Trump hótar uppsögn aðildar að Heimsviðskiptastofnuninni - segir tilboð ESB til lúkningar tollastríði ófullnægjandi

Sá þessar tvær fréttir á vef Bloomberg - en þær byggjast á viðtali sem Bloomberg tók við Donald Trump -- eins og virðist venja Trumps, slær hann fram fullyrðingum án þess að útskýra.

Trump Threatens to Pull U.S. Out of WTO If It Doesn’t ‘Shape Up’

Trump Says EU Offer for No Auto Tariffs Is ‘Not Good Enough’

Þegar Trump talar um Heimsviðskiptastofnunina, segir hann hana hræðilega fyrir Bandaríkin.
Hinn bóginn hef ég aldrei séð miklar útskýringar á því - akkúrat hvað er hræðilegt.

Eins og Bloomberg útskýrir: Will Trump Finally Turn His Trade Guns on the WTO?.

Meðan Bandaríkin eru meðlimir eru þau skuldbundin að fylgja úrskurðum - úrskurðarkerfis á vegum stofnunarinnar.
--Bandaríkin hafa sjálf oft beitt því fyrir sinn vagn.
--Hinn bóginn, hafa þau ekki alltaf fengið úrskurði sér í hag.

Lighthizer t.d. virðist hafa ásakað stofnunina fyrir að - skerða fullveldi Bandaríkjanna.
Mig grunar að - þar um skýni verulegur hluti andúðar þeirra róttæku þjóðernissinna sem nú ráða ríkjum í ríkisstjórn Bandaríkjanna!
--M.ö.o. almenn andúð við skulbindandi samninga.

Donald Trump -- "If they don’t shape up, I would withdraw from the WTO,..."

Ég er ekki klár á því - með hvaða hætti "WTO" ætti að "shape up."
En stofnun sem er heims stofnun - getur náttúrlega ekki haft þá reglu t.d. - að Bandaríkin ein hafi rétt fyrir sér.
--Það voru Bandaríkin sjálf, er á sínum tíma vildu kerfi - með almennum reglum - skuldbindandi fyrir alla jafnt!
--Vegna þess, að einungis þannig verði komið á - viðskipta-umhverfi, sem unnt er að treysta.

 

Donald Trump um samninga við ESB - til að binda endi á tollastríð!

  1. Donald Trump - "It’s not good enough," -- "Their consumer habits are to buy their cars, not to buy our cars." -- "The European Union is almost as bad as China, just smaller,"
  2. "Trump’s comments come just hours after Trade Commissioner Cecilia Malmstrom told European Parliament lawmakers that the EU would be -- "willing to bring down even our car tariffs to zero, all tariffs to zero, if the U.S. does the same."

Ég verð að segja það -- mér finnst þetta svar Trumps, sprenghlægilegt!

Ég get ekki skilið þetta öðru-vísi, en --> þetta gengur ekki, því Evrópumenn vilja ekki kaupa okkar bíla!

--Það sem Trump áttar sig ekki á, er að vandinn er sá að bandarísk fyrirtæki eiga í vandræðum með að framleiða vöru, sem kaupendur í Evrópu eru áhugasamir um að kaupa!
--Fyrir utan hátæknifyrirtækið, Apple.

  1. Það er ca. ár síðan að General-Motors seldi starfsemi sína í Evrópu til PSA samsteypunnar er framleiðir Citroen og Peugeot.
    --Vegna þess að það var stöðugur taprekstur.
  2. Hinn bóginn, á rúmlega áratug - hefur S-Kórea komið mjög sterkt inn á markaðinn í Evrópu, og í dag er markaðsstaða Kia og Hyunday mjög sterk orðin.

Og hver er lykillinn að því?
--Að framleiða eftirsóknarverða vöru!
--Apple hefur tekist þetta!

En stóru bandarísku bifreiðaframleiðendurnir eru hættir í Evrópu - nema Ford Motorcorporation.

  • Kaupendur út um heim - kaupa Apple síma eins og heitar lummur.

En menn eru ekki með sambærilegum hætti, að slást um að kaupa bandarísk framleidda bíla!
--Nema ef þeir heita, Tezla.

En miðað við svör Trumps í viðtalinu - getur verið að stutt sé í að Trump bindi enda á samningaumleitanir við ESB. Og geri alvöru úr hótuðum 25% tolli á innflutta bíla frá Evrópu + innflutta íhluti.
--ESB hefur látið bandarísk stjórnvöld vita - að búið sé að undirbúa móttolla, ef Trump mundi láta verða af sínum tolli.

 

Niðurstaða

Miðað við hvernig Trump virðist láta í viðtalinu sem Bloomberg vitnar til, þá hljómar sem að helsti glæpur Evrópumanna - sé sá að finnast bandarískar vörur ekki lengur nægilega áhugaverðar. Það sé sem sagt - "unfair" ef bandarískar vörur séu ekki keyptar - þó þær vekji ekki áhuga kaupenda á því markaðssvæði, séu ekki lagaðar að smekk þess kaupendahóps.
--Verð að segja, mér finnst þetta rosalega þröngsýn Ameríku-miðuð hugsun, ill skiljanleg.

En ef viðtalið eru tjáskipti Trumps um yfirvofandi endalok samninga við ESB um tilraunir til að ljúka tollastríði, og yfirvofandi uppsögn Bandaríkjanna á aðild að Heimsviðskiptastofnuninni; væru það töluvert stór tíðindi.

Ef Trump hættir í Heimsviðskiptastofninni - þá væri það dálítið svipað og HARD BREXIT væri fyrir Bretland vs. ESB; nema Bandaríkin væru þá að aftur - slá upp hátollaumhverfi gagnvart allri heimsbyggðinni -- nema einhverjum þeim löndum sem Trump hugsanlega næði fram tvíhliða samningum.
--Mig grunar að afleiðing slíkrar ákvörðunar væri viðsnúningur yfir í efnahagskreppu í Bandar.
--En aðrar þjóðir settu þá sömu háu tollana á móti á allt bandarískt framleitt.

Ef Trump startar aftur viðskiptastríði við ESB - en það hefur verið í pásu um hríð, þá er hann í viðskiptastríði samtímis við tvo stærstu viðskipta-aðila Bandaríkjanna, þ.e. ESB og Kína.
--Það burtséð frá Heimsviðskiptastofnuninni, er klárlega verulega efnahagslega skaðlegt fyrir Bandaríkin sjálf -- ef slík tvö stór tollastríð væru keyrð samtímis langa leið.

Sannarlega býr Trump enn við efnahaglegt góðæri, er hann fékk í arf.
Hinn bóginn, má hann ekki vanmeta það að efnahagsskaði á efnahagsskaða ofan - ef hann veldur mjög miklum slíkum með eigin tollastefnu, er ekkert ómögulegt við það að búa til kreppu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

"Sannarlega býr Trump enn við efnahaglegt góðæri, er hann fékk í arf." ???

Haukur Árnason, 30.8.2018 kl. 23:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Haukur Árnason, af hverju spurningamerki - þ.e. ágætlega þekkt, hver sem er á að geta gert netleit því til staðfestingar; að Bandaríkin í dag eru á sínu 8. ári í röð með hagvöxt ofan við núll. Engin leið að DT búi til hagvaxtarskeið sem var búið að standa 6 ár er hann sver embættiseið sem forseti. Þetta ætti ekki vera flókið.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.8.2018 kl. 02:36

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nei, góðærið sem kaninn býr við núna er trump alla leið.  Hann er búinn að breyta það miklu.  Hlutir hafa áhrif fljótlega, það að halda að hann coasti bara á verkum Obama eru ofskynjanir.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.9.2018 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 846656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband