Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

Viðbrögð Írans við afsögn Trumps á kjarnorkusamningum virðast með áhugaverðum hætti - varfærin

Forseti Írans ítrekaði ummæli sín sem hann lét eftir sér er fregnir bárust fyrst af uppsögn Trumps á kjarnorkusamningum - af hálfu Bandaríkjanna, að Íran mundi standa við samninginn, ef aðrar aðildarþjóðir hans gerðu Íran það mögulegt.
--Augljóslega er hann að óska eftir aðgerðum af þeirra hálfu svo Íran geti átt viðskipti á alþjóðamörkuðum þrátt fyrir viðskiptabann Donalds Trumps, er hefst eftir tæpa 90 daga.

Image result for rouhani

Utanríkisráðherra Írans var staddur í Peking!

Við blaðamenn sagði utanríkisráðherrann eftirfarandi á sunnudag í Peking.

Javad Zarif - "We hope that with this visit to China and other countries we will be able to construct a clear future design for the comprehensive agreement."

En Zarif fór strax af stað er fréttist af riftun Trumps, ætlar að ræða við ríkisstjórnir allra aðildarlanda kjarnorkusamkomulagsins við Íran frá 2015.

Utanríkisráðherra Kína sagði eftirfarandi við blaðamenn.

Wang Yi - "China is willing to maintain communication and coordination with all relevant parties, including Iran, and take an objective, fair and responsible attitude to continue to safeguard the ...agreement,..."

Skv. fréttum höfðu ríkisstjórnir Frakklands, Bretlands og Þýskalands strax samband við írönsk stjórnvöld í gegnum síma - skilaboðin svipuð, að stjórnvöld ríkjanna væru tilbúin að vinna með stjórnvöldum Írans að leita leiða til að tryggja framtíð samkomulagsins.

Engvar þessara yfirlýsinga virðast gefa skýrar vísbendingar um leiðir að markmiðinu!
En það liggur alveg nægilega skýrt fyrir - hvað Íran þarf á að halda!
Það er, að tryggja aðgengi að mörkuðum - og til þess eru ekki óendanlegar leiðir!
--Íran þarf m.ö.o. að geta selt sína olíu, og fá greitt í gjaldmiðli sem Íran getur átt viðskipti með, og í ljósi yfirvofandi viðskiptabannsa-aðgerða Trumps, þarf aðgengi að öðrum gjaldmiðli en dollar.

Tæknilega er unnt að nota evru eða remninbi. 
Hvor gjaldmiðillinn um sig er nægilega stór, að hvorum tveggja standa stór viðskiptasvæði er hafa upp á margt að bjóða - hinn bóginn eru mörg evrópsk fyrirtæki í miklum viðskiptum við Bandaríkin, þau fyrirtæki sem geta ekki án Bandaríkjamarkaðar verið - mundu vera treg til að stunda Íransviðskipti.
--Þannig séð gildir það sama um Kína, að mikil viðskipti eru við Bandaríkin.

Mig grunar samt sem áður, að Kína eigi auðveldar með að bjóða Íran það sem Íran þarf á að halda!

 

Viðbrögð Íranskra stjórnvalda fram að þessu eru greinilega skynsöm!

Stjórnvöld í Ísrael og fylgismenn ríkisstjórnar Trumps - tala gjarnan um Íran sem hættulegt hryðjuverkaríki, og mætti ætla af þeirri orðaræðu að stjórnendur Írans séu brjálaðir öfgamenn.

Augljós yfirvegun íranskra stjórnvalda sýnir hve langt frá sanni þær fullyrðingar eru.

  1. Það er alveg rétt af írönskum stjórnvöldum, að láta á það reyna - hvað ríkin sem standa enn að kjarnorkusamkomulaginu, geta boðið Íran.
    --Það eru enn eftir allt saman tæpir 90 dagar til stefnu.
  2. Það er því fullkomlega rökrétt, að bíða og sjá hvað hugsanlega kemur fram.
    --Enda einungis unnt fyrir Íran að segja upp samkomulaginu fyrir sitt leiti, í eitt skipti.

Eins og ég hef margsinnis bent á, virðist mér það geta verið áhugaverður gambíttur fyrir Kína - að bjóða Íran vernd:

Er stefna Donalds Trumps gagnvart Íran - gjöf til Kína?.

Að sjálfsögðu veit ég ekki frekar en þeir sem lesa þetta pár mitt, hvort Kína lætur verða af slíku! En mér virðast möguleikar Kína klárlega vera fyrir hendi.
--Og það sem meira er, Trump að vissu leiti sjálfur er að skapa þá möguleika!

 

Niðurstaða

Augljós varfærin yfirvegun stjórnvalda Írans gagnvart ákvörðun Donalds Trumps í sl. viku um uppsögn kjarnorkusamkomulagsins frá 2015 fyrir hönd Bandaríkjanna, sýnir töluverða aðrar mynd af írönskum stjórnvöldum - en andstæðingaríki Írans gjarnan draga upp.

Þegar Saudar eða Ísraelar eða núverandi landstjórnendur í Washington tala, þá er talað um landstjórnendur Írans sem a.m.k. hálfbrjálaða öfgamenn, miðpunkt hins illa í Mið-Austurlöndum, hættu sem verði að kveða niður.

Það er áhugavert að bera þessi viðbrögð saman við íhugula varfærni Rouhani!

 

Kv.


Er stefna Donalds Trumps gagnvart Íran - gjöf til Kína?

Ef einhver man eftir, þegar svokölluð - þorskastríð stóðu yfir - gerði Ísland viðskiptasamning við Sovétríkin. Það var vöruskiptasamningur, er fól í sér sölu fisks til Sovétríkjanna, en kaup á rússneskum bílum sbr. Lödur, Volgur, Moskovitsar og rússnesku áfengi.

  1. Kína gæti auðveldlega gert sambærilegan vöruskiptasamning við Íran, sem fæli þá í sér kaup á olíu og gasi.
  2. Í staðinn gætu Íranar keypt vopn af Kína, eða hvað sem þeir vildu - fyrir ca. sambærileg verðmæti á móti.
  • Þessu gæti fylgt gjaldeyrisskiptasamningur, til að auðvelda viðskiptin - þannig að einkaaðilar gætu séð um málið.

Með þeim hætti gæti Kína - tæknilega - veitt Íran umtalsvert skjól gagnvart refsiaðgerðum Donalds Trump!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

  1. Eins og sést á kortinu á Íran einnig landamæri að Túrkmenistan, sem einnig er olíuríki.
  2. Í dag kaupir Kína nær alla olíu- og gasframleiðslu Túrkmenistan.

Íran hefur einnig strandlengju að Kaspíahafi eins og sjá má, og því er alveg hugsanlegt að Íran eigi hugsanlegar ónýttar auðlyndir undir botni þess hafs.
En Túrkmenar eru m.a. með olíuvinnslu í sjó við sína eigin strandlengju, þó lindir séu einnig á þurru landi.

Kína hefur um nokkurt skeið verið stærsti fjárfestirinn í olíuvinnslu í Írak!

Áhugi Kína á olíuríkjum hefur verið algerlega augljós sl. 15 ár!
Á sl. 15 árum hefur Kína náð til sín nær öllum auðæfum Mið-Asíu, þ.e. kaupir nær alla olíu- og gasframleiðslu Mið-Asíu landa.

  1. Bandalag við Íran, mundi væntanlega vinna vel með ítökum Kína í Túrkemistan, og Írak.
  2. Fyrir utan, að Kína hefur mjög náið samstarf við Pakistan - hinum megin við Íran.

Bandalag Írans og Kína - mundi væntanlega gera Kína ca. álíka valdamikið í Mið-Austurlöndum og Bandaríkin.

Það mundi fela í sér, mjög stórfellda valdayfirfærslu til Kína á því svæði.

Mér virðist það augljóst að ríkisstjórn Donalds Trumps átti sig alls ekki á þessum möguleika! En mér virðist það alveg á tæru, að því harðar sem Donald Trump lætur þjarma að Íran. Því stærri verði freysting Írans til að gera samning af ofangreindu tagi við Kína.

Ef Bandaríkin misreikna sína stöðu, gætu þau staðið frammi fyrir verulegum varanlegum missi á svæðisbundnum völdum! Að sama skapi, gæti Kína grætt völd á þeirra kostnað!
--Valdalega séð gæti það verið stærra tjón en fylgdi stefnu George Bush!

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að eftir því sem deila Bandaríkjanna og Írans líklega harðnar á nk. vikum og mánuðum, þá skuli fólk veita aðgerðum Kína mjög nána athygli - ekki síst hver samskipti íranskra sendifulltrúa og kínverskra eru.

Trump gæti beinlínis smalað Íran yfir til Kína!

 

Kv.


Spurning hvort Ísrael er að gera tilraun til að egna Íran til stríðs?

Eins og margir fréttu af á fimmtudag, framkvæmdi Ísrael umfangsmiklar loftárásir innan Sýrlands á svæðum þar sem Damaskus stjórnin er tæknilega við völd, þó hafandi í huga að Íran er í dag með fjölmennt herlið á sömu svæðum innan Sýrlands - að það má setja það upp sem spurningu, hvort það sé ekki raunverulega Íran sem ræður.

Skv. frásögn Ísraela sjálfra var ráðist á herstöðvar þar sem Íranar hafa aðstöðu.
Að sögn ísraelskra yfirvalda, var fjöldi herstöðva Írana lagðar í rúst.

Israel strikes Iranian targets in Syria after rocket fire

Israeli aircraft target Iranian military sites inside Syria

 

Það áhugaverða er að við höfum einungis orð ísraelskra yfirvalda fyrir því, að Íranar hafi verið fyrri til að gera árás á ísraelskt landsvæði!

Ég fullyrði að sjálfsögðu ekki að frásögn ísraelskra yfirvalda sé ósönn!

Yfirvöld í Ísrael hafa sagt að 20-eldflaugar hafa verið skotnar niður af eldflaugavarnarkerfi Ísraels! 
Þeim flaugum hafi verið skotið í átt að herstöðvum Ísraela í Gólan hæðum.

--Ég er einfaldlega með þá ábendingu, að ísraelsk yfirvöld eru ekki hlutlaus aðili.
--Þau hafa nú undanfarin ár margítrekað gert loftárásir innan Sýrlands, einkum beint að Hezbollah liðum starfandi innan Sýrlands, eða írönskum byltingavörðum innan Sýrlands.

Það má alveg varpa upp þeirri kenningu, að Ísrael eða nánar tiltekið Netanyahu, vilji fá Bandaríkin í stríð með sér. Aðgerðin sé frekar skilaboð til Trumps - en Írans.

Rétt að nefna, að um daginn birti Netanyahu ásakanir gagnvart Íran, sem reyndust margra ára gamlar - en taldar af flestum fréttaskýrendum ætlað að framkalla reiðiviðbrögð hjá Trump gagnvart Íran!

  1. Það mætti ímynda sér, að Netanyahu sé að endurtaka leikinn, að ástunda tjáskipti gagnvart Trump - með því í þetta sinn að láta það líta svo út að Ísrael sé undir árásum Írans.
  2. Tilgangurinn geti verið, að hleypa blóðrásinni hjá Trump af stað.

Bendi samt á, að langt í frá er útilokað að um raunverulega íranska eldflaugaárás hafi verið að ræða! 
Enda ekki langt síðan Ísrael gerði aðra umfangsmikla árás á aðstöðu Írans innan Sýrlands!
--Þannig að það má alveg halda því fram, að Íran hafi verið að svara fyrir sig.

Hinn bóginn, virðist mér það svo að hagsmunir Írans séu þessa stundina þeir.
Að kæla frekar niður ástandið, en að vera að - hita það upp.

Meðan að vitað er að Netanyahu hefur lengi hvatt til hernaðaraðgerða gagnvart Íran.
Hafandi það í huga, get ég alveg trúað Netanyahu til þess, að vera að ástunda hráskinnaleik.

 

Niðurstaða

Hafandi í huga að Netanyahu hefur lengi hvatt Bandaríkin til hernaðaraðgerða gagnvart Íran. Þá finnst mér alveg koma til greina að Ísrael hafi framið stórfelldar loftárásir á Sýrland.
Án nokkurra ögrana frá Íran í formi eldflaugaárásar, þannig að ísraelskar frásagnir um slíkt séu þá tilhæfulausar!

Ekki það að það sé alveg útilokað að Íran hafi verið að hefna nýlegra loftárása Ísraels á írönsk skotmörk innan Sýrlands. En hinn bóginn, virðist mér það ekki Íran í hag, að vera að efna til slíks ófriðar akkúrat núna.

En á sama tíma, eru loftárásir Ísraels framkvæmdar skömmu eftir uppsögn Donalds Trumps á kjarnorkusamningnum við Íran - sem er áhugaverð tímasetning. Hafandi í huga hve lengi Netanyahu hefur manað Bandaríkin til hernaðaraðgerða gegn Íran, virðist mér það a.m.k. ekki út í hött að Netanyahu sé í þessu tilviki - að vísvitandi egna til ófriðar.
--Væntanlega í trausti þess, að Netanyahu ef til vill metur það nú svo að hann hefði líklega Trump með sér.
--Hann getur einmitt verið að vísvitandi mana Trump út í stríð.

 

Kv.


Nýjar refsiaðgerðir Donalds Trumps á Íran - gætu smalað Íran upp í fang Kína

Ég hef margsinnis áður velt upp þeim möguleika, bandalagi Írans og Kína, sbr: 23.11.2014 Prúttið um Íran - vaxandi hætta á nýju köldu stríði, hefur sennilega styrkt verulega samningsstöðu Írans.

Í þeirri athugasemd, fjallaði ég um viðræður við Íran er síðar leiddu til samkomulags svokallaðra 6-velda við Íran. Einmitt það samkomulag sem Obama undirritaði, og Donald Trump vísaði út í hafsauga á miðvikudag!

Eins og ég benti þar á, er það augljós valkostur fyrir Íran að semja við Kína!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Kína er sennilega í bestu aðstöðu allra landa, að veita Íran efnahagslega vernd!

Sú mögulega sviðsmynd sem ég bendi á, gerir ekki ráð fyrir stríði milli Bandaríkjanna og Írans, né því endilega að Íran endurræsi kjarnorkuprógramm sitt.
En þó að íranskir stjórnmálamenn hafi talað hvasst undanfarið, og hótað að endurræsa skilvindurnar er auðga úran upp í mögulegt kjarnakleyft ástand til að búa til sprengju.
Þá virðist mér sennilegt að íranskir landstjórnendur, óttist mögulega hernaðarárás fyrirskipaða hugsanlega af ríkisstjórn Donalds Trumps - með Íran og Saudi-Arabíu í liði.

Hinn bóginn blasir við mér að Íran á mögulega útleið, ef Kína er tilbúið.

  1. Kína getur líklega keypt alla olíu og gasframleiðslu Írans - með renminbi.
  2. Auk þess framleiðir Kína gnægt vopna, sem Kína getur selt Íran í staðinn.
  3. Fyrir utan það, hefur Kína eins og allir í dag vita - mikla breidd af framleiðslu sem Kína gæti selt Íran í staðinn.
  • Þannig gæti Kína boðið Íran - viðskipti er færu fullkomlega framhjá öllum vestrænum gjaldmiðlum.
  • Og það væri ekkert sem ég kem auga á, sem Bandaríkin gætu gert í málinu ef Íran og Kína mundi virkilega setja slíkt viðskiptabandalag á koppinn.

 

Ég reikna með því að Íranir hafi verið tortryggnir gagnvart Kína!

Íran hafi ekki áhuga á að vera eitthvert leppríki - slíku samningur Írans og Kína, mundi gera Kína afar áhrifamikið um málefni Írans, óhjákvæmilega!

Það skýri örugglega hvers vegna Íran hafi ekki samið áður við Kína, árin fyrir lúkningu viðræðna við Íran er skiluðu kjarnorkusamkomulaginu 2015, sem Trump var að slíta af hálfu Bandaríkjanna.

  1. Hinn bógnn stefni í að efnahagslegar refsiaðgerðir Trumps verði afar harkalegar, svo harkalegar að þær séu líklegar að vera ákaflega skaðlegar fyrir íranskan efnahag.
  2. Það sé auðvitað stefna haukanna í Hvíta-húsinu, að gera þær svo harkalegar að Íran lippist niður - þeir virðast sannfærðir um að þeir geti þvingað Íran með þeim hætti.

Hinn bóginn, geti það í staðinn þítt, að þær séu það harkalegar að loksins sannfærist Íranar um að hefja formlegar viðræður við Kína - um djúp efnahags samskipti.

  1. Þannig að í staðinn fyrir að Íran lippist niður.
  2. Gæti Trump uppskorið strategískan ósigur gagnvart Kína.

Og að sú útkoma væri Trump einum að kenna!

 

Niðurstaða

Ég hef einmitt verið lengi sannfærður um það, að ný átök við Íran mundu einungis vera Bandaríkjunum sjálfum til tjóns. Og ef Íran svarar áskorun Trumps gagnvart Íran, með bandalagi við Kína. Gæti sú útkoma leitt til stórfellds strategísks ósigurs Bandaríkjanna!

Ég meina að fyrir svæðisbundin völd og áhrif Bandaríkjanna, gæti sá ósigur verið stærri en sá ósigur er Bandaríkin biðu vegna innrásarinnar í Írak 2003. Ég er ekki að tala um stríð við Íran -- heldur það að útkoman verði sú að staða Bandaríkjanna í Mið-austurlöndum veikist verulega!

Eins og 2003 verði það ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjanna sjálfrar er verði orsakavaldur þeirra ófara!

 

Kv.


Spurning hvort uppsögn Donalds Trumps á Írans samningnum - færir Evrópu, Kína og Rússland nær hverju öðru. En forseti Írans hefur boðið Evrópu, Kína og Rússlandi til samninga!

Tilboð Rouhani forseta er einfalt og skýrt, að ef Evrópa, Rússland og Kína geta tryggt að Íran hafi aðgengi að heimsmörkuðum - þá muni Íran áfram standa við kjarnorkusamninginn!

  1. Hassan Rouhani - If we achieve the deal’s goals in cooperation with other members of the deal, it will remain in place..."
  2. By exiting the deal, America has officially undermined its commitment to an international treaty,..."
  3. "I have ordered the foreign ministry to negotiate with the European countries, China and Russia in coming weeks."
  4. "If at the end of this short period we conclude that we can fully benefit from the JCPOA (Joint Comprehensive Plan of Action) with the cooperation of all countries, the deal would remain,..."

Málið er ekki flókið, Íran þarf aðgengi að alþjóðamörkuðum fyrir sínar vörur - sbr. olíu og gas, en einnig landbúnaðarvöru og hvað annað sem Íran framleiðir.
Samtímis óhindrað aðgengi að því að afla sér nauðsynlegs varnings til innflutnings.

  • En Trump hefur sagst munu setja á þær grimmustu refsiaðgerðir sem hann getur.
  1. Þær fela í sér að Bandaríkin refsa fyrirtækjum sem eiga viðskipti við Bandaríkin - fyrir viðskipti við Íran.
    --Mjög öflug fæling á stór alþjóðafyrirtæki er vilja geta skipt við Bandaríkin.
  2. Og þau munu leitast við að hindra viðskipti Írans á olíu og gasi - eins og þau geta.
    --Spurning hvort að Íran getur fengið - evruviðskipti t.d. - spurning einnig um viðskipti í gjaldmiðli Kína.

Trump abandons 'defective' Iran nuclear deal, to revive sanctions

Donald Trump pulls US out of Iran nuclear deal

"The sanctions include prohibitions on Iranians accessing US dollars, and the Trump administration will resume efforts to prevent Iranian oil from circulating on the international market."

Refsiaðgerðirnar taka gildi eftir 90 daga!

Það er sá tími sem Íran hefur til að finna leiðir í viðræðum við Evrópu - Rússland og Kína!

  1. Evrópa ræður auðvitað yfir eigin gjaldmiðlum - sá stærsti, Evran.
  2. Kína hefur sitt - renminbi.
  • Ég hugsa Rúbblan sé síður áhugaverð.

--En sameiginlega, ættu Evrópulönd og Kína - að geta veitt Íran töluverða aðstoð.
--Þetta er auðvitað gegn því, að Íran standi áfram við samninginn!

En annars hefur Íran raunverulega ekki ástæðu til þess!

 

Niðurstaða

Það yrði virkilega forvitnileg útkoma, ef Rouhani verður að ósk sinni - og samvinna við Evrópu, Rússland og Kína; finnur leiðir til að veita Íran það markaðs-aðgengi sem Íran þarf á að halda!
Evrópa vill auðvitað ólm halda Íran í samningnum, því rökrétt að ætla að Evrópulönd mundi leggja á sig að finna leiðir! En ástæða þess er augljós, að Íran ræður yfir eldflaugum er geta náð til Suður-Evrópu. Ef Íran eignast kjarnorkuvopn gæti Íran þá tæknilega gert kjarnorkuárás á Suður-Evrópu. Síðan, er rökrétt að Evrópa óttist hugsanleg kjarnorkuvopnakapphlaup innan Mið-Austurlanda, sem eru einungis steinsnar frá Evrópu handa Miðjarðarhafs, sem sagt nægilega nærri til þess að slíkt kjarnorkuvopnakapphlaup gæti reynst Evrópu afar hugsanlega skeinuhætt.

Það sé alveg ljóst að hin meðlimalöndin af samningnum ætla ekki að hefja eigin aðgerðir gegn Íran, en ef hinum löndunum tekst að leita leiða til að veita Íran því sem Íran þarf á að halda!

Mundi það marka vissa einangrun Bandaríkjanna!
Spurning hvort það gæti verið upphaf á einhverju nýju!

 

Kv.


Erdogan forseti Tyrklands hótar ríkisstjórn Bandaríkjanna

Um sumt er Erdogan að endurtaka fyrri hótanir, en einnig er um nýjar!

  1. Fyrsta lagi, hótar Erdogan því að herja á sýrlenska Kúrda, þar til að hernaðararmi Kúrda í Sýrlandi - hafi verið gereytt.
    --En Erdogan kallar hersveitir Kúrda, hryðjuverkasveitir þannig að þegar hann talar um að gereyða hryðjuverkaöflum meðfram landamærum Tyrklands, á hann við sveitir Kúrda í Sýrlandi.
  2. Síðan, hótar Erdogan Bandaríkjunum - ónefndum aðgerðum, ef Bandaríkin frysta vopnasölu til Tyrklands!
    --En Tyrkland ætlar að kaupa 100 F-35 herflugvélar, þær nýjustu frá Bandaríkjunum, sú sala yrði þá blokkeruð a.m.k. tímabundið.
    --Þangað til að rækileg endurskoðun hafi farið fram innan Bandaríkjanna, á samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna!
    --Þetta er skv. frumvarpi er liggur fyrir Bandaríkjaþingi.

Turkey's Erdogan says will carry out new military operations after Syria offensives

Turkey says it will retaliate if U.S. halts weapons sales

Image result for erdogan

Mér virðist að taka þurfi þessar hótanir alvarlega!

  1. Erdogan er í raun og veru að ítreka sína áður framkomnu kröfu - að Bandaríkin hypji sig frá Sýrlandi. En Bandaríkin halda í raun verndarhendi yfir YPG hersveitum sýrlenskra Kúrda á þeim svæðum sem þær sveitir ráða yfir í dag.
    --Bandaríkin voru ekki með vernd á Afrin héraði, sem Erdogan notfærði sér er hann fyrirskipaði Tyrklandsher að ráðast þar inn (rétt að nefna að Íslendingur lét lífið í þeim átökum). Sveitir Kúrda hafa verið hraktar þaðan.
  2. Óvíst er hvaða stefnu Trump hefur í þessu máli, en í annan stað hefur hann talað um að - taka allar bandarískar liðssveitir út úr Sýrlandi, sem þíddi að - eftirláta það til Erdogan að gera þ.s. honum sýnist við sýrlenska Kúrda. Það væru augljós svik við Kúrda, er hafa barist með stuðningi Bandaríkjanna síðan 2014 við ISIS með ákaflega vel heppnuðum hætti. Enn er Bandaríkjaher með samvinnu við Kúrda um að þrengja að síðustu leyfum sveita ISIS innan Sýrlands.
    --Augljóslega mundi slík ákvörðun Trumps, binda endi á frekari baráttu gegn því sem eftir er af sveitum ISIS á svæðinu. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og nýr utanríkisráðherra - hafa báðir hvatt Trump til að halda núverandi stöðu mála óbreyttri.
    --Það gerði einnig forseti Frakklands nýverið í heimsókn í Hvítahúsið.
  3. Síðan gengi það klárlega gegn yfirlýstri stefnu Trumps sjálfs, að veikja stöðu Írans í Mið-austurlöndum, þ.s. vitað er að Erdogan er með samvinnu við Íran um aðgerðir gegn Kúrdum, og hefur lofað því - að hersveitir Tyrklands hefðu ekki áform um að leggja landsvæði Kúrda í Sýrlandi með varanlegum hætti undir sig.
    --Sem væntanlega þíðir, að Tyrkland mundi eftirláta leppstjórn Írans í Sýrlandi þau svæði í kjölfarið, þar með að þau yrði hluti af umráðasvæði Írans.
    --Með öðrum orðum, að Trump mundi styrkja stöðu Írans með slíkri ákvörðun - samtímis og hann segist vilja stuðla að veikingu valdastöðu Írans í Mið-Austurlöndum.
  • Ef ég geri ráð fyrir því, að Trump átti sig á því að ef hann fyrirskipar brottflutning frá Sýrlandi - væri það gjöf til Írans.
  • Þá mundi blasa við stálin stinn - þar sem að sérhver tyrknesk árás mundi þá skapa möguleika á hernaðarátökum við Bandaríkin.

En Bandaríkjaher hefur varað við því, að þeirra liðssveitir mundu verja sínar hendur, ef á þær væri ráðist. Og þær eru til staðar á nokkrum stöðum á umráðasvæðum Kúrda!

Þeirra hlutverk er m.a. það, að halda aftur af Tyrklandi! Það er ekkert leyndarmál að svo sé!
Bandaríkin hafa m.ö.o. stundað þann leik, að staðsetja þær einmitt á lykilsvæðum þ.s. Erdogan hefur verið með hótanir.

  1. Ég held að enginn vafi geti verið að, ef Erdogan ræðst að bandarískum hersveitum, sé úti með bandalag Bandaríkjanna og Tyrklands.
  2. Það sé augljós aðvörun til Tyrklands - að verið sé að ræða á Bandaríkjaþingi, að frysta vopnasölu til Tyrklands a.m.k. um einhverja hríð.
  • Þó Erdogan hafi nýverið fyrirskipað kaup á loftvarnarkerfi frá Rússlandi!
  • Er nær allur vopnabúnaður Tyrklandshers bandarískt smíðaður!

Það gæti lamað Tyrklandsher frekar hratt, ef Bandaríkin frystu vopnasölu.
Sérstaklega ef þeirri frystingu mundi fylgja frysting á sölu varahluta!
Ef bandarískir hermenn falla undir árásum Tyrklandshers væri enginn vafi að lokað yrði hvort tveggja á sölu varahluta og nýrra vopna!

--Ég treysti mér ekki að gíska á það hvort Erdogan lætur samt vaða!
--En það sé alveg hugsanlegt að Erodgan hafi einungis - já menn í kringum sig!

Þá sé kannski enginn til staðar að vara hann við því ef hann er við það að taka heimskulega ákvörðun!

 

Niðurstaða

Líkur virðast vaxa á endalokum bandalags Bandaríkjanna og Tyrklands. Ér er ekki viss að til staðar í NATO sáttmála sé ákvæði um brottrekstur - en líklega geta önnur NATO lönd lokað á samvinnu við aðildarland, er færi að hegða sér gegn hagsmunum annarra NATO landa!

Manni virðist órökrétt af Tyrklandi að ráðst að svæðum innan Sýrlands, þ.s. bandarískir herflokkar eru til staðar - en Erdogan hefur nú margítrekað verið með hótanir einmitt þar um.
Hafandi í huga að hann lét verða að herför gegn Kúrdum í Afrin héraði, þó þar hefðu ekki verið nokkrar bandarískar hersveitir -- þá treysti ég mér samt ekki að vera algerlega viss, að það komi ekki til greina að Erdogan láti verða af sínum frekari hótunum um hernaðarárásir á svæðum Kúrda innan Sýrlands.

Bendi á að það sé hugsanlegt að Erdogan misreikni sig, að hann ofmeti sína stöðu - vanmeti vilja Bandaríkjanna til að halda í sína núverandi stöðu.
En hann gæti haldið, að ef hann lætur slag standa - muni Bandaríkin láta undan, því Tyrkland sé svo mikilvægt.
En á hinn bóginn, hafi vantraust gagnvart Tyrklandi stóreflst - og klárlega gengi það algerlega gegn þeirri stefnu að veikja stöðu Írans, fyrir Bandaríkin að taka ákvörðun er efldi þá stöðu frekar!

Það gæti jafnvel gengið svo langt, að bandarískar flugvélar létu sprengjum rygna yfir tyrkneskar hersveitir - eins og á sl. ári herflokkur er virðist hafa haft nokkra tugi rússneska málaliða var sprengdur í Sýrlandi er sá reyndi atlögu að svæði undir stjórn liðssveita innan Sýrlands er njóta verndar Bandaríkjanna!

Ég legg áherslu á óvissuna! Að mál geta lent mjög harkalega! Í því felst enginn spádómur!

 

Kv.


Trump virðist gera ævintýralegar kröfur á Kína - fyrir fund helgarinnar með fulltrúum stjórnvalda Kína

Ég get eiginlega ekki kallað það annað en ævintýralegt -- kröfu að viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Kína, yrði lækkaður um 200 milljarða Bandaríkjadala - á tveim árum.
--Á sl. ári var viðskiptahallinn 337ma.$

Fyrir utan að það er langt í frá eina krafan sem ríkisstjórn Trumps setur fram!

US demands China cut trade deficit by $200bn

Trade war looms as US and China take hardline stance

Trump team demands China slash U.S. trade surplus, cut tariffs

Trump says to meet Saturday with trade officials back from China

 

Óþekkt hve mikil alvara er að baki kröfum ríkisstjórnar Trumps
--En Trump sé þekktur fyrir að beita þeirri taktík í viðskiptum, að setja fram upphafskröfu langt ofan við það sem hann væntir að ná fram, sennilega í von um að mótaðilinn - gefi meir eftir en sá annars hefði.

Ef þetta er svo, að einungis sé um samningataktík að ræða, má vænta að í viðræðum - verði gefið mikið eftir.

  1. Hinn bóginn er algerlega augljóst - að ómögulegt er að minnka viðskiptahallann um eitthvað nándar nærri þetta stórfellt, án þess að Kínastjórn mundi beinlínis -- framkvæma bein inngrip í viðskipti kínverskra einkafyrirtækja, og það í mjög stórum stíl.
  2. Það sé áhugavert, að ríkisstjórn Trumps - setji fram kröfu sem ekki sé klárlega unnt að ná fram, nema með -- mjög stórfelldum ríkisinngripum af hálfu kínverska ríkisins í utanríkisviðskipti landanna.

Persónulega stórfellt efa ég, að svo stórfelld inngrip í löglega starfsemi einkafyrirtækja - séu lögleg, í samhengi Heimsviðskiptastofnunarinnar.

  1. Kína auðvitað heimtar líka - fyrsta krafan að bandaríkjastjórn hætti að hindra það í samhengi Heimsviðskiptastofnunarinnar, að Kína fái skilgreininguna -- markaðshagkerfi.
    --En í dag, hefur Kína enn skilgreininguna -- þróunarland.
    --Áhugavert að Bandaríkin hafa í reynd verið að blokkara þá breytingu -- hafandi í huga að þ.e. ekki langt síðan, að Trump gagnrýndi það að Kína enn væri skilgreint sem þróunarland, sagði það eitt dæmið um það hve "WTO" kerfið væri ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum.
    --Kannski vissi hann ekki, að Bandaríkin sjálf hafa verið að hindra þá breytingu.
  2. Kína heimtar, að Bandaríkin - hætti tilteknum viðskiptahindrunum í hátæknigeiranum, og heimili kínverska ríkisfjarskiptafyrirtækinu að kaupa bandarískan hátæknibúnað.
    --Þarna virðast Bandaríkin vera að hindra Kína í því að afla sér tiltekinnar tækni.

Bandaríkjastjórn vill auk ofangreindrar kröfu, að Kína falli frá nýrri iðnaðaruppbyggingarátaki, sem stefnir að því að Kína verði fremst í heiminum í tilteknum greinum -- fyrir 2025.

Og að Kína falli frá málssókn hverskonar gagnvart Bandaríkjunum fyrir "WTO."
--Að m.ö.o. að Kína hætti að beita málsvörn fyrir dómstól Heimsviðskiptastofnunarinnar, gagnvart þeim aðgerðum ríkisstjórnar Trumps - er líklega brjóta lög stofnunarinnar.

Fram að þessu hefur Kínastjórn ekki sjáanlega lofað nokkrum umtalsverðum tilslökunum.
Og talsmáti stjórnvalda í Pekíng, virtist leggja áherslu á að Kína væri óhrætt við Bandaríkin.

  1. Rétt að benda á, að Kínastjórn á í viðskiptum við mörg önnur lönd.
  2. Það sennilega takmarkar umfang þess svigrúms sem kínversk stjórnvöld hafa til að mæta kröfum bandarískra stjórnvalda.
  3. Vegna þess, að Kína þurfi væntanlega gæta þess - hvaða fordæmi Kínastjórn veitir, hafandi í huga að Kína á einnig í viðskiptum við flest önnur lönd heims fyrir utan Bandaríkin.
  • Punkturinn er augljóslega sá, önnur lönd gætu einnig gert kröfur á Kína!

Heilt yfir séu viskipti Kína og annarra heimshluta, mun verðmætari en viðskipti Kína við Bandaríkin.
Þó viðskipti Kína við Bandaríkin séu meiri en Kína við nokkurt annað einstakt heimsríki.

M.ö.o. að þó viðskipti Kína við Bandaríkin skipti miklu máli - sé það mikilvægi ekki ótakmarkað.
Mig grunar að það geti verið, að núverandi Bandaríkjastjórn ofmeti sína stöðu.

 

Niðurstaða

Augljóslega veit enginn hvað gerist - tollarnir hans Trumps á Kína hafa ekki enn tekið gildi, en gera það fljótlega ef ekki nást nokkrir samningar við Kína. Hafandi í huga gjána milli afstöðu stjórnvald Kína og Bandaríkjanna - virðast manni sára litlar líkur á að samningar náist áður en - viðskiptastríð skellur formlega á.

Það síðan ráðist líklega meir af því hve fast Trump heldur í þá kröfu til Kína um stórfellda minnkun viðskiptahalla, hverjar líkur séu á samningum meðan Trump er enn forseti en nokkru öðru.

En mig grunar persónulega að engar líkur séu á að Kína samþykki kröfur nokkru staðar nærri því takmarki sem Trump hefur nú virst hafa sett.

 

Kv.


Gaman að ryfja upp fullyrðingar 9-11 samsærissinna, að engir skýjakljúfar hafi hrunið vegna elds!

Ástæða þess ég nefni þetta að ég rakst einmitt á frétt þess efnis að turnbygging hafi hrunið í Sao Paulo eftir að hafa orðið alelda. Í því að ég googlaði þá frétt, rakst ég á aðra þess efnis að önnur turnbygging hafi skíðlogað fyrr á þessu ári í Teheran og einnig hrunið til grunna!

Blazing building collapses in Sao Paulo

Sao Paulo building collapses in huge blaze

More than 20 firefighters dead' in Tehran building collapse

Sao Paulo bruninn

Sao Paulo, bygging hrunin

Teheran fyrr á árinu

Firefighters work to control the blaze. Fars agency cited Mojtaba Doroodian, head of the shirt makers' union, as saying that the fire was the result of a leak in a small gas cylinder on the 10th floor, which caused an explosion when a merchant turned on the lights in his store. Tehran Fire Department spokesman Jalal Maleki said the cause of the building fire and collapse is being investigated.

Teheran, bygging hrunin

The rubble of the Plasco building in Tehran, Iran, is seen after it collapsed following a fire on Thursday, January 19. As many as 30 firefighters are feared dead, according to Iran's semi-official Fars news agency. Official news agency IRNA cited the head of Tehran Emergency Services as saying 70 people were injured in the fire.

Þetta eru eða voru mun smærri turnbyggingar en World Trade Center turnarnir, hinn bóginn ætti stærðin "per se" ekki að skipta máli - þegar maður íhugar þá ítrekuðu fullyrðingu sem ég heyrði í fjölda skipta -- að engin turnbygging hafi brunnið og hrunið, nokkru sinni.

Auðvitað, var það ekki bara bruni í tilviki turnanna tveggja - heldur mjög harður árekstur flugvélar í hvort sinn!

Fyrri árekstur - Norður Turn, eina myndskeiðið til!

Seinni árekstur, Suður Turn, fjöldi myndkeiða til - en þetta er gott!

Málið með myndskeiðin - að þau sýna mæta vel, báðar vélarnar fljúga beint inn í bygginguna - síðan að í bæði skiptin, verður risastór sprenging er sprengir alveg í gegn.
--Enginn veit í hvert tjónið akkúrat var af þeim árekstrum.
--Vegna þess að turnarnir hrundu eftir allt saman!

Hrun Norður Turns

Hrun Suður Turns

  1. Það sem mér hefur alltaf fundist mest sannfærandi er sú staðreynd, sem sést vel ef myndböndin af hrunum turnanna í sitt hvoru lagi eru skoðuð.
  2. Að þ.e. algerlega greinilegt að í báðum tilvikum - hefst hrunið á því svæði þ.s. greinilegt að árekstur flugvélar og turns átti sér stað.
  • En það er auðvelt að þekkja það svæði á myndum af atburðinum, að árekrarnir skildu eftir sig mjög sjáanlegt tjón á turnunum - og að eldurinn var sýnilega mestur á því svæði.
  • Þið getið einnig skoðað vel myndirnar af árekstrunum sjálfum!

Þetta var auðvitað afar sorglegt - ekki einungis vegna þess tjóns er varð þann dag.
Heldur einnig vegna þess - með hvaða hætti ríkisstjórn George Bush forseta síðan, notaði atburðinn.

Hinn bóginn séu vísbendingar nægilega skýrar að atburðurinn líklega varð með þeim hætti, að flugvél flaug á turn - orsakaði tjón líklega á strúktúr byggingar á þeim punkti, sem skýri af hverju hrun hefjist í hvort sinn nokkurn veginn þ.s. árekstur varð.

Að líklega samverkandi áhrif þess tjóns, og eldhafsins - en sannað er að eldhaf veiki styrkleika stálgrinda, hafi leitt til þess hruns sem heimurinn allur varð vitnis.

--Þó að Bush forseti hafi síðan notað atburðinn, sé líklegast að hann hafi gripið tækifærið.
--Ekki vísbending þess, að Bandaríkin sjálf hafi skipulagt verknaðinn.

Bendi á að farþegaflugvélar eru ekki - orrustuvélar sem taka beyjur á punktinum.
Það er gjarnan vindasamt nærri stórum skýjakljúfum - sem þíði, að líklega sé ómögulegt að miða með nákvæmni á einhvern tiltekinn punkt - heldur einfaldlega sé miðað á bygginguna.
--Sem þíði, að það sé ómögulegt sennilegast að vita akkúrat hvar vél mundi hitta!
--Augljóslega, veiki það atriði hugmyndir um - skipulagða röð sprenginga, svo allt líti rétt út!
--Fyrir utan stærð sprenginganna sjálfra sem sjáanlega verða er hvor vél um sig rekst á, m.ö.o. hvernig gætu menn vitað að búnaður með viðkvæmum elektrónískum móttökubúnaði, gæti þolað slíkt?
--Auk þess hitinn af eldhafinu, en ég hef ekki frétt af nokkrum kísilkubbum er þola nær þúsund gráða hita, en vitað er að hitinn af eldhafinu var líklega mjög mikill - enda vélarnar fullar af flugvélaeldsneyti.

 

Niðurstaða

Það er merkilegt fyrirbæri þegar fólk tekur ástfóstri við samsæriskenningu og síðan ver kenninguna eiginlega hvað sem á dynur. Fyrir mér virðist einfalda skýringin blasa við - en klárlega hafa turnar hrunið í eldi, og við höfum að auki risastóra árekstra við flugvélar sem líklega orsökuðu umtalsvert tjón.

Auðvitað síðan er hrunið sjálft hefst, er rétt að árétta að í hvort sinn eru einhverjar hæðir fyrir ofan þann punkt - þ.s. hrunið hefst; þannig að fallþunginn ofan á hæðina fyrir neðan, er þunginn af hæðunum fyrir ofan sem falla þar ofan á í margfeldi við fallhraðann!
--Það geri óskaplegt högg! En hver hæð var mjög stór að flatarmáli, hver um sig örugglega meir en hundrað tonn - fleiri hundruð hljómar sennilegt, plúsa það með fjölda hæða og maður væri fljótt kominn langt yfir þúsund tonn, síðan margfalda þá tölu með fallhraða - til að fá fallorku.
--Ég efa að sennilegt sé að við hönnum hafi verið gert ráð fyrir slíkum styrk, en sennilega þyrftu þá öll háhýsi vera byggð eins og - pýramýdar í lögun!

Ef einhver bendi á að gert hafi verið ráð fyrir árekstrum flugvéla, þá bendi ég aftur á -- að horfa á myndskeið af hruni hvors turns um sig.
En þó menn hafi gert slíka tilraun, er það langt síðan þær byggingar voru reistar, að menn hafa ekki framkvæmt tölvumódel - örugglega var aldrei prófað hvort turnarnir þyldu slíkan árekstur.

Þannig að óhætt sé að segja, að sú tilraun að hanna inn þol gegn árekstri við flugvél - hafi þá einfaldlega ekki heppnast!
--Fyrir utan að sennilegast hafi verið miðað við slys smáflugvélar eða þyrlu á lítilli ferð.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 846732

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband