Ástandið í Venesúela virðist einna helst minna á óðaverðbólguna í Þýskalandi á 3. áratugnum

Mér sýnist að ástæða óðaverðbólgu í Venesúela sé líklega: A)Skuldasöfnun, en Venesúela skuldar Kína í dag í kringum 60 milljarða dollara. Þetta er enginn smápeningur, og þetta hefur ríkisstjórnin gert án þess að spyrja þingið. Gert þetta án þess að þing landsins fjallaði um þær lántökur. Þó er ljóst ef maður íhugar málið, að þessi skuldsetning er stór hluti ástæðu þess að í Venesúela er hratt versnandi ástand. B)Hinn hluti ástæðunnar er auðvitað - hratt lækkandi olíuverð.

Þýskaland skuldaði einnig miklar upphæðir - í formi stríðs skaðabóta er lagðar höfðu verið á landið, á 3. áratugnum var þýska ríkið ítrekað í erfiðleikum með að inna þær greiðslur fram í tíma - A)Greiðslur vegna stríðs skaðabóta voru alltof hátt hlutfall af landsframleiðslu á þeim árum, B)Vegna tafa á greiðslum, höfðu Frakkar hernumið Ruhr hérað.

  • Því má einhverju leiti líkja við það áfall er Venezúela hefur orðið fyrir vegna olíuverðslækkunar.

En Ruhr aðal iðnhérað Þýskalands, og þá minnka rökrétt skatttekjur stjórnvalda verulega. Við erum að sjá svipað ástand í Úkraínu - þ.s. stór svæði eru hernumin og stjv. hafa ekki lengur tekjur af mikilvægum iðnhéröðum í A-Úkraínu --> Afleiðing rökrétt, stórfellt tekjufall ríkisins - Þar með versnandi greiðsluvandi.

  1. Þýska ríkisstjórnin, greip til þess ráðs að prenta peninga, enda þurfti áfram að borga hernum - lögreglunni og auðvitað ríkisstarfsmönnum, halda uppi grunnþjónustu.
  2. Höfum í huga, að þetta ástand þ.e. óðaverðbólgan lagaðist um leið, og erlend ríki, féllust á að lækka verulega árlega greiðslubyrði. Þá hætti óðaverðbólgan mjög fljótlega.
  • Sem aftur er sambærilegt við það að Úkraína, er að leita hófana eftir lækkun skulda, og hagstæðari kjörum.

Ef maður hefur þessi dæmi í huga, virðist blasa við að Venesúela líklega þarf á nk. ári, að leita hófanna eftir - - endurskipilagningu sinna skulda.
Þá auðvitað þarf að tala við Kína.

Why China is lending $5 billion to struggling Venezuela

Few in Venezuela Want Bolívars, but No One Can Spare a Dime

 

Lántökur stjórnvalda Venesúela gagnvart Kína eru mjög undarlegar

En formlega er það ríkisolíufyrirtækið sem slær þau lán.
Greiðslur fara fram í formi - olíu. Ekki með peningagreiðslum með beinum hætti.

Þetta var hvers vegna ríkisstjórnin hefur í gegnum árin, hundsað þingið þegar ákvarðanir um slíkar lántökur hafa verið teknar - skv. þeim rökum, að vegna þess að ekki sé greitt með peningum - komi slík lántaka ekki til kasta þingsins - svo sé ríkið ekki með beinum hætti að ákveða að slá þau lán, þó það eigi ríkisolíufyrirtækið.

  1. Vandinn er sá auðvitað - að þá að vegna þess að olía er 90% af gjaldeyristekjum, þá með því að safna skuldum með þessum hætti, þá er í reynd verið að draga úr þeim gjaldeyristekjum sem til aflögu eru - fyrir innflutning.
  2. Þetta er unnt að leiðrétta með lækkun opinbers gengis, þ.e. skuldasöfnun sé mætt með kjaralækkun, svo að - - viðskiptahalli skapist ekki/eða í staðinn - vöruskortur.

Það áhugaverða er - að stjórnin hefur valið, vöruskort.
En vart er unnt að kalla það annað en - vísvitandi val, nema menn skilji ekki grunn hagfræði.

  • En ríkið virðist banna verslunum að hækka verð.
    Þau hljóta þá að skammta til þeirra gjaldeyri á opinberu gengi.
  • Svo bætist auðvitað við - hin mikla lækkun olíuverðs, um meir en helming sl. 18 mánuði.
  • Sem sverfur enn að því hvað er til mikill peningur fyrir innflutningi.

Opinbert gengi er enn 6,3 "Bolivares" á móti Dollar.
En svarta markaðs gengi nær 700 "Bolivares" á móti Dollar.
Eða gengishrap, skv. lauslegum reikningi, upp á 99,9%.

Sem þíðir auðvitað - skelfilegt kjarahrun.

Ríkisstjórnin virðist lifa í eigin heimi - allt öðrum að kenna. En það var enginn sem neyddi stjórnina til að taka á sig 60 milljarða Dollara skuldir. Olíuverðs lækkun er sannarlega óheppni - en ástandið vegna þess væri ekki nærri þetta alvarlegt ef ekki væri fyrir skuldsetninguna. Og í hvað fóru þessir peningar - - um það virðast fá svör.

Með því að halda opinberu gengi föstu ásamt verðstöðvun, er ríkisstjórnin í reynd vísvitandi að ákveða að hafa alvarlegan vöruskort - og gríðarlega útbreitt svarta markaðs brask

Hvort tveggja er gersamlega fyrirsjáanleg afleiðing þess:
A)Að halda opinbera genginu föstu og viðhafa opinbera stjórn á verðhækkunum.
B)Þegar sífellt minna er af gjaldeyri aflögu til að greiða fyrir innflutning.

Fólk græðir meir á að standa í röðum, og selja síðan vörur sem úthlutað er skv. opinberu gengi, heldur en að stunda a.m.k. sumar tegundir af hefðbundinni vinnu

  1. "“I said to myself, ‘I can make more doing this,’ and I quit my job at the hair salon,” said Geraldine Cassiani, who left her job as a manicurist in February to sell goods on the black market. She said she now earned four to five times what she had before."
  2. "On a recent trip to the supermarket, she used contacts in the store to skip the line outside and bought four packages of disposable diapers, even though shoppers were supposed to be limited to two each. She already had a “client” lined up to buy the diapers for almost three times what Ms. Cassiani had paid: a nurse who could not take time off from work to stand in line to buy them."

M.ö.o. - fólk sem á einhverja peninga, virðist farið að greiða öðrum fyrir að standa fyrir sig í röðum.
Fátækt fólk, sé farið að standa fyrir aðra í löngum röðum eftir úthlutaðri vöru, sem það selur síðan annað hvort á svörtu eða til kaupenda sem viðkomandi hefur þegar samið við.

 

Svo er furðulegur skortur á lausafé - sem virðist stafa af því að ríkið hefur einungis aukið magn seðla 2-falt, en gengið hefur hrunið um  yfir 90% sem þíðir, að vörur hafa margfaldast í verði, það er vörur sem raunverulega fást - - á svörtu.
Sem þíðir einnig að þörf fyrir seðla hefur margfaldast í mun hærra margfeldi en - sinnum 2, vegna þess að ríkisstjórnin - er enn að prenta sömu seðlana og áður en gengið lækkaði 99,9%, ekki bætt við núllum - sem þíðir að þarf stóra hrúgu af seðlum ef e-h á að kaupa.
Bankar eru farnir að skammta peninga, þ.e. eins og í Grikklandi sl. sumar fær hver og einn einungis takmarkaða upphæð úthlutað af sínum bankareikningi, þó fræðilega eigi sá mun meira, og einnig er skortur á seðlum í hraðbönkum.

  1. "The other day, Jaime Bello, an airline mechanic, visited his bank, the government-run Banco del Tesoro, only to find that its three cash machines were out of money."
  2. "He recalled an earlier visit when he went to withdraw 2,000 bolívars and stood listening to the whirring sound as the machine counted out the bills. To his astonishment, it spit out a great stack of 5-bolívar notes, each worth less than an American penny."
  • "“You want to understand why there’s a lot of money and there’s no money?” Ruth de Krivoy, a former Central Bank president, asked with a rueful laugh. She said the main problem was that the government had failed to respond to rapidly rising prices by issuing larger-denomination bills, such as a 1,000- or 10,000-bolívar note. So people need many more bills to buy the same goods they bought a year ago."

Þörf fyrir seðla er líklega þetta mikil - vegna aukinna svarta markaðs viðskipta.
Sem rökrétt eru - reiðufjárviðskipti.

  • Ég reikna með því að mikið innherja brask sé til staðar, aðilar er aðgang hafa að gjaldeyri skv. opinberu gengi, en selja varning á svörtu. En einhvern veginn skapast þetta framboð af varningi á svörtu. Slík viðskipti séu sennilega mjög gróðavænleg fyrir flokks innherja.
  • Spurning hvort þetta skýri að einhverju leiti, algert aðgerðaleysi Maduro. Hann hafi enga stjórn á eigin innherjum - sem græða meir eftir því sem furðu ástandið vindur upp á sig.
  • Það væri auðvitað, að græða, þegar Róm er að brenna. Að ná inn peningum, áður en flokkurinn tapar völdum.

 

Raunverulegum furðusögum fer fjölgandi, ég man eftir að hafa lesið þýskan brandara um það - að þegar viðskiptavinur skildi eftir körfu fulla af peningum fyrir utan verslun, þá var karfan horfin en ekki peningahrúgan er sá kom út aftur.

  1. "When robbers carjacked Pedro Venero, an engineer, he expected they would drive him to his bank to cash his check for a hefty sum in bolívars — the sort of thing that crime-weary Venezuelans have long since gotten used to."
  2. "But the ruffians, armed with rifles and a hand grenade, were sure he would have a stash of dollars at home and wanted nothing to do with the bolívars in his bank account.“They told me straight up, ‘Don’t worry about that,’ ” Mr. Venero said. “ ‘Forget about it.’ ”"

 

Svo er ríkisstjórnin farin að - - verja dýrmætum gjaldeyri í það, að -niðurgreiða varning til ríkissstarfsmanna og meðlima stjórnarflokksins; rétt fyrir kosningar í desember:

With crucial legislative elections scheduled in December, the government has begun to make refrigerators, air-conditioners and household electronics available to government workers and the party faithful at rock-bottom prices. One government worker said he had bought a Chinese-made 48-inch plasma television for 11,000 bolívars, or just $15.71 at the black-market exchange rate.

Sem er ekkert annað en - spilling.
En þær niðurgreiðslur - til sérvaldra.
Að sjálfsögðu - auka enn meir á hinn almenna vöruskort.
Þ.s. þær niðurgreiðslur eru klárlega töluvert dýrar í gjaldeyri, og þar með minnkar þær enn frekar hvað er til skiptanna - - til almennings.

 

Niðurstaða

Skv. AGS er lauslega áætlað að verðbólga í Venesúela sé 159% í ár. Ríkisstjórnin hefur þó ekki birt nein gögn opinberlega um stöðu efnahagsmála eða um það hver verðbólgan er - - í a.m.k. hálft ár.
Við Íslendingar upplifðum að sumu leiti sambærilegt ástand á hafta árunum milli 1947-1959. Þegar innflutnings skömmtun var til staðar. Og fólk þurfti að fá innflutningsleyfi. Og vörur voru skammtaðar - þær sem voru innfluttar.
Við vorum a.m.k. ekki samtímis með - óðaverðbólgu.

Kínversku lánin virðast ekki hafa farið til neinnar - efnahags uppbyggingar.
Né til vegagerðar, eða hafna framkvæmda, eða nokkurs þess háttar.

Það má vera að þeir peningar hafi verið að fjármagna dýr loforð - t.d. byggja húsnæði fyrir fátæka, úthlutað húsnæði. Sem er fallega gert, en kostar umtalsverðan gjaldeyri.

En í staðinn- -stöðugt íþyngir skuldsetning sem ekki eykur framtíðar tekjur landsins - framtíðar lífskjörum; og ef gengið er ekki lækkað á móti - til að minnka innflutning - samtímis verslunum bannað að hækka vöruverð -> er vaxandi vöruskortur rökrétt afleiðing.

Svo kemur áfallið með olíuverðs lækkunina, en samt er gengi "Bolivares" ekki lækkað skv. opinberri skráningu, enn viðhafa stjórnvöld takmarkanir á heimildir verslana til vöruverðs hækkana - sem rökrétt aftur eykur vöruskort.

Þannig er ekkert að gerast sem ekki er rökrétt afleiðing ákvarðana stjórnvalda.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 40
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 558
  • Frá upphafi: 847216

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 532
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband