Bandaríkin virðast stíga til baka frá viðskiptahótunum á Kína

Skv. fréttum hefur Mnuchin viðskiptaráðherra Bandaríkjanna - líst yfir vopnahléi gagnvart Kína þegar kemur að þeirri viðskiptadeilu sem ríkisstjórn Trumps hafði líst yfir gagnvart Kína!

Stocks rally after Mnuchin says Sino-U.S. trade war 'on hold'

US and China step back from brink of trade war

U.S. Suspends Tariffs on China

Mér virðist skv. þessu Bandaríkjastjórn hafa gefið mikið eftir!

Kínastjórn greinilega þverneitaði kröfum um að lækka viðskiptahalla um 200 milljarða dollara, á einungis tveim árum. 

Larry Kudlow - "There’s no agreement for a deal.  We never anticipated one. There’s a communique between the two great countries, that’s all,..."

Skv. þessu - var ekkert formlegt samkomulag undirritað vegna viðræðna helgarinnar.

Kína virðist hafa veitt sín vanalegu loforð án skuldbindinga, sem Bandaríkin ætla að ræða áfram.

  1. Mr Mnuchin: "Mr. Mnuchin said on Sunday that the countries had agreed on a “framework” under which China would increase its purchases of American goods, while putting in place “structural” changes to protect American technology and make it easier for American companies to compete in China." - 
  2. "We have agreed to put the tariffs on hold while we try to execute the framework." -
  3. "He suggested that, under a deal, China would increase its purchases of American agricultural products by 35 percent to 45 percent this year and ramp up energy purchases over the next three to five years."
  4. "He (Donald Trumo) could always decide to put the tariffs back on if China doesn’t go through with their commitments,..."

Kínastjórn virðist hafa lofað að skoða með Bandaríkjastjórn - reglur um "intellectual property" og viðskipti Bandaríkjanna almennt við Kína -- án nokkurra skuldbindandi loforða.

Mr. Kudlow  - "They are offering to make structural reforms, such as lower tariffs and lowering nontariff barriers, which will permit us to export billions and billions more goods to China..."

Ef marka má orð Kudlows of Mnuchin -- þá virðist margt benda til þess að viðskipti á landbúnaðarvörum verði líklega auðvelduð fljótlega! En landbúnaðarvörur virðast helsti útflutningur Bandaríkjanna til Kína.

  1. Það má vera að slíkt óskuldbindandi loforð frá Xi Jinping - hafi hljómað vel samt sem áður, vegna þess tiltölulega mikla stuðnings sem Donald Trump hefur haft í landbúnaðarfylkjum Bandaríkjanna!
    --Það geti því hafa verið sniðugt af Xi að veita loforð af slíku tagi.
  2. Höfum auk þess í huga, að gagnhótun Xi ef Trump hefði lagt á tolla - beindist einkum að tollum á landbúnaðarvöruútflutning Bandaríkjanna til Kína. Er þá hefði einmitt beinst að þeim sömu kjósendum Trumps!
    --Xi er greinilega enginn vitleysingur.

--Síðan er hitt óskuldbindandi loforð Kína - um kaup á orku máski ekki síður sniðugt.
--En líklega getur Xi - ákveðið mjög auðveldlega að ríkisfyrirtæki Kína, kaupi það gas eða olíu sem Bandaríkin bjóða til kaups.
--En bandarísk orkufyrirtæki hafa stutt Trump.

Þannig að loforð Kína virðast beinast beint að kjósendum Trumps annars vegar og hins vegar að mikilvægum stuðningsaðilum Trumps meðal bandarískra fyrirtækja.

  • Hljómar sem að Xi hafi verið með "manipulation" á Trump.

Ég efa stórlega að ríkisstjórn Bandaríkjanna nái miklu meira fram!

 

Niðurstaða

Eins og fréttirnar hljóma í mínum augum hefur ríkisstjórn Trumps stigið risastórt skref til baka. En greinilega hefur Kína ekki samþykkt formlega nokkurn hlut - samt fellur Trump frá fyrirhuguðum refsitollum.

Það vekur athygli mína að loforð um opnun gagnvart landbúnaðavörum og hugsanleg kaup á - olíu og gasi; beinast beint annars vegar að mikilvægum kjósendum Trumps og hins vegar að fyrirtækjum í bandaríska orkuiðnaðinum er hafa einna helst stutt Trump meðal atvinnulífs Bandaríkjanna.

M.ö.o. hljómar þetta í mín eyru þannig að Kínastjórn hafi greint nákvæmlega hvað það líklega sé - sem skipti Donald Trump pólitískt mestu máli.

Slík útkoma þarf ekki að kosta Kínastjórn mikið - hún þarf hvort sem er að kaupa olíu og gas, eitthvað af því getur komið frá Bandaríkjunum.

Ef kínverskir neytendur eru tilbúnir að kaupa bandarískar fullunnar landbúnaðarvörur, þá fylgi því líklega óverulegur kostnaður fyrir Kínastjórn -- að minnka tolla gagnvart þeim.

Ef þetta sé allt og sumt sem Trump fallist á, þá mundi tilkostnaðurinn verða lítill.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Allur framgangur í málinu er eitur í beinum ykkar Trumphatara?

Guðmundur Böðvarsson, 21.5.2018 kl. 16:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Böðvarsson, ha, ha, ha. 

Einar Björn Bjarnason, 21.5.2018 kl. 18:54

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

"Kínastjórn greinilega þverneitaði kröfum um að lækka viðskiptahalla um 200 milljarða dollara, á einungis tveim árum. "

Kanski ekki alveg ... því samkvæmt "fregnum" þá hafa Kínverjar gengist að að kaupa Gas frá Alaska ... og leggja leiðslu frá Alaska til Kína. Kostnaðurinn verður greiddur með þessum skuldum.

Rússar greindu frá þessu, en sögðu einnig að þetta myndi ekki breita áætlunum til lengri tíma ... milli Rússa og Kína, því þarfir Kína á gasi eru það geignvænlegar að það er pláss fyrir bæði rússa og kanann.

Þeir sem tapa hér, er Evrópa.

Einn af aulum Evrópu, er meðal annars Carl Bildt í Svíþjóð. Ef Evrópa hefði haft "vit" í hausnum, en ekki klikkaðu skíthausa eins og Carl Bildt og fleiri ... hefður þeir gert sama og Trump er að gera nú og "bundið" bæði rússa og kínverja í viðskiptasamkomulag, sem rússar myndu aldrei ögra.

Nú ræður kaninn ferðinni, og Evrópa neyðist til að púnga út penginum ... og deyja.

Örn Einar Hansen, 21.5.2018 kl. 19:33

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held að þessi mál eigi sér lengri og flóknari aðdraganda.

Hvað varðar þessar tvær vörutegundir ,landbúnaðarafurðir og orku,þá held ég að málið sé að Bandaríkjamenn eru að tapa samkeppnisfærni og hafa verip að gera það í auknum mæli á síðustu árum.

Sojabaunamarkaðurinn er kannski helsta áhyggjuefni US í Kína hvað varðar landbúnaðarafurðir.

Á Kínverska markaðnum hafa Bandaríkjamenn haft nánast einokun í langann tíma, en á allra síðustu árum hafa Brasilíumenn og Rússar verið að kveða sér hljóðs þar. Brasilúmenn hafa tvöfaldað útflutning sinn til Kína, og eru næst stærstir í þessari afurð og Rússar hafa aukið sinn skerf úr 350 þús tonnum í 850 þús tonn síðan um hrun. Þetta er auðvitað bara lítið brot af útflutningi US ,en vöxturinn er hraður og möguleikarnir nánast óþrjótandi. Rússar njóta þess líka að geta ræktað þessa afurð alveg við landamæri Kína.

Uppgangur Rússnesks landbúnaðar er afar athyglisverður. Það er ekki bara hröð magnaukning,heldur er líka í gangi tæknibylting sem gefur af sér aukna samkeppnishæfni í verði og gæðum. Þessi þróun á eftir að verða mjög góð fyrir kaupendur.

Bandaríkjamenn sjá hver þróunin er og vilja þvinga Kínverja til að kaupa sína afurð. Mér finnst ekki líklegt að þetta gangi til lengdar,sérstaklega af því að möguleikar Bandaríkjamanna til að beita þvingunum af þessu tagi fara minnkandi.

Við sjáum nákvæmlega þetta sama í gasinu. Bandaríska gasið er ekki samkeppnishæft ,hvorki í Evrópu eða Asíu. Sérstaklega var Yamal gasstöðin mikið högg fyrir Bandarískann LNG útflutning ,af því hún kippti fótunum algerlega undan Evrópska og Asíska markaðnum fyrir Bandaríkjamenn. Friður í Kóreu með tilheyrandi gasleiðslu frá Siberiu til Suður Kóreu væri svo náðarhöggið. Kóreumarkaðurinn er mjög stór.

Þegar svona er komið ,er ekkert eftir nema svona þvinganir,og við sjáum að þær eru í gangi,bæði í Evrópu og Asíu.

.

Þó það tengist ekki þessu máli beint,vil ég vekja athygli þína á ræðu sem Pompeo flutti nýlega á samkomu hjá Heretage Foundation. Þarna gefst þér tækifæri til að sjá upphafið af hefðbundinni Bandarískri rógsherferð sem er undanfari árásar á annað ríki. Hernaðarárásar eða efnahagsárásr,eða bæði.

Þarna reynir ræðumaður að telja okkur trú um að Irakar beri ábyrgð á hryðjuverkastíði Sunni muslima í Sýrlandi  og fleiri ríkjum. Þeir bera líka ábyrgð á þjóðarmorði Sauda í Yemen og hryðuverkaárásum sunni muslima í Afganistan. Ef þú fylgir nú eftir atburðarásinni muntu sjá að með aðstoð fjölmiðla verður þessi uppspuni orðinn "mainstream" eftir nokkrar vikur.

Þetta er leikurinn,og árangurinn er oftast góður af því að sá hópur sem fylgir honum að málum, á alla vestræana fjölmiðla og ekkert verður leyft nema þetta bull. Bráðum halda flestir að þetta sé satt.

Stærsta vandamál samtímans er lygin, og hún kostar óhemju þjáningar.

https://www.rt.com/usa/427366-pompeo-iran-us-syria/

Borgþór Jónsson, 22.5.2018 kl. 11:43

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, leiðsla frá Alaska til Kína -- ha, ha, ha -- hvað varstu að reykja? Líttu á kort sbr. hvar Alaska er og hvar Kína er, slík framkvæmd er fullkomlega ómöguleg.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.5.2018 kl. 11:55

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, Vestrænir fjðlmiðlar munu sjálfsögðu vitna í Pompeo - enda mikilvægur maður. En þeir vitna einnig í Pútín og Xi, eða ráðherra rússl. stjv. eða Kína stj. Þetta hefur enga dýpri merkingu en það.

Vestrænir fjölmiðlar eru sjálfstæðir - öfugt við fjölmiðla Rússl. eða annarra einræðisríkja. Það gerir mikinn mun - það sjálfstæði í umfjöllun sem slíkt skapar.
--Það gerir ásakanir um skipulagða rógsherferðir meintar af hálfu Vestrænna fjölmiðla, hreint barnalega.

Varðandi Íran, er Evrópa bersýnilega með allt aðra hagsmuni en Bandar. Stríð milli bandamanna Bandar. innan Mið-Austurlanda og bandamanna Írans -- mundi vera hamfarir á stórfelldum skala.
--Evrópa er það nærri landræðilega, að þær hamfarir mundu bitna á Evrópu. T.d. holfskefla flóttamanna á miklu stærri skala en vegna borgarátakanna í Sýrlandi.

Þess vegna eru það mjög skýrir hagsmunir Evrópu - að forða þessu.
--Það þíðir að hagsmunir Evr. og Kína mætast í því máli.

Sem þíðir, fylgjast með fréttum af því með hvaða hætti Evrópa og Kína fara hugsanlega að vinna saman í því, að verja Íran fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna að þessu sinni.
--Til að halda Íran í samkomulaginu frá 2015.

Ég á von á þeirri samvinnu - það verða stórfréttir heimsögulega séð, ef það gerist.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.5.2018 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 260
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 343
  • Frá upphafi: 846981

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 328
  • Gestir í dag: 237
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband