Áhugaverður fundur Angelu Merkel og Vladimir Putin

Skv. yfirlýsingu Merkelar fyrir fundinn, verður rætt um deilur tengdar Úkraínu og málefni flóttamanna frá Sýrlandi og málefni Sýrlands - meðan að Pútín sagði að þörf væri á aðstoð Evrópu við endurreisn Sýrlands.
--Það áhugaverða er, að þetta er í annað sinn - sem Pútín leggur til við erlendan þjóðarleiðtoga - samvinnu um endurreisn Sýrlands.
--Síðast, sendi Rússland slíkt tilboð til Donalds Trumps - sem var hafnað í Washington.

  1. Þetta bendir sterklega til þess að sú ályktun mín sé rétt, að Rússland sé með miklar áhyggjur af Sýrlandi --> Vegna augljóss gríðarlegs kostnaðar við endurreisn.
  2. En það virðist blasa fremur augljóslega við --> Að Rússlandi og Íran sé líklega um megn, að standa straum af þeim gríðarlega kostnaði.
  • M.ö.o. grunar mig að Pútín sé orðinn örvæntingarfullur út af þessu - þ.s. að flest bendi til þess að án mjög umfangsmikillar aðstoðar fjársterkra aðila utanaðkomandi við þá endurreisn --> Verði Sýrland væntanlega afar stór myllusteinn um háls Rússlands.
  • Þar sem Pútín hafi tekið mikið upp í sig - er hann hefur talað um meintan sigur í Sýrlandi --> Þá á hann líklega erfitt með að réttlæta að, pakka saman og halda heim á leið með allt rússneskt hafurtask frá Sýrlandi.
  • Sem væri rökrétt ráðstöfun, út af augljósri vangetu Rússlands til að standa straum af þeirri augljóslega þörfu uppbyggingu --> En annars virðist ólíklegt að unnt sé að endurreisa stöðugleika í Sýrlandi.

Ályktunin er einföld - Angela Merkel hafi öfluga vogarstöng.
Þar sem Pútín augljóslega þurfi á þeirri aðstoð að halda!
Spurning hvort Merkel hefur vit til þess að hagnýta sér það - vogarafl.

Merkel and Putin to discuss Syria and Ukraine at landmark meeting

Putin says everything must be done for refugees to return to Syria

Ukraine, Iran and human rights on agenda for talks with Putin: Merkel

Cossacks and flowers as Putin dances at Austrian minister's wedding

Putin said the two states remain in 'permanent dialogue' over the problems they face [File: Sergei Karpukhin/Reuters]

Ef marka má fréttir hefur Merkel áhuga á því að almennar kosningar fari fram í Sýrlandi - en raunverulega lýðræðislegar, ekki plat kosningar ásamt þeim umfangsmiklu stjórnarskrárbreytingum innan Sýrlands sem slíkt krefðist. Hún vill sem sagt skapa skilyrði til þess að flóttamenn fáist til að snúa heim - en a.m.k. 5 milljón Sýrlendingar búa enn í útlegð.
Erfitt er að sjá þeir fáist til að snúa heim á leið, nema mjög verulega skárra ástand taki við, þar á meðal - skárra stjórnarfar.
Það virðist einnig að hún vilji rússneska eftirgjöf í A-Úkraínu. En hún virðist hafa áhuga á því að SÞ-taki við stjórnun svæða í A-Úkraínu undir stjórn svokallaðra, uppreisnarmanna. Það mundi ekki koma mér á óvart, ef hún mundi fara fram á samþykki Pútíns fyrir almennum kosningum í héröðunum sem heild; skv. tilboði stjv. Úkraínu um sjálfsforræði þeirra héraða - en sem heildar, ekki sérstaklega fyrir þau svæði sem svokallaðir uppreisnarmenn stjórna.

Góð spurning hvað hún getur prúttað mikið upp úr Pútín - í stað loforðs um fjárhags-aðstoð við uppbyggingu Sýrlands.

Það virðist samt sem áður ekki líklegt annað - en þeirra fundur nú sé frekar upphaf á viðræðuferli, en að stór ákvörðun mundi vera strax tekin.

 

Niðurstaða

Fundurinn í Meseberg höll, þarf ekki endilega vera upphaf stórra breytinga í samskiptum Rússlands og Evrópu. Enda miðað við orð Merkelar - virðist hún ætla sér að krefjast mikils af Pútín í formi stórra tilslakana í málefnum Úkraínu og Sýrlands.

Þá reyni á hversu örvæntingarfullur Pútín er akkúrat þegar kemur að stöðu Sýrlands. En stærð og umfang þeirra tilslakana sem Pútín hugsanlega á enda samþykkir - mun segja sögu um það hversu mikil ónot hann hefur yfir þeim möguleika að hugsanlega standi Rússland eitt uppi með kostnaðinn af Sýrlandi.

En mér grunar persónulega að Pútín hafi nú fremur stór ónot yfir þeirri tilhugsun.
Sem geti þítt að fremur stórar tilslakanir geti verið í boði, ef stór fjárframlög frá ESB verða undir á móti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta er enganveginn rétt athugað hjá þér, Einar. Maður stoppar við "Að Rússlandi og Íran sé líklega um megn, að standa straum af þeim gríðarlega kostnaði" og stimplar þetta hjá þér eins og margt annað sem áróðurs kjaftæði.

Sýrlands vandamálið hefur alla tíð, verið útaf gasleiðslu til Evrópu. Annaðhvort í gegnum Tyrkland, með fjármögnun frá Quatar og Saudi, eða til Grikklands með Íran að baki. Flest vesturlönd, eru and-rússnesk í deiluni og styðja Qatar, sem hefur verið bendlað við að styðja "hryðjuverkamenn" (sem í raun eru kaninn og bretar).  Þú hefur sjálfur bent á, vandamál Tyrklands. Vandamál sem bandaríkjamenn magna upp, sem sumir benda á að sé í þeim tilgangi að þvinga fram meiri samvinnu og viðskipti milli Rússlands og Tyrklands, og þar með ýta Rússum í átt að Tyrklandi og burtu frá Íran.

Rússum er og verður stórfenglegur hagnaður af að byggja upp Sýrland. En Pútin lofaði, að bæta samskipting við vestur Evrópu ... enda hafa Rússar alla tíð, reynt að byggja upp samstarf við Evrópu Að sjálfsögðu, eftir þeirra eigin höfði ... en núna er öllum orðið ljóst, að Bandaríki Norður Ameríku, er einveldi og ekki lýðræði.  Bandaríkjamenn eru heimsvaldasinnar, ekki lýðræðissinnar ... og þetta breitir öllu.

Einar, þú hefur aldrei getað séð fyrir það sem gerist ... þú ert greinargóður, hvað varðar að sjá hvar syrtir í álinn. En þú ert alltof hlutdrægur í málunum. Við erum náttúrulega öll hlutdræg, en við þurfum að reyna að hrekja burt "óskhyggjuna". Auðvitað óska ég mér, að Evrópa rísi upp og verði leiðarljós fyrir heiminn ... vandamálið er, að þetta er óskhyggja sem ekki á sér neina raunverulega staðreyndir að baki. Rússar eru "ókunnugt" afl, sem er að verða sterkara og sterkara ... auðvitað er ég hræddur við hvað gerist undir þeirra dictatoriat. Ég vil fara aftur til 80'áratugsins, þar sem allt var í ljóma og blóma, og allt gekk í vellystingum fyrir alla.

Vandamálið er, að saga veraldarinnar segir mér allt annað en óskhyggjan ... og því verður maður að reyna að "leggja hana til hliðar".  Lýðræði er ekki staðhæfing ... er ekkert "absolutum", heldur "subjectiv".

Nordstream er nauðsynleg, en Rússar eru ekkert fastir í sessi með að "velja" Írönsku leiðina.  Og hér sýnir Pútin, að hann er tilbúinn til að halda báðum leiðum opnum ... Nordstream 1 & 2. En gas þörf Evrópu er það mikil. Bandaríkin vilja "þvinga" Rússa í átt að Qatar og yfirgefa Íran ... þetta er óskhyggja "Ísrael". Ekki ætla ég að dæma um, hvort þessi leið sé rétt eða röng ... ég hef ekki nægilegar upplýsingar til að dæma um það. En, Rússar eru meðfærilegir. Þeir hafa skipt Sýrlandi, eins og best er á kosið ... unið með Evrópu og Bandaríkjunum, eins og þeir geta ... en á sama tíma, sýnt styrk og ákveðni.

Þegar ég segi "styrk og ákveðni", veit ég að þú ert ábyggilega andvígur styrk þeirra og ákveðni. En, vandamálið er þetta ... bandaríkjamenn álíta menn eins og þig, vera "aula" ... "bjána", "aumingja". Þeir atast við Rússa, vegna þess að þeir "virða" þá ... í augum bandaríkjamanna, eru Rússar "menn" ... en "ég" ... er þræll og aumingi.  Hvort aðfrðir Trump beri árangur, munum við sjá síðar ... og árangurinn er, hvar verður gas leiðslan í gegnum Sýrland lögð. Slík leiðsla mun veita Evrópu möguleika á að "velja" orkuþörf sína ... og að Rússar séu að vinna að því að leifa slíkt, er gott mál. En sjáum hvað fram vindur.

Örn Einar Hansen, 18.8.2018 kl. 23:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, hættu þessu helvítis kjaftæði um einhverja gasleiðslu -- sú meinta leiðsla eru draumórar eingöngu, þú hefur nákvæmlega ekki neitt fyrir þér að hafi nokkru sinni staðið til.

Kostnaðurinn af uppbyggingu Sýrlands er augljóslega miklu meiri en það að Rússland hafi efni á honum -- við erum að tala um kostnað er getur hlaupið á amerískri trilljón í dollurum.
--Rússland hefur ekki slíka peninga - ekki Íran, og ekki heldur Íran + Rússland.

Sýrland er - myllusteinn fyrir Rússland -- vegna þess að án uppbyggingar, verður ekki mögulegt að koma þar á stöðugleika að nýju. Það eru engar líkur á annarri útkomu en þeirri, að Rússland hafi stórfenglegan kostnað af Sýrlandi -- og það í mjög langan tíma; nema Rússland fái einhvern 3-aðila til að styrkja uppbyggingu Sýrlands með mjög umfangsmiklum fjárframlögum.

Það þíðir, að Merkel hefur -- öfluga vogarströng á Rússland.

    • Nei, þetta er ekki áróður - heldur augljós sannleikur mála.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.8.2018 kl. 23:45

    3 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Aðeins varðandi gasleiðsluna.

    Það er staðreynd að Saudi Arabia reyndi að ná samningum við Sýrland um lagningu gasleiðslu yfir Sýrland til Tyrklands og þaðan til Evrópu.Þetta mistókst.

    Þarna eru gríðarlegir hagsmunir í húfi ,og alls ekki ólíklegt að þetta sé ástæðan fyrir stuðningi Sauda við hryðjuverkamenn sem reyndu að steypa Assad úr stóli. Reyndar mjög líklegt.

    Hitt er svo annað mál af hveru Bandaríkjamenn studdu þessa sömu hryðjuverkamenn. Þar liggja ólíkar ástæður að baki. En hagsmunir fara saman eins og oft áður.

    Hitt er svo annað mál að þessar pælingar eru allar gagnslausar í dag,af því að þó það sé enginn Assad þá verður engin gasleiðsla.

    Þessi markaður hefur verið yfirekinn af Rússlandi og ríkjum Miðasíu,með hjálp Gasprom. Síðustu samningar sem voru undirritaðir um Rauða hafið hafa tryggt framgang þess máls.Við bætist að Búlgaríumenn hafa séð að sér og eru að leggja gasleiðslu sem á að tengjast Turkish stream og flytja gas til Búlgaríu og suður Evrópu

    Það eru því að opnast tvær nýjar gáttir fyrir Rússneskt gas til Evrópu sem hvorug liggur í gegnum Úkrainu eða Pólland. Þetta á eftir að falla Evrópubúum vel í geð og losa um þrýstinginn frá þessum órólegustu ríkjum Evrópu.

    Markaðsöflin eru sterk og þó að Bandaríkjamönnum takist hugsanlega að kúga Evrópu til að kaupa gas þaðan á 50 til 100% hærra verði tímabundið,þá gengur það aldrei til lengdar.

    .

    Sýrland.

    Þú misskilur fullkomlega hvar pressan liggur. 

    Pressan liggur alls ekki á Putin,heldur Merkel og félögum. 

    Putin fór inn í Sýrlad af einni og aðeins eini ástæðu. Að koma í veg fyrir að ofsatrúarmenn og málaliðar Sauda og vesturlanda næðu yfirráðum í Sýrlandi. Þessu fylgdu engar frekari skuldbindingar af hálfu Rússa. Ástæðan fyrir að þú lest svona vitlaust í stöðuna ,er að þú gefur þér að Putin starfi á sömu forsemdum og Bandaríkjamenn,sem eru heimsyfirráð eða dauði. Svo er ekki . Rússar reyna eingöngu að tryggja öryggi eigin lands.

    Putin hefur með aðgerðum sínum tryggt sér öll þau áhrif sem hann þarfnast í Sýrlandi. Hann gengur næst Allah að vinsældum þar. Sýrlendingar beinlínis dýrka hann. Sýrlendingar munu verða honum eilíflega þakklátir þó hann sendi þeim aldrei eina Rúblu.

    .
    Merkel er hinsvegar í allt annarri og verri stöðu. Það eru ennþá 4 milljónir Sýrlenskra flóttamanna á faraldsfæti utan Sýrlands,og verði þeim ekki gert kleyft að snúa heim er áfangastaðurinn Evrópa. Og stór hluti þessarra flóttamanna er alls ekkii í góðu skapi. Flestir þeirra átta sig á að vandamál þeirra stafa frá aðgerðum hervelda Evrópu. Þeir krefjast nú að þessi veldi bæti þeim tjónið ,og þessi krafa á eftir að aukast þegar um hægist í stríðinu. Putin fylgist áhugasamur með. 

    Nú hafa orðið miklar sviftingar í Evrópu á síðustu tveimur árum. Flóttamenn eru ekki lengur skrautfjaðrir í hatti Merkel og annarra ESB forkólfa. Hver einasti flóttamaður er í dag rýtingsstunga á síðu þessara fyrirmenna og ef ekki verður brugðist við, er fall þessarar elítu fyrirsjáanlegt. Merkel og ESB forkólfarnir hundsuðu algerlega vilja almennings í þessum málum og ég hef grun um að þó að hún reyni að bæta ráð sitt í þessum efnum ,séu dagar hennar taldir. 

    Evrópa hefur leyst hluta af vandamálinu með að semja við glæpasamtök sem hafa staðið fyrir flutningi innflytjenda yfir Miðjarðarhaf,en það er "friður fimm daga" eins og sagt er. Glæpasamtök af þessu tagi eru ekki áreiðanlegir bandamenn frekar en hryðjuverkamenn.

    Putin bara bíður. Hann hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Evrópubúar hafa á hinn bóginn með hernaðaraðgerðum sínum í Sýrlandi og ekki síður Líbýu ,smeigt hengingaról um háls sér sem erfitt verður að koma sér úr. 

    .

    Árið 2011 fóru íbúar Sýrlands út á götur landsins til að mótmæla hækkunum á matvælaverði. Eins og oftast gerist notuðu öfgahópar þennan mannfjölda til að skýla sér á meðan þeir störtuðu borgarastíði í landinu. Þessir öfgahópar voru skipulagðir og studdir af vestrænum stjórnvöldum frá byrjun og reyndar löngu áður en borgarastyrjöldin hófst.  Mér segir svo hugur að margir Sýrlendingar horfi nú yfir rústirnar og súrni nú í augum yfir að hafa beðið um lægra verði á brauði.

    .

    Nákvæmlega sömu uppstillingu sáum við svo þegar Úkrainskir Nasistar komust til áhrifa í Úkrainu.Nú eru milljónir af Úkrainumönnum á flótta,flestir til Rússlands, og ríkið í molum. Alveg eins og Sýrland. Nú hafa Úkrainumenn ekki eingöngu þjófa við stjórnvölinn eins og venjulega,heldur sitja þeir lika uppi með þungvopnaða Nasista sem þrýsta þessum hefðbundnu þjófum út í alskonar vitleysu sem stórskaða landsmenn. Þetta fer ekki vel.

    Evrópskir ráðamenn,sem í einhverju fáti eða fábjánahætti studdu valdaránið í landinu og sitja nú uppi með Svarta Pétur. Putin bíður rólegur og horfir á vandræði ESB aukast með degi hverjum.Ég er hræddur um að áður en yfir líkur verði sómi Merkelar lítill yfir þessu axarskafti.

    Það eina sem Putin hefur að óttast er að Evrópskir og Bandarískir ráðamenn kikni undan pressunni og hreinlega ráðist á Rússland. Það er ekki í kortunum í dag,en í ljósi heimskulegra ákvarðana þessa fólks í fortíðinni kæmi ekki á óvart að það eigi í einhverju fáti eftir að gera þetta. Bandaríkin eru á barmi borgarastyrjaldar og það er ekki góðs viti.Í Evrópu eru í gangi stórkostleg valdaskifti. Núverandi elíta mun ekki láta af völdum með góðu. Öll uppsetningin bendir til stríðs.

    Borgþór Jónsson, 19.8.2018 kl. 07:25

    4 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

    Afar áhugaverðar ábendingar hjá Bergþóri, en ég sé ekkert benda til stríðs innan Evrópu á næstunni.

    Sveinn R. Pálsson, 19.8.2018 kl. 10:00

    5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Borgþór Jónsson, komdu með heimildir fyrir fullyrðingum - ég samþykki ekki rússn. fjölmiðla.

    "Það er staðreynd að Saudi Arabia reyndi að ná samningum við Sýrland um lagningu gasleiðslu yfir Sýrland til Tyrklands og þaðan til Evrópu.Þetta mistókst."

    Heimildir?

    En gasleiðsla sem slík virðist -- órökrétt, þ.s.:

      • Hún væri ótrúlega dýr - að smíða.

      • Hún væri ótrúlega dýr í rekstri - en þarna eru sum verstu óróasvæði heimsins, þú þyrftir heilu herina til að gæta hennar -- á þeim svæðum er mjög mikið af fólki af margvíslegum ástæðum ósátt.

      • Síðan ætti hún að fara í gegnum nokkur lönd, sem hvert um sig -- mundi vilja sinn skatt af slíkri leiðslu.

      ----------------------
      Einfaldlega kem ég ekki auga á hvernig slík leiðsla gæti borgað sig.
      Hvernig slíkt leiðsla gæti gengið upp efnahagslega!
      --Það gengur ekki að benda á leiðslur frá Mið-Asíu til Kína, eða leiðslur frá Rússlandi til Evrópu. Það er alls ekki sambærilegt að nokkru leiti.
      --En málið með leiðlur þær, er að Rússland verður að flytja út með leiðslum - vegna þess --> Að leiðin yfir haf er ekki til staðar!

      En þ.e. loka-punkturinn, að fyrir Saudi-Arabíu, væri augljóslega kostnaðarlega séð hagkvæmara -- að flytja gas með skipum til Evrópu, enda Arabía með ágætar útflutningshafnir með mikla starfsemi.
      --Það sé einfaldlega ódýrara en slík leiðsla gæti nokkru sinni verið.
      ---------------------
      Þannig ég sé ekki hvernig sú hugmynd geti staðist.
      Því hafna ég henni!

      "Hitt er svo annað mál að þessar pælingar eru allar gagnslausar í dag,af því að þó það sé enginn Assad þá verður engin gasleiðsla."

      Það er algert kjaftæði að Assad sé forsenda stöðugleika í Sýrlandi - þvert á móti, er hann sjálf orsök óstöðugleikans í landinu -- hann sjálfur startaði stríðinu í landinu er lagði landið í rúst gersamlega; síðan hefur hernaður hans sjálfs - verið megin tjónvaldurinn.

      Einfalt að sjá, hann hefði getað -- endurtekið þ.s. Ben Ali gerði af Túnis. Þ.e. stíga upp í flugvél og fara!
      --Í útlegð sem sagt eins og Ben Ali.
      --Þá værum við ekki með þá sviðsmynd, að óskaplega eyðileggjandi borgarastríð hefði geisað í Sýrlandi.
      --Við værum ekki heldur með þá sviðsmynd, að 5 milljón rúml. væru flóttamenn.
      --Né hefði ISIS orðið til - en stríðið skapaði tækifæri fyrir fullt af óróaseggjum í Mið-Austurlöndum, nýjar hreyfingar spruttu upp.

        • Assad er þvert á móti -- ein megin grunn orsök óróans á svæðinu.

        • Og þvert á móti -- mjög nauðsynlegt að losna við hann.

        • Ef friður á að vera mögulegur á svæðinu til framtíðar.

        Ég hafna fullkomlega kenningunni um þörf fyrir Assad - þvert á móti er ég á línu Merkelar, að það þurfi að losna við hann.

        "Putin hefur með aðgerðum sínum tryggt sér öll þau áhrif sem hann þarfnast í Sýrlandi. Hann gengur næst Allah að vinsældum þar. Sýrlendingar beinlínis dýrka hann. Sýrlendingar munu verða honum eilíflega þakklátir þó hann sendi þeim aldrei eina Rúblu."

        Þú hefur mjög skrítna hugsun -- þeir verða Pútín eilíflega þakklátir fyrir að sprengja Sýrland stórum hluta í tætlur -- -- en einungis aðgerðir Pútíns keppa við aðgerðir Sýrlandshers hvað sprengjumagn varðar í því stríði?
        --Hersveitir Pútíns geta hafa drepið um 100þ. manns þ.e. karlar, konur, börn í bland við þá sem voru að berjast -- þ.e. Rússar beittu ekki nákvæmnis sprengjum nema að litlu leiti - þess í stað stórum sprengjum sem drepa miklu fleiri en bara þá sem eru að berjast.

        Það er bull og vitleysa að Pútín hafi verið að verja Rússland með þessu.
        Þessi gasleiðslu-hugmynd um Sýrland er einnig augljós della!

        "Þú misskilur fullkomlega hvar pressan liggur. Pressan liggur alls ekki á Putin,heldur Merkel og félögum. "

        Það er enginn misskilningur hjá mér!
        --Tjón Sýrlands er áætlað yfir amerískri trilljón!

        Það eru peningar langt yfir því sem Rússland ræður við.
        Einnig peningar langt yfir því sem Íran ræður við.

          • Á móti er efnahaglegur hagnaður af eign á Sýrlandi - óhugsandi.

          • Það sé enginn mögulegur móthagnaður af Sýrlandi.

          • Aðgerð Pútíns í Sýrlandi -- hafi einungis snúist um "national prestige" í Rússlandi, þ.e. verið notuð heima fyrir í áróðursskyni.

          Hann selji það heima fyrir - að með því að Rússland haldi Sýrlandi.
          Þá þíði það að Pútín sé nokkurs konar - sigurvegari.

          En allt og sumt sem Pútín hefur grætt - - er hengingaról.

          Því þarft hann á reddingu - þess vegna hefur hann nú tvisvar á skömmum tíma farið þess á leit - að fá peninga inn í Sýrlands dæmið.
          --Eða segðu mér, af hverju bauð hann annars Donald Trump fyrir örfáum vikum samstarf, ef það blasir ekki við að Pútín er desperat um peninga?

          Þetta er algerlega gegnsætt!
          --Sýrland sé myllusteinn - þarna sé fullkomlega óhugsandi að efnahagslegur gróði geti myndast --> Þessi gasleiðsluhugmynd er kjaftæði.
          --Myllusteinn vegna þess - að óskaplegur kostnaður er í farvatninu - þ.s. Sýrlandi verður ekki komið á grundvöll aftur - nema að mjög miklu fé sé varið til endurreisnar --> tjóni landsins ber Pútín töluverða ábyrgð á sjálfur.

          Þannig að Evrópa hefur nú ágætis tækifæri til að beita Pútín Þrýstingi.
          Það verður því afar forvitnilegt að sjá - hversu mikið Pútín mun bakka, gegn því að fá evrópska peninga inn í Sýrland!
          --En Pútín mun auðvitað gera sitt besta til að, bakka sem minnst.
          --Meðan að Evrópa, mun leitast við að bjóða peninga - einungis gegn afsláttum frá Pútín um stefnu hans, annars vegar varðandi Úkraínu og hins vegar varðandi Sýrland.

          Það kemur í ljós - en vonandi losnar heimurinn fyrir rest við Sýrlandsstjórn -- -- svo stöðugleiki þar verði aftur mögulegur.
          Og vonandi losnar Úkraína -- við skæruher Pútíns í A-Úkraínu.

          "Nákvæmlega sömu uppstillingu sáum við svo þegar Úkrainskir Nasistar komust til áhrifa í Úkrainu."

          Þú heldur áfram að blaðra kjaftæðisrugl um átökin í Úkraínu.

          Meðan sannleikurinn er sá - að Pútín er sá sem bjó það stríð fullkomlega til - hann bjó til uppreisn eins og Reagan bjó til uppreisn gegn Nicaragua á sínum tíma.

          Uppreisnarmenn Pútíns eru ekki meira "real" en skæruliðahópur sá sem Reagan bjó til með peningum og vopnum gegn stjórn Sandinista.

          --Þú hefur alltaf verið jafn ósamkvæmur sjálfum þér, að þú berð blak af alvarlegu ofbeldi Pútíns gegn Úkraínu - algerlega samskonar aðgerðir þeim sem beittar voru í tíð Reagans gegn Sandinista stjórninni.

          --Þú afhjúpar þig statt og stöðugt sem blindan fylgismann Rússlandsstjórnar -- flytur sí og æ lygar rússn. stjv. og rússn. ríkisfjölmiðla; sem sannleik.

          Þ.s. þú notar líkingu við nasisma -- eru aðgerðir Pútíns einmitt afar nasískar, þ.e. hvernig hann beitir áróðri er algerlega "göbbílskt."
          En áróðurs-ráðherra nasísta, skilgreindi þær áróðursaðferðir einmitt - að endurflytja lygar stöðugt.

            • Sannast sagna dreymir mig um þann dag, að illmennið í Mosku sálist, því sannarlega væri það góður dagur fyrir Rússland -- að dauð hönd ríkisstjórnar hans hverfi.

            Hinn bóginn, meðan hann er enn við völd -- þá að sjálfsögðu á Evrópa að beita öllum brögðum til að þvinga illmennið til að hætta ofbeldi sínu gegn Úkraínu.

            --Þ.e. að hætta öllum stuðningi við hersveitir sem Pútín heldur uppi í A-Úkraínu.
            --Hann á að afhenda - Krím-skaga yfir til Sameinuðu-þjóðanna. Það væri skársta lendingin, að láta SÞ-liða taka það landsvæði yfir - stjórna því um hríð.
            --Meðan að svæðið væri afeitrað af lygaáróðri Pútíns.
            --Síðan gætu nýjar kosningar farið fram, t.d. eftir 2 - 3 ár.

            Evrópa á einnig að þvinga hann til að hætta öllum hernaði og stuðningi við hernað í A-Úkraínu.
            Stjórnvöld í Kíev - eiga að sjálfsögðu að fá þau svæði aftur.

              • Pútín ber einn alla ábyrðg á öllu slæmu sem gerst hefur í málefnum Úkraínu - þar með því að það hefur verið töluvert um það að fólk hafi þurft að yfirgefa þau svæði þ.s. það áður bjó.

              Glæpir Pútíns eru afar miklir -- sannast sagna ætti hann að fara fyrir alþjóðadómstóla fyrir glæpi gegn mannkyni.
              Alveg eins og forsvarsmenn nasista á sínum tíma eftir fall 3-ríkisins.

              Þó Pútín hafi ekki skipulagt útrýmingarherferðir -- þá er hann á valdaferli sínum líklega búinn að drepa -- nokkur hundruð þúsund manns.
              --Hann ber einn alla ábyrgð á öllu manntjóni í Úkraínu - þar með talið þvinguðum flótta.
              --Hann hóf valdaferil sinn á því að drepa milli 100þ.-150þ. Téténa.
              --Hann líklega ber ábyrgð á því sem nálgast 100þ. af því manntjóni er hefur orðið í Sýrlandi.

              Fyrir utan að hann studdi Assad í því að hefja stríðið - þannig að Pútín líklega ber hluta ábyrgð á nær öllu því manntjóni er hefur orðið -- sbr. sem nálgast 500þ.

              -Glæpir Pútíns eru því óskaplegir!

              En Evrópa á að sjálfsögðu ekki að láta hann fá eina skitna evru, nema gegn mjög stórum afsláttum varðandi stefnu Pútíns varðandi Úkraínu.
              Og Evrópa á að sækja það hart, að fá sem mesta eftirgjöf einnig varðandi Sýrland -- það besta væri að landið losnaði alfarið við þá tegund stjórnarfars sem verið hefur, undir ógnarstjórn Assadanna.

                • Ég hætti ekki að undrast ást þína á fjöldamorðingjum.

                Kv.

                Einar Björn Bjarnason, 19.8.2018 kl. 14:42

                6 Smámynd: Örn Einar Hansen

                Andstætt bergþóri, tel ég þetta einungis efnahagslegt í uppruna sínum.  Bandaríkjamenn notuðu sér hermenn Osama bin Ladins, til að heyja stríð í mið-austurlöndum.  Al Qaide, breittist í Al Nushar, og hina og þess "front". Innan þeirra voru evrópskir hermenn, og um leið og þessir fóru ... hrundi andstaðan. Andstaðan í Sýrlandi var því í raun ... engin.

                Að Einar hafi aldrei tekið upp "Gasleiðsluna" má spyrja sjálfan sig um, hvað maðurinn sé eiginlega að lesa.  Rússa hatur mannsins, er alveg út í hött. Hann er hreinlega blindur af hatrinu.

                Rússar, að mínu mati ... fóru í Sýrland til að skáka "Úkraínu" málinu. Ef bandamönnum hefði tekist að byggja leiðslu yfir Tyrkland, loka Gasprom og setja "sjóræningjahatt" á gasprom 1 í gegnum Ukraínu, væri viðskiptum Rússa við Evrópu, illa statt. En, Rússland væri ekkert illa statt fyrir því ... framtíð heimsins er í Asíu, ekki Evrópu. Rússar geta snúið sér að Kína og lifað góðu lífi það sem eftir er tilveru jarðarinnar. Kína, eitt og sér, er fimti hluti mankynsins. Þörf þeirra á gas og olíu er geignvænleg, og þörf Evrópu á "þrælavinnu" Asíu búa ... er á sama stigi. Með sína gífurlegu auðlyndir er Rússlandi alltaf borgið.

                Ekki bara er Rússland auðugt af REM, gasi og olíu ... heldur er kunnátta þeirra, meiri en okkar hér í Evrópu.  Því miður ... er þetta svo. Flugvélar þeirra, eru úthaldsamari ... þekking þeirra á blendni af títan, járni og áli er það mikil að hún er betri en bæði kanans og Evrópu. Ég veit að kananum mun takast að vinna upp muninn, en það mun Evrópa ekki geta ...

                Hvað varðar að Pútin sé einhver glæpon ... guð almáttugur. Þvílík firra ... Guðfinnsmálið, hver man ekki eftir því ... á littla Íslandi. Nokkrum aumingjum var kennt um morð, fangelsað, pyntað og þótti ekki mikið koma til.

                á þessu littla skeri, sem kallast Ísland. Mannréttindabrot, kynþáttahatur, mismunur kynja ... svona má lengi telja. Allt þetta, finnst á littla Íslandi. Bandaríkin eru stærsta glæpaveldi veraldar ... hafa alla tíð verið. Ég efast ekki um að Pútin hafi þurft að taka óþægilegar ákvarðanir, en hann er betri maður en ég ... ég myndi ekki hafa fyrir því, að ræða þessa firru ... ég myndi ýta á Reset hnappin, án þess hugsa mig um. Að engir þessarra manna, hafi ýtt á Reset hnappinn í allri þeirri vitleysu sem gerist í heiminum ... segir mér, að þeir eru betri menn ... en bæði ég ... og þú.

                Afgangurinn, er bara óskhyggja og hégómi.

                Örn Einar Hansen, 19.8.2018 kl. 19:29

                7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                Bjarne Örn Hansen, svakalega getur þú bullað út í eitt.

                Það þarf enga leiðslu til að flytja gas frá Persaflóasvæðinu til Evrópu - þ.s. löndin við Persaflóa ráða þegar yfir afar góðum útflutningshöfnum, og það er afar hagkvæmt að sigla með olíu eða gas - þarna á milli; siglt um Súez skurðinn.

                Rússland byggir leiðslur - vegna þess að leiðin frá Rússlandi til kaupenda --> Liggur í fæstum tilvikum yfir haf, heldur yfir land.

                Þegar aftur á móti, góðar útflutningshafnir liggja nærri þeim svæðum þ.s. olíu og gasi er dælt upp --> Þá er að sjálfsögðu miklu hagkvæmara að sigla með það.

                Þessi - leiðslu-hugmynd - er augljóst kjaftæði, flutningar með henni yrðu klárlega verulega kostnaðarsamari -- en þær útflutningsleiðir sem Persaflóaríkin ráða þegar yfir.
                --Þ.e. frá þeirra eigin útflutningshöfnum yfir til innflutningshafna Evrópu, hvort sem er við Miðjarðarhaf eða ef siglt er alla leið til Rotterdam.

                  • Að reisa þessa leiðslu - hefur aldrei staðið til.

                  Það fer enginn að reisa óskaplega kostnaðarsama leiðslu - sem samtímis er dýrari í rekstri, en þeir valkostir til útflutnings í stórum stíl -- sem þegar eru fyrir hendi.
                  --Þ.e. engin hindrun fyrir Evrópu að kaupa gas frá Mið-Austurlöndum, ef Evrópa frekar velur svo.
                  --Evrópa hefur haft þann valkost um áratugi, en valdi að kaupa af Rússlandi - því Rússland bauð gas á lægra verði.

                  Meðan Rússland býður áfram gas á hagkvæmari kjörum - kaupir Evrópa af Rússlandi.
                  Þetta hefur ekkert með leiðslur að gera - frá Mið-Austurlöndum, engin slík væri nokkur hætta fyrir Rússland; þ.s. Rússland getur alltaf boðið lægra verð.

                  Eða a.m.k. svo lengi sem Rússland heldur því áfram - eru viðskiptin í alls engri hættu.

                  **Ætla ekki að ansa restinni af bullinu.

                  Kv.

                  Einar Björn Bjarnason, 20.8.2018 kl. 00:25

                  8 Smámynd: Halldór Jónsson

                  Ekki get ég komið auga á það að Pútín styðji hugmyndir um gasleiðsly yfir Sýrland til norðurs? Ólógískt.

                  Krímskaginn er Rússneskur og verður það. Það er óraunhæft að vera að tala um breytingar á því nema með styrjöld sem sýnist ólíklegt.

                  Halldór Jónsson, 20.8.2018 kl. 13:23

                  9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                  Halldór Jónsson, skv. samkomulagi undirritað í tíð Jeltsin ásamt fulltrúum annarra stórvelda - samþykkti forseti Rússl. yfirlýsingu er var ótímabundin, undirrituð af honum sjálfum og leiðtogum hinna stórveldanna - að tryggja landamæri Úkraínu að eilífu.
                  --Það er ekki hægt að samþykkja þá aðferð, að Rússl. hundsi þau landamæri sem Rússl. hafði eilíflega lofað að virða -- síðan hitt var atkvæðagreiðslan algerlega ótrúverðug.

                  Ég gæti samþykkt þá aðferð að Krímskagi fari undir stjórn SÞ - 2 til 3 ár verði veitt svo fólk fái að átta sig, síðan haldnar almennar kosningar að nýju - þ.s. allir þeir sem bjuggu þar árið sem Rússland hernam skagann, geti fengið að taka afstöðu um framtíð han -- með hætti er væri raunverulega opinn og lýðræðislegur.
                  --Ætla ekki að gefa mér niðurstöðu fyrirfram.
                  --En Rússar voru þá milli 60+-70% íbúa skagans.
                  Mannréttindi eru líklega betur varin innan Úkraínu en innan Rússlands - þannig að ég held að íbúar skagans rússn. sem aðrir, ættu fremur að velja Úkraínu - þannig velja mannréttindi og meira frelsi til eigin athafna.

                  Kv.

                  Einar Björn Bjarnason, 20.8.2018 kl. 14:12

                  10 Smámynd: Borgþór Jónsson

                  Þú ert í banastuði Einar.

                  Gasleiðslur eru smíðaðar af því að þær eru ódýrasta leiðin til að flytja gas frá einum stað til annars.

                  Gasleiðslur eru ekki dýrar.

                  Yamalstöðin,sem sem framleiðir ca 10 milljarða rúmmetra af gasi kostaði 27 milljarða dollara. og þá er eftir að fjárfesta í skipunm fyrir 4,8 milljarða dollara til að flytja gasið

                  Power of Siberia sem er lengsta og afkastammesta gasleiðsla í heimi kostaði 12 milljarða dollara. Ef borholum,dælu og hreinsistöðvum er bætt við fer kostnaðurinn í 28 milljarða dollara,eða svipað og Yamal,en afköstin eru sexföld.

                  Hún getur flutt 61 milljarð rúmmetra af gasi árlega.

                  Do your math eins og sagt er í Ammeríku.

                  Suður Kórea sem fær allt sitt gas með skipum,hangir vælandi á snerlinum hjá Putin til að fá gasleiðslu, af því að LNG er svo dýrt.

                  En fyrst verða þeir að semja um frið við N Kóreu.

                  .

                  "Mannréttindi eru líklega betur varin innan Úkraínu en innan Rússlands".

                  Þú ert greinilega að drepast úr fyndni. Íbúar Donbass eru myrtir jafnt og þétt af Nasistum og þeir sveltir, og þú heldur að mannréttindum sé vel borgið. Hluta íbúanna er bannað að nota eigið tungumál og nýjasta snilldarverkið er að stela kirkjunni  sem meginþorri Úkrainumanna aðhyllist í heilu lagi og setja undir þjóðernisöfgamenn. 

                  Svipað og taka lútersku kirkjuna og setja undir Hvítasunnusöfnuðinn. Það eru frábær mannréttindi.

                  .

                  Það er greinilegt að þú vilt taka Kosovo aðferðina á Krímverja. Með öðrum orðum þjóðarmorð.

                  Undir vökulu auga SÞ, frömdu Kosovo Albanar þjóðarmorð á Serbum í Kosovo,drápu 700 Serba og hröktu 250.000 manns frá heimilum sínum.

                  Gæslumennirni,Þýskir og Bandarískir, stóðu aðgerðarlausir hjá og tóku við líkunum án athugasemda. Bæði lifandi og dauðum.

                  Væri ekki frábært fyrir Krímverja að fá svona líka? 

                  Væri ekki frábært fyrir Krímverja ef Nasistarnir fengju að böðlast á Rússneskumælandii fólki á Krímskaga þangað til það annaðhvort drepst eða flýr land.

                  Þá væri kannski hægt að halda atkvæðagreiðslu og allt verður "raunverulega lýðræðislegt" eins og þú kallar það.

                  Þeir sem eru andsnúnir einföldu lýðræði finna alltaf einhver ráð. Ég botna ekkert í af hverju þú og félagar þínir hafa snúið baki við lýðræði. Þetta fyrirkomulag hefur reynst okkur bærilega á vesturlöndum,þó það sé nátturlega ekki hnökralaust.

                  Ekki nokkur heilvita maður efast um vilja mikils meirihluta Krímverja til að tilheyra. Það sem þú ert að leggja til Einar,er að nauðga þessu fólki enn einn ganginn til að játast undir Kiev.

                  Ég segi enn einn ganginn af því þetta hefur verið gert margoft áður.

                  Í þetta skifti eru þeir sloppnir og þurfa aldrei aftur að óttast að vakna upp við bank á glugga um nótt.

                  .

                  Borgþór Jónsson, 21.8.2018 kl. 12:01

                  Bæta við athugasemd

                  Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                  Um bloggið

                  Einar Björn Bjarnason

                  Höfundur

                  Einar Björn Bjarnason
                  Einar Björn Bjarnason
                  Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                  Mars 2024
                  S M Þ M F F L
                            1 2
                  3 4 5 6 7 8 9
                  10 11 12 13 14 15 16
                  17 18 19 20 21 22 23
                  24 25 26 27 28 29 30
                  31            

                  Eldri færslur

                  2024

                  2023

                  2022

                  2021

                  2020

                  2019

                  2018

                  2017

                  2016

                  2015

                  2014

                  2013

                  2012

                  2011

                  2010

                  2009

                  2008

                  Nýjustu myndir

                  • Mynd Trump Fylgi
                  • Kína mynd 2
                  • Kína mynd 1

                  Heimsóknir

                  Flettingar

                  • Í dag (29.3.): 0
                  • Sl. sólarhring: 1
                  • Sl. viku: 27
                  • Frá upphafi: 0

                  Annað

                  • Innlit í dag: 0
                  • Innlit sl. viku: 26
                  • Gestir í dag: 0
                  • IP-tölur í dag: 0

                  Uppfært á 3 mín. fresti.
                  Skýringar

                  Innskráning

                  Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                  Hafðu samband