Kyrrstaða/pattstaða vaxandi mæli einkennandi fyrir átök í Úkraínu - harðir bardagar enn um Sieviero-Donetsk borg, afrakstur sóknar-tilrauna Rússa liðlanga vikuna, tvö af úthverfum þeirrar borgar; aðrar víglínur í Úkraínu hreyfðust ekki

 Bardagar standa enn yfir um Sieviero-Donetsk, eini gróði Rússa í vikunni, eitt úthverfi.

  1. Allar aðrar víglínur í landinu virðast ekki hafa hreyfst.
  2. Það þíði ekki, Rússa-her hafi hvergi ráðist fram annars staðar.
  3. Hinn bóginn, Úkraínu-her, hélt hvar-vegna annars staðar á Donbas svæði.

En einmitt þetta, að engin önnur víglína - náði að hreyfast.
Er skýr vísbending þess, að stríðið sé á leið í, kyrrstöðu.
Sú staða þíði ekki endilega, allt mannfall hætti.
Heldur einungis, herirnir hafi ekki sjáanlegt afl nú - til að taka svæði.
Slíkt ástand þarf ekki að vara að eilífu.
--En það geti samt vel verið, að - hreyfingar-hernaður, sé við það að hætta.

  • Við taki - pass-staða - ekki ólíkt Fyrra-Stríði.
    En árin 1916-1917 voru oft harðir bardagar, en án þess víglínur færðust að ráði.
  • Ef Úkraínu-stríðið er komið í slíka pattstöðu.
    Þá er það opin spurning -- hvor herinn er líklegri til að geta rofið hana, síðar?
Líkur virðast standa til, að Rússa-her sé t.d. nú nærri þeim stað, að vera magn-þrota.
Fregnir eru þó í þá átt, að Rússar séu að gera tilraunir til frekari liðsflutninga.
Sem aftur bendi til að, sá her sem nú sé á Donbas svæðinu, sé orðinn líklega magnþrota.
--Spurning, hvort Pútín geti eina ferðina enn - fundið meira lið, til að deygja!
 
 
Sókn Úkraínu við Kherson!
 
  1. Sókn Úkraínu-hers við Kherson, hófst skömmu eftir Rússar hófu sókn að, Sieviero-Donetsk.
  2. Greinendur, hafa talið þá sókn hafa haft þann megin-tilgang, að þvinga Rússa til að færa lið til þeirrar víglínu.
  3. Eins og sést, náðu Úkraínumenn nokkrum árangri í þeirri sókn.
  • Það blasir ekki við mér, að tekið landsvæði af hálfu Úkraínuhers.
    Sé klárlega minna en það sem sókn Rússa í Luhansk héraði hefur náð sl. 2 mánuði.
  • Ef marka má fréttir, eru Úkraínumenn, 17km. frá Kherson.
    Þ.s. fjarlægð víglínu er minnst frá þeirri borg.

Víglínan virðist ekki hafa hreyfst þó sl. viku - Rússar haldið Úkraínumönnum.

Átök í grennd við Kharkiv! Kort sýnir einnigs Luhansk svæðið

Rússar hafa sýnt - tilburði, til að þrýsta á víglínuna nærri Kharkiv.
Tilgangur virðist - að sögn, að ná borginni aftur í færi við stór-skota-lið.
Hinn bóginn, virðist enginn árangur hafa orðið af þeim tilraunum liðlanga sl. viku.

  1. Á móti, hafa Úkraínu-menn, lestar-línu er Rússar nota, í stórskota-færi.
  2. Og það má vel hugsa sér, Rússar séu allt eins áhugasamir, að íta Úkraínu-her úr færi við flutninga-Rússa-hers.

Hvor sem tilgangurinn er, þá hafi sóknar-tilraunir ekki skilað árangri í vikunni.

Þetta kort fókusar á átök um, Sieviero-Donetsk og Luhansk!

Megin-fókus Rússa-her virðist á að klára töku, Sieviero-Donetsk borgar.
En sitji Úkraínu-her á iðnaðar-svæði í þeirri borg.
En þar fyrir utan, sé barist hart um - úthverfi þeirrar borgar.
  1. Einu svæði sem Rússar náðu í sl. viku, voru 2-úthverfi þeirrar borgar!
  2. Hinn bóginn, þrátt fyrir allar sóknar-tilraunir sl. 2-ja mánaða.
  3. Hafi Rússa-her greinilega ekki takist að ljúka orrustum um Sieviero-Donetsk.

Það sem ef til vill má lesa úr því!

  1. Er ef til vill, Rússa-her hafi ekki lengur afl.
  2. Til nema eins stórs bardaga í einu!

Varðandi þá -er styðja Rússa- bendi ég viðkomandi á!
Bardagar um síðasta 10% af Luhansk héraði Úkraínumenn halda!
Hafa nú staðið yfir í rúma 2-mánuði.
Rússar hafa greinilega ekki enn, náð því að klára þá bardaga!

  1. Hafandi í huga, hve litlu sókn Rússa sl. 2-mánuði hefur áorkað.
  2. Er afar erfitt að ímynda sér, Rússar hafi lengur afl til að, ná verulegu frekara landsvæði í Úkraínu!

Mér virðist flest benda til, kyrr-stöðu-hernaðar, a.m.k. um hríð.
Hafandi í huga, kyrr-staða einkenndi hernað í Fyrra-Stríði a.m.k. 2 ár.
Þá þarf líklega einhverja stóra breytingu í stríðinu, til að rjúfa þá kyrrstöðu.

 

Niðurstaða
Ég ætla að leyfa mér að segja - spá mín um kyrrstöðu-hernað í Úkraínu, hafi ræst!
Undir lok apríl, sagði ég að sókn Rússa mundi líklega endast ca. einn mánuð!
Sl. viku var miður Júní - sókn Rússa hafi m.ö.o. enst 2-vikur umfram mína spá frá Apríl!

Sókn Rússa sé ekki formlega hætt, þannig séð.
Pútín og varnarmála-ráðherra Rússa, séu nýbúnir að segja - sókn Rússa ganga vel.
Hinn bóginn, virðist mér - þvert á móti.
Flest benda til að, sókn Rússa sé ca. bout lokið.

Það þíði ekki, fólk hætti að tína lífinu.
Enda hafi kyrrstöðu-hernaður Fyrra-stríðs einkennst af mjög umtalsverðu mannfalli.
Hinn bóginn, hafi átök ekki leitt til nokkurra verulegra tilfærsla víglína ca. 2 ár.

  1. Spurning hvor herinn sé líklegri til að rjúfa þá kyrrstöðu.
    Sem orðin sé?
  2. Pútín, gæti fyrir-skipað almennt herútboð.
    Hinn bóginn, gæti það ekki nýst, fyrr en kallaðir til herþjónustu hafi fengið næga herþjálfun.
  3. Úkraínu-menn,fyrirskipuðu almennt herútboð, um leið og innrás Rússa hófst, 24. febrúar 2022.
    Úkraínu-her hefur nú haft 4-mánuði til að þjálfa.
    Þegar almennt herútboð var fyrirskipað, sagði Zelensky að yfir milljón hafi fengið þær skipanir -- ef ég gef mér það sé rétt tala.
    Gæti verið, ca. ágúst/september, fái Úkraínu-her liðauka upp á rúma milljón.
  • Spurningin sé þá ekki síður, hvaðan þeir fá vopn?

Úkraínumenn sögðu NATO 13/6 sl. Úkraínu-her, til að tryggja sigur, þyrfti:
--1.000 155mm fallbyssur.
--300 eldflauga-skotvagna.
--500 skriðdreka.
--2.000 bryntæki.
--1.000 dróna.

Það væri freystandi, að túlka það sem - pöntunar-lysta fyrir:
Þá er kallaðir voru í herinn, til herþjálfunar, er stríðið hófst.

Ef tækist að vopna þann nýja her með NATO vopnum, gæti úkraínsk sókn hugsanlega orðið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er ekki kyrrstöðuheernaður eins og í Fyrri heimstyrjöld þar sem herirnir skiftuat á að taka skotgrafir hvers annars.
Þetta líkist miklu meira þegar Sovétmenn ráku Nasista till Berlínar.
Það tók Sovétmenn tæp þrú ár.
Það gekk ekki hratt en stefnan var alltaf sú sama .
Í átt að Berlin. 
Sama er að gerast á Donbass.
Úkrainumenn taka aldrei landsvæði,en smá saman þá tapa þeir landsvæði og óhemju mörgum hermönnum.
Eins og marg oft hefur komið fram þá höfðu Úkrainumenn smíðað gríðarlega öflugar varnalínur á Donbass svæðinu og eru þær að mestu í þorpum og borgum
Á þessar víglínur er ekki hægt að ráðast nema vera búinn að sprengja þær í tætlur áður en haldið er inn.
Þetta getur tekið viku til tíu daga en það endar alltaf á einn veg. Þessi víghreiður eru upprætt eitt af öðru.
Það var einmitt það sem gerðist undanfarna daga á Severodonetsk svæðinu.
Rússarnir höfðu verið að skjóta á varnarlínu Úkrainumanna í vikutíma eða svo og skyndilega hrundi vörnin og Rússar tóku verulegt svæði og í raun er staða Lysyhansk orðin vonlaust og Severodonetak orðin varnarlaus ásamt svæðinu suður af borginni sem er undir stjórn Úkrainu.
Á sama tíma lokaðist 2500 manna her inn í suðurhluta bugðunnar og þeirra bíður ekkert nema dauðinn eða uppgjöf. Sennilega uppgjöf.Vonandi láta þeir ekki drepa sig fyrir ekki neitt.
Það liggur fyrir að á allra næstu dögum mun Rússneski herinn handtaka um það bil 5000 Úkrinska hermenn í Severodonetsk og í Zolote bugðunni sem nú er umkringd.
Jafnfamt sækja Rússneskir hermenn nú að Bakhmut og eru nú í umm 5 Km fjarlægð fré borginni.
Tilgangurinn með þessu er að loka allri bugðunni og þar með munu um það bil 15.000  Úkrainskir hermenn verða innikróaðir.
Vissulega geta Úkrainsku hermennirnir ennþá forðað sér ef þeir fá leyfi til þess, en í samræmi við fyrri reynslu verður .það ekki gert fyrr en of seint og hluti hermannana mun lokast inni.
Þetta mun taka tíma af því að Bakhmut er kyrfilega víggirt en hugsanlega munu Rússar beygja aðeins til norðurs og komast í skotfæri við Krasna Gora sem er aðeins norðar.
Með því þá værui búið að loka síðasta malbikaða veginum frá Lysyhansk og svæðinu vestan við og þar með orðið afar erfitt að forða þungavopnum út úr bugðunni.
Stór hluti af hermönnunum gæti að sjálfsögðu forðað sér ef þeir fá leyfi til,en megnið af þungavopnunum verður eftir ,og mikið af Javelin.
Úkrainskum hermönnum virðist ekki þykja mjög vænt um þessar Javelin flaugar. Þeir skilja þær eftir í bunkum þegar þeir hörfa.

Úkrainumenn eru að verða fyrir óhemju mannfalli þarna í buðunni,sem er eðlilegt í ljósi þess að Rússneska stórskotaliðið dúndrar um það bil 50.000 skotum á dag ,af ýmsu tagi á þetta svæði. 
Þeir svara þessu með því að senda sífellt fleiri hermenn inn á svæðið.
Nú er svo komið að hermenn eru í vaxandi mæli farnir að neita að fara þarna inn.
Það er ekki ólíklegt að fljótlega komi til uppreysnar á svæðinu útaf þessu.
Hermennirnir sjá engann tilgang í að sitja þarna í skotgröfum og láta stórskotalið murka sig niður.
.
Svæðið vestan Donetsk er svo lang víggirtasta svæði víglínunnar.
Undanfarið hefur verið alger kyrrstaða á því svæði .
Þegar það er búið að loka bugðunni við Severodonetska ,þá losnar um mikið herlið hjá Rússum og það verður þá í aðstöðu til að halda suður á bakvið varnalínuna við Donetsk og herja þá á hand báðu megin frá.
Þetta er síðast stór varnalína Úkrainumanna.
Það hefur sýnt sig að þegar Úkrainski herinn hrekst upp úr þessu varnarlínum þá býður hann venjulaga afhroð og neyðist til að hörfa hrat.
Framundan eru þá bara varnarlínur sem hefur verið komið upp í skyndi og þæer eru enni nálægt því eins viðamiklar og þær sem hefur verið komið upp undanfarin átta ár.
Sóknin suður með Donetsk línunnii mun að öllum líkindum hefjast innan þriggla vikna sé tekið mið af ganginum sem hefur verið undanfarinn mánuð.
.
það eru líka nokkur tíðindi fra´Kharkov svæðinu. 
Undanfarna daga hafa Rússar verið að færa sig nær borginni og það berast fréttir af því að þeir séu nú að safna óþreyttu liði norðan landamæranna.
Líklega ætla þeir að bæta í sóknarþungann á allri norðanverðri víglínunni ,allt suður til Severodonetsk.
Líklega er þetta gert til að Úkrainski herinn komi ekki í bakið á hernum sem kemur til með að sækja suður með Donetsk línunni.
Ef Úkrainumenn reyna að verja þessa línu verður það líklega svanasöngur Úkrainska hersins og Rússar geta rúllað viðstöðulítið yfir til Odessa.








Borgþór Jónsson, 22.6.2022 kl. 01:00

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hér er skemmtilegt myndband sem útskýrir það sem er að gerast í Severodonetsk bugðunni ,og fleira.
Hversvegna sækja Rússar á svona fáum hermönnum?
Hversvegna ver Zelennsky bugðuna af svona mikill hörku,þrátt fyrir mikið mannfall?.
Hvers vegna vill yfirhershöfðingi Úkrainumanna hörfa í aðra víglínu en Zelensky ,þegar að því kemur?
Hvað þarf mikinn her til að hefja sóknaraðgerðir og hvað þarf mikinn her til að halda víglínu.
Þetta er áhugaverður fróðleikur sem skýrir margt í sambandi við þetta stríð,og stríð almennt.
Til skýringar. BGT sem hann talar um þýðir: Brigade combat team.
Í Rússneska hernum er eitt BGT 7-800 manns
.
https://www.youtube.com/watch?v=Trju46e4_kM&t=1300s

Þessi maður gefur út myndband á hverjum degi þar sem hann ræðir atburði dagsins á lifandi og fræðandi hátt ,ásamt því sem hann telur að verði næstu skref.
Hann virðist oftast frekar sannspár ,en sókn dagsins virðist þó hafa komið honum í opan skjöldu.
Hérna ræðir hann atburði dagsins 21. júní og hverjar afleiðingarnar eru +hvað hann telur að gerist næst
.
https://youtu.be/YWXLyi1k5wU

Borgþór Jónsson, 22.6.2022 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 463
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 439
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband