Wilbur Ross viðskiptaráðherra Bandaríkjanna - stefnir að vöruskiptasamningi við Kína

Mig rak eiginlega í rogastans, því hugmyndin um -- bein vöruskipti virðist mér beint úr fornöld. Ég meina, slíkt viðskiptafyrirkomulag gengur svo fullkomlega á svig við það opna markaðsfyrirkomulag sem er ráðandi innan alþjóðakerfisins í dag!
--En megin galli þess í mínum augum, er ósveigjanleiki!

  1. Í stað þess að frjáls fyrirtæki ákveði sjálf sitt viðskiptamagn, vörutegundir o.s.frv. -- þegar þeim sýnist svo.
  2. Gildir skiptisamningur saminn um milli ráðamanna viðkomandi landa - í stað þess að fyrirtækin semji sín á milli, sem bindur löndin tvö til að skiptast á vissu magni af tilteknum vörutegundum -- burtséð hvort það hentar markaðnum eða starfandi fyrirtækjum.

Miðað við það fyrirkomulag að fyrirtækin ákveði þetta sjálf - virðist slíkt fyrirkomulag ákaflega óskilvirkt!

US presses China to sign long-term import contracts

Ross - Trump - Pence

Image result for wilbur ross

"Mr Ross is expected to focus on US exports that can be substituted for commodities that China currently imports from elsewhere such as crude oil and refined products, liquefied natural gas, and agricultural exports such as beef, poultry and soyabeans."

  1. Það sem mér finnst áhugavert að þetta er allt "low value added" eða lágvirðisaukningar varningur -- ekki tæki, tól eða annað sem þarf flókna eða dýra vinnslu.
    --M.ö.o. hrávöruútflutningur.
  2. Hinn bóginn - sem mig grunar að skipti ríkisstjórn Bandaríkjanna mestu máli - að þetta kemur allt frá fylkjum innan Bandaríkjanna, er styðja Repúblikana.

--Tilgangurinn er líklega, að styrkja stöðu Repúblikanaflokksins fyrir þingkosningar nk. haust, en þá fara fram kosningar til fulltrúadeildar er fara fram á 2ja ára fresti.
--Þetta hljómar sem leit að -- snöggri reddingu.

Ef Ross tekst að fá Kína til að samþykkja kaup á föstu magni af þessum vöruflokkum -- bindandi samkomulag er gildi til nk. ára, helst lengur en kjörtímabil Trumps.

Þá getur hann haldið því fram, að honum hafi tekist að ná árangri í glímu við viðskiptahalla landanna tveggja.

Hinn bóginn, finnst mér það veik nálgun -- verð ég að segja fyrir Bandaríkin, að leggja höfuðáherslu á skuldbindandi kaup á hrávörum!
--Öfugt við unnar iðnaðarvörur og tæki.

  • Bandaríkin hafa enn í dag sum af mikilvægustu hátæknifyrirtækjum heims.
  • Þess vegna finnst mér þessi áhersla áhugaverð!

 

Vöruskiptasamningar hafa marga galla!

Eins og ég benti á fyrst, þá er þetta ákvörðun að ofan - þ.e. stjórnvöld að vasast í ákvörðunum um viðskipti, sem ættu að vera fyrirtækjanna sjálfra sem eiga viðskipti sín á milli.
Væntanlega ákveða stjórnvöld ekki einungis magn - gildistíma -- heldur auki, verð.
Eða þannig var það alltaf áður fyrr!

  1. Heldur einhver að Bandaríkin eigi raunverulega í vandræðum með að selja gas/olíu sem þau framleiða -- þ.e. bandarísk fyrirtæki?
  2. Þ.e. næg eftirspurn nú í heiminum - sem þíðir, að markaðurinn er seljendamarkaður.

--Það þíðir að meðan næg eftirspurn sé til staðar, þá sé verulegar líkur á að fyrirtæki verði þvinguð til að sætta sig við lakari kjör!
--En þau sem þau gætu sjálf náð fram, með því að selja sínar vörur -- án afskipta embættismanna eða ráðherra!

  • Það sé þessi "obsession" um viðskiptajafnvægið við Kína - sem skapi þessa áherslu.
  • En ég efa að fyrirtæki í olíu og gasi kjósi þetta sjálf!

Um sé að ræða pólitík, sem eigi uppruna sinn innan Bandaríkjanna.
En meðan fyrirtækin hafa næg tækifæri til að selja sinn varning gegn sennilega betra verði, þá er Washington með þessari aðgerð -- ekki að gera fyrirtækjunum nokkurn greiða, með því að binda þau inn í slíkan samning, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
--Þetta sé, pólitík.

  1. Hafið í huga, ef fyrirtækin eiga næg sölutækifæri - hvort sem er.
  2. Þá bætir slíkur samningur nákvæmlega ekki neitt - heildar viðskiptajafnvægi Bandaríkjanna.
  3. Þá eru viðskiptin einfaldlega færð frá öðrum sölum er hefðu annars farið fram, hugsanlega hagstæðari - ef fyrirtækin hefðu sjálf séð um að útvega kaupendurna.

Stjórnin er sem sagt, að einblýna á jafnvægið gagnvart Kína!

Þetta getur skipt einhverju máli fyrir bandarískan landbúnað - soyjabaunaræktun skilar helsta landbúnaðarútflutningnum til Kína. Bróðurparti hans eiginlega!
--Það virðist draumur að fá auka kjötið inn einnig!

  • En ég efa að viðskiptakvótafyrirkomulag sé sniðug leið - jafnvel þó að á blaði gæti það virst geta með snöggum hætti tryggt minnkaðan viðskiptahalla við Kína.
    --Það sé vandinn að vera hugsanlega bundinn við tiltekið magn, tiltekin verð og tiltekna vöruflokka -- hvort sem það hentar eða ekki.

En það eru ekki ótal leiðir til að framkalla fyrirkomulag -- sem auðvelt sé að framfylgja.

"During his trip next week, Mr Ross will push China to firm up commitments...US wants those to be “contractualised” and enforceable..."

Kvótar a.m.k. eru skýrir! Geta því verið sú aðferð sem vísað er til.

Eitt sem vert er að hafa í huga er möguleg spilling sem getur fylgt vöruskiptafyrirkomulagi!

  1. En það er um að ræða að verið er að útdeila verðmætum, þegar fyrirtækjum er úthlutað aðgengi, að þeim afmarkaða magni sem -- hugsanlega semst um af hverjum vöruflokki.
  2. Í öllum tilvikum er opinber aðili útdeilir verðmætum til einka-aðila, er spillingarhætta til staðar eða m.ö.o. svokallaður -- freystnivandi.

Því eftirsóttari sem þeir kvótar yrðu, því stærri væri sá vandi.

En það eru þekkt dæmi t.d. í sögu Íslands, um peninga undir borðið - að embættismönnum sé mútað, jafnvel pólitíkusum -- vísa til svokallaðra haftaára 1949-1959.

En það þarf eiginlega að tína slík dæmi til -- því þetta óvenjulegt og gamaldags virðist mér það viðskiptafyrirkomulag sem Wilbur Ross sé að íhuga gagnvart Kína, til að binda Kína hugsanlega til kaupa á föstu magni af bandarískum varningi.

  • Ekki ímynda sér að slíkt geti ekki gerst í Bandaríkjunum, ef sambærilegur freystnivandi væri skapaður.

Vöruskiptasamningar hafa fleiri galla, en ég tæpi ekki á þeim viðbótar göllum í þetta sinn, því þeir eiga við annars konar varning -- þann er þyrfti rannsóknar og tækniþróun við, ef vöruskiptasamningar næðu utan um sölu á tæknivarningi, vélum og búnaði, og þess háttar.
--En þeir geta haft bælandi áhrif á rannsóknar og tækniþróun.

Auk þess væru þeir ákaflega óhentugt umhverfi fyrir tækniframleiðslu af fleiri ástæðum.

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði að ofan, hljóma vöruskiptasamningar í mín eyru sem eitthvað úr fornöld. Síðast stundaði Ísland vöruskiptasamninga við Sovétríkin á sínum tíma, sbr. skipti á fiski vs. lödur - moskovitsar - volgur og vodka. Það var gert af illri nauðsyn!

Eins og Wilbur Ross virðist ætla að skipta - væru það skipti á hrávörum fyrir tæknivörur.
Það er kaldhæðnin að Bandaríkin skuli ætla sér að selja hrávöru til Kína, móti tæknivörum.
--M.ö.o. "low value added against high value added."

Slíkir samningar hljóma í mín eyru - eins og viðurkenning á hnignun.
Að Bandaríkin hafi tapað öllu sínu forskoti gagnvart Kína.

  • Hinn bóginn, er þar sennilegar um að ræða pólitískt val stjórnvalda Bandaríkjanna.
  • Þau ætli sér að verðlauna þá aðila innan Bandaríkjanna er hafi stutt núverandi landstjórnendur -- þ.e. landbúnaðinn, olíu og gas.

Það sé óvíst að Trump og co. átti sig á því hvernig þeirra val á vöruflokkum líti út.
Hinn bóginn eins og ég benti á, sé ég óviss að raunverulega sé um að ræða greiða við olíu- og gasiðnaðinn, sem líklega hafi næg tækifæri til að selja alla sína mögulegu framleiðslu nú þegar - næg sé heimseftirspurnin.
--Ekki sé því sennilega um reddingu að ræða fyrir þann iðnað.

Fókusinn sé pólitískt sprottinn - ósennilegt að þessi samningar valdi straumhvörfum um viðskiptajöfnuð Bandaríkjanna, eins og ég benti á að ef fyrirtækin geta hvort sem er selt allt sitt gas og olíu - bjargi sala til Kína á þeim vöruflokkum engu um heildar jöfnuð Bandaríkjanna, því salan úr landi á þeim vöruflokkum hefði hvort sem er líklega farið fram, ekki endilega til Kína - en það skipti þannig séð ekki máli.

Mér virðist þetta pólitísk redding, ef Kína samþykkir. Svo stjórnin geti leitast við að sýna fram á -- hún sé að gera eitthvað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kannski ætlar hann að selja þeim olíu og annað eldsneyti en með því kaupa kínamenn ekki af Íran. 

Valdimar Samúelsson, 29.5.2018 kl. 13:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, það virðist mér ekki endilega útiloka hvort annað - en jafnvel þó Kína hefði ekki not fyrir íranska olíu, gæti Kína alltaf selt hana til þriðju aðila, en Kína gæti litið það sem markmið í sjálfu sér að halda Íran efnahagslega á floti - sannarlega á Kína í dag nægt fjármagn, munar því ekki um það að kaupa hvort tveggja. Setur Kína sannarlega ekki á hausinn.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.5.2018 kl. 21:34

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar tek undir það með en þetta er bara vasapeningur fyrir Kína. Hvað skildi Trump gera núna með Mexico þegar þeir neita að borga fyrir vegginn. :-)

Valdimar Samúelsson, 30.5.2018 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 847085

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 415
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband