Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

Mjög röng sú hugsun stuðningsmanna Trumps að Bandaríkin líklega vinni viðskiptastríð

Kenningin virðist eftirfarandi; ef Bandaríkin fara í viðskiptaátök við land sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla gagnvart - sé tjón hins landsins óhjákvæmilega meira.
--Þetta er ranghugsun!

Hið rétta er að viðskiptastríð skaðar Bandaríkin og hugsanlegan mótherja, samtímis.

US commerce secretary rebuffs EU demands for tariff exemptions

Ef marka má þá frétt er greinilega að skella á viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og ESB.

 

Hvernig viðskiptastríð skaðar Bandaríkin er afar einfalt! Þó svo að við gefum okkur það að viðskiptastríð sé við land sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla gagnvart!

Hvernig Bandaríkin skaða sig er mjög einfalt, þetta er standard hagfræði.
Raunveruleg hætta virðist á viðskiptastríði samtímis við Kína og ESB.

Hið minnsta er viðskiptastríðið við ESB greinilega að skella yfir.

  1. Þegar Bandaríkin leggja tolla yfir stóran viðskiptaaðila, gefum okkur Bandaríkin flytji mun meir inn frá þeim aðila en þau flytja út til þess aðila.
  2. Þá hækka verð strax á allar þær innfluttu vörur sem álagður tollur gildir fyrir.
  3. Ef um er að ræða stórfelldan innflutning að magni til - er sennilegt að hvorki innlendir aðilar né aðrir erlendir, geti með litlum fyrirvara komið í staðinn.
  4. Þannig, að þá leiða álagðir tollar til -- vöruhækkana innan Bandaríkjanna.
  5. Vöruhækkanir lækka lífskjör innan Bandaríkjanna, og draga þar með úr neyslu.
  6. Og það dregur úr hagvexti, og eykur atvinnuleysi.
  7. Minni hagvöxur þíðir minni skatttekjur bandaríska ríkisins, og þar með aukinn hallarekstur þess og hraðari skuldasöfnun.
  8. Viðskiptastríð þarf ekki að leiða til viðsnúning yfir í kreppu, en það getur gerst.

Spurningin er hve margir vöruflokkar lenda í tolli.
Og hvort Bandaríkin hefja viðskiptastríð samtímis við ESB og Kína.

Það er einfalt, að því fleiri vöruflokkar lenda í tolli, því stærri eru neikvæð verðáhrif á neytendamarkaðinn innan Bandaríkjanna, og því þar af leiðandi því stærri neikvæð efnahags áhrif innan Bandaríkjanna sjálfra.

Að sjálfsögðu er ESB skaðað á móti, útflytjendur skaðast líklega dregst sala þeirra saman, og sennilega geta þeir ekki bætt sér það með sölu eitthvert annað með snöggum hætti.
Sama gildir um Kína, ef viðskiptastríð er samtímis við Kína af hálfu Bandaríkjanna!

  1. Ef allsherjar viðskiptastríð skellur á milli Bandar. og ESB - þá auðvitað bitnar það á mörgum vöruflokkum, á móti mundi ESB skella tollum á allan útflutning Bandar. til ESB -- og þannig skaða bandaríska útflytjendur samtímis.
  2. Ef viðskiptastríð allsherjar væri einnig við Kína á sama tíma, mundi það sama endurtaka sig gagnvart Kína, þ.e. Kína skaðast og Bandaríkin á móti.

Ef maður gerir ráð fyrir því að ESB og Kína láti vera að hefja viðskiptastríð hvort við annað - þau einnig láti vera að hefja viðskiptastríð við þriðju lönd, þannig viðskiptastríð gildi einungis í samskiptum þeirra við Bandaríkin.

Þá ætti skaði hvors um sig, að vera viðráðanlegur! 
Ég meina, ekkert sem geri ástandið það slæmt þau geti ekki lifað það af.

Sama ætti við Bandaríkin, ef Bandaríkin væru í viðskiptastríði við annaðhvort Kína eða ESB.
En ef Bandaríkin færu í viðskiptastríð við Kína og ESB samtímis -- þá auðvitað mundu Bandaríkin skaða sig tvisvar, meðan þau skaða annars vegar ESB einu sinnig og Kína einu sinni.

Þannig að það sé þá á tæru, að ef Bandaríkin fara í 2-stórfelld viðskiptastríð á sama tíma.
Að þá væri það öruggt alveg að skaði Bandaríkjanna væri meiri!
--Það sem ég er að segja, er að enginn vinnur beint viðskiptastríð.
--Viðskiptastríð skaði alltaf þátttakendur.

  1. En ef Bandaríkin setja fram það erfiðar kröfur að hvorki ESB né Kína geta sæst á þær kröfur, þó Bandaríkin hóti viðskiptastríði.
  2. Þá sé slíkt viðskiptastríð við Bandaríkin ekki það erfið upplifun fyrir Kína eða ESB, að þau verði að gefa eftir.

Það fari því eftir því akkúrat hvers Bandaríkin krefjast, hvort það sé sennilegt að Bandaríkjastjórn geti þvingað þá kröfu fram með hótunum um viðskiptastríð, eða jafnvel viðskiptastríði.
--En ef þær kröfur verða það erfiðar að hvorki ESB né Kína treysta sér til að semja.
--Gæti slíkt viðskiptastríð orðið afar langdregið.

Ég stórfellt efa að Bandaríkin græði á slíku á hinn bóginn í nokkru hugsanlegu samhengi.
En þó tæknilega þau geti lokað hagkerfinu sínu búið til framleiðslustörf.
Þá gæti það alltaf verulegan fjölda ára að reisa þær nýju verksmiðjur, auk þess að það kostaði verulegt fé -- sem legðist óhjákvæmilega ofan á verð þeirrar framleiðslu.
--Það þíddi væntanlega að sú framleiðsla yrði þá væntanlega alltaf að njóta tollverndar upp frá því, og þar með að því fylgdi varanleg kjaralækkun fyrir bandarískan almenning því þær vörur yrðu þá alltaf dýrari en þær mundu vera, ef þær væru enn innfluttar eins og áður.
--Þeir einu sem græddu, væru þá þeir sem fengu störf í slíkum nýjum verksmiðjum er gætu einungis verið lítill hluti bandarísks almennings auk eigenda þeirra.
--Líklega m.ö.o. töpuðu flestir Bandaríkjamenn á slíkri útkomu.

 

Niðurstaða

Það sé mikill misskilningur að Bandaríkin mundu græða á viðskiptastríðum við meiriháttar viðskiptaaðila. Þvert á mati tapi allir þeir sem eiga þátt í viðskiptastríði.

Hinn bóginn, ef eitt ríki hefur viðskiptastríð við tvo stóra viðskiptaaðila sannarlega skaðast þeir báðir viðskiptaaðilar, en einnig það ríki er hefur slík viðskiptastríð við tvo stóra meiriháttar viðskiptaaðila þá í bæði skiptin.

Málið er einmitt að Bandaríkin einnig skaða sig sjálf, en á hinn bóginn er sá skaði viðráðanlegur svo fremi að það viðskiptastríð spinnur ekki of mikið upp á sig, og enn fremur svo fremi að umfangsmikið viðskiptastríð skellur ekki á við fleiri en einn stóran viðskiptaaðila samtímis.

Það sé akkúrat svo, að hvert viðskiptastríð veldur sínum eigin skaða!
Þannig að hvort Bandaríkin skaðast meir, sé spurning um fjölda viðskiptastríða samtímis.
Og fjölda þeirra vöruflokka sem lenda í því að vera hátollaðir.

Það sé enginn vafi á því að allsherjar viðskiptastríð samtímis við ESB og Kína, hefði mikil neikvæð efnahags áhrif á Bandaríkin sjálf!
En að á sama tíma, svo fremi að Kína og ESB mundu láta vera að breikka viðskiptaátök út sjálf til fleiri aðila -- þ.e. væru einungis í viðskiptaátökum við Bandaríkin.
--Þá tel ég að tjón þeirra mundi reynast minna en Bandaríkjanna heilt yfir.
--Meðan Bandaríkin væru að skaða sig tvisvar með tveim meiriháttar viðskiptastríðum samtímis.

Ef Trump fer í of mörg viðskiptastríð samtímis með Bandaríkin, þá getur hann búið til kreppu í Bandaríkjunum -- þ.e. alveg hægt!

 

Kv.


Alvarleg mistök ef fyrirhuguð brú yfir Fossvog verður ekki gerð fyrir umferð bifreiða

Fréttir hafa borist af því að skipulag Kópavogs og Reykjavíkur - hafi komið sér saman um sameiginlega skipulagstillögu, og gerir sú ráð fyrir brú yfir Fossvog er tengi flugvallarsvæði Reykjavíkuflugvallar við Kópavog beint yfir fossvog.
--Það sérstaka er að einungis stendur til að gera ráð fyrir umferð; strætó, gangandi og hjólandi - eða eins og sagt er, vistvænum samgöngum.

  1. En með því væri fórnað öllum efnahagslegum ávinningi sem slíkri brú gæti fylgt.
  2. Þannig kastað á glæ þeim möguleikum sem þeirri brú getur fylgt.

--Þannig sett fram, sé betra að sleppa slíkri framkvæmd.
--Þetta verði dýr framkvæmd - vegna skammsýnnar nálgunar, þjónar ekki sem samgöngubót!

Brº yfir Fossvog milli Reykjav­kur og K³pavogs

Hvaða möguleikum er þá kastað á glæ?

Eins og sést vel á myndinni er endinn á brúnni Kópavogsmegin spölkorn frá Kópavogshöfn. Við höfnina er atvinnusvæði -- með brúnni væri það atvinnusvæði komið í spölkorns vegalengd frá miðborg Reykjavíkur.

Það þíðir að Kópavogshöfn og atvinnusvæðið þar við, getur þar með virkað sem hluti af því atvinnusvæði sem tilheyrir miðborg Reykjavíkur.
--En einungis ef bifreiðaumferð fær að fara um brúna.

Það væri þá starfandi hafnir - beggja vegna við miðborg Reykjavíkur, báðar í spölkorns fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur.

Sannarlega er Kópvogshöfn ekki stór í dag, en skip geta lagt upp að kanntinum lengst út, og hana er auðvelt að stækka ef Kópavogsbær vill.

Fyrir utan þetta, yrði íbúðahverfið í Kópavogi sem einnig sést á myndinni, komið í spölkorns nálægð við miðborg Reykjavíkur.
--Og ég er þess fullviss að fasteignaverð á því svæði mundi við það verulega hækka, en einungis ef bifreiðaumferð er hleypt um brúna - brúin gerð a.m.k. nægilega breið fyrir tvær akgreinar, eina hvora átt.

  • Þetta hverfi verður þá mjög þægilegt fyrir sérhvern þann sem vill vinna í miðborg Reykjavíkur - sjálfsagt að hafa möguleika fyrir hjólandi umferð við hlið akbrautar fyrir bifreiðar, svo hvort tveggja geti farið um.

En þessir möguleikar séu allir háðir því að brúin sé gerð fyrir umferð bifreiða!

Ég skil ekki alveg hvað skipulagsyfirvöld eru að hugsa, þegar augljósum möguleikum ætti að kasta á glæ -- dýrt mannvirki reist með þeim hætti, að það nýtist einungis að hluta!

Vonandi tekur við ný borgarstjórn í Reykjavík - og hindrar slíkt augljóst skipulagslys.

Heimildir: Brúin yfir Fossvoginn komin á teikniborðið

 

Niðurstaða

Hatrið gagnvart einkabifreiðinni rýður ekki einteiming ef það er komið á það stig, að lagt er til í fullri alvöru dýrar framkvæmdir er kasta á glæ fé skattborgara í Kópavogi og Reykjavík. Mjög skrítin þröngsýni, sem ekki sér að bifreiðar eru ekki bara einkabifreiðar - heldur þarf öll atvinnustarfsemi innan Reykjavíkur á flutningum með bifreiðum að halda.

Það sem brýr gera best, er sð stytta flutningaleiðir. Það er einnig hlutverk vegagerðar og brúa að skapa nýjar samönguleiðir. Og ekki síst, atvinnutækifæri.

Brúin yfir fossvog augljóslega getur skapað mikil verðmæti fyrir Kópavog.
En einungis ef hún fær að virka með þeim hætti, að hún nýtist sem tenging fyrir atvinnusvæðið nærri Kópavogshöfn við miðborg Reykjavíkur - og gerir íbúum í nærstöddum hverfum Kópavogs mögulegt að aka á sinni bifreið í vinnuna um brúna.

  • Þú flytur ekki varning með strætó - ekki þungavarning með reiðhjóli.
  • Ekkert að því að reiðhjól fari þarna einnig um, strætó að auki.

En að útiloka umferð bifreiða er hrein heimska!

 

Kv.


Wilbur Ross viðskiptaráðherra Bandaríkjanna - stefnir að vöruskiptasamningi við Kína

Mig rak eiginlega í rogastans, því hugmyndin um -- bein vöruskipti virðist mér beint úr fornöld. Ég meina, slíkt viðskiptafyrirkomulag gengur svo fullkomlega á svig við það opna markaðsfyrirkomulag sem er ráðandi innan alþjóðakerfisins í dag!
--En megin galli þess í mínum augum, er ósveigjanleiki!

  1. Í stað þess að frjáls fyrirtæki ákveði sjálf sitt viðskiptamagn, vörutegundir o.s.frv. -- þegar þeim sýnist svo.
  2. Gildir skiptisamningur saminn um milli ráðamanna viðkomandi landa - í stað þess að fyrirtækin semji sín á milli, sem bindur löndin tvö til að skiptast á vissu magni af tilteknum vörutegundum -- burtséð hvort það hentar markaðnum eða starfandi fyrirtækjum.

Miðað við það fyrirkomulag að fyrirtækin ákveði þetta sjálf - virðist slíkt fyrirkomulag ákaflega óskilvirkt!

US presses China to sign long-term import contracts

Ross - Trump - Pence

Image result for wilbur ross

"Mr Ross is expected to focus on US exports that can be substituted for commodities that China currently imports from elsewhere such as crude oil and refined products, liquefied natural gas, and agricultural exports such as beef, poultry and soyabeans."

  1. Það sem mér finnst áhugavert að þetta er allt "low value added" eða lágvirðisaukningar varningur -- ekki tæki, tól eða annað sem þarf flókna eða dýra vinnslu.
    --M.ö.o. hrávöruútflutningur.
  2. Hinn bóginn - sem mig grunar að skipti ríkisstjórn Bandaríkjanna mestu máli - að þetta kemur allt frá fylkjum innan Bandaríkjanna, er styðja Repúblikana.

--Tilgangurinn er líklega, að styrkja stöðu Repúblikanaflokksins fyrir þingkosningar nk. haust, en þá fara fram kosningar til fulltrúadeildar er fara fram á 2ja ára fresti.
--Þetta hljómar sem leit að -- snöggri reddingu.

Ef Ross tekst að fá Kína til að samþykkja kaup á föstu magni af þessum vöruflokkum -- bindandi samkomulag er gildi til nk. ára, helst lengur en kjörtímabil Trumps.

Þá getur hann haldið því fram, að honum hafi tekist að ná árangri í glímu við viðskiptahalla landanna tveggja.

Hinn bóginn, finnst mér það veik nálgun -- verð ég að segja fyrir Bandaríkin, að leggja höfuðáherslu á skuldbindandi kaup á hrávörum!
--Öfugt við unnar iðnaðarvörur og tæki.

  • Bandaríkin hafa enn í dag sum af mikilvægustu hátæknifyrirtækjum heims.
  • Þess vegna finnst mér þessi áhersla áhugaverð!

 

Vöruskiptasamningar hafa marga galla!

Eins og ég benti á fyrst, þá er þetta ákvörðun að ofan - þ.e. stjórnvöld að vasast í ákvörðunum um viðskipti, sem ættu að vera fyrirtækjanna sjálfra sem eiga viðskipti sín á milli.
Væntanlega ákveða stjórnvöld ekki einungis magn - gildistíma -- heldur auki, verð.
Eða þannig var það alltaf áður fyrr!

  1. Heldur einhver að Bandaríkin eigi raunverulega í vandræðum með að selja gas/olíu sem þau framleiða -- þ.e. bandarísk fyrirtæki?
  2. Þ.e. næg eftirspurn nú í heiminum - sem þíðir, að markaðurinn er seljendamarkaður.

--Það þíðir að meðan næg eftirspurn sé til staðar, þá sé verulegar líkur á að fyrirtæki verði þvinguð til að sætta sig við lakari kjör!
--En þau sem þau gætu sjálf náð fram, með því að selja sínar vörur -- án afskipta embættismanna eða ráðherra!

  • Það sé þessi "obsession" um viðskiptajafnvægið við Kína - sem skapi þessa áherslu.
  • En ég efa að fyrirtæki í olíu og gasi kjósi þetta sjálf!

Um sé að ræða pólitík, sem eigi uppruna sinn innan Bandaríkjanna.
En meðan fyrirtækin hafa næg tækifæri til að selja sinn varning gegn sennilega betra verði, þá er Washington með þessari aðgerð -- ekki að gera fyrirtækjunum nokkurn greiða, með því að binda þau inn í slíkan samning, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
--Þetta sé, pólitík.

  1. Hafið í huga, ef fyrirtækin eiga næg sölutækifæri - hvort sem er.
  2. Þá bætir slíkur samningur nákvæmlega ekki neitt - heildar viðskiptajafnvægi Bandaríkjanna.
  3. Þá eru viðskiptin einfaldlega færð frá öðrum sölum er hefðu annars farið fram, hugsanlega hagstæðari - ef fyrirtækin hefðu sjálf séð um að útvega kaupendurna.

Stjórnin er sem sagt, að einblýna á jafnvægið gagnvart Kína!

Þetta getur skipt einhverju máli fyrir bandarískan landbúnað - soyjabaunaræktun skilar helsta landbúnaðarútflutningnum til Kína. Bróðurparti hans eiginlega!
--Það virðist draumur að fá auka kjötið inn einnig!

  • En ég efa að viðskiptakvótafyrirkomulag sé sniðug leið - jafnvel þó að á blaði gæti það virst geta með snöggum hætti tryggt minnkaðan viðskiptahalla við Kína.
    --Það sé vandinn að vera hugsanlega bundinn við tiltekið magn, tiltekin verð og tiltekna vöruflokka -- hvort sem það hentar eða ekki.

En það eru ekki ótal leiðir til að framkalla fyrirkomulag -- sem auðvelt sé að framfylgja.

"During his trip next week, Mr Ross will push China to firm up commitments...US wants those to be “contractualised” and enforceable..."

Kvótar a.m.k. eru skýrir! Geta því verið sú aðferð sem vísað er til.

Eitt sem vert er að hafa í huga er möguleg spilling sem getur fylgt vöruskiptafyrirkomulagi!

  1. En það er um að ræða að verið er að útdeila verðmætum, þegar fyrirtækjum er úthlutað aðgengi, að þeim afmarkaða magni sem -- hugsanlega semst um af hverjum vöruflokki.
  2. Í öllum tilvikum er opinber aðili útdeilir verðmætum til einka-aðila, er spillingarhætta til staðar eða m.ö.o. svokallaður -- freystnivandi.

Því eftirsóttari sem þeir kvótar yrðu, því stærri væri sá vandi.

En það eru þekkt dæmi t.d. í sögu Íslands, um peninga undir borðið - að embættismönnum sé mútað, jafnvel pólitíkusum -- vísa til svokallaðra haftaára 1949-1959.

En það þarf eiginlega að tína slík dæmi til -- því þetta óvenjulegt og gamaldags virðist mér það viðskiptafyrirkomulag sem Wilbur Ross sé að íhuga gagnvart Kína, til að binda Kína hugsanlega til kaupa á föstu magni af bandarískum varningi.

  • Ekki ímynda sér að slíkt geti ekki gerst í Bandaríkjunum, ef sambærilegur freystnivandi væri skapaður.

Vöruskiptasamningar hafa fleiri galla, en ég tæpi ekki á þeim viðbótar göllum í þetta sinn, því þeir eiga við annars konar varning -- þann er þyrfti rannsóknar og tækniþróun við, ef vöruskiptasamningar næðu utan um sölu á tæknivarningi, vélum og búnaði, og þess háttar.
--En þeir geta haft bælandi áhrif á rannsóknar og tækniþróun.

Auk þess væru þeir ákaflega óhentugt umhverfi fyrir tækniframleiðslu af fleiri ástæðum.

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði að ofan, hljóma vöruskiptasamningar í mín eyru sem eitthvað úr fornöld. Síðast stundaði Ísland vöruskiptasamninga við Sovétríkin á sínum tíma, sbr. skipti á fiski vs. lödur - moskovitsar - volgur og vodka. Það var gert af illri nauðsyn!

Eins og Wilbur Ross virðist ætla að skipta - væru það skipti á hrávörum fyrir tæknivörur.
Það er kaldhæðnin að Bandaríkin skuli ætla sér að selja hrávöru til Kína, móti tæknivörum.
--M.ö.o. "low value added against high value added."

Slíkir samningar hljóma í mín eyru - eins og viðurkenning á hnignun.
Að Bandaríkin hafi tapað öllu sínu forskoti gagnvart Kína.

  • Hinn bóginn, er þar sennilegar um að ræða pólitískt val stjórnvalda Bandaríkjanna.
  • Þau ætli sér að verðlauna þá aðila innan Bandaríkjanna er hafi stutt núverandi landstjórnendur -- þ.e. landbúnaðinn, olíu og gas.

Það sé óvíst að Trump og co. átti sig á því hvernig þeirra val á vöruflokkum líti út.
Hinn bóginn eins og ég benti á, sé ég óviss að raunverulega sé um að ræða greiða við olíu- og gasiðnaðinn, sem líklega hafi næg tækifæri til að selja alla sína mögulegu framleiðslu nú þegar - næg sé heimseftirspurnin.
--Ekki sé því sennilega um reddingu að ræða fyrir þann iðnað.

Fókusinn sé pólitískt sprottinn - ósennilegt að þessi samningar valdi straumhvörfum um viðskiptajöfnuð Bandaríkjanna, eins og ég benti á að ef fyrirtækin geta hvort sem er selt allt sitt gas og olíu - bjargi sala til Kína á þeim vöruflokkum engu um heildar jöfnuð Bandaríkjanna, því salan úr landi á þeim vöruflokkum hefði hvort sem er líklega farið fram, ekki endilega til Kína - en það skipti þannig séð ekki máli.

Mér virðist þetta pólitísk redding, ef Kína samþykkir. Svo stjórnin geti leitast við að sýna fram á -- hún sé að gera eitthvað.

 

Kv.


Dagur og Eyþór virðast báðir hafa raunhæfa möguleika á myndun borgarstjórnarmeirihluta!

Sá möguleiki að Dagur haldi áfram, er mér ekki að skapi - en sá sé bersýnilega raunhæfur!

Dagur lofaði skýrt í kosningabaráttunni að halda áfram sinni stefnu, að auki kom einnig skýrt fram er hann fullyrti að ástand mála í borginni hafi aldrei verið betra!
--Þá hundsaði hann óánægju fólk á leigumarkaði með ótrúlega dýra leigu, t.d. skilst mér að á milli sl. árs og þessa árs, hafi hún hækkað um rúmlega 60%. 
--Þó var hún þegar orðin það dýr að þrýsta mörgum þeirra er leigja innan borgarinna undir fátæktarmörk.

Svo er leiga kostnaðarsöm að þrátt fyrir bærilega almenna launastöðu, enda leigjendur sem fátækt fólk, því bróðurpartur tekna rennur til leigufyrirtækja eða leigusala.

  • Svo er það auðvitað hin ótrúlega kostnaðarama -- Borgarlína!

Ég er ekkert á móti strætósamgöngum eða rafvæðingu -- en þarf það að kosta 70ma.kr. tæpa?
--Flottræfilsháttur á núverandi áætlunum, verið að gera þetta mun dýrara en þarf.

Vandi við þann gríðarmikla kostnað er að þetta tekur mikið fjármagn, sem borgin gæti betur varið til annars!
--Borgin þarf ekki að leggja sérstakar götur fyrir strætó.
--Né að kaupa þetta óskalega dýra vagna.
--Eða leggja ný og miklu kostnaðarsamari strætóskýli, en áður hefur verið notast við.

  1. Þ.e. ekkert að því að rafvæða -- OK, kaupa samskonar vagna að stærð og nú er notast við, en rafvædda. 
    --Skipta núverandi flota smám saman út, eftir því sem þeir ganga úr sér þeir eldri.
  2. Ef menn vilja auka tíðni ferða, ok -- fínt, þarf eitthvað að fjölga vögnum í umferð, kaupa þá einungis rafvagna.
  3. Nota að öðru leiti það sem fyrir er meðan það gengur úr sér smám saman.
  4. Nú, ef menn vilja fjölga þeim er nota strætó -- lækka verð í strætó.

Í stað þess að leggja sérstakar götur fyrir strætó.
Nota féð til að bæta samgöngur fyrir alla umferð, strætó jafnt sem aðra!

 

Kosningaúrslit - þeir sem fengu fulltrúa!

Viðreisn.............................4.812 atkv......8,2% fylgi......2 fulltrúa.

Sjálfstæðisflokkur..............18.146 atkv.....30,8% fylgi......8 fulltrúa.

Flokkur Fólksins.................2.509 atkv......4,3% fylgi......1 fulltrúa.

Sósíalistaflokkur Íslands....3.758 atkv......6,4% fylgi......1 fulltrúa.

Miðflokkurinn....................3.615 atkv......6,1% fylgi......1 fulltrúa.

Píratar...............................4.556 atkv.....7,7% fylgi.......2 fulltrúa.

Samfylking........................15.260 atkv....25,9% fylgi.......7 fulltrúa.

Vinstri-Grænir....................2.700 atkv.....4,6% fylgi........1 fulltrúas.

 

Stóri vandinn við stefnu Dags, er auðvitað þetta að -þétta byggð- meðan að lítt tiltölulega er byggt í jaðarhverfum!

Því er ítrekað haldið fram, að sú stefna stytti vegalengdir fyrir fólk, ef þeim fjölgar sem búa nærri borgarmiðju - og ekki verði frekar teygt á borginni lengra í burtu frá miðju.
--Þetta er auðvitað kolrangt, útskýri síðar.

Það er bent á sparnað borgarinnar við lagningu vega - og lagna, sem er ekki rangt. Þ.e. rétt að ef byggðiin þéttist nær miðju, og forðast er að byggja í jaðri.
--Er það ákveðinn sparnaður fyrir borgarkerfið.

Fulltrúar Pírata t.d. lögðu mikið úr þessum sparnaði - hinn bóginn gleyma þeir þá, þeim mikla kostnaði er leggst í staðinn á - almenna borgara innan borgarinnar!

  1. Vandinn við þetta er sá, að lóðir eru því dýrari eftir því sem þær eru nær miðju. 
  2. Lóðir í borgarjaðri eru að sama skapi því ódýrari sem fjær dregur miðju.

Þetta snúist um eftirspurn, en þegar byggt er í eða grennd við miðju, er aðili sem vill reisa íbúðabyggð - að keppa við margvílega aðra eftirspurn, sbr. þá sem vilja reisa hótel en það þykir hentugra að staðsetja þau sem næst miðju, eða þá sem vilja reisa verslanir - en aðilar vilja selja ferðamönnun glingur þurfa að vera þar sem þeir einna helst eru, eða veitingastaði - en það sama gildir að best er fyrir þá að vera næst miðju.

Í jaðrinum er lítt verið að glíma við slíka aðra eftirspurn, þannig að áhugasamir um íbúðabyggð geta yfirleitt fengið lóðirnar á miklu mun lægra verði, leigt eða keypt - því lægra því fjær miðju.

  1. Eðlilega því, verða íbúðir því dýrari nær miðju sem þær eru reistar.
  2. Það hefur þau áhrif á leiguverð, að þ.e. dýrara því nær miðju sem viðkomandi íbúð er, vegna beinnar tengingar fasteignaverðlags og leiguverðlags.

--Þetta er sá kostnaður sem fulltrúar Pírata virtust ekki sjá!
--Hvernig stefnan um þéttingu byggðar, samtímis og lítt er byggt í jaðri, skapar háa leigu.

  1. Hvort sem það er ætlunin eða ekki, leiði stefnan sem Píratar hafa tekið þátt í að framfylgja -- til gríðarlegs gróða fyrir leigufyrirtæki og aðra leigusala.
  2. Að auki fitna á fjósbitanum, allir þeir aðilar sem braska með húsnæði.

--Mér finnst áhugavert hvernig Dagur og Píratar í borginni, hafa fitað þá aðila vel og rækilega - kannski skilja þeir ekki afleiðingar stefnunnar, hver veit.

--En þessi stefna sé megin ástæða þess, af hverju ég vill frekar að skipt sé um borgarstjórnendur!

  1. Það sem Píratar í borginni að auki greinilega átta sig ekki á, er að stefna eykur fjarlægðir byggðar -- og þar með fjölgar eknum km.
  2. Það sé vegna þess -- að stefnan sé hluti af því sem valdi síhækkunum leiguverðs og húsnæðisverðs í borginni -- þessi misserin.
  3. Sem þíði, að vaxandi fjöldi fólks - sérstaklega ungs fólks, hrekjist út fyrir borgina.
    --Ég þekki t.d. einn sem settist að á Vatnsleysuströnd, fékk þar íbúð á hálfivirði miðað við innan borgarinnar.
    --Það fjölgar fólki sem sest að í nágrannasveitafélögum borgarinnar, svo langt sem til Keflavikur eða Akraness.
    --Það auðvitað þíðir, því lengur sem núverandi stefna heldur áfram -- vex í stað þess að minnka þörf fólks fyrir bifreiðaeign.
    --Þetta sé einnig slæmt fyrir umhverfið, vegna fjölgunnar ekinna km.
    --Og þetta auki álagið á vegakerfið milli borgar og nágrannasveitafélaga, því slit á þeim vegum.

Auðvitað gæti einhver sagt, að þetta komi borginni ekki við. En þá er viðkomandi einungis að horfa á sparnað borgarkerfisins - ekki þjóðfélagsins!
--En þjóðfélagslegur kostnaður vex í staðinn.

 

Tæknilega mögulegir meirihlutar!

  1. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking -- tæknilega hefur 15. Dagur hefur þegar sagt nei.
  2. Samfylking, Píratar, VG, Viðreisn -- tæknilega hafa 12 fulltrúa.
    --Þetta virðist það samstarf sem Dagur horfir til.
  3. Samfylking gæti einnig tæknilega myndað meirihluta með; Sósíalistum og Flokki Fólksins - eða Miðflokki, auk VG og Pírata.
    --Ég fæ þó ekki séð hvernig Sósíalistar gæti sætt sig við stefnu Dags, sem hann lofaði að framhalda, þeir hafna einnig Sjálfstæðisfl. Þannig Sósíalistar líklega verða ekki með.
  4. Samfylking að auki tæknilega getur myndað meirihluta með Miðflokki og Flokki Fólksins, auk Pírata og VG.
    --Ég meina þó ekki það sé sennilegur meirihluti.
    --Of margt í stefnu Dags gangi gegn stefnu Miðflokks og FF.

Skv. því hefur Dagur einungis einn raunhæfan meirihluta, þ.e. VG, Píratar, Viðreisn ásamt Samfylkingu.

  1. Sjálfstæðisfl. - með VG og Viðreisn -- hefur 12.
    --Við skulum ekki fyrirfram hafna þessu sem hugsanlegum möguleika!
  2. Sjálfstæðisfl annars getur myndað meirihluta með, Viðreisn, Miðflokki og Flokki Fólksins.
    --Það sé ekki heldur endilega ósennileg útkoma. Vigdís er þó ærið yfirlýsingaglöð og mundi væntanlega áfram vera það.
    --Áherslur FF og Miðflokks koma saman a.m.k. í nokkrum atriðum. Það gæti því verið einfalt fyrir Eyþór að mynda slíkan meirihluta. Ef Viðreisn sættir sig við áherslur Miðflokks og FF. Hinn bóginn, gæti Viðreisn átt erfiðara með áherslur VG.
  3. Sjálfstæðisfl., Viðreisn, Flokkur Fólksins - Sósíalistar -- eða Sjálfstæðisfl. Viðreisn, Miðflokkur, Sósíalistar.
    --Þessir möguleikar virðast vart fyrir hendi vegna afstöðu Sósíalista að fyrirfram hafna Sjálfstæðisfl. - líklega gildi sama um aðra hægri sinnaða flokka fyrir Sósíalista.
  4. Sama líklega útilokar, Sjálfstæðisfl. - VG - Flokk Fólksins og Sósíalista. Eða Sjálfstæðisfl. - VG - Miðflokk og Sósíalista. Að Sósíalistar hafa fyrirfram hafnað Sjálfstæðisfl.

Þannig að ég sé tvo sæmilega raunhæfa möguleika fyrir Eyþór Arnalds -- 1. og 2.

Skv. þessu sé ég 3-raunhæfa borgarmeirihluta, Dagur hafi einn þeirra - Eyþór tvo þeirra.

 

Niðurstaða

Ég er þeirrar skoðunar að hverfa eigi frá svokallaðri - Borgarlínu. Það sé alltof kostnaðarsöm leið til þess að byggja upp strætósamgöngur. 
--Rafvagna eigi einfaldlega að kaupa smám saman eftir því sem þeir eldri ganga úr sér.
--Frekar en að byggja sérvegi fyrir strætó, verja sama fé til þess að bæta samgöngur almennt innan borgarinnar.
--Ef menn vilja fjölga í strætó, lækka fargjöld. Það sé skilvirkasta úrræðið.
--Helmingi lægri fargjöld t.d. ásamt tíðari ferðum - og að strætó gangi fyrr á morgnana og lengur fram á kvöld.

Kostnaður við rekstur strætó vex - en ekkert sem hleypur á 60-70 ma.kr.
Nota mismuninn til þess að bæta samgöngukerfið í borginni fyrir alla umferð.

Fyrir utan þetta, vil ég auka nýbyggingar í jaðarlöndum borgarinnar, að sjálfsögðu þíðir það þörf fyrir nýja vegalagningu -- en núverandi samgöngukerfi í jaðarbyggðum ræður ekki við umtalsverða fjölgin innan jaðarbyggða!
--Það sé stærsta einstaka mótbáran!

Hinn bóginn, ef haldið verði við núverandi stefnu að forðast þann kostnað, með því að þétta áfram stöðugt innan borgarlandsins! Þá óhjákvæmilega muni sú þróun ágerast, að það fjölgi íbúum í byggðum í 50 km. radíuss frá borginni.
--Það að sjálfsögðu minnkar ekki álag á vegakerfi. En kannski er þá borgin að íta þeim kostnaði - yfir á ríkið.
--Það sé að sjálfsögðu ekki - umhverfisvænt, þ.s. eknar vegalengdir vaxa þá stöðugt fyrir vaxandi hlutfall íbúa SA-hornsins.

  • Ef borgin vill tryggja að ungt fólk geti átt íbúð innan borgarmarka, og einnig þeir í fátækari kanntinum.
  • Þarf að byggja í borgarjaðri.
  • Að auki, er borgin vart að sinna eftirspurn fyrir þá sem vilja ný einbýli, með myndarlegri lóð og öllu tilheyrandi - með áherslu á byggð á dýrustu svæðum.
    --En þá verður þannig húsnæði það dýrt að einungis þeir efnamestu hafa efni á því.
    --En meðan að slikt húsnæði er reist í jaðarlöndum, er dýrleiki slíks ekki þvílíkur að miðstéttarfólk með ágæt laun - geti ekki haft efni á slíku.

Þetta er sem sagt spurning - fyrir hverja borgin vill vinna.

En stefna Dags ef heldur áfram smám saman leiði til þess - að stærra húsnæði verði ekki lengur innan efna millistéttar ef svo fer fram áfram!
Að auki hrekist efnaminna fólk út fyrir borgina í vaxandi mæli, því það ráði ekki við leigu eða kaup innan borgarinnar! 
--Eins og ég benti á, vaxa þá eknir km. fyrir fólk í vinnu og úr vinnu fyrir sífellt vaxandi fjölda! 
--Það skapi vaxandi þrýsting fyrir fólk að eiga bíl - því ef þú býrð 30 - 50km. frá vinnunni, þarftu bíl.

Þessi þróun er öll öfug við yfirlýst markmið!

 

Kv.


Verður fundur Trump með Kim Jong Un - haldinn, eða ekki?

Á föstudag virtist Trump gefa í skyn að þó hann hefði slegið af fund með Kom Jong Un sem átti að fara fram í Singapore í nk. mánuði af -- að þá væru líkur á að hann gæti farið fram síðar.

Donald Trump: "We’ll see what happens. It could even be the 12th. We’re talking to them now,..." - "They very much want to do it. We’d like to do it."

Trump sagði þá við blaðamenn að hann fagnaði jákvæðum viðbrögðum frá Norður-Kóreu, en skv. fjölmiðlum gáfu stjv. NK það út - að þau væru áhugasöm enn um að fundurinn færi fram, og að þau væru til viðræðu um lausnir!

Daginn á undan, var Trump verulega neikvæðari, en þá sagði hann:

Donald Trump: "The Singapore summit, for the good of both parties, but to the detriment of the world, will not take place..." - "You talk about nuclear capabilities, but ours are so massive and powerful that I pray to God they will never have to be used."

Í formlegu bréfi - kvartaði Trump undan fjandskap og reiði í nýlegum ummælum frá NK. Og sagði ekki réttmætt að fundurinn færi fram við slíkr aðstæður. Í bréfinu sagði Trump að hann vildi enn ræða við NK -- og óskaði eftir sinnaskiptum frá NK.

 

Málið virðist snúast um kröfu Bandaríkjanna um algera kjarnorkuafvopnun!

Auðvitað blönduðust einnig inn ummæli frá Bolton - Pompeo og síðan Pence, á þann veg að fordæmi Líbýu væri gott veganesti fyrir NK.
En rétt fyrir 2000 samþykkti Gaddhafi að falla frá kjarnorkuprógrammi, sem hafði ekki enn á þeim punkti skilað sprengju, og margvíslegu öðru sem Bandaríkin töldu fjandsamlegt -- í staðinn féllu Bandaríkin frá refsiaðgerðum sem voru aflagðar.

Það þarf ekki endilega að túlka þau ummæli sem hótun - sbr. hvað einum og hálfum áratug síðar kom fyrir Gaddhafi.

Hinn bóginn, hlýtur samt Kim Jong Un að vera endalok Gaddhafis hugleikin.

  1. Fyrir Kim, þá er verðmæti kjarnavopnanna fyrst og fremst það, að gera árás á NK - óskaplega kostnaðarsama fyrir árásaraðilann.
  2. Hann greinilega mun vera mjög tregur til að afsala sér þeim.

Bandaríkin leggja mikla áherslu á algert afsal þeirra vopna, og ekki einungis það - heldur að öll starfsemi tengd þeim vopnum verði eyðilögð svo NK gæti ekki smíðað slík vopn síðar.

Hugmyndir Trumps - Pence - Bolton og Pompeo, virðast á þá leið að skiptin yrðu -- fullkomin eyðilegging vopnaprógramma NK og vopnanna sjálfra.
--Á móti niðurfellingu refsiaðgerða!

Það virðist fremur augljóst að Kim Jong Un muni ólíklegur til að samþykkja það tilboð.
--Hann vill augljóslega fá einhverskonar öryggistryggingu.

Það verða sennilega einhverjar gagnkröfur!
Ég efa þar af leiðandi, að samkomulag leiðist fram með skjótum hætti.
--Spurning þó hvort Trump hafi þolinmæði í fleiri ára samninga.

 

Niðurstaða

Miðað við viðbrögð Trumps virðist ljóst að Trump vill enn að fundurinn með Kim Jong Un fari fram. En á sama tíma virðist margt benda til þess, að vandinn snúist um stífa kröfu Bandaríkjanna um algera kjarnorkuafvopnun og fullan endi á kjarnorkuprógrömm NK.

Sennilega snúist deilan um - akkúrat tilgang fundarins. Trump vill líklega, fá skjótt samkomulag - leysa málið snarlega. Og vilji sennilega hafa fyrirfram samþykki NK fyrir niðurstöðunni - svo fundurinn yrði einungis, formsatriði.

En á hinn bóginn, virðist mér rökrétt að það standi í NK - að sætta sig við slíka niðurstöðu. Það geti verið að Trump sé einfaldlega að segja Kim Jong Un, að fundurinn fari fram ef Kim fari að hans vilja - ella ekki, og ég bendi á ummæli Trumps að ofan þ.s. hann nefndi kjarnavopn Bandaríkjanna, ekki skýra hótun en nægilega skýr þó.
--Vitað að Bolton hefur mælt fyrir árás á NK af fyrra bragði. Þekki ekki hvort Pompeo gengur það langt.

Þannig að í mig hljóma ummæli Trumps sl. tvo daga -- gerið eins og ég mæli fyrir, eða þið hafið verra af.

 

Kv.


Donald Trump setur upp nýjar toll hótanir gagnvart heimsbyggðinni

Sjálfsagt hefur einhver heyrt að Trump hefur skipað Wilbur Ross, að rannsaka hvort innflutningur bifreiða til Bandaríkjanna - ógni þjóðaröryggi.

Rétt að nefna, að rúmur helmingur bifreiða-innflutnings er í gegnum NAFTA samandið milli Kanada og Mexíkó - þá er í flestum tilvikum að ræða, verksmiðjur í eigu General Motors, Ford Motor Corporation eða Fiat/Crysler.

Hinn bóginn er mikill innflutningur að auki frá Þýskalandi - Japan og Suður-Kóreu.

Skv. reglum Heims-viðskiptastofnunarinnar, má viðhafa 10% toll.
Bandaríkin að sjálfsögðu hafa engan toll milli NAFTA landa, enda sérstakt frýverslunarsvæði.

En það má fastlega reikna með að nýr - Trump tollur, mundi vera lagður á NAFTA lönd, sem önnur.
--Þannig að hótunin virðist beinast einkum að Kanada og Mexíkó.
--En samningar um breytingar á NAFTA, hafa ekki gengið vel fram að þessu.

Samningamenn Mexíkó og Kanada, virðast hafa staðið fastir fyrir!
Þrátt fyrir heilt ár við samninga, sé enn víð gjá á milli aðila.
--Trump er sennilega orðinn frústreraður á stappinu.
--Og vill væntanlega nú þvinga fram niðurstöðu!

Donald Trump launches US probe into car imports

U.S. launches auto import probe, China says will defend interests

----------------------------------

Wilbur Ross - "There is evidence suggesting that, for decades, imports from abroad have eroded our domestic auto industry," - "The Department of Commerce will conduct a thorough, fair and transparent investigation into whether such imports are weakening our internal economy and may impair the national security."

Donald Trump - "There will be big news coming soon for our great American Autoworkers. After many decades of losing your jobs to other countries, you have waited long enough!"

  1. "The US imported 8.27m cars and light trucks last year, worth $191.7bn."
  2. "More than half those cars (4.27m) came from fellow North American Free Trade Agreement members Mexico and Canada."

Dan DiMicco - "What was it that gave us the ability to outmanoeuvre Germany and Japan [in the second world war]? It was our auto industry. It was our industrial might. Everything was here,..." - "It’s having the ability to have the supply chains here if, God forbid, you get into a conflict and don’t have the supply chains we need,..." - "Every war we’ve fought since world war two has been a conventional war. And in a conventional war the strongest economy wins."
--Fyrrum forstjóri Nucor Steel, og stuðningsmaður Trumps.

Ég verð að segja að mér finnst það pínulítið langsótt að þetta sé þjóðaröryggismál!

En NAFTA þíðir, að Kanada - Mexíkó og Bandaríkin, virka sem eitt hagkerfi. Þróunin hefur verið sú, að framleiðslukeðjurnar teygja sig þvers og kruss yfir landamæri landanna þriggja.

Ég meina, vél getur verið framleidd í Mexíkó, en notað parta frá Bandaríkjunum og Kanada, eða framleidd í Bandar. og notað hluti framleiddir í Mesíkó og Kanada.

  1. Ég verð að segja, að ég á afar erfitt með að ímynda mér það ástand.
  2. Að Bandaríkin lentu sitt hvoru megin í stríði -- við Kanada eða Mexíkó.

En það sé eina leiðin fyrir mig að koma auga á það hvernig í ósköpunum það mundi geta varðað við þjóðaröryggi, að framleiðslukeðjur bandarísku bifreiðaframleiðendanna ná þvert yfir landamæri NAFTA landanna þriggja.

En til þess að það yrði þjóðaröryggismál - þyrfti að vera hætta á að Bandaríkin gætu ekki treyst á að varningur framleiddur í Kanada eða Mexíkó - fengi að streyma óhindrað yfir landamæri landanna.

Og ég á afar erfitt með að ímynda mér, að líkur séu á að Kanada eða Mexíkó - stoppi innflutning til Bandaríkjanna á íhlutum í tæki eða á heilum farartækjum.

--Stríð T.D. að sjálfsögðu þíðir - algert rof á samskiptum, þar á meðal - viðskipta.

 

Niðurstaða

Það sem ég held að sé málið - er að samningaviðræður við Mexíkó og Kanada um breytingar á NAFTA virðast hafa gengið afar illa.

Meir en helmingur bifreiða innflutnings til Bandaríkjanna sé frá verksmiðjum í Mexíkó og Kanada. Vegna þess að NAFTA er fríverslunarsvæði, sé enginn tollur milli landanna þriggja.

Trump sé einfaldlega að - hóta að leggja toll á bifreiða innflutning frá Kanada og Mexíkó.  Þó að sá tollur gilti einnig fyrir önnur lönd - hefði hann mest hlutfallsleg áhrif á Kanada og Mexíkó - þ.s. tollar eru "0."

Samningakröfur Bandaríkjanna:
What are the 5 most contentious U.S. NAFTA proposals?.
US' NAFTA demands: the moronic and the simply misguided

Samningamenn Bandar. virðast enn hanga á "sunset clause" þ.e. að NAFTA verði að endursemja um á 5-ára fresti, annars falli NAFTA sjálfkrafa niður - augljóslega mundi sú tillaga fullkomlega eyðileggja NAFTA. Þar sem að ekkert fyrirtæki gæti gert áætlanir fram í tímann.
--Það geta menn allt eins formlega slegið NAFTA af.

Ég held að það hafi ca. verið svör samningamanna Mexíkó og Kanada. 
--Þetta er langt í frá eina umdeilda krafan.

Einfaldlega sú tillaga sem er - mest absúrd.

  • Vandræði við núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna - virðist ríkjandi sannfæring, að Bandaríkin séu það stór - það mikilvæg, að þau geti þvingað önnur lönd til þess að sætta sig við miklu mun óhagstæðari viðskiptakjör en fram að þessu.

Kröfur gagnvart NAFTA ríkjum virðast á þann veg, að leitast við að fá Kanada og Mexíkó til að sætta sig við -- einhliða óhagstæðari viðskiptakjör. Þ.e. að þau verði áfram eins hagstæð fyrir Bandaríkin við Mexíkó og Kanada. En aftur á móti, verulega óhagstæðari en áður í hina áttina fyrir Mexíkó og Kanada.
--Trump virðist frústreraður, því samningamenn Kanada og Mexíkó virðast ekki hafa samþykkt slíkar kröfur a.m.k. fram að þessu.

Þrátt fyrir rúmt ár við samninga, virðist enn víð gjá til staðar.
--Mexíkó og Kanada virðast ekki þau "pushovers" sem Trump og fylgismenn virðast hafa haldið.

 

Kv.


Kannski verður ekki af fundi Trumps með Kim Jong Un

Leiðtogi Norður-Kóreu virðist bregðast illa við kröfum Bandaríkjastjórnar - um bindandi loforð um algera kjarnorku-afvopnun, áður en rædd yrðu önnur mál - og áður en til greina mundi geta komið að Bandaríkin íhuguðu tilslakanir á efnahagslegum refsiaðgerðum.
--Síðan virðast orð Mike Pompeo um daginn ekki hafa vakið lukku!
--En hann talaði þá um, Líbýu leiðina sem fordæmi - vísaði þá til samþykkis Gaddhafis fyrir mörgum árum er hann samþykkti að hætta við kjarnorkuprógramm sem Líbýustjórn þá var með, er þó var mun skemmra komið en prógramm Norður-Kóreu, þ.e. Gaddhafi átti aldrei kjarnorkuvopn.

Eins og margir ættu að muna, þá lét Gaddhafi lífið fyrir nokkrum árum - þegar uppreisnarmaður skaut hann til bana eftir að bílalest með honum um borð hafði verið veitt fyrirsát.
Það eru a.m.k. til þeir sem líta þannig á að Gaddhafi hafi orðið á mistök, er hann hætti við prógrammið sitt - hinn bóginn rétt að árétta, að hann var ekki kominn mjög langt með það!
--Sem máski er af hverju hann var tilbúinn að slá það af!

Trump casts doubt on planned summit with North Korean leader

Donald Trump casts doubt on summit with Kim Jong Un

 

Skammt stórra höggva á milli hjá Trump þessa dagana!

  1. Mjög stutt síðan að ljóst var orðið, að Xi Jinping virðist hafa haft betur í deilu Bandaríkjanna og Kína um utanríkisviðskipti -- Kína virðist ætla að komast upp með eftirgjafir sem litlu máli skipta -- sem má segja að kasti rírð á fullyrðingar Trumps sjálfs um að vera frábær samningamaður!
  2. En nú virðist stefna í að Trump fái sennilega ekki leiðtogafund sinn með Kim Jong Un, þannig að draumurinn um - friðarverðlaun sé máski úr sögunni!

Donald Trump (um fyrirhugaðan fund) - "There’s a very substantial chance ... it won’t work out. And that’s OK," - "That doesn’t mean it won’t work out over a period of time. But it may not work out for June 12. But there is a good chance that we’ll have the meeting."

Vandinn virðist ítrekað - óraunhæfar væntingar!
Settar fram kröfur sem engar líkur séu á að fallist verði á!

Það stutt er síðan Trump krafðist 200ma.dollara lækkunar á viðskiptahalla gagnvart Kína á tveim árum - að niðurstaða viðræðna við Kína sem nú blasir við - lítur út sem hreinn brandari.

Þessi sami vandi - óraunhæfar kröfur, sést einnig stað í samningum ríkisstjórnar Trumps við Kanada og Mexíkó um - NAFTA endurnýjun. Þó samningar hafi nú staðið langa hríð, sé enn gjá á milli aðila og að virðist litlar líkur á samkomulagi - nema Trump bakki stórt.

Gagnvart Norður-Kóreu, strandar að virðist á kröfu um - fulla kjarnorkuafvopnun, áður en til greina komi að ræða aðra hluti tengda samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu!

  • Hætta Trumps er einfaldlega að verða - "ineffective" - þ.e. áhrifalítill.

Menn smám saman hætta að taka mark á þeim, sem er ekki í jarðsambandi um það, hvað sé unnt að ná fram. Í dag sé árangur Trumps, ef árangur ætti að kalla - einungis sá að hafa sagt upp einum stórum viðskiptasamningi við fjölda ríkja við Kyrrahaf, og nýlega að hafa sagt upp samningnum við Íran!
--Þ.e. auðvelt að segja - Nei! En það að sannfæra - krefst annars konar hæfileika!

  1. Það sé líklega afar einfalt, að ef Trump ætlar sér að funda með Kim Jong Un.
  2. Þurfi hann að draga í land með kröfuna, um kjarnorkuafvopnun strax.

Sá möguleiki geti einungis komið hugsanlega til, eftir langt samningaferli. Norður-Kórea án vafa vill eitthvað á móti.

Pompeo var svo "tactless" um daginn, að minna leiðtoga NK - á það af hverju leiðtogar NK hafa kosið að koma sér upp kjarnorkuvopnavígbúnaði.

 

Niðurstaða

Mér virðist samningatækni Donalds Trumps ekki vera að virka. En hún virðist felast í því að setja fram mjög háar kröfur í upphafi. Hinn bóginn virðist árangur ekki stefna í að vera í nokkurri nánd við slíkar væntingar.

Samkomulag við Kína - ef til vill lækkar viðskiptahalla að einhverju leiti. En ekkert nærri þeirri kröfu sem Trump setti fram fyrir skömmu síðan.

Samningar við NAFTA löndin virðast ekki ganga vel, hafa dregist á langinn - enn víð gjá milli aðila. Þar virðast væntingar Bandaríkjastjórnar ganga miklu lengra en Kanada og Mexíkó geti sæst á.

Ég nefndi einnig að ofan, bersýnilega óraunhæfar væntingar gagnvart Norður-Kóreu, um fulla kjarnorkuafvopnun strax - áður en eiginlegar viðræður hæfust.

Við þessa upptalningu, má bæta fullkomlega óraunhæfum hugmyndum sem hafa verið að koma fram síðustu daga, er beinast að Íran - nokkurs konar draumsýn um nýjan Írans samning sem virðist í afar litlu raunveruleikasamhengi. Þar sem Íran mundi þvingað til að draga saman seglin innan Mið-Austurlanda, hætta stuðningi við Hezbollah - ríkisstjórnina í Damaskus - Hútha svokallaða í Yemen - og auðvitað sína kjarnorkuáætlun, ekki má gleyma eyðileggja allar sínar eldflaugar.
--Hvernig allt það ætti að nást fram, skortir mig getu til að gera mér í hugarlund.

  • Það sé afar einfalt, að samningatækni óraunhæfra draumsýna virkar ekki.

 

Kv.


Bandaríkin virðast stíga til baka frá viðskiptahótunum á Kína

Skv. fréttum hefur Mnuchin viðskiptaráðherra Bandaríkjanna - líst yfir vopnahléi gagnvart Kína þegar kemur að þeirri viðskiptadeilu sem ríkisstjórn Trumps hafði líst yfir gagnvart Kína!

Stocks rally after Mnuchin says Sino-U.S. trade war 'on hold'

US and China step back from brink of trade war

U.S. Suspends Tariffs on China

Mér virðist skv. þessu Bandaríkjastjórn hafa gefið mikið eftir!

Kínastjórn greinilega þverneitaði kröfum um að lækka viðskiptahalla um 200 milljarða dollara, á einungis tveim árum. 

Larry Kudlow - "There’s no agreement for a deal.  We never anticipated one. There’s a communique between the two great countries, that’s all,..."

Skv. þessu - var ekkert formlegt samkomulag undirritað vegna viðræðna helgarinnar.

Kína virðist hafa veitt sín vanalegu loforð án skuldbindinga, sem Bandaríkin ætla að ræða áfram.

  1. Mr Mnuchin: "Mr. Mnuchin said on Sunday that the countries had agreed on a “framework” under which China would increase its purchases of American goods, while putting in place “structural” changes to protect American technology and make it easier for American companies to compete in China." - 
  2. "We have agreed to put the tariffs on hold while we try to execute the framework." -
  3. "He suggested that, under a deal, China would increase its purchases of American agricultural products by 35 percent to 45 percent this year and ramp up energy purchases over the next three to five years."
  4. "He (Donald Trumo) could always decide to put the tariffs back on if China doesn’t go through with their commitments,..."

Kínastjórn virðist hafa lofað að skoða með Bandaríkjastjórn - reglur um "intellectual property" og viðskipti Bandaríkjanna almennt við Kína -- án nokkurra skuldbindandi loforða.

Mr. Kudlow  - "They are offering to make structural reforms, such as lower tariffs and lowering nontariff barriers, which will permit us to export billions and billions more goods to China..."

Ef marka má orð Kudlows of Mnuchin -- þá virðist margt benda til þess að viðskipti á landbúnaðarvörum verði líklega auðvelduð fljótlega! En landbúnaðarvörur virðast helsti útflutningur Bandaríkjanna til Kína.

  1. Það má vera að slíkt óskuldbindandi loforð frá Xi Jinping - hafi hljómað vel samt sem áður, vegna þess tiltölulega mikla stuðnings sem Donald Trump hefur haft í landbúnaðarfylkjum Bandaríkjanna!
    --Það geti því hafa verið sniðugt af Xi að veita loforð af slíku tagi.
  2. Höfum auk þess í huga, að gagnhótun Xi ef Trump hefði lagt á tolla - beindist einkum að tollum á landbúnaðarvöruútflutning Bandaríkjanna til Kína. Er þá hefði einmitt beinst að þeim sömu kjósendum Trumps!
    --Xi er greinilega enginn vitleysingur.

--Síðan er hitt óskuldbindandi loforð Kína - um kaup á orku máski ekki síður sniðugt.
--En líklega getur Xi - ákveðið mjög auðveldlega að ríkisfyrirtæki Kína, kaupi það gas eða olíu sem Bandaríkin bjóða til kaups.
--En bandarísk orkufyrirtæki hafa stutt Trump.

Þannig að loforð Kína virðast beinast beint að kjósendum Trumps annars vegar og hins vegar að mikilvægum stuðningsaðilum Trumps meðal bandarískra fyrirtækja.

  • Hljómar sem að Xi hafi verið með "manipulation" á Trump.

Ég efa stórlega að ríkisstjórn Bandaríkjanna nái miklu meira fram!

 

Niðurstaða

Eins og fréttirnar hljóma í mínum augum hefur ríkisstjórn Trumps stigið risastórt skref til baka. En greinilega hefur Kína ekki samþykkt formlega nokkurn hlut - samt fellur Trump frá fyrirhuguðum refsitollum.

Það vekur athygli mína að loforð um opnun gagnvart landbúnaðavörum og hugsanleg kaup á - olíu og gasi; beinast beint annars vegar að mikilvægum kjósendum Trumps og hins vegar að fyrirtækjum í bandaríska orkuiðnaðinum er hafa einna helst stutt Trump meðal atvinnulífs Bandaríkjanna.

M.ö.o. hljómar þetta í mín eyru þannig að Kínastjórn hafi greint nákvæmlega hvað það líklega sé - sem skipti Donald Trump pólitískt mestu máli.

Slík útkoma þarf ekki að kosta Kínastjórn mikið - hún þarf hvort sem er að kaupa olíu og gas, eitthvað af því getur komið frá Bandaríkjunum.

Ef kínverskir neytendur eru tilbúnir að kaupa bandarískar fullunnar landbúnaðarvörur, þá fylgi því líklega óverulegur kostnaður fyrir Kínastjórn -- að minnka tolla gagnvart þeim.

Ef þetta sé allt og sumt sem Trump fallist á, þá mundi tilkostnaðurinn verða lítill.

 

Kv.


Fyrrum mágur fyrrum stjórnanda framboðs Donalds Trumps semur um vægð gegn játningu á sök

Ekki er vitað hversu mikilvægt þetta er, en  skv. frétt Reuters þá hefur Jeffrey Yohai sem var giftur dóttur Paul Manafort - sem um hríð 2016 var stjórnandi forsetaframboðs Donalds Trumps - en skildi við dóttur Manaforts sl. sumar; gert samning við Dómsmálaráðuneytið bandaríska þ.s. Jeffrey Yohai játar á sig sakir gegn einhvers konar vægð - sem væntanlega fylgir eitthvert samkomulag um samstarf við rannsókn Roberts Mueller.

Hvað akkúrat það felur í sér liggur á huldu.
En skv. frétt Reuters var Jeffrey Yohai einn viðskiptafélaga Paul Manaforts.

Manafort's former son-in-law cuts plea deal, to cooperate with government - sources

 

Manafort fyrrum kosningastjóri Donalds Trumps!

Paul Manafort is pictured. | Getty Images

 

 

Líklegast snýst málið um fund í Trump turni fyrir forsetakosningar 2016!

Á þeim fundi voru þeir - Donald Trump yngri, Robert Manafort, Jared Kushner - eiginmaður Ivönku Trump, og rússneskur lögfræðingur -- sem hafði boðist til að selja meintar óþægilegar upplýsingar um Hillary Clinton!

Það er viðurkennt að sá fundur raunverulega átti sér stað - það ekki umdeilt atriði.
En það sem er umdeilt er, hvort að kaup á upplýsingum frá lögfræðingnum fóru fram!
--Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Robert Manafort hafna því.

  1. En punkturinn er sá, að gömul bandarísk lög banna erlendum ríkisborgurum afskipti af kosningum eða kosningahegðan innan Bandaríkjanna - það þar með talið banni viðkomandi að selja bandarískum einstaklingi gögn ætlað að hafa áhrif á bandarískar kosningar!
  2. Önnur bandarísk lög, banna bandarískum borgurum að stuðla eða taka þátt í lögbroti hverskonar.

Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
  2. A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.

Skv. því væri það skírt lögbrot ef sú meinta sala fór fram!

Mueller hefur verið með dómsmál gegn Manafort í gangi um nokkra hríð, ásakanir m.a. um meinta þátttöku í refsiverðu peningaþvætti.

Áður hefur Mueller samið við annan fyrrum viðskiptafélaga Manafort, sem einnig var um hríð starfsmaður framboðs Donalds Trumps: Robert Mueller sérstakur saksóknari Bandaríkjaþings - halar inn einn stórfisk.

Mueller er grunaður um að ætla að þvinga Paul Manafort til að semja "plea bargain" þ.s. hann mundi játa sök gegn vægari refsingu, og samstarfi við rannsókn Muellers.

Áður hafði Mueller halað inn einnig Micheal Flynn sem gegndi um skamma hríð stöðu þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Donalds Trumps - þar til Trump rak hann. En Flynn var einnig eins og Manafort - háttsettur innan framboðs Trumps.

Í þessu öllu virðist mega sjá að Mueller lítur á Manafort sem mikilvægt skotmark, því hann sé greinilega að verja miklu púðri gegn honum - nú hafa tveir fyrrum viðskiptafélagar hans samið um vægð gegn játningu; sem væntanlega þíðir samkomulag um veita fulla vitneskju um þeirra viðskipti í félagi við Manafort.

Bersýnilega er Manafort harður nagli sem berst um hæl og hnakka innan bandaríska réttarkerfisins, gegn Mueller.

Það kemur í ljós hvort Mueller tekst að ná því sem líklega sé hans markmið, að svínbeygja Manafort!

 

Niðurstaða

Klárlega er Robert Mueller ekki hættur - en fyrir utan það sem ég fjalla um hér, stendur það enn sem opin spurning hvað var í gögnum sem tekin voru í húsleit á skrifstofu eins lögfræðinga Donalds Trumps -- enn sé það ekki vitað, en sú húsleit fór fram fyrir frumkvæði Muellers.

Mér virðist sennilegast að sá síaukni þrýstingur sem Mueller sé greinilega að beita Manafort í málaferlum gegn Manafort, snúist um að beygja fyrrum kosningastjórna Donalds Trumps, til að semja við Mueller "plea bargain."

Sem felur í sér að játa á sig sök, gegn vægð og fullu samstarfi í tilvikinu við Mueller.

--Á endanum snúist það mál grunar mig um fundinn í Trump turni fyrir forsetakosningarnar 2016.

Gaman að ryfja upp ummæli Steve Bannons um þann fund: -- "The three senior guys in the campaign thought it was a good idea to meet with a foreign government inside Trump Tower in the conference room on the 25th floor – with no lawyers. They didn’t have any lawyers."
"Even if you thought that this was not treasonous, or unpatriotic, or bad shit, and I happen to think it’s all of that, you should have called the FBI immediately."

Hið minnsta er ég sammála Bannon að sá það hafi verið hæsta máta ósnjallt að halda þann fund í Trump turni: Bannon virðist hafa afskrifað Donald Trump - Trump segir Bannon hafa tapað glórunni.

 

Kv.


Maður veltir fyrir sér hvort að Ísraelar hafi virkilega þurft að skjóta fólk er reyndi að klifra yfir girðingu á landamærum Gaza og Ísraels?

Eins og frést hefur, létust 51 á mánudag í mjög fjölmennum mótmælum á Gaza - þegar hópar fólks í yngri kanntinum, ítrekað gerðu tilraunir til að komast yfir eða í gegnum girðingu sem girðir Gaza svæðið þ.s. rúmlega 2-milljónir Palestínumanna búa í einangrun frá Ísrael!

Drápin voru víða fordæmd eins og fréttir hafa tjáð á þriðjudag!
Á sama tíma, fullyrða ísraelsk stjórnvöld að 24 af 51 hafi verið meðlimir Hamaz!

Þeir sem voru að fylgjast með - af hálfu alþjóða pressunnar, sáu ekki vopn borin af þeim sem reyndu að klifra yfir eða klippa sig í gegnum landamæragirðinguna!

Ísraelskir hermenn!

  1. Það er áhugavert að sjá útbúnað hermannanna - einn virðist halda á vopni sem líklega varpar táragashylkjum, meðan hinir greinlega bera - venjulega hríðskotaryffla!
  2. Maður veltir fyrir sér, af hverju Ísrael beitir hermönnum búnum með þessum hætti.
  3. Í stað t.d. óeirðalögreglu með hjálma - í eldföstum búningum - kylfur - táragas - vantsdælur, o.s.frv.

Eins og Ísraelar bregðast við, þá greinilega er stefnan sú, að ekki sé óhætt að heimila þá nálægð milli mótmælenda - og sveita á vegum yfirvalda, sem óhjákvæmilega fylgdi klassískum lögregluaðgerðum!

Mótmælendur eru metnir það hættulegir, að þeir eru skotnir - frekar en að heimila nokkrum þeirra að komast yfir eða í gegnum girðinguna!

Höfum í huga að jafnvel þó að þarna hafi farið fram meðlimir m.a. í Hamaz - þíðir það ekki endilega mjög mikið -- en líklega eru margir íbúa á Gaza, Hamaz meðlimir án þess að vera við það endilega hættulegri en aðrir.

--En ísraelsk yfirvöld virðast gera ráð fyrir, sjálfsmorðs-sprengjum.
--En þ.e. það eina sem getur hugsanlega réttlætt slíka nálgun, að skjóta fólk frekar en að stöðva það með öðrum hætti!

En þegar fjölmenn mótmæli eiga sér stað t.d. í Evrópu, og þau verða róstursöm - þá er grjótkast og stimpingar öruggar, og mótolof kokteilar sennilegir!
--Oftast nær fylgi slíku meiðingar - en ekki manntjón.

Ísraelsk yfirvöld hefðu getað látið reyna á það, að beita sambærilegum meðölum, að í stað þess að skjóta þá sem reyndu að komast yfir, að mæta þeim með klassískri óeirðalögreglu.
--Slíkt hefði sennilega ekki leitt til mannfalls!

En það hefði þítt, að ef einhver meðal ungmennanna hefði borið sprengju, hefði viðkomandi getað hugsanlega drepið einhverja óeirðarlögreglumenn -- auðvitað fjölda annarra.
--Ekki gott að meta líkur slíks!

Mér virðist sennilegt að það komi betur út fyrir Hamaz, að þeir sem taka þátt í hinum skipulögðu mótmæla-aðgerðum, séu alfarið óvopnaðir.
--Ef málið sé hugsað út frá áróðurshliðinni.

Ef Hamaz beitti sjálfsmorðs sprengju, mundi hreyfingin þegar í stað - tapa mikilli af þeirri samúð sem dráp Ísraela hafa framkallað!
--En ég get auðvitað ekki fyrirfram sannað slíkt.

Ísraelar virðast frekar vilja drepa 50 - Palestínumenn, en taka áhættu á að einn Ísraeli falli!

 

Niðurstaða

Staða mála á Gaza er auðvitað sorgleg. Þar hefst fólk við í sárri fátækt án mikils við að vera. Ungt fólk hefur lítið að gera nema mæla göturnar, og þegar menn hafa lítið fyrir stafni - er auðvelt að laðast að öfgum, sérstaklega þegar það fer saman við sára fátækt og almennt vonleysi.

Þannig hafi Ísrael með einangrun sinni á Gaza, tryggt ákveðinn vítahring - þ.s. fátæktin og vonleysið íti undir fylgi fólksins þar við öfgahreyfingar. Og tryggi þar með áhrifastöðu þeirra hreyfinga meðal íbúa svæðisins.

Ísraelar halda svæðinu einangruðu svo lengi segja þeir, sem að svæðinu sé stjórnað af samtökum er vilja Ísrael feigt.

Skv. því eru mál stödd í klassísku "catch 22."

Almennt séð virðist staða Palestínumanna nær fullkomlega vonlaus, Ísraelar með öll tögl og haldir, samtímis því að Ísrael sé lítt undir þrístingi um að breyta ástandinu í annað form.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband