11. stundar samkomulag um nýja stjórn í Grikklandi!

Skv. helstu erlendu fjölmiðlum náðu þeir George Papandreo, formaður grískra sósíalista, og Antonis Samaras leiðtogi grískra hægrimanna samkomulagi um nýja meirihlutastjórn, á sáttafundi milli þeirra sem haldinn var ásamt forseta Grikklands, Karolos Papoulias.

Greece seals deal on new coalition under EU pressure

Greece to form coalition government

  • George Papandreo sagði, að samkomulagið þíddi að hann hætti sem forsætisráðherra, en hann nefndi ekki hver yrði eftirmaður.
  • Sumir fréttaskýrendur telja að herra Samaras, verði nýr forsætisráðherra.
  • Papandreo talaði um nýjar kosningar í mars eða apríl, sem sagt að ríkisstjórnin sytji í 4 eða 5 mánuði, en þetta virðist þó enn ekki frágengið.
  • Einnig liggur listi yfir ráðherra ekki fyrir. Það verður sennilega rætt næstu daga.

Pressan var sem sagt um það, að ná samkomulagi um nýja stjórn fyrir mánudaginn, er fjármálaráðherrar evrusvæðis halda fund - og málefni Grikklands verða ofarlega á blaði.

Að auki, var eðlilega óttast um viðbrögð markaða, ef stjórnmál í Grikklandi væri þá enn í fullkominni óvissu.

Kannski dugar þetta til þess að Grikkland sé úr bráðri gjaldþrotshættu!

En meðan alger óvissa ríkir í Grikklandi, var í sl. viku ákveðið að frysta frekari greiðslur á björgunarlánaum til Grikklands!

Án þess fjármagns endist ekki Grikkland nema um takmarkað tímabil!

 

Niðurstaða

Þó Grikkland bjargist fyrir horn í smá tíma, en ekki þarf um að efast - að þ.e. einungis enn einn tímabundni fresturinn á hengingu. Þá getur verið að hávaði á mörkuðum á mánudaginn, verðir ekki óskaplega mikill - eins og menn óttuðust ef Grikkland væri í háa lofti.

Á hinn bóginn, er annað og enn alvarlegra vandamál í gangi á Evrusvæðinu en Grikkland. Ítalía - en á föstudaginn fór vaxtakrafa 10 ára ítalskra bréfa í 6,4%. Þ.e. ekki fjarri þeim stað er Írland og Grikkland, voru neytt í björgunaráætlun.

Evrópa ekki efni á að bjarga Ítalíu, með með björgunarláns aðferðinni, þ.e. með því að aðildarríkin skuldsetji sig til að lána fé. Einfaldlega vegna þess, að skuldir Ítalíu eru of umfangsmiklar, til þess að sú aðferð sé fær - en mörg aðildarríki Evrusvæðis ráða sjálf ekki við þá eigin viðbótarskuldsetningu er af hlytist, ef þau myndu skuldbinda sig um þær upphæðir sem þyrfti til að redda Ítalíu.

Þannið að líklega þegar hægist um á Grikklandi, beinast sjónir að Ítalíu í staðinn - og ég efast stórfellt um að, það sé betra fyrir Evrusvæðið, að fjárfestar einbeiti sér að Ítalíu í stað Grikklands.

Gæti reynst vera firrosarsigur - að Grikkland sé hjá í bili!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 832
  • Frá upphafi: 849009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 766
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband