Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Spurning hvor ræður meir, ríkisstjórn Íraks - eða sjálfstæðir herflokkar íslamista

Ég er að tala um íslamista hópa sem eru Shítar. En síðan ISIS gerði innrás í Írak sumarið 2014, og her Íraks sem Bandaríkin höfðu varið miklu fé til að byggja upp, og vopna - gufaði upp í nánast eiginlegri merkingu.
Þá virðist að bein völd sjálfstæðra vopnaðara hópa Shíta, hafi vaxið stórum skrefum.
Samtímis að ríkisstjórn Íraks - sé háð þeirra vernd gegn ISIS.
Í ljósi þess, að stjórnarherinn, skorti getu til að verja svæði Shíta án aðstoðar hinna sjálfstæðu herflokka.

Retuers - Power failure in Iraq as militias outgun state

"Shi'ite fighters fire a rocket during clashes with Islamic State militants on the outskirts of the town of al-Alam on March 8. REUTERS/Thaier al-Sudani"

Það er þó spurning - hver raunverulega ræður yfir þessum herflokkum

  1. "Those leaders are friendly with Abadi. But the most influential describe themselves as loyal not only to Iraq but also to Iran’s supreme leader, Ayatollah Ali Khamenei.
  2. Three big militias – Amiri’s Badr Organisation, Asaib Ahl al-Haq and Kataib Hezbollah – use the Iranian Shi’ite cleric’s image on either their posters or websites.
  3. Badr officials describe their relationship with Iran as good for Iraq’s national interests."

Eins og þarna kemur fram, þá virðast áhrifamestu sjálfstæðu herflokkarnir - vera hollir erkiklerki Írans.
Það getur bent til þess, að íranski-lýðveldisvörðurinn, hafi mjög mikil áhrif á þessa sjálfstæðu herflokka.

En það hefur vakið athygli - að nokkur fjöldi liðsmanna íraskra íslamista bardagahópa af trú Shíta, virðst ætla að taka þátt í sameiginlegri sókn Írana - Hesbollah og sýrlenska hersins gegn uppreisnarmönnum í Aleppo.
Og að sú atlaga er undir stjórn eins af herforingjum íranska-lýðveldisvarðarins, en íranski lýðveldisvörðurinn er Shíta íslamista hreyfing.

Það virðist alveg hugsanlegt, að Íran þar af leiðandi - hafi jafnvel meiri bein völd í Bagdad, en sjálf ríkisstjórn Íraks þar.

Og á sama tíma, virðist Íran einnig ráða nú meira en ríkisstjórn Assads, á svæðum í Sýrlandi sem a.m.k. nafni til, tilheyra stjórn hans.

  1. "The Fifth Iraqi Army Division now reports to the militias’ chain of command, not to the military’s, according to several U.S. and coalition military officials. The division rarely communicates with the Defence Ministry’s joint operation command, from which Abadi and senior Iraqi officers monitor the war, the officials said."
  2. "Iraqi security officers, Iraqi politicians and U.S. and Western military officers say the Interior Ministry has become another militia domain. The ministry came under the influence of Shi’ite militias previously, in 2005, and was accused of running death squads."
  3. "“We have difficulty attracting Shi’ites and Sunnis to the army …  because of the damage that has been done to the army’s reputation,” said the senior government official close to Abadi."

Það ætti ekki að vekja furðu - að orðstír hersins hafi beðið mikinn hnekki, eftir atburði sumarmánaða 2014. Þegar hreinlega heilu hersveitirnar - hentu frá sér vopnum, og lögðu á flótta.
Og ISIS virtist taka stór svæði, nánast án bardaga.
Og auk þess, komst yfir vopnageymslur íraska hersins - þaðan sem hermenn lögðu á flótta, og höfðu ekki hugsun á að sprengja í tætlur um leið og þeir flúðu.
Þar með komst ISIS yfir gríðarlegar vopnabirgðir.

Miðað við það að - vopnaðir hópar Shíta íslamista, virðast ef til vill hafa meiri völd en ríkisstjórnin - - og þeir lúta erkiklerki Írans.

Er vart undarlegt, að það höfði til ungra manna, að ganga til liðs við þá hópa - þ.s. valdið liggur.

  • "He estimates the army has only five functioning divisions – roughly 50,000 men, whose fighting readiness ranges between 60 and 65 percent."

Skv. umfjöllun Reuters ráða vopnuðu sjálfstæðu Shíta hóparnir yfir a.m.k. 100þ.
Eru sterkari en herinn.
Og sennilega að auki er mórall liðsmanna betri.

  • "Some of the best military and police – more than 80,000 men – are now based in Baghdad, Bednarek said"

Þó sagt sé í af þessum Bednarek, að þessar liðsveitir séu til að vernda borgina gegn ISIS - - þá grunar mig, að þær hafi einnig annan tilgang - - að tryggja a.m.k. völd ríkisstjórnarinnar innan höfuðborgarinnar.

Þannig að vopnaðir hópar geri ekki hvað sem þeim sínist - þar einnig.

  • "On Aug. 10, an Islamic State suicide bomber attacked a Shi’ite wedding party in the eastern city of Baquba, killing 58. Shi’ite militia fighters responded by killing local Sunnis and dumping 25 or more bodies in the city’s river, according to local officials. The massacre went unreported in local media."

Og þetta vart dregur úr ótta - Súnní Araba sem eru fjölmennur minnihluti í Írak, við hina vopnuðu Shíta hópa.
Og þeir muna einnig örugglega eftir því hvað gerðist eftir innrás Bush forseta í Írak er steypti Súnní Araba minnihluta stjórn Saddams Hussain.
Þegar vopnaðir Shítar risu upp og hófu hrann morð á Súnnítum er taldir höfðu hafa tengst Bath flokknum með einhverjum hætti - - blóðhemd að sjálfsögðu

Árinn 2004-2006 var borgarastríð milli Súnníta og Shíta í Írak.

  • Áhrif vopnaðra hópa Shíta Íslamista í Írak.
  • Geta því vel hugsanlega verið næg ógn í huga margra meðal Súnní minnihlutans.
  • Til þess að þeir - - styðji ISIS fremur.

En snögg framrás ISIS sumarið 2014 - virtist einnig benda til þess, að ISIS hafi fengið einhverja umtalsverða samvinnu frá Súnní Araba minnihlutanum.

 

Niðurstaða

Mikil völd sjálfstæðra vopnaðara Shíta Íslamista í Írak. Sennilega undirstrikar líkurnar á klofningi landsins. En vegna hrann morða er urðu á Súnnítum milli 2004-2006, væntanlega blóðhemd gagnvart stuðningsmönnum Saddams Hussain - en mjög margir Shítar voru drepnir á sínum tíma í kjölfar uppreisnar gegn Saddam Hussain meðal Shíta er kramin var með miklu blóðbaði.
Þá virðist sennilegt að mikill ótti ríki meðal Súnní Araba minnihluta Íraks gagnvart hinum vopnuðu hópum Shíta.

Mér finnst a.m.k. fremur hugsanlegt, að margir meðal Súnní Araba minnihluta íbúa Íraks, þar af leiðandi - - halli sér fremur að ISIS.

Að einhverju leiti endurspegli það ástand í Sýrlandi - þ.s. gríðarleg grimmdarverk Assad stjórnarinnar, þ.e. sem sennilega hefur drepið bróðurpart rúmlega 300þ. fallinna í borgaraátökunum, og ber sennilega mesta ábyrð á tjóni á íbúðabyggð sem virðist hafa gert 12 milljón manns, húsnæðislausa.
Að þau grimmdarverk sennilega hafi skapað nægilegt hatur í bland við örvæntingu, til þess að umtalsverður fjöldi Súnní Araba meirihluta íbúa Sýrlands - einnig geti verið að halla sér fremur að ISIS, ef hinn valkosturinn sé ríkisstjórn landsins.
____________

Í báðum löndum er útlit fyrir að Íran, ráði mjög miklu - jafnvel meir en ríkisstjórnir Íraks og Sýrlands.

Mér virðist líklegt - að ISIS í báðum löndum græði á ótta og innbyrðis hatri íbúa.


Kv.


Ríkisstjórnarflokkarnir fá í hendurnar tækifæri til að losna við fortíðardrauga, með óvæntu útspili kröfuhafa Glitnis sáluga

Ég held það sé alveg augljóst það tækifæri sem stjórnarflokkarnir fá - ef svo fer að ríkisstjórnin eignast Íslandsbanka, sem hluta af samkomulagi við hóp kröfuhafa Glitnis.
En eins og fjármálaráðherra segir, þá vill hann selja hluta ríkisins í Landsbanka, og hann segir að ef ríkinu áskotnast Íslandsbanki - ætti ríkið ekki að eiga hann lengi.

  1. Netið er nú fullt af söguburði þess efnis, að nú verði nýr helmingaskiptasamningur, eins og í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar.
  2. Þannig að aðilar tengdir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, fái að kaupa hvorn banka - á einhverjum afar hagstæðum kjörum --> Hluti af því umtali, sem segir flokkana ekkert hafa lært af aðdraganda hrunsins.
 
 

http://www.dv.is/media/cache/34/4d/344d406bd6d71eb3b15b2d72b36f232d.jpg

Ég held að augljósa svarið sé - að þetta sé tækifæri fyrir formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, einmitt að sýna aðra og mun betri ráðdeild

Það má segja, að ef sala bankanna fer fram með aðferð - sem almennt verði talin lítt eða ekki spillt, eignar-aðild verði raunverulega umtalsververt dreifð, útkoman valdi litlum deilum í kjölfarið.
Þá muni formennirnir tveir, geta með því - bætt verulega ímynd sinna flokka og sjálfra sín í leiðinni.

En ef aftur á móti, salan fer fram með þeim hætti, að almanna rómur verði sammála nokkurn veginn um það, að verið sé að endurtaka - gamlar syndir.
Mundi það geta haft þau áhrif, að festa með kyrfilegum hætti í sessi - afar neikvæða ímynd Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, meðal margra kjósenda og auðvitað færa ímynd formannanna tveggja til mun verri vegar í augum kjósenda.

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar.
--- Að athafnir, ekki orð, segi til um hver þú ert.

Eins og sagt er - orð eru ódýr.

  1. Ég mundi að sjálfsögðu leggja áherslu á að sala hluta í bönkunum tveim, fari fram með nægilegri þolinmæði.
  2. Ekkert snöggt óðagot t.d., að selja fyrir kosningar - ef sala hluta gengur hægt.
  3. Ef það fer þannig, að salan gengur hægar fyrir sig en vonast er til, þá gefa því lengri tíma. Láta málið þá klárast á næsta kjörtímabili.
  4. Ekki endurtaka hugmyndina - sem spratt upp síðast; þegar spratt fram hugmyndin um svokallaða "kjölfestufjárfesta."
  • Ég velti fyrir mér - hve margir muna eftir því orði "kjölfestufjárfestir."

Þetta var frasinn, sem dúkkaði upp - þegar menn urðu óþolinmóðir, er hægt virtist ganga salan sem átti að tryggja dreifða eignar-aðild.
Og varð að rökum fyrir því - að hverfa frá markaðri stefnu.
Eins og frægt var þá, er stefnubreytingin varð ljós - sagði formaður einkavæðingarnefndar af sér.

  • Það getur vel verið, að ef það á að virka að dreifa eignar-aðildinni rækilega.
    Þá þurfi jafnvel að dreifa sölunni yfir nokkur ár, þannig að einungis náist t.d. að selja 20% hlut á því sem eftir er af kjörtímabilinu.

Það auðvitað kemur í ljós.
En ég get alveg unnt lífeyrissjóðunum að eiga 10-15% í hvorum banka t.d.
Síðan verði leitast við að selja t.d. 30% sala dreifð yfir nokkur ár - einungis selt lítið magn hluta til hvers og eins sem kaupir.
Ríkið gæti síðan átt áfram - minnihluta í báðum, t.d. 20%.

Það má hugsa að auki að 30-40% verði boðin til kaupenda er vilja stærri hlut, en sett t.d. þak við 5% per hluthafa.

 

Niðurstaða

Ef ríkisstjórnin fær tækifæri til að standa fyrir einkavæðingu tveggja banka, þá eins og ég sagði - væri það sennilega gott tækifæri fyrir ríkisstjórnina að afsanna ákveðin neikvæðan almanna róm sem hefur loðað við ríkisstjórnarflokkana seinni ár.

Vel framkvæmd sala með eignaraðild er væri raunverulega nægilega dreifð.
Gæti haft mjög sterk jákvæð áhrif á ímynd stjórnarflokkanna, og einnig mjög bætt ímynd formanna þeirra.

Þannig sé sannarlega um tækifæri fyrir formennina 2-að sanna fyrir þjóðinni, hverjir þeir eru í verki.

 

Kv.


Verður umtalsverður nýr flóttamannastraumur frá Sýrlandi vegna átakanna um Aleppo?

Þetta vissi ég ekki, en þegar ég hugsa út í það, þá ætti þetta ekki að koma á óvart. En Íranar hafa beitt Hesbollah liðum í Sýrlandi frá 2013, eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið. Á hinn bóginn hafa bæði þeir - og stjórnarliðar; orðið fyrir miklu mannfalli síðan í hörðum átökum.

Iran backs battle for Syria's Aleppo with proxies, ground troops

  • Íranski hershöfðinginn sem stjórnar atlögunni að Aleppo, sé því ekki einungis með umtalsverðan fjölda íranskra -varðliða- heldur einnig Íraka úr bardagahópum er tengjast trúarfylkingum Shíta í Írak.
  • Hafið í huga, menn gjarnan tala um -íslamista- og þá er algengt að það orð sé einungis notað yfir -íslamista- sem eru Súnní. En Hamas -eru íslamistar- þó þeir séu Shia en ekki Súnný, og það virðast þessir írösku bardagahópar vera, sem séu að mæta til leiks við Aleppo.
  • Hafið í huga, að íranskir varðliðar - eru að auki einnig trúartengdur hópur þ.e. Shía Íslamistar.
  1. Það sem mér finnst við þetta --> Er þessi sterki trúartónn sem er af þessari orrustu.
  2. En þarna eru, Shía íslamistar að berjast við <--> Súnní íslamista.
  • Ef þ.e. ekki eitraður kokteill, veit ég ekki hvað væri slíkur.

Þarna virðist mér blasa við.
Hættan af stigmögnun trúarstríðs.

Getur orrustan um Aleppo - leitt til þjóðernis-hreinsana?

Veltið fyrir ykkur - hvað gerist, ef Shita Íslamistar hefja innreið í Aleppo, sem er miklum meirihluta byggð - Súnní aröbum?
Fyrir stríð bjuggu þarna 3-millj. íbúa. En í dag er mannfjöldi óþekktur.

Augljóst er ástæða að óttast - fjölda flótta.
Menn óttist að hin trúarfylkingin - hefji hrannmorð.
En þannig lagað - gerðist t.d. í Írak á milli 2004-2006.

Það skiptir ekki endilega máli, hvort ótti íbúa væri réttmætur.
Heldur skipti megin máli, hverju er almennt trúað.

Stríðið hefur eðlilega - magnað upp hatur hópanna.
Og því, til mikilla muna, gagnkvæma tortryggni.

Fighting near Syria&#39;s Aleppo displaces 35,000: U.N.

2-smábæir í útjaðri Aleppo virðast hafa verið algerlega yfirgefnir af íbúum.
Þetta er skv. upplýsingum SÞ.

Þessir smábæir eru í víglínunni - og þ.e. út af fyrir sig næg ástæða fyrir íbúa að fara.
En það samt sem áður undirstrikar þennan beig hjá mér, að þessi flótti - sé ef til vill upphafið að mun umfangsmeiri fjöldaflótta.

 

Niðurstaða

Ég vissi ekki fyrr að árásin á Aleppo sé algerlega undir stjórn Írana. Meðan að Rússar viðhafa loft árásir á uppreisnarmenn - sem eru Súnní Arabar.
En það að megin atlagan sé framkvæmd að mjög stórum hluta, af trúarhópum Shíta.
Undirstrikar í mínum huga 2-hættur:

  1. Hættuna á fjölda flótta íbúa sem eru Súnní Arabar, meginhluti íbúa Aleppo.
  2. Og hitt, að þ.s. sennilega verði víða um Arabaheiminn túlkað sem -Shíta árás- á Súnní arabíska borgara; verði vatn á myllu - frekari trúaræsinga um Mið-Austurlönd.

Sem leiði þá til þess, að straumur Súnní arabískra jihadista muni snaraukast til Sýrlands, á móti þessu augljósa nýja aðstreymi - - hermanna á vegum trúarhópa Shíta.

 

Kv.


Ástandið í Venesúela virðist einna helst minna á óðaverðbólguna í Þýskalandi á 3. áratugnum

Mér sýnist að ástæða óðaverðbólgu í Venesúela sé líklega: A)Skuldasöfnun, en Venesúela skuldar Kína í dag í kringum 60 milljarða dollara. Þetta er enginn smápeningur, og þetta hefur ríkisstjórnin gert án þess að spyrja þingið. Gert þetta án þess að þing landsins fjallaði um þær lántökur. Þó er ljóst ef maður íhugar málið, að þessi skuldsetning er stór hluti ástæðu þess að í Venesúela er hratt versnandi ástand. B)Hinn hluti ástæðunnar er auðvitað - hratt lækkandi olíuverð.

Þýskaland skuldaði einnig miklar upphæðir - í formi stríðs skaðabóta er lagðar höfðu verið á landið, á 3. áratugnum var þýska ríkið ítrekað í erfiðleikum með að inna þær greiðslur fram í tíma - A)Greiðslur vegna stríðs skaðabóta voru alltof hátt hlutfall af landsframleiðslu á þeim árum, B)Vegna tafa á greiðslum, höfðu Frakkar hernumið Ruhr hérað.

  • Því má einhverju leiti líkja við það áfall er Venezúela hefur orðið fyrir vegna olíuverðslækkunar.

En Ruhr aðal iðnhérað Þýskalands, og þá minnka rökrétt skatttekjur stjórnvalda verulega. Við erum að sjá svipað ástand í Úkraínu - þ.s. stór svæði eru hernumin og stjv. hafa ekki lengur tekjur af mikilvægum iðnhéröðum í A-Úkraínu --> Afleiðing rökrétt, stórfellt tekjufall ríkisins - Þar með versnandi greiðsluvandi.

  1. Þýska ríkisstjórnin, greip til þess ráðs að prenta peninga, enda þurfti áfram að borga hernum - lögreglunni og auðvitað ríkisstarfsmönnum, halda uppi grunnþjónustu.
  2. Höfum í huga, að þetta ástand þ.e. óðaverðbólgan lagaðist um leið, og erlend ríki, féllust á að lækka verulega árlega greiðslubyrði. Þá hætti óðaverðbólgan mjög fljótlega.
  • Sem aftur er sambærilegt við það að Úkraína, er að leita hófana eftir lækkun skulda, og hagstæðari kjörum.

Ef maður hefur þessi dæmi í huga, virðist blasa við að Venesúela líklega þarf á nk. ári, að leita hófanna eftir - - endurskipilagningu sinna skulda.
Þá auðvitað þarf að tala við Kína.

Why China is lending $5 billion to struggling Venezuela

Few in Venezuela Want Bolívars, but No One Can Spare a Dime

 

Lántökur stjórnvalda Venesúela gagnvart Kína eru mjög undarlegar

En formlega er það ríkisolíufyrirtækið sem slær þau lán.
Greiðslur fara fram í formi - olíu. Ekki með peningagreiðslum með beinum hætti.

Þetta var hvers vegna ríkisstjórnin hefur í gegnum árin, hundsað þingið þegar ákvarðanir um slíkar lántökur hafa verið teknar - skv. þeim rökum, að vegna þess að ekki sé greitt með peningum - komi slík lántaka ekki til kasta þingsins - svo sé ríkið ekki með beinum hætti að ákveða að slá þau lán, þó það eigi ríkisolíufyrirtækið.

  1. Vandinn er sá auðvitað - að þá að vegna þess að olía er 90% af gjaldeyristekjum, þá með því að safna skuldum með þessum hætti, þá er í reynd verið að draga úr þeim gjaldeyristekjum sem til aflögu eru - fyrir innflutning.
  2. Þetta er unnt að leiðrétta með lækkun opinbers gengis, þ.e. skuldasöfnun sé mætt með kjaralækkun, svo að - - viðskiptahalli skapist ekki/eða í staðinn - vöruskortur.

Það áhugaverða er - að stjórnin hefur valið, vöruskort.
En vart er unnt að kalla það annað en - vísvitandi val, nema menn skilji ekki grunn hagfræði.

  • En ríkið virðist banna verslunum að hækka verð.
    Þau hljóta þá að skammta til þeirra gjaldeyri á opinberu gengi.
  • Svo bætist auðvitað við - hin mikla lækkun olíuverðs, um meir en helming sl. 18 mánuði.
  • Sem sverfur enn að því hvað er til mikill peningur fyrir innflutningi.

Opinbert gengi er enn 6,3 "Bolivares" á móti Dollar.
En svarta markaðs gengi nær 700 "Bolivares" á móti Dollar.
Eða gengishrap, skv. lauslegum reikningi, upp á 99,9%.

Sem þíðir auðvitað - skelfilegt kjarahrun.

Ríkisstjórnin virðist lifa í eigin heimi - allt öðrum að kenna. En það var enginn sem neyddi stjórnina til að taka á sig 60 milljarða Dollara skuldir. Olíuverðs lækkun er sannarlega óheppni - en ástandið vegna þess væri ekki nærri þetta alvarlegt ef ekki væri fyrir skuldsetninguna. Og í hvað fóru þessir peningar - - um það virðast fá svör.

Með því að halda opinberu gengi föstu ásamt verðstöðvun, er ríkisstjórnin í reynd vísvitandi að ákveða að hafa alvarlegan vöruskort - og gríðarlega útbreitt svarta markaðs brask

Hvort tveggja er gersamlega fyrirsjáanleg afleiðing þess:
A)Að halda opinbera genginu föstu og viðhafa opinbera stjórn á verðhækkunum.
B)Þegar sífellt minna er af gjaldeyri aflögu til að greiða fyrir innflutning.

Fólk græðir meir á að standa í röðum, og selja síðan vörur sem úthlutað er skv. opinberu gengi, heldur en að stunda a.m.k. sumar tegundir af hefðbundinni vinnu

  1. "“I said to myself, ‘I can make more doing this,’ and I quit my job at the hair salon,” said Geraldine Cassiani, who left her job as a manicurist in February to sell goods on the black market. She said she now earned four to five times what she had before."
  2. "On a recent trip to the supermarket, she used contacts in the store to skip the line outside and bought four packages of disposable diapers, even though shoppers were supposed to be limited to two each. She already had a “client” lined up to buy the diapers for almost three times what Ms. Cassiani had paid: a nurse who could not take time off from work to stand in line to buy them."

M.ö.o. - fólk sem á einhverja peninga, virðist farið að greiða öðrum fyrir að standa fyrir sig í röðum.
Fátækt fólk, sé farið að standa fyrir aðra í löngum röðum eftir úthlutaðri vöru, sem það selur síðan annað hvort á svörtu eða til kaupenda sem viðkomandi hefur þegar samið við.

 

Svo er furðulegur skortur á lausafé - sem virðist stafa af því að ríkið hefur einungis aukið magn seðla 2-falt, en gengið hefur hrunið um  yfir 90% sem þíðir, að vörur hafa margfaldast í verði, það er vörur sem raunverulega fást - - á svörtu.
Sem þíðir einnig að þörf fyrir seðla hefur margfaldast í mun hærra margfeldi en - sinnum 2, vegna þess að ríkisstjórnin - er enn að prenta sömu seðlana og áður en gengið lækkaði 99,9%, ekki bætt við núllum - sem þíðir að þarf stóra hrúgu af seðlum ef e-h á að kaupa.
Bankar eru farnir að skammta peninga, þ.e. eins og í Grikklandi sl. sumar fær hver og einn einungis takmarkaða upphæð úthlutað af sínum bankareikningi, þó fræðilega eigi sá mun meira, og einnig er skortur á seðlum í hraðbönkum.

  1. "The other day, Jaime Bello, an airline mechanic, visited his bank, the government-run Banco del Tesoro, only to find that its three cash machines were out of money."
  2. "He recalled an earlier visit when he went to withdraw 2,000 bolívars and stood listening to the whirring sound as the machine counted out the bills. To his astonishment, it spit out a great stack of 5-bolívar notes, each worth less than an American penny."
  • "“You want to understand why there’s a lot of money and there’s no money?” Ruth de Krivoy, a former Central Bank president, asked with a rueful laugh. She said the main problem was that the government had failed to respond to rapidly rising prices by issuing larger-denomination bills, such as a 1,000- or 10,000-bolívar note. So people need many more bills to buy the same goods they bought a year ago."

Þörf fyrir seðla er líklega þetta mikil - vegna aukinna svarta markaðs viðskipta.
Sem rökrétt eru - reiðufjárviðskipti.

  • Ég reikna með því að mikið innherja brask sé til staðar, aðilar er aðgang hafa að gjaldeyri skv. opinberu gengi, en selja varning á svörtu. En einhvern veginn skapast þetta framboð af varningi á svörtu. Slík viðskipti séu sennilega mjög gróðavænleg fyrir flokks innherja.
  • Spurning hvort þetta skýri að einhverju leiti, algert aðgerðaleysi Maduro. Hann hafi enga stjórn á eigin innherjum - sem græða meir eftir því sem furðu ástandið vindur upp á sig.
  • Það væri auðvitað, að græða, þegar Róm er að brenna. Að ná inn peningum, áður en flokkurinn tapar völdum.

 

Raunverulegum furðusögum fer fjölgandi, ég man eftir að hafa lesið þýskan brandara um það - að þegar viðskiptavinur skildi eftir körfu fulla af peningum fyrir utan verslun, þá var karfan horfin en ekki peningahrúgan er sá kom út aftur.

  1. "When robbers carjacked Pedro Venero, an engineer, he expected they would drive him to his bank to cash his check for a hefty sum in bolívars — the sort of thing that crime-weary Venezuelans have long since gotten used to."
  2. "But the ruffians, armed with rifles and a hand grenade, were sure he would have a stash of dollars at home and wanted nothing to do with the bolívars in his bank account.“They told me straight up, ‘Don’t worry about that,’ ” Mr. Venero said. “ ‘Forget about it.’ ”"

 

Svo er ríkisstjórnin farin að - - verja dýrmætum gjaldeyri í það, að -niðurgreiða varning til ríkissstarfsmanna og meðlima stjórnarflokksins; rétt fyrir kosningar í desember:

With crucial legislative elections scheduled in December, the government has begun to make refrigerators, air-conditioners and household electronics available to government workers and the party faithful at rock-bottom prices. One government worker said he had bought a Chinese-made 48-inch plasma television for 11,000 bolívars, or just $15.71 at the black-market exchange rate.

Sem er ekkert annað en - spilling.
En þær niðurgreiðslur - til sérvaldra.
Að sjálfsögðu - auka enn meir á hinn almenna vöruskort.
Þ.s. þær niðurgreiðslur eru klárlega töluvert dýrar í gjaldeyri, og þar með minnkar þær enn frekar hvað er til skiptanna - - til almennings.

 

Niðurstaða

Skv. AGS er lauslega áætlað að verðbólga í Venesúela sé 159% í ár. Ríkisstjórnin hefur þó ekki birt nein gögn opinberlega um stöðu efnahagsmála eða um það hver verðbólgan er - - í a.m.k. hálft ár.
Við Íslendingar upplifðum að sumu leiti sambærilegt ástand á hafta árunum milli 1947-1959. Þegar innflutnings skömmtun var til staðar. Og fólk þurfti að fá innflutningsleyfi. Og vörur voru skammtaðar - þær sem voru innfluttar.
Við vorum a.m.k. ekki samtímis með - óðaverðbólgu.

Kínversku lánin virðast ekki hafa farið til neinnar - efnahags uppbyggingar.
Né til vegagerðar, eða hafna framkvæmda, eða nokkurs þess háttar.

Það má vera að þeir peningar hafi verið að fjármagna dýr loforð - t.d. byggja húsnæði fyrir fátæka, úthlutað húsnæði. Sem er fallega gert, en kostar umtalsverðan gjaldeyri.

En í staðinn- -stöðugt íþyngir skuldsetning sem ekki eykur framtíðar tekjur landsins - framtíðar lífskjörum; og ef gengið er ekki lækkað á móti - til að minnka innflutning - samtímis verslunum bannað að hækka vöruverð -> er vaxandi vöruskortur rökrétt afleiðing.

Svo kemur áfallið með olíuverðs lækkunina, en samt er gengi "Bolivares" ekki lækkað skv. opinberri skráningu, enn viðhafa stjórnvöld takmarkanir á heimildir verslana til vöruverðs hækkana - sem rökrétt aftur eykur vöruskort.

Þannig er ekkert að gerast sem ekki er rökrétt afleiðing ákvarðana stjórnvalda.


Kv.


Bandaríkin í vanda í Afganistan - en ljóst virðist að án bandarísks hers munu Talibanar aftur stjórna landinu

Eins og kemur fram á áhugaverðu korti, þá hefur Talibönum vaxið mjög ásmegin, eftir því sem Bandaríkin og NATO hafa dregið úr herstyrk sínum í landinu.
Skv. skilgreiningu þess aðila sem bjó þetta kort til - þá stjórna Talibanar alfarið rauðu svæðunum.
En á ljósari svæðunum, þá ráða þeir lands-byggðinni utan borga, en stjórnin ræður borgum og helstu bægjum. Það þíði, að á þeim svæðum, þá skattleggi Talibanar íbúa dreifbýlisins, og þeir fari sínu fram innan dreifbýlisins.

14 Years After U.S. Invasion, the Taliban Are Back in Control of Large Parts of Afghanistan

Eins og hefur komið fram í fréttum, hefur Obama hætt við að kalla bandarískar hersveitir heim frá Afganistan

In Reversal, Obama Says U.S. Soldiers Will Stay in Afghanistan to 2017

Experts Praise Afghanistan Troop Reversal

"President Ghani&#39;s office put out a statement saying,"The Government of the Islamic Republic of Afghanistan, on behalf of the people of the country, welcomes President Obama&#39;s decision on continuation of cooperation of that country with the people of Afghanistan."

"The decision to maintain the current level of the United States&#39; forces in Afghanistan once again shows renewal of the partnership and strengthening of relations of the United States with Afghanistan on the basis of common interests and risks.""

Það sjálfsagt ætti ekki að koma á óvart að - núverand forseti Afganistan sé ánægður með það að sennilega ca. núverandi liðsstyrkur Bandaríkjanna þar eða um 9.800 haldi áfram að vera til staðar.

  1. Sjálfsagt hefur fall borgarinnar Kunduz nýlega - sem stjórnin náði reyndar aftur, kippt við mönnum. En það sýndi að Talibanar eru aftur orðnir nægilega sterkir - til þess að geta yfirbugað varnarlið einstakra borga.
  2. Svo má vera að menn muni eftir -óvæntu hruni íraska hersins í N-Írak 2014- en sá var einnig eins og núverandi her Afganistan er, bandarískt þjálfaður. Núverandi her hefur ca. 350þ. liðsmenn. Og einnig bandar. vopn. En samt hrundi sá íraski eins og spilaborg allt í einu, mjög snögglega og ISIS tók stór svæði í N-Írak.

Þetta er vandamál með heri í löndum - sem eru gríðarlega klofin.
En ef herinn er skipaður í hlutfalli við skiptingu íbúa - þá er hann einnig klofinn.

T.d. varð her Lýbanon gersamlega gagnslaus í borgarastríðinu þar, vegna innri klofnings.

  1. Mig grunar að það sama hafi gerst í Sýrlandi 2011, þegar uppreisn hófst þar fyrst í formi fjölmennra götumótmæla.
  2. En Sýrland er klofið land - íbúarnir klofnir í mjög afmarkaða hópa, og þar með herinn einnig. Það þíddi, að þegar klofningur meðal íbúa reis upp á yfirborðið, þá gat sá sami klofningur einnig borist inn í herinn.
  3. Þetta grunar mig að - Assad hafi vanmetið. Þegar hann sendi lögregluna á götumótmælin, og herlögregla lét byssukúlum rygna, hundruð jafnvel meir en þúsund létust. Þá reikna ég með því að reiði-bylgja hafi gengið í gegnum samfélagið. Og herinn er hluti af samfélaginu - -> Síðan reis hluti hersins upp sem hinn svokallaði "Frjálsi sýrl. her."

______________
Hættan virðist augljós - að her sem samanstendur af hlutfalli íbúa.
Í landi þ.s. íbúar skipast í svo afmarkaða þjóðernis- og trúarhópa eins og í Afganistan.
Að herinn - - geti klofnað eftir þeim hópa línum, ef á herinn reyni fyrir alvöru.

Þannig að hann hrynji eins og spilaborg.
Aftur rísi það sama ástand og var fyrir, að vopnaðar hersveitir einstakra þjóðernis og trúarhópa ráði sínum svæðum - en Talibönum takist að sigra hvern fyrir sig, síðan og ráða aftur landinu nær öllu.

Kort frá 2008 sýnir hvar oftast var barist það ár

Niðurstaða

Bandaríkjamenn virðast raunverulega vera fastir í Afganistan. Á hinn bóginn má vera að innan við 10þ. liðsmenn Bandar.hers sé einfaldlega ekki nægur liðsstyrkur. Til þess að forða því að Talibanar líklega að nýju nái yfirráðum yfir landinu nær öllu.

Það er áhugavert að Talibanar skuli nú ráða svæðum í N-hluta landsins. En hingað til hafa þeir verið langsamlega fyrirferðamestir í S-hluta þess, þ.s. býr Pushtun fólk mjög íhaldsamt, meðal þeirra hafa Talibanar haft lengi frekar öruggt skjól.
Meðan að íbúar N-hlutans hafa mun síður verið hallir undir Talibana, en þar býr annað fólk.

Þetta sést vel á kortinu frá 2008 er sýnir hvar einna helst var þá barist.

Kortið sem sýnir hvar Talibanar eru að beita sér víða í dag - sýnir að þeir beita sér í öllu landinu, meira eða minna. Og gætu hugsanlega náð því öllu á skömmum tíma. Ef Bandaríkin fara alfarið.

Þetta sé því að vera að nokkurs konar - varanlegu stríði.

 

Kv.


Gæti verið bandalag milli ISIS og Pútíns?

Það er nefnilega merkilegt að hugsa til þess, hve mikil raunveruleg samvinna hefur verið milli ríkisstjórnar Sýrlands - og ISIS alla tíð síðan ISIS kemur fram 2013. En ISIS virðist snemma hafa náð á sitt vald olíulyndum í eyðimörkinni í A-hluta Sýrlands.

Það hefur að auki vakið athygli - - hve afar tiltölulega sjaldan, ISIS og stjórnarhermenn, takast á - það gerist. En miklu mun oftar, þá ræðst ISIS að uppreisnarmönnum.
Langsamlega megnið af svæðum ISIS - hafa þeir náð af uppreisnarmönnum.

Síðan ISIS tók olíu- og gaslyndirnar hefur stjórnin í Sýrlandi enga tilraun gert til þess, að eyðileggja þær gaslyndir sem ISIS hefur á sínu valdi - og stjórnvöld kaupa gas af ISIS sem notað er til rafmagnsframleiðslu. En einnig olíu og bensín.

  1. Það er sannarlega rétt, að stjórnin notar gasið - olíuna og bensínið.
  2. En vert er að muna, að bæði Rússland og Íran, sem styðja Sýrlandsstj. - eru olíuríki. Svo maður mundi ætla, að þau geti reddað Assad gasi og olíu.
  3. Svo ef það væri virkilega rétt, að ISIS sé meginhættan á svæðinu - þá hefði maður ætlað að ríkisstjórn Sýrlands, hefði látið sig hafa það fyrir löngu, að sprengja upp gaslyndirnar og olíubrunnana, svo þeir yrðu ISIS ekki lengur tekjulynd.
  4. Og maður mundi ætla, að fyrst að Pútín segist vera að berjast einkum við ISIS, eða talar fjálglega um það að hann sé að stofna bandalag gegn ISIS - - > Að hann væri búinn að senda einhverja af sprengjuvélum sínum sem hann notar nú til að "bombardera" uppreisnarmenn, til að sprengja upp olíu- og gasvinnslu ISIS.
  5. En Pútín hefur ekki enn varpað einni sprengju á þessar stöðvar - - þannig að enn er ISIS að fá peninga frá Assad.

Síðan Rússar koma á vettvang, þá virðist hegðan þeirra svipuð og hegðan stjórnarinnar, þ.e. að Rússar ráðast á uppreisnarmenn - - ekki ISIS. Og eins og ég benti á, þeir hafa ekki sprengt upp - megin tekjulind ISIS sem viðheldur styrk ISIS í landinu.

Það virðist því í gangi einhver undarleg forgangsröðun.
Ef megintilgangur Putíns og Assads er að berjast við ISIS.

Á þessari stundu í Sýrlandi, er í gangi ný atburðarás sem einnig vekur spurningar, þegar maður íhugar hugsanleg samskipti við ISIS

  1. Borgin Aleppo hefur hálfu leiti verið á valdi svokallaðs "Frjáls sýrlensks hers" síðan 2011, þ.s. FSH hefur haldið velli í 4 ár.
  2. Það hafa borist fregnir af því, að verið sé að safna liði - einhver þúsund íranskra hermanna, og einhver þúsund sýrlenskra hermanna, til að ráðast að Aleppo.
  3. En á sama tíma, er ISIS með sókn meðfram landamærum Sýrlands við Tyrkland. Það sem er merkilegt við þá sókn - er að hún ógnar helstu flutningaleiðum uppreisnarmanna í Aleppo, til Tyrklands. Það er því hætta á að ISIS - - loki á helstu leið uppreisnarmanna þar, til að afla sér vopna og skotfæra.

Það þarf varla að taka fram - að ef ISIS nær að taka þau krítísku svæði á landamærunum, sem barist er um - - > Að þá verður bardaginn um Aleppo, miklu mun styttri en annars.

Sérstaklega þessi atburðarás - vekur fyrir mér spurningar.
Af hverju virðist sem að - ISIS sé að aðstoða við árás Írana + sýrl. hersins og Rússa á Aleppo?

  1. Þ.e. þekkt að í kjarna ISIS, er hópur foringja úr her og leyniþjónustu Saddams Hussain.
  2. Höfum í huga, að Bath flokkurinn sem réð völdum í Írak - - á systur flokk í Sýrlandi, þ.e. stjórnarflokk Sýrlands.
  • Mér virðist a.m.k. hugsanlegt, að leyniþjónusta Sýrlands, hafi viðhaldið tengslum við þá fyrrum meðlimi Bath flokks Saddam Hussain, sem eru í innri valdakjarna ISIS.
  • M.ö.o. er þar af leiðandi ekki óhugsandi, að rússn. leyniþjónustan - hafi sambærileg óopinber samskipti.

-------------
En punkturinn í þessu er auðvitað sá - að þó svo geti verið að ISIS sé einfaldlega að nota tækifærið til að vinna lönd í Sýrlandi.
Þegar uppreisnarmenn eru undir þrýstingi frá Rússum, Írönum og stjórninni í Damascus.

  1. Þá mundi sú hegðan sem maður verður vitni að.
  2. Ekki líta neitt öðruvísi út, ef þ.e. til staðar mun formlegri samvinna milli Rússa - Assads og ISIS.

En ef það er til staðar samkomulag.
Mundi það náttúrulega skýra, af hverju Assad virðist hafa verið tilbúinn í 2 ár að lifa við það, að borga ISIS fyrir olíu og gas.
Og að auki, skýra það að Rússar virðast ekki enn hafa gert nokkra tilraun til þess, að loka á þá peningalynd sem olíu- og gasvinnslan sem ISIS ræður yfir sannarlega er.

Og ekki síst, skýra af hverju Assad - ISIS og Rússar; almennt séð eiga ekki í átökum.

 

Niðurstaða

Máli er að vegna þess að fyrrum meðlimir ríkisstjórnar Saddams Hussain, að miklu leiti hafa skipulagt þá hreyfingu er nefnist ISIS. Þá hefur hún frá upphafi - - alltaf verið miklu mun betur skipulögð en aðrar róttækar hreyfingar sem maður hefur heyrt um.

Síðan virðist hún viðhafa -lögregluríkis fyrirkomulag- á þeim svæðum sem ISIS ræður yfir.
Stjórnarfyrirkomulag ISIS virðist - ca. það sama og þ.s. til staðar var í Írak, er Saddam Hussain var við völd.

Þannig að eftir allt saman, þá er ISIS ekki endilega svo ólík stjórninni í Damaskus.

Þ.e. rétt að ISIS er mjög "brutal" en því gleyma margir að það var Saddam Hussain einnig, á valdaferli hans létu sennilega nærri 1,5 milljón manns lífið. Hann drap kringum 300þ. shíta er þeir gerðu eitt skiptið uppreisn. Og hann ætlaði að drepa mjög mikið af kúrdum, ef einhver man eftir frægri -gas árás á Kúrda- líklega hrekja þá mikið til úr landi eða drepa.

  • Hans afsökun fyrir fjöldamorðum - var aldrei trúarlegs eðlis.
  • En ISIS virðist einfaldlega vera ca. svipað "brutal" og hans stjórn var.

Og Assadarnir bjuggu hlið við hlið við Írak er Saddam Hussain var við völd í 20 ár eða rúmlega það, og ríkin 2-voru ekki óvinveitt á þeim árum.

  1. Þannig hafandi í huga, að í valdakjarna ISIS eru margir fyrrum meðlimir stjórnar Saddams Hussain.
  2. Þá megi vera að þeir hafi sjálfir mjög fljótlega, haft samband við Damascus. Og hughreyst Assad um það, að þeir mundu fókusa á uppreisnarmenn - - ekki stjórnvöld.

Það geti einfaldlega verið.
Að Assad líti á ISIS sem aðila sem hann geti unnið með.
Og kannski á það sama við um Pútín.

Þó það mundi aldrei vera opinberlega viðurkennt - a.m.k. ekki í bráð.

 

Kv.


ISIS hefur miklar tekjur af olíusölu innan Sýrlands

Umfangsmikil umfjöllun um olíu-ævintýri ISIS var í Financial Times. En ég hef verið að velta því fyrir mér um nokkurt skeið - af hverju ekki hefur verið ráðist á olíulyndir þær sem ISIS ræður yfir - t.d. í Sýrlandi sjá kort.

Isis Inc: how oil fuels the jihadi terrorists

  1. "Estimates by local traders and engineers put crude production in Isis-held territory at about 34,000-40,000 bpd."
  2. "The oil is sold at the wellhead for between $20 and $45 a barrel, earning the militants an average of $1.5m a day."
  • "Isis has derived its financial strength from its status as monopoly producer of an essential commodity consumed in vast quantities throughout the area it controls."
  • "Even without being able to export, it can thrive because it has a huge captive market in Syria and Iraq."
  • "Hospitals, shops, tractors and machinery used to pull victims out of rubble run on generators that are powered by Isis oil."
  • "...the biggest draw is al-Omar. According to one trader who regularly buys oil there, the system, with its 6km queue, is slow but market players have adapted to it. Drivers present a document with their licence plate number and tanker capacity to Isis officials, who enter them into a database and assign them a number."

_________________________

Sú skýring sem virðist fást úr þessu - er að allt sýrland sé háð ISIS olíu

Landið sé svo niðurbrotið eftir 4 ár af borgarastyrrjöld - að meira eða minna allt sé keyrt á rafstöðvum sem drifnar eru áfram með olíu.
Almenna orkukerfið sé löngu orðið ónýtt.

Ef Bandaríkin mundu sprengja olíulyndirnar - þá yrði þar með allt landið, olíulaust og án bensíns að auki.
Spítalar fengu ekki rafmagn - almenningur gæti ekki haft ljós, eða notað rafmagnstæki.

  1. Hvort tveggja svæði undir stjórn Assads.
  2. Sem og svæði undir stjórn uppreisnarmanna.
  • Fái olíu úr brunnum undir stjórn ISIS.

Það hafi verið algert snilldarbragð ISIS - að hertaka þessa lykil-auðlynd, olíuna.

Þannig geti ISIS látið óvini sína - fjármagna sinn stríðsrekstur gegn þeim.

  1. Bandaríkjamenn segjast tregir til þess, að herða sultarólina frekar að íbúum landsins.
  2. Með því að gera þá - orkulausa.
  • Líklega mundi það að auki geta leitt til - - nýrrar flóttamannabylgju.

Sem gæti verið viðbótar skýring þess að menna hika við að ráðast á brunnana.

En á meðan - - vex ISIS eins og púkinn á fjósbitanum.

 

Niðurstaða

Auk olíubrunna í Sýrlandi, stjórnar ISIS einnig olíubrunnum í N-Írak. Með því að tryggja sér svæðis-einokun á olíu. Þá tryggi þeir sér öruggar tekjur.
Mér hefur virst afar sennilegt að ISIS sé að mestu - sjálf fjármagnað í dag.

Vegna þess að ISIS ræður yfir olíu.

  • Ég hugsa að menn verði að bíta á jaxlinn, og ráðast á þessa brunna. En þeir eru auðveld skotmörk.
  • Það væri þá í staðinn, unnt að skipuleggja - dreifingu á olíu í gegnum sama hjálparstarf er dreifir matvælum til Sýrlands.

 

Kv.


Það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart að niðurstaðan sé að BUK eldflaug hafi grandað MH17 malasíska flugfélagsins yfir E-Úkraínu

Eins og fram hefur komið í fréttum, þá liggur niðurstaða hollensku sérfræðinganna fyrir. Þeir eru sem gefur að skilja - varfærnir, og láta vera að blanda sér beint í alþjóðapólitískar deilur.

Þeir benda ekki á neinn ákveðinn sökudólg.
Þeir álasa ríkisstjórn Úkraínu fyrir að hafa ekki lokað lofthelginni yfir A-Úkraínu, fyrir umferð farþegaflugvéla.
En þeir hafna þó ákveðið öðrum skýringum, sbr. að vélinni hafi verið grandað af orrustuflugvél, eða skotin niður af annarri flugvél, eða hrapað af einhverri annarri orsök.

Það sé öruggt - að henni hafi verið grandað af flugkeyti skotið á loft af BUK skotpalli.

Malaysia Airlines 17

  1. "The plane was brought down by a particular type of Russian-made surface-to-air missile, fired by an SA-11 or Buk missile system and fitted with a 9N314M warhead. The warhead detonated just outside the cockpit on the left side of the aircraft, blasting it with projectiles and ripping the plane open. The manufacturer has acknowledged that its missile was used."
  2. "What the Dutch Report Ruled Out: That the plane could have been shot down by warplanes (as Russia initially claimed), or was destroyed by some mechanical failure, or by explosives planted on board, or by some other type of missile.
  3. "What Is Still in Dispute:Where the missile was fired, and therefore who fired it. The Dutch report said the evidence pointed to an area of about 125 square miles from which the missile was probably fired. Most of that area was reported at the time to be under rebel control, including the village of Snizhne, where an Associated Press reporter saw a Buk missile system on the day the aircraft was shot down."
  4. "Who Could Have Done It:Russia and Ukraine are both known to have possessed and deployed the identified types of missile and warhead, which date from Soviet times. The Russians say they no longer use them. The pro-Russian rebels in eastern Ukraine could have gotten such missiles either from captured Ukrainian stocks or from the Russians. Veterans of either country’s air defense forces would have been trained to use them."
  5. "Who Is to Blame: The Dutch do not decisively blame the rebels for the attack. And they fault the Ukrainian government for failing to close the airspace over the battle zone to civil aviation. There was sufficient reason to close the airspace as a precaution, but “the Ukrainian authorities failed to do so,” said Tjibbe Joustra, chairman of the Dutch Safety Board."

 

Það er að sjálfsögðu frekar auðvelt að hafna því að vélinni hafi verið grandað af herþotu

En hvorki Rússar né Úkraínumenn, ráða yfir - vélum sem eru torséðar á radar. Höfum í huga, að til þess að fá að sjá um alþjóðlega flugleiðsögu um sína lofthelgi, hafa Úkraínumenn þurft að uppfylla - alþjóða staðla. Þar á meðal þá, að - - radar gögn séu alltaf varðveitt. Og auk þessa, þau séu varðveitt í hyrslum sem ómögulegt á að vera að opna eða fykta við án þess að það sjáist ef átt hefur verið við gögnin.
Og að sjálfsögðu er það fyrsta sem tékkað er á, hvað sást á radar. Það skiptir engu máli þó flugvél noti ekki "transponder" sem sendir gögn sjálfvirkt til radarstöðvar, vélin sést samt á radarnum.
Sérfræðingarnir geta því vitað fyrir algerlega víst, hvort að það var flugvél nærri er gat hafa grandað vélinni.



Hvernig ætli þeir hafi komist að því, að það var BUK flugskeyti?

Líklegast að sérfræðingarnir hafi komist yfir - - brot úr eldflauginni er grandaði MH17. Ef þeir ná að safna saman nægilegu magni brota, sérstaklega brot er innihalda - númer frá framleiðanda. Þá er unnt að rekja flaugina og komast að því, akkúrat nákvæmlega hverrar gerðar hún var.

Skv. Wikipedia þá er radarinn í BUK-skotpallinum - radar sem sendir frá sér einungis einn púls - og dregur 30km, og er fær um að halda í miði flugvélum á milli 15 metra hæð upp í 20km. hæð.
Mér skilst að þessi radar sé ekki fær um að framkvæma svokallaða "friend/foe" greiningu.

En vanalega sé BUK skotpallur notaður í samhengi við annað tæki, sem ber stærri radar er dregur 85km. Sá radar hafi þessa greiningarhæfni.
Á hinn bóginn virðist sennilegt að uppreisnarmenn í A-Úkraínu, hafi einungis haft skotpallinn einsamlan - - því einungis þann takmarkaða radar sem skotpallurinn sjálfur hefur, sem hafi einungis þann tilgang, að leiðbeina flaugunum að skotmarki.

 

BUK Launcher

Ég hef alltaf talið langsamlega sennilegast að uppreisnarmenn hafi grandað MH17

Höfum í huga, að Úkraínumenn - - vissu hvaða flugvél þetta var, þannig að -slysaskot- kemur ekki til greina. Enda var vélin allan tímann að sjálfsögðu, undir stjórn flugleiðsögustjórnar í Kíev.
Flugleiðin hefur verið kynnt - fyrirfram. Og að sjálfsögðu vissu her yfirvöld af því, að það var opin flugleið fyrir farþegaþotur.
Og í hvaða hæð þær flugu.

Höfum í huga, að Úkraínumenn reglulega höfðu herflug.
En þeirra vélar - - flugu alltaf neðan við þá hæð, sem var fyrir alþjóðlegt farþegaflug.

Síðan auðvitað - höfðu Úkraínumenn enga ástæðu til að óttast flugvélar er flugu úr þeirri átt er MH17 kom úr.
____________________

En það var allt annað þegar koma að uppreisnarmönnum. Vikurnar á undan, höfðu uppreisnarmenn grandað umtalsverðum fjölda flugvéla á vegum Úkraínustjórnar - allt frá Antonov flutningavélum, yfir í Sukhoi árásavélar eða Mig orrustuvélar.

Einungis 3-dögum fyrr, granda þeir 2-ja hreyfla Antonov vél í ca. 22þ.fetum.

Höfum að auki í huga, að þegar MH17 flaug yfir Kíev borg - -> Þá hefur það þá afleiðingu; að frá sjónarhóli uppreisnarmanna - þá kemur hún frá Kíev.

M.o.ö. er hún að koma úr akkúrat sömu stefnu, og flutningavélar stjórnarinnar, gjarnan koma frá, það má því leiða líkum að því, að uppreisnarmenn hafi haldið sig vera að miða á enn eina Antonov vélina.

En vegna þess að BUK skotpallurinn einsamall, er einungis með -einfaldan radar- þá sé sá ekki t.d. fær um að veita notendum hans, miklar upplýsingar um vélina sem miðað er á.

Frá jörðu séð, þ.s. Boeing 777 vélin, einnig 2-ja hreyfla, var í 33þ.fetum ca. - þá hafi hæðarmunurinn sennilega sjónrænt séð eytt muninum á stærð vélanna 2-ja.

Þetta hafi verið mistök.

  • Enginn þann dag, hafi ætlað að granda farþegavél.
  • Þess vegna missi það marks, þegar sumir leita að - vilja til verks.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður sagt, þá hef ég frá upphafi aðhyllst þá skýringu að uppreisnarmenn í A-Úkraínu, hafi óvart grandað MH17.
Um hafi verið að ræða tvenns konar dómgreindarskort: A)Stjórnvalda að heimila áfram yfirflug farþegaþota á alþjóðlegri flugleið. B)Uppreisnarmanna á svæðinu að gera ekki ráð fyrir þeim möguleika, að þeir væru að miða á farþegavél - ekki flutningavél úkraínskra stjórnvalda.

Ítreka, mistök - ekki viljaverk.

 

Kv.


Átökin í Sýrlandi taka á sig -proxy- stríðs ásýnd í vaxandi mæli

Ég er með 2-áhugaverð vídeó, sem birt voru nýlega á Youtube, annað er sent inn af andstæðingum Assads, frá hópi sem kallar sig "division 13" og sérhæfir sig í notkun svokallaðra TOW skriðdreka eldflauga - sá hópur undanfarna daga hefur verið að rigna inn videóum á netið, þ.s. skriðdrekar stjórnarhers Sýrlands eru sprengdir í tætlur.

Hitt videóið er birt af stjórnarsinnum, og sýnir árás Mil-24 árásaþyrla Rússa, á stöðvar uppreisnarmanna þ.s. barist var einmitt af hörku um helgina - - sennilega eru bæði videóin tekin á ca. svipuðu svæði, þ.e. Hama héraði þ.s. megin átök helgarinnar voru.

Það má sannarlega dást að flugmönnum rússnesku þyrlanna, sem fljúga bersýnilega afar lágt, mér skilst til þess - að erfiðar sé að beina öflugum vopnum að þyrlunum.
Sem séu einungis brynvarðar gagnvart léttum vopnum.

Supply of U.S.-Made Missiles Picks Up, Syrian Insurgents Say

Pínu fyndið að bera saman hvað er sagt í fyrirsögn videóanna tveggja.
Blessaðar "TOW" flaugar í vídeóinu þegar skriðdrekinn er sprengur, og talað um terrorista skriðdreka, sennilega svar við því að Rússar segjast í hvert sinn vera að ráðast að terroristum.
Í vídeóinu með þyrlunum, er að sjálfsögðu svo sagt að árásum sé beint að terroristum.

  • Augljóst dæmi um áróður stríðandi fylkinga.

Fyrst er það videóið er sýnir eyðileggingu sennilega T-72 skriðdreka sýrlenska hersins, en videóið er mjög áhugavert - en sjá má flaugina á flugi í átt að drekanum, og skriðdrekann á hreyfingu - svo hefst upp stór mökkur er eldflaugin lendir á sínu skotmarki.

Svo er það vídeóið er sýnir Mil-24 þyrlur spreða eldflaugum, síðan fljúga lágt yfir - og skjóta af sjálfvirkri byssu sem þær þyrlur eru búnar að auki.
Hvaða skoðun sem menn hafa á stríðinu, þá sannarlega kunna þessir flugmenn að fljúga.

Skv. frétt NyTimes, hafa uppreisnarmenn nú bætt aðgengi að TOW flaugum!

  • "“We get what we ask for in a very short time,” one commander, Ahmad al-Saud, said in an interview. He added that in just two days his group, Division 13, had destroyed seven armored vehicles with seven TOWs: “Seven out of seven.”"
  1. "One official with a rebel group that is fighting in Hama called the supply “carte blanche.”" - "“We can get as much as we need and whenever we need them,” he said, asking not to be identified to avoid reprisals from rival Islamist insurgents he has criticized. “Just fill in the numbers.”"
  2. "He said he believed Russia’s entry into the conflict had made the difference."
  1. "Mr. Saud, of Division 13, said he and other commanders renewed their requests for antiaircraft weapons 10 days ago to the liaison officers they work with in an operations center in Turkey."
  2. "“They told us they would deliver our requests to their countries,” he said. “We understand that it is not an easy decision to make when it comes to antiaircraft missiles or a no-fly zone, especially now that Syrian airspace is filled with jets from different countries.”"

Ef marka má frétt, þá virðist "herflokkur 13" vera hluti af "Free Syrian Army."
Nú fái sú fylking - stórfellt aukna aðstoð.

Þeir starfa þó með íslamista hópum, í samstarfinu sem nefnist "army of conquest."
Og sá sameiginlegi liðsafnaður þeirra - - virðist megin fókus árása Rússa.

Þannig að þó svo að TOW flaugarnar séu afhentar, Frjálsa-sýrlenska-hernum, þá aðstoða þeir samstarfsmenn sína við það verk að verja víglínu hins sameiginlega hers.

  • Eigum við ekki að segja, að í þessu stríði - sé enginn lengur með hreinan skjöld.

Fjöldamorðinginn Assad, árangur hans 300þ. manns látnir og 12 milljón á faraldsfæti af íbúum, er bendir til gríðarlegrar eyðileggingar íbúðabyggðar, vegna loft- og stórskotaárása - sýrlenska stjórnarhersins að stærstum hluta.

Hversu slæmir jihadistar hugsanlega eru, þá a.m.k. hafa þeir ekki drepið slíkan fjölda, eða valdið nærri því sambærilegri eyðileggingu meðal íbúa.
Sem segir ekki endilega heldur að þeir séu - góður valkostur í nokkrum skilningi.

En erfitt er virkilega að álykta að gríðarleg grimmdarverk Assads - þíði samt að hann sé skárri valkostur. Þá er nánast verið að segja, að þau grimmdarverk skipti engu máli.
Sem er dálítið - grimm afstaða.

  • Í ljósi slíkra valkosta - eigum við ekki að segja það afar skiljanlegt, að margir íbúar landsins hafi lagt á flótta út fyrir landsteina, og ætlí líklega aldrei að snúa aftur.


Niðurstaða

Það virðist vera að fara eins og mig grunaði, að aðstoð Rússa við stjórnarsinna + Íran + Hesbolla; mundi leiða til - aukins stuðnings stuðningsaðila uppreisnarmanna við þeirra málstað í gegnum aukna vopnaflutninga.
Það er áhugavert, að aðgengi að TOW eldflaugum sé stórbætt - og það þetta fljótt. Þ.e. á innan við viku.

Mig grunar að uppreisnarmenn fái a.m.k. skammdrægar loftvarnarflaugar innan skamms, en slíkar ættu ekki að vera ógn við flugvélar Bandar. eða annarra NATO landa, sem ólíklegt er að flogið sé mjög nærri jörðu.
Ég er þá að tala um eldflaugar sem séu það litlar að þeim sé skotið af öxl.

Slíkar duga á þyrlur og lágfleygar vélar eins og Su-25 Frogfoot. Rússar eru auk Mil-24 þyrlanna að beita þeim sérsmíðuðu árásavélum.
Áhugavert að báðum þessum týpum var beitt af Sovétríkjunum í Afganistan.
Sem sýnir fram á hversu gömlum tækjum og tólum Rússar eru að beita.

 

Kv.


Rússar virðast líta á aðgerðir sínar í Sýrlandi - sem samningaferli!

Reuters var með áhugaverða frétt af atferli Rússa yfir helgina. En það sem vakti athygli mína - var ekki einungis það að skv. frétt Reuters voru mjög harðir bardagar í Sýrlandi á krítísku svæði í Hama héraði sem Rússar eru að gera tilraun til þess að hrekja uppreisnarmenn frá.
Heldur er það hitt sem ekki vakti síður athygli mína - - fundur Pútíns með varnarmálaráðherra Saudi Arabíu í Sochi í Rússlandi.

Syrian army advances with help of Russian strikes; Putin reaches out to Saudis

Þetta gæti bent til þess að það sem ég stakk upp á um daginn sé rétt!

En þá lagði ég til, að markmið Rússa væri sennilega mjög takmarkað.
Að verja strandhéröð Sýrlands, þ.s. þeir eiga hagsmuna að gæta sbr. flotastöð í Tarsus, og nú flugherstöð við Ladakia, að auki í gildi samningar við Assad - um nýtingu á olíu og gasi undir hafsbotninum innan efnahagslögsögu Sýrlands, réttindi sem Rússar hafa ekki enn nýtt.
En síðar meir Rússar geta nýtt, a.m.k. hugsanlega, ef þeir halda í strandhéröðin.

  1. "Putin&#39;s meeting with Riyadh&#39;s Defence Minister Mohammed bin Salman, a son of the Saudi king and leading figure in its regional security policy, was the Kremlin&#39;s boldest move to reach out to Assad&#39;s foes since launching the strikes."
  2. "After the meeting, which took place on the sidelines of a Formula One Grand Prix race in the Russian resort of Sochi, Foreign Minister Sergei Lavrov said Moscow had sought to assuage Riyadh&#39;s concerns. Both sides shared the objective of preventing a "terrorist caliphate" from taking root in Syria, he said."

Þarna er bersýnilega um fund að ræða - sem ekki hefur verið undirbúinn með örstuttum fyrirvara.
Þannig að tímasetning - árásanna sem fóru fram nú um helgina, er þá ekki tilviljun.

  • Þarna sé um nokkurs konar - "aggressíva" viðræðutækni að ræða.

Rússar ætli sér líklega að ná samkomulagi við Sauda.
Þó það gerist ekki kannski alveg strax - þá sennilega sýnir fundur helgarinnar milli Pútíns og varnarmálaráðherra Saudi Arabíu.

Hvert Rússar þ.e. Pútíns, stefna í þessu máli.
Þ.e. að lenda því með einhvers konar samkomulagi við Saudi Araba.

  1. Það þíði sennilega að þ.s. ég lagði til um daginn, sé kannski rétt, þ.e. að stefni í skiptingu Sýrlands: Assad virðist hafa misst öll raunveruleg völd innan Sýrlands. Stjórn hans þegar hrunin!.
  2. Eins og ég benti á, þá virðist sem að Íranar - séu að undirbúa fyrir sitt leiti, það hvaða svæði í Sýrlandi þeir ætla að halda.
  3. Og eins og ég benti á, þá eiga Rússar hagsmuna að gæta á strandsvæðum Sýrlands. Síðan eru íbúar strandsvæðanna, Alavi fólkið, líklegt til að vera vinveitt viðveru Rússa þar - sem verndarar þess svæðis, og sennilega tilbúnir til að skipa vinveitta stjórn verndarsvæðis sbr. "protectorate."

Átökin á næstunni - geta því raunverulega falið í sér, "agressíva" samningatækni um það - akkúrat hvar mörk þeirra umráðasvæða þ.e. Saudi Araba - Rússa og Írana, verða.

Takið eftir því hvað Pútín segir við varnarmálaráðherra Saudi Arabíu - - að það séu sameiginlegir hagsmunir beggja ríkja, að forða því að ISIS verði of valdamikið.

 

Niðurstaða

Með fundi Pútíns og varnarmálaráðherra Saudi Arabíu á sunnudag, þá taka átök í Sýrlandi áhugaverða stefnu. Eða að sá fundur sennilega afhjúpar það, hvað átökin snúast um af hálfu Rússa.
Eða a.m.k. mér finnst þetta benda til þess, að Pútín ætli sér að losna úr þessu stríði sem fyrst, með samkomulagi við Saudi Araba.
Ef svo er, þá getur vart verið um annað að ræða, tel ég, en skiptingu landsins.


Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband