Sagt er - "Klárum Icesave svo hægt sé að fara að byggja upp!" - en, hvers konar uppbygging verður það þá?

Hvers lags uppbygging, halda menn, að eigi sér stað, við ástand þegar  stór hluti þjóðfélagsins og fyrirtækja, eru að rembast eins ogr rjúpan við staurinn, við það að standa undir drápsklyfjum skulda - eru til þessa að nota nær alla sína peninga að slepptum sem allra þrengst skildgreindum grunnþörfum? Síðan streymir þetta fjármagn úr landi, og er þá glatað hagkerfinu, nýtist því ekki nokkrum hætti? Vísbending, slíkt fjármagnssteymi, hefur mjög lamandi áhrif á hagvöxt, getu til uppbyggingar, og getu til frekari framþróunar.

Við stöndum ekki einungis frammi fyrir erfiðri framtíð fyrir okkar hagkerfi, heldur einnig fyrir barnafjölskyldur landsins, sem getur leitt til geigvænlegra afleiðinga fyrir okkar þjóðfélga, bæði til skemmri og lengri tíma litið.

Þessi söngur "klárum Icesave" hljómar samt statt og stöðugt í fjölmiðlum, á þingi og á blogginu. Þ.e. eins og margir þeirra, sem kyrja þann söng, hafi aldrei hugsað málið í gegn.

Þegar, mönnum er bent á þetta, þá koma svörin, "Þetta verður erfitt" - "samt verður að klára Icesave" - "við höfum ekkert val!"

Þegar þeir segja þetta "þetta verður erfitt" þá kemur upp í huga mér, dæmi fjallgöngumannsins fyrir nokkrum árum, sem varð fyrir því óláni í fjallaklifri í ölpunum, að festa hönd í sprungu. Eftir nokkra klukkutíma, þegar honum varð ljóst að hann gat ekki losað sig, þá skar hann þá hendi af sér án deyfingar með hnífi sem hann var með innan klæða. Setningin "þetta verður sárt".

 

I. Búum til smá dæmisögu:

Einstaklingur einn, hefur orðið það á að leggja í viðskiptaævintýri. Lengi vel hélt hann, að það myndi sveipa nafn hans ljóma og gera hann ríkastann allra einstaklinga. En, síðan kom í ljós, hann hafði misreiknað sig, viðskiptaævintýrið endaði ílla. Nú standa frammi fyrir honum fjallháir staflar af skuldum. Um svipað leiti varð hann einnig fyrir því óláni, að slasa sig í óhappi, og nú er hann að auki - 75% öryrki. Geta hans til tekjuöflunar hefur þannig minnkað mikið, á sama tíma, og hann stendur frammi fyrir langmestu skuldum, sem hann hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir.

En, hann er bjartsýnismaður að eðlisfari, og veit hann á hlutabréf. Þau hafa að vísu verðfallið, en hann veðjar á, að ef hann býður í nokkur ár, með að selja þau, þá geti verið að þau hækki nægilega í verði á nýjan leik, svo hann geti selt þau á móti skuldum svo þær lækki nægilega mikið til að hann forðist gjaldþrot.

Galli er þó á, að miðað við takmarkaða getu hans til tekjuöflunar, þá duga tekjur hans ekki einu sinni fyrir vöxtunum, af þeim skuldum er safnast hafa að honum.  Þannig, að það nagar hann undir niðri, óttinn um gjaldþrot - vegna þess, að á meðan hann býður eftir því að hlutabréfin hækki, þá munu skuldirnar halda áfram að vaxa. En, bankinn hans hefur samykkt að lána honum áfram, gegnt því að fá peninga þegar hann selur hlutabréfin.

En, hann sér fram á að þurfa að lifa óskaplega spart; þ.e. ekki hafa efni á að leggja í viðhald á húsinu, ekki kaupa sér nýja tölvu, ekki endurnýja bílinn, ekki kaupa sér ný föt, ekki fara á skemmtanir sem kosta peninga, borða bara ódýran mat, o.s.frv. Þannig, að húsið mun smám saman grotnar niður, bíllinn verða að druslu, tölvan úreldast, fötin verða slitin og götótt, hann horast vegna sparnaðar í mat - almennt sér fram á, að tekjumöguleikar hans muni að auki rýrna í framtíðinni, þ.s. hann muni ekki lengur heldur hafa efni á að fara í regluleg endurmenntunarnámskeið.

Hann reynir samt, að vera bjartsýnn; þó hann viti að hann muni þurfa fá mjög gott verð fyrir hlutabréfin sín, til að verða ekki gjaldþrota, og að auki, að samt verða skuldirnar áfram erfiðar og hann veit, að lífið héðan í frá verður ekki lengur skemmtilegt, heldur grár ömurleiki þ.s. smá rýrnandi geta til tekjuöflunar, geti þrátt fyrir allt seinna meir knúið hann í þrot.

 

II. Staða sú sem Ísland, stendur frammi fyrir, er staða þessa manns

Staðreyndin er sú, að Ísland er eins og þessi einstaklingur, þ.e. geta okkar til tekjuöflunar er stórskert eftir hrunið, þannig að líkingin við það að vera eins og 75% öryrki er alls ekki fráleit.

 

  • Skv. skýrslu AGS eru rúm 60% fyrirtækja, metin með ósjálfbæra skuldastöðu.

Skv. frétt rétt fyrir jól, höfðu 50% innlendra fyrirtækja fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði, og 2/8 voru talin vera í vandræðum - þ.e. úrræðið dugði ekki. Þessar tölur passa nokkurn veginn samanlagt við tölur AGS.

Slík tímabundin lækkun, gerir ekkert annað en að íta vandanum á undan, mismuninum á greiðslum af lánum, einfaldlega bætt aftan á, svo lánin hækka. 

Þ.e. ljóst, að mörg þessara fyrirtækja, fara á hausinn á endanum. En, hin reyna að tóra með ítrustu sparsemi sbr. dæmið um einstaklinginn að ofan.  Þá lenda þau í því sama og einstaklingurinn, að hætta er á að þau hrörni að innan - þ.s. nær allt fé sem þau vinna inn, fer í að borga niður skuldir.

Þau, eins og maðurinn að ofan, spara allt við sig sem þau geta - þannig að lítill peningur verður eftir til að: viðhalda tækjum og búnaði, endurnýja þau eftir þörfum til að dragast ekki aftur úr keppinautum tæknilega, borga góð laun svo bestu starfsmönnum sé haldið, viðhalda húsakynnum, kaupa endurmenntunar námskeið fyrir starfsmenn, o.s.frv.

Hættan er með öðrum orðum á, að all það fé sem út streymi, leiði til þess að of lítið fjármagn verði eftir, til að viðhalda samkeppnishæfni; þannig að ofan á allt annað, dragi smám saman úr samkeppnishæfni okkar atvinnulífs; þannig að möguleikar okkar atvinnulífs til að afla Íslandi nægilegra tekna, til að standa undir skuldunum, smá dali eftir því sem frá líður.

Þetta framkallar augljósa hættu á, niðurskrúfun í átt að sífellt versnandi efnahag, eftir því sem frá líður og þar með, einnig minnkandi velmegun.

 

  • Höfum einnig í huga, að skv. spá Seðló fyrir árið í ár, verða um 40% heimila komin með ósjálfbæra skulda/eignastöðu fyrir lok árs.
Skuldir heimilanna, eru í engu minna hættulegar, fyrir framgang okkar hagkerfis á næstu árum, og þar með getu okkar landsmanna, til að standa undir erlendum skuldum landsins.

Það eru að verða til 2. þjóðir hérlendis, þ.e. þeir sem skulda mikið - mjög mikið; og þeir sem skulda lítið - til nánst ekkert.

Skv. ritinu, Fjármálastöðugleiki 2009 - útgefandi Seðlabanki Íslands:
  1. Heildarfjöldi heimila með fasteignaveðlán, cirka 80.000.
  2. 5.500 heimili með erlend gengistryggð lán í bland, 1.500 með eingöngu erlend húsnæðislán. Eftirstöðvar þeirra lána hafa 2-faldast.
  3. 50% heimila, skulda minna en 3-faldar árstekjur.
  4. 25% heimila, með skuldir yfir 5-földum árstekjum. Sá hópur metinn með greiðslubyrði cirka 30% árstekna, sem sé við hættumörk. Þessi hópur skuldi, 73% af heildarskuldum heimila.
  5. 25% heimila með skuldir umfram húsnæðiseign. Stefnir í að 1/3 heimila, skuldi meira en þau eiga.
  6. Tæplega 1/3 heimila eiga húsnæði sem er meira en 30 m.kr. virði skv. fasteignamati, en sá hópur heimila skuldar tæplega 50% húsnæðisskulda. Tæplega 68% heimila eiga
    húsnæði sem er minna en 30 m.kr. virði skv. fasteignamati en þau skulda rúmlega 50% húsnæðisskuldanna.
  7. "þurftu 26% heimila að verja yfir 30% ráðstöfunartekna sinna í greiðslur íbúðalána og 20% heimila yfir 35% tekna sinna. Svipað hlutfall heimila, eða 23%, var með samanlagða greiðslubyrði íbúða-, bíla og yfirdráttarlána yfir 40% af ráðstöfunartekjum sem algengt er að miða við sem hættumörk fyrir heildargreiðslubyrði."
  8. "Vísbendingar eru um að u.þ.b. 20% heimila þurfi á ein hvers konar greiðsluerfiðleikaúrræðum að halda um þessar mundir."

Hafa ber í huga, að enn er samdráttur þannig, að tekjur almennings og þar með heimila, eru enn að skreppa saman.

Mjög áhugavert, í tölum Seðlabanka Íslands, er að heimili sem hafa minna en 30 fermetra til umráða skulda ríflega 50% allra húsnæðis skulda.

Þetta kemur heim og saman við þ.s. hefur komið annars staðar fram, að skuldug heimili séu einkum ungar barnafjölskyldur, sem hafa tiltölulega nýlega verið að koma þaki yfir höfuðið, að á meðan að þau heimili er skulda tiltölulega lítið séu séu eldri fjölskyldur með annað hvort börn að nálgast háskóla-aldur eða að þau eru flogin að heiman, og sjálf farin að búa.

Skuldavandinn, sé því langmestur á heimilum, með börnin sem eru á viðkvæmasta aldrinum.

Hættan fyrir börninÞetta skapar mikla hættu á félagslegum vandræðum seinna, en augljóslega eru nú þessar fjölskyldur nú og á næstu árum, að ganga í gegnum miklar hremmingar - sbr. dæmið mitt að ofan um einstaklinginn -  og þessi kynslóð barna, mun því alast upp við meira óöryggi en kynslóðir barna á undan, og að auki við mun minni efni, þ.e. tækifæri í lífinu. En, beint samband er á milli fátæktar og tíðni félagslegra vandamála - sbr. afbrot, hegðunarvandamál önnur og síðan menntunarstig, seinna meir í lífinu. Þetta getur því orðið kynslóð glataðra tækifæra. Þ.e. alvarlegt, því þar með elst upp kynslóð barna, með lélegri undirbúning undir lífið - og, auk annars tjóns fyrir þjóðfélagið sem í því felst; þá er þetta enn einn þátturinn sem getur í framtíðinni, minnkað samkeppnishæfni okkar þjóðfélags samanborið við önnur, ergo - beinlínis dregur úr framtíðarmöguleikum okkar þjóðfélags til hagvaxtar.

Hættan fyrir hagkerfið: Síðan, hefur skuldastaða heimila einnig beinni afleiðingar fyrir getu hagkerfisins til hagvaxtar, þ.e. áhrif sem strax koma fram. 

En, þær fjölskyldur sem eru tiltölulega ungar að árum, eru einnig þeir árgangar fullveðja einstaklinga, sem virkastir og um leið, verðmætastir eru einstaklinga, fyrir atvinnulífið. En, ekki bara það - einnig lang mikilvægasti drifkraftur neysluþjóðfélagsins - sem vegur stórt í hagvexti.

Þetta er sems sagt, vinnandi fólk á aldrinum milli 25-40 ára. Ég held, að öllum ætti að vera ljóst, að ef þetta fólk er einmitt sá hópur sem verst fer úr kreppunni; þá einfaldlega er vart hægt að koma fram með verri fréttir fyrir okkar atvinnulíf og okkar hagkerfi. Munið eftir dæminu um einstaklinginn.

Hugsið, mikilvægasti hópurinn á vinnumarkaðinum og einnig mikilvægasti hópurinn í neysluþætti hugsanlegs hagvaxtar; þarf á næstu árum, að beita ítrasta sparnaði bæði við sig og sín börn.

Þetta er einfaldlega dauðadómur til langs tíma, fyrir neysludrifinn hagvöxt hérlendis.

Að auki, dregur úr skilvirkni þessa hóps á vinnumarkaði, til lengri tíma litið, þ.s. þ.e. beint orsakasamhengi milli heilsu og efnahags, og að auki mun þessi mikilvægi hópur síður getað haft efni á, að endurnýja sína þekkingu með reglubundnum hætti sem skildi. Það er sérlega slæmt, því þekkingu fleygir ört fram, og sífelld endurnýjun þekkingar, er grundvallar atriði í því, að viðhalda samkeppnishæfni. Afleiðing,dregur úr getu hagkerfisins til hagvaxtar, til lengri tíma litið.

 

  • Ofan í þetta, er verið að hækka skatta og það mikið - sem eykur í samdrátt.

Áhrif skattanna, í samhenginu við okkar hagkerfi miðaða við ástandið í dag, eru mjög alvarleg; þ.s. áhrif þeirra hríslast út í allt samfélagið, þ.e. alla þætti þess, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga með fjölskyldu á framfæri.

Málið er, að þ.s. þessar skattahækkanir, draga úr rauntekjum allra í þjóðfélaginu þá magna þeir upp þann vanda, sem er víxlverkun hækkandi skulda við lækkandi tekjur, hvort sem á í hlut barnafjölskyldur eða fyrirtæki.

Þeir magna því upp, ofangreinda erfiðleika, þessara aðila; þ.e. fyrirtækja og barnafjölskyldna.

Þ.s. þeir verka á hvort tveggja, þá framkallast fyrir bragðið mjög öflug viðbótar samdráttar áhrif, fyrir tilverknað þeirra. Ég er sannfærður um, að þau áhrif séu vanmetin af stjórnvöldum.

 

  • Síðan eru vextir ennþá of háir miðað við aðstæður - sem einnig eykur samdrátt.

Of háir miðað við aðstæður vextir, hafa mjög svipuð áhrif á fyrirtæki og barnafjölskyldir, og hærri skattar; þ.e. að minnka ráðstöfunarfé.

Þar með, magna þeir einnig upp ofangreind vandamál beggja aðila, þ.e. fyrirtækja og barnafjölskylda; og hér einnig, tel ég fullvíst, að samdráttar áhrif séu vanmetin.

 

  • Að auki, er fólk farið að flytja af landi brott, sem einnig eykur á samdrátt.

Það er einfalt að sjá, af hverju þetta er varasamt.

En, með fólksfækkun fækkar þeim sem greiða skatta, þannig að meiri byrði dreifist á þá sem eftir eru.

Síðan eru þeir líklegastir til að fara, sem þjóðfélagið og atvinnulífið má síst missa, þ.e. þeir sem hafa verðmæta þekkingu og eiga því greiðan aðgang að störfum erlendis, og síðan þeir sem eru ungir að árum, framtíð landsins. 

Það magnar svo enn, neikvæð áhrif á framtíðarhagvöxt landsins, af þessa völdum, að verðmætasta fólkið er líklegast til að fara.

 

  • Skv. Samtökum Iðnaðarins, stefnir í minnstu innlendu fjárfestingu hérlendis, síðan landið varð lýðveldi.

Ef fjárfesting verður of lítil til að endurnýja tæki og tól er þau úreldast, og/eða of lítil til að við náum að halda í við keppinaua í þróun nýunga - þá hefur smám saman hrakandi samkeppnisfærni okkar atvinnulífs af þessa völdum, sjálfstæð áhrif til að draga úr okkur mátt.


III. Sem sagt, hin alvarlega skuldastaða skaðar mjög getu okkar til hagvaxtar

Eins og ég er nú búinn að vandlega útskýra, þá hefur hin alvarlega skuldastaða, mjög margvísleg neikvæð áhrif á okkar þjóðfélag og atvinnulíf, bæði til skemmri og lengri tíma.

Stóra meinið, eru skuldirnar sjálfar. Þannig, að lausnin er sú, að losna við þessar skuldir.

Skammtíma áhrifin, eru nú þegar að stórlega að draga úr okkar hagvaxtar getur - sbr. einstkalinginn er varð 75% öryrki.

Hættan er sú, að við þau bætist síðan neikvæð lengri tíma áhrif, - sbr. útskýringar að ofan - sem þá magni upp ástandið til enn verri vegar, og síðan sífellt svo - ef enn lengra er horft fram.

Þetta verða menn að skilja, að hættan er mjög raunveruleg á þróun, í átt að ástandi viðvarandi samdráttar áratug frá áratug - og þar með, hægu en öruggu hruni inn í raunverulega fátækt.

Ísland sem Haiti var ef til vill, ekki svo vitlaus samanburður hjá skáldinu, nafna mínum.

 

Hin rökrétta lausn, er að losa okkur undan skuldum, með eins skjótum hætti, og framast mögulegt er.

Því hraðar sem þ.e. gert, því minna af ofangreindum neikvæðum afleiðingum, munu fram koma. Að auki, því hraðar mun okkar uppbygging úr núverandi kreppu-ástandi ganga.

Ef ég svara nú þeirri spurningu sem ég hóf þessi skrif á, þá er augljóst, að það að klára þetta Icesave, bæta á okkur meiri skuldum - er ekki leið til uppbyggingar. Heldur, er hún bísna greið leið til glötunar, þ.e. áframhaldandi hrun á hrun ofan, eins lengi og augað eygir.

 

Við þurfum, að leita leiða, til að semja við kröfuhafa okkar, um lækkun skuldabyrði.

 

Til greina kemur að leita til Parsíarklúbbsins:

Þeir sjá einmitt um endurskipulagningu skulda ríkja er lenda í vandræðum. Þetta er að sjálfsögðu engin elsku mamma samkunda, og skilyrðin eru mjög ströng. En, vart verða þau verri en Icesave.

Paris Club News

What Is the Paris Club?

Paris club to restructure debt.(HAITI)

Rich Nations Call for Haiti Debt Relief

Iraq hopes Arab nations follow Paris Club debt write-off

Nigeria settles Paris Club debt

 

Þessi gæti reynst okkur góður liðsmaður:

Prófessors Sweder van Wijnbergen, university of Amsterdam.

Sjá greinIceland needs international debt management

Prófill Sweder van Wijnbergen

"Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka þér fyrir flotta grein hjá þér og góðar útskýringar Einar. Svona langa og vandaða grein verður að prenta út og lesa við tækifæri eftir prentun

þú skrifaðir > Til greina kemur að leita til Parsíarklúbbsins:

Þeir sjá einmitt um endurskipulagningu skulda ríkja er lenda í vandræðum. Þetta er að sjálfsögðu engin elsku mamma samkunda, og skilyrðin eru mjög ströng. En, vart verða þau verri en Icesave.

 Endilega lestu undanfarann sem ég nefni í skilaboði til þín. En höfum ekki fleiri orð um það.

Guðni Karl Harðarson, 28.1.2010 kl. 11:41

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Rétt hjá þér það er auðvitað ekki heil brú í því "blaðri & bulli" sem núverandi auma & stórhættulega ríkisstjórn heldur ítrekað fram í IceSLAVE málinu.  Þeirra rökleysa er vandræðaleg og ég tek auðvitað heilshugar undir þá gagnrýni sem þú setur hér fram.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 28.1.2010 kl. 14:28

3 Smámynd: Vignir Ari Steingrímsson

það er varla hægt að útskýra ástand okkar betur en þetta ;)

og það er eins og það sé unnið markvist gegn okkur af ríkisstjórnini sem átti að vernda okkur fyrir þessum stormi og milda afleiðingar hans, en allt sem er gert þar er til að magna upp afleiðingar hans og tefja uppbygginguna sem bíður handan við hornið.  

takk fyrir :) 

Vignir Ari Steingrímsson, 29.1.2010 kl. 10:10

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir greinina svona greinar vekja hjá manni þjóðarstolt gegn landráða stjórn Jóhönnu að sjálfsögðu getum við ekki bætt á okkur skuldum þegar  flestir eru stórskuldugir og geta vart borgað sínar skuldir hvað þá að bæta á sig meiri skuld. Við verðum að verjast þessu ógnar óréttlæti sem verið er að setja á okkur vegna nokkra glæpamanna. Lifið heil.

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband