Spurning hvort Ísrael er að gera tilraun til að egna Íran til stríðs?

Eins og margir fréttu af á fimmtudag, framkvæmdi Ísrael umfangsmiklar loftárásir innan Sýrlands á svæðum þar sem Damaskus stjórnin er tæknilega við völd, þó hafandi í huga að Íran er í dag með fjölmennt herlið á sömu svæðum innan Sýrlands - að það má setja það upp sem spurningu, hvort það sé ekki raunverulega Íran sem ræður.

Skv. frásögn Ísraela sjálfra var ráðist á herstöðvar þar sem Íranar hafa aðstöðu.
Að sögn ísraelskra yfirvalda, var fjöldi herstöðva Írana lagðar í rúst.

Israel strikes Iranian targets in Syria after rocket fire

Israeli aircraft target Iranian military sites inside Syria

 

Það áhugaverða er að við höfum einungis orð ísraelskra yfirvalda fyrir því, að Íranar hafi verið fyrri til að gera árás á ísraelskt landsvæði!

Ég fullyrði að sjálfsögðu ekki að frásögn ísraelskra yfirvalda sé ósönn!

Yfirvöld í Ísrael hafa sagt að 20-eldflaugar hafa verið skotnar niður af eldflaugavarnarkerfi Ísraels! 
Þeim flaugum hafi verið skotið í átt að herstöðvum Ísraela í Gólan hæðum.

--Ég er einfaldlega með þá ábendingu, að ísraelsk yfirvöld eru ekki hlutlaus aðili.
--Þau hafa nú undanfarin ár margítrekað gert loftárásir innan Sýrlands, einkum beint að Hezbollah liðum starfandi innan Sýrlands, eða írönskum byltingavörðum innan Sýrlands.

Það má alveg varpa upp þeirri kenningu, að Ísrael eða nánar tiltekið Netanyahu, vilji fá Bandaríkin í stríð með sér. Aðgerðin sé frekar skilaboð til Trumps - en Írans.

Rétt að nefna, að um daginn birti Netanyahu ásakanir gagnvart Íran, sem reyndust margra ára gamlar - en taldar af flestum fréttaskýrendum ætlað að framkalla reiðiviðbrögð hjá Trump gagnvart Íran!

  1. Það mætti ímynda sér, að Netanyahu sé að endurtaka leikinn, að ástunda tjáskipti gagnvart Trump - með því í þetta sinn að láta það líta svo út að Ísrael sé undir árásum Írans.
  2. Tilgangurinn geti verið, að hleypa blóðrásinni hjá Trump af stað.

Bendi samt á, að langt í frá er útilokað að um raunverulega íranska eldflaugaárás hafi verið að ræða! 
Enda ekki langt síðan Ísrael gerði aðra umfangsmikla árás á aðstöðu Írans innan Sýrlands!
--Þannig að það má alveg halda því fram, að Íran hafi verið að svara fyrir sig.

Hinn bóginn, virðist mér það svo að hagsmunir Írans séu þessa stundina þeir.
Að kæla frekar niður ástandið, en að vera að - hita það upp.

Meðan að vitað er að Netanyahu hefur lengi hvatt til hernaðaraðgerða gagnvart Íran.
Hafandi það í huga, get ég alveg trúað Netanyahu til þess, að vera að ástunda hráskinnaleik.

 

Niðurstaða

Hafandi í huga að Netanyahu hefur lengi hvatt Bandaríkin til hernaðaraðgerða gagnvart Íran. Þá finnst mér alveg koma til greina að Ísrael hafi framið stórfelldar loftárásir á Sýrland.
Án nokkurra ögrana frá Íran í formi eldflaugaárásar, þannig að ísraelskar frásagnir um slíkt séu þá tilhæfulausar!

Ekki það að það sé alveg útilokað að Íran hafi verið að hefna nýlegra loftárása Ísraels á írönsk skotmörk innan Sýrlands. En hinn bóginn, virðist mér það ekki Íran í hag, að vera að efna til slíks ófriðar akkúrat núna.

En á sama tíma, eru loftárásir Ísraels framkvæmdar skömmu eftir uppsögn Donalds Trumps á kjarnorkusamningnum við Íran - sem er áhugaverð tímasetning. Hafandi í huga hve lengi Netanyahu hefur manað Bandaríkin til hernaðaraðgerða gegn Íran, virðist mér það a.m.k. ekki út í hött að Netanyahu sé í þessu tilviki - að vísvitandi egna til ófriðar.
--Væntanlega í trausti þess, að Netanyahu ef til vill metur það nú svo að hann hefði líklega Trump með sér.
--Hann getur einmitt verið að vísvitandi mana Trump út í stríð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar hvernig stendur á því að ríkið Ísrael sem verður fyrir árás og ekki einusinni og svarar í einhverri mynt er vítt fyrir það og þetta á meðan önnur ríki gera árás á önnur nágranna ríki eru hvött áfram. Ísraelar eru í vörn og hafa alltaf þurft að verja sig og kyngja því að það er alltaf bent á þá sem byrjuðu.    

Valdimar Samúelsson, 11.5.2018 kl. 17:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, ef við samþykkjum frásögn ísraleska ríkisins að slík árás hafi farið fram.
Þá skv. þeirra eigin frásögn - olli hún engu tjóni. Þ.e. allar flaugarnar skotnar niður.
--Hinn bóginn, þá höfum við einungis þeirra orð fyrir því, að þær eldflaugar sem þeir segjast hafa skotið allar niður - hafi raunverulega verið þarna á ferðinni.

Ég er sannast sagna nokkuð skeptískur yfir þeirra frásögn, þ.e. að árás hafi farið fram - eldflaugavarnakerfi þeirra hafi skotið þær allar niður með tölu.
--Það hljómar dálítið eins og - fyrirsláttur eða íkjusaga.

Sannast sagna er ég efins um sannleiksgildi þeirrar tilteknu frásagnar.

Aftur á móti fóru loftárásir Ísraela sannarlega fram - mörg vitni til um það, og auðvitað tjón á Jörðu því til sönnunar.
--Þannig að annaðhvort svaraði Ísrael árás sem engu tjóni olli, með því að drepa fullt af fólki sem líklega fæst átti nokkra sök í máli - áhugavert réttlæti það.
--Eða framkvæmdi árás án raunverulegrar ástæðu, annarrar en hugsanlega þeirrar, að vera að egna til stríðs.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.5.2018 kl. 17:57

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Einar. Ég viðurkenni að þeir svara alltaf árásum þótt þær hafa ekki gert neitt tjón en samt í flestum tilfellum voru þær gerðar til þess að reyna að drepa eða eyðileggja mannvirki svo spurning hvernig eiga þeir að haga sér. Eiga þeir að meta og vega árásir og svara eftir því. Sendi einhver kjarnorku sprengju á Ísrael og hún springur ekki.? Eiga þeir að bíða eftir næstu. Held ekki. Þetta er ekki jóke fyrir þá en þarna er 100% HERAGI.  

Ég var þarna í nokkur skipti sem áhafnarmeðlimur fyrir c. 25 árum þá var allt tekið af okkur nema nærföt engar myndavélar og lögregla sem fylgdi okkur dag og nótt. Þeir hafa stuttan kveik. kv v 

Valdimar Samúelsson, 11.5.2018 kl. 19:34

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, ef árás veldur engu tjóni - er venja að ráðast einungis að þeim stað þ.s. radar hefur greint að flaugum var skotið upp frá.

Árás Ísraela var aftur á móti afar umfangsmikil - þ.e. ráðist var á allar helstu herstöðvar Írana í Sýrlandi. 
Fyrir utan að ég er ekki endilega sannfærður að Ísraelar segi satt frá því - að það hafi farið fram slík árás.

En þeir hafa margsinnis undanfarin ár - gert loftárásir á sýrlensk landsvæði, án nokkurrar slíkrar ögrunar.
Þá hafa þeir haldið fram - að starfsemi sem hefði farið fram á þeim herstöðvum, væri ógn fyrir Ísrael.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.5.2018 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 348
  • Sl. sólarhring: 587
  • Sl. viku: 821
  • Frá upphafi: 848093

Annað

  • Innlit í dag: 339
  • Innlit sl. viku: 798
  • Gestir í dag: 332
  • IP-tölur í dag: 323

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband