Er Pútín að gefa a.m.k. einhverjum hluta - Donbas? Pútín virðist styrkja lið sitt í S-Úkraínu, a.m.k. ekki enn sjáanlega hersveitir Rússlands í Donbas! Fall Lyman í A-Úkraínu, skapar nýja gagnrýni í Rússlandi á stjv.Rússl. -- hvar er liðsstyrkurinn?

Menn eru farnir að velta fyrir sér hvort Pútín sé að gefa Donbas-svæðið eftir.
A.m.k. að enhverju leiti, því -- enn er Pútín að styrkja her sinn í S-Úkraínu.
Meðan að sjáanlega eru lítil merki þess, að sveitir Rússa í Donbas fáið aðstoð!

Þetta er farið að skapa nýja gagnrýni á rússnesk stjórnvöld, frá últra þjóðernissinnuðum Rússum, er hafa til þessa stutt stjórnvöld Rússlands!
--Þeir auðvitað, velta fyrir sér, hvað er í gangi.
Af hverju fái liðið í A-Úkraínu, ekki nýjan liðsstyrk - ekki flr. tæki?

Institute for Study of War - Ukraine Conflict Updates

The defeat around Lyman also indicates that Russian President Vladimir Putin – who has reportedly been micromanaging Russian commanders on the ground – is deprioritizing defending Luhansk Oblast in favor of holding occupied territories in southern Ukraine. Ukrainian and Russian sources consistently indicate that Russian forces continued to reinforce Russian positions in Kherson and Zaporizhia oblasts, despite the recent collapse of the Kharkiv-Izyum front and even as the Russian positions around Lyman collapsed.[6] The decision not to reinforce vulnerable Kupyansk or Lyman front lines was almost certainly Putin’s, not that of the military command, and suggests that Putin cares far more about holding the strategic terrain of Kherson and Zaporizhia oblasts than he does about Luhansk Oblast.

Er m.ö.o. Pútín að gefa Donbas svæðið - a.m.k. einhverju leiti - eftir?

  1. Pútín getur hafa ákveðið, Rússland skorti lið til að halda samtímis - Donbas, og Suður-Úkraínu svæði þ.s. Rússland einnig hersetur.
  2. Og getur hafa ákveðið, að það skipti meira máli, að halda Kherson og Zaporizhia svæðunum í S-Úkraínu.

Hinn bóginn, þarf ekki heldur vera að slík formleg ákvörðun sé til staðar.
Einfaldlega að Pútín - haldi að liggi meir á að stykja varnir nærri Kherson, og Zaporizhia.
--Þar eru hörð átök, en þau eru minna í fréttum, þ.s. stærsti hluti hers Rússa í Úkraínu virðist á þeim slóðum -- og þar mætir hann, að virðist, megin-kjarna hers Úkraínu.

  1. Það getur bent til þess, mannfall í þeim átökum sé mikið.
  2. Þó átökin hafi ekki komist mikið í fregnir, þ.s. engir stórir staðir hafi enn fallið.

Það gæti skírt, af hverju Pútín, sendir lið til að styrkja varnir þar.
Þrátt fyrir að Rússland sé að tapa stærri landsvæðum í Donbas.

Við getum ekki vitað auðvitað nákvæmlega hvað Pútín gengur til.
En ef Donbas svæðið fellur fyrir rest, þá gæti her Úkraínu náð nýjum vinkli að Suður-Svæðinu, þ.e. her Úkraínu í Donbas, mundi fyrir rest leita Suður í nálgast þá her Rússa á Suður-svæðinu frá Suð-Austri.
--Stefna að Mariupol, síðan lengra S-Austur ef Mariupol félli aftur til Úkraínu.

  • Til lengri tíma litið, mundi stefnan að fórna Donbas -- skapa því nýjan sóknarvinkil í átt að vörnum Rússa á Suður-svæðinu.

Spurning -- gæti stríðið verið búið með úkraínskum sigri, fyrir Jól?

Kadyrov blamed the commander of the Central Military District (CMD), Colonel General Alexander Lapin, for failures around Lyman. Kadyrov’s attacks gained significant traction within the Russian information space and indicate that the rift between Russian traditional and non-traditional forces is likely growing. Kadyrov stated that Lapin, responsible for the ”central” group of forces in Ukraine, failed to properly equip units operating in the Lyman area and moved his headquarters far from the frontlines. Kadyrov also accused the Russian General Staff and specifically Chief of the General Staff, Army General Valery Gerasimov, of covering up Lapin’s failures. Wagner Group financier Evgeniy Prigozhin publicly agreed with Kadyrov’s criticism of Lapin, saying that the higher military command should fight “barefoot with machine guns on the frontlines.”[4] Milbloggers and state television hosts praised Kadyrov‘s and Prigozhin’s critiques of the Russian military command, adding that the command is corrupt and disinterested in Russian strategic goals.[5] Kadyrov, Lapin, and Prigozhin are all operating in the Donbas sector, and such comments indicate the strains within the Russian forces operating in Ukraine and their leadership. The Kremlin may be amplifying such criticism to set informational conditions for personnel changes within the higher military command in weeks to come.

Gagnrýni leiðtoga Téténa og stjórnenda málaliða-hópa er vinna fyrir Rússland í Donbas, virðist sýna vaxandi -- skort á trausti milli þeirra hópa.
Og herstjórnar Rússlands!
--Það virðist almennt samþykkt meðal þeirra, herstjórnin sé í molum.
Ásakanir um spillingu eru áhugaverðar.

Það getur auðvitað verið, að Pútín sé e-h að spila með þá gagnrýni.
ISW t.d. heldur að Pútín sé í seinni tíð, að gefa skipanir beint til hersins.
--Hinn bóginn, kannski hentar honum, að nota herinn sem blóraböggul, fyrir skipanir sem hann sjálfur gefur.

Sbr. mína síðustu færslu: Alexander Khodakovsky yfirmaður herafla 'Donetsk People's Republic' - virðist ekki telja herútboð Vladimir Pútíns líklegt að skila árangri fyrir Rússland í stríðinu við Úkraínu, og Vesturlönd! Mjög forvitnileg skoðun, er kemur á óvart!

Yfirmaður hers -Donetsk Peoples Republic- er einnig ósáttur með stöðu mála.
Gagnrýni hans, var einnig afar hörð - og hann dróg upp afar dökka mynd.
Af stöðu mála í Donbas, fyrir hersveitir Rússa undir hans stjórn.

Það sé því ljóst að vaxandi gjá sé til staðar milli hersveita á svæðinu.
Og yfirstjórnar hersveita Rússa!
--Ef Pútín er sá í dag, sem ákveður alla hluti.

Þá er þetta óbeint gagnrýni á ákvarðanir Pútíns.
Þ.e. undir rós, þ.s. líklega þori þeir ekki - að nota nafn Pútíns.
Er þeir gagnrýna með hörku, ákvarðanir teknar er varða hersveitir Rússa.

 

Mynd frá Úkraínuher - Lyman sést í baksýn!

Russia Ukraine War Day In Photos
Fall Lyman er auðvitað vítamínsprauta fyrir Úkraínu! Tímasetningin er pínleg fyrir Pútín, þ.s. Lyman fellur daginn eftir yfirlýsingu Pútíns um innlimun!
Hersveitir Úkraínu, virðast strax á hreyfingu -- lengra en Lyman.
Að sögn féll þorpið Torske - á veginum Vestan megin við Lyman, á laugardag.

Það kemur í ljós hvað meira Úkraínuher gerir í kjölfarinu.
En fall Lyman að sögn þeirra er telja sig þekkja.
Veikir stöðu Rússa á svæðinu, því í Lyman - er mikilvæg samgöngu-miðstöð.
Vegir og járnbrautir mætast þar, þannig að flutningar Rússa verða erfiðari.

Það væntanlega þíði, að hersveitir Rússa sem her Úkr. nærri Lyman mæta næst.
Þurfa þar með, að fá flutninga lengra að -- er líklega veldur töfum á vistaflutningum.
Að fá ekki næg skotfæri, jafnvel matvæli - styrkir ekki vilja hers til að veita viðnám.

  • En greinilega er sókn Úkraínu í Donbas ekki hætt.

Skv. frétt er Úkraína að fá nýtt tæki! 155 mm SpGH Zuzana 2
File:Slovak Ground Forces Zuzana 2 first time outside Slovakia (1).jpg

Þetta virðist nýtt tæki hers Slóvakíu.

German Defence Minister Christine Lambrecht has announced the delivery of 16 wheeled armoured howitzers from Slovakia to Ukraine for the coming year in a deal Berlin is partly financing.

The systems of the type Zuzana would be produced in Slovakia and financed together with Denmark, Norway and Germany, the minister told public broadcaster ARD after returning from her first trip to Ukraine since the beginning of the Russian invasion on February 24.

The relevant production facilities are available in Slovakia, Lambrecht said. “This shows how important it is to keep exploring such possibilities together with one’s partners, but then also to implement them,” the minister added.

Ég veit sára lítið um þetta tæki, þ.s. það er á hjólum líklega hentar það síður utanvegar, en getur líklega notast utan vega þ.s. jörð er nægilega hörð undir.
Hinn bóginn, er marka má Wikipedia er vega hraði hámark, 80km/klst.

Mesta drægi fallstykkis, 155mm NATO -- 40km.
Fljótt á litið virðist þetta henta vel Úkráinu - að flestu leiti.
Ef marka má Wikipedia, er þetta tæki nýlega lokið þróun.
--Þ.e. framleiðsla hófst 2022.

Er flaggskip hergagna-iðnaðar Slóvakíu.

Þetta sýni, að þetta sé ekki síður -- Evrópu-stríð.
En óbeint milli Bandar. og Rússlands.

 

Niðurstaða
Hegðan Rússa í seinni tíð er lýsir greinilegri örvæntingu.
Stórskrítin ræða Pútíns á föstudag þ.s. hann kallaði Vesturlönd fasískt einræði, án gríns, og setti málið fram sem baráttu góðs og ílls, Rússl. í hlutverki réttlætis.
Pútín getur nefnt hluti því sem hann vill.
En honum lág svo mikið á, Rússland var ekki búið að skilgreina nákvæmlega mörk þess lands, sem skv. skipun Pútíns er tekið hernámi og innlimað í Rússland!

  1. Kremlin spokesperson Dmitry Peskov declined to specify the borders of the newly annexed territories in a September 30 conversation with reporters:
    [the] Donetsk and Luhansk People's Republics [DNR and LNR] were recognized by Russia within the borders of 2014. As for the territories of Kherson and Zaporizhia oblasts, I need to clarify this. We will clarify everything today.
  2. DNR head Denis Pushilin added that even the federal district into which the annexed territories will be incorporated remains unclear:
    What will it be called, what are the borders—let's wait for the final decisions, consultations are now being held on how to do it right.

Í ákveðnum húmor -- þíðir það, að Pútín hefur sveigjanleika.
Þ.e. hver landmörkin -- raunverulega endanlega verða!
Einu landmörkin er liggja fyrir, séu um svæði er Rússl. hafi stjórnað síðan 2014.
Hitt virðist ekki enn ákveðið -- þannig, fljótandi.

Og auðvitað á meðan, halda Úkraínu-menn áfram sókn sinni!
Ef Pútín, bíður lengi mað ákvörðun landa-merkinga.
Gæti tæknilega það farið svo, að landsvæðin undir stjórn Rússa, verði verulega minnkuð áður en þeim ákvörðunum er fullu lokið.

Það setur spurningar um raunverulega merkingu þeirrar ákvörðunar frá föstudag.
Fyrir utan, að þ.s. eginn utanað-komandi hefur viðurkennt yfirtöku Rússlands!

  • Ekkert af löndum Mið-Asíu, ekki Xi - ekki Modi, ekki í Asíu né Afríku, eða Ameríkum, né Evrópu.
  • Þar fyrir utan, er her Úkraínu í dag -- greinilega sterkari en her Rússlands.

Ekkert er bendir til þess að Úkraína sé á þeim buxum að hægja hvað þá að stöðva sína sókn. Alexander Khodakovsky herstjóri - Donetsk Peoples Republic - lýsti vel vanda hersveita Rússa á Donbas-svæðinu:
--Skort á hæfu fólki - skort á fólki - skort á hergögnum, tækjum.
M.ö.o. virtist Khodakovsky mér afar svartsýnn vera.
Hann sagði fullum fetum -- að senda 300Þ. óþjálfaða einstaklinga.
Mundi ekki að hans mati, snúa stríðinu Rússlandi í hag.
Þvert á móti, óttaðist hann þ.s. hann kallaði -- að Rússland gæti drukknað í jarðarförum.
Án þess að þær fórnir skiluðu árangri er réttlætti þær fórnir.

Þ.s. lýsing Khodakovski passar við aðrar upplýsingar. Virðist staða hersveita Rússa í Donbas, afar afar slæm -- ef þ.e. svo að Pútín sé að auki að svelta þær sveitir með hergögn og liðsstyrk, væntanlega þíði það að sókn Úkraínu í Donbas heldur líklega áfram að skila góðum árangri.
--Ég gæti trúað því að hugsanlega allt Donbas svæðið falli fyrir jól, eða jafnvel ívið fyrr en það.

Hugsanlega eins og ég stakk upp á, að stríðinu gæti lokið fyrir jól.
Þá auðvitað með fullum ósigri Rússlandshers í Úkraínu.

Varðandi hugsanlega notkun á kjarnorkuvopnum.
Hafa Bandar. sagt Rússlandi -- það yrði -catastrophic.-
Bandar. hafa ekki útskýrt þau orð.
En það eru hörðustu orð ég man eftir að Bandar. hafi notað nokkru sinni.
Síðan svokölluðu Köldu-Stríði lauk.

Mig grunar það geti þítt, hernaðarárásir á skotmörk innan Rússlands.
Þ.e. bandar. stýriflaugar með venjulegar sprengjur.
--Hótun Bandar. er auðvitað til þess, að fæla Pútín frá því að nota kjarnabombur.
En ef Pútín gerði það, yrðu Bandar. væntanlega að standa við stóru orðin.
--Það muni væntanlega setja málin á nýtt stig, stórfelldar sprengju-árásir innan landamæra Rússlands. Ekki síður, en að ef Rússar beita kjarnabombum.

Ég sé ekki ástæðu að ætla að Bandar. meini ekki þ.s. þau segja.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

það að kunna horfa í stríði er LIST en ekkki það sama og að TAPA !!!!!!!

Þessa lsit kunna Russar vel. 

þeir eru að horfa frá Lyman, en hvað þyðir það ?

Jú sigurvimunni, þá flykkist meiri hluta Ukraínska hersins á þau svæði, sem að geriri það að verkum að Russar vita staðsettningu þeirra mnög vel. 

Pínleg tímasettngin segir einhver og visar i kosningar í héruðunum, en hvað tímasettninguna varðar, að þá er að koma VETUR !!!! A svæðum þar sem að ukrainski herinn ehfur tekið völd og þar eru allir innviðir ónýtir og staðsettnng ukrainskra hermanna fer ekki á milli mála, enda búnir að VEIFA UKRAINSKA FÁNANUM ! Gefa þannig merki um það hvar þeir eru staðsettir i viðbót við allt annað og sýnir lítið annað en heimsku Ukrainu manna í þessu öllu saman. 

Að horfa er ekki það sama og að tapa. Nú vitum við alla veganna hvar ukrainski herinn er SAMANKOMINN !!

RUSSAR jorfuðu undan Napoleon alveg þangað til að Napoleon komst inn i MOSKVU !!

Í sigurvímunni, þá foru her Napoleon tilt0lulega hindrunarlaust inn i Mosku og án mikillar mótstöðu, en hvað skeði þegar að her Napoleon var kominn inn i Moskvu?

Jú það sem að skeði var það, að ÖLL RUSSNESNKA ÞJÓÐINN BREYTTIST I HERMENN !!!!  

Napolegon áttaði sig á þvi á þeim tíma, að hann hafði VANNTALIÐ MANNFJÖLDAN SEM AÐ VIÐ VAR AÐ EIGA, þvi almennir borgarar breyttust i hermennn sem að umkringdu hermenn Napoleon og kroguðu hann af og það var við ofurlefli að etja, enda russneski herinn enn við lýði, VEGNA ÞESS AÐ HANN KUNNI AÐ HORFA OG DRAGA SIG TIL BAKA Á ÁKVÐNUM TIMA SEM AÐ ÞOTTI MIKLVÆGUR OG LEIDDI TL SIGUR, EN EKKI TAPS RUSSA. 

Russar eru og hafa alla tíð verið tilnúnir í það sem að kallast ,, FULL SCALE WAR ,, við Usa og Evropu. 

50 sinnum þá hefur verið ráðist á Russa í gegnum aldirnir með tilheyrandi blóðbaði og eru þeir enn  uppistandandi, og þeir sem að hafa gert það i flestum tilfellum er þeir hinir sömu og kallast Nato og Esb í dag, sem er Pafin í Rom eða Vatikanið. 

Russar eru Grisk kaþolska kirkjan, en Joe Biden og Washington er Romversk kaþolska kirkjan. 

Russar þurfa ekki mikið sprengjuregn til þess að vinna Stríð gegn Nato í Evropu, heldur þurfa þeir einungis að viðhalda VERÐBÓLGUNNI, Því að verðbólgan er þeirra sterkasta og öflugasta vopn og mun áhrifa ríkara heldur en allar sprengjur. það fylgir VERÐNBNÓLGUNNI MIKIL EYÐILEGGING EN ENGIN GEISLAVIRKNI !!!!!!!

Það vita Russar. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 3.10.2022 kl. 12:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf gaman að mörlenskum aftaníossum Pútíns, sem eru mestu hernaðarsérfræðingar heimsins, eins og dæmin sanna. cool

Þorsteinn Briem, 4.10.2022 kl. 10:09

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lárus Ingi Guðmundsson, augljóslega veistu ekki nokkurn skapaðan hlut um nokkurn hlut. Her Napóleóns var sveltur - þ.e. keisari Rússl. skipaði sviðna jörð hvar sem her Napóleón var - þannig þeir gátu ekki aflað sér vista innan Rússl. - er Napóleón náði til Mosvku, brenndu Rússar borgina; afar barnalegt hjal að allir Rússar hafi breist í hermenn - í engu samhengi við hvað gerðist -- megnið af her Napóleóns var sveltur til bana, þ.s. Rússar beittu skæruhernaði þ.e. her Rússa - birgðalestir voru eyðilagðar, allt land þ.s. her Napóleóns fór um, var brennt til að her Napóleóns hefði þar ekkert viðurværi. Her Rússa lagði ekki til orrustu við leyfar af her Napóleóns -- fyrr en meirihluti þess hers var dáinn úr hor. Þá auðvitað voru þeir hermenn er enn voru lyfandi, og veikburða til að veita harða mótspyrnu.

Hinn hlutinn af þessu hjá þeir er alveg eins barnalega vitlaust -- Úkraínumenn eru í sínu landi, það eru Rússar er munu lenda í vanda, eins og Napóleón - með birgða-flutninga; Úkraínumenn aftur á móti eru í eigin landi, þeirra aðflutningslínur eru miklu auveldari. Her Rússa er núna að fótum fram kominn -- eiginlega er sagan frekar, að Pútín er Napóleón - á móti hafa Rússar skilið eftir sig sviðna Jörð. Hinn bóginn, þá hafa Úkrainumenn - staðið sig svo vel að berjast við her Rússa. Að það hefur skilað sama árangri, að helmingur hers Rússa er annaðhvort fallinn eða særður; sem skýri örvæntingu í liði Rússa - að safna liði að nýju, og að lið Rússa er nú of fámennt til að halda þeim svæðum það hefur hertekið. Innrás Rússa - er nú komin að fótum fram - eins og fór um herför Napóleóns í Rússlandi; er her hans var byrjaður að hörfa úr Rússlandi. Með sama hætti, er her Rússa farinn að hörfa. Þ.e. við fáum að sjá nk. vikur -- er eins og er Napóleón var farinn að hörfa. Að sama gildir um her Rússa og her Napóleóns -- að Rússar verða hraktir algerlega úr Úkraínu, eins og her Napóleóns var hrakinn úr Rússlandi. Það verða Úkraínumenn er hafa betur í vetrar-stríðinu, enda þeir á heimavelli.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2022 kl. 02:10

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mjög áhugavert viðtal, David Petraeus: https://www.youtube.com/watch?v=ZAhvmZhtW40. 

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2022 kl. 22:25

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Staða Úkrainumanna hvað varðar aðdrætti er langt frá að vera betri en Rússa.
Þar semm Rússar eru búnir að eyða öllum hergögnum Úkrainu og töluverðum hluta af hergögnum fyrrum A Evrópu ,þá treysta Úkrainumenn í auknum mæli á Vestræn vopn í baráttu  sinni við Rússa.
Vestræn vopneru bilanagjörn ,og þegar þau bila þarf að senda þau yfir endilanga Úkrainu til Póllands í viðgerð.
Allir aðdrættir þurfa einnig að koma langsum eftir Úkrainu.

Rússar hafa miklu styttri leið að fara ,auk þess sem þeir hafa án vafa aðsöðu í baklandinu til viðgerða ,af því að þeir hafa sjálfir varahluti og fólk sem kann að gera við tækin.

Nánast öll þungavopn sem Úkrainumenn áttu eru fyrir bý,sem sést á því að sóknaraðgerðir þeirra á Kherson og Krakov svæðinu eru framkvæmdar með skriðdrekum frá Póllandi og Tékklandi og fallstykkin koma að mestu frá Vesturlöndum.
Rússar eru því búnir að afvopna Úkrainu og eru nú að afvopna alla austanverða Evrópu.
Vestur Evrópa hefur svo ekki úr miklu að spila.

Það verður að segjast að hernaður Rússa í Úkrainu hefur verið að mörgu leiti einkennilegur.
Eitt er alveg augljóst að þeir forðast mannfall. Það virðist vera lykilatriði í hernaðinum hjá þeim.
Þetta hefur þeim tekist með eindæmum vel. Mannfall þeirra er minna en 1 á móti 5
Sama gegnir um vopnabúnað.
Þetta er í raun alveg magnað í ljósi þess að liðsmunurinn er einn á móti fjórum ,Úkrainu í vil.

Staðan á Kharkov svæðinu er í meira lagi flókin.
Fyrst má telja að það eru nánast engir Rússneskir hermenn á svæðinu sem Úkrainumenn tóku.
Þar voru að mestu "conscripts" frá Donbass og Luhansk ásamt sjáfboðaliðum Kósakka.
Þeir hafa svo hörfað að mestu leiti án þess að lenda í átökum með tveimur undantekninugum sem er Liman og önnur borg vestar sem er með svo flóknu nafni að það er ekki hægt að skrifa það.
Í báðum tilfellum fór Rússneski herinn einfaldlega og náði í viðkomandi hermenn þegar þeir voru komnir í vandræði. Skýldi þeim á meðan þeir fóru út.
Mannfallið hjá þeim var því mjög lítið.
Mannfall Úkrainumanna var á hinn bóginn gríðarlegt ,af því að þeir voru allan tímann undir stórskotaárásum og árásum frá Rússneska flughernum.
Hér þarf að hafa í huga að bardagarnir voru rétt sunnann við landamæri Rússlands
Einn Úkrainumaðurinn lýsti því þannig að það væri engu líkara en Rússar væru búnir að finna aðferð til að taka sprengjur á flugi, flugvélarnar komu svo þétt.
En Úkrainumennirnir eru augljóslega góðir hermenn af því að þeir geta haldið áfram sókninni þrátt fyrir mikið mannfall.

Úkrainumenn sækja á um 40.000 mönnum á Kharov svæðinu á móti ca 15.000 hermönnum sem að mestu eru conscripts frá Donbass og Luhansk.
Það furðulega er að norðan við landamærin er Rússneskur her sem teygir sig frá Kherson borg allt austur að landamærum Luhansk.
Bretar segja að þessi her sé á milli 80 til 100 þúsund manns. Þessi her skiftir sér ekkert af bardögunum.
Illar tungur segja að hlutverk þessara 15.000 hermanna sé að toga eins mikinn liðsalfa af Úkrainumönnum í áttina að Luhansk og jafnvel inn í Luhansk,með því að hörfa í sífellu undan.
Þegar stór hluti Úkrainuhers á svæðinu sé kominn þarna inn,þá sæki Rússneski herinn sem er norðan landamæranna hratt í suður og loki á byrgðaleiðir Úkrainumanna og komi síðan í bakið á þeim.
Hér verðum við að hafa í huga að markmið Rússa Nr 1 er ekki að taka landsvæði ,heldur að eyða Úkrainska hernum.
Þess vegna hörfa Rússar auðveldlega undan ofureflinu frekar en að berjast.
það er athyglivert að í þessari hröðu sókn hefur Úkrainumönnum aldrei tekist að króa af herafla Rússa á svæðinu svo neinu nemi.
Þetta er afbragðs góð vörn.

Rússar vinna þetta stríð og það er alveg merkilegt að það sé hægt að telja sumu fólki trú um eitthvað annað.
Þeir hafa allt sem þarf til þess.
Yfirburði í mannafla og vopnum og Rússar eru engir nýgræðingar í hernaði
Þó að Úkrainskir hermenn séu ágætir þá er alveg augljóst að Úkrainski herinn er lakari en sá Rússneski.
Rússar gera einfaldlega það sem þarf til að vinna þetta stríð.
Þó að ég hafi engann aðgang að Rússnesku herstjórninni finnst mér liklegt að þeir hætti fljótlega að leika sér svona og fari að herja á Úkrainumenn af auknum krafti.
Það er líklegt að fljótlega muni þeir skera á aðflutniingsæðar Úkrainu,meðal annars með því að sprengja upp brýrnar á Dnépr.
Það er alveg undarleg linkind að þeir skuli ekki hafa gert það fram að þessu.
Annað er að þeir munu líklega lama raforkukerfið ,til að koma í veg fyrir að Úkrainumenn geti í sífellu flutt liðsafla á bakvið víglínuna fram og til baka með lestum.Rússar hafa einu sinni gert það og það virkaði ágætlega. Lestir voru fastar á teinunum og voru þægilegt skotmark á meðan ,og Úkrainumenn misstu möguleikann á að flytja liðsafla til Zaparozia til að hefja þar sókn.
Þegar Úkrainumenn komust á staðinn var þriðji her Rússa kominn á svæðið og ekkert varð úr sókninni.

Rússar hafa aðeins notað lítinn hluta hernaðargetu sinnar í þessu stríði.
Bæði er að þeir eru með afar lítinn her á svæðinu ,og að auki hafa sumir miklvægir hlutar hersins hreinlega ekki verið notaðir.
Til dæmis held ég að staðan vestan við Donbas væri allt öðruvísi ef að stóru sprengjuflugvélar Rússa væru búnar að dæla sprengjum yfir svæðið  í eina viku aða svo.
Það eru allir íbúar farnir af svæðinu hvort sem er.
Þær hafa nánast aldrei farið á loft ,nema til að skjóra eldflugum á valin skotmörk.
Trúlega á þetta eftir að breytast á næstunni,hugsanlega þegar regntímanum lýkur.

Það hefur ýmislegt gerst undanfarna daga.
Rússland hefur stækkað sem nemur rúmlega einu Íslandi.
Frakkland hefur nú tekið sæti Úkrinu sem viðlendasta ríki Evrópu og Rússar eru komnir yfir 150 milljónir.
Ég geri ráð fyrir að Rússar haldi því þannignema að því leiti að líklega taka þeir Odessa líka.
Ég er ekki viss um hvort þeir vilja Kharkov. 
Putin verður að ráða því. 



 




Borgþór Jónsson, 5.10.2022 kl. 23:24

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þessi umræða er svolítið þung þannig að það er kannski rétt að reyna að létta aðeins lundina með gamansemi.
Eins og flestir vita hefur NATO tekið upp stefnu sem þeir kalla "open door policy" sem þýðir að öllum sem er illa við Rússland er heimilt að ganga í samtökin.
Nú hafa Rússar líka tekið upp "open door policy" ,sem þýðir að nú er öllum landsvæðum og jafnvel löndum heimilt að sameinast Rússlandi
Nú þegar hafa fjögur héruð tekið þessu frábæra tilboði og einhver bíða eftir að komast að.cool

Borgþór Jónsson, 5.10.2022 kl. 23:45

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, eina ferðina enn tekst þér að skrifa langa hómilíu um stríðið - þ.s. þér tekst að hafa nær fullkomlega rangt fyrir þér í nær flestum atriðum, eina sem er magnað við þig er að þú ert enn jafn staurblindur og alltaf hingað til. Ég var eiginlega farinn að vona að augu þín væru byrjuð að opnast. Enda er rússn. herinn nær algerlega ónýtur orðinn, eftir óskaplegt mannfall -- áætlað tjón er yfir 80þ. - rússn. tölur sem þú vísar til eru einungis brandarar.
Afar einfalt -- það eru Úkraínumenn er hafa afvopnað Rússa, ekki á hinn veginn. Og það eru Rússar er hafa beðið óskaplegt mannfall -- ekki á hinn veginn. Þetta sést allt vel ef menn hafa augu opin, þ.e. annars væri staða rússn. hersins ekki það desperat - að hver Rússinn eftir annan kemur nú fram í Rússl. og örvæntir um stöðuna.
Meira að segja Rússn. aðilar kvarta og kveina -- meðan þú ert vægast sagt fádæma tíndur í ruglinu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.10.2022 kl. 01:24

8 Smámynd: Borgþór Jónsson


Ég veit að það er fullt af Rússum sem eru farnir á taugum,en það breytir ekki því að Rússar vina þetta stríð.
Úkraina hefur enga möguleika á að vinna það.
Það er ástæðan fyrir að Selensky kom uppdópaður í fjölmiðla og krafðist þess að Bandaríkin geri kjarnorkuárás á Rússland.
Hann hljómaði ekki eins og maður sem er í þann veginn að vinna stríð.
.
Það eru margar ástæður fyrir því að Úkraina tapar stríðinu.
Í fyrsta lagi hafa þeir ekki mannskap í að vinna stríð gegn Rússlandi.
Þeir eru algerlaga búnir að skrapa botninn af öllu sem þeir eiga til að framkvæma sóknir á Kharkov og Kherson svæðinu.
Sókn 'ukrainumanna á Kharkov svæðinu er ekkert Blitskrieg í anda Þjóverja sem stundum sóttu fram 100 Km á dag.
Úkrainumenn komust 70 Km á fjórum dögum þegar best gekk.
Nokkrir smábændur og kaupmenn frá Donbass töfðu svo fyrir þeim ,ásamt hópi Kósakka.
Á meðan pundaði Rússneski flugherinn svo sprengjum yfir þá þar sem þeir voru berskjaldaðir á vegunum.
Mannfall Úkrainumanna í þessari sókn er komið yfir sjö þúsund dauðir og annað eins særðir. Aðeins örfáir smábændur létu lífið og einn kaupmaður.
Úkrainumenn komust sjaldan í skotfæri við þá.
.
Önnur ástæða fyrir að Úkrainumenn tapa stríðinu er að þeir hafa engann hergagnaiðnað lengur.
Vopnasendingar frá A Evrópu hafa þornað upp ,af því að það eru engin Sovésk vopn til lengur í A Evrópu,né heldur skotfæri.
Vopnasendingar frá Evrópu eru að mestu hættar af því að heerirnir þar eru ekki lengur aflögufærir.
Mest af Úkrainskum vopnum kemur nú frá Bandaríkjunum.
Það sem kemur þaðan er hinsvegar hvergi nærri nóg.
.
4 stk HIMARS,sem koma í stað þeirra 10 eða 11 sem Rússar hafa sprengt upp. Sumir ganga með þær gryllur í haunum að það sé ekki hægt að sprengja upp HIMARS skotpalla,en það er ekki raunin. Vissulega gera Úkrainumenn allt sem þeir geta til að leyna þeim,en annað slagið mistekst það og BÚMM ,pallurinn er horfinn.
HIMARS skotpöllum hefur því fækkað úr 18 í 11 eða 12.
16 M-777 fallbyssur,sem er hvergi nærri nóg til að fylla í skarðið fyrir þær fallbyssuur sem hefur verið eytt.
75.000 skot í M-777. Úkrainumenn skjóta 6000 skotum á dag að eigin sögn. "Do the math"
Vegna skorts á alvöru fallstykkjum er byrjað að senda 105 mm fallstykki.
Að fara meðð svoleiðis baunabyssur út í alvöru fallbyssubardaga er sjálfsmorð.Þessar byssur þufa stöðugt að vera á kjörsvæði fyrir stóru byssurnar.
210.000 skot fyrir handbyssur. Þetta dugar í einn dag fyrir 1000 hermenn í bardaga samkvæmt staðli Bandaríska hersins.
Það er því ljóst að það gengur á birgðir Úkrainska hersins.
Nýafstaðin sókn Úkrainumanna hefur flýtt þessu ferli verulega vegna mikils mannfalls og tjóns á hergögnum. 
.
Enn önnur ástæða fyrir að Úkraina tapar stríðinu er að Rússneski herinn er miklu betri.
Ef við horfum til baka þá munum við það ,að í upphafi var Rússneska hernum var lýst eins og hópi grátandi smástráka sem vissu ekkert hvar þeir voru og höfðu hvorki skotfæri,eldsneyti eða mat.
Nú eru þessir 150.000  grátandi smástrákar búnir að draga svæði sem er á stærð við England,út úr höndum 500.000 manna her Úkrainu. 
Þetta er býsna vel gert af hungruðum og skotfæralausum smástrákum.
Þetta á ekki að vera hægt samkvæmt öllum bókum.
Vandamál Rússa í Úkrainu er að þeir eru of fáliðaðir.
Þessir rúmlega 100 .000 Rússar geta ekki varið svona stórt svæði fyrir 700.000 Úkrainumönnum sem eru að gera örvæntingarfullt lokaátak til að ná landsvæðum.

Nú stendur yfir herútkall í Rússlandi þar sem er verið að kveðja út 300.000 hermenn og við það bætast 80.000 sjálfboðaliðar,eða samningsbundnir hermenn.
Okkur er sagt að þessir hermenn muni fara út í bardagann með ryðgaðar byssur einar að vopni og að þeir verði sallaðir niður af klasasprengjum.
Það er vandlega horft framhjá því ,að vikum saman hafa járnbrautalestir streymt í áttina að Úkrainu með þúsundir þungavopna á vögnum.
Það skyldi þó ekki vera að þessi nýji her eigi að fá þessi vopn?
Kannski verður hann ekki vopnlaus eftir allt saman.
Sjálfsagt verður þessi nýji her ekki í sama klassa og herinn sem nú er á Donbass,en það verður að gá að því að Úkrainski herinn er heldur enginn Wehrmacht þó að hann hafi sömu pólitísku skoðanir.
það er ekki eins og þessi nýji her sé að mæta einhverjum ofurmennum.
Úkrainumenn munu því tapa þessi stríði.
Þetta er afrek sem fer í sögubækurnar. 150 þús og seinna 500 þúsund manna innrásarher að vinna sigur á 800 þús manna her sem er til varnar.
Við þetta bætist að allavega fram að þessu hafa verið lögð veruleg höft á Rússneska herinn af pólitískum ástæðum.
Hann hefur barist allan tímann með aðra hendi bundna á bak aftur.
Ef herinn hefði haft leyfi til að heija fullkomið árásarstríð ,þá væri stríðið búið núna og Úkraina algerlega í rúst.

Ókosturinn við þett undanhald Rússneska hersins er að þegar Úkrainuher tekur ný þorp og bæji þá byrja þeir að drepa þá sem þeir kalla svikara meðal óbreyttra borgara. það er ekki mikið hik í þessum efnum. Selenski ætlaði að útrýma þessu fólki hvort sem er, með einum eð öðrum hæti
Það er endalaus endurtekning á morðunum í Bucha. Morð sem nú hafa algerlega horfið úr vestrænum fjölmiðlum eftir að ljóst varð hvernig var í pottinn búið.
Pílagrímsferðir vestræna ráðamanna lögðust líka af, ferðaþjónustu Úkrainu til mikils tjóns.
.
Úkrainuher er nú að brenna báða enda á kertinu í sókn sem skilar engum árangri.
Þeir hafa tekið töluvert landsvæði ,en Rússneski herinn er óskertur og er í þann veginn að þrefaldast í mannfjölda.
Þetta vita Úkrainumenn og þess vegna kallar Selenski efir kjarnorkuárás á Rússland.
Hann veit að Úkrainska hernum verður ekki bjargað.
Úkrainska herstjórnin lagði upp í leiðangur sem svipar mjög til fjörbrota Þýska hersins í Ardenna fjöllum.
Margir halda ,og þar á meðal sumir Rússar, að Rússneski herinn sé að tapa stríðinu.
Þetta er alveg eðlilegt panik,en staðreyndin er önnur.
 

 
 
 
 

Borgþór Jónsson, 7.10.2022 kl. 11:03

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, þú er greinilega fullkomlega vonlaus -- þú snýrð sannleikanum við, trúir bulli í stað þess sem blasir við.
1. Úkraínski herinn, er nú ca. milljón sterkur -- hann er sterkari en nokkru sinni. Þú hreinlega skáldar tæra steypu um það - að Úkraína skorti mannskap. Og ekki skortir Úkraínu tæki heldur -- skemmtileg staðreynd, að Úkraína hefur tekið flr. tæki hernámi af Rússum, en NATO hefur sent þeim. En sem dæmi er þeir tóku Kharkiv svæðið -- náðu þeir miklu magni skotfæra af öllu tagi, og einnig verulega miklum fjölda af tækjum. Heilt yfir t.d. hafa Úkraínumenn hertekið fleiri hundruð Rússn. skriðdreka -- önnur tæki á annað þúsund, af allt er talið með þ.s. þeir hafa tekið af Rússum. Þetta er meir en þ.s. NATO hefur sent þeim. Þó að NATO tækin komi að miklu gagni. Þá í skemmtilegu gríni, slá Rússar NATO við -- þó það sé gegn vilja Rússa. Þar af leiðandi, á Úkraína næg tæki til að manna -- milljón manna her. Þ.e. meir en Rússland ræður við. Ég er ekki að djóka með það -- að Úkraína getur í dag, mannað stærri en, en Rússland getur. Það stafi af því, að Úkraína í dag ráði yfir meira magni af búnaði en Rússlands-her. Rússland hafi orðið fyrir það óskaplegu miklu tapi af öllu tagi -- að þeir geta ekki lengur, útbúið þann her sem þær ætla að senda til Úkraínu, þ.e. 300Þ. -- að fullu. En meira að segja Rússn. fjölmiðlar, hafa lekið fregnum af því, að rússn. nýliðar, fái ekki nema lítinn hluta þess búnaðar þeir eiga rétt á, og að þeir bíði skort - fái meira að segja ekki nægan mat. Mér skilst, að 17 nýliðar hafi þegar látið lífið -- venga ófullnægjandi aðstæðan sem þeim sé nú boðið upp á. Þetta er það ástand sem Rússland sé komið í.
2. Magnað hvernig þú ímyndar þér að 70 km. á dag sé ekki afar góð sókn, þó Þjóðverjar hafi einhverju sinni náð 100km t.d. í Frakklandi 1940, þíðir það ekki að 70km framrás sé ekki rosalega góð. Mér skilst að sóknin sé enn hröð í Lugansk héraði. Ég tek ekki alvarlega skáldsögur þínar um -- það mannfall sem þú staðhæfir.
3. Sannarlega rétt að -- NATO lindir um fyrrum Sovésk vopn séu þurrausnar. Hinn bóginn, hafa Rússar sjálfir komið Úkraínumönnum til hjálpar. Þ.s. það gríðarlega herfang sem Úkraíina náði af skotfærum og öðru, í hraðri sókn á Kharkiv svæðinu þ.s. stórar birgðastöðvar voru teknar -- algerlega heilar. Leitt til þess, að Úkraína hefur aftur -- full not af sínum gömlu 152 mm skotvopnum, en voru þau vopn ekki með skot um hríð er leiddi til þess að Rússar höfðu stórskotaliðs-forskot í sumar. En Rússa-her hefur nú reddað Úkraínu það mikið af þeim skotum, að litlar líkur eru að þær birgðir þrjóti á næstuni -- þeir redduðu Úkraínu, einnig birgðum af skotum fyrir skriðdreka Úkraínu, sem nota sömu skot of Rússar - og önnur tæki þau sem einnig nota sömu skot. Þ.e. hreinilega magnað, hvernig Rússa-her hleypur frá skotfæra-geymslum, án þess að hafa vit á að sprengja þær -- þannig að Úkraínu, er reddað nú sennilega margra mánaða birgðum af gamaldags skotum. Fyrir tilstilðan allar þeirra Rússa, er hlaupa eins og byssubrenndir í stað þess að berjast, þá er þeim vanda sem þú nefnir -- líklega reddað eins lengi og þarf, til þess að Úkraína geti nýtt tímann til að gersigra þ.s. eftir sé af rússn. hernum.
4. Rússar hafa engan HIMARS sprengt í tætlur, ekki einn einasta. Og þ.e. kjaftæði að Rússar hafa - eytt byssum Úkraínu, sbr. þína kolröngu staðhæfingu. Byssur Úkraínu, voru einungis skotfæra-lausar um hríð. Rússa-her hefur aftur reddað því sbr. fyrir ofan. Þ.s. hefur verið að gerast síðan í júlí -- er að Úkraína hefur verið að eyða byssum Rússa. Þ.s. NATO byssurnar hafa meira drægi -- þá þíði það að er Rússa byssa skjóti, þá svari NATO byssa það snöggt Rússa-byssa sé eyðilögð, en á móti geta Rússa-byssur ekki skemmt NATO byssurnar þ.s. Rússa-byssurnar dragi ekki þangað sem NATO byssurnar eru. Þannig, að á ca. 2-mánuðum af bardögum hafa Úkraínumenn verið að gereyða stórskotaliði Rússa. Það sé stór hluti hvers vegna Úkraína hafi sl. mánuð -- getu til stórfelldra sóknar-aðgerða. Að mikið af stórskotaliði Rússa, sé í dag rjúkandi rústir -- þannig, Rússa-her hafi ekki lengur þ.s. Rússa-her hafði í sumar. Þ.e. stórskota-liðs-forskot. Í staðinn, sé það forskot komið til Úkraínu. Þar vð bætist, að Úkraínuher er í dag -- 4-5 sinnum fjölmennari en Rússa-her í Úkraínu. Þegar þau forskot leggjast saman, þá útskýrist af hverju Úkraína sé að reka Rússa-her úr landi. Og af hverju það muni ekki stoppa fyrr en Rússa-her sé algerlega rekinn frá Úkraínu.
5. 105mm byssurnar, hafi annað hlutverk. Þeim er dreift til -- partisan hópar er starfa að baki víglínu Rússa, hér og þar um Úkraínu. Þ.s. þeim er hægt að dreifa með fallhlífum. Þær séu það léttar, að léttir pikkupar draga þær vel. Þar fyrir utan, séu þær hentugar fyrir skóga og þrönga stíga, þ.s. þær eru léttar - og léttari tæki draga þær. Þetta mal þitt um - um yfirburði Rússa. Sýni einungis að þú hafir ekkert fylgst með, hreinlega misst af því, hvernig NATO vopn Úkraínu hafa malað rússn. stórskota-lið, þ.s. byssurnar séu langdrægari. Það skipti ekki máli að Rússa-byssurnar hafi um hríð verið flr. -- þær hafi sl. 2 mánuði verið eyðilagðar í slíkum fjölda. Að það sé ekki lengur svo að Rússar hafi stórskota-yfirburði. Þar fyrir utan, séu 152 mm byssur Úkraínu, aftur teknar til starfa -- því Rússar hafi skilið eftir svo mikið af skotfærum í birgðastöðvum er herteknar voru í Kharkiv héraði. Þannig að Úkraína hefur í dag, stórskota-yfirburði.
6. Nýi rússn. herinn - hafi nær enga þjálfun - meira að segja þekktir rússn. aðilar kvarta yfir skorti á búnaði - ég trúi ekki trölla-sögum um þær lestir sem þú talar um - enda auðvelt fyrir rússn. fjölmiðla að veifa gömlum myndum t.d. teknar mörgum mánuðum fyrr -- gamalt trix. Þar fyrir utan, að óþjálfaðir menn -- kunna ekki að nota slík vopn. Þeir eru eins líklegir að skjóta fótinn af sjálfum sér, er þeir hafa aldrei lært slíkt fyrr. Hvað þá að þeir gætu miðað -- ef þeir kunna ekkert. Þessir 300þ. - eru gagnslausir. Meira að segja -- sumir Rússn. aðilar hafa viðurkennt að svo sé. Ef 300þ. menn er hafa ekki lært að nota skotvopn eiga að redda Rússa-her. Þá er það engin spurning, að Rússa-her hefur tapað. Það ætti ekki að þurfa að ræða það augljósan hlut frekar.
7. Algert rugl að Rússa-her hafi barist með aðra hönd að baki, þvert á móti er sannleikurinn sá, að 90% af Rússa-her sem sé nothæfur her, hafi verið sendur til Úkraínu. Ef það væri rangt, væri Rússa-her ekki það örvæntingar-fullur að senda óþjálfaða til Úkraínu. Þ.e. ef hann ætti 200þ. t.d. annars staðar, t.d. við önnur landamæri Rússlands. Mundi Rússa-her dreifa þeim 200þ. á þau landamæri frekar. Og nota þau 200þ. ef Rússar ættu slíka hermenn -- dreifða annars staðar um Rússland þess í stað í Úkraínu. Það að -- það virkilega á að senda 200þ. óþjálfaða til Úkraínu. Þíði pent, að Rússa-her sé sprunginn. Þ.e. hann eigi ekki í bakhönt -- nokkurn skapaðan hlut.
8. Þetta eru ruddalegustu skröksögur sem þú hefur hingað til flutt -- að það séu Úkraínumenn sem hafi framið þau fjöldamorð sem vitað er að Rússa-her hefur sannarlega framið. Þú gleymir því, að fullt af utanaðkomandi fólki hefur rætt við það fólk, algerlega óþvinguð samtöl. Það að blaðamenn fara um öll þau svæði, geta rætt við hvern sem er. Blaðamennirnir ræða við fólk á fj. staða - sögur séu alltaf samkvæmar sjálfum sér. Það sé því algerlega útilokað að fólkið ljúgi þessu. Þetta er ljótasta lýgi þú hefur haldið á lofti fram til þessa -- skamm.
9. Eina ferðina enn, Rússn. herinn er útbrunnið skar. Það að hann - sé þvingaður til að senda 200þ. óþjálfaða til Úkraínu, er fullkomin sönnun þess að Rúss. heriinn sé búinn að vera. Þessi steypa að herinn eigi mikið eftir -- er tóm augljós þvæla. Enginn her sem á e-h í bakhönd, sendir 200þ. fram án nokkurrar þjálfunar. Hitler gerði sambærilegt 1945, þegar Hitler átti ekkert annað eftir en gamalmenni og ungt fólk, þá gerði hann það, að senda slíkt fram. Rússar senda -- óþjálfaða fram. Vegna þess að Rússar eiga ekki lengur neitt annað eftir. Það er eina mögulega skýringin -- því enginn her sendir óþjálfað fólk fram, nema sá her eigi ekkert annað. Það sé valkostur þess, sem þegar er að tapa -- sá sem hefur klárað alla sína möguleika. Þannig að tal þitt á Þann veg að rússn. herinn eigi mikið eftir sem ekki hafi þegar verið notað, séu augljósir draumórar -- án nokkurrar tengingar við raunheima.
10. Blaður að Úkraína vilji kjarnorku-árás, þegar mikill fj. Rússa hafa verið að hóta slíku -- t.d. Medvedev í nokkur skipti. Sýni að þú sért kominn langt inn í draum-heim.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.10.2022 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 846720

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband