Átök halda áfram í Luhansk héraði Úkraínu - orrustan um Sieviero-Donetsk borg enn í gangi - Rússlands-her hugsanlega að undirbúa sókn að Slovyansk. Þann 9/6 gerði Rússlands-her árás Norðan við þá borg! Árangur þeirrar árásar er umdeildur!

Mér virðist almennt litið - átök í Úkraínu að nálgast kyrrstöðu. Sóknar-tilraunir Rússa, eru ekki mjög stórar í sniðum. Skv. fregnum, virðast tilfærslur Rússa á liði, algerlega háðar vegum - og þeir ráðast nú alltaf fram, á mjög þröngri landræmu.

Sumir minna lesenda - eru á bandi Rússa. Og lesa rússn. fjölmiðla!
Sem að sjálfsögðu - enginn heilvita maður ætti að taka í nokkru mark!

Russian forces continued to prepare for offensive operations from the southeast of Izyum and west of Lyman toward Slovyansk and likely made marginal gains north of Slovyansk on June 10

 

Gul svæði á mynd eru - svæði Rússar segjast hafa nýlega náð!
Eins og allaf þegar - aðilar að stríði halda einhverju fram.
Ber að taka öllum fregnum - með fyllstu varúð!

  1. Best er að skoða þetta á korti, því það sýnir - fullyrðingar stríðs-aðila í samhengi.
  2. En ef, maður tekur mark á fullyrðingum rússn. fjölmiðla, frá 10/6 þá náði Rússneskur her, einhverjum landskika -- handan Siverskyi Donets ár.

Ef satt er, gæti það skipt máli! Svo fremi, Rússland nái að færa verulegt lið til.

Kort frá 10/6 sl.

Map of eastern Ukraine, showing Russian areas of control, updated 10 June

  1. Skv. fregnum eru Rússar þó - enn a.m.k. - rúmlega 20km. frá Slovyansk.
    Og enginn vafi getu verið, að ef Rússar hafa bráða-birgða-brú þar.
    Þá sé stöðugt stórskota-regn frá Úkraínu-mönnum, á þann hugsanlega hólma handan ár, sem Rússar kannski náðu.
  2. Það að sækja þá 20km. jafnvel þó þeir næðu að - ræsa einhverri sókn.
    Mundi að sjálfsögðu mæta sömu hörðu andstöðunni og aðrar sóknir Rússa.
    Að sjálfsögðu, mundu Úkraínu-menn berjast hart um borgina, ef til þess kæmi.

En ég er alls ekki að gefa mér það, að þessar - nýju tilraunir Rússa takist.

  1. Þ.s. eftir allt saman, hefur sókn Rússa - sl. 2 mánuði, verið afar hæg.
  2. En hún virðist bygga á þeirri aðferð, að Rússar safna miklu stórskota-liði.
  3. Sprengja allt í tætlur, og síðan gera tilraun að taka þann skika - þeir hafa algerlega lagt í rjúkandi rústir.

Sú sóknar-aðferð er að sjálfsögðu, afar hæg! Gefur varnarliði, nægan undirbúnings-tíma.

  1. Málið er, að á 2-mánuðum, hafa Rússar í reynd ekki tekið - stórfellt landsvæði.
  2. Og enn er barist um megin-bitann, Sieviero-Donetsk.

Þeir bardagar virðast ekkert vera að hætta!

  • Það gefur mér fulla ástæðu að efa -- að Rússar hafi afl, til að sækja alla leið að Slovyansk, þaðan að síður til að taka þá borg.
  • Málið er, að mjög sterkar vísbendingar eru á þann veg -- að Rússar skorti samtímis mann-skap til að halda stríðinu áfram og tækjabúnað til þess sama.

Sá skortur var orðinn ljós, áður en orrusturnar í Donbas - sl. 2 mánuði hófust!
Ég er því algerlega sannfærður að, það sé einungis spurning um tíma, hvenær sóknar-tilraunir Rússa -- stoppa einfaldlega vegna þess, herinn sé örmagna!

  • Því meir sem Rússar bíða manntjón og tækja-tjón - óhjákvæmilegt þegar þeir gera árásir með liðs-afla; þá færist sú stund nær.
  • Því þær árásir, að sjálfsögðu gera -- skortina á báða sífellt verri.

INTERACTIVE Russia Ukraine War Who controls what in Ukraine Day 109

Ég geri nú ráð fyrir því, sókn Rússa nái aldrei því markmiði að taka Donbas.
En það er eins og, að Pútín krefjist þess - m.ö.o. það sé orðið að skilgreindu lágmarks markmiði, svo Pútín telji sig geta lýst yfir einhvers konar sigri.
En það hefur alltaf blasað við, að Pútín mun kalla það sigur - hvað sem loka-staða sú endar, þegar Rússa-her getur ekki meir.

  1. Ég ætla því áfram: Að spá því að Pútín óski eftir vopna-hléi innan skamms.
  2. Samtímis, geri ég ráð fyrir því, Úkraínu-menn hafni því boði.

Því eftir allt saman, er ég algerlega á því að Úkraína-ætli sér að hefja eigin gagnsókn, síð-sumars, eða hugsanlega snemma nk. haust!
En auðvitað, á það eftir að koma í ljós, hvort Úkraína verður fær um slíkt.

  1. Hinn bóginn, er stöðugt verið að styrkja Úkraínska herinn með vopna-sendingum.
  2. Og ég er viss, að Úkraína hefur verið að þjálfa nýjan her, síðan frá upphafi innrásar -- í febrúar.
    Sbr. almennt her-útboð, karlmönnum á herskyldu-aldri, ekki heimilað að yfirgefa landið.
    Hinn bóginn, taki tíma að þjálfa nýjan her - var fyrr en síð-sumars, eða nk. haust, að slíkur her geti verið tilbúinn.
  3. Þangað til, þarf líklega - úkraínski fasta-herinn að halda stöðunni, eins best og hann getur.

Og vísbendingum um vandræði rússn. hersins fjölgar stöðugt - sbr. mann-afla-skort, og tækja-skort. Rökrétt, halda þau vandræði áfram að versna, því eftir allt saman - er rússn. herinn enn að gera tilraunir til að ráðast fram, sem þíðir - meira tjón!

Því sé það einungis spurning um tíma - ekki spurning, hvort.
Að Rússn. herinn verði máttvana, og geti ekki sókt frekar fram!

Ef Rússar tóku Bilorivka í sl. viku, eins og þeir halda fram.
Er þetta kort orðið smávægilega úrelt!
En ef það er rétt, hafa Rússar þar, tá-hald yfir Siverskyi Donets á.
Fregnir þar um eru - óstaðfestar!
Í sl. viku sagði ég frá -misheppnaðri fyrri tilraun Rússa- v. Bilorivka.

Bloody river battle was third in three days - Ukraine official - BBC News

Niðurstaða
Ég er fullkomlega hættur að hafa nokkrar minnstu áhyggjur af því, að Rússar vinni í Úkraínu - sigur. Þá meina ég, nái einhverju því fram, sem hægt sé að nota sem réttlætingu þess, að það hafi verið þess virði að hefja þetta stríð.

  1. Eins og allir vita, þá reyndi Rússland fyrst að sækja fram samtímis í Suður-Úkraínu, SA-Úkraínu, ásamt tilraun til að taka - Kíev borg, og borgir Norðan Kíev.
    Plan A.
  2. Í apríl, hóf Rússland nýja sókn í S-Úkraínu, og SA-Úkraínu.
    Og færði lið er var í N-Úkraínu, til þess að berjast á hinum vígsstöðvunum.
    Fullyrt var af rússn. hershöfðingjum, að til stæði að taka gervalla S-Úkraínu.
    Þ.e. alla strandlengju landsins, mynda landtengingu við Moldavíu.
    Plan B.
  3. Síðan í Maí, hefur verið ljóst, að plan Rússa hefur minnkað í 2-sinn.
    Þ.e. árásir hafa einskorðast við Luhansk hérað, þ.e. þau svæði sem Úkraína hefur enn haft þar - sl. 2 mánuði.
    Plan C.

Punkturinn er sá, að sérhvert sinn - er Rússland endur-skipuleggur.
Þá minnkar planið!

Ég held nú -- aðgerða-plan C, náist ekki fram!

  • Mér virðist flest benda til þess, að Úkraína haldi - Lycyshansk, handan Donets ár, og að sókn Rússa nái sennilega aldrei til Slovyansk.
  • En tilgangur Úkraínu, í því að berjast áfram í  Sieviero-Donetsk, er bersýnilega sá - halda fjölmennu rússn. liði föstu í því að berjast um þá borg.
    Ekki ósvipað því er áður var barist um Mariupol.

Það þíðir að sjálfsögðu, að einhverjar aðrar sóknar-tilraunir Rússa, hafa þar með mun minni mátt en annars. Meðan Úkraínumenn, eru sæmilega öruggir í Lycishansk enn, geta auðveldlega flutt lið til að styðja sína menn - í borginni hinum megin ár.
Þá geta Úkraínumenn, haldið þeim bardaga áfram - tilgangur þess, geti úr þessu vart verið annar en sá, að binda rússn. lið í þeim bardaga.
Enda borgin vart annað en rústahrúga úr því sem komið er.

En þ.e. einmitt málið, af hverju ég segi - að Rússland geti aldrei náð því fram sem í nokkrum skilningi geti úr þessu réttlætt innrás; jafnvel þó Plan C að taka Donbas næði fram, væri innrásin ekki þess virði, því Rússar eru að leggja allt í rúst.
Þeir taka einungis rjúkandi rústir, þ.e. svæði sem eru eyðilögð.

Málið er, að allt sem hefur efnhagslega vikt á þeim svæðum.
Er þá einnig algerlega ónýtt!

  1. Burtséð frá því, hvort landið ræður Donbas úr þessu.
  2. Sé ljóst, það fyrrum iðnaðar-hérað, verði nær einskis virði.

Því eyðilegging stríðsins, stefni í að vera fullkomin!
Rússar geti því aldrei - grætt á því - í nokkrum skilningi.

  • Nána eina sem Rússar hugsanlega ná fram, er efnahagslega veikari Úkraína.
  • Sem sé á kostnað þess, að Rússland - veikist samtímis, tapi háu hlutfalli síns hers, og þar með veikist stórfellt sem herveldi - því í alþjóðlegum pólit. skilningi.

Þetta sé því -- Fyrrískt, í öllum hugsanlegum skilningi.
Og ég tek fram, að ég er ekki á því, að Plan C - nái líklega fram!
Og ég held, að Úkraína, muni geta náð fram líklega öflugri gagnsókn á nk. mánuðum!
Ég sé því alls ekki sannfærður Rússland haldi því landsvæði það hafi hertekið þetta ár.

Þetta stríð séu því gríðarleg mistök fyrir Rússland!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 470
  • Frá upphafi: 847121

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband