Þetta er búið hjá Ítalíu

Skuldatryggingaálag Ítalíu á bæði 5 og 10 ára ríkisbréf fór um 10 leitið skv. ísl. tíma yfir 7%, álagið fyrir 10 ára bréf stóð 7,4% í um eftirmiðdaginn - eftir að hafa hafið daginn í 6,78%. Það sem breytti öllu var ákvörðun LHC Clearnet, að leggja svokallaða "extra margin" á viðskipti með ítölsk ríkisbréf.

Rétt að muna að sannarlega voru vaxtakjör ítalska ríkissjóðsins skv. mynd að neðan stundum óhagstæðari en þau nú eru, en munurinn er sá að innan evru ræður Ítalía ekki lengur yfir getu til að prenta peninga eða til að stýra vöxtum, eða gengi. Þetta er ástæða þess að í dag óttast aðilar þrot Ítalíu þó svo að vextir meðan líran var til staðar hafi stundum verið enn hærri.

Talan 450 er mikilvægur þröskuldur, því að LCH.Clearnet Group - LCH.Clearnet - Wikipedia er markaðsþjónustu fyrirtæki sbr. "clearing house" sem sér um allt að því helming færsla þegar viðskipti eiga sér stað á evrópskum kauphöllum.

  • Málið er að þetta fyrirtæki - sem í gegnum stærð - í reynd er markaðsráðandi, hefur starfsreglu.

Ef skuldatrygginga-álag aðildarríkis evru fer 450 punktum yfir álag þess ríkis með lægsta álagið þ.e. Þýskalands, þá krefst LCH Clearnet aukinnar áhættu-þóknunar "increased margin" - sjá yfirlísingu fyrirtækisins: Management of Sovereign Credit Risk for RepoClear Service - sjá netleitarniðurstöður:  LCH Clearnet 450

Takið eftir á myndinni fyrir neðan, að skv. núverandi stöðu Ítalíu vaxtakröfunni 7,4% ætti Ítalía þegar vera búin að leita sér aðstoðar, miðað við það hver krafa hinna landanna stóð í er þau leituðu sér aðstoðar.

Einmitt vegna þess hve LCH Clearnet sér um hátt hlutfall viðskipta í Evrópu - sem þessi regla hefur mikið að segja, gerir ofangreindann atburð - stórann:

  • Það sem þetta þýðir - að kostnaður þess aðila sem nýtir þessi tilteknu bréf í viðskiptum - í þessu tilviki bréf Ítalíu, eykst!
  • Í öllum fyrri tilvikum er þetta átti sér stað, leiddi það til snöggrar umtalsverðrar hækkunar, ávöxtunarkröfu fyrir skuldabréf sem fengu á sig þetta áhættuálag, sbr. þegar bréf Írlands og Portúgal, fóru yfir þennan þröskuld.
  • Þaðan í frá - var leið viðkomandi landa hröð til gjaldþrots.

Einmitt þett átti sér stað í mörgun, og álagið á 10 ára bréf Ítalíu hoppaði úr 6,78 - 7,40%.

 

Hvað getur Ítalía gert?

Anders Borg: "Italy is fundamentally a state that has significant assets, which ought to mean that they have better possibilities to reduce their debt level."

Fjármálaráðherra Svíþjóðar leggur til brunaútsölu á ítölskum ríkisiegnum, til þess að lækka skuldir Ítalíu.

Það líst mér ekkert á - ekki bara vegna þess að slík sala væri mjög erfið í núverandi ástandi, verð mjög léleg; heldur einnig að það er ólíklegt að ítalska ríkið myndi geta losað fjármagn nægilega hratt og í nægilegu magni, til að bjarga sér með þeirri aðferð.

Þar að auki að slík brunaútsala - væri gríðarlega óvinsæl - sbr. gefa nánast ríkiseignir.

Ítalía þarf að yfirgefa evruna - taka upp líru á ný!

- - eða - -

að innan þessa mánaðar veiti aðildarríki Evrusvæðis, Seðlabanka Evrópu fullt vald til ótakmarkaðrar prentunr - ECB baktryggi skuldir allra aðildarríkjanna og að auki bankakerfi Evrópu.

Ég sé einungis þessa valkosti - sá valkostur að Ítalía bjargi sjálfu sér innan evru, með niðurskurðar aðgerðum og endurskipulagningu atvinnulífs, er brunnin yfir á tíma.

 

Afleiðingar!

Bankakerfi Evrópu líklega hrynur, og sú hrina gengur svo út yfir bankakerfi heimsins, veldur mestu fjármálakrýsu heimssögunnar. 

  • Ekkert getur komið í veg fyrir þetta úr þessu - nema ótakmarkað prentunarvald ECB.
  • Ef það er blokkerað af Þjóðverjum - er hrun "default" útkoman.

Ítalía má ekki hugsa málið lengi - ekki lengur en fram í byrjun desember, en ef Ítalía bíður lengur er of mikil hætta á að stjórnlaust hrun hefjist áður en Ítalía nær að framkvæma gjaldmiðilsskiptin.

---------------------

Sannarlega tekur það tíma að framkvæma fullkomin gjaldmiðilsskipti, en þú getur heimilað notkun evru myntar segjum 1 ár, og þ.e. unnt að gefa út bráðabyrgðaseðla með takmörkuðum gildistíma sem prentaðir væru skv. lakari staðli er telst ráðlegt almennt.

Þeir gætu t.d. gilt í 2 ár, eða þangað til að seðlaútgáfa nýrra seðla sem gilda eiga þaðan í frá getur haft við.

Að sjálfsögðu þíðir þetta frystingu á færslum milli landa þ.e. höft á gjaldmiðil.

En sennilega, mun það enda þannig, að Evrópa öll verður í höftum - en erfitt að sjá aðra útkomu, þegar ekki ef bankakerfin rúlla á hliðina.

 

Niðurstaða

Búum okkur undir hrun og kreppu, úr þessu verður það vart lengur dregið í efa hvert stefnir.

Sterk líkindi eru til þess að ekki verði af þeirri síðustu björgun sem eftir er - þannig að versta útkoman verði niðurstaðan, þ.e. stjórnlaust hrun - "cascating collapse".

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ítalíu frétta maðurinn á BBC sagði nokkir dagar í 8,0% endurfjármögnunar vextir hjá Ítalíu, Írsku mörkin.

80% af kreppunni í EU er flutt inn hér vegna EES.

Þegar EU er frá 1970 til 2000 búið að auka fjármagna í umferð frá 1,0% skekkju í 2,0% skekkju [100% aukning á heildarumframmagni] til að tryggja aukna innri eftirspurn þá má búast við að þörf fyrir eignaflutninga í reiðufé milli ára vaxi og þess vegna líka Bankaþjónusta.   [Ekki stjórnsýslu kostnaður í t.d. Þýskalandi].

Svo byrjar hægfara eftirspurnasamdráttur frá 2000 til 2030  í minnsta lagi í heildina litið. Þá er keppni um sýnast tap sem mestu  til að geta innheimta sem mest.

Júlíus Björnsson, 9.11.2011 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 832
  • Frá upphafi: 849009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 766
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband