Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Það skrítna er, að ég er í vissum skilningi, feginn að sprengjutilræðið í Tyrklandi beindist gegn meðlimum pólitísks flokks Kúrda - ekki t.d. meðlimum AKB flokksins

Ég þarf auðvitað að útskýra hvað ég á við. Eftir allt saman er þetta hræðilegur glæpur, sjá mjög athyglisvert video sem barst á vefinn sem sýnir ungt fólk haldast í hendur og kyrja í sameiningu - síðan springur fyrri sprengjan: - - Videóið er víst hindrað í að virka af einhverjum kóða, en þið getir klikkað þ.s. stendur "YouTube" í glugganum, þá kemur það.

Sjá að auki fréttir:

Explosions During Peace Rally in Ankara, Turkey’s Capital, Kill Scores

Bombs kill 95 at pro-Kurdish rally in Turkish capital

Twin blasts at Turkish peace rally kill at least 95

 

Málið er, að ég held að þetta tilræði muni mjög styrkja málstað Kúrda innan Tyrklands

Þetta er í annað sinn, sem mannskæð hryðjuverkaárás er gerð á útifund stjórnmálaflokks Kúrda:

4 dögum eftir mannskæða árás - heimila Tyrkir loks notkun flugvalla í Tyrklandi til árása á ISIS.

Í júlí 2015 voru 30 manns - einnig ungmenni, aðgerðasinnar á vegum "Peoples' Democratic Party (HDP)" myrtir í hryðjuverka-árás sem ISIS samtökin stóðu fyrir, í bænum Suruc nærri landamærum Tyrkalnds við Sýrland.
Það unga fólk, hafði í huga að aðstoða Kúrda handan landamæranna, við uppbyggingu og hreinsunarstarf - eftir að tekist hafði að stöðva árás ISIS á Kobani.
En orrustan um Kobani - vakti heimsathygli, og flugher á vegum Bandaríkjanna, beitti loftárásum til að draga máttinn úr árás ISIS, samtímis að vopn voru send til verjenda.
Með þessu samstarfi, tókst Kúrdum í Sýrlandi að stöðva atlögu ISIS, hindra fall Kobani.

Hvað um það, þá virðist sem að ISIS hafi komist á snoðir um útifund HDP í Suruc, og skipulagt það sprengjutilræði.
__________________

Það hefur ekki enn komið í ljós - hvort að ISIS ber ábyrð á hinu mannskæða sprengjutilræði í Ankara, sem einnig beinist gegn - HDP.

 

Höfum í huga, að síðan undir lok ágúst, hefur Tyrkland verið með skipulega atlögu gegn Kúrdum

Það sem þarf að muna í þessu samhengi, er að HDP flokkurinn - er í augum Erdogan hindrun sem þarf að ryðja úr vegi. En í kosningum snemma á þessu ári, þá náði HDP inn á tyrkeneska þingið í fyrsta sinn - - fékk 11%.
Það leiddi til þess, að AKB flokkur Erdogans - missti sinn þingmeirihluta.

Í september þá rauf Erdogan þing, og hóf nýja kosningaherferð.

Mjög sterkar vísbendingar þess efnis eru, að Erdogan sé að reyna -allt- til þess að eyðileggja hinn pólitíska flokk Kúrda: Virðast hafnar nornaveiðar gegn helsta pólitíska flokki Kúrda í Tyrklandi.

  1. Það hefur verið ráðist að flokks skrifstofum HDP, þær brenndar - af múg. Og lögregla ekki skipt sér af.
  2. Það eru í gangi tilraunir til þess að - ákæra formann flokksins fyrir ákaflega vafasamar sakir - augljós pólitísk réttarhöld.

Ég stórfellt efa þó, að Erdogan tengist þessu sprengjutilræði.
Vegna þess - að ég er á því, að það hafi algerlega öfug áhrif.
M.ö.o. sé það ekki Erdogan sem græði á því - hann sé öruggleg nægilega skynugur til að skilja slíkt.

Augljóst grunar mig - ISIS.
Sérstaklega vegna þess að það virðist hafa verið - sjálfsmorðssprengjutilræði.

  1. Eins og flestir ættu að muna, þá hóf Erdogan stríð gegn Verkamannaflokki Kúrdistan undir lok ágúst, og að auki hefur látið flugher landsins - rigna sprengjum á stöðvar hersveita sýrlenskra Kúrda, en sá flokkur sem ræður Kúrdahéröðunum í Tyrklandi, tengist PKK.
  2. Á sama tíma, er hann með áróður uppi um að, HDP pólitískur flokkur Kúrda, séu svikarar við Tyrkland. Vill tengja þann flokk við PKK. Grunur hefur verið uppi, að réttarhöld yfir formanni HDP, sem ekki eru enn hafin - ekki enn ljóst hvort verða. En fjölmiðlar hafa sagt frá rannsókn svæðis saksóknara gegn honum, og þeim - hlægilegu ákærum, sem um er að ræða:
    Turkey opens criminal inquiry on Kurdish political leader: "DHA, Turkey’s main secular news agency, reported late on Wednesday that the state prosecutor in Diyarbakir, the regional capital of Turkey’s predominantly Kurdish populated south-east, had opened an investigation into Mr Demirtas on charges ranging from humiliating the Turkish people to insulting the president and producing propaganda for a terrorist organisation."
  • Marga hefur grunað, að Erdogan hafi hafið stríð gegn PKK, í pólitískum tilgangi.

En það að á svæðum í Kúrdistan, ríki öryggis ástand - inn í suma bæi á svæðum Kúrda er ekki lengur unnt að ferðas, eða fara til eða frá, án sérstakrar heimildar.
Gæti hugsanlega - - hindrað fjölda Kúrda í því að kjósa.

Erdogan sennilega heldur, að fyrst að það að HDP komst inn á þing, batt enda á þingmeirihluta AKB flokksins.
Þá muni sá þingmeirihluti, snúa til baka - ef honum tekst a bola HDP af þingi.


Nú ætti að skiljast hvað ég meina með fyrirsögninni

En ég er að meina, að það ætti að hefjast samúðarbylgja innan tyrknesks samfélags, vegna tilræðisins á laugardag.
Að þetta tilræði, gæti eyðilegt tilraun Erdogan til að - bola HDP af þingi.

  1. En núna virkilega þarf Tyrkland á því að halda.
  2. Að stjórnarskipti verði í landinu.

Það er aldrei að vita, hve langt slík bylgja gæti náð.

 

Niðurstaða

Mig grunar að Erdogan bölvi þeim sannarlega í sand og ösku, er frömdu sprengjutilræðið í Ankara á laugardag. Ekki vegna þess að hann hafi hina minnstu samúð eða meðaumkun með því fólki er lét lífið. Þar sem í hans augum séu þetta allt andstæðingar - eða óvinir, sem er sennilega nær lagi hvernig hann lítur sína andstæðinga í landspólitík.

En hann sennilega skilur mæta vel, hvaða áhrif þetta tilræði sennilega mun hafa.
Að þetta tilræði líklega, snarlega dragi úr líkum þess, að herferð hans gegn HDP pólitísku flokki Kúrda, komi til með að hafa árangur þann sem Erdogan vonast til.

Ég skal ekki taka það af Erdogan, að hann hefur gert góða hluti fyrir Tyrkland. Þá meina ég, að enginn hefur gert meir fyrir efnahag Tyrklands en hann. En seinni ár, hefur hann fyllst stöðugt meiri hroka, og gegnsærri valdafýsn -> Áframhald hans við völd, virðist stórfelld hætta orðin við sjálft lýðræðið í Tyrklandi.

Þannig að það sé lýðræðinu í Tyrklandi nú nauðsynlegt, að hann tapi kosningunum nú í haust, sem hann sjálfur boðaði til.

Þetta tilræði gæti einmitt hugsanlega leitt fram þá útkomu.

 

Kv.


ISIS leggur undir sig ný svæði í Norður héröðum Sýrlands

Skv. fréttum erlendra fjölmiðla, hefur ISIS brugðist við ástandi mála með sínum hætti - en ef marka má fréttir, hafa Rússar beint megin þunga árása sinna, gegn öðrum uppreisnarmönnum.
Þeir sem fylgjast vel með átökum innan Sýrlands -> Vita að ISIS fram að þessu, mun oftar ræðst að uppreisnarmönnum, en hermönnum Sýrlandshers.

  • Það virðist svo sem, að ISIS fylgist náið með því, þegar hörð átök geysa milli annarra uppreisnarhópa - - og hersveita sem berjast til varnar stjórnvöldum í Damascus.
  • Síðan leggi ISIS til atlögu - - þegar ISIS metur mestar líkur á landvinningum.
  • Oftast nær, virðist ISIS velja - að leggja til atlögu við aðra uppreisnarmenn, og þrengja frekar að þeirra svæðum.

Þannig hafa uppreisnarmenn - - verið milli 2-ja elda síðan 2013, er ISIS lét á sér kræla innan Sýrlands, þ.e. milli árása ISIS og árása hersveita er styðja stjórnina í Damascus.

  1. Og það virðist nú endurtaka sig eina ferðina enn.
  2. Að ISIS notfærir sér átök uppreisnarmana og liðsmanna hersveita er styðja stjórnvöld í Damaskus.

Islamic State closes in on Syrian city of Aleppo; U.S. abandons rebel training effort

ISIS Makes Gains in Syrian Area Bombed by Russia

As Russia steps up Syria bombardment, Isis gains ground

Það er kaldhæðið, að ISIS vinni ný lönd í Sýrlandi - samtímis og hafin er atlaga af hálfu Rússa, sem Pútín segir beint gegn ISIS

  1. Skv. fréttum - hefur ISIS hafið hraða framrás í átt að borginni, Aleppo. Tekið 6 þorp er voru á valdi uppreisnarmanna.
  2. Höfum í huga - önnur stærsta borg Sýrlands.
  3. Fall hennar í hendur ISIS, væri svakalegt áfall.
  • Skv. fréttum, féll þekktur íranskur hershöfðingi í grennd við Aleppo, að sögn Írana var hann drepinn, í árás liðsmanna ISIS - en ekki sagt akkúrat hvernig það atvikaðist.
  • Þetta bendi til þess, að ISIS liðar - séu samtímis að ráðast að uppreisnarmönnum; og hersveitum sem styðja stjórnina í Damascus. Það að íranskur hershöfðingi féll, bendi til þessa.

Það væri virkilega - - kaldhæðið, ef sú hreyfing sem fyrst og fremst græði á harðnandi átökum milli uppreisnarmanna, og fylkinga er styðja stjv. í Damascus - - > Verði einmitt ISIS.

Ef ISIS nær öllu Halab héraði - - sennilega mundi ISIS meir en 2-falda þann mannfjölda sem ISIS stjórnar. En það hérað er, þéttbýlt. Eins og ég sagði, Aleppo næst stærsta borgin.

---------------------------

"The intense fighting in the area also claimed the life of Iran’s most senior commander in Syria, Brigadier General Hossein Hamedani — a linchpin figure in the war effort of President Bashar al-Assad."

  1. "According to Rami Abdulrahman, head of the Syrian Observatory for Human Rights, a monitoring group, the bombings this week have “facilitated” Isis’ advances.
  2. "“[They] are now around 7km away from the outskirts of [Aleppo]. And close to the industrial zone,” he said."

"Isis said its forces had overrun the Aleppo Infantry Academy, a key military base north-east of the city, on Thursday evening."

"It puts Isis in striking distance of supply routes north to Turkey through the nearby towns of Tal Rifaat and Azaz. It also opens up a southern front for rebel forces defending the town of Marea to the north, a key staging post on the same supply line."

---------------------------

Skv. þessu, eru flutningaleiðir milli Tyrklands og svæða innan Sýrlands á valdi uppreisnarmanna - - í hættu.
En ef vopnasendingar komast ekki lengur til þeirra, þá gæti ISIS -hugsanlega- gersigrað uppreisnarmenn, og náð öllum þeim svæðum er þeir stjórna.

  1. Það mundi hugsanlega henta Rússum, ef ISIS mundi - sigrast á uppreisnarmönnum.
  2. Og verða eina fylkingin er eftir stæði, sem væri að berjast við herlið Írana - Rússa og leyfarnar af stjórnarher Sýrlands.
  3. En slík staða, gæti - - veikt mjög mikið, andstöðu út á við, gagnvart aðgerðum Rússa. Og styrkt fylgi við þá söguskýringu - að stjórnin í Damascus sé nauðsynlegur tálmi gagnvart ISIS.
  4. Samtímis, að ISIS - - væri mjög líklega að skapi, að verða eina aflið í boði, fyrir þá sem hata Assad nægilega mikið - til að vera tilbúnir í að berjast með hverjum sem er, ef það þíðir að sú blóðhemd sem viðkomandi dreymi uum gegn Assad eða stuðningsmönnum Assads, geti náðst fram.

Þetta gæti varpað nýju ljósi á það - af hverju Rússar, virðast nær eingöngu beina árásum sínum gegn öðrum uppreisnarmönnum.
Þó rússn. fjölmiðlar og rússn. stjv. - tali eins og að sérhver árás, sé gerð á ISIS.

Það virðist einfaldlega vera - áróður. Eða - spinn.

 

Niðurstaða

Átök í Sýrlandi taka nýja stefnu, nú þegar ISIS virðist hafa hafið stórsókn í átt að 2-stærstu borg Sýrlands. En þó svo að ISIS ráði stórum landsvæðum innan Sýrlands.
Hefur ISIS ekki enn náð neinum af þéttbýlustu svæðum Sýrlands.
En Halab hérað er einmitt eitt af þeim þéttbýlu svæðum, sem ISIS dreymir um að ná á sitt vald. Fall þess héraðs -ef það fellur í krumlur ISIS liða- mundi sennilega 2-falda þann fólksfjölda, sem lútir stjórn ISIS innan Sýrlands.

  1. Sókn ISIS virðist beint samtímis gegn - verjendum Damascus stjórnarinnar.
  2. Og uppreisnarmönnum.

M.ö.o. sé ISIS að færa sér í nyt, átök þeirra aðila - er veikja báðar fylkingar samtímis.
Bersýnilega ætlar ISIS að ganga milli bols og höfuðs -líklega í fyllstu merkingu þess orðalags- á fylkingum beggja aðila, í Halab héraði.

Virkilega kaldhæðið ef ISIS er sá aðili sem einna helst græðir nú, á fókus árása Rússar - og auknum bardögum hersveita er styðja stjv. í Damascus, og herliðs uppeisnarmanna.

 

Kv.


Landárás virðist hafa verið gerð á uppreisnarmenn í Hamah héraði, með aðstoð loftárása Rússa

Uppreisnarher sem kallar sig -sigurherinn- eða -"army of conquest"- hafði í júlí, náð nokkrum hæðum í Hamah héraði - nærri mörkum Idlib héraðs. Þaðan sem þeir geta beitt stórskotaliðs árásum á strandhéröð Sýrlands.
Fókus fyrstu landárása með aðstoð Rússa, virðist beinast að þessum hæðum - sem uppreisnarmenn nú halda.

Syria extends major offensive to retake territory in west

Russian Cruise Missiles Help Syrians Go on the Offensive

Ef marka má fréttir, mistókst þessi fyrsta atlaga - sem má vera að hafi fyrst og fremst, verið - - "test" á styrk varna uppreisnarmanna á því svæði.

  1. "The assault seemed to focus on an area straddling northern Hama Province and southern Idlib Province, where insurgent command of high ground threatens the coast."
  2. "The initial ground attacks took place around three villages that insurgents consider the first line of defense of the strategic Jebel al-Zawiyah area."
  3. "A number of times in Wednesday’s fighting, insurgents fired advanced TOW antitank missiles, supplied covertly by the C.I.A., at Syria’s Russian-made tanks..."
  • "Rami Abdulrahman, said an assault launched by the army and its foreign allies on Wednesday in nearby areas of Hama province had so far failed to make significant gains..." - "Around 15 army tanks and armored vehicles had been destroyed or immobilized by rebel missile strikes, Abdulrahman said."

Skv. þessu hafa uppreisnarmenn bersýnilega - TOW skriðdrekaflaugar. Og þ.s. verra virðast vera, í nægilegu magni.

Fréttir hafa borist af hundruðum íranskra hermanna - - rétt er að hafa í huga, að nú eftir að stríðið hefur staðið yfir í nokkur ár samfellt.
Þá eru þátttakendur beggja megin víglína - sennilega orðnir "veterans" þ.e. hermenn með reynslu.

Málið með það atriði - er að Íranar hafa ekki tekið beinan þátt í stríði síðan 1989. Sem væntanlega þíðir - að þeir sennilega eiga ekki hermenn með umtalsverða bardagareynslu.

En þ.e. þekkt að -grænir hermenn- eru ekki eins góðir, og hermenn með reynslu. Þegar átök eru hafin, þá bregðast -grænir hermenn- og hermenn með reynslu ekki við með sama hætti.

Vanalega eru hermenn með reynslu, töluvert betri - - maður fyrir mann.

  • Þetta gæti dregið úr mikilvægi framlags Írana.
    Reynsluleysi þeirra liðsmanna af bardögum.

En ef uppreisnarmenn, reyndir af fjölda bardaga, standa fast fyrir - gætu óreyndir hermenn, reynst brothættir, ef þeir verða fyrir verulegu mannfalli.

Það auðvitað kemur í ljós á næstu dögum - en það hafa verið margir og mjög harðir bardagar þ.s. af er stríðinu nú þegar, þeir sem hafa tekið þátt í því - t.d. í 2 ár, hafa kynnst helvíti - og lifað það af.

Slíkt lið bognar ekki og brotnar yfir smá munum.
Til þess að sigra slíka, þarf einbeitta árás - helst með reyndum liðsafla.

Rússar eiga slíkan liðsafla. En það væri ekki heldur án áhættu, fyrir Rússa að beita eigin her með beinum hætti - í átökum á landi innan Sýrlands.

  • En ég er ekkert viss um það, að þreyttir liðsmenn Sýrlandshers, og óreyndir liðsmenn herafla Írans.
  • Séu sérdeilis líklegir til að hafa betur í bardögum um hæðirnar sem uppreisnarmenn halda innan Hamah héraðs - án beinnar aðstoðar landherliðs vel búið vopnum er einnig hefur bardagareynslu.

 

Niðurstaða

Fyrstu bardagar á landi eftir komu Rússa til Sýrlands. Virðast ekki hafa skilað miklum árangri. Það verður að koma í ljós - hve mikið Pútín hyggst til. En mér virðist ólíklegt að án umtalsverðs landhers - muni innkoma Rússa ná að gerbreyta stöðunni í stríðinu.

Það aftur á móti getur vel verið - eins og ég benti á í gær: Assad virðist hafa misst öll raunveruleg völd innan Sýrlands. Stjórn hans þegar hrunin!.

Að það geti verið, að Rússar ætli einungis að - tryggja að strandhéröðin í Sýrlnadi, falli ekki í hendur uppreisnarmanna.
Ef svo er, þá má vera að þeir ætli ekki gera meir en að - - hindra frekari framrás uppreisnarhersins í átt til þeirra strandsvæða.

En á ströndinni hefur Rússland eftir allt saman flotastöð, sem Pútín sennilega vill halda í.
Rússland getur verið með þau áform uppi, að gera strandhéröðin að verndarsvæði sbr. "protectorate."

 

Kv.


Assad virðist hafa misst öll raunveruleg völd innan Sýrlands. Stjórn hans þegar hrunin!

Þetta má lesa út úr mjög merkilegri fréttaskýringu Der Spiegel: Why Assad Has Turned to Moscow for Help. Íranar virðast einfaldlega haga sér sem stjórnendur Sýrlands. Stjórnarherinn virðist stórum hluta niðurbrotinn. Meðan að -herflokkar- eða "militias" sem Íranar hafa þjálfað, í vaxandi mæli komi í staðinn.
Spiegel segir frá 3-merkilegum atburðum, sem sýna fram á hvernig Íranar virðast nú stjórna landinu, og ekki hirða lengur um að - hafa formleg stjórnvöld landsins með í ráðum.

Merkilegasti atburðurinn er án efa, sérstakt friðarsamkomulag sem Íranar virðast hafa gert við uppreisnarmenn, án þess að ræða það við Assad:

  1. Í júlí 2015, virðast Íranar hafa gert samkomulag við uppreisnarmenn, sem ráða Idlib héraði - - vegna borgarinnar Zabatani við landamæri Lýbanon, sem var þá enn undir stjórn uppreisnarmanna, en hafði verið umkringd Hesbolla liðum í 2 ár:
    "At the beginning of July, Hezbollah began a large-scale offensive against Zabadani." - "In response, rebels in Idlib laid siege to, and began firing on, the villages Fua and Kafraya, where more than 10,000 members of the Shiite minority live." - "Tehran then stepped in and began negotiating directly with the Syrian rebels, including the Nusra Front. The leadership in Damascus was not involved in the talks." - "A deal was reached that went much further than anything that Assad has ever agreed to with the rebels." - "The cease-fire calls for all Sunnis currently living in Zabadani to leave the city in the direction of Idlib. " - "In return, the Shiites in Fua and Kafraya will be allowed to resettle to the south." - "The cease-fire would be valid in a whole series of towns and villages in the area and the deal calls for the region's airspace to be made off-limits to the Syrian regime's jets and helicopters as a kind of local no-fly zone."
  2. Þetta er óneitanlega afar merkileg atburðarás - að Íranar semji beint við uppreisnarmenn er hertóku allt Idlib hérað fyrr á árinu, um skipti á íbúum. Þetta eru í reynd þjóðernis-hreinsanir. Að Súnní hluti íbúa borgarinnar Zabatani fari og fái að ferðast óáreittir yfir til svæða undir stjórn uppreisnarmanna. Og á móti, fái Shítar er er búa í tveim bægjum sem standi höllum fæti gagnvart sókn uppreisnarmanna, að færa sig yfir í hina áttina - til svæðisins við landamæri Lýbanon. Má velta fyrir sér - hvort að skipting Sýrland sé með þessum hætti, að hefjast.
  • Síðan virðast Íranar hafa tekið af lífi vinsælan áður áhrifamikinn herforingja í Sýrlandsher, sem hafði veitt inngripum Írana - andstöðu:
    "Last December, General Rustum Ghazaleh, head of the Syrian Political Security Directorate, had his own estate just south of Damascus blown up and also had the event filmed." - "The video, backed by melodramatic music and pledges of allegiance to Assad, was then posted online." - "Not long later, Ghazaleh was beat to death by henchmen from the Syrian secret service, two Iranians among them." - "The reason: Ghazaleh's resistance to the Shiite militias, with whom he had refused any kind of cooperation." - "The Iranian's had allegedly wanted to use his villa as its headquarters, which is why Ghazaleh had it destroyed."
    - Þarna koma vísbendingar um að Íranar nú stjórni leyniþjónustu Sýrlands.
  • Svo virðast Íranar, hafa Assad á valdi sínu - geta hvenær sem er, tekið hann af lífi ef út í þ.e. farið:
    "In July, it was the turn of General Dhu al-Himma Shalish, the decades-long head of the Presidential Guard and a close relative of Assad's." - "...his recent demotion would seem to have little to do with his corrupt business practices and more to do with his role as head of the Presidential Guard." - ""Since Shalish's departure, the Iranians have direct, physical access to Bashar," says a European diplomat with long-time contacts to Damascus. Assad is now being protected by the Iranians and they could easily get rid of him if they wanted."
    Íranar hafa m.ö.o. tekið yfir, persónulega gæslu á Assad, má þannig segja hann -de facto- í þeirra stofufangelsi, valdalausa í reynd fígúru orðna.

Spiegel segir frá ýmsu öðru, eins og því, að nú kenni trúarskólar í Sýrlandi, eingöngu kennisetningar - Shíta.
Þannig að íranski lýðveldisvörðurinn, hafi tekið yfir trúarkennslu innan Sýrlands.
Hesbollah - stjórni í reynd svæðum innan Sýrlands, við landamæri Lýbanon.

Síðan ef marka má - - Reuters, þá var það íranskur herforingi, sem -plottaði- með rússneskum herforingjum, þátttöku Rússlands nú í stríðinu innan Sýrlands: How Iranian general plotted out Syrian assault in Moscow.

Einungis eftir að allt málið var frágengið milli Írana og Rússa - hafi formleg beiðni Assads um aðstoð, verið send.

Þetta undirstriki aftur ástand fullkomins valdaleysis, Assads.
Stjórn Assads sé í reynd búinn að vera.
Það sé nú Íran -annars vegar- og Rússland -hins vegar- sem plotta sín á milli, um framtíð þess litla hluta lands sem enn er ekki annað af tvennu, undir yfirráðum ISIS eða yfirráðum annarra uppreisnarhópa.

 

Niðurstaða

Leyfarnar af Sýrlandi, virðast nú undir eiginlega -beinni stjórn Rússa og Írana. Stjórn Assad sé reynd hrunin, valdalaus orðin með öllu. Með þau 20% landsins, sem ekki er enn stjórnað annað af tvennu af ISIS eða öðrum uppreisnarmönnum - ráðskist Íranar og Rússar, meðan að stjórnin í Damascus virðist eingöngu orðin að -stimpilpúða.- Þegar Íranar - Rússar hafa tekið ákvörðun, formlega veiti Assad samþykki sitt, og þannig það lögmæti að formlega er hann enn við völd, sem forseti landsins.
__________
Hvað takmarkað friðarsamkomulag Írana og uppreisnarmanna merkir í stærra samhenginu er alls ekki gott að segja, en það má ef til vill túlka það svo - að Íranar séu hættir að reikna með því að endanlegur sigur vinnist, heldur séu þeir að vinna að einhvers konar "Plan B" sem gæti útlaggst svo, að tryggja framtíðar yfirráð svæða næst landamærum Lýbanon - Shíta væðing þeirra sé hluti af slíkri óformlegri áætlun.
Meðan að Rússar vilji forða falli strandsvæða Sýrlands, þ.s. Alavi fólkið einkum býr - og Rússar hafa flotastöð í Tartus og nú einnig herstöð við borgina Ladakia, Alavi fólkið væri sennilega vinveitt þeirra yfirráðum - sem gæti orðið rússn. "protectorate."

  • Það má vera að markmið beggja landa, séu nú orðin þetta takmörkuð.
  • Þannig að formleg skipting Sýrlands ef til vill, liggi þegar sterklega í loftinu.

 

Kv.


Áhugavert að uppreisnarmen í A-Úkraínu, hafa formlega aflýst kosningum sem þeir sögðust ætla halda þann 18/10 nk.

Ég ætla að túlka þetta þannig, að Pútín vilji alls ekki hætta á ný átök í Úkraínu, núna þegar hann er að hefja herferð í Sýrlandi. En mér virtist ljót að hætta væri á að kosning uppreisnarmanna, mundi geta leitt til stríðs að nýju.
En þeir hafa hingað til ætíð beitt -sovéskri aðferð- við sínar kosningar, þ.e. einungis eitt framboð heimilað að bjóða sig fram, m.ö.o. ekkert andstöðu framboð heimilað.
Mér virðist ljóst, að Pútín hljóti að hafa beitt þá þrýstingi, að falla frá því að halda þær fyrirhuguðu kosningar á þessu ári.

Tensions ease as Ukraine rebels agree to scrap election

"Rebel representatives said they were postponing elections planned for October 18 and November 1 in Donetsk and Luhansk until next year, according to the Donetsk-based DAN news agency."

Þetta virðist þó ekki benda til þess, að Pútín sé að afskrifa - uppreisnarmenn.
Heldur velji hann, að láta mál liggja kyrr - sennilega í von um að engin ný átök standi yfir í Úkraínu meðan að það hentar Pútín ekki, að standa í slíku.

 

Af hverju hentar það ekki fyrir Pútín að ný átök fari fram í A-Úkraínu?

Russian Soldiers Join Syria Fight :"Although President Vladimir V. Putin of Russia said he would not put troops in Syria, the plan for so-called volunteers was disclosed Monday by his top military liaison to the Parliament, Adm. Vladimir Komoyedov."

Þetta er áhugavert - að rússn. yfirvöld virðast nú kalla eftir sjálfboðaliðum til að berjast í Sýrlandi. Þetta líkist sannarlega sambærilegu ákalli er fór fram þegar átök í A-Úkraínu voru að hefjast.

En mjög mikið af Rússum hafa tekið þátt í átökum þar, en þeir voru alltaf nefndir sjálboðaliðar - leiðtogar uppreisnarmanna göntuðust með að þeir væru þarna í sumarfrýi. Mér virðist ljóst, að þar hafi farið málaliða her.

Þ.e. áhugavert að Pútín, skuli í annað sinn, kjósa að beita málaliðum.
Ég veit ekki akkúrat hvers vegna - en það má velta því fyrir sér, hvort þeir eru ódýrari.
T.d. lægra kaup - eða að ekki gildi sama um málaliða og hermenn, að ef þeir farast þá fái ættingjar bætur; m.o.ö. gætu málaliðarnir verið peningasparnaðar-aðgerð.
Svo má vera, að málaliða sé auðveldara að afskrifa, ef mál fara fyrir rest illa.

_________________

En af hverju það sennilega hentar ekki Pútín, að stríð fari af stað í Úkraínu á þessu ári, stendur sennilega einmitt í tengslum við það, að Pútín sé að hefja þátttöku í öðru stríði.

En ég stórfellt efa, að Rússland geti staðið undir - tveim stríðum samtímis.

  1. Ég tel að auki að ástæða þess að Pútín sé að demba sér inn í átök í Sýrlandi, akkúrat núna - sé að vígsstaðan hafi verið orðin stórfellt varasöm fyrir Assad.
  2. Þetta hafi verið val um að, verja Assad falli. Eða, að afskrifa Assad.

Uppreisnarher hafi verið farinn að gera atlögu að Ladakia héraði, öðru af tveimur strandhéröðum Sýrlands. Þar sem einnig búa margir stuðningsmenn Assads.

M.ö.o. atlaga að sjálfum kjarna valda Assads.
Þannig að ekki hafi verið um annað að ræða fyrir Pútín, en að koma Assad til bjargar.
Ef hann ætlaði ekki að afskrifa ítök Rússlands í Sýrlandi.

 

Niðurstaða

Það virðist því stefna á að allt verði með frið og spekt í Úkraínu á þessu ári a.m.k. Því að það hentar Pútín akkúrat núna, að átök liggi niðri - meðan að Rússland er önnum kafið við það nýja verkefni, að forða stjórn Assads frá því sem virðist hafa verið yfirvofandi hrun. Að sókn sameinaðs liðs uppreisnarmanna, mundi hefja innreið í strandhéröð landsins.
Ef þau hefðu fallið, þá mundi Assad hafa misst aðgengi að hafinu, og þess utan átt einungis eftir héröð meðfram landamærum við Lýbanon.

Í strandhéröðum landsins, einnig býr það fólk -alavi fólkið- sem er kjarni stuðnings meðal íbúa við stjórn Assads. Þannig að Assads getur alls ekki misst það svæði.
Það þíddi mjög sennilega, að stjórn hans væri mjög fljótlega í kjölfarið búin að tapa stríðinu alfarið.

Aftur á móti, grunar mig að björgunartilraun Pútíns muni dragast á langinn, þegar Saudar -sem hafa þegar gefið út að þeir eru líklegir til að senda uppreisnarmönnum meira af vopnum og fjármagni- mæta framlagi Pútíns og Írans.
Það getur þítt, að í framhaldinu skapist rútína þ.s. "tit-for-tat" Rússar/Íranar auka sitt framlag, og síðan Saudar og Flóa Arabar á móti.
Og átök fari í stigmögnun.

  • Ef svo fer, að Pútín verður enn í átökum á nk. ári innan Sýrlands, gæti skapast áhugaverð staða í Úkraínu - en þá gæti vandast mál fyrir Pútín að halda uppreisnarmönnum gangandi, ef kostnaður er í hröðum vexti við hitt stríðið.

 

Kv.


Financial Times vekur athygli á augljósri kreppu hættu í Asíu

Sjá: Emerging Asia: The ill wind of deflation.

Líkleg ástæða vandans má sennilega rekja til samdráttar í fjárfestingum í Kína - en eins og sjá má á myndum, þá er skulda-aukning atvinnulífs hröð -en er enn hraðari í Kína- en meðaltalið yfir Asíu á einni skannmyndinni sýnir.
Það sé komið að þeim punkti, að atvinnulífið gat ekki lengur haldið dampinum uppi, skuldir og fjármögnunarkostnaður hafi verið í hraðri aukningu síðan bætist við léleg arðsemi fjárfestinga - sem er rökrétt afleiðing þegar offjárfestingar fyllerí er í gangi.

  1. Þegar snögg dregur úr fjárfestingum.
  2. Þá snögg dregur úr eftirspurn eftir þeim varningi, sem notaður er til uppbyggingar sbr. málmar.
  3. Það virðist að auki, minnka eftirspurn eftir vinnu-afli, sem seti þrýsting á laun, og neyslu - þannig að samdráttur í hrávörum t.d. kaffi, sem fer beint til neytenda, hefst einnig - bitnar t.d. á Brasilíu, sem ekki er með í samanburði yfir Asíu.
  4. Þegar margir eru samtímis að -minnka við sig, þá minnka einnig tekjur margra fyrirtækja.
  5. Sem er slæmt, þegar skuldir hafa hækkað svo mikið að meðaltali hjá fyrirtækjum sem ljóst er að hefur gerst allra sl. 5-6 ár.

Nettó útkoman virðist benda til kreppu framundan.

 

Asíukreppa virðist sennileg

Eins og sést á myndinni að neðan - þá virðist komin verðhjöðnun í söluverð framleiðslufyrirtækja í Asíu - þar af 42 mánuði samfellt í Kína.

Áhættan er sú, að fyrirtæki verði gjaldþrota - þegar tekjur skreppa stöðugt saman.
Fjölda-gjaldþrota atburður getur verið framundan.

Skannmyndin er dálítið dauf - en löndin eru talin frá ofanverðu; Indónesía, Hong Kong, Tæland, S-Kórea, Indland, Malasía, Kína, Filipseyjar, Singapore, og Tævan.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/asia_troubles_0001.jpg

Samdráttur er í hagnaði fyrirtækja í Asíulöndum fyrir utan Japan, mynd að neðan.
Þetta einnig styrkir ótta um hugsanlegan fjölda-gjaldþrots atburð framundan.

Eins og sést á skannmynd, þá er samdráttur í útflutningsvirði viðkomandi landa greinilega til staðar, en það sést ekki vel vegna daufrar skannmyndar - að þ.e. seinni hluta 2015 sem seinni niðursveiflan á kúrfunni hefst - og greinilegur samdráttur útflutningsverðmæta er í ár 2015.
Sjá hægra megin á kúrfunni.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/asia_troubles_0002.jpg

Eins og fram kemur í textanum, þá hafa skuldir fyrirtækja í Asíu, fyrir utan fjármálafyrirtæki, aukist - - 5 falt á einum áratug.
Bróðurpartur þeirrar skulda-aukningar atvinnulífs, sé innan Kína.

Þetta er að sjálfsögðu varasamt í ljósi samdráttar tekna og hagnaðar fyrirtækja.

Aftur er myndin dauf - en þ.s. sést þó er að kúrfan er mjög upp á við.
Og að hún mælir vöxt skulda fyrirtækja í nýmarkaðslöndum Asíu.
Mjög hraður vöxtur er frá 2009 - sjá hægri hluta kúrfunnar frá miðju.
Er nú meðaltalið í 125% af þjóðarframleiðslu, úr ca. 80% af þjóðarframleiðslu á 6 árum.

Það er þessi mikli hraði í aukningu skulda fyrirtækja er vekur ugg.

 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/asia_troubles_0003.jpg

Eins og sést, er það rökrétta að gerast, að þegar þrengir að hjá fyrirtækjum, þá vex aðhald að launahækkunum.
Þetta auðvitað kemur niður á aukningu neyslu.

Hún eðlilega fer í samdrátt, ef launa-samdráttur hefst. Sem kemur í ljós síðar hvort gerist.

Enn eina ferðina er myndin dauf - en þ.s. hún sýnir, er að launahækkanir í Asíu fyrir utan Japan, taka snögga dífu 2009 - sem væntanlega þíðir tímabundna launafrystingu, síðan er snögg stór aukning, en sjá hægri hlið kúrfunnar þá eftir 2010, fer aftur að draga úr hækkunum launa - þær eru ekki alfarið hættar; kúrvan er ekki enn neikvæð.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/asia_troubles_0004.jpg

Myndin að neðan, sýnir minnkun í sölu og minnkun í tekjum fyrirtækja í Asíu fyrir utan Japan.

Gott og vel, eina ferðina enn er myndin dauf - ljósari línan er tekjur, dekkri línan er sala - gildir fyrir fyrirtæki í Asíu fyrir utan Japan.
Hápunkturinn í tekjum/sölu er 2011 -> Eftir það er greinileg minnkun, síðan aftur hefst minnkun 2014, seinni dífan eftir hápunktinn.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/asia_troubles_0005.jpg

--------------

Það sem maður les úr þessu, er þróun sem sterklega virðist benda til þess að framundan sé sennilega fjölda-gjaldþrots atburður í atvinnulífi, sérstaklega Kína, en sennilega einnig í öðrum ný-iðnvæðandi löndum Asíu.

 

Niðurstaða

Ég hef sosum ekker við þetta að bæta, en það að þróunin bendi til kreppu framundan í Asíu. En það sé sennilega ekki unnt að tímasetja upphaf hennar - en sennilegt virðist að hún hefjist innan nk. 2-3 ára, eða jafnvel fyrir lok þessa árs.


Kv.


Það verður að bæta eftirlit með bifreiðaframleiðendum í Evrópu

Það sem svindl Volkswagen - Audia - Seat - Skoda samsteypunnar vekur athygli á, er ekki síst það atriði - að sl. 15-20 ár hefur verið síbreikkandi bil milli fullyrðinga framleiðenda um mengunarútblástur samtímis um eyðslu.

  1. Þetta hefur gerst samhliða áherslu ríkja Evrópu á minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda, samhliða ahliða minnkun megunar frá nýjum bifreiðum.
  2. Samtímis virðist því miður, eftirlit með bifreiðaframleiðendum -> Ekki hafa verið aukið.

1-kynslóð af Volkswagen rúgbrauði

Vandinn sé sennilega að kerfið eins og það er - hvetur til svindls

Kerfið í Evrópu og Bandaríkjunum - er eins að því leiti, að bifreiðar eru skoðaðar af einkareknum skoðanafyrirtækjum.
Þau keppa um viðskipti frá bifreiðaframleiðendum.

  1. Í Bandaríkjunum er þó samhliða - einnig opinbert eftirlitskerfi.
  2. Er tekur stikkprufur - til að prófa hvort að birtar niðurstöður standast.
  3. Og ekki síst, opinbera skoðunarstofan, getur hvenær sem er - ákveðið að prófa gerð af bifreið, jafnvel þó hún sé ekki ný á markaði - ef henni berast vísbendingar að rétt sé að framkv. tékk.

Það síðasta einmitt gerðist í tilviki Volkswagen, að opinberu prófunastofunni í Bandaríkjunum, bárust kvartanir - og tekin var ákvörðun um að tékka á samræmi fullyrðinga Volkswagen á mengun tiltekinna diesel véla og hvað próf opinberu prófunarstofunnar mundu leiða fram.

Og viti menn, það var vítt bil milli fullyrðinga Volkswagen og mælinga opinberu prófunarstofunnar.
Þetta var fyrir rúmu ári - Volkswagen fékk tíma til að útskýra málið, fyrst báru þeir fyrir sig -tæknigalla- en þeir gátu ekki boðið fram á annað eintak af bifreið með sömu vél, sem gat staðist prófin eða sýnt fram á að fullyrðingar Volkswagen um lága mengunarstuðla væru réttar.

Á endanum fyrir skömmu, viðurkenndi Volkswagen svindl.

Rétt er að nefna, að ekki fyrir mörgum árum - þurfti Hyunday/Kia samsteypan að greiða háar skaðabætur í Bandar. - þegar fullyrðingar um eyðslu, stóðust ekki.
Það finnst mér þó smærri glæpur - en ljúga til um mengun af því tagi, sem drepur fólk, þ.e. "nytur-oxíð" mengun.

  1. En Volkswagen samsteypan virðist hafa framleitt vélarnar vísvitandi með hugbúnaði, sem innihélt 2-stýriprógrömm.
  2. Þegar tölvan veitti því athygli að verið var að prófa bílinn, hafi prógramm sem minnki mengun, virkjast - ástæða að það sé ekki notað dags daglega, virðist að á móti skili vélin verulega minna afli og óhagstæðari eyðslu.
  • Volkswagen hafi ekki getað samtímis - uppfyllt mengunarstaðla.
  • Og skilað vélum er voru hagkvæmar í rekstri og skiluðu því afli sem kaupendur væntu.

Gamli góði voffinn - sennilega 1303

Í Evrópu virðist vanta sambærilegt opinbert eftirlit eins og Bandaríkin viðhafa

Án þess að til sé staðar -opinber eftirlitsaðili- sem ekki sé með nokkrum beinum hætti háður vilja bifreiðaframleiðendanna - -> Þá skapi kerfið sterkar hvatir til svindls.

Ég hef heyrt að bilið milli veruleikans um mengunarmælinga.
Og fullyrðinga bifreiðaframleiðenda, sé orðið svo vítt sem 40% að meðaltali - í Evrópu.

  1. En án opinbers eftirlits, séu - einkareknu skoðanafyrirtækin ofurseld vilja bifreiðaframleiðendanna.
  2. Skoðunarstofurnar keppa um viðskipti framleiðendanna.
  3. Sem leiði fram - lægsta samnefnarann.

Dæmi um svindl

  1. - speglar teknir af,
  2. - dekk höfð með alltof miklum loftþrýstingi,
  3. - alternatorar teknir úr sambandi,
  4. - teipað fyrir loft-inntök véla, og glufur meðfram hurðum.
  5. - vélar keyrðar upp, með óraunsætt lítilli hröðun, og háum gír.
  • Þannig verði prófin í litlu samhengi við raunveruleikann.
  • Það þarf ekki að vera að aðrir bifreiðaframleiðendur - hafi til viðbótar þessu, framleitt vélar með svindl-stýrikerfum.

Þetta er augljóst á svið við markmið ESB - að minnka meðal-mengun og eyðslu bifreiða.
Að það virðist sem að horft sé framhjá - stórfelldu og vísvitandi svindli.

Það sennilega þíði, að þó uppgefnar tölu sýni fram á að bifreiðaframleiðendur, séu að fylgja settum markmiðum um - minnkun mengunar í útblæstri.

Sé afar sennilegt að í vaxandi mæli fari bilið milli þeirra markmiða - og raunveruleikans sífellt breikkandi.

 

Niðurstaða

Það kemur sennilega einhverjum á óvart - að land hins frjálsa einka-framtaks, Bandaríkin. Skuli hafa betra eftirlitskerfi en aðildarlönd ESB. En það sýnir sig, að engin kærumál um svindl hafa komið fram í Evrópu sl. 20 ár - meðan að þau koma reglulega upp í Bandaríkjunum, vegna þess að þar er veitt aðhald -> Meðan að ekkert raunverulegt aðhalda virðist til staðar gagnvart bifreiðaframleiðendum í Evrópu.

Það virkilega þarf Evrópa að bæta.

 

Kv.


Inngrip Pútíns í rás atburða í Sýrlandi er atburður vikunnar - klárlega til þess að forða yfirvofandi hruni Assad stjórnarinnar

Ég held að það blasi við - eftir að ég hef tékkað á fréttum um stöðu mála í Sýrlandi - að inngrip Pútíns sé neyðaraðgerð til að bjarga Assad frá hruni. En Pútín hefur sett duglegt spinn á þetta. Sett fram - björgun Assads. Sem stríð gegn ISIS. Og heldur á lofti þeirri kenningu, sem er vinsæl hjá sumum netverja, að Assad sé hvorki meira né minna en - vonarstjarna. Haldreipi gegn ISIS - án hans sé öll von um stöðugleika fyrir bý.

Bendi fólki á að taka eftir borginni Idlib á kortinu.
Og samnefndu héraði - en það féll í sumar.
Uppreisnarherinn sem tók það, hefur hafið árásir á Ladakia hérað - sjá kort.

  1. Með því að horfa á kortið - sjá staðsetningu Ladakía héraðs, þá sést vel hve graf alvarleg staða Assad stjórnarinnar er orðin.
  2. Uppreisnarherinn sem kallar sig -sigurherinn- eða -army of conquest- hafi verið að hefja innreið beint inn í kjarna héruð þau sem Assad á enn eftir.

Með þá vitneskju - þá virðist mér klárt að fyrir Pútín vaki, að forða því sem sannarlega lítur út annars sem - yfirvofandi hrun og lokaósigur Assads.

En þá er það spurning - hvort Pútín geti forðað hruni Assads?
En saga stórvelda - sem blanda sér í innanlands átök, og glíma við víðtækar innanlands uppreisnir, er sannarlega ekki stórglæsileg.

  • Allir ættu að muna eftir Víetnam, en auk þess, þá töpuðu Bandar. einnig í Nígaragúa.
  • Sovétríkin -Rússar ættu muna- fóru ófarir í Afganistan.

Stóra spurningin er m.ö.o. - - hve miklu er til fórnandi að halda Assad á floti?
En þegar er ljóst skv. hótun utanríkisráðherra Saudi Arabíu, sem ég fjallaði um í vikunni, að Saudar mjög sennilega - munu auka sitt framlag til andstæðinga Assads.
Það virðist ljóst, að Saudar og Flóa Arabar eiga næga peninga, til að auka vopnasendingar og fjármögnun uppreisnarhópa, til að mæta hverju því sem Rússland mundi við bæta.

  • Það virðist a.m.k. klárt, að ef framlag Rússlands er einungis, loftárásir með úreltum hervélum, þá mun það framlag fljótlega fjara að mikilvægi - þegar Saudar mæta því með gagnaðgerðum, t.d. að útvega uppreisnarmönnum, loftvarnar-eldflaugar, sem gamlar úreltar vélar eru án vafa í hættu gagnvart.
  • Þ.e. þá spurningin, hvort að Rússar - munu vera tilbúnir til þess, eins og þegar Bandaríkin hófu smám saman, skref fyrir skref, þátttöku í Nam, á fyrri hl. 7. áratugarins, að senda sífellt fjölmennari hópa af eigin herliði?

En þá kemur auðvitað sú hætta, að lenda í svipuðu vandamáli og Kanar lentu í Nam, eða í öðrum samanburði - Ísraelar í Lýbanon á 9. áratugnum, að þeir eru að glíma við stöðugar árásir - stöðugt mannfall, og þeir megna ekki með aðgerðum sínum - að knýja fram sigur.

Það er töluverður hópur, sem heldur upp á Pútín - sem er í skýjunum, vegna þess hve Pútín í þeirra augum -á að hafa snúið á Obama.
En á móti, má alveg eins halda því fram, að það sé Obama sem sé sá snjalli, því hann hafi hingað til þverneitað að senda fjölmennt herlið til Sýrlands.

  • M.ö.o. - - hver er kjáninn? Sá sem tekur áhættuna? Eða sá sem tekur hana ekki?

Það veltur á því - hverju menn trúa að atburðarásin í framhaldinu verði.

En ég er persónulega afar afar skeptískur á að Pútín takist að knýja fram nokkurt annað en það, að forða a.m.k. um einhvern tíma - hruni Assads stjórnarinnar.
En á móti, dragist stríðið á langinn. Átök verða sennilega harðari, vegna inngripa Rússa á meðan - og vegna þess að flest bendir til þess að nokkur herstyrkur frá Íran, verði með.

En lokasigur - - verði án efa, alltaf utan seilingar. Þess í stað, verði þetta bitur átök, með stöðugu mannfalli.

Ég er persónulega með Obama í þeirri afstöðu - að það hafi verið rétt ákvörðun, að senda ekki á staðinn - fjölmennt herlið.
Þeir sem heimta þannig aðgerðir - tala síðan um aðgerðaleysi.

 

Þegar menn hefja Assad til skýjanna - er það augljóst spinn

Einhvern veginn, þá gleyma þeir einstaklingar alfarið - að Assad átti möguleika til að forða almennum borgaraátökum.

  1. Tökum t.d. Ben Ali af Túnis.
  2. Í stað þess að senda herlögregluna á lýðinn, þá steig hann upp í þotu og býr nú erlendis.

Það voru viðbrögð Ben Ali, við akkúrat sama vanda og skall yfir Sýrland sama vor, þ.e. hreyfing sem nefnd er -Arabíska Vorið- þegar bylgja mótmæla fór úr einu landi yfir í það næsta í N-Afríku.

Menn geta rifist um það - hver hafði rétt fyrir sér.
En í Túnis skall ekki á borgarastríð.
Þar var landið ekki lagt í rúst.
Þaðan flýja ekki flóttamenn milljónum saman.
Þar hefur ekki mikill fjöldi látið lífið.

-------------Gott og vel, en þetta er ekki eini möguleikinn, flótti.

Assad hefði einnig getað, þegar útbreidd mótmæli hófust, ákveðið að hefja viðræður við foringja mótmælahreyfingarinnar - - en mánuðum saman sumarið 2011, þá stóðu yfir mjög útbreidd götumótmæli.
Krafan - aukin lýðréttindi, að kosningar hefðu raunveruleg áhrif um stjórnun landsins.
Hvort tveggja sem er sjálfsagður hlutur t.d. á Íslandi.

En besti möguleikinn til að semja - var auðvitað áður en blóðug átök hófust.

---------------Þessu má einnig líkja við þegar A-tjalds ríkin hrundu.

En málið er að í öllum tilvikum nema einu, fóru valdaskipti eins friðsamlega fram haustið og veturinn 1989-1990, og í Túnis.
En það hefði mjög mjög vel - getað farið miklu mun verr.
Ef kommúnískir leiðtogar landanna, hefðu eins og -tja Assad- tekið þá ákvörðun, að skjóta á múginn.

  • Þá hefðum við getað orðið vitni að mjög blóðugum borgaraátökum í A-Evrópu.
    Eins og nú í Sýrlandi.

Ég er í engum vafa um, að viðbrögð Assads - réðu þeirri útkomu.

  1. Þess vegna hef ég ályktað að - mannfallið 300þ. og 12 milljón á faraldsfæti, sé allt honum að kenna.
  2. Einnig að ISIS varð að alvarlegu vandamáli, en þ.e. þegar uppreisn í Sýrlandi verður að vopnaðri uppreisn í kjölfar þess að Assad skipar að vopnum sé beitt á múginn, og uppreisn brýst þá fram innan hersins - - - en þá klofnar herinn.
  3. Hluti hersins fer þá að berjast við þá hluta sem halda áfram að samþykkja skipanir frá Assad - - þau átök rökrétt leiða til þess að sá hluti stjórnarhersins sem lýtur Assad - ræður ekki lengur við það verk, að viðhalda stjórn innan alls landsins.
  4. Það myndast m.ö.o. valdatóm á stórum svæðum, sérstaklega svæðum fjær þettbýlustu svæðunum, þ.e. svæðum nærri landamærum Íraks. Og inn í það valdatóm - - stingur ISIS sér 2013, eða 2-árum eftir að átök hefjast.
  • M.ö.o. er það valdatómið er myndast vegna uppreisnarinnar, að tapa stórum hluta hersins og þurfa að berjast við þann hluta hersins er hefur gert uppreisn - sem leiðir fram ástand sem ISIS getur hagnýtt sér, til að ná stjórn á stórum landsvæðum innan Sýrlands.
  • Án þess valdatóms, hefði ISIS aldrei getað byggt sig upp á svæðum innan Sýrlands, og síðan gert innrás af þeim svæðum inn í Írak - til að hrifsa þar einnig yfirráð yfir stórum svæðum.

Þetta er m.ö.o. það sem er að kenningu þeirra sem - líta á Assad sem lausn.

Að hann er sá aðili - sem bjó til vandann. Og því merkilegt að líta sama aðilann, lausnara.

Svo auðvitað - vegna grimmdar hers Assads, 300þ. látnir og 12 milljón heimilislausir, þá er að sjálfsögðu komið gríðarlega útbreitt haturs ástand - meðal íbúa landsins.

Sem ég tel gagnast ISIS gríðarlega vel, þ.e. að það hatur sem Assad hafi skapað - -> Tryggi ISIS öruggan og stöðugan straum nýrra fylgismanna.

Ég vil að sjálfsögðu meina, að svo lengi sem Assad sé haldið á floti - þá muni hatur fólks á Assad, halda áfram að gagnast ISIS til að hala inn nýja fylgismenn.

 

Mjög margir stórfellt vanmeta - neikvæð áhrif þess haturs sem morðóðir stjórnendur skapa með morðóðu atferli sínu

Tek sem dæmi Saddam Hussain - þ.e. algerlega rétt, að svokölluð "de-Bathification" stefna hafi haft veruleg neikvæð áhrif innan Íraks -> Skapað óánægju innan Íraks, meðal Súnníta, er ISIS hafi fært sér í nyt - er ISIS hélt innreið ínn í Írak 2014.

En þeir sumir - - skilja bersýnilega ekki, af hverju þeirri stefnu var haldið til streitu.

  1. Höfum í huga, að í augum meirihluta Shíta í Írak - er Bath flokkurinn litinn svipuðum augum, og t.d. Nasista-flokkurinn í Þýskalandi Hitlers.
  2. En í kjölfar átaka við Bush forseta eldri, þegar Bush rak Saddam Hussain frá Kuvæt. Þá hófst uppreisn í Shíta héruðum Íraks. Sem Saddam Hussain barði niður með óskaplegri hörku - 300þ. sagðir hafa látist.
  • Punkturinn er, að þegar leiðtogi drepur 300þ. manns.
  • Þá skilur það eftir gríðarlegt haturs ástand meðal fólksins í landinu er lifði af.

Mjög margir vanmeta - - slík hatur.
Þau áhrif er það hefur.

En það er enginn vafi í mínum huga - að akkúrat þetta hatur, leiddi fram þá afstöðu Shíta stjórnarinnar í Bagdad - en í kjölfar innrásar Bush forseta yngri, þá var meirihluti Shíta leiddur til valda í Írak - -> Að alla þá sem áður tilheyrðu Bath flokknum, ætti að útiloka frá öllum opinberum störfum.

Höfum í huga, að eftir Seinna Stríð, voru fyrrum meðlimir Nasista flokksins, almennt útilokaðir - með svipuðum hætti.

Að hatur Shíta - kom í veg fyrir að "de-Bathication" væri hætt.
Þó Bandaríkin þrýstu á Maliki er lengi var forsætisráðherra Shíta, um að leggja þá stefnu af.

  • Svo auðvitað kallaði hatrið sem - Saddam Hussain bjó til meðal sinnar þjóðar.
  • Til blóðþorsta, er spratt fram - er Bandaríkin tóku stjórn Saddams Hussain niður, og blóðhefndir Shíta á hendur Súnnítum fljótlega hófust.

Sá hefnarþorst hefði að sjálfsögðu ekki verið til staðar.
Ef stjórn Saddam Hussain hefði verið með allt öðrum og manneskjulegri hætti.

-----------------

  1. Þetta er einmitt atriði er margir, sem aðhyllast kenninguna um stöðugleika undir blóðþyrstum einvöldum.
  2. Að slíkir með einmitt sinni valdnýðslu og ofbeldi, sá hatri meðal sinna landsmanna er vex smám saman, og á einhverjum enda verður landið að púðurtunnu er þarf bara neista.

Ég tel enga frekari skýringu þörft á því - af hverju Sýrland sprakk upp.

Áratuga valdnýðsla og ofbeldi Assadanna - sé næg skýring þar um.

  • Og að sjálfsögðu hafi Assad síðan 2011, eftir 300þ. látna og 12 milljón komna á vergang, búið til gríðarlega mikið af nýju hatri.

Það sé á þessu hatri.
Sem ISIS vaxi innan Sýrlands - eins og púkinn á fjósbitanum.

  1. Það sé einmitt það hatur sem ég met það varasamt, að áframhaldandi tilvist Assad stjórnarinnar.
  2. Sé klárlega nettó neikvæð.
  • Því svo lengi sem Assad stjórnin haldi velli, sé tilvist þess haturs - að hvetja fólk til að ganga öfgahreyfingum á hönd, tilvist Assads m.ö.o. styrki öfgahreyfingar frekar en að veikja þær.
  • Og að sjálfsögðu skapar það hatur, gríðarlega hættu á blóðhefndum, gagnvart stuðningsmönnum Assads, ef og þegar Assad stjórnin tapar.

Að sjálfsögðu hafa þeir stuðningsmenn - a.m.k. að einhverju leiti, unnið sér það inn.
Það er ekki eins og gríðarleg fjöldadráp - hafi engar afleiðingar.

 

Niðurstaða

Eins og fram kemur, þá hafna ég kenningunni um - stöðugleika undir blóðþyrstum einvöldum. En menn gjarnan horfa til áranna þegar ekki voru átök. En málið er, að einmitt á þeim árum - var sú spenna innan viðkomandi lands smám saman að byggjast upp. Er síðan sprakk fram í þeim ofsa átaka er síðar varð.
Ég vil meina að harðstjórnirnar sjálfar beri mjög mikla ábyrgð á því, að þeirra lönd sprungu í tætlur í ofsa haturs og morða.
Hafna því með öllu, að slíkt stjórnarfyrirkomulag leiði fram stöðugleika.

Þvert á móti ætti einmitt það að sýna fram á óstöðugleika þess valdforms, og hættuna sem því fylgi - - hvernig 3-lönd þ.s. áður sátu mjög grimmir harðstjórar hafa flosnað upp í borgaraátökum.
Við séum þar að sjá -svarta gallið- sem harðstjórarnir sjálfir bjuggu til, brjótast fram.
Eins og að ef það myndast graftarkýli, og ef stungið er á kýlið vellur gröfturinn fram.
En ef ekki er stungið á það, þá mun það samt springa og gröfturinn fram vella á einhverjum punkti.
______________

Eins og sést er ég hvorki aðdáandi Assads - né Pútíns.
Mér virðist ljóst að Pútín sé einmitt að gera tilraun til að bjarga - Assad.
Það sé sennilega töluverð örvænting í þeirri tilraun.

Sem Pútín breiði yfir með - pólitísku spinni.

 

Kv.


Áhugavert að Pútín tímasetur upphaf loftárása í Sýrlandi, rétt fyrir mikilvægan fund um Úkraínu við Merkel, Hollande og Poroshenko

Þetta hefur skapað vangaveltur um það að Pútín vilji tengja stríðin 2-saman með einhverjum hætti, en hann segist vera með -bandalag gegn ISIS- og hefur uppi tilboð til hvers sem er, að ganga í það bandalag.

Syria and Ukraine: two fronts in Russian war for influence

Þó að loftárásir fyrstu 2-dagana virðast beinast eingöngu að herjum annarra uppreisnarmanna, sérstaklega að her sem nefnist "sigurliðið" sem er -samvinnuher- nokkurra uppreisnarhópa, sem hafa sameinast um það markmið að sigrast á Assad - í stað þess að beina spjótum hver að öðrum.

A Look at the Army of Conquest, a Prominent Rebel Alliance in Syria

  • Þessi her tók fyrr á árinu, allt Idlib hérað, þannig að Sýrlands stjórn - stjórnar ekki lengur landi er nær að landamærum Tyrklands.
  • Að auki hefur sá her, hafið árásir á Ladakia hérað við ströndina, einmitt þ.s. herstöðin er við flugvöll Ladakia borgar, þ.s. Rússar hafa nú komið upp nýrri herstöð til árása á uppreisnarmenn.

Þessi sókn -sigurhersins- er augljóst stórfelld hætta fyrir þær hersveitir sem eftir eru af stjórnarhernum - - en Ladakia hérað, er eitt af þeim héröðum þ.s. Alavi fólk -kjarni stuðnings Assads- býr.

Reuters hefur eftir sýrlenskum yfirvöldum, að hundruðir íranskra hermanna séu á leið til Sýrlands, og til standi að blása til nýrrar sóknar - gegn einmitt "sigurhernum."

Assad allies prepare ground attack in Syria 

Rússar virðst beita úreltum flugvélum í Sýrlandi, þ.e. Sukhoi Su-24 Fencer

Og - Sukhoi Su-25 Frogfoot

Þessar vélar eru - áratugagamlar, frá dögum Kalda-stríðsins. Þetta sýnir vel hve vopnabúnaður Rússa, er mikið til - úreltur.

Það mundi koma mér mjög á óvart, ef Saudar redda ekki uppreisnarhernum snarlega - loftvarnarflaugum.
En þegar blásið verður til sóknar gegn -sigurhernum- þá mun það skipta þann her miklu máli, að geta dregið mjög veruega úr skilvirkni loftárása Rússa.
En loftvarnarflaugar jafnvel þó þær nái ekki þeim öllum, þá einnig minnka þær mjög mikið - nákvæmni árása.

Þessar gömlu týpur - eru ekki með nokkrum hætti "torséðar á radar" þannig að hátækni loftvarnarflaugar ættu að eiga frekar auðvelt með að ná miði á þær, og halda því.

 

Augljóslega á ESB að hafna öllum tengingum milli stríðanna 2-ja

Tilboð Pútíns um -samvinnu- um átök í Mið-Austurlöndum. Er eftir allt saman - ákaflega eitrað. En það felur í sér - - > Stuðning við Assad, en her hans hefur valdið óskaplegu manntjóni a.m.k. 300þ. flestir almennir borgarar, og líklega bróðurparti þeirrar eyðileggingar íbúðabyggðar, sem hefur gert 12 milljón manns, heimilislaus.

Þessi átök hafa að auki í dag sterkt - trúarívaf. Þ.e. Íran og Hesbollha eru Shítar, Sýrlandsstjórn er í reynd minnihlutastjórn Alavi fólksins í Sýrlandi - sem býr einkum við ströndina t.d. í Ladakia héraði.
Samtímis sem að uppreisnarhópar eru - Súnní Múslimar. Og rétt að nefna að 70% íbúa landsins fyrir stríð, voru Súnní.

Í ljósi óskaplegrar grimmdar Alavi stjórnarinnar, virðist sennilegt að haturs ástand ríki milli Súnní Araba meirihluta landsmanna - og stjórnarinnar.
Að þar af leiðandi, sennilega halli sá hluti íbúa landsins sér að uppreisnarhópum.

Hatrið að sjálfsögðu - kallar fram mikla hættu fyrir íbúa Ladakia héraðs, þ.s. íbúar séu sennilega meirihluta að styðja stjórnina.
En augljós hætta er sennilega á - - blóðhemdum, m.ö.o. fjöldamorðum.

Því miður eru blóðhemdir alltof oft fylgifiskar borgarastríða.
En borgarastríð verða því miður sögulega gjarnan afar grimm.
Fjöldamorð frekar dæmigerð - en undantekning.
_________________

Ég sé ekki að ESB hafi nokkuð að gera með það - að hengja sig á þetta stríð.

Allra síst í bandalagi við Pútín.

  1. En ég held þvert á móti að afskipti Rússa -minnki flóttamannastraum.
  2. Að þau muni líklega auka hann.

En höfum í huga, að skv. fréttum þá bendir flest til að bæði Rússar og Íranar, ætli í beina þátttöku - -> Utanríkiráðherra Saudi Arabíu, hefur þegar hótað að senda meiri vopn og peninga til uppreisnarhópa.

  • M.ö.o. virðist augljóst nettó útkoma benda til, harðnandi átaka.
  • Líklega verði mjög harðar orrustur milli -sigurhersins- og Írana/Rússa/liðs Assads, þegar sameiginleg sókn þeirra hefst - meðan að loftárásir Rússa standa yfir.

Ég væri vikilega mjög hissa - ef loftvarnarflaugar dúkka ekki fljótlega upp, í höndum uppreisnarhópa.

 

Um hvað snýst deilan um í Úkraínu akkúrat núna?

  1. Úkraínuþing hefur samþykkt lög, sem heimila mjög aukið sjálfs-forræði fyrir héröðin Luhansk og Donetsk.
  2. En skilyrðið er að almennar héraðs kosningar skv. lýðræðisreglum fyrst fari fram.
  • Uppreisnarmenn segjast ætla að hafa eigin kosningar þann 18/10 nk.
  • Hingað til hafa kosningar af þeirra hálfu, ætíð farið fram með sovéskri aðferð, þ.e. einungis einn listi í boði, engri stjórnarandstöðu heimilað þátttaka.
  • Slíkar kosningar eru að sjálfsögðu gersamlega ómarktækar - - > En bersýnt að tilhögun með þeim hætti, er ætlað að tryggja uppreisnarforingjum áfram völd yfir þeim svæðum innan héraðanna tveggja, sem þeir stjórna.

Punkturinn er auðvitað sá - að það að þeir hafna því að taka þátt í almennum kosningum skv. lýðræðisreglum, þ.s. allir íbúar hvors héraðs á kosninga-aldri mundu kjósa.

Bendir sterklega til þess, að þeir telja sig ekki hafa - nægan stuðning íbúa.
En þessi hegðan þeirra er rökrétt í þannig samhengi.
Að auki bendi flest til þess, að Pútín í reynd stjórni þeirra hegðan í einu og öllu, enda fjármagni hann þeirra svæði gersamlega - og sá sem heldur um budduna að sjálfsögðu ræður.

  1. Það m.ö.o. mundi þíða, að Pútín mundi halda svæðum er í reynd væru undir hans stjórn.
  2. Þetta að sjálfsögðu hefur hann ekkert samþykki fyrir.
  3. En líkur um að á fundinum -um nk. helgi- muni hann gera sitt ítrasta, til að halda halda sínum mönnum.

Að sjálfsögðu á ekki að samþykkja þann gerning, að hans menn stjórni með algerlega ólýðræðislegum hætti - umtalsverðum svæðum í A-Úkraínu.

En sovéskar kosningar eru ekki lýðræðisleg mæling á vilja íbúa - það gildi sama um þá kosningu er fór fram á Krím, að þegar aðferðin er -sovésk- þ.e. einungis eitt framboð heimilað, er ekki unnt að líta á kosningu sem lögmæta.

------------

Ég lít á það sem staðfestingu þess, að Úkraínumálið hafi aldrei snúist um hagsmuni íbúa A-Úkraínu.
Að Pútín sæki svo fast að halda sínum mönnum, þeim er hann stjórnar.

Enda - hefur Úkraína gefið eftir það að A-Úkraína fái verulega sjálfsstjórn.

En þá að sjálfsögðu - það eðlilega, að þá fái íbúar þeirra svæða sjálfir, að ráða því hverjir stjórna þeim - en ekki Pútín.

 

Bendi á að staða Pútíns getur verið veikari nú, eftir að hann hefur ákveðið að hefja átök í Sýrlandi

En það kostar að sjálfsögðu töluvert fyrir Rússland, að halda uppi stríði í Sýrlandi, með eigin liðsmönnum.
Það væri verulegt álag fyrir Rússland - að halda síðan uppi öðru stríði samtímis í A-Úkraínu.

Ég hef efasemdir um að efnahagur Rússlands sé fær um að bera - 2 stríð samtímis.

Þannig að mjög sennilega vill Pútín ekki að átök í Úkraínu fari af stað, akkúrat núna.
Sem þíðir - - að það getur verið til staðar sá möguleiki, að beita þvert á móti Pútín þrýstingi á fundi helgarinnar.

Um það að hann veiti eftirgjöf.
Enda getur hann alveg lýst það sem sigur.
Að Úkraína hafi gefið þann punkt eftir, að veita A-Úkraínu verulega aukið sjálfs forræði.

Notað það til að réttlæta það - að gefa uppreisnarmenn upp á bátinn. Afskrifa þá m.ö.o.

 

Niðurstaða

Ef samsæriskenningar þess efnis að Pútín ætli að gera tilraun til að blanda saman átökum í Sýrlandi, við Úkraínumálið eru réttar. Þá að sjálfsögðu á að hafna því tilboði.
Enda er tilboð Pútíns um að gerast beinir meðlimir að trúarstríði í Sýrlandi og Írak, gegn meirihluta Araba - - afar eitrað svo meir sé ekki sagt.

Ég lít svo á að tilboð Úkraínustjórnar gangi eins langt og eðlileg sé, þ.e. A-Úkraína sé áfram hluti af Úkraínu, en með verulega aukna sjálfsstjórn.
Og að sjálfsögðu á lýðræðislegur vilji íbúa A-Úkraínu að ráða því hverjir stjórna þeim, ekki leiðtogi stórveldisins við hlið Úkraínu.

Ég held að það sé alveg sjálfsagt - að beita Pútín þrýstingi á fundi helgarinnar, um það að hann veiti umtalsverða eftirgjöf.
Í staðinn gæti t.d. Þýskaland veitt það loforð um að samþykkja ekki hugsanlega tilraun Úkraínu til inngöngu í NATO.

Pútín gæti kallað það sigur, að fá þá tryggingu - og haldið því fram, að hann hafi náð því fram að A-Úkraína fái aukið sjálfsforræði.

En ef hann afskrifar uppreisnarmenn, þá geta átök við Rússland formlega hætt.
Og í kjölfarið mundi refsiaðgerðum mjög líklega mestu vera lyft.

Það væri umtalsvert fyrir Pútín til að vinna - í staðinn fyrir að afskrifa uppreisnina.
Og hann gæti þá einbeitt öllum kröftum Rússland óskiptum til að halda Assad  - án refsiaðgerða ESB landa, væru þeir kraftar að sjálfsögðu meiri.

 

Kv.


Saudi Arabía hótar að auka á vopnasendingar til uppreisnarmanna

Ég átti von á þessu - - t.d. mundi það ekki koma mér á óvart, að það dúkki upp fullkomin flugskeyti til að granda flugvélum er fljúga lágt. En þá dugar skotpallur sem einn maður getur haldið á eigin öxl.
En athygli hefur vakið, að loftárásir Rússa - beindust að skotmörkum þar sem svokallaður "Frjáls Sýrlenskur Her" ræður lögum og lofum, þ.e. Homs og nágrenni.
M.ö.o. engar árásir voru gerðar á stöðvar ISIS.

Russia Launches Airstrikes in Syria, Adding a New Wrinkle

"Russian warplanes and helicopter gunships dropped bombs north of the central city of Homs, in an area held by rebel groups opposed to Syria’s president, Bashar al-Assad, a Russian ally."

Það bendi sterklega til þess - að fókus árásanna sé ekki "ISIS" heldur þær fylkingar uppreisnarmanna, sem helst eru taldar ógna víggstöðu Assads.

Skv. myndum í fjölmiðlum - virðist helsta árásarvélin vera af gerðinni "Frogfoot."
Sem eru hægfleygar en liprar vélar, en sama skapi - lágfleygar. Þær eru sérhannaðar árásarvélar sbr. "close support" - - en á móti, eru þær þar með oft í skotfæri fyrir eldflaugar sem menn geta haldið á, en slíkar virka einna helst á lágfleygar vélar eða þyrlur.

Sukhoi Su-25 Frogfoot

Hótun utanríkisráðherra Saudi Arabíu

  1. Adel al-Jubeir, Saudi Arabia’s foreign minister, said Tuesday that there were no circumstances in which his country would accept the Russian effort to keep Mr. Assad in power."
  2. "He hinted that if a political solution that led to his departure could not be found, the shipment of weapons and other support to Syrian rebel groups would be increased."

Þetta er algerlega skv. mínum væntingum.
Að Saudi Arabar muni mæta stuðningi Pútíns við stjórn Assads - með því að auka stuðning sinn við uppreisnarhópa í Sýrlandi - er stefna að því að steypa stjórn Assads.

 

Margir hafa velt fyrir sér, af hverju er Pútín að þessu núna?

Það eru enn óleyst átök í A-Úkraínu, og átök geta blossað upp hvenær sem er.
T.d. stendur til að halda fund milli Merkelar, Hollande, Poroshenko og Pútíns snemma í Október, vegna deilunnar í A-Úkraínu.
Uppreisnarmenn hóta að halda eigin kosningu, en hingað til hafa þeirra kosningar alltaf verið með sovéskri aðferð þ.e. engri andstöðu heimilað að bjóða sig fram, þann 18/10 nk. rámar mig að rétt sé.

  1. Þarna stendur stál við stál, og mér virðist deilan mjög hæglega geta blossað upp að nýju.
  2. Svo að Pútín lendi ef til vill í átökum á, tvennum víggstöðvum.

Þ.e. eðlilega óheppilegt svo vægt sé til orða tekið.

Pútín getur vart verið í óvissu um þá áhættu.

  1. Svo að mig grunar sterklega að ástæðan sé sú, að víggstaða Assads hafi verið orðin hættuleg. M.ö.o. að Pútín sé að bregðast við - - til að forða hruni stjórnar hans, er hafi verið jafnvel yfirvofandi.
  2. En á þessu ári hafa margar andstæðinga fylkingar sett niður innbyrðis deilur, og vinna nú saman - samræna hernaðar-aðgerðir. Sem hefur gert þeirra aðgerðir mun skilvirkari en áður.
  3. Fyrir bragðið virðast uppreisnarmenn í sókn - og stjórnarherinn hefur neyðst að hörfa frá nokkrum mikilvægum vígsstöðvum.
  • Að auki hafa borist óstaðfestar fregnir af því, að það hafi verið höggvin stór skörð í raðir stjórnarhermanna.
  • Að auki, að það gangi illa, að útvega nýja liðsmenn til að fylla í þau skörð.

Ef satt er, þá er það mjög varasöm staða.
En ef illa gengur að útvega nýliða - getur það þítt, að forðabúr stjórnarinnar á nýliðum sé á þrotum.

Bendi á að síðustu 12 mánuðina þá neyddist Hitler að láta kveða í herinn, drengi allt niður í 13-14 ára, og karlmenn milli 5-tugs og 6-tugs.

Þegar svo er ástatt, að mannafli er á þrotum.
Þá neyða orrustur liðsmenn til að hörfa.
Því þeir eru þá alltaf færri í hvert sinn.

Þá er skammt í endalokin.

Mig grunar að það geti verið skýringin, að Pútín bregðist nú við - þrátt fyrir hættu á frekari átökum í Úkraínu, sem geti valdið því að Pútín sé að berjast á -tvennum víggstöðvum- samtímis, sem ég efa að Rússland hafi úthald til.

Það hafi verið komið neyðarástand.

 

Niðurstaða

Eins og mig grunaði, þá virðist flest benda til að Saudar muni auka stuðning sinn við uppreisnarhópa, mjög líklega í hvert sinn sem Pútín hugsanlega eykur sitt - innslag.
Þannig að nettó áhrifin af innkomu Rússlands, verði akkúrat þau er mig grunar.
Að átökin færist í stærri skala, og hættan á útbreiðslu stríðsins aukist enn frekar.

Það virðist staðfest - að tal Pútíns um bandalag gegn ISIS hafi verið "áróður" að í reynd sé árásum beint að öðrum uppreisnarhópum.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 847225

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 479
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband