Sjálfvirkur niðurskurður útgjalda skellur á Bandaríkjunum!

Demókrötum og Repúblikunum mistókst að semja um aðra lausn, en svokallaða "sequestration" þ.e. sjálfvirkan yfir línuna niðurskurð útgjalda sem nú tekur gildi hjá bandaríska alríkinu. Í ár skv. þessu, verður skorið niður um 0,6% af þjóðarframleiðslu. Þegar, hafa skattahækkanir verið framkvæmdar - þ.e. í janúar sl.

Lagt saman eru áhrif skv. "Congressionary Budget Office" um 1,5% af þjóðarframleiðslu.

Þetta ár - - sem væntanlega þíðir. Að hagvöxtur í Bandaríkjunum verður ívið minni þetta ár en annars leit út fyrir.

En þ.e. umdeilt akkúrat hver sá verður.

Þeir bjartsýnustu telja, að hagvöxtur verði samt um 2%. Voru þá að spá áður, yfir 3% hagvexti.

Það finnst mér persónulega í bjartsýnni kantinum.

Og mér kæmi ekki á óvart. Að hagvaxtartölur, verði á bilinu kringum 1%. Það er, ofan við "0" en ekki nema rétt svo.

Eða með öðrum orðum, að þetta verði ár - efnahagslegs hægagangs.

Sem þíðir væntanlega, að ekki verður neinn slaki á prentuntaraðgerðum "Federal Reserve."

Takið eftir skiptingu niðurskurðarins, að helmingur skellur á hernaðarútgjöld.

Það er þ.s. mér þykir merkilegt, að það séu Repúblikanar sem eru að skera niður í hermálum.

Gallinn við aðferðina er að, sama prósenta er skorin af allri starfsemi á vegum ríkisins - - klassískur niðurskurður þvert á línuna.

Þannig, að góð prógrömm sem gefa af sér, eru einnig skorin niður - sbr. menntamál eða styrkir til vísinda og tækniþróunar.

En ekki tókst, að ná fram samkomulagi - um vitrænni aðferðafræði varðandi niðurskurðinn.

Obama, Party Leaders Remain at Impasse Over Sequester

Fiscal Pain to Be Parceled Out Unevenly

Cuts Roll In as Time Runs Out

As Washington frets, markets take US spending cuts in stride

U.S. weighs wiggle room for agencies to deal with spending cuts

Þó að Bandaríkin líklega haldist á floti efnahagslega séð þrátt fyrir niðurskurðinn, sem kemur ofan á skattaaðgerðir við byrjun janúar; þá að sjálfsögðu hefur minni hagvöxtur áhrif.

En líklegt er, að neysla þetta ár verði minni en annars hefði verið, fjárfestingar einnig minni - o.s.frv. 

Áhrifin óhjákvæmilega þannig, að sú aukning hagvaxtar sem menn voru að vonast eftir þetta ár - - verður ekki.

Það er einmitt eitt af þeim atriðum, sem stofnanir ESB hafa verið að vonast til - - að hagvöxtur í Bandaríkjunum, muni auka möguleika evr. útflutningsfyrirtækja og þannig vega á móti minnkun eftirspurnar hjá evr. neytendum.

En í staðinn, verður líklega ekki af þeirri - - væntu aukningu.

Sem minnkar líklega til muna, líkur þess að sá efnahagslegi viðsnúningur á seinni hluta þessa árs, sem stofnanir ESB hafa verið að vonast eftir - - muni sjást stað.

image

Eins og sést á myndinni að ofan, þá bitnar niðurskurðurinn - - misjafnlega á einstökum fylkjum Bandaríkjanna.

Sum munu vart finna fyrir nokkrum hlut - - meðan rauðlituðu fylkin þ.s. starfsemi á vegum alríkisins virðist vera þéttust; verða einkum fyrir barðinu.

  • Það skiptir einnig máli, hve lengi niðurskurðurinn verðu í gildi.
  • En eitt er að hann gildi í nokkra mánuði, síðan verði einhvers konar samkomulag.
  • Annað er að hann gildi á næsta ári einnig, eða einnig árið þar á eftir. Eða öll 10 árin.
Sequester's Economic Impact Will Build Slowly
  1. "States eventually will have to decide how to cut programs for low-income or vulnerable people that are funded through federal grants, such as child-care assistance, nutrition programs for women and children, mental-health services, and meal programs for senior citizens."
  2. "If Congress keeps the sequester cuts in place for a few months, then the economy will start to feel the effects. Federal workers furloughed (launalaus frý) for as many as 22 days between mid-April, when the furloughs are expected to begin to occur, and the end of the fiscal year will face a pay cut of as much as 20 percent. This will have ripple effects throughout the economy on consumer spending as well as state income and sales taxes."
  3. "By July, August, and September, the impact of sequestration should be fully felt. “We’re not going to go into a downward spiral overnight, but the spending cuts will build, and as they build, the effects will become noticeable,” says Nigel Gault, the chief U.S. economist of IHS Global Insight."

Þrátt fyrir allt - - er þetta ekki alveg sambærilegt við rás atburða t.d. á Spáni.

En munurinn liggur í prentun "Federal Reserve" sem tryggir að peningamagn sé stöðugt í tiltekinni "lágmarks" aukningu, miðað við stöðuga ca. 2% verðbólgu.

Á sama tíma eru stýrivextir "0%." Þ.e. neikvæðir raunstýrivextir.

Vaxtaumhverfið er miklu lægra en það umhverfi, sem Spánn stendur frammi fyrir. En "ECB" hefur ekki tryggt lágvaxtaumhverfi innan evrusvæðis - - heldur hefur markaðurinn ákveðið, að sum lönd þ.e. löndin í N-Evr. eigi skilið lágvaxtaumhverfi, meðan að vextir hafa hækkað duglega í S-Evr.

"Federal Reserve" viðheldur stöðugum markaðsinngripum - tryggir þannig lágvaxtaumhverfi alls staðar í Bandaríkjunum.

-------------------------------

Nettó útkoman er sú, að bremsun sú sem mun leggjast á bandaríska hagkerfið verður samt mun minni, en sú bremsun sem Spánn verður fyrir og önnur ríki innan evrusvæðis í efnahagsvanda.

 

Niðurstaða

Ég í reynd óttast ekki sérdeilis að Bandaríkjunum sem slíkum stafi ógn af "budgetary sequestration." Aftur á móti, mun minni hagvöxtur í Bandaríkjunum. Hugsanlega jafnvel minni þetta ár en sl. ár.

Bitna á Evrópu. Gera kreppuna innan Evrópu verri. Og örugglega gulltryggja það, að ekki sé nokkur möguleiki á efnahagslegum viðsnúningi á evrusvæði - þetta árið.

Spurningin er þá meir í þá átt, hversu neikvæð áhrifin verða innan evrusvæðis.

En ef það verður einhver stór skellur - þá mun hann mun líklegar koma frá evrusvæði, en frá Bandar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Mér finnst stórfurðulega að Repúblikanar hafi enda málinu svona. Sérstaklega í ljós þess að BNA fóru í stríðsrekstur í tveimur heimsálfum í þeirra valdatíð og stríðsrekstur kostar peninga. Spurning er hversu mikið af hallanum er frá stríðsrekstrinum er hann 40% eða meira?

Ómar Gíslason, 2.3.2013 kl. 10:08

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einmitt, ef Demókratar í þeirra valdatíð hefðu beitt þvingunum í þessa átt, hefði allt orðið vitlaust.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.3.2013 kl. 10:57

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta var nú hugmynd núverandi Forseta BNA, og er loksins komið að því að framkvæma það sem hann bað um og þingið samþykkti.

Svo má nú kanski benda á að það er ekki verið að skera mikið niður í kostnaði Ríkisins heldur er verið að hægja á aukningu útgjalda Ríkins.

Fyrir þá sem ekki vita, þá er automatísk hækkun á flest alla útgjaldaliði BNA Ríkisins og má benda á að Öldungardeild BNA þings hefur ekki gert fjárhagsáættlun í rúm 4 ár, en samt eykst þjóðarskuldin um 7 triljónir dollara á 4 árum.

Svona gengur þetta fyrir sér í BNA, en að þessi sequester komi til með að valda einhverjum armageddon eins og Forseti BNA er að predika er tóm fjarstæða.

Sammála er ég Ómari, BNA hefur ekkert að gera með að þvælast með hermenn út um allan heim. Það á að loka öllum herstöðvum og BNA á að ganga úr NATO.

En hallinn á stríðsrekstrinum nemur víst: The CBO estimated that of the $2.4 trillion long-term price tag for the war, about $1.9 trillion of that would be spent on Iraq, or $6,300 per U.S. citizen.

Þetta er bara fyrir Afganistan og Iraq. Svo er allur sá peningaaustur og mannfall sem fór í heimstyrjöldina 1939 - 1945, Kóreu og Víetnam svo eitthvað sé nefnt. Þetta var auðvitað styrjaldir sem BNA átti ekkert að skipta sér að eða hvað?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 2.3.2013 kl. 18:31

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki sammála þessu með styrrjaldirnar. Fyrir utan síðustu 2-þ.e. Írak og Afganistan. Sérstaklega þó Írak, var alveg án gagns. Afganistan mátti gefa upp fyrir 4 árum síðan a.m.k. Einangra það í staðinn.

Ekki heldur sammála því, að gefa eftir NATO aðild né herstöðvar. Má vera að þeim megi fækka. En tilgangur þeirra, er að halda hugsanlegum fjandmönnum frá Bandar. Herstöðvar í Persaflóa, veita Bandar. "leverage" þ.e. tak á ekki síst Kína. Sem verður að vera kurteist v. Bandar. svo lengi, sem Bandar. geta stöðvað olíuflutninga þangað, svelt hagkerfi Kína til stöðvunar á nokkrum mánuðum.

Varðandi skuldasöfnun, þá sögulega séð gengur niðurskurður mjög ílla í löndum yfirleitt. Nema, að hann hitti þannig á að hagkerfið sé að sveiflast upp á sama tíma.

En lykilatriðið er að við slíkar aðstæður, þegar hagkerfið er að búa til ný störf. Þá getur einkahagkerfið, tekið við þeim sem ríkið t.d. losar sig við.

Niðurskurðinn, þarf að framkvæma þannig að hagkerfið haldist ofan við "0."

Ef það tekst ekki, er sennilega minnst skaðlegt útleið. Að búa til verðbólgu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.3.2013 kl. 19:53

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Skrítið að BNA á að vera einhver lögga alheimsins, hvernig væri að stórríkið ESB fari að gera eitthvað til að verja sína hagsmuni.

BNA herinn er svo góður að eina skiptið sem ráðist var á umdæmi BNA, þá voru þeir rasskeltir.

Og kalla þetta Ministry of Defence er allgjör nafnleysa, auðvitað á það að vera Ministry of War eins og það var. Herinn hefur aldrei verið að verja BNA, heldur eru þeir út um allar trissur í stíði við aðrar þjóðir.

Heldur þú að hagkerfi BNA verði eitthvað verri heldur en það nú þegar er?

Með þennan Forseta þá verður allt gert til þess að einkahagkerfið fari í mola því það er bara Ríkið sem getur gert eitthvað til að bjarga málunum, þegar allir vita að Ríkið is the problem.

Hversu mörg megaton af nýprentuðum seðlum gerir dollaran jafnvirði Ísl. krónu. Prenta og prenta og lána sjálfum sér peninga fyrir skuldum, þetta er ekkert hagkerfi, heldur ævintýramenska og stjórnmálamenn að leika sér með hagsmuni heimilana alveg eins og á Íslandi.

Hversu lengi getur BNA eitt yfir triljón dollara á ári umfram tekjur?

Þetta er ósköp einfallt mál, því fyrr sem BNA fer á hausinn með þetta því betra fyrir landsmenn.

Washinton DC will ekki skera neit niður af því að þessir menn og konur sem þar starfa í þinginu og Hvíta Húsinu hafa ekki hugrekki til að segja þjóðini "We are broke" það verður að hætta að eyða í pet progröm sem fólk getur vel verið án.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 17:43

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann - í dag er orðalagið "prentun" orðin að villu, því myndun peninga í dag er "elektrónísk." Að langmestu leiti. Eiginlegir seðlar eru sjaldnast búnir til nema í litlu magni. Ég er alveg viss um, að það er ekki verið að fella þúsundir trjá til að búa til alla þá peninga, sem "Federal Reserve" lætur verða til innan peningakerfis Bandar.

"Hversu lengi getur BNA eitt yfir triljón dollara á ári umfram tekjur?"

Lykilinn er auðvitað að auka tekjur. En það er í gegnum sterkt hagkerfi. Sem Bandaríkin, geta haldið velli gagnvart Kína og janfvel Indlandi í framtíðinni.

Auðvitað vegna þess, að það kostar mjög mikla peninga að halda uppi öllum þessum herjum og herstöðvum.

Ég er bjartsýnn, að Bandaríkin séu fær um að vaxa upp úr þessum vanda, til lengri tíma litið. En sbr. v. Evr. hafa Bandaríkin hagstæðari skilyrði þegar kemur að auðlyndum auk þess að Bandaríkjamönnum fer enn fjölgandi.

Auk þess, er "Fracking" að skapa mikla aukningu á gasvinnslu í sumum fylkjum, og olíuvinnslu einnig. Mér skilst að gasverð sé 1/3 af því sem það var fyrir 6 árum eða svo. 

Slíkt verðhrun á orku, getur skipt miklu máli. Því það gerir þau sömu svæði, mjög samkeppnisfær þegar kemur að rekstri sem krefst verulega mikillar orku, með öðrum orðum - orkufrekur iðnaður.

Mér skilst að þegar sé veruleg uppbygging á slíkum sviðum hafin í þeim fylkum, þ.s. gasvinnslan er mest í aukningu.

Mig grunar - - að næstu árum, verðu endurkoma bandar. hagkerfisins.

Ég er á því, að það muni duga Bandaríkjunum, að skera niður kostnað í hægagangi - þangað til að hagvöxtur mun loka gatinu fyrir rest.

"Herinn hefur aldrei verið að verja BNA, heldur eru þeir út um allar trissur í stíði við aðrar þjóðir."

Ah, en þ.e. einmitt málið. Að herinn heldur stríðunum langt - langt frá Bandaríkjunum sjálfum.

Hvenær verður það að vörn fyrir Bandar. sjálf - þegar óvinaherirnir eru innan v. 100 mílur frá landhelgi Bandar.?

Er ekki betra, að tryggja að þeir séu flr. þúsund mílur frá ströndum Bandar?

Ég man bara eftir einu stríði þ.s. bandar. herinn var rasskeltur á heimagrund, þ.e. 1812. Mjög mikið annar heimur í dag.

-------------------------

Málið er að Bandar. tóku yfir heimsveldi Bretlands, fyrir utan nýlendurnar. En lykilhluti veldis Breta, var stór floti - og rekstur flotastöðva á strategískum stöðvum víða um heim.

Í dag með nákvæmlega sama hætti, reka Bandar. flota- og herstöðvar á strategískum stöðum. Sem tryggja drottnandi stöðu Bandar. alls staðar þ.s. máli skiptir.

Að sjálfsögðu græða Bandar. mjög mikið á þessu. Að í reynd stjórna heimshagkerfinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.3.2013 kl. 19:43

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ættlar þú að segja mér að Kórea eða Víetnam hefðu dottið það í hug að ráðast á BNA?

Aaah auðlindir eins og frakinn fyrir olíu tilheyrir söguni til bráðlega vegna þess að það er verið að að setja reglur sem koma til með að þetta verður ekki leyfilegt mikið lengur. Obama notar EPA til að loka á þetta eins og hann gerir með kolin. Ef ekki má nota auðlindirnar þá er lítið gagn af þeim.

Manstu eftir Pearl Harbour, ekki var það til mikilar frægðar fyrir herinn.

Málið er að Franklín Delanor Rosevelt opnaði hurðina sem var alltaf lokuð í afskiptum um afskipti á erlendum vandamál, enda var það sett fram í hinu merka plaggi Declaration of Independance. í lausu máli þá eiga aðrar þjóðir ekki að skipta sér að málum BNA og BNA kemur ekki til með að skipta sér að annara þjóða vandamálum.

Mikil er spádómsvizka þín Einar, að halda að þjóð sem er með krónu sem kallaður er dollar geti rifið sig upp úr eyðsluni.

Hvort sem peningar eru prentaðir eða electróniskt þá skiptir ekki máli en að lána sjálfum sér fyrir skuldum með því að búa til peninga sem ekki er nein innistæða fyrir hefur aldrei verið kent í hagfræðideildum Háskólana og að gjaldmiðillinn haldi sínu gildi.

Dettur í hug gamla konan sem vann á Loftleiða Hótelinu í den tid. Þeir breytu launa greiðslu úr peningum í umslagi í yfirfærslu launa á tékkareikning sem konan varð að opna í Verzlaunarbankanum.

Konan fór að verzla með nýja tékkaheftið og tveimur dögum seinna þá var hryngt í konuna frá bankanum og tilkynt að hún hafi yfirdregið af tékkareikning sínum.

Konan sagði ég kem í bankan og geng frá þessu.

Þegar konan kom í bankan þá spurði hún hvað var þetta mikið sem ég skulda, og henni var sagt það.

Ekkert mál ég á nóg af tékkaeyðublöðum eftir ég skrifa bara tékka fyrir þessu.

Þarna er enginn munur á gömlu konuni og skuldum BNA, annað en upphæðin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 20:20

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann - ef þú gúmmar með þinn eigin gjaldmiðil. Þá verðfellur hann. Landið verður ekki beint gjaldþrota.

Heldur verða peningarnir minna virði. Því eftir allt saman, eykur prentun í reynd ekki það andvirði sem hagkerfið býr yfir.

Á hinn bóginn, er offramboð af peningum ekkert sérstaklega skaðlegt fyrir hagkerfið.

Skuldirnar eru meira í ætt við froðu - heldur en að vera raunverulega alvarlegar. Svo fremi sem um er að ræða skuldir í þeim gjaldmiðli sem viðkomandi hagkerfi hefur til umráða. Peningakerfið freyðir frá sér.

Ef þær vaxa um of, þá verðfellur gjaldmiðillinn. Langtímahagkerfisskaði er sára lítill af slíku brambolti.

Ég hef sára litlar áhyggjur af þessum skuldavanda BNA. Í versta falli, verður 10-20% verðbólga í nokkur ár. Sem eyðir þeim upp,eigendur skulda sitja uppi með skaðann - lífskjör almennings lækka nokkuð.

Sem getur hjálpað hagkerfinu, að snúa viðskiptahallanum ívið hraðar við.

Nei, ég hef enga trú á því að "Fracking" verði bannað. Það eru of miklir hagsmunir í húfi. Til þess að sú útkoma komi til greina.

--------------------------

Stríðin í Víetnam og S-Kóreu, voru hluti af hnattrænu stríði við Kína og Sovétríkin. Heimskommúnísmann.

Bandar. væru í dag mun verr stödd, ef það hefði tapast. En hafði í huga, að fjöldi þeirra landa sem á í hlut. Eru í dag mikilvægur þáttur í því heimsfyrirkomulagi sem Bandar. komu á sem er nútíma viðskiptakerfið.

Ef kommúnisminn hefði unnið, tja - þá væri heimurinn mun fátækari. Og BNA væru umsetin óvinum. Og sjálf einnig verulega fátækari.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.3.2013 kl. 15:16

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég virði Þínar skoðanir á herbrölti BNA og að kommunismi hefði breiðst út ef ekki hefði verið herbröllt BNA, en ég verð að vera respectfully á öndverðum meiði.

Sammála um verðbólgu aukningu en hversu há hún verður það er annað mál. Og skaðinn af verðbólgu er erfit að segja um.

Dollarinn hefur nú þegar lækkað mikið t.d. gagnvart Malaysian Ringget var 3.78 ringget fyrir $1 fyrir 4 - 5 árum síðan, en er nú 3.10 ringget fyrir $1.

Það gefur augaleið að þegar Ríkið er í stórskuld og verðbólgan hækkar þá hækka vextir á skuldunum gífurlega.

Í dag þarf BNA að taka lán fyrir daglegum rekstri Ríkisins ¢47 fyrir hvern $1, og hlutfallið fer hækkandi á hverju ári. En þér finnst þetta allt í lagi, nú skil ég ekki þína hagfræði?

Það hefur verið rætt að þeir sem verzla í dollar á heimsmarkaði t.d. olíu vilja breyta gjaldmiðli úr dollar og var evran einn kosturinn, en það er auðvitað enginn fótur fyrir evru í þessu.

Ef eyðsla fram yfir tekjur BNA verður ekki stöðvuð þá endar þetta eins og hjá Zimbabwe og Grikklandi bara spursmál hvenær.

Þú hefur sennilega heyrt talað um olíupípuna frá Kanada til Houston, Obama hefur blokkað það síðasliðin 3 ár.

Þú hefur kanski heyrt að BNA er Saudi Arabía í kola reserves, en Obama sendir EPA með nýjar reglur svo ekki er hægt að framleiða rafmagn með kolum. Electric Plants are being closed.

Frakin er aðeins á einkalandi af því að Obama getur ekki stoppað það í það minsta ennþá.

Eins og ég sagði áður, það er ekki nóg að hafa auðlindirnar ef ekki má nota þær. Svipað og Vinstri Grænir hugsa olíuna við Jan Mayen.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 16:48

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Ef eyðsla fram yfir tekjur BNA verður ekki stöðvuð þá endar þetta eins og hjá Zimbabwe og Grikklandi bara spursmál hvenær. "

Nei, nei - þ.e. alveg af og frá. Grikkland getur ekki beitt trixinu að virðisfella skuldir með verðbólgu sem var alltaf gert áður. Þess vegna eru þeir gjaldþrota í dag.

Zimbabve lenti í óðabólgu meir v. þess, að Mugabe lagði framleiðsluhagkerfið gersamlega í rúst. Bandar. framleiðsluhagkerfið, aftur á móti stefnir í nýtt uppgangsskeið.

Ég sé engan möguleika á verðbólgu mikið hærri en 20%. En virðislækkun dollars mun á endanum, draga nægilega úr innflutningi til Bandar. v. lækkunar lífskjara, til þess að nettó viðskiptajöfnuður snúist við í plús.

Klassísk "devaluation" og hafandi í huga að "fracking" er þegar búið að lækka verð á gasi hressilega, svo uppgangur er í þeim fylkjum, olía einnig í aukningu. Þegar þú tekur virðislækkun dollars með.

Þá sé ég fram á að Bandar. framleiðsluhagkerfið verður líklega á nk. áratug, samkeppnisfært við Asíu. Meðan að Evr. mun halda áfram að hnigna.

Þ.e. þetta sem mun tel ég, bjarga skuldamálinu fyrir rest. Hagvöxtur því tekjuaukning ríkisins, fyrir rest muni bjarga málinu.

Ég er bjartsýnni til mikilla muna um framtíð Bandar. en ég er um framtíð Evr. Evr. er líklega byrjuð á löngu samdráttar og hnignunarskeiði, meðan að ég tel að samdráttarskeiði Bandar. sé við það að ljúka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.3.2013 kl. 18:22

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég þykist vita hvað framkallaði sigurinn í kalda stríðinu. Eins og þú mannst hrundi kommúnisminn innan frá. Ég er á því, að orsökin hafi verið kostnaðurinn við uppihald allra þessara gríðarl. herja áratugum saman - með stöðugt dýrari hertólum til að halda í við Bandar.

Það var stríðsbröltið þannig séð, en ekki styrrjaldirnar beint, heldur kostnaðinn við uppihald herjanna og það að endurnýja tækin með betri og dýrari, sem gerði uppihaldið stöðugt dýrara.

Á endanum þoldu minna skilvirk hagkerfi Kommúnismans ekki álagið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.3.2013 kl. 18:33

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þú fylgist ekk vel með hvað er að gerast í BNA, nákvæmlega það sama og gerðist í Zimbabwe, það er verið að eyðilegja alla framleiðslu hér og fyrirtæki flýja landið vegna hæstu fyrirtækjaskatta í þessari littlu veröld of ours and because of over regulations.

Óðaverðbólga kemur þegar að BNA nálgast það að geta ekki einu sinni greitt vexti af skuldunum. Nema Kína afskrifi skuldirnar?

Hvaða tekjuaukning, þú meinar hærri skatta? Ekki hjálpar það og skattstofn BNA fækkar, t.d. aðeins 49% þjóðarinnar greiðir Fedral income tax í dag, og eins og ég benti á fyrirtæki flýja land.

Var að heyra það í útvarpi meðan ég skrifa þetta að Kína er með mestu kaup á lúxusbílum í heiminum, BNA missti firsta sætið.

Kínverski herinn er að verða stærri en BNA for that matter so is the Russian 257 skip eftir í sjóher BNA.

Raunverulegum störfum fækkar og atvinnuleysið hækkar, ég get ekki séð þessa tekjuaukningu BNA Ríkisins.

Verð á olíu hefur ekkert lækkað og verð á benzíni ekki heldur, þeir finna vel fyrir benzín verði í Californíu yfir $5 gallonið á sumum stöðum.

(CNBC) — Consumers have been spending more on gasoline than they have in nearly three decades.

With pump prices at their highest level on record for this time of year, the stage is set for an even greater climb in gasoline prices and expenditures than in 2012. Retail gasoline prices have surged 17 cents in a week to top $3.50 a gallon on average, posting the highest prices on record for the beginning of February.

http://www.wnd.com/2013/02/gas-prices-at-all-time-high-for-february/?cat_orig=money

According to AAA, the national average price of regular gasoline is $3.52 a gallon, 4 cents higher than the average price a year ago. The average price was $3.35 a gallon a week ago and $3.30 a gallon a month ago.

Hungarian oil and gas company MOL Nyrt. (MOL.BU) expects oil prices to remain in a range about $110 a barrel in 2013-2014, oscillating around the 2012 level, the firm's chief executive said Tuesday at a press briefing.

Í dag er tunnan í kringum $95, ekki er spáð neinni lækkun hér.

Af hverju er þessi hækkun á olíu og benzíni af þvi að dollarinn veikist stöðugt.

Evrópa er á hraðri leið á hausinn með allt sitt social program "socialism works well until it runs out of other peoples money."

BNA er á hraðferð í sama kerfið og Evrópa og ekki hjálpar ESB corruptionin Evrópu, sem er á mjög háu stigi.

Gas er önnur auðlind sem má ekki vinna sem skildi, hjálpar lítið að hafa gas í jörðu ef ekki má nota það.

Þetta er byrjun hruns BNA og því miður þá er lítið hægt að gera til að bjarga því, Rómarveldi þótti sterkt en hrundi samt.

Það þarf ekki mikið að koma verðbólgu á fullt skrið í BNA, verðbólga var 14.7% 1980, og ekki var voru skuldir og eyðsla þá nálægt því sem það er í dag.

Nei þú mátt setja einhverjar tölur á verðbólgu en þú verður að viðurkenna það að þú hefur ekki hugmynd um hvað verðbólgan verður há.

Það sem ég held að málið sé að þið á íslandi eru orðin svo gegnum sósa í skuldum, verbólgu, gengislækkunum og verðtryggingu að þið eruð farin að halda að það sé normalt að vera í svona ástandi.

Ég er svartsýnn á framtíð BNA og kemur til með að fylgja Evrópu í löngu hnignunaskeiði. Aftur á móti á Asía eftir að rísa upp sem hernaðar og peningaveldi framtíðarinnar og þá sérstklega in the Far East.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 19:28

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gleymdi að setja in Natural Gas verð síðasta ár, ekki er nein lækkun hér heldur.

Jan 2012 96.10 -15.60 %

Feb 2012 91.06 -5.24 %

Mar 2012 77.89 -14.46 %

Apr 2012 70.31 -9.73 %

May 2012 87.56 24.53 %

Jun 2012 88.36 0.91 %

Jul 2012 106.73 20.79 %

Aug 2012 102.17 -4.27 %

Sep 2012 102.68 0.50 %

Oct 2012 119.49 16.37 %

Nov 2012 127.42 6.64 %

Dec 2012 120.24 -5.63 %

Jan 2013 119.78 -0.38 %

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 20:09

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú litar þetta alltof dökkum litum. Þ.e. örugglega rétt að verð á bensíni lækkar ekki innan Bandar. þó að aukning sé á framleiðslu á olíu innan Bandar, enda fylgir olía þar með bensín - heimsmarkaðsverði. En mér skilst aftur á móti, að US Congress banni útflutning á gasi frá Bandar. Það er þess vegna, sem hefur orðið skilst mér mjög hressileg lækkun á verði á gasi. Ég meinti ekki á sl. ári, sú lækkun var þegar fram komin.

En gasverð 1/3 af því sem var fyrir 6 árum, og 1,4 af verðinu í Evrópu. Þíðir mun lægra orkuverð. Sem er mikilvæg breyta.

Aukin olíuvinnsla er jafnt og meiri tekjur.

Hafðu ekki áhyggjur af því þó nærri 50% greiði ekki "Fed. income tax" en þar kemur til, að skattleysismörk hafa verið hækkuð svo mikið - að þeir sem eru í lágum tekjum. Greiða ekki "Fed. Income Tax" en þeir greiða sem til síns sveitafélags, og ég held einnig að þeir greiði til þess fylki sem viðkomandi bý í.

Svo þeir greiða skatta.

En um leið og tekjur þeirra hækka, fara þeir að greiða "Federal Income Tax" þ.s. eftir allt saman, þeir sem eru tekjulágir eru undanþegnir.

-------------------------

Það sem þú ef til vill hefur ekki heyrt um, er að laun í Kína hafa hækkað um tugi prósenta undanfarin fá ár. En þ.e. vegna eftirfarandi - bendi þér á að lesa þessa mjög svo áhugaverðu skýrslu: Chronicle of a Decline Foretold: Has China Reached the Lewis Turning Point?

En þessi þróun þíðir, að hægja mun mjög mikið á hagvexti á næstu árum í Kína.

Þessar upplýsingar virðast einhverra hluta vegna ekki hafa ratað í heimsfjölmiðla.

  • Þegar það fer saman - að laun eru að hækka í Kína.
  • Lækkandi dollar, raunlækkar laun í Bandar.
  • Samtímis því, að orkuverð hefur lækkað í Bandar - - ath. að orkuverð innan Kína er hátt, hærra en í Bandar. Þ.e. einungis launin sem hafa verið mikið lægri og bætt það upp.

Þá verða Bandaríkin aftur samkeppnisfær.

Mín spá er að á næsta áratug, muni heimurinn sjá sannkallaða hagvaxtarlega endurkomu Bandaríkjanna.

Ég er ekki hissa á að þ.e. ekki enn orðið sýnilegt dæmigerðum Bandar. manni að eitthvað sé farið að gerast.

En innan næstu 3-ára ættirðu fara að veita breytingunni athygli. En ég er næsta viss, að áður en kjörtímabil Obama verði búið. Muni vera komin góður hagvöxtur.

Það að sjálfsögðu verður Obama ekki að þakka - heldur mun vera að gerast þrátt fyrir hann. En hann mun að sjálfsögðu taka "credit" fyrir það. Það gera allir pólitíkusar, hæla sér þegar vel gengur.

----------------------------

Það skiptir ekki svo mjög miklu máli þó kínv. herinn sé fjölmennari. Hann hefur reyndar verið það lengi. Heldur, hvert er umfang kínv. flotans. En flotinn á langt í land með að ná þeim bandar. Veldi Bandar. er í krafti drottunar á heimshöfunum. Meðan Bandar. stjórna þeim, og viðhalda herstöðvum í Persaflóa. Geta þau hvenær sem er, svelt Kína til hlýðni - með gamaldags hafnbanni. Það virkar.

Kína getur ekki, ógnað Bandar. meðan það hefur ekki nægilega öflugan flota, til að geta varið kínv. kaupsiglingar um heimshöfin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.3.2013 kl. 23:52

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvar fékkst þú þessar upplýsingar að Congress hafi bannað útfluttning á natural gasi?

Gas verð fer eftir reglum frjálsar vezlaunar, supply and demand. Þegar supply er meira en demand þá lækkar gasið.

En eins og það hefur verið undanfarið ár þá hefur gas hækkað vegna þess að demand hefur aukist.

Orkuverð hefur alltaf verið lægra heldur en í öðrum löndum það er engin nýbóla. Og eins og ég sýndi fram á þá er orkuverð á uppleið ekki á niðurleið.

Aðal ástæðan fyrir þessum hækkunum er gildi dollars gagnvart öðrum gjaldmiðlum, af því að notkun á orku hefur farið niður á við, ef við eigum að trúa Obama.

http://www.history.navy.mil/branches/org9-4.htm#1993

1993 var sjóher BNA 454 skip 2011 eru þau 285 samkvæmt official record og í dag 257 ef hægt er að trúa fréttum.

Hvernig er þetta sýna hernaðarlegan styrkleika, Generals og Admirals retired segja þetta sé veikleiki hersins.

Ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir hversu lítill floti BNA er orðinn og það á að fækka skipum ennþá meira.

Svona til gamans þá voru 6084 skip í flota BNA 1944 og þér að segja þá er Kínverski flotin 397 skip í dag.

Og þú heldur því fram að floti BNA sé að styrkjast, nú skil ég þig ekki?

Ég get garenterað þér það að BNA mundi aldrei detta það í hug að setja hafnarbann á Kína. BNA þorir ekki að standa við bakið á Taiwan lengur, hvað þá að setja hafnarbann á Kína.

Laun og skattar eru mikið hærri en í Kína þess vegna er viðskipta jöfnuður þessara landa árið 2012 $316 billion trade in balance.

Af hverju heldur þú að Kína sellji svona mikið meira til BNA, heldur en BNA selur til Kína?

Má ég benda á í það minsta þrjú atriði, lægri launkostnaður, lægri skattar fyrirtækja og less regulations.

Ég er búinn að benda þér á hvar vandamál BNA eru og hversu alvarleg þau eru en þú lýtur á allt þetta sem styrkleika, þegar aðrir hagfræðingar og hermálasérfræðingar eru allir sammála að veldi BNA er að hnigna.

397 skip Kína vs. 257 skip BNA, hvort landið hefur stærri flota?

Kinverska hagkerfið 7.4% GDP BNA hagkerfið 0.10% fourth quarter 2012

Ég er farinn að komast að þeirri niðurstöðu að þú ert bara að giska á hlutina, en hefur ekki mikið af heimildum í þínum ágiskunum.

En ef þú heldur að það sé styrkleiki að allt er á niðurleið, þá skil ég ekki þína hagfræðilega hugsun.

Góðar stundir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 02:13

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skv. umfjöllun Financial Times: US sees $90bn boost from shale gas boom: http://www.ft.com/intl/cms/s/0/4b3f6280-4609-11e2-ae8d-00144feabdc0.html#axzz2F4YIO9KA

Lækkaði gasverð um ca. 75% frá 2008 úr 13$/mBTU í 3,3$/mBTU c. upphaf 2012. Þetta inniheldur ekki e-h hækkanir það ár.

Meðan skv. frétt er algengt verðlag í Evrópu og Asíu, í kringum 16$/mBTU.

Verð á náttúrulegu gasi nærri 5 falt. Í fréttinni kemur fram í viðtali við forstöðumann fyrirtækis að US Congress, hafi sett takmarkanir á útflutning á gasi. Til að viðhalda þessu verulega lægra en heimsmarkaðsverð á gasi. Sem annar væri tja - ca. 5 falt hærra en nú er. Þ.e. sama og í Asíu eða Evrópu.

Það hefur orðið aukning í iðnframleiðslu í Bandar. um 12% síðan 2010 kemur einnig fram. Að auki, eru Bandaríkin stödd ofan við 2008 í umfangi hagkerfisins. Meðan flest Evrópulönd, eru stödd neðan við 2008.

Ég er algerlega á því, að það er í farvatninu viðsnúningur í Bandaríkjunum. Hann sé ekki enn farinn að verða sýnilegur almenningu sem ekki býr á svæðum þ.s. hann er þegar hafinn.

En vittu til, það verður sýnilegt innan nk. 4 ár. Það er ég viss um.

Varðandi fj. skipa Kína vs. fj. herskipa Bandar. Þá er fj. per se ekki lykilatriði. Heldur hverskonar skip um er að ræða.

Bandar. flotinn er ennþá langsamlega öflugasti flotinn í heiminum. Á því er enginn vafi. Kína var t.d. einungis að setja á flot sitt fyrsta flugmóðurskip á sl. ári.

Það mun taka Kína í besta falli áratugi, að jafna forskot Bandar. í hermálum. Ef þeir gera það nokkru sinni, vísa aftur á greinina sem ég hlekkjaði á í færslunni að ofan. Sem sýnir að brátt tekur hinn hraði vöxtur Kína enda.

Nei ég sagði ekki að floti BNA væri að styrkjast. Einungis að hann væri miklu mun sterkari. BNA í krafti flotans, drottni yfir heimshöfunum - séu heimsveldi í krafti þess flotaveldis. Flottinn sé kjarninn hryggjarstykkið í veldi BNA.

Huh, hafnbann þarf ekki að vera viðhaldið rétt við strendur Kína, allt og sumt sem þarf að stöðva eru flutningar á olíu. Þ.s. BNA er með langöflugasta flota heimsins, þá geta þeir stöðvað slík skip hvar sem er á heimshöfunum. Þurfa ekki að vera nokkurs staðar innan skotfæris kínv. eldflauga. Þetta er bara fræðilegur möguleiki, en örugglega að Kína tekur tillit til hans.

Annars væri erfitt að skýra af hverju Kína er að verja stórfelldum fjárhæðum til að styrkja Pakistan, og er að reisa járnbrautarlínu frá Kína alla leið yfir til Pakistan í gegnum meira að segja hluta af Afganistan, og sú á að ná alla leið til standar í Pakistan þ.s Kína í dag hefur flotastöð.

Kína er að reisa einnig línur milli Kína sem á að ná alla leið til strandar í Myanmar. Einnig tilraun til að komast hjá fræðilegu hafnbanni BNA.

En besti staðurinn til að hindra siglingar er í sundunm við Indónesíu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.3.2013 kl. 16:03

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er rétt að natural gas var að lækka og er lægst í apríl 2012, en trend síðan þá er að gas hefur verð er á uppleið.

Um styrkleika hers BNA og Kína er þín skoðun og ég hef mína, en vonandi þá fáum við aldrei að vita hvor er sterkari.

Siglingar um sundið milli Malasíu og Indónesíu er ekki endilega nauðsynlegar, en styttri. En ég er ekkert viss um að Malasía og Indónesía mundi leyfa BNA NAVY að setja upp naval blockade þar. Það er ekkert sérstaklega hlýtt á mill BNA og Malasíu og Indónesíu, bæði með múslima meirihluta íbúa. Ég átti heima í Kuala Lumpur í 8 ár og þykist vita aðeins um þjóðarpúlsinn í Malasíu og Indónesíu.

Kínverjar eru að leggja járnbrautir út um allt sitt land og ef þeir eru að leggja línur til annara landa því betra fyrir þá. Það væri fljótara að senda eitthvað með járnbraut frá Shanghai til Karachi heldur en með skipi.

Það er gott að þú ert svona bjartsýn á framtíð BNA og ég vona að þú hafir rétt fyrir þér, þeim mun betra fyrir mig.

En ég hef miklar efasemdir um þína spá og finnst allar hagtölur benda á niðurleið BNA hagkerfisins.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 17:44

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann - - mundu eitt. Að hagkerfi eru sveiflukennd. Meira að segja stór hagkerfi.

Mynni þig á Japan á 9. áratugnum, sem menn virkilega héldu að væri að kaupa upp Bandaríkin, eða þangað til að hrunið varð þar.

Ég mynni þig aftur á plaggið frá AGS sem ég hlekka á að ofan, sem sýnir fram á að það stefnir í að hægi mjög verulega á hagvexti innan Kína á næstu árum - - og þ.e. algerlega óhjákvæmileg útkoma. Einfaldlega vegna þess, að Kína ótrúlega en satt er að verða uppiskroppa með verkafólk.

Þetta er afleiðing 1 barn per foreldri stefnunna. Þær afleiðingar eru að ná þeim.

---------------------

Þó svo verðið á gasi hafi hækkað e-h, þá er það samt mun lægra en 2008.

Þ.s. er að gerast fyrir Kína er mjög heppilegt fyrir BNA. Því það þíðir að Kína mun ekki á næsta áratug lengur hafa últra ódýrt vinnuafl.

Það þíðir, að þetta kínv. vörur munu ekki lengur vera, ótrúlega ódýrar.

Þetta tekið saman, við það að orkuverð er mun lægra í Bandar. Auk þess, að verðbólga er ívið að raunlækka lífskjör og þar með í reynd laun innan BNA.

Þíðir að BNA rökrétt - stefnir á viðsnúning. Af mjög klassísku tagi.

  • Stróra trixið er að sjá - næsta trend.
  • Áður en þ.e. komið.

Ég er 100% viss um að á næsta áratug. Verður tal um hnignun BNA nærri því eins gleymt eins og talið um ofur-Japan á 9. áratugnum er gleymt í dag.

Kína og BNA verða þá hin drottnandi risaveldi. Í stað þess, að Kína eitt hugsanlega verði það.

Þ.e. auðvitað mun skárra ástand. Ekki satt?

--------------------------------

"En ég er ekkert viss um að Malasía og Indónesía mundi leyfa BNA NAVY að setja upp naval blockade þar."

Hafðu í huga að Indónesía óttast upprisu Kína. Kína hefur verið að beita þjóðirnar á svæðinu vaxandi yfirgangi, v. deilunnst um S-Kína haf.

BNA er lengra í burtu landfræðilega séð. Rökrétt séð, mun Indónesía halla sér að BNA til að tryggja sig gagnvart rísandi veldi Kína, sem er þeim mun nær í landfræðilegum skilningi. Því varasamara.

Annars er ekki megin málið hvort þú t.d. trúir því að BNA geti gripið til hafnbanns, heldur hvort að kínv. stjv. trúa því.

"Um styrkleika hers BNA og Kína er þín skoðun og ég hef mína, en vonandi þá fáum við aldrei að vita hvor er sterkari."

Það mun örugglega í reynd aldrei reyna á þann styrk.

En stærð herja er ekki mjög góð mæling á raunverulegum styrk þeirra, nú til dags.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.3.2013 kl. 00:36

19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Alls ekki Einar Indónesía hefur engar áhyggjur af Kína síður en svo, en BNA er ekkert velkomin í Indónesíu, BNA land Satans.

Ég átti heima í Japan þegar Nikki index var um 38,957 og Japanir héldu að peningar væru ævöxtur af bonsai trjám. Eidu peningum eins og yenið væri að fara úr tízku, þess vegna fór sem fór.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 480
  • Frá upphafi: 847131

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 456
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband