Vaxandi spenna í samskiptum Bretlands v. meginlandið!

Það eru nú nokkur deilumál, sú sem hefur lengst verið í gangi, um innleiðingu Tobin skatts, þ.e. skatt á fjámagnstilfærslur, sem aðilar á evrusvæði í þeirri örvæntingu sem þar ríkir, virðast líta á sem einhvers konar lausn, eða hluta að lausn á þeim vanda sem þar ríkir.

En töluvert er um það, að fjármálamörkuðum sé einfaldlega kennt um, menn hjá einstaklingum sem vilja ekki kannast við það að nokkuð sé að evru hugmyndinni sem slíkri, eða að þeir vilja kannast við að nokkurt landa evrusvæðis sé í reynd í raunverulegum vanda, fyrir utan Grikkland.

Kenningin er þá, að Grikkir séu í vanda vegna þess að þeir svindluðu, hegðuðu sér ílla - en restin af löndunum sé einfaldlega saklaus fórnarlömb - einhvers "evil scheme" markaða, þ.s. engilsaxar ráði mestu. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja, að þetta sé ekkert annað en engilsaxneskt tilræði, skipulega verið að reyna að drepa evruna, sem engilsaxar hafi alltaf hatað.

Má segja að Tobin skatturinn sé hluti af hugsuninni, þetta er þeim að kenna, og nú á að refsa fjármálamörkuðum, með því að skattleggja hverja einustu færslu sem á sér stað: 

Tobin tax - Wikipedia, the free encyclopedia

  • Bretar óttast ekki síst að slíkur skattur fæli fjármagns-starfsemi í burtu, og einnig fjármagnið sjálft, þ.e. aðilar kjósi að eiga viðskipti sín þ.s. enginn skattur er til staðar, sem er þá alls staðar annars staðar en innan Evrópu.
  • Að skatturinn fæli fjármagn í burtu, nema að ef hann gildir alls staðar svo hvergi sé unnt að flíja hann - er auðvitað í reynd mjög hættuleg ráðstöfun, þegar bankakerfi Evrópu í vaxandi mæli rambar á brún, hruns. 
  • Sýnir eiginlega - hve þeir sem ráða innan Þýskalands og Frakklands, virðst vera að fá bandvitlausa hagfræði ráðgjöf.

 

Afstaða Breta sem harðneita að samþykkja Tobin skattinn, nýtur ekki samúðar stjv. Þýskalands eða Frakklands, en þ.e. ekki síst Frakkar er hafa beitt sér fyrir þeirri skattheimtu.

En fleiri deilur eru uppi - en tillögur Breta, ítrekaðar þess efnis að Þjóðverjar eigi að heimila peningaprentun, hefur ekki gengið vel í Þjóðverja - og pirringur vegna þess sem séð er sem hroka Breta, fer vaxandi.

Svo hefur Merkel fengið þá hugmynd, sem þarf samþykki allra aðildarlanda ESB, þar með að sjálfsögðu Bretlands, að innleiða aukið yfirþjóðlegt vald - þannig að yfirþjóðleg stofnun geti gefið einstökum ríkjum fyrirmæli um tiltekinn niðurskurð á fjárlögum, eða hafnað fjárlögum sem þau þykja vera of slök; sem sagt að fjárlög ríkja þurfi alltaf yfirlestur og fyrirfram stimpil.

  • Einhvern veginn sé ég ekki Breta sætta sig við að slíkt vald sé skipað yfir þá, en þó hugsanlega geti þeir sæst á að, slíkt ríki innan Evrusvæðis - sem þeir eru ekki meðlimir af.
Ekki síst, þ.e. krafa uppi um að Bretar, auk annarra ríkja utan evrusvæðis, leggi fram fjármagn í nafni samstöðu aðildarríkja ESB, því áframhald evru sé þeim einnig í hag.

Sjá video af David Cameron á blaðamannafundi:

http://www.telegraph.co.uk/news/politics/david-cameron/article8899180.ece#ooid=tiZDExMzodV0Qqx0fipgZZf6zKCgR7OM

German Chancellor Angela Merkel and British Prime Minister David Cameron address the press

 

Fundur Angelu Merkel og David Cameron

Eins og reiknað var með, töluðu þau bæði hástemmt um vinskap þjóðanna, en Cameron stóð við andstöðu við Tobin skattinn - sem myndi bitna harkalega á Bretum, vegna þess að efnahagslíf Bretlands er svo háð fjármálalífinu þar.

En Bretar óttast eðlilega, að skatturinn myndi fæla fjármagn frá Bretlandi, og auðvitað evrusvæði einnig - - þess vegna segja þeir einungis sætta sig við slíkann skatt ef hann gildir heiminn vítt.

  • Það er einmitt stóra hættan við það, að Evrópa setji slíkann skatt einhliða!
  • Einmitt þegar, fyrstu kláru merki um flótta fjármagns frá Evrópu liggja fyrir - er það enn varasamara en vanalega.

Fyrir fundinn höfðu ummæli eins áhrifamesta þingmanns Þýskalands, og náins bandamanns Merkelar, farið mjög ílla í Breta - sjá:

German Politician Upsets British with Comments

'Now Europe Is Speaking German': Merkel Ally Demands that Britain 'Contribute' to EU Success

Fyrir fundinn á föstudag, sama dag og hann fór fram, sagði hann eftirfarandi:

Dr Michael Fuchs: Printing money is not a good way. We have to get the countries first to do their home work of why they are in a mess. They spent too much money and have to clear out their budgets first. If the ECB starts spending where is the pressure for countries to do these reforms.

We don't want to run Europe, but if we have a currency union we have to have a certain fiscal union. It can't be that one country has 200pc deficit and another is only 60pc."

  •  Þessi ummæli sýna að Þjóðverjar virkilega - ná þessu ekki!

 

Dæmisagan um Ítalíu

Takið eftir þessari áhugaverðu reiknivél, þ.s. hægt er að setja inn forsendur, og fá svo fram hve mikinn afgang Ítalía þarf af ríkisútgjöldum: Reiknivél!

  • Í dag er Ítalía með cirka 4% fjárlagahalla, en skv. útreikningum hagfræðingsins Gavin Davies þarf Ítalía 5,5% afgang ef vextir haldast yfir 5% á nýjum lánum, enn hærri auðvitað ef vextirnir eru verri.
  • Ég er alveg viss um að afstaða Fusch er afstaða sem ríkir innan þingflokks Merkelar, sem setur eiginlega Ítalíu í fullkomið "catch 22" aðstöðu.
  • En eins og hann segir, er krafan að löndin komi jafnvægi á ríkisfjármál - áður en til greina kemur að veita þeim sérstakar ívilnanir.

Innan Þýskalands er sú míta ríkjandi að Þýskaland hafi verið svo passasamt um eigin fjárlög, en samt var það Þýskaland sjálft sem rauf 3% regluna um leyfilegann ríkishalla á fyrri hluta sl. áratugar - sem setti mjög slæmt fordæmi, og sem Þjóðverjar að sjálfsögðu kjósa að muna ekki nú.

Að auki ríkir sú míta, að það að þeim skuli hafa tekist að framkalla viðsnúning í eigin efnahagsmálum á fyrri hl. sl. áratugar - sýni að hin ríkin geti það einnig.

Vandinn er að þetta tekur ekkert tillit til þess - að þegar Þjóðverjar voru að taka til heima fyrir, ríkti allt annað og mun vænlegra ástand í alþjóðahagkerfinu: en sl. áratugur var uppangstími, þ.s. eftirspurn fór stöðugt vaxandi eftir Þýskri framleiðslu til útflutnings, og það innstreymi fjármagns svo sannarlega, veitti smyrsl á sárin meðan Þjóðvejrar unnu sína heimavinnu.

Ath. Ítalía þarf að framkalla viðsnúning, á leið inn í hagkerfissamdrátt, þ.s. minnkandi umsvif draga úr tekjum af veltusköttum - og þegar hagvöxtur, og vöxtur eftirspurnar er að dragast saman í alþjóðakerfinu; þannig að Ítalía getur ekki veitt hagkerfinu sínu smyrsl á sárið með hratt vaxandi útflutningstekjum.

Síðast en ekki síst, að Ítalía hefur dregist langt eftir úr í samkeppnishæfni miðað við kostnað per framleidda einingu, skv. Gavin Davies þarf Ítalía að lækka þann kostnað um cirka helming, til að ná fullri samkeppnishæfni við stöðu Þýskalands í dag. Sem sannarlega að einhverju marki er unnt að ná fram með bættri skilvirkni, endurskipulagningu - en að stórum hluta mun verða að ná fram með beinum lækkunum launa. En slíkar beinar launalækkanir valda einnig minnkandi umsvifum í hagkerfinu.

  • Ég sé ekki betur en að Þjóðverjar hafi ekkert lært af því hvernig hefur gengið í Grikklandi, þeir ætla sér að endurtaka prógrammið nokkurn veginn fullkomlega eins á Ítalíu.
  • Ítalía hefur nú verið sett undir "ríkisstjóra"/"governor" frá Brussel - sem mun fylgja þeirri forskrift - og ég sé enga ástæðu til annars en að hún muni virka mjög svipað - - þ.e. samanlög samdráttaráhrif launalækkana, endurskipulagningar (en framan af er hún meir samdráttarvaldandi), útgjaldaniðurskurðar - muni auka hraðan á þeim samdrætti sem Ítalía er nú á leið í; sem skila muni því alveg eins og á Grikklandi, að aukinn hraði samdráttar orsaki það ástand að útgjaldavandi ríkisins leysist ekki - því hratt vaxandi samdráttur minnki tekjur jafnvel enn hraðar en næst að skera niður.
  • Vandinn er að þ.s. þetta er Ítalía en ekki Grikkland, og Ítalía skuldar svo miklu - miklu meira en Grikkland, reynd svo mikið að Evrópa hefur ekki efni á að bjarga Ítalíu; þá mun hratt vaxandi skuldahlutfall miðað við landsframleiðslu, alveg eins og á Grikklandi, skapa hratt minnkandi tiltrú fjárfesta.
  • Því miður, þ.s. það kosta svo mikið að halda Ítalíu uppi, mun Ítalía þurrausa björgunarsjóð Evrusvæðis áður en næsta ár er hálfnað - ef sá á að taka við þeim kaleik af Seðlabanka Evrópu, að kaupa bréf Ítalíu, svo markaðurinn haldi áfram að taka við þeim.
  • Engin trúverðug áætlun liggur fyrir um stækkun þess björgunarsjóðar.
  • Ekkert bendir til þess, að slík trúverðug áætlun sé á leiðinni.
  • Ef Þjóðverjar halda áfram að koma í veg fyrir að Seðlabanki Evrópu prenti peningar fyrir kostnaðinum, við það að kaupa bréf Ítalíu - þurfa Þjóðverjar á einhverjum tímapunkti nk. ár, að stöðva þau kaup - því þ.e. þeirra Seðlabanki er starfar innan ECB sem í reynd kaupir, því þar er fjármagnið innan seðlabankakerfis Evrópu, svo þau bréf liggja að mestu leiti á bókum Bundesbank sem er baktryggður af Þýskjum skattgreiðendum. En einhverntíma munu þeir krefjast að þau kaup hætti - og ríkissj. Þýskalands hefur ekki heimilað stækkun Björgunarsjóðsins í reynd, og önnur aðildarlönd Evru treysta sér ekki til að leggja frekar fram fé. Þannig, að rökrétt er að þau kaup taki enda þegar upphæðin á reikningum Seðlab. Evr. nái cirka þeirri upphæð sem lögð hefur verið til björgunarsjóðsins. En annars eru kaup Seðlabanka bakdyraleið að þeirri niðurstöðu, sem þeir hafa hafnað með því að hafna frekari stækkun björgunarsjóðsins - að því að Þjóðverjar haldi Ítalíu uppi.

Meðfram því að þetta gengur allt á, vegna þess hve skuldir Ítalíu eru ógnarstórar - þá mun hræðslan um stöðu evr. banka fara hratt stigmagnandi! En mjög margir evr. bankar eiga það stórar upphæðir af ítölskum skuldabréfum, að þeir þyrftu aðstoðar við frá eigin stjv. - ef verðgildi þerra lækkar verulega umfram núverandi verðgildi.

  • Stóra hættan fyrir evruna - endutek það eina ferðin enn, er bankahrun!

Og evr. bankar eru sérlega viðkvæmir, því eiginfjárhlutfall þeirra er að meðaltali lægra en í Bandar. eða Bretlandi, þ.e. milli 5-6%. (Ath. fyrirmæli um aukningu í 9% er ekki enn kominn til framkv. þó svo fyrirmælin séu virk, þá fengu bankarnir frest til miðs nk. árs til þess að hrinda því í verk).

Þannig, að lækkun hluta eigna getur hratt gert fjölmarga banka í Evrópu raungjaldþrota.

Það er bankahrun - ef og þegar það verður - sem þá bindur enda á tilvist evunnar.

 

Sjá hvernig ég tel þetta geta endað - "comment á vef Telegraph.co.uk.

"My scenario for the end of the Euro is the following:

I reckon crunch time is in mid-December through January.

That as it becomes increasingly clear that there is a recession in the  South, tensions will mount rapidly about Italy and Spain - the ECB being  overwhelmed, due to continued refusal by Germans to allow printing.

The crush event being a bank collapse in early January.

After which the Euro shall be Dead Walking, so to speak. The different Euro  zone countries having been forced to impose controls on movement of  capital, on the heels of the bank collapse.

At that point, the  Euro shall soon seize to exist except in Germany, when the Bundesbank  pulls the plug, i.e. ending the flow of liquidity through the central  Bank system.

But following a collapse, Germant itself shall be  much worse off, after itself having had to rescue it's banks, and at the same time being in the process of enduring a massive collapse in exports.

In that atmosphere, it shall become politically impossible in Germany, to continue to maintain the flow of liquidity.

In short, the Euro zone shall end like the Rouble zone ended, when the German/Russian central bank pull the plug, the other countries need to introduce currencies of their own.

That process might take some time, but I'd expect it to be fully over by 2013."

 

Niðurstaða

Ég sé ekki betur en að afstaða Þjóðverja nokkurn veginn gulltryggi að hrun evrunnar raunverulega verði. Mín spá hefur verið, öðru hvoru megin við nk. áramót.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

"Nity grity" var ekki hægt að ráð í hjá brosandi leiðtogum sem boru alls ekki opinskáir. UK kostar sitt.

Júlíus Björnsson, 19.11.2011 kl. 02:52

2 Smámynd: Snorri Hansson

Ég skil Þjóðverja vel verandi eini kletturinn í hafinu sem hefur sitt nokkurn vegin á hreinu. Sá sem allir horfa til. Sá sem á að punga út öllum þeirra þjóðar auði. En þegar allt gengur svona hratt fyrir sig þá er allt tal um fjárhagslegt fullveldis afsal þjóða sambandsins,og ofboðslegur niðurskurður allt of seinvirkt. Þeir veifa þessu til þess að sýnast hafa lausnir. Fallnir á tíma til að gera eitt né neitt.

Snorri Hansson, 19.11.2011 kl. 04:34

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Snorri - ef þeir heimiuðu að Seðlabankinn myndi kaupa út á prentaðar evrur, í staða þess að vera að kaupa eins og í dag út á evrur sem er fenginn frá Bundesbank, myndi þessi uppsöfnun á slæmum bréfum í sjóðum Bundesbank hætta.

Verðið væri fyrst og fremst verðbólga.

Af hverju er það svo gersamlega ósættanlegt?

ECB getur með þeim hætti, haldið þeim löndum á floti eins lengi og þarf, bönkunum einnig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.11.2011 kl. 12:49

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bæti því við, að það þarf að bera valkostinn að halda þjóðunum í suðri ásamt bönkunun, með peningaprentun - við valkostinn á móti, að fá yfir sig það stórfellda hrun sem annars á sér stað; og mun einnig valda Þjóðverjum sjálfum svo herfilegu tjóni, að þeir munu mega þakka fyir að verða ekki greiðsluþrota sjálfir.

Ég á ekki von á að þjóðirnar í Suðri geti rétt við, með slíkri aðstoð í fjármagnaða með prentun, á meiri hraða en svo að þær geti verið í einhverjum skilningi verið búnar að því, fyrr en undir lok áratugarins.

Það þíðir, að meðan mun þurfa að aðstoða þær með þeim hætti, þannig viðhalda verðbólgustigi á evrusvæði verulega hærra en hefur verið á sl. áratug.

En í staðinn er algerlega unnt að forða því stórfellda hruni er annars verður, tjón Þjóðverja verður einnig til muna minna - evran reyndar þá verðfellur verulega yfir það tímabil, verður klárlega að einhverju umtalsverðu marki verðminni en dollar.

Með evruna sem veikann gjaldmiðil, umtalsvert hærri verðbólgu um tíma en áður hefur þekkst þar ásamt vöxtum, er að mínu viti raunverulega unnt að forða því sem ella er enn stærra tjón.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.11.2011 kl. 13:26

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Evra verður sterk miðað við aðra gjaldmiðla, vegna þess að Evrur ríkin flytja inn lávirðisauka í skiptum fyrir [eftirsóttan] háviriðis auka. EU er með sinn eigin HCIP fyrir sína markaði lávirðis. Þjóðverjar og Frakkar er með mesta sölu hávirðisauka úr EU.

Júlíus Björnsson, 19.11.2011 kl. 15:02

6 Smámynd: Snorri Hansson

Einar Björn. Það má vel vera seðlaprentun geti reddað hlutum fyrir horn. Þjóðverjar hafa megna óbeit á verðbólgu. Kannski vegna fyrri ófara vegna seðlaprentunar sem fór úr böndunum.( Þegar fólk fór með peningana í hjólbörum til að kaupa í matinn.Eða svo er sagt) Aðhald við launahækunum og „passlegt“ atvinnuleysi hefur einmitt skilað þeim þessum líka góða árangri. Suðrið hefur ekki haft þetta aðhald og hækkað laun oft og mikið. Sem er líklega ein af ástæðum þess að gengi sameiginlegrar myntar passar löndunum mismunandi vel.

Júlíus. Ég held að þú sért með eitt af aðalmálunum. Öll vestræn ríki hafa gleypt við lágum verðum og ódýru vinnuafli Kínverja. Þar sem útflutningsverslunin er í blóma eru þessi viðskipti bara sparnaður og hagræðing en þar sem útflutningur er ekki í lagi, þá er þetta böl sem stelur fjölda starfa og eikur óþarfa innflutning á hlutum sem auðvelt væri að framleiða innanlands. En sterkt gengi útilokar það hjá Suðurþjóðum sambandsins. Er þetta ekki rétt hjá mér?

Snorri Hansson, 20.11.2011 kl. 01:26

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég sé enga leið nema seðlaprentun, hrun virðist mér annars nær öruggt.

Snorri - það eru sögulega séð, alltaf þjóðirnar með viðskiptahalla sem koma sér í vandræði.

En þau vandræði eru einnig dýrar fyrir þjóðirnar með afgang - þ.e. hrun veldur yfirleitt gríðarlegu atvinnuleysi hjá dæmigerðum útfl. þjóðum, því útfl. atv. vegir skreppa þá mikið saman.

Meðan, að hrunið með vissum hætti, veitir innlendri framleiðslu í löndum sem höfðu viðskiptahalla ný tækifæri, þó kaldhæðið sé.

Útfl. lönd tapa meir af slíku hruni - sem er m.a. röksemd fyrir því að Þjóðverjar ætti að samþykkja prentun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.11.2011 kl. 03:14

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Obahma er nýbúinn að svara Kína: þið viljið að við hækkum gengi dollars til að þvið getið selt ykkar varning meir einhliða inn á USA markað. USA getur ekki hækkað gengni dollar nema raunvirði innlansdsölu aukist, Því þeir setja GDP(OER)=GDP(PPP) sem Worldbank reiknar líka út. USA ætlar auk vöruviðskipti við aðra Asíumarkaði. USA segir Kína verði fara að reglum og axla ábyrgð sem Aljóða stórveldi.  Kína er sem sagt að reyna fá sem mest að dýrum dollurum.

Merkel benti Cameroon á að aðilar ætti ekki að þykkjast hafa á efni á meira en þeira hafa. Þetta væri gott að Íslenskir menntmenn tæku til sín.

Aljóðafjármálgengi Ríkja vegna Milliríkja vöruviðskta og gjadleyris er reiknað af Aljóðþjóða Genginsmarkaðinum og IMF og meirihátta fjámálríki eins og USA ríki eins og USA kallast GDP (PPP) of er útreikningur á raunvirði heildarsöluvelta  á heimamarkaði Ríkja árið  á undan, eftir sölu þeirra FOB þann hluta sem fer til sölu á öðrum mörkuðum. Felst ríki hafa sitt eigið raunvirðismat, svo sem efru ríkin og telja þau  sína neytenda sölu um 20% dýrari en sama sala selst á mörkuðum USA.    Enda er þetta drasl í samanburði að mínu mati, allta önnur gæði.    Hér hélt ég að þjóðartekjur væru þetta bull sem hægt er að lesa um á Íslensku. Höfuðreglu í bókhaldi og skilgreing á eiginfé= hreinni eign er allar þæri sömu í grunn á Frönsku, ensku og þýsku.  Hér hinsvegar er heimtilbúinn grunnur sem skýrir lög um verðtyggingu og óbeinan framlsejanleika stofnhlutabréfa og langtíma 25 til 45 ár veðskuldarútborganna grunn íslenskra starfsamannaveltufyrirtækja hér, inn á skammtíma braskmarkaði.     Fasteigna markaðir eru í stórborgum erlendis velta sömu fasteignum á hundruðum sama, um nýhverfi og borgir gildir að  fórnunarkostanaður vegna  fyrstu veltu kostar 2,0% fjármagsleigu um fram PPP næstu 30 ár á eftir til að greiða til banka fyrstu veltu, þá eru þetta veltveðsöfn sem binda ekki meira en 3,0% reiðufé og skila alltaf raunvirði til útbornganna jafnmarga útborganna á hverju ári eftir það. Hækki  keppa við slík söfn því þau skila engur gróða umfarm breyturingar á raunvexti markaðstekna sama markaðar.  Þetta eru hrein fjáfestingarlán til að tryggja sem mesta neytenda eftirspurn á sama markaði.   Hér var ekktt slíktsafn til að skila raunvirði 2004. Þess vegna má segja Íslensku þjóðinn fávita í öllu því sem snerti alþjóðfjármál.

Vita raunvirði eða gæði vöruveltu skiptir grunvallarmálli í öllum ábyrgum rekstri og segji ég af reynslu og engin auðhringur hefur mann í ábyrgðarstöðu sem heldur öðru fram.

Ríki sem selja 100% allt það sem þau  útvega sjálf á sínum eigin heimmarkaði, verða tryggja  söluna með útgáfu myntar ef þau ætla að hirða af henni skatt.   Þann hlut sem er FOB úr ríki kosta ekki heima mynt famrinn landinu.   Ísland mælist selja um 1650 milljarða af alþjóðaraunverðmætum á hverju ári.  Fræðilega þarf ekki að gefa út krónur fyrir meira en 1500 milljörðum  ef 150 miljarðar eru afgangur að viðskiptum við útlönd.

Markaðsríki gefa út mynt til að tryggja fyrst raunvirði sölu á eigin mörkuðum ef gefið út er meiri en árið á undan þá er það til að auka raunvöxt á heimamarkaði, nema í ríkjum aula. Rauntekjur í skattlegutilliti og aljóðaþjóða fjármálasamfélaginu verða  reiðufjáreignir við sölu gegn reiðufé.  Þannig  að ef raunvirði heildar sölu er á alþjóðagengi  X ein. = 12,5 milljarðar Dollar og Xein. = 1650 milljarðar Íslenskra króna: Þá er gengi Dollars 132 kr. Íslenskar.

EU mælir fyrir evrur ríki á HCIP gengjum og innbyrðis geta þau skilað Y ein = 1,2 x X ein. 

Opinbert raunvirðismat ríkir í antimarkaðsríkum, sem ég vil ekki kenna min við. Til að tryggja umfram í ríkum sem eru á þremur plönum þá eru þrjáru umræður að viti í gangi eftir því hvað plan=þrep er verið að ræða. Vanþroska ríki á einu plani gera engan mun og það heyrist alltaf á mæli ráðmanna í þessum ríkjum.   1 . plan er skilgreint í samræmi  við vörusöluflokkun EU. Lagabálka A til F.  Þar er yfirleitt velta seld á hreinu aljóðlegu  raunvirði milli ríkja og líka í ríkjunum sjálfum á þeirra raunvirði.  Bálkar G til X stjórnast meir af hugfari kaupanda sem getur verið mismunandi eftir ríkjum þar sem huglægt raunvirði sem leggst á massan og orkuna.  

ímyndunar afl er mjög mikið á Íslandi frá 1983.  Aljóðlegt raunvirð á nýbyggðum fermetrum og nýingum  með huglægum raunvirðisauka síða 1970 hefur aukist mikið í heildarveltum allra ríkja.  Flest hafa því strykt PPP heima hjá sér nema Ísland, þegar komast upp að öll fermetraverð hér fylgja ekki PPP, heldur íslenskri neysluvísitölu þar sei skipta engu  máli.  Munur á 5. flokki og  1 flokki. þekktu allir á t.d. matvælum fyrir 1975 því þá versluðu margir nreytendur og ég líka erlendis á lifandi mörkuðum.  Fátæk  fluttu inn 5 .flokka og seldu út 1. og 2 flokka til þeirra ríkari til að geta tekið þátt í alþjóða samstarfi sjá. S-EU.   Nú er 5. flokkur seldur unninn í  lávöru búðum í bland til að lækka raunvirðið.

Eftir EU snarlækkaði raunverðmæti innflutnings hér án þess að ísl. landframleiðsla mældi það OER sem hagvöxtur er reiknaður út frá.   PPP kaupmáttur leiðreiréttir  hinsvegar svona því honum er ætlað að reikna út rauvirði.

USA segir að sumu óstöndgu [fátæk] ríki meti sína landsframleiðsu langt undir þjóðartekjum PPP.  Þetta merki þá að USA túristar og stærrin investors: greiðendur reiðfjár fá meira að meðatali fyrir dollara í þessum ríkjum en heima í USA.     Ríki sem meta landframleiðslu hærri gera það vegna þess að þau  hafa ekki þörf fyrir greiðendur reiðfjár frá örðum ríkjum. Þjóðverjar og Frakkar reiða sig á vörumerki og uppmarkaði erlendis.   Það gera flest ríki EU frá fornu fari. Sækjast eftir huglæga raunvirðinu.

Markaðsríki ein og USA og UK, vilja tryggja stöðuga eftirsprun  ekki nauðslega raunvirðis eftirspurnar aukningu umfram huglæga, þess vegna  verða þau að tryggja að almmenir CIP neytendur hafi alltaf um 4% til 5% meira reiðu fé í höndum á hverjum ári. Þetta umfra sem allar fá kallast loft[súrefnisinnstreymi ef raunvirði eftirspurnar hækkar ekki en verð í dollurn og pundum hækka um þessi 4% til 5%. Ákveða vexti á innlánfé millistéttarinnar sem liggja í 5 ár.  Lækka verðbólgu með lækka PPP gera fífl.  Fljótandi gengi hér stjórnast af heildavöruveltu sem er samsett úr krónu, og örðum gjaldeyri: genginu í erlendum gjaldeyrir er ekki stjórnað af íslenskum neytendum, það er reikað í heildina af aljóðagengismarkaðinum þegar talað er í fjármálsamnhengi.   Ríki getur hækkað verð [valdið verðbólgu] á heimamarkaði, í einstökum geirnum hans og utan til að minnka almenna eftirspurn.  Það getur lækkað verð á nýbyggingum: vsk. í þeirri veltu er lítill því búið er reikna raunverðmæti hráefna í annari veltu.  Ef vinnuafl, og hráefni lækka að raunverðmæti getur valdið því ásamt lánalengingum að reiðfé í umferð aukist án þess að verð á neyslu varning hækki, ef raunverð verð á neylsu varning lækka en söluverð  hækka, þá þarf ekki að mælast nein verðbólga á Íslandi og ef Fasteignverð hækka líka  þá má gera ráð fyrir að gengið hafi styrkst. Hinsvegar  eru takmörk  fyrir því hvað verð á neysluvöru getur lækkað mikið, ef stjórnsýsla  er ódýr í samburði við risa neytenda markaði  er það hluti skýringar, en stjórsýla er hlufallslega hærri hluti  í þjóðartekjum þá ættu verð hér að alltaf 10% -20 % dýrrari en í UK. að meðaltali.  Það eru sendiráð á Íslandi sem taka eftir því hefur gerst hér frá 1983. Það er búið að lækka raungengið á öllum grunnmörkuðum á Íslandi.  Það getur tekið 30 til 100 ár að byggja um marksgengi á alþjóðmælkvarði sem er eilíft. EU er með hagvöxt =verðbólgu í fullgangi og USA líka til minnka eftirspurn sinna neytenda um segjum 1,0% af  ekki huglægu raunvirði á hverju ári.  Raunvöxtur PPP er neikvæður á Vesturlöndum í samburði við veginn [útreiknaða á föstum mælkvarða] meðal raunhagvöxtur allrar jarðarinnar.  Stjórnsýlurnar þar í samræmi eru vaxandi mæli að ræða þætti sem snúa að huglægri raunvirðis aukningu. Til slá á frest að skera niður í sínum geira.

Spurning er hvort auka eigi almenna eftirsurn eftrir gæðun á Íslandi í framtíðinni og verðtryggja miðað eitthvað annað en huglægt.    Fá lið í stjórnsýsluna sem er alið upp við gæði og kröfur um þau:, það hugsar öðru vísi en lyklabörnin hér og munaðleysingjarnir.  

Í EU er 30 ár síðan teiknimyndir fóru að snúst um endurnýtingu á takmörkuð hráefni í höndum Kommission Brussel. Þjóðverjar ætla að fækka sínum ríkisborgurum í samræmi. Stytta á eftirspurnartíma þeirra sem eldri eru í EU. 10% 20% verða komin í störf þegar nú þegar innsett hernaðarveldi á Atlandshafi verður sýnilegt.   Í EU er reiðfé skipti í geira og innsettning með lögum á EU herafla af svipaðri stærðargráðu og í Kína eða USA, kostar fjámagnflutingar úr öðrum geirum sem voru í  fastri hlutfallslegri skiptingu. 

ÉG þori veðja ef UK stendur sig þá verður ný yfir Sóknar-Varnstofnun EU plantað niður innan UK.  Þjóðverjar eiga nú þegar eina fullkomustu leyniþjónustu í heimi : sem fer leynt.

Þjóðverjar er með sitt á hreinu: útflutningur utan EU er varasjóður í þeirra augum. Fækkun ríkisborgar  fækkar huglægum störfum.  Þjóðverjar hafa skipt út grunn lágvirðiskauka, lanbúanaði t.d. hvíla sína frjósömu jörð, fyrir efri láviriðauka bjór og ýmislegt sem selst almennt í EU.

Þjóðverjar hugsa rökrétt, kalt í toppiplani. Þetta skilja ekki þeir sem geta ekki sett sig  í þannig hugsunargang.  Þjóðverjar lámarka allta með minnst á marktækum aukastöfum alla sína framtíðar útreikninga hvað varðar alla husanleg áhættu.  Þeir tóku bestu grunnveðinn í gegnum sína einkabanka, sem selja sig ekki  í áhættu þjónustu annarrar ríkja.

 The German economy - the fifth largest economy in the world in PPP terms and Europe's largest - is a leading exporter of machinery, vehicles, chemicals, and household equipment and benefits from a highly skilled labor force.

 
GDP (purchasing power parity):
$2.94 trillion (2010 est.)
country comparison to the world: 6
$2.841 trillion (2009 est.)
$2.98 trillion (2008 est.)
note:data are in 2010 US dollars
Ekki landsframleisla OER.
 $3.316 trillion (2010 est.) Þeirra OER raunvirðiskröfur.

France 10.1%, US 6.7%, UK 6.6%, Netherlands 6.6%, Italy 6.3%, Austria 5.7%, Belgium 5.2%, China 4.7%, Switzerland 4.5% (2009) 50% af útflutning.

önnur ríki [150 ?] með minna en 4,5%.

Netherlands 13%, France 8.2%, Belgium 7.2%, China 6.8%, Italy 5.6%, UK 4.7%, Austria 4.4%, US 4.2%, Switzerland 4.1%  60% af innflutning.
Láviriðsgrunni EU er svo skipt á milli í innri skiptum.  

Þetta eru ekki eigntekjur heldur  raunvirði miðað við staðgreiðslu.  Þjóðverar auglýsa ekki sín einkamál. Enda ekki fípl. puff: informal) a salesman's puff: PUBLICITY, advertising, promotion, marketing, propaganda, build-up; patter, line, pitch, sales talk; informal spiel.

Þjóðverjar kunna sitt fag.  Ísland er allt með sitt ráðstjórnarbókhald í samræmi við gengið.

Júlíus Björnsson, 20.11.2011 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 252
  • Sl. viku: 359
  • Frá upphafi: 847000

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 339
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband