6.3.2013 | 00:15
Martin Wolf leggur til að Japan fari verðbólguleið!
Það eru til margar tegundir af hagfræðingum, ég hef veitt því athygli að svokallaðir skólar, hafa klárlega fylgismenn. Rifrildi getur gjarnan tekið á sig tón sem fyrir utanaðkomandi hefur keim af deilu guðfræðinga um guðfræði. Að þekktur hagfræðingur beinlínis leggur til, að eitt af stærstu hagkerfum heimsins fylgi verðólguleið - vekur athygli mína.
En á seinni árum, hefur sá skóli sem lítur á verðbólgu, sem nánast eins slæma og svarta dauða, verið mjög hávær - fengið mikla athygli. Ekki síst er fjöldi aðila hérlendis fylgjandi þeim skóla.
Slíkir hagfræðingar munu að sjálfsögðu líta á tillögur Martin Wolf, sem hámark ábyrgðaleysis.
- Þetta gengur algerlega þvert á þá hugmyndafræði - já hugmyndafræði.
- En því miður er alltof mikið af hagfræði, meir hugmyndafræði - en vísindi.
Að, eina réttmæta leiðin - sé að skera niður, leggja niður opinbera þjónustu og lækka lífskjör, einkavæða eða selja helst allt sem er steini léttara af opinbera kerfinu, og borga skuldirnar til baka.
Þegar því væri lokið, væri væntanlega lítið eftir af þjónustukerfi v. almenning, þjónustustofnanir flestar hverjar væru reknar af einkaaðilum, húseignir ríkisins líklega í kaupleigu sem einkaaðilar fá að græða á; kerfið myndi í reynd vera nánast komið niður á það stig sem þekkist í Bandar.
Mig grunar að það sé rökrétt afleiðing stefnu þeirrar sem beint er að þjóðum Evrópusambandsins af stofnunum ESB - - í reynd mjög frjálshyggjuskotin hagfræði sem þar er rekin.
- Hvað gerir verðbólguleið í staðinn?
- Í stað þess að endurgreiða skuldir á upphaflegu virði, þá borgar ríkið þær til baka á lækkuðu raunvirði, með því trixi að setja upp það ástand að verðbólga fari yfir vexti.
- Þeir sem tapa, eru eigendur skulda ríkisins. Og þeir að sjálfsögðu verða mjög fúlir. Eða, þeir a.m.k. fá ekki greitt í reynd til baka að fullu.
- Á móti, þarf ríkið minna að skera niður af félagslegum stuðningskerfum - síður að losa sig við eignir, eða selja hluta af eigin rekstri.
- Með öðrum orðum - - þessi leið, ver betur velferðarkerfið.
- Bretland er greinilega að fara þessa leið í núverandi kreppu þ.e. verðbólga ca. 4% og 0% vextir. Kannski Bandaríkin einnig, einnig 0% vextir en verðbólga rúmlega 2%.
- Á meðan að Evrópusambandið, virðist í dag vera meginkjarni hinnar klassísku íhaldsömu peningastefnu.
Þetta er í reynd mjög gömul klassísk hagfræðileg deila - meira en 100 ára!
----------------------------------------
Hagfræðin sem segir, að borga eigi til baka á upphaflegu virði + vextir, hefur a.m.k. sl. 100 ár, má vera að það sé nær 200 árum, haldið því fram að það sé "ranglátt að ríkið borgi ekki til baka skv. fulli virði skuldar + vextir." Að gera það ekki, sé form af þjófnaði. Þjófnaður sé "rangur."
Þessi meginröksemd er algerlega óbreytt tja, t.d. frá árunum kringum Fyrra Stríð, og löngu fyrr.
Þessi röksemd hefur sannarlega verið "hávær" á undanförnum árum - átt ákveðinn "renaissance" eða endurkomu.
Þetta má kalla - - hina klassísku íhaldsömu hagfræði.
Merkilegt þó hve margir svokallaðir "jafnaðarmenn" aðhyllast þetta klassíska íhald í dag.
En ég bendi á, að Íhaldsmenn í Bretlandi voru mjög eindregið þessarar skoðunar á árunum milli Fyrra og Seinna Stríðs. Fylgdu mjög harðri niðurskurðarstefnu í Bretlandi, einmitt til að greiða stríðsskuldir á "réttu upphaflegu andvirði." Og hver var útkoman? Árið 1928 rétt áður en heimskreppan skall á, var breska hagkerfið minna en árið 1919. Algerlega tapaður tími hagvaxtarlega séð.
Sjá heimild - AGS:World Economic Outlook October 2012 - bls. 110.
----------------------------------------
Hin hagfræðin, horfir á aðrar hliðar, þ.e. að vernda tja ríkið sem slíkt, létta undir með því svo það verði síður fyrir hnekki af völdum kreppu. Sem hefur þá hliðarverkun - að minni niðurskurður þíðir minna þarf að draga úr þjónustu á vegum þess.
En einnig á það, að verðbólga er mjög fljótleg leið til þess, að aðlaga kostnað innan hagkerfisins, þannig endurreisa glataða samkeppnishæfni - svo fremi sem að launahækkunum er haldið í skefjum svo laun raunlækki.
- En að halda þeim í skefjum, er að sjálfsögðu auðveldara - en að pína fram lækkun launa.
Gagnrýnin á móti, er að þetta sé "þægileg leið" sem er alveg rétt, hún er mjög fljótleg og auðveld í framkvæmd, meðan að það tekur gjarnan töluverðan tíma að pína fram launalækkanir sbr. að Írar þurftu 3 ár til að ná kostnaðaraðlögun sem "gengislækkun" hefði getað náð fram á klukkustund.
- Punkturinn er sá, að þegar þú ert fljótur að aðlaga kostnað - - þá ertu einnig fljótur, að snúa hagkerfinu við út úr áfalli.
En þ.e. atriði 2 eiginlega - - en þ.s. margir gleyma er einmitt, að vegna þess hve ríkisvaldið er orðið stórt t.d. í Evrópu, þá verður það mjög viðkvæmt fyrir kreppu - því kreppa étur tekjur þess sem skapar mikinn hallarekstur.
Leið sem er tafsöm að viðsnúningi, þíðir þá einnig að mun meir þarf að skera niður af ríkisvaldinu þ.e. minnka umfang þess, minnka þjónustu á vegum þess, draga úr velferð - -> vegna þess að þá verður halli ríkisins meiri v. meiri samdráttar áður en viðsnúningur hefst.
Það er ástæða 2 þess, að minna þarf að skera niður ef farin er verðbólguleið, því fljótlegri viðsnúningur þíðir einnig halli á ríkinu í skemmri tíma, því minni viðbótar skuldir af völdum sjálfrar kreppunnar.
- En hvað ég á við erum við að sjá innan ESB, þ.s. land eftir land, lendir í djúpri niðursveiflu, rekstrarhalla vanda og skuldasöfnun - sem erfitt reynist að ráða fram úr.
Vandi Japans er slíkur - að það virðist augljóst að fullkomlega útilokað er að endurgreiða skuldirnar!
A.m.k. svo lengi sem hagvöxtur er nánast enginn.
Málið er að skuldastaða japanska ríkisins er ca. 240% af þjóðarframleiðslu.
Landið hefur nú í rúmlega 20 ár verið fast í verðhjöðnunarspíral.
Verðhjöðnun í eðli sínu hefur mjög neikvæð áhrif á neyslu - en einnig á fjárfestingu.
Japönsku risafyrirtækin, þau fjárfesta í öðrum löndum. En ekki seinni árin innan Japans.
En í ástandi verðhjöðnunar, eru eignir alltaf hagstæðari á morgun. Einnig vöruverð.
Hvort tveggja hvetur fjárfesta og neytendur til að halda að sér höndum.
- Uppástunga Martin Wolf, er að Japan viljandi geri raunvexti neikvæða.
- Tja, eins og á Íslandi milli 1970 og 1980.
- Þannig neyðist fyrirtækin, til að nýta sína digru jena-sjóði, til að fjárfesta.
- En þá borgar sig ekki lengur, að sitja á peningunum.
- Almenningur, taki spariféð og eyði því.
- Í stað þess sem í dag margborgar sig - að varðveita það.
Hugmyndin er að hrista hagkerfi út úr doða, sem er búið að vera í honum lengi.
Framkalla - stórfellt aukinn hagvöxt!
Sjá: The risky task of relaunching Japan
Málið er - að það eru til yfrið nægir peningar í Japan!
En þeir sytja ónotaðir - þannig séð.
Þó ríkið skuldi svo mikið, þá á almenningur og fyrirtækin, meira en nóg fé á móti. Til að greiða þær skuldir upp í topp.
Þ.e. ástæða þess, af hverju fjárfestar hafa verið hingað til "pollrólegir" þrátt fyrir svakalega skuldastöðu ríkisins í Japan.
----------------------------------------
Það er ástæða að ætla, að einmitt þetta geti verið nærri lagi, þegar kemur að fyrirhugaðri stefnu nýrrar ríkisstjórnar Japans.
Nýr seðlabankastjóri hefur verið ráðinn, einmitt helsti gagnrýnandi um árabil stefnu fráfarandi stjórnar Seðlabanka Japans.
Stefnan er augljós, á verðbólgu.
Hættan er þó augljós - að stjv. Japans misreikni kúrsinn. Og verðbólgan verði hærri en stóð til.
Síðan er það auðvitað, hugsanleg viðbrögð 3. ríkja.
Þau verða ekki hress, þegar Japan greinilega fer skipulega í það að virðisfella jenið.
Gjaldmiðlastríð er augljós áhætta. Sem getur magnað hættuna á því, að verðbólgan verði meiri en til stendur.
Þetta virðist huguð stefna - en áhættan er einnig veruleg.
Niðurstaða
Deilan um verðbólgu vs. niðurskurð sbr. "austerity." Hefur gosið upp á yfirborðið í þessari heimskreppu. Við lönd sem ætla að fara verðbólguleið mjög augljóslega. Og á sama tíma, lönd þ.e. aðildarlönd evrusvæðis sérstaklega, sem eru að fara niðurskurðarleið sbr. "austerity."
Þannig fáum við einstakan samanburð, á því hvor leiðin sé skárri eða verri.
Eftir því sem kreppan viðhelst, hitnar undir þessum deilum.
En niðurskurðarstefna er ávallt gríðarlega erfið í framkvæmd innan lýðræðisríkja.
Áhugavert er í þessu samhengi að skoða niðurstöður könnunar á vegum Eurostat um þróun fátæktar innan Evrópusambandsins - tölurnar eru sláandi, sjá umfjöllun: Mikil barnafátækt í Evrópusambandinu!
Kv.
4.3.2013 | 23:28
Mikil barnafátækt í Evrópusambandinu!
Mjög áhugaverðar tölur sem fram komu á vef Eurostat þann 26. febrúar, um þ.s. ég verð að kalla - "skuggalega barnafátækt" innan aðildarlanda Evrópusambandsins. Takið eftir því hvernig fátækt er skilgreind:
--------------------------------------
"Persons at risk of poverty or social exclusion are those who are at least in one of the following three conditions:
- at-risk-of-poverty,
- severely materially deprived...
- or living in households with very low work intensity.
--------------------------------------
Mjög eðlileg greining frá félagsfræðilegu sjónarhorni!
En takið eftir hlutföllum barna eftir ríkjum, sem passa inn í þessa skilgreiningu?
In 2011, 27% of children aged less than 18 were at risk of poverty or social exclusion
Barnafátækt - yngri en 18. ára!
Ísland.............16,6% (áhugaverður samanburður)
Svíþjóð...........15,9%
Írland.............37,6%
Grikkland........30,4%
Spánn.............30,6%
Portúgal..........28,6%
Ítalía...............32,3%
Frakkland.........23%
Þýskaland........19,9%
Holland............18%
--------------------------
Eistland...........24,8%
Lettland...........43,6%
Litháen............33,4%
Hvað hefur eiginlega gerst á Írlandi?
Ég hef heyrt að barnafjölskyldur hafi farið mjög ílla þar, þ.e. þar var húsnæðisbóla eins og á Íslandi. Húsnæðisverð hefur lækkað - laun fólks hafa lækkað - skattar hafa verið hækkaðir hressilega; lífskjör verulega lægri en áður með öðrum orðum. En mér grunaði ekki á ástand barna væri þetta slæmt.
- Það er svakalegt að þar mælist meiri barnafátækt en í Grikklandi!
Takið eftir því hvað Ísland stendur sig vel - þrátt fyrir síðustu og verstu tíma.
En tölurnar eru frá 2011.
- Kíkjið endilega á síðuna sem hlekkjað er á að ofan - en þar eru fleiri tölur, og umfjöllun.
Það virðist að mjög stífar kröfur stofnana Evrópusambandsins til landanna í vanda, sé að hafa mjög slæm áhrif á þá þegna samfélagsins sem standa höllum fæti!
- Áhugavert er að á Írlandi, er hlutfall aldraðra sem eru fátækir ekki nema, 12,9%. Sem er hagstæðara hlutfall en í Þýskaland. Þ.e. vísbending þess að komið sé alvarlegt rof milli kynslóðanna á Írlandi.
Kynslóðin sem er að ala upp börnin - - sé að hafa það klárt verulega verr, en sambærilegur hópur á Íslandi.
En ég get ekki skilið þessar tölur með öðrum hætti en þeim, að þær lýsi mjög alvarlegum vanda barnafjölskylda á Írlandi.
Sem í sbr. vandi ísl. barnafjölskyldna blikni við hliðina á!
Bendi einnig á athyglisverða bloggfærslu: Brave Ireland is the poster-child of EMU cruelty and folly
- Ambrose Evans-Pritchard sýndi þessa mynd, þ.s. fram kemur þróun fjárfestingar.
- Eins og sést hefur fjárfesting gersamlega hrunið saman á Írlandi.
Þetta hljómar ekki fjarri þeim tölum sem eru hérlendis, í síðustu og verstu tíð.
Og sína að, það er ekki nóg að tilheyra ESB til að fá fjárfestingu.
Ef viðkomandi land hefur glatað tiltrú fjárfesta - þá hrapi fjárfesting einnig þó um aðildarland ESB og evru sé að ræða.
"The IMF warns that a stagnation scenario of 0.5pc growth a year into the middle of the decade would cause the debt ratio to spiral up to 146pc by 2021."
Það er því full ástæða til að hafa áhyggjur af slíku hruni fjárfestingar - - en alvarlegt ástand barnafjölskylda, er væntanlega ekki til að hvetja aðila til að koma og kíkja á Írland.
Því væntanlega, er yngra fólkið með menntunina og þekkinguna, í unnvörpum að flýja land undan skuldunum og kreppunni.
- Hin mikla fátækt er örugglega útkoman af hinni stífu kröfu um lækkun ríkisútgjalda.
- Sem líklega hefur leitt til þess, að stuðningskerfi hafa verið skorin niður.
Þetta er þ.s. getur valdið félagslegri sprengingu í löndunum í vanda - þ.e. vaxandi fátækt þeirra sem ekki hafa vinnu. Því þegar félagskerfin eru skorin af. Þá er það þróun yfir í hreysahverfamenningu sem blasir við. Fólk lifandi á götunni. Betlandi, snapandi mat á ruslahaugum, eða hvar sem er.
Hinn grimmi veruleiki niðurskurðarstefnunnar!
Niðurstaða
Mér blöskrar ástandið á Írlandi. Þrátt fyrir að hafa fylgst með þróun mála um nokkra hríð. Hafði ég enga hugmynd um að ástandið væri þetta slæmt. En tölurnar yfir barnafátækt á Írlandi. Eru svo svakalegar, að það er manni undrunarefni, að ekki hafi soðið upp úr þarlendis. En samfélagsró hefur verið miklu meiri á Írlandi en í Grikklandi.
Ef einhver þekkir til Írlands - má viðkomandi koma með skýringu á því, af hverju Írar eru ekki bandbrjál!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það stefnir í mesta gjaldþrot sveitafélags í sögu Bandaríkjanna, gjaldþrot Detroit borgar. Sem á blómatíma sínum var 5 stærsta borg Bandaríkjanna en er í dag 18. stærsta. Og ekki síst, mikilvæg menningarborg. Í dag hefur íbúafjölda Detroit hnignað svo, að þar búa um 700þ. manns í stað 1.8 milljón, þegar mest var.
Stór svæði eru í auðn þar sem áður voru blómleg hverfi.
Á undanförnum árum, hafa borist fréttir af aðgerðum - eins og, að borgarstarfsmenn skrúfa fyrir vatn og rafmagn til svæða, þar sem íbúafjöldi er orðinn of lítill til þess að það svari kostnaði að halda þeim uppi.
Þannig eru þeir fáu eftir, neyddir til að flytja sig um set - mig grunar að margir þeirra hafi kosið að fara að fullu, í stað þess að þiggja styrk frá borgarsjóði. Til að koma sér fyrir í öðrum hverfi.
Þrátt fyrir þetta - hefur hallarekstur borgarinnar verið mikill áfram.
Ekki síst séu það lífeyrissjóðir fyrrum starfsmanna, sem liggi eins og mara á borgarsjóði. Sem þurfi að borga háar upphæðir með þeim á ári hverju.
Heildar skuldbindingar borgarsjóðs, séu upp á 14ma.$.
Halli borgarsjóðs stefni í 327milljón.$ þetta ár.
Reksturinn sé ósjálfbær hvernig sem á er litið.
Borgin hefur 10 daga til að hnekkja ákvörðun ríkisstjóra, sem var kynnt sl. föstudag.
En ef hún kemst til framkvæmda, mun Rick Snyder skipa fjárhaldsmann - með mikil völd til þess að grípa til stórfelldra skipulagsbreytinga, á rekstri borgarsjóðs.
Fiscal emergency declared in Detroit
Michigan Naming Fiscal Manager to Help Detroit
Michigan governor clears way for state takeover of Detroit
Detroit Will Be Run by Financial Manager
- Eins og margir þekkja, var Detroit meginborg bandarískrar bílaframleiðslu á árum áður. En á seinni árum, hefur það breyst. Og er ekki lengur svo, að Detroit sé sú borg þar sem flestir bílar eru framleiddir.
- Borginni hefur hnignað í takt við hnignun markaðshlutdeildar GM, Ford og Crysler. Og einnig í takt við gjaldþrot eldri fyrirtækja, eins og AMC.
- Ég velti fyrir hvort að bílaframleiðendurnir, hafi komið í veg fyrir að önnur sambærileg framleiðsla væri sett upp þeim til höfuðs í Detroit sjálfri.
- En þegar t.d. Toyota, Honda, Nissan/Renault, og Mercedes Bens - settu upp verksmiðjur í Bandaríkjunum, varð Detroit ekki fyrir valinu. Þó þar væri fyrir fyrirtækjanet sem þjónaði bílaframleiðslu, þ.e. íhlutaframleiðsla. Þess í stað, varð að setja á fót alveg allan ferilinn á nýjum stað. Og það var val ofangreindra framleiðenda í hvert sinn.
- Þess vegna, velti ég fyrir mér, hvort að Ford, Crysler og GM. Hafi verið hindrun. Beitt áhrifum sínum innan borgarinnar, til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar kæmu sér fyrir í sömu borg.
Mér grunar sem sagt að pólitísk skammsýni sé lykilástæða að hnignun Detroit.
Og í dag þ.s. stefnir í að vera óhjákvæmilegt "hrun."
Niðurstaða
Saga Detroit borgar er saga öflugrar uppbyggingar á blómatíma sínum. En á seinni árum. Stöðugrar hnignunar. Borgarstjórn virðist algerlega hafa mistekist að snúa þeirri hnignun við. Það burtséð frá því hvaða borgarstjóri var við völd.
Á öðrum svæðum í Bandaríkjunum, hafa borgir verið að eflast víða hvar.
Einhvern veginn, hefur borgarstjórn Detroit gersamlega mistekist, að draga lærdóm af endurnýjun borga t.d. í suðurríkjunum í Bandaríkjunum. Þar sem, áður fátækum borgum hefur tekist, að byggja upp nýtt atvinnulíf.
Hrun Detroit verður að setja á ábyrgð stjórnenda hennar sl. 2 áratugi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.3.2013 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.3.2013 | 21:42
Mun Framsóknarflokkurinn nýta sitt tækifæri betur en VG?
Það blasir við eftir röð kannana, að stefnir í mikla fylgisaukningu Framsóknarflokksins. Þannig að saman má jafna við kosningarnar 1995 þegar Framsókn fékk 23,3%. Nefna má einnig úrslitin 1974 og 1979 24,9%. Úrslitin 1971 25,3%. Og ekki síst 1967 28,1%.
Kannanir hafa sýnt fylgi á grensunni um 22% til 26%.
Og kosningastefna Framsóknarflokksins er ekki enn komin fram.
Baráttan vart hafin.
Vanalega eykur Framsókn fylgið í kosningabaráttunni.
En við þessar aðstæður, má vera að svo verði ekki.
Heldur snúist baráttan um það, að halda þeirri sveiflu sem þegar er komin!
En þó, ef kosningastefnan virðist trúverðug, þeim nýju kjósendum sem flokkurinn virðist laða að sér í þetta sinn, má vera að jafnvel flokkurinn bæti í - frekar en hitt.
Í því tilviki, hafandi í huga að Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með innan við 30% fylgi, svo lítið sem rúmlega 28% í sumum könnunum, og sögulega séð vanalega fær sá flokkur minna hlutfall út úr kjörkössunum, en hann mælist með í könnunum.
Má vera að Framsókn jafnvel verði eftir kosningarnar Nr. 1. Það er, stærsti flokkur landsins.
- Ég legg samt áherslu á óvissu.
- Fylgið er á flökti.
- En tækifærið fyrir Framsókn er augljóst.
Hvernig á Framsókn að halda þessu fylgi?
Samanburðurinn við VG sem fékk mjög góða kosningu 2009, og virðist í þetta sinn stefna í miklu mun lélegri. Það er líklega á bilinu 6-10%. Er augljós.
Upplifun fjöldamargra þeirra er kusu VG 2009, virðist vera að forysta VG hafi ekki staðið við stóru orðin. Sterk upplifun margra um svik - en ekki síst. Skaðaði VG hinar hatrömmu deilur um Icesave, sem forysta VG tók á sínum tíma þann pól í hæðina. Að verja þá áherslu með kjafti og klóm, að rétt væri að semja við Breta og Hollendinga. Haldið var stíft á lofti, að það hefði hræðilegar afleiðingar - að semja ekki. Líklega er ekki síst, að útkoma Icesave málsins hafi rústað trúverðugleika stefnu forystunnar.
En að auki, hafa komið hatrammar deilur um atvinnu-uppbyggingu. Og upplifun margra að VG sé fyrst og fremst "Þrándur í götu."
----------------------------------
- Svarið er augljóst:
- Að standa við kosningaloforðin.
- Einkum, loforð þess efnis, að bæta stöðu skuldugra Íslendinga.
- Og um atvinnu-uppbyggingu.
Vegna þess að líklega er lykilatriðið að standa við stóru orðin?
En ekki þarf að efast um það, að ef kjósendur upplifa að þau hafi verið svikin að 4. árum liðnum, munu þessir nýju kjósendur yfirgefa Framsóknarflokkinn. Og jafnvel fleiri til.
En ef flokkurinn hefur gæfu til að halda þeim, þá getur verið að hefjast nýtt stórveldistímabil í sögu hans.
- Þess vegna er sérdeilis mikilvægt að ná kosningaloforðunum inn í stjórnarsáttmála.
- Því, er gríðarlega mikilvægt, að gera allt til þess að hámarka samningsstöðu flokksins.
Ég legg því til að:
- Flokkurinn haldi báðum endum galopnum.
- Með öðrum orðum, semji samtímis við aðildarsinnaða flokka annarsvegar og hinsvegar við Sjálfstæðisflokk.
Ég held að þetta sé mögulegt, vegna stöðunnar sem nú hefur skapast.
Vegna þess, að Sjálfstæðisfl. virðist í reynd hafa útilokað samstarf við aðildarsinnaða flokka, með kröfu sinni um það að "hætta viðræðum án tafar" sem kom fram í ályktun landsfundar Sjálfst.fl.
Ályktun Framsóknarflokksins, er ívið sveigjanlegri - þ.e. talað er einungis um það, að ef skal halda viðræðum áfram, skal setja málið í þjóðaratkvæði.
Spurningin í tilviki Framsóknarflokksins er því; á að halda viðræðum áfram eða hætta þeim?
Meðan, að í tilviki ályktunar Sjálfst.fl. væri spurningin; á að hefja viðræður á ný eða ekki?
Málið er, að það er ekki 100% öruggt, að ESB hefði áhuga á því að endurstarta viðræðum, en ef svo er - þá þarf líklega að endurtaka allt úttektarferlið sem landið fór í gegnum. Með öðrum orðum, mjög veruleg töf á viðræðum í besta falli.
Í samanburði við ályktun Framsóknarfl., þá þarf ekki að breyta núverandi ástandi þ.s. viðræður eru í hægagangi - sem sagt formlega enn í gangi; þannig að þá þarf ekki að hefja nýtt ferli. Heldur unnt að framhalda því núverandi.
Sem sleppir töf á viðræðum - ef útkoma þjóðarinnar er "Já."
--------------------------------------
- Með öðrum orðum - það er hugsanlegt, að aðildarsinnar geti lifað með afstöðu Framsóknarflokksins.
- En líklega óhugsandi, að þeir geti lifað með afstöðu Sjálfstæðisflokksins.
Þetta þíðir líklega - - að Framsóknarflokkurinn getur ef hann vill, hafið viðræður við aðildarsinnaða flokka, á meðan hann einnig ræðir við Sjálfstæðisflokk.
- Muna aftur - - tilgangurinn er að hámarka það hlutfall kosningaloforða Framsóknarflokksins, sem næst að koma inn í stjórnarsáttmála.
- Ekki síst vegna þess, að það sé mjög mikilvægt fyrir framtíð Framsóknarflokksins, að halda í hinn nýja kjósendahóp, sem skv. könnunum er að laðast að flokknum núna.
- Ef það tekst, eins og ég sagði, getur komið ný stórveldistíð flokksins, en þá aðeins ef það tekst, að standa við stóru orðin.
Akkúrat í þeim tilgangi - sé það réttlætanlegt. Að forysta flokksins, beiti Sjálfst.fl. og aðildarsinnuðum flokkum hverja gegn öðrum. Láti þá keppa um hylli Framsóknarflokksins.
Því ástand mála virðist vera - - að fyrir hvora tveggja; sé Framsókn í reynd eini möguleikinn.
Ef Sigmundur Davíð - setur upp sitt besta "pókerandlit" og ræðir við forystumenn þessara flokka á víxl.
Gefur sér nægan tíma eftir kosningar, til að tefla þá hverja gegn öðrum.
Þá ætti að vera ákaflega mögulegt - jafnvel að ná inn hverju einasta atriði af kosningaloforðunum.
--------------------------------------
Að sumu leiti höfðar til mín, að starfa með aðildarsinnuðu flokkunum upp á þessi býti, þ.e. að svínbeygja þá þannig að þeir sætti sig við 2-falda kosningu.
En ég á von á því frekar en hitt, að Framsókn vinni þann slag, þó það geti alveg farið á hinn veginn.
En, það væri áhugavert, að vinna með þeim flokkum ef það verður útkoman, og verða vitni að því að þeir neyðist til að éta stóru orðin þess efnis að: ESB og evra sé eina færa framtíð landsins.
Þeir yrðu þá eiginlega - að fylgja stefnumóteli Framsóknarflokksins, nærri því fullkomlega.
En ég efa það stórfellt, að þeir hafi "Plan B" á takteinum.
Að auki, Framsókn væri stærsti flokkurinn í slíkri ríkisstjórn - er ég viss um.
Og þá mun Framsókn líklega koma vel út, í kosningunum 2017.
En vanalega græða stóru flokkarnir meir en þeir smærri.
Niðurstaða
Það virðist blasa við, að Framsókn líklega verði með pálmann í hendinni. Þegar talið verður upp úr kjörkössunum í vor. Megin spurningin sé eiginlega frekar. Hve stór sigurinn verði.
Sérstaklega væri það einstakt, ef Framsókn verður stærst. En miðað við nýjustu kannanir. Getur vel farið svo að útkoma Sjálfstæðisflokks. Verði léleg, þ.e. fylgi innan við 30%.
Framsókn getur staðið frammi fyrir einstöku tækifæri, til þess að móta framtíð Íslands.
Eins gott að klúðra því tækifæri ei.
Kv.
1.3.2013 | 23:12
Sjálfvirkur niðurskurður útgjalda skellur á Bandaríkjunum!
Demókrötum og Repúblikunum mistókst að semja um aðra lausn, en svokallaða "sequestration" þ.e. sjálfvirkan yfir línuna niðurskurð útgjalda sem nú tekur gildi hjá bandaríska alríkinu. Í ár skv. þessu, verður skorið niður um 0,6% af þjóðarframleiðslu. Þegar, hafa skattahækkanir verið framkvæmdar - þ.e. í janúar sl.
Lagt saman eru áhrif skv. "Congressionary Budget Office" um 1,5% af þjóðarframleiðslu.
Þetta ár - - sem væntanlega þíðir. Að hagvöxtur í Bandaríkjunum verður ívið minni þetta ár en annars leit út fyrir.
En þ.e. umdeilt akkúrat hver sá verður.
Þeir bjartsýnustu telja, að hagvöxtur verði samt um 2%. Voru þá að spá áður, yfir 3% hagvexti.
Það finnst mér persónulega í bjartsýnni kantinum.
Og mér kæmi ekki á óvart. Að hagvaxtartölur, verði á bilinu kringum 1%. Það er, ofan við "0" en ekki nema rétt svo.
Eða með öðrum orðum, að þetta verði ár - efnahagslegs hægagangs.
Sem þíðir væntanlega, að ekki verður neinn slaki á prentuntaraðgerðum "Federal Reserve."
Takið eftir skiptingu niðurskurðarins, að helmingur skellur á hernaðarútgjöld.
Það er þ.s. mér þykir merkilegt, að það séu Repúblikanar sem eru að skera niður í hermálum.
Gallinn við aðferðina er að, sama prósenta er skorin af allri starfsemi á vegum ríkisins - - klassískur niðurskurður þvert á línuna.
Þannig, að góð prógrömm sem gefa af sér, eru einnig skorin niður - sbr. menntamál eða styrkir til vísinda og tækniþróunar.
En ekki tókst, að ná fram samkomulagi - um vitrænni aðferðafræði varðandi niðurskurðinn.
Obama, Party Leaders Remain at Impasse Over Sequester
Fiscal Pain to Be Parceled Out Unevenly
As Washington frets, markets take US spending cuts in stride
U.S. weighs wiggle room for agencies to deal with spending cuts
Þó að Bandaríkin líklega haldist á floti efnahagslega séð þrátt fyrir niðurskurðinn, sem kemur ofan á skattaaðgerðir við byrjun janúar; þá að sjálfsögðu hefur minni hagvöxtur áhrif.
En líklegt er, að neysla þetta ár verði minni en annars hefði verið, fjárfestingar einnig minni - o.s.frv.
Áhrifin óhjákvæmilega þannig, að sú aukning hagvaxtar sem menn voru að vonast eftir þetta ár - - verður ekki.
Það er einmitt eitt af þeim atriðum, sem stofnanir ESB hafa verið að vonast til - - að hagvöxtur í Bandaríkjunum, muni auka möguleika evr. útflutningsfyrirtækja og þannig vega á móti minnkun eftirspurnar hjá evr. neytendum.
En í staðinn, verður líklega ekki af þeirri - - væntu aukningu.
Sem minnkar líklega til muna, líkur þess að sá efnahagslegi viðsnúningur á seinni hluta þessa árs, sem stofnanir ESB hafa verið að vonast eftir - - muni sjást stað.
Eins og sést á myndinni að ofan, þá bitnar niðurskurðurinn - - misjafnlega á einstökum fylkjum Bandaríkjanna.
Sum munu vart finna fyrir nokkrum hlut - - meðan rauðlituðu fylkin þ.s. starfsemi á vegum alríkisins virðist vera þéttust; verða einkum fyrir barðinu.
- Það skiptir einnig máli, hve lengi niðurskurðurinn verðu í gildi.
- En eitt er að hann gildi í nokkra mánuði, síðan verði einhvers konar samkomulag.
- Annað er að hann gildi á næsta ári einnig, eða einnig árið þar á eftir. Eða öll 10 árin.
- "States eventually will have to decide how to cut programs for low-income or vulnerable people that are funded through federal grants, such as child-care assistance, nutrition programs for women and children, mental-health services, and meal programs for senior citizens."
- "If Congress keeps the sequester cuts in place for a few months, then the economy will start to feel the effects. Federal workers furloughed (launalaus frý) for as many as 22 days between mid-April, when the furloughs are expected to begin to occur, and the end of the fiscal year will face a pay cut of as much as 20 percent. This will have ripple effects throughout the economy on consumer spending as well as state income and sales taxes."
- "By July, August, and September, the impact of sequestration should be fully felt. Were not going to go into a downward spiral overnight, but the spending cuts will build, and as they build, the effects will become noticeable, says Nigel Gault, the chief U.S. economist of IHS Global Insight."
Þrátt fyrir allt - - er þetta ekki alveg sambærilegt við rás atburða t.d. á Spáni.
En munurinn liggur í prentun "Federal Reserve" sem tryggir að peningamagn sé stöðugt í tiltekinni "lágmarks" aukningu, miðað við stöðuga ca. 2% verðbólgu.
Á sama tíma eru stýrivextir "0%." Þ.e. neikvæðir raunstýrivextir.
Vaxtaumhverfið er miklu lægra en það umhverfi, sem Spánn stendur frammi fyrir. En "ECB" hefur ekki tryggt lágvaxtaumhverfi innan evrusvæðis - - heldur hefur markaðurinn ákveðið, að sum lönd þ.e. löndin í N-Evr. eigi skilið lágvaxtaumhverfi, meðan að vextir hafa hækkað duglega í S-Evr.
"Federal Reserve" viðheldur stöðugum markaðsinngripum - tryggir þannig lágvaxtaumhverfi alls staðar í Bandaríkjunum.
-------------------------------
Nettó útkoman er sú, að bremsun sú sem mun leggjast á bandaríska hagkerfið verður samt mun minni, en sú bremsun sem Spánn verður fyrir og önnur ríki innan evrusvæðis í efnahagsvanda.
Niðurstaða
Ég í reynd óttast ekki sérdeilis að Bandaríkjunum sem slíkum stafi ógn af "budgetary sequestration." Aftur á móti, mun minni hagvöxtur í Bandaríkjunum. Hugsanlega jafnvel minni þetta ár en sl. ár.
Bitna á Evrópu. Gera kreppuna innan Evrópu verri. Og örugglega gulltryggja það, að ekki sé nokkur möguleiki á efnahagslegum viðsnúningi á evrusvæði - þetta árið.
Spurningin er þá meir í þá átt, hversu neikvæð áhrifin verða innan evrusvæðis.
En ef það verður einhver stór skellur - þá mun hann mun líklegar koma frá evrusvæði, en frá Bandar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.3.2013 kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
28.2.2013 | 23:49
Dýpri kreppa á Spáni - 22% Þjóðverja í láglaunastörfum!
Það er að koma í ljós að kreppan á sl. ári, á Spáni. Var dýpri en stjórnvöld Spáðu fyrir um. Og ég er virkilega ekki hissa.
Annað áhugavert, er að svipað hlutfall Þjóðverja er í láglaunastörfum, og á við um Breta. Vekur nokkra athygli. En Þýskaland er eitt þeirra landa sem ekki hafa nokkur opinber lágmarkslaun. Sem leiðir til þess ástands, að laun fyrir störf þ.s. ekki er krafist sérstakrar hæfni. Eru lág meira að segja á íslenskan mælikvarða.
Það má ganga svo langt sem að líkja þessu við bandarískt ástand, vegna þess að til Þýskalands er nú mikið aðstreymi fólks í örvæntingarfullri atvinnuleit.
Og vinnuveitendur, virðast hagnýta sér það ástand - til að íta kjörum enn lengra niður.
Mettaprekstur spænskra fyrirtækja á sl. ári!
Spain suffers worst corporate slide of crisis
- It has been the worst year for corporate earnings in Spain since the crisis began,
- Earnings have collapsed in Spain for domestically focused businesses, which reflects a sharp fall in domestic GDP.
- "The flurry of earnings reports came as new data revealed that the Spanish economy contracted at a faster pace than previously thought late last year."
- "In a sign of the continuing weakness in the countrys credit-starved economy, output fell 0.8 per cent in the last three months of 2012 the sharpest quarterly drop in more than three years Spains national statistics office said."
Taprekstur spænskra fyrirtækja sá mesti á sl. ári, síðan kreppan hófst.
Sá samdráttur sé einkum vegna hnignunar eftirspurnar innan hagkerfisins á Spáni, sem einnig sé sú mesta mæld síðan kreppan hófst.
Mesta ársfjórðungsfall spænska hagkerfisins, er ekki beint vísbending um þann viðsnúning - sem spænsk stjv. halda fram að verði seinni part þessa árs.
Það kemur einnig fram, að mörg þeirra fyrirtækja sem skiluðu miklu tapi á sl. ári, telja að þetta ár verði mun skárra.
Ég verð að segja, að þ.e. ekkert augljóst - sem bendir til slíkrar útkomu.
"Everyone is saying we have seen the worst, and the second half is going to be better, but there are few signs of this. We have heard this before, said Ignacio Méndez Terroso, head of strategy at Mirabaud in Spain."
Dickensískar vinnuaðstæður innan Þýskalands, vekja áhyggjur!
Germanys work conditions spark concern
Við erum að tala um mánaðalaun fyrir fulla vinnu, sem jafnvel eru lægri en 1000 evrur, eða 165þ.kr./mán.
Það eru til þetta lág laun á Íslandi. En það virðist vera að lygilega margir séu nærri þessu launabili, á þýska vinnumarkaðinum.
Á sama tíma, séu laun oft mjög góð innan starfsgreina þ.s. eftirspurn er næg eftir vinnuafli - og krafist er tiltekinnar lágmarksþekkingar.
Með öðrum orðum - - virkilega mjög vítt launabil.
Sjá Eurostat: One out of six employees in the EU27 was a low-wage earner in 2010
Þessar tölur því miður eru ekki glænýjar - og sýna ekki það kaupmáttarhrap sem átt hefur sér stað nýverið.
- En eins og sjá má, þá er 22,2% á vinnumarkaði innan Þýskalands, á launum sem eru 2/3 lægri en meðallaun!
- Til sbr. er einungis 2,5% vinnuafls á svo hlutfallslega lélegum kjörum sama ár í Svíþjóð.
- Annar sbr., að sama hlutfall er 22,1% í Bretlandi. Skv. því er launabil, svipað í Bretlandi og í Þýskalandi.
- 6,7% er hlutfallið á Íslandi 2010.
Launamunur er þannig séð mikið minni á Íslandi - þó svo að mjög líklega séu meðallaun nokkuð lægri hér
"Sabrina Decker was earning 1,100 a month in a German call-centre, but then her employer forced her on to a new contract paying 40 cents per processed call, rather than an hourly wage. Although she works 12 days on and two off, she now takes home less than 1,000 a month."
"Ralf Brücher, for example, is unhappy as a security guard earning 7.38 an hour..." sbr. 1217kr./klst.
Fólk sem vinnur í óöruggum hlutastörfum - sé jafnvel á enn lakari kjörum en þetta.
Og það sé hratt vaxandi fjöldi - eftir því sem innstreymi örvæntingafullra í vinnuleit vex.
Niðurstaða
Það er að koma fram sem mig grunaði, að kreppan innan spænska hagkerfisins, er töluvert verri. En það sem spænsk stjórnvöld halda fram.
Og líklega á það sama við um spár spænskra stjv. um viðsnúning seinni helming þessa árs, að þeim spám sé rétt að taka með drjúgum fyrirvara.
-------------------------
Áhugvert er hve rosalega hátt hlutfall fólks á þýskum vinnumarkaði er í störfum sem borga minna en 2/3 af meðallaunum.
Áhugavert í því samhengi, að við erum að tala um taxta sambærilega við lægstu laun sem þekkjast hér, og jafnvel enn lakari en það.
Fyrir þá sem eru í hlutastörfum eða að starfa sem verktakar.
- Spurning þó, hvort Þýskaland sé einfaldlega undan þróuninni - þ.e. að lækkun launakjara sé í farvatninu, víðsvegar um álfuna.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.3.2013 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2013 | 20:12
Beppe Grillo nokkurs konar Jón Gnarr Ítalíu?
Það merkilega við niðurstöður kosninganna á Ítalíu um daginn. Er að mótmæla- og grínhreyfingin "Movimento 5 Stelle / M5S" eða 5. Stjörnu Hreyfingin. Er allt í einu orðin að stærsta stjórnmálaflokki Ítalíu með 25% atkvæða. Beppe Grillo, er þekktur háðfugl á Ítalíu, og einnig þekktasti bloggari Ítalíu. Og einkenndist baráttan skilst mér, af stöðugu gríni og spaugi á kostnað - "hinna spilltu gömlu flokka"?
Eitthvað kemur slík tegund af gagnrýni manni kunnuglega fyrir sjónir.
Eitt af því sem hreyfingin neitar, er að koma fram í sjónvarpi. Sem sagt, engin sjónvarpsviðtöl.
En líklega kemur þetta til vegna þess, að ítalskar sjónvarpsstöðvar hafa víst bannað Grillo aðgang, eftir skefjalausa gagnrýni hans á innlenda stjórnmálamenn í gegnum árin. Kannski ekki síst vegna áhrifa sjónvarpsstöðva í eigu Berlusconi. Samstaða félaga í hreyfingunni með sínum formanni.
Þeir sem allt í einu eru komnir á þing fyrir hreyfinguna, eru ósamstæður hópur - fólks sem hingað til hefur ekki verið þekkt í þjóðlífinu á Ítalíu.
Hreyfingin er kennd við 5 megin stefnumál:
- Auðlindin vatn í eigu ríkisins.
- Fólk geti ferðast milli staða með sjálfbærum hætti.
- Þróun.
- Internet væðingu.
- Umhverfismál.
Spurning sem brennur á vörum margra - er hvort 5 Stjörnuhreyfingin, geti hugsað sér þátttöku óbeint eða beint, í stjórnarsamstarfi!
En fræðilega getur hún myndað meirihluta með vinstrifylkingu Bersani. En viðbrögð Grillo. Virðast slá töluvert á þær vonir, sbr:
"Writing on his blog, Mr Grillo...criticised Pier Luigi Bersani, leader of the Democrats, as the talking dead, describing him as a political stalker who has been making indecent proposals to the Five Star Movement for days, instead of resigning as anyone else would have done in his position."
Hugsanlega er Grillo að vísa til þess sannleiks, að kosningaúrslitin eru í reynd töluvert áfall fyrir vinstrifylkinguna, þ.s. hún fékk töluvert færri atkvæði en í kosningunum á undan.
"The Democrats lost 3.5m votes compared with the last elections in 2008 and only narrowly defeated Mr Berlusconi who lost an even larger share of the electorate as Italians voiced their anger at the entire political establishment."
Grillo getur einnig verið að meina, að Bersani sé hluti af "gömlu klíkunni" og henni hafi verið úthýst af kjósendum.
Þó slík afstaða sé ekki sérstaklega hjálpleg núna - þegar 5 Stjörnuhreyfingin, hefur nú þau þingsæti sem upp á vantar. Svo fræðilega sé unnt að mynda starfandi þingmeirihluta.
- Einn möguleikinn er sá - að 5 Stjörnuhreyfingin brotni upp, eins og Borgarahreyfingin íslenska gerði, enda margir af þingmönnum ekki að því virðist, með margt annað sameiginlegt. En hatur á gömlu flokkunum og gömlu stjórnmálamönnunum.
"Mr Grillos intervention stirred an angry online response from many of his supporters who argued that if the Five Star Movement were to drive its agenda of political cost-cutting and anti-austerity measures through parliament as Mr Grillo also said he wanted to do then it had to take the logical first step of getting a centre-led government into office."
"Others backed Mr Grillo, saying the outcome would anyway be an unpopular and dysfunctional grand coalition between Mr Bersani and Mr Berlusconi, which would eventually collapse, leading to fresh elections and total victory for their movement."
Sú hugmynd, þ.e. samstarf vinstri og hægri, þ.e. Bersani og Berlusconi, er uppástunga gamla bragðarefsins - að mynda stjórn með takmarkað umboð til að koma fram tilteknum málum, í samstarfi beggja flokka.
"Analysts noted that an obscure Senate rule would allow the Five-Star Movement lawmakers to stay out of the room during a confidence vote allowing a government to be installed. Mr. Grillo has said he is interested in supporting legislative proposals on a case-by-case basis, so there would be room for convergence on some points."
Þetta er áhugaverð regla, að þingmenn 5 Stjörnuhreyfingarinnar, geti yfirgefið salinn - meðan greidd eru atkvæði um stuðning við nýja ríkisstjórn.
Sem virðist hugmynd, um að koma vinstrifylkingunni til valda.
""If there are convergences on the program, I could vote in favor of a Bersani government," Serenella Fuksia, a newly elected Five-Star senator from the Marches region, said in another radio interview Wednesday. "We're not in parliament to waste time," she added."
Það virðist því hugsanlegt - að klofningur verði í þingliði 5 Stjörnuhreyfingarinnar.
Eitt virðist ljóst - að enn er ekki ástæða til að bóka, aðrar þingkosningar. Sem öruggan atburð.
Aðrar kosningar geta endurræst evrukrísuna!
Markaðurinn er líklega að bíða og sjá, hvað gerist á næstu dögum. Þ.e. hvort útlit er fyrir myndun stjórnar eða ekki. Þannig að mjög neikvæð áhrif komi ekki fram strax. Þó reyndar sé þegar búið að vera nokkuð verðfall. Er það þó ekki enn, neitt óskaplega mikið.
En eitt sem menn óttast er eftirfarandi:
- "The great fear is that the European Central Bank (ECB) will find it impossible to prop up the Italian bond market under its Outright Monetary Transactions (OMT) scheme if there is no coalition in Rome willing or able to comply with the tough conditions imposed by the EU at Berlins behest. Europes rescue strategy could start to unravel.
- Andrew Roberts, credit chief at RBS, said: What has happened in these elections is of seismic importance.
- The ECB rescue depends on countries doing what they are told. That has now been torn asunder by domestic politics in Italy.
- The big risk is that markets will start to doubt the credibility of the ECBs pledge."
Ástæða þess að evrukrísan datt niður á sl. ári - er loforð Seðlabanka Evrusvæðis um kaup á ríkisbréfum ríkja í vanda - gegnt tilteknum skilyrðum.
- En þar er einmitt hnífurinn í kúnni, að slík björgun er skilyrt.
- Og líklegt að "ECB" verði ekki kleyft að bjarga Ítalíu - - ef hún sekkur í pólitíska ringulreið!
Ítalía er það stór biti innan evrunnar - - að stjórnleysi þar, er mjög hættulegt ástand.
Niðurstaða
Ástand mála á Ítalíu er orðið spennandi. Og full ástæða til að fylgjast mjög náið með fréttum þaðan á næstu dögum. Enda Ítalía algert lykilland innan evru. Evran líklega ekki fær um að hafa það af, án Ítalíu.
Kv.
26.2.2013 | 19:30
Framsóknarflokkur í lykilstöðu íslenskra stjórnmála á ný!
Þetta virðist blasa við eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, þar sem tekin var svo einörð afstaða í aðildarmálinu. Að samstarf við aðildarsinnaða flokka virðist ekki raunhæfur möguleiki.
Það gefur Framsóknarflokknum óvænt - pálmann í höndina.
Því þar með er Framsóknarflokkurinn kominn með sína gömlu stöðu, að vera ráðandi afl í íslenskum stjórnmálum.
Ég á við, að það er Framsóknarflokkurinn sem skv. þessu, ræður því hvort þ.e. vinstristjórn eftir kosningar eða hægri.
Aðildarsinnar munu mjög líklega ekki geta myndað starfhæfan meirihluta án Framsóknar - og á sama tíma, virðist Sjálfstæðisflokkur skv. ályktun landsfundandar í reynd hafna öðrum samstarfsmöguleikum.
Áhugaverð eru viðbrögð Össurar:
"Einangrunarhyggja Sjálfstæðisflokksins eru athyglisverð í ljósi þess að Framsókn hefur tekið mun mildari afstöðu. Hún vill líka ljúka viðræðum og leyfa þjóðinni að kjósa, svo fremi meirihluti þjóðarinnar samþykki framhald þeirra í þjóðaratkvæði. Það er því Sjálfstæðisflokkurinn einn sem hefur einangrað sig kyrfilega frá Evrópu um leið og formaðurinn tók enn eitt flipp-floppið varðandi evruna."
Mér finnst klárt mega lesa úr þeim orðum, að Össur geti gleypt kröfu Framsóknarflokksins, um 2-falda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þó svo að áður hafi Samfóar ávallt hafnað því, að láta fyrst framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja þjóðarinnar - til þess að standa í aðildarviðræðum í fyrsta lagi.
Þetta er ekki furðulegt - - því vegna þess hve kyrfilega Sjálfst.fl. lokar þar með á hugsanlegt stjórnarsamstarf með aðildarsinnuðum flokkum; þá er ekkert um annað að ræða fyrir forsvarsmenn Samfóa, en að mæta þeim kröfum sem Framsókn setur fram.
Sjálfst.fl. hefur stórfellt styrkt samningsstöðu Framsóknarflokksins.
Meðan að á sama tíma, hann hefur veikt sína eigin.
Í framhaldinu, veikist einnig til muna samningsstaða Samfylkingar sem og annarra aðildarsinnaðra flokka.
En aðildarmálið er mál 1, 2 og 3 hjá þeim flokkum. Miðað við afstöðu Sjálfst.fl. og líkleg kosningaúrslit.
Er Framsókn eini hugsanlega möguleikinn - - þannig að það er þá ekki val um annað, en að mæta kröfum Framsóknarmanna!
Sjá niðurstöður glænýrrar könnunar MMR!
"814 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára tóku þátt í könnuninni og tóku 78 prósent afstöðu."
- Framsóknarflokkurinn næst stærstur.
- Samfylking dottin niður í að vera 4. stærst.
- 28,1% skv. þessu myndu kjósa BF + Samfylkingu, sem miðað kosningafylgi Samfó 2009 sem var 29,8% þíðir að 1,7% vantar upp á sameiginlegt fylgi þeirra flokka. Með klofnun aðildarsinna í flr. flokka, virðist ekki eiga sér stað nein fjölgun aðildarsinna.
- Áhugaverð, léleg fylgisstaða Sjálfstæðisflokks.
Þetta er þó dagana fyrir landsfundi VG og Sjálfst.fl. um sl. helgi.
Verið getur að þeir hafi haft e-h jákvæð áhrif á þá flokka fylgislega séð.
Niðurstaða
Mér virðist að skv. nýjustu tíðindum. Geti Framsóknarmenn horft mjög bjartsýnir til næstu kosninga. Staðan hefur ekki verið þetta sterk - síðan í tíð Steingríms Hermannssonar. Þegar Framsókn gat horft hvort sem var til hægri eða vinstri. Það er þ.s. felst í því að vera miðjuflokkur. Að flokkar til hægri eða vinstri koma hvort tveggja í senn til greina í augum Framsóknarmanna.
Sigmundur Davíð, á að sjálfsögðu að ræða við Sjálfstæðisfl. og aðildarsinnaða flokka eftir kosningar.
Enda felst hámörkun samningsstöðu flokksins í því, að leiða fram keppni hinna flokkanna um að fá Framsókn til liðs við sig.
Ef rétt er haldið á spilum, á flokkurinn að geta komið í gegn - öllum stefnumálum sínum.
---------------------
Taka sér nægan tíma í stjórnarmyndun.
Semja mjög ítarlegan stjórnarsáttmála, þ.s. allt er neglt niður.
Það er engu að treysta - nema það standi svart á hvítu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2013 kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2013 | 21:43
Verstu hugsanlegu kosningaúrslitin á Ítalíu?
Ef marka má fréttir. Hefur vinstrifylking Bersani einungis 1% forskot á hægrifylkingu Berlusconi í neðri deild ítalska þingsins. Sem dugar, ef það verða úrslitin, til að mynda ráðandi meirihluta þar. En "vondu fréttirnar" eru í efri deild. Þar sem hægrifylking Berlusconi virðist hafa flest atkvæði. En þó ekki meirihluta. Samtímis hefur vinstrifylkingin og miðjuflokkur Mario Monti. Ekki nægilega mörg sæti til að það dugi til meirihluta. Heldur, myndar mótmælaflokkur Grillo vegg á milli meginfylkinganna.
Fræðilega getur flokkur Grillo myndað meirihluta með hvort sem er, vinstrifylkingunni eða hægrifylkingunni.
En flokkur Grillo, sem virðist nokkuð svipa til grínframboðs Jóns Gnarr, er skipað óþekktu fólki. Sem áður hefur ekki komið nærri stjórnmálum. Og málflutningur, snýst m.a. um almennt frat á þá flokka sem fyrir eru. Það virðist ekki talið raunhæfur valkostur. Að mótmælaframboð Grillo myndi starfhæfan meirihluta með annarri hvorri fylkingunni. Á sama tíma, hefur Bersani og Monti, hvor um sig, áður lýst yfir að ekki komi til greina að vinna með Berlusconi.
Italy braces for a second election
Huge protest vote pushes Italy towards deadlock
Þess vegna, hallast menn að því - að það verði aðrar þingkosningar í ár!
Það er óhætt að segja að Mario Monti hafi verið hafnað af kjósendum, með ca. 10,5% í neðri deild en 9,2% í efri.
Flokkar andvígir niðurskurðarstefnu þeirri sem hann stóð fyrir þ.e. framboð Grillo og hægrifylking Berlusconi. Fá samanlagt rúmlega 50% atkvæða.
Ef marka má tölur, þegar búið er að telja 2/3 atkvæða.
"In the Senate the picture was different. The latest projection from RAI state television showed Berlusconi's bloc winning 112 Senate seats, the center-left 105 and Grillo 64, with Monti languishing on only 20 after a failed campaign which never took off. The Senate majority is 158."
----------------------------
Ef þessi úrslit eru staðfest snemma í fyrramálið.
Getur orðið verulegt verðfall á mörkuðum í Evrópu.
En það að Ítalía akkúrat núna, falli í pólitískt kaos - er ekki þ.s. menn vildu sjá.
Sú ógn sem af slíkri ringulreið getur stafað fyrir efnahagsmál Evrópu og fyrir evruna sérstaklega, er augljós.
- Þetta getur startað evrukrísunni aftur.
Niðurstaða
Ef kosningaúrslitin sem virðast blasa við, þegar 2/3 atkvæða hafa verið talin; verða staðfest. Virðist stefna í ringulreið innan pólitíska kerfisins á Ítalíu. Ef formaður vinstrifylkingar Bersani og forsvarsmaður miðjuflokka Monti, meina þ.s. þeir áður hafa sagt. Að ekki komi til greina að vinna með Berlusconi. Þá virðast aðrar þingkosningar blasa við Ítalíu.
Bersani hefur áður tjáð sig einnig um þann möguleika, að Berlusconi fái flest atkvæði í eftir deild. Og þá svaraði hann því þannig, að þá yrði kosið aftur.
Væntanlega þó, þegar úrslit verða ljós. Kemur til kasta forseta Ítalíu. Eins og var á sl. ári, að forseti Grikklands reyndi að fá formenn flokkanna til að semja. En eins og margir ættu að muna, þá fóru fram aðrar þingkosningar nokkrum vikum síðar.
Ef Bersani meinar þ.s. hann hefur áður sagt, um að hafna samstarfi með Berlusconi. En það virðist eini fræðilega starfhæfi meirihlutinn. Þá væntanlega virkilega verða 2-þingkosningar á Ítalíu í ár.
Þekki ekki hve langur tími þarf að líða á milli. Getur verið 3 mánuðir. Sem getur þítt. Að engin starfandi ríkisstjórn verði á Ítalíu a.m.k. fyrstu 6 mánuði þessa árs.
- Ég ætla ekki að fullyrða að þetta mál muni starfa evrukrísunni á ný.
- En ef það verða 2-kosningar. Þá virkilega sýnist mér það vera stórt rugg á málum.
----------------------------------
Endanleg úrslit:
"In the Senate, or upper house, the centre-left will take 119 seats, the centre-right 117, the Five-Star Movement 54 and Mr Montis alliance 18"
158 þarf til að mynda meirihluta í Öldungadeildinni. Horug meginfylkinga því fær um að mynda stjórn. Nema fræðilega - báðar saman, þ.e. vinstrifylking + hægrifylking.
"The Five-Star Movement will hold 108 seats in the lower house, compared with 340 for the Democrat-led centre-left bloc, 124 for the centre-right and 45 for Mr Montis pro-reform centrists."
Vinstrifylking með meirihluta í fulltrúadeild. En vöntun á meirihluta í báðum deildum, skapar pólitíska pattstöðu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2013 kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þrælastríðinu afnámu Bandaríkin gríðarlega stór rangindi. Það kostaði stríð og miklar fórnir, því þeir sem á sínum tíma nutu arðsins af þrælavinnuaflinu. Gátu ekki hugsað sér að sjá af þeim lífsstíl sem 4 milljónir þræla sköffuðu þeim.
Ísland stendur ekki frammi fyrir þetta viðfangsmikilli breytingu, frekar snýst þetta um draum landsmanna um betra líf!
Draumurinn um betra líf má segja að hafi rekið þessa þjóð áfram sl. 100 ár. Upp úr sárri fátækt, þegar fólk raunverulega átti ekki neitt. Hér voru hreysahverfi ekki ólíkt því sem lengi hefur tíðkast í S-Ameríku, svokölluð "braggahverfi" sem hurfu ekki fyrr en á 8. áratugnum.
Það er eiginlega fyrst á 8. áratugnum, sem má segja að Íslendingar stígi yfir þröskuldinn, að vera fremur fátæk þjóð, í að vera með betur stæðum þjóðum í okkar heimi.
Við förum úr "middle income" í "high income."
Höfum haldist þar síðan.
Og þrátt fyrir síðustu áföll, erum við enn í hóp hinna svokölluðu ríku þjóða.
Vandinn er ekki draumurinn um betra líf, heldur viss skortur á þolinmæði!
Ég bendi á fiskeldi og loðdýraeldi - - sem á sínum tíma var hrint af stokkum, með umtalsvert miklum látum. Einnig, hátækni-iðnað.
Í dag, eru hér rekin vel rekin loðdýrabú og vel reknar fiskeldisstöðvar. Hér eru einnig, áhugaverð hátæknifyrirtæki.
Það er sannleikurinn, að uppbyggingin á sínum tíma, var ekki til einskis.
- Vandinn er óþolinmæðin.
- En sannleikurinn er sá, að uppbygging á nýjum greinum er ekki spretthlaup, heldur langhlaup.
Í dag, hika margir við að taka ný djörf skref til uppbyggingaráttar, því menn óttast slíkar endurtekningar
Menn sjá uppbygginguna á sínum tíma sem mistök - - en sú sýn var örugglega ein af ástæðum þess, af hverju kringum 2000, var farið í stærsta bramboltið af öllum bramboltum.
Þá stefnu að gera Ísland að bankalandi.
Alltaf er það "draumurinn um betra líf" sem rekur okkur áfram.
Um tíma leit út, að draumurinn myndi rætast með hraði.
En í staðinn var þetta "sandkastali allra sandkastala."
Ef við Íslendingar getum lært að uppbygging er langhlaup, er okkur allir vegir færir!
Þetta virðist ekki flókinn eða erfiður punktur, en þetta hefur verið vandinn við uppbyggingardrauma okkar síðan ca. 9. áratugnum.
Við förum af stað í of mikilli hvatvísi, eins og að uppbyggingin eigi að vera spretthlaup.
Í stað þess, að hafa þá þolinmæði sem þarf til að skilja, að allt sem er nýtt. Þarf fyrst að slíta barnskónum. Síðan, þarf að koma reynsla sem lærist einungis smám saman.
Ekki fyrr en grein nær ákveðnum lágmarksþroska, fer hún þaðan í frá að skila verulegum arði.
- Oft er sagt að þetta lærdómstímabil, sé fyrstu 15-20 árin eða svo.
Ég held að mikið sé til í því - en nú rúmlega 20 árum eftir loðdýra- og fiskeldisævintýrið. Eru báðar greinarnar að gera mjög góða hluti.
Loðdýrabúin að selja fyrir metverð. Fiskeldið á ný að eflast með hraði. En nú á grunni áunninnar þekkingar. Hér eru til virkilega góð tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki.
-----------------------
Okkur vantar, að smíða úr álinu sem hér er framleitt.
Með öðrum orðum, bæta við einni framleiðslugrein.
Og það væri ágætt, að sú uppbygging myndi fara fram af skynsemi.
Samtímis þarf að efla iðnnám - ég er að tala um að rétt sé að miða við það, að stefna um uppbyggingu í dag, á áliðnaði.
Sé búin að skila sér eftir 15-20 ár, þá sé greinin komin á legg. Búin að ná þroska.
Verði þaðan í frá - einn fóturinn enn undir okkar lífskjörum.
Við eigum að sækja fram á öllum sviðum!
Íslendingar eiga að gera staðið jafnfætis hverjum sem er, að þessum tíma afloknum.
En næstu 15-20 ár, ættu að vera samfellt uppbyggingarferli. Ekki stutt átak í 4 ár, heldur samfellt langhlaup.
Þar sem öllum tækjum okkar er beitt til þess, að skapa meiri auð í landinu.
Þ.s. skólakerfið, aðlagað þannig - að börnin hafi þá þekkingu sem atvinnulífið þarf á að halda.
- Þ.e. við þurfum að efla verkmenntun í samhengi við eflingu áliðnaðar.
- Við þurfum að efla tæknimenntun, í samhengi við frekari uppbyggingu hátækniiðnaðar og hugbúnaðariðanaðar.
- Og svo efling loðdýraræktar og fiskeldis geti að auki gengið fyrir sig, þarf skólakerfið einnig að skaffa fólk með þá þekkingu sem til þarf.
Samfellt uppbygging - ekki átaksverkefni. Eins og hinir óþolinmóðu seinni tímar hafa ítt úr vör.
-----------------------
Áður fyrr var hugtakið "Sígandi lukka" notað - hann afi minn Friðbjörn Guðbrandsson notaði það gjarnan. Og meinti það þannig, að sækja fram af varfærni en þó samt í þeirri meiningu, að sækja fram.
Hann var maður, sem verkstjóri reisti hátt hlutfall þeirra húsa í Reykjavík, í þeim hverfum. Sem þakin eru skeljasandi. T.d. Teygana mikið til.
Mjög áræðinn maður, en samt ávallt á sama tíma - gætinn.
Allt gekk því upp fyrir rest sem hann tók sér fyrir hendur.
- Þetta er þ.s. við þurfum að gera - sækja fram, af áræðni, en þó af forsjálni.
- Við eigum ekki að draga rangann lærdóm af uppbyggingu hátækniiðnaðar - hugbúnaðariðnaðar - loðdýraræktar eða fiskeldis. Að þetta sé tilgangslaust.
- Heldur þann rétta, að uppbygging tekur tíma - nýr rekstur skilar ekki arði að ráði, fyrr en viðkomandi grein, er komin yfir barnasjúkdómana.
Niðurstaða
Ég tek undir eitt sem Vinstri Grænir segja. Sem er það. Að þetta snúist um framtíðina. Hvernig land við viljum skilja eftir handa börnunum okkar og barnabörnum. VG-ar hugsar þó aðeins með öðrum hætti, en það sem ég meina.
Ég á við, að við eigum að stefna að því að landið gefi af sér þau lífskjör. Sem okkur í dag dreymir um að börnin okkar komi til með að njóta.
Það felur í sér töluvert aðra nálgun að atvinnuuppbyggingu, ásamt landnýtingu. En VG-ar hafa í huga.
Um það þarf þó ekki að efast, að VG-ar hafa fullan rétt á sínu sjónarmiði. Það er vissulega valkostur, að leggja fyrst og fremst áherslu á að "varðveita það sem er." Það er þá valkostur, að börnin okkar hafi töluvert lægri lífskjör en þau geta annars haft. Þ.e. sannarlega einn valkosturinn, að ákveða það fyrir börnin okkar, að við höfum þegar nóg. Við eigum að vera sátt við það sem við höfum.
-------------------------------
Ég held að það sé unnt að feta millileið. Varfærinnar uppbyggingar. Sem nýtir auðlyndir landsins. Án þess að eyðileggja þær. Með öðrum orðum - forsjál uppbygging.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 406
- Frá upphafi: 871509
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 378
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar