Hugmynd, að hugsanlegri lausn á deilunni um kvótann!

Ætla, að taka mér stutt hlé frá Icesave deilunni, og tipla aðeins á annarri og eldri, en vart minna bytri, hvað afstöðu deilenda varðar til hvers annars.

  • En hygmyndin í stuttu máli er sú, að taka fyrningar hugmynd núverandi stjórnvalda að láni, en breyta tilganginum, sem sú fyrning gegnir.
  • Þ.s. ég hugsa mér, er að fyrning verði form á veiðigjaldi, en eitthvað á bilinu 1 - 10% kvóta, mætti hugsa sér, að fyrna á hverju ári.
  • Hinn fyrndi kvóti, kæmi síðan aftur til endurúthlutunar.

Hugsanlegir kostir þessarar leiðar
  • Fyrning lækkar verðið á kvótanum, og eru þau áhrif til lækkunar, því meiri sem stærra hlutfall er fyrnt á ári hverju.
  • Lækkun verðs, leiðir til þess, að fleiri hafa efni á að kaupa kvóta.
  • Hugsa mætti sér einnig, að fyrirkomulagi endurúthlutunar væri hagað þannig, að gefa þeims sem ekki eiga kvóta visst forskot, á kvótaeigendur sem fyrir eru. Sem dæmi, ef fyrirkomulag uppboðs væri notað, þá hefðu þeir rétt til að ganga inn í kaup á sama verði.
  • Sanngjörn renta verður tekinn, af þeim sem nota auðlindina, gróði þeirra notenda er þá minnkaður og þá peninga, sem ríkissjóði hlotnast má nota til þarfra verka - t.d. til að borga þeim bætur, sem má vera að hafi verið brotið réttur á, þegar kvótakerfið var innleitt.
  • Síðast en ekki síst, aukin sátt skapast um kvótakerfið og mestu deilunum, ef til vill linnir.


Min skoðun, er að kvótakerfi sé þrátt fyrir marga galla, skárri en aðrar þekktar aðferðir, - sjá kosti kvótakerfis:

  • Einn aðalkosturinn, er einmitt eitt umdeildasta atriðið, þ.e. einmitt gróðinn. En, þegar stjórnað var með veiðidaga kerfi, þ.e. sókn var stýrt með veiðidögum, þá skapast tiltekin vandamál. En, á veiðidögum eru veiðar ótakmarkaðar fyrir utan útgefinn heildarkvóta, og allir sem eiga bát hafa heimild til að veiða, þegar er veiðidagur. Þetta leiddi til, gríðarlegs kapps hjá hverjum og einum, til að veiða sem mest, per veiðidag. Afli hrúgast því á land, fyrst og fremst á þessum veiðidögum, mikil vinna er í landi akkúrat þá en logndeyða þess á milli, þ.s. allir vilja selja í einu þá einnig falla alltaf fiskverð á þeim dögum, bæði hérlendis og erlendis. Smám saman, myndaðist mjög mikil umframfjárfesting í skipum, bátum og landvinnslum - þ.s. menn vildu geta náð inn sem mestu, á þessum fáu dögum, og síðan, þurfti að uppfæra vinnsluna til að hún næði að vinna sem mest í þessu hendingskasti. Allt þetta leiddi til þess, að gróði af fiskveiðum og vinnslu, var nánast enginn á þessum árum. Hún, var almennt rekinn við "0" - ið.  Það var síðan ástæðan fyrir mjög tíðum gengisfellingum milli 1970-1980, þ.s. útvegurinn og vinnslan mátti við svo sáralitlum viðbótar kostnaðarhækkunum, vegna launa - að smám saman þróaðist það í klassísk þema, að kjarasamningar hækkuðu laun, og síðan var sú hækkun mjög fljótlega tekin til baka af stjórnvöldum, með gengisfellingu. Af þessa völdum, var verðbólga krónískt vandamál, að því tímabili. Þetta er einnig tímabiið fræga, þegar vextir voru neikvæðir í mörg ár.
  • Næsti aðalkostur, er einmitt aukinn stöðugleiki í nýtingu auðlindar. En, sá sem á kvóta, veit að hann/hún getur fiskað hann, hvenær sem er á árinu. Viðkomandi, getu því dreift veiðinni yfir árið, og passað upp á, að framkalla ekki offramboð á mörkuðum, og þannig fengið betri og jafnari verð fyrir aflann.
  • Síðan er það, aukin hagkvæmni. En, þ.s. aðilar geta gengið að kvóta sínum vísum, þurfa þeir ekki lengur þá umfram-afkastagetu, bæði í skipum og vinnslu, sem þurfti að vera til staðar í sóknarstýringarkerfinu. Það minnkar kostnað við greinina, og framkallar stóraukinn gróða.



Niðurstaða
Eins og ég hef útskýrt, tel ég kvótakerfi heppilegri aðferð, en önnur þekkt kerfi. En, sennilega hafi, eins og þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma, verið farið rangt af stað í upphafi. En, hin upphaflega úthlutun er í mörgum tilvikum var til þeirra sem höfðu pólitísk ítök, hefur frá upphafi verið mjög umdeilt.

Með því, eins og ég legg til, að beita aðferð fyrningar vð það að taka réttmæta rentu af auðlindinni; þá sé sennilega hægt, að minnka mjög mikið, þá galla er mest hafa verið gagnrýndir í gegnum árin.

Að mínum dómi, er mikilvægast, að slátra ekki gullgæsinni. En, gagnrýnin um ofsagróða, sannar fullkomlega, að kvótakerfið einmitt er gullgæs. Við þurfum þó, að koma aðeins betri böndum á hana.

Í stað þess, að slátra gróðanum, tökum hlutfall af honum til samfélagsins, og einnig notum það fé, til að borga þeim miskabætur sem talið er, að hafi verið brotið á, er kvótakefið var innleitt.

Ég bendi einnig á, að með því að fyrna kvóta um visst hlutfall á hverju ári, þá má einnig smám saman skapa meiri dreifingu á kvótaeign. En, að mínum dómi, er heppilegast að beita úrræðum markaðarins, fremur en beinum pólitískum úthlutunum - sbr. þá hugmynd, að skapa þeim sem ekki eiga kvóta, smá forskot í formi viss forgangs.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér sýnist þú alveg geta rætt málin á nótum ríkisstjórnarinnar. Ég held að Friðrik Arngrímsson myndi malda hressilega í móinn ef þú spyrðir hann álits.

Gísli Ingvarsson, 18.1.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má reikna fastlega með því.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.1.2010 kl. 23:28

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þá er það fiskveiðistjórnunin. Ég er þeirrar skoðunar að allur veiðirétturinn á Íslandsmiðum eigi að vera í höndum ríkisins og þeir sem veiða skili ákveðinni prósentu af verðmæti landaðs afla til okkar þjóðarinnar í formi leigu. 

Efna þarf til svokallaðra vísindaveiða á Íslandsmiðum, bæði djúp og grunnslóð. Auðvitað verður að hafa umsjón með magni þess sem veitt er og gefa út leyfilegt magn úr þeim tegundum sem taðið er af vísindamönnum að þurfi að stýra veiðum á. 

Slíkar vísindaveiðar voru stundaðar í Barentshafi í  umsjá Hafrannsóknarstofnunar Rússa í Múrmansk. Þar var þéttleiki fiskistofna mældur og varð þessi rannsókn til þess að veiði heimildir í þorski voru auknar mjög verulega eða um allt að 70% ef ég man rétt. Fiskiskipin sem tóku þátt í rannsókninni og veiddu óheft, voru tengd við Rannsóknarstofnunina gegnum gervihnött og margskonar upplýsingar skráðar.

Hið svokallaða gjafakvótakerfi sem komið var á af Hrun-flokkunum í byrjun 9. áratugarins á að leggja af. Er ég þá að meina að einstök fyrirtæki og einstaklingar geti verslað/braskað með heimildir til að veiða fisk við Ísland. Vel má hugsa sér að hægt verði að gera einhverskonar leigusamninga við útgerðaraðila, en þó með þeim formerkjum að óveiddum heimildum sé skilað til baka til ríkisins, enda hafi leiga ekki verið greidd, þar sem hún er innheimt við löndum eins og áður er getið.

Að eingöngu vistvænar veiðar verði heimilaðar á grunnslóð og þar fái neta- línu- og handfærabátar að veiða. Norðmenn hafa farið þessa leið og vel getur komið til greina að mínu áliti að hafa slíkar veiðar utan kvóta, líkt og gert var með Strandveiðarnar síðast liðið sumar.

Mun meiri rannsóknir þarf að gera á veiðum með botnvörpu og hverju þær geta valdið á mismunandi tegundum af botni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 23:40

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hef ekkert á móti verslun með kvóta - enda er að mínu mati, markaðskerfi heppilegasta fyrirkomulag þessa mála.

Á hinn bóginn, eru til staðar góð rök fyrir einhvers konar, rentu af auðlindinni, er myndi renna til ríkisins. Fyrirkomulag slíkrar rentu, getur verið með mjög margvíslegum hætti.

Og, ef með endurúthlutun heimilda, sem séu fyrndar, má hafa nokkur áhrif á dreifingu kvótans.

----------------------------------

Mér líst alls ekkert á, að ríkið eigi með formlegum hætti kvótann. Tel mjög augljósa alvarlega spillingarhætu af slíku fyrirkomulagi, þ.e. pólitíska spillingu.

En, ef úthlutun er pólitísk, þá er augljós hætta af því, að úthlutað sé til flokksgæðinga og einnig, að úthlutað sé skv. mútum undir borðið.

Markaðs kerfi, sé mun hentugra, svo fremi að hæfileg renta, lækki nokkuð verðlag á kvóta og að auki, skapi rókinu eðlilega þátttöku, í þeim gróða er skapast.

-------------------------------

Ég vara eindregið við því, að fara þessa Barentshafs leið. En, einhvern veginn virðast menn gleyma öðru hafsvæði, þ.e. Nýfundnalands miðum, en þorskstofnar þar hrundu fyrir mörgum árum síðan, og hafa ekki síðan komið til baka.

Annað hafsvæði, en þ.e. Norðursjór - mætti einnig nefna, en þar liggur þorsstofninn við útrýmingu, vegna augljósrar ofveiði.

Men virðast gleyma máltækinu - þegar eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það - það svo, að flestum líkindum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 00:07

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það þarf að byrja á að setja upp úrskurðarnefnd fagmanna, - sem skilgreinir eignamörk kvótans - hver á hvað.

Þessir  eru eigendur að nýtingarétti;

  1. Útgerðin
  2. Fasteignir fiskvinnslu.

Svo eru tveir eigendur að því sem "þjóðin" á þ.e. almannaeign

  • Ríkissjóður
  • Sveitarfélögin.

Greina þarf því faglega fyrst - Hvar liggja eignamörk aflaheimilda, -  milli nýtingaraðila og opinberra aðila.

Til að nálgast viðfangsefnið er best að nýta þjóðlendulög til samanburðar - og skilgreina þetta faglega með úrskurð úrskurðarnefndar hvar eignamörkin liggi milli almannaeignar og eignar nýtingaraðila.

Eign nýtingaraðila gæti svo skipst útgerð 60% og fasteignir fiskvinnslu 40%. - ef skipta ætti þessu skv. verðmætasköpun s.l. áratuga.

Aðalviðfangsefnið er - hvar liggja eignamörk opinberra aðila - og nýtingarréttaraðila.

Þar verður að byrja faglega greiningu strax, - því þegar því er lokið - þá getum við rætt framhaldið.

Kristinn Pétursson, 19.1.2010 kl. 02:16

6 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Kvótakerfið er ekki gallalaust, en stærsti glaainn liggur í því að menn geta leigt frá sér kvóta fyrir okurverð. Þetta á sérstaklega við um leigu á þorski. Ef tekið er á þessum leigu vanda þá verður strax miklu betri sátt um kerfið.

En ef taka á nýtingarréttinn af útgerðunum þá vandast málið. Reyndar er ég sammála Kristni um það að vinnslan eigi rétt á að eiga kvóta.

Ég hef stundum verið að hugsa um að það væri gaman að vera bóndi, og þá er spurning hvort það er ekki sanngjarnt að ég geti keypt mér traktor og fjárhús og farið svo og slegið einhverja landspildu. 

En hætt er við að bóndinn á bænum yrði reiður. Landinu var nefnilega skipt við landnám. Sumir voru ekki sáttir við skiptinguna en hún er samt enn við líði.

Það eru mörg kvótakerfi á Íslandi, svo sem  sala landbúnaðar afurða,  styrkir í landbúnaði, eftirlits iðnaður , sérleyfi fólksflutninga, og svo mætti lengi telja.

Kvótakerfið í fiskveiðum má laga en það er engin ástæði til að henda því.

Sigurjón Jónsson, 19.1.2010 kl. 08:58

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Það vantar allar líffræðilegar forsendur inn í þetta. Við landið eru amk 35 þorskstofnar sem deilt er úr eins og um einn stofn sé að ræða. Ekkert tillit er tekið til óvissuþátta og samspil ólíkra þátta í náttúrunni.  Margir virðast halda að hægt sé að ganga að einhverjum fisktegundum vísum eins og vörum í hillukerfi því aðeins að maður hafi kvóta.

Þessar hugmyndir ganga út á aflamarkskerfi en þá verðum við áfram með brottkast.

Eina vitið er að taka upp færeyska kerfið.

Sigurður Þórðarson, 19.1.2010 kl. 10:00

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einar, þú gefur í skyn að þú búir yfir þekkingu um hrun þorskstofnsins við Nýfundnaland og mér sýnist þú sért búinn að útiloka möguleg áhrif hafstrauma og fæðuframboðs.  Á hvaða forsendum gerir þú það? Hvernig skýrir þú mismunandi fiskigengd við Íslandsstrendur í aldanna rás? Hvernig skýrir þú mun minni afrakstursgetu fiskiistofna undanfarin ár við Ísland ? Hvernig skýrir þú að engin sannanleg fylgni hefur verið milli veiða og mældrar stærðar þorskstofna nema ef vera skyldi að hún væri í öfugu hlutfalli s.b.r. Barentshaf?

Sú var tíðin að þegar sjór var kaldur þá var loðna en engin síld en ef hann var hlýr þá var þessu öfugt farið.  Við skulum heldur ekki gleyma að allt líf kviknar með þörungum og síðar með átu og þar geta umhverfisþættir t.d. olíuslys haft áhrif.  Þá  er má kannski minna á að sjávarspendýr éta ef til vill 20 sinnum meir en við veiðum.  Og ef seiðafjöldinn skiptir öllu máli eins og Hafró virðist halda hvað þá með nýjan umhverfisþátt eins og makríl sem fer um stór svæði og hreinsar upp öll seiði?

Sigurður Þórðarson, 19.1.2010 kl. 10:26

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristinn og Sigurjón - ég er ekkert á móti því, að fiskvinnslustöðvar, geti átt kvóta.

Ég bendi á, að hluti af minni uppástungu, er að beita einmitt fyrningunni, sem aðferð til að stuðla að endurdreifingu eignaraðildar.

Ekki þó með valdboði, að öðru leiti en því, að aðilar sem ekki eiga kvóta - en bæta má þá fiskvinnslustöðvum inn sem heimiluðum kvótaeigendum - þá sé hægt að veita þeim forgang, þannig að þeir geti gengið inn í kaup skv. sama verði.

Leiguverð á kvóta, er mjög tengt almennu verðlagi á kvóta. Og, aðferðin ætti einmitt að stuðla, að lækkun hvort tveggja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 15:15

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurður - " mér sýnist þú sért búinn að útiloka möguleg áhrif hafstrauma og fæðuframboðs."
  • Hafstraumar eru þarna, Golfstraumur og kaldur straumur er mig mynnir að heiti Labrador straumur - er kemur frá Grænlandi og Labrador. Við myndum verða mjög hressilega vör við það í Evrópu, ef Golstraumurinn hætti að fara þangað, því þá myndi hann einnig hætta að koma við hjá okkur.
  • Þarna á sér stað stöðug blöndun heits og kalds sjávar, og það rót á sjónum sem því fylgir, framkallar kjöraðstæður fyrir margar lífverur, og mikið fæðuframboð. Þ.e. sjálf blöndunin, sem framkallar þetta og hún er ekki íkja háð skemmri tíma náttúrusveiflum.
  • Hitun/kólnun loftslags hefur óveruleg áhrif, þ.s. þarna eru mót kalds og heits sjávar, þá geta lifverur alltaf fundið sér, kjörhitastig á svæðinu.
  • Ég bendi á, að veiðar Evrópumanna á svæðinu hófust á síðari hluta 15. aldar, eða áður en hitabreytinga af völdum Litlu Ísaldar, fór að gæta að ráði. Þannig, að við höfum sögulegar veiðar, í gegnum stórar veðurfarssveiflur, og ekki hvarf fiskurinn þá.
  • Fiskistofnum þarna fór að hnigna, eftir að afkastageta fiskiflota stórjókst eftir 1970, með bættri tækni.

-------------------------------------------------

Í dag, eru þekktir 2 þorskstofnar hér við land, þ.e. nýleg aðgreining milli þorsks er hrygnir djúpt og þorsks er hrygnir á grinnra hafi.

-------------------------------------------------

Brottkast, á sér alltaf stað, sama hvaða veiðiaðferðum er beitt eða fiskveiðistjórnun.

En, veiðimenn hafa frá aldaöðli kastað frá borði, þeim afla sem þeir vildu ekki, eða var ekki eftirspurn eftir, á landi. En, þ.s. takmarkað pláss er í skipum, er ekki hagkvæmt að sigla með afla, sem þú færð sáralítið fyrir.

Að setja upp kvótakerfi, breytti þessu sáralítið. Sóknarstýringar kerfi, þ.e. þjóðsaga að ekki sé kastað afla, þegar slíkum aðferðum er beitt. Mig grunar reyndar, að þá sé brottkast ef e-h er, enn meira. 

En þ.e. rökrétt afleiðing eðlis kerfisins, útskýrt í gein minni að ofan. En, á veiðidögum þá veiðirðu að sjálfsögðu einungis þann afla, sem þú færð pening fyrir - hendir öllu öðru. Í kvótakerfi, er meiri tími fyrir tilraunir, með að nýta annað sjávarfang, þ.s. þú ert öruggari með þ.s. þú hefur, ekki eins mikið kapp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 15:31

11 Smámynd: Þórbergur Torfason

Fyrst ég rakst á umræðu um kvótakerfið, sá ég mér ekki annað fært en að blanda mér í hana. Að mínu áliti er einungis ein fær leið út úr þeim ógöngum sem sjávarútvegur okkar er kominn í. Hún er sú að allur kvótinn, hvert einasta kíló verði innkallað á einu bretti, Fiskistofu fengið það hlutverk að úthluta veiðiheimildum til skipa að fenginn veiðireynslu síðustu 3. ára, framsalsheimildin bönnuð algerlega en hverri útgerð leyft að færa tegundir milli sinna skipða til hagræðingar. Skuldastaða sjávarútvegsins er með þeim hætti að við getum ekki leyft framsalsheimild það er bara ávísun á frekari skuldsetningu greinarinnar, það sjá allir sem hafa einhverja innsýn í þessa grein fyrir utan það að sá sem leigir frá sér kvóta, fær hann staðgreiddan en það er hins vegar óþekkt að leigusalinn greiði tekjuskatt af leigutekjunum. Frumskilyrðið er að stöðva skuldsetninguna, stöðva það að fleiri setji sig í botnlaust skuldafen á leigumarkaði sem er búin að koma hundruðum fjölskyldna á vonarvöl. Það þekki ég mætavel úr mínu starfi. Endurskoða þarf reglugerðina um frjálsar strandveiðar þannig að sá einstaklingur eða sú kennitala sem einhverntíman hefur selt sig út úr kerfinu, eigi ekki aðgang að þessum potti sem þarna er í boði.

Margt fleira má segja um vankanta kvótakerfisins en kerfið eins og það er í grunninn er vel nothæft.

Þórbergur Torfason, 19.1.2010 kl. 18:01

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég bendi á, að ef kvóti er alltaf fyrndur um tiltekið hlutfall á hverju ári, sbr. 2-10% - þá ætti það að stuðla að lækkun verð á kvóta, hvort sem er um leigu eða sölu, að ræða.

Það ætti, að minnka þetta skuldsetningar vandamál.

--------------------------------

Á hinn bóginn, er alltaf dýrt að komast að, þ.s. er ástand samkeppni í markaðskerfi. Sem dæmi, kostar að komast að í hillum hjá verslunum, ef þú sem dæmi, ætlar að fara að framleiða e-h.

Ef þú notar þann samanburð, að bátur er vinnustaður og berð t.d. saman við litla verslun, kostnað við að reka hana ásamt auglýsingakostnaði, kostnað við að leigja eða kaupa aðstöðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 18:31

13 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það skiptir ekki máli hvað þú fyrnir kvótan hratt, hvatinn til skuldaaukningar verðu áfram fyrir hendi meðan framsalið er heimilt. Það þurfum við að losna við út úr kerfinu. Þá er aðeins ein leið fær og hún er að loka fyrir framsalsheimildina að fullu enda á hún í raun engan rétt á sér. Kvótakerfið var ekki sett á til að gambla með veiðiheimildirnar, heldur til að stýra veiðum úr´hverjum stofni. við skulum halda því vandlega til haga.

Þórbergur Torfason, 19.1.2010 kl. 19:12

14 Smámynd: Kristinn Pétursson

Fagleg úrskurðarnefnd - sem skilgreinir "landamæri"  nýtingarétts og eignarrétts opinberra aðila - er sú vinna sem vantar að framkvæma.

Þetta er erfið vinna - en ekki dugir að gefast upp fyrirfram.

Sem sagt: Faglega úrskurðarnefnd strax.  Þegar úrskurður kemur - þarf hugsanlega að takast á  um niðurstöðuna fyrir dómstulum.

Kristinn Pétursson, 19.1.2010 kl. 19:49

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristinn - ég held, að það geti verið frekar auðvelt, að spila með slíkar nefndir.

  • Hverjir eiga þar að vera?

Og síðan einnig, að gera útkomu vinnu þeirra tortryggilega.

  • Útkoman geti verið eins og í Icesave, þ.s. hvor fylkingin um sig, hampar sínu hvoru lögfræðiálitinu.

Ég held, að þetta yrði einungis, nýr vinkill á deiluna, þ.e. ein nefnd skipur, það álit gert tortryggilegt, síðan önnur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 23:17

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þórbergur - þ.e. einnig jákvæð hlið, á slíkri verslun.

Ef kerfinu hefur verið breytt, eins og ég legg til, þá eru miklu fleiri aðilar en áður um hituna, aðilar sem ekki eiga kvóta geta alltaf gengið inn í díla - svo fremi sem þeir jafna verðið. Verð ættu að rökréttu að vera lægri.

Ég held, að þetta geti þróast yfir í, frekar opinn og frjálsan markað.

Það geti komið, miklu mun skár út, en hingað til.

En, verslun og viðskipti, þegar viðskiptin ganga skv. markaðslögmálum - eru raunverulega frjáls og aðilar nægilega margir til að fákeppni skapist ekki, þá eykur þetta skilvirkni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 23:20

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæti Einar, þú skrifar:

"Brottkast, á sér alltaf stað, sama hvaða veiðiaðferðum er beitt eða fiskveiðistjórnun.En, veiðimenn hafa frá aldaöðli kastað frá borði, þeim afla sem þeir vildu ekki, eða var ekki eftirspurn eftir, á landi. En, þ.s. takmarkað pláss er í skipum, er ekki hagkvæmt að sigla með afla, sem þú færð sáralítið fyrir. Að setja upp kvótakerfi, breytti þessu sáralítið. Sóknarstýringar kerfi, þ.e. þjóðsaga að ekki sé kastað afla, þegar slíkum aðferðum er beitt. Mig grunar reyndar, að þá sé brottkast ef e-h er, enn meira. "

"Við erum öll því marki brennd að okkur grunar fleira en við vitum. Stundum er grunur okkar á rökum reistur en stundum, því miður, er grunurinn stundum fjarri lagi en sú er raunin um ýmislegt sem þig grunar varðandi sjávarútveg einkum og sérílagi brottkast. "

Þetta treysti ég mér til að segja vegna þess að ég var lengi til sjós fyrir daga kvótakerfisins og þarf ekki að eyða tímanum í vangaveltur og gisk.  Ég ætla afur á móti að giska á að misskilningur þinn geti hugsanlega stafað frá villjandi rangri upplýsingagjöf frá þeim sem telja sig hafa hagsmuni af því að veðsetja fisk í hafi.  En þetta er jú bara gisk.

Sigurður Þórðarson, 20.1.2010 kl. 15:28

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eitt að lokum.

Það er alltof algengt í umræðum um sjávarútvegsmál a menn gefi sér allskyns forsendur. Slíkar umræður eru eingöngu  áhugaverðar fyrir þá sem lítið  þekkja til og gefa sér að forsendurnar séu réttar eða hafi a.m.k. við einhver rök að styðjast.

Ef ég tryði því að hægt væri að geyma fisk í hafi eins og fé á fjalli ég tala nú ekki um fé í bankabók myndi ég sjálfsagt vera mjög áhugasamur um "fiskihagfræði" kótakerfi, veðsetnar leigu osf. 

Ég ráðlegg þér þá nálgun Einar að fara niður á Hafró og biðja um að skoða "stóra módelið" sem geymt er ofaní kjallara og hefur ekki verið dregið fram í meira en 15 ár. 

Sigurður Þórðarson, 20.1.2010 kl. 15:48

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fólk virðist eiga mjög ílla með að sætta sig við, að meira að segja fiskurinn í sjónum er ekki ótakmarkaður.

Þú getur ekki tekið endalaust af, þ.e. reynsla undanfarinna áratuga, þ.s. á hafsvæði eftir hafsvæði, er ofveiði stunduð og fiskistofnar á undanhaldi.

Sama má segja um umhverfið, og lofthjúoinn, að við höfum lært að hvort tveggja tekur ekki endalaust við.

Við þurfum að læra að umgangast náttúruna, og umhverfið, af meiri virðingu. Ekki láta, eins og við getum vaðið endalaust áfram, að skuldadögum komi aldrei.

Þetta á eiginlega við allt, við getum ekki tekið endalaust út á rekninginn, hvort sem við erum að tala um umhverfið, lofthjúpinn, fiskinn í sjónum eða þá barasta, þegar kemur að því að safna skuldum vs. getu hagkerfisins, til að standa þar undi.

Við þurfum, að lifa meira í sátt við þetta allt saman, og hætta endalausu bruðli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.1.2010 kl. 17:34

20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Ef ég tryði því að hægt væri að geyma fisk í hafi eins og fé á fjalli ég tala nú ekki um fé í bankabók myndi ég sjálfsagt vera mjög áhugasamur um "fiskihagfræði" kótakerfi, veðsetnar leigu osf. "
 

Á nýfundlandsmiðum, hefst veiði breskra og hollenskra fiskiskipa á seinnu hluta 15. aldar. Á þeim árum, og fram á 20. öld - er sóknin einungis lítið brotabrot af því sem varð eftir að 20. öldin var gengin í garð.

Veiðar sem höfðu gengið vel um aldir, urðu að ofveiði og síðan hvarf fiskurinn. 

Meira þarf ekki um málið að segja. því, þ.e. greinilegt, að þessar veiðar höfðu staðið öldum saman, með mikið minni sókn. Svo, efasemdir þínar, vriðast full afsannaðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.1.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 714
  • Frá upphafi: 846644

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 652
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband