Grískur farsi!

Eins og rækilega hefur komið fram í helstu fjölmiðlum seinni part fimmtudags, þá hefur George Papandreo forsætisráðherra Grikklands samþykkt að afboða þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunaráætlun Grikklands, er hann boðaði fyrr í vikunni.

Skv. fréttum gerði hann þetta, þegar hann var búinn að fá það staðfest að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Grikklandi myndi greiða atkvæði með aðgerðapakka tengdum björgunaráætlun Grikklands, á gríska þinginu.

Þannig var orðið ljóst að meirihluti væri kominn fyrir þeim þingmálum!

 

Hvað var í gangi?

  • Mér sýnist líklegast að George Papandreo hafi verið að beita stjórnarandstöðuna á gríska þinginu þrýstingi.
  • Að með því að leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins samþykkti að greiða atkvæði með þeim lagafrumvörpum er tengjast björgunaráætlun Grikklands - hafi markmiðinu verið náð!

George Papandreo hafi þannig unnið pókerinn!

Orðrómur um afsögn hans eða væntanlega afsögn hans, virðist hafa verið orðum aukinn!

En mér sýnist það sigur fyrir Papandreo að hafa knúið stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, til að gerast samábyrgur - með þeim aðgerðum sem ríkisstjórn Grikklands ætlar að hrinda í framkv. skv. kröfu Evrusvæðisríkja, Framkvæmdastj. ESB, Seðlab. Evrópu og AGS.

En sá flokkur hefur leynt og ljóst verið að reyna að knýja fram þingkosningar og á morgun föstudag 4. verður greitt atkvæði um vantraust - sem ég reikna með að Papandreo vinni.

Meginstjórnarandstöðuflokkurinn hefur beitt þeirri taktík að greiða atkvæði gegn öllum sparnaðarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar - þó svo hann alla tíð segðist styðja aðild Grikklands að Evru.

Þannig virðist sem að sá flokkur hafi viljað forðast að deila ábyrgð á þeim aðgerðum með ríkisstjórninni, í von sennilega um að óvinsældir þeirra aðgerða myndi bitna á stjórnarflokkunum fyrst og fremst!

Megin stjórnarandstöðuflokkurinn taldi sig sennilega hafa pálmann í höndunum við upphaf vikunnar, þegar ljóst virtist vera af andstöðu einstakra þingmanna stjórnarflokkanna - að Papandreo hefði ekki triggann meirihluta fyrir því að koma í gegnum þingið, málum tengdum björgunaráætluninni.

  • Veðmálið hafi verið - að halda áfram að neita öllu samstarfi við ríkisstjórnina, í von um að hún myndi falla!
  • Með því að kníja fram kosningar - næði hann svo völdum!
  • En Papandreo er greinilega baráttujaxl, og stað þess að lippast niður - lagði hann allt undir!

Með því að ákveða að halda þjóðaratkvæðagreiðslu - sýnist mér að Papandreo hafi slegið vopnin úr höndum stjórnarandstöðunnar, hækkaði til mikilla muna veðmálið - enda nánast öruggt að gríska þjóðin myndi segja "Nei".

Þannig, að megin stjórnarandstöðuflokkurinn - var neiddur til að ákveða sig af eða á - evra "já/nei".

Hann valdi "já" - eða virðist hafa. Það var í reynd ekki nema einn valkostur í stöðunni í því tilviki, að samþykkja að styðja tiltekin lykilfrumvörp sem liggja fyrir á gríska þinginu.

Þannig er þá stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn orðinn einnig samábyrgur ríkisstjórninni, um framkvæmd björgunarpakkans - þeirra sparnaðaraðgerða sem honum tengjast. 

Svo þá er ekki ef til vill lengur eins vænlegt fyrir aðal stjórnarandstöðuflokkinn - að kníja fram kosningar!

Þannig sýnist mér þetta liggja fyrir - að Papandreo hafi náð sínu fram - sé sigurvegarinn!

 

Niðurstaða

Þessi vika hefur verið undirlögð kennslu í grískum stjórnmálapóker. Svo magnaður var sá póker, að G20 fundurinn í Canne hefur nær engu öðru máli sinnt. Forseti Bandaríkjanna sem vanur er að vera fremstur í sviðsljósinu, þurfti að víkja úr því - og enginn annar en Papandreo fékk það í staðinn. En honum var boðið á fundinn, en grískir stjórnmálamenn þykja vanalega ekki nægilega mikilvægir. Og þar fékk Papandreo að vera í stjörnuhlutverki. 

Kannski var þetta stærsta vikan í hans lífi!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 834
  • Frá upphafi: 849011

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 768
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband