Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
20.11.2011 | 17:52
Bjarni Ben leiðir Sjálfstæðisflokkinn áfram!
Samkvæmt fréttum fékk Bjarni Ben 727 atkvæði eða 55%, Hanna Birna 577 atkvæði eða 44%. Bjarni hafði þetta sem sagt, en þetta er enginn stórsigur. Hann væntanlega verður umdeildur áfram, ekki fullkomlega fastur í sessi. Og Hanna Birna hefur einn séns enn til að velta honum, sem má vera að hún láti reyna á - en 1,5 ár er í Alþingiskosningar. Þannig að tími er fyrir einn landsfund enn fyrir þær kosningar.
Endurkjör Bjarna breytir litlu - Evrópumálin óleyst
Bjarni endurkjörinn formaður með 55 prósentum atkvæða. Hanna Birna: Enn sömu skoðunar um forystuna
Mínar efasemdir
Hafa snúist um Vafningsmálið og N1, þó svo að Bjarni þverneiti allri vitneskju um þ.s. gerðist í tengslum við Vafning, þær ákvarðanir er leiddu til stórfellds tjóns - sem skattborgarar á endanum tóku að sér skv. ákvörðun Steingríms J.
Sjá: DV.is - Fréttir - Bjarni Benediktsson tók þátt í broti
- Að auki var Bjarni einnig stjórnarformaður N1 hf.
En það félag hefur einnig þurft á björgun að halda, en þó umdeilt sé hve mikið stjórnarformaðurinn vissi um þær fjárfestingar sem síðar meir sliguðu félagið þannig að það þurfti að fá stórar upphæðir afskrifaðar af skuldum, svo félagið yrði ekki gjaldþrota.
Þá lítur það virkilega ílla út - að Bjarni Ben hafi á sl. áratug verið stjórnarformaður tveggja félaga, og að í báðum tilvikum hafi orðið ma. - ma. tuga tjón.
- Þetta setur efasemdir um hans stjórnvisku, mat á áhættu bakvið ákvarðanir, skynsemi.
Jafnvel þó hann sé ekki beint brotlegur, þá í besta falli bregst hann eftirlitshlutverki sínu sem stjórnarformaður, að fylgjast ekki betur með - þegar ákvarðanir eru teknar er leiða til stórfellds tjóns, setja fram spurningar um það hvort þær ákvarðanir eru skynsamar o.s.frv.
Spurning hvort þetta sé sá leiðtogi sem þjóðin vill til framtíðar?
Ég vonaðist eftir Hönnu Birnu
Vegna þess að hún er ekki með eins stór mál á bakinu - andstæðingar hafa því færri vopn gegn henni.
En augljóslega munu málin alltaf stöðugt koma upp, þegar Bjarni Beitir sér fyrir flokkinn - vera honum og þannig flokknum fjötur um fót. Hann mun alltaf og flokkurinn um leið, þurfa að glíma við þann mótvind, sem liggur í þeirri torgriggni sem aðkoma hans að ofangreindum málum skapar honum - sem mun þá einnig bitna á flokknum.
Kannski er hann það öflugur leiðtogi, að hann geti einfaldlega hrist þetta allt af sér - þ.e. sjálfsagt veðmál þeirra flokksmanna sem studdu hann.
En, það hefði tvímælalaust verið auðveldara fyrir Framsóknarflokkinn - að starfa með Hönnu Birnu. Enda flokkurinn með góða reynslu af henni, í borgarstjórn.
Framsóknarflokkurinn hefði átt auðveldara með það að glíma við þá gagnríni, að vilja halla sér að Sjálfstæðisflokknum enn á ný, með sitt spillingarorð ekki síður frá fyrri tíð en sjálf Framsókn, ef formaður með minna spillingarorð í augum almennngs, hefði leitt Sjálfstæðisflokkinn.
Fyrir bragðið mun Framsóknarflokkurinn þurfa að viðhalda ívið meiri fjarlægð við Sjálfstæðisflokkinn, en ella - til að eiga betur með að endurreisa sína fyrri góðu ímynd.
Niðurstaða
Framósknarflokkurinn mun þurfa að viðhalda meiri fjarlægð frá Sjálfstæðisflokknum, vegna þess að Framsóknarflokkurinn er að leitast við að endurskapa sína ímynd, og enn frekar á svo við fyrst að Bjarni Ben var endurkjörinn - þó svo það væri ekki með miklum mun, léleg kosning fyrir sitjandi formann.
Þetta getur flækt næstu stjórnarmyndun, því Framsóknarmönnum mun ekki finnast það þægilegt - að hafa Bjarna Ben sem ráðherra eða forsætisráðherra.
Spurning hvort unnt væri að leisa málið, með því að skipa ráðherra sem ekki eru þingmenn.
Þannig að hvorugur formannanna taki ráðherrasæti, enginn þingmannanna heldur.
Kv.
20.11.2011 | 04:07
Væri frjáls innflutningur matvæla stórgróði fyrir almenning?
Um daginn var unninn sérkennileg skýrsla um það að hvaða marki þarf að auka stuðning við bændur, svo þeir standi á sléttu - ef frjáls innflutningur landbúnaðarvara er heimilaður. Skv. fréttum er útkoman að einungis aukningu um 5ma.kr. þurfi til, en í dag er stuðningur upp á 9ma.kr. v. landbúnað.
- Vandi við þetta, er að höfundar skýrslu miða við 20% hækkun krónunnar - en allt önnur tala kemur í ljös auðvitað, ef við miðum við gengið í dag og/eða 20% lægra gengi.
- Að sjálfsögðu er tóm steypa, að reikna með gengishækkun - en gengislækkun á hinn bóginn er mjög líkleg, sbr. að verð á aflandskrónum hafa sl. 1,5 ár verið um 40% lægra en Seðlab. gengi krónu.
Það gengi aflandskróna inniber þó veðmál fjárfesta er hafa keypt þær krónur, um það að þegar höft verða losuð komi þeir út í gróða, annars hefðu þeir ekki keypt þær eftir allt saman - þannig að þeir reikna með ívið minni lækkun hennar frá núverandi gengi Seðlabanka en þeirra kaupverði.
Segjum að þeirra veðmál sé rétt - þá er líklegt gengisfall við losun hafta á bilinu 20-30% sennilega, sem gerir fyrir þá hagnað á bilinu 10-20%, meiri í einhverjum tilvikum. Sem sagt góður díll.
Fleiri punktar úr skýrslunni voru:
- Matvælaverð í Evr. að meðaltali 30% lægra - sem er minni munur en ég hélt.
- 26% lægra í Svíþjóð en hér.
- Verð til bænda í Finnlandi hafi lækkað um 40-50% fljótl. eftir inngöngu.
- Verð á svínakjöti lækku um 41%.
- Eggjum um 44%.
- kjúklingum um 50%.
- Um 25% á mjólkurvörum.
Önnur vandamál við forsendur
- Spurning hvort sú forsenda að lægra matvælaverð erlendis myndbyrtist örugglega hér að sama skapi:
- flutningskostnaður er töluverður hingað - en hann mun minnka e-h þá verðlækkun sem raunverulega verður möguleg.
- fákeppni í matvælaverslun, er líklegt er að verslanir gípi tækifærið til að taka til sín hærra hlutfall heildarverðs, í gegnum hækkaða álagningu.
Svo er það viðskiptajöfnuðurinn
- En ef innflutningur matvæla ryður innlendri framleiðslu, svo minna er hér framleitt og það í stað flutt inn.
- Þá um leið, verða ruðningsáhrif þess innflutnings á annann innflutning á varningi.
- En gjaldeyristekjur okkar eru takmarkaðar.
- Þannig, að ef innflutningur eykst í heildina, getur skapast viðskiptahalli - sem er ósjálfbært ástand.
- Þannig, að ég reikna fastlega með því að Seðlabankinn muni eftir sem áður gæta að viðskiptajöfnuðinum, og lækka krónuna eftir þörfum til að triggja að nægur afgangur sé til staðar.
- Með öðrum orðum, ég reikna með því að gengið verði fellt - til þess að gæta að því að heildarinnflutningur aukist ekki þannig að ósjálfbær viðskiptahalli skapist.
Þannig að aukning lífskjara sem skv. þeim sem vilja frelsi í innflutningi matvæla - verði til muna minni en þeir halda, því þegar þeir reikna taka þeir ekkert tillit til áhrifa aukins innflutnings matvæla á viðskiptajöfnuðinn.
Ég er ekki einu sinni viss um að nettó aukning lífskjara yrði.
Annar kostnaður sem vanalega er ekkert tillit til tekið
- Allt landbúnaðarlandið sem hætt verður að nýta sem slíkt.
- Atvinnutækin sem hætt verður að nýta - þ.e. glötuð fjárfesting.
- Tap í formi lækkandi verðlags á landbúnaðarlandi og einnig húsnæði á jörðum, ásamt líklegum gjaldþrotum skuldugra bænda.
- Svo er það menningin tengd landbúnaði hérlendis - en heilu samfélögin geta lagst af.
- Einhvers staðar þarf nýtt húsnæði fyrir þá bændur, sem leita til þorpa og bægja í atvinnuleit.
Það sem ég vil gera í staðinn með íslenskann landbúnað!
Það kemur allt fram í eldri færslu, og ég hef ekkert við það að bæta sem þar stendur:
Landbúnaður á Íslandi, á alveg að geta verið þjóðhagslega hagkvæmur!
- Lausnin er sem sagt, að auka skilvirkni og þjóðhagslega hagkvæmni innlends landbúnaðar.
- En, sleppa því drakoníska skrefi sem Samfylking vill fara - þ.e. að opna allt upp á gátt, en þá einfaldlega efast ég um að margt annað lifi en sauðfjárrækt að einhverju marki, og hrossarækt.
- Einhverjir fáir bændur ef til vill ná að sérhæfa sig, í framleiðslu á dýra sérhæfða markaði.
Ég held einnig að í framtíðinni, muni það aftur aukast að hver þjóð framleiði þ.s. hún getur heima fyrir, flytji fyrst og fremst það inn - sem ekki er unnt að framleiða með hagkvæmum hætti.
En ég tel að hækkandi eldsneytiskostnaður muni smám saman, minnka verslun yfir langar vegalengdir.
Niðurstaða
Ég tel að það sé stórlega íktur sá meinti hagnaður fyrir lífskjör almennings, sem frjálsum innflutningi matvæla myndi raunverulega fylgja. En, stóra málið er að ef innflutningur ryður innlendri framleiðslu, þá á móti þarf sá innflutningur að ryðja að einhverju marki öðrum innflutningi. Það er, að aukinn innflutningur matvæla þíði að það tapist innflutningur á einhverjum öðrum vörum, þ.s. ekki má skapa viðskiptahalla.
Þess verði gætt, að viðskiptajöfnuður verði ekki óhagstæðari eftir breytingu, svo að halli keyri landið ekki í þrot eða ónógur afgangur það geri.
Þannig, að gengið verði þá látið síga á móti, til að tékka af jöfnuðinn.
Um leið er þá minnkaður umtalsvert sá hagnaður fyrir lífskjör, sem á að verða.
---------------------------
Svo þarf að taka tillit til alls þess kostnaðar sem mun fylgja þeirri miklu röskun á landbúnaðarsvæðum hérlendis, því að heil landbúnaðarhéröð geta lagst af eru líkleg til að gera það, því verðmætatapi sem verður þá þegar landverð fellur, tæki sem fjárfest hefur verið í nýtast ekki, sama um húsnæði o.s.frv. Síðan kostnaður við það, að skapa önnur störf, reisa annað húsnæði annars staðar o.s.frv.
Svona mál má ekki bara skoða af meintri kredit hlið - meta þarf einnig debit hliðina.
Kv.
19.11.2011 | 01:19
Vaxandi spenna í samskiptum Bretlands v. meginlandið!
Það eru nú nokkur deilumál, sú sem hefur lengst verið í gangi, um innleiðingu Tobin skatts, þ.e. skatt á fjámagnstilfærslur, sem aðilar á evrusvæði í þeirri örvæntingu sem þar ríkir, virðast líta á sem einhvers konar lausn, eða hluta að lausn á þeim vanda sem þar ríkir.
En töluvert er um það, að fjármálamörkuðum sé einfaldlega kennt um, menn hjá einstaklingum sem vilja ekki kannast við það að nokkuð sé að evru hugmyndinni sem slíkri, eða að þeir vilja kannast við að nokkurt landa evrusvæðis sé í reynd í raunverulegum vanda, fyrir utan Grikkland.
Kenningin er þá, að Grikkir séu í vanda vegna þess að þeir svindluðu, hegðuðu sér ílla - en restin af löndunum sé einfaldlega saklaus fórnarlömb - einhvers "evil scheme" markaða, þ.s. engilsaxar ráði mestu. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja, að þetta sé ekkert annað en engilsaxneskt tilræði, skipulega verið að reyna að drepa evruna, sem engilsaxar hafi alltaf hatað.
Má segja að Tobin skatturinn sé hluti af hugsuninni, þetta er þeim að kenna, og nú á að refsa fjármálamörkuðum, með því að skattleggja hverja einustu færslu sem á sér stað:
Tobin tax - Wikipedia, the free encyclopedia
- Bretar óttast ekki síst að slíkur skattur fæli fjármagns-starfsemi í burtu, og einnig fjármagnið sjálft, þ.e. aðilar kjósi að eiga viðskipti sín þ.s. enginn skattur er til staðar, sem er þá alls staðar annars staðar en innan Evrópu.
- Að skatturinn fæli fjármagn í burtu, nema að ef hann gildir alls staðar svo hvergi sé unnt að flíja hann - er auðvitað í reynd mjög hættuleg ráðstöfun, þegar bankakerfi Evrópu í vaxandi mæli rambar á brún, hruns.
- Sýnir eiginlega - hve þeir sem ráða innan Þýskalands og Frakklands, virðst vera að fá bandvitlausa hagfræði ráðgjöf.
Afstaða Breta sem harðneita að samþykkja Tobin skattinn, nýtur ekki samúðar stjv. Þýskalands eða Frakklands, en þ.e. ekki síst Frakkar er hafa beitt sér fyrir þeirri skattheimtu.
En fleiri deilur eru uppi - en tillögur Breta, ítrekaðar þess efnis að Þjóðverjar eigi að heimila peningaprentun, hefur ekki gengið vel í Þjóðverja - og pirringur vegna þess sem séð er sem hroka Breta, fer vaxandi.
Svo hefur Merkel fengið þá hugmynd, sem þarf samþykki allra aðildarlanda ESB, þar með að sjálfsögðu Bretlands, að innleiða aukið yfirþjóðlegt vald - þannig að yfirþjóðleg stofnun geti gefið einstökum ríkjum fyrirmæli um tiltekinn niðurskurð á fjárlögum, eða hafnað fjárlögum sem þau þykja vera of slök; sem sagt að fjárlög ríkja þurfi alltaf yfirlestur og fyrirfram stimpil.
- Einhvern veginn sé ég ekki Breta sætta sig við að slíkt vald sé skipað yfir þá, en þó hugsanlega geti þeir sæst á að, slíkt ríki innan Evrusvæðis - sem þeir eru ekki meðlimir af.
Sjá video af David Cameron á blaðamannafundi:
Fundur Angelu Merkel og David Cameron
Eins og reiknað var með, töluðu þau bæði hástemmt um vinskap þjóðanna, en Cameron stóð við andstöðu við Tobin skattinn - sem myndi bitna harkalega á Bretum, vegna þess að efnahagslíf Bretlands er svo háð fjármálalífinu þar.
En Bretar óttast eðlilega, að skatturinn myndi fæla fjármagn frá Bretlandi, og auðvitað evrusvæði einnig - - þess vegna segja þeir einungis sætta sig við slíkann skatt ef hann gildir heiminn vítt.
- Það er einmitt stóra hættan við það, að Evrópa setji slíkann skatt einhliða!
- Einmitt þegar, fyrstu kláru merki um flótta fjármagns frá Evrópu liggja fyrir - er það enn varasamara en vanalega.
Fyrir fundinn höfðu ummæli eins áhrifamesta þingmanns Þýskalands, og náins bandamanns Merkelar, farið mjög ílla í Breta - sjá:
German Politician Upsets British with Comments
Fyrir fundinn á föstudag, sama dag og hann fór fram, sagði hann eftirfarandi:
Dr Michael Fuchs: Printing money is not a good way. We have to get the countries first to do their home work of why they are in a mess. They spent too much money and have to clear out their budgets first. If the ECB starts spending where is the pressure for countries to do these reforms.
We don't want to run Europe, but if we have a currency union we have to have a certain fiscal union. It can't be that one country has 200pc deficit and another is only 60pc."
- Þessi ummæli sýna að Þjóðverjar virkilega - ná þessu ekki!
Dæmisagan um Ítalíu
Takið eftir þessari áhugaverðu reiknivél, þ.s. hægt er að setja inn forsendur, og fá svo fram hve mikinn afgang Ítalía þarf af ríkisútgjöldum: Reiknivél!
- Í dag er Ítalía með cirka 4% fjárlagahalla, en skv. útreikningum hagfræðingsins Gavin Davies þarf Ítalía 5,5% afgang ef vextir haldast yfir 5% á nýjum lánum, enn hærri auðvitað ef vextirnir eru verri.
- Ég er alveg viss um að afstaða Fusch er afstaða sem ríkir innan þingflokks Merkelar, sem setur eiginlega Ítalíu í fullkomið "catch 22" aðstöðu.
- En eins og hann segir, er krafan að löndin komi jafnvægi á ríkisfjármál - áður en til greina kemur að veita þeim sérstakar ívilnanir.
Innan Þýskalands er sú míta ríkjandi að Þýskaland hafi verið svo passasamt um eigin fjárlög, en samt var það Þýskaland sjálft sem rauf 3% regluna um leyfilegann ríkishalla á fyrri hluta sl. áratugar - sem setti mjög slæmt fordæmi, og sem Þjóðverjar að sjálfsögðu kjósa að muna ekki nú.
Að auki ríkir sú míta, að það að þeim skuli hafa tekist að framkalla viðsnúning í eigin efnahagsmálum á fyrri hl. sl. áratugar - sýni að hin ríkin geti það einnig.
Vandinn er að þetta tekur ekkert tillit til þess - að þegar Þjóðverjar voru að taka til heima fyrir, ríkti allt annað og mun vænlegra ástand í alþjóðahagkerfinu: en sl. áratugur var uppangstími, þ.s. eftirspurn fór stöðugt vaxandi eftir Þýskri framleiðslu til útflutnings, og það innstreymi fjármagns svo sannarlega, veitti smyrsl á sárin meðan Þjóðvejrar unnu sína heimavinnu.
Ath. Ítalía þarf að framkalla viðsnúning, á leið inn í hagkerfissamdrátt, þ.s. minnkandi umsvif draga úr tekjum af veltusköttum - og þegar hagvöxtur, og vöxtur eftirspurnar er að dragast saman í alþjóðakerfinu; þannig að Ítalía getur ekki veitt hagkerfinu sínu smyrsl á sárið með hratt vaxandi útflutningstekjum.
Síðast en ekki síst, að Ítalía hefur dregist langt eftir úr í samkeppnishæfni miðað við kostnað per framleidda einingu, skv. Gavin Davies þarf Ítalía að lækka þann kostnað um cirka helming, til að ná fullri samkeppnishæfni við stöðu Þýskalands í dag. Sem sannarlega að einhverju marki er unnt að ná fram með bættri skilvirkni, endurskipulagningu - en að stórum hluta mun verða að ná fram með beinum lækkunum launa. En slíkar beinar launalækkanir valda einnig minnkandi umsvifum í hagkerfinu.
- Ég sé ekki betur en að Þjóðverjar hafi ekkert lært af því hvernig hefur gengið í Grikklandi, þeir ætla sér að endurtaka prógrammið nokkurn veginn fullkomlega eins á Ítalíu.
- Ítalía hefur nú verið sett undir "ríkisstjóra"/"governor" frá Brussel - sem mun fylgja þeirri forskrift - og ég sé enga ástæðu til annars en að hún muni virka mjög svipað - - þ.e. samanlög samdráttaráhrif launalækkana, endurskipulagningar (en framan af er hún meir samdráttarvaldandi), útgjaldaniðurskurðar - muni auka hraðan á þeim samdrætti sem Ítalía er nú á leið í; sem skila muni því alveg eins og á Grikklandi, að aukinn hraði samdráttar orsaki það ástand að útgjaldavandi ríkisins leysist ekki - því hratt vaxandi samdráttur minnki tekjur jafnvel enn hraðar en næst að skera niður.
- Vandinn er að þ.s. þetta er Ítalía en ekki Grikkland, og Ítalía skuldar svo miklu - miklu meira en Grikkland, reynd svo mikið að Evrópa hefur ekki efni á að bjarga Ítalíu; þá mun hratt vaxandi skuldahlutfall miðað við landsframleiðslu, alveg eins og á Grikklandi, skapa hratt minnkandi tiltrú fjárfesta.
- Því miður, þ.s. það kosta svo mikið að halda Ítalíu uppi, mun Ítalía þurrausa björgunarsjóð Evrusvæðis áður en næsta ár er hálfnað - ef sá á að taka við þeim kaleik af Seðlabanka Evrópu, að kaupa bréf Ítalíu, svo markaðurinn haldi áfram að taka við þeim.
- Engin trúverðug áætlun liggur fyrir um stækkun þess björgunarsjóðar.
- Ekkert bendir til þess, að slík trúverðug áætlun sé á leiðinni.
- Ef Þjóðverjar halda áfram að koma í veg fyrir að Seðlabanki Evrópu prenti peningar fyrir kostnaðinum, við það að kaupa bréf Ítalíu - þurfa Þjóðverjar á einhverjum tímapunkti nk. ár, að stöðva þau kaup - því þ.e. þeirra Seðlabanki er starfar innan ECB sem í reynd kaupir, því þar er fjármagnið innan seðlabankakerfis Evrópu, svo þau bréf liggja að mestu leiti á bókum Bundesbank sem er baktryggður af Þýskjum skattgreiðendum. En einhverntíma munu þeir krefjast að þau kaup hætti - og ríkissj. Þýskalands hefur ekki heimilað stækkun Björgunarsjóðsins í reynd, og önnur aðildarlönd Evru treysta sér ekki til að leggja frekar fram fé. Þannig, að rökrétt er að þau kaup taki enda þegar upphæðin á reikningum Seðlab. Evr. nái cirka þeirri upphæð sem lögð hefur verið til björgunarsjóðsins. En annars eru kaup Seðlabanka bakdyraleið að þeirri niðurstöðu, sem þeir hafa hafnað með því að hafna frekari stækkun björgunarsjóðsins - að því að Þjóðverjar haldi Ítalíu uppi.
Meðfram því að þetta gengur allt á, vegna þess hve skuldir Ítalíu eru ógnarstórar - þá mun hræðslan um stöðu evr. banka fara hratt stigmagnandi! En mjög margir evr. bankar eiga það stórar upphæðir af ítölskum skuldabréfum, að þeir þyrftu aðstoðar við frá eigin stjv. - ef verðgildi þerra lækkar verulega umfram núverandi verðgildi.
- Stóra hættan fyrir evruna - endutek það eina ferðin enn, er bankahrun!
Og evr. bankar eru sérlega viðkvæmir, því eiginfjárhlutfall þeirra er að meðaltali lægra en í Bandar. eða Bretlandi, þ.e. milli 5-6%. (Ath. fyrirmæli um aukningu í 9% er ekki enn kominn til framkv. þó svo fyrirmælin séu virk, þá fengu bankarnir frest til miðs nk. árs til þess að hrinda því í verk).
Þannig, að lækkun hluta eigna getur hratt gert fjölmarga banka í Evrópu raungjaldþrota.
Það er bankahrun - ef og þegar það verður - sem þá bindur enda á tilvist evunnar.
Sjá hvernig ég tel þetta geta endað - "comment á vef Telegraph.co.uk.
"My scenario for the end of the Euro is the following:
I reckon crunch time is in mid-December through January.
That as it becomes increasingly clear that there is a recession in the South, tensions will mount rapidly about Italy and Spain - the ECB being overwhelmed, due to continued refusal by Germans to allow printing.
The crush event being a bank collapse in early January.
After which the Euro shall be Dead Walking, so to speak. The different Euro zone countries having been forced to impose controls on movement of capital, on the heels of the bank collapse.
At that point, the Euro shall soon seize to exist except in Germany, when the Bundesbank pulls the plug, i.e. ending the flow of liquidity through the central Bank system.
But following a collapse, Germant itself shall be much worse off, after itself having had to rescue it's banks, and at the same time being in the process of enduring a massive collapse in exports.
In that atmosphere, it shall become politically impossible in Germany, to continue to maintain the flow of liquidity.
In short, the Euro zone shall end like the Rouble zone ended, when the German/Russian central bank pull the plug, the other countries need to introduce currencies of their own.
That process might take some time, but I'd expect it to be fully over by 2013."
Niðurstaða
Ég sé ekki betur en að afstaða Þjóðverja nokkurn veginn gulltryggi að hrun evrunnar raunverulega verði. Mín spá hefur verið, öðru hvoru megin við nk. áramót.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.11.2011 | 00:13
Flótti fjárfesta frá evrusvæðinu hafinn?
Skv. upplýsingum frá stærri fjármálafyrirtækjum, er á allra síðustu vikum hafinn greinilegur flótti fjármagns af evrusvæðinu, þá annarsvegar til Asíu og hinsvegar til Bandaríkjanna. Þess sjáist nú merki, að ótti fjárfesta sé meira að segja farinn að draga úr tiltrú á sjálfu Þýskalandi.
Það eiginlega hlaut að koma að þessu!
Andrew Roberts, rates chief at Royal Bank of Scotland: "Asia's exodus marks a dangerous inflexion point in the unfolding drama. "Japanese and Asian investors are for the first time looking at the euro project and saying `I don't like what I see at all' and fleeing the whole region." - "The question on everybody's mind in the debt markets is whether it is time to get out Germany. The European Central Bank has a 2 trillion balance sheet and if the eurozone slides into the abyss, Germany is going to be left holding the baby. We are very close to the point where markets take a close look at this, though we are there yet," he said.
Hans Redeker, currency chief at Morgan Stanley: "Bunds are no longer reacting the same way," - "Until recently, if investors were selling Italian bonds, they would tend to rebalance within the eurozone by buying Bunds. But now they seem to be taking their money out of EMU altogether. US Treasury (TICS) data shows that the money is going into US Treasury bonds as the ultimate safe-haven."
Simon Derrick from the BNY Mellon: "flow data show a switch by foreign investors away from Bunds and into German paper of one-year maturity or less." - "It is a dramatic shift in behaviour. Although investors continue to see Germany as a safe haven, they certainly do not view it in the same way as they did even six months ago."
Vandi Þjóðverja ef/þegar evran hrynur!
- Seðlabanki Evrópu ber uppi samanlagt um 2.000ma. af skuldbindingum, sem eru á sameiginlegri ábyrgð Evrusvæðisríkja. Eins og nefnt er að ofan, að ef evrusvæðið hrynur gersamlega - er mögulegt að pakkinn verði eftir í höndum Þjóðverja.
- "Der Bundesbank" hefur verið megin fjármagnsuppspretta seðlabankakerfis Evrópu, og þ.e. hann því sem kaupir að megni til, þegar Seðlabanki Evrópu aðstoðar banka hjá ríkjum í vanda. Samanlagt skuldbinding í sjóðum "Der Bundesbank" vegna aðstoðar Seðlabanka Evrópu við banka víða um Evrópu í vanda, hleypur á 465ma. - síðan evrukrísan hófst.
- "Der Bundesbank" er einnig raun kaupandi á þeim 180ma. af ríkisbréfum ríkja í vanda, sem Seðlabanki Evrópu hefur verið að kaupa.
- Ofan á allt þetta, hefur Þýskaland veitt 211ma. í ábyrgðir til Björgunarsjóðs Evrusvæðis (ESFS).
- " If the eurozone broke up in acrimony with a clutch of sovereign defaults and a 1930s-style slump already a "non-negligeable risk" the losses could push German debt towards 120pc of GDP. "
Því má ekki heldur gleyma, ofan á allt þetta - að ef/þegar evran hrynur, mun Þýska bankakerfið einnig þurfa mjög umfangsmikillar aðstoðar við.
Ég er því alls ekki hissa - miðað við hve allar aðgerðir aðildarríkja evrusvæðis hafa gersamlega brugðist fram að þessu - Evrópa virðist nú án nokkurs vafa vera á leið í aðra kreppu; að flótti fjárfesta sé að hefjast.
Þessa viku virðist mjög sjáanlega hrikta undir sjálfum meginstoðum svæðisins, sbr. að vaxtakrafa Ítalíu og Spánar er nú talin ósjálfbær, vaxtakrafa meira að segja Frakklands og Austurríkis hefur að auki einnig verið í hækkunarferli.
Niðurstaðan
Evrukrísan er á þvílíkri hraðferð til þess verra þessa dagana, og fyrstu merki um fjármagnsflótta frá Evrópu er farið að gæta.
Það þíðir að það styttist óðfluga í massívan "loss of confidence" atburð - þegar evran mun sennilega fá á sig gengisskell, hve stórann er ekki unnt að segja fyrirfram.
En í því samhengi, mun fjármagnsflóttinn verða að flóðöldu.
Róm er að brenna - og fjárfestar sjá að litlar líkur virðast á því, að gripið sé til aðgerða sem líklegar séu til að duga.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2011 | 00:38
Þrístingur magnast hröðum skrefum á Þjóðverja að heimila seðlaprentun!
Menn eru einfaldlega stöðugt að verða tómhentari í leit að úrræðum, þegar kemur að því að bjarga evrunni frá hruni. Nánst það eina sem eftir er, sem mögulega getur forðað hruni á næstu vikum - er prentun, þá á ég við heimild til Seðlabanka Evrópu um algerlega ótakmarkaða prentun.
Ef sú heimild er veitt, getur ECB veitt löndum innan ESB í vanda, hræódýr björgunarlán út á prentaðar evrur - þá er ég að tala um mjög lága vexti nærri "0" en ekki alveg "0".
Þetta gerir "Federal Reserve" hinn bandaríski ef fylki lenda í fjárhagsvanda.
Hugsum, muninn að fá vexti á þessu bili eða þ.s. nú er unnt að veita frá björgunarsjóð Evrusvæðis?
Með þessum hætti getur ECB alveg með sama hætti og Federal Reserve getur og mörg dæmi eru um að hefur gert, tryggt að einstök ríki/fylki verði aldrei raunverulega gjaldþrota eða uppiskroppa með peninga.
Alríkisstjórnin getur reyndað einnig ákveðið að aðstoða, með því að taka yfir hluta skulda - en slíkt er ákaflega sjaldgæft í sögu Bandar. þ.s. hin aðferðin er svo öflug, að það þarf mjög "acute" kringumstæður til þess, að sú aðferð dugi ekki.
Að auki gæti ECB baktryggt bankakerfi Evrópu - sem í dag er orðið svo ofvaxið að einstök ríki ráða ekki við að bjarga eigin bönkum, og líklega er ECB eina stofnunin sem mögulega getur haldið evr. bönkum uppi - næstu misserin. Aftur væri þetta sambærilegt við það hlutverk sem Federal Reserve tók að sér, þegar bandar. bankar voru endurfjármagnaðir fyrir 3 árum.
Sjá hér áhugaverðann pistil Der Spiegel English um afstöðu Der Bundesbank:
Saving the Euro - Germany's Central Bank against the World
- Þar gætir mjög öðruvísi viðhorfa - en í Þýskalandi virðist almenn samstaða almennings og pólitíkusa með afstöðu "Bundesbank," sem ekki er hægt að kalla annað en ídeólógíska peningahyggju. Dæmi um það er hagfræði verður að kennisetningum/"dogma".
- Þessi afstaða sem eins og fram kemur í greininni er mjög einörð og ósveigjanleg af hendi seðlabankastjóra Þýskalands, sem hann að auki virðist mjög vinsæll fyrir innan Þýskalands, gefur ekki vonir um að Þjóðverjar gefi eftir í þessari deilu - um Seðlabanka Evrópu.
- Spurningin er einfaldlega, hvort Frakkar einfaldlega segi skilið við Þjóðverja, bindi enda á það formlega bandalag sem þeir hafa viðhaft, og skipuleggji ásamt þjóðum í vanda, nokkurs konar valdarán innan Seðlabanka Evrópu.
- Þetta er atriði sem ég hef verið að velta fyrir mér sem möguleika undanfarna mánuði.
- En ef þetta gerist, ef ég áður sagt, að ég telji líklegt eða hugsanlegt a.m.k. að Þjóðverjar sjálfir segi bless við evru.
Þrístingurinn virðist nú svo hratt magnast, að þetta getur gerst mjög fljótlega!
Ef ekki sé ég vart annað framundan en massívt hrunt!
Einn möguleiki enn er að nokkur hópur þjóða taki sig saman um að yfirgefa evruna nokkurn veginn samtímis - þ.e. Frakkar, Ítalar o.flr.
Þá í því tilviki að þær reyndu að taka völdin af Þjóðverjum innan ECB, tókst það ekki - þá gæti slíkt verið svona "last desperate move".
Hvers vegna "Bundesbank" er svona harður í afstöðu sinni, getur verið vegna eftirfarandi:
"Germans are understandably distressed. The Bundesbank has already accepted 465bn of liabilities under the so-called "Target2" payment system from the central banks of Greece, Ireland, and Portugal, among others. "If the eurozone broke up, the Bundesbank could incur enormous losses," said Eric Dor from the IESEG School of Management in Lille."
En sl. 3 ár hefur nær eingöngu Þýskaland átt peninga innan Evrópu, svo það hefur lent á "Bundesbank" sem starfar sem hluti af seðlabankakerfi Evrusvæðis, að útvega fjármagn.
Þegar Seðlabanki Evrópu kaupir skuldabréf ríkja í vanda eða lánar bönkum innan ríkja í vanda, er það einkum út á peninga frá "Bundesbank".
Og fyrir bragðið eins og sést að ofan, hefur á þeim 3 árum safnast upp mögnuð upphæð - sem lendir þá á þýskum skattgreiðendum, ef allt fer á versta veg.
- Angela Merkel og stjórnendur Bundesbank, eru því andvígir því að þinna út verðgildi evrunnar, eða gefa ríkjum í vanda nokkurn hinn minnsta afslátt á þeirra skuldir.
- Einfaldlega svo að kostnaður lendi ekki á þeirra eigin skattgreiðendum - sem gæti valdið henni óvinsældum í næstu kosningum.
Ummæli þ.s. af er þessari viku!
José Manuel Barroso: "Europe is "facing a truly systemic crisis" that requires a condign response from all players in the unfolding drama. "Should the central bank be responsible for financial stability as well as price stability? My reply is yes, definitely.""
Valérie Pécresse (ráðherra fjárlaga - minister of budget):"The ECB's role is to ensure the stability of the euro, but also the financial stability of Europe. We trust that the ECB will take the necessary measures," she said.
Yves Mersch (Stjórnarmaður í ECB):"monetizing government debts "is tantamount to inflation" and "not feasible"." - "To use inflation to lower the fiscal burden "would reduce incentives for governments" to tackle their debt burdens and "would raise the risks of even higher future inflation and greater output volatility. Uncontrollable wage-price spirals would be likely," Mersch said in a speech in Frankfurt." - "He added that you cannot make the ECB as a "lender of last resort for governments" and that governments must live up to own responsibilities."
Angela Merkel :"According to our interpretation of the treaties, the ECB does not have the means to resolve these problems."
Í sl. viku tjáði Obama sig um málið, og ráðlagði Þjóðverjum að gefa eftir.
Það má reikna með því að margt hafi flogið í prívat samtölum, sem ekki kemst í fjölmiðla.
Ummæli í dag:
Angela Merkel: "She said neither joint euro-area bonds nor using the European Central Bank will solve the debt crisis." - "Apparently a "snappy debt cut" is also out of the question. She said: Im convinced that none of these approaches, if applied right now, would bring about a solution of this crisis."
Þetta eru mögnuð ummæli - því þau útiloka sýnist mér allar mögulegar björgunarleiðir, sem skilur eingöngu eftir eina rökrétta útkomu - - > hrun.
Stóra frétt dagsins:
"Spain has now carried out its bond auction - and has paid a hefty price to get the sale away. The country paid an average yield, or interest rate, of 6.975pc on the 3.6bn it put up for sale."
Þetta er mun hærra en fólk átti von á, 6,975% er hærra en vaxtakrafa spánskra bréfa hefur verið i, undanfarna daga. Þó sú hafi farið hækkandi, verið kringum 6,4% í gær.
Vegna þessa eru verðbréfamarkaðir að falla töluvert þessa stundina. En þetta magnar hræðsluna um það, að Spánn sé við það að lenda undir, eins og útlitið er fyrir Ítalíu.
En um tíma virtist Spánn hólpinn, en nú eru vandamál Ítalíu að því er virðist að toga Spán niður einnig, þannig að líkur eru til þess að bæði löndin fari niður samtímis.
Þetta mun auka spennuna á evrusvæðinu enn meir - var sú spenna þó ærin fyrir!
Auðvitað læknar prentun ekki öll mein!
Ef prentun er takmörkuð við það markmið að koma í veg fyrir hrun, þ.e. prentað er nóg svo að ríkisstjórnir hafi alltaf nægilegt lausafé og bankar verða ekki uppiskroppa heldur með fjármagn, þá auðvitað eru enn margvísleg vandamál enn óleist.
Ekki síst skuldavandi einstakra landa - en, málið er að með því að veita ríkjum í vanda möguleika á aðstoð á til miklu mun lægra verði, þá vænkast að sjálfsögðu möguleikar þeirra, til þess að ná að vinna sig út úr kröggunum. En lægri vextir eru jafnt og lægri vaxtagjöld - minni kostnaður af skuldum, meira fé handa á milli fyrir viðkomandi ríkissjóð.
Þjóðverjar aftur á móti, hamast á því sjónarmiði - að ef slakað er á klónni, muni ríki notfæra sé þ.s. afsökun til að hafast ekki að. Sem getur hugsanlega átt sér stað í einhverjum tilvikum, en þ.e. alveg unnt að setja einhver skilyrði fyrir því að fá ódýr lán frá Seðlabanka Evrópu.
- Síðan verður að sjálfsögðu enn til staðar alvarlegur viðskipahalli ímissa ríka!
Þeim viðskiptahalla verður ekki útrýmt með hraði, en endurskipulagning sú sem við erum að tala um er í mörgum tilvikum marga ára prógramm - sem að sama skapi mun taka langann tíma að skila fullum árangri.
Ég sé einfaldlega ekki hvernig í ósköpunum ríki S-Evrópu eigi að geta mögulega komist út úr kröggum, ef þau fá enga verulega ívilnun.
Megin afleiðingin verður þá sú - að verðbólga á evrusvæði verður nokkrum prósentum hærri næstu 10 árin, en verið hefur sl. 10 ár.
Ef engin stór eftirgjöf verður - stefnir í hrun!
- Evran gæti þá haft það af - með því að verða svona líkari ítölsku lírunni er hún var og hét!
Niðurstaða
Ég er löngu búinn að missa sjónar á því hve oft ég hef sagt þetta - "en spennan magnast enn".
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.11.2011 | 01:30
Enn eina ferðina magnast evrukrísan!
Ég er svo oft búinn að nefna þetta, að vandi evrusvæðisins hafi versnað - að þ.e. farið að hljóma nánast klisjukennt. En þ.s. mátti sjá merki í dag, er "contagion of the core" þ.e. að ótti fjárfesta sé farinn að bitna á innsta kjarna evrusvæðis.
Þess hefur reyndar séð aðeins merki sl. 3 vikur, en ESFS (björgunarsjóður evrusvæðis) hefur gengið ílla með síðustu 3. skuldabréfaútboð, þ.e. það fyrsta af 3 heppnaðist en mjög tæplega svo en eftirspurn var ekki nema kringum 10% umfram þ.s. var í boði - sem þykir lítið. Síðan var hætt við útboð fyrir 2 vikum - sem vakti athygli. Síðan, fara tvennar sögur af því hve vel gekk með útboð sl. viku þ.e. annaðhvort skv. frétt Telegraph varð ESFS að toppa uppboðið upp um 100milljónir svo allt seldist, eða að eftirspurnin var akkúrat fyrir því sem var í boði, sem einnig eru slæmar fréttir.
- En það að ESFS gangi ílla á uppboðum er mjög slæmt - vegna þess hvernig ESFS virkar, þ.s. ríkin hafa veitt ESFS ábyrgðir, sem ESFS þarf að virkja með skuldabréfaútboðum svo ESFS hafi fjármagn.
- Punkturinn er, að með þessu áframhaldi geta ríkin neyðst til að veita ESFS bein fjárframlög svo ESFS geti staðið sitt - þ.e. að bjarga björgunarsjóðnum.
Contagion of the core
Vaxtakrafa 10. ára bréfa: Financial Times
- Grikkland..........32,29%
- Portúgal............11,52%
- Írland.................8,22%
- Ítalía..................7,28%
- Spánn................6,43%
- Belgía................4,92%
- Frakkland...........3,69%
- Austurríki...........3,61%
- Holland..............2,43%
- Þýskaland...........1,8%
- Ísland 4,9993% fyrir 5. ára bréf sl. sumar. Þíðir sennilega að verð fyrir 10 hefði verið á bilinu 5,3-5,5. Ekki verið seldar skuldir síðan þá, svo verð akkúrat núna er óþekkt.
Takið eftir að ég set Þýskaland og Holland til samanburðar, en sérstaklega er það sbr. v. Þýskaland sem markaðir horfa á, þá vaxtamunur milli Þýskalands og annarra landa.
Það er líka gaman að muna eftir því hvað ríkissjóður Ísl. - land ekki með evru, ekki innan ESB, með höft á gjaldmiðlinum - - ætti sem sagt að vera neðst skv. málflutningi evrusinna; fékk sl. sumar.
Þróunin á þriðjudag var ógnvænleg, en við upphaf dags stóð vaxtakrafa Ítalíu rétt neðan v. 6,8% og Spánar var innan v. 6,1%.
En allt í einu er markaðurinn að ókyrrast vegna Spánar - sem getur stafað af þrennu: 1)Ítalíu. 2)Í dag komu hagtölur frá ESB þ.s. fram kom að hagvöxtur 3. ársfjórðungs svæðisins alls var einungis 0,2% sem þíðir að einhver lönd eru sennilega þegar komin í samdrátt, markaðurinn getur verið að álykta að það eigi við Spán. 3)Gefin var út yfirlísing af aðalhagfræðingi Seðlabanka Evrópu þess efnis, að seðlabankinn ætlaði ekki að vera bakhjarl alls svæðisins, en ein af mögulegum reddingum er að Seðlabankinn einmitt taki slíkt hlutverk að sér, og vera má að fjárfestum þykji þetta draga úr líkum á góðri lendingu.
Þó Ítalía hafi haft einhvern hagvöxt á 3. fjórðungi, eru tölur um peningamagn og þróun þess virkilega grimmar, og þær benda til hraðrar þróunar í átt til kreppu. En svokallað M1, M2 og M3 er allt að dragast saman. Sú vitneskja í samhengi við nýjar tölur um enn minni hagvöxt á evrusvæði - getur hafa ítt niður verðinu á ríkisbréfum Ítalíu í dag.
Svo er það Belgía, Frakkland og Austurríki: En ríkisstj. Frakklands og Austurríkis tilkynntu báðar um fyrirhugaðar sparnaðar aðgerðir, í báðum löndum er óttast um svokallaða "AAA" einkunn. En vaxtakrafa beggja hefur farið hækkandi - kominn vel yfir 3,5%, með þessu áframhaldi stefnir hraðbyri í 4%.
Spennan vegna Frakklands og Austurríkis, er að ef þau missa "3-A" þá fækkar ríkjum sem geta veitt ESFS fram ábyrgðir með "3-A" stimpil, en ESFS getur eingöngu boðið skuldabréf sem hafa "3-A" stimpil ef hann er að veita þau út á ábyrgðir landa, sem sjálf hafa "3-A" stimpil.
- Þannig, að spennan er í þessum tilvikum, ekki síst vegna samhengisins við björgunarkerfið.
Belgía er aftur á móti land sem er í viðkvæmri stöðu, með skuldastöðu ríkissjóðs upp á rúml. 100% af þjóðarframleiðslu, lélegann hagvöxt að auki. Þetta er land sem getur farið yfir um hæglega, og orðið vandræðaland.
Hvað þarf til að bjarga Ítalíu?
Takið eftir þessari áhugaverðu reiknivél, þ.s. hægt er að setja inn forsendur, og fá svo fram hve mikinn afgang Ítalía þarf af ríkisútgjöldum: Reiknivél!
- Áhugavert að leika sér með forsendur á reiknivélinni!
Hagfræðinguinn Gavyn Davies: The Italian Job
Eins og hann mynnir á þá tókst Ítalíu á seinni hluta 10. áratugarins, að snúa við í cirka 120% skuldastöðu eins og nú, og halda uppi samfellt í nokkur á rúml. 3% afgangi af ríkisútgjöldum.
Skv. hans tölum hefur Ítalía í dag cirka 4% halla á ríkissjóði, þarf af cirka 0,5% afgang af frumjöfnuði. En skv. hans mati til þess að ná að vinna sig út úr skuldaskaflinum miðað við forsendur nútímans, telur hann Ítalíu þurfa afgang í kringum 5,5% og það í mjög mörg ár.
- Þetta er viðsnúningur sem nálgast 9% af þjóðarframleiðslu - sem er mjög, mjög mikið.
Að auki þarf að muna að Ítalía hefur ekki sinn eigin seðlabanka lengur né gjaldmiðil, þannig að þ.e. einungis í boði að skera niður. Og það virðist að Mario Monti hafi fengið fyrirmæli um mjög harkalegann niðurskurð - ásamt sannarlega því að lagt verður í harðar aðgerðir til að auka skilvirkni ítalks atvinnulífs.
Síðan má ekki heldur gleyma, að Ítalía virðist þegar vera á leið inn í efnahagssamdrátt skv. tölum yfir peningamagn sem hefur verið að dragast saman stöðugt síðan í ágúst. Eins og einn sagði "you can't have capitalism without capital".
Að auki eru efnahagshorfur í heiminum lakari heldur en á seinni hluta 10. áratugarins, er Ítalía gat aukið útflutnings umtalsvert og þannig stutt við harkalegar sparnaðaraðgerðir heima við, með auknum útfl. tekjum. Nú virðist lítill möguleiki á að endutaka þann leik.
Bætum við spíral niður í kreppu þegar hafinn, og reikna má fastlega með að í reynd þurfi umtalsvert stærri niðurskurð en kringum 9%, til að ná fram 5,5% afgangi.
Svo nefnir Gavyn Davies að auki, að á Ítalíu þurfi að lækka laun og það hressilega, en skv. hans tölum hefur Ítalía á undanförnum árum tapað samkeppnisæfni sbr. v. þýskaland um helming.
- Til þess að einhver von sé um að þetta heppnist, þarf Ítalía frið í a.m.k. 3 ár frá mörkuðum, sem kostar um 1.000ma..
- En mótaðgerðir sem eiga að skila hagvexti, taka tíma að skila sér - til skamms tíma auka þær samdráttinn ofan á áhrifin frá niðurskurðinum, launalækkunum o.flr.
- Þá kemur til yfirlísing Seðlabanka Evrópu, sem einfaldlega þverneitar að veita "bakstopp" fyrir stækkaðann björgunarsjóða, sem nálgast slíkar upphæðir. En úr þessu tel ég tryggingu Seðlabankans einu mögulegu leiðina til slíks þ.s. löndin á Evrusvæði, treysta sér ekki lengur til að leggja fram slíka fjármuni.
Í samhenginu vanda Ítalíu, er það mjög líklegt að sú yfirlísing hafi verið stór hluti ástæðu þess, hve markaðir hegðuðu sér sl. þriðjudag.
En án slíks skjóls tel ég þetta "mission impossible" þó svo að maður eins fær og Monti fái að spreita sig.
---------------------------Mission impossible
Lagt saman, sýnist mér þetta vera sama stefnan nokkurn veginn, og hefur verið að keyra Grikkland niður í mjög raunverulega "debt depression" þ.e. 1. ársfjórðungur samdráttur um 8,1%, 2. fjórðungur samdráttur kringum 7,3%. Ekki enn með tölur fyrir 3. fjórðung.
En samdráttur hefur alltaf verið meiri í Grikklandi undir aðgerðapakka ESB, Seðlabanka Evrópu og ESFS, ásamt AGS. Sem hefur þítt að markmiðin í ríkisfjármálum hafa alltaf brugðist - alltaf.
Að auki hefur hraðfara minnkun hagkerfisins stöðugt hækkað skuldir sem hlutfall lansframleiðslu.
Líkurnar virðast mjög miklar á að sömu aðferðir muni skila nákvæmlega sömu útkomu á Ítalíu, þ.e. markmið náist ekki því miklar niðurskurðaraðgerðir framkalli frekari samdrátt og tekjuminnkun ríkissjóðs, skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu aukist þá hraðfara samhliða hratt vaxandi samdrætti hagkerfisins sjálfs.
- Vandinn er að Evran getur þolað hrun Grikklands - en ekki Ítalíu.
- Svo stórt er áfallið ef og þegar hrun Ítalíu verður, að enginn verður óhultur - ekki Frakkland með banka sem eiga mjög mikið af skuldum Ítalíu, og eru of stórir til að ríkissjóður Frakklands geti bjargað þeim, en umfang franska bankakerfisins er cirka 440% af þjóðarframleiðslu.
- Þetta veit markaðurinn - þess vegna verður "contagion" fljótt að skila sér í vaxandi ótta um stöðu Frakklands sjálfs, auðvitað Spán einnig.
- Þá er Austurríki ekki langt á eftir, þó svo að bankar Austurríkis séu ekki með mikið af ítölskum skuldum eru þeir ílla settir gagnvart skuldurum í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi o.flr. - en þau lönd munu ekki sleppa ef Evrópa lendir í kreppu, og vandræði skuldara í þeim löndum getur riðið Austurríska bankakerfinu að fullu.
- Ekki má gleyma Belgíu.
Niðurstaða
Atburðir þessarar viku fram að þessu eru ekki til að auka á bjartsýni um vanda evrusvæðis, og var þó sú svartsýni mín orðin ærin fyrir, en svo mikil er hún orðin að ég er meir skeptískur en bjartsýnn á það að evran lifi af næstu mánuðina.
Það má meira að segja vera að einungis nokkrar vikur sé í meiriháttar hrun.
Kv.
14.11.2011 | 23:34
Er að vaxa upp ný ógn við lýðræði í Evrópu?
Krísur gera oft skrítna hluti, en þekkt er að þær ná fram því besta og einnig því versta í mannsandanum. Spurning hvort við erum farin að sjá einhverja byrtingarmynd af því slæma, í athöfnum valdamikilla aðila innan Evrópusambandsins.
Sannarlega er það samband lýðræðisríkja, en eins og margir hafa orðið varir við, hefur orðið breyting á vegna krísunnar - nokkurs konar tvíeikis stjórnun virðist nú ríkja á Evrusvæði.
Þetta blundaði kannski undir niðri, þ.e. möguleiki sem ekki hafði myndbyrst en var búinn um nokkuð skeið að blunda undir niðri sem "potential".
Án krísunnar hefði þetta hugsanlega ekki gerst, þ.e. aðilar hefðu ekki þorað að hegða sér með þeim hætti, en krísan kom - og það virðist vera orðinn til óformlegur aðgerðahópur nefndur Frankfurtarhópurinn, skipaður einstaklingum í áhrifastöðum innan mikilvægra stofnana ásamt forseta Frakklands og kanslara Þýskaland, ásamt því að núverandi yfirmaður AGS kvá sjást á fundum með hópnum.
Að mörgu leiti er myndun slíks hóps skiljanleg, því krísa krefst skjótra ákvarðana - sem verður að viðurkennast, ESB 27 eða Evra 17 - eru ekki fær um.
En, svo ég kvarta ekki beint undan því að slíkur hópur sé myndaður - heldur bendi á þá freystingu sem er til staðar, þegar loks er búið að mynda tiltölulega fámennann hóp valdamikilla einstaklinga, sem geta komið hlutum til leiðar með skjótum hætti - ef þeim sýnist svo.
Hálfgildings-valdarán í Grikklandi og Ítalíu?
Sjá mjög áhugaverða grein í Spectator: If you thought the EU couldnt get any less democratic, meet the Frankfurt Group
- Það eru vísbendingar uppi um að á sl. 2 vikum hafi aðgerðahópurinn með skipulegum hætti, komið tveim lýðræðislega kjörnum forsætisráðherrum frá völdum!
- Við eru teknir einstaklingar sem hópurinn treystir - til að vinna það verk sem þeim hefur verið falið að vinna.
- Má líkja þeim við - "governor" eða landstjóra. Auðvitað er líkingin ófullkomin, en Monti er fyrrum kommissari "Commissioner" beint úr innstu herbúðum Framkv.stj. ESB - mjög hæfur maður sbr. "super Mario". Sennilega mun betri stjórnandi en Berlusconi, sem enginn utan Ítalíu elskar. Á hinn bóginn, fannst mér virkilega ílla farið með George Papandreo, þakklætið sé lítið fyrir stöðuga baráttu hans við eigin innanlandspólitík, við það að fara eftir skipunum klíkunnar. En hann ákvað að leita til landsmanna - kjósenda, sem virðist í augum klíkunnar algert bannorð. Lýðræði = popúlismi.
- Svo þrengt er að Grikkjum í dag, að þar er nú starfsmaður frá Framkvæmdastjórninni inni í hverju ráðuneyti - til að fylgjast með því, að raunverulega sé farið eftir fyrirmælum.
- Sjálfstæði Grikklands hefur í reynd verið afnumið - ekki formlega, en allt raunverulegt.
- Þess sást merki í sl. viku hvaða meðulum var beitt gegn Berlusconi, en gegn Papandreo dugaði að hóta að landið yrði gjaldþrota fyrir jól sameiginlega af AGS og ESB, þ.s. Grikklandi er haldið uppi með naflastreng, en Ítalía er ekki alveg í þannig málum, þess í stað eru merki þess að ECB eða Seðlabanki Evrópu, hafi stöðvað í sl. viku að mestu kaup á skuldabréfum Ítalska ríkisins - og viti menn, verðið rauk upp. Síðan, er ECB hóf kaupin aftur - lækkaði það aftur, nokkurn veginn í sama far.
- Og það var ekki gert, fyrr en Berlusconi hafði samþykkt að hætta.
Völdin freysta!
Í heiminum eru tvær megin freystingar - peningar og völd.
Hættan er alltaf misbeiting peningalegs valds - en alls ekki síður, misbeiting valds.
Þetta er alveg nýtt, að hópurinn eða klíkan sýni klærnar með þessum hætti, þ.e. taki út tvær ríkisstjórnir, sem ekki voru nægilega hlíðnar að þeirra mati.
Skv. klassískri mannkynssögu, þá er einmitt atriði fyrir nýjan valdahóp - að taka einhverja fyrir, til að skjóta restinni af hjörðinni skelk í bringu.
Jafnvel þó svo hópurinn hafi einfaldlega verið að bregðast við í einhverskonar paník, að vernda þá efnahagsáætlun sem hann vill að löndin á evrusvæði fylgi - þá eru afleiðingarnar þær sömu og að ef hópurinn eða klíkan, var að beita valdinu til að sýna valdið.
En aðrar ríkisstjórnir innan evrusvæðis, hljóta nú að velta þessum málum fyrir sér, hvað kom fyrir Berlusconi og Papandreo, og hvort það sé hætta á að þær sjálfar verði beittar einhverjum slíkum meðölum.
Þjóðir innan ESB 27 en ekki innan evru 17, hljóta einnig að velta þessu fyrir sér - þ.e. þessari nýju þróun, hvernig eðli evrusvæðis virðist vera að breytast hröðum skrefum - yfir í einhvers konar "dominion" Frakka og Þjóðverja - Þjóðverja þá aðallega.
Er kannski ESB - sem á 10. áratugnum gegndi sannarlega mjög göfugu hlutverki við það að efla lýðræði í A-Evrópu, sjálft að verða ógnun við lýðræði og lýðfrelsi í Evrópu?
Sjá einnig eftirfarandi skoðanir:
The European project is now sustained by coup
The great euro Putsch rolls on as two democracies fall
Niðurstaða
Við þurfum að velta fyrir okkur þeirri nýju þróun sem er að verða innan ESB, þó sérstaklega innan evrusvæðis - en ljóst er að í stefnir að evran feli í sér mjög mikið viðbótar afsal fullveldis, en ekki til Framkvæmdastjórnarinnar, heldur virðist sem að Þýskaland sé að verða yfirsterkara þeirri stofnun sem svo lengi hefur verið nokkurs konar kjarni sambandsins, að í stefni að evrusvæði verði meir í tak við þ.s. kallað var "Deutche Mittel Europa" á árum áður, þ.s. hegemónískt fyrirkomulag ríkti - mestu leiti Þýskalandi sjálfu í hag.
Frakkland spilar meira stuðnings-hlutverk, en ljóst er að Þýskaland í reynd ræður. Þessu valdi nær Þýskaland fram í krafti fjárhagslegs valds, en innan Seðlabankakerfis Evrópu - kemur fjármagn megni til frá Þýskalandi. Þeir öðlast þau í krafti þess, að svo margir skulda þeim svo mikið. Þýskaland heldur nú í gegnum seðlabankakerfið uppi bönkum víða um Evrópu, sem þurfa neyðarlán frá Seðlabanka Evrópu - og því í reynd einnig ríkisstjórnum þeirra landa.
Spurning hvort það sé ástæða þess að Þjóðverjar vilja ekki heimila Seðlabanka Evrópu að prenta peninga - kannski raunverulega ástæðan, því þá væri það ekki lengur þeir Þjóðverjar eða nánar tiltekið Angela Merkel - sem væri með kranann. Þá færu kannski völdin mikið til einnig.
Undir Angelu Merkel, hefur Þýskaland síðan krísan hófst - verið að beita þessu nýfengna valdi, af sífellt vaxandi krafti.
Sjálfsagt höfðar til sumra að tilheyra nýju þýsku veldi - en ekki til mín.
Angela Merkel er kannski á leiðinni að verða ein af áhrifapersónum sögunnar.
Völdin eru sæt!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2011 | 17:27
Tillaga um framtíðarlausn á stýringu krónunnar!
Ég er að tala um áhugaverða hugmynd sem Jeffrey Frankel, við Harvard háskóla, setti fram í grein sinni árið 2003. En hann setur hana fram einmitt fyrir lítil auðlyndaháð hagkerfi. Síðan, hefur hann aftur skrifað grein um efnið, sem er mun nýrri þ.e. frá 2010.
A Comparison of Monetary Anchor Options, Including Product Price Targeting, for Commodity-Exporters in Latin America - Jeffrey Frankel, Harvard University, 2010.
Ég rakst á þessar greinar í netleit á "scolar.google.com" sem er undirleitarvél google sem leitar einungis í samhengi fræðigreina.
Eldri umfjallanir:
Ný leið, sem getur leyst vandamál okkar með stýringu krónunnar!
Hvernig er rétt að stýra krónunni? Flot eða tenging, ef tenging, þá tenging við hvað?
Trúverðug tenging!
Á grunni hugmynda Jeffrey Frankel, legg ég til að krónan sé tengd við körfu sem sé samsett af fiskverði vs. álverði, á alþjóðamörkuðum.
- Þá lækkar krónan ef verð á útfl. vörum lækkar, en hækkar þegar aftur er verð fara upp.
- Þetta væri mun snjallari tenging fyrir okkur en aðrir hugsanlegir tengingarmöguleikar.
Við myndum alltaf lenda í sama vandnum, sama hvaða gjaldmiðill við tengdum okkur við:
Það kemur alltaf að sama aðlögunarvandanum, sama hvað tengingu við annann gjaldmiðil er valinn, því það hagkerfi væntanlega hefur ekki sömu sveiflu, og þ.e. mjög ólíklegt að við getum varið tengingu ef kemur stór hagsveifla hjá okkur í aðra átt.
Aftur á móti er þessi tengingarleið einmitt trúverðug:
Vegna þess, að hún vinnur með þeim sveiflum sem verða á helstu tekjulindum þeim er standa undir hagkerfinu, þannig grafa þær sveiflur ekki undan tengingunni.
Sem þær myndu gera, ef tenging væri við annan gjaldmiðil - eða þá að Ísland væri innan ERM II.
Þetta ætti því að vera til muna traustari tenging - í okkar tilviki þ.e.
- Því ætti ekki að vera nein veruleg hætta á því, að markaðurinn leitist við að veðja gegn slíkri tengingu, með stórum veðmálum.
- Því tengingin sjálf, leiðréttir fyrir þeim helstu þáttum, sem sveifla hagkerfinu hér.
En það væri aftur á móti augljós hætta, að ef við værum tengd við annann gjaldmiðil - og hér verður svo stór hagsveifla.
Af hverju fiskverð / álverð:
Við þurfum verð sem er myndað á alþjóðamörkuðum, ekki t.d. í tvíhliða samskiptum aðila þ.s. pólitík getur þvælst inn í málið, eins og t.d. þegar Landsvirkjun semur við álfyrirtækin.
Hvort tveggja fiskverð og álverð, er byrt á aljþóðamörkuðum - þ.s. okkar pólitíkusar hafa engann aðgang, enga leið til að hafa áhrif á útkomu.
Þetta er eiginlega trúverðugleika atriði - að tengingin sé trúverðugri með þeim hætti.
Hvernig myndi þetta virka?
- Krónan fer niður - þegar verð útflutningsafurða lækkar.
- Krónan fer upp - þegar verð útflutningsafurða hækkar.
Þá um leið er bundir endir á það fyrirkomulag, að krónan sveiflast bara í eina átt.
En venjan hefur verið, að ísl. launafólk hefur alltaf tekið það út með kauphækkunum, er verð á útflutningsafurðum hækka - eða meira veiðist, framleiðsla eykst og tekjur fyrir einhverjar orsakir.
Gallinn við að hækka laun allra yfir línu, hefur verið að því ávallt fylgir umtalsverð verðbólga, þ.s. aðilar í verslun geta einungis fjármagnað launahækkanir síns fólks með verðhækkunum, og hið opinbera getur lent í sama vanda - ef hagsveifla er ekki tekjum hins opinbera í hag, þannig að velta sé að aukast og skaffa viðbótar tekjur, þannig að opinbera getur einnig neyðst til að hækka - þá gjöld.
Einmitt þetta gerðist í sl. kjarasamningum, þ.e. verslanir hækkuðu sem þær alltaf gera, en það bættist við að það gerði allt hið opinbera líka, þ.e. ríki og sveitarfélög; fyrir bragðið fór hátt hlutfall launahækkunar beint í verðlag - umtalsverð aukning verðbólgu varð.
Svona lagað er ekki tengt því per se að hafa krónu, en slík víxlverkan myndi einnig virka með sama hætti innan annars gjaldmiðils.
- Vegna þess að skv. ofangreindu fyrirkomulagi, ættu launamenn að vita að krónan hækkar jafnt sjálfvirkt.
- Ættu launamenn að vera til í að samþykkja, minni launahækkanir - þaðan í frá.
- Þá dregur úr þeirri víxlverkunar bólgu sem hér er einatt nær stöðugt.
- Bankavextir lækka þ.s. verðbólga lækkar, bankavextir eru alltaf yfir verðbólgu.
- Lánskjör heimila og allra skána, en þau eru mjög háð verðbólgunni.
Að auki vona ég, að þetta minnki mjög verulega líkur á kollsteypum:
Hin klassíska hagsveifla hér sem vanalega hefst eftir að krónan hefur fallið, þá fara launamenn að nýju að sækja sér þau kjör sem þeir misstu er krónan féll - það gerist í skrefum, kjarasamning eftir kjarasamning.
- Kaupmáttur eykst ár eftir ár, sem þíðir að innflutningur eykst.
- Hingað til launþegar hafa alltaf náð því í uppsveiflu að hækka laun umfram verðbólgu.
- Raunlaunhækkun á sér því stað í uppsveiflunni sem vanalega hefst í kjölfar gengisfalls -hækkun kaupmáttar ár frá ári veldur því að sá viðskipta-afgangur af utanríkisverslun sem myndaðist við gengisfallið eyðist smám saman, og hverfur svo alveg.
- Þannig hefur þetta alltaf gengið fyrir sig - svo í rest lokatímabilið fyrir næsta gengisfall, ríkir vaxandi viðskiptahalli.
- Þ.s. viðskiptahalli er ósjálfbært ástand, er sá orsök þess gengisfalls er alltaf á sér stað fyrir rest.
Lykilatriðið er því: stýring á viðskiptajöfnuðinum, þannig að viðskiptahalli myndist aldrei.
Þá ætti einnig að vera bundinn endir á þessar dæmigerðu kollsteypur sem hér verða - statt og stöðugt.
Ég vonast sem sagt til þess, að hið nýja fyrirkomulag, breyti þessari grunndýnamík sem alltaf hefur ríkt - gervallt lýðveldistímabilið:- Því að launþegar munu vita -
- að kjörin koma aftur jafnt sjálfvirkt til baka!
- að þ.s. krónan tekur þegar þegar verðin á alþjóðamörkuðum lækka,
- muni hún skila síðan jafnharðann til baka, þegar þau verð fara síðan upp í næsta skipti.
- Það verði því unnt að sannfæra launþega um það, að samþykkja litlar launahækkanir í kjarasamningum, eins og tíðkast í Evrópu.
- Kjarasamningar verði einnig til lengri tíma, en við höfum hingað til verið vön hér á Íslandi.
- Verkföll verði sjaldgæfur atburður eins og er vanalega innan Evrópu.
Með lækkun verðbólgu og vaxta, vonast ég til þess að - að auki verði auðveldara, að fá fólk inn á stefnu, sem ætlað væri að hámarka stöðugleika:
- En það þarf að vera sátt um að halda alltaf viðskiptahallanum ofan við mínus stöðu, svo hagkerfið sé ekki að safna skuldum, sem síðan verðfellir krónuna - veldur kollsteypu.
- Ég vona að sú sátt verði auðveldara að ná fram, þegar tekist hefur með stýringu á krónunni sem líkur eru á að geti virkað til langframa; að framkalla lægri verðbólgu og vexti.
Veikleikar
Þetta fyrirkomulag tryggir ekki að kollsteypur geti ekki orðið, því að ef ekki tekst að ná samstöðu um að halda viðskiptajöfnuðinum ávallt ofan við "0".
Þá getur aftur myndast viðskiptahalli einhverntíma í framtíðinni, og sá valdið gengisfalli fyrir rest.
Það er ekki heldur öruggt, að aðilar á vinnumarkaði - séu til í að spila með í þeirri tilraun, að lækka verðbólgu og auka stöðugleika með þessari aðfer.
En til þess að hún skili fullum árangri, þurfa þeir að samþykkja -
- að launahækkanir verði þaðan í frá lágar.
- og samningar til langs tíma.
Með sanngyrni að leiðarljósi - ættu þeir að geta séð, að sú peningastýring sem ég legg til, tryggir að kjörin skila sér jafnt sjálfvirkt til baka.
En ég get alls ekki tryggt að sú sanngyrni og réttsýni, myndi verða ofan á - hjá aðilum á vinnumarkaði.
Síðas en ekki síst - að verðtryggingin ætti að verða óþörf!
Nánar um viðskiptajöfnuðinn - vegna athugasemda:
- Þegar fyrirkomulagið lækkar krónuna tímabundið vegna lækkunar útl. afurða á heimsmörkuðum - þá einnig að sjálfsögðu minnkar innflutningur.
- Og öfugt, þegar fyrirkomulagið hækkar krónuna vegna hækkana á verðlagi útfl. afurða á heimsmörkuðum - þá að sjálfsögðu eykst innflutningur.
- Þetta fyrirkomulag er því að umtalsverðu marki stýring á viðskiptajöfnuðinum.
Að gæta þess að viðskiptajöfnuðurinn sé alltaf ofan við "0" er þá hugsað þannig, að aðilar á vinnumarkaði - atvinnulíf - ríkisstjórn og Seðlabanki, myndu vinna saman að jafnvægisstjórnun.
Þá hugsa ég það þannig, að það sé ekki beitt stýringu á genginu - heldur sé fyrirkomulagið alveg látið í friði - það sjái um gjaldmiðilinn.
- Heldur almennu aðhaldi, þannig að aðilar á vinnumarkaði gæta að sér í launakröfum.
- Fyrirtæki gæta að sér með fjárfestingar - að setja ekki inn of stóra pakka yfir lítið tímabil.
- Ríkið, gætir að sér í stýringu á eigin eyðslu, og fer ekki í of stór verkefni á röngum tíma, passar upp á að hafa ekki neinn verulegann halla, og afgang helst í góðæri, passar upp á eigin skuldastöðu.
- Seðlabanki, hans hlutverk breytist aðeins, því hann er ekki lengur að nota vexti til að stýra genginu, heldur sér fyrirkomulagið um það - hann þarf þó að gæta sín einnig, eins og sagan sýnir eru vextir mjög tvíeggja sverð - þ.s. þeir laða til sín fjármagn að utan sem nýtir sér vaxtamunaviðskipti, ekki minni lönd en Brasilía, S-Kórea, Indónesía, Tyrkland og Malasía - hafa lent í veseni með vaxtamunaviðskipti, sem trufla gengisskráningu.
Há vaxtastefna er atriði sem getur ógnað fyrirkomulaginu - þ.e. fé getur streymt að og viljað hækka gengið meir en hentar - - þess vegna er mjög nauðsynlegt, að vextir séu notaðir af ítrustu varfærni.
Þeir séu það síðasta - ekki fyrsta, tæki sem Seðlabankinn beitir.
Seðlabankinn og stjórnvöld, verða eiginlega að hafa samvinnu um hagstjórn - þannig að jafnvægis sé gætt í sameiningu, Seðlabankinn beiti öðrum tækum svo sem að krefjast aukið eiginfjár fjármálastofnana og/eða aukinnar lausafjárbyndingar. Meðan að stjv. beita sér með sköttum - sem geta farið upp eða niður eftir þörfum t.d. vaskur, með eyðslu eða aðhaldi - o.s.frv.
- Ef aðilar vinnumarkaðarins gæta sín einnig og viðskiptalíf - þá á þetta alveg að geta gengið.
Það getur verið rétt að hafa varnagla ákvæði, sem Seðlabankinn geti beitt - sambærilegt því sem fyrirtæki hafa rétt til þegar þau eru skráð á markaði, þ.e. að unnt er að stöðva sölu tímabundið ef hreyfingar þykja fara yfir tiltekin fyrirfram sett viðmið.
Þá þarf auðvitað að liggja fyrir föst regla um beitingu slíks varnagla - þannig að notkun slíks ákvæðis komi markaðinum ekki í opna skjöldu.
Niðurstaða
Gott fólk, ég vonast eftir málefnalegri gagnrýni.
En þetta er sett fram vegna þess að eitthvað þarf að gera.
Það fyrirkomulag sem við höfum viðhaft, hefur ekki virkað nægilega vel.
Svo, ég eins og margir aðrir hafa verið að leita nýrra leiða.
Ákveðinn hluti landsmanna heldur að mál séu leyst með upptöku evru - en ég er ekki þeirrar skoðunar að evru-upptaka sé slík vænleg lausn, þegar okkar hagkerfi á í hlut.
Það er vegna þess, að þær sveiflur sem verða á alþjóðlegum mörkuðum á okkar megin útflutningstekjum, lúta ekki okkar stjórn - við getum ekkert gert við þeim, að mínu mati myndu þær ávallt valda okkur erfiðleikum innan gjaldmiðils sem við hefðum engin yfirráð yfir.
- Þvert á móti, tel ég að við eigum að faðma sveiflurnar!
- Stað þess að vinna gegn þeim - að vinna með þeim.
- Svona eins og skip sem siglir upp og niður öldutoppa, eða hús sem sveiflast í jarðskjálfta - og brotnar ekki.
Með svipuðum hætti getum við, með því að tengja gjaldmiðilinn við þá þætti sem sveifla hagkerfinu reglulega, þannig að mestu tekið út það tjón sem þær eru statt og stöðugt að valda okkur.
Eins og Jeffrey Frankel útskýrir ágætlega, getur tengingin verið rekin af óháðum sérfræðingum, t.d. í Seðlabankanum.
Rekstur hennar þarf ekkert með pólitík að hafa - heldur er hún þá algerlega ákveðin af markaði.
Gjaldmiðillinn er þá að sjálfsögðu traustur - því aðilar á markaði vita hvað stýrir hennar verðmæti, að það verðmæti er ákveðið á markaði, af ölfum sem þeir skilja og treysta.
Krónan ætti þá að vera gjaldgeng alls staðar!
Þá þarf auðvitað að tryggja að þeir sérfræðingar séu raunverulega óháðir:
- Þess vegna vil ég, að stjórnendur seðlabankans - og að auki helstu topp sérfræðingar, séu ráðnir erlendis frá.
- Það sé eina leiðin til að vera nokkurn veginn viss, um það að þeir séu ekki í nokkrum óeðlilegum tengslum hér innanlands, eða öðrum slíkum sem geta með óeðlilegum hætti haft áhrif á þeirra ákvarðanir.
Með þetta undir stjórn óháðra fagaðila - þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu en að sú aðferð sem ég legg til, ætti að geta virkað til frambúðar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2011 kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
11.11.2011 | 20:01
José Manuel Barroso, viðurkennir að evran er í tilvistarkreppu!
Það eru dramatísk orð sem höfð eru eftir forseta Framkvæmdastjórnar ESB, en hann með þeim í reynd viðurkennir að hættan á hruni evrunnar sé raunverulega fyrir hendi, og að það hrun myndi hafa óskaplega alvarlega efnahagslegar afleiðingar fyrir Evrópu.
Þannig séð má segja - að meginlímið á evrusvæðinu í dag - - sé óttinn!
Við verðum að halda evrunni saman - annars fer allt í klandur!
José Manuel Barroso: The State of Europe Die Europa Rede Berlin, 9 November 2011 Haus der Berliner Festspiele
"Were the Euro area or the European Union to break apart, the costs have been estimated at up to 50% of GDP in an initial phase. It is estimated that Germany's GDP would contract by 3% and it would lose one million jobs if the Euro area were to shrink to a few core member countries. This study was made by a very important financial institution here in Germany. What is more, it would jeopardise the future prosperity of the next generation. That is the threat that hangs over us, and it is that threat that guides our commitment to resolving the situations in Greece and elsewhere, provided that those countries play their part as well."
"That is why all responsible leaders must now make the case for Europe. Make the case for strength through unity...We are in a defining moment where we either unite or face irrelevance...Ladies and gentlemen, Europe is indeed at a crossroads."
"The truth is that economic and monetary union is ultimately incompatible with the logic of pure inter-governmentalism: because economic and monetary union requires commitments, rules and respect of commitments and rules going beyond mere peer pressure or mere cooperation among governments. And those rules cannot be subject to the unstable logic of political influence or manoeuvring, of diplomatic negotiation or of backroom bargaining."
- Þetta er reyndar áhugaverð ræða, en orð Barroso verða ekki tekin öðruvísi en sem full viðurkenning á því, að evran er í tilvistarkreppu.
- En hann vill taka á þessu sem áskorun, hvetur til samstöðu og til þess, að dýpka samstarfið um evruna frekar - í reynd viðurkennir (sbr. að ofan) að án mun unfangsmeiri yfirstjórnar, gangi evran ekki upp.
- Þetta eru allt atriði sem ítrekað hefur verið bent á - en hafnað af evrusinnum og ESB sinnum.
Það versta er að Framkvæmdastjórnin, hefur ekkert lært af mistökunum í Grikklandi!
Í dag - eins og fram hefur komið í fréttum - var samþykktur á Ítalska þinginu, nýr sparnaðar pakki sem inniber umfangsmikinn niðurskurðar pakka.
Hluti af aðgerðum inniber aðgerðir sem eiga að efla hagvöxt - tja, með tíð og tíma, þ.e. endurskipulagning til að auka skilvirkni, draga úr samkeppnishindrunum o.s.frv.
Ágætar aðgerðir sem slíkar, en ég er þess fullviss að niðurstaðan verður sú hin sama og í Grikklandi, þ.e. að aðgerðir knúnar fram - framkalli stórfellt aukinn samdrátt, og ávallt meiri samdrátt en Framkvæmdastjórnin reiknar með.
Það er vegna þess, að niðurskurður er samdráttaraukandi, á sama tíma og aðgerðir sem eiga að skila auknum hagvexti, bíta yfir tíma - en ekki um leið, geta tekið flr. ár að skila sér að fullu.
- Þetta þíðir að til skamms tíma og yfir næstu tímabil, eru samdráttaráhrif ríkjandi.
- Þannig, að samdráttur eykst - hagkerfið dregst enn meir saman, skuldakreppa magnast.
Hættan er að örvandi aðgerðirnar nái ekki að bíta - áður en mögnun samdráttar hefur keyrt Ítalíu í þrot.
- Framkvæmdastjórnin er að auki alltaf að leggja til meira eða minna, sömu aðgerðaformúluna - en í gær krafðist t.d. Ollie Rehn frekari niðurskurð á útgjöldum í Frakklandi, ofan í þann sem Sarkozy forseti hafði þegar áætlanir um.
Ástæða þess að samdráttaraukandi aðgerðir eru svo hættulegar núna, er að Frakkland, Ítalía eru bæði tvö við samdráttardyr ef ekki þegar komin alla leið yfir í samdrátt!
- Hagkerfi sem er við "0" getur mjög auðveldlega íst alla leið í kreppu.
- Hagkerfi í kreppu, þar dýpkar hún enn frekar.
Samdráttur eftir því sem hann magnast, magnar skuldakreppu þess ríkis enn frekar.
Þannig hefur þetta verið algerlega án undantekninga, í tilviki Grikklands.
En málið er - að vegna þess að við erum að tala um Ítalíu og sennilega síðan Frakkland, þá er afleiðing af þroti ekkert minna heldur en - -> Hrun evrunnar!
Maður hefði haldið að miðað við hve herfilega hefur gengið í Grikklandi, væru menn e-h farnir að íhuga aðrar leiðir!
Nei, lærdómurinn sem tekin hefur verið er sá, að framfyglja slíkum aðgerðum fram af enn meiri hörku.
Sem auðvitað magnar enn áhrifamátt slíkra aðgerða þ.e. samdrátt -->Sem magnar enn frekar hættu á hruni.
Skv. nýrri hagspá ESB, verður hagvöxtur 0,8% á næsta ári
En Ollie Rehn varaði við, að það gæti hæglega farið á verri veg - að spáin um vöxt gerði ráð fyrir því að tiltekinn árangur myndi nást fram nú á næstu vikum og mánuðum.
Hættan væri mjög raunveruleg á alvarlegri kreppu!
Ollie Rehn - ""Growth has stalled in Europe, and there is a risk of a new recession,""
Í vikunni komu fram tölur yfir vöxt/samdrátt í iðnframleiðslu í september:
- Ítalía -4,8%.
- Frakkland -1,7%.
- Þýskaland -2,7%.
Niðurstaða
Oft er sagt að fyrsta skrefið í því að endurhæfa þig, sé að viðurkenna sannleikann. Barroso hefur formlega viðurkennt að evran sé í tilvistarkreppu. Að auki, að hrun hennar myndi valda mjög stórfengnum efnahagslegum búsifjum fyrir Evrópu.
Á hinn bóginn sé ég ekki að Framkvæmdastjórn ESB, sé að beina efnahagsaðgerðum inn á nýjar brautir, þess í stað sé sömu formúlunni fylgt - í ríki eftir ríki.
Það eykur ekki bjartsýni um það, að málum verði forðað frá því hruni - sem allir óttast, þar á meðal Barroso sjálfur.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2011 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2011 | 16:58
Evran gæti endað í Þýskalandi einsömlu!
Í dag er uppi sterkur orðrómur um það, að Frakkar og Þjóðverjar séu að ræða, að takmarka evruna við svokölluð kjarnaríki. Þessu hélt fréttastofa Reuters fram í gærkveldi. Ekki er vitað hvort þetta er rétt hjá þeim féttamiðli.
En ef þ.e. fótur fyrir þessu, þá væntanlega er hugmyndin að heimila ríkjum í vandræðum, að yfirgefa evruna eða a.m.k. ekki að hindra þá þróun, en leitast við að varðveita einhvers konar sterkann kjarna.
Það eru óskaplega mörg vandamál við þetta - ekki síst að þetta myndi framkalla heimskreppu!
Sjá hér comment frá mér á vef Telegraph.co.uk, þ.s. ég segi hvaða afleiðingar slíkar hugmyndir myndu hafa!
"Reuters is reporting that Germany and France have
discussed plans for a "core eurozone", and the possibility of some
countries leaving. They quote a "senior German government official":
You'll still call it the euro, but it will be fewer countries. We won't be
able to speak with one voice and make the tough decisions in the eurozone as
it is today. You can't have one country, one vote."
-------------------------------------------
What incredible assholes. France with banking system about 440% of gross national product, with massive housing debts widespread, no GDP growth, CA deficit in the 4% range, banks that shall take immense losses - when the countries outside the core leave and subsequently default on their sov. debts.
Will itself be bankrupt in this scenario.
Germany barely better off, though perhaps surviving after having had to massively refund it's own banking system, suffering massive growth loss at the same time, due to loss of exports to Europe as the econonic calamity spreads as wildfire through the rest of Europe; and then the world.
Even Germany may have a tough time avoiding a default.
----------------------------------
Oh so true.
I totally concur.
One possibility is that the Euro shall in the end, be German only. Somewhat like when the Rouble zone broke apart, first for a bit the Russian Bank-central maintained it everywhere, but after a bit they tightened money supply, and within a brief period everyone else had introduced their own currency.
So if there is a banking failure within the Euro zone, very probable as Italy gets closer to default; first after the brush fire of banking collapses the Euro may continue a bit within each country of the zone, even though each country shall have had to introduce controls on transfer of money across own borders.
But soon I think like happened in Russia, the Bundesbank will pull the plug on money transfer to the other central banks - to stop money hemorrhaging from Germany.
But then Germany itself as I explained above shall be in worse straits, and it shall become politically impossible to continue to support the Euro outside Germany.
Then the others, all of the others, shall reintroduce their old currencies.
I agree.
Það er nær öruggt, að franska bankakerfið myndi leggjast á hliðina ef Ítalía verður gjaldþrota, og þá má fastlega reikna með að Spánn leggist einnig á hliðina í kjölfar þess að bankakerfið þar leggst á hliðina. Frakkland - Spánn og Ítalía verði gjaldþrota með stuttu millibili.
Við slíkar aðstæður yrðu svo óskapleg töp í bönkum annarra landa sem hugsanlega eftir stæðu, að nær öruggt yrði að teljast að allir eða nær allir stærri bankar í Evrópu lentu í fanginu á heima ríki viðkomandi banka.
Það yrði skollin á sambærileg bankakrýsa í öllum eða nær öllum ríkjum Evrópu, við þá sem hér skall á er bankakerfið féll.
Ég tel að við þær aðstæður, yrði svo mikill óróleiki á fjármagsnhreyfingum - að löndin flest hver myndu þurfa að setja hindranir á fjármagnshreyfingar yfir landamæri, þ.e. höft.
Þannig, að þá væri ástandið á evrunni orðið sambærilegt við ástandið á rúblunni meðan hún var enn gildur gjaldmiðill í öllum fyrrum Sovétríkjunum - skömmu eftir hrunið, en áður en aðrir en Rússland tóku upp sinn eigin gjaldmiðil.
Það gerðist í kjölfar þess, að seðlabanki Rússlands ákvað að nokkrum tíma liðnum, að hætta að fjármagna önnur fyrrum sovétlýðveldi með peningaprentun - en fj. fyrrum sovétlýðvelda var rekinn með miklum fjárlagahalla í kjölfar hrunsins, nokkuð svipað ástand og nú ríkir á evrusvæðinu.
Þegar seðlabanki Rússland stöðvaði peningaprentun umfram þarfir Rússlands eins og sér, þá varð penngaþurrð í nokkrum fjölda fyrrum sovétlýðvelda skömmu síðar, á nokkrum mánuðum tóku þau öll nema Rússland upp nýja gjaldmiðla.
Þýskaland eins og ég sagði að ofan, mun líklega gera svipað þegar á reynir, í kjölfar bankahruns og frystingar fjármagnshreyfinga milli aðildarríkja evru, en án getu til peningaprentunar verða þau eins og Sovétlýðveldin háð lausafjármagni frá Þýskalandi eins og nú er reyndin, en Bundesbank er sá af seðlabönkum aðildarlanda sem útvegar megnið af fjármagninu innan seðlabankakerfis evrunnar.
Í kjölfar slíks hruns verður Þýskaland sjálft í miklum vandræðum, og því mjög sterk freysting að klippa á naflastreng evrunnar í hinum löndunum - með því að Bundesbank hætti að afhenda fjármagn til hinna seðlabankanna.
Ég tel ákaflega líklegt að það yrði reyndin - í kjölfarið væru ríkin með halla á sínum ríkissjóðum öll nauðbeygð til að taka upp sína gömlu gjaldmiðla þegar. Það eru nær öll ríkin með slíkann halla. Svo skömmu eftir að slíka klippingu á naflastrenginn - væri búið að leggja af evruna í nær öllum öðrum aðildarríkjum evrusvæðis jafnvel þeim öllum, nema Þýskalandi.
Þannig gæti evran orðið þýsk eingöngu - spurning hvort Þjóðverjar myndu síðan framkvæma nafnbreytingu, og þannig evrunafnið hverfa á vit sögunnar?
Niðurstaða
Hugmyndir um svokallað "core Euro" eru alltof seint á ferðinni. Vonlaust að hrinda þeim í framkvæmd.
Ef þeir reyna slíkt - verða afleiðingar hrikalegar.
Reyndar - er nánast allt sem þeir geta gert héðan í frá, með hrikalegum afleiðingum.
Það skársta í stöðunni væri mjög líklega - að veita Seðlabanka Evrópu heimild til ótakmarkaðrar peningaprentunar. Það væri ekki fallegt heldur, en þá getur ECB baktryggt öll aðildarríki Evru þ.e. þeirra skuldir og bankakerfin einnig.
Afleiðingar - gengisfall evru og umtalsverð verðbólga, fall lífskjara.
En þau falla enn meir - ef nokkuð annað er gert.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
einarbb
19 hours ago