Dagur og Eyþór virðast báðir hafa raunhæfa möguleika á myndun borgarstjórnarmeirihluta!

Sá möguleiki að Dagur haldi áfram, er mér ekki að skapi - en sá sé bersýnilega raunhæfur!

Dagur lofaði skýrt í kosningabaráttunni að halda áfram sinni stefnu, að auki kom einnig skýrt fram er hann fullyrti að ástand mála í borginni hafi aldrei verið betra!
--Þá hundsaði hann óánægju fólk á leigumarkaði með ótrúlega dýra leigu, t.d. skilst mér að á milli sl. árs og þessa árs, hafi hún hækkað um rúmlega 60%. 
--Þó var hún þegar orðin það dýr að þrýsta mörgum þeirra er leigja innan borgarinna undir fátæktarmörk.

Svo er leiga kostnaðarsöm að þrátt fyrir bærilega almenna launastöðu, enda leigjendur sem fátækt fólk, því bróðurpartur tekna rennur til leigufyrirtækja eða leigusala.

  • Svo er það auðvitað hin ótrúlega kostnaðarama -- Borgarlína!

Ég er ekkert á móti strætósamgöngum eða rafvæðingu -- en þarf það að kosta 70ma.kr. tæpa?
--Flottræfilsháttur á núverandi áætlunum, verið að gera þetta mun dýrara en þarf.

Vandi við þann gríðarmikla kostnað er að þetta tekur mikið fjármagn, sem borgin gæti betur varið til annars!
--Borgin þarf ekki að leggja sérstakar götur fyrir strætó.
--Né að kaupa þetta óskalega dýra vagna.
--Eða leggja ný og miklu kostnaðarsamari strætóskýli, en áður hefur verið notast við.

  1. Þ.e. ekkert að því að rafvæða -- OK, kaupa samskonar vagna að stærð og nú er notast við, en rafvædda. 
    --Skipta núverandi flota smám saman út, eftir því sem þeir ganga úr sér þeir eldri.
  2. Ef menn vilja auka tíðni ferða, ok -- fínt, þarf eitthvað að fjölga vögnum í umferð, kaupa þá einungis rafvagna.
  3. Nota að öðru leiti það sem fyrir er meðan það gengur úr sér smám saman.
  4. Nú, ef menn vilja fjölga þeim er nota strætó -- lækka verð í strætó.

Í stað þess að leggja sérstakar götur fyrir strætó.
Nota féð til að bæta samgöngur fyrir alla umferð, strætó jafnt sem aðra!

 

Kosningaúrslit - þeir sem fengu fulltrúa!

Viðreisn.............................4.812 atkv......8,2% fylgi......2 fulltrúa.

Sjálfstæðisflokkur..............18.146 atkv.....30,8% fylgi......8 fulltrúa.

Flokkur Fólksins.................2.509 atkv......4,3% fylgi......1 fulltrúa.

Sósíalistaflokkur Íslands....3.758 atkv......6,4% fylgi......1 fulltrúa.

Miðflokkurinn....................3.615 atkv......6,1% fylgi......1 fulltrúa.

Píratar...............................4.556 atkv.....7,7% fylgi.......2 fulltrúa.

Samfylking........................15.260 atkv....25,9% fylgi.......7 fulltrúa.

Vinstri-Grænir....................2.700 atkv.....4,6% fylgi........1 fulltrúas.

 

Stóri vandinn við stefnu Dags, er auðvitað þetta að -þétta byggð- meðan að lítt tiltölulega er byggt í jaðarhverfum!

Því er ítrekað haldið fram, að sú stefna stytti vegalengdir fyrir fólk, ef þeim fjölgar sem búa nærri borgarmiðju - og ekki verði frekar teygt á borginni lengra í burtu frá miðju.
--Þetta er auðvitað kolrangt, útskýri síðar.

Það er bent á sparnað borgarinnar við lagningu vega - og lagna, sem er ekki rangt. Þ.e. rétt að ef byggðiin þéttist nær miðju, og forðast er að byggja í jaðri.
--Er það ákveðinn sparnaður fyrir borgarkerfið.

Fulltrúar Pírata t.d. lögðu mikið úr þessum sparnaði - hinn bóginn gleyma þeir þá, þeim mikla kostnaði er leggst í staðinn á - almenna borgara innan borgarinnar!

  1. Vandinn við þetta er sá, að lóðir eru því dýrari eftir því sem þær eru nær miðju. 
  2. Lóðir í borgarjaðri eru að sama skapi því ódýrari sem fjær dregur miðju.

Þetta snúist um eftirspurn, en þegar byggt er í eða grennd við miðju, er aðili sem vill reisa íbúðabyggð - að keppa við margvílega aðra eftirspurn, sbr. þá sem vilja reisa hótel en það þykir hentugra að staðsetja þau sem næst miðju, eða þá sem vilja reisa verslanir - en aðilar vilja selja ferðamönnun glingur þurfa að vera þar sem þeir einna helst eru, eða veitingastaði - en það sama gildir að best er fyrir þá að vera næst miðju.

Í jaðrinum er lítt verið að glíma við slíka aðra eftirspurn, þannig að áhugasamir um íbúðabyggð geta yfirleitt fengið lóðirnar á miklu mun lægra verði, leigt eða keypt - því lægra því fjær miðju.

  1. Eðlilega því, verða íbúðir því dýrari nær miðju sem þær eru reistar.
  2. Það hefur þau áhrif á leiguverð, að þ.e. dýrara því nær miðju sem viðkomandi íbúð er, vegna beinnar tengingar fasteignaverðlags og leiguverðlags.

--Þetta er sá kostnaður sem fulltrúar Pírata virtust ekki sjá!
--Hvernig stefnan um þéttingu byggðar, samtímis og lítt er byggt í jaðri, skapar háa leigu.

  1. Hvort sem það er ætlunin eða ekki, leiði stefnan sem Píratar hafa tekið þátt í að framfylgja -- til gríðarlegs gróða fyrir leigufyrirtæki og aðra leigusala.
  2. Að auki fitna á fjósbitanum, allir þeir aðilar sem braska með húsnæði.

--Mér finnst áhugavert hvernig Dagur og Píratar í borginni, hafa fitað þá aðila vel og rækilega - kannski skilja þeir ekki afleiðingar stefnunnar, hver veit.

--En þessi stefna sé megin ástæða þess, af hverju ég vill frekar að skipt sé um borgarstjórnendur!

  1. Það sem Píratar í borginni að auki greinilega átta sig ekki á, er að stefna eykur fjarlægðir byggðar -- og þar með fjölgar eknum km.
  2. Það sé vegna þess -- að stefnan sé hluti af því sem valdi síhækkunum leiguverðs og húsnæðisverðs í borginni -- þessi misserin.
  3. Sem þíði, að vaxandi fjöldi fólks - sérstaklega ungs fólks, hrekjist út fyrir borgina.
    --Ég þekki t.d. einn sem settist að á Vatnsleysuströnd, fékk þar íbúð á hálfivirði miðað við innan borgarinnar.
    --Það fjölgar fólki sem sest að í nágrannasveitafélögum borgarinnar, svo langt sem til Keflavikur eða Akraness.
    --Það auðvitað þíðir, því lengur sem núverandi stefna heldur áfram -- vex í stað þess að minnka þörf fólks fyrir bifreiðaeign.
    --Þetta sé einnig slæmt fyrir umhverfið, vegna fjölgunnar ekinna km.
    --Og þetta auki álagið á vegakerfið milli borgar og nágrannasveitafélaga, því slit á þeim vegum.

Auðvitað gæti einhver sagt, að þetta komi borginni ekki við. En þá er viðkomandi einungis að horfa á sparnað borgarkerfisins - ekki þjóðfélagsins!
--En þjóðfélagslegur kostnaður vex í staðinn.

 

Tæknilega mögulegir meirihlutar!

  1. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking -- tæknilega hefur 15. Dagur hefur þegar sagt nei.
  2. Samfylking, Píratar, VG, Viðreisn -- tæknilega hafa 12 fulltrúa.
    --Þetta virðist það samstarf sem Dagur horfir til.
  3. Samfylking gæti einnig tæknilega myndað meirihluta með; Sósíalistum og Flokki Fólksins - eða Miðflokki, auk VG og Pírata.
    --Ég fæ þó ekki séð hvernig Sósíalistar gæti sætt sig við stefnu Dags, sem hann lofaði að framhalda, þeir hafna einnig Sjálfstæðisfl. Þannig Sósíalistar líklega verða ekki með.
  4. Samfylking að auki tæknilega getur myndað meirihluta með Miðflokki og Flokki Fólksins, auk Pírata og VG.
    --Ég meina þó ekki það sé sennilegur meirihluti.
    --Of margt í stefnu Dags gangi gegn stefnu Miðflokks og FF.

Skv. því hefur Dagur einungis einn raunhæfan meirihluta, þ.e. VG, Píratar, Viðreisn ásamt Samfylkingu.

  1. Sjálfstæðisfl. - með VG og Viðreisn -- hefur 12.
    --Við skulum ekki fyrirfram hafna þessu sem hugsanlegum möguleika!
  2. Sjálfstæðisfl annars getur myndað meirihluta með, Viðreisn, Miðflokki og Flokki Fólksins.
    --Það sé ekki heldur endilega ósennileg útkoma. Vigdís er þó ærið yfirlýsingaglöð og mundi væntanlega áfram vera það.
    --Áherslur FF og Miðflokks koma saman a.m.k. í nokkrum atriðum. Það gæti því verið einfalt fyrir Eyþór að mynda slíkan meirihluta. Ef Viðreisn sættir sig við áherslur Miðflokks og FF. Hinn bóginn, gæti Viðreisn átt erfiðara með áherslur VG.
  3. Sjálfstæðisfl., Viðreisn, Flokkur Fólksins - Sósíalistar -- eða Sjálfstæðisfl. Viðreisn, Miðflokkur, Sósíalistar.
    --Þessir möguleikar virðast vart fyrir hendi vegna afstöðu Sósíalista að fyrirfram hafna Sjálfstæðisfl. - líklega gildi sama um aðra hægri sinnaða flokka fyrir Sósíalista.
  4. Sama líklega útilokar, Sjálfstæðisfl. - VG - Flokk Fólksins og Sósíalista. Eða Sjálfstæðisfl. - VG - Miðflokk og Sósíalista. Að Sósíalistar hafa fyrirfram hafnað Sjálfstæðisfl.

Þannig að ég sé tvo sæmilega raunhæfa möguleika fyrir Eyþór Arnalds -- 1. og 2.

Skv. þessu sé ég 3-raunhæfa borgarmeirihluta, Dagur hafi einn þeirra - Eyþór tvo þeirra.

 

Niðurstaða

Ég er þeirrar skoðunar að hverfa eigi frá svokallaðri - Borgarlínu. Það sé alltof kostnaðarsöm leið til þess að byggja upp strætósamgöngur. 
--Rafvagna eigi einfaldlega að kaupa smám saman eftir því sem þeir eldri ganga úr sér.
--Frekar en að byggja sérvegi fyrir strætó, verja sama fé til þess að bæta samgöngur almennt innan borgarinnar.
--Ef menn vilja fjölga í strætó, lækka fargjöld. Það sé skilvirkasta úrræðið.
--Helmingi lægri fargjöld t.d. ásamt tíðari ferðum - og að strætó gangi fyrr á morgnana og lengur fram á kvöld.

Kostnaður við rekstur strætó vex - en ekkert sem hleypur á 60-70 ma.kr.
Nota mismuninn til þess að bæta samgöngukerfið í borginni fyrir alla umferð.

Fyrir utan þetta, vil ég auka nýbyggingar í jaðarlöndum borgarinnar, að sjálfsögðu þíðir það þörf fyrir nýja vegalagningu -- en núverandi samgöngukerfi í jaðarbyggðum ræður ekki við umtalsverða fjölgin innan jaðarbyggða!
--Það sé stærsta einstaka mótbáran!

Hinn bóginn, ef haldið verði við núverandi stefnu að forðast þann kostnað, með því að þétta áfram stöðugt innan borgarlandsins! Þá óhjákvæmilega muni sú þróun ágerast, að það fjölgi íbúum í byggðum í 50 km. radíuss frá borginni.
--Það að sjálfsögðu minnkar ekki álag á vegakerfi. En kannski er þá borgin að íta þeim kostnaði - yfir á ríkið.
--Það sé að sjálfsögðu ekki - umhverfisvænt, þ.s. eknar vegalengdir vaxa þá stöðugt fyrir vaxandi hlutfall íbúa SA-hornsins.

  • Ef borgin vill tryggja að ungt fólk geti átt íbúð innan borgarmarka, og einnig þeir í fátækari kanntinum.
  • Þarf að byggja í borgarjaðri.
  • Að auki, er borgin vart að sinna eftirspurn fyrir þá sem vilja ný einbýli, með myndarlegri lóð og öllu tilheyrandi - með áherslu á byggð á dýrustu svæðum.
    --En þá verður þannig húsnæði það dýrt að einungis þeir efnamestu hafa efni á því.
    --En meðan að slikt húsnæði er reist í jaðarlöndum, er dýrleiki slíks ekki þvílíkur að miðstéttarfólk með ágæt laun - geti ekki haft efni á slíku.

Þetta er sem sagt spurning - fyrir hverja borgin vill vinna.

En stefna Dags ef heldur áfram smám saman leiði til þess - að stærra húsnæði verði ekki lengur innan efna millistéttar ef svo fer fram áfram!
Að auki hrekist efnaminna fólk út fyrir borgina í vaxandi mæli, því það ráði ekki við leigu eða kaup innan borgarinnar! 
--Eins og ég benti á, vaxa þá eknir km. fyrir fólk í vinnu og úr vinnu fyrir sífellt vaxandi fjölda! 
--Það skapi vaxandi þrýsting fyrir fólk að eiga bíl - því ef þú býrð 30 - 50km. frá vinnunni, þarftu bíl.

Þessi þróun er öll öfug við yfirlýst markmið!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 740
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband