Alvarleg mistök ef fyrirhuguð brú yfir Fossvog verður ekki gerð fyrir umferð bifreiða

Fréttir hafa borist af því að skipulag Kópavogs og Reykjavíkur - hafi komið sér saman um sameiginlega skipulagstillögu, og gerir sú ráð fyrir brú yfir Fossvog er tengi flugvallarsvæði Reykjavíkuflugvallar við Kópavog beint yfir fossvog.
--Það sérstaka er að einungis stendur til að gera ráð fyrir umferð; strætó, gangandi og hjólandi - eða eins og sagt er, vistvænum samgöngum.

  1. En með því væri fórnað öllum efnahagslegum ávinningi sem slíkri brú gæti fylgt.
  2. Þannig kastað á glæ þeim möguleikum sem þeirri brú getur fylgt.

--Þannig sett fram, sé betra að sleppa slíkri framkvæmd.
--Þetta verði dýr framkvæmd - vegna skammsýnnar nálgunar, þjónar ekki sem samgöngubót!

Brº yfir Fossvog milli Reykjav­kur og K³pavogs

Hvaða möguleikum er þá kastað á glæ?

Eins og sést vel á myndinni er endinn á brúnni Kópavogsmegin spölkorn frá Kópavogshöfn. Við höfnina er atvinnusvæði -- með brúnni væri það atvinnusvæði komið í spölkorns vegalengd frá miðborg Reykjavíkur.

Það þíðir að Kópavogshöfn og atvinnusvæðið þar við, getur þar með virkað sem hluti af því atvinnusvæði sem tilheyrir miðborg Reykjavíkur.
--En einungis ef bifreiðaumferð fær að fara um brúna.

Það væri þá starfandi hafnir - beggja vegna við miðborg Reykjavíkur, báðar í spölkorns fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur.

Sannarlega er Kópvogshöfn ekki stór í dag, en skip geta lagt upp að kanntinum lengst út, og hana er auðvelt að stækka ef Kópavogsbær vill.

Fyrir utan þetta, yrði íbúðahverfið í Kópavogi sem einnig sést á myndinni, komið í spölkorns nálægð við miðborg Reykjavíkur.
--Og ég er þess fullviss að fasteignaverð á því svæði mundi við það verulega hækka, en einungis ef bifreiðaumferð er hleypt um brúna - brúin gerð a.m.k. nægilega breið fyrir tvær akgreinar, eina hvora átt.

  • Þetta hverfi verður þá mjög þægilegt fyrir sérhvern þann sem vill vinna í miðborg Reykjavíkur - sjálfsagt að hafa möguleika fyrir hjólandi umferð við hlið akbrautar fyrir bifreiðar, svo hvort tveggja geti farið um.

En þessir möguleikar séu allir háðir því að brúin sé gerð fyrir umferð bifreiða!

Ég skil ekki alveg hvað skipulagsyfirvöld eru að hugsa, þegar augljósum möguleikum ætti að kasta á glæ -- dýrt mannvirki reist með þeim hætti, að það nýtist einungis að hluta!

Vonandi tekur við ný borgarstjórn í Reykjavík - og hindrar slíkt augljóst skipulagslys.

Heimildir: Brúin yfir Fossvoginn komin á teikniborðið

 

Niðurstaða

Hatrið gagnvart einkabifreiðinni rýður ekki einteiming ef það er komið á það stig, að lagt er til í fullri alvöru dýrar framkvæmdir er kasta á glæ fé skattborgara í Kópavogi og Reykjavík. Mjög skrítin þröngsýni, sem ekki sér að bifreiðar eru ekki bara einkabifreiðar - heldur þarf öll atvinnustarfsemi innan Reykjavíkur á flutningum með bifreiðum að halda.

Það sem brýr gera best, er sð stytta flutningaleiðir. Það er einnig hlutverk vegagerðar og brúa að skapa nýjar samönguleiðir. Og ekki síst, atvinnutækifæri.

Brúin yfir fossvog augljóslega getur skapað mikil verðmæti fyrir Kópavog.
En einungis ef hún fær að virka með þeim hætti, að hún nýtist sem tenging fyrir atvinnusvæðið nærri Kópavogshöfn við miðborg Reykjavíkur - og gerir íbúum í nærstöddum hverfum Kópavogs mögulegt að aka á sinni bifreið í vinnuna um brúna.

  • Þú flytur ekki varning með strætó - ekki þungavarning með reiðhjóli.
  • Ekkert að því að reiðhjól fari þarna einnig um, strætó að auki.

En að útiloka umferð bifreiða er hrein heimska!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Vandamálið við þessa framkvæmd er það að umferðaæðar liggjandi upp að þessari áætluðu brú myndi ekki ráða við umferðina sem myndi verða þarna, ég er sammála að það ætti að sleppa þessu þar sem þetta mun kosta helling og yrði gott sem ekkert notað. Betra væri að setja þennan pening í að betrumbæta vegakerfið á annan máta.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.5.2018 kl. 00:15

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Björgvin Jóhannsson, tenging í tvær áttir Reykjavíkurmegin, Kópavogsmegin einnig hægt að nálgast úr tveim áttum. Af hverju ráða umferðaræðar þá ekki við málið?
--Ég meina einungis að betra sé að sleppa framkvæmdinni ef ekki á að vera almenn akbraut.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.5.2018 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 846767

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband