Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
29.8.2018 | 01:03
Forseti Perú, Martin Vizcarra, lýsir yfir neyðarástandi í þrem héruðum Perú vegna aðstreymis flóttafólks frá Venezúela!
Skammt í að landflótti frá Venezúela nái heimsathygli - en SÞ-gaf sl. föstudag út þá yfirlýsingu að ástandið í Venezúela sé á hraðri leið í átt að ástandi sem síðast hefur sést vegna landflótta af völdum stríða í Mið-Austurlöndum!
"This is building to a crisis moment that weve seen in other parts of the world, particularly in the Mediterranean,...": U.N. agency sees Venezuelan exodus nearing a crisis point.
Skv. annarri frétt, ætla ráðherrar frá nokkrum S-Ameríku ríkjum að hittast í þessari viku í Bogota til að ræða ástandið í Venezúela nánar og hugsanlega samræmdar aðgerðir: Peru declares emergency at border as Venezuelans flee crisis at home.
En skv. fréttinni, hefur forseti Perú lýst yfir neyðarástandi í þrem héruðum Perú, af heilsufarsástæðum, út af ótta er snýr að hugsanlegri útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma.
En vegna niðurbrots heilbrigðiskerfis Venezúela - grasseri annars auðlæknanlegir smytsjúkdómar, og raunveruleg hætta - að bylgja flóttamanna beri þá með sér til næstu landa.
Martin Vizcarra forseti Perú!
- "There are close to 1 million Venezuelans now living in Colombia..."
- "...more than 400,000 in Peru..."
Síðan sá ég eina frétt enn -- að forseti Brasilíu sé að senda herflokka inn í landamærahérað til að - vernda flóttamenn frá Venezúela!
--En það höfðu sprottið fram mótmæli innan héraðsins, út af aðstreyminu!
Brazil's Temer says Venezuelan exodus a threat to whole region
"Brazilian President Michel Temer signed a decree on Tuesday to deploy the Armed Forces to the northern state of Roraima on the border with Venezuela to assist in keeping order and ensuring the safety of Venezuelan immigrants."
"The problem of Venezuela is no longer one of internal politics. It is a threat to the harmony of the whole continent,"
Það virðist einmitt farið að bera á andstöðu í þeim löndum sem flóttabylgjan leita til!
Venezuela exodus: 'People are leaving in order to survive'
Mitt í öllu þessu, þá getur maður enn undrast það furðulega fólk sem þjónar ríkisstjórninni í Venezúela: Venezuelan official suggests migrant crisis is staged to undermine government.
Diosdado Cabello - "Doesnt it strike you as suspicious there are photos of [these people] walking along the roadside in Peru, walking along the roadside in Ecuador, walking along the roadside in Colombia," - "Its as if it was: Lights, camera, action! It is a campaign against our country a campaign of extraordinary dimensions,..."
Það hlýtur að vera virkilega furðulegur - "alternative" heimur sem maður sem þessi, formaður svokallaðs "stjórnlagaráðs" lifir í.
Hérna er dæmi um mynd af því tagi sem hann talar um!
Hér er önnur!
Mannþröng á brú að landamærum við Kólumbíu!
"The UN estimates 2.3 million Venezuelans have fled since 2015 with Colombia expecting 2 million more to follow by 2020." - "That would mean 4.3 million people 14% of Venezuelas population had left."
Þetta eru örugglega varlegar áætlanir - en vegna hnignunar olíuframleiðslu Venezúela, að erlendir kröfuhafar eru farnir að beita tækjum, sbr. að slá eign sinni á eignir í eigu Venezúela erlendis - sem eitthvert virði hafa; til að beita stjv. Venezúela þrýstingi að greiða þeim.
Hafandi í huga að olíuframleiðsla minnkaði um ca. 30% frá sl. ári.
Þá grunar mig að menn ef e-h er, vanmeti hraðann á því hve hratt ástandið líklega versnar.
En klárlega er ástandið í Venezúela farið að bitna á gervallri S-Ameríku!
Og það eigi einungis eftir að versna frekar - sennilega miklu frekar.
Niðurstaða
Það sem ég hef verið að óttast, að ástandið í Venezúela leiði til alvarlegrar flóttabylgju, virðist í gangi nú þegar. Eins og hefur gerst í Evrópu, vegna nýlegrar flóttabylgju - er að rísa upp bylgja andstöðu við flóttafólk í löndum S-Ameríku.
Þetta kemur mér ekki á óvart, enda svo nýlegt hvað gerðist út af flóttabylgjunni frá Sýrlandi - sem hefur haft greinileg pólitísk áhrif innan Evrópu. Að flóttabylgja frá Venezúela - hugsanlega enn stærri að umfangi, mundi óhjákvæmilega hafa umtalsverð innanlands pólitísk áhrif í löndunum í kring um Venezúela.
Ég hef velt upp þeirri hugmynd, að eftir því sem flóttabylgjan hleður upp á sig - en í dag eru flóttamenn frá Sýrlandi ca. 6-milljón, getur fjölgað um 2-3 milljónir til viðbótar vegna yfirvofandi aðgerða hersveita Sýrlands - Írans og Rússlands.
--Flóttabylgja frá Venezúela getur vel hlaupið á sambærilegum tölum.
Að nágrannalönd Venezúela grípi til eigin ráða - en mér kemur til hugar, að þau sendi sína heri inn fyrir landamæri Venezúela, ekki til þess að leggja allt landið undir eða koma ríkisstjórninni frá.
Heldur til að koma sér upp "buffer zones" á landamærum þar sem komið yrði fyrir fjölmennum flóttamannabúðum!
--Þau mundu gera þetta til að verja sín eigin samfélög, gagnvart þeirri bylgju andúðar þar sem annars gæti hugsanlega haft mjög afdrifarík innanlands pólitísk áhrif - tja, ekki endilega af ólíku tagi sem sést hefur seinni misseri í Evrópu.
Kemur í ljós hvort ég hef rétt fyrir mér!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það virðist að kosning nýs forseta Mexíkó, Andrés Manuel López Obrador, hafi hleypt nýju lífi í þær viðræður er virtust um langa hríð í hreinni pattstöðu -- það sem mestu virðist hafa skipt, er að Obrador virðist hafa verið til í að samþykkja kröfu Trump.
--Að sett séu inn ákvæði í samning milli Bandaríkjanna og Mexíkó, um meint eða raunverulegt launamisvægi milli landanna:
"The Trump administration said the deal improves labor provisions, in part by requiring 40 percent to 45 percent of auto content to be made by workers earning at least $16 per hour - a salary that could remove incentives for automakers to move jobs to Mexico."
Hinn bóginn vill hinn nýi vinstri-sinnaði forseti Mexíkó, þrýsta á um launahækkanir innan landsins -- meðan að fyrri forseti Mexíkó, hægri sinninn - Enrique Peña Nieto, studdist við afstöðu framleiðenda innan Mexíkó - er höfnuðu slíku, launa-ákvæði.
Síðan virðist hafa verið farið bil beggja er kom að kröfu Donalds Trump - um aukið hlutfall íhluta sé bandarísk framleiðsla, sbr:
"The deal would require 75 percent of auto content to be made in the NAFTA region, up from the current level of 62.5 percent, a U.S. trade official said."
Ríkisstjórn Trumps hafði krafist - 85%.
Síðan virðist Donald Trump hafa fallið frá kröfu um -- mjög umdeilt endurskoðunarákvæði NAFTA, er átti skv. því endurskoðast á 5-ára fresti.
--Vandinn við ákvæðið var sá, NAFTA átti sjálfkrafa falla niður ef samkomulag næðist ekki.
--Þannig að fallöxi mundi voma yfir - á 5 ára fresti.
Þetta hefði verið algerlega ósáættanleg óvissa fyrir sérstaklega Mexíkó og Kanada!
En ég sé ekki hvernig nokkur hefði verið tilbúinn að fjárfesta í þeim löndum út á samning - sem slík óvissa væri um að héldist áfram!
Niðurstaðan varð:
"Instead, the United States and Mexico agreed to a 16-year lifespan for the deal, with a review every six years that can extend the pact for 16 years, U.S. Trade Representative Lighthizer said."
Sannast sagna er ég ekki viss hvað þetta merkir - mætti skilja Lighthizer þannig, að í sérhvert sinn á 6 ára fresti, sé 16 ára gildistími framlengdur, sem hljómar greinilega einkennilega!
--Kannski þíði það, að ef ekki tekst að endurskoða að 6-ára liðnum, þá haldi samkomulagið áfram samt sem áður en 16 ára gildistíminn renni út fyrir rest, ef hann sé ekki framlengdur á einhverjum punkti, á þessum 6 ára endurskoðunar-tilvikum.
Hvað þetta akkúrat þíðir á væntanlega eftir að skírast betur.
U.S., Mexico reach NAFTA deal, turning up pressure on Canada
Hinn bóginn á enn eftir að ræða þetta samkomulag við Mexíkó með Kanada!
Það er nánast eins og núverandi ríkisstjórn Mexíkó og Bandaríkjanna - slái sér saman um þrýsting á ríkisstjórn Kanada, sbr:
- "Mexican Foreign Minister Luis Videgaray told a news conference in Washington that if Canada and the United States do not reach an agreement on NAFTA, we already know that there will still be a deal between Mexico and the United States."
- "If talks with Canada are not wrapped up by the end of this week, Trump plans to notify Congress that he has reached a deal with Mexico, but would be open to negotiations with Canada, U.S. Trade Representative Robert Lighthizer told reporters."
Þó sennilegar sé að ný ríkisstjórn Mexíkó - hafi kosið að yfirgefa fyrri samstöðu hægri stjórnar Mexíkó er áður sat við afstöðu ríkistjórnar Kanada er hefur verið til staðar fram að þessu.
--Til að tryggja sér samkomulag fyrir Mexíkó.
En það auðvitað þíðir að með því skilur Mexíkó - Kanada dálítið úti í kuldanum, eitt á móti ríkisstjórn Bandaríkjanna!
- Og að þetta er eiginlega orðið að -- tvíhliða samningi, ekki raunverulega - 3 hliða NAFTA samningur.
- Og þá stendur úti annar tvíhliða samningur milli Bandar. og Kanada!
Með því að rjúfa samstöðuna við Kanada - virðist ný ríkisstjórn Mexíkó, hafa gengist inn á kröfu Trumps -- um tvíhliða viðræður.
--Rétt að benda á, með því að samþykkja launakröfu Donalds Trumps - samþykkti ríkisstjórn Mexíkó, mjög að minnka þá samkeppnisstöðu fyrir Mexíkó sem lægri laun hafa veitt fyrir framleiðendur þar.
--Enda sagði Donald Trump hróðugur, að útkoman bætti mjög möguleika Bandaríkjanna til að afla starfa í gegnum viðskipti landanna tveggja - innan Bandaríkjanna.
Bandaríkin eru þá klárlega í betri stöðu en áður - að fá kröfur sínar gagnvart Kanada fram!
En ein helsta krafan, hefur verið að fá fellt niður - úrskurðarkerfi er hefur starfað í samhengi NAFTA, og skorið úr deilum um túlkanir á reglum!
--Kanada hefur oft notið góðs af því ákvæði!
T.d. nýlegast í deilu um flugvél þróuð af kanadískum flugvélaframleiðenda, Bombardier -- ríkisstjórn Bandaríkjanna setti á, absúrd háan refsitöll vegna meintra of mikilla ríkisstyrkja Kanada.
--En NAFTA úrskurðarkerfið - slóg þann toll af.
Skv. kröfu Bandaríkjanna - samþykkti Mexíkó að samskonar kerfi félli niður gagnvart Mexíkó!
--En það þíðir þá, að Mexíkó samþykkir þá að lúta slíkum einhliða ákvörðunum frá Bandaríkjunum, án þess að geta hönd við reist!
"Mexico agreed to eliminate dispute settlement panels for certain anti-dumping cases, a move that could complicate talks with Canada, which had insisted on the panels."
Mexíkó hefur hingað til ekki getað sætt sig við það að þetta úrskurðarkerfi sé slegið af.
- Miðað við þetta virðist mér Obrador hafa gefið mikið eftir gagnvart Trump!
--Þannig heilt yfir vir[ist þetta líta út sem sigur fyrir Trump.
Niðurstaða
Ef Kanada sættist á sambærilegt samkomulag við það sem nýr forseti Mexíkó virðist hafa sætt sig við - þá mundi falla niður úrskurðarkerfi á vegum NAFTA samkomulagsins, sem skar út um í fjölda tilvika þegar deilur stóðu um t.d. um álögð gjöld eða styrki, hvort farið væri eftir reglum eða ekki!
Krafa ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur m.a. verið að það kerfi sé niður lagt.
En það var á sínum tíma, sett af kröfu Mexíkó og Kanada, til þess að einmitt vernda framleiðendur þar -- gegn hugsanlegum einhliða stjórnvalds ákvörðunum frá Bandaríkjunum.
Sem einmitt gjaldið á flugvél frá Bombardier sem einmitt Lighthizer setti - er slegið var af skv. úrskurði NAFTA úrskurðarkerfisins, er gott dæmi um.
--Þá var m.ö.o. metið að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefði ekki lagt það gjald í samræmi við reglur gildandi samkomulags.
Þetta er dæmi um það sem núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna mislíkar við milliríkja-samninga, að þeir fela í sér -- skuldbindandi ákvæði!
--En hvernig getur 3-aðili haft traust, ef það eru engin skulbindandi ákvæði?
Það verður forvitnilegt að sjá hvort Kanada lægur beygja sig - nú þegar lítur út fyrir að nýr forseti Mexíkó hafi snarlega eftir valdatöku - ákveðið að beygja sig í duftið fyrir Trump.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.8.2018 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2018 | 18:36
Stjórnandi fjölskyldusjóðs Trump fjölskyldunnar - fær vernd frá saksókn, gegnt því að svara spurningum um Donald Trump
Þetta er svakaleg frétt - að stjórnandi fjölskyldusjóðs Trump veldisins, hafi fengið "immunity" gegnt því að svara spurningum er fyrir hann eru lagðar. Við erum að tala um einstakling sem starfað hefur fyrir Trumpana í áratugi - maður sem Donald Trump hefur líklega persónulega þekkt, síðan hann sjálfur var ungur maður!
Trump er örugglega ekki í góðu skapi núna!
Trump empires finance chief granted immunity by prosecutors
Prosecutors grant Trump Organization CFO immunity in Cohen probe
- "The CFO, Allen Weisselberg, was called to testify before a federal grand jury..."
- "A cooperation deal between Weisselberg and prosecutors could be damaging to the president given the executives longtime role in Trumps business affairs. "
- "Weisselberg has worked for the Trump family for more than four decades, including as treasurer for the Donald J. Trump Foundation."
- "Two executives at American Media Inc, which publishes the National Enquirer...reportedly involved in making the payments, have also been granted immunity in the investigation....The executives are company Chief Executive David Pecker, a longtime Trump friend, and Dylan Howard."
Þessi rannsókn virðist tengjast afhjúpunum er komið hafa fram skv. gögnum er tekin voru á skrifstofu Micheal Cohen, nú fyrrum lögfræðings Donalds Trumps - er föstudag í sl. viku gerði "plea bargain" samkomulag við alríkis saksóknara í NewYork.
--Þá viðurkenndi Cohen margvísleg lögbrot sem sögð eru hugsanlega varða samanlagt allt að 63 ára fangelsi af fjölmiðlum -- FoxNews segir, samkomulagið kveða á um 3-ár í mesta lagi, gegnt fullri samvinnu - FoxNews-Michael Cohen admits violating campaign finance laws in plea deal.
"Cohen pleaded guilty to five counts of tax fraud, one count of making false statements to a financial institution, one count of willfully causing an unlawful corporate campaign contribution and one count of making an excessive campaign contribution."
Fyrr í þessari viku, komu fréttir varðandi - samning um vernd af hálfu þeirra David Pecker og Dylan Howard - er lengi hafa verið í samskiptum að sögn fjölmiðla við Trump fjölskylduna.
--En athygli hefur vakið, að National Enquirer hafði keypt upplýsingar af einni þeirra kvenna sem Donald Trump hefur átt í deilum við, en ekki birt.
--Það hefur vakið spurningar, hvort Trump borgaði þeim til að kaupa þá frétt.
Sannast sagna er ég ekki klár á því - hvert alríkis-saksóknarar geta farið með málið næst!
En meðan Trump er forseti, hefur hann - vernd skv. lögum.
Einungis þingið getur ákveðið að ákæra sitjandi forseta, slíkt er eðli sínu skv. alltaf pólitísk ákvörðun.
Ég fékk athugasemd á erlendum miðli þ.s. málið var rætt - er ég spurði þeirrar spurningar.
Að alríkis-saksóknarar, gætu beint kastljósinu næst að fjölskyldu Trumps.
--Fjölskyldumeðlimir hafa ekki lögvernd!
Snemma á þessu ári voru nokkur eftirminnileg orð höfð eftir Steve Bannon: 4.1.2018 Bannon virðist hafa afskrifað Donald Trump.
"It goes through Deutsche Bank and all the Kushner shit. The Kushner shit is greasy. Theyre going to go right through that. Theyre going to roll those two guys up and say play me or trade me." - "Theyre going to crack Don Junior like an egg on national TV."
Þessi orð komu upp í hugann - eftir að ég fékk athugasemdina á erlenda miðlinum, að næstu skref alríkis-saksóknara gætu verið á þann veg, að hefja málarekstur gegn fjölskyldumeðlimum.
Niðurstaða
Ég held að enginn sitjandi forseti Bandaríkjanna í sögu Bandaríkjanna - hafi áður legið svo harkalega í því gagnvart lögsækjendum innan Bandaríkjanna, án þess að vera sjálfur persónulega með formlegum hætti - ákærður.
En eftir að búið er að gera samkomulag um vernd - við sjálfan stjórnanda Trump fjölskyldusjóðsins, þá er saksókn komin inn í sjálfan innsta hring fjölskylduveldisins.
Við lifum greinilega áhugaverða tíma -- næstu skref alríkis-saksóknara eftir þetta.
Verða alveg örugglega með einhverjum hætti -- söguleg!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.8.2018 | 20:50
Michael Cohen gæti reynst vera raunveruleg ógn við Donald Trump
Skv. fréttum dagins hefur komið í ljós að þegar Cohen samdi við saksókn er hann lýsti sig sekan um eftirfarandi -
"Cohen pleaded guilty to five counts of tax fraud, one count of making false statements to a financial institution, one count of willfully causing an unlawful corporate campaign contribution and one count of making an excessive campaign contribution."
- þá fylgdu því ásakanir á Donald Trump af hans hálfu, að Trump hafi skipað honum að inna af hendi þær greiðslur - er teljast ólöglegar, sem Cohen viðurkenndi sig sekan um að hafa framkvæmt.
Greinilegt af viðbrögðum Trumps að - Cohen er ekki lengur vinur hans:
Donald Trump á hinn bóginn fór fögrum orðum um Paul Manafort er skv. fréttum dagsins, hefur ákveðið að áfrýja þeim 8-ákæruatriðum er hann var fundinn sekur um í undirrétti.
Eitt viðbótar Twít vakti athygli:
Greinilega ekki afstaða bandarískra dómsyfirvalda og saksóknar - að þau atriði varði ekki við lög.
Trump slams Cohen, lauds Manafort after twin legal blows
Trump says found out about payments made by Cohen after the fact
Skv. fréttum, neitar Trump að hafa vitað fyrirfram um þær greiðslur - þannig orð stendur gegn orði, nema Cohen eigi í fórum sínum upptöku af samtali við Trump - þ.s. fram kemur annað.
--Rétt að benda á, að það væri mjög veik staða fyrir yfirvöld, að hafa samþykkt "plea bargain" við Cohen - ef slík upptaka væri ekki til.
Í orðum verjanda Micheal Cohen - virðist felast augljós hótun gegn Donald Trump: Cohen co-operation may lead to rougher waters for Trump.
"Cohen . . . is now liberated to tell the truth, everything about Donald Trump that he knows,..." - "From this point on, youre going to see a liberated Michael Cohen speaking truth to power."
Í þessari dramatísku framsetningu í viðtali - virðist ljóst að verjandi Cohens álítur besta spil síns skjólstæðings vera; að höfða til sérstaks saksóknara Robert Mueller.
Whats next for Muellers investigation after Manaforts conviction?
Í orðum sínum hljómar verjandi Cohens - dálítið eins og, sölumaður :)
The Most Damaging Thing That's Happened to Trump
- Hinn bóginn er ég sammála því sem ályktað er í hlekknum að ofan, að það sem vekur mesta undrun við mál Cohens -- er, að saksóknara-yfirvöld skuli hafa samþykkt "plea bargain."
- En kjarni þess samkomulags, virðist byggjast á ásökunum Cohens gegn Trump -- það virðist ósennilegt að þau yfirvöld í NewYork hefðu samþykkt þetta; ef þau hefðu ekki trúað ásökunum Cohens.
- Þá er stóra spurningin, hvað hefur Cohen undir erminni - sem sannfærði saksóknarayfirvöld í NewYork að gera við hann slíkan samning?
- En vitað er að Cohen tók fjölda upptaka af samtölum við sinn fyrrum skjólstæðing og samstarfsmann til 12 ára - Donald Trump.
Spurning hvort allar þær upptökur voru á skrifstofunni hans er leitað var þar af yfirvöldum? Kannski varðveitti hann einhverjar upptökur á öðrum stað!
--En mér virðist órökrétt af yfirvöldum að gera slíkan samning - ef þetta væri einungis, orð gegn orði.
PS: Sá þessa frétt á FoxNews: Michael Cohen admits violating campaign finance laws in plea deal.
--Fox segir "plea bargain" samkomulag kveða á um mesta lagi 3ja. ára fangelsi fyrir Cohen.
--En vörn að öðru leiti að sjálfsögðu gagnvart saksókn svo hann þori að opna sig upp á gátt.
Niðurstaða
Kannski eftir allt saman er Micheal Cohen stærsta einstaka ógnin við Donald Trump - en það virkilega áhugaverða við "plea bargain" samkomulag Cohens við saksókn í NewYork virðist sú staðreynd -- að það samkomulag virðist á grunni ásakana Cohens gegn Donald Trump.
Ef maður gerir ráð fyrir því, að þeir sem gerðu það samkomulag við Cohen - séu ekki fífl og fáráðlingar, þá sýndi Cohen þeim fram á með einhverjum hætti - sem sannfærði þá einstaklinga - að hann hefði gögn í sínum fórum til staðfestingar á sínum ásökunum.
En mér virðist órökrétt af saksókn að semja við Cohen með slíkum hætti, ef einungis væri um að ræða - orð gegn orði.
M.ö.o. ef ásakanir Cohens eru studdar af gögnum, sem hann getur komið á framfæri við þar til bær yfirvöld - þá væri kominn til sögunnar glæpur sem unnt væri að sanna að líkindum; sem Donald Trump forseti væri bein tengdur við.
--Það þíddi, að þá væri komin næg lagaleg ástæða fyrir "impeachment."
A.m.k. virðast saksóknara-yfirvöld í NewYork raunverulega trúa því að forsetinn sé "crook."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.8.2018 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.8.2018 | 23:37
Fyrrum kosningastjóri Donalds Trumps fundinn sekur í 8 ákæruliðum fyrir dómi - fyrrum lögfræðingur Donalds Trumps lýsir sig sekan í 8 ákæruliðum
Á þessari stundu er ekki ljóst hver eða hvort nokkur áhrif þessara atburða verða á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, en Paul Manafort var um skeið kosningastjóri Donalds Trumps fyrir forsetakosningar 2016 og Michael Cohen var einn lögfræðinga Donalds Trumps þar til fyrir skömmu.
- Skv. fréttum hefur dómurinn líst yfir "mistrial" í 10 ákæruliðum yfir Manafort þar sem kviðdómur treysti sér ekki að ná fram niðurstöðu um sekt eða sakleysi Manaforts í þeim ákæruliðum -- þannig að ný réttarhöld verða væntanlega um þá ákæruliði síðar.
- Á móti, er þess vænta væntanlega að Manafort fái á sig dóm fyrir þá 8 ákæruliði sem hann telst vera sekur um - skv. niðurstöðu kviðdóms er komst að niðurstöðu um þá liði.
- Síðan er óvíst hvað yfirlýsing Michael Cohens um sekt felur akkúrat í sér - ég meina, hvað felur samkomulag hans við ákæranda í sér?
"Cohen pleaded guilty to five counts of tax fraud, one count of making false statements to a financial institution, one count of willfully causing an unlawful corporate campaign contribution and one count of making an excessive campaign contribution."
--Spurning, um hvað gat hann samið?
--Bendi á, að þetta tengist líklega - framboðsmálum Trumps a.m.k. að nokkru leiti.
Ex-Trump campaign manager Manafort convicted of fraud
Trump aide Manafort found guilty on eight of 18 charges
Former Trump lawyer Michael Cohen pleads guilty
Ex-Trump lawyer Cohen pleads guilty in deal with prosecutors
Trump greinilega ósáttur: Trump decries Manafort verdict, says Mueller investigation a 'disgrace.
Greinilega sigur fyrir Robert Mueller!
En Manafort stendur nú allt í einu frammi fyrir hugsanlega hörðum dómi - maður á sjötugs aldri.
Það hefur lengi verið sterkur grunur að tilgangur Muellers - sé að þvinga Manafort til að ræða opinskátt um hvað fór fram á milli hans og Donalds Trumps - er Manafort stjórnaði kosningabaráttu Trumps um hríð.
--En Manafort er talinn vita um þætti, sem tengjast meintum hugsanlega ólöglegum samskiptum framboðs Trumps, við rússnesk stjórnvöld eða agenta á vegum þeirra.
- Það virðist nú sennilegt að Manafort geti nú boðist afsláttur á endanlegum dómi, ef hann nú velur -- að opna sig upp á gátt frammi fyrir Mueller.
--Að sjálfsögðu þá til þess að vitna að einhverju leiti gegn Trump.
Óþekkt er hvort að - viðurkenning Cohens á sekt, sé ógn við Trump einnig.
En það virðist a.m.k. mögulegt í ljósi þess - að Cohen virðist vera að viðurkenna sig sekan, í tengslum við greiðslur er teljast nú ólöglegar - sem hann virðist hafa innt af hendi í tengslum við framboð Trumps.
--Segjum hann vitni nú um það, að Trump hafi fyrirskipað þær greiðslur, og hafi einhver gögn því til staðfestingar.
--En þetta er bara pæling, en á hinn bóginn ef Cohen ætlar að fá afslátt á væntanlegan dóm - þarf hann að hafa eitthvað bitastætt til að bjóða.
- Eiginlega spurning hvað annað hann gæti boðið - en hugsanlega vitna gegn Trump.
Niðurstaða
Spurning hvort það er að hitna undir stólnum hans Trumps eða ekki? En það virðist að Mueller hafi náð fram einu mikilvægu skrefi. Síðan er ekki vitað akkúrat hvað fyrrum lögfræðingur Trumps gat boðið - sem dugði til þess að hann náði fram samningi við saksókn gegn honum.
Það verður a.m.k. forvitnilegt að fygljast með fréttum nk. daga frá Bandaríkjunum.
- Ef Mueller getur sannað lögbrot á Donald Trump - þá mundi hann skila gögnum um þá niðurstöðu til bandaríska þingsins, sem er eini aðilinn er getur tekið þá ákvörðun af eða á, að formlega ákæra forseta landsins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2018 | 22:23
Venezúela fjarlægir 5-núll af gjaldmiðli sínum - tengir hann síðan við ímyndaðan gjaldmiðil
Í alvöru, Nicolas Maduro hefur ákveðið að tengja - hinn nýja gjaldmiðil nefndur "the sovereign bolívar" sem mætti sennilega þíða sem - "hin sjálfstæði bólívar" - við ímyndaðan gjaldmiðil.
Hann hefur verið nefndur - petro, og að sögn Maduro er "cryptocurrency" eða rafrænn eingöngu gjaldmiðill.
--"He [Mr Maduro] might as well have chosen pegging it to unicorns," said Russ Dallen, head of Caracas Capital, an investment bank."
- Petro í raun er ekki til, og hefur ímyndað af hálfu Maduro virði upp á 60-dollara.
- Hver sjálfstæður Bólívar verður virði 1/60 af einu Petro.
--M.ö.o. 95% gengisfelling nýja Bólivarsins vs. opinbera virði hins gamla.
Venezuela Adds to Chaos With One of Biggest Currency Devaluations Ever
Venezuela cuts five zeros from currency as economic plan sows confusion
Venezuela lops five zeros off the bolívar to halt economic collapse
Venezuela pegs bolivar to cryptocurrency
- Samhliða þessu er lágmarks-kaup hækkað í landinu um 3.000% - í ca. 30$.
Sé ekki hvernig þetta bjargar hagkerfinu - en væntanlega hækka öll verð í landinu nú rækilega eina ferðina enn, þ.s. aðilar enn starfandi þurfa að fjármagna m.a. - launahækkanirnar.
Þeir aðilar væntanlega meira eða minna allir hækka væntanlega sín verð ca. strax.
--Að tengja gjaldmiðilinn við - rafrænan gjaldmiðil eingöngu, sem á að hafa einhvers konar tengingu við útflutningsverðmæti landsins, en hver sú tenging akkúrat er hefur Maduro aldrei almennilega útskýrt.
--Mér virðist eiginlega, hann geti kallað virði -Petro- hvað sem er á hvaða punkti sem er, og öll opinber verð eiga að vera tengd nú við sveiflur á verði á "Petroinu."
--Þannig Maduro hefur líklega ekki leyst nokkurn vanda. En burtséð frá því hvað hann segir virði gjaldmiðilsins vera - mun svarti markaðurinn væntanlega hefja strax sitt eigið hraða endurmat á virði gjaldmiðils landsins.
--Sem væntanlega þýðir, að nýi Bólivarinn mun væntanlega hrynja ofurhratt í virði þar, eins og gamli Bólivarinn gerði.
Og innan skamms þrátt fyrir mikla hækkun - verða laun líklega aftur lítils sem einskis virði. Í verbólgubáli áætlað yfir 80.000 prósent.
- Það skilst mér að sé sögulegt met í S-Ameríku.
- Annað sögulegt met í S-amerísku samhengi, að hagkerfi Venezúela hefur minnkað um 47% sl. 5 ár - sem slær út allar fyrir efnahagskreppur í S-Ameríku.
Spurning hvaða fleiri met ríkisstjórn Venezúela á eftir að setja?
-------------------
Venezuelas state oil group agrees $2bn Conoco payout
- "The total $2bn payout to Conoco is almost a quarter of Venezuela's $9bn in foreign reserves."
- "The country is overdue on almost $6bn of debt payments on its international bonds, cutting the country off from fresh credit and prompting creditors to try to seize Venezuelan energy assets in an attempt to force payment."
Þetta er áhugavert að íhuga í því samhengi að gjaldmiðill Venezúela á nú vera tengdur við svokallað Petro - rafgjaldmiðil sem ríkið tengir með óútskýrðum hætti við útflutningsverðmæti landsins.
--En þarna tapar landið á einu bretti - 1/3 af gjaldeyrisforða landsins!
Ríkið er þegar "deault" á erlendar skuldir landsins - Conoco þvingaði Venezúela til þess að greiða þeim þetta fé; vegna þess að Conoco hafði - tekið yfir umtalsvert af eignum ríkisolíufélags Venezúela, erlendis.
--Það var að valda Venezúela verulegum nýjum vandræðum við útflutning á olíu á þessu ári.
Hinn bóginn sýnir þetta að erlendir kröfuhafar eru farnir af stað.
Og þeir vita hvaða takka þeir eiga að íta á!
--M.ö.o. að einu verðmætin sem ríkissjóður landsins á eftir, liggja í olíuförmum sem unnt er að láta taka ef næst til skips á erlendu hafsvæði, eða eignum ríkisolíufélagsins erlendis.
- Að sjálfsögðu grefur þetta undan - Petróinu!
- Fyrir utan að olíuframleiðslu landsins hefur hnignað af öðrum ástæðum um ca. 1/3 nú milli ára, sem er svakalegt -- talið fyrst og fremst af völdum skorts á viðhaldi - og vegna flótta starfsfólks við olíu-iðnað úr landi.
Nú þegar erlendir kröfuhafar eru farnir að sækja í olíueignir landsins.
Samtímis og fátt bendi til annars en hröð hnignun olíu-iðnaðarins haldi áfram.
--Þá er erfitt að sjá annað en endalokin fyrir ríkisstjórn Venezúela nálgist.
- En á endanum, þarf hún að geta greitt her og lögreglu laun að algeru lágmarki.
Hermenn sem og lögreglumenn hafa séð sín laun verða að engu sem aðrir borgarar landsins.
Ein leið fyrir ríkisstjórnina til að tapa snögglega með óvæntum hætti - væri bylting hersins.
--Sem þarf ekki endilega að vera afar ólíkleg útkoma.
--Maduro leitast við að kaupa tryggð hersins, með því að veita herforingjum verðmæta bitlinga.
En í sambærilegu ástandi sem sögulegast mest líkist þessu sem mig rámar í - voru það undirforingjar sem skipulögðu uppreisn.
--Enda líklega einungis hátt settir foringjar er njóta bitlinganna!
- Er væntanlega þíðir að bil milli æðstu yfirmanna hersins og lægra settra undirmanna, fari líklega breikkandi - sem og milli æðstu yfirmanna og óbreyttra.
Niðurstaða
Hrun Venezúela heldur áfram - virðist það eina sem er öruggt. Þegar það fer saman að olíuframleiðslu hnignar nú hratt milli ára þ.e. um 1/3 frá sl. ári - samtímis erlendir kröfuhafa farnir að beita eigna-upptökum, til að innheimta skuldir.
--Þá virðist óhjákvæmilegt að það sverfi mjög skarpt að landinu á þessu ári.
Það gæti alveg verið rétt spáð að verðbólga fari langt yfir 100þ. prósent á þessu ári - jafnvel 300-400þ. prósent.
Mig grunar að hrun hraðinn aukist í ár miðað við sl. ár ef eitthvað er.
Og flóttamönnum frá landinu fjölgi hratt á þessu ári - þegar yfir milljón íbúa Venezúela flúnir til Kólumbíu einnar.
--Líklega ekki langt að bíða þess að fleiri verði flúnir frá Venezúela en frá Sýrlandi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2018 | 22:13
Áhugaverður fundur Angelu Merkel og Vladimir Putin
Skv. yfirlýsingu Merkelar fyrir fundinn, verður rætt um deilur tengdar Úkraínu og málefni flóttamanna frá Sýrlandi og málefni Sýrlands - meðan að Pútín sagði að þörf væri á aðstoð Evrópu við endurreisn Sýrlands.
--Það áhugaverða er, að þetta er í annað sinn - sem Pútín leggur til við erlendan þjóðarleiðtoga - samvinnu um endurreisn Sýrlands.
--Síðast, sendi Rússland slíkt tilboð til Donalds Trumps - sem var hafnað í Washington.
- Þetta bendir sterklega til þess að sú ályktun mín sé rétt, að Rússland sé með miklar áhyggjur af Sýrlandi --> Vegna augljóss gríðarlegs kostnaðar við endurreisn.
- En það virðist blasa fremur augljóslega við --> Að Rússlandi og Íran sé líklega um megn, að standa straum af þeim gríðarlega kostnaði.
- M.ö.o. grunar mig að Pútín sé orðinn örvæntingarfullur út af þessu - þ.s. að flest bendi til þess að án mjög umfangsmikillar aðstoðar fjársterkra aðila utanaðkomandi við þá endurreisn --> Verði Sýrland væntanlega afar stór myllusteinn um háls Rússlands.
- Þar sem Pútín hafi tekið mikið upp í sig - er hann hefur talað um meintan sigur í Sýrlandi --> Þá á hann líklega erfitt með að réttlæta að, pakka saman og halda heim á leið með allt rússneskt hafurtask frá Sýrlandi.
- Sem væri rökrétt ráðstöfun, út af augljósri vangetu Rússlands til að standa straum af þeirri augljóslega þörfu uppbyggingu --> En annars virðist ólíklegt að unnt sé að endurreisa stöðugleika í Sýrlandi.
Ályktunin er einföld - Angela Merkel hafi öfluga vogarstöng.
Þar sem Pútín augljóslega þurfi á þeirri aðstoð að halda!
Spurning hvort Merkel hefur vit til þess að hagnýta sér það - vogarafl.
Merkel and Putin to discuss Syria and Ukraine at landmark meeting
Putin says everything must be done for refugees to return to Syria
Ukraine, Iran and human rights on agenda for talks with Putin: Merkel
Cossacks and flowers as Putin dances at Austrian minister's wedding
Ef marka má fréttir hefur Merkel áhuga á því að almennar kosningar fari fram í Sýrlandi - en raunverulega lýðræðislegar, ekki plat kosningar ásamt þeim umfangsmiklu stjórnarskrárbreytingum innan Sýrlands sem slíkt krefðist. Hún vill sem sagt skapa skilyrði til þess að flóttamenn fáist til að snúa heim - en a.m.k. 5 milljón Sýrlendingar búa enn í útlegð.
Erfitt er að sjá þeir fáist til að snúa heim á leið, nema mjög verulega skárra ástand taki við, þar á meðal - skárra stjórnarfar.
Það virðist einnig að hún vilji rússneska eftirgjöf í A-Úkraínu. En hún virðist hafa áhuga á því að SÞ-taki við stjórnun svæða í A-Úkraínu undir stjórn svokallaðra, uppreisnarmanna. Það mundi ekki koma mér á óvart, ef hún mundi fara fram á samþykki Pútíns fyrir almennum kosningum í héröðunum sem heild; skv. tilboði stjv. Úkraínu um sjálfsforræði þeirra héraða - en sem heildar, ekki sérstaklega fyrir þau svæði sem svokallaðir uppreisnarmenn stjórna.
Góð spurning hvað hún getur prúttað mikið upp úr Pútín - í stað loforðs um fjárhags-aðstoð við uppbyggingu Sýrlands.
Það virðist samt sem áður ekki líklegt annað - en þeirra fundur nú sé frekar upphaf á viðræðuferli, en að stór ákvörðun mundi vera strax tekin.
Niðurstaða
Fundurinn í Meseberg höll, þarf ekki endilega vera upphaf stórra breytinga í samskiptum Rússlands og Evrópu. Enda miðað við orð Merkelar - virðist hún ætla sér að krefjast mikils af Pútín í formi stórra tilslakana í málefnum Úkraínu og Sýrlands.
Þá reyni á hversu örvæntingarfullur Pútín er akkúrat þegar kemur að stöðu Sýrlands. En stærð og umfang þeirra tilslakana sem Pútín hugsanlega á enda samþykkir - mun segja sögu um það hversu mikil ónot hann hefur yfir þeim möguleika að hugsanlega standi Rússland eitt uppi með kostnaðinn af Sýrlandi.
En mér grunar persónulega að Pútín hafi nú fremur stór ónot yfir þeirri tilhugsun.
Sem geti þítt að fremur stórar tilslakanir geti verið í boði, ef stór fjárframlög frá ESB verða undir á móti.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.8.2018 | 00:19
Efnahagsmálaráðherra Bandaríkjanna varar Erdogan við því Bandaríkin íhugi frekari aðgerðir
Steven Mnuchin - sagði að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að sjóða saman frekari aðgerðir gegn Tyrklandi sem mundi koma til greina að grípa til, ef Tyrkland sleppir ekki bandarískum presti sem setið hefur í varðhaldi í Tyrklandi nærri því í ár.
--Mnuching sagði ekki akkúrat hvaða aðgerðir!
Deilan við Bandaríkin kemur eiginlega á versta tíma fyrir Tyrkland.
Vegna þess að hagkerfi Tyrklands er statt á afar viðkvæmum punkti!
IMF program for Turkey would be helpful
Þetta létu aðilar innan ríkisstjórnar Þýskalands hafa eftir sér í fjölmiðlum.
En vandi Tyrklands er í einfaldlega sá, að hagkerfið stefnir í það sem kallað er "stopp."
M.ö.o. framreiknað er gjaldeyrisforði Tyrklands ónógur til að mæta þörfum hagkerfisins.
Eins og áður en Ísland lenti í kreppu 2008 - eru það skuldir einkahagkerfisins er sliga.
--Framreiknuð þörf fyrir viðskiptalíf Tyrklands til að endurnýja lán, sem kostar gjaldeyri.
--Er hærri en nemur gjaldeyrisforða Tyrklands yfir nk. 12 mánaða tímabil.
Turkey finance minister's reassurances win cautious welcome from investors
Fjármálaráðherra Tyrklands hafnaði því að stæði til að leita til AGS - einnig að stefndi í að Tyrkland tæki upp gjaldeyrishöft.
Hinn bóginn, bersýnilega vantar Tyrkland fé -- sannarlega skuldar ríkið sjálft ekki mikið.
En eins og hrunið á Íslandi sýndi -- geta skuldir einkahagkerfis sligað hagkerfið.
Erdogan cant sidestep the IMF for long
Þetta er mat greinenda hjá Financial Times:
- Framreiknuð fjármagnsþörf nk. 12 mánuði - 238 milljarðar.$.
- Þetta er hærri upphæð en nemur gjaldeyrisforða Tyrklands.
Hinn bóginn, getur Tyrkland ekki leitað til AGS - meðan deila við Bandaríkin stendur yfir.
Síðan mundi AGS krefja Tyrkland um tiltekna tegund af hagstjórn - en erdogan hefur keyrt mjög á aukinni neyslu í seinni tíð til að viðhalda hagvexti, en í staðinn hefur framkallast viðskiptahalli upp á 5% af þjóðarframleiðslu.
--Sem étur upp gjaldeyrisforðann enn hraða - greinilega ósjálfbært ástand.
Þannig að eins og þetta lítur út þá stefnir Tyrklands á það að taka upp gjaldeyrishöft.
Þar sem Erdogan virðist ólíklegur til að leita til AGS.
--Höft gætu verið tyrkneska hagkerfinu mjög erfið, vegna þess hve mikið af tyrkneskum fyrirtækjum í dag eru hluti af framleiðslukeðju er nær út fyrir landamæri.
Það felur í sér svokallað - gegnumflæði, þ.e. íhlutir innfluttir sem kostar gjaldeyri, síðan flutt út samsett vara frá Tyrklandi -- án gjaldeyris mundi slík starfsemi stöðvast einfaldlega.
--Höft geta falið í sér mikla spillingarhættu, sérstaklega ef til staðar í landi - er í reynd einsflokks-kerfi.
M.ö.o. þ.s. þá fara menn að redda gjaldeyri í gegnum kunningjatengls.
- Að sjálfsögðu flækir deilan við Bandaríkin málin.
Niðurstaða
Efnahagsvandræði Tyrklands eru minnstum hluta vegna Bandaríkjanna - sú staða að viðskiptalíf Tyrkland sé skuldum vafið, að há prósenta þeirra skulda séu gjaldeyrisskuldir - þannig fyrirtæki þurfa aðgengi að gjaldeyrisforða landsins til að geta greitt.
--Er staða sem er að sjálfsögðu ekki Bandaríkjunum að kenna.
Erdogan hefur verið við völd það lengi í Tyrklandi að hann getur ekki vísað á nokkurn annan.
Hinn bóginn, getur deilan um tiltekna bandaríska einstaklinga sem Tyrkland heldur - vs. kröfu þess um að fá afhendan múslima klerkinn gulem; vafið mikið upp á sig og því skapað verulegan viðbótar skaða.
--Að einu leiti gæti sú deila gert Erdogan greiða, því hún getur gert Erdogan það mögulegt að sannfæra Tyrki um það að yfirvofandi efnahagsleg ógæfa sé Bandaríkjunum að kenna.
--Að því leiti sé hugsanlega tímasetning deilunnar mögulega í og með - heppileg fyrir Erdogan.
Hinn bóginn, er engin skynsemi í öðru fyrir Tyrkland en að sleppa þeim Bandaríkjamönnum lausum sem þeir hafa í haldi. Það geti ekkert gott gert fyrir Tyrkland að láta þá deilu ganga lengra fram!
Hinn bóginn virðist stolt tveggja manna geta þvælst fyrir Erdogans og Trumps.
Báðir eru afar stoltir hvorugir sérstaklega eftirgefanlegir.
--Hinn bóginn, væri það afar ósnjallt fyrir Erdogan að halda deilunni við Bandaríkin til streitu - en mjög einfalt er fyrir Tyrkland að binda endi á deiluna um þá Bandaríkjamenn sem Tyrkland heldur, þ.e. með því að sleppa þeim.
--En sú deila gæti annars mögulega valdið Tyrklandi verulegu viðbótar efnahagstjóni.
Hafandi í huga að Erdogan hefur viljað endurreisa Tyrkland til vegs og virðingar. Er ekkert vit í öðru en að gefa þá deilu eftir fyrir hann og hans ríkisstjórn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2018 | 12:02
Recep Tayyip Erdogan ætlar ekki að gefast upp fyrir Donald Trump
Það tók nokkra daga fyrir svar Tyrklandsstjórnar að koma fram en í annan stað hefur nú Tyrklandsstjórn svarað tollaðgerð Donalds Trumps frá sl. föstudegi og aíðan hefur seðlabanki Tyrklands fyrirskipað aðgerðir til að styrkja gengi lírunnar - er virðist hafa skilað nokkrum árangri í dag!
Turkey doubles tariffs on some U.S. imports
Lira rallies after Turkey introduces measures to curb short selling
- Erdogan skellir 120% tollum á bifreiðainnflutning frá Bandaríkjunum - 60% tolli á innflutning á tóbaki frá Bandaríkjunum og 140% tolli á innflutning á áfengi frá Bandaríkjunum.
--Bendi á að sl. föstudag hafði Trump hækkað tolla á stál frá Tyrklandi í 40% og á ál í 20%.
--Það má velta fyrir sér þeim möguleika að Donald Trump muni hækka þá tolla - aftur. Það væri í tón við tolladeilu hans t.d. við Kína, hvernig sú deila hefur þróast. - Rétt að benda á að fram í fréttum kemur að tyrkneskir dómstólar hafa neitað áfrýjun fyrir bandarískan strang kristinn prest, Brunson - þó enn eigi æðsta dómstig eftir að fjalla um málið.
--Þá útkomu má einnig skoða sem svar, að Tyrkland hafni þrýstingi.
--Talsmaður Erdogans sagði, að deilan við Bandaríkin yrði leyst - en akkúrat hvernig er spurning: Erdogan spokesman says problems with U.S. will be resolved. - Eitt áhugavert atriði fyrir utan þetta -- að Tyrkland hefur sleppt grískum hermönnum óvænt sem Tyrkland hafði haldið um nokkurt skeið.
--En Tyrkland hefur einnig verið með kröfu á Grikkland um að afhenda einstaklinga sem hefur verið veitt hæli innan Grikklands.
--Þetta er álitið af þeim er telja sig vit á hafa - friðarboð frá Erdogan til ESB.
**En áfram stendur krafa Tyrklands á Bandaríkin um múslima klerkinn Gulem, sem Tyrkland vill greinilega eiga viðskipti við Bandaríkin þ.e. skipta honum fyrir 4. bandaríkjamenn sem Tyrkland heldur --> Ásakanir fyrir meint -eer- gulemistatengsl.
--Þá mér virðist sú ásökun afar fjarstæðukennd sérstaklega í tengslum við róttækan kristinn klerk - af hverju ætti sá að tengjast íslamista samtökum? - Seðlabanki-Tyrklands, minnkaði um helming það fjármagn sem tyrkneskir bankar hafa heimild til þess að verja í formi líra - í skiptum við erlenda aðila á öðrum gjaldmiðlum - með því að draga úr gjaldmiðils-skiptum þá minnkar Seðlabanki-Tyrklands aðgengi erlendis að tyrknesku lírunni.
--Þeir sem telja sig hafa vit á, meta að leitast sé við að minnka möguleika erlendra aðila til spákaupmennsku gegn tyrknesku lírunni.
--Hinn bóginn grunar mig, að minnkað aðgengi að lírum geti mjög vel komið niður á fleiri aðilum - en þeim sem kaupa lírur í spákaupmennsku-tilgangi.
**T.d. hvað um ferðamannastraum til landsins? - Fyrir utan þetta, takmarkaði Seðlabanki-Tyrklands réttindi til þátttöku tyrkneskra banka í gerð - framvirkra samninga þ.s. tyrkneska líran kemur við sögu. En slíkir samningar eru oft notaðir af fyrirtækjum sem vilja tryggja sér aðgengi til framtíðar að gjaldmiðli á tilteknu umsömdu fyrirfram verði.
--En slíkt er einnig unnt að nota til spákaupmennsku.
--Það samtímis takmarkar möguleika fyrirtækja er starfa innan Tyrklands sjálfs, til að minnka sína gjaldmiðils áhættu - en tyrknesk fyrirtæki eru einna líklegustu aðilarnir til að kaupa framvirka samninga til að tryggja sér líru á fyrirfram umsömdum kjörum.
Líran virðist hafa rétt við sér upp á 6% -- bendi á hún féll 16% sl. föstudag.
Þessar aðgerðir leysa í sjálfu sér ekki þau efnahagsmál sem ríkisstjórn Tyrklands hefur verið gagnrýnd fyrir, sbr. viðskiptahalla upp á 5% af þjóðarframleiðslu sem greinilega er fjármagnaður með aukningu gjaldeyrisskulda - verðbólgu upp á 15% - auk annarra vísbendinga um hagkerfi í yfirhitun.
--En líran hafði fallið um 40% mánuðina á undan, hefur verið sá stóri gjaldmiðill í heiminum sem langsamlega mest hefur fallið í virði.
Spurning um frekari viðbrögð Donalds Trumps?
- Frekari hækkun tolla virðist sennileg - Trump gæti bætt við fleiri tollum, auk hugsanlega frekari aðgerða -- tæknilega gæti hann farið að banna tyrkneskum fyrirtækjum að eiga viðskipti í dollar.
--Þó manni virðist ekki sennilegt að svo langt verði gengið a.m.k. að sinni. - Það gæti verið að Tyrkland fái ekki afhentar F35-þotur sem Tyrkland vill kaupa nokkra tugi af, fyrirfram umsamin kaup.
En ég á ekki von á því að Donald Trump blikki - nú þegar Erdogan ætlar a.m.k. ekki gera það að sinni!
Talsmaður Erdogans segir þó deilan verði leyst - án þess að útskýra málið.
Ég sé þó ekki Donald Trump gefa eftir kröfu sína að bandarískir þegnar í varðhaldi fyrir furðulegar sakir í Tyrklandi verði sleppt, sbr.
"One of them is Serkan Golge, a 38-year-old Nasa physicist who was sentenced to seven years in prison for terrorism in February. Evidence against him included a savings account at a Gulen-affiliated bank and the discovery in his home of a single dollar bill, which Turkish authorities sometimes say is a sign of Gulenist conspiracy."
Svo hann átti reikning í tyrkneskum banka, tékkaði ekki á hver væri eigandi bankans, og hann átti dollaraseðil í skúffu -- vá!
--Þetta virðist einkenna ásakanir um Gulemistatengsl, að þær virðast stórfurðuleg steypa.
--Samt er dæmt fyrir þetta - sem virðist sterklega benda til þess að réttarkerfinu í Tyrklandi sé nú beitt í - utanríkis tilgangi.
**En Erdogan getur mjög auðveldlega með forsetavaldi náðað síðan fólkið.
**En hótunin er að það sé varðveitt í varðhaldi árum saman.
Fyrir utan þennan mann, heldur Tyrkland klerkinum Brunson og a.m.k. tveim starfsmönnum bandarísku utanríkisþjónustunnar er störfuðu á skrifstofu á vegum hennar í Tyrklandi - við það hræðilega verk að útbúa VISA fyrir tyrki sem vilja koma til Bandaríkjanna.
Upphafið af deilunni er krafa Tyrklands um múslima klerkinn Gulem, sem Erdogan sakar um að hafa skipulagt samsæri gegn sér -- hinn bóginn er sá einstaklingur með varanlega landvist í Bandaríkjunum -- ekki einu sinni Donald Trump getur líklega fyrirskipað að hann sé sendur úr landi.
Þetta er eitt atriði sem virðist erfitt að fá Tyrklansstjórn til að skilja, að þá þarf líklega Tyrklandsstjórn að höfða mál gegn viðkomandi innan Bandaríkjanna -- Tyrklansstjórn hefur hingað til ekki vilja það; sem margir taka sem vísbendingar um raunverulegan skort á sönnunum gegn Gulem.
Svipuð deila við Grikkland - þá hafði grískur dómstóll heimilað tyrkneskum hermönnum landvist þar -- svokallað pólitískt hæli, vegna þess að gríski dómstóllinn samþykkti rök þeirra fyrir því að ekki yrði réttað í málum þeirra innan Tyrklands með sanngjörnum hætti.
--Þetta gerðist í reynd í andstöðu við ríkisstjórn Grikklands er hafði engan áhuga sjálf á deilu við Erdogan.
--Þarna hófst svipað stapp - eins og kemur fram að ofan - hefur Tyrkland nú allt í einu sleppt grískum hermönnum er tyrknesk yfirvölt virtust halda í von um að geta skipt á þeim.
**Hinn bóginn þá á það sama við, að grísk stjórnvöld geta ekki gripið fram fyrir sínum dómstólum.
Mig grunar að Erdogan átti sig á því að hann geti ekki staðið samtímis í harðri deilu við Bandaríkin -- og átt í hugsanlega jafn erfiðri við ESB lönd!
Niðurstaða
Eina sem ég er viss um að deilan milli Tyrklands og Bandaríkjanna - um klerkinn Gulem annars vegar og hins vegar a.m.k. 4 Bandaríkjamenn sem tyrknesk yfirvöld halda og beita fyrir sig langsóttum ásökunum um meint gulemistatengsl; að sú deila á eftir að vinda upp á sig frekar.
En Donald Trump er líklegur grunar mig að svara mót-tollaðgerð Erdogans, með frekari tollaðgerðum -- ef ég miða við þróun deilu hans við Kína. En í grunninn er deilan við Tyrkland ekki viðskiptadeila, heldur hófst með kröfu Tyrklands um afhendingu múslima klerks, Gulem að nafni.
Hinn bóginn vegna þess að hann var áður búinn að fá varanlega landvist í Bandaríkjunum, þá hefur Donald Trump - ekki einu sinni hann, líklega rétt til að - afhenda hann eins og krafist er.
Þá virkar kerfið þannig, að ef Tyrkland hefur ásakanir - þarf Tyrkland að sanna þær fyrir rétti innan Bandaríkjanna. Hingað til hafa tyrknesk yfirvöld þó hafnað boði um réttarhöld innan Bandaríkjanna. Sem margir taka sem vísbendingu um raunverulegan skort á sönnunum.
Það væri að sjálfsögðu alvarlegt fordæmi að afhenda - einstakling, einungis vegna þess að þess er krafist. En t.d. ef vestræn lönd vilja fá einstakling, þá eru öll gögn ásökunum til sannana -- send um hæl, svo yfirvöld sem fá slíka beiðni hafi tækifæri til að meta þau.
Bendi á að Tyrkland var einnig í sambærilegri deilu við Grikkland - en allt í einu virðast tyrknesk yfirvöld hafa sleppt grískum hermönnum.
Þekki ekki hvort tyrknesk yfirvöld hafa sleppt öllum Þjóðverjum í haldi líka, en á sl. ári a.m.k. voru tyrknesk yfirvöld með nokkra Þjóðverja í haldi -- en tyrknesk yfirvöld hafa að auki viljað fá þýsk yfirvöld til þess að afhenda tyrkneska ríkisborgara er hafa fengið hæli í Þýskalandi.
Germany may 'rethink' Turkey ties after two more Germans detained
Skv. þeirri frétt voru 12 Þjóðverjum haldið í Tyrklandi í sept. 2017.
Germany 'waiting for details' on citizen's arrest in Turkey
Skv. þessari frétt frá apríl 2018 er 5. Þjóðverjum haldið í Tyrklandi.
Hef ekki séð fregnir um að þeim hafi verið sleppt - þýsk yfirvöld virðast almennt ekki hafa verið með hástemmdar yfirlýsingar í málum sem slíkum.
--Þekki því ekki hvort þessu fólki hefur verið sleppt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það vaknar fjöldi stórra áhugaverðra spurninga í tengslum við það sem vart verður kallað annað en - hrun samskipta Tyrklands og Bandaríkjanna sl. daga, eftir að Donald Trump tók þá ákvörðun fyrir helgi að 2-falda ál og stál tolla sem gilda fyrir allan heiminn og eru þá 20% fyrir stál og 10% fyrir ál, í 40% og 20% í tilviki Tyrklands.
Viðbrögð markaða voru harkaleg, stórfellt fall tyrknesku lírunnar er heilt yfir hefur fallið 40% á þessu ári - en fallið fyrir helgi um 16% eða þar um bil; þannig að líran hefur verið að falla greinilega áður en núverandi ástand skall yfir.
- En vikurnar og mánuðina á undan, voru markaðir farnir að óttast um stöðu efnahagsmála í Tyrklandi - en landið hefur verulegan viðskiptahalla og hefur haft hann í mörg ár reyndar.
- En vandi Tyrklands er ólíkt þegar Bandar. eða Bretland eða Japan hefur viðskiptahalla - hve mikið af honum virðist vera fjármagnaður með, gjaldeyri - meðan Bandar., Bretland og Japan geta selt ríkisbréf í eigin gjaldmiðlum.
--En það auðvitað skapar allt annan áhættustuðul að safna gjaldeyrisskuldum.
--En uppsöfnun gjaldeyrisskulda fyrir þjóðarbú, er einmitt sögulega séð klassískur undanfari efnahagskrísa og sérstaklega - gjaldmiðilskrísa. - Síðan viðskipta-aðgerðir Trumps, til að þrísta á um að Tyrkland afhendi Bandaríkjunum bandaríska þegna í varðhaldi þar - sakaðir um m.a. um meint tengls við svokallað "gulemista plott."
Á laugardag var Erdogan að venju harður í ummælum, talaði þá um "economic war" en hann þverneitar og hefur síðan líran fór að falla fyrr á árinu - þverneitað því að nokkur ástæða sé til þess að efast um efnahagsstöðu Tyrklands.
--Sakar markaði um skilningsleysi eða jafnvel um samsæri gegn Tyrklandi.
--Sannast sagna hef ég heyrt sambærilegar áskanir áður, rétt að ryfja upp að rétt fyrir hrunið á Íslandi - heyrðust ummæli frá íslenskum ráðherrum, eins og að menn ættu að sækja endurmenntun - þegar erlendir aðilar fóru að benda á hættumerki í ísl. atvinnulífi - mánuðina fyrir hrun.
Það er því miður algengt að ríkisstjórnir þverneiti að kannast við að allt sé ekki með felldu.
Að haldið sé fram að þegar útlendir aðilar byrja að hafa efasemdir - að þær séu ósanngjarnar - á misskilningi byggðar - eða jafnvel form árásar á landið!
- Þekktasta dæmið í seinni tíð er auðvitað - Venezúela.
- Hinn bóginn er Tyrkland langt í frá að vera - Venezúela.
--Ég held að samlíking við Ísland rétt fyrir kreppu - sé nærtækari.
--Að sjálfsögðu er mjög skaðlegt að þegar hriktir undir efnahagsstoðum Tyrklands, sé skollin á versta kreppa í samskiptum við Bandaríkin - síðan tyrkir réðust inn í Kýpur fyrir áratugum.
En ég sé ekki Donald Trump blikka - sérstaklega er hann veit Tyrkland í veikri stöðu.
Tyrkland viðist stunda hreinar gísatökur!
En í kjölfar valdaráns tilraunar - hóf Erdogan hreinsanir innan Tyrklands gegn svokölluðum Gulemistum - hátt á annað hundrað þúsund manns voru reknir, innan stofnana ríkisins allt frá skólum - embættismannakerfi yfir til hers og lögreglu -- og tugir þúsunda voru handteknir.
--Mjög margir þeirra hafa síðan beðið allt fram á daginn í dag eftir réttarhöldum.
Í tengslum við þær hreinsanir - var fjöldi útlendinga einnig handtekinn, fyrir meint gulemista tengsl -- gjarnan hafa önnur lönd dregið í efa sanngyrni málmeðferðar fyrir tyrkneskum dómstólum.
--Rétt að benda á að Þýskaland og Grikkland, veittu tyrkneskum hermönnum er flúðu Tyrkland, pólitísk hæli.
--Á Erdogan einnig í deilum við Þýskaland, og Grikkland eins og við Bandaríkin, um afhendingu þess fólks til að sæta réttarhöldum í Tyrklandi.
Tyrkland hefur á móti haldið fólki með ríkisborgararétt í þeim löndum í varðhaldi - ásakanir hafa verið háværar að Tyrkland - haldi þeim í varðhaldi til að þrýsta á um að þeir tyrkir sem stjórnvöld í Ankara heimta að fá afhenda, verði sendir til Tyrklands.
Ég bendi á að slíkar deilur eru ekki einungis milli ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Tyrklands.
Svo fólk haldi ekki að málið milli Bandaríkjanna og Tyrklands sé alveg einstakt.
--Hinn bóginn, hafa stjórnvöld í Evrópu ekki gengið eins hart fram!
Greek soldiers are political prisoners of Turkey, says Weber
Tyrkland heldur grískum hermönnum í varðhaldi - grísk stjórnvöld hafa veitt tyrkneskum flóttahermönnum hæli í Grikklandi -- ásökun, Tyrkland sé að taka grikki til að þrýsta á um afhendingu - þeirra sem Grikkir veittu hæli.
Angela Merkel demands Turkey release German prisoners
Merkel hefur lengst af þagað opinberlega yfir þýskum ríkisborgurum í varðhaldi í Tyrklandi, en fyrir kosningar fyrr á sl. ári tók hún það mál upp í miðri kosningabaráttunni.
Hostages in ErdoÄŸans new Turkey
Ásakanir gegn Brunson sem fer fyrir róttækri kristinni kirkju - um Gulemista tengsl, en það er íslamistahreyfing - sannarlega hljómar ekki með því sennilegasta sem ég hef heyrt.
Þetta hefur einkennt ásakanir gegn útlendingum þegar Tyrkland - greinilega vill fá einhvern þaðan, að flestum utan Tyrkland - virðast ásakanir fjarstæðukenndar.
--En tvær tegundir ásakana virðast mest áberandi, þ.e. meint Gulemistatengsl.
--Eða meint samúð með Kúrdum -- einna helst blaðamenn virðast lenda upp á kannt við tyrknesk stjv. í því samhengi, virðist þá ekki meir þurfa til en hafa tekið viðtal við einstakling og umfjöllun ekki verið í samræmi við frásagnir tyrkneskra stjórnvalda af þeirra átökum við tyrkneska Kúrda -- nokkur fj. erlendra blaðamanna hefur lent þannig upp á kannt við stjv. Tyrklands - en oftast nær veriðs sleppt síðar, reknir frá Tyrklandi.
En í tilvikum ásakana um - meint Gulemista tengsl, virðist annað gilda - þeim sé ekki sleppt.
Sérstakt að Tyrkland virðist einna helst - finna ríkisborgara frá löndum sem hafa í fórum sínum einstaklinga sem tyrknesk stjv. vilja fá afhenda - seka um slík meint tengls.
--Þannig að ég get skilið grunsemdir þess efnis, að Tyrkland sé að taka gísla.
Orð Erdogans sjálfs hafa einnig ítt undir slíkan grun, sbr:
"Give us the pastor back, they say. You have one pastor [Gülen] as well. Give him to us, ErdoÄŸan said in a speech on September 28 at the presidential palace. Then we will try [the American] and give him to you."
-- Erdogan átti við Brunson í skiptum fyrir Gulem, margir tóku orð Erdogans frá sl. ári sem staðfestingu grunsemda.
Trump Shouldn't Play Hostage Diplomacy With Turkey
Turkey's Dangerous Game of 'Hostage Diplomacy'
Rétt að benda á að í tilviki Grikklands - voru það grískir dómstólar er tóku ákvörðun um að veita hópi tyrkneskra hermanna hæli, gegn vilja ríkisstjórnar síns lands.
Ég þekki ekki eins vel hvernig það gerðist að öðrum hópi hermanna var vætt hæli í Þýskalandi, nema að ég veit eitt um það mál - að þeir höfðu starfað lengi fyrir NATO, og þekktu marga innan þýska hersins - einn þeirra hafi verið hershöfðingi innan höfuðstöðva NATO og notið trausts.
--Líkur máski að sú forsaga hafi legið að baki því að þeim var veitt hæli.
Deilur Tyrklands við Bandaríkin um klerkinn hann Gulem - hafa verið meir í alþjóðafjölmiðlum. Tyrkir fyrir utan prestinn hann Brunson - halda þrem fyrrum sendiráðsstarfsmönnum Bandaríkjanna, sem einnig eru sakaðir um meint - Gulemistatengsl.
--Það virðist alltaf fylgjast að, ásakanir um Gulemistatengsl - þegar Tyrkland sjálft vill fá einhverja meinta eða raunverulega Gulemista afhenda.
Mér virðist m.ö.o. Tyrkland raunverulega stunda gíslatökur.
Það er auðvitað afar undarleg hegðan bandalagsríkis að halda þegnum sinna bandalagsríkja í gíslingu - meðan veifað er ásökunum sem lítil eða engin sannleikstengsl virðast hafa.
--Ég skil því mæta vel pyrring Donalds Trumps.
- Sá pyrringur virðist mér réttmætur - þannig séð virðast mér viðbrögð Trumps ekki of harkaleg.
Myndin sýnir stöðu gjaldeyrisforða seðlabanka Tyrklands og spá um þróun hans

Staða efnahagsmála innan Tyrklands erfið!
Langvarandi viðskiptahalli hefur oft verið undanfari kreppu í landi - bendi á að fyrir svokallaða evrukreppu, höfðu öll löndin innan evrunnar er síðan lentu í vanda - viðskiptahalla er skóp uppsöfnun skulda fyrir ríkissjóð þeirra landa!
Málið er að langvarandi viðskiptahalli þíðir yfirleitt að viðkomandi land fjármagnar þann halla með skuldasöfnun - mjög einfalt, seðlabankinn kaupir gjaldeyri og selur á móti skuldabréf á eigin ríkissjóð.
Þegar um er að ræða skuldasöfnun í gjaldeyri - þá er slík skuldasöfnun sögulega séð oft undanfari alvarlegra efnahagsvandamála; ég bendi á þetta því Tyrkland virðist einmitt hafa viðhaft viðskiptahalla árum saman!
--Þó virðist gjaldeyrissforðinn ekki hafa gufað upp, en það getur vart þítt annað en að seðlabankinn hefur reglulega keypt gjaldeyri - og skuldfært kaupin á ríkið.
Why is the Turkish lira tumbling?
- Eins og á Íslandi fyrir hrun, hefur verulegt erlent fjármagn leitað til Tyrklands - að njóta háu vaxtanna þar.
--Eins og gerðist á Íslandi, gæti það fjármagn flúið snögglega.
--Þekki ekki hvaða upphæðir er um að ræða. - Árleg þörf Tyrklands fyrir gjaldeyri til að þjóna skuldum - ríkisins, fyrirtækja og einstaklinga, kvá vera 218ma.$.
--Sem er greinilega verulega meira fé en er akkúrat núna í gjaldeyrissjóði. - Viðskiptahalli er 5% af þjóðarframleiðslu - sem er ekki lítið, og gengur rökrétt stöðugt á forðann.
- Verðbólga kringum 15% - vextir 16,25% hjá seðlabanka Tyrklands.
--Þannig það má koma með nokkra samlíkingu milli Tyrklands og Íslands, rétt fyrir hrun.
- Síðan hækkar Donald Trump tolla á stál og ál frá Tyrklandi í 40% og 20% á föstudag.
--Skv. fréttum hafði Tyrkland selt verulegt magn af stáli til Bandar.
Eins og mér virðist málið líta - þá er tyrkneska hagkerfið með greinileg einkenni efnahagslegrar yfirhitunar.
Neysla bersýnilega meiri en hagkerfið hefur gjaldeyrisinnkomu fyrir, þannig hagkerfið safnar gjaldeyrisskuldum ár frá ári.
--Eins og gerðist árin fyrir evrukreppuna, þá voru öll löndin í evru er síðan lentu í kreppu, með áralanga halarófu af uppsöfnuðum viðskiptahallaskuldum.
--Mér virðast vísbendingar uppi, að Tyrkland hafi verið að taka áhættu með sitt hagkerfi.
- Klassískar aðgerðir eru að kæla hagkerfið!
- Kannski mun nú gengisfall lírunnar einmitt leiða fram þannig kólnun.
- A.m.k. ætti hún að þurrka upp viðskiptahallann er virðist hafa verið viðvarandi.
Donald Trump virðist hafa skapað - trigger atburð - þ.e. hrutt af stað atburðarás er líklega hefði annars hvort sem er orðið innan Tyrklands.
--Erdogan ber af sér allar sakir, enda hefur hann verið við völd sl. 20 ár.
--Talar um "economic war" og árásir fjárfesta -- auðvitað árás frá Bandaríkjunum.
Erdogan says U.S. turned its back on Turkey, upsetting Ankara
Turkey is not in a crisis, will fight 'economic war', Erdogan says
Turkey is a 'target of economic war', Erdogan says
- "If there are dollars under your pillow, take these out... Immediately give these to the banks and convert to Turkish lira and by doing this, we fight this war of independence and the future,"
- "I am asking you. What possible reason could there be behind the lira which was at 2.8 against dollar in July 15, 2016 to slide below 6 yesterday? During this period, Turkey has set records in its exports, production and employment,"
Áhugavert hvernig í öðru orðinu, biður Erdogan landsmenn að kaupa lírur - með hverri þeirri gjaldeyriseign sem þeir hafa í sínum fórum.
Og í hinu orðinu, þverneitar hann að nokkuð sé athugavert við stöðu efnahagsmála.
Auðvitað hefur hagkerfi í yfirhitnun fulla atvinnu. Þ.e. alltaf þannig er hagkerfi er að yfirhitna.
Það getur verið öflugur útflutningur - en í yfirhitin sigrar neysla gjarnan samt.
Ég bendi á verulegan viðskiptahalla til sönnunar!
Rétt samt að benda á að ólíklegt sé samt sem áður að tyrkneska hagkerfið lendi í mjög djúpri kreppu - nema að tyrknesk stjórnvöld lendi í vanda á alþjóða skuldamörkuðum.
Það verður að koma í ljós hvort slíkt er í farvatninu.
--En gengisfall virkar yfirleitt til að laga viðskiptajöfnuð.
--Hinn bóginn er spurning um verulega útistandandi þörf fyrir endurnýjun lána.
Markaðir geta hækkað vaxtakröfuna mjög mikið ef óttabylgjan rís mjög hátt.
Þá gæti Tyrkland þurft að óska eftir - erlendum neyðarlánum!
--Erdogan segist vera að ræða við Kína og Rússland.
--En Rússland er ólíklegt að geta lánað fé í þeim mæli sem Tyrkland mundi þurfa á að halda.
Ég efa að lán frá Kína mundi koma alfarið ókeypis.
- Ég mundi ræða við ESB - það gæti verið skársti möguleiki Erdogans.
--Annars að ræða við AGS, sem Erdogan líklega vill síst af öllu.
En ef tyrkland lendir í vandræðum með endurnýjun lána - mundi líklega skella á allsherjar fjármagnsflótti, og Tyrkland sennilega skella á - höftum.
--Þau gætu orðið mjög lamandi fyrir svo stórt hagkerfi.
Tyrkland gæti lent í því sama og Ísland, að þurfa að leita til AGS -- en að aðgengi að neyðarláni sé blokkeraður, þangað til Tyrkland lætur undan kröfum.
--Í tilviki Tyrklands þarf Tyrkland ekki að samþykkja kröfu upp á hálfa þjóðarframleiðslu sbr. Icesave kröfu Hollendinga og Breta á Ísland.
Heldur einungis afhenda 4-einstaklinga ríkisborgara Bandaríkjanna.
Niðurstaða
Tyrkland virðist standa frammi fyrir raunverulegri krísu - öfugt við einbeitta neitun Erdogans virðist mér hann sjálfur bera umtalsverða ábyrgð; en neitun hans hljómar í mín eyru nokkuð sambærileg við neitun íslenskra stjórnvalda mánuðina fyrir hrun.
Varðandi aðgerðir Donalds Trumps - þá eykur það mjög trúverðugleika Bandaríkjanna í deilu við Tyrkland um einstaklinga sem Tyrkland hefur í varðhaldi; ásakaðir um meint Gulemista tengsl.
Að Tyrkland á reyndar í sambærilegum deilum við fleiri Vestræn lönd af algerlega sambærilegu tagi, þó deilur af því tagi við Bandaríkin -- veki miklu meiri athygli.
Síðan hafa stjórnvöld í Evrópu sem hafa deilt við Erdogan, ekki verið með verulegan hávaða í sínum deilum við Tyrkland -- frekar að stjórnmálamenn sem sitja utan ríkisstjórnar hafa tekið stórt upp í sig.
En þær deilur virðast í allar vera af sambærilegu tagi - Tyrkland vill einstaklinga framselda.
Hefur í öllum tilvikum handtekið einstaklinga frá þeim löndum - sem sakaðir eru um meint Gulemistatengsl.
Áskanir um "hostage politics" fljóta yfir.
En mér virðast ásakanir augljóslega búnar til - ég meina, kristinn öfgasinnaður prestur sem rekur kirkjur í Tyrklandi í 23 ár -- sakaður um tengsl við íslamistahreyfingu.
Eða grískir hermenn sem Tyrkir halda - eða þýskir borgarar vs. tyrkneskir hermenn sem grikkir og þjóðverjar hafa veitt - pólitísk hæli.
--Í öllum tilvikum heimta stjórnvöld Tyrklands að fá fólk afhent frá þeim löndum.
Spurning um það hver er með yfirgang?
--Ef ég væri Donald Trump mundi ég líklega beita refsiaðgerð á Tyrkland og mál væri algerlega sambærileg.
Erdogan þarf að íhuga hvort það sé virkilega þess virði að halda 4-Bandaríkjamönnum.
En Trump á örugglega eftir að herða aðgerðir frekar ef Erdogan skilar þeim ekki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 871101
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar