Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Örugglega stórfrétt vikunnar í bandarísku samhengi, að Robert Mueller sé nú búinn að hafa sigur í enn einni rimmunni. Sú við Robert Manafort var sérdeilis hörð. Á föstudag hinn bóginn, lagði hann niður skottið -- viðurkenndi sekt um þau 4 ákæruatriði, sem undirréttur hafði nýverið dæmt hann sekann.
--Í staðinn virðist að önnur 8 ákæruatriði verði felld niður.
--Síðan háð því að hvaða marki hann reynist samvinnuþíður Mueller, þá getur hann átt von á afslætti af heildarrefsingu fyrir atriðin 4 sem hann samþykkir sekt um.
Trump - Manafort hlið við hlið þegar allt lék í lyndi
Trump ex-campaign head Manafort changes mind, cooperates in Russia probe
Manafort to co-operate with Mueller probeff
- "Manafort made millions of dollars working in Ukraine before taking an unpaid position with Trumps campaign for five months."
- "He led the campaign when Trump was selected as the Republican presidential nominee at the party convention."
- "Manafort was present at a June, 2016, Trump Tower meeting with a Russian lawyer at which his son expected to receive possibly damaging information about election opponent Clinton."
- "The plea agreement requires him to cooperate completely with the government, which includes giving interviews without his attorney present and testifying before any grand juries or at any trials."
Hversu alvarlegt þetta er fyrir Trump er algerlega óþekkt!
Manafort er greinilega hankaður á skattalagabrotum tengdum tekjum sem hann aflaði sér í vinnu fyrir stjórnvöld Úkraínu - árin fyrir svokallaða Úkraínukrísu, m.ö.o. hann hafi falið á annan tug milljóna dollara í tekjum fyrir bandarískum skatt-yfirvöldum.
--Skattalagabrot eru alltaf litin alvarlegum augum af bandarískum yfirvöldum.
En hvort hann veit eitthvað sem skiptir máli - er annað mál.
En vart hefur Mueller samþykkt að veita honum "plea bargain" ef hann metur Manafort ekki hafa neitt í pokahorninu - og Manafort hefur þurft að sýna honum eitthvað bitastætt, til að fá slíkt samkomulag fram.
Þekktu staðreyndirnar eru þær, að Manafort var um nokkra hríð, kosningastjóri Trumps.
Og Manafort var á frægum Trump turns fundi, þ.s. Donald Trump yngri, Jared Kushner - hittu rússneskan lögfræðing, sem var að bjóða til sölu meintar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton.
--Það sem þeir sem á þeim fundi voru hafa hingað til allir neitað, er að kaup slíkra upplýsinga hafi farið fram.
Hinn bóginn er það brot á bandarískum kosningalögum, að kaupa upplýsingar af erlendum ríkisborgara með það markmið í huga - að hafa áhrif á kosningahegðan innan Bandaríkjanna.
--Það er aftur á móti löglegt, að kaupa "dirt" af öðrum bandarískum einstakling.
- Ef Mueller fær Manafort til að vitna um að - ólögleg kaup af slíku tagi hafi farið fram á þeim fundi, sérstaklega ef Manafort hefur einhver gögn í höndum -- gæti Mueller hjólað í Jared Kushner, eiginmann Invönku Trump dóttur forseta Bandaríkjanna eða jafnvel Donald Trump yngra, son forseta Bandaríkjanna.
--Fyrir utan þetta, er það einnig spurning - hvað annað hugsanlega Manafort veit og enn frekar, hvað Manafort hugsanlega getur sannað!
Talsmaður Hvíta-hússins var ekki sein að neita því að málið tengdist hugsanlega forsetanum!
Sarah Sanders - "This had absolutely nothing to do with the president or his victorious 2016 presidential campaign,..." - "It is totally unrelated."
Niðurstaða
Hvort sem mönnum líkar verr eða betur, þá virðist Robert Mueller vegna vel í sinni rannsókn upp á síðkastið - hann er nú komin með röð "plea bargain" samninga við margvíslega einstaklinga sem tengjast Trump með einum eða öðrum hætti.
--Nú mætti Mueller far að sína spilin, því eitthvað bitastætt hlýtur að felast í öllum þessum vitnisburðum sem hann nú ræður yfir. Annars væri hann vart að þessu.
--Spurning, mun Donald Trump fyrir rest yfirgefa Hvítahúsið í handjárnum?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.9.2018 | 22:20
Þýskaland að starta risastóru járnbrautarverkefni í Tyrklandi
Þetta kemur fram í Der Spiegel: Berlin Courts Prestige Project with Turkey Amid Tensions. Algerlega án nokkurs hávaða virðast samskipti Tyrklands og Þýskalands fara snarbatnandi. Einungis fyrir ári síðan, vöruðu þýsk stjórnvöld við ferðum til Tyrklands í kjölfar handtöku nokkurra Þjóðverja þar - í farvatninu byrtu tyrknesk stjórnvöld lista yfir 681 þýska aðila, sem þau sögðust tengjast stuðningi við hryðjuverk í Tyrklandi.
--Samskiptin virtust á hraðri leið í ruslið.
En síðan dróg Erdogan listann til baka, sagði hann misskilning.
Síðar var þjóðverjunum sleppt án nokkurra skýringa opinberlega í Tyrklandi.
--Við getum einungis gískað að rætt hafi verið saman að tjalda baki.
Mynd frá 1910 af járnbraut í Tyrkjaveldi lögð fyrir Fyrrastríð af þýskum aðilum!
Á þessu ári hafa tyrknesk stjórnvöld beint þeirri spurningu til þýskra stjórnvalda, hvort Þjóðverjar eru til í að endurnýja - nokkurn veginn gervallt járnbrautakerfi Tyrklands!
Tyrknesk stjórnvöld virðast hafa hreyft sig af fyrra bragði - en höfðu áður fengið kínverskt tilboð í framkvæmd af sambærilegu tagi, en ef marka má Spiegel - þá líst Tyrkjum betur á að starfa með Þjóðverjum!
Utanríkisráðherra Þýskalands, hefur þegar rætt málið með formlegum hætti við Erdogan.
Á myndinni er Heiko Maas að ræða við utanríkisráðherra Tyrklands Mevlut Cavusoglu meðan heimsókn Mas stóð yfir í sl. viku.
Von er á Erdogan í formlega heimsókn til Þýskalands -- síðar í þessum mánuði, þá er vonast til þess að unnt sé að ganga þannig frá málinu, að það sé algerlega örugglega á koppinn komið.
- Skv. fréttum, buðu Kínverjar 35ma. vaxtalaust lán er átti að greiðast á 10 árum.
- Skv. kínverska tilboðinu átti að framkvæma verkið af kínverskum verktaka er mundu mæta með sitt fólk - og allur búnaður átti að vera kínverskt smíðaður.
- Þessu höfnuðu Tyrkir, og vonast eftir betri samningi frá Þjóðverjum.
--Líklegt virðist mér að Tyrkir vilji ganga þannig frá málum, að sem mest af nýjum búnaði yrði fyrir rest smíðaður í Tyrklandi - er mundi tóna við stefnu Erdogans að efla sem mest iðnað innan Tyrklands.
--Það mundi einnig þíða, að Tyrkland mundi fullkomlega sjálft síðar meir geta viðhaldið kerfinu án utanaðkomandi aðstoðar til frambúðar.
--Þeir virðast vilja, að Þjóðverjar geri þeim tilboð í fjármögnun - væntanlega vilja þeir hagstæðari fjármögnun en þá er Kínverjar buðu.
- Allt í einu blasir við nokkurs konar "strategic partnership" - en þarna virðast Tyrkir sjálfir hafa tekið snögga ákvörðun!
Sennilega virðist þeim samningur við Þýskaland - minna ógnandi.
Og síðan hitt, að þeir líklega telja sig geta náð - hagstæðari útkomu, hugsanlega til muna.
Þýskaland fær auðvitað stórt verkefni fyrir þýsk verktakafyrirtæki og framleiðendur búnaðar fyrir lestir - en þó svo að stefnt yrði að því að búnaður yrði fyrir rest framleiddur innan Tyrklands, fæli slíkur samningur alltaf í sér að fyrst mundi búnaður koma frá Þýskalandi.
--En Tyrkland smám saman taka yfir, með aðstoð þýskra tæknimanna.
Í greininni er metið svo, að þýsk stjórnvöld sjái að auki í þessu það, að það þurfi að halda í Tyrkland - þó svo að Tyrkir seinni árin séu sífellt erfiðari í samskiptum.
Það þurfi að forða nokkurs konar samkiptarofi!
--Í ákveðinni kaldhæðni gæti verið að gagnrýni Donalds Trumps á stjórnvöld Þýskalands, og Þýskaland - hafi gert Tyrkjum auðveldara fyrir, að leita til Þjóðverja.
--Enda hafa samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna versnað til muna seinni árin.
- Það má líka segja, að í gangi sé máski -- visst reipitog um Tyrkland.
Niðurstaða
Því má auðvitað velta fyrir sér, af hverju Tyrkir greinilega taka þá ákvörðun að snúa til Þýskalands. Þeim greinilega líkaði ekki tilboð Kínverja - en þeir hefðu t.d. alveg hafa getað rætt við Rússland. Hinn bóginn, þá er líklega sá búnaður sem Kínverjar bjóða annars vegar og hins vegar Þjóðverjar - betri og fullkomnari.
Eins og flestir hljóta að vita, hafa samskipti Bandaríkjanna og Tyrklands verið mjög erfið í senni tíð - og samskipti Tyrklands og Þýskalands hafa einnig verið brokkgeng. Hinn bóginn virðast Þjóðverjar hafa farið töluvert fínna í sínar deilur um - einstaklinga í haldi Tyrkja, en Bandaríkin hafa gert.
--M.ö.o. verið með færri hástemmdar yfirlýsingar, meira af hljóðlátu tali að tjalda baki.
Það getur einfaldlega verið það, að það hafi blasað við Tyrkjum, að þeir hafa ekki endalausa möguleika um þá aðila sem þeir geta snúið til - ef þá vantar bestu tækni í boði. Fyrir utan ef þeim vantar hagstæða fjármögnun!
--Hörð deila við Bandaríkin - þíði, Bandaríkin út.
--Tilboð Kínverja ekki nægilega hagstætt.
--Tæknilega getur Japan framleitt sambærilegan búnað, en Þýskaland er þægilegra nær - Tyrkir þekkja væntanlega vel til Þýskalands enda margir Tyrkir búið þar; og það auk þessa má vera að Tyrkir telji sig eiga hönk í bakið á Þjóðverjum.
Enda margvísleg önnur mál í gangi, t.d. málefni milljóna flóttamanna frá Sýrlandi, sem Tyrkir halda uppi heima fyrir. Það má vera hluti af ástæðunni, af hverju þeir telja að þeir geti gert hagstæðan samning við ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 14.9.2018 kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2018 | 04:54
Útlit fyrir annan leiðtogafund milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Bandaríkjanna virðist hafa ákveðið að taka það sem - jákvæða vísbendingum þegar NK hélt stóra hersíningu um daginn, en lét vera að hafa stórar eldflaugar með í síningunni.
Donald J. Trump@realDonaldTrump
North Korea has just staged their parade, celebrating 70th anniversary of founding, without the customary display of nuclear missiles. Theme was peace and economic development. Experts believe that North Korea cut out the nuclear missiles to show President Trump......
Veit ekki hvaða sérfræðinga Trump vísar til - en það gæti einfaldlega verið vísun á mat hans eigin samstarfsmanna í Hvíta-húsinu.
En Trump er síðan ekkert að skafa af þessu - rétt að muna að Kim Jong Un er enn einræðisherra alræðisríkis sem heldur miklum fjölda fólks í þrælkunarbúðum, og landið fúnkerar sem nokkurs konar fangelsi fyrir eigin landsmenn, m.ö.o. skotið á fólk er gerir tilraun til að sleppa yfir landamærin - eins og var á landamærum A-Þýskalands og V-Þýskalands í Kaldastríðinu.
--Ég kann því eiginlega ekki við það, að hann segist líka við einræðisherra NK.
--En rétt að muna til viðbótar, hann lét myrða bróður sinn ekki fyrir mörgum árum í Malasíu.
Um daginn sagði Kim Jong Un að hann hefði sömu tiltrú til Trumps og áður - fyrir það þakkaði Trump honum; Trump þakkar Kim Jong Un leiðtoga Norður-Kóreu fyrir að segjast hafa trú á Trump.
Donald J. Trumpâ@realDonaldTrump
"Kim Jong Un of North Korea proclaims unwavering faith in President Trump. Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!"
10:58 AM - Sep 6, 2018
Eins og mér fannst um dagnn er ég skrifaði pistilinn minn hlekkjað á að ofan.
Þá fannst mér þetta hljóma sem að Kim Jong Un væri að undirbúa að senda Donald Trump beiðni um leiðtogafund.
--Og nú virðist einmitt það hafa gerst!
North Korea's Kim asks Trump for another meeting in 'very warm' letter
Donald Trump prepares for second summit with Kim Jong Un
Talsmaður Hvíta-hússins sagði eftirfarandi!
"The primary purpose of the letter was to request and look to schedule another meeting with the president, which we are open to and are already in the process of co-ordinating,..." said Sarah Sanders, White House press secretary.""
Sem verður eiginlega ekki skilið með öðrum hætti en að líklega verði af fundinum.
Niðurstaða
Fréttirnar eru á þessum punkti afar óljósar - eiginlega það eina ljóst að það stefnir á annan leiðtogafund. Eiginlega dálítið sérstakt hversu rosalega jákvæður í orðaræðu Donald Trump er gagnvart - einræðisherra NK. Kim Jong Un lét ekki einungis myrða bróður sinn, heldur einnig mág sinn. Fyrir utan að hann fyrirskipaði fjölda aftaka meðal embættismanna skömmu eftir valdatöku.
--Kim Jon Un er enn sami maðurinn sem fyrirskipaði þessa hluti.
Donald Trump fer þarna fagrari orðum um morðingjann í Pyongyang en flesta leiðtoga bandalagsríkja Bandaríkjanna!
--Sjálfsagt verður af þessum leiðtogafundi.
Hvað gerist á þeim fundi kemur í ljós.
En þetta er farið að hljóma sem að Trump dreymi um Nóbel.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2018 | 13:53
Trump svarar kvörtun Apple.inc um tolla, segir Apple að færa verksmiðjur heim til Bandaríkjanna!
Eins og Trump er venja svaraði hann þessu beint á netinu:
"Apple prices may increase because of the massive Tariffs we may be imposing on China - but there is an easy solution where there would be ZERO tax, and indeed a tax incentive. Make your products in the United States instead of China. Start building new plants now.
Exciting!"8:45 AM - 8 Sep 2018
Á erlendum fjölmiðlum var þetta auðvitað rætt, og lesendur ræddu einnig fréttirnar neðanmáls.
Sú umræða var að mínu viti sérdeilis áhugaverð á vef Financial Times, en þar virðast gjarnan einstaklingar setja inn athugasemdir sem vita um málefnið, þó þar rati einnig inn fjöldi athugasemda þeirra sem mun minna vit hafa á málum.
Augljósa svarið til Trumps - Apple mun líklega ekki færa verksmiðjur sínar til Bandaríkjanna, burtséð frá hvaða toll Trump mundi setja á Kína!
Málið er auðvitað að það eru fluttir inn símar til Bandaríkjanna frá fleiri löndum en Kína t.d. Samsung frá Suður-Kóreu. Það eru til japanskir símar - sem eru minna þekktir í dag.
Fyrir utan er Huawei símar kínversks fyrirtækis orðnir útbreiddir víða um heim í dag - Huawei fyrirtækið gæti alveg sett upp samsetningarverksmiðju t.d. í Tælandi eða Víetnam.
Sennilegast mundi Apple - láta verksmiðjur sínar í Kína áfram þjóna öðrum mörkuðum sbr. Asíu, Evrópu, S-Ameríku, o.s.frv.
En setja upp samsetningarverksmiðju t.d. í Suður-Kóreu eða Japan með róbótum, en það væri ekki það langt úrleiðis miðað við að íhlutir eru líklega framleiddir á Asíusvæðinu, þeir sem ekki eru framleiddir í Kína -- sú samsetningarverksmiðja væri þá utan tolls Trumps og væntanlega setti saman síma fyrir Bandaríkjamarkað sérstaklega.
- Þannig að ef Trump er raunverulega alvara um að þvinga Apple heim með sína símaframleiðslu.
- Mundi Trump þurfa að: A)Tolla öll lönd þar sem samsetningarverksmiðjur á símum er að finna utan Bandaríkjanna. B)Tolla auk þess öll lönd þar sem íhlutir notaðir í síma eru framleiddir.
- Það væri eina leiðin til þess að gera það mögulegt fyrir Apple - að færa verksmiðjur sínar heim.
Ef maður ímyndar sér þetta allt gert, þ.e. hvað mundi fela í sér stórfellda útvíkkun Trumps á álögðum tollum - eiginlega að Trump væri að tolla öll iðnríki í heiminum.
--Annars gæti einhver fært verksmiðju í annað land utan Bandaríkjanna er væri utan tolls.
Það þarf auðvitað að taka tillit til mjög verulegs kostnað við að færa verksmiðjurnar heim.
- En við erum ekki bara að tala um samsetningarverksmiðjuna er setur alla íhlutina saman og skilar lokuðum síma frá sér með öllu inniföldu kominn í neytendapakkningu.
- Heldur heilt net sérhæfðra íhlutaverksmiðja - sem framleiða t.d. móðurborðið þ.e. spjaldið með örrásum sem íhlutirnir tengjast við, stærsta einstaka stykkið er auðvitað skjárinn, síðan tölvan sjálf, rafhlaðan, minniskubbar, o.s.frv.
--Allt framleitt af þar til, sérhæfðum verksmiðjum er sérhæfa sig í framleiðslu tiltekins hlutar - sem síðan getur verið notaður af margvíslegum tegundum síma, eða að sama verksmiðja framleiðir fyrir margvíslega aðra símaframleiðendur að einhverju leiti sérsniðinn íhlut - ef þess er krafist. - Mér skilst að dýrasti parturinn sé - fyrirtækjanetið sem þarf að vera til staðar.
--Því má ekki gleyma, að það krefst mjög sérhæfðs starfsliðs.
--Mér skilst að fólk með þá þekkingu er til þarf, sé einfaldlega ekki til í Bandaríkjunum í dag.
--Eins og gengur, skilar fólk með reynslu betra verki - en nýþjálfaðir.
- Ég ætla ekki að gera tilraun til að gíska á það hver raunverulegur kostnaður væri.
- Nema benda á að - augljóslega tekur þetta ferli mörg ár!
- Og á meðan væri væntanlega - innflutningur gegnt hátum tollum í gangi.
- Hinn bóginn, yrðu fyrirtækin væntanlega að velta þessum mikla kostnaði hvort sem er yfir á bandaríska neytendur.
- Sem þíddi að útkoman yrði alltaf - sama hvernig ég velti þessu upp - miklu dýrari Apple símar fyrir Bandaríkjamenn.
Ég held að þetta mundi virka svipað burtséð frá því hvaða hátækni-iðnað Trump mundi gera tilraun til að þinga heim til Bandaríkjanna!
Að fyrirtækin mundu færa sig í þriðja land - er væri utan tolls, nema Trump tolli öll iðnríki.
--En síðan ef hann gerir það, endar þetta alltaf á því að skila miklu mun dýrari vöru en áður til bandarískra neytenda.
Sem leiðir mig til þeirrar lokaályktunar -- að væntanlega dugar 25% tollur ekki til að skila því að framleiðendurnir í Kína, hugsi sig til hreyfings. Þar sem að færslur heim mundu hvort sem er leiða til mikilla kostnaðarhækkana á markaði innan Bandaríkjanna!
--Að mér virðist rökrétt að mun hærra tollhlutfall mundi þurfa til að þvinga slíkt fram.
Og að þá mundi Trump þurfa að tolla ca. að sama hætti - öll önnur iðnvædd lönd.
Til að forða því að framleiðendur einfaldlega færi sig ekki í annað land - utan Bandaríkjanna.
Niðurstaða
Enn sem fyrr virðist mér hugsunin að baki tollastríðum hjá Trump - eins og hún kemur fram í hans athugasemd, sem og hjá stuðningsmönnum hans; alltof mikil yfireinföldun. En lógískt séð ef maður leiðir þeirra hugsun áfram, þá virkar ekki það sem ætlast er til - virðist mér nema að Bandaríkin tolli hvert einasta land í heiminum sem tæknilega getur framleitt þá hluti sem fara í síma eða sett þá saman.
--Sem þíddi auðvitað að Trump væri að endutaka "SmootHawley."
Þau tollalög voru ákaflega gagnrýnd eftir Seinna-stríð, kennd stórum hluta um það hversu djúp kreppan varð í Bandaríkjunum fyrir stríð. En þeir félagarnir mega þó eiga það eitt, að gripið var hreint til verks - tollar settir á allt með einni aðgerð.
--Í stað þess að vera teyja lopann.
En mér virðist að í innra röksamhengi tollahugsunar Trumps og stuðningsmanna hans, gangi sú hugsun ekki upp í sínu innra samhengi, nema allar innfluttar hátæknivörur burtséð frá hvaðan - væru tollaðar og það hátt.
Auðvitað þíddi það á móti önnur lönd tolluðu sambærilega á Bandaríkin, þannig að ef maður ímyndar sér einhverjar nýjar verksmiðjur heima fyrir að framleiða fyrir heima-markað, mundu aðrar fara út fyrir landsteina á móti sem í dag - framleiða fyrir markað erlendis.
Auðvitað með hátæknivörurnar framleiddar heima fyrir yrðu þær mun dýrari en áður.
Þannig að færri til muna Bandaríkjamenn hefðu efni á þeim - m.ö.o. minnkuð eftirspurn.
Samtímis yrðu færri störf við útflutning - minni eftirspurn heima fyrir skilaði væntanlega fækkun starfa við verslun og þjónustu samtímis.
--Eins og ég hef áður bent á, er vel hægt að búa til kreppu í Bandaríkjunum með slíkri stefnu -- greining hagfræðinga eftir Seinna-stríð var einmitt sú að Smoot-Hawley tollalögin hefðu aukið stórfellt atvinnuleysi í Bandaríkjunum árin í kjölfarið og dýpkað til muna kreppuna þar sem hófst nokkru fyrr vegna hrunsins fræga á Wall-street 1929.
Árétta þann punkt að ég efa að sama stefna eða svipuð í endurtekningu skili mjög ólíkri útkomu - sannarlega er hagkerfið ekki í kreppu, en slík stefna hefði samt stórfelld samdráttaráhrif -- vegna þess að ekki er kreppa í dag fyrir, yrði kreppan er af hlytist í Bandaríkjunum væntanlega ekki nærri eins djúp og kreppan þar á 4. áratug 20. aldar.
Ég á ekki von á að önnur lönd hefji tollastríð sína á milli.
Það yrðu m.ö.o. einungis Bandaríkin ein og sér er mundu prófa háa tolla fyrir sig.
Meðan önnur lönd líklega yfir sama tímabil héldu sig við núverandi lágtollastefnu.
--Þá fengist raunprófun á því, hvort það er raunverulega satt, að lágtollastefnan eingöngu sé góð fyrir risafyrirtæki, ofurauðuga og raunverulega tilræði við almenning; eða ekki.
Ég held svarið sé augljóslega að ef Bandaríkin tolluðu á alla, meðan aðrir tolluðu ekki sín á milli -- væru Bandaríkin eina stóra hagkerfið er hæfi kreppu. Þannig að líklega mundi tilraunin taka enda þegar næsti forseti mundi taka við í Bandaríkjunum, en mig grunar að veruleg aukning í atvinnuleysi - ásamt umtalsverðri lækkun lífskjara, mundi skapa nægilega víðtæka óánægju til að slíkri tollastefnu væri ekki haldið uppi lengi.
--Megin spurningin einungis hvort það væri jan. 2021 eða jan. 2025.
Sannast sagna smá vona ég að Trump gangi þetta langt, því ég er alveg öruggur að það mundi duga til að ófrægja slíka stefnu innan Bandaríkjanna - til þess að hugsanlega mundu líða önnur 90 ár þangað til að næst yrði aftur bryddað upp á henni.
Ps: Sá ábendingu á svar yfirmanns Apple.inc varðandi hvað skipti mestu máli í dag sambandi það að starfa innan Kína; svar hans - sé sú mikla sérhæfða þekking sem byggst hafi upp á sl. 30 árum meðal þess fólks sem starfar fyrir hátæknifyrirtæki innan Kína -- það sérhæfða fólk sé ekki á "lágum launum" en erfitt að finna það annars staðar, og ekki í dag til innan Bandaríkjanna:
Apple CEO Tim Cook: This Is the Number 1 Reason We Make iPhones in China (It's Not What You Think).
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2018 | 02:10
Donald Trump með nýjar stórar tollhótanir gagnvart Kína, auk hótana um að innleiða áður hótuðum tollum fljótlega!
Það sem mér finnst áhugaverðast við þessar hótanir er tímasetning, en undanfarna daga er búið að vera mikið drama út af -- aðsendri nafnlausri grein í NyTimes, þar sem nafnlaus höfundur segist vera einn af starfsmönnum Donald Trumps sjálfs í Hvíta-húsinu, og heldur því á lofti að hann ásamt hópi starfsmanna þess, hafi sammælst um að - passa upp á Donald Trump forseta með þeim hætti að leitas til við að passa upp á það að Donald Trump í snöggri bræði eða vanhugsað, taki ekki hættulega rangar ákvarðanir Bandaríkjunum og heimsbyggðinni til hugsanlegs tjóns.
--Trump hefur síðan greinin var birt í NyTimes mjög greinilega verið haldinn ofsareiði út af því sem þar er haldið fram -- Trump virðist hafa fyrirskipað tilraun til að leita þann starfsmann uppi, þó viðkomandi komi ekki fram undir nafni.
--Röð háttsettra starfsmanna Hvíta-hússins hafa síðan borið af sér sakir og fordæmt hina nafnlausu grein --: Að sjálfsögðu mun sá nafnlausi vera einn þeirra, ef sá hefur vit í kollinum.
Við þetta bætist að Donald Trump virðist lentur í óvæntum vandræðum með NAFTA viðræður - en öfugt við það sem virðast hafa verið væntingar Trumps, Lighthizer og ríkisstjórnarinnar almennt.
--Hefur ríkisstjórn Kanada þverneitað að bakka frá því sem af þeirri ríkisstjórn er talið ófrávíkjanlegt, en síðustu fréttir af þeim samningum - benda til óbreyttrar pattstöðu.
**M.ö.o. að ríkisstjórn Kanada tekur ekki nýlegri stórri eftirgjöf Mexíkó - sem ástæðu til þess að gera slíkt hið sama, virðist standa við sinn keyp.
- Það má því velta því fyrir sér, að Donald Trump ákveði þessa tímasetningu hótunar sinnar gagnvart Kína.
- Ekki síst til þess að ná sjálfum sér niður -- eftir ofsareiði sl. daga.
- M.ö.o. þetta sé aðferð hans til að ná sér niður --> Að sýna það sem hann lítur á sem, styrk sinn.
--A.m.k. er þetta kenning sem ég nú varpa á loft!
Trump threatens new tariffs on $267bn of Chinese goods
Trump ups ante on China, threatens duties on nearly all its imports
Apple warns it may pass on tariff costs to consumers
Tollhótanir Trumps!
- Hann setur fram nýja hótun um 267ma.$ toll, sem hann segist munu hafa í bakhöndinni.
- Hann hótar að áður hótaðir tollar upp á 200ma.$ verði innleiddir fljótlega.
--Rétt að taka fram, að í gildi eru tollar að andvirði 50ma.$.
--Þannig að um er að ræða mjög stórt stökk.
Fram að þessu hafa tollarnir haft afar óveruleg áhrif á efnahag beggja landa - þeir séu einungis ca. 3% af heildarútflutningi Kína. Of lítið til að hafa mælanleg áhrif.
Það er rétt að hægt hefur ívið á hagvexti í Kína - en 6,7% er ekki hægur vöxtur.
En talið er að það tengist ekki - tollastríðinu, heldur yfirstandandi efnahagsaðgerðum Kína stjórnar, sem sé að leitast við að - glíma við ákveðinn efnahagsvanda sem áður er til staðar.
--En fjöldi kínverskra fyrirtækja eru gríðarlega skuldsett, sem stafar af ákvörðun frá sl. áratug þegar fyrri landstjórnendur Kína vísvitandi losuðu um allar hömlur varðandi lán, sem form af "economic stimulus" á sama tíma er kreppa gekk yfir Vesturlönd.
--En því miður bjó sú aðgerð til mikið af slæmum skuldum, sem íþyngir hagkerfi Kína -- síðan Xi tók við, hefur hann og efnahagsráðherra hans, leitast við að glíma við þann vanda - í kyrrþey.
M.ö.o. sé efnahagsstefnan aðhaldsamari nú varðandi aðgengi að lánum til fyrirtækja.
Það hægi ívið á fjárfestingum, samtímis að sumar tegundir af lánum hafa verið bönnuð.
--Hægri sinnaður fjölmiðlar í Bandaríkjunum, hafi oftúlkað er þeir virðast hafa haldið að óverulegir tollar Trump - séu þegar farnir að hafa veruleg efnahagsleg áhrif.
--En það sé ósennilegt, m.ö.o. ekki nema ca. 3% af heildarútflutningi Kína.
- Hinn bóginn gildir allt annað um hótanir að innleiða 200ma.$ og síðan líklega annan 267ma.$ toll -- þar sem ef hvort tveggja væri innleitt, væri Trump nokkurn veginn kominn með toll á allan útflutning Kína til Bandaríkjanna.
- Þá væru áhrifin sannarlega veruleg <--> En veruleg fyrir bæði ríkin.
--Það er hvað róttæku þjóðernissinnarnir sem nú stjórna Bandaríkjunum - láta sem vind um eyru þjóta, að slík aðgerð væri samtímis verulega efnahagslega skaðleg fyrir Bandríkin.
--Mig grunar að þeir stórfellt vanmeti áhrifin, vegna þess að fram að þessu hafa áhrifin verið - engin mælanleg, þ.e. hagvöxtur í Bandaríkjunum nærri sögulegu hámarki.
Hinn bóginn eru þau áhrif - eðlilega lítil sem engin - því 50ma.$ sé of lítið til að skipta máli fyrir tvö slík risahagkerfi!
Hinn bóginn væri 467ma.$ + 50ma.$ tollur samanlagt ekki óverulegt í slíku samhengi.
--Þess vegna færu þá neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið óhjákvæmilega að koma fram.
--Auðvitað það kínverska á sama tíma!
Tollar eru skattur á eigin landsmenn!
- Tollar virka þannig að innfluttur varningur hækkar í verði, þannig að þá hækkar sú vara gagnvart bandarískum neytendum.
- Vandinn í samhenginu er þó sá, að mikið af varningi í dag - kemur eingöngu frá Kína, eða að Kína er í dag það ráðandi í framleiðslu varnings X - að engin leið sé fyrir annan aðila að taka markaðinn með fljótum hætti af Kína.
Þannig að það er rétt eins og forsvarsmenn Apple Inc. benda á í bréfi til Lighthizer - sem engar líkur eru á að Lighthizer muni gera annað en að hundsa, að kostnaður af slíkum tollastríðum lendi óhjákvæmilega harkalega á almenningi.
Það liggur ekki fyrir með hvaða hætti Kínastjórn mundi svara slíkum aðgerðum.
En það virðist gæta þeirrar hugsunar í ríkisstjórn Bandaríkjanna - að þar sem verðmæti útflutnings Bandaríkjanna til Kína sé miklu minna, þá sé lítið sem Kínastjórn geti gert!
--Eftir hún hefur tollað allan útflutning Bandaríkjanna til Kína.
Hinn bóginn þá eru mörg bandarísk fyrirtæki starfandi í Kína, með mikla starfsemi þar - þar á meðal, Apple.
--Þó enginn geti fullyrt nokkuð þar um, þá að sjálfsögðu geta stjórnvöld Kína - beitt sér gegn bandarískum fyrirtækjum starfandi í Kína.
--Hinn bóginn væri það að sjálfsögðu - tíeggjuð aðgerð - en það gildir einnig um tollastríð.
Hinn bóginn þá held ég að Xi Jinping einfaldlega geti ekki bakkað í málinu, eins og virðist að Donald Trump haldi að hann geri. En slíkt væri "loss of face."
--Slíkt kvá vera lítið alvarlegum augum í Kína.
Því má síðan við bæta, að Kína á viðskipti um allan heim --> Punkturinn þar um er sá, að Kína gæti haft áhyggjur af afstöðu slíkra þriðju landa, sem samanlagt skipta Kína meira máli.
--Ef Kínastjórn mundi veita stórar eftirgjafir gagnvart Bandaríkjunum.
Bandaríkin eru samt - ekki nema rúmlega 20% af heimshagkerfinu.
ESB sem heild samanlagt - er ca. svipað hlutfall heimshagkerfisins.
--ESB hefur ekki virst líklegt að ganga í lið með Donald Trump.
**A.m.k. ekki meðan hann hefur ekki fellt niður hótun um að leggja stóra tolla á bifreiða innflutning frá ESB löndum og innflutning íhluta í bifreiðar frá sömu löndum.
**Hún er ekki formlega niður felld enn - ESB og ríkisstj. Bandar. hafa verið að ræðast við um nokkra hríð síðan pása var gerð í því viðskiptastríði, en þ.s. heyrst hefur um þær viðræður - bendir ekki til þess að samkomulag sé líklegt.
Vandinn er sá að kröfur ríkisstjórnar Bandaríkjanna einfaldlega virðast ekki sérdeilis raunhæfar -- t.d. held ég að aðildarríkisstjórnir ESB landa mundu aldrei samþykkja að galopna ESB fyrir bandarískum landbúnaðarvörum.
--Ástæða hörð andstaða víða meðal almennings í ESB löndum við - genabreyttar vörur sem og kjöt sem framleitt er með mikilli hormónagjöf.
**Afar ósennilegt að samningur sem innibæri slíka opnun, mundi komast í gegnum þing aðildarlandanna -- eiginlega algerlega öruggt eitthvert aðildarþingið mundi fella.
**Framkvæmdastjórn ESB er auðvitað ekki að samþykkja eitthvað sem hún fyrirfram veit - að engin leið sé að fá samþykkt.
--En um þær helstu viðskiptahindranir sem eftir eru - eru á sviði landbúnaðarvarnings.
Þegar kemur að Kína - virðist ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlast til þess að kínverska ríkið - geri tvíhliða samkomulag er mundi tryggja stórfelld aukin kaup Kína af varningi á landbúnaðarsviðinu - auk kola og gas af Bandaríkjunum.
--Fyrir utan að Kína felli niður alla tolla, aflýsi öllum samvinnu-samningum bandarískra fyrirtækja við kínverks fyrirtæki, felli allar slíkar kvaðir niður til frambúðar.
**Vandinn er ekki síst framsetningin, að Bandaríkin krefjast þess - koma síðan fram með röð af tollum.
**Þessi nálgun, fyrir utan hvernig ríkisstjórn Bandaríkjanna - talar upp hættuna af Kína, það verði að stoppa Kína - o.s.frv. --> Æsir auðvitað allt upp í Kína.
Kínverjar geta einnig verið þjóðernissinnar!
En þ.e. nánast ekki hægt að sjóða saman betri nálgun að því, að gera alla þjóðernissinnaða Kínverja bálreiða!
--Xi hefur verið að setja sig fram sem hinn sterka mann í kínversku samhengi, virst treysta töluvert á stuðning þjóðernissinna innan Kína --> Ef hann í slíku samhengi gæfi stórt eftir, sýndi sig sem - smærri en Donald Trump, gæti reiði kínversku þjóðernissinnanna beinst að honum.
- Xi gæti munað eftir því hvað gerðist í Úkraínu - þegar reiðibylgja af þjóðernis-sinnuðum rótum, gaus upp þegar annað land þ.e. Rússland gerði kröfur til Úkraínu.
- Að síðan er forseti þess lands gaf eftir hótunum - þá beindist sú reiðibylgja að þeim forseta, er þá virtist reiðum múgnum hafa svikið sitt eigið land.
Niðurstaða
Eins og ég benti á, þá virðist mér áhugavert að Trump skuli hafa kynnt ákvörðun um hertar aðgerðir gegn Kína - í kjölfar látanna undanfarna daga í tengslum við grein í NyTimes birt án nafns, sem kvá einungis í annað sinn sem NyTimes heimilar ónafngreinda grein í formi bréfs til blaðsins.
Að auki er áhugavert að Kanada virðist ekki ætla að bogna undan kröfum Trumps, öfugt við það sem hann virðist hafa verið sannfærður um. Það mál gæti einnig verið að pyrra Trump.
Þannig að mér kemur til huga að þetta sé aðferð Trumps til að ná sér niður vegna reiði undanfarinna daga - að sýna það sem hann telur vera styrk sinn!
- Ef hann lætur verða af öllum þeim tollhótunum - þá fer viðskiptastríð hans að hafa raunveruleg mælanleg neikvæð áhrif á hagvöxt innan Bandaríkjanna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhugaverðar skeytasendingar - en viðbrögð Trumps komu eftir að Kim Jong Un sendi bréf til forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in.
- Í því bréfi segist Kim vilja kjarnorku-afvæðast fyrir lok kjörtímabils Trumps 2020.
--En þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi NK gefur upp einhverja tímalínu. - Síðan er hann sagður hafa sagst hafa - sömu trú á Donald Trump forseta og áður.
North Korea's Kim sets denuclearization time line, prompting thanks from Trump
A North Korea nuclear deal looks more likely to happen now
"Kim told South Korean officials his faith in Trump was unchanged and that he wanted denuclearization of the Korean peninsula and an end to hostile relations with the United States before Trumps first term ends in early 2021, Chung said."
Það líkaði Donald Trump greinilega að heyra, sbr:
Dálítið sterklega orðuð túlkun hjá Trump.
En það segir ekki endilega mikið um það - hver trú Kims á Donald Trump er.
Að hann segi trú sína á honum - óskerta.
Varðandi það hvort samkomulag er líklegt!
Höfum í huga að í ár er 2018 og þ.e. kominn - september.
--M.ö.o. ca. 2 ár eftir af kjörtímabili Donalds Trumps.
--Er formlega er lokið í janúar 2021.
Punkturinn er sá, að það samkomulag sem þarf að gera við Norður-Kóreu, er óskaplega flókið.
Mín tilfinning er - það er ekki nægur tími til stefnu.
Það fer einnig eftir því akkúrat hvers Bandaríkin munu krefjast.
Kim Jong Un - virðist vilja formlegt og endalegt friðarsamkomulag á Kóreuskaga.
Það sé sú öryggistrygging sem hann óskar - í stað þess sem má vera hann gefi eftir.
En Bandaríkin vilja væntanlega ekki ganga frá því samkomulagi - fyrr en Kim hefur a.m.k. stigið einhver, óafturkræf skref.
Og Kim er tregur til að stíga - óafturkræft skref, fyrr en hann hefur eitthvað fast í hendi fyrir sinn snúð.
--Og núverandi Bandaríkjastjórn er skipuð harðlínumönnum, sem vilja eiginlega að NK gefi allt eftir fyrst - áður en Bandaríkin gefi nokkuð á móti.
- Það sem menn úti í fjölmiðlaheimi er farið að gruna - er!
- Að Kim telji - að með því að hitta Trump aftur í einrúmi.
--Verði hægt hugsanlega að höggva á hnútinn.
En DT er þekktur fyrir að skipta um skoðun. Það má því vel vera - að nú sé að hefjast herferð frá Kim Jong Un - að sleikja Donald Trump upp með orðum, í von um að fá hann til að samþykkja annan leiðtogafund.
Niðurstaða
Það er lítið um málið í raun og veru að segja. Forseti SK og leiðtogi NK ætla að hittast á þriggja daga fundi í þessum mánuði. Það er sennilegt að á þeim fundum ræði þeir tveir með hvaða hætti hugsanlega verði unnt að ná fram samkomulagi um frið.
Hinn bóginn, jafnvel þó Kóreuríkin geti nú ræðst saman - þá leysir það ekki endilega málin milli Bandaríkjanna og NK.
--Bandaríkin vilja losna við öll kjarnorkuvopn NK - allan búnað NK til gerðar smíði kjarnorkuvopna og einnig allar langdrægar eldflaugar auk búnaðar til smíði þeirra.
Afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur hingað til verið sú, að Kim þurfi að stíga stór óafturkræf skref - áður en til greina komi af hálfu Bandaríkjanna að stíga lokaskref af sinni hálfu.
Augljóslega á hinn bóginn, hefði þá Kim enga tryggingu fyrir því - ef hann stígur óafturkræf skref af fyrra bragði, að það leiddi þá til þess að Bandaríkin gerðu þá slíkt hið sama á móti.
--Það leiðir hugan að því, að ég sagði tímann líklega ónógan sem eftir er.
--En líkur virðast á að praktískt samkomulag væri tafsamt í smíðum, þyrfti að framkvæmast í skrefum - síðan í hvert sinn þyrfti að staðfesta skref hefði verið stigið af beggja hálfu. Ekki fyrr en staðfestingar beggja mundu liggja fyrir, væri unnt að stíga næsta skref - síðan aftur staðfestingarferli af beggja hálfu, o.s.frv.
M.ö.o. samtímis tafsamt í smíðum og framkvæmd.
Það má vera að það sé veðmál Kim Jong Un - að hann geti látið málið falla á tíma.
Að hann treysti á að Donald Trump nái ekki kjöri!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 7.9.2018 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2018 | 00:21
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var kokhraustur í fjölmiðlum er talið barst að samingum við Bandaríkin
Ef marka má orð Justin Trudeau þá ætlar hann ekki að leggja niður skottið þegar fundir milli landanna hefjast aftur.
--Það verður að koma í ljós hversu mikið er að marka hans orð.
Canada PM indicates he will not bend on key NAFTA demands at talks
Justin Trudeau - "There are a number of things we absolutely must see in a renegotiated NAFTA," - "No NAFTA is better than a bad NAFTA deal for Canadians and thats what we are going to stay with." - "We will not sign a deal that is bad for Canadians, and quiet frankly, not having a Chapter 19 to ensure the rules are followed would be bad for Canadians,"
- Hann íjar sterklega að því að hann sé til í að labba frá samningum.
- Hann hafnar því alfarið að samþykkja samkomulag við Bandaríkin - þar sem ekki er til staðar, óháður dómstóll sem dæmi um vafamál - sem starfar sem hluti af því kerfi sem búið sé til utan um viðskipti landanna.
Hann þar með hafnar enn einni megin kröfu ríkisstjórnar Bandaríkjanna!
Sem hefur viljað afnema úrskurðarkerfi sem starfað hefur í samhengi við NAFTA samninginn.
T.d. á sl. ári spratt upp deila milli Kanada og Bandaríkjanna um nýja flugvél er hafði verið þróuð af kanadíska fyrirtækinu Bombardier.
En þá hafði Boeing fyrirtækið sent kvörtun til bandarískra stjórnvalda - Lichthizer setti þá 300% toll á vél Bombardier.
Þegar deilan kom fyrir sáttaferli NAFTA - þá endaði málið með úrskurði Kanada í hag.
Þ.e. refsitollur Lighthizers var dæmdur brot á reglum viðskiptakerfisins.
--Þetta er auðvitað af hverju núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna vill afnema slíkan dómstól.
--En augljósi vandinn er sá, að þá mundi Lighthizer að sjálfsögðu endurtaka leikinn - næst þegar bandarískt fyrirtæki mundi senda inn kvörtun, þ.e. gera ráð fyrir að bandaríska fyrirtækið segi allt satt - og væntanlega setja refsitoll á kanadískt fyrirtæki.
Þetta er auðvitað af hverju t.d. Heimsviðskiptastofnunin einnig hefur dómstól.
--Því annars mundu allir hygla eigin fyrirtækjum í vafamálum!
--Sem mundi í raun og veru -- enda sem viðskipta-hindrun.
Heima fyrirtæki eru gjarnan í pólitískum tengslum við stjórnmálaflokka innanlands - og hafa þar með, forskot í pólitískum áhrifum.
--Ef viðskiptakerfið hefur enga óháða sáttaleið til boða, þá er hætta á því að fyrirtækin sem fyrir eru - beiti sínum pólitísku áhrifum til að útiloka hina erlendu samkeppni.
Kanadísk fyrirtæki ættu augljóslega erfitt uppdráttar í kerfi án - hlutlauss dómstóls.
Bandarísk fyrirtæki mundu mjög sennilega þá eiga mjög auðvelt með að beita pólitískum áhrifum í Washington - til að hindra fyrirtæki frá Kanada í því að ná fram verulegum árangri.
- Einnig spurning hver er tilgangur viðskiptasamings?
- Hingað til hefur hugmyndin ekki verið að þeir samningar snúist eingöngu um - vöruviðskipti, heldur einnig opna samkeppni milli fyrirtækja frá löndunum.
Niðurstaða
Það kemur í ljós hvað verður með samninga Kanada og Bandaríkjanna - en miðað við orð Justin Trudeau þá ætlar Kanada ekki að gefa eftir sínar megin kröfur í samningum við Bandaríkin - þ.e. þær sem staðið hefur í stappi um í heilt ár.
Sl. föstudag - Samningaviðræður Kanada og Bandaríkjanna virðast farnar út um þúfur - virtist haft eftir Trump hann væri sannfærður að Kanada mundi fara að vilja ríkisstjórnar Bandaríkjanna, einungis spurning um tíma.
--Sl. föstudag virtust viðræður benda til mikillar stífni samningamanna ríkisstjórnar Bandaríkjanna - er virtist tóna við afstöðu af þess konar tagi.
Ef það er enn afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna - að samningsstaða Bandaríkjanna séu skilyrði sem Kanada verði að samþykkja.
Og ef á sama tíma Justin Trudeau er alvara, gæti raunverulega slitnað upp úr.
--Því gæti fylgt töluverðar efnahagslegar afleiðingar fyrir Kanada, ef það þíddi að Donald Trump mundi þá tilkynna uppsögn NAFTA. Sem er alveg hugsanlegt, sérstaklega þegar honum hefur tekist að fá Mexíkó til að gera við sig - tvíhliða samning.
Ef þetta yrði ofan á, þá væru alveg ný skref stigin í samskiptum við Kanada.
Það er að all í einu væru þá löndin samskiptalega séð að fjarlægjast.
--Það væri sennilega unnt að skoða þess lags útkomu sem nokkurn ósigur fyrir Trump.
Þetta á allt eftir að koma í ljós.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2018 | 16:56
Ekkert slor nýr Rússnesk smíðaður lúxusbíll Pútíns - sömu helgi og bifreiðasýning var í Moskvu voru aldraðir Rússar að mótmæla
Sjálfsagt heyrðu einhverjir aldraðir Rússar væru að mótmæla - fyrirhuguðum breytingum á fyrirkomulagi greiðsla ellilífeyris, ekki síst breytingum á því - á hvaða aldri einstaklingur kemst á ellilífeyri.
--Pútín hefur sagt breytingar nauðsynlegar vegna fyrirséðs kostnaðarauka fyrir stjórnvöld, af völdum fjölgunar Rússa í sem komast á ellílífeyrisaldur.
Despite Putin's concessions, Russians protest pension reform law
En það gæti verið að einhverjir meðal hinna öldruðu hafi einnig reiðst yfir nýrri flottræfilsbifreið leiðtogans - Aurus Senat!
Limminn hans Pútíns - videó, eins og sést er hann langur
Sennilega standard týpan sem venjulegir ríkir Rússar kaupa - sjá myndband!
Ef marka má fréttir, er Senat bifreiðin þróuð af "NAMI" sem er rannsóknarsetur rússneskra stjórnvalda - fyrir þróun bifreiða. Og Aurus virðist -- alfarið nýtt lúxusbifreiðamerki.
- Það þíðir væntanlega, að bifreiðin hefur ekki nokkurn fyrir-rennara, þ.e. allt er nýtt, sbr. vél - kram - innrétting - undirvagn, o.s.frv.
- Miðað við hvað kostar að þróa nýjar bifreiðar á Vesturlöndum frá grunni - þá meina ég, allt nýtt -- er líklegur þróunarkostnaður yfir milljarði dollara, jafnvel - nokkrir.
--Óþekkt er hve margir verða seldir per ár, en ólíklegt virðist að þeir verði seldir í einhverju verulegu magni. - Á mannamáli eins og ég skil hagfræði - þíðir það, að kostnaður nýja bílsins hans Pútíns hlýtur að vera margfaldur líklega samanborið við -- sennilega þá bifreið sem t.d. Donald Trump notast við.
--En forsetabifreiðar Bandaríkjaforseta hafa alltaf verið á grunni einhverrar bifreiðar þegar í framleiðslu - þó mjög mikið breyttri frá upphaflegri gerð.
--En samt, við það að nota mjög tjúnnaða standard vél - standard strúktúr sem þó er lengdur og sérstyrktur, þó bætt sé við margvíslegum sér búnaði; þá ætti að sparast heilmikill peningur.
--Samanborið við það, að bifreið sé ekki á grunni bifreiðar sem áður hefur verið til, en ef allt kramið er nýtt - allt sem fer í bifreiðina er það einnig; þá er væntanlega um að ræða mjög verulegan þróunarkostnað -- sem leggst þá allur á þau örfáu eintök er verða smíðuð fyrir rússnesku plútókratana. - Skv. upplýsingum WikiPedia, er bifreiðin hans Pútíns -- 6,5 tonn, og með um 600 hestafla vél, þróun hennar var hafin 2013 -- ekki fylgir hve mörgum milljörðum var varið í það.
- Venjulegi Senatinn - kvá verða settur í almenna framleiðslu fyrir litlar 160.000$ og verður boðinn til sölu í Asíu og Mið-Austurlöndum.
--Síðar verði boðið upp á fleiri bifreiðar á sama grunni, t.d. stóran lúxus jeppling.
Kannski smá von að eitthvað náist inn til baka fyrir þróunarkostnaðinum!
Það verður að koma í ljós, hvernig það gengur að selja ofurlúxus bifreið frá Rússlandi.
Það sem ég er að segja, að á sama tíma og Pútín er að segja við gamla fólkið -- ríkið þarf að spara, hefur það verið að verja virkilegum haug af peningum í þetta - gæluverkefni.
Og ég gæti trúað því að þær fréttir hafi hleypt einhverjum gömlum kappi í kinn.
Mótmæli í Rússlandi
Mynd af mótmælum á Spáni fyrir nokkrum árum
Það er ekkert sérstaklega óalgengt að fyrirhugaðar skerðingar í tengslum við ellilífeyri leiði til fjöldamótmæla - slík mótmæli hafa undanfarin ár farið fram í nokkrum fjölda landa; enda Rússland langt í frá eina landið - sem býr við hækkandi meðalaldur íbúa.
Niðurstaða
Þó nýi lúxusbíllinn sé flottur - þá stórfellt efa ég að hugmyndin um lúxusbifreiðaframleiðslu sé til komin í öðrum tilgangi, en þeim að gera tilraun til þess - að hala inn peningum á móti þeim mikla pening sem farið hefur í að þróa bifreið fyrir Pútín alveg frá grunni alfarið innlennt smíðaða skv. bestu stöðlum.
--Rússneskir bílar hafa sannarlega verið seldir út fyrir landsteina sérstaklega árum áður.
--En í gamla daga voru þetta ódýrir bílar fyrir pöpulinn, eiginlega keyptir vegna þess að þeir voru ódýrir - gjarnan ódýrari en aðrir fáanlegir.
--Að sama skapi voru þeir ekki að háum gæðastandard.
Fyrir bragðið grunar mig að það geti verið nokkuð á brattann að sækja jafnvel þó í þessu tilviki séu framleiðslugæði ef til vill - fyrsta flokks, að ná fram þeim sölum sem stefnt er að. Þar sem að fyrir lúxur kaupendur, skiptir ímynd ef eitthvað er - meira máli, en fyrir venjulegt fólk. Eftir áralanga fjarveru almennt séð frá mörkuðum, séu Rússneskir bílar líklega besta falli lítt til ekki þekktir - gamla ímyndin mundi frekar skemma fyrir.
Það gæti þurft að verja miklu fé til kynningar. Síðan er þetta tegund sem enginn hefur frétt af, þó Pútín sé á einu eintaki!
--Mig grunar að þessu fé öllu hefði verið betur varið til innanlandsmála í Rússlandi.
--Ekki gleyma því, að Pútín er að biðja gamla fólkið að sætta sig við hertar sultarólar.
--Því ríkið þurfi að spara fé -- -- en greinilega þarf ekki að spara fé fyrir gæluverkefni ríka fólksins með sambönd innan stjórnkerfisins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.8.2018 | 23:10
Samningaviðræður Kanada og Bandaríkjanna virðast farnar út um þúfur
Samninganefnd Kanada virðist farin heim eftir að fundi var slitið á föstudagskvöld. Vandinn við viðræðurnar núna - virðist að ríkisstjórn Bandaríkjanna, virðist ætlast til þess að Kanada samþykki -- það sem ríkisstjórn Bandaríkjanna leggur til.
Haft eftir Donald Trump - hjá Bloomberg "off the record" þegar Bloomberg tók viðtal við Trump, að skv. mati Trumps hefði Kanada ekkert val en að samþykkja þ.s. Bandaríkin leggja til.
--Trump virtist staðfesta að rétt væri eftir honum haft, þegar hann sagði.
Donald Trump: "I said in the end its OK because at least Canada knows how I feel,"
Politico fjallar um málið: Trump confirms leaked comments.
Tónninn í viðræðum ef marka má fréttir - virðist einmitt í samræmi við þetta!
Að ríkisstjórn Bandaríkjanna - setur fram skilyrði, ætlist til að Kanada samþykki.
- Ríkisstjórn Trumps greinilega telur - eftir að Mexíkó gerði tvíhliða samkomulag, að Kanada hafi ekkert val!
Skv. því verður ríkisstjórn Bandaríkjanna væntanlega - poll róleg þótt Kanadamenn hafi farið heim á föstudagskvöld.
--En aftur verður rætt saman í næstu viku.
Menn hafa greinilega ákveðið að - að Kanadamenn muni sætta sig við framsett skilyrði.
--Þó það taki eitthvað lengri tíma!
Christia Freeland fyrir hönd Kanada!
Nafta talks break up with no deal in sight
U.S. to move ahead with Mexico trade pact, keep talking to Canada
Canada's Freeland says 'win-win-win' trade deal with U.S. within reach
U.S. trade pact with Mexico will be 'fast-track' compliant: official
Freeland lét hafa eftir sér að - jákvæður samningur væri enn mögulegur.
En hún sagði einnig - að slíkur krefðist sveigjanleika á báða bóga.
Áður hafa stjórnvöld Kanada sagt, enginn samningur væri betri en slæmur -- en nú sennilega virkilega reynir á það nk. daga, hvort þau virkilega meina það!
Vandinn fyrir hana er að ríkisstjórn Bandaríkjanna greinilega telur sig þegar hafa allt í hendi, og virðist því ekki áhugasöm um nokkurn hinn minnsta sveigjanleika!
Það sem hún leggur til - virðast raunverulega vera skilyrði í hennar huga!
Nú einfaldlega þekki ég ekki nægilega vel efnahag Kanada til þess að meta það hvort efnahagslega séð - geti Kanada komist hjá því að sættast á kröfur Bandaríkjastjórnar.
T.d. krefst Bandaríkjastjórn þess - að óháð úrskurðarkerfi sem hefur verið hluti af NAFTA.
Verði fellt niður - en t.d. á sl. ári tapaði Bandaríkjastjórn mikilvægu prófmáli.
Er tollur sem Lighthizer hafði lagt á kanadísk smíðaða flugvél - var talinn brot á samningnum.
- Vandinn er sá - að ef samningur verður án slíks kerfis.
- Er líklegt að Bandaríkjastjórn - túlki öll hugsanleg vafamál sem upp koma, sér í hag --> Eða nána tiltekið, í samræmi við þrýsting bandarískra aðila á sín stjórnvöld, ef kanadískt fyrirtæki og bandarískt fyrirtæki eru að keppa.
En hvernig Lighthizer hegðaði sér þegar Boeing kvartaði yfir nýrri flugvél frá Bombardier - og Lighthizer tók fullkomlega einhliða málflutning Boeing sem sannleik.
--Bendi sterklega til þess, Bandaríkjastjórn muni þá alltaf taka algerlega einhliða hlut bandarískra fyrirtækja líklega fullkomlega óháð um hvað málið snýst.
Þetta er auðvitað ástæða þess að sett eru upp slík - úrskurðakerfi.
Svo löndin taki ekki einhliða ákvarðanir - sem hygla innlendu fyrirtæki, sem t.d. greiddi í kosningasjóð einhvers mikilvægs.
Niðurstaða
Ríkisstjórn Bandaríkjanna lítur greinilega svo á Kanada sé upp við vegg, hafi ekki nema tvo valkosti - að sættast við framsett skilyrði Bandaríkjastjórnar, eða labba frá samningum. Ef marka má orð Donalds Trumps sjálfs -- viðtal Bloomberg - þá virðist hann algerlega sannfærður að Kanadamenn "semji" m.ö.o. leggi niður skottið -- spurning einungis um daga til eða frá.
Skv. því stendur kanadastjórn fyrir því vali - hvort hún getur sagt "nei" yfir höfuð.
En þetta er líka spurning um sjálfstæði - ef útkoman er, ekki er hægt að segja "nei" er það eiginlega svarið - að Kanada sé ekki raunverulega sjálfstætt ríki.
--M.ö.o. að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti skipað fyrir, og Kanada segi "já meistari."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.9.2018 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2018 | 22:26
Trump hótar uppsögn aðildar að Heimsviðskiptastofnuninni - segir tilboð ESB til lúkningar tollastríði ófullnægjandi
Sá þessar tvær fréttir á vef Bloomberg - en þær byggjast á viðtali sem Bloomberg tók við Donald Trump -- eins og virðist venja Trumps, slær hann fram fullyrðingum án þess að útskýra.
Trump Threatens to Pull U.S. Out of WTO If It Doesnt Shape Up
Trump Says EU Offer for No Auto Tariffs Is Not Good Enough
Þegar Trump talar um Heimsviðskiptastofnunina, segir hann hana hræðilega fyrir Bandaríkin.
Hinn bóginn hef ég aldrei séð miklar útskýringar á því - akkúrat hvað er hræðilegt.
Eins og Bloomberg útskýrir: Will Trump Finally Turn His Trade Guns on the WTO?.
Meðan Bandaríkin eru meðlimir eru þau skuldbundin að fylgja úrskurðum - úrskurðarkerfis á vegum stofnunarinnar.
--Bandaríkin hafa sjálf oft beitt því fyrir sinn vagn.
--Hinn bóginn, hafa þau ekki alltaf fengið úrskurði sér í hag.
Lighthizer t.d. virðist hafa ásakað stofnunina fyrir að - skerða fullveldi Bandaríkjanna.
Mig grunar að - þar um skýni verulegur hluti andúðar þeirra róttæku þjóðernissinna sem nú ráða ríkjum í ríkisstjórn Bandaríkjanna!
--M.ö.o. almenn andúð við skulbindandi samninga.
Donald Trump -- "If they dont shape up, I would withdraw from the WTO,..."
Ég er ekki klár á því - með hvaða hætti "WTO" ætti að "shape up."
En stofnun sem er heims stofnun - getur náttúrlega ekki haft þá reglu t.d. - að Bandaríkin ein hafi rétt fyrir sér.
--Það voru Bandaríkin sjálf, er á sínum tíma vildu kerfi - með almennum reglum - skuldbindandi fyrir alla jafnt!
--Vegna þess, að einungis þannig verði komið á - viðskipta-umhverfi, sem unnt er að treysta.
Donald Trump um samninga við ESB - til að binda endi á tollastríð!
- Donald Trump - "Its not good enough," -- "Their consumer habits are to buy their cars, not to buy our cars." -- "The European Union is almost as bad as China, just smaller,"
- "Trumps comments come just hours after Trade Commissioner Cecilia Malmstrom told European Parliament lawmakers that the EU would be -- "willing to bring down even our car tariffs to zero, all tariffs to zero, if the U.S. does the same."
Ég verð að segja það -- mér finnst þetta svar Trumps, sprenghlægilegt!
Ég get ekki skilið þetta öðru-vísi, en --> þetta gengur ekki, því Evrópumenn vilja ekki kaupa okkar bíla!
--Það sem Trump áttar sig ekki á, er að vandinn er sá að bandarísk fyrirtæki eiga í vandræðum með að framleiða vöru, sem kaupendur í Evrópu eru áhugasamir um að kaupa!
--Fyrir utan hátæknifyrirtækið, Apple.
- Það er ca. ár síðan að General-Motors seldi starfsemi sína í Evrópu til PSA samsteypunnar er framleiðir Citroen og Peugeot.
--Vegna þess að það var stöðugur taprekstur. - Hinn bóginn, á rúmlega áratug - hefur S-Kórea komið mjög sterkt inn á markaðinn í Evrópu, og í dag er markaðsstaða Kia og Hyunday mjög sterk orðin.
Og hver er lykillinn að því?
--Að framleiða eftirsóknarverða vöru!
--Apple hefur tekist þetta!
En stóru bandarísku bifreiðaframleiðendurnir eru hættir í Evrópu - nema Ford Motorcorporation.
- Kaupendur út um heim - kaupa Apple síma eins og heitar lummur.
En menn eru ekki með sambærilegum hætti, að slást um að kaupa bandarísk framleidda bíla!
--Nema ef þeir heita, Tezla.
En miðað við svör Trumps í viðtalinu - getur verið að stutt sé í að Trump bindi enda á samningaumleitanir við ESB. Og geri alvöru úr hótuðum 25% tolli á innflutta bíla frá Evrópu + innflutta íhluti.
--ESB hefur látið bandarísk stjórnvöld vita - að búið sé að undirbúa móttolla, ef Trump mundi láta verða af sínum tolli.
Niðurstaða
Miðað við hvernig Trump virðist láta í viðtalinu sem Bloomberg vitnar til, þá hljómar sem að helsti glæpur Evrópumanna - sé sá að finnast bandarískar vörur ekki lengur nægilega áhugaverðar. Það sé sem sagt - "unfair" ef bandarískar vörur séu ekki keyptar - þó þær vekji ekki áhuga kaupenda á því markaðssvæði, séu ekki lagaðar að smekk þess kaupendahóps.
--Verð að segja, mér finnst þetta rosalega þröngsýn Ameríku-miðuð hugsun, ill skiljanleg.
En ef viðtalið eru tjáskipti Trumps um yfirvofandi endalok samninga við ESB um tilraunir til að ljúka tollastríði, og yfirvofandi uppsögn Bandaríkjanna á aðild að Heimsviðskiptastofnuninni; væru það töluvert stór tíðindi.
Ef Trump hættir í Heimsviðskiptastofninni - þá væri það dálítið svipað og HARD BREXIT væri fyrir Bretland vs. ESB; nema Bandaríkin væru þá að aftur - slá upp hátollaumhverfi gagnvart allri heimsbyggðinni -- nema einhverjum þeim löndum sem Trump hugsanlega næði fram tvíhliða samningum.
--Mig grunar að afleiðing slíkrar ákvörðunar væri viðsnúningur yfir í efnahagskreppu í Bandar.
--En aðrar þjóðir settu þá sömu háu tollana á móti á allt bandarískt framleitt.
Ef Trump startar aftur viðskiptastríði við ESB - en það hefur verið í pásu um hríð, þá er hann í viðskiptastríði samtímis við tvo stærstu viðskipta-aðila Bandaríkjanna, þ.e. ESB og Kína.
--Það burtséð frá Heimsviðskiptastofnuninni, er klárlega verulega efnahagslega skaðlegt fyrir Bandaríkin sjálf -- ef slík tvö stór tollastríð væru keyrð samtímis langa leið.
Sannarlega býr Trump enn við efnahaglegt góðæri, er hann fékk í arf.
Hinn bóginn, má hann ekki vanmeta það að efnahagsskaði á efnahagsskaða ofan - ef hann veldur mjög miklum slíkum með eigin tollastefnu, er ekkert ómögulegt við það að búa til kreppu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 871101
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar