"Unjust for Iceland to take sole responsibility"

Þeim fer fjölgandi sem taka úti í heimi, afstöðu með okkur. Það er gríðarlegur fengur af raunstuðningi Financial Times, en FT.com er með öflugustu fjölmiðlum heimsins, og fréttir þaðan eru lesnar af milljínum manna á hverjum degi. 

Þeirra stuðningur er því alveg ótrúlegt "coup" og, við virkilega þurfum að notfæra okkur þetta, snúa umfjölluninni við.

 

"Unjust for Iceland to take sole responsibility"

Í þessari grein, frá Lögfræðifyrirtækinu breska,  "Advocacy International" taka lögfræðingarnir Ann Pettifor og Jeremy Smith, mjög greinilega afstöðu með málsstað Íslendinga.

Sjá grein: Unjust for Iceland to take sole responsibility

Einkum er ég ánægður með eftirfarandi orð:

"The UK and the Netherlands, with a combined population of 76m, should cease to use economic force majeure on a tiny country, and accept the principle of co-responsibility for the crisis. Repayment of the nationalised losses of a private bank amounts to €12,000 (2,4 millj. kr) per Icelandic citizen, and will inevitably impact harshly on their lives and public services. By contrast the cost to Dutch and British taxpayers of the bail-out will be about €50 (10 þús. kr) per capita."

 

Síðan benda þau einnig á eftirfarandi:

But anyone reading the financial press in 2007 and 2008 (as opposed to the academic reports commissioned by Iceland’s chamber of commerce) would have known that Iceland’s banks were far from risk-free. That was why British and Dutch depositors enjoyed good rates of return on their deposits.

The British and Dutch governments have sound political reasons for protecting small savers lured into shark-infested financial waters. What is unjust is that the tiny population of Iceland should be forced to bear the full costs of the laxity of Icelandic, British and Dutch regulators and the reckless behaviour of private bankers and risk-takers.

 

Gríðarlega góðir punktar

 Þau benda á, hvað raunverulegt réttlæti væri, í þessari stöðu. Með öðrum orðum prinsippið "co-responsibility" eða sameiginleg ábyrgð.

Þ.e. einfaldlega ekki réttlátt, að Íslandi beri öll ábyrgðin. Sannarleg er það rétt, að 3. ríkisstjórn Davíðs og Dóra, og síðan ríkisstjórn Geira og Sollu; bera sameiginlega mikla ábyrgð á því hvernig fór. Einkum, er gríðarlegt ábyrgðaleysi Viðeyjarstjórnarinnar alvarlegt í þessu samhengi.

En, Bretar og Hollendingar bera einnig ábyrgð. Hvað í andskotanum, var fjármálaeftirlit Hollands t.d. að hugsa, þegar það heimilaði Icesave reikninga í Hollandi, en þeir hófu starfsemi ekki fyrr en í júní 2008?

Það skiptir engu máli, hverju í andskotanum Viðeyjarstjórnin lofaði, þá voru öll aðvörunarljós farin að loga og það með áberandi hætti. Það verður að segjast, að ákvörðun hollenska fjármálaeftirlitsins, virðist einkum glæfraleg.

Icesave reikningar, opnuðu cirka ári á undan í Bretlandi. Að sögn talsmanns breska fjármálaeftirlitsins, þá var hluti af ástæðunni fyrir að þetta var heimilað sú, að talið var að Icesave reikningarnir myndu styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans - sem er svipuð afstöðu ísl. fjármálaeftirlitsins.

Með öðrum orðum, bæði breska og ísl. fjármálaeftirlitið, töldu þetta vera leið til reddingar.

Ekki hef ég þekkingu á, hvað hollenska fjármálaeftirlitið var að hugsa.

 

Sannarlega berum við ábyrgð, en ekki alla

Íslendingar, ætla sér alls ekki að hlaupast undan ábyrgð, eins og talsmenn Samfó láta; né er það afstaða Framsóknarmanna, að svo eigi að gera.

En, við getum ekki sætt okkur við svo augljóslega óréttláta skiptingu byrðarinnar af Icesave.

En, eins og þessi ágætu lögfræðingar reikna réttilega, þá er skiptingin 2,4 millur per íslending en aðeins 10 þúsund per 76 milljón íbúa Bretl. og Hollands.

Sannarlega, vill enginn taka á sig byrðar, sérstaklega að hluta til búnar til sennilega vegna glæpsamlegs atferlis og sannarlega voru ísl. stjórnmálamenn og athafnamenn, mjög óskynsamir. 

En, þessar byrðar eru ekki stórfellt vandamál fyrir Breta og Hollendinga, á sama tima og þær geta riðið okkar efnahag að fullu, og að auki skaðað hag ísl. framtíðarkynslóða. 

Það getur með engum hætti, talist réttlæti, að skaða okkar framtóðarkynslóðir, né setja svo erfiðar byrðar á núverandi kynslóðir, að þær rísi ekki undir þeim og stórfelldur fólksflótti úr landi bresti á.

Við erum að tala um framtíð þjóðarinnar.

 

Jöfnum byrðunum á ný, og nú með sanngjarnari hætti!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 312
  • Frá upphafi: 847305

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband