Trump svarar kvörtun Apple.inc um tolla, segir Apple að færa verksmiðjur heim til Bandaríkjanna!

Eins og Trump er venja svaraði hann þessu beint á netinu:

Á erlendum fjölmiðlum var þetta auðvitað rætt, og lesendur ræddu einnig fréttirnar neðanmáls.
Sú umræða var að mínu viti sérdeilis áhugaverð á vef Financial Times, en þar virðast gjarnan einstaklingar setja inn athugasemdir sem vita um málefnið, þó þar rati einnig inn fjöldi athugasemda þeirra sem mun minna vit hafa á málum.

Trump tells Apple to build in US to avoid Chinese tariffs

 

Augljósa svarið til Trumps - Apple mun líklega ekki færa verksmiðjur sínar til Bandaríkjanna, burtséð frá hvaða toll Trump mundi setja á Kína!

Málið er auðvitað að það eru fluttir inn símar til Bandaríkjanna frá fleiri löndum en Kína t.d. Samsung frá Suður-Kóreu. Það eru til japanskir símar - sem eru minna þekktir í dag.
Fyrir utan er Huawei símar kínversks fyrirtækis orðnir útbreiddir víða um heim í dag - Huawei fyrirtækið gæti alveg sett upp samsetningarverksmiðju t.d. í Tælandi eða Víetnam.

Sennilegast mundi Apple - láta verksmiðjur sínar í Kína áfram þjóna öðrum mörkuðum sbr. Asíu, Evrópu, S-Ameríku, o.s.frv.

En setja upp samsetningarverksmiðju t.d. í Suður-Kóreu eða Japan með róbótum, en það væri ekki það langt úrleiðis miðað við að íhlutir eru líklega framleiddir á Asíusvæðinu, þeir sem ekki eru framleiddir í Kína -- sú samsetningarverksmiðja væri þá utan tolls Trumps og væntanlega setti saman síma fyrir Bandaríkjamarkað sérstaklega.

  1. Þannig að ef Trump er raunverulega alvara um að þvinga Apple heim með sína símaframleiðslu.
  2. Mundi Trump þurfa að: A)Tolla öll lönd þar sem samsetningarverksmiðjur á símum er að finna utan Bandaríkjanna. B)Tolla auk þess öll lönd þar sem íhlutir notaðir í síma eru framleiddir.
  • Það væri eina leiðin til þess að gera það mögulegt fyrir Apple - að færa verksmiðjur sínar heim.

Ef maður ímyndar sér þetta allt gert, þ.e. hvað mundi fela í sér stórfellda útvíkkun Trumps á álögðum tollum - eiginlega að Trump væri að tolla öll iðnríki í heiminum.
--Annars gæti einhver fært verksmiðju í annað land utan Bandaríkjanna er væri utan tolls.

Það þarf auðvitað að taka tillit til mjög verulegs kostnað við að færa verksmiðjurnar heim.

  1. En við erum ekki bara að tala um samsetningarverksmiðjuna er setur alla íhlutina saman og skilar lokuðum síma frá sér með öllu inniföldu kominn í neytendapakkningu.
  2. Heldur heilt net sérhæfðra íhlutaverksmiðja - sem framleiða t.d. móðurborðið þ.e. spjaldið með örrásum sem íhlutirnir tengjast við, stærsta einstaka stykkið er auðvitað skjárinn, síðan tölvan sjálf, rafhlaðan, minniskubbar, o.s.frv.
    --Allt framleitt af þar til, sérhæfðum verksmiðjum er sérhæfa sig í framleiðslu tiltekins hlutar - sem síðan getur verið notaður af margvíslegum tegundum síma, eða að sama verksmiðja framleiðir fyrir margvíslega aðra símaframleiðendur að einhverju leiti sérsniðinn íhlut - ef þess er krafist.
  3. Mér skilst að dýrasti parturinn sé - fyrirtækjanetið sem þarf að vera til staðar.
    --Því má ekki gleyma, að það krefst mjög sérhæfðs starfsliðs.
    --Mér skilst að fólk með þá þekkingu er til þarf, sé einfaldlega ekki til í Bandaríkjunum í dag.
    --Eins og gengur, skilar fólk með reynslu betra verki - en nýþjálfaðir.
  • Ég ætla ekki að gera tilraun til að gíska á það hver raunverulegur kostnaður væri.
  • Nema benda á að - augljóslega tekur þetta ferli mörg ár!
  • Og á meðan væri væntanlega - innflutningur gegnt hátum tollum í gangi.
  • Hinn bóginn, yrðu fyrirtækin væntanlega að velta þessum mikla kostnaði hvort sem er yfir á bandaríska neytendur.
  • Sem þíddi að útkoman yrði alltaf - sama hvernig ég velti þessu upp - miklu dýrari Apple símar fyrir Bandaríkjamenn.

Ég held að þetta mundi virka svipað burtséð frá því hvaða hátækni-iðnað Trump mundi gera tilraun til að þinga heim til Bandaríkjanna!
Að fyrirtækin mundu færa sig í þriðja land - er væri utan tolls, nema Trump tolli öll iðnríki.
--En síðan ef hann gerir það, endar þetta alltaf á því að skila miklu mun dýrari vöru en áður til bandarískra neytenda.

Sem leiðir mig til þeirrar lokaályktunar -- að væntanlega dugar 25% tollur ekki til að skila því að framleiðendurnir í Kína, hugsi sig til hreyfings. Þar sem að færslur heim mundu hvort sem er leiða til mikilla kostnaðarhækkana á markaði innan Bandaríkjanna!
--Að mér virðist rökrétt að mun hærra tollhlutfall mundi þurfa til að þvinga slíkt fram.

Og að þá mundi Trump þurfa að tolla ca. að sama hætti - öll önnur iðnvædd lönd.
Til að forða því að framleiðendur einfaldlega færi sig ekki í annað land - utan Bandaríkjanna.

 

Niðurstaða

Enn sem fyrr virðist mér hugsunin að baki tollastríðum hjá Trump - eins og hún kemur fram í hans athugasemd, sem og hjá stuðningsmönnum hans; alltof mikil yfireinföldun. En lógískt séð ef maður leiðir þeirra hugsun áfram, þá virkar ekki það sem ætlast er til - virðist mér nema að Bandaríkin tolli hvert einasta land í heiminum sem tæknilega getur framleitt þá hluti sem fara í síma eða sett þá saman.
--Sem þíddi auðvitað að Trump væri að endutaka "Smoot–Hawley."

Þau tollalög voru ákaflega gagnrýnd eftir Seinna-stríð, kennd stórum hluta um það hversu djúp kreppan varð í Bandaríkjunum fyrir stríð. En þeir félagarnir mega þó eiga það eitt, að gripið var hreint til verks - tollar settir á allt með einni aðgerð.
--Í stað þess að vera teyja lopann.

En mér virðist að í innra röksamhengi tollahugsunar Trumps og stuðningsmanna hans, gangi sú hugsun ekki upp í sínu innra samhengi, nema allar innfluttar hátæknivörur burtséð frá hvaðan - væru tollaðar og það hátt.

Auðvitað þíddi það á móti önnur lönd tolluðu sambærilega á Bandaríkin, þannig að ef maður ímyndar sér einhverjar nýjar verksmiðjur heima fyrir að framleiða fyrir heima-markað, mundu aðrar fara út fyrir landsteina á móti sem í dag - framleiða fyrir markað erlendis.

Auðvitað með hátæknivörurnar framleiddar heima fyrir yrðu þær mun dýrari en áður.
Þannig að færri til muna Bandaríkjamenn hefðu efni á þeim - m.ö.o. minnkuð eftirspurn.
Samtímis yrðu færri störf við útflutning - minni eftirspurn heima fyrir skilaði væntanlega fækkun starfa við verslun og þjónustu samtímis.
--Eins og ég hef áður bent á, er vel hægt að búa til kreppu í Bandaríkjunum með slíkri stefnu -- greining hagfræðinga eftir Seinna-stríð var einmitt sú að Smoot-Hawley tollalögin hefðu aukið stórfellt atvinnuleysi í Bandaríkjunum árin í kjölfarið og dýpkað til muna kreppuna þar sem hófst nokkru fyrr vegna hrunsins fræga á Wall-street 1929.

Árétta þann punkt að ég efa að sama stefna eða svipuð í endurtekningu skili mjög ólíkri útkomu - sannarlega er hagkerfið ekki í kreppu, en slík stefna hefði samt stórfelld samdráttaráhrif -- vegna þess að ekki er kreppa í dag fyrir, yrði kreppan er af hlytist í Bandaríkjunum væntanlega ekki nærri eins djúp og kreppan þar á 4. áratug 20. aldar.

Ég á ekki von á að önnur lönd hefji tollastríð sína á milli.
Það yrðu m.ö.o. einungis Bandaríkin ein og sér er mundu prófa háa tolla fyrir sig.
Meðan önnur lönd líklega yfir sama tímabil héldu sig við núverandi lágtollastefnu.
--Þá fengist raunprófun á því, hvort það er raunverulega satt, að lágtollastefnan eingöngu sé góð fyrir risafyrirtæki, ofurauðuga og raunverulega tilræði við almenning; eða ekki.

Ég held svarið sé augljóslega að ef Bandaríkin tolluðu á alla, meðan aðrir tolluðu ekki sín á milli -- væru Bandaríkin eina stóra hagkerfið er hæfi kreppu. Þannig að líklega mundi tilraunin taka enda þegar næsti forseti mundi taka við í Bandaríkjunum, en mig grunar að veruleg aukning í atvinnuleysi - ásamt umtalsverðri lækkun lífskjara, mundi skapa nægilega víðtæka óánægju til að slíkri tollastefnu væri ekki haldið uppi lengi.
--Megin spurningin einungis hvort það væri jan. 2021 eða jan. 2025.

Sannast sagna smá vona ég að Trump gangi þetta langt, því ég er alveg öruggur að það mundi duga til að ófrægja slíka stefnu innan Bandaríkjanna - til þess að hugsanlega mundu líða önnur 90 ár þangað til að næst yrði aftur bryddað upp á henni.

Ps: Sá ábendingu á svar yfirmanns Apple.inc varðandi hvað skipti mestu máli í dag sambandi það að starfa innan Kína; svar hans - sé sú mikla sérhæfða þekking sem byggst hafi upp á sl. 30 árum meðal þess fólks sem starfar fyrir hátæknifyrirtæki innan Kína -- það sérhæfða fólk sé ekki á "lágum launum" en erfitt að finna það annars staðar, og ekki í dag til innan Bandaríkjanna:
Apple CEO Tim Cook: This Is the Number 1 Reason We Make iPhones in China (It's Not What You Think).

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þú nefnir þarna áhugavert atriði, að þegar tækni fyrirtækið, kemur til einhvers lands, þá menntar fólkið sig til að geta fengið hálaunaða vinnu þar. Einnig reynir fyrirtækið, að mennta starfsfólkið.

Jónas Gunnlaugsson, 10.9.2018 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 808
  • Frá upphafi: 846636

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 744
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband