Mun Framsóknarflokkurinn nýta sitt tækifæri betur en VG?

Það blasir við eftir röð kannana, að stefnir í mikla fylgisaukningu Framsóknarflokksins. Þannig að saman má jafna við kosningarnar 1995 þegar Framsókn fékk 23,3%. Nefna má einnig úrslitin 1974 og 1979 24,9%. Úrslitin 1971 25,3%. Og ekki síst 1967 28,1%.

Kannanir hafa sýnt fylgi á grensunni um 22% til 26%.

Og kosningastefna Framsóknarflokksins er ekki enn komin fram.

Baráttan vart hafin.

Vanalega eykur Framsókn fylgið í kosningabaráttunni.

En við þessar aðstæður, má vera að svo verði ekki.

Heldur snúist baráttan um það, að halda þeirri sveiflu sem þegar er komin!

En þó, ef kosningastefnan virðist trúverðug, þeim nýju kjósendum sem flokkurinn virðist laða að sér í þetta sinn, má vera að jafnvel flokkurinn bæti í - frekar en hitt.

Í því tilviki, hafandi í huga að Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með innan við 30% fylgi, svo lítið sem rúmlega 28% í sumum könnunum, og sögulega séð vanalega fær sá flokkur minna hlutfall út úr kjörkössunum, en hann mælist með í könnunum.

Má vera að Framsókn jafnvel verði eftir kosningarnar Nr. 1. Það er, stærsti flokkur landsins.

  • Ég legg samt áherslu á óvissu.
  • Fylgið er á flökti.
  • En tækifærið fyrir Framsókn er augljóst.

 

Hvernig á Framsókn að halda þessu fylgi?

Samanburðurinn við VG sem fékk mjög góða kosningu 2009, og virðist í þetta sinn stefna í miklu mun lélegri. Það er líklega á bilinu 6-10%. Er augljós.

Upplifun fjöldamargra þeirra er kusu VG 2009, virðist vera að forysta VG hafi ekki staðið við stóru orðin. Sterk upplifun margra um svik - en ekki síst. Skaðaði VG hinar hatrömmu deilur um Icesave, sem forysta VG tók á sínum tíma þann pól í hæðina. Að verja þá áherslu með kjafti og klóm, að rétt væri að semja við Breta og Hollendinga. Haldið var stíft á lofti, að það hefði hræðilegar afleiðingar - að semja ekki. Líklega er ekki síst, að útkoma Icesave málsins hafi rústað trúverðugleika stefnu forystunnar.

En að auki, hafa komið hatrammar deilur um atvinnu-uppbyggingu. Og upplifun margra að VG sé fyrst og fremst "Þrándur í götu."

----------------------------------

  • Svarið er augljóst:
  1. Að standa við kosningaloforðin.
  2. Einkum, loforð þess efnis, að bæta stöðu skuldugra Íslendinga.
  3. Og um atvinnu-uppbyggingu.

 

Vegna þess að líklega er lykilatriðið að standa við stóru orðin?

En ekki þarf að efast um það, að ef kjósendur upplifa að þau hafi verið svikin að 4. árum liðnum, munu þessir nýju kjósendur yfirgefa Framsóknarflokkinn. Og jafnvel fleiri til.

En ef flokkurinn hefur gæfu til að halda þeim, þá getur verið að hefjast nýtt stórveldistímabil í sögu hans.

  • Þess vegna er sérdeilis mikilvægt að ná kosningaloforðunum inn í stjórnarsáttmála.
  • Því, er gríðarlega mikilvægt, að gera allt til þess að hámarka samningsstöðu flokksins.

Ég legg því til að:

  1. Flokkurinn haldi báðum endum galopnum.
  2. Með öðrum orðum, semji samtímis við aðildarsinnaða flokka annarsvegar og hinsvegar við Sjálfstæðisflokk.

Ég held að þetta sé mögulegt, vegna stöðunnar sem nú hefur skapast.

Vegna þess, að Sjálfstæðisfl. virðist í reynd hafa útilokað samstarf við aðildarsinnaða flokka, með kröfu sinni um það að "hætta viðræðum án tafar" sem kom fram í ályktun landsfundar Sjálfst.fl.

Ályktun Framsóknarflokksins, er ívið sveigjanlegri - þ.e. talað er einungis um það, að ef skal halda viðræðum áfram, skal setja málið í þjóðaratkvæði.

Spurningin í tilviki Framsóknarflokksins er því; á að halda viðræðum áfram eða hætta þeim

Meðan, að í tilviki ályktunar Sjálfst.fl. væri spurningin; á að hefja viðræður á ný eða ekki?

Málið er, að það er ekki 100% öruggt, að ESB hefði áhuga á því að endurstarta viðræðum, en ef svo er - þá þarf líklega að endurtaka allt úttektarferlið sem landið fór í gegnum. Með öðrum orðum, mjög veruleg töf á viðræðum í besta falli.

Í samanburði við ályktun Framsóknarfl., þá þarf ekki að breyta núverandi ástandi þ.s. viðræður eru í hægagangi - sem sagt formlega enn í gangi; þannig að þá þarf ekki að hefja nýtt ferli. Heldur unnt að framhalda því núverandi.

Sem sleppir töf á viðræðum - ef útkoma þjóðarinnar er "Já."

--------------------------------------

  • Með öðrum orðum - það er hugsanlegt, að aðildarsinnar geti lifað með afstöðu Framsóknarflokksins.
  • En líklega óhugsandi, að þeir geti lifað með afstöðu Sjálfstæðisflokksins. 

Þetta þíðir líklega - - að Framsóknarflokkurinn getur ef hann vill, hafið viðræður við aðildarsinnaða flokka, á meðan hann einnig ræðir við Sjálfstæðisflokk.

  1. Muna aftur - - tilgangurinn er að hámarka það hlutfall kosningaloforða Framsóknarflokksins, sem næst að koma inn í stjórnarsáttmála.
  2. Ekki síst vegna þess, að það sé mjög mikilvægt fyrir framtíð Framsóknarflokksins, að halda í hinn nýja kjósendahóp, sem skv. könnunum er að laðast að flokknum núna.
  3. Ef það tekst, eins og ég sagði, getur komið ný stórveldistíð flokksins, en þá aðeins ef það tekst, að standa við stóru orðin.

Akkúrat í þeim tilgangi - sé það réttlætanlegt. Að forysta flokksins, beiti Sjálfst.fl. og aðildarsinnuðum flokkum hverja gegn öðrum. Láti þá keppa um hylli Framsóknarflokksins.

Því ástand mála virðist vera - - að fyrir hvora tveggja; sé Framsókn í reynd eini möguleikinn.

Ef Sigmundur Davíð - setur upp sitt besta "pókerandlit" og ræðir við forystumenn þessara flokka á víxl.

Gefur sér nægan tíma eftir kosningar, til að tefla þá hverja gegn öðrum.

Þá ætti að vera ákaflega mögulegt - jafnvel að ná inn hverju einasta atriði af kosningaloforðunum.

 --------------------------------------

Að sumu leiti höfðar til mín, að starfa með aðildarsinnuðu flokkunum upp á þessi býti, þ.e. að svínbeygja þá þannig að þeir sætti sig við 2-falda kosningu.

En ég á von á því frekar en hitt, að Framsókn vinni þann slag, þó það geti alveg farið á hinn veginn.

En, það væri áhugavert, að vinna með þeim flokkum ef það verður útkoman, og verða vitni að því að þeir neyðist til að éta stóru orðin þess efnis að: ESB og evra sé eina færa framtíð landsins.

Þeir yrðu þá eiginlega - að fylgja stefnumóteli Framsóknarflokksins, nærri því fullkomlega.

En ég efa það stórfellt, að þeir hafi "Plan B" á takteinum.

Að auki, Framsókn væri stærsti flokkurinn í slíkri ríkisstjórn - er ég viss um.

Og þá mun Framsókn líklega koma vel út, í kosningunum 2017.

En vanalega græða stóru flokkarnir meir en þeir smærri.

 

Niðurstaða

Það virðist blasa við, að Framsókn líklega verði með pálmann í hendinni. Þegar talið verður upp úr kjörkössunum í vor. Megin spurningin sé eiginlega frekar. Hve stór sigurinn verði.

Sérstaklega væri það einstakt, ef Framsókn verður stærst. En miðað við nýjustu kannanir. Getur vel farið svo að útkoma Sjálfstæðisflokks. Verði léleg, þ.e. fylgi innan við 30%. 

Framsókn getur staðið frammi fyrir einstöku tækifæri, til þess að móta framtíð Íslands.

Eins gott að klúðra því tækifæri ei.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Einar Björn.

Sem fyrrverandi stuðningsmanni VG og væntanlega tilvonandi kjósanda Framsóknarflokksins, þá líkar mér mjög illa hvernig þú ert að gera því skóna að Framsókn ætli sér einhverja hálfvelgju og svik í ESB málinu.

Sjálfur hef ég ásamt þúsundum fyrrverandi stuðningmanna VG sem nú hafa yfirgefið flokkinn fengið yfir okkur nóg af slíku.

Svik forystu VG í ESB málinu og afhroð þeirra vegna þess máls ætti að vera Framsóknarflokknum lexía.

Ef að Framsókn skýrir ekki ESB andstöðu sína betur og stefnuna í þeim málum alveg heiðarlega þá gæti þessi fylgissveifla þeirra gengið til baka.

Gunnlaugur I., 3.3.2013 kl. 19:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnlaugur - Það er harkalegt afstaða, að líta á "þjóðaratkvæði" sem svik. En ég er að sjálfsögðu ekki að tala um önnur býti en þau, að semja við aðildarsinnaða flokka upp á það, að spurningin um framhald aðildarviðræðna verði sett í þjóðaratkvæði. En það er að sjálfsögðu ekki unnt að vera fyrirfram viss um útkomu slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Að sjálfsögðu myndi flokkurinn skuldbinda sig til þess, að hlýta útkomu hennar, þó hún sé ekki lagalega bindandi. Og auðvitað berjast fyrir því að þjóðin hafni því að halda aðildarviðræðum áfram. En, ef útkoman er á hinn veginn. Þá mun flokkurinn virða þá niðurstöðu - lofa viðræðum að halda áfram.

Ég lít ekki á það sem svik.

Svikin hafi verið, að láta viðræður hefjast, án þess að spyrja þjóðina fyrst.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.3.2013 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 840
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 771
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband