Hvað vakir fyrir Seðlabankanum með hækkun stýrivaxta?

Ég kvarta yfir notkun Seðlabankans á hugatkinu "raunstýrivextir". Það hugtak í sjálfu sér er ekkert bilað hugtak sem slíkt, heldur er það notkun þess hugtaks hjá Seðlabanka Íslands. En þ.e. eins og að ekki sé gerður greinarmunur á verðbólgu annars vegar og verðbólgu hins vegar.

Ég hef nefnt þetta nokkrum sinnum áður:

Sjá: Peningamál 2011/4 hafa verið birt á heimasíðu bankans - 2.11.2011

  • Málið er að verðbólga getur haft fleir en eina orsök:
  1. Verð geta hækkað erlendis - t.d. á olíu, eða mikilvægum matvælum eins og korni. Þær hækkanir skila sér svo hingað, og valda verðbólgu hér.
  2. Svo er það dæmigerð víxlverkunar verðbólga, sem verður þegar laun eru hækkuð yfir línuna. Vandinn í ár er sérstaklega slæmur, því að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis er þröngur - því velti ríki og sveitarfélög launahækkunum hjá sér beint í verðlag. Hækkun gjalda bættist svo við verðhækkanir verslana, en þær hækka óhjákvæmilega er almenn launahækkun á sér stað því verð er aðferð verslana til að eiga fyrir launum síns fólks. Þannig að það varð veruleg verðbólgu sprenging í ár í kjölfar kjarasamninga.
  3. Svo er það þensluverðbólga, sem verður með þeim hætti að eftirspurn eykst hraðar í hagkerfinu en aukning framboð getur aukist um einhvern mikilvægann lykilþátt, svo að markaðurinn fer að bjóða upp verð þess þáttar. Slíka þenslu könnumst við vel við t.d. þegar góðæri er nærri hámarki, algengur þáttur sem er boðinn upp hérlendis eru laun - sem þá þíðir að verslanir þurfa að hækka t.d.  Flestir ættu að kannast við það að launaskrið - yfirborganir verða oft þegar hagsveifla er nærri hámarki.
  • Punkturinn er að vegna þess að grunnorsakir þessara þriggja verðbólga eru af ólíku tagi - þá þarf einnig að beita ólíkum meðölum til að fást við þær!
  • Mér finnst aftur á móti Seðlabankinn alltaf láta eins og verðbólga sé alltaf sama dýrið.

En að hækka stýrivexti er mjög góð aðferð - ef þ.e. þensla ríkjandi, því eftir allt saman hærri stýrivextir gera peninga dýrari, svo að það dregur úr útlánum banka - þannig að aðilar séu að slá sér lán fyrir því að fjárfesta eða kaupa dittenn eða dattinn.

En stýrivextir duga ekki gegn verðbólgu - sem hefur aðrar orsakir en þenslu!

Þar liggur einmitt hnífurinn í kúnni - því þ.e. engin verðþensla í hagkerfinu, einungis efirhreytur kjarasamninga frá því fyrri hluta árs er virðast nær alveg farið í verðlag - og einhver hækkun sem enn er inni í kerfinu vegna hækkana að utan.

  • Stýrivaxtahækkun - er því afskaplega tilgangslítil! 
  • Vegna þess að það er engin verðþensla, þá er ekki réttmætt að nota "raunstýrivaxtaviðmið" til að mæla áhrif vaxtanna á hagkerfið - því þ.e. engin þensla til að draga úr áhrifum þeirra.
  • Þess í stað bitna þeir á hagkerfinu af fullum þunga - þ.e. 5,5% er rétt mæling slævandi áhrifa núverandi stýrivaxta - ekki talan 1% eða 0,5%, eins og Seðlab. heldur fram, og ályktar að stýrivextir séu hóflegir.

Þvert á móti eru þessi vextir mjög skaðlegir - nema sá skaði sem þeir valda sé í reynd tilgangur sá er vakir fyrir Seðlabankamönnum!


Mér dettur sá möguleiki í hug - að þ.s. vakir fyrir Seðlabankanum með hækkun stýrivaxta, sé allt annar en þeir gefa upp!

  • Málið er að í Peningamálum kemur fram, að nettó afgangur af viðskiptajöfnuði landsmanna hafi einungis verið 0,5% - fyrstu 6 mánuði ársins.
  • Þá á ég við, að þegar búið er að taka tillit til greiðsla af erlendum skuldbindingum, sé borðið fyrir báru, einungis þetta.
  • Sbr. að nettó afgangur sl. árs var einungis 0,3% skv. Seðlabanka!

Það sem ég á við, er að mér dettur í hug er ég les hvað Seðlabankamenn segja, að þessi hækkun snúist í reynd um viðskiptajöfnuðinn!

Hugmyndin sé að beita stýrivöxtum til að slá á neyslu, sem skv. Seðlabanka hefur verið að aukast nokkuð þetta ár - þeir beita sínu tali um nauðsyn þess að slá á verðþenslu til að þeita upp ryki, villa um sýn.

Hættan er alltaf sú hér vegna þess að flest er innflutt, að aukning neyslu fari megni til í innflutning.

Sem skýrir það samhengi sem ég er að íja að!

 

Niðurstaða

Hvað haldið þið - lesendur góðir? Er Seðlabankinn að hækka stýrivexti - til að bremsa aukningu á neyslu, sem sé að ógna því litla borði fyrir báru, sem viðskiptajöfnuður landsmanna skaffar - og tryggir að landið verður ekki greiðsluþrota svo lengi sem jöfnuðurinn er réttum meginn við núllið?

En umræðan um þörf þess að hækka vexti, til að berjast við verðbólgu - sýnist mér augljós tjara.

Þannig að í stað þess að halda að Seðlabankamenn séu þetta vitlausir - þá dettur mér þess í stað í hug, að þeir séu í reynd smávegis snjallir þrátt fyrir allt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar greina hækkanir um fram meðalhækkanir á öllum mörkuðum vegna þess að almenningur fær aukið reiðfé í hendur án þess að raunverðmæta sköpun fylgi í kjölfarið og vegn þess að framboðs aðilar verða fyrir vaxtahækkunum á þess aukning verði á seldum raunvirðis ein. þegar Hið opinbera er greiða niður fjárlaga halla.

DEB Raungengið GDP(PPP) <=> markaðsettu reiðufé á sama ári KRED. Lokuð lögsaga ekki tekjur bókað umfram  heildar skuldbindingar á sama ári.  Rísjóður getur markaðett 3,0% meira reiðu fé en í fyrra og vonast til að skili meiri raunvirðiseininga sölu í vsk. keppnigeirum.

Ríkið er ekki keppishæft við sjálfan sig í heiidina litið.

Júlíus Björnsson, 3.11.2011 kl. 00:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er allt annar hlutur, en Þjóðverjar græða á hækkunum erlendis þegar þeirra vörur eiga í hlut, þeir geta stýrt eigin framleiðslu; en ég er að tala um hækkanir sem koma hingað inn í hagkerfið að utan, þ.e. hækkun á þáttum notaðir hér sem eru framleiddir erlendis af aðilum með öllu ótengdum aðilum er tengjast Íslandi. Hvað sem hér er gert, hefur engin áhrif á það hvort þeir þættir hækka eða að hvaða marki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.11.2011 kl. 02:03

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar geta í USA varið sín 4,0% af heildarinnfluting á upp markaði USA. Voru frá þýsklandi sem koma hingað hækkað að meðtali um 8,0% til 10% á fimm árum þar er jafn skipti í geira, UK þar hækka hlutir að jafnaði um 22,5% á fimm árum, USA er að spóla sig niður og það má búast við um 15% hækkum á 5 árum. Þeir lækka um 15% gagnvart juan síðustu 3 ár.  Mér sýnist að Þjóðverjar kaupi lítið inn utan EU, og flytji bara út hávirðisauka. Fjármálaviðskipti Þjóðverja við séu yfirleitt margfalt veltu meiri en vöruviðskipti.  Ísland flytur mikið inn af hávirðiauka varning í lágum raunvirðs flokkum í samburði. Það er gróði að borga lávirðisauka með hávirðsauka, skila auknum eigna, starfmanna, og vsk. sköttum heima fyrir. Í Fjárlmálviðskiptum haf þjóðverjar sér hæft sig stórum langtíma veðskuldum með með í grunnum sem þola ekki meira 1,99% raunvexti, þeir setja kannski enga raunvaxa kröfu á gegn bestu veðum við útgáfu, sem breytist svo í lága raunvexti í skuldar er ekki sína rauntekju heima hjá sér. Skammtíma neyslu lánamarkuðu í Þýskalandi er hinsvegar mjög dýr og kröfuharður um veð líka. Þeir allt út á langtíma forsendum lengri en 30 ára.  Til að tryggja almenna stöðuga velferð heima fyrir. Verð hækka hér á korni þá vegur það þyngra dag en áður vegn þess að matræði hefur breyst hér og við framleiðum lítið sjálf af hveiti.  Við fáum mikið hráefnum frá EU: EES svæðinu.  Ég myndi skoða CIA fact um árs vsk. vöruviðskipta jöfnuð   það var um 134 milljarað okkur í hag. Seðlabankinn er þá að segja að kræfar fjármálkröfur kröfur á tímabili hafi verið greiddar og samið hafi verið smá afgang.  Síðan 2001 þá hefur króna veikst um 10% að raunvirði gagnvart dollar en 30% til 40% gagnvart UK og EU.  Olía hækkar jafn mikið í EU að mínu mati. Gjaldeyrishöft er hér vegna þess við skuldum 80% viðskipta ríka okkar of mikið. Við stjórum ekki Seðlabönkum UK og EU, þeir halda genginu hér niðri. Þeirra bankar þurfa að versla við sína Seðlabanka.  Stór hluti af okkur útfluting er bundin í langa afgreiðslu tíma. Við flytjum út besta kjötið og fiskinn, eins og flest annarsflokks ríki EU. Við verðum að fá gjaldeyri vegna hávirðis aukavöru.  Það er dýrt að vera skuldugur umfram skuldakröfur.  

Norway 9%, Brazil 8.7%, Netherlands 8.5%, US 8.1%, Germany 7.5%, Denmark 7%, China 6%, Finland 5.4%, Sweden 5.2%, UK 5.1% þetta er 70 % af innflutning. 8 x4,0% = 32% 16 x 2,0% = 32 x 1%  = 32.  Ef ég man rétt er Norðmenn og Svíar að selja okkur Olíu. Þetta er aðal innflutningur: machinery and equipment, petroleum products, foodstuffs, textiles.  Þetta er Þýskaland: machinery, vehicles, chemicals, foodstuffs, textiles, metals. 

Við eru með flexible total consumption number index til að mæla innri verðbólgu , þetta er ekki föst standard vigt sem ruglar hér samanburð við staðlaða CPI erlendis hönnuð til hækka fjármagnsskostað innlands .  Hér mælti AGS 2005 með við myndu fylgja meðalhækkunum hækkun á mörkuðum eins USA og UK og Kanda, fasta verðbólgu um 4,0% á hverju ári að jafnaði.  Við þurfum að marksetja um 5,0% umfram á hverju ári fylgja UK. Vegna veltu stærðar fjármármálgeirans hér.   Föst max 2,0% meðal verðbólga er mjög erfitt fyrir aðra en þýsku hugsandi að mínu mati. Hér koma starx í ljósi að bullverðtrygging eyðleggur líka kosti þess að vera með eigin útgáfurétt á markaða setningu á reiðfé.  Svo skilst mér á CIA að skuldir sem greiðast krónum[vörum] hafi hækkað um 29% frá 31 des.  2009 til 31.des. 2010. Domestic credit. Öll umræða hér um meðalhækkanir á mörkuðum er bull, stöðug stígandi verðbólga í takt við rauntekju aukningu er best: vegið CIP USA, engar hækkanir hjá ekki-vsk hlutanum gilda núna í Grikklandi. Ásgeir Ásgerir son þegar afar mínir voru ungir, og allir ríkstarfmenn ráðnir á föstum launum 24 tíma á sólarhring, lækkaði laun þeirra allra og og álagningu á vsk. geira.  Þetta styttir tíma til að fara upp aftur. Hér er greinlega að vera veðja á það Ísland hafi rauntekjur síðan 2007 eftir veltuhrun dregist miklu meira saman en í flestum ríkjum heims, miðað við USA, þess hljóti þær að fara um aftur.  Hinvegar er meðalvigt yfir heiminn að sýna að rauntekjur á Vesturlöndum er dragast aftur úr hinum hlutanum af heiminum að meðatali.   Það er vart hægt að lækka raunvirði innflutningis gagnvart almenning meira, og mikil eftirspurn er víða á Vesturlöndum eftir skammtíma áhættu fjárfestingu og langtíma grunn fjárfestinu. Er Ísland samkeppni fært með  lægri skatta og lægri tekju almennings?  Maður á ekki miða við tekjur utnan Íslands eða tekjur í framtíðinni. Heldur GPT(PPP) á hverju ári, vegið með CIP USA. Alþjóðagenginu. AGS sagði gloppur í bókhaldi hér, bókhald allstaðar er í samræmi við lög um bókhaldskyldu. Lögin er eitthvað öðruvísi hér ekki bara raunvirðimælikvarðinn. Tekjuframtíðar eru innbyggð gullrót í kerfi þar sem ríkja meðalhækkanir á mörkuðum yfir alla 60 mánuði þannig að allir geirar í fastri hlutfallslegri skiptingu sitji við sama borðið.  Fjármálageirin, lykil bankar velta þessari gullrót. Til að verðbólga vaxi línulega ekki veldisvísislega. 80% neytenda markaður sem er óvirkur hann heldur áfram að vera það ef eiginfé hans vex ekki á hverju ári.  Sundurliðanir í fjárhagbókhaldi er hér alltof einfaldar til að grein nokkurn skapaðan hlut af viti. Sá sem bíður lægst á almennu lávirðisaukamörkuðum erlendi selur mest. Sjá og reynsluna af Bónus.  ÉG spái því að Íslenskum ríkisborgum sem fái vinnu í arðbærum vsk. fyrirtækjum sem borgi laun miða við vaxandi GDP(PPP) fækki áfram næstu 10 ár. Hér hægt að setja 600.000 kr 1 tekjuþreps lámarkskatt á all einstaklinga og og svo 20% 1 tekjuskatt yfir lámarks vinnu launum upp 8.000.000 árslaun og byrja svo 2 þrep. í anda þjóðverja, lækka vsk. í 10 % af barnavörum í sérbúðum, þá er hægt að lækka bensín skatta og vsk. skatt í 10 % af litlum matsölustöðum með litla veltu, taka um sömu langtímaveðskuldarform og gilda erlendis. Fullt af svo smá atriðum skipta máli fjölga litlu útflutnings aðilum. Dreifi áhættu og eykur veltu hávirðsauka ekki prósentu. Einkareka hluta af menntageira 100% . Ríkið sjái bara um að mennta í störf sem liggja fyrir næstu 30 ár. Ísland er eins í grunn og öll stöndug ríki. Lítil fyritæki geta grætt miklu meira á stafsmann en stór, ég veit af reynslu Þess vegn geta lítil ríki líka gert það.  Menn a að byggja á föstum grunn öll 30 ára fram í tíman til geta afskrifað fyrir sveiflum framtíðar ekki eftir á. Sumir hér er að koma vel út miða við að kreppur koma á 30 ára fresti hér áður urðu stíð í kjölfar fjármálstríða í þessum heimshluta. Það verið draga úr almennum samdráttar áhrifum á Vestulöndum með draga úr almennri eftirspurn og auka á víxl og lækka fjármagnsveltuna sem gengur ekki upp í rauntekju samdrætti. Ísland er að þykkjast vera gera eitthvað annað. Gera út af við öll lítil einkafyrirtæki, setja alla á húsaleigu bætur. Þá þarf enga verðbólgu hér meir. Rauntekjur aukast  með vsk. veltu. með þremur sölu þrepum 2,0%, 10% og 20%. eftir minnkandi veltu og vaxandi fjölda starfa miðað við veltu í EU og USA. Langtíma 2,0% skammtíma 20%. í fjámálgeira. 3 þrep vsk. 20% ef allt er keypt 10 % vsk. þá leggur sami á 20% - 10%= 10%.

Júlíus Björnsson, 3.11.2011 kl. 05:05

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vil byrja á því að þakka þér MJÖG góðar og málefnalegar greinar.  Ég byrja daginn alltaf á því að lesa bloggið þitt, því miður læt ég sjaldan vita af mér.  Ég er þér að ÖLLU leiti sammála í þessari grein, að mínu mati hafa stýrivextir og sú verðbólga, sem geisar hér núna EKKERT samhengi.  Verðbólgan sem er núna er svo til alfarið tilkomin vegna erlendra kostnaðarverðshækkana og stýrivaxtastigið hefur ENGIN áhrif á þær.  Þess vegna get ég ekki með nokkru móti skilið ákvörðun peningastefnunefndar.

Jóhann Elíasson, 3.11.2011 kl. 08:30

5 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Það er jákvæður viðskiptajöfnuður hér upp á tugi milljarða. Það sem er að skekkja tölurnar er að Actavis er tekið með.

Actavis skuldar um 1000 milljarða og þegar þeir eru teknir með í þjónustujöfnuðinum þá verður til mikil skekkja.

Erlendar tekjur Actavis eru taldar geta útvegað þann gjaldeyri sem þeir þurfa til þess að greiða af þeirra lánum. 

Ef Actavis er tekið út fyrir sviga er viðskiptajöfnuðurinn jákvæður um 5-6% af landsframleiðslu í fyrra ef ég man rétt.

Þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti þá hækkar ávöxtun erlendra aðila sem eiga krónueignir hér. Því stuðlar vaxtahækkunin að veikari viðskiptajöfnuði.

Það skilur enginn í því afhverju SÍ er að hækka stýrivexti og þar á meðal ekki ég.

Hér er hægt að lesa sér til um það hvað Actavis er að skekkja viðskiptajöfnuðinn.

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8471

Þórhallur Kristjánsson, 3.11.2011 kl. 16:38

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðbólga hér þarf að fylgja almennum kostnstaðverðhækkum erlendis. Hækka stýrivexti eykur hagvöxt, vöxt þjóðartekna umfram samtíma rauntekjur. Fegrar ástandið í augum forsætis og fjármálaráðherra. Seðlabankinn fer eftir reglustýringu, tekur tillit til óska ríkisstjórnar. Veðjar á hærri rauntekjur næstu 60 mánuði með þeim skattkostnaði sem því fylgir að gera út á væntingar. 

Júlíus Björnsson, 3.11.2011 kl. 16:44

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Júlíus, ég er nú ágætlega að mér í hagfræði en einhverra hluta vegna næ ég ekki þessum rökum hjá þér....

Jóhann Elíasson, 3.11.2011 kl. 17:00

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslensk hagfræði hefur nú ekki sannað ágæti sitt.    Grunn rökin í allri marktækri fjármálfræði málfræði að: KRED [seljanlegt í reiðufé] <=>  DEB [seljanlegt í reiðufé] miðað við uppgjörs tímabil. 

KRED stendur fyrir passive að sem stendur kyrrt[má treysta: skil annars aðila og afhendingu hins [passa og passa upp á]] og DEB active verður að stemma við á uppgjörstímabili [það sem verður  gera].

Kostnaðverðhækkanir [Ísland versus önnur Ríki] eru Kred [Gjöld] og ef þau hækka þá verða DEB tekjur [til útgjölda] að hækka til stöðuleika haldist í heildina litið og þá að meðatali í öllum sundirliðum á heildar tekjum og gjöldum þegar um ríkið að ræða á einu skattaári.

KRED er upphafið að öllum sundurliðunum. Það þarf þroska til skilja þetta, því áherslu á næsta stigi fyrir neðan byrja með að DEB er upphafið.  Efsta stigið er sjálfgefið fyrir suma, hinsvegar skera bókhalds áherslur á Ísland [og ísl. bókhaldslög kallast hjá almenning reglur eða hefðir] sig úr.

Rök hjá menntamönnum erlendis eru yrðingar sem jafningar gefa sér sem staðreyndir  sem þarf ekki eða skilja í sama skilgreinda rökgrunni.  Rök hér almennt merkja hugarfóstur eða niðurstöðu raka með og á móti sem þarf að skilja í heildar samhengi. 

Rökrétt er segja ef rökum er ekki hafnað: ég tel þetta þetta ekki vera haldbæra niðurstöðu vegna þess að fleiri mót rök [sem eru þá gefin upp] leiða til annarra niðurstöðu sem eru í samræmi heildar gefnar forsendur. 

Innri heildar tekjur á hverju ári kallast í alþjóða samfélaginu GDP(PPP) aðrar hugsanlegar tekjur kallast GDP(OER).   Talið er öruggara að meta rekstur miðað við breytingar á innri tekjum ár frá ári heldur en á breytingar á GDP[OER] sem kallast hér hagvöxtur.

Þetta er skilnings atriði, sem þeir skilja sem greind og eða reynslu. Stöndug ríki sjá CIA fact book byggja á sínum eigin öruggum tekjum fyrst og fremst það er líka hagfræðileg rök þar.    Þeir sem hafa kynnst ábyrgum fjármálrekstri, vita að skuldunautar margir byrja á telja upp allskonar framtíðar tekjur til að kría út lánafyrirsgreiðu, efla traust.   Hinsvegar ef þetta eru gamlir skuldunautar þá lætur fjámálstjóri ekki blekkjast, hann hefur passað upp á að halda viðskiptasögu gagnvart skuldnaut til haga, og passar alltaf upp á að vera vel inn í því sem er gerst á heildarmarkaði sem umræðir. 

Bókhaldlegur fjármálgrunnur er sá sami í stöndugum ríkjum og líka eru meðalverðhækkanir á lengri tímabilum en 60 mán. línulegar og stöðugar í gegnum aldirnar, milli stríða og náttúrhamfara. Þetta eru staðreyndir.  

Hagfræði áherslur er mismundi í stöndugum ríkum byggja samt allar á sömu raunvísindum og er öllu ætlað að stýra fjármagnsflæði innan efnhagslögsögu í þágu stjórnumálaflanna á hverjum tíma.  Ég skil Kruger og Irving Fisher enda með svipað bakgrunn. Ég persónulega er mest hrifinn af þýskumældandi hagkerfum  en tel að Ísland henti fyrst að taka upp sömu fjármála reglur og reglustýringu sem einkennir enskumælandi hagkerfi svo sem USA, Kanada og UK.  Sjá skýrslu starfsmanna AGS 2005 um veðvandmálin hér.

Íslenski hagfræðingar byggja ekki á sama grunni í sínum fræðum og gildir í stöndugum ríkjum og álykta í samræmi.  Um Íslenka hagfræðinga gildir eins og hagfræðina Aljóðasamfélagins  að skoðanir og áherslur eru mismunandi.  Reynslan frá 1911 af íslenska fræðigrunninum í samanburði segir sig sjálf.   Hann gengur ekki upp nema nokkur ár í einu.

Ein tegund af greind byggir á mengjafræðilegu innsæi, og geta séð fyrir í sínum hugsjónum hlutfallslegt samengi, sundurliðanna[greininga], mengjafræðilega "abstrakt", í geiraskiptum hringformun, stöpulum eða ferlum.   Um efsta stigðið í fjámálalegu samhengi  er það geiraskiptu hringformin sem skipta öllu máli við greiningar.  Þau eru í þremur þrepum [skífum] í mengararfleið þýska mennta manna. "Torte"  Þetta þykir sumum andlegur  "torture".  Annað stigið sem byrja DEB sér hlutina yfirleitt í stöplum   => stefnumótun.  Áttvísi eða "orientation" og the broad outlines það er lykilinn að stöðugleika.  

Í UK er nokkuð öruggt að meðal verðlagshækkanir á næstu fimm árum verði 22,5 % til 25%. Þá hækka skuldir gagnvart UK svipað og tekjur af sölu í Pundum gætu hinsvegar ekki hækkað jafn mikið [Samdráttur á vesturlöndum]. Þjóðverjar t.d. láta fjármálaskuldir í pundum stemma á móti fjármálkröfum í  pundum, og þess vegna er þessi hlið ekki vandmál.

Ef tekjur af sölum í pundum hækka ekki jafnmikið [vegna heima samdráttar] og stöðululeika í UK skiptingar geirum þar má búast við innflutningur hækki hlutfallslega jafn mikið.

5,1% af innflutning kemur frá UK við flytjum inn miða óbreytt ástand  25  x 5% = 1,2% eða 0,21% framlag í Íslensku verðbólgunna á ári.  

Almennt gildir um innflutta verðbólgu

developed countries 2.5%
developing countries 5.6%   Vegið meðaltal yfir heiminn er  4,5% Þetta er alþjóðgengisútreikningar á verðbólgu hér.

5.4% (2010 est.)   estimation er rough caluculation byggð á stöðluðum aðferðum.
      12% (2009 est.)

Verðbólgan hér sem fram innflutta er til að drag úr innflutning til að afla gjaldeyris til að greiða niður skuldir í erlendum gjaldeyri eða greiða fjámagnskostnað vegna Alþjóða fjármálaveltu kostnaðar.   

Heildarsölutekjur  stofn fjámáltekna næsta árs, komu 30 % vegna innflutnings: miðað alla jörðin í augnablikinu 1,3% grunn verðbólga.

Önnur hækkun á heildar sölu tekjum eru vegna starfsmannaveltu + skattar+ vextir, eigna + skatta + vextir, innlands aðfanga + skattar + vextir. Þetta er allt orsakavaldar verðbólgu. Miðað við KRED <=>DEB.

Þarna eru skattar og vextir og vextir um min. 55%.   

Erlend gjaldeyris lántaka hér í dag felst í útgáfu krónubréfa. Ríki sem kaupakrónu bréf í  gegnum lykill reglustýrða banka  gera það til að græða á því eins og vogunarsjóðir.   Þeir sem hafna því sem rökum byggja á öðrum hagfræði grunni en ég.   Niðurstaðan er ef þessi ríki og vorgunasjóðir græða þá töpum við til lengri tíma litið á krónu sölu. Hér á að leggja 600.000 kr grunn tekju skatt á alla einstaklinga eða 20% á grunnlaun og byrja annað þrep við 8 milljónir: til að taka af aftur í hverjum mánuði. Skipta þessum grunn tekjustofn í grunn tekjustofna hins opinbera t.d. elli, veikinda og atvinnusmissisbætur . Endurskoða svo vaxta, og eigna og söluskatta[ þrep 1 2,0%, 2 14% ,3 20% vsk]  í framhaldi til að niðurgreiða eftir fjölskylduaðstæðum.  Sleppa svo öðrum niðurgreiðslum og skattgreiðslu á lögaðila vegna grunn tryggingarkerfis. Þá hækkar allt ef grunnlaun hækka sem er vernduð fyrir innfluttu lávirðisauka velferðakerfi.   Einföld stjórnsýsla, skattakerfi og bókhaldskerfi [vel sundurliða og rökrétt] skilar fjölbreyttri þroskaðri almennri verðmæta sköpun. Stöðuleikaskipting og reglustýring. Íslensk félagfræðileg hagfræði í öllu sínum fjölbreytileika er ekki Alþjóðleg söluvara á stöndugum mörkuðum.  Erlendir raunvísinda hagfræðingar eru með langbestu kenningarinnar um að standa sig í samburði, skila meira en meðalatalið.

Júlíus Björnsson, 3.11.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 834
  • Frá upphafi: 849011

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 768
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband