Tyrkland vs. Bandaríkin: stundar Tyrkland gíslatökustefnu? Er fall tyrknesku lírunnar sönnun um efnahagsstríð gegn Tyrklandi? Er Trump með ósanngjörnum hætti að vega að bandamanni?

Það vaknar fjöldi stórra áhugaverðra spurninga í tengslum við það sem vart verður kallað annað en - hrun samskipta Tyrklands og Bandaríkjanna sl. daga, eftir að Donald Trump tók þá ákvörðun fyrir helgi að 2-falda ál og stál tolla sem gilda fyrir allan heiminn og eru þá 20% fyrir stál og 10% fyrir ál, í 40% og 20% í tilviki Tyrklands.

Viðbrögð markaða voru harkaleg, stórfellt fall tyrknesku lírunnar er heilt yfir hefur fallið 40% á þessu ári - en fallið fyrir helgi um 16% eða þar um bil; þannig að líran hefur verið að falla greinilega áður en núverandi ástand skall yfir.

  1. En vikurnar og mánuðina á undan, voru markaðir farnir að óttast um stöðu efnahagsmála í Tyrklandi - en landið hefur verulegan viðskiptahalla og hefur haft hann í mörg ár reyndar.
  2. En vandi Tyrklands er ólíkt þegar Bandar. eða Bretland eða Japan hefur viðskiptahalla - hve mikið af honum virðist vera fjármagnaður með, gjaldeyri - meðan Bandar., Bretland og Japan geta selt ríkisbréf í eigin gjaldmiðlum.
    --En það auðvitað skapar allt annan áhættustuðul að safna gjaldeyrisskuldum.
    --En uppsöfnun gjaldeyrisskulda fyrir þjóðarbú, er einmitt sögulega séð klassískur undanfari efnahagskrísa og sérstaklega - gjaldmiðilskrísa.
  3. Síðan viðskipta-aðgerðir Trumps, til að þrísta á um að Tyrkland afhendi Bandaríkjunum bandaríska þegna í varðhaldi þar - sakaðir um m.a. um meint tengls við svokallað "gulemista plott."

Á laugardag var Erdogan að venju harður í ummælum, talaði þá um "economic war" en hann þverneitar og hefur síðan líran fór að falla fyrr á árinu - þverneitað því að nokkur ástæða sé til þess að efast um efnahagsstöðu Tyrklands.
--Sakar markaði um skilningsleysi eða jafnvel um samsæri gegn Tyrklandi.
--Sannast sagna hef ég heyrt sambærilegar áskanir áður, rétt að ryfja upp að rétt fyrir hrunið á Íslandi - heyrðust ummæli frá íslenskum ráðherrum, eins og að menn ættu að sækja endurmenntun - þegar erlendir aðilar fóru að benda á hættumerki í ísl. atvinnulífi - mánuðina fyrir hrun.

Það er því miður algengt að ríkisstjórnir þverneiti að kannast við að allt sé ekki með felldu.
Að haldið sé fram að þegar útlendir aðilar byrja að hafa efasemdir - að þær séu ósanngjarnar - á misskilningi byggðar - eða jafnvel form árásar á landið!

  • Þekktasta dæmið í seinni tíð er auðvitað - Venezúela.
  • Hinn bóginn er Tyrkland langt í frá að vera - Venezúela.

--Ég held að samlíking við Ísland rétt fyrir kreppu - sé nærtækari.
--Að sjálfsögðu er mjög skaðlegt að þegar hriktir undir efnahagsstoðum Tyrklands, sé skollin á versta kreppa í samskiptum við Bandaríkin - síðan tyrkir réðust inn í Kýpur fyrir áratugum.

En ég sé ekki Donald Trump blikka - sérstaklega er hann veit Tyrkland í veikri stöðu.

https://legacy.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_physio-2006.jpg

Tyrkland viðist stunda hreinar gísatökur!

En í kjölfar valdaráns tilraunar - hóf Erdogan hreinsanir innan Tyrklands gegn svokölluðum Gulemistum - hátt á annað hundrað þúsund manns voru reknir, innan stofnana ríkisins allt frá skólum - embættismannakerfi yfir til hers og lögreglu -- og tugir þúsunda voru handteknir.
--Mjög margir þeirra hafa síðan beðið allt fram á daginn í dag eftir réttarhöldum.

Í tengslum við þær hreinsanir - var fjöldi útlendinga einnig handtekinn, fyrir meint gulemista tengsl -- gjarnan hafa önnur lönd dregið í efa sanngyrni málmeðferðar fyrir tyrkneskum dómstólum.
--Rétt að benda á að Þýskaland og Grikkland, veittu tyrkneskum hermönnum er flúðu Tyrkland, pólitísk hæli.
--Á Erdogan einnig í deilum við Þýskaland, og Grikkland eins og við Bandaríkin, um afhendingu þess fólks til að sæta réttarhöldum í Tyrklandi.

Tyrkland hefur á móti haldið fólki með ríkisborgararétt í þeim löndum í varðhaldi - ásakanir hafa verið háværar að Tyrkland - haldi þeim í varðhaldi til að þrýsta á um að þeir tyrkir sem stjórnvöld í Ankara heimta að fá afhenda, verði sendir til Tyrklands.

Ég bendi á að slíkar deilur eru ekki einungis milli ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Tyrklands.
Svo fólk haldi ekki að málið milli Bandaríkjanna og Tyrklands sé alveg einstakt.
--Hinn bóginn, hafa stjórnvöld í Evrópu ekki gengið eins hart fram!

Greek soldiers are ‘political prisoners’ of Turkey, says Weber

Tyrkland heldur grískum hermönnum í varðhaldi - grísk stjórnvöld hafa veitt tyrkneskum flóttahermönnum hæli í Grikklandi -- ásökun, Tyrkland sé að taka grikki til að þrýsta á um afhendingu - þeirra sem Grikkir veittu hæli.

Angela Merkel demands Turkey release German prisoners

Merkel hefur lengst af þagað opinberlega yfir þýskum ríkisborgurum í varðhaldi í Tyrklandi, en fyrir kosningar fyrr á sl. ári tók hún það mál upp í miðri kosningabaráttunni.

‘Hostages’ in ErdoÄŸan’s new Turkey

Ásakanir gegn Brunson sem fer fyrir róttækri kristinni kirkju - um Gulemista tengsl, en það er íslamistahreyfing - sannarlega hljómar ekki með því sennilegasta sem ég hef heyrt.

Þetta hefur einkennt ásakanir gegn útlendingum þegar Tyrkland - greinilega vill fá einhvern þaðan, að flestum utan Tyrkland - virðast ásakanir fjarstæðukenndar.
--En tvær tegundir ásakana virðast mest áberandi, þ.e. meint Gulemistatengsl.
--Eða meint samúð með Kúrdum -- einna helst blaðamenn virðast lenda upp á kannt við tyrknesk stjv. í því samhengi, virðist þá ekki meir þurfa til en hafa tekið viðtal við einstakling og umfjöllun ekki verið í samræmi við frásagnir tyrkneskra stjórnvalda af þeirra átökum við tyrkneska Kúrda -- nokkur fj. erlendra blaðamanna hefur lent þannig upp á kannt við stjv. Tyrklands - en oftast nær veriðs sleppt síðar, reknir frá Tyrklandi.

En í tilvikum ásakana um - meint Gulemista tengsl, virðist annað gilda - þeim sé ekki sleppt.
Sérstakt að Tyrkland virðist einna helst - finna ríkisborgara frá löndum sem hafa í fórum sínum einstaklinga sem tyrknesk stjv. vilja fá afhenda - seka um slík meint tengls.
--Þannig að ég get skilið grunsemdir þess efnis, að Tyrkland sé að taka gísla.

Orð Erdogans sjálfs hafa einnig ítt undir slíkan grun, sbr:

"“‘Give us the pastor back,’ they say. You have one pastor [Gülen] as well. Give him to us,” ErdoÄŸan said in a speech on September 28 at the presidential palace. “Then we will try [the American] and give him to you.”"
-- Erdogan átti við Brunson í skiptum fyrir Gulem, margir tóku orð Erdogans frá sl. ári sem staðfestingu grunsemda.

Trump Shouldn't Play Hostage Diplomacy With Turkey

Turkey's Dangerous Game of 'Hostage Diplomacy'

Rétt að benda á að í tilviki Grikklands - voru það grískir dómstólar er tóku ákvörðun um að veita hópi tyrkneskra hermanna hæli, gegn vilja ríkisstjórnar síns lands.

Ég þekki ekki eins vel hvernig það gerðist að öðrum hópi hermanna var vætt hæli í Þýskalandi, nema að ég veit eitt um það mál - að þeir höfðu starfað lengi fyrir NATO, og þekktu marga innan þýska hersins - einn þeirra hafi verið hershöfðingi innan höfuðstöðva NATO og notið trausts.
--Líkur máski að sú forsaga hafi legið að baki því að þeim var veitt hæli.

Deilur Tyrklands við Bandaríkin um klerkinn hann Gulem - hafa verið meir í alþjóðafjölmiðlum. Tyrkir fyrir utan prestinn hann Brunson - halda þrem fyrrum sendiráðsstarfsmönnum Bandaríkjanna, sem einnig eru sakaðir um meint - Gulemistatengsl.
--Það virðist alltaf fylgjast að, ásakanir um Gulemistatengsl - þegar Tyrkland sjálft vill fá einhverja meinta eða raunverulega Gulemista afhenda.

Mér virðist m.ö.o. Tyrkland raunverulega stunda gíslatökur.
Það er auðvitað afar undarleg hegðan bandalagsríkis að halda þegnum sinna bandalagsríkja í gíslingu - meðan veifað er ásökunum sem lítil eða engin sannleikstengsl virðast hafa.
--Ég skil því mæta vel pyrring Donalds Trumps.

  • Sá pyrringur virðist mér réttmætur - þannig séð virðast mér viðbrögð Trumps ekki of harkaleg.

Myndin sýnir stöðu gjaldeyrisforða seðlabanka Tyrklands og spá um þróun hans

Forecast Data Chart

Staða efnahagsmála innan Tyrklands erfið!

Langvarandi viðskiptahalli hefur oft verið undanfari kreppu í landi - bendi á að fyrir svokallaða evrukreppu, höfðu öll löndin innan evrunnar er síðan lentu í vanda - viðskiptahalla er skóp uppsöfnun skulda fyrir ríkissjóð þeirra landa!

Málið er að langvarandi viðskiptahalli þíðir yfirleitt að viðkomandi land fjármagnar þann halla með skuldasöfnun - mjög einfalt, seðlabankinn kaupir gjaldeyri og selur á móti skuldabréf á eigin ríkissjóð.

Þegar um er að ræða skuldasöfnun í gjaldeyri - þá er slík skuldasöfnun sögulega séð oft undanfari alvarlegra efnahagsvandamála; ég bendi á þetta því Tyrkland virðist einmitt hafa viðhaft viðskiptahalla árum saman!
--Þó virðist gjaldeyrissforðinn ekki hafa gufað upp, en það getur vart þítt annað en að seðlabankinn hefur reglulega keypt gjaldeyri - og skuldfært kaupin á ríkið.

Why is the Turkish lira tumbling?

  1. Eins og á Íslandi fyrir hrun, hefur verulegt erlent fjármagn leitað til Tyrklands - að njóta háu vaxtanna þar.
    --Eins og gerðist á Íslandi, gæti það fjármagn flúið snögglega.
    --Þekki ekki hvaða upphæðir er um að ræða.
  2. Árleg þörf Tyrklands fyrir gjaldeyri til að þjóna skuldum - ríkisins, fyrirtækja og einstaklinga, kvá vera 218ma.$.
    --Sem er greinilega verulega meira fé en er akkúrat núna í gjaldeyrissjóði.
  3. Viðskiptahalli er 5% af þjóðarframleiðslu - sem er ekki lítið, og gengur rökrétt stöðugt á forðann.
  4. Verðbólga kringum 15% - vextir 16,25% hjá seðlabanka Tyrklands.
    --Þannig það má koma með nokkra samlíkingu milli Tyrklands og Íslands, rétt fyrir hrun.
  • Síðan hækkar Donald Trump tolla á stál og ál frá Tyrklandi í 40% og 20% á föstudag.
    --Skv. fréttum hafði Tyrkland selt verulegt magn af stáli til Bandar.

Eins og mér virðist málið líta - þá er tyrkneska hagkerfið með greinileg einkenni efnahagslegrar yfirhitunar.
Neysla bersýnilega meiri en hagkerfið hefur gjaldeyrisinnkomu fyrir, þannig hagkerfið safnar gjaldeyrisskuldum ár frá ári.
--Eins og gerðist árin fyrir evrukreppuna, þá voru öll löndin í evru er síðan lentu í kreppu, með áralanga halarófu af uppsöfnuðum viðskiptahallaskuldum.
--Mér virðast vísbendingar uppi, að Tyrkland hafi verið að taka áhættu með sitt hagkerfi.

  • Klassískar aðgerðir eru að kæla hagkerfið!
  • Kannski mun nú gengisfall lírunnar einmitt leiða fram þannig kólnun.
  • A.m.k. ætti hún að þurrka upp viðskiptahallann er virðist hafa verið viðvarandi.

Donald Trump virðist hafa skapað - trigger atburð - þ.e. hrutt af stað atburðarás er líklega hefði annars hvort sem er orðið innan Tyrklands.
--Erdogan ber af sér allar sakir, enda hefur hann verið við völd sl. 20 ár.
--Talar um "economic war" og árásir fjárfesta -- auðvitað árás frá Bandaríkjunum.

Erdogan says U.S. turned its back on Turkey, upsetting Ankara

Turkey is not in a crisis, will fight 'economic war', Erdogan says

Turkey is a 'target of economic war', Erdogan says

  1. "If there are dollars under your pillow, take these out... Immediately give these to the banks and convert to Turkish lira and by doing this, we fight this war of independence and the future,"
  2. "I am asking you. What possible reason could there be behind the lira which was at 2.8 against dollar in July 15, 2016 to slide below 6 yesterday? During this period, Turkey has set records in its exports, production and employment,"

Áhugavert hvernig í öðru orðinu, biður Erdogan landsmenn að kaupa lírur - með hverri þeirri gjaldeyriseign sem þeir hafa í sínum fórum.
Og í hinu orðinu, þverneitar hann að nokkuð sé athugavert við stöðu efnahagsmála.

Auðvitað hefur hagkerfi í yfirhitnun fulla atvinnu. Þ.e. alltaf þannig er hagkerfi er að yfirhitna.
Það getur verið öflugur útflutningur - en í yfirhitin sigrar neysla gjarnan samt.

Ég bendi á verulegan viðskiptahalla til sönnunar!

Rétt samt að benda á að ólíklegt sé samt sem áður að tyrkneska hagkerfið lendi í mjög djúpri kreppu - nema að tyrknesk stjórnvöld lendi í vanda á alþjóða skuldamörkuðum.

Það verður að koma í ljós hvort slíkt er í farvatninu.
--En gengisfall virkar yfirleitt til að laga viðskiptajöfnuð.
--Hinn bóginn er spurning um verulega útistandandi þörf fyrir endurnýjun lána.

Markaðir geta hækkað vaxtakröfuna mjög mikið ef óttabylgjan rís mjög hátt.
Þá gæti Tyrkland þurft að óska eftir - erlendum neyðarlánum!

--Erdogan segist vera að ræða við Kína og Rússland.
--En Rússland er ólíklegt að geta lánað fé í þeim mæli sem Tyrkland mundi þurfa á að halda.
Ég efa að lán frá Kína mundi koma alfarið ókeypis.

  • Ég mundi ræða við ESB - það gæti verið skársti möguleiki Erdogans.
    --Annars að ræða við AGS, sem Erdogan líklega vill síst af öllu.

En ef tyrkland lendir í vandræðum með endurnýjun lána - mundi líklega skella á allsherjar fjármagnsflótti, og Tyrkland sennilega skella á - höftum.
--Þau gætu orðið mjög lamandi fyrir svo stórt hagkerfi.

Tyrkland gæti lent í því sama og Ísland, að þurfa að leita til AGS -- en að aðgengi að neyðarláni sé blokkeraður, þangað til Tyrkland lætur undan kröfum.
--Í tilviki Tyrklands þarf Tyrkland ekki að samþykkja kröfu upp á hálfa þjóðarframleiðslu sbr. Icesave kröfu Hollendinga og Breta á Ísland.

Heldur einungis afhenda 4-einstaklinga ríkisborgara Bandaríkjanna.

 

Niðurstaða

Tyrkland virðist standa frammi fyrir raunverulegri krísu - öfugt við einbeitta neitun Erdogans virðist mér hann sjálfur bera umtalsverða ábyrgð; en neitun hans hljómar í mín eyru nokkuð sambærileg við neitun íslenskra stjórnvalda mánuðina fyrir hrun.

Varðandi aðgerðir Donalds Trumps - þá eykur það mjög trúverðugleika Bandaríkjanna í deilu við Tyrkland um einstaklinga sem Tyrkland hefur í varðhaldi; ásakaðir um meint Gulemista tengsl.

Að Tyrkland á reyndar í sambærilegum deilum við fleiri Vestræn lönd af algerlega sambærilegu tagi, þó deilur af því tagi við Bandaríkin -- veki miklu meiri athygli.

Síðan hafa stjórnvöld í Evrópu sem hafa deilt við Erdogan, ekki verið með verulegan hávaða í sínum deilum við Tyrkland -- frekar að stjórnmálamenn sem sitja utan ríkisstjórnar hafa tekið stórt upp í sig.

En þær deilur virðast í allar vera af sambærilegu tagi - Tyrkland vill einstaklinga framselda.
Hefur í öllum tilvikum handtekið einstaklinga frá þeim löndum - sem sakaðir eru um meint Gulemistatengsl.

Áskanir um "hostage politics" fljóta yfir.

En mér virðast ásakanir augljóslega búnar til - ég meina, kristinn öfgasinnaður prestur sem rekur kirkjur í Tyrklandi í 23 ár -- sakaður um tengsl við íslamistahreyfingu.
Eða grískir hermenn sem Tyrkir halda - eða þýskir borgarar vs. tyrkneskir hermenn sem grikkir og þjóðverjar hafa veitt - pólitísk hæli.
--Í öllum tilvikum heimta stjórnvöld Tyrklands að fá fólk afhent frá þeim löndum.

Spurning um það hver er með yfirgang?
--Ef ég væri Donald Trump mundi ég líklega beita refsiaðgerð á Tyrkland og mál væri algerlega sambærileg.

Erdogan þarf að íhuga hvort það sé virkilega þess virði að halda 4-Bandaríkjamönnum.
En Trump á örugglega eftir að herða aðgerðir frekar ef Erdogan skilar þeim ekki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Getur múslimskt ríki verið með

í okkar VESTRÆNA-KRISTNA-RIDDARALIÐI?

Jón Þórhallsson, 12.8.2018 kl. 17:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óttalegur rugludallur er þessi Jón Þórhallsson. cool

Þorsteinn Briem, 12.8.2018 kl. 18:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkland hefur verið í NATO frá árinu 1952, síðastliðinn 66 ár. cool

Þorsteinn Briem, 12.8.2018 kl. 18:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Albanía hefur átt aðild að NATO frá árinu 2009, síðastliðin níu ár, og meirihluti Albana eru múslímar. cool

Þorsteinn Briem, 12.8.2018 kl. 18:21

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pegida-skríllinn, meðal annars hér á Moggablogginu, heldur því fram að múslímar geti ekki búið með öðrum íbúum Evrópu.

Nokkur dæmi:

Albanía:

"According to 2011 census, 59% of Albania adheres to Islam."

Kosovó:

Um 96% íbúanna eru múslímar.

Bosnía:

"45 percent of the population identify religiously as Muslim."

Makedónía:

"Muslims comprise 33% of the population."

Þýskaland:

"A 2009 estimate calculated that there were 4.3 million Muslims in Germany."

Bretland:

"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."

Frakkland:

"In 2003, the French Ministry of the Interior estimated the total number of people of Muslim background to be between 5 and 6 million."

Rússland:

"There are 9,400,000 Muslims in Russia as of 2012."

Þorsteinn Briem, 12.8.2018 kl. 18:23

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég veit það, en það mætti alveg skoða þessi mál upp á nýtt.

Hefur Erdogan ekki verið að fangelsa allskyns þingmenn og  fjölmiðlafólk?

Hérna er fyrirsögn sem að fólk mætti velta fyrir sér: 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/05/25/nato_i_bandalagi_gegn_riki_islams/

http://www.ruv.is/frett/eftirlit-aukid-med-stjornarhattum-i-tyrklandi

Jón Þórhallsson, 12.8.2018 kl. 18:25

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ástæður fyrir NATO vist Tyrklands eru landfræðilegar - Tyrkland heldur Rússlandi frá Miðjarðarhafi, ef kemur til stríðs.
Tyrkneski herinn mundi einnig verja sín eigin landamæri, taka þátt í vörnum S-Evr. í hugsanlegu stríði.
Tyrklandsher er næst stærsti NATO herinn - einungis Bandar. hafa stærri her.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2018 kl. 18:41

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er best að láta Jens Stoltenberg meta kosti og galla

veru tyrklands í NATÓ og láta  hann höggva á alla óvissu-hnúta

þessu tengdu.

Jón Þórhallsson, 12.8.2018 kl. 18:55

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Minn kæri, hann ræður því ekki. Fyrir utan að Tyrkland er þar sem það er.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2018 kl. 19:28

10 Smámynd: Örn Einar Hansen

Vandamálið við þetta, er að Pútin hefur sýnt fram á að "lítilvægi" Tyrklands.  Lega landsins, skiptir engu máli ... frekar en "lega" Íslands í dag.

Bandamenn hafa gersamlega tapað stríðinu í Sýrlandi ... þrátt fyrir geigvænlega árásir, bandaríkjamanna, breta og ísraela ... er allt land að sunnanverðu Sýrlandi fallið í hendur Rússum.

Hvaða samningar hafa farið milli Rússa og Tyrkja veit ég ekki, en Tyrkir voru upphaflega samhliða Qatar og Saudi Arabíu, þar sem þeir myndu njóta góða af gas leiðslu í gegnum Tyrkland. Íran, aftur á móti ... men leggja leiðsluna til Grikklands.

Hér vantar því mikklar upplýsingar, um það hvað hefur gerst á síðastliðnum tveim árum ... en "árás" vestrænna fjölmiðla á Rùssa, gerir það að verkum að þeir draga sig undan og því erfitt að komast að því ... hvað hafi raunverulega gerst á bak við tjöldin.

Hvað varðar "múslimi" þetta, og múslimi hitt ... þá áttu Steini Briem, maður með greindarvísistölu yfir 100 að hætta svona "kynþátta" þvaðri. Hvaða lim, af mús ... ertu að tala um? Þú ert að reyna að flokka fólk, með ákveðna "skoðun" ... sem kynþátt og kallar þá ... "lim á mús". Leggðu slíkt niður, og talaðu um "fólk sem aðhyllist kristni", "fólk sem aðhyllist Islam" eða "fólk sem aðhyllist gyðingatrú".  Orðið "gyðingur" og "gyðingatrú" á maður að leggja niður einnig og finna eitthvað annað og betra orð í staðin ... því "kynþátta" bullinu, við orðið loðir við það frá "báðum bógum".

Það er bara til EINN kynþáttur ... HOMO HOMINI

Örn Einar Hansen, 12.8.2018 kl. 20:29

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, Sýrland skiptir Bandaríkin ekki nokkru verulegu máli - ef annað hefði verið á teningnum, hefðu þau gert meira til að hafa betur en þau gerðu.

Sannast sagna er það Rússland sem tapar - vegna þess að Rússland situr eftir með Sýrland.
Í því felst tap, því Sýrland er gersamlega í rúst - en til þess að vinna sprengdi Rússland svo mikið að á svæðum þ.s. barist var, er vart til staðar steinn yfir steini -- og þ.e. gersamlega útilokað að Rússland hafi efni á þeirri endur-uppbyggingu sem mundi til þurfa, til að raunverulega endurreisa stöðugleika innan Sýrlads.
Þar sem Pútín hefur selt það að sitja eftir með Sýrland, sem stóran sigur.
Treystir hann sér ekki að labba pent í burtu, sem hann ætti þó að gera!
--Sýrland er fyrir Rússland - myllusteinn, þ.e. mun stöðugt kosta þá því þ.e. það illa farið að það stendur ekki undir sjálfu sér - þarf stöðugt framlög til að hrynja ekki strax aftur í óstöðugleika.
--Það þíðir að Rússar munu ekki geta hætt að hafa herlið þar - að þeir geta ekki heldur hætt, að fjárhagslega styrkja Sýrland.
--Sem þíðir, að Sýrland virkar þá fyrir Rússland - sem hvítur fíll, kostnaðurinn mun takmarka möguleika Rússlands til að beita sér annars staðar.
Ef út í þ.e. farið, gátu mál ekki farið betur fyrir Bandar. -- en þau halda þeim hluta Sýrlands sem þau geta notað, Kúrdahéröðum -- annað skiptir þá engu máli.
Meðan mun kostnaðurinn af því að viðhalda Sýrlandsstjórn, sliga getu Rússland til að beita sér frekar innan Mið-Austurlanda.

Það er mikill misskilningur að Bandaríkin hafi tapað. Þvert á móti, ef þau hefði reynt að taka allt Sýrland -- þá væru það þau er sætu með myllusteininn um háls, miklu betra fyrir þau að það íþyngi Rússlandi, sem stoltsins vegna getur nú ekki labbað í burtu.
--Þó það væri miklu betra fyrir Rússland í raun og veru, að labba í burtu.
--Enda græðir Rússland nákvæmlega ekki neitt á því að vera þarna með lið, því fylgi eingöngu kostnaður fyrir Rússland - nákvæmlega ekkert hagræði á móti.
Það er eiginlega hlægilegt að kalla þetta stórfelldan sigur, látum Rússland íþyngja sig með Sýrlandi sem er nákvæmlega einskis virði sem eign.

Rússland mun komast að því að lega Tyrklands skiptir sannarlega máli - ef mundi koma til stríðs við NATO -einhverra hluta vegna- lokar Tyrkland sinni lofthelgi og sundunum fyrir Rússlandi.
Þá mundu herstöðvar Rússa í Sýrlandi - hvergi fá vopn eða vistir, þær mundu ekki endast lengi.
--Sýrland er líka alls staðar innan færis frá NATO stöðvum við Miðjarðarhaf.

Stöðvar Rússa í Sýrlandi entust ekki nema fáeina klukkutíma. Og Rússar gætu ekkert gert.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2018 kl. 20:58

12 Smámynd: Merry

Hefur ekki Tyrkland kaupt loftvörnarkerfi frá Russland ?

Merry, 12.8.2018 kl. 23:28

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Merry, Indland hefur keypt mikið af rússn. vopnum - mundi ekki kalla Indland beint bandamann. Malasía einnig keypti fyrir nokkrum árum Sukhoi vélar - mundi ekki heldur beint nefna Malasíu rússn. bandamann. Rússland vill selja sem flestum - kaup þíða ekki endilega mikið í sjálfu sér. Hinn bóginn, er óljóst hvort Tyrkir hafa enn fengið þær flaugar afhentar frá Rússlandi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.8.2018 kl. 04:48

14 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held að það sé varla hægt annað en að horfa á Sýrland öðruvísi  en sigur fyrir Putin og Rússa almennt. En sigur er ekki ókeypis í þessu tilfelli frekar en öðrum.

Bandaríkjammenn ásamt nánustu samstarfsríkjum sínum hafði veriða að magna upp her af hryðjuverkamönnum sem í framtíðinni mundi herja á Kákasushéruð Rússlands. Aldrei áður hafa hryðjuverkamenn komist á það stig að hafa raunverulegann her.

Rússar fóru inn í Sýrland og eyddu þessum her áður en hægt var að beina honum gegn Rússlandi. Það er það sem gerðist. Þetta verður að teljast góður sigur. Þetta kemur til með að kosta,en hinn kosturinn hefði verið miklu dýrari fyrir Rússa. Það hefði verið miklu kostnaðarsamara að taka  á þessum her innan Rússlands. Bæði hefði þá Rússland þurft að leggja fram landher til aðgerðanna og Rússland hefði orðið fyrir miklu tjóni á heimavelli. Að auki eru Kákasushéruðin miklu erfiðari til að beita nútima hernaði en Sýrland. Nægir að benda á Afganistan í því sambandi,en aðstæður þar eru mjög svipaðar og í Kákasus. Þáttakan í Sýrlandsstríðinu er því hárrét ákvörðun hjá Putin.

Bandaríkjamenn eru aftur á móti frávita af heift,af því að þeir höfðu lagt mikinn kostnað í þetta verkefni og bundið miklar vonir við það.

En Bandaríkjamenn eru engir nýgræðingar  í þessum efnum og hafa nú hernumið hluta af Sýrlandi og eru að reyna að rækta upp nýjann stofna af hryðjuverkamönnum sem mun í framtíðinni herja á Sýrland,og ef allt fer eftir áætlun  líka seinna á Rússland. Markmiðið er 70.000 hryðjuverkamen að þeirra sögn. Eða freedom fighters eins og þeir eru oftast kallaðir. Hinsvegar er það ekkeert sérstakleega spennandi fyrir Bandaríkjamenn að vera á litlu hernumdu svæði í Sýrlandi og rækta hryðjuverkaher. Það kostar líka og Bandaríkjamenn eru í auknum mæli farnir að spyrja um kostnað.

En það eru ljón á veginum. Eins og við munum það voru Tyrkir fullkomnir þáttakendur í þessu plotti í byrjun og tryggðu aðgengi málaliða úr öllum heiminum í gegnum Tyrkland inn í Sýrland. Erdogan græddi líka svolítið á þessu af því að fjölskyldan keyfti ódýra olíu af hryðjuverkamönnum og seldi á heimsmarkaðsverði. Vafalaust hefur líka fylgt þessu vopnasala. Á timabili var hryðjuverkaríkið nánast alveg sjálfbært.Aðeins þurfti að tryggja pólitískann stuðning og aðgang að vopnum.

En svo komu bannsettir Rússarnir og eyðilögðu tekjuöflun hryðjuverkamannanna og þar með bissnissin fyrir Erdogan fjölskylduna. Erdogan reiddist og ákvað að sýna Rússum í tvo heimana og skaut niður Rússneska flugvél. Það reyndist hinsvegar vera óheillaskref,af því að Tyrkir eru geysilega háðir Rússum  efnahagslega og Putin smeygði strax hengingaról um háls Erdogans,og var við að kyrkja Tyrkneskann efnahag. Erdogan varð að fara til Moskvu og biðjast afsökunar og bæta samskiftin við Rússa. Það var engin önnur leið.

Landamærum Tyrklands var lokað fyrir hryðjuverkamönnum.

.

Gallinn var þó sá að þetta reitti Bandaríkjamenn til reiði ,en eins og kunnugt er líða þeir enga minnstu óhlíðni ,og þetta var vissulega langt utan þeirra marka sem Bandaríjamenn gátu þolað. Samskifti Bandaríkjamanna og Tyrkja fóru að versna. Erdogan ,sem var þarna milli steins og sleggju,reyndi í fyrstu að hafa alla góða en eins og fyrr sagði leyfa Bandaríkjamenn engin minstu frávik svo samskiftin eru smá saman að þróast út í fullan fjandskap.

.

Nú er að hefjast lokasóknin gegn hryðjuverkamönnum í Idlib. Þar eru saman komnir ,að talið, nálægt 60.000 hryðjuverkamenn. Idlib og nágrennii er svæði sem Tyrkir höfðu í upphafi ætlað sjálfum sér til handa þegar væri búið að tortíma Sýrlenska ríkinu. Þar eru líka fjöldi bardagamanna sem tengjast Tyrklandi. Það er því augljóst að hagsmunir Rússa og Tyrkja fara ekki saman á þessu svæði.

Efnahagsárásir Trumps á Tyrkland eru því eins og himnasending fyrir Putin. Þær hafa veikt Tyrkland verulega efnahagslega,og nú hafa Tyrkir ekki minnstu möguleika til að standa upp í hárinu á Rússum. Það mundi þýða algert hrun. Það er því mjög líklegt að Rússar muni hafa sitt fram í Idlib,en þeirra markmið er að leysa upp málaliðaher Bandaríkjanna þar, og uppræta með öllu þann hluta hryðjuverkamanna sem koma frá Kákasus. Til þess verks hafa verið sendar hersveitir frá Téténíu. Ástæðan fyrir að þessar hersveitir eru valdar ,er að þær eru algerlega vægðarlausar og þær eru skipaðar muslimum sem dregur úr líkunum á að það komi til árekstra á milli Muslima og annarra hópa í Rússlandi sjálfu. Téténar eru ekki búnir að gleyma hörmungunum þegar þessir öfgamenn hertóku landið þeirra og er því laus höndin. 

Þessi uppræting á eftir að auka öryggi Rússlands verulega.

.

Ég hygg að úrslitin í Idlib verði þau að hryðjuverkamenn sem hafa beina tengingu við Tyrkland verði leyft að fara ,en hinir munu berjast til síðasta manns ,eins og sagt er.Eins og er sé ég ekkert annað í spilunum.

.

Sýrland er ekkert einangrað fyrirbæri. Það standa yfir stórkostleg átök á heimsvísu og Sýrlend er bara hluti af þeirri fléttu.

Grunnstefið í þessu er að Bandaríkjamenn eru að reyna að halda lífinu í heimsveldi sínu,sem þeir þróuðu eftir fall Sovétríkjanna. 

Rússar sækja hinsvegar að þeim og kvarna sífellt úr heimsveldinu,með skipulegum hætti. Bandaríkjamenn gera sér fulla grein fyrir að áhrif þeirra eru að dala af þessum sökum og beita öllum ráðum til að knésetja Rússland. Gallinn er að með þessu hafa þeir afhjúpað innsta eðli þessarar klíku og sífellt fleiri átta sig á að við svo búið má ekki standa.

Hinsvegar eru flest ríki svo veik og háð duttlungum Bandaríkjamanna ,að þau geta lítið að get. Rússland er þarna undantekning af því að þeir hafa undirbúið sig lengi og vandlega fyrir þessa baráttu.

En flestir gera sér í dag grein fyrir þörfinni á að uppræta þetta árásargjarna heimsveldi.

Evrópubúar reyndu eins lengi og hægt var að friðþægja Bandaríkjamenn með því að fylgja þeim í einu og öllu ,og fórna minniháttar hagsmunum fyrir friðinn. En nú eru fórnirnar farnar að verða of stórar,og Evrópubúar eru farnir að malda í móinn. Sama gildir um mörg önnur ríki.

Gallinn er sá að undanteknu Rússlandi eru flest ríki í of vondri aðstöðu til að berjast á móti. Þau geta bara nöldrað eins og Evrópuríkin.

Niðurstaðan er sú ,að eins og í seinni heimstyrjöldinni mun Rússland bera hitann og þungann af þessari baráttu,en þegar nær dregur endalokunum munu væntanlega fleiri ríki hjálpa til.

.

Þegar Trump byrjaði að setja tolla á Evrópskar vörur og setti refsiaðgerðir á Evrópsk fyrirtæki sem vildu versla við  Íran fóru Evrópskir ráðamenn í halarófu til Moskvu. Tilgangurinn var að senda skilaboð til Trumps ,að ef hann hætti ekki  þá mundi Evrópa stilla sér upp við  hlið Rússa.

Rússar ,sem eru ekki fæddir í gær ,sáu í gegnum trikkið og sendu Macron,Mercel og félaga heim aftur með þau skilaboð að Rússar væru ekki tilbúnir að vera grýla fyrir þá gagnvart Bandaríkjamönnum. Þeir hefðu skapað vandamálið og þeir verði að leysa það á eigin kostnað,ef þeri vilji á annað borð leysa það. Það væri ekki í þágu Rússlands að stilla sér upp við hlið ríkja sem bera kápuna á báðum öxlum. Merkel reiddist þessu ákaflega og í fábjánahætti sínum gerði hún enn eina efnahagsárásina á Rússland. Eina ríkið sem gæti bjargað þeim. Rasisminn er orðinn svo inngróinn í sálina á þessu fólki að þeir geta ekki hugsað sér að njóta aðstoðar eða hafa samvinnu við "hálfmenni". 

.

Nýlega sendu Bandarísk stjórnvöld frá sér áætlun um beina efnahagsárás á Rússneska ríkið. Þetta er alveg nýtt,af því að fram að þessu hefur stefnan verið að svelta almenning í þeirri von að hann mundi gera uppreysn. Þetta hefur algerlega mistekist af því að þrátt fyrir tveggja ára niðursveiflu er efnahagur almennings aftur kominn á svipaðann stað og hann var 2014. Reyndar aðeins betri ,af því að það þarf að leita aftur til 2012 til að finna hærri kaupmátt í Rússlandi.

Fram að þessu hafa Rússar lítið aðhafst vegna þessara árása,enda hafa skakkaföll þeirra verið frekar lítil og ekki ástæða til að auka á spennuna að óþörfu. Það hefur verið í þágu Rússa ,og okkur allra , að meitla í rólegheitum úr getu Bandaríkjamanna til að beita ofbeldi. Efnahagslegu eða hernaðarlegu

Þessar nýju efnahagsárásir Bandaríkjamanna eru hinsvegar annars eðlis og kalla husanlega á mótaðgerðir. Við verðum að hafa í huga að Rússar hafa alls ekki skotið af fallbyssunum ennþá. En þeir eiga fallbyssur sem gætu reynst skeinuhættar fyrir Bandaríkin. 

Nú er bara að spenna á sig þrívíddargleraugun og fylgjast með hvernig fer. Spennandi tímar að upplifa. Verðum við kynslóðin sem sér tvö heimsveldi líða undir lok með stuttu millibili,eða verðum við kynslóðin sem upplifir hið hinsta stríð. Ef Bandaríkin gefa ekki eftir heimsveldisdrauminn og gerast eðlilegt ríki verður það okkar síðasta.

Ef þeir sjá að sér verður það okkur öllum til hagsbóta,vegna þess að þetta ástand hefur skaðað alla heimsbyggðina árum saman.

Borgþór Jónsson, 13.8.2018 kl. 11:26

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, geisp Boggi - það stóð enginn í því að magna upp her sem síðan átti að herja í Kákasus - þ.e. svona dæmigert bull - sem þú greinilega alltaf trúir bulli af slíku tagi ef bull sagna snýst um að Vesturlönd séu að gera e-h vont.

Þ.e. fullkomin steypa að Rússl. hafi þurt að fara þarna inn - til að verja sig. Þarna er greinilega komin þjóðsaga - sem á að réttlæta fyrir rússn. þjóðinni.
Að Pútín verði þarna nk. ár og jafnvel áratugi - með gríðarlegum miklum kostnaði fyrir einmitt hina rússn. þjóð -- peninga er annars væri unnt að nota til að reisa spítala eða heilsugæslustöðvar eða vegi eða önnur samgöngumannvirki eða skóla -- innan Rússl.
--Þarna er greinilega lygasaga sem verður notuð innan Rússl. -- til að halda því fram, að það verði að skerða hlut Rússa innan Rússlands - til að halda Sýrlandi uppi.
**Þetta er að sjálfsögðu augljóst kjaftæði.
**En þarna ertu greinilega komin með bull söguna sem á að nota sem afsökun - af hverju Rússar þurfa að færa þær framtíðar fórnir að halda uppi - einskísnýtu landi sem gagnast Rússl. ekki neitt, með miklum kostnaði sem á eftir að skerða - kjör íbúa Rússl. sjálfs.
--Að sjálfsögðu ertu staurblindur eins og vanalega gagnvart slíku augljósu kjaftæði.

""Þessi uppræting á eftir að auka öryggi Rússlands verulega.""
Öryggi Rússl. var á engum Punkti ógnað burtséð frá því hversu slæmt ástandið í Sýrlandi hefði orðið -- milli Rússl. og þessa svæðis eru heilu löndin, algerlega út í hött að Rússl. hafi getað stafað hætta af hruni Sýrlands.
--Þarna fer einungis ein af hinum mörgu lygasögum rússn. stjv. - sem notaðar eru til að afsaka ákvarðanir sem stjv. Rússl. taka sem eru gegn hagsmunum eigin landsmanna.
--En að sjálfsögðu er það í samræmi við hagsmuni Rússa sjálfra - að stjv. Rússl. séu ekki að sólunda fé Rússlands - í endalausa holu í Sýrlandi.
**En þ.e. ákvörðun Pútíns - að sólunda ölliu þvi framtíðar fé.

"
Sýrland er ekkert einangrað fyrirbæri. Það standa yfir stórkostleg átök á heimsvísu og Sýrlend er bara hluti af þeirri fléttu."
Ha, ha, ha.
Önnur bersýnileg afsökun stjv. Rússl. - af hverju það skal sólunda fé Rússa í endalausu hýtina í Sýrlandi.
--Allt í lagi, Rússar mega verja endalausum peningum í Sýrlandi mín vegna.
--En þ.e. tap Rússlands og Rússa - að sólunda fé þar í gríð og erg, sem Rússar munu gera svo lengi sem þeir ætla að hanga þarna.
**Ok ef þeir vilja prófa eitt stykki endalausa hýt, þá er það þeirra mál.

"Niðurstaðan er sú ,að eins og í seinni heimstyrjöldinni mun Rússland bera hitann og þungann af þessari baráttu,en þegar nær dregur endalokunum munu væntanlega fleiri ríki hjálpa til."

Geisp.

"Þegar Trump byrjaði að setja tolla á Evrópskar vörur og setti refsiaðgerðir á Evrópsk fyrirtæki sem vildu versla við  Íran fóru Evrópskir ráðamenn í halarófu til Moskvu."

Hættu þessu bulli. Rússlands er eitt 6-veldanna svokölluðu sem gerðu Írans samkomulagið. Að funda í Moskvu með fulltrúum Kína - til að stilla hugsanlega strengi um aðgerðir til að halda Írans samkomulaginu lifandi.
--Hefur í engu þá víðtæku merkingu sem þig dreymir um.
--Í Evrópu er ákaflega lyfandi upplyfunin um Rússland sem ógn.
Það er ekki að breytast í nokkurri bráð.
**Aftur á móti, upplyfir Evr. Kína ekki sem ógn.
**Þ.e. allt annar hlutur.
Að líkur eru á einhverri samvinnu við Kína.
En Rússland fær sennilega ekki vera þar með.
--Enda Evr. í engu spennt fyrir samskiptum við Pútín.
Manninn sem braut gerða samninga um Úkraínu - er hann gerði tvær innrásir í það land, og heldur landsvæðum þar í hernámi.
Meðan það hernám og stríð gegn Úkraínu af hálfu Rússlands viðhelst, getur ekki orðið neitt af nokkurri náinni samvinnu við Rússland.
--Það sé algerlega útilokað.
**Rússland þarf að hætta yfirgangi sínum gegn Úkraínu - yfirgangur sem er að flestu leiti eins slæmur, og margt af því sem þú sakar Rússland um.
**Í raun og veru er Rússl. Pútíns afar aggressívt land - rétt að ryfja upp einngi að þeir hafa áður gert innrás í Evrópuland, þ.e. Georgíu.
--Pútín hefur þannig tvö stríð gegn evrópsku ríki að baki sér, þrjár innrásir - ein í Georgíu og tvær í Úkraínu.
**Þetta tal þitt um Rússland í jákvæðu ljósi - er einn þinna stærstu brandara.
Hinn bóginn hefur Kína ekki ráðist á nokkur lönd a.m.k. enn.
Ekki er Kína með yfirstandandi innrás enn í gangi, eða hernám á landi gegn vilja annars þjóðríkis.
--Þannig ég sé ekkert í sjálfu sér athugavert við einhverja samvinnu við Kína.
--En hegðan Pútíns er algerlega eins ógeðsleg eins og hvaða verstu dæmi sem þú getur mögulega önnur fundið um yfirgang einhvers annar ríkis.
**Pútín er skepna og það hefur blasað við alla tíð síðan hans ógeðslegu Tétníu herför þ.s. hann drap milli 10-15% íbúa þess lands.
--Hann er ekki góður gaur í nokkru samhengi.

"Merkel reiddist þessu ákaflega og í fábjánahætti sínum gerði hún enn eina efnahagsárásina á Rússland. "

Evrópa er að sjálfsögðu ákaflega reið yfir hegðan Pútíns gagnvart úkraínsku Þjóðinni - að hafa drepið þúsundir Úkraínumanna valdið miklu tjóni þar - með því að efla til stríðs gegn því landi, og enn hersitja svæði í Úkraínu þ.e. Krímskaga og svæði í A-Úkraínu með rússn. málaliðaher.
--Að sjálfsögðu er tekið reiðilega í sérhvert blaður illmennisins í Kreml, um samstarf og samvinnu eða samstöðu, svo lengi sem hann viðheldur sinni illmennsku gegn íbúum Úkraínu.
**Síðasti maðurinn í heiminum sem Evrópa á eftir að treysta er - Pútín.
**Ef e-h er, er senilega traust Evr. gagnvart Pútín, enn minna en traust hennar gagnvart Donald Trump, eða DT.

"Nú er bara að spenna á sig þrívíddargleraugun og fylgjast með hvernig fer."

Evrópa er ekki að fara að fyllast samúð með Rússl. Pútíns - meðan skefjalausu og alvarlegu ofbeldi því sem Pútín hefur nú viðhaldið gagnvart Úkraínu - nú árum saman, er enn viðhaldið.
--Meðan skepnan - illmennið í Kreml, hættir ekki þeim illmennsku tilburðum, verður ekkert samstarf - nema hugsanlega að afar takmörkuðu leiti. Þá virkilega meina ég, afar takmarkað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.8.2018 kl. 18:14

16 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þó að það sé kannski aukaatriði þá er Georgía ekki Evrópuríki heldur Asíuríki.

Aðeins um Sýrland.

Milli Sýrlands og Rússlands eru tvö ríki,fyrrnefnd Georgía og Tyrkland.

Þegar Sýrlandsstríðið hófst löbbuðu hryðjuverkamenn inn og út um Tyrkland að vild. Það sama hefði án nokkurs vafa átt við um hryðjuverkamenn á leið frá Sýrlandi til Rússland. Til að komast á leiðarenda þyrftu þeir svo að fara í gegnum lítið land sem heitir Goergía. Þessir ágætu hryðjuverkamenn eru ágætlega hagvanir þar frá tímum Téténíustríðsins,en Georgia var einmitt ein af leiðunum sem erlendir málaliðar fóru til að komast þangað. Með góðfúslegu leyfi yfirvalda. Það var líka í gegnum Georgíu sem þeir forðuðu sér undan Rússum á sínum tíma. Þó ég hafi ekkert séð um það finnst mér líklegt að Tyrkland hafi staðið þeim opið eins og í Sýrlandsstríðinu nú.

Stríðið í Tétníu var alveg eins og stríðið í Sýrlandi. Það var rekið af ofsatrúarmönnum sem misþyrmdu fólki út í eitt og málaliðum á vegum margra ríkisstjórna. Saudi Arabíu ,Bandaríkjanna, breta og fleiri. Meira að segja Kínverjar lögðu lið.

Markmiðið var að kljúfa allt Kákasussvæðið frá Rússlandi.

Ofsatrúarmenniirnir af því að þeir vildu stofna Íslamskt ríki ,eins og ISIS í Sýrlandi og Írak .Málaliðarnir af því þeir fengu borgað fyrir að berjast og vestræn stjórnvöld af því þau vilja kljúfa Rússland í að minnsta kosti þrjú ríki. Helst meira.

Í fyrra tétníustríðinu gáfust Rússar upp og gengu að kröfum ofsatrúarmannanna og Tétnia varð de facto sjálfstætt ríki. Það hófst skelfileg óöld í landin eins og vænta mátti, í sama stíl og gerðist í Sýrlandi á svæðum ISIS ,enda skeggið skilt hökunni.

Fljótlega réðust þeir svo inn í Rússland (Dakestan) af því að markmiðið var aldrei Tétnía ,heldur allt Kákasussvæðið. Það var þá sem Putinn snéri vörn í sókn og útrýmdi þessu liði úr Tétníu við góðar undirtektir heimamana. Nú lifa þeir betra lífi en þeir hafa nokkru sinni gert áður í sögunni.

.

Það eru þrjú ríki þar sem Putin nýtur meiri vinsælda en nokkursstaðar annarsstaðar. Það er Tétnía,Krímskagi og Sýrland. skemmtileg tilviljun.

Sýrland og Tétnía af því hann losaði þá undan hryllilegu oki hreintrúarmannanna og Krímskagi af því hann forðaði þeim frá að verða Úkraniskum Nasistum að bráð. Þetta er hinsvegar illa séð á vesturlöndum,enda voru þetta plott till að skaða Rússland.

.

Fólk greiðir atkvæði með fótunum og það er ekki úr vegi að fylgjast með þeirri atkvæðatalningu ef maður vill vita hvað er að gerast. Þegar Sýrland var að mestu á valdi ISIS ,Nusra Front (sem í dag eru moderate að sögn) og annarra smærri hryðjuverkahópa ,flýðu 6 miljónir manna land. 2 milljónir inn á svæði undir stjórn Sýrlenskar stjórnvalda.

Nú hefur meira en milljón snúið til baka. Þeir eru ekki að fara inn á svæði sem eru undir stjórn Bandaríkjanna,ekki til Idlib og ekki til svæða sem eru enn undir stjórn ISIS. Þeir eru allir að fara inn á svæði sem eru undir stjórnn Sýrlandshers of Rússa. Hvað heldurðu um það geskur?

Heldurðu að þeir séu orðnir leiðir á lífinu og vilji bara binda enda á þetta,eða getur það kannski verið að þeir treysti Rússum og Sýrlandsher? Er það ekki líklegra?

.

Enn og aftur umm Georgíustríðið.

Ástæðan fyrir að Rússar voru yfir höfuð í Suður Ossetíu var að Georgíumenn stunduðu þjóðernishreinsanir þar. Þeir voru að drepa fólk þar og að reyna að hrekja fólk úr landi ,frá heimilum sínum.

Þetta er allt skilmerkilega skráð hjá Sameinuðu Þjóðunum,ef þú í raun skeytir einhverju um það sem satt er.

Það er líka ágætlega skráð að það voru Georgíumenn sem hófu stríðið með stórskotaliðs og eldflaugaárás á Tskhinvali og drápu nokkurn fjölda af heimamönnum og Rússneska friðargæsluliða.

Georgíumenn héldu síðan drápunum áfram í tvo daga (bæði almenningur og friðargæslumenn) áður en Rússar komu liðsauka á vettvang. 

Um þetta eru hreinlega engar deilur. Meira að segja Condolessa Rice viðurkennir að þetta hafi verið svona. Þú getur flett upp á viðtölum við hana um þetta efni á Youtube sem voru tekin eftir að hún lét af embætti. Þþar segir hún berum orðum að hún hafi varað Sakasvhili við því að Bandaríkjamenn mundu ekki bakka hann upp ef hann gerði þetta. Hún taldi að þessi árás væri afar misráðin.

Það veit held ég engin hvað fór í gegnum hausinn á Sakasvhili þegar hann tók þessa heimskulegu ákvörðun. Annaðhvort hefur hann ekki trúað Condolessu og haldið að Bandaríkjamenn mundu bakka þá upp þegar á hólminn væri komið,eða condolessa hefur ekki verið nógu afgerandi,eða að hann hefur haldið að Rússar þyrðu ekki að svara fyrir sig af ótta við NATO, og uppræta meinið. 

Báðar þessar hugrenningar eru jafn heimskulegar.

Hitt er annað mál ,að þó að vitlaus sé hlýtur hann að hafa vitað að hann stæðist ekki refsingu Rússa ,ef þeir tækju slaginn sem boðið var upp á.

.

Georgíustríðið var því alls ekki sök Rússa á neinn hátt. 

Hinsvegar eyddu þeir her Georgíumanna í kjölfarið ,og til þess þurftu þeir að fara inn í Georgíu tímabundið.

Það er ENGINN vafi að hvert einasta herveldi hefði brugðist við á nákvæmlega sama hátt,nema Bandaríkjamenn sem yfirgefa aldrei land sem þeir hafa ráðist inn í. Þýskaland er enn hernumið til dæmis. Nánast örugglega hefðu Bandaríkjamenn heldur ekki látið sér nægja að eyða hernum,heldur líka lagt landið í rúst. Það segir sagan okkur. Ef Bandaríkjamenn ráðast á land,sem þeir gera hvað eftir annað,leggja þeir það alltaf algerlega í rúst. Þar eru engar undantekningar.

.

Það var enginn fundur í Moskvu með Kínverskum fulltrúa ,og ég legg enga víðtæka merkingu í ferðalög Evrópska fyrirmenna til Moskvu. Þú manst kannski að Merkel gerði sér líka ferð til Kína.

Þeir fóru að sjálfsögðu ekki þangað til að vingast við Rússa,enda er Evrópska elítan gegnsýrð af rasisma gagnvar þeirri þjóð.

Hinsvegar fóru þeir þangað til að reyna að ógna Bandaríkjamönnum með því að þeir mundu kannski vingast við Rússa gegn þeim.

Putin hinsvegar frábað sér þetta flaður og sagði það beint út. Ef þið viljið láta Rússland taka annan slag fyrir ykkur ,þá er það ekki í boði.

Þið verðið að fást við ykkar vandamál sjálfir í þetta skifti.

Skilaboðin voru alveg skýr,og Merkel og Macron skildu þau fullkomlega. Trump skildi þau líka.

I fábjánahætti sínum gerðu þau svo aðra árás á Rússa,í stað þess að sýna heilindi.

Mér er alveg ljóst að sú elíta sem stjórnar Evrópu í dag,mun aldrei hafa rænu á að vingast við Rússa,en það er ekki víst að hún verði við völd til heimsenda. Það er alveg til fólk í Evrópu sem er með réttu ráði. 

Borgþór Jónsson, 13.8.2018 kl. 20:23

17 Smámynd: Snorri Hansson

Einar

Nú manst þú sjálfsagt eftir að fyrir nokkrum árum voru Rússar og Kína að gera samning um viðskipti á

gasi.

 Þú skrifaðir í blogið og skoraðir á Rússa að semja ekki við Kínverja þar sem þeir væru stórhættulegir í viðskiptum. Það var fallega gert hjá þér að vara þá við ! Þeir hafa greinilega ekki tekið mark á viðvörunum því  nú er leiðslan að mestu fullu lögð, en kemst í fulla notkun eftir nokkra mánuði. það er þegar verið að leggja aðra leiðslu sem kemur í gagnið seinna . Þessar gasleiðslur munu uppfylla 40% af vætanlegum þörfum Kína á gasi.

Ég veit auðvita ekki hvor þú túlkar þessar upplýsingar sem jákvæðar eða neikvæða

 En í greininni hér fyrir ofan virtist þú hafa svo miklar áhyggjur af fjármálum Rússneskrar þjóðar.

Snorri Hansson, 14.8.2018 kl. 01:29

18 Smámynd: Örn Einar Hansen

Einar, þetta er rétt hjá Borgþór ... en ég tel vanta svolítið í málið. Menn segja "bandaríkin", en ég er ekki svo viss um að það séu bandaríkin sem standi að baki.

Bandaríkjamenn sögðu sjálfir að þeir væru að byggja 70þ manna her. Ætlun kanans að "drepa" rússa hefur alltaf verið til staðar. McCain fór persónulega á fund við ISIS yfirmennina, og hefur ekki verið látin sæta sökum í bandaríkjunum fyrir það. Vegna þess að bandaríkin stóðu sjálf að baki ISIS og Al Nushra (Al Qaida).   Bin Ladin skuldaði þeim fyrir að hjálpa honum í Afghanistan, en hann neitaði að gefa þeim hermenn sína. Heldur maður að veikur maður úti í eyðimörkini hafi staðið á bak við 9/11, er maður ekki með fulla fimm.

Bandaríkjamenn notuðu sér hryðjuverkamenn til að heyja fyrir sig stríð í mið-austurlöndum. Þannig sluppu þeir við að þurfa að senda eigin hermenn, í hættuna.  Það eru einnig fleiri sannanir fyrir því að bandarískar sérsveitir hafi verið innanum hryðjuverkahópanna og jafnvel ISIS. Googlaðu bara eftir því, svona áður en búið verður að "banna" upplýsingarnar.

Að kaninn sé æfareiður, veit ég ekki ... sjálfur tel ég Evrópu vera aðal fúkkalyktina á bak við málið. Og að kaninn sé að þessu til að koma í veg fyrir, að Evrópu rísi upp og verði sjálfstæð.  Þannig að kaninn skjóti og Evrópa borgi kúluna.

Hvað Rússa varðar, þá hefur kaninn alltaf litið á þá sem bleiður ... og, sannleikurinn er sá að þó Rússar hafi unnið stríðið í Sýrlandi. Þá hafa þeir hreðkur til að gera það sem þarf ... þess vegna gengur kaninn svona langt í "efnahagslegri" gíslatöku. Tyrkir standa á milli steins og sleggju og munu fyrr eða síðar ákveða ad kaninn sé verri bófinn, og Rússar muni aldrei getað staðið í þeim. Sama á við Kínerja ... frækt er, þegar Kínverjar sögðu þeim að ekki koma að eyjunum sínum. "Please, Please ... go away". Ég held að kaninn sé ekki hættur að hlæja enn, tveimur árum síðar.

Kaninn er harðsvíraður andskoti, sem hefur notað biologisk vopn í kóreu, efnavopn í víetnam, geislavirk vopn í öllum sínum stríðum. Kaninn er ekki einu sinni byrjaður að eyða sínum efnavopnum ... það er staðfest af OCPW að rússar eru búnir að eyða sínum.

Rússar hafa kanski unnið "hernaðinn" í Sýrlandi ... en kaninn mun vinna samt sem áður, því Rússar eru og verða alltaf ...

Örn Einar Hansen, 14.8.2018 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 806
  • Frá upphafi: 846634

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 742
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband