Staðfest - Berlusconi á förum! Ítalía við gjaldþrots dyr!

Berlusconi staðfesti í sjónvarpsávarpi á þriðjudagskvöld, að hann myndi segja af sér - eftir að þing Ítalíu hefur samþykkt nýjan sparnaðarpakka sem ESB hefur krafist. Þannig að hann er ekki farinn endilega alveg strax.

  • Á þriðjudag náði vaxtakrafa ítalskra 10 ára ríkisbréfa nýju meti - eða 6,8%.

Sl. föstudag stóð krafan í 6,4%, vikuna þar á undan innan við 6,2%, og þar á undan rétt innan v. 6%.

Vaxtakrafan er þannig á hraðferð upp skalann - sl. mánudag sagði ég að hún geti nálgast 7% fyrir vikulok, en svo mikil var hækkunin daginn eftir, að með þessu áframhaldi verður hún rúml. 7% nk. föstudag.

Nema auðvitað að afsögn Berlusconi hafi einhver áhrif í hina áttina, en ég sé ekki endilega af hverju - því þó Berlusconi fari, þá er þingið á Ítalíu enn skipað sömu pólitíkusunum.

Þ.e. langt í frá Berlusconi einum að kenna - hvernig ástand mála er á Ítalíu.

 

Verður Ítalíu bjargað úr þessu?

Fullyrði eitt - það verður ekki gert með þeirri leið, sem Framkvæmdastj. ESB og Seðlab. Evr. krefjast, þ.e. leið aðlögunar í gegnum samdrátt og sparnað.

Það sem Ítalía þarf er annaðhvort:

  1. Gengisfelling - þ.e. upptaka líru eða að evran verði gengisfelld.
  2. Að tekin verði upp ótakmörkuð peningaprentun af Seðlabanka Evrópu, þannig að hann láni ríkjum í vanda prentaðar evrur eftir þörfum á mjög lágum vöxtum, sambærilegt við hvernig "Federal Reserve" hegðar sér ef eitt af fylkjum Bandaríkjanna lendir í vandræðum. 
  • Lykilatriði í björgun Ítalíu er viðsnúningur yfir í hagvöxt - en ekki síst, viðsnúningur á viðskiptahalla rúml. 4% í -eerm- afgang upp á rúml. 4%.
  • Þetta er þ.s. Roubini hagfræðingurinn frægi telur þörf.
  • Að auki er áætlað þörf fyrir cirka 3,3% hagvöxt - áætlun Deutche Bank.

Gengisfelling gæti framkallað viðsnúning frá viðskiptahalla á einu korteri.

Að leitast við að gera það með þeim hætti að framkvæma innri gengisfellingu með sparnaði og beinum launalækkunum, er mjög sársaukafullt og erfitt fyrir lýðræðisríki - bendi á að enn að 3 árum liðnum er bæði Ítalía og Frakkland hvort um sig með rúml. 4% viðskiptahalla, Spánn e-h minni halla, Portúgal og Grikkland hvort um sig með viðskiptahalla rúml 8% af þjóðarframleiðslu.

Eftir 3 ár er slíkur viðsnúningur enn langt í frá í höfn - hjá ofangreindum ríkjum. Að auki get ég nefnt Belgíu.

Að ekkert þessara ríkja hefur tekist að framkvæma viðsnúning með launalækkunarleið - sem mælt hefur verið fyrir af evrusinnum, sýnir hve óskaplega erfitt og hæpið slíkt er í framkv.

Það að Írlandi og Eystlandi tókst þetta - er ekki sönnun á neinu öðru, en að þetta sé mögulegt með miklum harmkvælum, þegar á móti er bent á þau hin ríkin sem ekki hefur tekist þetta.

  • Mér finnst mjög hæpið að Ítalía geti framkallað viðsnúning með slíkum hætti - sama grunar mig að eigi einnig við; Frakkland, Belgíu, Spán, Portúgal og Grikkland.

Eftir þessa upptalningu, má allt eins setja fyrirsögn - verður evrunni bjargað?

 

Einhliða upptaka líru væri mjög sársaukafull leið

Ég er ekki síst að meina, sársaukafullt fyrir hin ríkin. En ef Ítalía tekur upp líru einn mánudaginn - nýtir helgina þess á milli, umbreytir öllum reikningum í bönkum á Ítalíu í nýjar lírur, frystir fjármagnsflutninga um óákveðinn tima. 

Þá felur sú aðgerð í sér mjög sennilega greiðsluþrot Ítalíu - alveg eins og einhliða upptaka dragma á Grikklandi myndi. Nema að í tilviki Ítalíu þ.s. þar í landi er til miklu muna sterkara hagkerfi, þá erum við ekki að tala um nándar nærri eins stórt hrun.

Þannig er þetta með vissum hætti minna traumatískt fyrir ítali að feta upptöku eigin gjaldmiðils. 

Kannski fyrir bragðið er Ítalía líklegri - til að yfirgefa evruna einhliða.

Vandinn við greiðsluþrot Ítalíu út á við, er að þá verðfalla skuldir Ítalíu út á við, og bankar víða um Evrópu sem eiga mikið af skuldum Ítalíu, verða fyrir miklum töpum.

Þetta er reynd svo alvarlegt áfall - að það getur mjög hæglega riðið bankakerfi Evrópu að fullu. Sérstaklega eru víst franskir bankar í erfiðri stöðu, og þ.s. franska bankakerfið er 4,4 landsframleiðslur meðan það á Ítalíu er cirka 180% því mikið minna hlutfallslega, þá er bankahrun í Frakklandi hlutfallslega stærra áfall fyrir Frakkland.

Ég er eiginlega þess fullviss, að í ljósi þess að í Frakklandi skulda auk þessa heimili mun meira en ítölsk, og til viðbótar er viðskiptahalli svipaður og ennig efnahagsleg kyrrstaða ríkjandi; þá verði Frakkland óhjákvæmilega land í vandræðum, þegar ljóst er að Ítalía er á leið niður í þrot.

  • Það er jafnvel hugsanlegt að ekkert geti bjargað Frakklandi frá þeim efnahagslega hildarleik - nema það, að Ítalíu verði bjargað frá gjaldþroti.

Til að bjarga bæði Ítalíu og Frakklandi samtímis - er bara ein leið að mínu mati: Ótakmörkuð peningaprentun!

Ég get einnig sagt þetta - einu leiðina til að bjarga evrunni, með öllum núverandi ríkum um borð!


Niðurstaða

Þó Berlusconi fari þá er Ítalíu við það ekkert bjargað, fremur en Grikklandi er bjargað fyrir tilstuðlan brottfarar George Papandreo úr stóli forsætisráðherra. Vaxtakrafa upp á 6,8% fyrir 10 ára ítölsk ríkisbréf - segir það að markaðir eru á hraðferð í því að skófla Ítalíu út af mörkuðum fyrir skuldabréf.

Ástandið á evrusvæðinu er með þessum hætti komið algerlega á krítískt stig. En peningakerfi álfunnar tel ég fullvíst að þoli ekki greiðslufall Ítalíu. Og því miður stefnir hraðbyri einmitt í það.

Mjög fljótlega hlýtur að fara hrykta mjög rækilega undir peningakerfinu í Evrópu, enda mjög margir bankar sem tapa mjög miklu ef skuldir Ítalíu verðfalla. Hættan er mjög raunveruleg, að bankar geti í hrönnum fallið og lent í höndunum á þeim ríkisstjórnum sem við á.

Ef ekki er gripið mjög hratt og mjög ákveðið til verka á evrusvæðinu, getur þetta verið jafnvel orðinn hlutur um mánaðarmótin nóvember/desember. 

Ef ekki er tekið mjög ákveðið og hratt til verka, geta síðustu dagar evrunnar mjög raunverulega runnið upp - í nálægri framtíð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 832
  • Frá upphafi: 849009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 766
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband