Átökin í Sýrlandi taka á sig -proxy- stríðs ásýnd í vaxandi mæli

Ég er með 2-áhugaverð vídeó, sem birt voru nýlega á Youtube, annað er sent inn af andstæðingum Assads, frá hópi sem kallar sig "division 13" og sérhæfir sig í notkun svokallaðra TOW skriðdreka eldflauga - sá hópur undanfarna daga hefur verið að rigna inn videóum á netið, þ.s. skriðdrekar stjórnarhers Sýrlands eru sprengdir í tætlur.

Hitt videóið er birt af stjórnarsinnum, og sýnir árás Mil-24 árásaþyrla Rússa, á stöðvar uppreisnarmanna þ.s. barist var einmitt af hörku um helgina - - sennilega eru bæði videóin tekin á ca. svipuðu svæði, þ.e. Hama héraði þ.s. megin átök helgarinnar voru.

Það má sannarlega dást að flugmönnum rússnesku þyrlanna, sem fljúga bersýnilega afar lágt, mér skilst til þess - að erfiðar sé að beina öflugum vopnum að þyrlunum.
Sem séu einungis brynvarðar gagnvart léttum vopnum.

Supply of U.S.-Made Missiles Picks Up, Syrian Insurgents Say

Pínu fyndið að bera saman hvað er sagt í fyrirsögn videóanna tveggja.
Blessaðar "TOW" flaugar í vídeóinu þegar skriðdrekinn er sprengur, og talað um terrorista skriðdreka, sennilega svar við því að Rússar segjast í hvert sinn vera að ráðast að terroristum.
Í vídeóinu með þyrlunum, er að sjálfsögðu svo sagt að árásum sé beint að terroristum.

  • Augljóst dæmi um áróður stríðandi fylkinga.

Fyrst er það videóið er sýnir eyðileggingu sennilega T-72 skriðdreka sýrlenska hersins, en videóið er mjög áhugavert - en sjá má flaugina á flugi í átt að drekanum, og skriðdrekann á hreyfingu - svo hefst upp stór mökkur er eldflaugin lendir á sínu skotmarki.

Svo er það vídeóið er sýnir Mil-24 þyrlur spreða eldflaugum, síðan fljúga lágt yfir - og skjóta af sjálfvirkri byssu sem þær þyrlur eru búnar að auki.
Hvaða skoðun sem menn hafa á stríðinu, þá sannarlega kunna þessir flugmenn að fljúga.

Skv. frétt NyTimes, hafa uppreisnarmenn nú bætt aðgengi að TOW flaugum!

  • "“We get what we ask for in a very short time,” one commander, Ahmad al-Saud, said in an interview. He added that in just two days his group, Division 13, had destroyed seven armored vehicles with seven TOWs: “Seven out of seven.”"
  1. "One official with a rebel group that is fighting in Hama called the supply “carte blanche.”" - "“We can get as much as we need and whenever we need them,” he said, asking not to be identified to avoid reprisals from rival Islamist insurgents he has criticized. “Just fill in the numbers.”"
  2. "He said he believed Russia’s entry into the conflict had made the difference."
  1. "Mr. Saud, of Division 13, said he and other commanders renewed their requests for antiaircraft weapons 10 days ago to the liaison officers they work with in an operations center in Turkey."
  2. "“They told us they would deliver our requests to their countries,” he said. “We understand that it is not an easy decision to make when it comes to antiaircraft missiles or a no-fly zone, especially now that Syrian airspace is filled with jets from different countries.”"

Ef marka má frétt, þá virðist "herflokkur 13" vera hluti af "Free Syrian Army."
Nú fái sú fylking - stórfellt aukna aðstoð.

Þeir starfa þó með íslamista hópum, í samstarfinu sem nefnist "army of conquest."
Og sá sameiginlegi liðsafnaður þeirra - - virðist megin fókus árása Rússa.

Þannig að þó svo að TOW flaugarnar séu afhentar, Frjálsa-sýrlenska-hernum, þá aðstoða þeir samstarfsmenn sína við það verk að verja víglínu hins sameiginlega hers.

  • Eigum við ekki að segja, að í þessu stríði - sé enginn lengur með hreinan skjöld.

Fjöldamorðinginn Assad, árangur hans 300þ. manns látnir og 12 milljón á faraldsfæti af íbúum, er bendir til gríðarlegrar eyðileggingar íbúðabyggðar, vegna loft- og stórskotaárása - sýrlenska stjórnarhersins að stærstum hluta.

Hversu slæmir jihadistar hugsanlega eru, þá a.m.k. hafa þeir ekki drepið slíkan fjölda, eða valdið nærri því sambærilegri eyðileggingu meðal íbúa.
Sem segir ekki endilega heldur að þeir séu - góður valkostur í nokkrum skilningi.

En erfitt er virkilega að álykta að gríðarleg grimmdarverk Assads - þíði samt að hann sé skárri valkostur. Þá er nánast verið að segja, að þau grimmdarverk skipti engu máli.
Sem er dálítið - grimm afstaða.

  • Í ljósi slíkra valkosta - eigum við ekki að segja það afar skiljanlegt, að margir íbúar landsins hafi lagt á flótta út fyrir landsteina, og ætlí líklega aldrei að snúa aftur.


Niðurstaða

Það virðist vera að fara eins og mig grunaði, að aðstoð Rússa við stjórnarsinna + Íran + Hesbolla; mundi leiða til - aukins stuðnings stuðningsaðila uppreisnarmanna við þeirra málstað í gegnum aukna vopnaflutninga.
Það er áhugavert, að aðgengi að TOW eldflaugum sé stórbætt - og það þetta fljótt. Þ.e. á innan við viku.

Mig grunar að uppreisnarmenn fái a.m.k. skammdrægar loftvarnarflaugar innan skamms, en slíkar ættu ekki að vera ógn við flugvélar Bandar. eða annarra NATO landa, sem ólíklegt er að flogið sé mjög nærri jörðu.
Ég er þá að tala um eldflaugar sem séu það litlar að þeim sé skotið af öxl.

Slíkar duga á þyrlur og lágfleygar vélar eins og Su-25 Frogfoot. Rússar eru auk Mil-24 þyrlanna að beita þeim sérsmíðuðu árásavélum.
Áhugavert að báðum þessum týpum var beitt af Sovétríkjunum í Afganistan.
Sem sýnir fram á hversu gömlum tækjum og tólum Rússar eru að beita.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, ertu nú að mæla með ISIL? ertu svona hrifin af þessu liði, sem heggur höfuðið af fólki að þú sért að mæla því bót?

https://www.rt.com/usa/312050-dia-flynn-islamic-state/

Og hér sérðu svo kort yfir svæðið.

https://www.washingtonpost.com/news/checkpoint/wp/2015/10/13/mapped-russian-vs-u-s-airstrikes-in-syria/

Árásum rússa er kerfisbundið beint að ákveðinni víglínu, sem leiðir til tyrklands.  Vegna þess að "supplies" kemur frá tyrklandi.  Og allt hvíta svæðið, tilheyrir ISIL.  Bandaríkjamenn slá ryk í augu fólks, með því að mála það hvítt ... en það landsvæði eru þeir búnir að "hreinsa" af andstæðingum.  Og það sem meira er, vinur ... er það að allt þetta svæði sem nú tilheyrir ISIL, eru svæði sem uppreisnarmenn sigruðu fyrst.  Í kjölfar þeirra, kom ISIL ... og gerir enn.  En einn yfirmanna ISIL í Sýrlandi, er bandaríkjamaður ... hershöfðingi, og úr leyniþjónustu þeirra.

Er þetta óþverrin sem þú styður.

Þetta rússahatur þitt, er alveg botnlaust ... fyrst voru þeir að labba í Kiev, og núna eru þeir ... hvað? að koma í veg fyrir að Sýrland fari sömu leið og Lýbía og Írak?

Ég ætla bara að vona að þeim takist það ... síðan er hægt að taka Assad frá völdum. Það eina sem bandaríkjamenn hafa komið til leiða, er að gera ISIL og Al Qaida enn stærra en þeir voru.  Gefið þeim lönd, vopn og nægt rými til að höggva höfuð af fólki, hendur og limi og fremja slíkan óhugnað að manni bíður við því.

ISIL og Al Qaida, hefði ALDREI komist til valda, ef ekki með aðstoð Bandaríkjamanna.  Og það skiptir engu, hvort þetta sé vegna rang upplýsinga sem bandaríski herinn hefur fengið, eða hvort það sé av vilja gert. Þeir hafa gert illt, margfallt verra.

Leifum Pútin að reyna, annaðhvort sigrar hann eða tapar ... ef hann sigrar, er ISIL lokið og kananum bjargað.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.10.2015 kl. 23:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, ég er ekki að mæla með ISIS.
Ég skil ekki af hverju þú varpar þeirri spurningu fram.

Enda eru uppreisnarmenn - óvinir ekki síður ISIS, heldur en stjórnarsinnar.

    • Pútín er ekki að berjast við ISIS.
      Heldur aðrar uppreisnarhreyfingar.

    • Þó rússn. fjölmiðlar haldi öðru fram og rússn. yfirvöld, eru næg gögn frá 3-aðilum, að hverjum árásum er beint.

    Eins og sést á vídeóunum að ofan frá Hama svæðinu - - en þar er ISIS hvergi til staðar. Heldur eins og útskýrt, uppreisnarher.

    Eins og sést á vídeóunum, eru uppreisnarmenn á Hama svæðinu, að sæta árásum Rússa - sbr. þyrluárásin. En þar fara rússn. flugmenn.

    ISIS er ekki að taka þátt í uppreisninni - heldur ræðst ISIS ítrekað á uppreisnarmenn, hefur tekið megnið af sínum landsvæðum af uppreisnarmönnum.
    ISIS er einungis að huga um að efla ISIS.
    Ræðst einnig að stjórnarsinnum - líklega skv. vali á því hvor aðilinn hverju sinni, uppreisnarmenn eða stjórnarinnar, ISIS metur auðveldari bráð í það sinnið.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 14.10.2015 kl. 00:57

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Maí 2024
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (1.5.): 11
    • Sl. sólarhring: 50
    • Sl. viku: 512
    • Frá upphafi: 847233

    Annað

    • Innlit í dag: 11
    • Innlit sl. viku: 487
    • Gestir í dag: 11
    • IP-tölur í dag: 11

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband