Eftir að horfa á myndina Lincoln, fór ég að velta fyrir mér framtíð Íslands!

Í þrælastríðinu afnámu Bandaríkin gríðarlega stór rangindi. Það kostaði stríð og miklar fórnir, því þeir sem á sínum tíma nutu arðsins af þrælavinnuaflinu. Gátu ekki hugsað sér að sjá af þeim lífsstíl sem 4 milljónir þræla sköffuðu þeim.

 

Ísland stendur ekki frammi fyrir þetta viðfangsmikilli breytingu, frekar snýst þetta um draum landsmanna um betra líf!

Draumurinn um betra líf má segja að hafi rekið þessa þjóð áfram sl. 100 ár. Upp úr sárri fátækt, þegar fólk raunverulega átti ekki neitt. Hér voru hreysahverfi ekki ólíkt því sem lengi hefur tíðkast í S-Ameríku, svokölluð "braggahverfi" sem hurfu ekki fyrr en á 8. áratugnum.

Það er eiginlega fyrst á 8. áratugnum, sem má segja að Íslendingar stígi yfir þröskuldinn, að vera fremur fátæk þjóð, í að vera með betur stæðum þjóðum í okkar heimi.

Við förum úr "middle income" í "high income." 

Höfum haldist þar síðan.

Og þrátt fyrir síðustu áföll, erum við enn í hóp hinna svokölluðu ríku þjóða.

 

Vandinn er ekki draumurinn um betra líf, heldur viss skortur á þolinmæði!

Ég bendi á fiskeldi og loðdýraeldi - - sem á sínum tíma var hrint af stokkum, með umtalsvert miklum látum. Einnig, hátækni-iðnað.

Í dag, eru hér rekin vel rekin loðdýrabú og vel reknar fiskeldisstöðvar. Hér eru einnig, áhugaverð hátæknifyrirtæki.

Það er sannleikurinn, að uppbyggingin á sínum tíma, var ekki til einskis.

  • Vandinn er óþolinmæðin.
  • En sannleikurinn er sá, að uppbygging á nýjum greinum er ekki spretthlaup, heldur langhlaup.

 
Í dag, hika margir við að taka ný djörf skref til uppbyggingaráttar, því menn óttast slíkar endurtekningar

Menn sjá uppbygginguna á sínum tíma sem mistök - - en sú sýn var örugglega ein af ástæðum þess, af hverju kringum 2000, var farið í stærsta bramboltið af öllum bramboltum.

Þá stefnu að gera Ísland að bankalandi.

Alltaf er það "draumurinn um betra líf" sem rekur okkur áfram.

Um tíma leit út, að draumurinn myndi rætast með hraði.

En í staðinn var þetta "sandkastali allra sandkastala."

 

Ef við Íslendingar getum lært að uppbygging er langhlaup, er okkur allir vegir færir!

Þetta virðist ekki flókinn eða erfiður punktur, en þetta hefur verið vandinn við uppbyggingardrauma okkar síðan ca. 9. áratugnum.

Við förum af stað í of mikilli hvatvísi, eins og að uppbyggingin eigi að vera spretthlaup.

Í stað þess, að hafa þá þolinmæði sem þarf til að skilja, að allt sem er nýtt. Þarf fyrst að slíta barnskónum. Síðan, þarf að koma reynsla sem lærist einungis smám saman. 

Ekki fyrr en grein nær ákveðnum lágmarksþroska, fer hún þaðan í frá að skila verulegum arði.

  • Oft er sagt að þetta lærdómstímabil, sé fyrstu 15-20 árin eða svo. 

Ég held að mikið sé til í því - en nú rúmlega 20 árum eftir loðdýra- og fiskeldisævintýrið. Eru báðar greinarnar að gera mjög góða hluti.

Loðdýrabúin að selja fyrir metverð. Fiskeldið á ný að eflast með hraði. En nú á grunni áunninnar þekkingar. Hér eru til virkilega góð tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki.

-----------------------

Okkur vantar, að smíða úr álinu sem hér er framleitt.

Með öðrum orðum, bæta við einni framleiðslugrein.

Og það væri ágætt, að sú uppbygging myndi fara fram af skynsemi.

Samtímis þarf að efla iðnnám - ég er að tala um að rétt sé að miða við það, að stefna um uppbyggingu í dag, á áliðnaði.

Sé búin að skila sér eftir 15-20 ár, þá sé greinin komin á legg. Búin að ná þroska.

Verði þaðan í frá - einn fóturinn enn undir okkar lífskjörum.

 

Við eigum að sækja fram á öllum sviðum!

Íslendingar eiga að gera staðið jafnfætis hverjum sem er, að þessum tíma afloknum. 

En næstu 15-20 ár, ættu að vera samfellt uppbyggingarferli. Ekki stutt átak í 4 ár, heldur samfellt langhlaup.

Þar sem öllum tækjum okkar er beitt til þess, að skapa meiri auð í landinu. 

Þ.s. skólakerfið, aðlagað þannig - að börnin hafi þá þekkingu sem atvinnulífið þarf á að halda.

  1. Þ.e. við þurfum að efla verkmenntun í samhengi við eflingu áliðnaðar.
  2. Við þurfum að efla tæknimenntun, í samhengi við frekari uppbyggingu hátækniiðnaðar og hugbúnaðariðanaðar. 
  3. Og svo efling loðdýraræktar og fiskeldis geti að auki gengið fyrir sig, þarf skólakerfið einnig að skaffa fólk með þá þekkingu sem til þarf.

Samfellt uppbygging - ekki átaksverkefni. Eins og hinir óþolinmóðu seinni tímar hafa ítt úr vör.
-----------------------

Áður fyrr var hugtakið "Sígandi lukka" notað - hann afi minn Friðbjörn Guðbrandsson notaði það gjarnan. Og meinti það þannig, að sækja fram af varfærni en þó samt í þeirri meiningu, að sækja fram.

Hann var maður, sem verkstjóri reisti hátt hlutfall þeirra húsa í Reykjavík, í þeim hverfum. Sem þakin eru skeljasandi. T.d. Teygana mikið til.

Mjög áræðinn maður, en samt ávallt á sama tíma - gætinn.

Allt gekk því upp fyrir rest sem hann tók sér fyrir hendur.

  • Þetta er þ.s. við þurfum að gera - sækja fram, af áræðni, en þó af forsjálni. 
  • Við eigum ekki að draga rangann lærdóm af uppbyggingu hátækniiðnaðar - hugbúnaðariðnaðar - loðdýraræktar eða fiskeldis. Að þetta sé tilgangslaust.
  • Heldur þann rétta, að uppbygging tekur tíma - nýr rekstur skilar ekki arði að ráði, fyrr en viðkomandi grein, er komin yfir barnasjúkdómana. 

 

Niðurstaða

Ég tek undir eitt sem Vinstri Grænir segja. Sem er það. Að þetta snúist um framtíðina. Hvernig land við viljum skilja eftir handa börnunum okkar og barnabörnum. VG-ar hugsar þó aðeins með öðrum hætti, en það sem ég meina.

Ég á við, að við eigum að stefna að því að landið gefi af sér þau lífskjör. Sem okkur í dag dreymir um að börnin okkar komi til með að njóta.

Það felur í sér töluvert aðra nálgun að atvinnuuppbyggingu, ásamt landnýtingu. En VG-ar hafa í huga.

Um það þarf þó ekki að efast, að VG-ar hafa fullan rétt á sínu sjónarmiði. Það er vissulega valkostur, að leggja fyrst og fremst áherslu á að "varðveita það sem er." Það er þá valkostur, að börnin okkar hafi töluvert lægri lífskjör en þau geta annars haft. Þ.e. sannarlega einn valkosturinn, að ákveða það fyrir börnin okkar, að við höfum þegar nóg. Við eigum að vera sátt við það sem við höfum.

-------------------------------

Ég held að það sé unnt að feta millileið. Varfærinnar uppbyggingar. Sem nýtir auðlyndir landsins. Án þess að eyðileggja þær. Með öðrum orðum - forsjál uppbygging. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú líkar mér við þig, frændi. Í Ameríku voru svonefndir "frumstæðir" indíánaþjóðflokkar sem gerðu þær kröfur um nýtingu sína á auðlindum landsins að það skerti í engu möguleika sjö næstu kynslóða til að ákveða sína nýtingu. Á Ríó-ráðstefnunni og í Ríósáttmálanum, sem Íslendingar skrifuðu undir,var þessi hugsun alls mannkynsins orðuð í kröfunni um sjálfbæra þróun. Ég hef orðað það svona: Góðyrkja í stað rányrkju. Jafnrétti kynslóðanna í stað misréttis kynslóðanna. Indíánarnir miðuðu við sjö kynslóðir, ca 200-250 ár. Þeir töldu sig ekki í aðstöðu til að sjá lengra fram, en með því að hver ný kynslóð setti sér þetta mark, færðist sjálfbæra þróunin sjálfkrafa fram í tímanum.

Ég minnist þess vel þegar Ólafur Jóhannesson sagði: "Sígandi lukka er best." Ég minnist þess líka vel þegar Finnur Ingólfsson sagði við mig 1999 að yrðum að standa stanslaust í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum af því að annars yrði kreppa og atvinnuleysi. Ég spurði hann á móti hvað ætti að gera þegar búið væri að virkja allt virkjanlegt með tilheyrandi óbætanlegum umhverfisspjöllum. "Það verður bara viðfangsefni þeirra kynslóar, sem þá verður uppi" sagði hann. Sem sagt: Himinn og haf á milli ummælda tveggja forystumanna sama stjórnmálaflokksins. Stærsti galli okkar Íslendinga er "valkvæð vitneskja." Það er sama hve oft ég segi við viðmælendur mína að jafnvel þótt við virkjuðum allt virkjanlegt og framleiddum þrefalt meira ál en nú, myndu aðeins 2% vinnuafls okkar fá vinnu í þessum verksmiðjum. Daginn eftir segir sama fólkið að stóriðjan, strax núna og helst í gær, sé það eina "sem getur fengið hjól atvinnulífsins til að snúast." Það er sama hve oft það er upplýst að háhitavirkjanirnar okkar endist ekki nema í ca 50 ár. Daginn eftir heyrir maður forsetann og alla niður úr halda áfram að tala um "hreina og endurnýjanlega orku" og "fyrirmynd fyrir heiminn um nýtingu hreinnar og endurnýjanlegrar orku". Einhverjir hafa áreiðanlega sagt fyrstu loðdýraræktarfrömuðunum hér heima að í samkeppnislöndunum hefði það tekið áratugi að öðlast reynslu til að ná árangri. Samt óðu menn út í þetta hér eins og þeir vissu þetta ekki og fóru tugum, ef ekki hundruðum saman á hausinn. Þegar Íslendingar og Norðmenn byrjuðu þróunaraðstoð í Afríku var mokað þangað togurum og bátum. Nokkrum árum síðar lágu þessi skip ónýt eða ónotuð af því að menntun, innviði og reynslu vantaði. Hér skortir sárlega menntað fólk í tækni- og tölvugeiranum en "fræðasamfélagið" virðist ekkert mið taka af því. Nú er hafið loforðakapphlaup flestra flokka fyrir kosningarnar. Það á að redda öllu núna, helst í gær. Launahækkanirnar byrjaðar, gulltryggt upphaf verðbólgu, en á sama tíma afnám verðtryggingar og krónunni haldið fastri. Lækka skatta en um leið að láta ríkissjóð borga skuldir. Jú, rökin eru þau að skattalækkunin örvi svo neyslu og hagvöxt að ríkið meira en vinni það upp í vaxandi innstreymi skatta vegna tekjuhækkana. Er það nú víst? Forstjóri Landsvirkjunar segir að engir erlendir fjárfestar vilji koma nema "sjáist til sólar" í kreppunni. Hótel rís ekki við Hörpu af því að gjaldeyrishöft og verðbólga, sem ógnar krónunni, skelfa erlenda fjárfesta. Samt lofa flokkar erlendum fjárfestingum ef þeir komist til valda.

Ómar Ragnarsson, 25.2.2013 kl. 10:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Frændi, ég held reyndar að mögulegt sé að nýta háhita t.d. til framleiðslu á rafmagni. Galdurinn liggi í því að finna út. Akkúrat hvert hitastreymið að neðan inn í viðkomandi háhitakerfi er. Sem sannarlega er einnig líklega breytilegt.

Augljóst er að ofnýting leiðir til þess að orkan þverr, og það myndi þurfa að hvíla viðkomandi svæði.

Tja, eins og ef veitt er um of af stofni fiska, þá einnig þverr sá - og þarf hvíld til að ná sér aftur.

Mig grunar þó, að einungis með nýtingu orkkunnar á tilteknu svæði, sé unnt að komast að því. Akkúrat hvaða nýtingu það ber. Vegna óvissunnar, sé réttast að fara fram með nýtingu af varfærni.

Tja, getur t.d. verið að taka t.d. einungis á bilinu 1/3 - 1/2 af hverju svæði. Miðað við núverandi tillögur um nýtingu til orkuframleiðslu. Meta áhrif þeirrar nýtingar aftur t.d. eftir 15 ár. Ef áhrif á varmastreymi úr jörðu, er verulegt. Má annaðhvort minnka nýtingu eða dreifa hluta nýtingar á eitthvert 3. svæði. Ef aftur á móti. Áhrif nýtingar svæðið virðast óveruleg. Má ef til vill auka nokkuð þ.s. tekið er.

Og síðan sú nýting aftur tekin í 15 ára skoðun.

-----------------------------

Síðan eru svæði einnig sveiflukennd af náttúrunnar hendi.

Nýting sem var hæfileg eða ekki of mikil á einum tíma. Getur orðið það á næsta. Eða, svæði getur allt í einu orðið öflugara.

Sunu leiti má aftur líkja þessu v. fiskistofna. En verðurfarslegar aðstæður eftir allt saman ráða miklu um viðkomu þeirra, því hvað er unnt að taka af þeim með sjálfbærum hætti á hverjum tíma.

Við þurfum að kynnast hverju svæði fyrir sig, en líklegt er að auki að sveiflur hvers fyrir sig, séu ólíkar. Hvert svæði sé þannig séð - sinn persónuleiki.

Nýting verði að vera varfærin, nærgætin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.2.2013 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband