Leiðir sannfæringin "krónan er ónýt" til kröfunnar um einhliða upptöku annars gjaldmiðils?

Það gaus töluvert upp í vikunni umræðan um krónuna vs. evruna. Og að sjálfsögðu, risu menn upp eina ferðina enn. Með hina dæmigerðu fullyrðingu. Að hún sé fullkomlega ónýt. Og Ísland dæmt til endalauss óstöðugleika ef hún er ekki afnumin eins fljótt og auðið er.

  • Það sem ég velti fyrir mér er það, hvort þeir aðildarsinnar sem telja krónuna fullkomlega ónýta og óferjandi.
  • Hafa í reynd klárað það í huga sér, hvað það akkúrat þíðir? Ef þetta er rétt hjá þeim! 

 

Ég ámynni fólk, að skv. reglum um evruna, þarf að ná eftirfarandi árangri!

  1. Verðbólga skal ekki vera hærri en 1,5% umfram verðbólgu þeirra 3. aðildarlanda evru, sem hafa lægsta mælda verðbólgu.
  2. Halli á ríkisrekstri, ekki umfram 3% af þjóðarframleiðslu fjárlagaárið á undan.
  3. Vaxtagjöld ríkisins, í útboðum nýrra skuldabréfa, skulu ekki vera umfram það að vera 2% ofan við meðalvaxtagjöld útgefinna ríkisbréfa þeirra 3. meðlimalanda evru, sem hafa hvað best lánstraust á mörkuðum.
  4. Skuldir viðkomandi ríkis skulu ekki vera umfram 60%.
  5. Og ekki síst, að gjaldmiðill viðkomandi lands, skal vera tengdur við evruna. Í 2 ár samfellt. Og þó svo að Seðlabanki Evrópu verji tiltekin vikmörk, þ.e. +/-15%, þá þarf viðkomandi land að hafa tekist að halda sér hjálparlaust í tengingu yfir þetta tímabil, án þess sem kallað er að "umtalsverð spenna" hafi verið um þá tengingu. Hún þarf með öðrum orðum, að vera stöðug.

Það myndi þíða, að ef t.d. Ísland þyrfti að verja tenginguna með örvæntingarfullum aðferðum, þá væri það fall.

Vanalega þegar ríki hafa gengið inn í evru, hafa þau einungis gengið inn í ERM II, á lokametrunum. Eftir að hafa varið töluverðu árabili, til þess að ná fram þeim stöðugleika sem er krafist - - ath, innan síns gjaldmiðils.

Til þess að sýna fram á stöðugleika tengingu, hafa þau vanalega sjálf tekið upp á því, að viðhalda þrengri vikmörkum við evruna t.d. +/-3%.

Og vanalega haft þau vikmörk í gildi um einhvern tíma, áður en þau ákveða að "taka lokaprófið." 

Að vera 2 ár innan ERM II.

 

Það sem ég óska eftir skýrum svörum um? Er hvort stöðugleiki innan krónu er mögulegur eða ekki?

Augljóst er, að skv. reglum ESB. Þá er aðferðin sem í gildi er sú. Að land sem vill inn í evru. Þarf að ná fram ofangreindum stöðugleika markmiðum. Innan síns gjaldmiðils.

  • Það dugar ekki - að taka prófið, ef þarf að treysta á stuðning Seðlabanka Evrópu.
  • Því það er sjálfkrafa fall!
  • Það dugar ekki heldur, að taka prófið. Ef það þarf að taka lán frá Seðlabanka Evrópu, til að fjármagna einhvers konar nauðvörn, til að forða því að krónan falli að vikmörkum Seðlabanka Evrópu.
  • En það einnig væri fall.

Ekki gleyma, ofangreindu verðbólgumarkmiði - markmiði um vaxtastig. Sem þarf að ná fram innan eigin gjaldmiðils.
-----------------------------------

Punkturinn er sá - að ef það er ekki mögulegt að:

  1. Ná fram lágum vöxtum innan krónu.
  2. Ná fram lágri verðbólgu innan krónu.
  3. Ná fram stöðugri tengingu án utanaðkomandi aðstoðar við annan gjaldmiðil - innan krónu.
  • Þá er ofangreind vegferð einfaldlega ekki fær!

 
Hvað er þá eina leiðin, ef menn meina virkilega það að krónan sé ónýt fullkomlega?

Einhliða upptaka annars gjaldmiðils. Það er þá eina svarið.

  • Ég hef tekið eftir því, að aðildarsinnar hafna einhliða upptöku.
  • Sem annaðhvort þíðir:
  1. Þeir stórfellt íkja þegar þeir tala um það hve fullkomlega vonlaus að þeirra mati krónan er.
  2. Eða, þeir hafa ekki klárað það til enda, hvað sú hugsun þíðir. 

 

Niðurstaða

Ég velti fyrir mér hvort krafan um einhliða upptöku annar gjaldmiðils eigi eftir að verða hávær á nk. kjörtímabili. En þeir sem virkilega eru sannfærðir um það. Að tilvist krónunnar verði að taka enda sem allra - allra fyrst. Því þeir telja hana stærstu ástæðu óstöðugleika hérlendis. Landið dæmt til þess að vera í stöðugum vandræðum svo lengi sem hún er hér í gildi.

Þeir ættu rökrétt að komast að þeirri niðurstöðu.

Að einhliða upptaka sé eina leiðin.

 

Kv.


Ný hagspá ESB þegar úrelt?

Ég velti þessu fyrir mér vegna þess, að framvinda Frakklands fyrstu mánuði þessa árs. Passar þegar afskaplega ílla við hina glænýju hagspá sem Framkvæmdastjórnin kynnti til sögunnar á föstudag. Sjá hvað ég meina:

Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að Frakkland, sé aftur eins og sl. ári. Að hegða sér með svipuðum hætti og hagkerfi Þýskalands.

Það er, ef við förum akkúrat eitt ár aftur í tímann. Þá hafði bæði Frakkland og Þýskaland, fengið á sig mældan samdrátt síðustu 3. mánuði 2011. 

En síðan sneru bæði hagkerfin við, fyrstu 3. mánuði 2012.

Bæði með lítinn en samt jákvæðan hagvöxt.

Á sl. ári tókst Frakklandi að klára árið, eiginlega akkúrat á 0%. 

  • En aftur á móti, ef við skoðum síðustu 3. mánuði sl. árs, og síðan skýrar vísbendingar um fyrstu 3. mánuði þessa.
  • Þá er farin að birtast allt - allt önnur saga. Þ.e. skv. fyrstu vísbendingum óháðs aðila sem birtir reglulega kannanir, þ.e. MARKIT, þá er Þýskaland greinilega að endurtaka sl. ár. Með viðsnúningi yfir til vaxtar fyrstu 3. mánuði þessa árs.
  • En Frakkland - - það aftur á móti. Virðist stefna í þveröfuga átt!
  • Allt bendir til, að Frakkland sé á leið inn í samdrátt á þessu ári.
  • Alls ekki hagvöxt.  

Ég skrifaði um þetta um daginn:

Frakkland ekki lengur kjarnaríki? Frakkland að bræða úr sér?

Einnig í janúar:

Ný von í Evrópu?

  1. Þær vísbendingar sem fram komu í janúar!
  2. Virðast nú staðfestar í febrúar.
  • 2. mánuði í röð, mælist klár samdráttur frönsku atvinnulífi.
  • En smávægilegur, þó raunverulegur, uppgangur í atvinnulífinu í Þýskalandi.

 

Fleiri vísbendingar eru fram komnar - sjá:

France asks Brussels for budget pass

"France’s finance minister has asked Brussels to give his government an extra year to meet EU-mandated budget deficit targets, saying it “would not be appropriate” to take additional austerity measures this year in the midst of a deepening recession."

Takið eftir þessu - franski fjármálaráðherrann, er formlega farinn að væla í Brussel, um að fá 1 extra ár. Til að koma fjárlagahalla niður í löggilt 3% hámark.

Skv. opinberum tölum, stefnir sá í 3,7%,

En þ.s. þær tölur gera ráð fyrir að hagkerfið sé ofan við "0", þá er þetta líklega vanmat. Þ.s. Frakkland verður örugglega í samdrætti - miðað við vísbendingar um framvindu mála þegar fram komnar!

Það áhugaverða við beiðnina er sú, að hingað til hafa 3 lönd fengið slíka framlengingu - þ.e. Spánn og Portúgal 1. extra ár, og Grikkland 2. extra ár.

Þó að fjármálaráðherrann segi það ekki beinum orðum, að Frakkland sé í kreppu, heldur tali almennt um kreppu í Evrópu.

Þá er beiðnin sjálf - augljós viðurkenning þess.

Að Frakkland er í vandræðum.

Þetta býður upp á augljósan samanburð milli Frakklands og þeirra landa, ekki satt?

 

Niðurstaða

Spá Framkvæmdastjórnarinnar er um samdrátt á evrusvæði þetta ár. Í stað fyrri spár um smávægilegan vöxt. En eins og í fyrra, heldur hún því þó fram að vöxtur muni hefjast á lokamánuðum. Athygli vekur einnig, lág spá um samdrátt í Grikklandi. En ég bendi á að hingað til hafa opinberar spár stofnana ESB ávallt stórfellt vanmetið grísku kreppuna. T.d. rámar mig í svipaðar spá tölur fyrir sl. ár, sem endaði í 7% samdrætti er þar um bil. Að sjálfsögðu trúi ég ekki að Grikkland snúi við í vöxt á næsta ári.

------------------------

Á hinn bóginn, er það Frakkland sem ég vek sérstaklega athygli á. En á sl. ári sveiflaðist það svipað og Þýskaland gerði einnig 2011 og 2012. En þ.e. eins og að breyting hafi átt sér stað sl. haust.

Og sterkar vísbendingar eru nú uppi um það, að Frakkland sé nú í snarpri dýfu ofan í frekar djúpa kreppu. Sbr. að vísbendingar um samdrátt í tölum Markit, eru verri heldur en tölur fyrir Spán og Ítalíu.

Ég vitna beint í sérfræðing Markit um túlkun þeirra vísbendinga:

"Following on from the news that GDP contracted -0.3% in the final quarter of 2012, PMI composite output data suggest that the first quarter is shaping up to be the worst since Q1 2009. The broad-based weakness across manufacturing and services leaves scant room for optimism, with a range of indicators from new orders, backlogs, employment and output prices all residing at depressed levels."

Hann nefnir enga spátölu fyrir 1. fjórðung 2013. En bendir á að vísbendingarnar séu verulega dekkri en útkoma mánaðanna 3. á undan. Ekki síst, samanburður hans við tímabilið fyrir 4. árum mitt í sjálfri Lehmans krísunni. 

Það er mjög alvarleg villa í spá Framkvæmdastjórnarinnar, að veita ekki því athygli að Frakkland er að hegða sér allt - allt öðruvísi í ár. En á sl. ári.

En Framkvæmdastjórnin spáir, eins og að þetta ár verði nokkurn veginn eins og það sl.

Eða nánar tiltekið - svipað því og hún spáði á fyrri hl. sl. árs, að sl. ár yrði.

 

Kv.


Frakkland ekki lengur kjarnaríki? Frakkland að bræða úr sér?

Það er merkilegur hlutur í gangi núna. Samkvæmt nýjustu upplýsingum um þróun efnahagsmála í Evrópusambandinu. Nefnilega, að Frakkland og Þýskaland virðast vera að sigla sitt í hverja áttina. Það hefur lengi verið talað um kjarnaríkin 2. Frakkland og Þýskaland. En nú virðist Frakkland ekki lengur tilheyra hinum Norðrinu - heldur suðrinu. Ef miðað er við hagþróun.

  1. Þýskaland virðist skv. fyrstu tölum þessa árs, ætla að rétta við sér á 1. ársfjórðungi, eins og það gerði á 1. fjórðungi 2012.
  2. En, Frakkland aftur á móti, virðist vera að sökkva í djúpa kreppu. Með samdráttartölur, sem verður að segjast, að eru ljótari en þær sem nú sjást stað á Spáni eða á Ítalíu. Nálgast tölur, sem maður sér á Grikklandi. Frakkland að bræða úr sér

 

Sjá - MARKIT Pöntunarstjóra vísitölu!

Fyrirtækið Markit hefur birt bráðabirgðatölur fyrir febrúar, sem gefa fyrstu vísbendingu um þann mánuð.

Yfir 50 er aukning, undir 50 er samdráttur!

Markit Flash France PMI

  • France Composite Output Index(1) drops to 42.3 (42.7 in January), 47-month low
  • France Services Activity Index(2) falls to 42.7 (43.6 in January), 48-month low
  • France Manufacturing PMI(3) climbs to 43.6 (42.9 in January), 2-month high
  • France Manufacturing Output Index(4) rises to 41.2 (40.8 in January), 2-month high
  1. Samanlögð vísitala, gefur að pantanir hafi dregist saman í frönsku atvinnulífi um 7,3%. Ath. það er samdráttur ofan á samdrátt janúar.
  2. Pantanir á sviði þjónustugreina, dragast saman um 7,3% í febrúar.
  3. Pantanir innan framleiðslugreina, dragast saman um 6,4%. Sem er samt smávegis minnkun í samdrætti pantana miðað við janúar.
  4. Mæling á iðnframleiðslu, gefur vísbendingu um 8,8% samdrátt í febrúar, þó það sé örlítil minnkun í samdrætti miðað við janúar. Þá er hvort tveggja skelfilegar tölur.

Þetta er skýr vísbending um hratt dýpkandi kreppu. Frakkland var í kröftugum samdrætti síðustu 3. mánuði sl. árs, en fyrstu 3 mánuðir þessa árs. Skv. þessum tölum, eru verstu 3. mánuðir sem mælast síðan, Lehmans krísan var í hámarki fyrir 4 árum.

Stefnir í mjög alvarlegt ástand í Frakklandi. Miðað við þetta.

 

Markit Flash Germany PMI

  • Germany Composite Output Index(1) at 52.7 (54.4 in January), 2-month low.
  • Germany Services Activity Index(2) at 54.1 (55.7 in January), 2-month low.
  • Germany Manufacturing PMI(3) at 50.1 (49.8 in January), 12-month high.
  • Germany Manufacturing Output Index(4) at 50.2 (51.9 in January), 2-month low.
  1. Samanlögð vísitala iðnaðar og þjónustu, gefur aukningu pantana í atvinnulífinu í Þýskalandi um 2,7%. Sem er örlítil minni aukning skv. fyrstu vísbendingum fyrir febrúar en í janúar. En skv. þessu, ef mars verður svipaður. Þá er útlit fyrir að Þýskalandi sé að takast að endurtaka það sem gerðist 2012. Að mældur samdráttur síðustu 3. mánuði 2011, snerist yfir í smávægilegan hagvöxt. Fyrstu 3. mánuðina á eftir þ.e. fyrstu 3. mánuði 2012. Þetta virðist ætla að gefa jákvæðan hagvöxt upp á t.d. 0,2-0,3% á móti 0,6% samdrætti mánuðina 3. á undan. Sem verður að segjast, að er kröftugur viðsnúningur.
  2. Aukning pantana innan þjónustugreina, er upp á 4,1% skv. þessum bráðabirgðatölum. Örlítið minni aukning en í janúar. En þó ágætar fréttir fyrir þýskt atvinnulíf. Greinileg bjartsýni meðal þýskra neitenda. Engin kreppustemming í Þýskalandi.
  3. Aukning pantana innan iðngreina, er nánast mælanleg þ.e. 0,1%. Þó betra en í janúar. En skv. þessu er það klárt, að það er neysla sem er að halda uppi þýska hagkerfinu þessa stundina. En iðnframleiðsla eðlilega finnur fyrir kreppunni í Evrópu vegna samdráttar sölu til annarra landa innan Evrópu. Meðan að innlendir neytendur virðast a.m.k. enn vera bjartsýnir.
  4. Bráðabirgðamæling fyrir iðnframleiðslu, einnig mælir mjög smávægilega aukningu þ.e. 0,2%.

 

Markit Flash Eurozone PMI

  • Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 47.3 (48.6 in January). Two-month low.
  • Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 47.3 (48.6 in January). Three-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI(3) at 47.8 (47.9 in January). Two-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 47.5 (48.7 in January). Two-month low. 
  1. Aukning á samdrætti í atvinnulífinu á evrusvæði, samdráttur mælist 2,7% í febrúar skv. sameinaðri vísitölu pantana. 
  2. Samdráttur í pöntunum innan þjónustugreina á evrusvæði, mælist 2,7% þrátt fyrir kröftuga aukningu í Þýskalandi.
  3. Samdráttur í pöntunum á sviði iðnframleiðslu, mælist 2,2% skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum, sem er nánast sama mæling og fyrir janúar.
  4. Samdráttur iðnframleiðslu á evrusvæði, mælist skv. bráðabirgðaútkomu, 2,5%. Nokkru meiri samdráttur en í janúar.

Skv. þessum niðurstöðum sé líklega samdráttur á evrusvæði samt örlítið minni en síðustu 3. mánuði sl. árs, eitthvað á bilinu 0,3% líklega skv. hagfræðingi á vegum Markit.

Það getur verið, að viðsnúningurinn í Þýskalandi sé að vigta inn.

Áhugavert er að koma með samanburð Markit frá janúar, þar sem aðildarlöndum evrusvæðis er raðað upp, takið eftir stöðu Frakklands í janúar í samanburðinum, síðan íhugið nýju tölurnar að ofan:

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Jan.)

  1. Ireland 50.3 9-month low
  2. Netherlands 50.2 4-month high
  3. Germany 49.8 11-month high
  4. Austria 48.6 2-month high
  5. Italy 47.8 10-month high
  6. Spain 46.1 19-month high
  7. France 42.9 4-month low
  8. Greece 41.7 2-month high

Takið eftir, að það þarf að seilast svo langt að koma með samanburð við Grikkland, til að sjá verri tölur yfir samdrátt. En þær sem nú sjást stað í Frakklandi.

Það er eins og atvinnulífið í Frakklandi, sé hreinlega að bræða úr sér!

Menn eru að tala um - ógn vegna hugsanlegs sigurs Berlusconi á Ítalíu. 

En kosið verður á Ítalíu nk. sunnudag!

En ef ég væri hagfræðingur í Framkvæmdastjórn ESB - væri ég að svitna yfir stöðu Frakklands.

 

Niðurstaða

Það er eitthvað alvarlegt að gerast í franska atvinnulífinu. En miðað við þá stöðu sem fram kemur í vísbendingum um pantanir. Þá er til staðar mjög kröftugur samdráttur í Frakklandi. Og sá er mældur töluvert verri, en samdráttur innan atvinnulífs á Spáni eða Ítalíu. Í reynd, eru tölur fyrir franskt atvinnulíf. Mun nær samdráttartölum fyrir Gískt atvinnulíf.

Þannig, að Frakkland er ekki einungis að skilja sig frá Þýskalandi.

Það er einnig að skilja sig frá Spáni og Ítalíu.

Miðað við þetta, getur vart þess verið lengi að bíða. Að markaðir fari að ókyrrast vegna Frakklands sjálfs.

Það eru mjög alvarleg tíðindi. Vegna þess, að þetta er næst stærsta hagkerfið innan evru. Með öðrum orðum, ber næst mesta ábyrgð innan kerfisins á skuldbindingum sem þar er að finna.

Svo þ.e. virkilega alvarlegt mál, að svo virðist vera að Frakkland sé við það að steyta á skeri.

 

Kv.


Bréf bandarísks forstjóra til fransks ráðherra vekur athygli!

Það er óhætt að segja að bréf forstjóra Titan International, Maurice Taylor, sem kvá hafa viðurnefnið "The Grizz" vegna samningatækni sinnar, hafi vakið athygli. En það sem málið snýst um. Er að Mitchelin fyrirtækið. Ætlar að loka stærstu verksmiðju sinni í Frakklandi. Ég reikna með því, að það sé vegna þess að hún sé rekin með tapi, og Michelin hafi ekki séð neina færa útleið aðra. Bréf Taylor er svar hans til Arnaud Montebourg, ráðherra iðnaðarmála í Frakklandi, sem hafði nokkru áður sent formlega beiðni til Titan International. Um það að það fyrirtæki myndi taka yfir verksmiðju Mitchelin í Amiens.

U.S. Executive Assails Unions in France, Causing Furor :"In January, Mr. Montebourg tried to entice Titan back to the negotiating table, saying he hoped unions would put “some water in their wine, that managers put some wine in their water, and that Titan would drink the wine and the water of both” and reach an accord.

But last month, as union workers protested en masse at the Amiens site, with a large police presence, Goodyear told workers it would close the plant and cut its French work force by 39 percent."

Það virðist að Titan International, hafi verið að velta þessari verksmiðju fyrir sér um nokkurn tíma. Á sama tíma, af fréttum að dæma, hafa stéttafélögin í Amiens klárt verið andvíg þeirri yfirtöku.

Á sama tíma, mótmæla þau hástöfum því, að Mitchelin, skuli ætla að leggja hana niður.

Þess utan, af því sem verður séð - þá hefur ákvörðun Mitchelin einnig aðdraganda. Og fyrirtækið hafi gert ítrekaðar tilraunir til að semja við stéttafélögin, um leiðir til að snúa tapinu við. En ekki náð fram samkomulagi, sem stjórn Mitchelin taldi ásættanlega.

Sem leiði fram þá ákvörðun að þess í stað - loka alfarið í Amiens.

Ef marka má bréfið - er virkilega mikið að í Amiens verksmiðjunni.

Takið eftir samanburðinum sem hann gerir við þær aðstæður sem sambærileg fyrirtæki í Kína búa við, og því hvað Taylor spáir fyrir um framtíð framleiðslu á dekkjum í Frakklandi.

Það er einmitt þessi samkeppni frá Kína - - sem ég tel vera hina raunverulegu ástæðu þess, að það er í dag kreppa í Evrópu. Það má rífast um það hvort sú samkeppni er ósanngjörn eða ekki. En tollar í dag milli Evrópu og Kína eru mjög lágir á iðnvarning.

Það liggur beint í því viðskiptakerfi sem búið hefur verið til - - að annaðhvort mun framleiðslustarfsemi flytjast frá löndum eins og Frakklandi, eða að lönd eins og Frakkland verða að gefa mjög mikið eftir af þeim þægindastandard, sem verkamenn hafa í gegnum árið knúið fram í gegnum kjarasamninga.

Í slíkri samkeppni geta miklu hærri laun og samtímis, miklu styttri vinnudagur - ekki gengið upp.

 

Sjá sjálft bréfið:

US Tire Maker Titan International CEO Maurice Taylor Derides French Workers As Lazy For Putting In ‘Three Hours A Day’

U.S. CEO to France: ‘How Stupid Do You Think We Are?’

---------------------------------------

Dear Mr. Montebourg:

I have just returned to the United States from Australia where I have been for the past few weeks on business; therefore, my apologies for answering your letter dated 31 January 2013.

I appreciate your thinking that your Ministry is protecting industrial activities and jobs in France.  I and Titan have a 40-year history of buying closed factories and companies, losing millions of dollars and turning them around to create a good business, paying good wages. Goodyear tried for over four years to save part of the Amiens jobs that are some of the highest paid, but the French unions and French government did nothing but talk.

I have visited the factory a couple of times. The French workforce gets paid high wages but works only three hours. They get one hour for breaks and lunch, talk for three, and work for three. I told this to the French union workers to their faces. They told me that’s the French way!

The Chinese are shipping tires into France - really all over Europe - and yet you do nothing. In five years, Michelin won’t be able to produce tire in France. France will lose its industrial business because government is more government.

Sir, your letter states you want Titan to start a discussion. How stupid do you think we are? Titan is the one with money and talent to produce tires. What does the crazy union have? It has the French government. The French farmer wants cheap tire. He does not care if the tires are from China or India and governments are subsidizing them. Your government doesn’t care either. “We’re French!”

The US government is not much better than the French. Titan had to pay millions to Washington lawyers to sue the Chinese tire companies because of their subsidizing. Titan won. The government collects the duties. We don’t get the duties, the government does.

Titan is going to buy a Chinese tire company or an Indian one, pay less than one Euro per hour and ship all the tires France needs. You can keep the so-called workers. Titan has no interest in the Amien North factory.

Best regards, 
Maurice M. Taylor, Jr.
Chairman and CEO

--------------------------------------- 

Þetta er hreint magnað bréf - þó það sé mjög ódyplómatískt.

Þá er þarna settur fram bitur sannleikurinn.

Ég er á því, að lífskjör á vesturlöndum muni óhjákvæmilega falla vegna samkeppninnar við lönd eins og Kína og Indland, sem og önnur Asíulönd.

Það verður að muna að heildarmannfjöldi í löndum við N-Atlantshaf, er innan við 1. milljarður.

Samanlagt eru Kína + Indland nærri 2 og hálfur milljarður. Ef við bætum við öðrum löndum SA-Asíu.

Er þetta 3 milljarðar manna.

Allur þessi fjöldi er í löndum sem eru að iðnvæðast í vaxandi mæli.

  • Það þíðir óskapleg aukning samkeppni frá öllum þessum aragrúa verkamanna í þessum löndum!

Það er engin leið til þess - að svo "monumental" breyting, hafi ekki mjög afdrifarík áhrif.

Kreppan sem nú er - tel ég vera, upphaf þess falls lífskjara á vesturlöndum.

Sem í reynd var skrifað þannig séð í skýin, um leið og þessi þróun fór af stað af krafti.

  • Verkamenn í Frakklandi fyrir rest, munu þurfa að vinna fullan vinnudag, eins og foreldrar þeirra gerðu, og það á örugglega ekki hærri launum - en þau er foreldrar þeirra fengu.
  • Kannski að það fari svo langt aftur, að við munum vera að tala um tekjur afa þeirra og ömmu.

Sósíalistar eru svo óheppnir að það er í þeirra tíð, sem þetta er loks að fara að gerast.

Ég á von á því að mikill samdráttur sé framundan í Frakklandi - tími uppgjörs eftir mörg ár af því að lifa um efni fram, sé kominn.

Sá tími verði ekki tími hamingju, og ég á von á því að Frakkland fyrir rest. Verði land í vanda.

Spurning einungis hvort það gerist á þessu eða næsta ári.

 

Niðurstaða

Ég er viss um það að Frakkland á framundan mjög erfið ár, þau hin næstu. Þau ár vegna þeirra menningar Frakka að fara í mjög fjölmennar mótmælaaðgerðir vegna lítilla tilefna. Munu örugglega ekki síst einkennast af gríðarlega fjölmennum mótmælum. Tja, má vera að þau verði í stíl við þau mótmæli sem voru '68 vorið fræga.

Hver veit. Það má vera að næsti forseti Frakklands. Verði Marine Le Pen.

 

Kv.


Getur Berlusconi unnið næstkomandi sunnudag?

Svarið er einfalt - Já. En þar kemur margt til. Þetta snýst ekki bara um það að Berlusconi er mjög góður í því að reka kosningaherferðir. Heldur, kemur einnig til að hann er heppinn - ekki bara heppinn, heldur mjög svo. Það kemur þannig til sú heppni, að helsti andstæðingurinn. Sá sem lengi hefur litið út fyrir að vera nær öruggur með sigur. Hans flokkur er nú hamlaður af alvarlegu hneykslismáli.

Skv. síðustu skoðanakönnunum - hefur vinstrifylgin Bersani enn að meðaltali um 5% forskot. 

En kannanir undanfarið benda til þess, að fylgi vinstrifylkingarinnar sé á niðurleið.

Á sama tíma, er hneykslið vatn á myllu mótmæla flokks náunga sem heitir Grillo, og það má vel vera að þeir vinstrimenn sem séu að yfirgefa vinstrifylkinguna. Séu að ganga til liðs við hann.

Útkoman getur því í reynd verið frekar á þá leið, að Bersani tapi kosningunni yfir til Berlusconi. 

 

Hvaða hneyksli er þetta?

Þetta snýst um elsta banka í heimi, þ.e. Monte dei Paschi í borginni Síena, sem rambar nú á barmi gjaldþrots. Og borgarstjórn Síena, virðist djúpt innvikluð í hneykslið tengt falli bankans. Og þar fer flokkur Bersani með völd.

Þó Bersani beri enga ábyrgð beint, þá virðist þetta skaða ímynd vinstrifylkingarinnar, sem nokkurs konar tiltölulega "heiðarlegur" valkostur.

-----------------------------

Það er mjög mikil heppni fyrir Berlusconi, að þetta mál virðist vera að blossa upp af sífellt meiri krafti - einmitt þegar kosningabaráttan er á fullum gangi.

Þó má vel vera, að fjölmiðlar þeir sem eru í eigu Berlusconi sjálfs, séu að gera sitt besta - til að magna upp málið í augum kjósenda.

Þetta er samt hvalreki fyrir hann.

 

Óttinn við Berlusconi er farinn að valda skjálfta í Berlín!

Tja Merkel kvá algerlega fyrirlíta Berlusconi - þannig að með Berlusconi mun aftur vera frost á milli Berlínar og Rómar. Der Spiegel: Berlin Warns Italians against Berlusconi

German Finance Minister Wolfgang Schäuble...in an interview with the Italian newsmagazine l'Espresso late last week... "Silvio Berlusconi may be an effective campaign strategist," ... "But my advice to the Italians is not to make the same mistake again by re-electing him."

"German Foreign Minister Guido Westerwelle told the center-left Süddeutsche Zeitung - "We are of course not a party in the Italian campaign," "But whoever ends up forming the next government, we are emphatic that (Rome's) pro-European path and necessary reforms are continued."

Þó Westerwelle tali undir rós, þá er ljóst að vegna þess, að Berlusconi hefur með mjög áberandi hætti, beint kosningaherferð sinni gegn, niðurskurðarstefnu ríkisstjórnar Mario Monti á sl. ári; að hann er að segjast vonast eftir því að einhver annar en gamli bragðarefurinn nái kjöri.

 

Síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar má engar kannanir birta!

Ítalía er eitt af ríkjum Evrópu með þessa reglu. Þannig að síðustu kannanir sem heimilt var að opinbera, komu fram fyrir tveim vikum.

Það verður nú kosið um næstu helgi. Engin leið að vita hvort að áfram hefur fjarað undan vinstrifylkingunni hans Bersani. Eða hvort að honum hefur tekist að ná vopnum sínum, lokadagana.

Kosningin getur því farið þannig að Berlusconi vinni meirihluta í neðri deild ítalska þingsins, þ.e. nauman meirihluta.

Á hinn bóginn, þ.s. flestir fréttaskýrendur eru sammála um. Að nær útilokað sé að hann sigri í efri deildinni, sem eins og Öldungadeild Bandaríkjaþings eru fulltrúar einstakra héraða. Þannig að þá þarf að vinna í hverju héraði fyrir sig. Til að ná þar meirihluta.

Og vegna þess, að bæði Mario Monti sem fræðilega myndi hafa fylgi er dygði í því tilviki til að mynda meirihluta samsteypustjórn, og Bersani. Hafa algerlega hafnað samstarfi við Berlusconi.

Reyndar hefur Bersani sagt e-h á þá leið, að þá verði kosið aftur.

Þá getur Ítalía staðið frammi fyrir 2-földum kosningum með 3-mánaða millibili. Eins og Grikkland gekk í gegnum á sl. ári.

Og á meðan, ríki pólitískt kaos.

  • Ótti manna er augljós - að slík útkoma myndi starta evrukrísunni aftur

 

Niðurstaða

Sannarlega má einnig vera, að vinstrifylking Bersani sigri með nokkrum yfirburðum. En a.m.k. 1/3 ítalskra kjósenda er enn óákveðinn, eða var það fyrir tveim vikum. En eins og staðan var þegar lokakannanirnar komu fram. Virtist vera að fjara undan vinstrifylkingunni, vegna tjónsins sem hún hefur orðið fyrir af völdum hneykslismáls tengt elsta banka í heimi, í borg undir stjórn flokks Bersanis.

Flokkur Grillo, sem hefur risið upp sem allsherjar mótmælaflokkur gegn spillingu í bankakerfinu - innan pólitíska kerfisins, og einnig sem hróp hluta almennings gegn hnignandi lífskjörum. Yrði sannarlega sigurvegari kosninganna. En sá flokkur virtist í síðustu könnunum, vera á siglingu. Sennilega einna helst að græða á tilteknu hneykslismáli.

Ef flokkur Grillo tekur nægilega mikið fylgi af vinstrifylkingu Bersani - en flokkur Grillo virðist alls ekki höfða til líklegra kjósenda hægri fylkingar Berlusconi; þá getur vel farið þannig að Berlusconi vinni nauman sigur í neðri deild ítalska þingsins.

Sem líklega þíðir pólitískt kaos á Ítalíu. Þ.s. hinir flokkarnir hafa gefið út. Að þeir neita að vinna með Berlusconi. Margir óttast, að slík útkoma geti startað evrukrísunni á ný.

  • Fylgjast með á sunnudaginn nk.

 

Kv.


Reiknað með að Frakkland komi undir þrýsting!

Þetta kemur til af því að skv. fréttum þá mun Framkvæmdastjórn ESB birta nk. föstudag spá sína um framvindu efnahagsmála í einstökum aðildarríkjum, ásamt spá um stöðu reksturs einstakra ríkissjóða. Frakkland er þegar búið að viðurkenna, að yfirlíst markmið um lækkun halla. Munu ekki nást sbr.: Low growth forces Hollande retreat. En það kemur til vegna þess, að spá ríkisstjórnar Frakklands um framvindu efnahagsmála er augljóst ekki að standast - og er það sennilega nokkuð víð gjá milli.

  • Það getur því verið nokkuð forvitnilegt að sjá, hvað Framkvæmdastjórn ESB telur framvindu efnahagsmála líklega vera, og að auki hve mikill hún telur halla franska ríkisins verða í ár.
  • Útlit er fyrir að franska ríkið ætlist til þess, að samt verði ekki farið fram á við Frakka að frekar verði skorið niður - til að ná fyrirhuguðu viðmiði.
  • En það er einnig atriði sem áhugavert verður að fylgjast með, hvort Framkvæmdastjórnin mun krefjast - frekari niðurskurðar. Eða hvort að frönsk stjv. ná að fá fram vægari meðferð.

Sem setur í skemmtilegt samhengi, að á þriðjudag 19/2 mun Hollande koma í opinbera heimsókn til Grikklands, þ.s. reiknað er með því - að Hollande muni leggja ríkt á við grísk stjv. að standa við undirrituð markmið m.a. um niðurskurð: Hollande wrestles with austerity demands.

"Jörg Asmussen, German member of the European Central Bank’s executive board, left no doubt about what he thought last week. “(I) believe personally that it is particularly important that France reduces its deficit below 3 per cent this year,” he said, adding that France and Germany have a “particular responsibility” to set an example to the rest of the eurozone."

Ljóst um viðhorf fulltrúa Þýskalands í stjórn Seðlabanka Evrópu. 

En þetta er auðvitað punktur - að sama skuli gilda um alla.

Fyrst að löndin 2, þ.e. Frakkland og Þýskaland séu að krefja ríki í vanda um niðurskurð og launalækkanir, þá líti það ekki sérlega vel út - ef þau sjálf neita að beita sig því sama.

Þetta má kalla "sanngirnisrök" - á hinn bóginn, er óvíst að þetta sé hagfræðilega snjallt.

En niðurskurður Frakka, auðvitað bætist ofan á niðurskurðaraðgerðir í S-Evrópu. Og þá enn frekar minnkar eftirspurn innan Evrusvæðis.

Sem meðan að einkahagkerfið er klárt skv. hagtölum ekki í vexti, myndi að líkum auka á samdrátt enn frekar.

Aftur á hinn bóginn, ef Frakkar bersýnilega eru að láta aðrar reglur gilda um sig - þá getur það minnkað enn frekar vilja ríkisstjórna í S-Evrópu. Að fylgja kröfum Frakka og Þjóðverja.

 

Niðurstaða

Þó staða Frakkland sé áhugaverð, þar sem sterkar vísbendingar eru um samdrátt. Þá verður einnig áhugavert að sjá spá Framkvæmdastjórnarinnar um framvindu mála fyrir önnur aðildarríki. Ekki síst Þýskaland, sem var með enn meiri samdrátt á síðustu 3. mánuðum 2012 þ.e. -0,6% en Frakkland eða -0,3%. 

En spennan verður ekki einungis um það, hvort Frakkland hangir ofan við 0% þetta ár, heldur ekki síður hvort það mun eiga við sjálft Þýskaland.

Ég þykist nokkuð viss um að Frakkland verður með samdrátt. Kannski ekki meiri en á bilinu 0,5-1%. Jafnvel, á bilinu 0,2-0,6%. En ekki er síður áhugavert - hvort að Þýskaland verður einnig togað niður af kreppunni á evrusvæði. 

Þá vegna samdráttar í útflutningi til S-Evr. landa. Sem hafa verið mikilvægir markaðir fyrir bæði löndin þ.e. Frakkland og Þýskaland.

 

Kv.


Einungis einn af hverjum þrem Bretum vill áframhaldandi aðild að ESB!

Sá þessa frétt á vef Financial Times, sjá: Only one in three wants UK to stay in EU. En könnunin er á vegum samstarfsfyrirtækis FT. Þannig að ég á von á því að hún hafi verið vandlega unnin.

Þátttakendur í FT Harris Poll, 2.114 fullveðja einstaklingar. Framkvæmd milli 29. janúar og 6. febrúar sl.

----------------------------------------------------

Niðurstöður

  1. 50% myndu kjósa, að Bretland fari úr ESB.
  2. 33% myndu kjósa, að Bretland verði áfram meðlimur.
  3. 17% myndu kjósa hvorugan kostinn.
  1. 50% styðja að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram.
  2. 21% eru á móti þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild.

Þeir sem völdu að Bretland myndi fara, voru spurðir nánar.

  1. 12% af þeim sögðust örugglega skipta um skoðun, ef Bretland nær fram sínum markmiðum í samningum við ESB.
  2. 47% þeirra sögðu, að það væri hugsanlegt að þeir myndu skipta um skoðun, ef Bretland nær markmiðum sínum í samningum við ESB.
  3. 41% þeirra sögðu, að það væri af og frá að niðustaða samninga, hefði áhrif á þeirra skoðun. 

Önnur áhugaverð svör:

  • 45% svarenda telja að Bretland græði nettó á aðild.
  • 34% telja að svo sé ekki.
  • 86% óttast, að verið geti að óvissan um aðildina skaði hagkerfið. 
  • einungis 31% telja að breska hagkerfið væri veikara utan ESB.
  • "Harris (Poll) found that voters ranked the EU at only 14th in a list of 15 priorities for the UK, with healthcare, education and economic growth in the first three slots."

----------------------------------------------------

Niðurstaða

Miðað við þessa útkomu. Þá virðist blasa við. Að þeir sem vilja að Bretland verði áfram í ESB. Muni leitast við að magna upp hræðsluna við afleiðingar þess, að ef Bretland fer. En miðað við svör virðist ótti vera ein hugsanleg leið til að hafa áhrif á kjósendur. Hin leiðin verði, að tala upp hverja þá niðurstöðu sem verður. Af útkomu saminga ríkisstjórnar Bretlands við aðildarríkin. En eins og sést af könnuninni. Þá er töluverður hluti Nei-ara til í að skipta um skoðun. Ef þeir sannfærast um ágæti samkomulags.

Eitt er þó ljóst að annarsvegar er niðurstaðan eftir 3 ár ekki fyrirfram gefin, og hinsvegar að þeir sem vilja að Bretland verði áfram meðlimur að ESB - eiga á brattann að sækja miðað við núverandi afstöðu almennings í Bretlandi.

 

Kv.


Landsfundur VG getur orðið forvitnilegur!

Það virðast flestir fjölmiðlamenn reikna með því að Katrín Jakobsdóttir taki við sem formaður. En er það líkleg útkoma? Ég mynni fólk á að Framsóknarflokkurinn stóð frammi fyrir sambærilegri stöðu haustið 2008, að vera kominn niður í milli 5-6% í skoðanakönnunum. Það var haldinn auka landsfundur í janúar 2009. Og mjög stórar breytingar gerðar á forystu flokksins.

 

Svo ég set fram þá spurningu: verður stór eða lítil breyting?

Ég bendi á, að breytingin á Framsókn á sínum tíma. Skóp í framhaldinu nýja fylgisstöðu. Þó að niðurstaða kosninga 2009 hafi ekki verið "brillíant" sögulega séð miðað við eldri sögu flokksins. Voru þau þó miklu mun hagstæðari. En útlit haustsins á undan benti til.

Mér finnst þetta ekki vera neitt "absúrd" samanburður, að fræðilega geti VG endurtekið þennan árangur, svo fremi að breytingin á forystunni sé nægilega stór!

Ég er að tala þá um, að enginn af þeim sem hafa verið ráðherrar í núverandi ríkisstjórn, verði áfram í forystu flokksins. Það verði skipt út, annaðhvort nærri eins rækilega og gert var í Framsókn, eða eins rækilega?

-------------------------------

Eða verður einungis "kosmetísk" breyting? Varaformaður tekur við af formanni. Og Katrín gerir tilraun til að koma fram með flokk sinn, eins og hann sé orðinn - nýr og endurnýjaður.

Þó ekkert annað hafi breyst.

Ef það verður útkoman, þá efa ég að kjósendur verði sérlega "impóneraðir" - að ef einhver fylgisuppsveifla á sér stað, verði sú lítil.

VG endi kannski með á bilinu 6-8%. Jafnvel minna.

-------------------------------

Ef aftur á móti VG geri stóra breytingu - jafnvel yfirgefi stjórnarsamstarfið fyrir kosningar. Nokkurs konar minnihluta starfsstjórn - með mjög takmarkað umboð sitji fram að kosningum. Kannski Samfylking ein.

Öll forystan verði endurnýjuð - nýir ferskari vindar umleiki flokkinn fram að kosningum.

Þá má vera, að VG nái fylgi svipuðu á við fylgi Framsóknar í kosningunum 2009.

  • Ég hvet fólk til að leggja orð í belg - og segja hvað þið haldið að muni gerast.
  • Hver er spá ykkar um fylgi VG? Í þeirri sviðsmynd sem þið teljið líklega?

 

Niðurstaða

Frétt helgarinnar er án nokkurs vafa, tilkynning Steingríms J. að hann ætli ekki að vera formaður Vinstri Grænna lengur. Ég tók eftir orðum hans, í frétt RÚV. En þar talaði hann um "endurnýjun forystunnar."

Sem getur þitt, að hann hafi meint afsögn sína eina. En einnig, að hann hafi meinað - mun stærri breytingu á forystu VG.

Hver verður útkoman. Verður spennandi. En að mínu viti, hafandi í huga nýlega sögu Framsóknarflokksins, sem var í svipaðri stöðu haustið 2008 og VG virðist nú í vera.

Þá blasir við, hafandi í huga árangurinn sem varð innan Framsóknarflokksins af stóru byltingunni í flokknum, að það sé líklega einnig til staðar tækifæri fyrir VG. Í því að gera sem mesta breytingu og sem víðtækasta á forystunni.

Jafnvel svo, að VG geti náð fram vopnum sínum með eins öflugum hætti, og átti við Framsókn í kosningunum vorið 2009.

  • Það verður áhugavert að sjá svör lesenda, um það hvað þið haldið

Ps: Katrín ætlar að bjóða sig fram. Ég er efins að varaformaður sl. 10 ára auk þess ráðherra í núverandi ríkisstjórn, geti komið fram sem ferskur andi í ísl. stjórnmál sem formaður. 

  • En einn möguleiki er að VG sé á leið í þá endurtekningu vegferðar Framsóknar, að eftir að Dóri hætti voru tíð formannskipti. En Dóri einmitt fór frá og varaformaður Jón Sig. tók við. Og það dugði ekki til að lyfta flokknum fyrir þær kosningar. Og flokkurinn hélt áfram að dala - þvert á móti kjörtímabilið á eftir.

 

Kv.


Magnað sjónarspil í Rússlandi! Loftsteinn springur yfir borg!

Þetta er ekki síst magnað vegna þess, að slíkir atburðir geta verið á svo víðum stærðarskala. Sambærilegur atburður átti sér síðast stað á Jörðinni 1908 yfir Tunguska. Þegar loftsteinn eða halastjarna sprakk yfir Tunguska, sprenging sem orsakaði eyðileggingu á svæði 2.150 ferkílómetrar að stærð. Til að setja það í annað samhengi. Cirka sambærilegt að umfangi og dygði til að leggja í auðn eina af stærri milljónaborgum Jarðar. Atburður sem getur því drepið milljónir manna í einu vetfangi.

see caption

Sprengingin felldi tugi milljóna trjáa, áætlað að sprengikrafturinn hafi verið á bilinu 10-15 megatonn. Eða margfaldur kraftur Hiroshima eða Nagasaki sprengnanna.

Enginn fórst, en ef loftsteinninn sem sprakk nú yfir Rússlandi, hefði verið sambærilega stór. Þá væri vart nokkur til frásagnar af þeim atburði í Chelyabinsk.

Horfið á vídeóið. Og ímyndið ykkur stærðarskala Tunguska sprengingarinnar, til samanburðar. Þá hefðu ekki rúður brotnað - bara. Heldur eins og í myndum gerðar af ímynduðum kjarnorkusprengingum, veggur af lofti hefði þeytt byggingum niður í radíus að umfangi 30-40 km. Líklega dugað til að ekkert hefði staðið eftir af Chelyabinsk.

Sjá - Tunguska atburðurinn.

Meteor Explosion in Russia Hurts Hundreds of People: Reports

'Significant Thermal Explosion': Meteorite Strike in Russia Injures Almost 1,000

Meteor strike injures hundreds in central Russia

Russian meteor will teach us about future bigger hits

Það er ekki af ástæðulausu að vísindamenn hafa talað reglulega fyrir því, að eitthvað sé gert til að bregðast við þessari hættu.

Fræðilega er það hægt, sbr:

How Will We Stop Armegeddon?

TOP 10 WAYS TO STOP AN ASTEROID

En engin þessara leiða er auðveld í framkvæmd - auk þess, að rétta tæknin þarf að vera fyrir hendi. Þannig að slíkt sé yfirleitt framkvæmanlegt.

Ekkert er unnt að gera, ef viðkomandi hlutur er ekki uppgötvaður með a.m.k. hálfs til eins árs fyrirvara.

Síðan er mjög erfitt að áætla með vissu, hvort hlutur sé að stefna á Jörðina. Þegar sá er enn þetta langt frá. En mjög lítil stefnubreyting dugar til að hluturinn hittir ekki. Ef sá er enn t.d. milljón km. frá Jörðu.

Þess vegna fræðilega getur dugað t.d. að lýsa á viðkomandi hlut, með gígantískum laser á braut um Jörðu - svo maður nefni dæmi. Sem sennilega yrði að vera kjarnorkuknúinn. Því orkan þarf að vera svo mikil. En ef ein hlið er hituð, getur uppgufunin út í geyminn ein og sér dugað, ef hluturinn er enn milljón km. í burtu eða meir.

Sennilega væri risalaser minna pólitískt erfiður, en t.d. batterí af eldflaugum í geimstöð á sporbaug umhverfis Jörðu, hlaðnar kjarnasprengjum.

Tölvuteiknuð mynd af geimkanna knúinn af sólarsegli!

File:IKAROS solar sail.jpg

Og risalaser getur þess á milli, gert margt gagnlegt. T.d. knúið geimför frá braut Jarðar, með því að lýsa á sólarsegl. Þau mættu vera lengra í burtu. T.d. á leið til Mars. Laserinn væri þá mótorinn staðsettur á sporbaug yfir Jörðu. En geimfarið hefði ekkert eldsneyti. Enga eldflaugahreyfla. Nema þau för sem ættu að lenda. Einnig gætu þetta verið geimkannar, á leið héðan hvert sem er - eiginlega.

Þetta er ein af hinum vinsælu framtíðarhugmyndum. Að sameina í einu tæki, varnarkerfi Jarðar og leið til að senda með hagkvæmum hætti geimkanna eða geimför, um Sólkerfið. Væri mjög skilvirkt.

 

Niðurstaða

Sprengingin yfir hinni Rússnesku borg. Minnir okkur á að mennirnir eru enn fjarska litlir gagnvart náttúrunni. En geimurinn getur hvenær sem er, orsakað atburði sem geta eitt hér öllu lífi. Eða þá einungis einstökum borgum. Eða siðmenningu mannsins.

Það er vel mögulegt að verja Jörðina gagnvart þeirri vá. Ég lýsi einni hugmynd. Þeirri sem mér persónulega líst best á.

 

Kv.


Fitch Rating hækkar lánshæfi Íslands / Mikill efnahagssamdráttur á evrusvæði!

Tvær fréttir:

  1. Fitch Rating hefur hækkað lánshæfi Íslands úr BBB- í BBB.
  2. Skv. Eurostat er mældur efnahagssamdráttur á evrusvæði, 4. ársfjórðung 2012 0,6%. Mesta fall síðan 1. ársfjórðung 2009. Þegar atburðarásin vegna falls Lehmans bankans var í fullum gangi.

Sjá Reuters um ákvörðun Fitch Rating: Fitch raises Iceland's long-term foreign currency issuer default rating

Röksemdafærsla Fitch:

  1. "The Icelandic economy has displayed the ability to adjust and recover at a time when many countries with close links to Europe have stumbled in the face of adverse developments in the eurozone. The economy grew by a little over 2% in 2012, notwithstanding continued progress with deleveraging economy-wide. Macroeconomic imbalances have corrected and inflation and unemployment have continued to fall."
  2. "Iceland has continued to make progress with fiscal consolidation following its successful completion of a three-year IMF-supported rescue programme in August 2011. Fitch estimates that the general government realised a primary surplus of 2.8% of GDP in 2012, its first since 2007, and a headline deficit of 2.6% of GDP. Our forecasts suggest that with primary surpluses set to rise to 4.5% of GDP by 2015, general government balance should be in sight by 2016."
  3. "In contrast to near rating peers Ireland ('BBB+') and Spain ('BBB'), Iceland's general government debt/GDP peaked at 101% of GDP in 2011 and now appears to be set on a downward trajectory, falling to an estimated 96% of GDP in 2012. Fitch's base case sees debt/GDP falling to 69% by 2021. Net public debt at 65% of GDP in 2012 is markedly lower than gross debt due to large government deposits. This also contrasts with Ireland (109% of GDP) and Spain (81% of GDP). Renewed access to international capital markets has allowed Iceland to prepay 55% of its liabilities to the IMF and the Nordic countries."
  4. "Risks of contingent liabilities migrating from the banking sector to the sovereign's balance sheet have receded significantly following the favourable legal judgement on Icesave in January 2013 that could have added up to 19% of GDP to public debt in a worst case scenario. Meanwhile, progress in domestic debt restructuring has been reflected by continued falls in commercial banks' non-performing loans from a peak of 18% in 2010 to 9% by end-2012. Nonetheless, banks remain vulnerable to the lifting of capital controls, while the financial position of the sovereign-owned Housing Finance Fund (HFF) is steadily deteriorating and will need to be addressed over the medium term."
  5. "Little progress has been made with lifting capital controls and EUR2.3bn of non-resident ISK holdings remain 'locked in'. However, Fitch estimates that the legal framework for lifting capital controls will be extended beyond the previously envisaged expiry at end-2013, thereby reducing the risk of a disorderly unwinding of the controls. Fitch acknowledges that Iceland's exit from capital controls will be a lengthy process, given the underlying risks to macroeconomic stability, fiscal financing and the newly restructured commercial banks' deposit base. However, the longer capital controls remain in place, the greater the risk that they will slow recovery and potentially lead to asset price bubbles in other areas of the economy."
  6. "Iceland's rating is underpinned by high income per capita levels and by measures of governance, human development and ease of doing business which are more akin to 'AAA'-rated countries. Rich natural resources, a young population and robust pension assets further support the rating."
------------------------------
  • Ríkisstjórnin má eiga það. Að hún raunverulega hefur skorið töluvert niður útgjöld.

Á hinn bóginn hefur aðferðin verið gölluð þ.e. skera jafnt á alla liði þ.e. þvert yfir - ár eftir ár eftir ár eftir ár. Afleiðingin af slíkum niðurskurði, getur verið stór reikningur síðar.

Eins og sést á ástandi bygginga Landspítala sem virðast ekki hafa fengið nærri því nægilegt viðhald sl. 4 ár, að auki hefur ekki verið nægt fé til endurnýjunar tækja o.s.frv. Eins og fram hefur komið undanfarið, virðist ástand mála nærri brún hruns innan heilbrigðiskerfisins.

Sennilega vita sérfræðingar Fitch ekki af þessu. En í ástandi húseigna ríkisins getur legið mjög stór bakreikningur ef skortur á viðhaldi hefur endurtekið sig, einnig þvert yfir kerfið - eins og niðurskurðurinn.

  • Vandi við flatann niðurskurð, er sá að hann er yfirleitt ekki raunveruleg útgjaldaminnkun til lengri tíma litið. En er þó ásættanleg bráðaaðgerð þegar áfall kemur. En þá einungis til að vinna tíma, svo raunverulegur niðurskurður geti farið fram.

Raunveruleg útgjaldastaða ríkissjóðs litið fram til næstu ára. Getur því verið umtalsvert lakari en áætlanir ísl. stjórnvalda, sem þeir virðast hafa til hliðsjónar þegar þeir meta ástandið hérna.
------------------------------

Hagvöxtur sl. 4 ár hefur verið vegna gengisfalls krónunnar sbr. aukningu ferðamanna. En einnig vegna hagstæðra aðstæðna í hafinu þ.e. góð loðnuveiði og ekki má gleyma makrílnum. Sem hefur gengið hingað í vaxandi mæli þessi ár. Mjög heppilegt að fá nýja verðmæta afurð.

Ríkisstjórnin fékk þannig séð lottóvinning frá móður náttúru. 

Ég þannig séð, kvarta ekki - því annars hefði ástandið verið töluvert lakara.

Á hinn bóginn. Er erfitt að sjá að unnt sé að treysta á slíka lottóvinninga áfram. En makrílinn getur bæði farið sem komið, loðna er mjög sveiflukennd einnig eins og við þekkjum, sem skammlífar tegundir alltaf eru þ.e. lifir 2 ár hrygnir og deyr, ef fá seiði komast á legg eitt skiptið er sá árangur miklu minni og veiði þá kannski tugum prósentum minni þegar sá árgangur hrygnir. 

  • Það er megin galli ríkisstjórnarinnar. Að hafa ekki komið af stað neinni framtíðaruppbyggingu. Landið er statt núna. Í gamla klassíska hagkerfinu þ.e. fiskveiði. Ríkisstj. hefur ekkert gert til að hefja okkur aftur úr því fari.
  • En það hagkerfi er mjög sveiflukennt. Eins og ber að skilja, þegar einstakir stofnar geta sveiflast í veiði um prósentu tugi milli einstakra ára.

------------------------------

Starfsmenn Fitch réttilega benda á að sigurinn í Icesave skiptir miklu máli.

------------------------------

Samanburður Fitch á stöðu Ísland vs. Spánar vs. Írlands. Er áhugaverður. En skv. honum virðist staða ríkissjóðs Íslands vera ívið skárri. 

Skuldastaða 2021 69% telja þeir líklegt. Sem þíðir þá væntanlega að skuldalega ættum við að uppfylla skilyrðin um evruna rétt fyrir 2025.

Eða innan næstu 12 ára. 

Ég held að það sé mögulegt að lækka þessar skuldir enn hraðar - - en það mun krefjast þess að takist að hefja kröftuga atvinnu-uppbyggingu.

En það á að stefna helst að því að skuldir fari niður fyrir 40%.

En ég bendi á að 60% staða er langt í frá örugg sbr. þ.s. kom fyrir Spán. En spænska ríkið skuldaði rétt innan við 60% v. upphaf árs 2009. En síðan hefur sigið hratt á ógæfuhliðina.

Þegar Ísland lenti í hruninu voru skuldir mjög nærri 20%. 

  • Óstöðugt hagkerfi - - þarf sennilega á því að halda, að ríkisskuldir séu mjög lágar.  
  • En Ísland getur tekið mjög snöggar djúpar dýfur, og þá getur afgangur af ríkisrekstri mjög snögglega orðið að stórum halla. Þannig, að mjög brýnt er að hafa fremur drjúgt borð fyrir báru.

------------------------------

Starfsmenn réttilega benda á að höftin feli í sér hættu á bólumyndun. Það er hætta sem þarf að taka á. Ein hættan er ekki síst vegna lífeyrissjóðanna. Sem geta ekki fjárfesta allt það fé sem þeir fá frá greiðslum launþega.

Sú hugmynd er uppi, að tímabundið lækka iðgjöld um helming. Bæta þannig hag launamanna í nær tíma. En meðan að lífeyrissjóðir geta hvort eð er ekki komið peningunum í lóg með hagkvæmum hætti. Þá eru lífeyrisþegar ekki að tapa nokkru skv. þeirri aðgerð.

En þeirri mótbáru hefur verið fleygt fram - að lækkun iðgjalda úr 12% í 6% skerði réttindi. En það stenst ekki. Meðan að sjóðirnir ráða ekki við að koma umframfénu í hagkvæmar fjárfestingar. Þess í stað, fer dæmum fjölgandi þ.s. sjóðirnir eru að kaupa upp hlutabréf - eignir. Hækka verð þeirra, án þess að vísbendingar séu um það að þær hækkanir séu í samræmi við hagþróun eða stöðu þeirra fyrirtækja sem við á.

Klár vísbending um hugsanlega bóluþróun í startholum. Þetta er fræðilega unnt að stöðva með lækkun iðgjalda - - meðan höftin eru enn til staðar. En ef sú bóla springur - verður tjón sjóðanna algerlega örugglega, mjög umtalsvert.

Um leið og þau hafa verið losuð, lágmarks jafnvægi komist á annað fjármagnsstreymi. Má ef til vill heimila sjóðunum, að senda fé úr landi - til að fjárfesta það.

  • En peningar sjóðanna mega ekki flæða út samtímis og aðrir peningar eru að fara, því þá myndi gengið lækka enn meir. Það getur þítt, að höft verði að vera á sjóðina um eitt extra ár


Kreppa á evrusvæði!

Euro-Area Economy Shrinks Most Since Depths of Recession

Eurozone economy falls short of forecasts

Eurozone recession hits Germany hard

Skv. fréttum er samdráttur sá er mældist á 4. ársfjórðungi 2012. Ívið meiri en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. T.d. virðist Þýskaland hafa dregist saman um 0,6%. Frakkland um 0,3%.

Það er töluvert meiri samdráttur en sama tímabil 2011 er Þýska hagkerfið skrapp saman um 0,3% en síðan reis aftur um 0,1% 1. fjórðung 2012. Svo það má setja spurningamerki við það, hvort líklegt sé að Þýskaland hefji sig upp í 0,1% í plús eftir svo stóran skell síðustu 3 mánuði 2012?

  • Þetta getur nefnilega verið vísbending þess, að kreppan sé verri á evrusvæði. En sérfræðingar stofnana ESB hafa talið.

Það þarf því að fylgjast mjög vel með því hvað kemur út úr tölum fyrir 1. fjórðung 2013.

En ef Þýskaland segjum mælist með -0,2 þá er það skv. reglum Framkvæmdastj. ESB komið í kreppu.

Það væri sama sveifla milli tímabila og Q4 2011 vs. Q1 2012.

 

Niðurstaða

Það er mikilvægt að lánstraust Íslands fer batnandi. En sú staða sýnir einnig. Að það er tækifæri til staðar til að lyfta þeirri stöðu enn frekar. 

Við vitum að ríkisstjórnin gerði nánast ekki neitt til að lyfta hagvexti. Þannig, að útkoma hagkerfisins er þrátt fyrir ríkisstjórnina - ekki hennar vegna. 

Hún má hún eiga, að hún a.m.k. skaðaði ekki þá litlu uppsveiflu sem verið hefur í gangi. En lágmarkið er að ef þú ert ekki að gera gagn - - að a.m.k. ekki vinna tjón. 

Kannski stóðst hún það lágmark. En kannski ekki.

  1. En ég tel að nýir stjórnendur verði þegar í byrjun, að láta framkvæma úttekt á húseignum ríkisins. Til að komast að því hvort það er falinn kostnaður af völdum viðhaldsleysis á flr. byggingum en húseignum ríkisspítalanna.
  2. Að auki má vera að falinn kostnaður vegna dráttar á endurnýjun nauðsynlegs búnaðar megi finna stað víðar en á spítölunum.

Best að álykta ekki fyrirfram um líklega stöðu þessara þátta.

------------------------------

Kreppan á 4. fjórðungi 2012 er verulega dýpri en hún var á 4. fjórðungi 2011. Hagkerfi evrusvæðis náði að klóra sig í mjög smáan hagvöxt 1. fjórðung 2012. Eiginlega kyrrstaða. En 1. fjórðung 2013 virðist mér síður líklegt að sú útkoma verði endurtekin. 

Lakari útkoma 4. fjórðungs 2012 getur því gefið vísbendingu þess efnis. Að evrusvæðis kreppan fari versnandi - eins og ég hef talið líklegra en ekki.

Tölur fyrir 1. fjórðung þessa árs koma þó líklega ekki fram fyrr en rétt eftir mánaðamót febrúar/mars.

Þó munu óháðar niðurstöður liggja fyrir fyrr. Og gefa vísbendingar.

Ég held að evrusvæði verði í samdrætti hvern einasta fjórðung þessa árs. Það verði ekki viðsnúningur seinni hluta ársins - eins og Seðlabanki Evrópu heldur fram annað árið í röð. En sama spá fyrir sl. ár stóðst ekki, en Seðlabanki Evr. hefur ekki gefist upp á að reikna með því að stefnan gangi upp.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 408
  • Frá upphafi: 871511

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 379
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband