingu til allra hluta; þ.e. hvort sem er um að ræða að fyrirtæki endurnýji vélar og tæki, eða standi í þróun nýrra hugmynda - á sama tíma, geta einstaklingar ekki fjárfest nándar nærri því í þeim mæli sem þeir hafa undanfarna áratugi, það sama mun eiga við hið opinbera.

Hættan, er að vega og samgöngukerfi, skólar og spítalar, hafnir og annað á vegum ríkisins, drabbist niður. Skortur á innlendri fjárfestingu, muni hamla samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu, eftir því sem vélar og tæki úreldast, og þróun nýrra verkefna/hugmynda drabbast niður.

 

Hætta er á að hagkerfið drabbist niður, og samkeppnishæfni glatist

Stóra hættan, er sem sagt, ekki einungis að skuldir draga úr getu til hagvaxtar til skamms tíma, þ.e. allir hafa minni peninga handa á milli. Heldur einnig, að minnkandi samkeppnishæfni dragi enn meira úr tekjumöguleikum íslensks atvinnulífs - eftir því sem hjá líður.

 

Miðað við að:

  • 60%  fyrirtækja séu á gjaldþrotsbrún.
  • það stefni í að 40% heimila, verði það líka.

Þá er alveg krystalklárt, að viðmið um hagvöxt og þannig tekjur, og afgang af tekjum. Munu ekki nást, og því gat ekki plan AGS, þ.e. núverandi plan, gengið upp.

 

Það þarf að búa til nýtt plan

Ég er ekki að leggja til, að við hættum samvinnu við AGS, en þ.s. planið gengur klárlega ekki lengur upp, ef það gerði það nokkurn tíma. Þá þarf að búa til nýtt.

Hið gamla var soðið saman, þegar skuldir þjóðarinnar voru taldar verða e-h nálægt 200%. En, í dag eru þær rúmlega 100% meira, þ.e. um 320%.

Við þurfum, að leita liðsynnis AGS, með það verkefni, að lækka þessar skuldir niður í viðráðanlegar stærðir á ný.

 

Við þurfum sennilega að lágmarki 25% lækkun

Við getum þetta ekki ein. Ég held, að það sé orðið klárt. Svo,, þvert ofan á tal um að við séum að einangra okkur, eigum við að fara út, skýra mál okkar - segja frá því, hver vandræði okkar eru. Við þurfum einfaldlega liðsynni, hjálp - aðstoð. Ekki endilega, beinar gjafir. Heldur við það, að ná samingum sem hægt er að búa við.

Aðilar sem koma til greina eru:

  •  AGS: en, Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn, hefur sætt nokkur gagnrýni í gegnum árin. Við gætum hugsanlega bent forsvarsmönnum AGS á, að á Íslandi gæti verið tækifæri fyrir AGS að sýna á sér nýtt andlit, þ.e. til að reyna að hafa jákvæð áhrif á ímynd sína.
  • Evrópusambandið, þ.e. einnig mjög rökrétt að leita liðsynni þess, ekki síst ef áhugi er á aðild. En, ekki síst vegna þess, að deilurnar eru við aðildarríki. ESB, gæti verið miðlunaraðili, hugsanlega.

Það sem við þurfum hjálp við!
Er, að kalla saman mikilvæga kröfuhafa Íslands, og fá milligöngu um, að leita leiða til að fá þá, til að samþykkja undangjöf skulda okkar að hluta.

Við þurfum, að átta okkur á, að án aðstoðar er staða okkar, virkilega mjög erfið.

Reynum í lengstu lög, að forðast gjaldþrot.

 

Kv.


Það verður að nást sátt, um næstu aðkomu Íslands að Icesave-málinu!

Eftir því sem fréttir benta til, ætlar ríkisstjórnin að keyra beint í Icavemálið og vinna þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskur ráðherra talar jafnvel um, að aðstoða ríkisstjórnina við að vinna slíkann sigur.

Mér sýnist, af þessu, að ríkisstjórnin ætli sér ekki að leita sátta, heldur að mæta stál í stál - en, hætta í tengslum við það, er að þá magni hún enn meira, reiðina og andstæðurnar í okkar þjóðfélagi. Engin leið er að átta sig á, hver endapunktur þess geti verið. En, hafa ber í huga að í sumum öðrum löndum, hafa brotist út mannskæðar óeyrðir af minna tilefni.

 

Miklu mun heppilegra væri:

Að ríkisstjórnin myndi draga frumvarpið til baka, þannig að fyrri lög giltu. Síðan myndu stjórnarflokkar og stjórnarandstaða, semja um næstu nálgun málsins.

Slíkt gæti dregið úr þeim viðsjám, sem annars eru stöðugt að vinda upp á sig, skapað einhvers konar leið í átt, að einhvers komar sátt.

 

Stóryrði gagnast engum

Menn keppast nú, að því er virðist hver um annan þverann, um að hallmæla hinum - í þeim fylkingum málsins er takast á. Þetta er ílls viti, svo sem ný söfnun á Facebook, gegn forseta Lýðveldisins.

Reyndar, virðist reyði vinstrimanna gegn Ólafi Ragnari, um margt bera keim af reiði hægri manna eftir að Ólafur hafnaði fjölmiðlalögunum. 

Enginn, virðist skynja þá kaldhæðni sem er til staðar, í þessari spegilmynds-hegðan.

 

Þó svo að þjóðin vinni á ný slaginn við ríkisstjórnina, þá tapa allir

Þ.e. nefnilega málið, að það væri ekki sérlega sniðugt, af ef þjóðin "de facto" samþykkir Icesave, eins og sigur "nei" i þjóðaratkvæðagreiðslu fæli í sér; enda hafa stjórn og stjórnarandstaða, hvortveggja þá stefnu að formlega séu báðir aðilar sammála um, að Íslendingum beri ekki að lögum og rétti, að greiða Icesave. Það er svo, þó að ríkisstjórnin, hafi tekið þann pól, að rétt sé eigi að síður að greiða það, upp í topp.

Þ.e. eins og menn láti nú stjórnast af reiði, tilfinningum tengdum reiði - í stað skynsemi. Því, ljóst virðist að sú niðurstaða, er líklegust væri úr þjóðaratkvæðagreiðslu, er hvorugri fylkingu í hag.

Þvert á móti, eru miklu meiri líkur á, að leið sátta milli fylkinga, gæti leitt til árangurs fyrir báða aðila.

En, eftir allt saman, eru báðar fylkingar, að vinna að þjóðarhag, þó þær séu ósammála um nálgun.

 

Ég vona, að vitið komist til ráða, því annars stefnir sennilegast, í enn frekara óefni.

Kv.


Við skulum ekki fara á taugum, yfir ruslflokks-status!

Það hefur einfaldlega verið ljóst um umtalsvert skeið, að Ísland hefur ekki verið með lánstraust, svo að þessi tilkynning, sennilega breytir litlu sem engu.

  • Margir virðast hafa gleymt, að skömmu eftir hrunið, gekk Íslandi þá þegar mjög ílla, að fá lánafyrirgreiðslu - sbr. gríðarlega dýrt lán, sem varð að taka til að endurreisa fjárhag Seðlabanka Íslands.
  • Síðan þá, hafa allir neitað að lána Íslandi, þar með talin Norðurlöndin, nema að fyrir liggi stimpill AGS.

Þannig að ljóst er, að allt síðasta ár höfum við de facto verið í ruslflokki.

 

Lánshæfismats fyrirtækin hafa fallið mjög í áliti:

Fyrir bankahrunið var lánsmat íslenskra banka, en ekki einungis ísl. banka, ofmetið. Það sama átti við einnig, breska og bandar. banka, er höfðu eins og þeir ísl. spilað djarft.

Af því leiðir, að orð Lánsmatsfyriritækjanna, er ekki lengur sá stóri dómur og var áður. Ekki það, að þau séu alveg núll og nix, en við þurfum einungis að skoða þá staðreynd, að Ísland hefur í reynd ekki haft neitt lánshæfi umliðið ár.

 

Leiðin til að endurreisa okkar lánshæfi:

Sú leið mun að mestu snúast um, að endurreisa okkar hagkerfi. Þá þarf að sjálfsögðu, sú endurreisn að vera trúverðug - en, núverandi plön eru mjög augljóslega ósannfærandi, og því ekki trúverðug.

 

Kv.


Hver er lausnin? - Ein tillaga að lausn!

Það þarf varla að segja nokkrum Íslendingi, hvað Ólafur Ragnar ákvað. En hitt, hvernig við leysum þá krísu sem landspólitíkin er kominn í, er allt annar handleggur.

Ég er með eina hugmynd, sem ég vil stinga hér að lesendum.

 

Stofnum sameiginlega samninganefnd

Eins og við öll vitum, hafa stjórnmálaflokkarnir nánast verið staddir á sinni hverri plánetunni, hvað varðar skilning á því, hvað séu hinar réttu lausnir á núverandi vandamálum þjóðarinnr.

Það sýnist mér ljóst, að svo lengi sem þessi djúpstæði ágreiningur ríkir, þá viðhelst hin pólitíska pattstaða. Nú í kjölfar ákvörðunar Ólafs Ragnars, er veruleg hætta á að þessi togstreyta vindi enn frekar upp á sig.

Þess vegna, sting ég upp á þeirri hugmynd, að þingflokkarnir komi allir saman, stingi saman nefjum og geri alvarlega tilraun til að koma sér saman, um sameiginleg samingsmarkmið, um Icesave.

 

Tortryggni er skiljanleg

Það má einfaldlega ekki gerast, að núverandi stjórn, gefist upp og upp komi, þ.s. sennilega yrði, mjög löng stjórnarkreppa. Svo, hún má fyrir alla muni ekki gefast upp.

En, aðilar þurfa að komast niður á jörðina. Persónulega, held ég að þjóðstjórn, sé fullkomlega ómöguleg, þ.e. ef þeim tekst ekki að komast að sameiginlegum samningsmarkmiðum varðandi nýtt Icesave samkomulag, þá sé einnig alveg óhætt að agreiiða endanlega hugmyndina um þjóðstjórn af borðinu. Þ.e., ef sameiginleg markmið eru ekki möguleg, þá sé það full sönnun þess, að þjóðstjórn sé það ekki heldur.

 

Fyrri samningsviðmið voru óraunhæf

Í ljósi þess:

  • að 60% fyrirtækja eru í reynd gjaldþrota, eins og staðan er í dag, og munu hætta rekstri á næstu misserum, nema mestu afskriftir skulda Íslandssögunnar, fari fram. 
  • að það stefnir í að 40-50% fjölskyldnar, skuldi meira í eigin húsnæði, en þau eiga.
  • að endurreisn bankanna, hefur mistekist.

Hefur mér verið ljóst, að markmið um hagvöxt upp á 3,6% frrá 2013, árlega 50 milljarða tekjuaukningu ríkissjóðs, og síðan árlegan afgang af útflutningsverslun upp á 160-180 milljarða, væri ekki praktískt mögulegt.

Að það þíði, að mjög ólíklegt væri, að Ísland gæti staðið undir nokkurri umtalsverðri viðbótar greiðslubyrði, eins og t.d. af Icesave.

Það þarf að gera Bretum og Hollendingum, þessa raunstöðu ljósa.

Ný samingsmarkmið, þurfa einnig að vera unnin í ljósi þessarar, raunstöðu.

 

Kv.


Forsetinn ætlar sér að taka upplýsta ákvörðun, hver sem hún verður!

Það er mín túlkun á þeim tíma, sem Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er greinilega að taka sé til að íhuga málin, að hann ætli sér að taka upplýsta ákvörðun, hver svo sem hún verður.

Hann hlítur að skilja, að hvað svo sem hann ákveður, er þetta stærsta ákvörðun hans ferils, og einnig sennilega sú stærsta ákvörðun sem nokkur Forseti Lýðveldisins Íslands hefur tekið, alla tíð síðan Ísland gerðist stofnaðiili að NATO 1949.

Það verður að segjast, að sumir af bandamönnum ríkisstjórnarinnar, seilast langt í taugatitringnum, er virðist ríkja á stjórnarheimilinu.

  • Við skulum hafa í huga, að embætti forseta Íslands, er fullkomlega jafnrétthátt sjálfu Alþingi.
  •  Embætti forseta Íslands, er einn af pólunum í íslenskri stjórnskipan.
  • Það veitir tékk á vald Alþingis, en ekki bara það, þ.s. við vitum að í reynd ræður framkvæmdavaldið oftast nær Alþingi, þá erum við í raun að tala um tékk á vald framkvæmdavaldsins.
  • Ásamt dómskerfinu, og fjölmiðlum, hugsanlegri andstöðu almennings; er forsetaembættið í reynd mótvægi við þ.s. annars virðist hérlendis oft vera ofurvald framkvæmdavaldsins.
  • Því miður, hafa fjölmiðlar - þ.e. hinir hefðbundnu, reynst nánast ónýtir, þar með talið RÚV. Þeir hafi með öðrum orðum, reinst vera gagnslausir í því að veita aðhald.
  • Almenningur getur veitt aðhald, en alltof margir virðast láta teyma sig, nánast alveg hugsunarlaust, af stjórnmálaflokkum og virðist í mörgum tilvikum fylgisspektin líkjast fylgisspekt við trúfélög.
  • Það má því segja, að forsetaembættið og dómskerfið séu nánast einu tékkin við ofurvald framkvæmdavaldsins. eins og mál hafa þróast hérlendis.
  • Hugsanlega, hefur embætti forseta Íslands, aldrei verið mikilvægara en í dag.
  • Þ.e. mikil kaldhæðni að hlusta á gagnrýni Samfó og VG liða, og heyra hvað hún rímar við gagnrýni Sjálfstæðismanna, þarna um árið er deilan um fjölmiðlalögin stóðu yfir.
  • Það skiptir ekki megin máli, hvort við erum sammála forsetanum eða ekki, en án þess að sett hafi verið á fót raunverulegt þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomula þá er vald forseta Íslands nauðsynlegt tékk.

Sjá ummæli:

Jaðrar við stjórnarskrárbrot :"Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, segir það jaðra við stjórnarskrárbrot ef forseti Íslands dregur það lengur en til dagsins í dag að ákveða hvort hann staðfestir hin nýju Icesave-lög eða ekki." - "Forseti Íslands fékk lögin afhent til undirritunar á ríkisráðsfundi á hádegi á gamlársdag. Síðan þá eru liðnir tæplega fjórir sólarhringar. Engin ákvæði eru um það í lögum hvenær forsetinn skuli vera búinn að taka þessa ákvörðun. Eiríkur, telur út frá texta stjórnarskrárinnar og þeim venjum sem hér hafa myndast hafi forsetinn einungis örfáa daga til að gera upp hug sinn, það sé að hans dómi óeðlilegt að það dragist lengur en til dagsins í dag. Hann væntir þess að forsetinn tilkynni ákvörðun sína ekki síðar en í dag, lengri frestur sé ekki réttlætanlegur. Eiríkur segir jafnfram að þótt stjórnarskrárbrot sé stórt orð, þá jaðri það við slíkt bíði forsetinn með ákvörðun sína mikið lengur."

Fyrir áhugasama:

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. 26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

 

Fjölmiðlalög biðu í sólarhring :Forseti Íslands tók sér ekki nema tæpan sólarhrings umhugsunartíma þegar hann hafnaði staðfestingu fjölmiðlalaganna árið 2004.

 

Ég treysti mér engan veginn til að spá, hvaða ákvörðun forsetinn mun taka. En, þessi taugatitringur sem sjá má úti í samfélaginu, er beinlínis hlægilegur. 

Það kemur alls ekki til greina, að leggja Embætti Forseta Íslands niður, eins og margir munu segja eftir á, óháð því hvaða ákvörðun hann mun taka.

Við skulum hafa í huga, að Icesave er sennilega stærsta ákvörðun sem Forseti Íslands hefur staðið frammi fyrir, alla tíð síðan Íslands gerðist stofnaðili að NATO árið 1949.

Það ætti því ekki að fara í taugarnar á neinum, að hann taki sér tíma til að taka upplýsta ákvörðun.

Það má rétt vera, að hann sé að íhuga kostnaðinn við það að segja "Nei" - en, það er einmitt hluti af því að taka upplýsta ákvörðun,  að vega og meta kosti/galla beggja kosta.

Svo, ég treysti mér með engum hætti, að álykta út frá, þessum umhugsunartíma sem forseti vor er að taka sér, og það með fullum rétti að því er best verður séð, annað en að hann ætli sér að hafa ákvörðunina upplýsta, hver svo sem hún verður.

Ps: Jæja, forsetinn ætlar að halda blaðamannafund, á Bessastöðum, kl. 11 f.h.

 

Kv.


Kæru Íslendingar, við verðum að fara fram á nauðasamninga fyrir "Ísland"!

Sumir segja, að Icesave séu nauðasamningar. Sannarlega, er þar um afarkosti að ræða, en þeir eru ekki nauðasamningar - að halda því fram, er annað af tveggja misskilningur eða tilraun til að villa fyrir.

Staðreyndin er sú, að Ísland á ekki fyrir skuldum. Við erum að lifa á tíma, teknum að láni.

 

Álit meirihluta ríkisstjórnar
Hlutföll útflutnings umfram innflutning, þáttatekna og viðskiptajafnaðar af landsframleiðslu (%)
                                2008   2009   2010   2011   2012   2013   2014   

Útflutn.-innflutn.        -2,8      6,7    10,6    12,0    13,1    13,7    11,8

Þáttatekjur              -39,4   -20,7  -20,8   -20,3   -18,7   -16,1   -14,6

Viðskiptajöfnuður     -42,2  -14,0   -10,2     -8,3    -5,6     -2,4     -2,8

Undirliggjandi st.

Þáttatekjur                          -7,7     -8,5     -9,0     -8,5    -8,3     -8,0

Viðskiptajöfnuður                  1,0     2,1       3,0      4,6      5,4      3,8

Hagvöxtur                1,3    -8,5    -2,4      2,2     3,4      3,4     3,6

*<Undirliggjandi stærðir, eru að frádregnum vaxtatekjum og gjöldum fyrirtækja - er skortir á upplísingar um og bankat>*

 

Ríkisstjórnin, reiknar sig í plús, með því að undanskilja kostnaðinn af skuldbindingum hrundu bankanna, og nokkurra fyrirtækja sem að sögn hafa ekki skilað inn nægilega skýrum gögnum - sjá liðinn "undirliggjandi stærðir".

Við skulum skoða aðra töflu, sem  kemur frá Hagstofu Íslands.

 

Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009

Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008                          -23,3
2009 - 2014                 -1,2
2011                             -1,1
2012                             -2,1
2013                             -1,2
2014                             -1,1

 

Ekki er mér kunnugt, af hverju munar - en ég veit þó að Hagstofa sleppir einnig kostnaðinum við skuldbindingar hrunbankanna, skv. röksemdafærslunni að þær falli á kröfuhafa en ekki okkur. Það má vera, að Hagstofa hafi inni þessi fyrirtæki, sem ríkisstjórnin telur að ekki hafi skilað áreiðanlegum gögnum.

 

Höfum í huga:

  1. Að neikvæður viðskiptajöfnuður, þiðir að Ísland á ekki einu sinni fyrir vaxtakostnaðinum, af sínum erlendu skuldbindingum.
  2. Til þess, að geta borgað af lánum, þarf afgang af viðskiptajöfnuði.
  3. Gert er ráð fyrir af ríkisstjórninni, útflutninga-afgangi næstu 10 ár, sem verður að teljast óraunhæfur; þ.e. 160-180 milljarða afgangi af hreinum útflutningstekjum, þ.e. milli 80-100 milljarða aukningu sbr. árið 2009 sem er algert metár fram að þessu, í lýðveldissögunni, hvað stærð útflutnings-afgang varðar.
  4. Einnig, er gert ráð fyrir árlegri tekjuaukningu hjá ríkissjóði næstu 10 ár, þ.e. 50 milljarðar, sem einnig hljómar mjög fjarstæðukennt.
  5. Auk þessa, verður áætlaður hagvöxtur einnig, að teljast á hæsta máta ólíklegur.
  6. Halli ársins 2009, skv. undirliggjandi stærðum er -8,5% þrátt fyrir að vanti vaxtakostnað vegna Icesave og vegna lána frá Norðurlöndunum, Póllandi o.flr.
  7. Reiknaður halli, minnkar og verður að afgangi, skv. hinum óraunhæfu áætlunum um hagvöxt, tekjur o.flr.
  8. Ég held, að það sé fullkomlega augljóst, að þessi hallarekstur mun ekki minnka, heldur aukast; einmitt venga þess að væntar tekjur, hagvöxtur o.flr. er allt í senn, óraunhæft.


Niðurstaða
Einar leiðin til að forðast greiðsluþrot Íslands, er að fara fram á allsherjar fund með kröfuhöfum ríkisins, líkt og Ísland væri fyrrtæki á gjaldþrotsbrún. Síðan, eins og slík fyrirtæki gera, að mæta með áætlun um greiðslur af lánum, sem væri á grundvelli þess, að skuldir væru gefnar eftir að hluta.

Eitt er þó víst, að kröfuhafar gefa ekki eftir nema í fulla hnefa, svo við verðum að vera mjög sannfærandi, og einnig - að eftirgjöf verður eingöngu þ.s. þarf að algeru lágmarki.
Svo, við getum eingöngu reiknað með - ef allt fer vel - því að skuldabyrði færi úr ómögulegu niður í erfiða.

Að auki, ef samningar nást ekki, og við verðum greiðsluþrota - en sú útkoma verður að teljast fullkomlega örugg af öðrum kosti, hvað annað sem er gert - þá hverfa lánin ekki, eins og hjá fyrirtækjum, vegna þess að þjóðir verða ekki gerðar upp eins og fyrirtæki - þó ef til vill séu ábyrgðarákvæði Icesave samning tilraun til slíks - þannig að þær munu bíða eftir okkur, sama hve langt tímabil greiðsluþrots verður.

Þannig, að greiðsluþrot þíðir, að samningar við kröfuhafa, munu þurfa að halda áfram, og það tekur enda einungis þegar slíkir samningar hafa náðst.

Þrátt fyrir þetta, er ég bjartsýnn á framtíðarmöguleika Íslands. Vandinn, byrjar og endar á skuldunum.  Án þeirra, er framtíðin björt.

Komum þeim í burtu, með eins skjótum hætti og mögulegt er.
 
 
Kv.

Ríkisstjórnin segir okkur, að ástandið sé betra, en leit út fyrir!

Að sögn ríkisstjórnarinnar, eru hlutir að horfa til betri vegar.

  • Samdráttur sé minni, en búist var við!
  • Atvinnuleysi, sé minna en reiknað var með, og fari minnkandi!
  • Samdrætti muni ljúka á þessu ári, og hagvöxtur hefjast.

Við eigum að hafa trú á sjálfum okkur, á Íslandi og Íslendingum; og horfa glöð frmávið.

 

Hvert er raunástandið?

Öllum vandamálum, hefur verið slegið á frest, ekki nokurt þeirra, þ.e. ekki eitt einasta þeirra, hefur verið leist. Forsætisraðherra, í þættinum Kriddsíld, kallaði árið 2009 ár uppgjörs við hið liðna, en árið 2010 ár uppbyggingar. En,öll uppgjörin eru eftir!

  • Við eigum mikinn samdrátt eftir, og einnig mikið atvinnuleysi.
  • Fram kom í fréttum um jólaleitið, að 50% fyrirtækja hafi nýtt sér, tilboð um tímabundna lækkun greiðslubyrði, á umliðnu ári.
  • Þetta er sama aðferð, og í boði er til almennings, þ.e. hvort sem um er að ræða frystingu eða tímabundna lækkun, þá er mismuninum bætt aftan á lánið.
  • Fyrirtæki, hafa því getað frestað því að draga saman, þ.e. fólki hefur verið halið í vinnu á meðan, svo fólk hefur fengið laun greidd, o.s.frv.
  • En, reikningurinn kemur samt að lokum. Samdrátturinn kemur þá síðar.
  • Enn, stendur til að selja ofan af 2.000 fjölskyldum í mars 2010, nema að því máli verði enn eina ferðina, ekki leyst, heldur frestað um einhverja mánuði til viðbótar.
  • Stór hluti almennings, hefur einnig þegið tímabundnar lánafrystingar, eða, tímabundna lækkun greiðslubyrði.
  • Athugið, hvort tveggja í senn, stór hluti atvinnulífs og einstaklinga, er að vonast til að allt verði betra á morgun. En, er ekki augljóst að þá uppgötvar almenningur, að það fær ekki þessar hærri tekjur er hann dreymdi um, vegna þess að fyrirtækin hafa ekki leyst sín vandamál; þeirra vandamálum var einnig slegið á frest - augljós útkoma, úrteygð kreppa.
  • Spurningin er þá, lafir það út þetta ár, "or does everything come to roost this year"?
  • Ofan á allt þetta, eru bankarnir mjög langt frá því að vera orðnir traustir, heldur eru þeir enn, mjög - mjög veikir. Veikleiki þeirra, verður einmitt einnig eitt af áframhaldandi vandamálum okkar efnahagslífs.

Þ.e. einmitt þ.s. mig grunar, að í stað þess að verða ár uppbyggingar, verði það ár uppgjöranna, er var slegið á frest á síðasta ári.

 

Hvað gerist þá, á þessu ári?

  • 60% fyrirtækja eru í raun gjaldþrota, þ.e. skuldastaða þeirra skv. viðmiðum AGS telst vera óviðráðanleg. Ekki er séns, að komist verði hjá gjaldþrotum stórs fjölda þeirra, og þannig því atvinnuleysi og samdrætti er þá fylgir.
  • 20% almennings, eru þegar með neikvæða eiginfjárstöðu, og stefnir í að þeim fjölgi í 40%.
  • Endurreisn bankanna, hefur algerlega mistekist. Hún er ekkert annað en bloff.
  • Ísland, á ekki einu sinni fyrir vöxtunum af núverandi skuldum.
  • Ísland, er"de facto" í ruslflokki. Því, þegar er það svo, að ekki fást lán, nema á ofurkjörum.

En, menn þurfa að hafa í huga, að mjög mikið hefur dregið úr virðingu fyrir stóru matsfyrirtækjunum, en t.d. "Standard of Poors", gaf KB banka AAA í einkunn, fram á árið 2008 - ef mig mismynnir ekki. Þannig var það ekki einungis á Íslandi, heldur misreiknuðu þaus sig, með svipuðum hætti, varðandi fjölmargar bankastofnanir út um heim.

Þannig, að orð þeirra eru ekki alveg með sama hætti og áður, lög. Sem sagt, þrátt fyrir yfirlísingar þeirra, virðast aðilar út um heim, ekki vera tilbúnir að lána Íslandi.

Af því leiðir, að lánin frá AGS, norðurlöndunum og fleirum, gegna nú einungis því hlutverki, að fresta gjaldþroti í veikri von um, að ástandið batni síðar.

Ef forsetinn segir "Nei" við Icesave; þá sannarlega má vera, að ekki fáist allur sá peningur, er ríkisstjórnin vonaðist eftir.

  • En, vegna þess, að við eigum ekki gjaldeyri fyrir einu sinni vöxtunum af erlendum skuldbindingum þjóðarbúsins.
  • Þá, erum við einungis að lifa á lánsfé, þ.e. tíma tekinn að láni.
  • Sannarlega getur það farið svo, að ef allt það lánsfé berst ekki, sem von var á, að þá reynist sá tími heldur skemmri, en vonast var eftir; þ.e. gjaldþrot komi jafnvel þegar á þessu ári.

 
Þ.e. blekking, að kreppunni sé að ljúka. Hún er rétt, að hefjast.

 

Kv.


Eru bankarnir traustir?

Af einhverjum ástæðum, virðist enginn fjölmiðill né sjálfstæður fréttaskýrandi þarna úti, hafa áttað sig á því, akkúrat hvað gerðist, þegar skilanefndir Kaupþings og Glitnis; náðu samkomulagi við ríkið um þ.s. hefur verið kölluð tilfærsla Arion banka og Íslandsbanka, yfir til kröfuhafa.

Margir virðast halda, að það feli í sér, að erlendir bankar, hafi tekið yfir full yfirráð og um leið, ábyrgð á þeim tveim bönkum. En, svo er alls ekki!

Allt og sumt sem gerðist, var að ákvörðunin frá því í október 2008, þ.s. sá hluti gamla Glitnis og gamla KB banka er starfaði hérlendis, er tekinn var yfir af stjórnvöldum; var færð til baka.

 

Blekkingaleikur

 "Íslenska ríkið og skilanefnd Kaupþings, náðu samkomulagi sín á milli í gær þess efist að skilanefndin mun eignast 87% hlut í Arion banka." - "Kröfuhafar munu ekki hafa formlega aðkomu að stjórnun gömlu bankanna fyrr en nauðasamningar hafa verið samþykktir."

Sannleikurinn:

  • Það sem gerðist, var að bankarnir voru færðir til baka yfir í þrotabúin.
  • Stofnað var í báðum tilvikum rekstrarfélag, sem er formlega eign viðkomandi þrotabús. Þeim rekstrarfélögum, er stýrt af viðkomandi skilanefnd.
  • Bankarnir tveir hafa því sömu stöðu, og hver sú önnur eign, sem er til staðar í þrotabúi.
  • Kröfuhafar, eiga slíkar eignir ekki - en, þeir eiga kröfu til þeirra.
  • Þegar, þrotabú eru að lokum gerð upp, eftir að kröfum hefur verið formlega lýst, veitt móttöku og raðað í forgangsröð - þá fyrst, kemur í ljós hver eignast viðkomandi eignir.
  • Að sjálfsögðu, taka kröfuhafar enga, alls enga, ábyrgð á þeim eignum - þ.s. eftir allt saman, eru þær ekki enn komnar í þeirra eigu.
  • Það er töluvert þangað til, að þetta kemur í ljós - "það muni væntanlega taka allt næsta ár (2010) að fara yfir kröfur, meta þær og taka ákvarðanir um hvort þeim verði hafnað eða ekki. Þá megi búast við deilum vegna þeirra ákvarðana, sem dómstólar þurfi að skera úr um."
  • Þangað til, eru inneignir í þeim, í nákvæmlega sömu stöðu og inneignir í Landsbanka, þ.e. hvíla á einhliða loforði, sem hefur ekki verið fest í lög, og er því hægt að draga til baka hvenær sem er og án fyrirvara; um að inneignir séu tryggðar.
  • Að sjálfsögðu, hafa kröfuhafar hagsmuni af því, að eignasafn þrotabúanna rýrni ekki, en það á þá eingöngu um eignasafnið jafnt, og því um kröfuhafa í almennum skilningi; en þó má búast við að sumir kröfuhafar séu jafnari en aðrir, og hafi áhrif á hvað gert sé. En, þá þurfa samt kröfuhafar, þ.e. stóru fiskarnir, að verða sammála sín á milli. Svo, þ.e. ekki hægt að útiloka, að þessum bönkum verði haldið á floti; en slíkar ákvarðanir verða þá eingöngu réttlættar á grundvelli alls eignasafnsins, en fé tekið til slíkra hluta þarf þá að taka úr einhverjum öðrum hluta þess. Svo, við erum að tala um þörf á allnokkuð víðtækri samstöðu stærri kröfuhafa um slíka ákvörðun, til að hún gæti orðið. Ég leyfi hverjum og einum, að velta fyrir sér líkum, á slíkri útkomu. En, kröfuhafar að sjálfsögðu miða við eigin hagsmuni, ekki okkar.
  • Ég ætlat að lokum, að velta upp þeim möguleika, að þessi gerningur feli í sér það, að ríkisstjórnin sé einfaldlega búin, að fórna þessum bönkum.


Þeirri blekkingu, að hlutum sé skipað með einhverjum öðrum hætti en akkúrat þessum, er og hefur verið stöðugt haldið að fólki, þannig að meira að segja málsmetandi aðilar í viðskiptalífinu virðast halda, að þessi bankar séu orðnir traustir, að eignastaða þeirra sé orðin skýr.


Varðandi Landsbanka

Þá hefur hann verið "fjármagnaður" með skuldabréfi. Þ.e. ríkisstjórnin afhenti honum til eignar skuldabréf, skrifað á ríkið. Ekki er vitað, hverjir skilmálar þess eru, sbr. t.d. hvenær ríkið byrjar að borga af því vexti. En, mjög líklegt verður að teljast, að bankanum sé ekki heimilt að selja það á markaði, til að fá fyrir það beinharða peninga. Þetta var kallað, innapýting hlutafjár.

Að sjálfsögðu væri það selt, á töluverðum afföllum. Ég velti fyrir mér, hvort bankinn hafi reiknað þau inn, þegar hann eignfærði þetta skuldabréf. En uppgefið viðmið er 8% eiginfjárhlutfall sem ráðherra kallaði ríflegt. 

Hafa ber í huga, hvað er framundan:

  •  Stendur enn til að selja ofan af 2000 fjölskyldum.
  • 20% fjölskyldna með neikvæða eiginfjárstöðu, og skv. Seðló nær það hlutfall 40% á þessu ári.
  • Skv. AGS eru rúmlega 60% fyrirtækja, með ósjálfbæra skuldastöðu.
  • Enn, valda háir vextir og erfið skuldastaða, heimila og fyrirtækja, mjög lítilli eftirspurn eftir útlánum. Það er vandamál, þ.s. það veldur þeim vanda, að bankarnir eru ekki að fá þær tekjur sem þeir þurfa til að standa undir innlánsreikningum. Seðlabankinn, hefur á síðustu mánuðum beitt þeirri reddingu, að selja bönkunum skuldabréf; svo innlánsféð fái vexti. Þ.e. auðvitað vaxtakostnaður fyrir ríkið.

Svo þ.e. ljóst, að mestu afskriftir lána Íslandssögunnar, eru framundan. Enn, hefur mjög lítið hlutfall þeirra afskrifta farið fram.

Þær afskriftir munu éta upp eiginfé bankanna, og má virkilega varpa þeirri spurningu fram, hvort það sé einfaldlega nægilegt - jafnvel einungis út árið.

Ég ætla að varpa fram þeirri spurningu, hve margir telja að bankarnir muni ekki verða gjaldþrota fyrir árslok, þessa árs?

 

Kv.


Er barátta Seðló, við að stoppa í götin á gjaldeyrishöftunum, sjálf orðin að alvarlegu efnahagsvandamáli?

Það eru margir sem segja krónuna ónýta. En, um gjaldmiðla gildir það sama og um t.d hlutabréf fyrirtækja, þ.e. ef reksturinn er í kaldakoli, skuldir eru upp fyrir rjáfur, og vitræna sýn skortir á um, hvernig á að taka á hlutum og koma sér úr erfiðleikunum; þá getur gengið ekki annað en verið lágt.

Þ.e. - bein samsvörun á milli tiltrúar á okkar efnahagskerfi, framtíðarhorfa þess; og gengi krónunnar, þegar til lengri tíma er litið.

Í dag, er ekki hægt að eiga í aljþóðlegum viðskiptum með krónuna. Margir telja, það sé sönnun þess, að krónan sé ónýt til langframa. En, ástæða þessa, er að stærstum hluta sjálf gjaldeyrishöftin.

En, vandinn er sá, að krónan hefur ekki gegnsætt virði, þ.e. markaðsvirði, sem markaðurinn er til í að samþykkja. Með því, að loka þeim götum, sem aðilar notuðu til að eiga viðskipti við erlenda aðila framhjá Seðlabankanum, hefur hann í raun og veru; lokað krónuna inni. Þar með, er einungis hægt að greiða af erlendum lánum, með gjaldeyristekjum; þ.e. krónutekjur nýtast ekki lengur til þeirra hluta. En, þá kemur sá vandi, að þ.e. einfaldlega ekki til nægar gjaldeyristekjur.

 

Við þurfum að losa okkur við gjaldeyrishöftin: Sú aðgerð Seðló, að koma í veg fyrir að aðilar geti flutt krónur af erlendum reikningum hingað til lands, í raun og veru hefur verðfellt krónuna enn meira en áður, á erlendum vettvangi.

Sannarlega voru þeir, að eiga viðskipti með krónur í samhenginu viðskipti með aðra gjaldmiðla, og þau viðskipti fóru sannarlega fram, á mun lægra gengi krónu en gengi Seðlabanka Íslands. 

En, með því að loka á þessi viðskipti, er Seðlabankinn að koma í veg fyrir, að innlendir aðilar geti í fjölmörgum tilvikum staðið í skilum af sínum skuldum. Málið er það, að ekki er einfaldlega til nægilega mikið af erlendum gjaldmiðli í Seðlabankanum, til að aðilar geti keypt af Seðlabankanum allann þann gjaldmiðil sem þeir þurfa, nema þá aðeins að gengið sé á gjaldeyrisforðann. Og, hann er eini varasjóðurinn sem ríkið sjálft á eftir, til að koma í veg fyrir að það sjálft verði greiðsluþrota.

Ástæða þess er sú, að þ.e. halli á viðskiptum Íslands við útlönd, þegar við reiknum með kostnaðinum af erlendum skuldbindingum; þ.e. tekjurnar duga ekki einu sinni fyrir vöxtunum einum saman.

Þið getið verið 100% viss um, að ekki er verið að ganga á gjaldeyrisforðann til að hjálpa einkaaðilum, að standa í skilum.

Ef gjaldeyrishöftin væru afnumin, gætu innlendir aðilar á ný staðið í skilum, og þá með því að skipta krónutekjum í erlendan gjaldeyri.

Meira þarf ekki til, - til að gera krónuna að alþjóðlegum gjaldmiðli á ný, en að afnema höftin.

 

Afnaám hafta: yrði rússibanareið, á meðan erlent fé þ.s. haldið hefur verið föngnu hér, síðan gjaldeyrishöftunum var skellt á, væri að streyma úr landi.

En, ef við tökum tímabundið lánskjaravísitöluna úr sambandi, þá á alveg vera hægt að koma í veg fyrir hækkun verðtryggðra lána, er krónan fellur við þetta umtalsvert í verði á nýjan leik.

Stóra spurningin, í þessu samhengi, er hvort nægilegt fé sé til staðar í gjaldeyrisvarasjóði, til að þetta fé geti streymt óhindrað úr landi, án þess að sjóðurinn klárist?


Hættan er sú
: á því að hafa allt svo kyrfilega skellt í lás, þannig að aðilar geti ekki átt viðskipti án tilstillis Seðló, þ.s. að gjaldeyristekjur okkar eru einfaldlega ónógar eins og ástand mála er núna og allra næstu ár, þ.e. eins og ég sagði, gjaldeyristekjur duga hvorki fyrir vöxtum né afborgunum heildarskuldabagga þjóðarinnar; að það sé nú til staðar fjöldi aðila er einfaldlega fær ekki þann gjaldeyri sem þeir þurfa til að standa undir sínum skuldbindingum, þannig að þeir fari að fara á hausinn á næstunni.

Ég á von, að á næstu vikum fari að hefjst hrina gjaldþrota af þessum orsökum, og að hún haldi svo áfram á hægu en jöfnu tempói svo mánuðina á eftir.

Það að sjálfsögðu, framkallar svo frekari samdrátt, og atvinnuleysi; sem svo hvort tveggja grefur undan tekjugrunni stjórnvalda þannig að hallinn eykst.

 

Hugsa sér, að aðgerð Seðlabanka, sem hefur verið básúnuð sem velheppnuð aðgerð til að grafa undan glæpastarfsemi, verði svo enn einn líkkistunaglinn, í efnahagsstefnu stjórnvalda.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 241
  • Frá upphafi: 847323

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband