Rússar virðast líta á aðgerðir sínar í Sýrlandi - sem samningaferli!

Reuters var með áhugaverða frétt af atferli Rússa yfir helgina. En það sem vakti athygli mína - var ekki einungis það að skv. frétt Reuters voru mjög harðir bardagar í Sýrlandi á krítísku svæði í Hama héraði sem Rússar eru að gera tilraun til þess að hrekja uppreisnarmenn frá.
Heldur er það hitt sem ekki vakti síður athygli mína - - fundur Pútíns með varnarmálaráðherra Saudi Arabíu í Sochi í Rússlandi.

Syrian army advances with help of Russian strikes; Putin reaches out to Saudis

Þetta gæti bent til þess að það sem ég stakk upp á um daginn sé rétt!

En þá lagði ég til, að markmið Rússa væri sennilega mjög takmarkað.
Að verja strandhéröð Sýrlands, þ.s. þeir eiga hagsmuna að gæta sbr. flotastöð í Tarsus, og nú flugherstöð við Ladakia, að auki í gildi samningar við Assad - um nýtingu á olíu og gasi undir hafsbotninum innan efnahagslögsögu Sýrlands, réttindi sem Rússar hafa ekki enn nýtt.
En síðar meir Rússar geta nýtt, a.m.k. hugsanlega, ef þeir halda í strandhéröðin.

  1. "Putin's meeting with Riyadh's Defence Minister Mohammed bin Salman, a son of the Saudi king and leading figure in its regional security policy, was the Kremlin's boldest move to reach out to Assad's foes since launching the strikes."
  2. "After the meeting, which took place on the sidelines of a Formula One Grand Prix race in the Russian resort of Sochi, Foreign Minister Sergei Lavrov said Moscow had sought to assuage Riyadh's concerns. Both sides shared the objective of preventing a "terrorist caliphate" from taking root in Syria, he said."

Þarna er bersýnilega um fund að ræða - sem ekki hefur verið undirbúinn með örstuttum fyrirvara.
Þannig að tímasetning - árásanna sem fóru fram nú um helgina, er þá ekki tilviljun.

  • Þarna sé um nokkurs konar - "aggressíva" viðræðutækni að ræða.

Rússar ætli sér líklega að ná samkomulagi við Sauda.
Þó það gerist ekki kannski alveg strax - þá sennilega sýnir fundur helgarinnar milli Pútíns og varnarmálaráðherra Saudi Arabíu.

Hvert Rússar þ.e. Pútíns, stefna í þessu máli.
Þ.e. að lenda því með einhvers konar samkomulagi við Saudi Araba.

  1. Það þíði sennilega að þ.s. ég lagði til um daginn, sé kannski rétt, þ.e. að stefni í skiptingu Sýrlands: Assad virðist hafa misst öll raunveruleg völd innan Sýrlands. Stjórn hans þegar hrunin!.
  2. Eins og ég benti á, þá virðist sem að Íranar - séu að undirbúa fyrir sitt leiti, það hvaða svæði í Sýrlandi þeir ætla að halda.
  3. Og eins og ég benti á, þá eiga Rússar hagsmuna að gæta á strandsvæðum Sýrlands. Síðan eru íbúar strandsvæðanna, Alavi fólkið, líklegt til að vera vinveitt viðveru Rússa þar - sem verndarar þess svæðis, og sennilega tilbúnir til að skipa vinveitta stjórn verndarsvæðis sbr. "protectorate."

Átökin á næstunni - geta því raunverulega falið í sér, "agressíva" samningatækni um það - akkúrat hvar mörk þeirra umráðasvæða þ.e. Saudi Araba - Rússa og Írana, verða.

Takið eftir því hvað Pútín segir við varnarmálaráðherra Saudi Arabíu - - að það séu sameiginlegir hagsmunir beggja ríkja, að forða því að ISIS verði of valdamikið.

 

Niðurstaða

Með fundi Pútíns og varnarmálaráðherra Saudi Arabíu á sunnudag, þá taka átök í Sýrlandi áhugaverða stefnu. Eða að sá fundur sennilega afhjúpar það, hvað átökin snúast um af hálfu Rússa.
Eða a.m.k. mér finnst þetta benda til þess, að Pútín ætli sér að losna úr þessu stríði sem fyrst, með samkomulagi við Saudi Araba.
Ef svo er, þá getur vart verið um annað að ræða, tel ég, en skiptingu landsins.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 501
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 476
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband