Fríverslun milli Bandaríkjanna og ESB?

Það sem vekur athygli mína í lesningu umfjöllunar heimsfjölmiðla um hugmyndir Obama forseta og Barroso Framkvæmdastjóra ESB, er hve lágir tollarnir eru sem eru nú innan heimskerfisins.

Ath. Ísland nýtur að sjálfsögðu einnig þessara tolla skv. "Most favoured nation status" reglunni, sem er ein meginregla Heimsviðskiptastofnunarinnar - sjá:  Trade without discrimination

"Under the WTO agreements, countries cannot normally discriminate between their trading partners. Grant someone a special favour (such as a lower customs duty rate for one of their products) and you have to do the same for all other WTO members."

Þetta er mjög mikilvæg regla, en "WTO" er ætlað að stuðla að stöðugt frjálsari heimsviðskiptum. 

Þessi regla er eitt aðalvopnið í því skyni.

Þannig að ljóst er, að við Íslendingar njótum sömu kjara gagnvart Bandaríkjunum og ESB, og þau veita hvoru öðru sbr: 

"Rocky road lies ahead in trade pact talks

The tariffs between the two partners are actually low, averaging only about 4 per cent, according to the European Commission, the EU’s executive arm."

Takið eftir, meðaltoll-álagning um 4%. Sennilega á þetta við iðnaðarvörur.

Þetta er bakgrunnurinn, þegar EES sleppir, þegar EFTA sleppir, þegar ESB sleppir. 

Skv. reglunni, hafa þá Kínverjar - Japanir - S-Kóreubúar; einnig þessi sömu réttindi. Í reynd allir meðlimir Heimsviðskiptastofnunarinnar.

  • Gott að hafa þessar straðreyndir í huga - þegar menn básúna það að Ísland eigi allt undir því að vera meðlimur að EES, kannski átti það við fyrir löngu síðan, en ekki lengur.
  • Að sama skapi, er það ekki krítískt að ganga í ESB.
  • Tek fram að ég er ekki að leggja til uppsögn EES. Einungis að benda á, að þróun heims viðskipta hefur minnkað mikilvægi þeirra samninga.
  • Að auki mun Evrópa hafa mjög lélegan hagvöxt næstu áratugina. Lélegri en önnur svæði.
Ef aftur á móti tilraun Bandaríkjanna og ESB leiðir til þess á endanum, að til verði víðtækt svæði sem nái yfir ríki beggja vegna N-Atlantshafsins. Þá væri það mjög öflugt fyrir þjóðir þessa heimshluta.

 

Þessu tilraun til að skapa fríverslun þessara tveggja aðila. Getur því verið mjög mikilvæg! Ef af þessu verður!

Ef Bandaríkjunum og ESB tekst að samræma viðmið þ.e. reglur um öryggi matvæla, staðla, og reglur um viðskipti almennt.

Þá líklega verða þær reglur mjög ríkjandi í heimsviðskiptum þaðan í frá.

En það getur þó reynst þrautinni þyngra.

Bandaríkin framleiða mikið af matvælum sem eru genabreitt. Samtímis því að Evrópa setur slíkum matvælum mjög strangar skorður.

En samtímis, er erfitt að sjá að slíkur samningur geti komist í gegnum Bandaríkjaþing. Ef bandar. matvælaframleiðsla fær engin umtalsverð aukin verslunarfrýðindi innan Evrópu.

Bandaríkin og ESB hafa tekist mjög harkalega á um þessar reglur, innan Heimsviðskiptastofnunarinnar, þ.e. bæði reglur um genabreytt matvæli og reglur sem takmarka aðgang fyrir kjöt sem er frá hormónabættum gripum.

Að sjálfsögðu yrði þá Evrópa að heimila bandarísk heimilistæki, sem í dag eru útilokuð hérlendis skv. reglum EES.

--------------------

EFTA á að leita eftir aðgangi að slíku svæði ef það verður til. Ég sé enga ástæðu af hverju Bandaríkin t.d. ættu að hafna slíkri málaleitan. Að auki, liggur beint við að önnur NAFTA lönd einnig gangi í það.

Ég sé það fyrir mér að þær reglur sem Bandaríkin og ESB hafa mótað sameiginlega, myndu þá gilda sem "template" þ.e. aðrir gangi inn í það regluverk. Ekki yrði um nýja samninga.

Á hinn bóginn, sé ég ekki Bandaríkin samþykkja annað en að sameiginlegt regluverk verði léttara, en þ.s. ESB viðhefur innan sambandsins. Þannig að slíkt svæði yrði þá með léttara regluverki en nú er innan ESB og EES.

En Bandaríkjaþing myndi ekki samþykkja, að viðskipti innan Bandaríkjanna verði heft í mjög íþyngjandi lagaramma.

Það atriði getur þó einnig reynst þrautinn þyngra.

En líklega verður það mótun hins sameiginlega regluramma - - sem verður langsamlega erfiðastur.

En ESB og Bandaríkin hafa um langt árabil nú, verið mjög á öndverðum meiði um mikilvæg atriði.

EU, U.S. Start Trade Talks

Barroso - ""These negotiations are not about compromising the health of our consumers for commercial gains," Mr. Barroso said. "We will not negotiate changes that we do not want of the basic rules, on either side, be it on hormones or on GMOs.""

Framkvæmdastjórnin gefur sér 2 ár til að ná þessum samningi - það verður mjög forvitnilegt.

En afstaða Barroso getur vart annað þítt, en að hafnað sé tilslökun vegna meginþáttar bandar. landbúnaðarframleiðslu - en nánast allt korn í dag innan Bandar. er erfðabreytt. 

Fyrri tilraunir beggja aðila hafa hingað til strandað, vegna deilna sem ekki hafa reynst vera leysanlegar.

 

Niðurstaða

Obama ætlar sér stóra hluti í utanríkismálum. En afstaða ESB til landbúnaðarafurða. Getur reynst útiloka samkomulag. En ég á erfitt með að sjá það að þingmenn kornbeltis Bandaríkjanna samþykki samkomulag. Sem útilokar bandarísk korn frá markaði Evrópu. Sama um kjötframleiðslusvæðin.

Hingað til hefur strandað ávallt á landbúnaðarafurðum.

En ef af verður. Þá getur þetta orðið upphaf að miklu stærra. Það er sameiginlegu verslunarsvæði N-Atlantshafsþjóða. 

 

Kv.


Að ætla sér að laga stöðu heimila er ekki popúlismi!

Það sjálfsagt ætti engum að koma á óvart. Að menn séu þegar farnir að rísa upp og fordæma hugmyndir sem fram komu á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Þar er sett fram almenn stefnumörkun um "leiðréttingu skulda heimila" - "afnám vísitölu" og "lækkunar skulda ríkisins."

Eyjan vakti í dag athygli á gagnrýni Jóns Steinssonar: Grein Jóns Steinssonar á Eyjunni.

Þar tekur Jón að sér hlutverk svokallaðs "strámanns." 

Þ.e. sú tegund gagnrýni, að afflytja þær hugmyndir sem verið er að kasta rýrð á, og síðan gera gys að þeirri skrumskælingu.

  • Málið er, að ályktunin er þannig séð listi yfir það sem þarf að gera.
  • Á sama tíma er ekki útskýrt akkúrat hvernig.
  • Hugmyndir um það eru í mótun.

 

Það þíðir þó að sjálfsögðu ekki að ekkert sé unnt að gera!

Hérna er hugmynd sem ég koma á framfæri á þinginu:

----------------

Tillaga að leið til þess að afskrifa lán fólks í vanda:

1. Ríkið stofni umsýslustofnun til þess að taka yfir og afskrifa húsnæðislán fólks í vanda, eða felur Íbúðalánasjóði þetta nýja hlutverk. Samkvæmt sérlögum um úrræðið fær viðkomandi stofnun rétt til að gera eignarnám í láni einstaklings, sem skv. skriflegum samningi milli þess einstaklings og viðkomandi stofnunar sú stofnun hefur fengið beiðni um að yfirtaka.

2. Einstaklingar leita sjálfir til viðkomandi stofnunar, og sækja um úrræðið.

3. Úrræðið felst í því, að viðkomandi stofnun kaupir lán viðkomandi af þeim banka sem á viðkomandi lán og afskrifar síðan – réttur til þess að grípa til eignarnáms er einungis til vara. Skapa stofnuninni styrkari samningsstöðu.

4. Skv. samningi milli viðkomandi stofnunar og viðkomandi einstaklings, þess skuld stofnunin hefur samþykkt að taka yfir; þá afsalar einstaklingurinn á móti fasteign eða íbúð sinni til eignar yfir til viðkomandi stofnunar.

5. Viðkomandi einstaklingur þrátt fyrir það býr enn í viðkomandi fasteign eða íbúð skv. samningi milli viðkomandi og viðkomandi stofnunar, gegnt leigu sem er tekjutengd þess gætt að viðkomandi hrapi ekki niður í skilgreind fátækramörk.

6. Samningur milli stofnunar og viðkomandi einstaklings hafi 10 ára gildistíma. Má íhuga lengri eða skemmri.

7. Þegar gildistími rennur út fær viðkomandi einstaklingur 3 valkosti. A)Að kaupa aftur sína fyrri eign gegnt nýju láni. B)Leigja áfram en gegnt markaðsleigu. C)Flytja úr sinni fyrri eign.

8. Úrræðið stendur til boða í 1 ár.

・ Ég tel að 10 ár sé nægur tími til þess, að stjórnvöldum verði mögulegt að framkalla efnahagslegan viðsnúning yfir það tímabil, þannig að lífskjör sem og húsnæðisverð líklega verði hagstæðara að því tímabili loknu.

・ Þá á ég við, að þegar eign er seld aftur, verði það gegnt hærra söluverði en kaupverð eignar 10 árum áður.

・ Að taka yfir húseign gegnt því að taka yfir lán til þess að afskrifa það, lágmarkar áhættu ríkisins. En úrræðinu mun fylgja kostnaður.

・ Sá kostnaður lágmarkast að auki eftir því hve vel gengur að framkalla efnahagslegan viðsnúning yfir hið 10 ára tímabil.

Virðingarfyllst, Einar Björn Bjarnason

----------------

Þessi tillaga verður skoðuð af framkvæmdastjórn flokksins, skv. þeim loforðum sem ég fékk. Hef ekki hugmynd hvort henni verður beitt - en hugsa má ýmsar útfærslur.

 

Síðan er það áhugavert viðtal við Júlíus Sólnes frá 2010: Breyta vísitölunni - Sjá Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes

  • 1200 milljarða skuldir heimila. 20% lækkun kosti ríkið um 300 milljarða er sagt.
  • En þær skuldir eru almennt a.m.k. til 25 - 40 ára.
  • Það dreifir álaginu á lækkun skulda yfir línuna á mörg ár.
  • Getur lækkun styrkt eignasafn sjóðanna?
  • Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
  • Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
  • Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
  • Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkið ætti að íhuga þetta að hans mati!

Þetta er fræðilegur möguleiki eins og Júlíus Sólnes benti á. Má hugsa sér að endurreikna vísitöluna afturvirkt eins og gert var 1989 miðað við einhverja breytta forsendu.

Það kostar ekki ríkið "krónu." 

  • Spurning hvort unnt sé t.d. að fjarlægja úr vísitölunni, hækkanir gjalda á vegum ríkis og sveitarfélaga.
  • Má hugsanlega rökstyðja, að það sé ósanngjarnt að skuldir heimila hækki vegna hallarekstrar ríkisins og/eða sveitafélaga.
  • Vísitalan skuli einkum miðuð við þróun verðlags neysluvara.
  • Þó er spurning - góð spurning, frá hvaða tíma skal reikna. 

 

Svo er einn mjög stór galli á hugmyndinni um upptöku evru?

Mun taka mjög langan tíma - en líklega tekur a.m.k. 15 ár að ná skuldastöðu ríkisins í viðundandi horf, lengur ef ílla gengur að ná fram aukningu gjaldeyristekna.

Að auki verður nauðsynlegt að taka niður gjaldeyrishöft, en ERM II aðild er ekki möguleg fyrr en höft hafa verið afnumin. Og öll markmið um stöðugleika þ.e. lág verðbólga, lágir vextir að auki en þeir mega ekki vera nema lítið eitt hærri en í þeim löndum þ.s. þeir eru lægstir.

Það er þannig séð áhugavert þegar menn segja lága vexti ómögulega innan krónu. En hvernig gengur það upp, þegar viðkomandi segja á sama tíma. Að við eigum að taka upp evru?

En að sjálfsögðu er króna gjaldmiðill alveg fram að skiptum. Og því þarf að ná fram lágu vöxtunum meðan hún er enn til staðar. Sem og lágu verðbólgunni. Og þeim stöðugleika sem til þarf.

Þannig að ég skynja ákveðna mótsögn í þessum málflutningi. Því ef lág verðbólga - lágir vextir - stöðugleiki; er allt saman ekki mögulegt innan krónu. Þá hvernig getum við tekið upp evru?

En menn geta treyst því algerlega að við fáum enga eftirgjöf skilyrða.

-----------------------

Eitt enn. En skv. reglum þarf að viðhalda tengingu við evru í 2 ár þ.e. gengið má ekki sveiflast einu sinni 1% frá evrunni á því tímabili.

Ég velti fyrir mér, hvað gerist ef það verður stór hagsveifla á þeim tveim árum?

Mun Ísland geta mögulega varið tengingu, gegn markaðinum, ef markaðurinn kemst að þeirri niðurstöðu að tengingin sé fallin?

Mig grunar að það sé ekki mögulegt. Fræðilega getur Ísland fengið lán frá ECB á slíkum tímapunkti, en ég held að það myndi einungis þíða skuldsetningu okkar og að tengingin myndi samt falla.

  • Það sem til þarf held ég er stór eignasjóður - nægilega stór til þess að stór hagsveifla á röngum tíma, raskar ekki trúverðugleika Íslands.
  • Bendi á að norski olíusjóðurinn er ekkert annað en stór gjaldeyrissjóður. Sá tryggir stöðugleika norsku krónunnar. Því markaðurinn er alveg salla rólegur ef verður stór sveifla á verði olíu á heimsmörkuðum. Veit vel að Noregur á nægan pening. Engin hætta á snöggum vandræðum.
  • Ísl. stöðugleikasjóður þarf ekki endilega að vera svo rosalega stór. En t.d. 3 ár af viðskiptahalla, ef við ættum fyrir þrem árum af halla, þá held ég að það myndi duga. Til að viðhalda trúverðugleika þó það skelli á snögg kreppa.
  • Það tekur sennilega a.m.k. 10 ár að safna slíkum sjóði. Evra vart innan nk. 20 ára, hef ég ítrekað sagt a.m.k. síðan 2010.

Þannig að það er ekki raunverulegur valkostur sem Árni Páll stöðugt staglast á, að taka upp evru.

Spurning við hvern - ásökunin um popúlisma raunverulega á?

 

Niðurstaða

Málið er að hinn raunverulegi popúlismi er sú fullyrðing að við getum gengið í ESB og tekið upp evru. Svona eins og það gerist næstum því daginn eftir. Þegar sannleikurinn er sá að það er í reynd enginn - þá meina ég alls enginn raunverulegur valkostur við ísl. krónu næstu 15-20 árin a.m.k.

En þessi sannleikur mun ekki koma í veg fyrir að við sem aðhyllumst þann realisma að krónan sé hér áfram um langan aldur enn, og viljum því einbeita okkur á að auka stöðugleika krónukerfis; munum fá á okkur statt og stöðugt mánuðina fram að kosningum ásökunina um popúlisma.

Eitt af því sem verður að glíma við - eru skuldir heimila. Ef það á að geta skapast ný þjóðarsátt um stöðugleika á Íslandi. Það er raunveruleiki er ekki verður umflúinn.

Sumir vilja ekki sjá heiminn eins og hann er - virðist mér.

 

Kv.


Ég held að aukið lýðræði geti verið þáttur í að leiða fram kosti Íslands!

Þetta er framhald af umræðunni um kosti og galla Íslands. Ég held áfram með umfjöllun um smæðarvanda Íslands, sjá fyrri umfjöllun: Um eflingu Íslands þrátt fyrir andstreymi!. En sá vandi hefur fleiri afleiðingar en þær er ég nefndi í minni fyrri grein. Að mörgu leiti má líkja Íslandi við sveitafélög í milljónaþjóðfélögum. En í borgum af sambærilegri fjölmenni og Ísland. Má víða um heim finna stað sambærilega þætti - þ.e. frekar fámennur hópur sem stjórnar, sem þekkist vel innbyrðis. Atvinnulíf byggt upp af frekar fáum þáttum, og hinir fáu stóru atvinnurekendur gjarnan einnig með veruleg pólitísk ítök.

Við kynntumst spillingarhættunni sem þessu getur fylgt á sl. áratug, þegar þ.s. mætti kalla "division of the spoils" einkenndi einkavæðingar ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar.

En allra síðustu árin, höfum við komist í tæri við annan veikleika, þ.e. okkar stofnanir vegna smæðar samfélagsins eru veikar á svellinu gagnvart stjórnvöldum; þegar þau leitast við að keyra fram mál í sterkri andstöðu jafnvel við meirihluta almennings.

Samtímis því að veikir fjölmiðlar, reynast lítt til fallnir til þess að leiða upplýsta gagnrýna samfélagsumræðu. Sá veikleiki var einnig til staðar er spillingin reið húsum.

 

Ein hugsanleg leið til þess að bæta ástandið - getur fallist í vissum þætti beins lýðræðis!

Ég er að hugsa um 65. gr. tillögu Stjórnlagaráðs, sbr:

Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.

Fyrir utan að rétt er að miða við 15% í stað 10%. Þá er ég á því að þessi grein sé ágæt.

Og ég er að meina, að Framsóknarflokkurinn ætti að gera tillögu um. Að þessi grein verði færð yfir í gömlu stjórnarskrána.

Þannig sé staðið við stefnu flokksins um - "aukið lýðræði."

Ég geri ekki athugasemd við það, að t.d. Alþingi hafi rétt til þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslur sem einnig verði lagalega bindandi. Finnst það fínt - einnig.

-------------------------

Ég vil í reynd ekki ganga lengra til beins lýðræðis en það, að veita almenningi "STÖÐVUNARVALD."

En ég held það sé mikilvægur þáttur í því að:

  1. Draga úr göllum smæðarinnar -
  2. Og leiða þess í stað fram kosti hennar. 
  • Ég tel að þetta muni minnka til muna spillingarhættu!

Það kemur til þannig, að þegar þjóðin hefur stöðvunarvald. Þá er ekki eins þægilegt lengur fyrir spillta stjórnmálamenn - að endurtaka sbr. "Division of the spoils" er átti sér stað í tíð DO og HÁ. Þjóðin getur þá gripið inn í - þegar kemur að ákvörðunum sem krefjast lagabreytinga.

En ekki síður, að þegar áhrifamenn innan viðskiptalífsins vita af því, að þjóðin hefur þetta vald. Þá einnig vita þeir, að mun síður sé unnt að tryggja sérhagsmuni fárra ríkra í gegnum spillta stjórnmálamenn. Þá hafi þeir sig síður fram við það að beita sér með slíkum hætti.

  • Ekki síst minnka þá hættu að afdrifaríkar ákvarðanir séu teknar í almennri andstöðu.

Við verðum að muna, að við erum einnig að hugsa um framtíðina. Það er tækifæri í dag fyrir lok þessa þings. Að ná þessu atriði fram. Við getum ekki vitað að næsta þing bjóði upp á eins gott tækifæri til þess.

Nú er það enn í fersku minni, hvernig ríkisstjórnin kom fram við þjóðina, hennar hagsmuni.

En ekki gleyma heldur því, að stjórnmálamenn geta gerst handbendi erlends valds, og þá getur þjóðin stöðvað þær aðfarir. Þetta getur skipt miklu máli í framtíðinni.

  • Ég held að þetta stuðli að meiri sátt í samfélaginu.

Vegna þess einmitt, að minna auðvelt verður að keyra mál fram í almennri andstöðu. Þá leiði það fram að leitast verði við að upplýsa og sannfæra. Þannig að mál fari fram í betri sátt.

Svo ekki verði þjóðaratkvæðagreiðsla gegn málinu.

 

Málið er, að þegar búið er að taka út ókostina. Ættu kostirnir að vera eftir!

Það að Ísland er lítið. Einnig þíðir að auðvelt er að taka ákvarðanir. Við getum vegið og metið þætti með hraði. Því fljótlegt er að ná í alla, sem til staðar eru og hafa þekkingu.

Það þíðir þá væntanlega einnig, að stjv. ættu að geta unnið mjög vel með atvinnulífinu - í sókn þess eftir frekari framförum.

Atvinnulífið á gott með að ná tengslum við ráðamenn, og öfugt.

Það eru einnig jákvæðar hliðar á því.

-------------------------

Við þurfum þó að taka á "KENNITÖLUFLAKKI": sú hugmynd sem ég hef nokkrum sinnum nefnt, er að per hver 10 ár verði aðila heimilt að verða gjaldþrota einu sinni án sérstakra vandræða, en annað gjaldþrot innan hvers 10 ára tímabils. Leiði til viðurlaga!

Það gæti t.d. verið 3. ára svipting rétti til þess, að eiga eða reka fyrirtæki. Fyrir fyrsta brot. Síðan t.d. 6 ára svipting. Ef viðkomandi brýtur 10 ára regluna einhvertíma seinna.

Ég vil ekki setja reglu sem er of "íþyngjandi" og þannig hindra nýsköpun eða heilbrigða áhættusækni.

Heldur eingöngu taka á svindlinu.

-------------------------

Auk þess vil ég, að sett sé í lög, að einungis megi greiða arð skv. því hver arður af rekstri raunverulega er áður en greitt eru skattar og gjöld.

En arðgreiðslur eru komnar langt út fyrir allt meðalhóf á seinni árum. 

Eiginlega orðnar form spillingar sbr. græðgivæðing.

-------------------------

  1. En ég tel að það sé mikilvægur þáttur í því, að byggja Ísland upp.
  2. Að viðskiptalífið njóti trausts.
  3. Ekki síður en  stjórnmálin.

Aukið traust almennings, getur skapað mjög margvísleg jákvæð hliðaráhrif - ekki síst bætt samskipti milli atvinnulífs og verkalýðshreyfingar, sem og stjv. og verkalýðshreyfingar.

En samvinna þessara aðila verður í framtíðinni mikilvægt atriði.

 

Niðurstaða

Við viljum öll leiða fram það góða þjóðfélag sem okkur dreymir um að Ísland sé. Og ég held að það virkilega sé mögulegt. Að sjálfsögðu skiptir aukin velmegun miklu. En einnig það að skapa traust og sátt innan samfélagsins. Það er milli stjórnvalda og almennings. En einnig milli almennings og atvinnulífs.

Í þeirri miklu uppbyggingu sem þarf á Íslandi. Verður traust samvinna aðila vinnumarkaðarins ásamt velvilja almennings. Mikilvægt atriði.

 

Kv.


Um eflingu Íslands þrátt fyrir andstreymi!

Skv. áskorun frá Frosta Sigurjóns, ætla ég aðeins að fjalla um kosti og galla Íslands. Eins og við þekkjum þá er Ísland örríki - ath. ekki smáríki - í Norður Atlantshafi. Mitt á milli Evrópu og N-Ameríku. Örríki er mun réttara en lýsingin smáríki, því þjóðin er innan við milljón manns.

Að Ísland er örríki er mjög vanmetið af Íslendingum sjálfum. En okkur finnst mjög gaman að bera okkur við Norðurlandaþjóðir. En sem dæmi eru Íslendingar 17 falt fámennari en t.d. Danir. Þó er Danmörk talin smáþjóð. Það er gríðarlegur munur á þjóð sem er rúmlega 5 milljón eða þjóð sem er rúmlega 300 þúsund.

Eitt atriði sem vert er að muna - er fjarlægð Íslands og fámenni?

Valdi kort sem sýnir NV-Evrópu. En þ.e. hentugt vegna þess hve mikið þessa dagana er hugsað til Evrópu. Það sem er vert að skoða er hve miklu nær löndin sem við berum okkur gjarnan við, eru kjarnalöndum Evrópu. Og þar með fjölmennasta hluta álfunnar.

Þetta skiptir mjög miklu máli - því flutningskostnaður til og frá Íslandi er miklu meiri en t.d. frá Írlandi til og frá kjarnalöndum Evrópu.

Það kemur tvennt til.

  1. Fjarlægð er meiri, en skip og flugvélar brenna eldsneyti, að auki þurfa hvor tveggja viðhald. Því kostar ávallt meir að flytja varning því lengri sem vegalengdir eru.
  2. Hitt er fámennið hér - en það má vera að skipti meira máli. En það hefur þá afleiðingu að flutningsmagn er minna. En þ.e. stærðarhagkvæmni í flutningum sem öðru. Að auki hefur umfang pantana áhrif á verð frá byrgjum. Þannig að Íslendingar tapa hvort tveggja á því að fá óhagstæðari verð frá byrgjum því pantanir eru smærri, og einnig á því að hingað er flutt með smærri og minna hagkvæmum skipum, sem og flugvélum. Því magnið er of lítið til að stærri flutningatæki beri sig. Auk þess að sennilegt er að fákeppni gæti á flutningum til og frá landinu, því fámennið þíðir einnig að auki að fáir aðilar þrífast til að þjóna þessum litla markaði.
  • Þessir tveir þættir víxlverka, og til samans valda öllum rekstri á Íslandi meiri kostnaði, þegar kemur að því að kaupa aðföng erlendis frá en einnig kostnaði þegar vara er flutt út á markað - leiðir til minni hagnaðar og dregur úr getu atvinnulífs til að greiða laun.
  • Ríkið tapar einnig, því minni hagnaður einnig þíðir minni skatttekjur og því einnig lægri laun hjá ríkinu.
  • Ekki má gleyma að flutningskostnaður einnig leggst á innfluttar neysluvörur, sem eru um 90% neysluvarnings hér fyrir utan matvæli - þannig að ofan á lægri laun en annrs væri unnt að greiða tapar almenningur einnig lífskjörum út á dýrari vörur.

Margir gagnrýna svokallaða "láglaunastefnu" hérlendis - en ég hef veitt því athygli, að margir af þeim einstaklingum virðast ekki gera sér grein fyrir ofangreindum vanda íslenskrar atvinnustarfsemi í samanburði við lönd sem eru A)Mun fjölmennari og B)mun nær mörkuðum - en Ísland.

Ég ætla ekki að fullyrða akkúrat hvaða prósentu launamunar fyrir sbr. störf miðað við t.d. Svíþjóð þetta útskýrir - - en ég er þess fullviss. Að þetta skýrir töluvert háa prósentu þess launamunar.

Er eitthvað sem getur þessu breytt? Ef Ísland myndi komast í þungamiðju heimsflutninga. Þá yrði gjörbylting. Þó svo að fjarlægðir yrðu áfram þær sömu. Ef það myndi fara svo að Ísland yrði miðstöð fyrir svokallaðar "umskipunarhafnir" þá myndi flutningsmagn í gegnum landið aukast gríðarlega mikið. sem myndi þíða að mun fleiri aðilar myndu hafa áhuga á að sigla hingað eða fljúga hingað til að flytja varning. Sem sagt - aukin samkeppni. Síðan myndi stórfellt aukið magn í flutningum einnig lækka verulega kostnað við flutninga vegna noktunar á mun hagkvæmari flutningatækjum sem þá myndu borga sig. Þá myndi það forskot sem t.d. Norðurlönd hafa á Ísland vegna flutningskostnaðar í samhengi Evrópumarkaðar, minnka mikið.

  • Þetta er væri fyrir okkur ekki síður stór hagnaður fyrir okkur ef tilkoma þessara hafna ætti sér stað, en það að þá myndu skapast í landinu störf og tekjur af sjálfum höfnunum og annarri starfsemi.
  • Það er engin tilviljun að sögulega séð, hafa ríkustu svæðin mjög oft verið þau, sem verða þungamiðjur heimsverslunar. Meðan þau sem eru fjarri þeim þungamiðjum, eru mun fátækari.

 

Þrátt fyrir þennan stóra ágalla hefur Íslendingum vegnað vel!

Þetta á sérstaklega við í samanburði við aðrar dvergþjóðir í heiminum sem eru eylönd. En þau eru vanalega miklu mun fátækari en Ísland og Íslendingar. Jafnvel miðað við Evrópu eru Íslendingar engir aukvisar þ.e. þjóðarframleiðsla per haus ca. svipuð og Danmerkur. Töluvert lægri en Svíþjóðar. Þó eru laun verulega lægri en í Danmörku - sem stórum hluta eins og útskýrt skýrist af ofangreindu.

  • Við vitum mjög vel hverju við eigum þetta að þakka - þ.e. fiskimiðum og orkuauðlindum. 

En fjarlægðarkostnaður vs. smæð landsins þ.e. agnarlítill heimamarkaður auk þess að hérlendis er lítið úrval jarðefna.

Gerir það að verkum, að mjög fátt annað borgar sig að framleiða hérlendis, en:

  • Sjávarafurðir: Við framleiðum fiskflök og annað úr afurðum hafsins, vegna þess að þær er að fá úr sjónum í kringum landið.
  • Orkufrekur iðnaður: Við framleiðum ál, málmblendi, kýsilmálm - sem sagt, nýtum orkuna. Löðum framleiðendur hingað þrátt fyrir fjarlægð okkar frá mörkuðum og fákeppni í flutningum. Með því að bjóða nægilega lágt orkuverð svo þeir hafi áhuga á að vera hér - þrátt fyrir þá ágalla. Eitthvað þarf að vera lágt á móti til að bæta upp það óhagræði - höfum valið að það sé verðið á orkunni.

Það eru margir á Íslandi sem skilja ekki þann sannleik - að lága orkuverðið er forsenda þess að slík framleiðsla komi hingað; og skapi störf.

Íslendingar myndu tapa miklu meir en myndi nema gróða þeirra af því, að hækka mun verulega verðlag á orku, því myndi landið verða ósamkeppnisfært. 

Við erum að keppa við Bandaríkin, þ.s. verðlag á rafmagni er ca. 1/4 af því sem er í Evrópu.

Að nota einungis verðlag í Evrópu sem sbr. er því mjög villandi.

Við fáum einungis starfsemi hingað, ef verðlagið er enn lægra en í Bandaríkjunum. 

Í reynd hefur mikil lækkun á orkuverði í Bandaríkjunum sl. 6 ár, þrengt að okkur. En sú lækkun stafar að gríðarlegri aukningu í gasvinnslu þar - þannig að gasverð er í dag ca. 1/3 sbr. þá.

Er eitthvað sem getur þessu breytt? Við getum ekki stýrt orkuverði í Bandaríkjunum. Né afurðaverði á heimsmörkuðum.

  • En, við samt sem áður, getum tekið upp markvissa stefnumörkun um uppbyggingu iðnaðar hérlendis.
  • Til skamms tíma, er ágætt að fá flr. kýsilmálmverksmiðjur og annað af því tagi sem nýtir beint orkuna.
  • En til lengri tíma, þyrfti að byggja upp framhaldsvinnslu úr því áli sem er hér framleitt.

Við getum ekki stýrt orkuverði í Bandaríkjunum eða annars staðar, né verðlaginu fyrir hrá-ál. En við getum sjálf, ákveðið að framleiða hluti úr áli.

Það væri leið til þess, að auka mjög framleiðsluverðmætið - skapa hátæknistörf sem veita hærri laun, og einnig að skapa hér þekkingu.

Slík atvinnuuppbyggingarstefna eða iðnaðarstefna, þarf að vera langtíma sbr. stefna S-Kóreu. Sem á rúmlega 30 árum hefur gert S-Kóreu að ríku samfélagi.

Við getum vel gert eitthvað svipað. Þ.e. byggt upp starfsemi í kringum núverandi stóryðju. Jafnvel, hugsað uppbyggingu iðnaðarsvæðis í samhengi nýrrar stóryðjuuppbyggingar.

 

Hugbúnaðarstarfsemi!

Það er líklega sú starfsemi hérlendis sem minnst verður fyrir búsifjum vegna fjarlægðarkostnaðar og fámennis. Þó eins og í orkufreka iðanaðinum er um ramman reip að draga vegna samkeppni. En það eru ekki nema nærri hver einasta rýk þróuð þjóð í heiminum að leitast við að byggja upp hugbúnað og hátækniiðnað. Við höfum að sjálfsögðu ekki nærri eins mikið fjármagn og milljónaþjóðir.

Við eigum kannski ekki beint að reikna með því að sigra heiminn - - á hinn bóginn. Má samt vera að í slíkri uppbyggingu liggi tækfæri fyrir höfuðborgarsvæðið.

En Frosti vill meina að höfuðborgarsvæðið hafi sumt fram yfir aðra staði, hér sé mjög fljótlegt að eiga viðskipti, þægilegt að hafa samkipti, í reynd stutt á milli aðila. 

Tja, hafandi í huga að í borginni er þéttasta net menntastofnana á landinu. Þá er langsamlega mesti þéttleiki þekkingar hérlendis, akkúrat hér á höfuðborgarsvæðinu.

Er eitthvað sem getur þessu breytt? Aftur getur markviss stefnumörkun skipt máli. En ef lykilatriði í uppbyggingu iðnaðar er að samhliða byggja upp verkmenntaskóla.

Þá á það einnig við, að hátæknigreinar á háskólastigi þarf stórfellt að efla.

 

Uppbygging mannauðs

Þetta líklega þarf að vera rauður þráður í allri uppbyggingunni - en það er ekki síður að efla mannauðinn að efla "verkmenntun" en það er að efla menntun á háskólastigi í tæknigreinum.

  • En þegar við erum að tala um "háskólanám" þá er ekki allt slíkt, jafn verðmætt.
  1. Það sem okkar fjármagn er takmarkað.
  2. Verðum við að fókusa okkar krafta.
  • Ef við ætlum að auka framleiðslugreinar.
  • Þarf að efla verkmenntun.
  • Ef við ætlum að efla hátækniiðnað.
  • Þarf að efla tæknimenntun og rannsóknir á háskólastigi á því sviði.

Við eflingu iðnskóla, þá finnst mér að iðnnám eigi að hefjast strax í t.d. 13. ára bekk. Þannig að mögulegt sé fyrir þá sem bóknám síður hentar. Að fókusa á iðnmenntun þá þegar. Það þíddi ekki að bóknám hætti alfarið. En því yrði þrengri stakkur sniðinn. 

Hentugast að þetta yrði gert innan grunnskólanna. Sem myndi þíða stórfellda aukningu smíðakennslu.

Til þess þarf að verja að sjálfsögðu umtalsverðu fjármagni.

--------------------------------

  1. Vegna þess að það er þröngt í búi núna.
  2. Er kannski ástæða til þess, að draga verulega úr því hvað við framleiðum mikið af háskólanemum, í öðrum greinum en þeim sem stuðla beint að gjaldeyrisöflun. Fyrir utan tilteknar mjög nauðsynlegar þjónustugreinar.

Ég er að stinga upp á því - að taka kannski af fjárlögum greinar t.d.:

  • félagsvísindagreinar nærri því eins og þær leggja sig,
  • trúarkennslu,
  • lögfræði,
  • viðskiptafræði.

Þær greinar verði háðar þá skólagjöldum!

En kostað til náms í verkfræðigreinum og öðrum hátæknigreinum, auk greina er tengjast lækningum og menntun.

  • Má hugsa þetta sem tímabundið ástand. 

Auðvitað yrði óskaplegt ramakvein, sérstaklega v. þess að þetta eru mjög fjölmennar greinar, sem ég sting þarna upp á að - gera í reynd nærri óframkvæmanlegt fyrir fólk að sækja í um nokkurra ára skeið.

Það yrði a.m.k. mjög mikil fækkun stúdenta í þær greinar.

Form af stýringu stúdenta í nám!

Með þessu myndu allir sem geta, fara í þær greinar sem kostaðar verða áfram.

Sem myndi þíða verulega aukningu á framboði á nýútskrifuðum tæknifræðingum af öll tagi, sem og læknum - hjúkrunarfólki, einnig kennurum.

Það er einnig ákveðinn tilgangur í því, að stýra fólki í þessar greinar - svo fyrirtæki sem vilja efla sig í tæknigeiranum hafi nóg af útskrifuðu fólki, ný útskrifaðir læknar og hjúkrunarfólk komi í stað þeirra sem ætla að hætta á næstunni, nóg verði af kennurum.

-------------------------------- 

Það sem ég er að tala um er að nám á Íslandi verði í mun meira mæli en áður, fókusað í þá átt sem þjónar eflingu útflutningsgreina.

Til þess að það sé mögulegt, þyrfti þá að minnka kennslumagn a.m.k. að einhverju leiti á sviðum, sem eru minna bráðnauðsynleg.

 

Niðurstaða

Eins og ég útskýrði að ofan. Þá búa Íslendingar við töluvert mótstreymi. Vegna smæðar þjóðarinnar og vegna fjarlægðar landsins frá öðrum löndum. Þeir tveir þættir að stórum hluta skýra tiltölulega lág laun hér samanborið við umfang þjóðarframleiðslu. Sem margir hafa réttilega bent á - en haldið að sé að kenna einhverri "láglaunastefnu."

Þrátt fyrir þetta hefur okkur vegnað vel í samanburði við mjög margar þjóðir. En núverandi vandi skapar þrýsting á okkur, um að gera enn betur.

Þær skuldir sem landið hefur lent í vegna óskaplegra gallaðrar hagstjórnar á sl. áratug og vegna framferðis stórra aðila í atvinnulífinu sem keyrðu landið um koll ofan í mistök stjórnvalda þess tíma. Skapa nýjan þrísting á okkur að standa okkur enn betur en áður í atvinnuuppbyggingu.

Og ég tel að það sé mögulegt - að gera betur. En þeir möguleikar verði ekki skapaðir nema með "markvissri stefnumótun" sem að auki verði framfylgt "yfir eitthvert verulegt árabil."

En við þurfum að átta okkur á því, að ný uppbygging getur tekið 15 - 20 ár að skila sér að fullu. Tja eins og það tók 30 ár fyrir S-Kóreu og Japan einnig, að ná sér almennilega á strik.

Þeim löndum tókst það. Ég held að við eigum að taka okkur þeirra uppbyggingu sem fyrirmynd. Hvað er að því að sækja sér fyrirmyndir til annarra landa? Þó það séu ekki Evrópulönd?

 

Kv.


Getum við losað höftin og lækkað lánin SAMTÍMIS?

Það er í reynd mögulegt. Í gær kom ég fram með hugmynd sem ég hef áður rætt, þ.e. 2010: Hvernig björgum við húseigendum í vanda?. Ég fékk þá mótbáru að sú hugmynd geri ekkert fyrir þann stóra hóp sem stóð alltaf í skilum, fór að í engu óvarlega með nokkrum augljósum hætti, á í dag ekkert í sinni fasteign eða lítið. Eins og allir þekkja þá glataði ríkisstjórnin stóra tækifærinu til að "leiðrétta" lánin, en þegar hún tók við vorið 2009 var ekki enn búið að færa lánin yfir frá þrotabúunum til nýju bankana. Að auki voru allir nýju bankarnir í eigu ríkisins. 

Í dag vegna breytni ríkisstjórnarinnar - eru færir valkostir til þess að leiðrétta, ekki ýkja margir.

En einn þeirra tengist einmitt, afléttingu hafta. 

Og í grunninn er sú leið AFSKAPLEGA EINFÖLD Í FRAMKVÆMD.

  • Ég vona að allir átti sig á því að ekki er til sú leið til losunar hafta - - sem ekki kostar almenning mikið.
  • Spurningin sé einungis - hvaða leið sé minnst slæm. Engin er beint góð.
  • Kostnaður verður alltaf ca. sá sami, meginmunur milli leiða liggur í dreifingu kostnaðar milli hópa.

 

Mín skoðun er að minnst slæma leiðin sé þessi!

  1. Hin fræga vísitala sem hækkar lánin er fryst - en Alþingi getur ákveðið það. Þetta þarf að gera áður en höft eru losuð. Frysting vari í 2 ár - (valkostur að hafa frystingu varanlega).
  2. Höft eru síðan losuð og það alfarið þegar búið er að frysta vísitöluna.
  3. Af hverju 2 ár. Síðast þegar gengið féll stórt, þá var verðbólgan búin á útmánuðum 2010. Ef einhver man svo langt aftur þegar núgildandi kjarasamningar voru gerðir apr. ca. 2010 þá var verðbólga komin í 2%. En hélst þar mjög stutt. Því v. kjarasamninga fór hún aftur upp í 6%.

Hver ber kostnaðinn?:

  • Kostnaður dreifist á alla þ.e. vegna frystingar raunlækka lán að sama marki og nemur lækkun krónunnar, eignir lífeyrissjóða einnig sem leiðir til skerðingar bóta að svipuðu marki, laun lækka að sjálfsögðu í takt við lækkun krónunnar - - en ekki síst, þeir fjárfestar sem færa peninga úr landi þeir tapa, ekki allir því sama þ.s. þeir fyrstu er færa sig eru á hagstæðasta genginu en síðan sífellt minna hagstætt. Svo þeir fá einnig slurk af tapinu.
  • Auðvitað, þ.s. lánin falla að sama marki og laun er engin röskun á stöðu milli launa og lána.
  • Það er þetta sem gerir þessa leið að mínu viti "skásta" þ.e. dreifing tapsins á alla aðila.
  • Þ.e. enginn aðili - ber allt tapið.
  • Með þessu eru fjárfestar á leið úr landi, ekki varðir tapi né allur kostnaðurinn settur á almenning.

En græða skuldarar þá ekki neitt?

Það er unnt að hækka laun t.d. um 10% t.d. hálfu ári áður en frysting er afnumin.

Ath. krónan líklega undirskýtur - þ.e. lækkar um hríð töluvert mikið jafnvel allt að 50%, en síðan réttir við sér aftur.

Ætti að ná aftur jafnvægi á bilinu 10-15% neðan við núverandi gengi. Sú staða ætti að liggja fyrir fremur fljótlega þ.e. innan sama árs og höftin eru afnumin. Sú gengishækkun á ný, ætti að lækka verðbólguna fremur hratt. 

Í reynd - - verði það fjárfestar á leið úr landi sem taka megnið af skellinum.

Með einni 10% hækkun, þ.e. í eitt skipti og aldrei aftur svo há hækkun í einu, má framkalla nettó gróða fyrir launafólk af heildar dæminu. Þannig að lánin verði ívið lægri miðað við launatekjur.

Þ.e. einnig valkostur að sleppa slíkri launahækkun - og treysta einungis á að launahækkanir framtíðar, bæti stöðu skuldugra launamanna. Leggja höfuðáherslu á að ná sem fyrst fram lágri verðbólgu. En 10% hækkunin óhjákvæmilega seinkar e-h því að hún fari niður alla leið í ca. 2%. 

Þ.e. einnig sjónarmið að slík hækkun myndi færa til lífskjör frá öldruðum yfir til launamanna - en milli launamanna og aldraðra er í reynd ákveðin togstreita um skiptingu kjara þ.e. þjóðarkökunnar.

Ég hallast reyndar að því, að þjóðfélagið hafi meiri hagsmuni af því að bæta kjör barnafjölskylda, og þannig - í reynd kjör 2-ja kynslóða. Þ.e. barnanna einnig.

 

Hvað væri verra? Leiðin að verja fjármagnið tjóni?

Að sjálfsögðu verður þetta ekki kynnt þannig -> að við ætlum að lágmarka tjón fjármagnseigenda.

Til standi að launamenn taki kostnaðinn allan - í annað sinn.

  1. Verjendur fjármagnsins, munu halda því fram að ofangreind leið sé sú versta fyrir launamenn - því þeir fá yfir sig launaskerðingu vegna gengisfalls og vegna verðbólgu.
  2. Þeir munu aldrei verja hana þannig, að hún komi ekki til greina vegna þess að hún sé slæm fyrir eigendur fjármagns.
  3. Einnig verður notuð sú röksemd, að verið sé að skerða kjör ellilífeyrisþega. Tja, alveg eins og sagt var des. 2008 er hafnað var að frysta vísitöluna strax í kjölfar hrunsins. Sem þannig séð er rétt, en þá fá þeir sömu skerðingu og launamenn. Sem er ekki ósanngjarnt.
  4. Að auki skerðast kjör annarra þeirra innlendra sem byggja kjör sín á fjármagnseign - um það ca. sama og kjör launamanna.
  • Málið er, að sú leið sem þá þarf að fara - - kostar launamenn mun meir. En þá væru þeir með kostnaðinn allan. Fjármagnið varið.
  1. Líklegasta leiðin er sú, að aflandskrónum er breytt í lán. Hugmynd sem sumir Sjálfstæðismenn hafa rætt, þ.e. að ríkið semji við eigendur aflandskróna um að breyta aflandskrónum í skuld á ríkið t.d. til 20 eða 25 ára: En það þíddi þá lífskjaraskerðingu launamanna yfir sama tímabil. Því á meðan ríkið væri að greiða þyrfti það að viðhafa aukna skatta á launafólk. En að sjálfsögðu væru þá þeir skattar ekki lagðir á fyrirtæki. Ath. skerðing yfir mun lengra tímabil. Að auki líklega meir skorið niður af þjónustukerfi við almenning en annars verður gert.
  2. Síðan væru höftin losuð, án þess að frysta vísitölu. Þó svo að gengissveifla yrði þá líklega veruelga minni en í ofangreindri sviðsmynd. Þá færi aftur allur kostnaðinn á launafólk en einkum skuldara. 2-högg sem sagt.

Mér finnst líklegast að eftirfarandi flokkar vilji fara þessa leið þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Björt Framtíð. En mín skoðun er að þessir 3 flokkar séu vörsluflokkar fjármagnseigenda.
----------------------------------

Það getur kostað umtalsverða baráttu, að fá þá leið í gegn sem ég nefni að ofan.

 

Niðurstaða

Ef höftin eru losuð með því að frysta vísitöluna. Lækkar allt í krónum; laun, lífeyrir, eignir fjármagnseigenda, sem og eignir fjárfesta sem vilja úr landi. 

Þannig séð minnkar heildar-rúmmál fjármagns í landinu miðað við gjaldeyristekjur. Sem gerir hlutfallið í leiðinni milli peninga innan landsins og gjaldeyristekjur - > sjálfbærara.

Þó svo að þetta leiði til skerðingar allra - þá sé sá jöfnuður að skipta kostnaðinum á alla hópa. Í stað þess að velja einn hóp úr og láta hann bera allan kostnaðinn. Sem gerir þessa leið einna minnst ósanngjarna af þeim leiðum sem völ er á.

Hvað sem sagt verður, þá sé þessi leið mun minna kostnaðarsöm fyrir launamenn - en það að skuldsetja þjóðina fyrir aflandskrónum. Svo ég taki dæmi um mögulega aðra leið.

  • Fræðilega er í leiðinni unnt að afnema verðtryggingu fyrir fullt og allt.

 

Kv.


Hvernig björgum við húseigendum í vanda?

Í tilefni þess að landsfundur Framsóknarflokksins hefst á morgun og flokkurinn ætlar að vera með útspil fyrir næstu kosningar, í tengslum við aðgerðir sem ætlað er að aðstoða lánveitendur í vanda. Þá hef ég ákveðið að rifja upp gamla tillögu sem ég kom fram með fyrir 3 árum.

7.3.2010 - Hvernig björgum við húseigendum í vanda?

Mjög lauslega byggir þetta á sambærilegri hugmynd við húsnæðisstofnun sem Franklin Delano Roosevelt forseti Bandaríkjanna lét stofna á 4. áratugnum. Sú stofnun var leyst upp fyrir rest. Ekki fyrr en eftir stríð rámar mig. Og skilaði fyrir rest hagnaði.

 

Hver er grunnhugmyndin? 

  1. Vegna þess að fjöldi húsnæðislána er í dag í eigu banka sem seldir hafa verið til kröfuhafa þ.e. vogunarsjóða. Þá mun ríkið þurfa að kaupa í reynd viðkomandi húsnæðislán. Eitt mögulegt form er það, að fólk sæki um úrræðið til tiltekinnar stofnunar; sú stofnun síðan semur við banka viðkomandi um yfirtöku á láninu. Fræðilega getur þetta verið Húsnæðislánasjóður.
  2. Til þess að ríkið geti afskrifað lán viðkomandi, þá sé tilboðið það að viðkomandi afsali sér fasteign sinni á móti, yfir til þeirrar stofnunar sem sér um umsýsluna. En með yfirtöku fasteignar, hefur ríkið þá eign á móti þeirri fjárhagslegu áhættu sem það er að taka.
  3. Bankar tapa ekki endilega á því að semja, því í stað skuldar viðkomandi einstaklings fá þeir þá skuldabréf á ríkið. Ríkið væntanlega yfirtekur lélegustu skuldarana þ.e. þá sem mestar líkur eru á að bankinn tapi á. Þar með styrkist einnig fjárhagsstaða bankanna. Sem a.m.k. hugsanlega gerir þá viljugari til að veita samfélaginu aukna fyrirgreiðslu.
  4. Þeir einstaklingar sem hafa afsalað sér fasteign sinni til viðkomandi umsýslustofnunar, fá að dvelja áfram í húsnæði sínu, gegnt hóflegri leigu sem miðast við áætlaða greiðslugetu viðkomandi.
  5. Eftir t.d. 10 ár, en tímabilið getur verið lengra eða styttra, þá sé húsnæðið sett í almenna sölu. En leigjandinn hafi forkaupsrétt. Ef sá er ekki nýttur - legg ég þó til að annar valkostur geti staðið til boða, þ.e. leiga á fullu markaðsverði ef viðkomandi sækir um það fyrirkomulag. Annars ef forkaupsréttur er ekki nýttur og viðkomandi óskar ekki eftir að fá að leigja áfram. Sé eignin seld og viðkomandi flytur annað.
  • Væntanlega er heppilegast að ríkið láti a.m.k. bankana vita með góðum fyrirvara, ef það stendur til að bjóða upp á slíkt úrræði. En bankarnir þurfa að vilja selja.
  • Nema að sett séu lög sem neyði fram slíka sölu - ef húseigandi vill fá að komast í úrræðið. En þá væntanlega þarf einhverskonar dómhvatta nefnd sem ákveður rétt virði láns. En möguleiki er annars á kærumálum bankanna.

 

Bendi á að það þarf ekki að fara þannig að ríkið tapi á þessu úrræði!

Eftir tíð Roosevelt var stofnunin leyst upp og eignir seldar, eftir að hagkerfið var búið að eflast töluvert. Mig rámar í eftir stríð. 

En húsnæðisverð eru mjög háð hagkerfisástandi. 

Ef við miðum við 10 ár, þá þíðir það að ríkið hefur þann tíma til þess, að skapa forsendur þess að húsnæðið verði umtalsvert meira virði; en það verð sem það tók það húsnæði yfir gagnvart.

Það er að sjálfsögðu langt í frá öruggt, en rökrétt ef tekst að skapa nýjar forsendur fyrir hagvexti.

Þá einnig leiðir það til hækkaðs húsnæðisverðs, með tíð og tíma.

Þannig að þó yfirtakan kosti ríkið töluvert, auki skuldir þess þrátt fyrir að tekið sé tillit til eignanna sem teknar eru yfir á móti.

Þá er alveg unnt að láta dæmið ganga nægilega vel upp, svo að stöðu ríkisins sé ekki ógnað með alvarlegum hætti.

En það byggir að sjálfsögðu á skilvirkni atvinnu- og atvinnulífsuppbyggingarstefnu stjórnvalda, árin eftir að slíkt úrræði er sett á fót. Til þess þó að tapið yrði ekki neitt, þyrfti töluvert öflugan hagvöxt líklega yfir það 10 ára tímabil.

En því meiri sem hann verður á þeim tíma, því minna verður það tap. Fræðilega endar ríkið á ca. sléttu eða jafnvel með smá hagnaði.

 

Má beita þessu til þess að afnema verðtryggingu?

Fræðilega, en það væri þó verulega stærri biti fyrir ríkið að taka öll verðtryggð húsnæðislán yfir, en þá þyrfti að borga bönkunum fullar fébætur sem líklega "dómssátt næst um" en dómsmál væru líklega þá óhjákvæmileg, en það má vel setja lög um slíka yfirtöku. Ekkert ómögulegt við það.

En það er þó hugsanlegt að svo stór biti sé of áhættusamur fjárhagslega fyrir ríkið.

Jafnvel Þó gert sé ráð fyrir aðferðinni að taka yfir eign gegnt því að afskrifa lán.

En segjum að það væri gert, beitt annars ofangreindri leið. 

Þá væri væntanlega nýtt lán ekki verðtryggt sem einstaklingar fá þegar þeir kaupa sína eign á nýjan leik, í lok tímabilsins.

 

Niðurstaða

Ef einhver góður Framsóknarmaður er á fundinum á morgun föstudag. En ég mun ekki mæta fyrr en á laugardag og sunnudag. Þá má viðkomandi taka þessa hugmynd að láni. Og setja hana fram á fundi vinnuhópa sem hefjast þegar á morgun föstudag.

  • Í ljósi þess að flokkurinn ætlar að bjóða upp á lausnir fyrir skulduga - - þá getur tími þessarar hugmyndar nú verið kominn!
--------------------------------------------

Ps: Það var áhugaverð frétt varðandi Írland. En Írar náðu að endurskipuleggja 2% af skuldum sínum. Þó það hljómi ekki mikið. Var þetta mjög dýr skuld á 8% vöxtum og afborgun mjög erfið fyrir írska ríkið þ.e. 3,1ma.€ á ári nk. 10 ár - ef lánið hefði haldið áfram. Greinilegt að það var ekkert elsku mamma hjá Seðlabanka Evrópu er írsk stjv. fengu þetta lán frá stofnuninni. Og örugglega hefur samkomulagið falið í sér fullar uppgreiðslur þessarar skuldar. En hingað til hefur ECB neitað að afskrifa nokkuð eða lækka vexti lána sem hann hefur veitt - skv. þeirra túlkun að "ECB sé bannað að fjármagna ríki." ECB túlkar sem sagt það bann með þeim hætti, að ECB sé óheimilt að veita nokkrar hinar minnstu tilslakanir. 

ECB fær í staðinn nýja skuld til 40 ára á 3% vöxtum. Ríkisstjórn Írlands segir þetta muni spara írska ríkinu 20ma.€ af útgáfum skuldabréfa næstu 10 árin. Mig grunar þó að nýja lánið hljóti að vera upp á hærri upphæð til að dekka vextina sem ECB hefði fengið af hinu láninu svo ECB sé ekki að tapa. Þetta atriði er óskýrt skv. fréttum.

Írska ríkið hefur í leiðinni afskrifað þrotabú Anglo Irish bankans. Sem hrundi svo óskaplega dýrt fyrir nokkrum árum. Er hann nú formlega úr sögunni. Engum til saknaðar.

Ireland Reaches Debt Deal

ECB agrees deal to ease Ireland's debt burden

 

Kv.


Skuldatryggingaálag Ísland komið í 170 punkta!

Þetta er atriði sem lesa má í nýjustu útgáfu Peningamála Seðlabanka Íslands. Sjálfsagt taka flestir eftir vaxtaákvörðuninni. Sömu háu vextirnir áfram eða 7%. En skuldatryggingaálagið er mikilvægt atriði. En skuldatryggingar eru einmitt þ.s. nafnið bendir til, trygging fyrir tapi af því að hafa fjárfest í viðkomandi skuld. Fyrir aðila sem kaupir ríkisbréf lands X. Nú, álagið sveiflast til eftir því, hve mikil áhætta er talin á gjaldþroti viðkomandi aðila.

Lækkandi álag þíðir að áhættan er metin minni.

Þetta segir Seðlabanki Íslands:

"Skuldatryggingarálag á fimm ára skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands mælist nú 1,7 prósentur og hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008. Álagið hefur lækkað um 0,2 prósentur frá útgáfu Peningamála í nóvember og um 1,2 prósentur frá sama tíma í fyrra. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs samkvæmt vaxtamun fimm og tíu ára skuldabréfs ríkissjóðs í Bandaríkjadölum og sambærilegra bréfa ríkissjóðs Bandaríkjanna hefur einnig lækkað frá því í nóvember og mælist nú um 2%. Nýleg niðurstaða EFTAdóms varðandi Icesave-deiluna ætti að öðru óbreyttu að stuðla að áframhaldandi lækkun áhættuálags á innlendar fjárskuldbindingar og bæta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs."

Takið eftir, að álagið á 5 ára bréf hefur lækkað um 20 punkta frá nóvember sl. og 120 punkta frá sama tíma á sl. ári.

Fyrir 10 ára bréf sé álagið í dag 200 punktar.

Ath. þetta hefur verið að gerast þrátt fyrir að vera með ríkisstjórn, sem ekki hefur tekist að ná miklum árangri í því að skapa nýjar útflutningstekjur.

Veltið fyrir ykkur hve mikið þetta getur lækkað, ef tekst að auka þær tekjur að einhverju ráði?

Einnig kemur fram eftirfarandi:

"Frá útgáfu Peningamála í nóvember hefur langtímavaxtamunur gagnvart þýskum ríkisskuldabréfum lækkað um 0,9 prósentur og er nú um 4%. Vaxtamunur á skammtímaríkisskuldabréfum hefur hins vegar hækkað um 0,7 prósentur á sama tíma og mælist nú einnig 4%."

Það er mikið talað um - mun á milli vaxtakostnaðar Evrópulanda og vaxtakostnaðar Þýskalands.

Til samanburðar skv. Financial Times er vaxtamunur eftirfarandi landa sbr. við þýsk ríkisbréf:

  1. Grikkland.....9,15.
  2. Portúgals......4,90.
  3. Spánn..........3,85.
  4. Ítalía............2,96.
  5. Írland...........2,62.
  • Þýskaland.....1,63%
  • Ísland því......5,63%

Vaxtakostnaður Íslands ef það selur skuldabréf er því líklega á þessum slóðum.

Áhugavert er sérstaklega hve traust á Írlandi hefur aukist. Það var hærra en Spánn, en er nú verulega lægra hvað vaxtakröfu.

Skv. þessu nýtur Ísland ívið meira trausts en Portúgal - en örlítið minna en Spánn.

Með öðrum orðum - Ísland er á svipuðum slóðum, og svokölluð lönd í vanda á evrusvæði.

Nema að Írland nú hefur nokkuð meira traust en Ísland.

Það er hugsanlegt a.m.k. að lækkun álags Íslands hafandi í huga að þegar álagið var 1,2% hærra á sl. ári, þá var áhætta okkar einnig á svipuðum slóðum og áhætta Spánar; hafi mest að gera með það að vegna þess að evrukrísan hefur legið niðri um 6 mánaða skeið - séu fjárfestar rólegri almennt.

Frekar en það að þessi ríki séu svo mikið betur stödd - nema kannski Írland.

En ég mundi ekki segja að ástand Íslands sé í reynd áberandi skárra en á sl. ári, nokkurn veginn það sama mundi ég segja.

Áhugavert að sjá mynd sem ég sá á vef ZeroHedge.

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user5/imageroot/2011/09/pt%202.jpg

Eins og sést af þessum ferli frá vef ZeroHedge, þá er skuldatryggingaálagið orðið það lægsta sem það hefur mælst síðan fyrir hrun. Enn virðist það smávegis hærra en rétt áður en það fór að hækka hratt í septeber 2008.

  • Áhugavert er þannig séð, hve seint markaðir erlendis vöknuðu við vondan draum - eins og sést, þá kemur óttinn ekki fyrr en lokamánuðinn áður en bankarnir féllu.

Skýring á þessari lækkun skuldatryggingaálags?

Hún er augljós, en gengisfallið sem margir vilja skipta krónunni út fyrir - leiddi til snöggs viðsnúnings í gjaldeyrisneyslu þjóðarinnar. 

Þá á ég við, að halli á viðskiptajöfnuði varð að nægum afgangi - svo að landið gat staðið undir hækkuðum gjaldeyrisskuldum.

Skv. Peningamálum:

"Áætlað er að tæplega 4% afgangur verði á viðskiptajöfnuði á þessu ári þegar leiðrétt er fyrir áhrifum af reiknuðum hreinum þáttatekjum innlánsstofnana í slitameðferð og uppgjöri þrotabúa þeirra ásamt reiknuðum hreinum þáttatekjum lyfjafyrirtækisins Actavis."

Raun afgangur af viðskiptajöfnuði sé um 4%. Þetta virðist duga ríkinu.

Eins og sést á mynd sem dregin er upp á bls. 8 í Peningamálum. Þá virðist að Seðlabankinn stilli af jöfnuðinn við ca. þetta mark sl. 2 ár. En skv. þeirri mynd hefur sveifla verið lítil í kringum þetta bil síðan þá, jöfnuðurinn var greinilega nettó um 6% 2009. En þá hefur líklega verið þörf á hærri. 

Sem líklega þíðir að þetta sé ca. sá afgangur sem sé nauðsynlegur til að tryggja hagsmuni ríkisins.

Þið munið væntanlega hve snögglega gengið lækkaði sl. haust - eftir að sumarvertíðin í ferðamennskunni var búin.

Mér finnst það benda til þess, að þessu bili sé viðhaldið fremur stíft.

Genginu stýrt með þarfir ríkisins í huga!

 

Niðurstaða

Mér finnst það samt viss áfangi að áhættu álag á skuldir ísl. ríkisins sé komið niður fyrir 2% fyrir 5 ára skuld, og komið í 2% fyrir 10 ára. Það er auðvitað ekkert ódýrt fyrir ríkið að taka lán á ca. 5,6%. 

En þetta hefur gerst þrátt fyrir aðgerðalitla ríkisstjórn. Sem afskaplega lítið hefur gert til þess að auka gjaldeyristekjurnar. Hún hefur verið heppin þ.e. fengið makríl og góða loðnuveiði, auk þess að ferðamennskan hefur verið í góðri aukningu. 

Makríllinn og loðnan er lotterí móður náttúru. En ferðamennskan þar er aukningin vegna hagstæðari gengisstöðu fyrir erlenda ferðamenn. 

Án þessarar heppni, væri staða mála töluvert lakari. En skv. Seðlabanka er hagvöxtur lægri en reiknað var með. 2,2% segja þeir á sl. ári í stað 2,5%. Þó eru þetta sennilega ekki lokatölur. Heldur bráðabirgðaálit. Fiskverð fara lækkandi, og en samt telja þeir að heilt yfir minnki tekjur af fiskútflutningi einungis lítið eitt. Hagvöxtur þessa árs 2,1%.

------------------------------

Ef gjaldeyristekjustaðan væri hagstæðari, væri áhættuálag ísl. ríkisins enn lægra. Vegna þess að þá væri unnt að greiða skuldirnar hraðar niður.

Þrátt fyrir ríkisstjórnina hefur álagið minnkað - ef hafin væri miklu mun virkari atvinnuuppbyggingarstefna.

Þá ætti að vera unnt að lækka þetta álag umtalsvert hraðar - - svo mögulegt verði að lækka greiðslubyrði lána enn hraðar, með endurfjármögnun yfir í ódýrari vexti og hagstæðari greiðslukjör.

Þetta skiptir miklu máli, því lækkun greiðslubyrði myndi losa um fjármagn fyrir ríkið - - en sem dæmi. Þá er algert neyðarástand að skella á heilbrigðiskerfinu. Í ljósi hótana 260 hjúkrunarfræðinga um að hætta, og nýlegum fréttum þess efnis að 6 læknar ætli að hætta á bæklunardeild, svo einungis 1 læknir og 1 læknanemi verði eftir. Er ljóst að mikið liggur við, að skapa ríkinu betri stöðu.

  • Það má þó vera að of seint sé að bjarga heilbrigðiskerfin frá umtalsverðu hruni þetta ár. 
  • Það að standa sig ekki vel í gjaldeyrisöflun sé mjög mikill ábyrgðarhluti!

 

Kv.


Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!

Þetta er ályktun sem væntanlega opnar augu einhvers. En þetta byggist á frekar óvæntum mjög ný fram komnum upplýsingum. Sem ekki hafa enn síast inn í alþjóðlega umræðu meðal fjölmiðla nema að litlu leiti. Það er, að fólksfjölgunarþróunar sprengjan sem Kína sjálft bjó til með 1. barn per fjölskyldu stefnunni, er þegar að skella á. Ekki eftir 10 ár. Ekki eftir 20 ár. Heldur nú þegar er þetta hafið.

Þetta kemur fram í mjög merkilegri rannsóknarskýrslu frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum:

Chronicle of a Decline Foretold: Has China Reached the Lewis Turning Point?

Bls. 14

  • "China’s excess supply of labor has peaked in 2010 and is on the verge of a sharp decline:
  1. "from 151 million in 2010"
  2. "to 57 million in 2015,"
  3. "and 33 million in 2020"
  • "The LTP is projected to emerge between 2020 and 2025, when excess supply turns negative (i.e., the labor market moves into excess demand)."

Það sem þetta segir er að Kína stendur nú frammi fyrir mjög hröðu hruni í fjölda reikandi farandverkamanna.

Og að skortur á vinnuafli muni skella á Kína - - tja, frá og með milli 2020 og 2025.

Svo versna hratt!

Segir Ambrose Evans-Pritchard er vakti athygli á þessu - IMF sees 140m jobs shortage in ageing China as 'Lewis Point' hits

 "A decade after that China will face a labour shortage of almost 140m workers, surely the greatest jobs crunch ever seen."

Það sem þetta líklega þíðir - - er hrun í hagvexti!

Kína fer líklega bratt á næstu árum yfir í miklu mun hægari hagvöxt, nær því sem við erum vön á vesturlöndum - þ.e. ekki lengur þær tölur sem sést hafa sl. 20-25 ár.

Kína fer ekki endilega niður í 0 vöxt eins og t.d. Evrópa virðist ætla lenda í. Þar sem Kína á enn eftir að klára mikið af innri uppbyggingu, skortir enn víða á gæði vega og samgöngukerfis. Sem og gæði menntunar. Ekki síst, að Kínverjar eru enn mun fátækari en meðal Evrópumaðurinn eða meðal Bandaríkjamaðurinn.

Þetta þíðir þó, að Kína verður mjög fljótlega - ekki eftir 10 ár eða 20, heldur á allra næstu árum.

Að kúpla algerlega um - aðferð þá sem beitt er við hagvöxt.

Þ.e. landið verður að einbeita sér að eflingu eigin mannauðs!

Eins og ég sagði, enn skortir á menntun sbr. þ.s. telst vera eðlilegt á vesturlöndum. Og eins og ég sagði, ekki er enn búið að fullklára innri framþróun í Kína.

En þetta verður mjög krefjandi tími fyrir kínverska leiðtoga - þ.s. þ.e. ekki auðvelt að kúpla frá því að vera "middle income" land yfir í að vera "high income" land.

Sovétríkin náðu ekki að yfirstíga þann þröskuld - höfðu ekki þann innri sveigjanleika sem til þurfti. S-Ameríka feilaði einnig á 8. áratugnum, í kreppunni frægu sem hófst undir lok þess áratugar í S-Ameríku.

----------------------------

Ef ekki tekst að brúa þetta bil - getur Kína lent í sbr. kreppu við Brasilíu. Þegar eru margvísleg hættumerki uppi. Ekki síst það óskaplega peningamagn sem kínv. stjv. hafa látið bankana búa til. Eins og fram kemur í grein Evans-Pritchard -:

  1. "The balance sheets of China’s banks have been growing by over 30pc of GDP a year since the Lehman crisis and are still growing at a 20pc..."
  2. "Fitch Ratings said fresh credit added to the Chinese economy over the last four years has reached $14 trillion..."
  3. "This extra blast of loan stimulus is roughly equal to the entire US commercial banking system."
  4. "The law of diminishing returns is setting in. The output generated by each extra yuan of lending has fallen from 0.8 to 0.35, according to Fitch."
  5. "Mr Magnus said credit has reached 210pc of GDP - far higher than other developing countries..."

Þetta lítur út eins og klassísk útlánabóla - - og það af algerlega gígantísku umfangi.

Til hvers? Til að viðhalda mældum hagvexti í tölum í kringum rúmlega 8%.

Þetta getur ekki malað á þessum hraða - þegar, þegar er að byrjað að örla á skorti á vinnuafli.

Tja, maður getur séð fyrir sér sbr. bólukrass við þ.s. gerðist í Japan síðla vetrar 1989. Þó að Kína eigi enn - spil á hendi. Þ.e. skuldabréfa eign sín þ.e. bandarísk ríkisbréf. Sem Kína enn á mikið af.

Þannig að Kína getur líklega reddað sér frá því að ríkið drukkni í skuldum eins og það japanska gerði 1989, með því að koma þeim bréfum í verð. Það er þó einungis redding í eitt sinn.

Eftir það yrði þá Kína að reka sjálfbæra stefnu - eða að næsta bólukrass gæti endað í langvarandi skuldavíti, eins og S-Ameríka lenti í v. lok 8. áratugarins.

 

Niðurstaða

Hvað segir þetta okkur? Hið ofsalega hraða ris Kína er við það að taka enda. Og ef Kína tekst að komast hjá krassi sem mörg lönd hafa lent í er þau hafa leitast við að komast yfir "middle income" hjallann, yfir í að verða "high income" land. Þá verður það normal land eins og vesturlönd, með hagvöxt á bilinu 2-3% ekki meir en 4-5% í stað 8-10% sem hefur verið normið sl. 3. áratugi.

Annað sem það þíðir. Er að Kína mun ekki yfirtaka bandaríska hagkerfið að umfangi nærri því strax. Ef Kína það gerir nokkru sinni. Heldur, ef það gerist á annað borð. Þá verður það á lengri tíma vegna þess, að hagvöxtur verður svo mikið hægari en áratugina 3 síðustu.

Síðan, má vera að þ.s. Indland er töluvert á eftir Kína. Að það verði dóminerandi hagvaxtarland næsta áratugar. Þ.e. verði stóra landið með tölur á bilinu 6-10%. Sem gæti gert Indlandi kleyft að ná Kína kannski á 15 árum eða svo. Þá verði það 2 Asíurisaveldi. Hvorugt algerlega dóminerandi.

Bandaríkin geti þá hugsanlega haldið stöðu sinni, sem 3 risaveldið. Verið í engu veikari aðilinn a.m.k. 

-------------------------------------

Ps: Önnur athyglisverð frétt. En Hollande forseti vill að evrusvæði taki upp virka stefnu um gengi evrunnar. En skv. fréttum dagsins, finnst Hollande gengi evrunnar þegar vera orðið of hátt. Þetta kemur kannski ekki á óvart, en hærra gengi evrunnar upp á síðkastið skaðar útflutning fyrirtæka út fyrir evrusvæði. Og Franska hagkerfið er í alvarlegum vanda, skv. flestum óháðum hagtölum komið í hraðan samdrátt. Svo ríkisstjórn Hollande getur verið orðin smávegis "desperat."

Hollande Calls for Policy on Foreign Exchange

"Mr. Hollande said a monetary zone "should have a foreign-exchange policy, otherwise it has an exchange rate imposed on it that does not correspond to the real state of the economy.""

""There's a paradox in asking some countries for a competitiveness effort and at the same time making their exports more expensive," said Mr. Hollande. "Otherwise we are asking countries to make efforts on competitiveness that are annihilated by the value of the euro.""

Gengið of hátt - hann getur ekki sagt það skýrara :)

 

Kv.


Hræðsla við Berlusconi og spillingarmál tengt Mariano Rajoy, myndaði snöggan skjálfta á mörkuðum á mánudag!

Þetta sýnir eiginlega hve viðkvæm staðan á evrusvæði í reynd enn er. Að á mánudag varð verðfall á öllum heimsmörkuðum, og verulegt bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Best að taka fram að þrátt fyrir verðfall mánudagsins. Standa markaðir enn miklu hærra en tja, fyrir hálfu ári síðan.

Hverjar eru ástæðurnar?

  1. Spillingarmál á Spáni tengt ríkisstjórn Mariano Rajoy, hefur skapað umtalsverðan óróa. Leiddi til fjölmennra mótmælaaðgerða í Madríd í sl. viku. Og um helgina, neitaði forsætisráðherra Spánar öllum ásökunum. En þessi stormur er ekki a.m.k. enn frá.
  2. Hitt er, að skv. nýjustu skoðanakönnunum. Virðist Silvio Berlusconi vera komin hársbreidd að því, að ná að jafna metin gagnvart megin keppinautnum. Ítölskum krötum, munurinn kominn í einungis 4%. Og það er í reynd mögnuð sveifla. Þíðir að markaðir eru farnir að ókyrrast. 

Skoðið mynd í frétt Daily Telegraph - en hún sýnir verðþróunina frá miðju sl. ári fram í febrúar, og þ.e. greinileg ný uppsveifla í vaxtakröfu fyrir spænsk og ítölsk ríkisbréf:

European markets and euro fall amid investor concern over Spain and Italy

Euro Retreats From $1.37

Spanish Premier Vows Transparency on Finances

Rajoy storm blasts Spanish bonds

Italian elections: Il Cavaliere goes all-in

Global stocks fall sharply

  • Hneyxlið á Spáni stendur í tengslum við "fjármögnun kosningabaráttu" sem er tja verð ég að segja, fremur klassísk tegund af hneyksli. En ég man eftir nokkrum slíkum t.d. frá Frakklandi.
  • Nú skekur slíkt hneyksli Spænsk stjórnmál. Ekki enn ljóst hvort þetta kemur til með að veikja að ráði stjórn Rajoy eða ekki. 

Skv. þessu virðist vera gríðarleg reiði á Spáni - "By Sunday a petition demanding his resignation had collected 769,000 signatures on the activist website Change.org, one of several online campaigns calling for a cleanup of Spain's political institutions."

Engin leið að spá í það hvaða afleiðingar þessi reiðialda hefur - en í ljósi þess hve alvarlegt ástandið er í spænsku samfélagi, vegna hins hrikalega atvinnuleysis. Þá getur Spánn verið mjög nærri ástandi sem kalla mætti PÚÐURTUNNA. Þannig að tiltölulega lítill atburður geti hleypt af stað miklum óeirðum.

Greinilega óttuðust markaðir á mánudag, að þessi atburðarás geti veikt getu ríkisstjórnar Spánar til að fylgja fram niðurskurðaráætlun sinni.

 

  • Skv. Open Europe: "Crucially, these polls also show that the gap between the centre-left coalition led by Pier Luigi Bersani and Berlusconi's centre-right coalition has narrowed to only 4% (the two blocs are on 32.9% and 28.9% respectively)." = 4% munur.

Athugið að þessi niðurstaða könnunar frá sl. viku, inniheldur ekki viðbrögð kjósenda gagnvart nýjasta útspili Berlusconi. Þar sem hann lofar, að endurgreiða landsmönnum mjög óvinsælan skatt tekinn á sl. ári. Skila fénu - með öðrum orðum: Fyrsta atriðið er nýja loforðið.

-----------------------------------------

Loforða listinn skv. nýjustu uppfærslum

  1. Refund Italians for a levy on first homes (IMU) re-introduced by Mario Monti's technocratic government. Berlusconi had already pledged to scrap the tax, but has now raised the stakes further. 
  2. Scrap Italy's Regional Tax on Productive Activities (Irap, which is levied on businesses) within the next five years.
  3. Launch a full tax amnesty.
  4. Finalise a bilateral agreement with Switzerland allowing the Italian government to tax Swiss-based financial activities of Italian citizens. Berlusconi claims this would grant a one-off revenue of €25-30bn, and some €5bn a year.
  5. Scrap public financing of Italian political parties.
  6. Halve the number of parliamentarians (there are currently 630 MPs and 315 Senators).
  7. Cut public spending by a total €80bn in five years.

-----------------------------------------

Fækkun þingmanna - afnám ríkisstuðnings við stjórnmálaflokka - og afnám þessa sérstaka eignarskatts.

Hljómar mjög klæðskerasniðið til að höfða til óánægðra kjósenda. Sem víst nú er nóg af.

Nú virðist sem að markaðir séu farnir að gera ráð fyrir þeim möguleika, að Silvio Berlusconi vinni sigur þá í 4 sinn á hans ferli. Hann hefur reyndar lofað því að vera einungis ráðherra efnahagsmála. 

Lofaði víst svokölluðu Norðurbandalagi, að fá forsætisráðherrann. Svo þeir samþykktu að taka eina ferðina enn þátt í kosningabandalagi með flokki Berlusconi.

Eitt er víst - að það er hreint magnað hvað karlinn er að afreka í þessari kosningabaráttu. En þegar hann hóf hana, var hann meir en 10% að baki kosningabandalagi ítalskra krata við ítalska vinstri-sósíalista. Nokkurs konar VG Ítala. 

En þarna virðist nú vera kosið milli tveggja framtíðar ríkisstjórna - - þ.e. vinstri stjórn með krötum og vinstri-sósíalistum. Hljómar líkt því sem Ísland hefur búið við undanfarin ár.

Og hinsvegar hægri sinnað flokkabandalag, með öðrum orðum - hægri stjórn.

Miðjuflokkabandalag sem styður Mario Monti. Virðist ekki ætla að ná lykilstöðu þeirri, sem draumur var uppi um að tryggði Mario Monti áfram pólitísk áhrif innan næstu ríkisstjórnar Ítalíu.

Skv. fréttum, virðast samskipti Monti og vinstri bandalagsins, ekki vera góð. Þeir mjög gagnrýnir á hans stjórnarfar. Þó vonir hefðu verið um, að Monti myndi vinna með þeim. A.m.k. vonir evrópskra Evrópusinna.

Samtímis, hellir Berlusconi sig yfir stjórn Monti og hvernig hann segir stjórn hans hafa verið að keyra Ítalíu inn í vaxandi kreppu og atvinnuleysi.

Í staðinn fyrir það sem greinilega var vonast eftir í höfuðstöðvum Brussel valdsins, þá virðist ekki stefna í það að Mario Monti verði ráðherra í næstu ríkisstjórn.

Og það burtséð frá því hvort vinstri bandalagið verður ofan á eða það hægri.

Báðar fylkingar virðast vera að skapa sér sem mesta fjarlægð, við miðjufylkingu Monti. Sem virðist ekki ætla að fá meira en á bilinu 10-15%. Það er ekki alveg þ.s. vonir stóðu til.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist með þetta hneykslismál á Spáni. En þó ég reikni ekki með því að þetta felli ríkisstjórn hægri manna á Spáni undir forsæti Mariano Rajoy. Þá getur málið hleypt það miklum óróa inn í spænskt samfélag. Að ríkisstjórninni verði erfitt um vik að stjórna.

Síðan er það pólitísk endurkoma Silvio Berlusconi. Karlinn virðist sannarlega hafa 9 pólitísk líf. Búinn skv. könnunum sl. viku að ná fylgismun niður í 4%. Karlinn er örugglega kominn með vatn í munninn. Því skv. þessu. Er vel hugsanlegt að hans flokkabandalag, verði ofan á. Naumlega þó. 

Það er sennilega enginn evrópskur pólitíkus hataðri af evrópsku pólitísku elítunni í Brussel en hann. Ekki vegna þess að hann hafi verið sérstaklega slæmur stjórnandi - ef út í þ.e. farið. Þá hefur hans tíð hvorki verið neitt óskaplega slæm né er um að ræða einhvern stóran afrekalista. Ég hugsa að það sé þetta stöðuga kvennafar sem á honum er - hans augljósa kvenfyrirlitning. Sem gerir hann svo hataðan. Hann virðist mörgum vera - fyrirbæri úr fortíðinni. Sem neitar að hverfa úr nútíðinni.

En hvað um það. Það áhugaverða verður. Hvað Silvio gerir ef hann kemst til valda. En hann hefur farið nokkuð mikinn um það. Að hann vilji snúa frá núverandi stefnu. Og leggja áherslu á hagvöxt.

Miðað við söguna. Er eðlilegt að menn séu smávegis skeptískir. En hans stjórnir eru ekki eins og ég sagði þekktar fyrir mikil afrek. Á hinn bóginn, er þetta hans hinsta tækifæri til að setja mark sitt á ítölsk stjórnmál - lokaséns til að skapa sér annan orðstír en þann er hann hefur fram af þessu haft.

 

Kv.


Ný von í Evrópu?

Það er dálítið verið að tala upp í erlendum fjölmiðlum örlítið jákvæðari teikn um efnahagsframvindu Evrópu sem verið hafa uppi allra síðustu mánuði. En það sem mig grunar að sé í gangi er það. Að síðan evrukrísan hefur legið niðri frá mánaðamótum júlí/agúst 2012 þegar Seðlabanki Evrópu kom fram með loforð um að kaupa án takmarka skuldir ríkja í vandræðum gegnt tilteknum skilyrðum. Í kjölfar loforðs Mario Draghi um miðjan júlí sl. um það að gera hvað sem unnt væri til að bjarga evrunni. Þá sé eðlilegt að ætla að það eitt að sú krísa sé í lægð. Létti örlítið yfir fólki.

Hún hafi verið sjálfstætt rekakkeri, sem hafi verið að hvetja fólk til að halda aftur af sér um fjárfestingar, eða eyðslu o.s.frv. Þannig, að örlítið mildari samdráttur mældur allra síðustu mánuði.

Geti verið algerlega rökréttur, í kjölfar þess að sérstök viðbótar bælandi áhrif evrukrísunnar séu frá - í bili a.m.k.

Bjartsýnismenn vilja túlka mál svo, að minnkun samdráttar nú allra síðustu mánuði, sýni að kreppan sé að ná botni, sé merki þess að viðsnúningur sé að hefjast - þannig að hagkerfi evrusvæðis verði komið í örlítinn hagvöxt á seinni helmingi  2013.

Það er spá Seðlabanka Evrópu - - og t.d. frétt Financial Times í sl. viku, vitnaði einmitt ítrekað í það, að viðsnúningi væri spáð sbr.: Manufacturers start year on solid footing

Önnur frétt um þetta er í Wall Street Journal, þ.s. menn velta fyrir sér hvort það sé viðsnúningur í nánd eða hvort þetta sé skammtímasveifla innan áframhaldandi kreppuástands: Euro-Zone Data Suggest Stabilization

 

Mig grunar að margir séu að vonast mjög stíft eftir UPPGANGI

Það sem þessir tveir fréttapistlar benda á eru niðurstöður fyrirtækisins MARKIT.com, varðandi svokallaða Pöntunarstjóra-vísitölu. Sem mjög margir fylgjast með. Best að setja þær niðurstöður upp:

Bendi á að tölur innan við 50 eru samdráttur/ofan við 50 er aukning.

  • Final Eurozone Manufacturing PMI at 11-month high of 47.9 
Þetta er þ.s. báðir pistlarnir eru að benda á, að samdráttur í pöntunum til iðnfyrirtækja hafi minnkað, sé sá minnsti mældi í 11 mánuði. Ath. þetta er samt samdráttur ofan í samdrátt fyrri mánaða.

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Jan.)

  1. Ireland 50.3 9-month low
  2. Netherlands 50.2 4-month high
  3. Germany 49.8 11-month high
  4. Austria 48.6 2-month high
  5. Italy 47.8 10-month high
  6. Spain 46.1 19-month high
  7. France 42.9 4-month low
  8. Greece 41.7 2-month high

Skv. þessum tölum er allt í einu komin aukning í iðnframleiðslu í Hollandi eftir dálítinn samdráttartíma um nokkurra mánaða skeið. Smávægileg aukning heldur áfram í iðnframleiðslu á Írlandi.

Það sem mest er bent á, snarlega dregur úr samdrætti í iðnframleiðslu í Þýskalandi, þ.s. staðan er nærri jafnvægi þ.e. minnkun það lítil að þetta er ca. stöðnun. OK - húrra :)

Takið samt eftr því, að allt þar fyrir neðan eru samdráttartölur - þó Austurríki, Ítalía og Spánn sýni nokkuð minni samdrátt en fyrri mánuði. Er þetta samt sérstaklega á Spáni töluverður samdráttur.

Síðan áhugavert, að aukning er í samdrætti pantana til iðnfyrirtækja í Frakklandi - úps. Það eru mjög slæm tíðindi. En þetta bendir til djúprar kreppu í Frakklandi - - stórt úps!

Og Grikkland heldur áfram að vera í tómu tjóni, þó einhver minnkun samdráttar sé að ræða er þetta enn mjög ör minnkun pantana þ.e. 8,3% milli mánaða, það ofan á langt samdráttartímabil.

  • Þannig að tölurnar eru skýrar - heilt yfir er kreppa. Þó hún sé nokkuð mildari en þegar evrukrísan var í hámarki.
  • En er það ekki einmitt eðlilegt, að með Seðlabanka Evrópu að baki evrunni sem hefur róað markaði hvað evruna sjálfa varðar, með þá hættu frá að hún myndi snögg hrynja jafnvel; þá hefur það einhver jákvæð áhrif, til minnkunar samdráttar, að sú hræðsla skuli frá? 
  • Það þarf alls ekki vera neitt meira sem er í gangi!
  • Ég meina - ekki viðsnúningur.

Enda eru ríkin í S-Evrópu ekki enn búin að klára innri aðlögun, þ.e. lækkun launa til að kostnaðarjafna við Þýskaland, síðan að ná fram nægum afgangi af útflutningi svo skuldir verði sjálfbærar.

Það má því reikna með áframhaldandi samdrætti í S-Evr. um nokkurt skeið áfram. Hve lengi akkúrat kemur í ljós.

Þetta hægir einnig á í N-Evrópu v. tapaðra viðskipta frá S-Evrópu. Í staðinn er vonast eftir því að vísbendingar um aukin hagvöxt í Kína og Indlandi, skapi ný útflutningstækifæri. En tölur benda til aukins vaxtar aftur í Asíu.

Síðan virðist vonast eftir uppgangi í Bandaríkjunum, en sá er í töluverðri óvissu, vegna deilna á Bandaríkjaþingi um skuldaþak sem virðist farin í farveg endurtekninga á 3. mánaða fresti, meðan að Repbúblikanar þrýsta á um útgjaldaniðurskurð - því meira sem verður af honum, því meir mun sá niðurskurður toga niður hagvöxt ársins þar.

  • Það er einmitt stóra vonin - aukinn útflutningur. 
  • Öll Evrópa ætlar sér að verða eins og Þýskaland. 
  • En ber heimurinn það, að Evrópa fari í þann sama farveg sem heild? 
  • Eða er líklegt að það takist að framkalla slíka útkomu? En benda má á, að Japan er farið að virðislækka sinn gjaldmiðil. Af því leiðir að Japanir gætu nú gerst skæðir keppinautar.
  • Ég á erfitt með að sjá að Asía sé til í að skipta um hlutverk - eða sé til í það akkúrat núna, að verða mjólkurkýr fyrir vesturlönd. Í stað þess að þau noti vesturlönd sem mjólkurkýr.
EUR to USD (Euro to US Dollar) Exchange Rates: Charts and historical data

  • Að auki hefur evran verið í hækkunarferli undanfarna mánuði, og er orðin aftur frekar há gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Málið er, að þetta skaðar samkeppnishæfni Evr. útflutningsfyrirtækja - er ekki þ.s. S-Evr. ríkin þurfa á að halda. Er í reynd samdráttaraukandi.

Það verður forvitnilegt að sjá, hvernig stöðugt hækkandi evra undanfarið - víxlverkar við vanda S-Evr. ríkja, en eðlilegt er að ætla að þetta sé óhagstætt fyrir þau. Og dragi úr möguleikum þeirra til að skapa viðsnúning með útflutningi. Þ.e. áætlunin að herma eftir Þýskalandi.

En erfitt er að sjá hvað annað geti skapað hjá þeim viðsnúning með skuldum vafið atvinnulíf, skuldum vafinn almenning, gríðarlegt atvinnuleysi og ríkissjóði sem eru að skera niður og minnka umsvif.

Svo kemur Japan allt í einu sem skrattinn úr sauðaleggnum, ný stjv. Japans eru að keyra á gengislækkun - til að skapa japönskum fyrirtækjum bætta samkeppnisstöðu. Og það er virkilega slæm tíðindi fyrir áætlanir Evrópumanna um sókn inn á Asíumarkaði.

Að auki skaðar gengishækkun evrunnar einnig útflutning til Bandaríkjanna, sem í staðinn kaupa þá frekar líklega japanskar vörur ef þær verða verulega samkeppnisfærari.

------------------------------

Ég á með öðrum orðum, erfitt að sjá viðsnúning í hagvöxt. 

En kannski er mögulegt að Evrópa nánar tiltekið evrusvæði, smám saman lyfti sér úr samdrætti í stöðnun.

 

Niðurstaða

Málið er að það er rétt að reikna með því að lægð í evrukrísunni, hafi jákvæð áhrif á efnahagsmál. En þegar hún var í hámarki fyrri hl. sl. sumars. Þá er öruggt að óttinn í tengslum við evruna var að framkalla viðbótar efnahagsskaða. Nú 6 mánuðum síðar. Er eðlilegt að minni ótti, meira öryggi - skapi minni samdrátt. Óttinn um stórfellt hrun fór frá, og það eitt dregur örlítið úr svartsýni og minnkar nokkuð samdrátt.

Það þarf með öðrum orðum ekki að vera svo - að minni samdráttur upp á síðkastið sé teikn um viðsnúning.

---------------------

Ég bendi einnig á tölur MARKIT að ofan, t.d. er mjög áhugavert að Frakkland. Í því landi skuli samdráttur pantana nú vera næst mestur.

Ef ég væri áhugamaður um evruna, væri ég nokkuð uggandi um þá stöðu Frakklands. Því Frakkland er eitt hinna nauðsynlegu landa þ.e. án þess getur evran líklega ekki haft það af.

Þær tölur benda til mjög verulegs efnahagssamdráttar í Frakklandi.

  • Þetta getur hleypt evrukrísunni af stað aftur.
  • Eins og er vandi Spánar gaus upp á sl. ári, þá hleypti það evrukrísunni á flug sl. vor og sumar.

Frakkland getur einmitt verið næsta land. Og ofangreindar tölur geta bent sterklega til þess. 

Þá geti lognið um evruna sem varað hefur um 6 mánaða skeið, tekið snögglega endi.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 409
  • Frá upphafi: 871512

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 380
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband