Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Rússland ákvað í vikunni að hefja sókn í Suður-Úkraínu, með einungis 10þ. viðbót við liðsstyrk! Markmið Rússa virðist hvorki meira né minna en vera, að taka gervalla S-Úkraínu! Stríðið sýnir þróun dróna sem hættuleg vopn!

Ég átti von á að Pútín mundi bíða eftir því að -- Norður-herinn sem hörfaði frá Norður-Úkraínu, 40 herdeildir þ.e. ca. 40þ. - mundi hafa verið endurreistur svo hann gæti að nýju tekið þátt í átökum. Þess vegna áætlaði ég a.m.k. mánuð áður fyrir nýja átaka-syrpu.
Hinn bóginn, virðist Pútín ekki hafa enst þolinmæðin, því fyrirskipað að sókn í S-Úkraínu er hófst í vikunnu, færi af stað -- með einungis 11 herdeilda liðs-aukningu.
--Þ.e. milli 10 og 11þ. styrkingu þess liðs Rússar þegar höfðu í S-Úkraínu.

  1. Málið er að ég er sterkt efins, að 10-11þ. viðbótar lið sé nóg.
  2. Vandi sóknar Rússa, hefur verið -- að dreifa liðinu of mikið, ætlast til of mikils af hernum.
  3. Málið er: Sókn Rússa var nær hvergi. Í nægum styrk, til að hafa sigur.
    Það að dreifa liðinu - leiddi til þ.s. má kalla - defeat in detail.
    Í stað þess að ná mörgum stórum sigrum - náði Rússlandsher - afar fáum.
  4. Mér virðist Pútín vera að endurtaka sömu mistökin, nokkurn veginn nákvæmlega.

Vika af átökum - virðist mér klárlega birta þá sýn - m.ö.o. Úkraínuher, sem sé nú nær alls staðar í niður-gröfnum vígjum, sé pent að halda!

Fierce battles raging in eastern Ukraine

Það sé ólíklegt að breitast, meðan að Rússar - feila í því - að þjappa liðinu nægilega saman á punkta, svo á þeim punktum myndist - nægilega yfirgnæfandi liðsstyrkur til að taka þann punkt á víglínunni.
--Þ.e. hvað mér virðist vera að gerast, að aftur séu Rússar að misnota þann liðsstyrk þeir hafa, enn beri yfirmenn hersins greinilega ekki næga virðingu fyrir andstæðingnum, enn sé Rússn. herinn ekki að endurskipuleggja sókn sína -- sem hann ætti að gera!

  • Í reynd þyrfti hann að fókusa á afar þröng markmið.
  • Því liðsstyrkurinn sé ekki nægur fyrir meira.

En enn, á að sópa borðið -- enn er planið, fullkomlega óraunsætt!

Russia says it plans -full control- of Donbas and southern Ukraine

Skemmtilegur húmor, að Igor Strelkov er sammála mér: 
Soldier-spy Strelkov snipes from the sidelines at Russia’s setbacks in Ukraine

  • Strelkov er firebrand er tók þátt í átökum 2014, vill að Rússlandi gangi vel.
    En, sér það sama og ég, að áætlanir um framgöngu stríðsins eru óraunsægjar.
    Og er sammála greiningu minni um það, hvað það þíðir að fylgja fram óraunsægjum plönum
    .

 

Þessi mynd sýnir dreifingu hveiti-framleiðslu Úkraínu!
Skv. frétt: What Russia’s advance in east Ukraine means for food security
Hefði fall S-hluta-Úkraínu, gríðarleg áhrif á matvæla-framleiðslu Úkraínu.
Þegar sé barist um svæði þ.s. rúmlega 20% matvæla-framleiðslunnar fer fram!
Rússar blokkera útflutning frá Odesa!

INTERACTIVE - WHEAT PRODUCTION UKRAINE

Ég er þess fullviss nú - Rússland getur ekki náð slíku markmiði.
Rússn. herinn hafi sannað sig að vera miklu mun veikari en allir héldu.
Hann hafi einfaldlega ekki getu til að taka S-Úkraínu.

  1. Hinn bóginn, eins og fréttin sýni, sé gríðarlega mikið í húfi.
  2. Að halda Suður-Úkraínu, og höfninni Odesa.

Annars væri landið Úkraína, á vonarvöl efnahagslega!
Líklega sé að birtast loksins hvað Rússar vonast til að taka.
Þ.e. svarta moldin fræga í Úkraínu, brauðkarfa Rússlands keisaranna!

Hinn bóginn, sé það nú ljóst að Rússlands-her sé ekki fær um það markmið!
Er mundi fela í sér töku gervallrar S-Úkraínu!
--Vandi Rússlands-hers, sé þá, að yfirstjórn hersins og Rússlands sjálfs.
Séu ekki enn kominn niður á Jörðina, ekki enn komnir niður á - markmið sem séu raunsæ!

  • Það þíði, að enn sé verið að skipa hernum að gera þ.s. hann ekki ræður við.
  • Sem þíði, að Úkraínu-her geti án mikils vafa, varist - því sókn Rússa er þá ennþá dreifð, og liðsstyrkurinn þar með - hvergi líklega nægilega sterkari en vörnin, til að taka þá vörn neyða þá vörn til flótta.

Aftur sé það líklega - defeat in detail - sem Rússar standa frammi fyrir.

INTERACTIVE Russia-Ukraine map Who controls what in Donbas DAY 60

  1. Auðvitað á einhverjum enda - kemur Norður-her Rússa aftur inn í myndina.
    Líklega tekur það a.m.k. þann tíma ég áætlaði.
    Þ.e. lágmarki mánuð, því þann her þarf nýjan liðsstyrk.
    En hann gæti hafa misst helming liðsstyrks.
    Ef við teljum bæði særða og látna.
  2. Það tekur tíma að leita uppi, 20þ. liðsstyrk við þ.s. var 40þ. manna her.
    Nema auðvitað, að Pútín sætti sig við að senda, einungis þau 20þ. sem voru eftir af þeim 40þ. manna her. Sem er hægt.
    En samt sem áður, þarf það lið að fá -- ný tæki í stað þeirra töpuðust.
    Þannig hann þarf að stoppa einhvers staðar innan Rússlands um hríð.

Kosturinn fyrir Úkraínu, að bráðlæti Pútíns að fyrirskipa sókn nú!
Er auðvitað að - líklega eru 10-11þ. manna liðs-aukning sem her Rússa hefur fengið.
Einungis á móti manntjóni, þ.e. ef maður telur líklega særða og fallna.
M.ö.o. herinn sé einungis færður upp í þá stærð, hann hafði er stríðið hófst.
Á móti kemur, að Úkraína hefur án nokkurs vafa, fært verulega liðsstyrk Suður.
Nettóið af þessu, er líklega að Rússneski herinn getur ekki rofið patt-stöðuna!

  • Einhvern-tíma mætir Norður-her Rússa, en þá er herinn sem fyrir er, líklega þegar búinn að missa verulegan lið-styrk, í árásum daganna/viknanna á undan.
  • Er þeir reyndu að brjóta varnir Úkraínu-hers, en tókst ekki.

Þannig, að sennileg útkoma er þá að er sá her loksins nær að mæta.
Hafi Úkraínuher haft nægan tíma til að veikja her Rússa, þannig að lyðsstyrkur Rússa, nái ekki að breyta stöðunni -- heldur haldi patt-staðan enn áfram!

  1. Mig grunar nú að við sjáum þegar hvernig þetta stríð endar.
  2. Þ.s. rússn. herinn bræði smám saman út, fyrir rest t.d. undir lok Maí.
  3. Geti hann ekki gert neitt frekar, burtséð frá fyrirmælum frá Moskvu.
  • Og stríðið fjarar út!

Ég sé fyrir mér möguleg endalok -- svipað Kóreu-stríði 1949-1953.
Þ.e. stríð endi með vopnahléi, vopnahléslínan verði - demarcation - landamæri.
Viðhaldist síðan, eins og milli S-Kóreu og N-Kóreu, vopnaður og afar óvinveittur friður.

 

Enn er margt á huldu um beitiskipið Moskvu!
Mjög forvitnileg frétt al-Jazeera um beitiskipið Moskvu!

Eins og sést í videói, þá er á tæru að beitiskipið varð fyrir árás.
Að saga Rússa um málið gengur ekki upp, þ.e. sagan um eld innanborð.
Og að skipið hafi sokkið í stormi - en klárlega er enginn stormur, engin alda!
Líklega - eins og myndir benda til - voru eldar um borð.
Og fyrir einhverja rest, springur eitthvað mikilvægt -- og skipið sekkur.
Það virðist sennilegasta sagan!

Under pressure, Russia admits one dead, 27 missing from Moskva

Þar fyrir utan, er algerlega ómögulegt að ég trúi því - einungis 1 maður hafi látist um borð, og nokkrir slasast. 

Hafandi í huga, þegar Rússar sýndu myndir af áhafna-meðlimum.
Var tala þeirra á hópmynd, einungis rýflega 100!
Áhöfn var um 400 hundruð á Beitiskipinu Moskva!
Manntjón gæti því raunverulega verið milli 200 og 300.

 

Switchblade-drón í flugtaki!

US to possibly give Switchblade antitank and antipersonnel kamikaze drones  to Ukraine | Defense News March 2022 Global Security army industry |  Defense Security global news industry army year 2022 | Archive News year

Úkraínu-stríð er virkilega að sýna að drónar skipta miklu máli nú í stríði!

Meet ‘Phoenix Ghost,’ the US Air Force’s new drone perfect for Ukraine’s war with Russia

  1. Washington virðist hafa þróað nýjan drón, sér-sniðinn fyrir Úkraínu-stríð.
  2. Hann hefur fengið nafnið - Fönix-draugurinn.

Upplýsingar eru af mjög skornum skammti, en virðist svipað svokölluðum Switch-blade-done.
Þ.s. sagt er um - Phoenix-ghost - hljómar þannig, hann sé - stærri útgáfa af - Switch-blade.

En Switch-blade er í reynd fljúgandi sprengja, stjórnað af hermanni í fjarlægð.
Er getur stýrt dróninum til að taka út með sprengju á stærð við hand-sprengju það hvað hæfir þeim sprengi-krafti.

Hinn bóginn, kvað - Phoenix-ghost - hafa stærri sprengju, meiri flugtíma, og meiri fjarlægð.
Hafa færni til að eyða léttari tegundum bryndreka.

  • Úkraínuher hefur með miklum árangri beitt - Bayraktar drónum - frá Tyrklandi.
  • Sem geta borið 4 sprengjur undir búk, og eru nánast ósýnilegir á radar.

Það virðist greinilegt að töluverður hluti tjóns Rússa skýrist af drón-hernaði.
Úkraínu-stríð er greinilega orðið að tilrauna-stofu fyrir drón-hernað.
Rússar eru í hlutverki fórnarlamba!

 

Sarmat flaug - tilraunaskot

Photo of a missile test

Stórfelld hnignun Rússlands er augljós afleiðing stríðsins!
Eina spurningin er, hversu stórfelld hnignun Rússlands verður - ekki hvort.
Það hversu herfilega illa Rússneski herinn hefur staðið sig.
Það hver herstjórn Rússa hefur verið í molum.
Og hve vopn Rússa hafa virkað - mun síður en búist var við.
Er yfrið næg ástæða þess að Rússlandi hnignar verulega.

  1. Málið er að sýnin á Rússland er önnur nú.
    Rússland er herveldi.
    Sýnin á Rússn. herinn -- þíðir að staða Rússlands sem herveldis.
    Er metinn niður og það verulega stórfellt.
  2. Þetta færir valdastöðu Rússlands, nú þegar niður -- og líklega verulega.
    Ef Rússland getur ekki unnið, og stríðið endar með hætti sem túlkast sem ósigur.
    Færist valda-staða Rússlands niður enn frekar.
  • En hún er þegar verulega niður-færð, vegna þess hve rússn. herinn er miklu lakari í átökum, en langsamlega flestir reiknuðu með.
    Af þessa völdum, eru sjálfsögðu allir að - endurmeta styrk Rússlands.
    Og endurreikningurinn er að sjálfsögðu - niður.
  • Það þíðir, að minna tillit verður tekið til Rússlands.
    Þetta á jafnt við um - vinveitt Rússlandi lönd - sem og óvinveitt.

Russia’s Sarmat and China’s YJ-21: What the missile tests mean

Sarmat: Er risastór ballistísk flaug Rússland hefur verið að þróa í nokkur ár.
Rússland sýndi myndir af tilrauna-skoti -- hinn bóginn, verður afar kostnaðar-samt að setja þær flaugar í framleiðslu, og koma þeim fyrir í niðurgröfnum skotpöllum.
Þar sem þeim er ætlað að skipta út áratuga-gömlum úreltum sovéskum flaugum.
Má alveg hafa efasemdir um að, Rússland hafi efni á að fjöldaframleiða það dýra flaug.

Alex Gatopoulos al-Jazeera - With the reputation of the new professional Russian military in tatters, any future alliance between Russia and China will be on very different terms from the cooperation before the war.

Þ.s. Gatopoulos bendir á, er að hröð hnignun Rússlands nú, af völdum stríðsins.
Leiði augljóslega til þess, að sýn Kína á Rússland sem bandamann.
--Mun taka mjög verulegum breitingum.

  1. Ég hef tekið eftir því, Kína hefur í reynd lítið gert til að hjálpa Rússlandi.
  2. Mig grunar, að endurmat Kína á mikilvægi Rússlands - sjáist í þeim skorti á stuðningi við aðgerðir Rússland.

En í umræðu innan Kína, hafa þ.s. mætti kallast - Vesturlanda-sinnar og Rússlands-sinnar togast á - þ.s. annar aðilinn bendi á mikilvægi Vestrænna markaða, hinn á mikilvægi Rússlands sem framtíðar bandalags-ríkis.

  • Mjög líklega, hafi augljós vangeta Rússlands í stríðinu, veikt til muna stöðu þeirra innan Kína, er vildu að Kína stæði með Rússlandi.
  • Á móti, hafi þeir sem vilja fara varlega í samskiptum við Vesturlönd, sennilega unnið á.

Hnignun skipi máli - því hún hafi áhrif á alla þá aðila sem veldi/power á í samskiptum við.
Þegar -veldi- styrkist, er endurmatið á einn veg, er það veikist, færist það endurmat í hina áttina.
--Þ.e. hvað þetta - war of choice - er að skapa, skarpt endurmat niður á Rússlandi.

Rússlandi getur átt eftir að hnigna af völdum stríðsins - enn frekar en þegar orðið er.
Ef Rússlands-her verður fyrir frekari verulegum tjónum í stríðinu.
Án þess að ná að nokkru verulegu leiti fram markmiðum sem stefnt er að.

Það er auðvitað hið mikla tækifæri sem Rússland sjálft skapar fyrir NATO.
Það er, tækifærið til að afnema Rússland -- sem keppinaut.
En ég held það markmið sé á sjón-deilar-hringnum, að enda stöðu Rússlands sem meiriháttar herveldis, hugsanlega fyrir fullt of fast.

En til þess að svo geti orðið, þarf Rússland að halda áfram að henda inn herjum, og þeir herir að halda áfram að bíða ósigra -- þannig að her Rússlands veikist stig af stigi.
Á einhverjum punkti, gæti Rússland lent í 1917 atburði.
En fyrri byltingin varð, er herinn sagði Nicholas II að segja af sér.

Það áhættan sem Pútín tekur, ef hann er of lengi í þessu stríði - ef Vesturlönd halda áfram að nota stríðið - hið augljósa tækifæri að veikja Rússland, síðan enn frekar.

Ég er í reynd að segja, Pútín ætti sjálfs sín vegna að hætta stríðinu!
Á þessum punkti, er það - standandi kenning mín - hann stoppi stríðið.
Einhvern-tíma sennilega undir lok Maí.

  • Hann m.ö.o. hætti því, áður en - plan um að veikja Rússland - geti náð lengra.
  • En, ef hann heldur áfram, ef sært stolt knýr hann fram.

Gæti það gerst fyrir rest, að við sjáum -- 1917 endurtaka sig innan Rússlands!

 

Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!

  1. Tjón Rússa í formi tækja!
    3128, of which: destroyed: 1653, damaged: 51, abandoned: 253, captured: 1169
  2. Tjón Úkraínu í formi tækja!
    879, of which: destroyed: 403, damaged: 22, abandoned: 35, captured: 419

Ítreka, að tölur Oryx eru þeirra eigin!

 

Takið eftir hve fáir tiltölulega hafa farið til Rússlands - skv. Zelensky var fólk flutt frá Mariupol til Rússlands, ekki skv. eigið vali!

INTERACTIVE Russia-Ukraine war Refugees DAY 60 April 24 5GMT

Úkraínu-stríðið virðist styrkja mjög samkennd Úkraínu!
Málið er að svo mikið af árásum Rússa eru á byggðir í A-Úkraínu.
Þ.s. flestir tala Rússnesku, og margir voru a.m.k. vinveittir Rússlandi.
Þ.s. mikið af rússn. mælandi hafa látið lífið, hafa þurft að flýgja byggðir.
Er stríðið að valda stórfelldri viðhorfs breytingu fólks í A-Úkraínu.

Forged by war: Ukraine’s new sense of nationhood

Innrásin virðist vera að afnema þann klofning íbúa um megin-afstöðu, er var til staðar.
Eftir að átökun linnir, ég geri nú ráð fyrir -- ekki með sigri Rússlands.
Verða það líklega afar fáir er mæla Rússlandi bót.

 

Nokkur lönd hafa ákveðið að færa sendiráð aftur til Kíev, og háttsett heimsókn frá Bandaríkjunum!
ESB í sl. viku tók ákvörðun að færa sendiráð til Kíev. Nokkrir aðilar flr. hafa bæst við!

UK to reopen embassy in Kyiv

Bretar hafa stutt Úkraínu fremur vel ef maður miðar út frá vopnasendingum. Boris líklega á það Pútín að þakka - þannig séð - hann sé enn forsætisráðherra.
Svokallað - Party gate - virðist ekki ætla að leiða til embættis-missis.
Öfugt við þ.s. um sl. jól og áramót leit út fyrir.

Top U.S. officials heading to Kyiv as war shifts focus

Fókus hátt-settrar heimsóknar frá Bandar. að ræða - hvaða vopnakerfi akkúrat Úkraína þarf.
Undanfarið hefur Washington fundað með vopnaframleiðendum.
--Nýr drón er klárlega einn af fyrstu vísbendingum þess, að Bandar. vopnaframleiðendur, séu farnir að framleiða - vopn sérstaklega fyrir Úkraínu.

  • Ég á von á því, það sé einungis blá-byrjunin á því ferli.
  • Héðan í frá, munum við sjá sífellt stærri vopnasendingar frá Bandar.

Þar til stríði líkur, jafnvel e-h lengur en það, til að byggja Úkraínuher, enn frekar.

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði að ofan, er -- spá mín núna sú.
Stríðið endi með vopnahléi líklega fyrri hluta sumars 2022.
Það endi án þess að Rússlandsher nái að sækja fram að nokkru verulegu leiti.
Það endi, er Rússlandsher verði búinn á því - verði ómögulegt að ráðst frekar fram.

  1. Ef Pútín hættir á þeim punkti, þá líklega haldi hann völdum.
    En friður, með vopnahléi eingöngu -- verði afar óvinveittur.
    Og harðar refsiaðgerðir halda áfram.
  2. Líklega í kjölfarið fær Úkraína, fulla NATO aðild.
    Ég á nú frekar en ekki von á að: Finnland og Svíþjóð gangi einnig inn.
    Tjón Rússlands verði slíkt, að NATO sjái enga ástæðu lengur til að taka tillit til afstöðu Rússlands -- þannig allar mótbárur verði daufheyrðar.

Það verði varasamt fyrir Pútín, að gera tilraunir til að halda stríði fram lengur!
En NATO mun halda áfram að dæla vopnum, og fyrir einhverja rest.
Yrði þá her Úkraínu, nægilega sterkur til að hefja sókn gegn þeim stöðum er Rússar enn halda, ef ég miða út frá Sviðsmynd 1.

Ég meina, að Pútín eða Rússland, þurfi vopnahlé og eigi sjálfs sín vegna að bjóða það án skilyrða - á punkti ca. snemm sumars. Og það yrði þá erfitt fyrir Úkraínu að hafna því.

  1. En ef Pútín, sér ekki ljósið þá -- mun NATO ná að byggja Úkraínuher svo upp.
  2. Að gagnsókn Úkraínuhers, er væri þá --: 3 kafli stríðs.
    Mundi líklega hefjast af krafti -- síð-sumars.
  3. Sú gagnsókn, yrði líklega árangurs-rík, því Úkraínuher væri á þeim punkti.
    Mun betur vopnaður en þ.s. eftir verður af Rússlandsher á þeim punkti.

Staðan fullur ósigur Rússlands: Það gæti orðið, 1917 sviðsmynd.

-------

Ég sé sigur Rússlands, ekki sem raunhæfa sviðsmynd lengur.

 

Kv.


Spurning hvort Úkraína hafi undanfarið, tekist að gera Svartahafs-flota Rússlands gagnslausan fyrir stríð Rússlands í Úkraínu; en undanfarið hefur Úkraína eyðilagt 4 stór rússnesk herskip þar af flaggskip þess flota!

Úkraínu virðist hafa tekist að þróa eigin - skipa-eldflaug: One Of Russia’s Biggest Cruisers Has Sunk Off Ukraine.
Neptúnus flaugin: Neptune.
Neptúnus flaugin hefur skotist þannig séð á stjörnu-himininn, eftir að Úkraínumenn hafa sl. vikur beitt henni ítrekað í árásum á rússnesk herskip, þau er tilheyra Svarta-hafs-flota Rússlands.
Þetta virðist manni, magnað afrek að Úkraínumenn hafi þróað eldflaug sem hefur að best verður séð, sambærilega hæfni við margar af bestu -- skipa-eldflaugum annara þjóða.

Tilraunaskot á Neptune 2019

  1. Það sem Úkraína virðist hafa gert, er að stórfellt uppfæra eldflaug sem upphaflega er frá Sovét-tímanum: Kh-35.
  2. Neptúnus flaugin er tekin í notkun 2021, í samanburði við Sovét tímabils flaugina, hefur - nýjar tölvur og radar. Sprengihleðsla 150kg.

Lauslegt viðmið, hver flaug geti grandað allt að 5þ. tonna skipi.
Úkraína hefur auðvitað fullan aðgang að vestrænum tölvum.

 

Tvær Neptúnus flaugar virðast hafa hæft beitiskipið Moskva!

Russian cruiser Moskva.jpg

Það sem vekur athygli, að tveim flaugum er skotið - tvær hæfa.
Og 12þ. tonna skipið er nú á hafsbotni.

  • 12.490 tonn
  • Lengd 186,4m
  • Breidd 20,8,
  • Rysti 8,4m
  • Áhöfn 419

Þetta kvá vera stærsta herskip sökkt síðan Seinni-Styrrjöld.
Herskipið var gríðarlega öflugt, það merkilega er: áhöfn mistekst að verja skipið.
Nú er það á hafsbotni - neita að trúa því enginn úr áhöfn hafi meiðst eða látist.

 

Neptúnus flaugin, drægi 300km

Russian Telegram accounts with links to the Wagner Group claim Bayraktar drones were used to distract the Moskva's radar systems before a coastal battery opened fire somewhere near Odesa, hitting the ship with two Neptune missiles

Áhrifin af tilvist Neptúnus-flaugarinnar, getur verið - area denial!

Eftir að Úkraína hefur nú eyðilagt 4 herskip Svarta-Hafs-flota.
Á vikum, þá þarf líklega flotinn að halda sig -- utan 300km.

  1. Ef svo er, þá pent getur rússneski flotinn -- ekki lengur tekið þátt í stríðinu um Úkraínu.
  2. Fyrir bragðið, er líklega -- innrás af hafi t.d. í Odesa.
    Líklega nú útilokuð.
  3. Fyrir bragðið, sé megin höfn Úkraínu.
    Nú mun öruggari en áður, síðan innrás Rússlandshers hófst.

Ef þetta er rétt túlkun -- þá er þetta annar meiriháttar sigur Úkraínu.
Ekki gleyma, Tyrkland hefur lokað aðgengi að Svarta-hafi.
Rússland getur því ekki sent flr. herskip. inn á Svarta-haf.

Bayraktar Drón á flugi

Bayraktar TB2 Drone Is In The Spotlight: Turkish Deputy Foreign Minister Says Ukraine Is Buying, Not An Assistance

Hvernig árásin líklega fór fram!
Sennilegast virðist, að Úkraína hafi flogið Bayraktar drone -- í grennd við beitiskipið Moskva, slíkur drón er afar hægfara ca. 200km. hámarks-hraði -- fljótt á litið gæti manni virst sá vera auðvelt skotmark.
Á móti kemur, að slíkur drón er afar - stealthy - þ.e. mjög lítill á radar.
Og þegar sá flýgur í nokkur þúsund metra hæð.
Er hann nánast ósýnilegur!

Ukraine war: Kyiv claims successful hit on Russian warship

  1. Lykillinn af velheppnaðri árás, er líklega þetta - stealth drone - sem staðsetur skipið nákvæmlega.
  2. Dróninn, sendir nákvæmlega staðsetningu til skotpalls falinn í grennd við Odesa.
  3. Flaugum er þá skotið, meðan dróninn flýgur áfram yfir skipinu - án þess að radar skipsins greini að flestum líkindum, dróninn.
  4. Dróninn heldur áfram, að leiðbeina eldflaugum að skotmarki.
  5. Báðar eldflaugar hæfa skotmark, og útkoman skipið sekkur innan nokkura klukkutíma.

Líkillinn að árásinni, virðist einmitt þetta að Úkraína ræður yfir - drónum - sem eru nánast fullkomlega ósýnilegir á radar, þó hægfara -- eins og sjáist af þessu.
Þá virðist að rússneskir radarar eigin engan hægan leik við að sjá þá.

  • Eldflaugarnar fljúga lágt yfir haf-fletinum - sea skimming.
  • Þær nota þotu-hreyfil til flugs - cruise missiles.
  • Er skotmarkið nálgast, er - eldflaugar-hreyfill ræstur - sá gefur aukinn hraða.

Skipið tæknilega á að geta skotið slíkar flaugar niður, sbr. langdrægur radar.
Ásamt varnarflaugum, og byssu-turnum.
En greinilega brást varnarkerfið -- óþekkt hvort áhöfnin yfir höfuð sá eldflaugarnar áður en þær hæfðu.

Mikilvægt atriði getur verið, að skipið er smíðað á 9. áratugnum.
Uppfærslur á búnaði skipsins, virðast ekki hafa verið - umfangsmiklar.
M.ö.o. þó stórt og mikið, hafi skipið verið orðið úrelt.

  1. Þetta virðist vandamál mikils hlutfalls búnaðar Rússlands.
  2. Sannarlega er herinn stór.

En Rússland hefur ekki nema -- brota-brot af fjármagni þess, sem önnur stór lönd hafa.
Og sú fátækt Rússlands -- þ.e. skortur á fjármagni er örugglega að birstast.

  • M.ö.o. Rússland, vegna fátæktar, hafi ekki haft efni á að -- uppfæra nægilega gömul tæki og tól, frá Kalda-stríðinu, sbr. Mosku.
  • Þegar búnaður er orðinn úreltur -- eins og sést á eyðileggingu skipsins.

Þá kannski er sannleikurinn sá -- sá búnaður á ekkert erindi í nútímastríð.

INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what Day 52

Niðurstaða

Ef ég er ekki að offtúlka að Úkraínu hafi tekist að núlla út áhrifamátt Svarta-hafs-flota Rússlands, þá erum við að tala um: Stórsigur Úkraínu nr. 2.

En ég sé ekki hvað annað það getur talist, því Rússland hefur ráðið yfir hæfni til að gera árás frá hafi, á móti kemur að sú árás gat ekki verið stórfelld - því fjöldi innrásar-skipa sé ekki það stór, því ekki sá her þau skip geta sett á land.
Eitt af skipunum sem eyðilagt var sl. vikur, var einmitt eitt af þessum innrásar-skipum, og nú með eyðileggingu stóra beiti-skipisins, en styrkur þess lág ekki síst í öflugum eldflaugum sem skipið var búið, sem var hægt að nota til að styðja við slíka aðgerð, þ.e. hugsanlega innrás í Odesa frá hafi.

Árás frá hafi, hafi líklega hlotið að vara þáttur í árás frá landi.
Vegna þess að þrátt fyrir allt, var Svarta-hafs-flotinn ekki það öflugur.
En nú virðist sem að Úkraína, þurfi lítt að óttast þann flota.
M.ö.o. tennurnar hafi verið dregnar úr honum.

Enn er reiknað með meiriháttar árásum í Suður-hl.-Úkraínu innan vikna.
Rússland hörfaði með 40 herdeildir frá Norður-hl.-Úkraínu.
Þær herdeildir snúa líklega aftur til átaka.
En líkur á að það taki a.m.k. vikur að gera þær færar til átaka að nýju.
Fyrir utan að þær þurfa að fara töluverða vegalengd, þ.e. hörfuðu í gegnum Hvíta-Rússland, til Rússlands -- síðan langt í Suður, til að geta aftur farið yfir landamærin til nýrrar árásar á Úkraínu.

  • Margir velta því þó fyrir sér, hversu öflugur sá her sé þ.e. herdeildirnar 40, eftir að þær biðu stórtjón í átökum á Kíev svæðinu.
  • Það er vanalega talið, herdeildir þurfi mánuði að ná sér -- eftir svo umfangsmikið tjón. En líklegt talið, að Rússlands-forseti skipi að þeim sé beitt sem fyrst.
  • Því velta ýmsir fyrir sér að verið geti að þær séu ekki mjög sterkar.
    Þó þær hafi fengið nýtt fólk, tja - ef um er að ræða minna þjálfaða einstaklinga, einstaklinga er aldrei hafa tekið þátt í átökum -- og ef hópurinn skortir alla samhæfingu.
  • Spurning einnig um móral, blanda saman nýju fólki í hóp er þegar beið ósigur.

Þ.e. auðvitað opin spurning hversu öfluga árás Rússlands-her getur enn gert.
Sumir tala unn um möguleika á sigri Rússlands: The weapons being sent to Ukraine and why they may not be enough.

Rússlandsher er í betri stöðu á Suður-svæði-Úkraínu, með styttri flutninga-leiðir.
Og mikilvægara, hefur flutningaleiðir a.m.k. úr tveim áttum.
Víglínan er einnig flóknari.

  • Hinn bóginn, held ég að útilokað sé, að her Rússlands í Suður-hl. hafi ekki beðið verulegt tjón í átökum t.d. hörðum átökum um Mariupol, er hlýtur fljótlega að ljúka.
  • Sumir hafa talað um, með falli Mariupol, muni Rússlands-her gera tilraun til að umkringja megin-her Úkraínu í Lugansk, ca. 40þ. manna lið sem hefur haldið varnarlínu þar - síðan átök hófust.

Hinn bóginn, þá er stöðugt verið að senda Úkraínu flr. vopn, sannarlega þarf Úkraína stöðugar vopnasendingar -- en punkturinn er: Tjón hers Rússlands á Suður-svæðinu hlýtur einnig að vera töluvert.
Þó hann hafi ekki beðið ósigur, tennurnar séu ekki úr dregnar.
Hefur stríðið í Suður-Úkraínu, virst mjög nærri pattstöðu.

Það sé langt í frá öruggt, að herinn sem mætir aftur innan nokkurra vikna.
Sé í reynd nægilega öflugur liðsstyrkur, eftir þær ófarir sá her áður beið.
Og ekki láta hjá líða að muna -- Úkraína mun einnig færa sitt lið frá Kíev svæðinu.

Ég er því orðinn sæmilega bjartsýnn um það, að Rússland geti ekki unnið.
A.m.k. ekki með hefðbundnum aðferðum!

 

Kv.


Fjöldi líka, flest lík karlmanna, fundist á Kíev svæðinu, hendur bundnar aftan back, myrtir með skoti í hnakka -- stríðsglæpir! Sveitastjóri Bucha nærri Kíev, segist yfir 280 lík hafa fundist á víð og dreif - enn að fynnast fleiri!

Það að vísvitandi myrða karlmenn á aldrinum 16 og upp úr. Er augljóst dæmi um það sem nefnist -- haturs-glæpir.
Myndirnar gefa til kynna, glæpirnir séu skipulagðir.

Hundreds buried in mass grave in Bucha, near Kyiv: Skv. bægjarstjóranum í Bucha - hafa yfir 280 lík almennra borgara fundist liggjandi á víð og dreif um sveitafélagið.
Sveitafélagið talið sig nauðbeygt að grafa fólkið í einni gröf.
Segjast enn vera að fynna lík borgara, er virðast hafa verið skotnir þ.s. þeir voru.

Bodies litter Ukraine town's street of death

Another 280 people have been buried in mass graves in Bucha while the bodies of whole families still lie in shot-up cars, he said. --  All these people were shot, killed, in the back of the head, -- mayor Anatoly Fedoruk told AFP. -- Bodies lie randomly around the town: outside a railway station, by the side of a road. --  But the violence that came to this one street appears to be more systematic. The victims, all of whom appeared to be men, are scattered over several hundred metres of debris-strewn tarmac. Sixteen of the 20 corpses were lying either on the pavement or by the verge. Three were sprawled in the middle of the road, and another lay on his side in the courtyard of a destroyed house. Some lie in groups, like the two men lying face up in a puddle next to each other, one in a green parka and the other in a black jacket. Others died alone. The cyclist with orange gloves and a black balaclava lying on his side with his bike on top of him, as if he has fallen and cannot get back up. All were wearing civilian clothes -- winter coats, jackets or tracksuit tops, jeans or jogging bottoms, and trainers or boots.

Ef ég skil þetta rétt!

  1. Voru lík 20 karlmanna á víð og dreif um eina götu Bucha.
    Allir almennir borgarar.
    Allir með hendur bundnar aftan bak. Skotnir í hnakka.
  2. Þar fyrir utan, hafi önnur 280 lík - fólks af ímsu tagi, verið grafin í fjöldagröf.
    Dæmi um heilu fjölskyldurnar fundnar látnar í bílum.
    Líklega flótta-tilraun.

Bæði tilvikin teljast stríðsglæpur.
-Þ.e. vísvitandi pikka karlmenn, og myrða þá.
-Og, vísvitandi drepa tilviljanakennt, almenna borgara með skothríð.

Skv. reglum um stríð - SÞ Sáttmálar - undirritaðir eftir Seinna-Stríð.
Er bannað að myrða - almenna borgara.
--En að skjóta þá, sem þú veist eru óvopnaðir borgarar, flokkast sem morð.

  1. Bucha er einungis hvað hefur fundist í einu sveitafélagi.
  2. Augljóslega vaknar ótti um það, hvað er að gerast í öðrum sveitafélögum.
    Þ.s. átök eiga sér stað.

Þetta er ein þeirra ljósmynda sem birtar hafa verið! Hlekkur!
Takið eftir hvernig hendur eru bundnar fyrir aftan bak!

Illia Ponomarenko 🇺🇦 on Twitter

Sjá frétt: Bodies, destroyed tanks line streets as Russia retreats.

Heil fylking brynvarðra tækja virðist gersamlega eyðilögð, Bucha!

A dog stands between destroyed Russian armored vehicles

Úkraínskir hermenn, Bucha, við lík - næst líkinu með létta vélbyssu!

Ukrainian servicemen stand next to the body of man

Kort frá AljaZeera, dagur 39
INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what Day 39

Blaðamenn BBC fynna dæmi um morð á vegi í grennd við Kíev, þ.s. rússn. skriðdreki virðist hafa setið í launsátri og skotið almenna umferð á veginum:
BBC - Gruesome evidence points to war crimes on road outside Kyiv.
Sjá einnig Videó!

Eins og líst í videóinu, virðist skriðdrekinn -- hreinlega hafa skotið allt á þeim vegi, og eyrt engum - almennum borgurum ekkert frekar en öðrum!

Hér er mjög hjartnæm saga fjölskyldu er var öll send á spítala í Póllandi, eftir að fjölskyldumeðlimir fengu allir alvarlega áverka af völdum sprengju:
Polish doctor saves family's sight after bombing.

Nazar 5 ára búinn að missa annað augað!

Nazar and Timur playing

Eitt er víst, að vísvitandi morð á almennum borgurum - mun ekki draga úr vilja Vesturlanda til að styðja Úkraínu gegn Rússlandi!

  1. Rétt fyrir helgi, var NATO búið að ákveða -- að senda brynvarin hergögn til Úkraínu.
    En þ.e. - escalation - en hingað til hefur NATO ekki sent brynvarin þungavopn.
  2. Líklegast virðist, sú leið verði farin -- að senda Úkraínu.
    Sovésk tæki sem nokkur aðildarlönd NATO eiga.
    En þau lönd er áður voru handan svokallaðs, járntjalds.
    Þau eiga - eins og Úkraína - tæki og tól, frá Kaldastríðinu.
  3. Pólland er eitt þeirra landa, í dag hefur Pólland lagt flestum af þeim bryntækjum, svissað yfir í Vestrænan búnað.
    Ekki liggur enn fyrir fj. þeirra tækja sem til stendur að senda yfir.
  4. Það að auki -- sá ég einhvers staðar.
    Pólsku Mig 29 vélarnar -- verði sendar yfir, eftir allt saman.

Ekki liggja enn fyrir formleg viðbrögð Vesturlanda, vegna frétta um fjöldamorð í Bucha.
En það mundi ekki koma mér á óvart!
Að það leiði til þess, að NATO bæti enn frekar í.

 

Rússar hafa að virðist ekki hörfað langt, hörfað tugi km. frá Kíev, einnig fært sig fjær Cherniv -- þeirra hersveitir séu enn í styrk í N-Úkraínu!
Ekki liggur skv. því enn - staðfest fyrir.
Að Rússar ætli að fókusa á stríðið í Suður-hluta-Úkraínu.
En þeir gáfu þess lags yfirlýsingar út í sl. viku.

  1. En ef Rússar virkilega ætla að einblýna á það svæði, þá ættu þeir að færa megnið af herliðinu þangað -- en það væri ekki einföld aðgerð.
  2. Eins og sést á kortinu, er greiðasta leiðin -- til baka til Hvíta-Rússlands.
  3. Síðan frá Hvíta-Rússlandi, til Rússlands.
  4. Síðan nægilega langt suður, þar til það lið gæti streymt aftur yfir landamærin við Suður-Úkraínu.
  • Þeir flutningar -- gætu tekið mánuði.

Ef þeir á hinn bóginn, einfaldlega hafa liðið í varnarstöðu í N-hluta-Úkraínu.
Þá auðvitað, felst ekki í því, liðsstyrkur við átök í Suður-hl.-Úkraínu.

Hinn bóginn, væri það mun einfaldara -- en aftur til baka, þá þarf í því tilviki stöðugt að halda þeim her uppi þar; og auðvitað Úkraínumenn, hætta ekki að ráðast að flutningum þess hers! Meðan flutninga-línur liggja um svæði þ.s. Úkraínuher með skæru-liða-taktík, getur beitt sér til árása á umferð á vegum.
Þá er Rússland auðvitað stöðugt að blæða hertækjum á þeim vegum!

  1. Þetta er klárlega ekki einföld staða sem Rússland hefur komið sér í.
  2. Ég sé enga þægilegri leið, ef ætti að nota liðið í S-hl.-Úkraínu.
  3. En að flytja það, langa sveiginn í gegnum Hvíta-Rússland.
    Sú leið væri langsamlega öruggust, þó hún taki tíma.

Það sé rökrétt -- lítil hjálp af þeim herjum nú.
Fyrir stríð Rússa - í S-hl.-Úkraínu.
Nema það eitt, að halda fjölmennu Úkraínsku herliði, í N-hl.-Úkraínu.
En þá kemur á móti, stöðugt tap -- tækja á vegum, því her staddur þar sem flutningar þurfa að fara í gegnum óvinveitt svæði, þíðir stöðugt manntjón og tap í formi eyðilagðra tæka.
--Spurning hvort Rússland hefur pent efni á því, að halda hernum þarna uppi.

  • En þ.e. mjög sennilegt, að skilvirkni hers Úkraínu, við árásir á umferð rússn. tækja á vegum, skýri erfiðleika við útvegun vista fyrir her Rússa í N-hl.-Úkraínu.
  • Rökrétt, þá er Rússland stöðugt ekki einungis að tapa þeim sem láta lífið í þeim tækjum, heldur einnig þeim vistum og tækjunum sjálfum að auki.

Þess vegna set ég spurningu við, hvort Rússland hafi efni á að halda þessum her uppi í N-Úkraínu? Hvort, hann hljóti ekki allur að hörfa á nk. dögum - og vikum?

 

Auðvitað, það líklega þíðir, að lið Rússa í S-hl.-Úkraínu, er líklega ekki að fá þann liðsstyrk með hraði -- m.ö.o. liðsflutningar gætu tekið mánuði!
Skv. tilkinningu Herráðs Rússa, á að fókusa á stríðið í Donbas, og við Asov-haf.

  • Hinn bóginn, velti ég fyrir mér, hvaða lið á að flytja þangað.
  • Þ.s. eftir allt saman, virðist mér ekki - einfalt að flytja liðið nú í N-hl.-Úkraínu, til S-hl.-Úkraínu.

Málið, að ég sé enga sæmilega örugga flutninga-leið.
Er ekki þíddi, verulega mikla áhættu á eigin tjóni.
Aðra, en löngu leiðina - til baka til Hvíta-Rússlands.
Og langan krók í gegnum Rússland, síðan aftur yfir landamærin þ.s. Rússar ráða öruggum flutningaleiðim í S-hl.-Úkraínu.

  1. Galli fyrir Rússa, að augljóslega -- tekur það skemmri tíma fyrir Úkraínumenn.
  2. Að færa sitt lið Suður.

Ef þeir færa liðið burt -- færir Úkraína stóran liðsstyrk strax Suður.
Úkraínumenn, gætu þá hafið sterka sókn til t.d. að rjúfa umsátur við Mariupol.

Og það tæki Rússa líklega það langan tíma að hafa herinn aftur tiltækan í S-hl.-Úkraínu, að Úkraínuher gæti verið búinn, að vinna verulega sigra.
--Áður en sá her, væri aftur mættur til leik.

 

Eignlega grunar mig, Rússar geti ekki hörfað í burtu í N-hl.-Úkraínu!
Þetta sé -- worst of both worlds -- m.ö.o.
Þeir geti ekki verið, þeir geti ekki hörfað.

  1. Klárlega hefur rússn. herinn í N-hl.-Úkraínu, nokkuð hörfað.
  2. Það þíðir, hann hörfar úr þeim hörðu orrustum, sem hann stöðugt var í.
  3. Það þíðir, manntjón minnkar - álag á flutninga, minnkar.
    Því her þarf minni vistir, ef sá her er ekki stöðugt að berjast.
  • Það getur verið:
    Rússland sé einungis, að bregðast við.
    Vandræðum með vistir til þess herliðs.
  • Með því að hörfa, þá sé auðveldar að viðhalda flutningum.

Yfirlýsing - um fókus á Donbas - sé pólitísk.

  1. Rússar séu nauðbeygðir að halda hernum þarna.
  2. En hafi ákveðið að minnka kostnaðinn við það.

Síðan er það spurning um þá glæpi sem hafa komið í dagsljósið.
Þ.s. hundruðir hafa verið vegnir af herliði á förnum vegi, allt almennir borgarar!

  • Augljós ótti, að Bucha - sé einungis toppurinn á ísjakanum.

 

Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!

  1. Rússland, hertól og tæki:
    2345, of which: destroyed: 1187, damaged: 41, abandoned: 232, captured: 885
  2. Úkraína, hertól og tæki:
    668, of which: destroyed: 291, damaged: 19, abandoned: 37, captured: 321

Tölur - Oryx, eru langtum hærri þeim tölum - Rússar birta.
Enn, ef marka má - Oryx, hefur Úkraína tekið flr. tæki en Úkraína hefur tapað.

Skv. Oryx, 404 rússn. skriðdrekar eyðilagðir eða herteknir.
Af þeim, 168 herteknir. Móti skv. Oryx, 92 úkraínskir skriðdrekar tapaðir.
Magnað ef þetta eru réttar tölur -- Úkraínumenn, hertaki flr. tæki en þeir missa.

 

Niðurstaða

Glæpirnir í Bucha, vekja augljósa hræðslu um - víðtæka hatursglæpi rússn. hermanna gegn almennum borgurum Úkraínu, víðar um Úkraínu -- þ.s. rússn. her er í styrk.
Ástæðulaust á þessum punkti, álykta - Bucha - sé augljóslega einangrað tilvik.

Ég á von á hörðum viðbrögðum Vesturlanda, m.ö.o. viðbótar refsiaðgerðum, en ekki síður enn frekari hjálp frá NATO við Úkraínu.
Rétt fyrir helgi, var kynnt að til standi að senda brynvarin hertæki, sem er nýtt.
Að auki, taldi ég mig heyra, að pólsku Mig 29 vélarnar verði sendar eftir allt saman.

Ég á nú von á, einhverju enn frekar þar ofan á, sem viðbrögð NATO við -- fjöldamorðum í Úkraínu.

Og ég tel víst, að morðin -- auki enn frekar, bardaga-gleði Úkraínumanna.

  1. Eins og ég lýsti, er ég efins að Rússar flytji herlið frá N-hl.-Úkraínu.
    Vegna augljósra vandamála við það verk.
  2. Einnig vegna þess, Úkraínumenn, geta mun hraðar flutt sitt lið Suður.
    En Rússar, líklega geta flutt eigið lið - eftir krókaleiðum, svo það geti tekið þátt í bardögum í S-hl.-Úkraínu.

Ég sé því ekki alveg - hvaða liðsstyrk Rússar ætla að nota í S-hl.-Úkraínu.
Ef til stendur að - fókusa frekar á þau átök.

  1. Átök í S-hl.-Úkraínu, virðast sl. vikur mestu í pattstöðu.
  2. Stærstu átökin, enn um Mariupol.
    Umsátrið um hana, er nú í hugum margra orðið að legend.

Líklega leggja Rússar allt á að taka hana.
Varnir hennar skv. öllum fregnum standa enn.
--Manntjón Rússa er óþekkt þar, en hlýtur að vera mikið.

 

Kv.


Hefur Rússland þegar tapað stríðinu um Úkraínu? A.m.k. einn fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjahers nú á eftirlaunum - meinar að svo sé, færir eigin rök fyrir!

Þegar horft er á kort er sína stöðu herja, sést að Rússar virðast hafa hertekið ca. 20% af Úkraínu, síðan innrásin hófst undir Febrúarlok.
Ég held það verði að skoðast sem stórfelldur árangur liðs Úkraínumanna, að hafa varið þ.s. nálgast að vera 80% af landsvæði Úkraínu - undir stjórn stjórnvalda Úkraínu, er innrásin hófst.

Kort frá Aljazeera, dagur 26

 

INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what Day 26

  1. Vísbendingar eru að rússnesk stjórnvöld séu að íhuga að færa fókus yfir á Donbas svæðið - hinn bóginn, gæti slík hreyfing verið erfið í framkvæmd!

    Frétt byggð á yfirlýsingu herráðs Rússlands á laugardag 26/3 sl:
    Hinn bóginn, er ekki sjá a.m.k. enn nokkra tilfærslu af því tagi.
    Russia scales back its military ambitions but the war in Ukraine is far from over


    Umfjöllun al-Jazeera um yfirlýsingu herráðs Rússlands!
    What does Russia’s shift of military focus mean for Ukraine war?

  2. Vegna þess, að mjög fjölmennur rússneskur her er staddur í Norður-hluta Úkraínu, sá her virðist nú -- lítt fær um að hreyfa sig.
  • M.ö.o. gæti Rússlands-her verið bundinn í báða skó, þ.s. liðið nærri Kíev, af ímsum ástæðum -- virðist ófært um að færa sig úr stað.
  • Vísbendingar séu síðan sl. viku, að sá her hafi tekið sér -- varnarstöðu.

En fregnir hafa bent til - erfiðleika við vista-flutninga til þess hers.
Það gæti verið vísbending þess, að það sé rétt!
Fregnir þess, að sá her hafi hópað sig saman í nokkrar þyrpingar, og líklega grafið sig niður í skotgrafir.

Þar fyrir utan, hafa verið fregnir um að, Úkraínuher hafi gert -- sóknar-tilraunir nærri Kíev. Þær fregnir hafa þó verið afar óljósar.
--Sumar fréttir halda því fram, Úkraínuher hafi borist liðssauki frá Norð-Vestur hluta Úkraínu, svæði sem hingað til hafa alfarið verið laus við rússn. innrásarlið.

  • Það kemur í ljós, hvort að - yfirlýsing herráðs Rússlands - um fókus á Donbas, leiði fram einhvern nýjan fókus Rússlandshers.
    Hinn bóginn, var ekki að sjá að nokkur hafi breyst á sunnudag 27/3.
  • Bendi aftur á, að rússn. herinn á Kíev svæðinu.
    Virðist í þeim vanda, að vera nánast ófær um að hreyfa sig.
    Erfitt a.m.k. enn að trúa því að Rússland sé að afskrifa þann her.

Það má því vel vera að Rússlands-her verði í erfiðleikum með að færa til lið.
Er gæti þítt, að hann muni eiga í erfiðleikum með, að framkvæma slíka umpólun á átökum.

Krasukha 4 electronic-jammer hertekinn á Kíev svæðinu ca.f. 4. dögum!

Krasukha 4 Mobile Ground-based Electronic Warfare System

Frétt:

Ukraine captures one of Russia's most advanced electronic warfare systems, which could reveal military secrets, reports say

Sumar fréttasíður virðast telja - hertöku þessa tækis, merkilega.
En tækið virðist geta truflað - fjarskipti, einnig radara.
Gæti t.d. truflað búnað sem stjórnar, fjarstýrðum drónum.
Væntanlega einnig, radarbúnað flugvéla!
Hugsanlega einnig ætlað að trufla fjarskipti milli Kíev og nágrennis.

Rússar virðst farnir að beita - litlum sjálfsmorðsdrónum!
Mynd sýni módel af drón af þeirri týpu!

A model of an unmanned combat aerial system manufactured by the Kalashnikov Group and ZALA Aero Group, is on display at the International Defense Exhibition in Abu Dhabi, United Arab Emirates, in February 2019. According to reports in March 2022, photos have surfaced on social media of a roughly four-foot-wide tan, airplane-shaped drone that had fallen out of the sky in Ukraine’s Kyiv region.

Sjá frétt: Exploding 'kamikaze' drones are ushering in a new era of warfare in Ukraine.

Bandaríkin virðast vera senda til Úkraínu, sambærilegan búnað!

Bandarískur Switchblade drón!

Special Operators Break Down the Switchblade Drones Headed to Ukraine

Switchsblade er greinilega skotið á loft úr röri!

Ukraine Will Get Switchblade Suicide Drones As Part Of New U.S. Aid Package  Lawmaker Says

  1. Mér virðist - sá flottari tækni.
  2. En greinilega liggja vængirnir meðfram búk.
  3. Síðan, sveigjast þeir út - örskömmu síðar.

Efri myndin sýni drónan á flugi!

  • Sprengihleðsla virðist ca. á stærð við handsprengju.
    Mætti því nefna þá. Fljúgandi handsprengju.
  • En tilgangur þeirra, virðist sá að vera fljúgandi sprengja.
    Þannig að hermenn geti ráðist á herflokk, utan venjulegs færis.

Ekkert bendi til þess að rússn. dróninn, hafi samanbrjótanlega vængi.

Úkraínskir hermenn skjóta Javelin Anti-Tank-Missile!

A video screen grab showsUkrainian soldiers using a launcher with U.S. Javelin missiles in the Donetsk region of Ukraine, on Jan. 12, 2022.

Samkvæmt frétt fjölmiðils bandaríska hersins, hafi fjöldi rússneskra hershöfðingja fallið -- ef það er rétt, er það áhugavert!

Russian generals are getting killed at an extraordinary rate

Drepnir rússn.hershöfðingjar:

Magomed Tushayev, Andrei Sukhovetsky, Vitaly Gerasimov, Andrey Kolesnikov, Oleg Mityaev, Yakov Rezanstev and Andrei Mordvichev

Eðlilega taka menn slíkri fregn með fyrirvara - það hafa samt sem áður ítrekað borist fregnir um lát rússn. hershöfðingja í Úkraínu.
--Ef marka má slíkar fregnir, hafi flestir þeirra verið vegnir í launsátri.

Su-25 á rússneskum flugvelli, undirbúin fyrir brottför

russia air force

Hér er frétt er fjallar um vandræði rússneska flughersins í Úkraínu:

Why the skies over Ukraine have proven so deadly for Russian pilots

En þrátt fyrir yfirburða stöðu rússn. flughersins á pappírnum.
Hefur hann ekki náð drottnunar-stöðu í lofti yfir Úkraínu!
--Vandræði rússn. flughersins hafa ekki vakið eins mikla athygli og vandræði landhersins.

  • Úkraínumenn segjast hafa skotið niður - mikinn fj. rússn. véla.

Þær fregnir á hinn bóginn, eru óstaðfestar.
A.m.k. mundi það skíra - takmarkaðan árangur rússn. flughersins.
--Ef það sé rétt, að Rússar hafi misst margar flugvélar.

Augljós tregða rússn. flughersins að beita sér, er rökrétt í slíku samhengi.

 

Mjög áhugavert viðtal við David Petraeus, þekktur bandarískur hershöfðingi!

Russian forces 'clearly have very poor standards,' Gen. Petraeus says

Petraeus bendir á hvað margir hafa bent á, að þjálfunar-standard rússn. hersins virðist lélegur -- margir hermenn, séu á herkvaðningu sem standi yfir ca. 1-ár.
Petraeus, bendi á að 1-ár sé einungis þ.s. hann kallar -- basic training.

Skortur á bardaga-vilja, hve hermenn oft eru ungir, hvað þeir vita lítið - o.s.frv.
Styður þá ábendingu, að mikill fjöldi hersins -- séu ungir lítt þjálfaðir, algerlega bardagaóreyndir menn.

Úkraínuher, virðist hafa hertekið verulega mikinn fj. tækja, algerlega óskemmd, sbr. truflunar-búnaðinn mynd að ofan, er hermenn yfirgáfu tækið eða tækin!
--Það er einnig í samræmi við það, að of mikið sé af lítt reyndum,viljalitlum hermönnum.

 

Annað áhugavert viðtal við, Brig. Gen. Kevin Ryan - sem segir Pútín innan skamms þurfa að binda endi á stríðið!

Putin will soon have 'no choice' but to stop his invasion of Ukraine, former US general says

  1. Putin will have to halt his war in Ukraine sooner or later and probably in a matter of weeks, -- not because he wants to halt his military operation but because he has no choice, -- has basically reached the capacity of what his military can do for him in Ukraine,
  2. There is almost no part of the Russian military that's not dedicated, committed to Ukraine, so if he has to escalate, how does he escalate? -- There is no significant military unit left in Russia outside of Ukraine. They are all in the fight,
  3. Russian leadership overestimated what their military was capable of. -- a great achievement by Ukrainian people to have prevented an overthrow of their government and a total seizure of all their land.
  4. in the near future -Putin- can increase the violence and do more damage and destruction in Ukraine -- But even if he does all of those things, he cannot strategically do much more with his military. -- They're out of troops, they're out of units, they are fully committed to doing just what they are now.

Þetta gæti passað.
En fregnir hafa borist af því að Pútín sé að leita eftir liðsstyrk frá Sýrlandi.
Sé að tína upp herflokka, svo langt sem til - S-Ossetíu við landamæri Georgíu.
Og beiti Lukashenko þrýstingi um að, demba sér inn í stríðið.
--Allt í samræmi við það - álit - Pútín skorti lið.

 

Frétt vakti athygli á örvæntingar-fullri tilraun rússn. hermanna, í tilraun til að verja skriðdreka gegn skriðdreka-flaugum! Nokkurs konar fugla-búr fest ofan á turninn!

Russian soldiers appear to be fixing makeshift cages to the turrets of their tanks in a crude effort to protect themselves against Ukraine's anti-tank missiles

Russian tanks with cages on turret enter Ukrainian town of Voznesensk.

  1. Flaugar sbr. Javelin, þær lyfta sér síðan sprengja skriðdrekann ofan-frá.
    Vegna þess að topp-brynvörn er yfirleitt þynnst.
  2. Hinn bóginn, kvá Javelin hafa - tvær sprengihleðslur. Þ.s. fyrri hleðslan án vafa þeitir í burtu slíku járnarusli. Sú síðari sprengi skriðdrekann.

 

Frétt segir að rússneskir hermenn hafi ráðist á eigin yfirmann, eftir hrakfarir!

Russian troops attack own commanding officer after suffering heavy losses

Ómögulegt að vita hvort þetta sé satt, á hinn bóginn - eru nú fj. dæma þess að einstakar hersveitir hafi misst hátt hlutfall liðs.
Það má því vel satt vera að tilvik séu til, yfirmenn hafi þá verið vegnir af hermönnum er lifðu af.


Oryx heldur áfram að birta eigin tölur um tjón í Úkraínustríðinu:
Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine
Fjöldi fjölmiðla, er farinn að vitna í - þetta blogg!

  1. Rússland, hertól og tæki:
    1951, of which: destroyed: 967, damaged: 35, abandoned: 232, captured: 717
  2. Úkraína, hertól og tæki:
    560, of which: destroyed: 211, damaged: 16, abandoned: 37, captured: 296

Tölur - Oryx, eru langtum hærri þeim tölum - Rússar birta.
Enn, ef marka má - Oryx, hefur Úkraína tekið flr. tæki en Úkraína hefur tapað.

  • Mig grunar, að lestin langa til Kíev frá S-Úkraínu.
    Hafi reynst Úkraínuher, einkar gjöful mið hertóla.
  • Ef fólk man eftir 40km. löngu halarófunni,er var 2-vikur föst á vegi í einfaldri röð - fullkomnara skotmark fyrir launs-sáturs-árásir þekki ég ekki.

Ég get því mögulega trúað þeirri sögu, að mögulega hafi Úkraínuher.
Hertekið flr. tæki en hann hafi hingað til tapað í átökum.

 

Niðurstaða
Eiginlega blasir vaxandi mæli við, Rússland hafi þegar tapað stríðinu um Úkraínu.
Líklegt virðist, að Rússlands-her haldi áfram - eins og sl. ca. tvær vikur.
Þ.e. fókus á stórskota-árásir og eldflauga-árásir.

Eins og Gen. Petreaeus, og Gen. Ryan segja. Þá blasir við að - Pútín hafi sent herlið Rússlands í vegferð, sem Rússlandsher ræður ekki við.
Ef marka má Gen. Ryan, þá hafi Rússlands-her ekki neitt umtalsvert bardagafært lið til viðbótar, til að senda í stríðið.
--Rússn. herinn, sé þegar með nær allt bardagahæft lið hann ráði yfir í stríðinu.

Ályktun Gen. Ryan, að Pútín verði að skera stríðið niður eða hætta því, innan vikna. Er hugsanlega dregið af því, að Rússland skorti bjargir til að halda því fram -- lengur en það.
--Það skorti varalið, til að skipta út liði sem falli. Það hafa borist vísbendingar þess, að svokallaðar snjallsprengjur séu að klárast.

Það getur einfaldlega verið, að Rússn. herinn, skorti -- dýpt í stuðningskerfi, til að viðhalda stríði á þeim skala, í lengri tima.

Petreaeus bendir á, að það sé mikil bersýnilegur skortur á hæfni innan rússneska hersins, vegna skorts á reyndu fólki - skorts á þjálfun.
--Það birtist síðan í skorti á bardaga-áhuga, tól og tæki yfirgefin út um hvippinn og hvappinn, og margvíslegum mistökum - stórum sem smáum.

  • Á sama tíma, hafi her Úkraínu sjáanlega gert engin mikilvæg mistök.
    Samtímis, verið afar lipur í því að notfæra sér mistök rússn. hersveita.
  • Og hann hafi fólkið í landinu í liði með sér.

Ályktun út frá því, getur verið sú!
Pútín þurfi sjálfs sín vegna, að leita samninga til að binda endi á stríðið.
Það þíði ekki endilega að átök hætti.
En rökrétt ætti nú að beita rússn. hernum fyrst og fremst, sem tæki til að ná sem skárstum samningum.
--Pútín getur reynt að hanga á land-vinningum meðfram, Azovshafi.

  • Það sé þó óvíst, ef Úkraínuher fer að vinna á, að Úkraína hafi áhuga á að binda endi á átök, meðan rússn. her er enn innan landamæra.
    Það sé a.m.k. mögulegt, það snúist þannig -- Rússland vilji vopnahlé. En Úkraína telji það ekki sér í hag. Ef stríðsgæfan er að snúast við.

 

Kv.


Á fjórðu viku innrásar Rússa í Úkraínu, vekur athygli - rússneski flugherinn gerist ragur við að fljúga yfir Úkraínu, vaxandi skotið langdrægum vopnum úr lofti yfir Rússlandi rétt við landamærin! Stríðið öðru leiti lítt breytt frá sl. viku!

Fregnir hafa borist af breyttri taktík rússn. flughersins, þ.e. tiltölulega stórum vopnum er skotið á lofti, flugvélarnar virðast ragar við að fara yfir landamærin yfir til Úkraínu.
Flaugarnar virðast af nýrri gerð -- Kinzhal.
Sú flaug er auglýst af Rússum, sem hyper-sonic.
Eftir lestur um hana, virðist þetta svokölluð ballistísk flaug.
Slíkar flaugar fljúga í para-bólu, svipað um margt hvernig sprengi-kúlur svífa.

Russia says it used hypersonic missiles in Ukraine again

  • V2 flugskeyti Þýskalands Nasista, voru fyrstu - ballistísku flaugarnar.
    Ballistískar flauga -- hafa alltaf verið ofurhljóðfráar.
  • Hinn bóginn, eru þær ekki þær flaugar - sem vanalega er talað um.
    Þegar nenn ræða - ofurhljóðfráar flaugar.

    En þá meina menn yfirleitt -- stýriflaugar
    . En þ.e. mjög erfið tækni, að búa til ofurhljóðfráar stýriflaugar. Hitt er mun auðveldara að búa til - ballistískar.
    Eins og bent er á, slíkar fyrst búnar til af Þjóðverjum 1944.
    Werner Von Braun sem síðan fór til Bandaríkjanna, frumkvöðull slíkra flauga.

  • Ballistískar flaugar - eftir allt saman eru 80 ára gömul tækni.
  • Eina nýung Rússa - að setja slíka flaug undir flugvél.
    Og skjóta henni á lofti.

Mig 31 á flugi, enn notaðar af Rússlandi!

Russian Air Force Mikoyan-Gurevich MiG-31P.jpg

Til þess þarf þá nægilega stóra burðarvél.
Vélarnar sem skjóta þeim flaugum, virðast vera -- Mig 31.
En Mig 31 er afar stór fyrir orrustuvél, og hefur þá stærð og burð er til þarf.

  1. Mér virðist aðferðin, þó sannarlega valdi flugin miklu tjóni - ef hún hittir skotmark, greinilega nýja vísbendingu þess, stríðið gangi ekki Rússum sérlega í hag; hið minnsta í Norður-hluta Úkraínu.
  2. En menn beita ekki þessari aðferð - ef þeir treysta sér til að senda vélarnar yfir landið, beint yfir skotmörkin -- en árás af slíku tagi, er þá auðvitað miklu mun nákvæmari.
    --Líklega virkar þessi aðferð að skjóta af miklu færi, einungis fyrir stór skotmörk.

Ég verð að reikna með því, að sendingar NATO á loft-varnar-flaugum, séu orsökin.
Sannarlega er loftvarnarkerfi Úkraínu, enn virkt. Gamalt Sovéskt kerfi.
Það hefur skotið niður flugvélar, jafnvel eldflaugar.
Hinn bóginn, virðist sennilegar að nýleg breyting á hegðan flughers Rússa, skýrist af sendingum frá NATO.

Rússneskur skriðdreki í Úkraínu með fjölda ERA tiles aukabrynvörn!

See the source image

Mesta hættan fyrir Úkraínumenn, gæti verið ef yrði rof í vopnasendingum!
Ef Rússum tækis t.d. að valda töfum í þeim, með árásum á svæði þ.s. þær vopnasendingar fara í gegnum - eða eyðileggja t.d. geymslu þ.s. mikið er geimt - eða einhverra hluta vegna, NATO mundi verða ragt við að senda frekari vopn.
--Gæti staðan aftur breyst, Rússum í vil.

  1. Rússar virðast viðhalda stöðugum þrýstingi.
  2. Þó herir þeirra á Kíev svæðinu, hafi lítt hreyfst sl. 3 vikur.
  3. Þá virðist það ekki þíða, að ekki séu stöðugir bardagar.

Þ.s. virðist í gangi, að Úkrínuher, standi fastur fyrir þar!
Og sókn Rússa sé ekki síst föst út af því, að varnarherinn sé fastur fyrir.
Stöðugir bardagar á þeim skala - auðvitað valda miklu stöðugu mannfalli!

  • Þess vegna má auðvitað ekki verða rof í vopna-sendingum til Úkraínu.

Eyðilagður Rússneskur skriðdreki Úkraínu!

See the source image


Netbloggarar halda enn áfram að safna gögnum um stríðið!
Þeirra tölur eru þeirra eigin!

Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.
Takið eftir að þessi vefur birtir mikinn fj. mynda.

Tjón beggja í formi brynvarinna farartækja!

  1. Rússland: 1616, of which: destroyed: 774, damaged: 30, abandoned: 224, captured: 588
  2. Úkraína: 389, of which: destroyed: 154, damaged: 5, abandoned: 49, captured: 181

Ef marka má tölur þessara bloggara -- er tjón Rússa greinilega meira.
Áhugavert ef þ.e. virkilega rétt að Úkraínumenn hafi hertekið flr. tæki en þeir hafa misst.

  1. Bendi á, það þarf ekki vera - ósennilegt. Að tjón Rússa sé meira.
  2. En hertól Rússa, eru mun veikar brynvarin en -- dæmigerð sambærileg tæki Vesturlanda, er rökrétt gerir þau auðveldar að eyðileggja.
  3. Þar fyrir utan, að Úkraínumenn hafa fengið þúsundir af skriðdreka-flaugum frá NATO, sl. vikur.
  • Skv. lýsingu á NATO skriðdreka-flaug, hafa þær í dag -- 2 sprengi-hleðslur.
    Sú fyrri springur fyrst, til að taka úr svokallaða ERA (Explosive Reactive Armor) sem Rússar nota mikið sem - viðbótar brynvörn. Seinni hleðslan springur síðan strax örskömmu síðar, og eyðileggur skriðdrekann. Eða brynvarða farartækið.

Hertól eru alltaf í þróun -- 2 sprengi-hleðslur, séu svar við ERA aukabrynvörn.
Sem ætlað er einmitt að núlla - svokallaðar shaped charge warheads.
Sem sagt, sprengi-hleðslur sem eru hannaðar til að granda skriðdrekum.
Með því að bera tvær sprengi-hleðslur, snúi NATO flaugin dæminu við, og núlli ERA aukabreynvörnina -- þar með vörn rússn. skriðdrekanna gagnvart flaugum af þessu tagi.

Mynd frá Aljazeera 6. Mars. sl. Ekki miklar breytingar síðan!

See the source image

Niðurstaða

Geta Rússar enn unnið stríðið -- auðvitað. En ég held að til þess, þurfi Vesturlönd að slaka á - m.ö.o. verða minna dugleg við vopnasendingar. En lykilatriðið fyrir Úkraínu, er áframhaldandi vopnasendingar.
--Mjög sennilegt að það sé vopnasendingum stórum hluta að þakka, að Úkraínumenn eru a.m.k. ekki enn i vonlausri stöðu í Norður hluta landsins.

Sannarlega er her Rússlands mun stærri - á teikni-borðinu.
Hinn bóginn, það að Pútín sé að snapa hermenn frá Sýrlandi.
Beita Lukashenko þrýstingi, að senda sinn her inn.
Fær mig til að efa að, Rússland geti raunverulega beitt verulega meira liði en fram til þessa.

  1. Eitt sem mér finnst vanta í umræðuna -- er flutnings-geta.
    En her getur ekki beitt meiri liðsstyrk, en þeim er geta hersins til flutninga á vistum, ræður við að halda uppi.
    --Þetta er algert lykilatriði.
  2. Her sem ekki fær nægileg vopn, eldsneyti eða skotfæri.
    Getur lítt beitt sér.
  3. Ef þeir þættir renna til þurrðar.
    Þyrfti sá her að gefast upp hreinlega.
    Þess vegna er svo mikilvægt - að NATO sendi áfram vopn.
  4. Sama gildir um rússn. herinn á Kíev svæðinu.
    Að ef, vista-flutninga-vandræðin versna.
    Gæti versta sviðsmynd þess hers orðið, allsherherjar uppgjöf.

Ég er ekki að spá slíku - einfaldlega að benda á, verstu sviðsmyndir.
Úkraínumenn virðast með velheppnuðum hætti, ráðast á flutninga Rússa.
A.m.k. í Norður-hluta landsins, virðist það virka.
Þær árásir geta skírt vandræði Rússa á þeim vígsstöðvum.

Þ.e. því þörf ábending -- hversu stór ógn þær árásir eru.
Því eins og bent er á, í versta falli mundi það knýja þann rússn. her til uppgjafar.
Það eru því eingar íkjur -- að flutningar séu algert lykilatriði.
Það gildir að sjálfsögðu fyrir báða heri.

  1. Það að Rússum vegnar betur í Suður hluta landsins, er líklega vegna þess.
  2. Að flutningar þeirra þar, eru mun öruggari.

Styttri flutninga-línur, en einnig úr fleiri áttum.
-------------
Það gæti auðvitað hugsanlegs skapað þá sviðsmynd.
Að Úkraína hafi sigur í Norður-hluta landsins.
En reynist síðan ómögulegt, að þvinga Rússa frá Suður-hluta landsins.

Hinn bóginn, hafa Úkraínumenn -- enn Suð-Vesturhlutann.
Meðan að flest bendi til að, Rússar nái alfarið ströndinni við Azovshaf.
Þannig land-tengingu milli Krím og Donbass.
--Tæknilega gæti Rússland hugsanlega hangið á því svæði.

  • Ef Úkraína heldur Odessa, þá er landið enn efnahagslega sjálfbært.
    En megnið af útflutningi landsins, hefur farið um borginar tvær, þ.e. Mariupol og Odessa, að missa Mariupol er reiðarslag, en tæknilega mögulegt að auka við mannvirki á hafnarsvæði Odessa.

Það er rétt að meirihluti íbúa - Donetsk og Lugansk, tali Rússnesku.
Hinn bóginn, virðast flestir þeirra samt telja sig Úkraínumenn.
Þetta sést á gögnum frá manntali frá 2001.

Sjá hlekk á mynd: https://en.wikipedia.org/wiki/Russians_in_Ukraine#/media/File:UaFirstNationality2001-English.png. Ath. bláu svæðin, þ.s. meirihluti leit á sig sem Rússa.
--Magir hafa álitið augljóst, rússn. mælandi mundi telja sig augljóslega Rússa.
En skv. 2001 manntali, virðist annað uppi á teningnum.

---------------

Skv. nýjustu fréttum, virðist Mariupol borg vera falla - harðir bardagar í borgarmiðju segja fréttir nú, sjálfsagt verður vart steinn yfir steini er yfir lýkur:
Hell on earth.

Russian troops have now entered the city centre with heavy fighting reported on some of its main shopping streets and near Theatre Square, a key landmark. - The front line runs right through Mariupol now - Russian forces are already in control of Livoberezhnyi Raion, or left-bank district, in the east of the city - s well as Mikroraiony 17-23, a string of residential neighbourhoods in the north-east

Hljómar sem verjendur berjist til síðasta manns. Mannfall hlýtur að vera óskaplegt.
Með falli Mariupol, ráða Rússar allri ströndinni við Azovshaf.
Hafa þar með fulla landtengingu milli Krím, og Donbass.

 

Kv.


Úkraínustríðið er líklegt að valda miklum matvælaverðs-hækkunum í heiminum! Matvælaverðshækkanir bætast ofan á olíuverðshækkanir! Pútíns-stríðið gæti því ræst nýja öldu óstöðugleika í fátækum 3heims löndum!

Mig rámar í að vorið 2010 er svokölluð - Arab Spring Movement - fór af stað, hafi einmitt matvælaverð verið tiltölulega hátt, vegna tímabundinna vandamála í stórum matvælaframleiðslulöndum út af uppskerubrest!
--Hinn bóginn, verða afleiðingar Úkraínustríðsins í tengslum við matvælaverðshækkanir, líklega mun alvarlegri en -- skammtíma uppskerubrestur!


Afleiðingar tengdar Úkraínu-stríðinu, gætu ræst alvarlega heimskrísu!

Skv. aðvörun frá Sameinuðu Þjóðunum -- gæti matvælaverð hækkað um 20%.
Hafið í huga, að olíuverð er einnig að hækka -- af völdum stríðsins!

Russia’s war in Ukraine could cause a 20% jump in food prices, the UN agency says

  • Til samans, geta matvæla og olíuverðshækkanir ræst stórfelldum heims-vanda.

Frétt CNN: War has brought the world to the brink of a food crisis

The biggest problem is wheat, a pantry staple. Supplies from Russia and Ukraine, which together account for almost 30% of global wheat trade, are now at risk.

Þar fyrir utan, eru bæði löndin stórir framleiðendur á áburði.
Verðlag á áburði hefur rokið upp -- vegna stríðsins!
--Sú hliðarverkun mun einnig víxlverka við matvælaverð!

The number of people on the edge of famine has jumped to 44 million from 27 million in 2019, the UN's World Food Programme said this month.

Ath. sú þróun tengist -- hnattrænni hlýnun, ekki afleiðingum stríðsins.
Þær afleiðingar, augljóslega munu fjölga -- verulega enn meir!
Þeim fjölda fólks í heiminum sem býr við hungurs ástand, eða nær hungur!

  • Augljóslega þíðir þetta, aukinn fjölda flóttamanna frá 3ja heims löndum.
  • Beint ofan í, flóttamanna-krísu tengda Úkraínu.
    Er gæti orðið svo stór sem, 10-15 milljón.
    Þegar 2,6 milljón flúnar frá Úkraínu -- ath. á einungis 3-vikum.

Financial Times: Russia’s invasion to have ‘enormous impact’ on world food supplies.

Together with Russia, Ukraine is a leading grain and sunflower oil supplier to world markets, accounting for just under a tenth of global wheat exports, about 13 per cent of corn and more than half the sunflower oil market, according to UN Comtrade.

The Independent: More countries will ‘feel the burn’ as food and energy price rises fuel hunger, warns WFP

A report just published by WFP warns that the costs of its global operations look set to increase by $29m (£22m) a month. When added to pre-existing increases of $42m (since 2019), the total additional costs facing WFP are $71m per month.

Við vitum að sjálfsögðu ekki hversu alvarlegar afleiðingar hækkanir matvæla, ofan í hækkanir olíuverðs -- verða, sérstaklega í 3-heims löndum!

Hinn bóginn, varar reynsla sögunnar okkur við því -- að þær geta orðið stórfelldar!

 

Stríðið í Úkraínu heldur áfram að mala -- eftir 3 vikur af stríði, virðist höfuðborg Úkraínu ekki í nokkurri stórelldri hættu á að falla!

Skýrar vísbendingar eru um að -- rússn. herinn sé hreinlega illa búinn til stríðs.
Hvað akkúrat veldur því er ekki nákvæmlega vitað.
--En mikill skortur virðist á búnaði þeim, er herinn ætti að hafa til umráða.

Sem leiði til vandræða af margvíslegum hætti, sem hafa komið í ljós.

  • Ein hugsanleg skýring -- sé kannski -- útbreidd spilling.
  • T.d. að búnaður sé einfaldlega, seldur úr birgða-geymslum.
  • Eða að - milli-liðir innan hersins - hirði peninga - búnaður sem átti að kaupa, berist þá aldrei til hersins.

Skortur á samskipta-tækjum, svo hermenn eru að nota -- eigin síma.
Og frámunalega léleg dekk, sem mörg farartæki hersins virðast hafa.
--Séu vísbendingar!

Mikill fj. tækja er virðist hreinlega hafa fests sig, má sjá á gerfihnöttum.
Herinn virðist ekki hafa þau dekk sem hann þarf, svo tækin drífi við lélegar aðstæður.
Þetta gæti verið stór hluti skýringar, af hverju 40 mílna löng lest tækja, hefur nú ca. 2-vikur verið nær alveg föst að sjá má á veg er liggur til Kíev borgar!

 

Pantsir-S1 wheeled gun-missile system -- Úkraínumenn náðu, eftir að tækið var skilið eftir af rússneskum hermönnum! Takið eftir ástandi dekkja!

Image

  1. Twitter þráður er útskýrir er, hvað ástand dekkja tækisins gefur vísbendingu um :Poor Russian Army truck maintenance practices.

  2. Annar Twitter þráður:
    Intelligence acquired since the beginning of the Russian military operation over Ukraine has shown an immense lack of logistic support, making this war one of the most unique in 2022 when it comes to surveillance.

    Á þeim þræði eru varðveitt nokkur fj. skilaboða milli rússn. hersveita.
    Sem áhugamenn náðu - út af notkun rússn. hermanna á GSM-símum.
    Er virðast ekki hafa haft nokkurt form af - encription - til að tryggja að símtölin væru ekki hleruð.
    --Það að fj. rússn. hersveita virðist nota - civilian - búnað til samskipta.
    Er vísbending um það, að e-h verulega mikið sé að innan rússn. hersins.

  3. Bloggarar sem sérhæfa sig í að fylgjast með stríðinu, telja að mannfall Rússa
    hafi verið mjög mikið, einnig tap rússn. hersins á tækjum
    :
    Documenting Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.
    Takið eftir að þessi vefur birtir mikinn fj. mynda.

    Russia - 1161, of which: destroyed: 485, damaged: 14, abandoned: 179, captured: 483.
    Tjón Úkraínuhers á tækjum er einnig mikið ef marka má þann vef, sbr:
    Ukraine - 324, of which: destroyed: 121, damaged: 5, abandoned: 45, captured: 153.
    Eins og sést er tjón Rússa meira, þrátt fyrir yfirburði í lofthernaði.

Útbreidd notkun lélegra dekkja, gæti skýrt það að mikill fj. rússn. tækja, sé lagt á vegum Úkraínu -- þ.s. þeir eru auðveld skotmörk úr lofti!

Image

En það eru vísbendingar að rússn. herinn sé mjög ragur til utan-vega-aksturs.
Og að leggja tækjum utan vega.
--Sem auðvitað gerir - drónum Úkraínuhers - auðveldar um verk að valda miklu tjóni, er þeir drónar gera árásir um nætur.

  1. Það að hersveitir Úkraínu, virðast of geta hlustað á rússn. hersveitir - því þær nota - civilian - búnað, án - encription - þannig auðvelt er að hlera.
    Hefur örugglega komið sér vel.
  2. Þar fyrir utan, hlýtur úkraínski herinn hafa gert margar árásir á þá löngu lest tækja, er hefur nú nær 2-vikur verið í langri beinni röð á veg til Kíev.

Það sé alveg á tæru -- að rússn. herinn virðist illa búinn!
Við ættum ekki að rífast um það atriði.
Hinn bóginn -- af hverju er það svo?

  1. Spillingar-tengdar skýringar eru freystandi.
  2. Hinn bóginn, gæti það einnig einfaldlega verið það -- að fátækt Rússlands sé nú að koma fram í dagsljósið.

Rússland er að reka - 900þ. manna her á skóstrengs-fjárlögum!
Nú getur það verið að birtast - hvað það þíðir að reka stórann her á skóstreng!

  • Kannski er það, fátækt Rússlands er birtist í -- skorti á búnaði er ætti að vera til staðar.
  • Skortur er nú kemur niður á innrás Rússlands-hers með margvíslegum hætti.

M.ö.o. herinn sé með hætti sem vel sést á gerfihnöttum, illa búinn.
Samskipti hersins séu hleranleg af - civilian amatours - því ekki sé með nægilegum hætti notast við samskipta búnað sem sé nægilega varinn gegn hlerun.

  • Þar fyrir utan, virðast hermennirnir sjálfir illa búnir.
  • Og aginn ásamt móral, lélegur.

Það tónar við -- kenninguna, fátækt Rússlands komi niður á hernum!
Í því ljósi -- virðist möguleikinn á sigri Rússlands, fjarlægari enn frekar!

 

Niðurstaða

Vegna margvíslegra vandamála er rússn. herinn glímir við, vandamál sem hafa komið mörgum í opna skjöldu. En flestir virðast hafa haldið að rússn. herinn væri betri en sú mynd af honum er nú birtist.
Vandamál rússn. hersins að sjálfsögðu hafa bætt mjög möguleika Úkraínuhers.

Margir svokallaðir sérfræðingar héldu Úkraína mundi verða sigruð a.m.k. fyrir viku.
En á 3ju viku stríðs, virðist stríðið á leið í þróun í átt að, stíflu eða teppu.
M.ö.o. að líkur virðast vaxa, að Úkraínumenn haldi velli líklega í Norður og Vesturhluta Úkraínu, meðan að þeim vegnar síður vel í Suður-hluta.
--Af þessa völdum, virðist flest benda til langs stríðs!

  1. Sem leiðir til vandamála tengd matvælum.
  2. Og olíu.

En langt stríð í Úkraínu - eiginlega tryggir hátt matvæla-verð kannski um árabil.
Sama getur þá átt við olíuverð, að átökin um Úkraínu - leiði samhliða til mjög hás olíuverðs um árabil.

  1. Hátt verðlag sannarlega bitnar á Vesturlöndum einnig.
  2. Hinn bóginn, verða afleiðingar langvarandi verðhækkana á mat og orku, miklu mun alvarlegri í -- 3heims löndum!

Mér virðist alveg raunhæft að það geti risið upp -- stórfelldar krísur í 3-heims löndum! Þannig að - Pútíns-stríðið, geti hrint af stað mjög umfangs-mikilli röð slæmra afleiðinga!
--Flóttamanna-straumur frá Úkraínu, gæti því einungis verið byrjun á miklu stærri flótta-manna-bylgju, sem óbeinar afleiðingar átakanna gætu átt eftir að ræsa.

 

Kv.


Ég átti von á helvíti á Jörð af hálfu Rússa í umliðinni viku í Úkraínu - það rættist í Suður hluta landsins; en í Norður hlutanum hefur stríð Rússa virst á bakfætinum. Margir velta fyrir sér, af hverju!

Þegar ég skrifaði síðast um Úkraínu-stríðið, taldi ég að vikan sem er liðin -- mundi verða óskaplega erfið fyrir íbúa landsins. En fregnir sunnudags sl. viku voru þær, að 60km. löng lest farartækja væri á leið til Kíev. Skv. fregnum, voru og eru í þeirri lest farartækja -- tugir þúsunda rússneskra hermanna!
Hinn bóginn, nam sú lest staðar sl. þriðjudag, og hefur vart færst úr stað síðan.
--Margar pælingar uppi, af hverju sá her - nam staðar, hefur síðan lítt færst sig.

Í Suður-hluta Úkraínu hefur allt annað verið á teningnum, þ.e. þar hafa Rússar farið mikinn, látið rigna sprengjum - viðhaft harðar árásir á borgir landsins.
Og talið hafa tekið a.m.k. eina stóra þ.e. Kherson!

Kortið sýnir stöðuna fyrir innrás Rússlands nýverið!

See the source image

Af hverju Rússum vegnar vel í Suður-hluta Úkraínu!
Eins og sjá má, eru flutninga-leiðir mun styttri, þ.e. það eru án vafa birgðastöðvar á Krím-skaga, og einnig í Lugansk og Donetsk hluta landsins er þegar fyrir núverandi innrás voru undir stjórn Rússa (þó Pútín viðhéldi skröksögu um uppreisnamenn).

  1. Ég ætla að gera ráð fyrir því að e-h sé til í sögum um, vandræði Rússa við skipulag flutninga -- sé a.m.k. að hluta að baki vanda hers þeirra nærri Úkraínu, þ.e. þess hers er var greinilega ætlað að gera stór-árás á þá borg.
    En síðan sl. þriðjudag verið staður tugi km. frá Kíev.

    Ég veit, það virðist nánast farsa-kennt, að Rússar ráði ekki við flutninga.
    Þ.s. flutninga er hægt að skipuleggja nákvæmlega þ.s. menn eiga að vita eldsneytis-eyðslu farartækja, dæmigerða neyslu hvers hópa hermanna, og þörf fyrir fyrir skofæri o.s.frv. -- geta því reiknað hve mörg farartæki þarf til þeirra flutninga.
    --En vísbendingarnar eru einmitt á þá leið, stór hluti sögunnar um herinn, sem ekki hreyfist, sé vegna vandræða með vistaflutninga.

    Þar fyrir utan má reikna með, að Úkraínumen hafi sprengt brýr, en nútímaher á að ráða við það -- geta lagt bráðabirgðabrýr.
    Og, einnig er sennilegt Úkraínuher hafi grafið sprengjur undir vegi -- en það er einnig viðráðanleg, meina -- í Seinna-Stríði höfðu menn fattað ráð við því.

  2. Þess vegna, virðist manni sterk vísbending -- að skipulag innan hers Rússa sé í molum, fyrst að herinn er enn í dag sunnudag nær viku seinna, enn staður.
    --Þetta er auðvitað katastrófa fyrir áætlanir Rússa í Norður-hl. landsins.
    --Þ.s. staði herinn, gefur Úkraínumönnum meiri undirbúnings-tíma.

    Þar fyrir utan, að staður her -- er frábært skotmark, ef Úkraínumenn eiga enn eitthvað til að ráðast að þeim úr lofti.
    En einnig, staður her -- veitir einnig tækifæri til árása á landi á þann her.
    --Ég meina, Úkraínuher ættu að geta skipulagt - árásir með skæruliða-aðferðum.
    Ef þeir hafa ekki þegar hafið einhverjar slíkar skærur, væri ég hissa.

    Eftir að verða vitni að -- staðna hernum í viku.
    Þá er hugun mín sú -- að Rússland sé líklega veikari en maður hélt.
    --En í alvöru, ef rússn.herinn ræður ekki við það vandamál að halda í gangi her - tja sennilega á bilinu 40-50þ. sterkum - sem er í nokkur hundruð km. fjarlægð frá stórum hergagna-miðstövðum.
    Þá er rússn. herinn í dag, hreinilega miklu mun lélegri her - skipulagslega séð - en rússneski herinn var, í Seinna-Stríði.

    Þetta leiðir mann til að velta fyrir sér, að kannski sé skipulag orðið lélegt á fleiri sviðum hugsanlega innan Rússlands.
    En ef herinn ræður ekki við verkefni af þessu tagi.
    En herinn hefur fengið hvað mesta athygli Pútíns.
    Skipulag þar ætti því að vera - með því besta í Rússlandi.
    Þá velti ég fyrir mér, hvernig er skipulag þess, er Pútín hefur síður fylgst með.

  3. En þ.e. þekkt vandamál, að einræði er yfirleitt meira spillt en lýðræðis-stjórnarform, hinn bóginn geta góðir stjórnendur samt gert e-h til að halda spillingu niðri, en illa skipulagt einræði getur á hinn bóginn orðið virkilega hræðilega spillt.
    Spilling kemur niður á skipulagi og framkvæmd verkefna, er spilling er orðin virkilega hræðilega slæm.
    Kannski er Rússland Pútíns komið einmitt á þann stað, að vera orðið það lélegt innra skipulagi ekki síst vegna alvarlegrar útbreiddrar spillingar, að alvarlegt rot ástand sé farið að -- ágerast.

 

Ef þ.e. svo að spilling er það alvarleg að rússneski herinn hefur ekki lengur skipulagslega getu til að viðhalda stríðinu svo vel sé!
Þá þurfum við ekki að ræða það frekar, hvort Pútín vinnur.
Hann gerir það þá klárlega ekki!

  1. Skv. nýlegum upplýsingum, gafst borgarstjóri Khersons upp.
    M.ö.o. borgin var ekki tekin með áhlaupi.
    Ég ætla ekki að gagnrýna borgarstjórann.
    Þ.s. Rússar höfðu þá í nokkra daga þegar gert harðar stórskota-árásir.
  2. Hinn bóginn, sýnir þetta það - að rússneski herinn virðist ekki ráða við það verkefni, að taka stóra - skipulega varða borg - með áhlaupi.
    Minni borgir hafa fallið, en enn sem komið er - engin af stærri borgum.
    Nema, Kherson -- sem var gefin upp.
    Þetta er frekari vísbending þess, að rússn. herinn sé lélegri en ég hélt.
  3. Athugið einnig, hvernig rússn. herinn hefur verið að ráðast að borgum í Suður-hluta, þ.e. með stórskota-regni, og eldflaugum.
    Mariupol heldur enn úti, þrátt fyrir að borgin sé nær öll í rústum.
    Líklega heldur hún ekki út mikið lengur.
    En þ.e. hve tregir Rússar eru til áhlaupa, sem er athyglisvert.

En það eru vísbendingar að herþjálfun Rússa, sé lakari en haldið var.
Og þar fyrir utan, að mórall hersins, sé mun lakari en búist var við.
Her sem ekki er vel skipulagður, slæmur í móral, illa þjálfaður.

  • Væri her sem einmitt hegðar sér með þeim hætti, sem rússn. herinn gerir.

Bretar sem segjast ætla til Úkraínu að berjast!

Leon Dawson and Tom Konarzewski plan to join Ukraine's defence effort despite having no military experience

Hve rússn. herinn virðist arfa lélegur, þó hann sé stór, þó hann ráði yfir miklu af stórskota-vopnum!
Gefur manni vonir að Úkraínumenn, hafi betri séns en margir bjuggust við.

Þetta er mjög áhugavert - upplyfun þeirra sem ætla að berjast virðist sú.
Að árás Rússlands á Úkraínu, sé árás á lýðræði sem fyrirbæri.
Og einnig að um sé að ræða árás á Vesturlönd sem slík.
En einnig, að ef Pútín sé ekki stöðvaður, geti hann haldið áfram!
Einnig virðist fljóta undir, hugmyndin um, réttlátt stríð!


Á meðan halda Vestræn fyrirtæki áfram að - segja skilið við Rússland!
Visa and Mastercard suspend operations in Russia

  1. Sumir vilja meina þetta sé veik aðgerð.
    Þ.s. að kortunum er ekki lokað.
    --Ég held á hinn bóginn, VISA og MasterCard hafi ekki getað gert það.
  2. En skv. reglum í Rússlandi, urðu þau að starfa innan kerfis.
    Sem er rekið í Rússlandi!
    Þ.s. fyrirtækin gera, þau hætta að veita - kortahöfum þjónustu!
  • Skv. mínum skilningi, þíðir það -- að kortin eru einungis nothæf við viðskipta í Rúbblum, og einingis nothæf í Rússlandi sjálfu!

Í mínum augum er það ekki smá aðgerð, því að þar með lokast á - leiðir fyrir rússn. almenning, til að eiga í viðskiptum með gjaldeyri!
Það sé einmitt tilgangur Vesturlanda, að loka eins mikið og praktískt mögulegt er, á aðgengi Rússlands -- að viðskiptum í Vestrænum gjaldmiðlum!

  1. Ef það þíðir, að Pútín getur einungis fjármagnað stríðið í Rúbblum.
  2. Gæti það þvingað hann til - stöðugrar prentunar.

Og það gæti leitt til, klassískrar óðaverðbólgu sbr. Zimbabwe, eða Venezúela.

  1. Aðgerð Vesturlanda er auðvitað -- efnahagsleg árás á annan kannt.
  2. Síðan, stuðningur með vopna-sendingum við Úkraínu, á hinn kannt.

Ef fjöldi íbúa Vesturlanda gengur til liðs sjálfviljugir til að berjast með Úkraínu, er það einfaldlega bónus þar ofan á!

 

Niðurstaða

Það var mikill beygur í mér um horfur mála í Úkraínu sunnudag vikuna áður, sbr. fregnir um risa-fylkingu rússn. hers er þá bárust fregnir af að væri á leið til Kíev.
60km. löng var sú lest farartækja, en sú hefur ekki hreyfst síðan sl. þriðjudag!

Sérfræðingar telja orsakir í bland vera - lélegt skipulag Rússa, og aðgerðir Úkraínuhers.
Það er hið fyrra, sem er athyglisvert!

En ég tel aðferðir Rússa sbr. augljós tregða til áhlaupa á borgir, heldur setið um þær og látið rigna sprengjum -- styðja orðróm á þann veg, að rússn. herinn sé ekki nærri eins sterkur of margir hafa haldið!
Kherson, virðist einungis hafa fallið, er borgarstjóri þar skipaði að leggja niður vopn.

Sem þíðir, að Rússar hafa ekki tekið eina einustu stóra borg, með öðrum hætti.
Vandræði Rússn. hersins í Norður-hl. Úkraínu, veita Úkraínumönnum nýja von.
Þar fyrir utan, hafa þau vandræði gefið meiri tíma, en ég bjóst við að Úkraínumenn hefðu til að efla varnir þar enn frekar!
Þar fyrir utan, verður her sem ekki hreyfist -- að skotmarki.

En sá her virðist enn, í langri röð á sama veginum!
Þannig séð, fullkomnara verður skotmark ekki, til loftárása!
Ef Úkraínumenn hefðu enn flugher, væri búið að sprengja lestina í tætlur þegar.

Síðan, getur lélegt skipulag í hernum -- einnig gefið vísbendingar þess.
Að ríkið sjálft í Rússlandi, sé veikara en menn héldu!
Sem kannski þíðir, að rússn. ríkið hafi - kannski - mun minna mótstöðu-afl, en menn hafa áætlað.

 

Kv.


Refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Seðlabanka Rússlands, geta gert 640 milljarða gjaldeyrisforða Rússlands nær einskis nýtan, nær öll NATO lönd hafa lofað vopnasendingum til Úkraínu! Tyrkland segist ætla hindra rússneskar herskipaferðir um Bosporus sund!

Skv. nýrri frétt, ætlar Tyrkland að - hindra ferðir herskipa Rússlands um Bosporus.
Þetta hlýtur að teljast - stórfrétt:

At the beginning, what Russia was doing was an attack, -- We assessed it with experts, soldiers, lawyers. Now, this has turned into a war. -- Turkey had always implemented the Montreux agreement to the letter, -- In these conditions we will also implement the Montreux Convention.

Utanríkisráðherra Tyrklands segir m.ö.o. að Tyrkland túlki nú stöðu NATO vs. Rússland, sem formleg átök -- ergo, að skv. gömlu samkomulagi um Bosporus, sé Tyrkland skulbundið til að loka sundunum milli Miðjarðarhafs og Svartahafs fyrir rússn. herskipaumferð.
Svo lengi sem formleg átök milli NATO og Rússlands standa yfir.
----------------

Viðbrögð Vesturlanda gegn grimmri innrás Rússlandshers inn í Úkraínu, eru að reynast þær sem mig dreymdi um - þ.e.:

See the source image

  1. Grimmar refsiaðgerðir, nokkrir rússn. bankar hafa verið lokaðir frá SWIFT viðskiptakerfinu - mikilvægast, ákveðið var að loka á aðgengi Seðlabanka Rússlands, að gjaldeyris-viðskiptum í vestrænum gjaldmiðlum - þess fyrir utan, stendur til að leita uppi allar eigur einstaklinga er tengjast Pútín og frysta þær hvar sem þær finnast á Vesturlöndum, þarf ekki að nefna öll fyrirtæki sem viðkomandi eiga er nú óheimilt viðskipti í gjaldmiðlum vesturlanda!
    --Fyrir utan, ekki voru settar refsiaðgerðir á olíu og gas-útflutning Rússlands.
    Það þíðir að aðgerðirnar duga ekki til að slökkva á hagkerfi Rússlands!
    Líklega er aðgerðin gegn Seðlabankanum mikilvægust.
    --En hún líklega þíðir, að 640 milljarða gjaldeyris-forði er orðin nær gagnslaus eign a.m.k. svo lengi sem aðgerðin stendur yfir:
    U.S., EU Cut Some Russian Banks From SWIFT, Target Central Bank
  2. Sinnaaskipti Þýskalands er sennilega mikilvægasta breytingin innan NATO.
    En þjóðverjar ákváðu í gær - að hætta að hindra sendingar á vopnum frá NATO vopnageymslum til Úkraínu, sem og að vopn sem þeir hafa sent til NATO landa séu send til Úkraínu -- þess fyrir utan að þeir sjálfir hafa lofað litlu magni af skriðdreka-bönum og loftvarnaflaugum.
    --Í kjölfar sinnaskipta Þjóðverja, liggja nú fyrir loforð nær allra NATO landa um vopnasendingar til Úkraínu.
    Stríðið þó mun gera vopnasendingarnar flóknar í framkvæmd, þó alls ekki ómögulegar: Efforts to supply weapons to Ukraine face multiple obstacles.
  3. Helsti veikleiki Úkraínuhers, gæti hreinlega verið -- magn skotfæra og annarra vopna t.d. skriðdreka-flauga, sérstaklega í tilvikum er hersveitir eru að berjast í umkringdum borgum, svo sem Odessa og Mariupol.
    Þess vegna er það mjög mikilvægur liður að senda þeim þau skotfæri sem þeir þurfa, ekki síst - meir af skriðdreka-flaugum, og loftvarnaflaugum.
    --Eins og mig grunaði, hefur komið í ljós að loftvarnakerfi Úkrainu virkar.
    Það er kerfi sem er frá Sovét-tímanum, en þ.s. flugvélar Rússlands eru ekki stealth vélar - þá virkar það samt sem áður, og ef marka má fréttir hefur kerfið reynst fært um að skjóta niður í tilvikum ballistískar flaugar og nokkurn fjölda cruise-flauga, fyrir utan nokkur fjöldi rússneskra bardagaflugvéla virðist hafa verið skotinn niður.
    --Þetta virðist þíða þ.s. ég vonaðist eftir, að Rússland hefur ekki algerlega frjálsan lofthernað innan landsins, eins og t.d. í Sýrlandi.
  4. Þess fyrir utan, hefur Úkraínuher - gert þ.s. rökrétt var - þ.e. hörfa undan sókn Rússlands-hers að borgum, og þær eru að sést verður - notaðar sem tappar til að stöðva framrás Rússlandshers.
    --Skv. fréttum er nú hart barist um borgina, Kharkiv:
    Russian troops enter Ukraine's Kharkiv -Ukrainian official.
    Það verður að koma í ljós hvort Kharkiv stendur eða fellur.
    En Úkraínuher virðist nota borgina sem tappa.
    Sem hindrar framrás Rússlandshers úr þeirri átt inn í landið.
    --Þess fyrir utan er nú fjöldi smærri borga umkringdar.
    Rússlandsher virðist tregur til að sækja inn í þær a.m.k. til þessa.
    Enda mannfall í borgar-átökum líklegt að vera mjög mikið.

    Úkraínuher heldur því töluverður landi enn milli stórra borga.
    Þ.s. borgirnar eru þá tappar er virka a.m.k. nokkru leiti til að hindra hina rússnesku innrás.
    --Rússlandsher á líklega engan valkost annan, en að sækja inn í Kharkiv og Kíev, tvær stærstu borginar og mikilvægustu tapparnir.
    --Um þær verða líklega hörðustu bardagarnir.

See the source image

Það verður auðvitað að koma í ljós - hvort Úkraínuher getur áfram haldið vörn sinni.
Mikilvægasti bardagi sunnudagsins, er líklega orrustan um Kharkiv.
Næst stærstu borg Úkraínu!
--Að tapa þar væri bagalegt, því Kharkiv borg heldur framrás fjölmenns Rússnesks hers úr þeirri átt inn í landið, m.ö.o. mikilvægur tappi.

Í kjölfarið yrði Úkraínuher þar, líklega að hörfa langt undan!
En hingað til virðist Úkraínuher, halda tengingu við Kíev.
--Þ.e. Kíev er ekki umkringd, vörnin í Kharkiv er líklega einn megin grundvöllur þess að Úkraínuher nær enn að halda slatta af landi á milli borganna, sem eru í ágætis fjarlægð.

  • Ég geri því ráð fyrir að Úkráinuher muni gera allt til að brjóta á bak aftur árásina á Kharkiv bog, hlusta á fréttir kvöldsins um það hvernig fór.

Orð Zelenskis nú orðin heimsfræg: the fight is here. I need ammunition, not a ride.

See the source image

Eitt sem Úkraínustjórn - gerði síðustu dagana fyrir innrás!
Var að opna vopnabúr Úkraínuhers, til að dreifa vopnum til borgara landsins.
Fjölda mynda hafa nú birst á netinu af venjulegum íbúum, að þiggja vopn, að munda vopn.
Þess fyrir utan, hefur ríkisstjórn Úkraínu, dreift leiðbeiningum til borgara landsins um það, hvernig má búa til margvísleg -makeshift- vopn, t.d. til að bana bryndrekum.

  1. Tilmæli Pútíns til íbúa Úkraínu: Að leggja niður vopn. Eru greinilega höfð að gengu.
  2. 2. Sambærileg tilmæli til Úkraínuhers, greinilega einnig virt af vettugi.
  • Ef Pútín virkilega trúði því að Úkraínufólk mundi taka við innrásinni, sem frelsun -- þá virkilega var og er Pútín eins einangraður í fyrru.
    --Og George W. Bush var rétt fyrir Íraksstríð 2003.
  • Afar sérkennilegt tal um -de-nazification- er Zelenski forseti er gyðingur.

 

Niðurstaða
Það er undir Úkraínuher og þeim borgurum Úkraínu er berjast með sínum her komið hvort að - loforð um vopnasendingar frá NATO löndum koma að notum. Hið minnsta þarf Úkraína að halda út - út nk. viku mundi ég halda. Til þess að fyrstu vopnasendingarnar hafi möguleika á að hafa náð að berast til þeirra.
--En ef Úkraína heldur út nk. viku, þá á ég von á að það versta sé yfirstaðið.

En frá þeim punkti, ætti vera stöðugt flóð vopna.
Nk. vika er einnig mikilvæg, því að skv. skipun Pútíns um að beita öllu innrásarliði Rússlands, en ca. helmingur þess var enn við landamærin, þá standa varnir Úkraínu í nk. viku frammi fyrir ítrekuðum árásum, þegar þær hersveitir sem enn voru ekki komnar inn í átökin mæta á svæðið og leggja til atlögu.
--Ef Úkraínuher heldur vikuna út, þá mun hann hafa staðist þá atlögu þ.s. að öllum innrásarhernum sé beitt.

  • Ef hann heldur það út, þá væri möguleiki til þess að stríðið breyttist í pattstöðu.
  • Með NATO stöðugt útvegandi næg vopn til að halda Úkraínuher gangandi.

Ég hugsa því að Pútín hafi nk. viki til að ná fram þeim sigri hann stefnir að.
Hinn bóginn, væri sá sigur líklega -- Fyrrískur.

  1. Ég á ekki von á að Kína - veiti Rússlandi aðstoð til að brjóta á bak aftur refsiaðgerðir Vesturlanda!
  2. Vegna þess að - sérhverja viku veltir hagkerfi Kína trilljónum í Vestrænum gjaldmiðlum - sérhvern mánuð getur verið að velta Kína í vestrænum miðlum sé að umfangi stærra en allt hagkerfi Rússlands.
    --M.ö.o. séu hagsmunir Kína innan Vestrænna gjaldmiðla, margfalt verðmætari en nemur verðmæti gervalls hagkerfis Rússlands.

Samstaða Vesturlanda um að refsa Rússlandi sé orðin alger!
Pútín hefur tekist að sameina þ.s. var sundurlaus her Vesturlanda í einn hramm.

Ef Pútín hélt að samstöðuleysi mundi hindra möguleika á samstöðu.
Það virðist að innrásin í Úkraínu - hafi skapað slíkt ofsareiði að samstaða myndaðist. Skorturinn á samstöðu, er var allt að fyrsta innrásar-degi, hefur nú dagana síðan innrásin hófst horfið eins og dögg fyrir sólu.
--Pútín hlýtur að hafa vanmetið þá reiðibylgju er gæti myndast.

Meira að segja Þýskaland er lengt hélt úti.
Hefur nú gefið eftir - gagnvar þeim vilja er reiðin hefur framkallað.

Nýlega sagði ég eftirfarandi: Ætlar Pútín að gera innrás í Úkraínu? Enn sama spurning! Hræðsla í hámarki þessa daga, vegna heræfinga Rússlandshers í Hvíta-Rússlandi, og æfinga Rússlandsflota í Svartahafi

Ég er alveg viss, að Úkrínuher verður fastur fyrir - þó ég eigi ekki von á að her Úkraínu muni verjast mjög framarlega!
Þ.e. rökrétt muni Úkraínuher standa fastur fyrir á þéttbýlustu svæðum landsins, sem og þeim svæðum þ.s. verðmætustu auðlyndir þess eru - og mikilvægustu borgir.
--Ef af innrás verði, muni því Rússlandsher geta sókt fram - á sumum svæðum án umtalsverðar mótspyrnu, því hratt fram á slíkum svæðum.

Mig grunaði m.ö.o. að Úkraínu-her gæti ekki varist framarlega.
Yrði að verjast nærri eða við þéttbýli. Ef maður hugsar út í það að rússneski herinn er til muna stærri, var klárlega ekki raunhæft að mæta innrásinni - með vörn nærri landamærum.
Og vegna skorts á landslagi sem skapar varnarskilyrði, voru það eiginlega einungis varnir við og í þéttbýli er komu til greinar.
--Hvernig Úkraínuher stjórnar vörnum virðist því það eina sem var mögulegt.

-----------
Ps: Í nýrri frétt, hafa stjórnvöld Þýskalands ákveðið að hækka hernaðarútgjöld yfir 2% af þjóðarframleiðslu í skrefum!: Chancellor Olaf Scholz -- With the invasion of Ukraine, we are in a new era, - He vowed to invest €100bn this year in a special fund to modernise Germany’s military -- in the coming years, to boost annual defence spending above 2 per cent.
--Þetta getur verið fyrsta skrefið í nýrri öldu hækkunar hernaðarútgjalda hjá aðildarlöndum NATO.
PS2: Raðir við hraðbanka í Rússlandi, er íbúar Rússlands leitast eftir því að taka út af gjaldeyris-reikningum, út af ótta um hugsanlega lokun aðgengis að þeim reikningum. Alls ekki órökréttur ótti, ef stjórn Rússlands færi að skammta gjaldeyri.

Ekaterina, a Moscow resident.-- I want to have a month-worth of cash in case there are technical glitches with cards. I already had problems paying for a taxi with Google pay yesterday, - I believe my bank is not under sanctions, and I doubt my money will disappear altogether, but there is a risk I won’t be able to buy food,

said a banker at a western bank in Moscow -- People are panicking, - But their cash withdrawals are harming Russia, the banks’ liquidity is falling.

Ég væri ekki hissa ef - aðgengi verður einmitt takmarkað að eigin reikningum.
Að ótti íbúanna sem hafa raðast að hraðbönkum sé á rökum reistur.

PS3: Rússar hafa tapað orrustunni um Kharkiv skv. nýjum fréttum.
Þannig að Úkraínuher a.m.k. heldur næst stærstu borg Úkraínu, enn um sinn.

PS4: Evrópusambandið er að íhuga að kaupa vopn fyrir Úkraínu fyrir andvirði 450 milljóna Evra -- sem væri í fyrsta sinn ESB keypti vopn fyrir nokkurn.

PS5:Stórfrétt, Tyrkland segist ætla að hindra ferðir herskipa Rússlands um Bosporus sund -- það þíðir að floti Rússlands í Svartahafi verður þá einangraður.
------------

Fréttir um líklegt mannfalla Rússneska hersins a.m.k. meir en 5000.
Eru líklega trúverðugar!
Rússn. ríkið heldur enn áfram að nefna engar mannfallstölur.

 

Kv.


Getur verið Pútín sé búinn að blása af hugsanlega innrás í Úkraínu? Í dag tilkynntu HvítRússnesk stjórnvöld, 30þ. rússn. hermenn í HvítaRússlandi verði þar áfram til óákveðins tíma!

Virðist enginn vafi að - tilkynning frá Minsk.
Sé cirka sama og að hún komi frá - Moskvu.
Þar sem, staða Lukashenko er örugglega í dag.
Einungis staða svokallaðs -- puppet.

Meina, ríkisstjórn hans - ríki skv. vilja Rússlands.
Eftir almenna uppreisn þarlendis sem Rússland 'aðstoðaði' við að brjóta niður.
Sé staða Lukashenko -- smættuð niður í, stöðu rússnesks lepps.

  • Þannig, að yfirlýsingin frá Minsk.
    Megi taka þannig, að hún komi frá Moskvu.
  • Að auki kemur fram, að Pútín og Lukashenko hafi rætt málið.

See the source image

Ætla velta fram þeirri kenningu, Pútín sé búinn að gefast upp!

Við séum að sjá upphaf -- Plan B.

  1. 30þ. hermenn verði áfram í Hvíta-Rússlandi.
    Til ótilgreinds tíma, líklega út valdatíð Pútíns.
  2. 100þ. hermenn, verði áfram nærri landamærum Rússlands við Úkraínu.
    Einnig til ótilgreinds tíma, líklega út valdatíð Pútíns.
    Getur verið þeir hermenn séu nú, ívið flr. en 100Þ.

Með þessu, sendi Pútín fingurinn til - NATO, Evrópu, Úkraínu, Bandar.
Hinn bóginn, ef ég les þetta rétt!
Er það í sjálfsögðu veikleika-merki að Pútín þorði ekki.

  • Þá vil ég meina, aðgerðir NATO hafi -hugsanlega- virkað, að:
  1. Vopna Úkraínu.
  2. Að hóta grimmilegum refsiaðgerðum.
  • Til samans, hafi þetta útreiknað -hugsanlega- verið orðið of dýrt.

Því sé Pútín -hugsanlega- hættur við.

Sjá frétt: Belarus says Russian troops to stay in country indefinitely

  1. Belarusian defence minister Viktor Khrenin on Sunday said Russian president Vladimir Putin and his Belarusian counterpart Alexander Lukashenko made the decision to extend the drills for an unspecified period because of -- increasing military activity on [the countries’] eastern borders and the worsening situation in the Donbas -- in eastern Ukraine.
  2. Ef marka má Khrenin - er það vegna, aðstoðar NATO við Úkraínu.
    Þ.e. vegna vopnasending NATO til Úkraínu.
    Að Pútín hafi tekið þá ákvörðun.
    Samþykki Lukashenko - sem rússn. leppur, formsatriði einungis.
  3. Dmitry Peskov, Putin’s spokesman, told state television on Sunday that -- tensions have been ramped up to the maximum [on] the contact line. -- We are appealing to reason. Ask yourselves the question: what’s the point for Russia to attack anyone?
  4. Ég tek þetta í þeirri merkingu - að lið Rússa innan eigin landamæra nærri landamærum við Úkraínu, verði sennilega einnig -- staðsett þar áfram, til ótilgreinds tíma.

Skv. mati Vesturlanda - er heildarliðssafnaður Rússa nú: ca. 190.000.
Líklega er liðssafnaður Rússlands-megin orðinn, ívið meiri en, 100þ.

 

Að viðhalda þeim liðssafnaði áfram ótilgreint!
Viðheldur þrýstingi á Úkraínu, sem og lönd nærri - Hvíta-Rússlandi.
Þá ekki síst, Eystrasalt-lönd.

Hinn bóginn yfir tíma, mun NATO mæta þeirri uppbyggingu án vafa.
Með frekari uppbyggingu til móts við uppbyggingu Rússlands.

Og Úkraína án vafa, heldur áfram að styrkja sínar liðssveitir.
Þannig, að áhrifin af því ég held sé ákvörðun Rússlands!
--Fjara út yfir tíma!

Ég efa að Rússland geti bætt miklu við þetta!
Ath. herafli Rússlands er ca. 900.000.
Ath. einnig, Rússland hefur mörg svæði til að gæta.
Einnig önnur landamæri.

Þar fyrir utan, er afar dýrt að viðhalda fjölmennum liðsafla.
Í nær stöðugu ástandi - tilbúinn til átaka.
--Það sé takmörkunum háð, hve mikinn slíkan kostnað Rússland geti borið.

Auðvitað þó pyrrandi, þá sé það mun skárra!
Að Pútín sendi Vesturlöndum fingurinn með þessum hætti.

 

Niðurstaða

Það sem ég segi að ofan eru allt - túlkanir á nýrri atburðarás.
Hinn bóginn, virðist mér þær túlkanir afar sennilegar.
Einnig fullkomlega rökréttar í núverandi samhengi atburða.

Hinn bóginn, er ekkert sem útilokar að Pútín ákveði að ráðast inn.
Þrátt fyrir að slík aðgerð virðist - flestum, óskynsamt.

-----------

PS. Símafundir Macrons of Pútín hefur verið í fréttum!

  1. Skrifstofa Pútíns og Macrons.
  2. Virðast segja mjög ólíkt frá þeim fundi.

Skv. frásögn skrifstofu Pútíns, er engu minnst á loforð.
Sem skrifstofa Macrons segir Pútín hafa veitt.

Sjá frétt:
Kremlin lashes out at Ukraine and NATO after call with Macron

Ps2: Ríkisstjórn Bandaríkjanna, hefur ítrekað að undirbúningur undir stríð.
Sé í fullum gangi - skv. þeirra mati.

 

Kv.


Ætlar Pútín að gera innrás í Úkraínu? Enn sama spurning! Hræðsla í hámarki þessa daga, vegna heræfinga Rússlandshers í Hvíta-Rússlandi, og æfinga Rússlandsflota í Svartahafi

Æfingarnar í Hvíta-Rússlandi, ca. 30Þ. hermenn, og á Svarta-Hafi sbr. flotaæfing.
Þíða að herafli nærri Úkraínu er nú í algeru sögulegu hámarki, eftir 1993.
Útskýrir hræðsluna, sbr. þjóðir hvetja nú eigið fólk til að flíta sér frá Úkraínu.
Að aldrei áður hefur Rússland haft þvílíkan herafla þetta nærri Úkraínu.

  1. Skv. því getur innrás verið í 3-áttum.
  2. Stór-innrás ca. 100Þ. frá landamærum Rússlands.
    30Þ. nú í Hvíta-Rússlandi, er hugsanlega ættu að taka Kíev.
    Og landganga við Svarta-Hafs strönd Úkraínu.
    Kannski ætlað að taka eina af borgunum þar, Mariupol eða Odessa.

Möguleikinn er sannarlega fyrir hendi.
Þ.s. liðssafnaðurinn er sannarlega nægur.
Til að hefja stór-stríð.

 

Skv. tölum Financial-Times er heildarherafli Úkraínu/Rússlands!

  1. Landher 261þ. Úkraína vs. 900þ. Rússland.
  2. Flugher 98 Úkraína vs. 1.511 Rússland.
  3. Þyrlur 34 Úkraína vs. 544 Rússland.
  4. Skriðdrekar 2.596 Úkraína vs. Rússland 12.420.
  5. Brynvagnar 12.303 Úkraína vs. Rússland 30.122.
  6. Fallbyssur 2.040 Úkraína vs. Rússland 7.571.
  7. Skip 16 Úkraína vs. Rússland 220.

Skv. því er her Úkraínu - einn sá stærsti í Evrópu.

  1. Þessar tölur segja ekki ástand tækja, en mikið af dóti beggja herja er líklega gamalt til afar gamalt, þ.e. dreggjar frá Kalda-stríðinu.
  2. Ég á von á því, einungis hluti beggja herja - sé í reynd með uppfærða tækni.
    Rússland, ef það hefur innrás, auðvitað notar - hluta hers síns sem er uppfærður.
  • Úkraína, mundi nota allt sitt - bæði uppfært, nýtt frá NATO, og gamalt.
  • Rússland mundi aldrei beita nema, fræðilega mesta lagi, helming heildar-herafla.

Vegna þess Rússland hefur önnur landamæri, önnur svæði er geta orðið óróleg.

Megnið af skriðdrekum Úkraínuhers -- sennilega eru T64.
Kalda-stríðs hertól, megin-þorri lítt eða ekki uppfærður.
--Úkraína hefur T64 skrið-dreka-verksmiðju.
Arfleifð frá Sovétríkjunum. Getur því viðhaldið þeirri tegund skriðdreka.

In 2020, Ukraine had over 720 T-64BV 2017, T-64BM Bulat and T-64BV in service, and 578 T-64 in storage. -- Ef hægt er að treysta á Wikipedia.
Þá eru 720 af T64 drekum Úkraínuhers full-uppfærðir tæknilega 2020.

  1. T64 er ekki eins úreltur og halda mætti, þ.s. þeir voru bestu skriðdrekar Sovétríkjanna á sínum tíma - þeir höfðu bestu tæknina sem Sovétið átti, bestu brynvörnina o.s.frv.
    --Þess vegna seldi Sovétið aldrei T64 skriðdreka.
  2. Það framleiddi einnig, T72 er var einfaldaður ódýrari til útflutnings.
    Gríðarlega mikið selt af þeim til margra staða. Auki einnig framleiddir fyrir þá sjálfa í miklu magni.
    --T72 voru fyrir - sveitir er voru cannon fodder - meðan T64 sveitirnar voru sérstakar betur þjálfaðar ætlaðar til að brjótast í gegn þ.s. mesta vörnin væri.
  • Rússneskir T90 -- eru í reynd. Uppfærðir T72, þ.e. ný framleiðsla en á grunni T72, með nýjum tölvum (skilst kínverskum tölvum) - betri forritum - því nákvæmari en áður, með sömu hæfni og M1 bandaríski hvað varðar nákvæmni í skothyttni.
  • Hinn bóginn, ekki betur brynvarðir en áður - sannarlega er til staðar á turni -counter explosive- brynvörn svokölluð, þ.e. pakkar af auka-brynvörn sem inniheldur sprengi-efni og ætlað að núlla út -shaped charge warheads- þ.e. sprengi-kúlu-skot sem sérstaklega eru hönnuð til að eyðileggja skriðdreka.
    -------------------------------------------------------------------------
    Hinn bóginn hefur NATO löngu búið til -counter- á þetta.
    Eldflaugar NATO hafa - málmpinna framan á sem hittir rétt á undan.
    Sá triggerar sprengi-hleðsluna sem er utan á turninum, þannig sú eyðir afli sínu - þar eftir springur eigin sprengihleðsla skriðdreka-flaugarinnar.
    -------------------------------------------------------------------------
    Rétt að benda á, þessar sprengi-hleðslur - duga hver um sig bara eitt skipti.
    Þannig að næsta flaug er hittir, ef hún hittir sama stað - þá er vörnin farin.
  • Og rétt að benda á, þessi tegund af vörn -- dugar ekki gegn -penetrators- þ.e. skotum sem eru málmur í gegn, klassísk skriðdreka-skot með öðrum orðum.
    Sumar tegundir skriðdreka-flauga eru einnig -kinetic- þ.e. treysta á hraðann og þéttni málmhlutar til að komast í gegn. Þá virka - sprengi-hleðslurnar- ekki heldur.
  • Brynvörn T90 er ekki þykkari né sterkari en brynvörn T72. Þ.e. málmbrynvörnin.

Það hefur alltaf gert mun á rússneskum/Sovéskum skriðdrekum vs. Vestræna.
Þ.e. val Sovét-ríkjanna síðan Rússlands, á þunnri brynvörn.
Þess vegna eru skriðdrekarnir allt að 30 - tonnum léttari en Vestrænir.
--Dæmigerður Rússneskur er 40tonn - meðan M1 er 70-80tonn.

  • Miklu mun þykkari brynvörn, þíðir Vestrænir geta tekið -direct hit.-
  • En Rússneskir - geta það ekki.

Hin þunna brynvörn rússneskra skriðdreka mun skipta máli.
Ef Rússland gerir innrás.
En þunna brynvörnin heldur mun síður - þetta var útreikningur Sovétsins gamla.
Að Sovétið taldi sig hafa efni á mannfalli, treysti á fjöldann.
Rússland hefur hinn bóginn, ekki breytt um stefnu hvað þykkt brynvarnar varðar.

  1. Það einfaldlega þíðir, að ef skriðdreka-sveit sækir fram.
  2. Verður góður slatti af árásinni, sallaður niður í brotajárn.

En sú útkoma er nær örugg, eftir að Úkraínu var gefið þúsundir af NATO flaugum.
NATO skrið-dreka-flaugarnar muni pent fara í gegnum T90 eins og hnífur gegnum smjör.

T64BV Úkraínuhers 2017! Sjá má fullt af counter-explosive auka brynvörn!

 

Mun Rússland ráðast inn?

  1. Ok, ég er ekki endilega ósammála - skynsemis rökunum gegn því.
    Hinn bóginn.
    --Veikleiki þeirra er einmitt að þau snúast um skynsemi.
    Þ.e. alveg rétt, skynsemin mæli gegn innrás.
    Því - NATO mun virkilega styðja Úkraínu.
    Úkraínu-her skv. tölum á alveg séns gegn stór-innrás Rússlandshers.
  2. Gjöf NATO á þúsundum af eftir 2000 skrið-dreka-flaugum.
    Undirstrikar þetta, því sú gjöf - vs. þunn brynvarðir rússn. skriðdrekar.
    Þíðir, að alls-herjar-árás gegn varnarlínu Úkraínuhers.
    Yrði afar banvæn fyrir árásina!
  • Verð eiginlega að líkja því við -- fyrra stríð.
  • Er hermenn ruddust gegn vélbyssum.

Sé það sama fyrir mér, að þúsund skriðdrekar ryðjast fram.
Og 500 liggja í valnum eða meir - kannski ná 400 í gegn.
En þá eru þeir í návígi við skriðdreka Úkraínhers, og allar þær gildrur og sprengjur er varnarlínan hefði. Fyrir utan, að hermenn gætu enn skotið að þeim flaugum.

T64BM2Bulat - nýjasta form uppfærslu Úkraínuhers á T64. Sjá annað form á aukabrynvörn!

 

Það er einfaldlega óþekkt hvort ríkisstjórn Rússlands er skynsöm!

Ég ætla því hvorki að spá innrás - né spá henni ekki.

Íraks-innrás George W. Bush.

  1. Hegðan Bush stjórnarinnar, er dæmi um það - er ríkisstjórn er óskynsöm!
    Bush stjórnin aldrei leyndi því að ætla að ráðast inn.
    Þannig umræðan snerist um aðra hluti.
    --Þ.e. hvað mundi gerast ef af innrás yrði.
  2. Málið er, að umræðan hafði í öllum atriðum rétt fyrir sér.
    Bush stjórnin var vöruð margsinnis við, og hún hundsaði það allt.
    --Bush stjórnin var vöruð við því, að hafsjór haf hatri væri í Írak.
    Og ef Bush stjórnin steypti Saddam Hussain, yrði það hatur stjórnlaust.
    --Að mikið af því hatri beindist að Bandaríkjunum sjálfum.
    En að samtímis, væri gríðarlegt haturs-ástand milli íbúahópa landsins.
  3. Bush stjórnin - hundsaði allar þær aðvaranir.
    Það kom engum á óvart, að stjórnleysi skylli yfir landið.
    --Nema Bush stjórninni.
    Það kom engum heldur á óvart, það dyndi yfir skæru-stríð.
    --Nema Bush stjórninni.
    Og það kom engum heldur á óvart, að borgara-styrrjöld skylli á.
    --Nema Bush stjórninni.
  4. Bush stjórnin var eins og í eigin heimi.
    Trúandi furðu-sögum án nokkurs raunveruleika-samhengis.
    --M.ö.o. klassískt group-think.
    Innan hennar var þröngur hópur -neoconcervatives- er hafði eigin hugmyndafræði.
    Og hundsaði allt sem ekki passaði við eigin kenningu.
    --Bush virtist einfaldlega - vilja-lítill -- lélegasti forseti líklega í sögu Bandar.

-------------------------------------------------------------------------
Ég set dæmi Bush stjórnarinnar fram. Til að benda á, ríkisstjórnir.
Eru ekki endilega alltaf skynsamar!

 

Það getur vel verið - Pútín sé með leikrit, pakki síðan saman!

En ég ætla ekki að ákveða, augljóslega - sé hann ekki að undirbúa innrás.
Vegna þess að innrás væri óskynsöm!
Því ég ætla ekki að gefa mér að -- hann sé augljóslega enn skynsamur.

Ég meina, að hugsanlega sé hann ekki, skynsamur lengur.

  • Það eru vísbendingar, að hugsanlega sé hann það ekki lengur!
  1. Upphaf Úkraínu-deilu:
    Viktor Yanukovych - er var forseti er deilan hófst.
    Stóð fyrst í stað fastur fyrir, er Rússland hóf þrýsting á hans ríkisstjórn.
    Það snerist um viðskipta-samning við ESB - sambærilegan við EES er Ísland hefur.
    Pútín - beitti sér gagn samþykki hans - er sá samningur var nær fullkláraður.
    Pútín beitti Úkraínu þrýstingi - þ.e. viðskipta-þvingunum.
    Auk þess, að nota - vinveitta Rússlandi hópa til að reisa upp háreisti.
    --Þetta stóð um nokkra hríð, um skeið stóð Yanukovych fastur fyrir.
    Þá hófust mótmæli í Úkraínu. Beint gegn Rússlandi. Ekki Yanukovych.
    --Mótmæla-hreyfingin snerist ekki gegn Yanukovych á þeim punkti.

    Rétt að benda á, þau misseri ríkti mikil bjartsýni um Rússland.
    Stórfelld fjárfestinga-áform uppi. Forseti Kína heimsókti Evrópu vorið 2014.
    Lest kom í gegnum Rússland til Þýskalands, tekin við henni með pomp og prakt.
    Forseti Kína talaði um -- silkileið.
    --Rætt var um miklar fjárfestingar á hinni - nýju fyrirhuguðu, verslunarleið.
    **Gríðarleg tækifæri fyrir Rússland virtust blasa við.

    Allt það varð síðan að engu!
    Ég vil meina að -- þarna hafi Pútín verið óskynsamur.
    Því er hann hóf deilur um Úkraínu.
    --Þá samtímis fórnaði Pútín -- öllum þeim tækifærum er blöstu við.
    En öllum þeim áformum var kastað í ruslið.

    Það er alls ekki þannig, að Úkraínu-deilan hafi kostað Rússland lítið.
    Þvert á móti, eru lífskjara-fórnirnar sem Pútín ákvað að framkvæma.
    Stórfelldar fyrir rússneska alþýðu.
    Að auki sé efnahagur Rússlands án vafa mikið minni, en hann gat verið.
    Ef allar þær fyrirhuguðu fjárfestingar hefðu farið fram.

    Ég lít á það sem -- vísbendingu 1.
    Fyrir því að Pútín sé hugsanlega óskynsamur.
    Það að hann ákvað að hefja deilu við Vesturlönd um Úkraínu.
    --Vegna þess hversu gríðarlega takmarkandi fyrir efnahag Rússlands, afleiðingar deilunnar hafa verið.
    **Rússland hefur verið í netto kreppu milli 2014 og 2021.
    **Og að auki, það tapaði af gríðarlegum tækifærum.

    Vegna þess, að Pútín ákvað að fara í paník - út af vaxandi vestrænum áhrifum.
    Mér virðist það - einfaldlega snúast um það atriði.
    --Hann hafi óttast um eigin völd, ef Vestræn áhrif mundu vaxa áfram.

  2. Ég held það sé rétt túlkun.
    En allt þ.s. Pútín hefur síðan gert -- má kalla, baráttu við Vestræn áhrif.


    Hvort þ.e. það að - styðja við stjórnina í Hvíta-Rússlandi.
    Gegn fjölda-mótmæla-hreyfingu er þar reis upp.

    Eða stuðningur við - stjórnina í Kasakstan - þ.s. einnig reis upp hreyfing.

    Eða hvernig hann sjálfur barði hart niður - mótmæla-hreyfingu innan Rússlands sjálfs, fyrir ca. 1 og hálfu ári síðan.

    --Mig grunar, hann sé í fullkominni paník.
    Gegn því sem hann líti á sem - Vestrænar tilraunir til að steypa honum.
    **Jafnvel þó einungis sé um að ræða - sjálfs-sprottnar hreyfingar innan hvers lands, túlki hann allt þ.s. Vestrænar árásir.
    **Þá meina ég - að fólk sjái Vesturlönd sem fyrirmynd. Frekar en að Vestræn lönd sem slík séu að beita sér. Meðan Pútín, líklega ímyndar að - allt sem gerist sem Pútín álíti neikvætt, sé runnið undan stjv. Vesturlanda.

  3. Mig grunar, að þessi paník hans hafi vaxið stig af stigi.
    Og hún geti verið orðin slík.

    Að Pútín sé ekki lengur fullkomlega rational.

 

Vegna þess að ég óttast Pútín geti verið að sé ekki lengur fullkomlega með sjálfum sér.
Treysti ég mér ekki til að útiloka innrás.
--Þó svo það væri augljóslega óskynsöm aðgerð.

 

Niðurstaða

Vegna þess að ég tel mig hafa ástæðu að ætla, að Pútín sé ekki hugsanlega lengur að sjá hlutina - í köldu rökrænu ljósi. Tel ég ástæðu að ætla, að hann geti tekið ákvörðun um innrás, þó svo að slík ákvörðun væri afar slæm fyrir Rússland.
--Slæmar ákvarðanir geta orðið, þegar landstjórnendur - glata að hluta glórunni.

Mig grunar að hugarástand Pútíns geti hafa þróast sl. ár í þá átt.
Að hann sé í slíkri paník, vegna vaxandi trúar á meintar tilraunir Vesturlanda til að grafa undan honum -- að hann líti jafnvel á innrás sem nauðvörn!

Það sé að sjálfsögðu allt út frá hans persónu!
Ekkert að gera með - eiginlega hagsmuni Rússlands sem slíks.
--En ekki gera þau mistök, að kalla persónulega hagsmuni Pútíns, hagsmuni landsins.

Ég held að nú sé það orðið svo, að um margt - séu persónulegir hagsmuni Pútíns.
Í þversögn við eiginlega landshagmuni Rússlands, sem og þjóðarhagsmuni Rússa.

-------------------------------------------------------------------------
Þrátt fyrir þau orð, ætla ég ekki að spá innrás í Úkraínu.
Þó svo að uppbygging hermáttar Rússlands sé nú í algeru hámarki.

Ég bendi þó á, að það sá hernaðarmáttur sé nú í hámarki.
Geri innrás líklegasta, ef af verður.
--Meðan liðssafnaður er í því hámarki, dagana sem heræfingarnar standa yfir.

  • Það kemur síðan í ljós hvort af innrás verður eða ekki.

Ég er alveg viss, að Úkrínuher verður fastur fyrir - þó ég eigi ekki von á að her Úkraínu muni verjast mjög framarlega!
Þ.e. rökrétt muni Úkraínuher standa fastur fyrir á þéttbýlustu svæðum landsins, sem og þeim svæðum þ.s. verðmætustu auðlyndir þess eru - og mikilvægustu borgir.
--Ef af innrás verði, muni því Rússlandsher geta sókt fram - á sumum svæðum án umtalsverðar mótspyrnu, því hratt fram á slíkum svæðum.

En þegar hann mæti, þéttum varnarlínum - sem hann fyrir rest mæti.
Þá sé ég ekki að Rússlandsher geti vaðið í gegnum slíkar.
Án stórfellds manntjóns fyrir Rússlandsher sjálfan!

Það komi til, vegna þess að rússneskir skriðdrekar hafi þunna brynvörn.
Mun þynnri en Vestrænir, þannig að skriðdreka-flaugar eigi mun léttari leik.
Það þíði, að ólíkt því er Bandar.her var í Írak!
--En afar þykk brynvörn M1 þíddi, að Bandar. misstu ekki einn M1.

Þá muni miklu mun þynnri brynvörn Rússn. dreka ekki halda gegn skriðdreka-vopnum.
Þess vegna líki ég - charge - við Fyrra-Stríðs blóðfall.
--Því ég virkilega held, að sérhver árás á sterka varnarlínu, verði þannig blóðug.

  • Gjafir á þúsundum nýlegra Vestrænna skriðdreka-flauga gulltryggi slíka útkomu.


Plott Vesturlanda verður þá augljóslega:
Gera Úkraínu að Víetnam Pútíns.
En þó svo það allt blasi við. Þá þíði það ekki endilega.
Að Pútín augljóslega ákveði að pakka saman og senda herina heim.
Þ.s. óvíst sé að Pútín sé fullkomlega rökréttur!

 


Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband