Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Þetta er búið hjá Ítalíu

Skuldatryggingaálag Ítalíu á bæði 5 og 10 ára ríkisbréf fór um 10 leitið skv. ísl. tíma yfir 7%, álagið fyrir 10 ára bréf stóð 7,4% í um eftirmiðdaginn - eftir að hafa hafið daginn í 6,78%. Það sem breytti öllu var ákvörðun LHC Clearnet, að leggja svokallaða "extra margin" á viðskipti með ítölsk ríkisbréf.

Rétt að muna að sannarlega voru vaxtakjör ítalska ríkissjóðsins skv. mynd að neðan stundum óhagstæðari en þau nú eru, en munurinn er sá að innan evru ræður Ítalía ekki lengur yfir getu til að prenta peninga eða til að stýra vöxtum, eða gengi. Þetta er ástæða þess að í dag óttast aðilar þrot Ítalíu þó svo að vextir meðan líran var til staðar hafi stundum verið enn hærri.

Talan 450 er mikilvægur þröskuldur, því að LCH.Clearnet Group - LCH.Clearnet - Wikipedia er markaðsþjónustu fyrirtæki sbr. "clearing house" sem sér um allt að því helming færsla þegar viðskipti eiga sér stað á evrópskum kauphöllum.

  • Málið er að þetta fyrirtæki - sem í gegnum stærð - í reynd er markaðsráðandi, hefur starfsreglu.

Ef skuldatrygginga-álag aðildarríkis evru fer 450 punktum yfir álag þess ríkis með lægsta álagið þ.e. Þýskalands, þá krefst LCH Clearnet aukinnar áhættu-þóknunar "increased margin" - sjá yfirlísingu fyrirtækisins: Management of Sovereign Credit Risk for RepoClear Service - sjá netleitarniðurstöður:  LCH Clearnet 450

Takið eftir á myndinni fyrir neðan, að skv. núverandi stöðu Ítalíu vaxtakröfunni 7,4% ætti Ítalía þegar vera búin að leita sér aðstoðar, miðað við það hver krafa hinna landanna stóð í er þau leituðu sér aðstoðar.

Einmitt vegna þess hve LCH Clearnet sér um hátt hlutfall viðskipta í Evrópu - sem þessi regla hefur mikið að segja, gerir ofangreindann atburð - stórann:

  • Það sem þetta þýðir - að kostnaður þess aðila sem nýtir þessi tilteknu bréf í viðskiptum - í þessu tilviki bréf Ítalíu, eykst!
  • Í öllum fyrri tilvikum er þetta átti sér stað, leiddi það til snöggrar umtalsverðrar hækkunar, ávöxtunarkröfu fyrir skuldabréf sem fengu á sig þetta áhættuálag, sbr. þegar bréf Írlands og Portúgal, fóru yfir þennan þröskuld.
  • Þaðan í frá - var leið viðkomandi landa hröð til gjaldþrots.

Einmitt þett átti sér stað í mörgun, og álagið á 10 ára bréf Ítalíu hoppaði úr 6,78 - 7,40%.

 

Hvað getur Ítalía gert?

Anders Borg: "Italy is fundamentally a state that has significant assets, which ought to mean that they have better possibilities to reduce their debt level."

Fjármálaráðherra Svíþjóðar leggur til brunaútsölu á ítölskum ríkisiegnum, til þess að lækka skuldir Ítalíu.

Það líst mér ekkert á - ekki bara vegna þess að slík sala væri mjög erfið í núverandi ástandi, verð mjög léleg; heldur einnig að það er ólíklegt að ítalska ríkið myndi geta losað fjármagn nægilega hratt og í nægilegu magni, til að bjarga sér með þeirri aðferð.

Þar að auki að slík brunaútsala - væri gríðarlega óvinsæl - sbr. gefa nánast ríkiseignir.

Ítalía þarf að yfirgefa evruna - taka upp líru á ný!

- - eða - -

að innan þessa mánaðar veiti aðildarríki Evrusvæðis, Seðlabanka Evrópu fullt vald til ótakmarkaðrar prentunr - ECB baktryggi skuldir allra aðildarríkjanna og að auki bankakerfi Evrópu.

Ég sé einungis þessa valkosti - sá valkostur að Ítalía bjargi sjálfu sér innan evru, með niðurskurðar aðgerðum og endurskipulagningu atvinnulífs, er brunnin yfir á tíma.

 

Afleiðingar!

Bankakerfi Evrópu líklega hrynur, og sú hrina gengur svo út yfir bankakerfi heimsins, veldur mestu fjármálakrýsu heimssögunnar. 

  • Ekkert getur komið í veg fyrir þetta úr þessu - nema ótakmarkað prentunarvald ECB.
  • Ef það er blokkerað af Þjóðverjum - er hrun "default" útkoman.

Ítalía má ekki hugsa málið lengi - ekki lengur en fram í byrjun desember, en ef Ítalía bíður lengur er of mikil hætta á að stjórnlaust hrun hefjist áður en Ítalía nær að framkvæma gjaldmiðilsskiptin.

---------------------

Sannarlega tekur það tíma að framkvæma fullkomin gjaldmiðilsskipti, en þú getur heimilað notkun evru myntar segjum 1 ár, og þ.e. unnt að gefa út bráðabyrgðaseðla með takmörkuðum gildistíma sem prentaðir væru skv. lakari staðli er telst ráðlegt almennt.

Þeir gætu t.d. gilt í 2 ár, eða þangað til að seðlaútgáfa nýrra seðla sem gilda eiga þaðan í frá getur haft við.

Að sjálfsögðu þíðir þetta frystingu á færslum milli landa þ.e. höft á gjaldmiðil.

En sennilega, mun það enda þannig, að Evrópa öll verður í höftum - en erfitt að sjá aðra útkomu, þegar ekki ef bankakerfin rúlla á hliðina.

 

Niðurstaða

Búum okkur undir hrun og kreppu, úr þessu verður það vart lengur dregið í efa hvert stefnir.

Sterk líkindi eru til þess að ekki verði af þeirri síðustu björgun sem eftir er - þannig að versta útkoman verði niðurstaðan, þ.e. stjórnlaust hrun - "cascating collapse".

 

Kv.


Staðfest - Berlusconi á förum! Ítalía við gjaldþrots dyr!

Berlusconi staðfesti í sjónvarpsávarpi á þriðjudagskvöld, að hann myndi segja af sér - eftir að þing Ítalíu hefur samþykkt nýjan sparnaðarpakka sem ESB hefur krafist. Þannig að hann er ekki farinn endilega alveg strax.

  • Á þriðjudag náði vaxtakrafa ítalskra 10 ára ríkisbréfa nýju meti - eða 6,8%.

Sl. föstudag stóð krafan í 6,4%, vikuna þar á undan innan við 6,2%, og þar á undan rétt innan v. 6%.

Vaxtakrafan er þannig á hraðferð upp skalann - sl. mánudag sagði ég að hún geti nálgast 7% fyrir vikulok, en svo mikil var hækkunin daginn eftir, að með þessu áframhaldi verður hún rúml. 7% nk. föstudag.

Nema auðvitað að afsögn Berlusconi hafi einhver áhrif í hina áttina, en ég sé ekki endilega af hverju - því þó Berlusconi fari, þá er þingið á Ítalíu enn skipað sömu pólitíkusunum.

Þ.e. langt í frá Berlusconi einum að kenna - hvernig ástand mála er á Ítalíu.

 

Verður Ítalíu bjargað úr þessu?

Fullyrði eitt - það verður ekki gert með þeirri leið, sem Framkvæmdastj. ESB og Seðlab. Evr. krefjast, þ.e. leið aðlögunar í gegnum samdrátt og sparnað.

Það sem Ítalía þarf er annaðhvort:

  1. Gengisfelling - þ.e. upptaka líru eða að evran verði gengisfelld.
  2. Að tekin verði upp ótakmörkuð peningaprentun af Seðlabanka Evrópu, þannig að hann láni ríkjum í vanda prentaðar evrur eftir þörfum á mjög lágum vöxtum, sambærilegt við hvernig "Federal Reserve" hegðar sér ef eitt af fylkjum Bandaríkjanna lendir í vandræðum. 
  • Lykilatriði í björgun Ítalíu er viðsnúningur yfir í hagvöxt - en ekki síst, viðsnúningur á viðskiptahalla rúml. 4% í -eerm- afgang upp á rúml. 4%.
  • Þetta er þ.s. Roubini hagfræðingurinn frægi telur þörf.
  • Að auki er áætlað þörf fyrir cirka 3,3% hagvöxt - áætlun Deutche Bank.

Gengisfelling gæti framkallað viðsnúning frá viðskiptahalla á einu korteri.

Að leitast við að gera það með þeim hætti að framkvæma innri gengisfellingu með sparnaði og beinum launalækkunum, er mjög sársaukafullt og erfitt fyrir lýðræðisríki - bendi á að enn að 3 árum liðnum er bæði Ítalía og Frakkland hvort um sig með rúml. 4% viðskiptahalla, Spánn e-h minni halla, Portúgal og Grikkland hvort um sig með viðskiptahalla rúml 8% af þjóðarframleiðslu.

Eftir 3 ár er slíkur viðsnúningur enn langt í frá í höfn - hjá ofangreindum ríkjum. Að auki get ég nefnt Belgíu.

Að ekkert þessara ríkja hefur tekist að framkvæma viðsnúning með launalækkunarleið - sem mælt hefur verið fyrir af evrusinnum, sýnir hve óskaplega erfitt og hæpið slíkt er í framkv.

Það að Írlandi og Eystlandi tókst þetta - er ekki sönnun á neinu öðru, en að þetta sé mögulegt með miklum harmkvælum, þegar á móti er bent á þau hin ríkin sem ekki hefur tekist þetta.

  • Mér finnst mjög hæpið að Ítalía geti framkallað viðsnúning með slíkum hætti - sama grunar mig að eigi einnig við; Frakkland, Belgíu, Spán, Portúgal og Grikkland.

Eftir þessa upptalningu, má allt eins setja fyrirsögn - verður evrunni bjargað?

 

Einhliða upptaka líru væri mjög sársaukafull leið

Ég er ekki síst að meina, sársaukafullt fyrir hin ríkin. En ef Ítalía tekur upp líru einn mánudaginn - nýtir helgina þess á milli, umbreytir öllum reikningum í bönkum á Ítalíu í nýjar lírur, frystir fjármagnsflutninga um óákveðinn tima. 

Þá felur sú aðgerð í sér mjög sennilega greiðsluþrot Ítalíu - alveg eins og einhliða upptaka dragma á Grikklandi myndi. Nema að í tilviki Ítalíu þ.s. þar í landi er til miklu muna sterkara hagkerfi, þá erum við ekki að tala um nándar nærri eins stórt hrun.

Þannig er þetta með vissum hætti minna traumatískt fyrir ítali að feta upptöku eigin gjaldmiðils. 

Kannski fyrir bragðið er Ítalía líklegri - til að yfirgefa evruna einhliða.

Vandinn við greiðsluþrot Ítalíu út á við, er að þá verðfalla skuldir Ítalíu út á við, og bankar víða um Evrópu sem eiga mikið af skuldum Ítalíu, verða fyrir miklum töpum.

Þetta er reynd svo alvarlegt áfall - að það getur mjög hæglega riðið bankakerfi Evrópu að fullu. Sérstaklega eru víst franskir bankar í erfiðri stöðu, og þ.s. franska bankakerfið er 4,4 landsframleiðslur meðan það á Ítalíu er cirka 180% því mikið minna hlutfallslega, þá er bankahrun í Frakklandi hlutfallslega stærra áfall fyrir Frakkland.

Ég er eiginlega þess fullviss, að í ljósi þess að í Frakklandi skulda auk þessa heimili mun meira en ítölsk, og til viðbótar er viðskiptahalli svipaður og ennig efnahagsleg kyrrstaða ríkjandi; þá verði Frakkland óhjákvæmilega land í vandræðum, þegar ljóst er að Ítalía er á leið niður í þrot.

  • Það er jafnvel hugsanlegt að ekkert geti bjargað Frakklandi frá þeim efnahagslega hildarleik - nema það, að Ítalíu verði bjargað frá gjaldþroti.

Til að bjarga bæði Ítalíu og Frakklandi samtímis - er bara ein leið að mínu mati: Ótakmörkuð peningaprentun!

Ég get einnig sagt þetta - einu leiðina til að bjarga evrunni, með öllum núverandi ríkum um borð!


Niðurstaða

Þó Berlusconi fari þá er Ítalíu við það ekkert bjargað, fremur en Grikklandi er bjargað fyrir tilstuðlan brottfarar George Papandreo úr stóli forsætisráðherra. Vaxtakrafa upp á 6,8% fyrir 10 ára ítölsk ríkisbréf - segir það að markaðir eru á hraðferð í því að skófla Ítalíu út af mörkuðum fyrir skuldabréf.

Ástandið á evrusvæðinu er með þessum hætti komið algerlega á krítískt stig. En peningakerfi álfunnar tel ég fullvíst að þoli ekki greiðslufall Ítalíu. Og því miður stefnir hraðbyri einmitt í það.

Mjög fljótlega hlýtur að fara hrykta mjög rækilega undir peningakerfinu í Evrópu, enda mjög margir bankar sem tapa mjög miklu ef skuldir Ítalíu verðfalla. Hættan er mjög raunveruleg, að bankar geti í hrönnum fallið og lent í höndunum á þeim ríkisstjórnum sem við á.

Ef ekki er gripið mjög hratt og mjög ákveðið til verka á evrusvæðinu, getur þetta verið jafnvel orðinn hlutur um mánaðarmótin nóvember/desember. 

Ef ekki er tekið mjög ákveðið og hratt til verka, geta síðustu dagar evrunnar mjög raunverulega runnið upp - í nálægri framtíð.

 

Kv.


Vaxtakrafa Ítalíu nálgast hratt ósjálfbær 7%

Atburðir dagsins í dag fram að þessu hafa verið dálítið sérstakir. En vaxtakrafa ítalskra ríkisbréfa hefur nú náð nýjum met hæðum, farið yfir 6,5%.

Á sama tíma, hefur háværum orðróm um afsögn Berlusconi skotið upp í pressunni á Ítalíu, nánar tiltekið í hægri sinnuðum blöðum - sem vanalega hafa fylgt ríkisstjórn Ítalíu að málum.

Seinni part dag var vaxtakrafa Ítalíu kominn í 6,68% fyrir 10 ára ríkisbréf!

Með þessu áframhaldi, verður vaxtakrafan komin upp undir 7% undir lok viku!

Sjá þróun vaxtakröfu ítalskra bréfa!

Athygli vakti eftirfarandi haft eftir einum úr stjórn Seðlabanka Evrópu:

Yves Mersch: "he warned that the central bank discusses “all the time” the possibility of stopping its purchases of Italian government debt if it thinks Rome is not delivering its promised austerity reforms" - "If we observe that our interventions are undermined by a lack of efforts by national governments then we have to pose ourselves the problem of the incentive effect," he said.

  • En nýr seðlabankastjóri Evrópu, Ítalin Mario Draghi, er enginn vinur Berlusconi. 
  • Athygli hefur vakið, að vaxtakrafa Ítalíu fór að hækka jafnt og þétt, eftir að Draghi tók við fyrir skömmu síðan sem Seðlabankastjóri Evrópu, og ein möguleg skýring skv. háværum orðróm er að Draghi hafi sett kaup ECB á ítölskum bréfum á ís, tja - þangað til að Berlusconi hefur sagt af sér.
  • Vitað var að vaxtakrafan myndi hækka ef kaupum væri hætt, og þ.e. áhugavert að þessi orðrómur skjóti nú rótum í pressunni akkúrat núna - í sl. viku var það, burt með Papandreo sem nú er farinn, nú er það burt með Berlusconi.
  • Áhugavert er að markaðir sem hafa fallið nokkuð í morgun, fóru að snúa við þegar orðrómurinn um Berlusconi kom upp. Berlusconi hefur svarað þessu og sagt þetta af og frá.
  • Plott af slíku tagi eru eitt einkenni viðsjálfverðra tíma - það gæti verið að í örvæntingunni sem gætir innan stofnana ESB, hafi þeirri hugmynd skotið rótum - að allt verði betra á Ítalíu - bara ef Berlusconi fer frá. Alveg eins og, í sl. viku skapaðist mikill þrýstingur á Papandreo að hætta. Hann þótti þá þvælast fyrir - og þ.e. sannarlega upplifun þeirra af Berlusconi.
  • En Berlusconi hefur einfaldlega þverneitað fram að þessu, að grípa til mjög harðra niðurskurðar aðgerða á Ítalíu, sem talið er innan stofnana ESB að sé nauðsynlegar.
Facebook síða berlusconi þ.s. hann segir orðróm um afsögn úr lausu lofti gripinn!

Í þessu tilviki hef á samúð með Berlusconi, þó svo maðurinn sé sem persóna alger óþverri, þá hefur hann rétt fyrir sér í þetta sinn. Óþverri þarf ekki að vera bjáni eftir allt saman.

En vandi Ítalíu er ekki vegna þess að hallinn sé 2. eða 3. prósentum of mikill á Ítölskum fjárlögum, niðurskurður útgjalda mun nánast engu breyta um raunverulega stöðu Ítalíu - um þ.s. stendur að baki ótta fjárfesta um stöðu Ítalíu; því bakgrunnur þess ótta snýr að skorti á hagvexti á Ítalíu.

Ítalía er einfaldlega stödd inni í röngum gjaldmiðli. 20% gengisfelling hefði mjög líklega dugað Ítalíu. En, niðurskurðar aðgerðir sem litlu máli skipta í reynd um fjárhag Ítalíu, munu íta undir þá þróun sem nú er þar í gangi - - um viðsnúning í átt til efnahagslegrar niðursveiflu.

Ítalía þarf hagvöxt - það eru hagvaxtarhvetjandi aðgerðir sem bjarga Ítalíu, ef hún bjargast getur innan evru. Sá niðurskurður sem Ítölsk stjv. gætu nú framkv. skilar of lítilfjörlegu til að það sé atriði sem máli skipti. Þess í stað væru áhrif slíks niðurskurðar líklega meir neikvæð - vegna þess að sá niðurskurður myndi styrkja niðursveifluna. Í reynd með þeim hætti grafa undan getu Ítalíu til að standa undir skuldum.

Það hljómar eins og þversögn sjálfsagt í eyrum einhverra, að niðurskurður geti gert íllt verra. En skuldir Ítalíu eru það gríðarlega miklar sbr. það kostar áætlað Ítalíu 300ma.€ að greiða af skuldum á næsta ári, að útgjalda niðurskurður er eins og dropi í hafið. Hann hefur ekki þau áhrif á skuldbærni Ítalíu, til þess að hann sé þess virði.

Þá er hann sennilega nettó neikvæður, vegna þess að hann mun styrkja tilhneygingu í átt að samdrætti, og þ.e. samdráttur í hagkerfinu - mjög raunverulega getur ítt Ítalíu í gjaldþrot.

Í reynd þarf Ítalía að losna út úr evrunni!

----------------------------------------

Ps: Seðlabanki Evrópu sendi frá sér tilkinningu, sem getur verið svar við ofangreindum orðrómi:

"The ECB announced this afternoon its purchases of eurozone bonds more than doubled to 9.52bn euros in the past week - taking the total holdings to 183 bn euros since buying began early last year."

Skv. þessu er bankinn að kaupa bréf ennþá á fullum dampi, og það er ekki verið að heimila bréfum Ítalíu að hækka.

Sem með vissum hætti er enn verra, því þá eru bréf Ítalíu að falla í verði þó svo að Seðlabanki Evrópu sé að kaupa.

Með öðrum orðum, að aðgerðir Seðlabanka Evrópu séu hættar að skila gagni!

Ef svo er, þá er ekkert framundan hjá Ítalíu annað en frekari hækkanir - ECB sé búinn að tæma sína aðgerðakistu (nema auðvitað hann fái heimild til ótakmarkaðrar prentunar).

----------------------------------

Ps2: Seinni partinn er vaxtakrafa Ítalíu skv. FT.com kominn í 6,68% fyrir 10. ára ríksbréf. Þetta er ótrúleg þróun, en ef þetta heldur svona áfram verður krafan fyrir 10. ára ítölsk ríkisbréf kominn í um 7% v. lok vikunnar. Flestir hagfræðingar telja það ekki sjálfbært fyrir Ítalíu að skulda svo dýrt.

En 300ma.€ þarf að endurfjármagna hjá Ítalíu á næsta ári, og ef verðið er þetta eða enn hærra, þá verður skuldastaða Ítalíu hratt óbærileg.

Nouriel Roubini :"With real rates at 4pc and GDP growth at 0pc (better than current data), Italy still needs 5pc of GDP primary surplus to stabilise debt at 120pc."

 

 

Niðurstaða

Hratt hækkandi vaxtakrafa Ítalíu setur Evrusvæðið upp að vegg.

Heimurinn í sl. viku, á G20 fundinum neitaði tilboðinu um að koma Evrópu til bjargar sbr. 

Brazil’s Dilma Rousseff: “I have not the slightest intention of contributing directly to the EFSF; if they are not willing to do it, why should I?” 

Í reynd er svokallaður björgunarpakki Evru í rjúkandi rústum - áætlunin sem lögð var fram á G20 fundinum er fokin út í veður og vind.

Líklegt er að vaxtakrafa á Ítalí muni halda áfram að hækka.

Þrístingur hlýtur nú fara hratt vaxandi á leiðtoga evrusvæðis - að veita seðlabanka Evrópu heimild til ótakmarkaðrar prentunar.

En úr þessu sé ég ekki nema þá tvo valkosti í stöðu evrunnar:

  1. Massíf prentun, þ.s. ECB prentar fyrir endurfjármögnun aðildarríkja í vanda og samtímis, til að endurfjármagna evr. bankakerfi. Aukning verðbólgu gæti verið á bilinu upp í 7% í besta falli, en hugsanlega einnig á bilinu 10-15%. Fer eftir magni þess sem þá verður prentað.
  2. Að brjóta upp evrusvæðið, þá annaðhvort að ríku ríkin stofni nýjan gjaldmiðil eða að lönd í vanda yfirgefi evru þ.e. Ítalía, Spánn, Portúgal, Grikkland jafnvel Frakkland. Að mínu viti væri það skárra að ríku löndin myndu fara. 

Spurning hve nálægt stjórnlausu hruni hlutir þurfa að fara - til þess að slík ákvörðun verði tekin.

En því dýpri sem vandinn verður því meiri verður hættan á snöggu stjórnlausu hruni - þá einkum vegna hættunnar á bankahruni, sem ef það fer af stað getur farið eins og sinueldur í gegnum Evrópu.

Í því tilviki gætu nær öll aðildarríki evru endað í vanda Íslands, þ.e. að hafa tekið yfir bankana - stofnað nýja - að vera með höft á fjármagnsflutninga. En slíkt hrun myndi líklega eins og hér átti sér stað, þvinga fram höft á fjármagnshreyfingar. Ef þetta gerist fyrir mörg aðildarríki - getur jafnvel gerst í allra versta falli fyrir þau öll; þá væri evran líklega í reynd hrunin.

 

Kv.


11. stundar samkomulag um nýja stjórn í Grikklandi!

Skv. helstu erlendu fjölmiðlum náðu þeir George Papandreo, formaður grískra sósíalista, og Antonis Samaras leiðtogi grískra hægrimanna samkomulagi um nýja meirihlutastjórn, á sáttafundi milli þeirra sem haldinn var ásamt forseta Grikklands, Karolos Papoulias.

Greece seals deal on new coalition under EU pressure

Greece to form coalition government

  • George Papandreo sagði, að samkomulagið þíddi að hann hætti sem forsætisráðherra, en hann nefndi ekki hver yrði eftirmaður.
  • Sumir fréttaskýrendur telja að herra Samaras, verði nýr forsætisráðherra.
  • Papandreo talaði um nýjar kosningar í mars eða apríl, sem sagt að ríkisstjórnin sytji í 4 eða 5 mánuði, en þetta virðist þó enn ekki frágengið.
  • Einnig liggur listi yfir ráðherra ekki fyrir. Það verður sennilega rætt næstu daga.

Pressan var sem sagt um það, að ná samkomulagi um nýja stjórn fyrir mánudaginn, er fjármálaráðherrar evrusvæðis halda fund - og málefni Grikklands verða ofarlega á blaði.

Að auki, var eðlilega óttast um viðbrögð markaða, ef stjórnmál í Grikklandi væri þá enn í fullkominni óvissu.

Kannski dugar þetta til þess að Grikkland sé úr bráðri gjaldþrotshættu!

En meðan alger óvissa ríkir í Grikklandi, var í sl. viku ákveðið að frysta frekari greiðslur á björgunarlánaum til Grikklands!

Án þess fjármagns endist ekki Grikkland nema um takmarkað tímabil!

 

Niðurstaða

Þó Grikkland bjargist fyrir horn í smá tíma, en ekki þarf um að efast - að þ.e. einungis enn einn tímabundni fresturinn á hengingu. Þá getur verið að hávaði á mörkuðum á mánudaginn, verðir ekki óskaplega mikill - eins og menn óttuðust ef Grikkland væri í háa lofti.

Á hinn bóginn, er annað og enn alvarlegra vandamál í gangi á Evrusvæðinu en Grikkland. Ítalía - en á föstudaginn fór vaxtakrafa 10 ára ítalskra bréfa í 6,4%. Þ.e. ekki fjarri þeim stað er Írland og Grikkland, voru neytt í björgunaráætlun.

Evrópa ekki efni á að bjarga Ítalíu, með með björgunarláns aðferðinni, þ.e. með því að aðildarríkin skuldsetji sig til að lána fé. Einfaldlega vegna þess, að skuldir Ítalíu eru of umfangsmiklar, til þess að sú aðferð sé fær - en mörg aðildarríki Evrusvæðis ráða sjálf ekki við þá eigin viðbótarskuldsetningu er af hlytist, ef þau myndu skuldbinda sig um þær upphæðir sem þyrfti til að redda Ítalíu.

Þannið að líklega þegar hægist um á Grikklandi, beinast sjónir að Ítalíu í staðinn - og ég efast stórfellt um að, það sé betra fyrir Evrusvæðið, að fjárfestar einbeiti sér að Ítalíu í stað Grikklands.

Gæti reynst vera firrosarsigur - að Grikkland sé hjá í bili!

 

Kv.


Hvenær kemur gjaldþrot Grikklands?

Það er eiginlega ekki spurning um hvort - heldur hvenær. Þegar George Papandreo kom í sl. viku fram með yfirlísinguna um þjóðaratkvæðagreiðslu, þá sagði AGS að meðan það væri í óvissu hvort Grikkland myndi fylgja svokallaðri björgunaráætlun, þá myndi Grikkland ekki fá neinar frekari greiðslur frá AGS. Það sama sögðu fulltrúar ESB, að meðan slík óviss væri til staðar, fengi Grikkland ekki greiðslur frá Björgunarsjóði Evru "ESFS".

  • Þessa stundina er Grikkland með frystingu á greiðslur frá AGS/IMF og ESFS!
  • Og einungis myndun nýrrar ríkisstjórnar með fullt umboð annars vegar og nægann þingstyrk - til að fylgja fram hinni svokölluðu björgunaráætlun; getur tryggt þá affrystingu greiðsla.
  • Án frekari greiðsla verður Grikkland greiðsluþrota innan skamms!

 

Þannig að hvort það verður mynduð ný meirihlutastjórn í Grikklandi skiptir verulegu máli!

Skv. fréttum er útlitið mjög óljóst - Antonis Samaras leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins sagði í gær, að flokkurinn hans "Nýtt Lýðræði" hafnaði þátttöku í myndun þjóðstjórnar - er starfa myndi í nokkra mánuði með takmarkað umboð, en umboð þó til að hrinda í framkv. svokallaðri björgunaráætlun AGS og ESFS.

Að Nýtt Lýðræði vildi kosningar sem allra fyrst - þ.e. í desember. Að sögn svo grískur almenningur fengi tækifæri til að veita nýtt umboð til gríska þingsins, um framhaldið.

Þetta getur auðvitað verið samningstækni hjá Samaras - að láta ólíklega!

Skv. nýjustu fréttum - hitti Samaras forseta Grikklands, Karolos Papoulias - sjá mynd, í dag - og þar sagði hann við fjölmiðla að ríkisstjórnin verði að segja af sér fyrst - áður en til greina komi að ræða framhaldið. Ráðherrar ríkisstj. Grikklands - sem stóðst vantraust sl. föstudag, munu hittast síðar í dag og ræða málin.

Skv. frekari fréttum, hefur Papandreo ítrekað tilboð um afsögn - en einungis þegar hann fær staðfestingu fyrir því, að ný samsteypustjórn hafi verið mynduð. Ollie Rehn, yfirmaður efnahagsmála hjá Framkv.stj. ESB, hefur að auki í yfirlísingu - kvatt gríska stjórnmálamenn, til að klára stjórnarmyndum fyrir mánudag, þegar fundur fjármálaráðherra evrusvæðisríkja á að fara fram.

  • Stóra spurningin er hvort Grikkland hefur tíma til að halda þingkosningar - ef landið fær á meðan ekkert rekstrarfé frá AGS og ESFS?
  • Það virðist manni óneitanlega vafasamt!

En Grikkland á að fá greiðslur frá AGS og ESFS fyrir miðjan desember - talið er að Grikkland verði greiðsluþrota í þeim mánuði á einhverjum tímapunkti, ef landið fær ekki þann pening.

En ekki hafa komið enn fram nákvæmar fréttir þ.s. dagsetning liggur fyrir með einhverri nákvæmni.

Né liggur ekki fyrir akkúrat hvenær í desember þingkosningar myndu geta farið fram.

Að auki þarf að reikna með einhverjum tíma fyrir stjórnarmyndun.

Hættan er sem sagt augljós - að Grikkland hafi ekki tíma til þess, að fara þá leið sem "Nýtt Lýðræði" skv. erlendum fréttum vill fara, og að ef Antonis Samaras skiptir ekki um skoðun - er talið ólýklegt af erlendum sérfræðingum um Grikkland, að George Papandreo myndi geta náð í gegnum gríska þingið þeim breytingum á lögum, sem þarf skv. björgunarpakka AGS og ESFS.

 

Niðurstaða

Gríska dramað er sannarlega á fullum dampi. Eina ráðlegging sú er ég get gefið þessa stundina, er að fylgjast áfram með fréttum.

En ef sú útkoma verður ljós eftir helgi, að ekki takist að mynda nýja stjórn á Grikklandi, þannig að ástand Grikklands verði í fullkominni óvissu.

Reikna ég þá fastlega með því að markaðir muni reikna inn í verð - fullt áætlað tjón skv. þeirra mati á því tjóni sem bankakerfi og hagkerfi Evrópu muni verða fyrir - af greiðsluþroti Grikklands.

Það verður þá að koma í ljós, hve stórt það verðfall verður!

Við lifum áhugaverða tíma!

 

Kv.


Berlusconi hafnar því að láta Ítalíu í AGS prógramm!

Þetta sýnir þá hræðslu sem nú er ríkjandi um stöðu Ítalíu, að Berlusconi skuli hafa fengið fyrirspurn frá Lagarde fulltrúa AGS á G20 fundinum, um aðstoð við Ítalíu. En skoðanir eru skiptar samt sem áður meðal hagfræðinga um það, hvort Ítalía sé í hættu eða ekki.

Italy Turns Down IMF Aid

  • Skv. fréttum dagsins er vaxtakrafa ítalskra 10. ára bréfa kominn í cirka 6,4%, sem er ekki fjarri þeim slóðum er Grikkland, Portúgal og Írland - voru neydd til að fara í neyðarprógramm hjá meðlimaríkjum ESB.
  • Skuldir Ítalíu eru cirka 1.900ma.€. Ítalía þarf að endurfjármagna 300ma.€ að andvirði af skuldum á næsta ári. Vaxtakrafan hefur hækkað þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu sé enn að kaupa ítölsk bréf - til að halda niðri vaxtakröfunni.
  • G20 fundurinn þykir hafa endað án neinnar eftirtektarverðrar niðurstöðu, og féllu markaðir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum "he Dow Jones Industrial Average closed down 0.5pc at 11,983.24, while the broader S&P 500 closed down 0.63pc at 1,253.23." - "The FTSE 100 in London slipped 0.3pc to close at 5,527.16, while the CAC 40 in Paris slipped 2.25pc and the DAX 30 in Frankfurt closed down 2.7pc."
  • En markaðir fóru smávegis upp á fimmtudaginn sem túlkað var svo, að markaðir væru að vona eftir því að G20 fundurinn myndi koma með útspil, framan af degi á föstudag var lítil hreyfing en síðan er niðurstaðan lá fyrir - varð þetta verðfall:  G20 final communique in full.
  • Eftir fundinn hljóta sjónir umheimsins aftur að berast að leiðtogum Evrusvæðis á ný, en skv. áætlun þeirri er kom fram í sl. viku stóð til að sannfæra ríki heims til að leggja Evrópu til fjármagn - en ekkert virðist hafa gerst á G20 fundinum í þá átt, þ.e. engin loforð um fjármagn frá Kína eða öðru nokkru öðru landi, og þ.e. stór hola ef Evrópa á að geta staðið við loforð sitt um að stækka björgunarsjóðinn í litla 1.000ma.€ þ.e. hola upp á litla 800ma.€.
  • En skv. áætlun óháðra hagfræðinga mun það kosta um 800ma.€ að halda Ítalíu á floti í 3 ár, ef maður ímyndar sér að sjóðurinn sé stækkaður í 1.000ma.€ þá með beinhörðum peningum, og þannig Ítalíu gefin 3 ár til að framkalla einhvers konar viðsnúning.
  • Eins og sést af myndinni að neðan frá Lilico, þá er vaxtakrafa upp á rúm 6% ekkert sérstaklega há fyrir Ítalíu, þegar litið er 20 ár aftur í tímann. Á hinn bóginn hefur hún aldrei verið hærri meðan Ítalía hefur verið innan evru.

  • Eins og Lilico bendir á, hefur Ítalía ímsa styrkleika þ.e. tiltölulega lítið bankakerfi miðað við þs. gengur og gerist í Evrópu - cirka 150% af þjóðarframleiðslu.
  • Öflug útflutningsfyrirtæki - mörg þekkt vöruheiti, ekki síst að skuldir húseigenda eru að meðaltali ekki nema 30% af þjóðarframleiðslu sbr. 80% í Bretlandi.
  •  Lilico bendir einnig á, sjá myndina að neðan, að skuldir ítalska ríkisins fóru einnig upp í rúml. 120% á 10. áratugnum, án þess að Ítalía yrði gjaldþrota.

  • Lilico bendir að auki á - sjá myndina að neðan - að verðbólga á Ítalíu hafi ekki á 10. áratugnum verið næg til að hafa umtalsverð lækkandi áhrif á skuldir Ítalíu, og að auki að hagvöxtur Ítalíu milli 1990 og 1998 hafi að meðaltali ekki verið nema 1,3%. Samt hafi Ítalía náð sér út úr þessum ógöngum.

Í fljótu bragði séð, virðist sem að Andrew Lilico hafi nokkuð til síns máls - að íllskiljanlegt sé að menn séu að óttast greiðsluþrot Ítalíu!

 

Áhrif evrunnar!

  1. Ítalía er ekki lengur með eigin seðlabanka, sem getur prentað ótakmarkað.
  2. Ítalía er ekki lengur með skuldirnar í gjaldmiðli, sem Ítalía hefur sjálf full yfirráð yfir.

Þetta eru nefnilega lykilástæður þess, að markaðurinn óttast þrot Ítalíu.

  • Málið er að getan til að prenta skiptir máli, þó svo hún sé ekki notuð!
  1. Markaðurinn á 10. áratugnum vissi að ríkissjóður Ítalíu gæti ekki orðið greiðsluþrota, því hann vissi að seðlabanki Ítalíu gat alltaf reddað ríkissjóð Ítalíu um Lírur.
  2. Svarað á ensku "Italian debt could never become a solvency issue as long as Italy had it's own central bank, with full printing abilty" - þetta snýr að trúverðugleika, að ítölsk stjv. gátu alltaf reddað sér pening, þannig að markaðurinn fylltist aldrei ótta.
  • Þegar getan til að prenta var tekin af ríkissjóðunum - þá var ofangreindur grundvöllur trúverðugleika farinn - en án þess að annar grundvöllur kæmi í staðinn:
  1. Ríki starfandi innan evru, vegna þess að þau hafa ekki lengur möguleikann á því að prenta ótakmarkað, og vegna þess að þau ráða yfir takmörkuðu fjármagni sem þeim er skaffað, og vegna þess að ríki eru að því leiti eins og banki að skuldbindingar eru oft til skamms tíma meðan eignir eru ekki fljótseljanlegar, og vegna þess að innan evru er fullt frelsi um fjármagnshreyfingar; þá getur ríki innan evru alveg eins og banki, lent í því að fjármagn streymi stríðum straumum út, og lent síðan í lausafjárþröng - eða "sudden stop".
  2. Markaðurinn er búinn að átta sig á þessu í dag, svo að í reynd - að af þessa völdum, hafa aðildarríki evru nú mun minna lánstraust en sambærileg ríki utan evru.
  3. Evran er farin að virka fullkomlega öfugt miðað við þ.s. til stóð. Aðildarríkjum er vantreyst vegna þess að þau eru meðlimir.
  • Það sem málflutningur Lilico segir - er að utan Evru væri Ítalía ekki í vandræðum!
  1. Markaðurinn myndi þá vita að ríkissjóð Ítalíu myndi aldrei skorta peninga, og því ekki vera nærri eins nervus um ástand mála.
  2. En þess í stað, er Ítalía háð vilja stjórnar Seðlabanka Evrópu - um það magn peninga sem Ítalía hefur til umráða.
  3. Markaðurinn treystir sér ekki til að gera ráð fyrir - að Seðlabankinn myndi alltaf redda Ítalíu pening, alveg sama hvað á gengur.
  4. Enda þarf bankinn að taka tillit til hinna aðildarríkjanna - svo er hann mjög dómineraður af þýskum hugmyndum, þ.s. gríðarlegur fókus er á lágmarksverðbólgu - maður getur treyst því að Þjóðverjar munu ávallt hafna því að prenta peninga til að redda Ítalíu, því það kostar meiri verðbólgu innan Þýskalands.
  5. Það er ekki síst vegna mjög öflugrar andstöðu innan Seðlabanka Evrópu við það, að prenta peninga - að meðlimaríki evru hafa staðið í því að sjóða saman björgunarsjóð Evrusvæðis. Getum kallað það "Plan B" hjá Evrópu.
  6. En sá stendur og fellur með getu einstakra meðlimaríkja, til að skuldsetja sig - en þau eru háð sömu takmörkunum og Ítalía; svo geta þeirra er takmörkuð til eigin skuldsetningar.
  7. En þar liggur einmitt vandi björgunarsjóðsins - því að því meir sem sá lánar því meir íþyngir sú skuldsetning sem ábyrgðir til hans frá meðlimaríkjum fela í sér, skuldastöðu þeirra sjálfra. Sem skapar aukna hættu á því - að markaðurinn fari að vantreysta enn fleiri ríkjum.
  8. Í dag er komið að útmörkum vilja aðildarlandanna - til að veita fjármagn í björgunarsjóðinn þ.e. ESFS.
  • Það var hin eignlega niðurstaða fundarhalda sl. viku, þ.s. Evrópa lofaði því að stækka ESFS en, fjármagnið átti að koma annars staðar frá - en nú eftir að G20 fundurnn skilaði engum loforðum um peningalega aðstoð; þá eru góð ráð dýr!
  • Því ekki er útlit fyrir þetta fjármagn frá öðrum!


Evrópa getur alveg reddað sér!

  • Vandinn er meir hugmyndafræðilegs eðlis!
  • En Seðlabanki Evrópu getur baktryggt alla ríkissjóði aðildarlandanna, alveg með sama hætti og Seðlabanki Ítalíu baktryggði Ítalíu á 10. áratugnum, og með sama hætti og "Bank of England" baktryggir Bretland.
  • Með því pennastriki - að Seðlabanki Evrópu fengi fullt ótakmarkað vald til prentunar, væri trúverðuleika vandanum eytt!
  • Hann þarf þá að triggja ótakmarkað fjármagn til gervalls bankakerfis Evrópu.
  • Og einstakra aðildarríkja.
  • En þetta er fullkomlega framkvæmanlegt!
  1. Það er nánast trakí kómískt - að hugmyndafræðileg andstaða við veitingu slíks valds, getur keyrt Evrópu í stórfellt efnahagshrun, í kjölfar greiðsluþrots Ítalíu.
  2. Eða í kjölfar bankahruns í Evrópu.

Þetta hrun er algerlega gersamlega óþarft - en það getur samt orðið.

Og reynd stefnir í það!

 

Ný frétt - ríkisstjórn Ítalíu stóðst vantraust!

Debt crisis: live

Niðurstaðan er fullur sigur Papandreo að því leiti, að allir þingmenn Pasok flokks hans studdu ríkisstjórnina, og 2. óháðir þingmenn veittu að auki stuðning sinn - svo vantraust féll á 2 atkvæðum.

  • Á hinn bóginn - virðist þó ljóst að ríkisstjórnin heldur ekki áfram!
  • Skv. fréttum verða viðræður milli Pasok og megin stjórnarandstöðuflokksins, um myndun bráðabyrgðastjórnar um helgina.
  • Pasok er þó ekki í veikri stöðu - því að ríkjandi meirihluti hélt velli. 
  • En vegna vandræða samstarfsflokks þ.s. klofningur hefur orðið, stefnir í nýja samsteypustjórn milli Papandreo og Antonis Samaras leiðtoga næst stærsta flokks Grikklands.
  • En saman hafa þeir sterkann meirihluta - en þeir eru pólit. andstæðingar.
  • En Samaras gaf út vilyrði fyrir því að mynda slíka - neyðarstjórn.

Það getur verið margt í fréttum yfir helgina!

 

Niðurstaða

Fyrir mér blasir enn sú leið, að veita Seðlabanka Evrópu fullt prentunarvald. Svo hann geti beitt aðferðum "Federal Reserve" í Bandaríkjunum, þ.e. dæla peningum í bankakerfi aðildarríkja Evrusvæðis, með sama hætti og var gert í Bandar. - þ.e. prenta peninga fyrir því.

Veita einstökum aðildarríkjum sömu þjónustu, þ.e. ótakmarkað fjármagn eftir þörfum - prenta þ.s. þarf.

Kostnaðurinn væri nokkur aukning verðbólgu!

En hún þyrfti ekki að vera mikil - sú aukning.

Það fer þó eftir því - hve mörg markmið eru að baki prentun!

En ef markmiðið er endurfjármögnun bankakerfa og aðstoð við endurfjármögnun einstakra aðildarríkja, þá erum við sennilega að tala um verðbólgu innan við 10%. Jafnvel ekki nema 6-7%.

En, ef því markmiði væri bætt við - að örva hagkerfin með prentunaraðgerð, þ.e. "QE". Þá gæti verðbólga farið nokkuð meir upp þ.e. yfir 10%.

Ef beinlínis væri verið að leitast við að verðfella evruna með mjög massívri prentunaraðgerð, væri alveg hægt að ímynda sér verðbólgu jafnvel rúml. 20%.

------------------------------------

Ég reikna með því að á næstunni muni markaðurinn í reynd þrísta á Evrópu, um að veita Seðlabanka Evrópu prentunarvald, með því að hækka stöðugt vaxtakröfu Ítalíu!

  • En meðan seðlaprentunarvald er ekki til staðar - þá skoðar markaðurinn Ítalíu eins og Ítalía væri fyrirtæki.
  • Það er, framreiknar skuldastöðuna miðað við núverandi tekjustöðu og vöxt.
  • En skv. slíkum framreikningi er skuldastaða Ítalíu ekki sjálfbær þessa stundina vegna ónógs hagvaxtar - vegna þess að landið er með viðskiptahalla en ekki afgang.
  • Þannig að framlegð Ítalíu er ónóg annars vegar og hins vegar að markaðurinn krefst viðsnúnings yfir í afgang af viðskiptum við útlönd.
  • Án þess að hafa möguleika á því að fella gengið, er erfitt að sjá hvernig Ítalía á að geta snúið viðskiptahalla í hagnað innan þess tímaramma sem markaðurinn sættir sig við.

Þetta er líklega sú meginkrísa sem við okkur blasar - þ.e. Ítalíukrísan, nema auðvitað að Frakkland lendi í vandræðum.

En aukin hræðsla um stöðu Ítalíu, mun mjög hratt hafa neikvæð áhrif á önnur aðildarríki Evru - vegna þess að cirka helmingur skulda Ítalíu er í eigu annarra en Ítala. 

Þá erum við að tala um fjárhagsstöðu banka í öðrum aðildarlöndum!

En stóra hættan - sú sem mjög virkilega getur framkallað heimskreppu - - er bankahrun!

En versnandi staða Ítalíu mun hafa mjög hratt mjög sterk neikvæð áhrif á stöðu evr. banka - vegna þess hve þeir eiga mikið hlutfall af skuldabréfum aðildarríkja.

En ég er að tala um það, að þegar markaðurinn fer að discounta skuldir Ítalíu - þá mun það búa til nýja fjármagnsholu innan evr. banka - ofan á þau töp þeirra er þagar eru orðin.

Að auki, mun vaxandi óvissa skaða hagvöxt í Evrópu enn frekar - enn frekar íta undir samdráttar tilhneygingar - og samdráttur mun skapa verðfall annarra eigna bankanna!

Málið er, að evr. bankar hafa svo lítið borð fyrir báru - en þeir eru að meðaltali með lægra eiginfjárhlutfall en t.d. bandar. bankar!

Bankahrun - mun drepa evruna, ef það verður!

Mér sýnist það stefna í það á næstu vikum - að akkúrat sú hætta muni fara hratt vaxandi!

 

Kv.


Grískur farsi!

Eins og rækilega hefur komið fram í helstu fjölmiðlum seinni part fimmtudags, þá hefur George Papandreo forsætisráðherra Grikklands samþykkt að afboða þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunaráætlun Grikklands, er hann boðaði fyrr í vikunni.

Skv. fréttum gerði hann þetta, þegar hann var búinn að fá það staðfest að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Grikklandi myndi greiða atkvæði með aðgerðapakka tengdum björgunaráætlun Grikklands, á gríska þinginu.

Þannig var orðið ljóst að meirihluti væri kominn fyrir þeim þingmálum!

 

Hvað var í gangi?

  • Mér sýnist líklegast að George Papandreo hafi verið að beita stjórnarandstöðuna á gríska þinginu þrýstingi.
  • Að með því að leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins samþykkti að greiða atkvæði með þeim lagafrumvörpum er tengjast björgunaráætlun Grikklands - hafi markmiðinu verið náð!

George Papandreo hafi þannig unnið pókerinn!

Orðrómur um afsögn hans eða væntanlega afsögn hans, virðist hafa verið orðum aukinn!

En mér sýnist það sigur fyrir Papandreo að hafa knúið stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, til að gerast samábyrgur - með þeim aðgerðum sem ríkisstjórn Grikklands ætlar að hrinda í framkv. skv. kröfu Evrusvæðisríkja, Framkvæmdastj. ESB, Seðlab. Evrópu og AGS.

En sá flokkur hefur leynt og ljóst verið að reyna að knýja fram þingkosningar og á morgun föstudag 4. verður greitt atkvæði um vantraust - sem ég reikna með að Papandreo vinni.

Meginstjórnarandstöðuflokkurinn hefur beitt þeirri taktík að greiða atkvæði gegn öllum sparnaðarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar - þó svo hann alla tíð segðist styðja aðild Grikklands að Evru.

Þannig virðist sem að sá flokkur hafi viljað forðast að deila ábyrgð á þeim aðgerðum með ríkisstjórninni, í von sennilega um að óvinsældir þeirra aðgerða myndi bitna á stjórnarflokkunum fyrst og fremst!

Megin stjórnarandstöðuflokkurinn taldi sig sennilega hafa pálmann í höndunum við upphaf vikunnar, þegar ljóst virtist vera af andstöðu einstakra þingmanna stjórnarflokkanna - að Papandreo hefði ekki triggann meirihluta fyrir því að koma í gegnum þingið, málum tengdum björgunaráætluninni.

  • Veðmálið hafi verið - að halda áfram að neita öllu samstarfi við ríkisstjórnina, í von um að hún myndi falla!
  • Með því að kníja fram kosningar - næði hann svo völdum!
  • En Papandreo er greinilega baráttujaxl, og stað þess að lippast niður - lagði hann allt undir!

Með því að ákveða að halda þjóðaratkvæðagreiðslu - sýnist mér að Papandreo hafi slegið vopnin úr höndum stjórnarandstöðunnar, hækkaði til mikilla muna veðmálið - enda nánast öruggt að gríska þjóðin myndi segja "Nei".

Þannig, að megin stjórnarandstöðuflokkurinn - var neiddur til að ákveða sig af eða á - evra "já/nei".

Hann valdi "já" - eða virðist hafa. Það var í reynd ekki nema einn valkostur í stöðunni í því tilviki, að samþykkja að styðja tiltekin lykilfrumvörp sem liggja fyrir á gríska þinginu.

Þannig er þá stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn orðinn einnig samábyrgur ríkisstjórninni, um framkvæmd björgunarpakkans - þeirra sparnaðaraðgerða sem honum tengjast. 

Svo þá er ekki ef til vill lengur eins vænlegt fyrir aðal stjórnarandstöðuflokkinn - að kníja fram kosningar!

Þannig sýnist mér þetta liggja fyrir - að Papandreo hafi náð sínu fram - sé sigurvegarinn!

 

Niðurstaða

Þessi vika hefur verið undirlögð kennslu í grískum stjórnmálapóker. Svo magnaður var sá póker, að G20 fundurinn í Canne hefur nær engu öðru máli sinnt. Forseti Bandaríkjanna sem vanur er að vera fremstur í sviðsljósinu, þurfti að víkja úr því - og enginn annar en Papandreo fékk það í staðinn. En honum var boðið á fundinn, en grískir stjórnmálamenn þykja vanalega ekki nægilega mikilvægir. Og þar fékk Papandreo að vera í stjörnuhlutverki. 

Kannski var þetta stærsta vikan í hans lífi!

 

Kv.


Hvað vakir fyrir Seðlabankanum með hækkun stýrivaxta?

Ég kvarta yfir notkun Seðlabankans á hugatkinu "raunstýrivextir". Það hugtak í sjálfu sér er ekkert bilað hugtak sem slíkt, heldur er það notkun þess hugtaks hjá Seðlabanka Íslands. En þ.e. eins og að ekki sé gerður greinarmunur á verðbólgu annars vegar og verðbólgu hins vegar.

Ég hef nefnt þetta nokkrum sinnum áður:

Sjá: Peningamál 2011/4 hafa verið birt á heimasíðu bankans - 2.11.2011

  • Málið er að verðbólga getur haft fleir en eina orsök:
  1. Verð geta hækkað erlendis - t.d. á olíu, eða mikilvægum matvælum eins og korni. Þær hækkanir skila sér svo hingað, og valda verðbólgu hér.
  2. Svo er það dæmigerð víxlverkunar verðbólga, sem verður þegar laun eru hækkuð yfir línuna. Vandinn í ár er sérstaklega slæmur, því að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis er þröngur - því velti ríki og sveitarfélög launahækkunum hjá sér beint í verðlag. Hækkun gjalda bættist svo við verðhækkanir verslana, en þær hækka óhjákvæmilega er almenn launahækkun á sér stað því verð er aðferð verslana til að eiga fyrir launum síns fólks. Þannig að það varð veruleg verðbólgu sprenging í ár í kjölfar kjarasamninga.
  3. Svo er það þensluverðbólga, sem verður með þeim hætti að eftirspurn eykst hraðar í hagkerfinu en aukning framboð getur aukist um einhvern mikilvægann lykilþátt, svo að markaðurinn fer að bjóða upp verð þess þáttar. Slíka þenslu könnumst við vel við t.d. þegar góðæri er nærri hámarki, algengur þáttur sem er boðinn upp hérlendis eru laun - sem þá þíðir að verslanir þurfa að hækka t.d.  Flestir ættu að kannast við það að launaskrið - yfirborganir verða oft þegar hagsveifla er nærri hámarki.
  • Punkturinn er að vegna þess að grunnorsakir þessara þriggja verðbólga eru af ólíku tagi - þá þarf einnig að beita ólíkum meðölum til að fást við þær!
  • Mér finnst aftur á móti Seðlabankinn alltaf láta eins og verðbólga sé alltaf sama dýrið.

En að hækka stýrivexti er mjög góð aðferð - ef þ.e. þensla ríkjandi, því eftir allt saman hærri stýrivextir gera peninga dýrari, svo að það dregur úr útlánum banka - þannig að aðilar séu að slá sér lán fyrir því að fjárfesta eða kaupa dittenn eða dattinn.

En stýrivextir duga ekki gegn verðbólgu - sem hefur aðrar orsakir en þenslu!

Þar liggur einmitt hnífurinn í kúnni - því þ.e. engin verðþensla í hagkerfinu, einungis efirhreytur kjarasamninga frá því fyrri hluta árs er virðast nær alveg farið í verðlag - og einhver hækkun sem enn er inni í kerfinu vegna hækkana að utan.

  • Stýrivaxtahækkun - er því afskaplega tilgangslítil! 
  • Vegna þess að það er engin verðþensla, þá er ekki réttmætt að nota "raunstýrivaxtaviðmið" til að mæla áhrif vaxtanna á hagkerfið - því þ.e. engin þensla til að draga úr áhrifum þeirra.
  • Þess í stað bitna þeir á hagkerfinu af fullum þunga - þ.e. 5,5% er rétt mæling slævandi áhrifa núverandi stýrivaxta - ekki talan 1% eða 0,5%, eins og Seðlab. heldur fram, og ályktar að stýrivextir séu hóflegir.

Þvert á móti eru þessi vextir mjög skaðlegir - nema sá skaði sem þeir valda sé í reynd tilgangur sá er vakir fyrir Seðlabankamönnum!


Mér dettur sá möguleiki í hug - að þ.s. vakir fyrir Seðlabankanum með hækkun stýrivaxta, sé allt annar en þeir gefa upp!

  • Málið er að í Peningamálum kemur fram, að nettó afgangur af viðskiptajöfnuði landsmanna hafi einungis verið 0,5% - fyrstu 6 mánuði ársins.
  • Þá á ég við, að þegar búið er að taka tillit til greiðsla af erlendum skuldbindingum, sé borðið fyrir báru, einungis þetta.
  • Sbr. að nettó afgangur sl. árs var einungis 0,3% skv. Seðlabanka!

Það sem ég á við, er að mér dettur í hug er ég les hvað Seðlabankamenn segja, að þessi hækkun snúist í reynd um viðskiptajöfnuðinn!

Hugmyndin sé að beita stýrivöxtum til að slá á neyslu, sem skv. Seðlabanka hefur verið að aukast nokkuð þetta ár - þeir beita sínu tali um nauðsyn þess að slá á verðþenslu til að þeita upp ryki, villa um sýn.

Hættan er alltaf sú hér vegna þess að flest er innflutt, að aukning neyslu fari megni til í innflutning.

Sem skýrir það samhengi sem ég er að íja að!

 

Niðurstaða

Hvað haldið þið - lesendur góðir? Er Seðlabankinn að hækka stýrivexti - til að bremsa aukningu á neyslu, sem sé að ógna því litla borði fyrir báru, sem viðskiptajöfnuður landsmanna skaffar - og tryggir að landið verður ekki greiðsluþrota svo lengi sem jöfnuðurinn er réttum meginn við núllið?

En umræðan um þörf þess að hækka vexti, til að berjast við verðbólgu - sýnist mér augljós tjara.

Þannig að í stað þess að halda að Seðlabankamenn séu þetta vitlausir - þá dettur mér þess í stað í hug, að þeir séu í reynd smávegis snjallir þrátt fyrir allt.

 

Kv.


Yfirmenn hersins, flughersins og flotans, reknir í Grikklandi!

Þessi ákvörðun að allt í einu og samtímis, að reka helstu yfirmenn herafla Grikklands, þ.e. hers, flughers og flota, vakti athygli og jók á það krísuandrúmsloft sem ríkir í Aþenu.

Maður veit ekki hvernig maður á að taka opinberu skýringunni, að þetta hafi verið ákveðið fyrir löngu síðan. En það hefur við og við verið orðrómur um hugsanlegt valdarán.

"The heads of the general staff, the army, navy and airforce were all replaced, and a dozen army and navy officers were also discharged."

Þetta sýnir að krísan í Grikklandi er að verða mjög alvarlegt mál!

  • Í dag hafa stjórnmálamenn í öðrum aðildarríkjum ESB, hamast um að fordæma ákvörðun George Papandreo, að senda björgun Grikklands í þjóðaratkvæði!
  • Að þetta sé óábyrgt - er með því vinsamlegasta sem flogið hefur! 

 

Á morgun verður haldinn neyðarfundur með George Papandreo!

 "All of the big names in European finance will meet in Cannes at 4.30 GMT tomorrow; Sarkozy, Merkel, Juncker, Rompuy, Barroso and Lagarde. They will then gang-up and meet Papandreou later in the evening."

Sem sagt forseti Frakklands, kanslari Þýskalands, formaður evruhópsins, forseti Ráðherraráðsins, forseti Framkvæmdastjórnarinnar og yfirmaður AGS.

Fyrst hittast þau og ég reikna fastlega með því að eitthvað verði soðið þeirra á millum, og síðan á að leggja í George Papandreo - en hann á að mæta til þeirra seinna um daginn.

Það væri virkilega gaman að vera fluga á vegg :)

 

Flestir skríbentar telja að þetta sé örvæntingarfullt útspil George Papandreo!

Þetta sé einfaldlega vegna þess, að samstaðan innan ríkisstjórnarinnar sé brostin, og Papandreo viti að hann muni ekki geta náð málum í gegn, í náinni framtíð.

"Government spokesman Angelos Tolkas.:We believe the government will once again win a vote of confidence in order to proceed with its plans. We will not back down on anything we have to do to save the country."

En annar möguleiki er að þetta sé "high stakes brinkmanship" og tilgangurinn sé að vinna einhverja stóra tilslökun frá - Merkel, Sarkozy og hinum.

 

Mikið verðhrun varð á mörkuðum!

  • The Dow Jones lost 2.48pc, the S&P 500 slipped 2.79pc and the Nasdaq is off 2.89pc.
  • "London fell 2.2pc, France 5.4pc, Germany 5pc and Italy 6.8pc."
  • Vaxtakrafa 10 ára ítalskra bréf virðist standa í 6,23% eftir að hafa farið hæst í 6,33% í dag.
  • Þetta er nokkur hækkun frá því í gær, en stöðugt hækkunarferli hefur verið í gangi síðan á föstudag, er verð fór í 6,06%.
  • Þetta er hættulegt - því að þ.e. ekki möguleiki að Evrópa geti bjargað Ítalíu.


Niðustaða

Ákvörðun George Papandreo virðist hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir alla. Mér sýnist að umræðan sé að snúast yfir í að "Grikkland sé að rústa Evrópu". En þ.e. sjálfblekking að segja slíkt, því samkomulagið frá sl. fimmtudag var gersamlega innantómt. En, menn tala samt eins og að þeir hafi verið komnir fram með einhverja reddingu, og nú sé Grikkland að henda öllu í háa loft.

  • Samkomulagið innihélt enga viðbótar peninga frá aðildarríkjum evrusvæðis - heldur átti að treysta á góðvild annarra - - þ.e. góðvild upp á litlar 800ma.€.
  • Ekkert bendir til þess, að það fé hafi staðið til boða - annars staðar frá.
  • Kínv. hafa ekki virst með nokkrum hætti líklegir í reynd til að veita slík lán.

Með vissum hætti má segja, að Papandreo sé að gera leiðtogum Evrópu greiða, með því að sýna heiminum - hve gersamlega innantóm sú lausn var í reynd, sem þeir lögðu fram í sl. viku.

Í dag er sú lausn í reynd hrunin - nema auðvitað að Papandreo lippist niður á morgun, taki allt saman til baka. 

Það verður að koma í ljós, en ef Papandreo valdi þessa leið vegna þess að hann veit að hann getur ekki komið málum í gegn um gríska þingið - þá má allt eins búast við því að hann hreinlega segi af sér, og boði til nýrra kosninga. Sem er ekkert endilega betri útkoma fyrir sambandið.

Ps: ESFS (björgunarsjóður Evrusvæðis) frestaði skuldabréfa-útboði, að sögn v. mikils óróleika á mörkuðum. Þetta er áhugavert - en þeir hafa vart frestað útboðinu, nema vegna þess að það var óttast, að það gæti mistekist. Og slík útkoma myndi skaða mjög trúverðugleika ESFS.

Ps2: Önnur frétt frá því í morgun, að George Papandreo náði samstöðu innan ríkisstjórnar Grikklands um 7 leitið skv. evr. meginlandstíma, og þ.e. ljóst að ríkisstj. er nú samstíga um það að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, sem Papandreo vonast til að vinna.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband