Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
14.8.2022 | 23:20
Trump getur verið í mjög alvarlegum vandræðum - eftir FBI fann haug af leyniskjölum í eigu bandaríska ríkisins á Mar-a-Lago
Ég get ekki að sjálfsögðu lagt kalt mat á líkur þess að dómsmál verði höfðað, en hugsanleg viðurlög þegar kemur að háleynilegum ríkis-skjölum í Bandaríkjunum, eru mjög stórfelld.
Stóra málið í augum ríkisins í Bandaríkjunum, er væntanlega hvort leyndarmál láku!
Fyrir áhugaverða: Húsleitarheimild FBI!
Bendi fólki á að lesa skjalið, en þar kemur fram langur listi yfir þ.s. var tekið.
Þ.e. ekki sagt í honum, akkúrat hvað skjölin heita - heldur einungis, tegund þeirra.
Skv. honum, lagði FBI hald á fjölda leyniskjala, þar á meðal með -Top-Secret- stimpil.
Skv. húsleitarheimildinni er vísað í eftirfarandi lög:
- 18 U.S. Code § 793 - Gathering, transmitting or losing defense information
- 18 U.S. Code § 2071 - Concealment, removal, or mutilation generally
- 18 U.S. Code § 1519 - Destruction, alteration, or falsification of records in Federal investigations and bankruptcy
Ég hlekki beint á lýsingar á viðkomandi lögum!
Þetta gefur vísbendingu um, hver er fókus rannsóknar FBI.
Einhverju leiti má líkja þessu við vandræði Hillary Clinton:
Rétt að ryfja upp rök Director Comey fyrir því að fara ekki í mál við H. Clinton!: Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða.
Ath, skjalið inniheldur fullan texta skýrslu Director Comey!
- All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here.
- Although there is evidence of potential violations of the statutes regarding the handling of classified information, our judgment is that no reasonable prosecutor would bring such a case.
Hillary Clinton -- var rannsökuð fyrir hugsanlegt brot á, U.S.C. 793.
(f) Whoever, being entrusted with or having lawful possession or control of any document, writing, code book, signal book, sketch, photograph, photographic negative, blueprint, plan, map, model, instrument, appliance, note, or information, relating to the national defense, (1) through gross negligence permits the same to be removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of his trust, or to be lost, stolen, abstracted, or destroyed, or (2) having knowledge that the same has been illegally removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of its trust, or lost, or stolen, abstracted, or destroyed, and fails to make prompt report of such loss, theft, abstraction, or destruction to his superior officer
M.ö.o. H. Clinton, var rannsökuð út frá þeim möguleika!
Að mikilvægar ríkis-upplýsingar, hefðu hugsanlega lekið.
- Það að einnig er vísað til sömu lagagreinar, varðandi húsleitina á Trump.
Bendi til þess, að FBI sé einnig að skoða hugsanlegan leka á leyndar-gögnum.
- Ef hefði sannast að leyndargögn hefðu lekið af völdum staðsetningar vefþjóns á heimili Hillary Clinton.
- Þá er ljóst skv. skýrslu Comey - ég hlekkja á að ofan - að FBI hefði lagt til málsókn á hendi H. Clinton.
En þ.s. ekki taldist sannað, að gögn hefðu lekið -- lagði FBI, að sögn Comey, ekki til þess við Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, að málsókn yrði hafin.
- Mig grunar, að nálgun FBI gagnvart Trump verði svipuð.
Áhugavert að FBI er einnig að athuga, hvort Trump hafi hugsanlega spillt eða eytt leyndar-gögnum, í heimildaleysi -- sbr. U.S.C. 2071.
Að auki, sbr. U.S.C. 1519 -- hvort Trump hafi leitast við að, spilla fyrir réttvísi - sbr. - obstruction of justice.
- Áhugavert, að skv. U.S.C. 2071 -- varðað það við 3ja ára banni við því að gegna opinberri stöðu af nokkru tagi, ef sannast sek.
- Meðan, viðurlög tengd U.S.C. 1519 -- virðast einungis vera, sekt.
- Hugsanleg viðurlög tengd, U.S.C. 1519 eru miklu mun krassandi.
Þ.e. upp skalann, frá nánast engu -- upp í æfilangt.
Vona fólk muni hvernig Trump -- söng: Fangelsum Clinton!
Ég hef enga persónu-skoðun á, hvort Trump ætti að sitja í fangelsi.
En Trump, virkilega skóf ekki af því.
Fangelsum Clinton -- var flutt í auglýsingum, og nánast hvert tækifæri er Trump flutti ræðu, síðustu vikur baráttunnar fyrir forsetaembættinu 2016.
- Þó svo að gögnin hafi fundist á heimili Trumps.
- Er það ekki talið fullvíst, að málsóknar verði krafist.
En grein 793 -- virðist krefjast þess, að gagnaleki sannist.
Ef gagnaleki sannast ekki!
--Er líklegt -grunar mig- Trump sleppi með skrekkinn, eins og Clinton!
Ég geri ráð fyrir að rök Director Comey um að sleppa Clinton, eigi þá einnig við mál Trumps.
Niðurstaða
Ég hef ekki hugmynd hvort mál Trump fyrir dóm.
Hinn bóginn, má velta fyrir sér -- af hverju í andskotanum, skilaði Trump ekki skjölunum.
Er honum áður var boðið að skila þeim, án nokkurra eftirmála?
--Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að halda eftir haug af skjölum, eftir að bandaríska ríkið er formlega búið að óska eftir að þeim verði skilað.
En eftir að Trump var ekki lengur forseti Bandaríkjanna, hafði hann enga heimild til þess lengur, að hafa í sínum fórum -- ríkisleyndarmál Bandaríkjanna!
Því er forsetatíð hans lauk, varð hann að nýju -- almennur borgari.
- Rétt að muna, að H. Clinton var rannsökuð fyrir, hugsanlegt mysferli er átti sér stað, meðan hún gegndi skildum sem ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna.
- Þá hafði hún formlega heimild til aðgengi að ríkisleyndarmálum Bandaríkjanna.
Það má vera, að það að Trump er í dag - almennur borgari.
Umbreyti lagalegri stöðu hans, þannig!
--Að það megi, lögsækja hann fyrir: Possession.
M.ö.o. að hafa skjölin enn undir hendi. En ég þekki það ekki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 15.8.2022 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það sem ég hef verið að spá sl. 2-3 mánuði, loks að gerast -- sókn Rússa að fjara út, m.ö.o. tveir sóknar-vinklar Rússa, virðast hafa verið gefnir upp. A.m.k. í bili!
Það er tilraunir til að sækja að Slovyansk! Og tilraunir til að sækja að Siversk!
Hvort tveggja í A-Úkraínu.
Ástæðan séu, liðsflutningar Rússa frá þeim svæðum, á svæði í S-Úkraínu, nánar tiltekið Zaporizhzhia og Kherson; greinilegt að Rússar eru að styrkja varnir á þeim svæðum.
Vegna ógnar sem liði Rússa á þeim svæðum, stafar af sókn Úkraínuhers á þeim svæðum.
Rússar sækja enn fram í grennd við Bakhmut, sú sókn hefur haft nokkurn árangur á undanförnum vikum, samt sem áður nálgast her Rússa - Bakhmut, á hraða snigilsins.
Samtímis, eru bardagar nærri Donetsk borg, þ.s. Rússar leitast við að þvinga Úkraínuher í meiri fjarlægð frá þeirri borg, nýlega var í fréttum bardagar grennd v. kolanámu.
- Það má segja, að tekist sé nú á um frumkvæðið í stríðinu.
- Hingað til, hafa Úkraínumenn, orðið að þola það, að þurfa að bregðast við aðgerðum Rússa -- en nú séu Rússar, þvingaðir til að bregðast við aðgerðum Úkraínu-hers.
Bakhmut og Avdinka grennd v. Donetsk borg, sóknarvængir Rússa í A-Úkraínu!
Ég hef talið, að frumkvæðið -- færist rökrétt til Úkraínu!
Hef nú sagt það um töluvert skeið.
- Vandi Úkraínuhers í sumar, var sá --> Úkraína kláraði 152mm skothylki, afleiðing þess var alvarleg, þar eð Sovésk smíðuð stórskota-vopn nota 152mm skothylki, m.ö.o. megnið af stórskota-vopnum Úkraínuhers, urðu ónothæf, eins og öll vopn án skotfæra verða.
--Þetta leiddi til, tímabundinna yfirburða Rússa í stórskotaliði.
Sem Rússar sannarlega notfærðu sér í sumar. - Hinn bóginn, eru NATO stórskota-vopn sem Úkraínu-her hefur verið að fá, loks sl. vikur að breyta stöðunni, aftur til baka, þ.e. Rússar hafa ekki lengur, einleik.
--Ekki síst, HIMARS stórskota-vopn frá Bandar. 16 talsins.
Merkilegt, að Úkraína hefur ekki fengið nema, 16 HIMARS - samt hafa þeir mikil áhrif, meira að segja rússn. fjölmiðlar virðast viðurkenna það. - Þar fyrir utan, er Úkraínuher að berast fjölmennur liðsauki. Nú þegar nærri 6 mánuðir eru síðan stríðið hófst, er fjöldi almennra borgara er kvaddur var í herinn við upphaf stríðs, komnir með nægilega herþjálfun!
--Ef marka má Zelensky, rýflega 1.000.000 talsins.
Það þíðir, að líklega er her Úkraínu nú -- meir en 3-falt fjölmennari en innrásarher Rússlands.
HIMARS eldflauga-skotvagn Bandaríkjahers!
Þessir þættir breyta auðvitað hernaðarstöðunni, því liðsfjöldinn þíðir - Úkraína getur væntanlega nú, beitt línur Rússa þrýstingi - ekki einungis í S-Úkraínu, heldur víðar.
Ef Rússar styrkja ekki varnir þ.s. þrýstingi er beitt.
Hætta þeir á að - tapa landsvæðum, þ.e. að Úkraínuher brjótist í gegn, taki þau aftur.
--Þetta er auðvitað vandi fyrir Rússa, því þeir eru mun fámennari.
- Rökrétt, hef sé sagt, ættu Rússar taka sér varnarstöðu.
Rússar eru enn að bögglast við að viðhalda sókn nærri Bakhmut, grennd v. Donetsk borg.
Og hafa náð einhverjum smærri sveitafélögum sl. vikur, a.m.k. einni kolanámu.
--Þeir geta slíkt, einungis ef þeir hafa yfirburði í liði, á sóknar-punktinum.
- Það, m.ö.o. -local- yfirburðir, verða sífellt erfiðari að ná fram.
Við þær aðstæður, að her Úkraínu er hratt að styrkjast.
Tek fram, að Úkraína hefur ekki - yfirburði í stórskotaliði, þ.s. hefur breyst er að Rússar hafa ekki lengur -- algera yfirburði í stórskotaliði!
Rússar hafa enn, mikið flr. stórskota-vopn, hinn bóginn eru NATO vopnin - langdrægari og einnig til mikilla muna, nákvæmari.
Úkraínumenn, geta nú loks -aftur- sókt fram, en greinilega háði skortur á stórskota-vopnum, eftir að birgðir af 152mm skothylkjum kláruðust, Úkraínuher mjög svo það sumar sem nú er að klárast. Þannig, að Rússar greinilega höfðu ekki miklar áhyggjur.
--Það sást á því, að Rússar brugðust lítt við sóknartilraunum Úkraínuhers frá sl. vori fram eftir sumri, þangað til nýverið.
Nú er annað uppi, og sóknar-tilraun í S-Úkraínu, er tekin alvarlega.
Líklega hafa rússn. hernaðar-yfirvöld áttað sig á því, að þegar Úkraínuher er loks kominn með töluverðan fj. NATO stórskota-vopna er nota 155mm NATO skothylki í notkun.
Og það fer saman við það, að Úkraínuher - er að fá afar fjölmennan liðsauka.
--Þá er er ekki lengur hægt annað, en að taka sóknar-tilraunir Úkraínu-hers alvarlega.
Það sjáist á liðsflutningum Rússlandshers sl. vikur, er hafi leitt til þess -- að klippt hafi verið nánast alveg á 2-sóknar-brodda Rússl. hers í A-Úkraínu.
--Sá her í staðinn, færður til að styrkja varnir á Kherson, og Zaporizhzhia svæðunum í S-Úkraínu.
- Auðvitað veit enginn, hvort Úkraínuher nær einhverju verulegu gegnumbroti á þeim svæðum á næstunni.
- Hinn bóginn, hafa 3-mikilvægar brýr verið nánast eyðilagðar, sem flæki flutninga Rússa í grennd við Kherson.
Besta vísbendingin -- eru auðvitað viðbrögð Rússa-hers að færa lið.
Meðan Úkraínu-menn sjálfir, eru þögulir sem gröfin um það hvernig gangi.
Kjarnorkuverið á Zaporizhzhia svæðinu er nú undir smásjá fjölmiðla, vegna gagnkvæmra ásakana Úkraínu-hers og Rússl-hers, vegna árása á það kjarnorkuver!
Eitt er viðurkennt, að Rússar hafa komið fyrir stórskota-vopnum á lóð kjarnorkuversins, og beita þeim miskunnar-laust til árása á sókn Úkraínu-hers þar um slóðir.
--Greinilega eru Rússar sjálfir að spila hættuleik með það kjarnorkuver.
- En skv. fregnum, eru ekki einungis vopn á lóð versins, heldur skotfæra-geymslur að auki, augljóslega skapar það gríðarlega hættulegt ástand.
- Því, að það tiltekna kjarnorkuver -- er eitt það stærsta í heimi.
Miklu mun stærra, en alræmt Chernobyl kjarnorkuver.
Talið er - af mörgum - Rússar séu með, háværum ásökunum, að leita eftir því að skapa þrýsting í V-Evrópu á Úkraínu, að slá af sóknina í því héraði.
Engin leið er að vita, hvað er satt í ásökunum um árásir!
--Hinn bóginn, má reikna með því, að Úkraínuher, sé ekki sama um -- stórskota-árásir, sem koma frá lóð þess kjarnorkuvers!
--Rússar, augljóslega staðsetja þau vopn þar, vegna þess að þeir halda að Úkraínumenn, þori ekki að ráðast á þau vopn þar.
Ukraine atomic plant attacked again
Úkraínumenn - vilja meina, að fregnir um árásir á verið, séu svokallað -- False flag.
M.ö.o. Rússar sjálfi skjóti nærri byggingum versins, valdi sjáanlegu tjóni.
--Og æpi síðan á fjölmiðla!
- Ég ætla ekki að tjá mig um þá kenningu.
Þetta hefur nú verið megin-frétta-efnið frá Úkraínu sl. daga.
Sýnir hvernig fókusinn, færist á sókn Úkraínuhers.
Niðurstaða
Mín skoðun í dag, er sú -- að nk. vetur muni ráða úrslitum um stríðið.
Rússar eru ekki enn, að framkvæma almennt herútboð -- eins og Úkraína gerði, fyrir nærri 6 mánuðum.
--Fregnir um milljón sterkan nýjan her, rýflega svo, eru ekki órökréttar í ljósi rýflega 40 millj. manna íbúa-tölu Úkraínu. Ath. allir karlmenn á herskildualdri kallaðir í herinn.
Málaliðar virðast stöðugt fjölmennari í rússn. innrásar-liðinu. Skv. fregnum sé verið að mynda fj. slíkra hersveita innan fj. rússn. héraða, einkum virðist fókusinn á fátækari svæði Rússl.
--Engar upplýsingar eru um, hvernig gengur að ráða í þær sveitir. Það kvá eiga að mynda hugsanlega allt að 40 nýjar herdeildir með þeim hætti.
Samtímis, virðist sá fókus undir nokkurri gagnrýni innan Rússlands, þ.s. þessi aðferð virðist bitna mest á hópum er búa innan Rússlands; sem ekki eru ethnic-Rússar.
--Engin leið er að vita, hve útbreidd slík óánægja sé.
Manni gæti dottið í hug, að slíkt gæti skapað - spennu milli íbúa Rússlands.
Þar fyrir utan, virðist að slíkir málaliðar -- fái afar litla herþjálfun.
Mun minni en þá, er virðist að nýr Úkraínuher hafi fengið!
--Það ætti að auka líklegt mannfall slíkra. Er gæti aukið á líkur á spennu innan Rússl.
- Manni grunar að illa þjálfaðir málaliðar, verði ekki - góður her.
Ívið lakari m.ö.o. en ný-þjálfaður nýr Úkraínu-her. - Því gæti komið í ljós, að þeir gagnist síður, en vonast sé til af rússn. heryfirvöldum. Þó, rökrétt eiga slíkir betri séns, í varnar-stríði.
Hver veit, kannski sé það eftir allt saman, vísbending þess.
Að það stefni í það að fókus Rússl.-hers færist yfir á varnartaktík.
Tíminn mun leiða það allt fram!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Litlar upplýsingar eru til staðar um nýja sókn Úkraínuhers á Kherson svæðinu, vegna þess að Úkraínu-her lætur ekkert uppi um það, akkúrat hvar hann sækir fram - orðrómur er á hinn bóginn sá, að nokkur þorp nærri Kherson hafi fallið!
Mikilvægast, að Úkraínu-her virðist vera að -- einangra Kherson borg.
Sem bendi til þess, að markmið sóknar, geti verið -- að taka Kherson!
Úkraínuher virðist nægilega nærri Kherson, að vegir til og frá borginni, eru í stórskota-liðs-færi; skv. fregnum hefur allar 3 brýr til og frá borginni verið skemmdar.
Úkraínuher virðist geta skotið á þær, væntanlega með HIMARS.
--Úkraínu-her virðist þó ekki enn, hafa náð alveg upp að Kherson!
Hlekkur: Ukraine Conflict Updates
- Ukrainian forces struck the bridge over the dam at the Nova Kakhova Hydroelectric Power Plant on July 24, damaging the road but still allowing passenger vehicles to cross the bridge.
- Ukrainian partisans blew up a Russian-controlled railway near Novobohdanivka, Zaporizhia Oblast, 30 km north of Melitopol, overnight on July 23-24.
- Footage from July 23 shows passenger vehicles navigating around holes left on the Antonivskyi Bridge, suggesting that the damage to the free-standing Antonivskyi Bridge may be more complex to repair than the Nova Kakhova bridge.
Afar litlar upplýsingar eru um sókn Úkraínu-hers.
En árásir á brýr eru rökréttar í samhenginu, m.ö.o. hindra flutninga Rússl.hers.
Ukrainian officials are increasingly acknowledging Ukrainian counteroffensive operations in Kherson Oblast. Kherson Oblast Administration Advisor Serhiy Khlan stated on July 24 that Ukrainian forces are undertaking unspecified counteroffensive actions in Kherson Oblast.[1] Ukrainian President Volodymyr Zelensky said on July 23 that Ukrainian forces are advancing step by step in Kherson Oblast.[2] His statement does not make clear whether he is referring to small, ongoing Ukrainian advances in Kherson Oblast or a broader counteroffensive.[3] Ukraines Southern Operational Command reported on July 24 that Ukrainian forces are firing on Russian transport facilities in Kherson Oblast to impede maneuverability and logistics support. This activity is consistent with support to an active counteroffensive or conditions-setting for an upcoming counteroffensive.[4] Khlan also said that Ukrainian strikes on Russian-controlled bridges around Kherson City only aim to prevent Russian forces from moving equipment into the city without stopping food and other essential supplies from entering the city.[5]
HIMARS skotpallarnir virðast hratt vaxandi vandamál fyrir Rússa-her!
HIMARS eldflauga-skotpallar virðast vera breyta hernaðarstöðunni!
Þeir hafa gert Úkraínu-her mögulegt að ráðast að birgða-stöðvum Rússa-hers, skv. fregnum sl. vikur - hafa fjöldi slíkra birgða-stöðva verið eyðilagðar.
Það er út af fyrir sig, nægileg skýring, til að útskýra -- af hverju Rússa-her sl. 2-vikur, virðist ekki geta skipulagt stórar árásir.
Það er, 70km. drægi þeirra eldflauga sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandar.
HIMARS getur skotið flaugum með lengra drægi en það!
--En eftir japl, jaml og fuður, var ákveðið í Washington, Úkraína fengi flaugar með 70km. drægi, þannig að þessa stundina eru HIMARS vagnarnir/pallarnir takmarkaðir við 70km.
En, 70km. drægi, er samt það stór breyting miðað við áður - að árásir með HIMARS eru að valda Rússlands-her verulegum truflunum í aðgerða-stjórnun!
- Málið er ekki síst, að nákvæmin á því færi er mikil - meina cm. nákvæmni.
Getum þakkað það, GPS - tækni.
Það þíðir auðvitað, að sprengjurnar hafa stýri-ugga, og fínstilla sig sjálfar á skotmarkið, m.ö.o. leiðrétta fyrir truflanir sbr. vind. - Það að geta framvk. nákvæmnis árásir á slíku færi, virðast þegar - töluverð straumhvörf fyrir Úkraínu-her.
Skv. fregnum, eru Bandar. að senda flr. HIMARS skotpalla til Úkraínu.
MilitaryLandNet -- er önnur áhugaverð upplýsinga-síða!
Ukrainian side announced a strict embargo on all information regarding Kherson Oblast and advance of Ukrainian troops. The only allowed source for this area are the reports by Ukrainian General Staff.
Þeir benda á það sama, að Úkraínu-her - viðhefur stranga stjórnun á upplýsingum um sóknar-aðgerðir nærri Kherson.
Á þeirra síðu kemur það sama fram, að sl. 2-vikur hafa sóknar-aðgerðir Rússa, verið mun smærri í sniðum -- en mánuðina 2 á undan!
Einhver smá byggða-lög, sbr. þorp, virðast hafa skipt um hendur - sl. 2 vikur.
En hreyfingar á stöðu herjanna -- heilt yfir sára litlar sl. 2 vikur.
- Það eru vaxandi pælingar, að HIMARS skotpallarnir, gætu verið -- skýring.
Rúss.blogg.síðan - Moscow-Calling (haft eftir þeirri síðu):
Moscow Calling notably defined the arrival of HIMARS as a distinct turning point in the war and stated that previously provided Western weapons systems (such as NLAWs, Javelins, Stingers, and Bayraktars) did very little against Russian artillery bombardment (they are not designed or intended to counter artillery attack), but that HIMARS changed everything for Russian capabilities in Ukraine.
Moscow Calling strongly insinuated that recent Ukrainian strikes on Russian warehouses, communication hubs, and rear bases are having a devastating and potentially irreversible impact on the development of future Russian offensives.
- Þetta er þ.s. mig hefur grunað -- að sendingar NATO á stórskota-liðs-vopnum, mundu binda endi á -- stórskota-liðs-forskot Rússa-hers.
- Þ.s. stór-skota-liðs-forskot, hefur verið grundvöllur sóknar-getu Rúss, sl. 3 mánuði.
Þá rökrétt þíði það, að missir stór-skota-forskots af hálfu Rússa, lami þeirra sóknargetu. Við getum nú verið mjög nærri þeim punkti í stríðinu!
Að frumkvæðið færist yfir til Úkraínuhers!
Niðurstaða
Ég held að við séum ca. við vendi-punkt í Úkraínu-stríðinu, nú er 6. mánuður þess er að hefjast; að frumkvæðið færist yfir á Úkraínu-her.
Langdræg stórskota-vopn, sem Úkraína hefur fengið frá NATO.
Eru greinilega að gerbreyta hernaðar-stöðunni.
Rússn. stríðs-bloggarar, sjá þetta einnig.
Sókn Rússa frá apríl 2022 byggðist á, getu stórskota-liðs Rússa, að eyðileggja varnarvígi Úkraínu-hers; en nú ræður Úkraína yfir langdrægari stórskota-vopnum.
Og þá, rökrétt, er það rússn.stórskota-liðið er verður hall-loka.
Þetta er algerlega rökrétt, ef annað stórskota-liðið hefur 70km. drægi.
En hitt stórskota-liðið milli 20-30km. drægi.
--Þá getur liðið með 70km. drægi, eyðilagt stórskotaliðið með minna færi, án þess að liðið með minna færi, geti svarað fyrir sig.
NATO hefur gefið Úkraínu, sérhæfða radara, sem skynja með nákvæmni - kúlur sem eru í loftinu, og geta áætlað með hárnákvæmni, hvaðan skothríð kemur.
Tölvustýrðir skotpallar, geta verið forritaðir, til að -- sjálfvirkt svara.
--Ég er að tala um, cm. nákvæmni.
- Ég var viss að rússn.stórskota-liðið ætti ekki séns.
Loks, þegar Úkraína, hefði NATO vopnin í sínum höndum.
Ítreka enn aftur, að Úkraína hefur verið að þjálfa nýjan her síðan stríð hófst.
Skv. hefð, er talið að 6 mánuði þurfi til nýliða-þjálfunar.
Fegnir benda til þess, að Úkraínu-her, hafi nú mikið af ferskum liðs-styrk.
- Það má vera, að Úkraínu-her, meti að hægt sé að byrja að nota, það lið sem hefur verið í þjálfun nú í rúma 5 mánuði.
- Ef marka má Zelensky, þá sagði hann við upphaf stríðs, að kvaddir í herinn væru yfir milljón.
Ef þ.e. rétt tala, þá er Úkraínuher nærri þeim punkti.
Að verða meir en 3-svar sinnum fjölmennari en innrásarher Rússlands.
Og stórskota-liðs-forskotið er að færast yfir til Úkraínu.
Það var einmitt þ.s. ekki síst vantaði fyrir Úkraínu-her.
Nægilega góð stórskota-vopn, til að brjóta víglínur Rússa.
Með, milljón í liðsauka, þá hefur Úkraína innan skamms að auki.
Meir en nægilegt lið, til að ráðast fram nokkurn veginn hvar sem er.
Rökrétt hljóta Rússar fljótlega, taka sér varnarstöðu!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í liðlega viku hefur í reynd verið skortur á meiriháttar atburðum í Úkraínustríðinu, eftir fall Lysychansk -- er var síðasta borgin er Úkraínuher hélt í Luhansk héraði.
Strax og töku þeirrar borgar var lokið, gaf Pútín út fyrirmæli - að herinn fengi hvíld. Ekkert var gefið út um, hvað löng sú hvíld ætti vera.
Rás atburða þó sýni, að fyrir utan stórskota-hríð, sem áfram sé linnulítil, og lofthernað frá rússn. herflugvélum er skjóta eldflaugum að víglínu Úkraínuhers, og að byggðum í Úkraínu handan víglínunnar sem Úkraínumenn ráða.
--Þá virðist raunverulega ríkja, pása hjá Rússneska hernum.
- Talið er að þær sveitir sem tóku Lysychansk og Sievierodonetsk hafi orðið fyrir miklu mannfalli!
- Að það þíði, hersveitir er tóku þær borgir, þurfi á endurskipulagningu á að halda, eins og rökrétt sé -- er hersveitir bíða umtalsvert mannfall, þurfi nýtt fólk í stað fallinna og særða; það geti einnig þítt, liðssveitir þurfi að endurskipuleggja t.d. sameina sveitir sem séu undir-mannaðar.
--Vegna þess, að Rússar gefa ekkert uppi um mannfall, þá verða menn að ráða í það - út frá hegðan rússneska hersins; en ég trúi því ekki - rússn. herinn mundi stoppa.
Nema, vegna þess að það sé algerlega nauðsynlegt!
--Það fer enginn að selja mér þá sögu, að Pútín sé ekki sama um hermennina, hann hljóti að hafa fengið þær skýringar, að herinn geti ekki meira í bili.
En það þíði ekki, að ef Rússar finna fleiri hermenn, til að sláta í stríðinu; þannig að hersveitir verði fullmannaðar að nýju -- að þá láti þeir ekki til skarar skríða á ný!
- Það getur einnig verið af hverju, engin tímsetning var gefin upp - þ.e. Rússar sjálfir viti ekki hve langan tíma, það taki að gera herinn tilbúin á ný.
Þetta kort er ágætis yfirlitsmynd, ljósbrúna svæðið umráðasvæði Úkraínuhers í Donetsk! Blátt eru sóknartilraunir Úkraínu!
Reiknað er með því að Rússar fyrirhugi innrás í Donetsk hérað!
Russian Offensive Campaign Assessment, July 10
Russian forces are in the midst of a theater-wide operational pause in Ukraine. This operational pause has been largely characterized by Russian troops regrouping to rest, refit, and reconstitute; heavy artillery fire in critical areas to set conditions for future ground advances; and limited probing attacks to identify Ukrainian weakness and structure appropriate tactical responses. As ISW has previously noted, an operational pause does not mean a complete cessation of hostilities, rather that ongoing hostilities are more preparative in nature.
Eins og ég nefndi, er slík pása rökrétt - sérstaklega ef her hefur beðið verulegt tjón á mannafla og tækjum. Bardagar voru ákaflega harðir um Sievierodonetsk, þeir bardagar stóðu yfir í 2-mánuði, það voru einnig harðar orrustur er snerust um tilraunir til að komast yfir Severskyi-Donets á, framan af mistókust þær tilraunir - áætlað mannfall Rússa í einni af þeim orrustum hugsanlega allt að 1000. En fyrir rest, tókst Rússum að flytja umtalsvert lið yfir Donets á, og hefja þar með sókn í átt að, Lysychansk.
Hinn eiginlegi sigur, var líklega - er Rússar náðu yfir, Severskyi-Donets.
En eftir það, virðist Úkraínumönnum ekki takast, að stöðva sókn Rússa í átt að Lysychansk, hún tók þó vikur -- en er þeir náðu þangað fyrir rest, þá urðu Úkraínumenn strax að hörfa frá Sievierodonetsk, yfir til Lysychansk.
--Bardaginn um þá borg, stóð síðan einungis liðlega viku. Í kjölfar falls, Lysychansk -- gaf Pútín út skipun um hvíld.
- Á þessari stundu, veit enginn hvenær Rússar ætla að hefja sókn inn í Donetsk.
- Hinn bóginn, er talið að þeir séu í því -- að safna liði fyrir nýja sókn.
Ég vísa frá sem hverri annarri vitleysu, Rússar hafi ekki beðið mikið mannfall.
Annars væru þeir ekki að taka slíka pásu í meir en viku! Það sé augljóst!
Hugsanlega verður sú hvíld töluvert lengri en rúm vika!
Upplýsingar um nýjar herkvaðningar Rússa vekja athygli!
- Governor of Russias Primorsky Krai, Oleg Kozhemkayo, announced on July 9 that Russia is forming the Tigr volunteer naval infantry battalion to participate in combat in Ukraine.[29] Kozhemkayo said that not all volunteers have prior combat experience and that they will undergo 30 days of training prior to deployment. Social media users noted that footage of the Tigr battalion shows that the recruits are older than traditional military age and are likely in their 50s to 60s.[30] ISW has previously reported that Russian military leadership will continue to constitute such ad hoc, oblast, and regionally-based volunteer units as losses among professional troops mount.[31]
- Ukraines Main Intelligence Directorate (GUR) reported that private military companies (PMCs) are escalating recruitment drives to compensate for personnel losses among conventional forces fighting in Ukraine.[27] The GUR noted that PMCs are actively recruiting prisoners due to a lack of other volunteers, which is consistent with previous reporting that the Wagner Group PMC has been recruiting prisoners from the IK-7 Yablonevka and IK-6 Obukhovo penal colonies in St. Petersburg.[28] The GUR claimed that PMCs are recruiting prisoners irrespective of the nature of their crimes in exchange for full amnesty after serving time on the frontline.
Ég ætla a.m.k. ekki að efa að það sé satt - þ.s. það er haft eftir rússneskum borgarstjóra, að verið sé að ráða sjóliða til landhernaðar!
Hinn bóginn, er afar áhugavert ef þeir fá einungis 30 daga þjálfun, þ.s. sjóliðar hafa allt aðra þjálfun en land-hermenn.
--Almennt er talið, a.m.k. 6 mániði þurfi til nýliðaþjálfunar.
Hin sagan, er höfð eftir leyniþjónustu Úkraínska hersins - getur verið sönn - að verið sé að ráða beint úr rússneskum fangelsum, vegna skorts á vilja rússn. karlmanna til þess að bjóða sig fram til stríðsátaka!
--A.m.k. eru sögurnar -consistent- við þá skýringu, að rússn. herinn þurfi nýtt blóð, því taki hann pásu!
- En ef virkilega er verið að kalla til, sjóliða án herþjálfunar -- 30 daga þjálfun, er pent morð; þ.e. langt langt frá nægileg herþjálfun.
- Og auðvitað, ráða fanga, efa meira púðri verði varið í að þjálfa þá.
Það að senda fólk til stríðs - nánast algerlega án þjálfunar.
Er auðvitað ekki gert, nema her virkilega skorti alvarlega liðsmenn!
--Að ráða fanga, hefur stundum verið gert í hernaði, en þ.e. nýstárlegt að þjálfa þá nánast ekki.
Það kemur í ljós, hvenær Rússar hefja sókn að nýju!
En -recruitment drive- er -consistent- við þá söguskýringu, manntjón hafi verið mikið.
Því lengri sem pása Rússa verður, því betri verða sannanir um mikið manntjón!
- Ég tel enn, að möguleikar Úkraínu í þessu stríði, séu bærilegir.
- Sannarlega, hafa Rússar ennþá - the initiative.
Hinn bóginn, er það ekki að öllu leiti neikvætt - þ.s. Úkraínumenn, þurfa auðvitað að vinna stríðið með því að drepa óvinaherinn, og það gerist ekki nema herirnir berjist.
Að sjálfsögðu trúi ég í engu, fáránlega lágum mannfalls-tölum sem Rússar gefa upp.
Auðveldar er að komast að mannfalli Úkraínu, sem viðurkennir þúsunda manntjón, í orrustum sl. 2ja mánaða!
Ég geri ráð fyrir að mannfall Rússa, hafi alls ekki verið minna.En líklega meira!
- En, pása, og nýtt - recruitment drive - vera ráða sjóliða veita þeim einungis 30 daga undirbúning, og ráða fanga - kannski veita þeim sama tíma!
- Eru allt, vísbendingar að Rússa hafi skort lið, til að halda sókn áfram!
Kannski þíði það -- að sókn Rússa taki 30 daga pásu, þá fái sjóliðarnir að spreyta sig, og fangarnir!
Hér er annar vefur sem nefnist:Military.net! Ath. er á Twitter.
Skv. þeim vef:
Ukrainian President Zelensky ordered the Ukrainian Armed Forces to re-estabilish control over the coastal regions of southern Ukraine. The General Staff now prepares an offensive plan and says that up to one million Ukrainian soldiers might be ready to participate in the offensive.
- Þetta kemur mér ekki á óvart - en ég hef reglulega nefnt það, að Úkraínumenn eru að þjálfa nýjan her. M.ö.o. almenn herkvaðning við upphaf stríðs.
- Karlmenn fengu ekki að fara frá Úkraínu, flóttamenn voru konur - börn og eldra fólk. Karlmenn á herskyldualdri allir kvaddir til herþjónustu.
Hef reglulega bent á, að Zelensky nefndi tölu upp á rýflega milljón!
Hinn bóginn, hefur lítið fréttst af þessum her í þjálfun!
- Hefðbundið viðmið herja, er 6 mánuðir þurfi til - nægilegrar lágmarks þjálfunar.
- Úkraína hefur verið að þjálfa sinn nýja her -- nú í 4 mánuði.
Það kemur mér ekki á óvart, að Úkraína fyrirhugi, sókn á nk. 2-mánuðum!
- Ég hef verið þeirrar skoðunar, að Úkraína sé með biðleik!
- Hlutverk standandi hers Úkraínu, sé að halda - tefja Rússa.
Þetta sé sami atvinnu-herinn, sem hefur barist í Luhansk/Donetsk síðan 2014.
Hans hlutverk, sé ekki að vinna stríðið - heldur að halda velli, en samtímis halda Rússum eins best og sá her getur!
Mér virðist, öll bardaga-aðferð Úkraínuhers, benda til þessa!
- Þ.s. óþekkt hvernig nýr Úkraínuher er vopnum búinn.
- En rökréttast væri, hann fengi Vestræn vopn.
Það þurfi hvort sem er að þjálfa á þau vopn -- gamla atvinnu-herinn, ef sá her fengi þau.
Rökréttast, að slá tvær flugur, og þjálfa nýja herinn á þau vopn!
--Meðan, gamli herinn noti þau vopn og nýti upp til agna, sem sá her þekki.
- Ef það hefði ekki verið fyrir, að Úkraínumenn virðast hafa klárað 152mm fallbyssukúlur, þannig gömlu fallbyssurnar eru nær ónothæfar.
- Hefði ekki þurft, að láta gamla herinn fá NATO fallbyssur að einhverju leiti strax.
En þetta - að Úkraínuher hefur klárað 152mm kúlur - er líklega af hverju Rússar geta í dag sókt fram! M.ö.o. ástæða þess, Rússar hafa nú - stórskotaliðsforskot!
En ég er viss, þetta sé einungis tímabundið ástand!
Um leið og -- nýi herinn sé fullþjálfaður, er stríð hefur staðið 6 mánuði.
Mæti hann til átaka, og ég er sæmilega viss -- að stóru NATO sendingarnar á vopnum, fara til þess hers. Og að, yfirburðir NATO stórskota-vopna muni þá eftirmynnilega koma fram!
Ég á fulla von á því, að mikil breyting sjáist á stríðinu, ca. undir lok sumars!
Ég er ekki viss, að sókn Rússa, reiknað er með í Donetsk, fari yfir höfuð af stað.
- En undir lok sumars, ef væntingar eru réttar - verður Úkraínuher a.m.k. 3-svar sinnum fjölmennari en hinn rússn. innrásarher.
- Samtímis, geri ég ráð fyrir, að það komi í ljós -- að stóru NATO vopnasendingarnar fóru rökrétt, til nýja hersins.
Staðan við Khersons, nær óbreytt nú í tvær vikur! Blátt sókn Úkraínu!
NATO stórskota-vopn eru mun betri, en rússn. stórskotavopn:
- 30km. drægi með venjulegum kúlum - en við erum samt að tala um -precision munition- þ.e. með stýriugga og GPS miðun, þ.e. kúlurnar leiðrétta miðið á fluginu, er þíði nákvæmni í cm.
- 40km. drægi, með kúlum er hafa litla vængi, er gefa svif er lengir drægi í 40km. Aftur stýriuggar og GPS miðun.
- Rocket assisted, hámark 70km. - aftur stýriuggar og GPS miðun.
Gömul Sovésk smíðuð vopn - hafa 20km. drægi - ekki með precision munition þannig nákvæmni er mæld í metrum.
--Rússar eiga lítið magn af nýrri vopnum með 30km drægi, en heimildir herma þeir hafi klárað öll precision munition hvort sem er -- þannig nákvæmni sé þá mæld í metrum.
- Nákvæmnis vopn NATO, ættu að auðveldlega - að hafa sigur í stórskota-einvígum, þannig að -- stórskota-lið Rússa, ætti með hraði bíða stórtjón.
Loks þegar nægilegt magn, NATO - stórskota-vopna loks kemst í átök.
Ég er skv. þessu, bærilega bjartsýnn um framvindu stríðsins - þrátt fyrir sókn Rússa sl. 3-mánuði, er hafi loks náð 10% af Luhansk héraði er var síðasta vígi Úkraínu þar!
Ég er á því, að Úkraína sé með biðleik í stríðinu, þangað til - annar her þeirra er tilbúinn, og fullbúinn vopnum!
Þá á ég von á að Úkraína blási loks til stórsóknar. Kannski nærri Kherson!
Niðurstaða
Þrátt fyrir sókn Rússa sl. 3 mánuði, er ég ágætlega vongóður um hagstæð stríðslok fyrir Úkraínu; enda blasað við að Úkraína hefur fylgt þeirri -strategíu- að verjast!
Eins og mér hefur verið bent á, þá þíðir það að Rússar halda enn frumkvæði.
Hinn bóginn, sé það greinilega val Úkraínu að spara sitt lið eins og þeir geta!
Samtímis, og þeir halda eins miklu og her Úkraínu er hefur tekið þátt í bardögum framast ræður við; auk þess að leitast sé við að selja sérhvern spöl af landi dýru verði.
Ég hef vitað af því allan tímann, Úkraína er að þjálfa nýjan her.
Tölur um stærð hans eru á reiki, óljóst talað um rýflega milljón.
Þ.e. ekki endlega óhugsandi, þ.s. íbúar Úkraínu eru rýflega 40 milljón.
Og allir karlmenn á herskyldu-aldri voru kvaddir í herinn.
Einhverra hluta vegna, hefur Pútín ekki enn - fyrirskipað almennt herútboð.
Úkraína hefur því, 4 mánaða forskot á að þjálfa það lið!
--Úkraínumenn, hafa ekki - eins og Rússar virðast gera, notað lítt til ekki þjálfað lið.
Þess í stað, hafa þeir greinilega beðið með að nota nýja herinn, þar til hann er tilbúinn.
Ég á ekki von á honum til átaka, fyrr en 6 mánaða hefðbundnu þjálfunarferli er lokið.
Stríðið hófst undir lok febrúar - það þíðir, nú er 4 og hálfur mánuður!
--Undir lok ágúst, ætti nýji herinn vera tilbúinn.
- Það getur þítt, Rússar fái eina sókn til viðbótar.
- Þ.s. ef sókn Rússa hefur sig af stað, í Donetsk.
Eftir það, á ég von á því að stríðið taki verulegum breytingum.
Þegar NATO vopnaður -- annar her Úkraínu, mætir til átaka.
Þá verður herafli Úkraínu - meir en 3-falt fjölmennari en Rússa-her í Úkraínu.
Og þá geri ég ráð fyrir, að Úkraína hafi bæði nægan mannafla, og vopn.
Til að hefja stórsókn -- þannig frumkvæðið flytjist yfir undir lok sumars.
Þ.s NATO stórsskota-vopn eru mun betri, tel ég stókn Úkraínu, ætti að eiga ágæta möguleika, þegar fara saman -- betri vopn, og 3-falt ofurefli liðs.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er að meina, Úkraínuher hörfaði frá Sievierodonetsk - fyrir einungis 1 og hálfri viku, rússn. herinn er þá kominn að Lysychansk - eftir að hafa brotist í gegnum varnir Úkraínu á Vestari bakka Severskyi-Donets ár; en borgirnar eru sitt hvorum bakka Donets ár.
Það tók Rússa ca. 2-vikur að ná að Lysichansk, eftir Rússa-her komst yfir ána!
- Fyrir rúmri viku, tekur Úkraínuher - loka-varnarstöðu í Lysychansk.
Þá meina ég - loka - í samhengi Luhansk héraðs.
En borgirnar 2. - og smærri nágranna sveita-félög.
Hafa verið síðustu vígi Úkraínu, í Luhansk héraði. - Síðan núverandi lota stríðsins hófst, í Apríl.
Hafa bardagar um -- síðasta 10% af Luhansk, staðið yfir.
Nú, virðist að Rússar séu ca. búnir að taka Luhansk.
Úkraínuher, sé enn í ferlinu að hörfa þaðan, undir árásum.
Svokallað - fighting retreat.
Þannig -- að átökin um, síðasta svæðið Úkraína réð í Luhansk -- tók 3 mánuði.
Ukraine Conflict Updates: Click here to read the full report.
Talið er að Úkraínuher sé að hörfa að -- verjanlegri línu.
Skv. yfirlýsingu frá Úkraínu-stjórn, var styrkur sá er Rússlands-her, safnaði saman gegn, Lysychans, undanfarna daga - einfaldlega of mikill.
- Úkraínuher hafi verið borinn ofur-liði, út af liða-muninum!
- Þ.s. Rússa-her hefur ekki betri vopn:
--Þá er gamla reglan sú, að ca. 3-faldan liðsmun þurfi til.
--Ef taka á vígi, þ.s. lið er til varnar, sem er búið a.m.k. ekki lakari vopnum.
- Það þíði auðvitað, að árásin býður mikið manntjón.
En samtímis, að ef árásin hefur nægan liðsafla. - Getur hún þrátt fyrir slíkt tjón, tekið vígið.
Að sjálfsögðu, ef menn taka -- vel varið vígi, í krafti liðsmunar.
--Án þess að hafa nokkuð annað er skapi forskot.
Þá rökrétt, hefur árásin -- meira manntjón.
Það verður síðar að koma í ljós -- hvort Rússa-her varð fyrir slíku manntjóni við þetta!
--Að það verði ekki mögulegt að endurtaka leikinn!
- En þ.e. alveg hugsanlegt, þetta sé -- Phyrric victory.
Get auðvitað ekkert fullyrt um það! - En, framvindan nk. daga og vikur -- mun leiða það fram!
--Einfaldlega það, hvort Rússar missa dampinn - í kjölfarið.
--Eða, geta haldið áfram af sambærilegu afli.
En til þess að halda áfram að slíkum krafti - án þess að hafa betri vopn - þá þyrftu þeir áfram að viðhafa - 3faldan liðs-styrk a.m.k. á hvern punkt, þeir ráðast á!
Þá að auki, vegna mannfalls, þá þurfa Rússar einnig að geta fært til lið á sóknar-punktinn, til að mæta mannfalli -- svo sóknarþunginn geti haldist!
--Annars veikist sóknin dag frá degi, og fjarar síðan út!
--Það auðvitað skiptir að auki máli, að Rússar hafi heilt yfir nægt lið.
Til þetta sé allt hægt, þá ekki síst, þarf að auki góða herstjórn - svo liðið sé alltaf á réttum stað á hverjum tíma! Ef herstjórn er í molum, geta árásir mistekist út af því, þrátt fyrir liðsmun - eins og við höfum a.m.k. nokkrum sinnum séð!
Russian forces have likely secured the Luhansk Oblast border, although pockets of Ukrainian resistance may remain in and around Lysychansk. Russian forces have likely not fully cleared Lysychansk and Luhansk Oblast as of July 3, despite Shoigus announcement. The Russian Defense Ministry stated that Russian forces are still fighting within Lysychansk to defeat remaining encircled Ukrainian forces, but the Ukrainian withdrawal means that Russian forces will almost certainly complete their clearing operations relatively quickly.
Russian forces will likely next advance on Siversk, though they could launch more significant attacks on Bakhmut or Slovyansk instead or at the same time. Ukrainian forces will likely continue their fighting withdrawal toward the E40 highway that runs from Slovyansk through Bakhmut toward Debaltseve. It is unclear whether they will choose to defend around Siversk at this time.
Two very senior Russian commanders are reportedly responsible for the tactical activities around Lysychansk. Commander of the Central Military District Colonel General Aleksandr Lapin and Commander of the Russian Aerospace Forces Army General Sergey Suvorikin (who also commands Russias southern group of troops in Ukraine) have been responsible for securing Lysychansk and the area to the west of it respectively.[4] The involvement of two such senior officers in the same undertaking in a small part of the front is remarkable and likely indicates the significance that Russian President Vladimir Putin has attributed to securing Lysychansk and the Luhansk Oblast border as well as his lack of confidence in more junior officers to do the job.
Eins og kemur fram - voru 2 hershöfðingjar að stjórna árásinni!
Það þykir óvenjulegt, þykir benda til gríðarlegrar áherslu á að klára töku Luhansk!
- Það vekur athygli, að framrás Rússa sl. 2 vikur, hefur verið -- sérdeilis öflug miðað við vikurnar og mánuðina 2-3 á undan.
- Það getur skýrst að mun betra skipulagi - þ.e. betri stjórnun.
Það getur þítt, Rússa-her hafi lagað - er virðist hafa verið, augljós stjórnunarvandi.
- Næst talið að barist verði um: Bakhmut - eða, Siversk.
- Borgin, Kramatorsk - er síðan í tuga km. fjarlægð.
Það er óþekkt hvort ný-til-kominn þungi í sókn Rússa getur haldist!
Rétt að árétta, þó Úkraínumenn hafi nú tapað -- Luhansk nú alfarið.
Ræður Úkraínuher, enn ca. helming -- af Donetsk héraði.
--Þar er fjöldi borga, sbr. Kramatorsk ég nefndi, sem enn á eftir að berjast um.
Ef maður gefur sér að sókn Rússa, fjari ekki út.
Heldur að Rússar hafi enn nægt lið, að skipulags vandi Rússa-hers sé leystur.
Það hafi verið - command problems/forystu-vandi fremur en skortur á liði.
- Rétt samt að árétta, að ég hef sterka vantrú á því, að Rússar hefi getu til að -- framhalda þeim sóknar-þunga er kom fram sl. 2 vikur.
- Líklega, hafi lið verið fært til frá allri yfir 2000km. langri víglínu Rússa í Úkraínu, á svæðið nærri Lysichansk.
Með þeim hætti, hafi myndast -- sá ca. 3-faldi liðsmunur er til þarf!
- Áætlað er að Rússa-her hafi ca. 100þ. liðsafla í Úkraínu í dag.
Sbr. áætlað 190þ. er innrásin hófst. - Við upphaf stríðs, er Úkraínu-her áætlaður ca. 260þ.
Hinn bóginn segir það ekki allt -- tölur í fjölda hermanna!
- Rússar hafa mun flr. skriðdreka og önnur bryntæki, sem og mun flr. fallbyssur.
- Það er ekki síst í fj. fallbyssa, að Rússar hafa enn, yfirburði.
- Úkraínumenn, eru búnir að klára -- 152mm skotfæri.
Þannig að gömlu fallbyssurnar, eru ekki -- enn nothæfar.
- Úkraína, treystir nú á 155mm. byssur, NATO hefur sent Úkraínu.
En, enn sem komið er, eru þær ekki nægilega margar. - Úkraína er samt sem áður, að fá nk. vikur mun flr. slíkar en til þessa.
Þar við bætist, að Úkraína, þarf að taka tíma í að þjálfa sinn her í notkun þeirra.
Það er því nú -- tímabil, að Rússar hafa verulega yfirburði í stórskota-liði.
Það tímabil -- yfirburða, líklega tekur endi á nk. vikum.
Eftir því, sem NATO fall-stykki, verða tekin í notkun.
Mig grunar, að þetta sé málið, þ.e. tímabundnir yfirburðir -- einungis tímabundnir.
- Þrátt fyrir þá - tímabundnu yfirburði - hefur sókn Rússa ekki verið hröð, þetta sumar.
- En ekki gleyma því, að síðan í Apríl - hefur orrustan um síðasta 10% af Luhansk staðið yfir -- þ.e. um borginar: Sievierodonetsk - Lysichansk.
Þá meina ég þær borgir, ásamt smærri nágranna-sveitafélögum.
Ef það tekur Rússa-her 3-mánuði, að ná síðasta 10% prósentinu af Luhansk!
Á ég ekki von á því, að Rússa-her geti tekið 50% af Luhansk, Úkraína enn ræður!
Fyrir nk. haust, er haust-rygningar hefjast, og landið víða verður að feni.
Stríðið gæti vel breyst aftur nk. haust, þá verður Úkraínuher kominn með megnið af NATO vopnum sínum, auki búinn að fá öflugan lyðsstyrk!
- Úkraína fyrirskipaði almennt herútboð er stríðið hófst.
Úkraína hefur nú þjálfað - conscript - í 4 mánuði.
En öllum karlmönnum á herskyldualdri var skipað í herinn, við upphaf innrásar.
Skv. hefð, teljast 6 mánuðir lágmarks tími, svo - nýliðar séu nothæfir.
Rússar hafa ekki - ennþá fyrirskipað almenna herskyldu, og þeir þyrftu auðvitað einnig að þjálfa nýliða! A.m.k. 6 mánuði.
Úkraína hefur þarna því -- augljóst forskot. - Enn einu sinni, bendi ég á að Úkraínuher er að fá stærri vopnasendingar frá NATO, en nokkru sinni fyrr -- meir en líklega samanlagt fram til þessa.
Það verður spennandi að sjá, hvaða áhrif það hefur á framgang stríðsins.
Í haust, ættu þau vopn vera komin í notkun í stríðinu.
Og því tímabundnir yfirburðir Rússa í stórskota-liði, búnir.
Bendi á að 155mm. stórskotavopn NATO hafa lengra drægi, en Sovét smíðuð 152mm vopn.
--Ca. 10km. drægi umfram Sovét-tímabil stórskota-vopn.
Þá miða ég við, venjulegar kúlur - en drægi NATO vopna er ca. 30km. með venjulegum kúlum!
Með, kúlum er hafa - litla vængi, nægilega til að framkalla svif - er drægi 40km.
Með - rocket assisted - nær drægið tæknilega upp í 70km.
- Þ.s. skiptir mestu máli, er drægið með venjulegum kúlum.
Þ.s. 20km. gömlu Sovét vopnin vs. 30km. NATO vopnanna.
Að auki, eru NATO vopnin með - tengingu við radar, og hafa mikla sjálf-virkni.
Þannig, vopnin geta sjálfvirk skotið, ef stillt þannig, til að skjóta á móti stórskota-vopni andstæðings, með mikilli nákvæmni því miklum hraða.
Spurning hvaða kúlur Úkraína fær, en ef þær hafa stýri-ugga, er nákvæmnin centimetrar.
Þær tölur sem Zelensky birti, er stríðið hófst -- voru upp á yfir milljón.
Þá meina ég, að her Úkraínu yrði yfir milljón stór -- með consript.
Síðan þá, hefur ekkert verið talað um þann her, sem Úkraína er með í þjálfun.
En rökrétt, ná þeir 6-mánaða lágmarks þjálfun v. upphaf nk. hausts.
- Nk. haust, gæti því Úkraína, samtímis haft - 3-faldan liðsmun á Rússa.
- Og, haft næg stórskota-vopn, sem eru betri en vopn Rússa!
Þ.e. út af þessu, sem ég velti fyrir mér hvort sókn Rússa sé: Positioning!
- Rússar séu að leitast við að ná framrás, áður en Úkraínuher, hefur að fullu tekið öll þau vopn í notkun, og áður en nýþjálfaður her sé tilbúinn.
- Rússar séu að leita eftir -- betri vígsstöðu!
Áður, en endurnærður Úkraínuher, geri loks sínar -- sóknar-tilraunir fyrir alvöru.
Ég ætla a.m.k. að kasta þeirri kenningu fram!
Tilgangur Rússa, sé að bæta vígsstöðu sína, áður en Úkraínumenn, undir haustið hafa loks getu til að sækja sjálfir fram!
Niðurstaða
Eins og fréttir um allan heim segja, hafa Rússar loksins eftir 3ja mánaða orrustur, ca. lokið töku - Luhansk héraðs í Úkraínu, þ.e. þeirra 10% af Luhansk Úkraína enn réði yfir í Apríl sl.
Orrustan um Lysychansk, stóð ekki yfir nema ca. eina og hálfa viku.
Að sögn Úkraínumanna, voru yfirburðir Rússa í orrustunni um borgina, miklir.
Þ.s. Rússar hafa í reynd ekki yfirburði í liði, þá vítt yfir Úkraínu.
Þá hljóta Rússar hafa fært lið á punktinn við, Lysychansk, frá öðrum víglínum.
Þannig, þynnt út lið sitt á þeim línum!
Það kemur ekki á óvart, litlar til engar hreyfingar hafi verið annars staðar.
Úkraínumenn sl. 2-3 mánuði, hafa tekið nokkuð svæði við Kherson. En blái liturinn á myndinni að ofan, sýnir hvar Úkraína, þrýsti á varnarlínu Rússa á því svæði.
Úkraína, hefur ekki þó náð þar, gegnum-broti.
Ekki er vitað, hvar Úkraína væri líklegust til að gera, sóknar-tilraunir.
En það væri óneitanlega freystandi, tel ég, að setja meira lið á Kherson línuna.
Þ.s. Úkraínuher er næst Kherson ca. 17 km., þ.e. mun nær Kherson, en Rússa-her er miðað við borgina Kramatorsk.
Ef Úkraína, gæti með flr. NATO fallbyssum, sprengt gat á þá línu.
Í ljósi þess, Rússar hafa líklega þynnt varnar-lið á þeirri línu.
Til að hafa nóg lið til að sækja fram í Luhansk, kannski áfram í Donetsk.
Þá er gegnumbrot á Kherson línunni, ekki óhugsandi í framtíðinni.
- En Rússar augljóslega taka áhættu í sókn sinni.
- Er þeir þynna varnir annars staðar.
- Líklega er það einungis skortur á stórskota-vopnum, er hafi hindrað gegnumbrot Úkraínu nærri Kherson -- þegar Úkraína hefur næg slík vopn í notkun.
- Og að auki, mörg hundruð þúsund til milljón - conscript - tilbúna til átaka.
Þá sé ég möguleika er geta vel reynst raunhæfir, til að stríðið gæti tekið stakka-skiptum.
Endurtek, að ég tel - yfirburði Rússa í stórskota-liði, einungis tímabundna. Rússar séu líklega að notfæra sér glugga. Áður en Úkraína hefur tekið stórar sendingar af NATO stórskotavopnum í notkun, og áður en fjölmennur - conscript - her er tilbúinn.
Til að skapa sér betri vígsstöðu! En mig virkilega grunar það sé málið hjá Rússum.
--------
Átök nk. hausts og vetrar geta skorið út um hvernig stríðið raunverulega fer.
- Ef Pútín, fyrirskipar almennt herútboð, þurfa Rússar einnig a.m.k. 6 mánuði til að þjálfa það lið -- tæknilega geta Rússar sókt sér 2 millj. af conscript.
- Eins og ég benti á, hafa Úkraínumenn þar um - 4ja mánaða forskot.
Sbr. hafa nú þjálfað conscript her samfellt síðan innrásin hófst.
Gæti reynst meiriháttar axarskaft hjá Pútín, að hafa ekki enn: Fyrirskipað almennt herútboð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í sl. viku náðu Rússar loksins að brjótast í gegnum varnir Úkraínu-manna, nánar tiltekið varnarlínu er leitaðist við að halda Rússum frá Lysychansk. Rússa-her náði að úthverfum Lysychansk á föstudag.
Blasir því við, að staða Úkraínuhers á hinum árbakkanum, í Sievierodonetsk varð þá ómöguleg, er her Rússa nálgaðist Lysychansk.
Orrustan um Lysychansk er væntanlega að hefjast!
Orrustan Sievierodonetsk stóð í 2 mánuði
Ómögulegt er að segja, hvort bardaginn um Lysychansk endist eins lengi.
Hinn bóginn, verjast Úkraínumenn greinilega ávalt af mikilli hörku.
- Fyrir bragðið hefur sókn Rússa í Luhansk héraði, en borgirnar tvær ásamt nágranna-sveita-félögum þeirra, eru loka-vígi Úkraínu í Luhansk héraði.
- Áður en sókn Rússa hófst undir lok Apríl í Luhansk, var Úkraínuher, með 10% af héraðinu á sínu valdi.
--M.ö.o. hefur verið nú barist í liðlega 2 mánuði, um loka 10% Luhansk héraðs. - Meðan, Úkraínumenn halda enn a.m.k. hlutum Lysychansk, og sveita-félaga í nágrenni hennar er Rússar hafa ekki enn náð til; þá hefur Rússa-her ekki lokið töku Luhansk héraðs.
- Bendi á, þó Rússa-her næði á endanum, öllu Luhansk héraði --> Væri Rússland ekki búið að taka allt, Donbas.
- En, Úkraínu, ræður yfir - ca. helmingi að Donetsk héraði --> Er einnig telst vera, Donbas.
Hinn bóginn, gæti Rússlands-stjórn ákveðið að -- fullyrða, töku Donbas lokið.
Ef Rússa-her nær að klára töku, Luhansk héraðs!
Hver veit, en þ.e. vinsæl kenning í dag --> Að Rússlands-stjórn, kalli það sigur í stríðinu, ef þeim áfanga er náð, töku Luhansk!
Kannski þíddi það, að Rússland óskaði þá eftir vopna-hléi!
Það eru að sjálfsögðu vangaveltur, en miðað við hve erfiðlega það hefur gengið að klára að taka Luhansk, þær orrustur gætu staðið 2-mánuði eða lengur til viðbótar.
Virðist ósennilegt, að Rússlands-her hafi til þess styrk úr þessu, að ná frekari árangri!
Hreyfingar litlar á öðrum vígsstöðvum í Úkraínu!
Enn sem fyrri, bendi ég á það augljósa - að blóðtaka herjanna í átökum er mikil.
Rökrétt, að sú blóðtaka sé ívið meiri Rússa-megin, þ.s. þeir sækja fram í Luhansk.
Samtímis án þess að hafa - tæknilega yfirburði.
Enn sem fyrr, treysti þeir á yfirburði í liðs-afla, og sérstaklega fleiri stórskota-vopn.
Vandinn sé auðvitað sá, að ef e-h er, hafi Úkraína nú -- yfir betri tækni að ráða!
--Rússar hafi þó - að virðist - verulega fleiri fall-byssur.
- Eins og ég hef áður nefnt, virðist mér þetta nú, líkara -- Fyrra-Stríði.
- En því Seinna!
Vegna þess, að Rússar virðast sækja fram í krafti - stórskota-liðs.
Ekki í krafti, yfirburða t.d. í skrið-drekum, eða öðru slíku.
--Þeir virðast ekki geta hreyft sig, fyrr en -- allt hafi verið sprengt í tætlur.
- Því virðist mér aðferðin, keimlík þeim lýsingum á Fyrra-Stríði, ég hef lesið.
Niðurstaða
Í sl. viku, náður Rússar loks gegnumbroti þannig að varnir Úkraínumanna er höfðu hindrað sókn að Lysychansk, biluðu. Við það - augljóslega, varð staða Úkraínumanna í Sievierodonetsk borg, handan Severskyi-Donets ár -- ómöguleg. Og því rökrétt að undanhald þaðan væri fyrirskipað undir lok sl. viku.
Í staðinn, má gera ráð fyrir að orrusta um Lysychansk, taki nú við. Að Úkraínu-her verjist nú þar í staðinn.
--Engin leið að spá fyrir hve lengi sá bardagi varir. Hvort það verði 2-mánuðir rúmlega, eins og um borgina hinum megin Donets ár.
Þó aðrar víglínur í Úkraínu hafi lítt til ekki hreyfst í sl. viku, þíði það ekki að hvergi annars staðar hafi verið barist; einungis það að þeir bardagar náðu lítt að færa til línur herjanna!
Enn einu sinni, bendi ég á að Úkraínuher er að fá stærri vopnasendingar frá NATO, en nokkru sinni fyrr -- meir en líklega samanlagt fram til þessa.
Það verður spennandi að sjá, hvaða áhrif það hefur á framgang stríðsins.
- En það má kannski halda því fram!
- Rússar séu að leitast við að ná framrás, áður en Úkraínuher, hefur að fullu tekið öll þau vopn í notkun.
Þannig, að Úkraínuher standi þá frammi fyrir því, að þurfa að taka stærra landsvæði, ef til standi að láta drauminn rætast, að þvinga Rússa til undanhalds frá Úkraínu.
- Ég er sem sagt, ekki viss að Rússar séu að leita eftir -- betri samningsstöðu.
- Frekar, betri vígsstöðu!
Áður, en endurnærður Úkraínuher, geri loks sínar -- sóknar-tilraunir fyrir alvöru.
Rétt að nefna, að Úkraína hefur nú þjálfað - conscript - í 4 mánuði.
En öllum karlmönnum á herskyldualdri var skipað í herinn, við upphaf innrásar.
Skv. hefð, teljast 6 mánuðir lágmarks tími, svo - nýliðar séu nothæfir.
--Rússar hafa ekki - ennþá fyrirskipað almenna herskyldu, og þeir þyrftu auðvitað einnig að þjálfa nýliða! A.m.k. 6 mánuði.
- Þetta getur þítt, að Úkraínu-her fái fyrir haust, liðsstyrk sem meir en bæti upp allan liðsmissi þá mánuði stríðið hefur staðið.
- Leggjum það saman við allar vopnasendingarnar!
Sjáum til!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bardagar standa enn yfir um Sieviero-Donetsk, eini gróði Rússa í vikunni, eitt úthverfi.
- Allar aðrar víglínur í landinu virðast ekki hafa hreyfst.
- Það þíði ekki, Rússa-her hafi hvergi ráðist fram annars staðar.
- Hinn bóginn, Úkraínu-her, hélt hvar-vegna annars staðar á Donbas svæði.
En einmitt þetta, að engin önnur víglína - náði að hreyfast.
Er skýr vísbending þess, að stríðið sé á leið í, kyrrstöðu.
Sú staða þíði ekki endilega, allt mannfall hætti.
Heldur einungis, herirnir hafi ekki sjáanlegt afl nú - til að taka svæði.
Slíkt ástand þarf ekki að vara að eilífu.
--En það geti samt vel verið, að - hreyfingar-hernaður, sé við það að hætta.
- Við taki - pass-staða - ekki ólíkt Fyrra-Stríði.
En árin 1916-1917 voru oft harðir bardagar, en án þess víglínur færðust að ráði. - Ef Úkraínu-stríðið er komið í slíka pattstöðu.
Þá er það opin spurning -- hvor herinn er líklegri til að geta rofið hana, síðar?
Fregnir eru þó í þá átt, að Rússar séu að gera tilraunir til frekari liðsflutninga.
Sem aftur bendi til að, sá her sem nú sé á Donbas svæðinu, sé orðinn líklega magnþrota.
--Spurning, hvort Pútín geti eina ferðina enn - fundið meira lið, til að deygja!

- Sókn Úkraínu-hers við Kherson, hófst skömmu eftir Rússar hófu sókn að, Sieviero-Donetsk.
- Greinendur, hafa talið þá sókn hafa haft þann megin-tilgang, að þvinga Rússa til að færa lið til þeirrar víglínu.
- Eins og sést, náðu Úkraínumenn nokkrum árangri í þeirri sókn.
- Það blasir ekki við mér, að tekið landsvæði af hálfu Úkraínuhers.
Sé klárlega minna en það sem sókn Rússa í Luhansk héraði hefur náð sl. 2 mánuði. - Ef marka má fréttir, eru Úkraínumenn, 17km. frá Kherson.
Þ.s. fjarlægð víglínu er minnst frá þeirri borg.
Víglínan virðist ekki hafa hreyfst þó sl. viku - Rússar haldið Úkraínumönnum.
Átök í grennd við Kharkiv! Kort sýnir einnigs Luhansk svæðið
Rússar hafa sýnt - tilburði, til að þrýsta á víglínuna nærri Kharkiv.
Tilgangur virðist - að sögn, að ná borginni aftur í færi við stór-skota-lið.
Hinn bóginn, virðist enginn árangur hafa orðið af þeim tilraunum liðlanga sl. viku.
- Á móti, hafa Úkraínu-menn, lestar-línu er Rússar nota, í stórskota-færi.
- Og það má vel hugsa sér, Rússar séu allt eins áhugasamir, að íta Úkraínu-her úr færi við flutninga-Rússa-hers.
Hvor sem tilgangurinn er, þá hafi sóknar-tilraunir ekki skilað árangri í vikunni.
Þetta kort fókusar á átök um, Sieviero-Donetsk og Luhansk!
En sitji Úkraínu-her á iðnaðar-svæði í þeirri borg.
En þar fyrir utan, sé barist hart um - úthverfi þeirrar borgar.
- Einu svæði sem Rússar náðu í sl. viku, voru 2-úthverfi þeirrar borgar!
- Hinn bóginn, þrátt fyrir allar sóknar-tilraunir sl. 2-ja mánaða.
- Hafi Rússa-her greinilega ekki takist að ljúka orrustum um Sieviero-Donetsk.
Það sem ef til vill má lesa úr því!
- Er ef til vill, Rússa-her hafi ekki lengur afl.
- Til nema eins stórs bardaga í einu!
Varðandi þá -er styðja Rússa- bendi ég viðkomandi á!
Bardagar um síðasta 10% af Luhansk héraði Úkraínumenn halda!
Hafa nú staðið yfir í rúma 2-mánuði.
Rússar hafa greinilega ekki enn, náð því að klára þá bardaga!
- Hafandi í huga, hve litlu sókn Rússa sl. 2-mánuði hefur áorkað.
- Er afar erfitt að ímynda sér, Rússar hafi lengur afl til að, ná verulegu frekara landsvæði í Úkraínu!
Mér virðist flest benda til, kyrr-stöðu-hernaðar, a.m.k. um hríð.
Hafandi í huga, kyrr-staða einkenndi hernað í Fyrra-Stríði a.m.k. 2 ár.
Þá þarf líklega einhverja stóra breytingu í stríðinu, til að rjúfa þá kyrrstöðu.
Niðurstaða
Ég ætla að leyfa mér að segja - spá mín um kyrrstöðu-hernað í Úkraínu, hafi ræst!
Undir lok apríl, sagði ég að sókn Rússa mundi líklega endast ca. einn mánuð!
Sl. viku var miður Júní - sókn Rússa hafi m.ö.o. enst 2-vikur umfram mína spá frá Apríl!
Sókn Rússa sé ekki formlega hætt, þannig séð.
Pútín og varnarmála-ráðherra Rússa, séu nýbúnir að segja - sókn Rússa ganga vel.
Hinn bóginn, virðist mér - þvert á móti.
Flest benda til að, sókn Rússa sé ca. bout lokið.
Það þíði ekki, fólk hætti að tína lífinu.
Enda hafi kyrrstöðu-hernaður Fyrra-stríðs einkennst af mjög umtalsverðu mannfalli.
Hinn bóginn, hafi átök ekki leitt til nokkurra verulegra tilfærsla víglína ca. 2 ár.
- Spurning hvor herinn sé líklegri til að rjúfa þá kyrrstöðu.
Sem orðin sé? - Pútín, gæti fyrir-skipað almennt herútboð.
Hinn bóginn, gæti það ekki nýst, fyrr en kallaðir til herþjónustu hafi fengið næga herþjálfun. - Úkraínu-menn,fyrirskipuðu almennt herútboð, um leið og innrás Rússa hófst, 24. febrúar 2022.
Úkraínu-her hefur nú haft 4-mánuði til að þjálfa.
Þegar almennt herútboð var fyrirskipað, sagði Zelensky að yfir milljón hafi fengið þær skipanir -- ef ég gef mér það sé rétt tala.
Gæti verið, ca. ágúst/september, fái Úkraínu-her liðauka upp á rúma milljón.
- Spurningin sé þá ekki síður, hvaðan þeir fá vopn?
Úkraínumenn sögðu NATO 13/6 sl. Úkraínu-her, til að tryggja sigur, þyrfti:
--1.000 155mm fallbyssur.
--300 eldflauga-skotvagna.
--500 skriðdreka.
--2.000 bryntæki.
--1.000 dróna.
Það væri freystandi, að túlka það sem - pöntunar-lysta fyrir:
Þá er kallaðir voru í herinn, til herþjálfunar, er stríðið hófst.
Ef tækist að vopna þann nýja her með NATO vopnum, gæti úkraínsk sókn hugsanlega orðið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér virðist almennt litið - átök í Úkraínu að nálgast kyrrstöðu. Sóknar-tilraunir Rússa, eru ekki mjög stórar í sniðum. Skv. fregnum, virðast tilfærslur Rússa á liði, algerlega háðar vegum - og þeir ráðast nú alltaf fram, á mjög þröngri landræmu.
Sumir minna lesenda - eru á bandi Rússa. Og lesa rússn. fjölmiðla!
Sem að sjálfsögðu - enginn heilvita maður ætti að taka í nokkru mark!
Russian forces continued to prepare for offensive operations from the southeast of Izyum and west of Lyman toward Slovyansk and likely made marginal gains north of Slovyansk on June 10
Gul svæði á mynd eru - svæði Rússar segjast hafa nýlega náð!
Eins og allaf þegar - aðilar að stríði halda einhverju fram.
Ber að taka öllum fregnum - með fyllstu varúð!
- Best er að skoða þetta á korti, því það sýnir - fullyrðingar stríðs-aðila í samhengi.
- En ef, maður tekur mark á fullyrðingum rússn. fjölmiðla, frá 10/6 þá náði Rússneskur her, einhverjum landskika -- handan Siverskyi Donets ár.
Ef satt er, gæti það skipt máli! Svo fremi, Rússland nái að færa verulegt lið til.
Kort frá 10/6 sl.
- Skv. fregnum eru Rússar þó - enn a.m.k. - rúmlega 20km. frá Slovyansk.
Og enginn vafi getu verið, að ef Rússar hafa bráða-birgða-brú þar.
Þá sé stöðugt stórskota-regn frá Úkraínu-mönnum, á þann hugsanlega hólma handan ár, sem Rússar kannski náðu. - Það að sækja þá 20km. jafnvel þó þeir næðu að - ræsa einhverri sókn.
Mundi að sjálfsögðu mæta sömu hörðu andstöðunni og aðrar sóknir Rússa.
Að sjálfsögðu, mundu Úkraínu-menn berjast hart um borgina, ef til þess kæmi.
En ég er alls ekki að gefa mér það, að þessar - nýju tilraunir Rússa takist.
- Þ.s. eftir allt saman, hefur sókn Rússa - sl. 2 mánuði, verið afar hæg.
- En hún virðist bygga á þeirri aðferð, að Rússar safna miklu stórskota-liði.
- Sprengja allt í tætlur, og síðan gera tilraun að taka þann skika - þeir hafa algerlega lagt í rjúkandi rústir.
Sú sóknar-aðferð er að sjálfsögðu, afar hæg! Gefur varnarliði, nægan undirbúnings-tíma.
- Málið er, að á 2-mánuðum, hafa Rússar í reynd ekki tekið - stórfellt landsvæði.
- Og enn er barist um megin-bitann, Sieviero-Donetsk.
Þeir bardagar virðast ekkert vera að hætta!
- Það gefur mér fulla ástæðu að efa -- að Rússar hafi afl, til að sækja alla leið að Slovyansk, þaðan að síður til að taka þá borg.
- Málið er, að mjög sterkar vísbendingar eru á þann veg -- að Rússar skorti samtímis mann-skap til að halda stríðinu áfram og tækjabúnað til þess sama.
Sá skortur var orðinn ljós, áður en orrusturnar í Donbas - sl. 2 mánuði hófust!
Ég er því algerlega sannfærður að, það sé einungis spurning um tíma, hvenær sóknar-tilraunir Rússa -- stoppa einfaldlega vegna þess, herinn sé örmagna!
- Því meir sem Rússar bíða manntjón og tækja-tjón - óhjákvæmilegt þegar þeir gera árásir með liðs-afla; þá færist sú stund nær.
- Því þær árásir, að sjálfsögðu gera -- skortina á báða sífellt verri.
Ég geri nú ráð fyrir því, sókn Rússa nái aldrei því markmiði að taka Donbas.
En það er eins og, að Pútín krefjist þess - m.ö.o. það sé orðið að skilgreindu lágmarks markmiði, svo Pútín telji sig geta lýst yfir einhvers konar sigri.
En það hefur alltaf blasað við, að Pútín mun kalla það sigur - hvað sem loka-staða sú endar, þegar Rússa-her getur ekki meir.
- Ég ætla því áfram: Að spá því að Pútín óski eftir vopna-hléi innan skamms.
- Samtímis, geri ég ráð fyrir því, Úkraínu-menn hafni því boði.
Því eftir allt saman, er ég algerlega á því að Úkraína-ætli sér að hefja eigin gagnsókn, síð-sumars, eða hugsanlega snemma nk. haust!
En auðvitað, á það eftir að koma í ljós, hvort Úkraína verður fær um slíkt.
- Hinn bóginn, er stöðugt verið að styrkja Úkraínska herinn með vopna-sendingum.
- Og ég er viss, að Úkraína hefur verið að þjálfa nýjan her, síðan frá upphafi innrásar -- í febrúar.
Sbr. almennt her-útboð, karlmönnum á herskyldu-aldri, ekki heimilað að yfirgefa landið.
Hinn bóginn, taki tíma að þjálfa nýjan her - var fyrr en síð-sumars, eða nk. haust, að slíkur her geti verið tilbúinn. - Þangað til, þarf líklega - úkraínski fasta-herinn að halda stöðunni, eins best og hann getur.
Og vísbendingum um vandræði rússn. hersins fjölgar stöðugt - sbr. mann-afla-skort, og tækja-skort. Rökrétt, halda þau vandræði áfram að versna, því eftir allt saman - er rússn. herinn enn að gera tilraunir til að ráðast fram, sem þíðir - meira tjón!
Því sé það einungis spurning um tíma - ekki spurning, hvort.
Að Rússn. herinn verði máttvana, og geti ekki sókt frekar fram!
Ef Rússar tóku Bilorivka í sl. viku, eins og þeir halda fram.
Er þetta kort orðið smávægilega úrelt!
En ef það er rétt, hafa Rússar þar, tá-hald yfir Siverskyi Donets á.
Fregnir þar um eru - óstaðfestar!
Í sl. viku sagði ég frá -misheppnaðri fyrri tilraun Rússa- v. Bilorivka.
Niðurstaða
Ég er fullkomlega hættur að hafa nokkrar minnstu áhyggjur af því, að Rússar vinni í Úkraínu - sigur. Þá meina ég, nái einhverju því fram, sem hægt sé að nota sem réttlætingu þess, að það hafi verið þess virði að hefja þetta stríð.
- Eins og allir vita, þá reyndi Rússland fyrst að sækja fram samtímis í Suður-Úkraínu, SA-Úkraínu, ásamt tilraun til að taka - Kíev borg, og borgir Norðan Kíev.
Plan A. - Í apríl, hóf Rússland nýja sókn í S-Úkraínu, og SA-Úkraínu.
Og færði lið er var í N-Úkraínu, til þess að berjast á hinum vígsstöðvunum.
Fullyrt var af rússn. hershöfðingjum, að til stæði að taka gervalla S-Úkraínu.
Þ.e. alla strandlengju landsins, mynda landtengingu við Moldavíu.
Plan B. - Síðan í Maí, hefur verið ljóst, að plan Rússa hefur minnkað í 2-sinn.
Þ.e. árásir hafa einskorðast við Luhansk hérað, þ.e. þau svæði sem Úkraína hefur enn haft þar - sl. 2 mánuði.
Plan C.
Punkturinn er sá, að sérhvert sinn - er Rússland endur-skipuleggur.
Þá minnkar planið!
Ég held nú -- aðgerða-plan C, náist ekki fram!
- Mér virðist flest benda til þess, að Úkraína haldi - Lycyshansk, handan Donets ár, og að sókn Rússa nái sennilega aldrei til Slovyansk.
- En tilgangur Úkraínu, í því að berjast áfram í Sieviero-Donetsk, er bersýnilega sá - halda fjölmennu rússn. liði föstu í því að berjast um þá borg.
Ekki ósvipað því er áður var barist um Mariupol.
Það þíðir að sjálfsögðu, að einhverjar aðrar sóknar-tilraunir Rússa, hafa þar með mun minni mátt en annars. Meðan Úkraínumenn, eru sæmilega öruggir í Lycishansk enn, geta auðveldlega flutt lið til að styðja sína menn - í borginni hinum megin ár.
Þá geta Úkraínumenn, haldið þeim bardaga áfram - tilgangur þess, geti úr þessu vart verið annar en sá, að binda rússn. lið í þeim bardaga.
Enda borgin vart annað en rústahrúga úr því sem komið er.
En þ.e. einmitt málið, af hverju ég segi - að Rússland geti aldrei náð því fram sem í nokkrum skilningi geti úr þessu réttlætt innrás; jafnvel þó Plan C að taka Donbas næði fram, væri innrásin ekki þess virði, því Rússar eru að leggja allt í rúst.
Þeir taka einungis rjúkandi rústir, þ.e. svæði sem eru eyðilögð.
Málið er, að allt sem hefur efnhagslega vikt á þeim svæðum.
Er þá einnig algerlega ónýtt!
- Burtséð frá því, hvort landið ræður Donbas úr þessu.
- Sé ljóst, það fyrrum iðnaðar-hérað, verði nær einskis virði.
Því eyðilegging stríðsins, stefni í að vera fullkomin!
Rússar geti því aldrei - grætt á því - í nokkrum skilningi.
- Nána eina sem Rússar hugsanlega ná fram, er efnahagslega veikari Úkraína.
- Sem sé á kostnað þess, að Rússland - veikist samtímis, tapi háu hlutfalli síns hers, og þar með veikist stórfellt sem herveldi - því í alþjóðlegum pólit. skilningi.
Þetta sé því -- Fyrrískt, í öllum hugsanlegum skilningi.
Og ég tek fram, að ég er ekki á því, að Plan C - nái líklega fram!
Og ég held, að Úkraína, muni geta náð fram líklega öflugri gagnsókn á nk. mánuðum!
Ég sé því alls ekki sannfærður Rússland haldi því landsvæði það hafi hertekið þetta ár.
Þetta stríð séu því gríðarleg mistök fyrir Rússland!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölur um mannfall Rússa eru gríðarlega háðar óvissu, Úkraínumenn telja yfir 1000 hafi farist í átökum er stóðu yfir dagana 5. - 13 maí, við bæinn Bilohorivka. Sögur segja að Rússar hafi misst yfir 80 brynvarin hertæki í tilraun til að komast yfir, Siverskyi Donets.
Loftmynd er sýnir leyfar af bráðabirgðabrúm og eyðilögð tæki við Siverskyi Donets á!
Hópur eyðilagðra skriðdreka liggur eins og brak er hafi flotið að bakka neðst á mynd!
Hér er mjög ítarleg umfjöllun um orrustuna: Debacle On The Donets: How Russian Forces Got Obliterated Trying To Cross A River.
Áin virðist einnig gjarnan kölluð - í stuttri mynd: Donets!
- Skv. þessari frétt, sjást 73 eyðilögð tæki á myndum.
Myndirnar sýna stóran val af eyðileggingu! - Það virðist því ljóst, að Rússar hafi tapað a.m.k. hundruðum.
Ef ekki svo hátt sem 1þ. sem Úkraínumenn staðhæfa.
Það sé þó á tæru, þessi orrusta hafi verið töluvert áfall fyrir Rússa:
Rússneskir bloggarar hafa þorað að gagnrýna rússn. her-yfirvöld!
Yuri Podolyaka - The last straw that overwhelmed my patience was the events around Bilohorivka, where due to stupidity I emphasize, because of the stupidity of the Russian command at least one battalion tactical group was burned, possibly two.
Starshe Eddy - called the actions of the commanders not idiocy, but direct sabotage
Vladlen Tatarski - Until we get the last name of the military genius who laid down a B.T.G. by the river and he answers for it publicly, we wont have had any military reforms.
Skv. þeim er telja sig hafa vit á -- hafi tilraun Rússa, ekki verið vel útfærð.
Hinir rússn. bloggarar sem gagnrýna eigin herstjórn - virðast a.m.k. sammála því.
--Þó þeir og Vestrænir skoðendur séu að sjálfsögðu fullkomlega ósammála um réttmæti innrásar í Úkraínu.
Eftir að sú tilraun mistókst, var ljóst að Rússum mundi ekki takast að umkringja her Úkraínmanna, sem verst árásum við Sieviero-Donetsk (Severo-Donetsk) borg, og Lysychansk borgin beint á móti handan við Siverskyi Donets ána!
Rússar sem sagt, brugðu á það ráð, að ráðast að Sieviero-Donetsk borg, án þess að geta umkringt her Úkraínumanna, sem þíddi að Úkraínumenn gátu stöðugt flutt vopn, vistir og liðsauka til þess liðs, er hefur fram á þennan dag -- enn varist í rústum Sieviero-Donetsk borgar.
- Ath. tvær stafanir á nöfnum í gangi: Sieviero-Donetsk - er Úkraínsk mynd nafns/ meðan Severo-Donetsk virðist rússnesk mynd sama nafns.
Fjölmiðlar nota báðar myndir nafnanna til skiptis. - Rússn. útgáfa nafnanna er þekktari.
Orrustan um borgina, Sieviero-Donetsk/Severo-Donetsk - stendur enn yfir!
Ef marka má fregnir, þá hófu Úkraínumenn gagnsókn í borginni sl. föstudag, þá höfðu Rússar áætlað ca. 70% hennar -- í dag sunnudag, virðist að Úkraínumenn hafi ca. helming, þannig staðan sé 50/50 ca.
Úkraínumenn, staðhæfa manntjón Rússa, af gagnsókn Úkráinu-hers í borginni, hafi verið mikið, en eins og allt slíkt, þá er engin leið að staðfesta nokkurt.
- Það sem er áhugavert við þessa bardaga er það -- Rússar virðast lítt hafast að á öðrum víglínum, eins og þeir hafi dregið allt nothæft lið, til bardaganna á Luhansk svæðinu þ.s. Sieviero Donets eða stutt mynd, Donets - áin flæðir um.
- Borgirnar sem barist eru um, eru sitt hvorum megin ár.
Megin orrustan um borgina, þeim megin ár þ.s. megin-her Rússa er staddur.
Úkrínumenn handan ár, í Lysychansk -- virðast sæmilega öruggir.
Og vera enn mögulegt, að færa lið yfir á, til að styrkja og styðja við eigið lið.
Í borginni handan ár, þ.e. Sieviero-Donetsk.
- Og orrustan heldur áfram af miklum krafti eins og sl. -- 2 vikur.
- Þetta gæti verið á leið að verða, stærsta orrusta stríðsins til þessa.
En Rússar virðast hafa nær allt tiltækt lið hers þeirra í Úkraínu, í henni.
Sem þíðir, að orrustan er einstakt tækifæri einnig fyrir Úkraínu-her.
Að hugsanlega brjóta hinn Rússnerka her í beinum átökum, hugsanlega endanlega!
- Málið er að sl. 3 vikur hafa komið fram skýrar vísbendingar um vandræði hjá Rússum!
- Fyrir Rúmri viku, afnám ríkisstj. Rússl. efri aldursmörk í hernum. Þíðir, að Rússa-her getur kvatt eldri hermenn en áður til herþjónustu. Líklega er hugsunin að sækja gamla reynslubolta. Því er þetta líklega skýr vísbending um skort á reyndum hermönnum, í Úkraínu. Er aftur virðist staðfesta mikið manntjón Rússa.
- Fyrir rúmri viku, hóf Rússl. beitingu T62 í Úkraínu, og í sl. viku, var tilkynnt að Lukahensko væri að senda skriðdreka til Rússlands, frá takmörkuðum birgðum hins Hvít-Rússn.-hers. Þetta virðist afar skýr vísbending um skort á skriðdrekum. Er virðist staðfesting þess, Rússa-her hafi greinilega beðið mikið skriðdreka-tjón.
- Harðar orrustur nú nærri samfellt í mánuð í Luhansk, hljóta að gera skort á hæfum einstaklingum, og skort á tækjum -- verri!
Enda getur vart annað verið en að Rússar hafi misst mikið af hvoru tveggja.
Þið getið auðvitað litið á myndirnar að ofan þ.s. mikið af eyðilögðum tækjum eru.
Þess vegna held ég að þetta geti verið síðasta stóra sóknar-tilraun rússn. hersins!
Eftir hana virðist mér sennilegt að rússn. herinn verði hreinlega útbrunninn!
Mig grunar, Úkraínumenn sjái nú tækifærið -- er liggi í að halda orrustunni áfram.
Árás Úkraínuhers nærri Kherson hefur vakið mun minni athygli!
Úkráinu-her hóf þá árás fyrir rúmri viku, hefur síðan tekið þunna landræmu - sbr. blár litur á mynd.
Her Rússa á Suður-svæðinu, virðist hafa grafið sig niður.
Engin sókn, hafi hafist þar, í kjölfar falls Mariupol.
Heldur hafi lið verið sent til Luhansk, til að taka þátt í árásum þar.
- Úkraínuher hafi talið sig sjá tækifæri, í því að lið hafi verið fært af Suður-svæðinu, er hann hóf tilraun til að -- prófa þolryfin í varnarlínu Rússa þar.
- Spurningin er um gæði þess hers er ver hana, en ef það eru fyrst og fremst - óreyndir conscript - er óvíst að slíkir verjendur hafi mikið þan-þol.
Enn liggur ekki fyrir að Úkraínuher, nái þar eiginlegu gegnumbroti.
Sá her hafi samt komist yfir á, á svæðinu - er getur skipt máli síðar meir.
Og lið Úkraínu, sé nærri vegi er Rússar nota, geta líklega skotið á umferð - með stórskota-vopnum.
Þetta er dálítið eins og Rússar og Úkraínumenn, séu -- boxarar.
Annar boxar með öðrum hramminum, meðan hinn verst þeim höggum -- meðan að hrammurinn á hinni hendi sé notaður til að ráðast að hinni hlið mót-aðila.
- Spurningin sé, því að línur Rússa eru nú langar orðnar í Úkraínu.
- Hvort -frumkvæðið- gæti færst yfir til Úkraínu?
En ef Rússar hætta geta sóknt fram, verður það hlutverk Úkraínu, að prófa varnir Rússar hér og þar, í leit að veikum hlekkjum til hugsanlegs gegnumbrots.
Það hefur einmitt verið spurningin, hvenær til-færslan á frumkvæðinu verður.
Mig grunar að sá tími sé nærri!
understandingwar.org - Ukraine Conflict Updates
Oryx - Documenting Russian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Tölur Oryx yfir tjón Rússa á hertækjum eru stöðugt áhugaverðar!
Oryx - Documenting Ukrainian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Á móti, tölur Oryx yfir tjón Úkraínu á hertækjum!
- Oryx - birtir einungis staðfest tjón, sbr. skv. gerfihnatta-greiningu!
Alltaf mynd við sérhvert -claim.-
Niðurstaða
Orrustan á svæðinu nærri Sieviero Donets ánni, eða Donets á -- heldur áfram. Orrustur á því svæði hafa nú staðið yfir samfellt nær mánuð.
Og eru líklega á leið að verða hörðustu orrustur stríðsins, mannfall er óþekkt.
En þó augljóslega mikið -- staðfest t.d. mikið manntjón Rússa, er Rússar reyndu að brjóta sér leið yfir - Donets um miðjan maí.
Augljóslega, hefur mannfall haldið áfram, og þ.s. Rússar sækja fram, hlýtur þeirra manntjón áfram að vera mikið.
Augljóslega er manntjón Úkraínu, einnig töluvert, hinn bóginn hefur Úkraína -- kosti þess að vera í vörn, auk þess vopna-búnaður Úkraínu nú sumpart er betri.
Það sem Rússar hafa á móti, er yfirburðir í stórskota-liði, þ.e. flr. fallbyssur.
Hinn bóginn, þíða yfirburðir Úkraínu í skriðdreka-flaugum.
Að sérhvert sinn, Rússar beita bryn-vörðum tækjum, þá bíða Rússar stórfellt tjón!
--Að sjálfsögðu hafa Úkráinumenn yfirburði þar, eftir gjafir NATO á yfir 30þ. slíkum flaugum.
Ég tel mig hafa ástæðu að - gruna - að her Rússa sé að blæða út.
Þ.s. hann sé sl. mánuð, eingöngu með sókn í Luhansk héraði.
--Þ.s. núverandi orrustur og orrustur undanfarins mánaðar hafa staðið yfir.
Eina orrustan önnur, sé atlaga Úkraínumanna nærri Kherson.
Er enn veki litla atygli, þ.s. sú sókn hafi ekki enn náð stóru gegnumbroti.
Hún hafi þó greinilega þrýst á varnarlínur Rússa þar!
--Þarna eru Úkraína og Rússar -- eins og boxarar með 2 hramma.
Slá til hægri eða vinstri!
Nú er eins og báðir boxararnir - standi nokkuð jafnt að vígi.
--Ég held samt, að rússn.boxarinn sé farinn að þreitast, meðan að Úkraína sé að styrkjast, sérstaklega gríðarlega auknar vopnasendingar.
Samtímis sé mjög greinilegt að Rússa-her lýði versnandi skort á tækja-búnaði.
Auk augljóss skorts á þjálfuðum einstaklingum!
- Tjónið í átökum, hljóti að vera auka við þann skort!
- Samtímis, og Úkraína hafi framleiðslu allra Vesturlanda sem - bakland.
Þess vegna tel ég ljóst, að það sé farið að halla á Rússa.
Og héðan í frá líklega í auknum mæli, verði sú staða skýrari og skýrari.
Þess vegna grunar mig að Pútín eigi eftir að óska eftir almennu vopnahléi innan 2ja til 3ja vikna!
En reikna með því, að Úkraína hafni því boði!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.6.2022 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flestir sem velta spurningunni um T62 fyrir sér, hvað Rússar ætla sér með 50 ára gömul tæki þar -- eiga erfitt að trúa, Rússar ætli að beita þeim í bardögum!
Hinn bóginn, var T62 beitt á sínum tíma - er Sovétríkin voru í Afghanistan, nútímaríkið Rússland beitti þeim í Tétníu stríðinu 2000, og innrásinni í Georgíu 2008.
--Rússar virðast hafa sent fjölda T62 til Sýrlands, til að styrkja sýrl. herinn, á sínum tíma og til að bæta fyrir tjón á tækjum sá her varð fyrir.
- Þannig, að klárlega er T62 beitt við og við.
- Hinn bóginn, er T62 afar úrelt tæki - dauðagildra eiginlega, gagnvart öllum þekktum skriðdreka-bönum, sem notaðir eru í dag.
Tveir forvitnilegir vefir:
MilitaryLandnet -- er með gríðarlega umfangsmikla umfjöllun.
Það er einungis stríðið í Úkraínu!
Hef ekki hugmynd, hvernig þeir nálgast efni að virðist beggna vegna víglína.
Nema, þeir notist við einkarekna gerfi-hnetti - einhverju leiti.
Hinn bóginn, virðist margt vera efni tekið af einhverjum á Jörðu niðri.
Vefur JohnRidge, er greinilega hans eigin greining!
Hann veltir vöngum yfir því, af hverju T62 er í Úkraínu.
--Ekki er endilega allt þ.s. hann veltir upp, sennilegt.
Lesendur lesi þetta einungis frá þeirri forsendu, að efnið eru hans ígrundanir.
--Ekkert að því að lesa slíkt, en eðlilegt að viðhafa einhvern fyrirvara.
Þetta mynband barst um vefinn, sýnir lest í Rússlandi nærri Úkraínu með T62 dreka!
Annað myndband er inniheldur frekari umfjöllun um málið!
- Eins og kemur, reikna margir með því - T62 verði ekki notaður í framlínu átaka við Úkraínu-her, heldur frekar til að stjórna þeim svæðum sem Rússar hafa hertekið.
- M.ö.o. þeir dugi til að hræða íbúa, halda þeim á mottunni - berjast við skærusveitir - er ekki væru eins vel útbúnar, og varnarlína Úkraínuhers.
Hugsanlega þannig, losa Rússar mikilvægari tæki, sem ef til vill hafa verið í slíkum hlutverkum -- þannig að þau geta þá þess í stað, tekið þátt í beinum átökum!
- Margir vilja enn ekki trúa því, að Rússar séu það örvæntingar-fullir, að virkilega nota -- augljósar dauða-gildrur í beinum átökum við Úkraínuher.
Rétt að benda á, allar slíkar pælingar eru einungis vangaveltur -- Rússland hefur ekkert gefið upp um það, hver tilgangur þess að senda 50 ára gamla skriðdreka til Úkraínu, er!
-------------
Það eru allir sammála því, er fjalla um málið - að beita T62 væri óðs manns æði.
Því þeir séu sannarlega dauða-gildrur fyrir sérhvern, er beitti þeim í framlínu!
Ekki er mikið um áreiðanlegar tölur um tjón herjanna: Oryx kemst næst!
- Oryx beitir þeirri aðferð, að rína í gerfihnatta-myndir, og þeir birta mynd með sérhverju tæki eyðilagt - til staðfestingar.
- Tölur Oryx, séu því -áreiðanlegar.-
- En þær séu einnig - lágmarks-tölur - því tjón er líklega meira, en þ.s. unnt sé að staðfesta með ljósmynd - per tjón.
Tjón Rússa: Documenting Russian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
4172, of which: destroyed: 2428, damaged: 75, abandoned: 316, captured: 1353
- Skriðdrekar:
736, of which destroyed: 411, damaged: 22, abandoned: 55, captured: 248 - Infantry-Combat-Vehicles:
806, of which destroyed: 494, damaged: 12, abandoned: 64, captured: 236 - AMC
411, of which destroyed: 237, damaged: 3, abandoned: 36, captured: 135
Ef maður prófaði að áætla manntjón frá einungis 3-liðum:
--Hafa líklega a.m.k. 2100 látist í eyðilögðum Armored Personnel Carriers.
Um 3000 látist í eyðilögðum, ICV tækjum. Yfir 1200 látist í eyðilögðum skriðdrekum.
- Með þessum einfalda hætti, fær maður strax mun hærri tölu, en Rússlandsstjórn gefur upp sem mannfall -- þarna tel ég einungis 3 týpur af eyðilögðum tækjum.
Og ath. það tekur ekkert tillit til líklegs manntjóns - er fj. annara týpa af tækjum voru eyðilögð, né manntjóns, í bardögum - meðal hlaupandi hermanna.
Þaðan af síður, manntjóns vegna stórskota-árása Úkraínuhers, á baklínur Rússa. - Ég hugsa því að mat NATO að manntjón Rússa sé, a.m.k. 15þ. sé - varlegt.
Úkraínumenn, segja manntjón Rússa, 26þ. Það gæti verið svo mikið.
Ath. það er einungis -- látnir. Telur ekki særða. Almennt eru ca. 3-föld tala.
Hvað með tjón Úkraínuhers? Oryx er einnig með það!
1105, of which: destroyed: 525, damaged: 25, abandoned: 35, captured: 520
- Skriðdrekar: 185, of which destroyed: 82, damaged: 3, abandoned: 8, captured: 92
- ICV: 82, of which destroyed: 29, abandoned: 4, captured: 50
- AMC: 122, of which destroyed: 62, damaged: 3, abandoned: 9, captured: 48
Það þarf ekkert augljóslega grunsamlegt að vera við það að tölur sýni minna tjón Úkraínuhers!
- Rússar eru árásar-aðilinn, og þeir mæta einbeittum vörnum.
Það sem verra er fyrir Rússa:
Úkraínumenn hafa fengið í mikið af NATO skriðdreka-bönum. - Þar fyrir utan, tæknilega séð, Rússar með nákvæmlega ekkert forskot.
Rússar eru ekki með betri búnað, þeir eru ekki með betri her í nokkru.
Og þeir mæta einbeittri vörn, vel þjálfaðs og vel stjórnaðs herliðs.
Sem verst í vel undirbúnum varnar-vígjum.
Það er því fullkomlega rökrétt, Rússa-her hafi meira tjón!
Það eitt tjónið sé meira Rússa-megin, hindrar ekki endilega rússn. sigur.
Þar sem, Rússa-her er ívið stærri!
- Hinn bóginn, er gapið í heildar-stærð ekki eins mikið og virðist fljótt á litið.
Þ.s. vel þjálfaði hluti Rússa-hers, var og er, mun minni en heildar-fj. liðs Rússa. - M.ö.o. Rússa-her hafi mikið af liði, sem sé lítt þjálfað -conscript- og þeir yfirleitt, fái lakari tæki.
T62 í Melitopol - á hernámssvæði Rússlands í Úkraínu!
Metið er, Rússland hafi tínt til innrásar í Úkraínu - a.m.k. 2/3 bardagahæfs liðs.
- Hættan fyrir Rússa, sé því augljóslega sú -- að gæða-standard fari niður.
- Þar eð, mikið af betri búnaði Rússa-hers hafi glatast!
Að Rússa-her, þvingist til að beita sífellt meir úreltum tækjum í staðinn!
Og að skipta út manntjóni, með -conscript- án verulegrar herþjálfunar.
- Það varpar aftur spurningunni að T62.
Ef þeim verður beitt í bardögum á næstunni. - Þá svarar það væntanlega spurningunni - með já!
Hvort Rússn. herinn - sé að blæða út í Úkraínu.
Enn trúa fæstir því að - Rússar séu orðnir það uppiskroppa með skriðdreka.
En ef það gerist -- þá mundi það tjá þá sögu, rússn. hernum virkilega sé að blæða út!
Rússland hefur afnumið efri aldurstakmörk fyrir herþjónustu!
Áður var 40 ára hámarks-aldur, en nú hefur það efri-mark verið afnumið.
Skv. því, ekkert er hindrar að 50 ára gamlir verði þvingaðir í herinn!
Russia scraps upper age limit for military service
Russia scraps age limit for new troops in Ukraine push
- Þetta er ekki síst áhugavert.
- Því þetta gerist sömu vikuna - fregnir berast af T62 í Úkraínu.
M.ö.o. virðist enn styrkja sviðsmynd - að Rússland sé í vandræðum, með að finna næg vopn og nægilegan fjölda af hæfum einstaklingum -- til þess að beita í stríðinu.
- Bendi á að Adolf Hitler - gerði svipað, 1944.
Er stofnað var svokallað, VolkSturm.
--Þá reyndar, voru bæði efri- og neðri aldurs-mörk afnumin. - Í orrustunni um Berlín, voru fj. Hitler-Jungend, og gamlir hermenn er höfðu barist í Fyrra-Stríði.
Ég er ekki beint að kalla - Pútín, Hitler.
Einungis það -- að afnema efri aldursmörk er það óvenjuleg ákvörðun - það eru svo fá dæmi til staðar.
--Menn gera því-um-líkt, vanalega einungis -- er stríð nálgast hátt stig örvæntingar.
Skv. fréttum standa harðir bardagar yfir um borgina, Sievierodonetsk!
UnderstandingWar.org - Ukraine Conflict Updates: Russian progress around Severdonetsk results largely from the fact that Moscow has concentrated forces, equipment, and materiel drawn from all other axes on this one objective. Russian troops have been unable to make progress on any other axes for weeks and have largely not even tried to do so. Ukrainian defenders have inflicted fearful casualties on the Russian attackers around Severodonetsk even so. Moscow will not be able to recoup large amounts of effective combat power even if it seizes Severdonetsk, because it is expending that combat power frivolously on taking the city.
Greinendurnir hjá UnderstandingWar.org - segja, að kyrrð sé þessa stundina á öllum öðrum átakasvæðum, Rússar virðist nú -- leggja allt í atlöguna að Sievierodonetsk!
Þeir benda á, að það sé um margt skrítin ákvörðun - því, borgin verði fullkomin rúst eftir það hörð átök, tjón Rússa verði mikið - það m.ö.o. verði í engu samræmi við hugsanlegt -gain- af því að ná yfirráðum yfir, borgar-rúst.
Þar fyrir utan, að þó hún falli - færi það víglínu - stríðsins, lítt eða ekki til.
Ukrainian forces are also suffering serious losses in the Battle of Severodonetsk, as are Ukrainian civilians and infrastructure. The Russians have concentrated a much higher proportion of their available offensive combat power to take Severodonetsk than the Ukrainians, however, shaping the attrition gradient generally in Kyivs favor. The Ukrainians continue to receive supplies and materiel from their allies as well, however slow and limited that flow may be. The Russians, in contrast, continue to manifest clear signs that they are burning through their available reserves of manpower and materiel with no reason to expect relief in the coming months.
- Greinendurnir hjá UnderstandingWar.org - segja, að hærra hlutfall Rússa-hers sé staddur í grennd við Severodonetsk, en af Úkraínuher!
- Þannig, að þó stórskota-árásir auki tjón Úkraínumanna í þeim bardaga -- þá sé manntjón Rússa í bardaganum, samt líklega meira en Úkraínumanna.
Það er virkilega athyglisvert að - bardagar á öðrum svæðum liggja nú niðri.
Því það bendi til þess - Rússaher hafi ekki lengur liðsstyrk - til að standa í tveim meiriháttar árásum, samtímis!
--Það virðist mér eiginlega staðfesta þá sviðsmynd, að Rússa-her líklega sé að blæða út!
Frétt AlJazeera: Russia puts - all its resources - into capture of key Ukraine city
Aðgerðir Rússa í stríðinu - kasta augljósa rýrð á að, fyrir Rússum vaki umhyggja fyrir Rússnesku-mælandi hluta Úkraínu!
- Common - Rússar eru að leggja heilu borgirnar í rúst, einmitt á þeim svæðum er meirihluti Úkraínu-búa, talar mállýsku af Rússnesku.
- Ég samþykki þó ekki - það sjálfkrafa þíði, þeir séu Rússar.
Bendi á að til eru nokkrar þjóðir í heiminum -- er tala ensku.
Það að tala - ensku - þíðir ekki, að allt þetta fólk séu Bretar.
Austurríkis-menn tala mállýsku af Þýsku, það gerir einnig hluti af Sviss.
Það þíði ekki, að Þýskaland eigi augljóst tilkall til -- Sviss eða Austurríkis.
Mynd á grunni manntals í Úkraínu 2001
- Myndin birtir útkomu spurningar: Hverrar þjóðar ertu?
- Skv. því, var einungis meirihluti á bláum svæðum fyrir svarinu: Ég er Rússi.
- Það þíðir að skv. 2001 manntali, leit megin-þorri íbúa A-Úkraínu.
Á sig sem Úkraínumann, þrátt fyrir meirihluta í A-Úkraínu.
Tali mállýsku af Rússnesku.
Hvað þú ert -- hlýtur að ráðast af því, hvað hver persóna telur sig vera.
Eins og að það ræðst af skoðun Ástrala, þó þeir tali ensku, þeir séu sérstök þjóð - Ástralir.
--Það eitt að tala -ensku- gerir ekki alla er hafa ensku sem móðurmál, að Bretum.
Ef rússn.-mælandi Úkraínubúar - segjast tilheyra Úkraínu.
Þá er það alveg með sama hætti - þeirra réttur að ráða því.
-------------
Manntal frá 2001 er frá því löngu áður en átök hófust um Úkraínu.
Og því engin ástæða að draga vilja þann er þá kemur fram, í efa.
Það sé ósennilegt, að árásir Rússa - hvetji íbúa í A-Úkraínu, til að telja sig Rússa!
- Bendi á, að stríðið - stórskota-árásir Rússa-hers, eru einmitt að leiða til stórtjóns fyrir íbúa í A-Úkraínu, þ.s. rússn.mælandi sannarlega er meirihluti.
- Það að sjálfsögðu þíðir, að margir þeirra íbúa láta lífið - þeir er hafa flúið, missa margir hverjir, allar sínar eigur. Sama gildir um, þá er ekki hafa flúið, að þeirra húsnæði í mörgum tilvikum er stórtjónað, eða eyðilagt gersamlega.
- Á eftir, burtséð frá því -- hvort Úkraína hefur sigur/eða Rússar.
Þá lenda þessi svæði - greinilega í mikilli örbyrgð.
Augljóslega kastar þetta rýrð - á fullyrðingar rússn.stjv., að vera annt um þá íbúa!
Að auki, greinilega eykur þessi meðferð, ekki stuðning rússn.mælandi íbúa Úkraínu, gagnvart Rússlands-stjórn.
Þvert á móti, eru skýrar vísbendingar um reiði - vonleysi, margra þeirra íbúa, þ.s. eftir allt saman er rússn. herinn að eyðileggja þeirra eignir og að auki að drepa fjölda þeirra!
Frönsk Ceasar 155mm stórskota-byssa í Úkraínu!
Niðurstaða
Stríðið í Úkraínu, virðist akkúrat núna - um þau svæði er Úkraína enn hefur, í Luhansk héraði. Í dag, sunnudag, er Sievierodonetsk undir harðri atlögu. Hörð atlaga að þeirri borg, virðist megin-þemað hjá rússn. hernum á sunnudag. Kyrrt víðast hvar annars staðar!
- Mjög áhugavert, að Rússar virðast lítt hafa sig fram - akkúrat núna - nema í átökum um þá borg. Það getur stutt þá kenningu, að staða rússn. hersins sé í reynd veik. M.ö.o. að rússn. herinn, hafi pent ekki - reources - til að gera það stóra atlögu sem nú er í gangi að þeirri borg; nema á einum stað.
- Að Rússlands-stjórn, hafi afnumið efri aldurs-mörk - þeirra sem hægt er að skykka í herinn, er frekari vísbending. En erfitt er að ímynda sér að það sé gert af annarri ástæðu, en þeirri að Rússland skorti -- hæfa einstaklinga til stríðs.
Ég meina, þá sem hafa herþjálfun, væntanlega fyrrum hermenn.
Óþjálfaðir, kunna að sjálfsögðu ekki til verka, og gætu ekki nýst fyrr en eftir margra mánaða þjálfun.
--Að hækka aldurs-takmörk, er þá væntanlega, tilraun til að - kalla þjálfaða einstaklinga, sem eru eldri en akkúrat 40 ára.
--Þetta að sjálfsögðu, er skýr vísbending þess - að hátt mat um mannfall Rússa-hers, sé líklega á rökum reist. - Að Rússlands-her sé að taka í notkun, T62 í Úkraínu. Er síðan - 3ja vísbending.
Enn sem komið er, reikna ég ekki með að T62 verði beitt í bardögum.
En ef það fer svo að þeim verði þannig beitt.
--Þá mundi ég taka þ.s. staðfestingu þess, að tjón Rússa af tækjum, sé gríðarlegt.
Þá meina ég, að -- háar tölur, séu frekar vanmat en ofmat.
En þú beitir ekki 50 ára skriðdrekum - ef þú enn átt nægilegt magn af betra!
Heilt yfir grunar mig, að við séum að verða vitni að -- síðustu stóru sóknar-tilraun Rússlandshers í Úkraínu-stríðinu.
Eins og ég sagði um daginn, má áætla út frá atburðum stríðsins: PlanA, PlanB, PlanC.
- Fyrstu vikum stríðsins, urðu allir vitni að tilraun til að taka - Kíev borg, og borgir í grennd við Kíev, sem og norðan við Kíev. Samtímis var stór-árás í Suð-Austur-hluta Úkraínu.
--Plan A. - Síðan, gaf Rússland greinilega eftir svæðin í Norður-hl.-Úkraínu, hörfaði þaðan, og líst var yfir -- að tilgangur stríðs væri hertaka, Suður-Úkraínu.
--Plan B. - Nú, hinn bóginn, er greinilegt af rás atburða. Að Rússlands-her hefur smækkað stríðið í annað sinn.
--Plan C.
Að sjálfsögðu hefur Rússlandstjórn engu slíku lýst yfir - hinn bóginn, er greinilegt algert aðgerða-leysi á víglínu-Rússa í Suður-Úkraínu, eftir fall Mariupol.
--Herinn þar, virðist hafa grafið víglínurnar niður. Er bendir til þess, að ekki standi til að sækja fram á þeim svæðum í bráð, eða kannski ekki yfir höfuð.
Til viðbótar, virðist sl. 2-vikur, í A-Úkraínu, árásir fókusa auknum mæli á Luhansk svæðið, þ.s. Úkraínumenn hafa hangið á litlum hluta þess héraðs.
--Það virðist nú, megin-fókus árása Rússa. Meðan, dregið hafi mjög úr árásum - eiginlega nær alls staðar annars staðar.
Þannig, að lesa má greinilega út frá - hegðan rússn. hersins - að nú er, Plan C.
- Punkturinn er sá, að sérhvert sinn -- er næsta aðgerða-áætlun, umfangsminni en sú á undan.
- M.ö.o. hvernig umfang árása minnkar, eiginleg víglína skreppur saman - stig af stigi, sé skír vísbending þess -- að það fjari stöðugt undan, stríði Rússa í landinu.
Þetta er nægilega skírt - þó maður taki ekki einnig tillit til nýrra atburða.
- Efri mörk aldurstakmarks til herþjónustu, afnumin/T62 í Úkraínu.
-----------
Samhliða, er Úkraína á leiðinni að fá, ógrynni vopna frá NATO löndum.
Sérstaklega eru Bandar. að stórauka sendingar -- en önnur NATO lönd, eru einnig að bæta í. Sérhver óhlutdrægur einstaklingur - hlýtur að sjá, stríð Rússlands er í vaxandi vanda.
Ég eiginlega á von á því, að einungis örfáar vikur séu eftir af sóknar-tilraunum Rússa.
Sennilega bjóði Pútín -- allherjar vopnahlé, innan mánaðar!
En, Úkraínumenn - líklega hafna tilboðinu!
--Þeir eftir allt saman, eru að fá ógrynni vopna á næstunni.
- Ég reikna fastlega með úkraínskri stórsókn - einhverntíma fyrir sumarlok.
Eftir að vopnin eru öll komin, og eftir að sókn Rússlands er öll fjöruð út.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.5.2022 kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 384
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar