Evópusambandið nær samkomulagi um hvernig Kýpur aðferðin verði notuð sem regla um banka í vandræðum í framtíðinni innan ESB!

Það sem var sérstakt við Kýpur, er að þegar bankarnir þar komust í vandræði. Var ekkii hluthöfum, né ótryggðum innistæðum, né eigendum skulda þeirra; bjargað frá tjóni. Heldur var hlutafé núllað, það sama var gert við skuldir, og að lokum voru ótryggðar innistæður færðar niður. En tryggðar innistæður eiga að vera öruggar! Skv. lágmarkstryggingu upp á 100þ.€.

Nú verður þetta að meginreglu fyrir Evrópusambandið í heild - - nema að eftir mikið japl, jaml og fuður.

Hafa aðildarríkin og Evrópuþingið komist að samkomulagi, um - - undantekningartilvik.

EU reaches landmark deal on failed banks

  • Betur stæðu aðildarríkin, vildu fá það í gegn - - að heimilt væri þrátt fyrir meginregluna, að láta ríkissjóði bjarga bönkum, sem taldir væru "viðbjargandi" í undantekningartilvikum. 

"While a minimum bail-in amounting to 8 per cent of total liabilities is mandatory before resolution funds can be used, countries are given more leeway to shield certain creditors from losses with approval from Brussels."

8% afskrift eigna virðist vera gullin regla er gildi um allar undantekningar. Brussel virðist hafa tekist að fá það í gegn.

"After the minimum bail-in is implemented, countries are additionally given an option to dip into resolution funds or state resources to recapitalise the bank and shield other creditors. The intervention is capped at 5 per cent of the bank’s total liabilities and is contingent on Brussels’ approval."

Slík björgun má ekki fara yfir 5% af áætluðu verðmæti eignasafns, og sérstök heimild þarf að fá frá Brussel, til að beita þeirri undantekningu.

"A precautionary recapitalisation of a solvent bank that meets minimum capital requirements will be possible after an EU approved stress test. The rules for such interventions will be set by the European Banking Authority. Brussels has previously indicated that losses would still be forced on junior creditors, even if the taxpayer intervention is precautionary."

Um þennan seinni punkt var víst mikið deilt, en áhrifamikil aðildarlönd vildu fá það í gegn, að ríkissjóðir gætu aðstoðað banka sem teldust standa lágmarks kröfur um eigið fé, en sem væru í skammtíma vandræðum um að útvega aukið fjármagn til að uppfylla skilyrði um lágmarks lausafé. Þeir þurfa þá að standast þolpróf Seðlabanka Evrópu.

Það verður að koma í ljós, hvort að 8% afskriftar reglunni verður beitt í það skipti!

Ég get séð fyrir mér að Frakkland og Þýskaland hafi viljað slíka reglu. En ef það verða í framtíðinni töp vegna lána í S-Evr. þá gætu bankar í þeim löndum lent í "tímabundnum" lausafjárvandræðum sannarlega. En bankar rúlla einmitt ef lausafé þrýtur

  • Galli við fyrirkomulagið, er að neyðarbjörgunarsjóðir eru áfram á ábyrgð einstakra ríkja - - og ég verð að segja sem svo, að fyrir fátækari löndin gæti það verið vandamál að safna upp í nægilega styrka sjóði, en bankarnir eiga sjálfir að fjármagna þá.
  • Höfum einnig í huga að lámarks upphæðin í dag er 100þ.€ eða milli 4-5 föld sú upphæð er var í gildi þegar ísl. bankarnir féllu en þá var það rúml. 20þ.€. Og þó gat "TIF Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta" ekki greitt, fyrr en að þrotabú gömlu bankanna voru gerð upp, eignir seldar - ferli sem gat ekki hafist fyrr en tveim árum síðar.  
  • Þetta getur því sett upp stórt spurningarmerki um öryggi fjármagns í litlum löndum með yfirstærðar bankakerfi, bendi t.d. á að Malta hefur bankakerfi um 8 föld þjóðarframleiðsla Möltu að umfangi. Malta er töluvert fátækara land en Ísland. Malta hefur ekki eins og Ísland gjöful fiskimið sem "backup" ef allt fer til fjandans í bankakerfinu. Né hefur malta orkurýkar auðlyndir á landi. Þar er töluverður "túrismi" eins og hér, sem sé þá þeirra megin atvinnuvegur B.
  • Ég á erfitt með að sjá t.d. Maltverska ríkið vera fært um að fjármagna lágmarkstrygginguna, þannig að fyrirkomulagið yrði líklega vera það sama og var hér, þ.e. að "TIF" greiddi fyrir rest lágmarkstryggingu þegar sala eigna úr þrotbúum Landsbanka Hf, Glitnis og KB Banka fór fram. Ferli sem tók 2 ár áður en það gat hafist. Og rétt að áminna, að ég stórfellt efa að ef tryggingaupphæðin hefði verið 100þ.€ að nægt fé hefði verið í þrotabúum ísl. bankanna.
Því miður nær eftirlit hins nýja Bankaeftirlits Evrópu undir stjórn Seðlabanka Evrópu, einungis yfir svokallaða "kerfislega mikilvæga" banka!

Líkur virðast miklar á því að undantekningar þ.s. ríkissjóðir fá að endurfjármagna banka, verði fyrst og fremst notaðar af betur stæðu ríkjunum í N-Evr. - - meðan að "bail in" eða afskriftar reglan er líklegri að bitna af fullum þunga á fjármagni bundið í bönkum í hinum skuldugu og fátækari ríkjum S-Evrópu.

Hið nýja fyrirkomulag gæti því - - > ítt undir hvata fyrir fjármagn, að leita frá S-Evr. í hið tiltölulega skjól í N-Evr.

 

Niðurstaða

Það er verið að reyna að setja kjöt á beinin í framtíðar fyrirkomulag bankamála innan ESB.

  • Eins og hefur komið fram, á Seðlabanki Evrópu að sjá um eftirlit nú með stærstu bönkum álfunnar.

Hann er ekki með þá alla. Aðildarríkin sjá enn sjálf um eftirlit með bönkum sem teljast ekki "kerfislega mikilvægir."

Rétt að árétta, að ísl. bankarnir hefðu þá líklega ekki farið undir eftirlit Seðlabanka Evrópu ef þetta fyrirkomulag hefði verið til staðar. Þeir hafi aldrei verið það stórir að þeir líklega féllu undir þá skilgreiningu að vera kerfislega mikilvægir

Þetta er auðvitað galli, að svokallað "banking union" hafi einungis með stærstu bankana að gera. En það hefur verið sýnt fram á, að stór kerfishætta getur stafað frá "millistórum" bönkum. Eins og t.d. lánasjóðir á Spáni sem sérhæfðu sig í húsnæðislánum, og bönkum sem voru stórir hve á sínu svæði en ekki með starfsemi í flr. en einu landi en tóku virkan þátt í húsnæðisbólu sl. áratugar í sínu landi.

  • Síðan hefur ekki náðst samastaða um það meðal aðildarríkjanna, að setja upp sameiginlegan "björgunarsjóð" fyrir banka - - þess vegna kemur í staðinn "bail-in" eða  afskriftar reglan.
  • Þ.s. að líkur eru á því að það sjóðafyrirkomulag sem á að vera til staðar, þ.e. fjármagnað af bönkunum sjálfum, en í samhengi hvers lands fyrir sig eins og hefur verið hingað til, muni ekki duga til þegar á reynir. Eins og kom m.a. í ljós á Íslandi.

Það fyrirkomulag virðist mér óhjákvæmilega undirstrika núverandi ástand, að fjármagn sé öruggara í betur stæðu löndunum í N-Evr. en hinum skuldugu og fátækari löndum  S-Evr.

Þannig að rökrétt ætti staðfesting "afskrifta fyrirkomulagsins" að gefa viðbótar hvatningu fyrir fjármagn statt í bönkum í S-Evr., að leita Norður.

------------------------------------

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist á evrusvæði nk. vor, þegar Seðlabanki Evrópu ætlar að vera búinn að birta - - þolpróf á banka innan ESB.

En þetta próf á að vera alvöru þolpróf skv. ströngustu reglum. Og þ.e. reiknað með því, að við þetta muni koma í ljós þörf fyrir viðbótar afskriftir í fj. banka innan ESB, og augljóslega er möguleiki á nýrri fjármálakrísu innan ESB í kjölfarið - - skv. orðum Peter Praet stjórnarmanns í "ECB" er vitað af þeirri hættu:

Seðlabanki Evrópu ætlar að þrengja að kaupum evrópskra banka á ríkisbréfum eigin landa!

En hann lofaði því að Seðlabankinn mundi dæla fjármagni inn í bankakerfi Evrópu, eins og gert var 2012. Ef þannig ástand skapast - - "If the health check were to choke off lending to eurozone households and businesses then the ECB would provide another round of cheap loans, Mr Praet said."

  • En þ.e. samt ekki algerlega fyrirfram víst að Seðlabankinn geti forðað því að það verði a.m.k. takmarkað bankahrun innan ESB í kjölfarið.

En "ECB" ætti að geta varið megin bankana falli a.m.k. þannig að bankahrun takmarkist einungis við þá banka sem eru viðkvæmastir fyrir, og hugsanlega lönd þ.s. ríkisstj. hafa minnsta möguleika til að koma til bjargar.

Það geti verið ástæða að horfa t.d. til Portúgals og Möltu!

 

Kv.


Seðlabanki Evrópu ætlar að þrengja að kaupum evrópskra banka á ríkisbréfum eigin landa!

Eitt af því sem er vandamál innan fjármálakerfis Evrusvæðis er gríðarleg eign banka á ríkisbréfum eigin landa. Það sem þarna er í gangi, er að það hentar stjórnvöldum að hafa fastan öruggan kaupanda. Það m.a. þíðir stöðugari verð fyrir ríkisbréf. Og það væntanlega einnig að ríkið er ekki eins háða duttlungum fjármálamarkaða um fjármögnun á eigin hallarekstri.

Á móti fylgir þessu sú áhætta, að ef ríkið kemst í vanda - og ríkisbréfin verðfalla. Þá lendir bankinn líklega í vanda, þegar eiginfé bankans rýrnar við verðfall ríkisbréfanna. 

Og á móti, skapar þetta bönkunum væntanlega mikil áhrif innan landsmála pólitíkur þeirra sömu landa, og innan stjórnkerfa þeirra - - sem líklega framkallar hið þekkta ástand að hvor er hinum háður.

Ríkissjóðirnir virðast alltaf ákveða að bjarga þeim ef þeir mögulega geta.

Takið eftir því hve eign ítalskra og spænskra banka hafa aukist mikið á ríkisbréfum eigin landa!

 

Seðlabanki Evrópu er að íhuga aðgerðir til að skera á þetta samband!

ECB poised to get tough on sovereign bond risks

Eftirfarandi er haft eftir Peter Praet, stjórnarmanni í Seðlabanka Evrópu.

  • "A top official at the European Central Bank has signalled it will try to force eurozone banks to hold capital against sovereign bonds, in an attempt to stop weak lenders using its cash to hoover up the debts of crisis-hit countries."

Peter Praet er að segja, að til standi að neyða bankana til að fara með ríkisbréf sem "áhættusama pappíra" í stað þess að þau hafi fram að þessu verið meðhöndluð sem áhættulaus.

  • "Mr Praet said if sovereign bonds were treated “according to the risk that they pose to banks’ capital” during the health check, then lenders would be less likely to use central bank liquidity to buy yet more government debt."
  • "If the health check were to choke off lending to eurozone households and businesses then the ECB would provide another round of cheap loans, Mr Praet said."
  • "He said monetary policy would be used “without hesitation” if the ECB’s data on money and credit showed banks were continuing to shrink their loan books."

Gott og vel, ef stóra "heilsutékkið" á evr. bönkum sem Seðlabanki Evrópu ætlar að standa fyrir á næsta ári, dregur úr lánveitingum - - vegna þess að líklegt er að bankar muni neyðast til að afskrifa meir af lélegum eignum.

Þá mun Seðlabanki Evrópu aftur bjóða svokölluð "LTRO" neyðarlán, eins og 2012. 

Þ.e. lán á 1% vöxtum til 3. ára - - fé sem var a.m.k. að hluta til prentað.

  1. En getur ekki verið að til staðar sé einn hugsanlegur veikleiki á þeirri áætlun?
  2. Málið er, hvað gerist á markaði fyrir ríkisbréf, ef ítalskir - spænskir og portúgalskir heima bankar draga verulega úr kaupum á ríkisbréfum, vegna þess að "ECB" hefur gert það dýrara fyrir þá en áður að eiga þau? 

En þ.e. ekki ólíklegt að hin miklu kaup ítalskra banka og spænskra á ríkisbréfum í kjölfar "LTRO" lánveitinga "ECB" 2012, hafi átt umtalsverðan þátt í því að lækka vaxtakröfu fyrir ítölsk og spænsk ríkisbréf á seinni hluta þess árs, og áframhaldandi kaup þeirra séu enn að halda kröfunni niðri.

En krafan fyrir bréf þeirra landa var orðin afskaplega há um tíma, en t.d. nú fara ítölsk 10 ára ríkisbréf á milli 4-5% vöxtum. Spænsk eru komin víst nú í milli 3-4%.

Ef dregur verulega úr kaupum heima bankanna, þá ættu fyrir bragðið ríkissjóðir Ítalíu og Spánar aftur að verða háðir ákvörðun fjármálamarkaða um vaxtakröfuna.

  • Þessa dagana lítur Spánn betur út en Ítalía, en það væri áhugavert ef þessi ákvörðun leiðir til þess t.d. að krafan fer upp í milli 5-6% fyrir 10 ára ítölsk.

Vegna þess að ítalska ríkið skuldar nú um 133% stefnir í átt að 140% á nk. ári, nema auðvitað að ítalska ríkið selji ríkiseignir á móti - - en það hefur verið e-h umræða um slíkt af hálfu fjármálaráðherra Ítalíu í erlendum fjölmiðlum nýverið.

En jafnvel þó að ítalska ríkið selji e-h af eignum, til að láta skuldastöðuna aftur nálgast 120%, þá verður það ákaflega þungt að fjármagna svo miklar skuldir - - ef vaxtakrafan verður aftur þetta há.

En það eru einhver takmörk fyrir því hve háan rekstrarafgang ítalska ríkið er líklegt að geta knúið fram. Höfum í huga "kaosið" í stjórnmálum á Ítalíu.

Hliðaráhrif gætu orðið þau að Ítalía neyðist til að samþykkja björgun í gegnum tilboð "ECB" um kaup án takmarkana, sem væri þá í reynd björgunarprógramm þ.e. rekið með "þrenninguna" hangandi yfir Ítalíu, það væru tékk og eftirfylgni alveg eins og í hinum björgunarprógrömmunum, eini meginmunurinn væri fjármögnun í gegnum "ECB."

 

Niðurstaða

Ég held áfram að pæla í því hvað geta verið hugsanleg ófyrirséð hliðaráhrif aðgerða sem embættismenn á vegum ESB ákveða að beita. Það er til sú skoðun innan "ECB" að hækkun vaxtakröfu af slíku tagi sem ég nefni sem möguleika, ef það verður af aðgerð "ECB" í þá átt að þrengja að kaupum evr. banka á ríkisbréfum eigin landa; sé af hinu góða. Þ.e. að það mundi þvinga ríkissjóðina til að skera meira niður. Minnka umfang ríkisvaldsins. Skera niður þjónustu o.s.frv. 

Það verður áhugavert að fylgjast með því - - hvort að við þetta hækki vaxtakrafa þeirra ríkja sem vitað er að eru enn í miklum hallarekstri og hratt vaxandi skuldavanda, þurfa því stöðugt að gefa út ný ríkisbréf.

En sú þróun gæti skapað nýja hræðslu um stöðu þeirra landa, en eftir allt saman var það einmitt skortur á getur hjá tilteknum löndum að fjármagna sig á viðráðanlegum kjörum, sem hratt af stað óttabylgjunni á sínum tíma um hugsanleg ríkisþrot í nokkrum aðildarríkjum evrusvæðis.

 

Kv.


Munu stjórnendur risasjóða búa til næstu fjármálakreppu?

Þessi uppástunga kemur fram í mjög áhugaverðri blogg grein Martin Wolf hjá Financial Times, sjá: Asset managers could blow us all up. Hann bendir á að hættan stafi af leit stjórnenda slíkra sjóða að ávöxtun í hinum núverandi "lág vaxta" fjármálaheimi. Vextir á dollar svæðinu hafa verið ofur lágir í nokkur ár samfellt, en e-h um 80% heims viðskipta fara fram í dollar. Prentun "US Federal Reserve" hafi að auki gert dollar tiltölulega ódýran - - sem hafi ýtt upp hlutfallslegu virði gjaldmiðla nokkurra þeirra landa sem eru í hraðri iðnvæðingu.

Í leit að ávöxtun þegar ávöxtun er lág víðast hvar um vesturlönd, og einnig vegna samkeppni milli ávöxtunarsjóða; séu sjóðirnir að taka í vaxandi mæli aukna áhættu!

  • Þ.s. er í gangi er sambærilegt við þ.s. við á Íslandi könnumst við frá árunum fyrir hrun.

Þ.e. fyrirtæki í löndum eins og; Kína - Indlandi - Malasíu - Indónesíu - Brasilíu - jafnvel Víetnam.

Séu á höttunum eftir hinum lágu vöxtum, sem fást á dollarasvæðinu. En markaðurinn sé að breytast með þeim hætti, að í stað þess að þessir aðilar leiti til risabanka um lán.

Þá sé það að verða sífellt algengara, að þeir bjóði til sölu skuldabréf sem hefur fengið meðferð svokallaða "securitization" þ.e. búin er til svokölluð afleiða - - þetta minnir á aðdraganda "sub prime" krísunnar í Bandar. en þá hafði verið mikið búið til af lélegum húsnæðislánum sem síðan voru seld áfram til kaupenda sem "afleiður."

Kaupendur tóku þá áhættuna, seljendur gáfu frá sér alla ábyrgð og því var sama hve léleg lán voru veitt, sem var grunnorsök þess, af hverju "undirlánakrísan" varð svo mikið högg fyrir fjármálakerfi heimsins.

Þarna er þó verið að búa til afleiður úr lánum til fyrirtækja í Asíulöndum, sem er ekki endilega alveg eins varasamt - - en samt geta verið til staðar að einhverju leiti sambærilegar hættur.

  1. Þ.e. erlendu aðilarnir sem kaupa vöndla, þekkja væntanlega ekki eins vel til aðstæðna smárra og meðalstórra kínv. - indónesískra - indv. -  malasískra o.s.frv. fyrirtækja.
  2. Og bankar í heima löndum þeirra.

Að auki - - fylgir þessum "lánum" - - > en með þessu eru alþjóðlegu einkasjóðirnir í vaxandi mæli að taka á sig "bankaáhættu" komnir í lánsviðskipti < - - töluverð gengisáhætta!

------------------------------------------

  1. "The purchasers of these bonds search for yield in a low-yield world by lending longer and riskier.
  2. Borrowers take advantage of the lower cost of foreign-currency bonds.
  3. But in the process, they assume a currency mismatch: foreign currency debt against domestic currency assets.
  4. These borrowers are speculating on their domestic currencies."

------------------------------------------

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/securization.jpg

Takið eftir því hve þessi tegund lánaviðskipta er í óskaplega hröðum vexti? Sjá mynd!

Þá er spurning hvort það er raunveruleg hætta á gengissveiflu?

  • Þá eru menn að stara á svokallað "Fed Taper" þ.e. þegar seðlabanki Bandar. fer að draga úr prentun!

Það mun fara eftir því hve hratt er dregið úr þeirri prentun - - rökrétt séð mun þá ganga til baka hið hlutfallslega lágengi dollars gegn ofangreindum gjaldmiðlum.

  • Þau fyrirtæki sem hafa veðjað á dollara-fjármögnun, en hafa tekjur í eigin gjaldmiðlum.
Geta þá lent í harkalegum skelli!

Og í kjölfarið, geta þessi alþjóðlegu ávöxtunarsjóðir, einnig fengið á sig dágóðan skell!

Ef sú atburðarás ræsir af stað kreppu í þeim hagkerfum, og fjölda gjaldþrot skuldugra fyrirtækja.

 

Það eru margir spekingar að spá nýrri Asíu - fjármálakreppu!

En aðstæður virðast um margt geta verið sambærilegar og þegar Seðlabanki Bandar. á 10. miðjum áratugnum, hóf að herða peningastefnuna.

Í kjölfarið varð töluvert harkaleg lending í ríkjum eins og Indónesíu - Malasíu - Tælandi og S-Kóreu.

En nú í dag, eru áhættan stærri þ.e. þau hagkerfi er hafa verið í hvað hröðustum vexti, eru risahagkerfi virkilega - - Kína, Indland, Brasilía og síðan bætast aftur við hin smærri í kring.

Þannig að áhrif slíkrar kreppu geta þá verið samsvarandi stærri!

Fyrir heims hagkerfið.

Og fyrir fjármálakerfi heimsins.

Ég held samt ekki að fjárfestingasjóðirnir fari beinlínis á hausinn - - þó þeir tapi verulegu fé. Það yrði sambærilegt við tap íslensku lífeyrissjóðanna í hruninu.

Umfang sjóðanna minnkar, en þeir fara ekki beint á hausinn!

 

Niðurstaða

Þetta er áhugaverð umfjöllun hjá Wolf. Bendi fólki sem hefur virkt logg hjá FT.com að lesa hana. Það sem rekur sjóðina til að ganga inn í þennan vítahring -- er samkeppni. En þeir sem leita til þeirra um að fjárfesta sitt fé. Þeir leita gjarnan til sjóða sem bjóða - - bestu ávöxtunina. Sjóður sem hefur góða ávöxtun stækkar því hraðar bæði vegna þess að hann græðir og vegna þess að fé leitar til hans. Nú við aðstæður lág vaxta í hinum eldri hagkerfum Vesturlanda. Þá reki krafan um ávöxtun, stjórnendur sjóðanna í þann áhættusama fjármálaheim - - sem Asía og S-Ameríka virðist enn vera.

Spurning hvort Wolf hafi á réttu að standa, að þeir næstu til að brenna puttana sína, verði stjórnendur risastórra alþjóðlegra einkasjóða? 

Ef og þegar sú kreppa í hagkerfum sem hafa verið í hvað hröðustum vexti hefst.

Enn er ekki vitað hvenær "Fed Taper" hefst, og á sl. ári sköpuðu einungis væntingar um upphaf þess, töluvert rugg innan fjármálaheims Asíu og annarra hluta heimsins með hratt vaxandi hagkerfi.

Þ.s. væri óheppilegt ef er þetta gerist, þegar t.d. Evrópa er enn stödd í djúpri skulda- og efnahagskrísu. Það væri virkilega bagalegt fyrir okkur hér, og auðvitað Evrópu að auki.

 

Kv.


Lækkun barna- og vaxtabóta getur skaðað möguleika Framsóknarflokksins í sveitastjórnakosningum á SV-horninu!

Ég man þá tíð þegar Framsóknarflokkurinn auglýsti sig sem miðjusinnaðan velferðarflokk. Uppbygging velferðarkerfis á Íslandi var langt - langt í frá einkamál vinstrimanna á Íslandi. Heldur var Framsóknarflokkurinn á kafi í þeirri uppbyggingu, og málefni almennrar velferðar hafa sögulega séð flokknum verið mjög ofarlega í huga.

Í ljósi þess, fer mjög vel af stefnu flokksins, um leiðréttingu húsnæðislána. Sem einmitt er ætlað að stuðla að bættum hag fjölskylda í landinu - - og hvernig á að nálgast framkvæmd þeirrar stefnu var kynnt í sl. viku: Ríkið mun ekki borga 80ma.kr. leiðréttingu eins og sumir halda fram!

Og þ.s. meira er, Fitch Rating telur aðgerðirnar ekki ógna stöðu ríkisins, eins og andstæðingar flokksins hafa lengi haldið fram: Fitch Rating telur skuldalækkun til handa heimilum, fljótt á litið ekki ógna stöðu íslenska ríkisins!

  • En nú berast fregnir þess efnis, að barnabætur skuli lækka um 300 milljónir!
  • Og að vaxtabætur skuli einnig lækka um 300 milljónir.

Skv. fréttum er þetta inni í tillögur meirihluta Fjárlaganefndar, um nýtt Fjárlagafrumvarp!

1.300 milljónir króna teknar af bótum

 

Vinstri höndin gefur - - hægri höndin tekur!

Það sem menn verða að skilja er að fylgi Framsóknarflokksins er algerlega háð því að almenningur trúi því að hann fái þær "kjarabætur" sem fylgir lækkun lána.

Það hefur ekkert upp á sig, að standa við lækkun lána, en síðan sníða þær kjarabætur af jafnharðan.

Nýlegar skoðanakannanir hafa sýnt Framsóknarflokkinn kominn niður í 13% fylgi eins og það var, áður en það kom í ljós, að fullnaðarsigur hafði unnist í Icesave málinu. En þá eins og hendi væri veifað varð aukning í fylgi flokksins, síðan aftur er loforðið fræga um skuldalækkun kom fram.

Og flokkurinn fékk glæsilega kosningu virkilega - - síðan það kom fram í sl. viku með hvaða hætti flokkurinn ætlar að standa við þá skuldalækkun, hefur ein könnun komið fram er sýnir flokkinn aftur með 20% fylgi.

En hvað mun gerast, ef umræðan fer að stjórnast af deilum um fyrirhugaða lækkun vaxtabóta og fyrirhugaða lækkun barnabóta?

En þ.e. alveg augljóst, að ungar barnafjölskyldur, sem fá bót mála sinna með skuldalækkun.

Geta á móti orðið fyrir tjóni, ef af áformum um lækkun barna- og vaxtabóta verður!

Það ætti flokksmönnum að vera augljóst, eftir jó-jó skoðanakannana, að stór hluti af fylgi flokksins er að koma og fara, allt eftir því hve sáttur sá hópur er með flokkinn - - sem telur sig græða á loforði flokksins fyrir sl. kosningar.

Það ætti að vera augljóst jafnharðan, að sá hópur "akkúrat" gæti orðið óánægður með nýlega kynntar niðurskurðartillögur, og ákveðið að hætta að nýju - að styðja flokkinn.

  • Spurningin um það hvort Framsókn er 13% flokkur eða 20%, virðist vera hvort þessi hópur er ánægður með starf flokksins eða ekki.
  • Það ætti að vera öllum ljóst, að hvort þessi hópur styður flokkinn eða ekki í næstu sveitastjórnarkosningum, mun hafa mikið að gera með möguleika flokksins á SV-horninu.
  • Flokkurinn er annaðhvort með öruggan borgarfulltrúa, og möguleika á öðrum - - eða er að berjast í bökkum með að ná upp í 1. Og þ.e. óvíst að það takist.
  • Var ekki einmitt hugmyndin, að styrkja flokkinn í þéttbýlinu, með því að ná til flokksins með varanlegum hætti, álitlegum nýjum kjósendahópi?
  1. Þá þarf að gæta þess að sá hópur haldist ánægður með flokkinn!
  2. Sem þíðir líklega, að flokkurinn þarf að endurskoða stuðning við niðurskurð barna- og vaxtabóta, nema auðvitað að flokkurinn hafi mjög góðar skýringar í farteskinu, um það að sú skerðing muni lítt bitna á stærstum hluta þess hóps, sem fær leiðréttingu.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig þessar niðurskurðarhugmyndir verða útskýrðar, fyrir þeim þjóðfélagshópi, þ.e. ungum skuldugum barnafjölskyldum, sem einmitt njóta barna- og vaxtabóta.

 

Hvað á að gera í staðinn?

Fækka ríkisstarfsmönnum með því að leggja af stofnanir - - draga úr starfsemi annarra, minnka umsvif þannig að innan ramma kjörtímabilsins sparist nægilegt fjármagn í rekstri, til að rekstur ríkisins nái úr halla yfir í afgang áður en kjörtímabilinu lýkur.

  • Þ.e. einmitt punktur - - að það eigi að gefa eftir markmiðið um hallalaus fjárlög í þetta sinn!
  • Mun raunhæfara er að stefna að því, að það verði enginn rekstrarhalli af ríkinu, þegar þetta kjörtímbil undir stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er lagt saman sem heild.

Ég skil af hverju niðurskurður bóta höfðar til stjórnmálamanna, þ.e. vegna þess að hann skilar sér strax.

Til samanburðar, ef þú rekur ríkisstarfsmann - - þá á hann gjarnan rétt á greiðslu launa allt að 1 til 2 ár, fer eftir því hve mörg ár viðkomandi hefur starfað. 

Það þíðir, að djúpur niðurskurður í dag skilar sára lítilli útgjaldalækkun á næsta ári, en fer að skila sér að ráði árið eftir og verður örugglega búinn að skila sér áður en kjörtímabilinu lýkur.

Málið er að þ.e. einnig rétti tíminn að grípa til harðra niðurskurðaraðgerða á rekstri ríkisins núna, því ef þ.e. gert nú - - þá er nægur tími fyrir þær aðgerðir að skila sér áður en kjörtímabilinu lýkur.

Ekki síst, þ.e. nægur tími til stefnu, þannig að deilur um þann niðurskurð verða liðnar - - og þjóðfélagið farið að ræða önnur mál, áður en að næstu kosningum kemur.

  • Ég get nefnt dæmi Háskóla Íslands, en sannleikurinn er sá að þ.e. ekki allt nám jafn þjóðfélagslega mikilvægt. 
  • Það mætti mín vegna taka af fjárlögum:
  1. Guðfræðideild.
  2. Félagsvísindadeild.
  3. Hugvísindadeild.
  4. Sumt á sviði þverfaglegs náms.

Þetta er það nám sem ég tel vert að skoða að fjármagni sig alfarið með skólagjöldum.

En ríkið fjármagni þá þjóðfélagslega mikilvægar deildir eins og:

  1. Heilbrigðisvísindadeild.
  2. Menntavísindadeild.
  3. Verkfræði og náttúruvísindadeild.

Með þessu mundi vera mögulegt að spara stórfé!

Það þarf að hugsa stórt ef á að spara með svo mikinn hallarekstur og alvarlega skuldastöðu!

 

Niðurstaða

Hugmyndir um lækkun barna- og vaxtabóta geta verið fylgislega mjög varasamar fyrir Framsóknarflokkinn. En sá hópur sem verður fyrir barðinu á þeim hugmyndum, getur verið sá hinn sami og kaus flokkinn í sl. þingkosningum vegna loforðs um leiðréttingu húsnæðislána.

En sá hópur er að sjálfsögðu að vonast eftir því að sú lækkun skili þeim hópi bættum kjörum, þess vegna er það augljóslega mjög viðkvæmt atriði fyrir þann hóp.

Ef á móti bættum kjörum af völdum lægri vaxtagjalda, koma lægri barna- og vaxtabætur sem skerða kjörin á móti?

Ég er viss að hópurinn er ekki að styðja flokkinn, nema að sá hópur fái þau bættu kjör - sem hann telur sig hafa loforð flokksins fyrir að fá!

------------------------------

Ef ríkisstjórnin er í miklum vandræðum með að fjármagna Landspítalann, þá getur ríkisstjórnin tæknilega séð, og í alvöru ef hún vill - - afhent Seðlabanka Íslands skuldabréf til 30 ára eða þess vegna 50, til að leggja honum til aukið fé til skamms tíma - - meðan ríkið er að brúa þann sinn vanda á öðrum sviðum rekstrar

  • Það er ekkert sérstakt vandamál, ríkið er þá að skulda sjálfu sér! 
  • Alveg afsakanlegt við þessar aðstæður!

Því ætti ekki að fylgja umtalsverð verðbólguhætta, svo fremi sem að ríkisstjórnin sker nægilega mikið niður hjá sér þannig að ríkið verði komið með afgang eftir 1 ár, síðan restina af kjörtímalinu verði aðhaldið áfram nægilegt svo að ríkið a.m.k. standi á sléttu eða í smá afgangi þegar allt kjörtímabilið er gert upp, og að auki með teknu tilliti til kostnaðarins af því láni.

  • Sjálfs sín vegna þarf Framsóknarflokkurinn líklega að líta á barna- og vaxtabætur, sem heilagar!

 

Kv.


Það skildi ekki vera að gull sé í vinnanlegu magni rétt hjá Reykavík?

Það hafa komið skemmtilega fréttir um það um helgina, að hugsanlegt sé að gull sé í vinnanlegu magni í Þormóðsdal rétt við Hafravatn, skamman spöl frá Reykjavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn að hugmyndir um gull í Þormóðsdal hafa komið upp.

Gullæð skáldsins fundin -"Einar H. Guðmundsson, bóndi í Miðdal í Mosfellssveit, sendi um svipað leyti sýnishorn úr landi sínu til frænda síns Steingríms Tómassonar, sem hafði um langt skeið fengist við gullleit í Ástralíu og var þar búsettur. Steingrími fannst sýnin álitleg og kom heim árið 1908 til frekari rannsókna að tilstuðlan Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns. Niðurstaða Steingríms var að gull væri vissulega að finna í landi Miðdals og einnig Þormóðsdals, beggja vegna Seljadalsár sem skilur á milli jarðanna tveggja."

Til stendur að bora í Þormóðsdal næsta sumar og gera frekari rannsóknir á gullmagni í jarðvegi. Sjá fréttir helgarinnar:

Gullið gæti farið til vinnslu

Meira gull í Þormóðsdal en talið var

Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári

"„...helstu niðurstöður eru þær að þessi kjarnasýni...sýna töluvert betri niðurstöðu en áður.“ Þýðir þetta það að hægt er að fara með þetta gull í vinnslu. „Já já sem sagt „gradið“ er nægilega hátt, en nú þarf að finna út hvort þetta sé nægilegt magn,“ segir Vilhjálmur."

"Fyrr í ár mældust allt að 400 grömm af gulli í hverju tonni af jarðvegi."

Ekki fylgir sögunni akkúrat hvar þetta er tekið - - en þ.e. t.d. þekkt að gull getur verið í "árseti," slíkt gull kemur vanalega úr einhverju bergi sem er að verða fyrir vatnsveðrun.

En það getur verið dagóð þraut að finna akkúrat hvaðan! En eins og þekkt er, þá getur sandur og smásteinar borist vegalengdir t.d. í vatnsflóðum á vorin.

Sjálfsagt er þess vendilega gætt að ekki vitnist akkúrat hvaðan sýnin voru tekin af svæðinu, sem sýndu þessa jákvæðu svörun.

  • Skemmtilegt að ryfja upp að það varð þekkt gullæði í Vatnsmýrinni í Reykjavík upp úr 1905, en þá var verið að bora eftir heitu vatni á svæðinu, það hafa örugglega verið með fyrstu tilraunum til slíks.

"Járnsmiður nokkur, Ólafur Þórðarson, sem fenginn var til að brýna bortönnina, sagði að svo þykkar hefðu gullskánirnar verið að hann hefði tálgað þær af með vasahnífnum sínum. Gullæði braust út. Fjársterkir menn buðu sig fram og vildu taka þátt í ævintýrinu. Hlutafélagið Málmur var stofnað um gullvinnsluna. Mýrarflákinn í miðjum höfuðstaðnum var nefndur upp á nýtt og var nú kenndur við gull."


Sennilega verið svokallað "glópagull" eða Járnkís eins og Vísindavefurinn kallað það efni.

Þetta kvá vera efnasamband brennisteins og járns, og myndast mjög gjarnan í jarðhitakerfum, því er ekki furðulegt að þegar verið er að bora á slíku svæði, geti það hafa átt sér stað, að járnkís hafi litað bortönnina.

"...járnkís...fellur út úr brennisteinsríkum vökvum í jarðhitakerfum og kringum kólnandi innskot...flakkar (oft með vatni sem einhvers konar klór-samsett efnasamband) um bergið uns hann binst járni í vaxandi kristöllum."

Sennilega - tæknilega mögulegt að ná járni úr járnkís. Kannski hafa fornmenn notað þetta efni er þeir voru að smíða vopn. 

  • Í dag að sjálfsögðu, er ekki hætta á að menn villist á glópagulli og - - gulli.

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með rannsóknum í Þormóðsdal, en ef gull mælist nægilega víða í jarðvegi á svæðinu í vinnanlegu magni, þá getur það hugsast að farið verði í það verk að vinna gull.

Líklega væri þetta þá gert með því að jarðvegi er mokað upp í miklu magni, en ef 400g. nást úr einu tonni. 

Þarf rúm 2,5 tonn af jarðvegi til að ná einu kílói, sem væntanlega þíðir að til þess að ná að vinna eitt tonn af gulli, þarf 2.500 tonn af jarðvegi.

Það gæti orðið töluvert rask!

 

Niðurstaða

Ég hef ekki hingað til tekið fréttir af gullleit mjög alvarlega. En ef þ.e. staðfest á næstu árum að gull sé í vinnanlegu magni. Þá mundi auðvitað skapast áhugaverð umræða. Vinnslan væri sennilega einföld, þ.e. stórvirk tæki að moka miklu magni af jarðvegi. Ekki sérlega kostnaðarsöm þannig séð. En því fylgdi mikið rask - - en kannski er það ásættanlegt!

 

Kv.


Allt betra með öðrum gjaldmiðli!

Ég rakst á athugasemd eftir gamlan Framsóknarmann, hann Guðmund Inga, einn af þeim sem voru áberandi í flokknum á þeim árum sem Halldór Ásgrímsson stjórnaði honum. En það er mjög merkilegt hve margir virðast ekki skilja hvað það þíðir að "gjaldeyrir er takmarkaður" og að auki gjarnan á sama tíma virðast þeir hafa mjög takmarkaðan skilning á orsökum "verðbólgu."

En orsök verðbólgu er ekki ein, þ.e. eins og ætla mætti af mörgum "krónan sjálf."

En andstæðingar krónu virðast eingöngu horfa til gengissveifla, en gengissveiflur eru einungis - - > ein af a.m.k. 3-grunnorsökum verðólgu.

Nr. 2 mætti vera, víxlverkan launa og verðlags, þ.e. "launahækkun" eftir allt saman eykur launakostnað, þegar við erum að tala um verslanir og þjónustufyrirtæki, þá fá þau fyrirtæki þær tekjur sem þau hafa m.a. til að greiða laun, af þeim tekjum sem þau fá fyrir sölu á varningi eða þjónustu. Þannig, að það ætti ekki koma nokkrum á óvart, að hækkun launakostnaðar leiði til hækkana á verðlagi fyrir varning eða veitta þjónustu. Víxlverkan launa og verðlags virkar alveg eins burtséð frá gjaldmiðli.

No. 3 væri þegar hagkerfið er nærri toppi hagsveiflu, hagvöxtur er öflugur, atvinnuleysi er orðið mjög lítið - aukning eftirspurnar er kröftug - - og atvinnulífið fer að bjóða í þá starfskrafta sem eru á lausu, verslanir og þjónustufyrirtæki neyðast til að bjóða samkeppnishæf laun og verðlag hækkar því vegna þessarar þenslu. Þessi áhrif verða einnig áfram til staðar þó skipt væri um gjaldmiðil.

-------------------------Athugasemd Guðmundar Inga!

Einu varanlegu kjarabæturnar eru aÄ&#145; gera fólki kleift aÄ&#145; losna viÄ&#145; þessa gagnslausu ruslkrónu sem er neytt uppá okkur. Ef fólk fengi borgaÄ&#145; út í alvöru mynt myndi verÄ&#145;bólgan vinna meÄ&#145; launafólki, og gegn atvinnurekendum og fjármagnseigendum.
ÞaÄ&#145; eru ákvæÄ&#145;i í t.d. samningi rafiÄ&#145;naÄ&#145;armanna sem leyfa þetta.
Enda eru allar fjármálastofnanir og útgerÄ&#145;arfélög meÄ&#145; sitt í erlendri mynt.
ÞaÄ&#145; eina sem hindrar þetta er aÄ&#145; stjórnvöld leyfa ekki undanþágu á gjaldeyrishöftum til aÄ&#145; launagreiÄ&#145;endur kaupi gjaldeyrir fyrir launum.
Því miÄ&#145;ur er þaÄ&#145; borin von aÄ&#145; þaÄ&#145; breytist þar sem núverandi stjórnvöld berja höfÄ&#145;inu viÄ&#145; steininn og berjast viÄ&#145; aÄ&#145; halda krónuræflinum gangandi, þótt þaÄ&#145; kosti alla íslendinga aleiguna, nema auÄ&#145;vitaÄ&#145; þá íslendinga sem eru í forréttindahópnum og hafa aÄ&#145;gang aÄ&#145; erlendri mynt.

---------------------------

Ef við ímyndum okkur að farið væri að tillögu hans, og fyrirtækjum væri heimilað að "kaupa" krónur og greiða út laun í gjaldeyri!

  1. Nú þurfa allir að muna þá grunnstaðreynd - að gjaldeyristekjur eru takmarkaðar.
  2. Það er ekki meiri gjaldeyrir en samsvarar þeim tekjum í boði!
  3. Nema auðvitað að landið mundi slá lán fyrir gjaldeyriskaupum!
  • En það væri ekki framtíð í því að skuldsetja landið fyrir neyslu - - menn þurfa ekkert annað en að skoða skuldavandræði ríkja í S-Evrópu innan evrusvæðis, til að sjá þann vanda sem getur skapast ef hagkerfi skuldsetur sig til erlendra banka fyrir innflutningi neysluvarnings.

Ef farið væri eftir tillögu Guðmundar Inga fyrrum Framsóknarmanns, nema hann enn telji sig vera það.

  1. Í dag erum við að nota gjaldeyri til að borga af erlendum gjaldeyrisskuldum. Stór hluti gjaldeyristekna fer beint í vaxtagjöld af þeim skuldum. Það þíðir að minna er eftir, til að fjármagna neyslu - - því þurftu laun að lækka!
  2. Allur innflutningur krefst gjaldeyris, bið fólk aftur að muna það að gjaldeyristekjur eru takmarkaðar. Vegna aukningar gjaldeyrisskulda í kjölfar hrunsins, varð að minnka innflutning. En þetta virkar eins og ef við ímyndum okkur að Ísland sem heild væri einn einstaklingur. Skuldirnar aukast skyndilega, en tekjur ef e-h er minnka, það þíðir að neysla þarf að minnka verulega svo Ísland verði ekki greiðsluþrota - þ.e. sami vandi og einstaklingur stendur frammi fyrr ef tekjur minnka og skuldir aukast. Launin voru lækkuð með "gengisfellingu" og þannig dregið úr þeim gjaldeyri sem fór í innflutning.
  3. Skv. hugmynd Guðmundar Inga, er svo kominn 3-flokkur gjaldeyrisnotkunar. Þ.e. kaup fyrirtækja á gjaldeyri til þess að fjármagna launagreiðslur. Eins og gefur að skilja, þ.s. gjaldeyristekjur eru áfram þær sömu, þá leiðir þessi nýja gjaldeyrisnotkun til þess - - "AÐ LAUN ÞURFA AÐ LÆKKA." Hvernig stendur á því, muna eina ferðina enn að gjaldeyrir er takmarkaður, en málið er að við getum einungis dregið úr innflutningi - ekki heimtað að þeir sem eiga okkar skuldir, lækki þær vegna þess að það sé óþægilegt fyrir okkur hvað þær eru háar. Þannig að kaldhæðnin er sú, að hugmynd Guðmundar Inga, mundi leiða til "lífskjaralækkunar."


Niðurstaða

Ég velti fyrir mér af hverju svo margir Íslendingar eiga svo erfitt með að skilja einfalda hluti. Það er, gjaldeyrir sá sem til er - - virkilega er takmarkaður. Skuldir landsmanna hækkuðu verulega í hruninu, það leiðir til beinnar kjaraskerðingar Íslendinga því að eina leiðin til að fjármagna stórfellda aukningu vaxtagjalda í erlendum gjaldeyri, var að minnka innflutning. Þar með lækka verulega laun - - það breytir í reynd engu hvort þ.e. gert með gengisfellingu eða beinni launalækkun. 

Þó hér væri annar gjaldmiðill, er Ísl. áfram haldið sama vandanum, að hér eru tekjur af utanríkisviðskiptum takmarkaðar. Þær tekjur, mundu áfram borga fyrir allan innflutning. Og það mundi áfram virka svo, að Ísland getur ekki fjármagnað "viðskiptahalla til lengdar" þ.e. viðskiptahalli mundi áfram eins og áður - - þvinga fram þörf á lækkun launa.

Það er mikill misskilningur að óstöðugleiki lífskjara á Íslandi stafi af því að hér sé rangur gjaldmiðill.

Ísland verður ekki fært um það allt í einu fyrir einhvern galdur, að lifa endalaust um efni fram - - bara fyrir það eitt að við förum að nota gjaldmiðl annarrar þjóðar.

Það að við notum t.d. gjaldmiðil Kanada, þíðir ekki að Kanada sé til í að lána okkur endalaust Kanadadollara út á krít - eða gefa okkur þá, eða borga okkar umfram neyslu fyrir okkur. Þannig virkar ekki heimurinn.

Það er enginn sem er þannig greiðasamur, það mun því áfram virka þannig að þróun yfir í viðskiptahalla valdi kollsteypum!

  • Til þess að hér geti verið stöðugleiki í lífskjörum eða aukning þeirra, þarf:
  1. Stöðugleika í tekjum, eða aukningu þeirra. 
  2. Og stöðugleika í skuldum, eða lækkun þeirra.

Ef við viljum forðast kollsteypur, þurfum við að gæta að viðskiptajöfnuðinum - - en halli veldur alltaf án nokkurrar undantekningar sl. 60 ár eða svo, kollsteypu fyrir rest ef sá er ekki stöðvaður áður en í óefni er komið.

Þetta gildir algerlega óháð því hvort hér er áfram notuð króna eða tekinn upp gjaldmiðill annarrar þjóðar!

 

Kv.


Fitch Rating telur skuldalækkun til handa heimilum, fljótt á litið ekki ógna stöðu íslenska ríkisins!

Greiningu Fitch má finna á þeirra eigin heimasíðu: Iceland Debt Relief Programme Appears Fiscally Neutral. En einnig á vef Reuters: Iceland Debt Relief Programme Appears Fiscally Neutral. Starfsmenn Fitch eru ekkert að álykta sterkt - - þetta virðist vera þeirra fyrsta athugun á málinu.

Starfsmenn Fitch telja sig sjá bæði hugsanlega kosti og hugsanlega galla!

Þeir telja að lækkun skulda heimila geta haft jákvæðar afleiðingar.

En á móti geti fjármögnunarleiðin - skattur á þrotabú gömlu bankanna, haft neikvæðar afleiðingar.

----------------------

Fitch Ratings-London-06 December 2013: Iceland&#39;s proposals to relieve household debt via mortgage write-offs and tax-exempt private pension scheme savings appear consistent with the authorities&#39; stated commitment to fiscal consolidation, Fitch Ratings says. However, another round of write-downs may dent investor perceptions of Iceland&#39;s business environment, and the prospect of foreign bank creditors in the failed banks bearing most of the cost may make it more difficult to remove capital controls.

----------------------

Mér finnst nú að óttinn við áhrif skattsins á afstöðu fjárfesta til landsins sé full mikill. En þ.e. órökrétt að ætla að þeir aðilar geti losað sitt fé héðan taplaust - - sem dæmi ekki til gjaldeyrir til þess að hleypa því út án mikils gengisfalls.

Sem þíðir að þeir mundu fá mun minna fyrir það fé, en skráð gengi dagsins í dag segir til um. 

Það má þannig séð vel hugsa sér að hluti af þeirra tapi sé skattlagt fyrirfram.

Það þarf alls ekki að þíða að líklegt tap þeirra aukist!

Þannig að mér finnst einnig óþarfi að álykta að líklega geti þetta skaðað aðgerðir til að losa höft.

----------------------

The government aims to fully finance the plan, via as-yet-unspecified budget adjustments, and tax increases - primarily an increase in the levy on Icelandic banks&#39; balance sheets from 0.145% of total outstanding debt to 0.366%. This bank tax is levied on Iceland&#39;s new banks as well as on its failed banks, Kaupthing Bank, Glitnir Bank, and Landsbanki Islands, through their winding up committees.

----------------------
Það er einmitt málið, að þetta prógramm á að fullfjármagna, án þess að skuldsetning ríkisins sé aukin.
----------------------

Announcing a fully financed programme that is not expected to involve additional borrowing suggests the authorities have avoided a weakening of their commitment to fiscal consolidation. When we affirmed Iceland&#39;s &#39;BBB&#39; Foreign Currency IDR in October, we identified as a rating sensitivity any weakening of this commitment that caused the pace of the government debt ratio reduction to slow.

----------------------

Mér virðist röksemdafærsla starfsm. Fitch benda til þess að þeir meti aðgerðina "Rating neutral" þ.e. hvorki með skaðleg né gagnleg áhrif á lánshæfi.

---------------------- 

By reducing household debt, the programme may have a positive impact on the Icelandic economy, where the private sector debt overhang has weighed on consumption.

----------------------

Það er auðvitað rétt að reikna með einhverri aukningu á neyslu. Þ.s. aðgerðin lækkar vaxtagjöld húsnæðislána almennings, því verður meira eftir í veskinu per mánuð.

----------------------

However, by increasing the financial institution tax (including on Iceland&#39;s failed banks, which remain disproportionally large) it reduces the amount of money that the failed banks&#39; foreign creditors can ultimately collect and may further dent international investor sentiment towards Iceland. This could have a negative impact on investment, growth, and external finances, and may make it even more challenging to unwind capital controls in an orderly fashion.

----------------------

Það er gersamlega augljóst að þegar greitt verður út - þegar þrotabúin loks eru gerð upp. Þá eðlilega mun gengið síga heilmikið. Þannig að fjárfestarnir standa frammi fyrir tapi.

Ég efa að þessi skattur skaði stöðu mála gagnvart fjárfestum, þarna er einfaldlega hluti af líklegu tapi þeirra hirtur af skattyfirvöldum.

----------------------

Another risk is that customers of Iceland&#39;s Housing Financing Fund (HFF) may attempt to take advantage of the debt relief by refinancing their HFF mortgages and moving to other lenders. The HFF is already subject to substantial refinancing risk, as borrowers can prepay HFF loans, while HFF bonds are not callable. An increase in mortgage repayments would increase this risk, meaning recapitalisation needs could exceed the relatively modest level in our current assumptions. These assumptions see HFF recapitalisation adding around 0.2pp to the public debt to GDP ratio per year. Safeguards restricting refinancing are under discussion, and the Icelandic authorities are currently assuming that ISK5-10bn will have to be put aside as a cushion for the potential effects of higher prepayments.

---------------------- 

Ég bendi á að ríkið mun ekki greiða allt féð út - undir eins. Heldur er greiðslum dreift yfir kjörtímabilið.

Að auki er fyrirkomulagið þannig að sérhver sem óskar eftir að taka þátt í prógramminu, tekur á sig sjálfskuldar-ábyrgð á "leiðréttingarláninu" sem til verður: Ríkið mun ekki borga 80ma.kr. leiðréttingu eins og sumir halda fram!.

Sú sjálfskuldarábyrgð þíðir að lánstraust viðkomandi batnar ekki strax, heldur einungis í þeim skrefum sem ríkið greiðir inn á "leiðréttingarlánið."

Þetta atriði ætti til muna að letja fólk til að skuldabreyta eða færa sig til - a.m.k. ætti það ekki að gerast fyrr en undir lok kjörtímabilsins. En þá fyrst verður búið að greiða alla leiðréttinguna.

Þangað til hefur ríkisstjórnin einhvern tíma, til að finna leið til að auka hagvöxt og þannig tekjur ríkisins, þannig að það verði ágætlega fært um að mæta slíkum hugsanlegum framtíðar áföllum.

----------------------

Iceland&#39;s coalition government said over the weekend that inflation-linked mortgages would be written down, or borrowers incentivised to repay them, in a programme worth about ISK150bn (around 8.5% of GDP).

---------------------- 

Það er ágætt að fá þessa stærð 8,5% af þjóðarframleiðslu.

Þetta er í reynd ekki svo lítið.

---------------------- 

The proposal still has to be approved by the Icelandic parliament, and so is subject to amendments. It also remains to be seen if Iceland&#39;s new banks or its legacy bank resolution committees may challenge the increase in the bank levy.

----------------------

Það er auðvitað hugsanlegt að skilanefndirnar kæri málið fyrir Hæstarétti.


Niðurstaða

Mér virðist fyrstu viðbrögð erlendis frá - - góð. Það er rétt að enn er til staðar nokkur óvissa. Þar sem enn á eftir að afgreiða málið á Alþingi, og skilanefndirnar geta átt eftir að kæra hina fyrirhuguðu álagningu skatts fyrir Hæstarétti. 

Ég tel að meint neikvæð áhrif á erlenda fjárfesta, séu ekki skaðleg í líkingu við þ.s. starfsm. Fitch telja hugsanlegt.

Né tel ég að líkur þess að almenningur fari á nýtt lánafyllerí séu umtalsverðar.

Tek undir að bæting kjara almennings sé líkleg að auka neyslu og þannig mældan hagvöxt.

Það sem ekki kemur fram, að með þessu getur einnig komið til bætt sátt í samfélaginu hérlendis, það er erfitt að mæla slíkt í peningum. En það skiptir örugglega máli.

 

Kv.


Engar nýjar aðgerðir til varnar verðhjöðnun frá Seðlabanka Evrópu að sinni!

Það er eiginlega fremur magnað að lesa greiningu Seðlabanka Evrópu á ástandinu á evrusvæði, en "ECB" skv. virðist ekki telja nokkra umtalsverða hættu á verðhjöðnunarspíral sambærilegan við þann sem skók Japan á 10. áratugnum.

Ég verð að segja, að mér virðist orðalag greiningarinnar, benda til þess að menn geti verið "værukærir" gagnvart þeirri hættu.

Bendi á mynd að neðan er sýnir verðbólgu á evrusvæði í Október!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/ez_inflation.jpg

 

Eins og sést eru nokkur ríki einmitt í ástandi verðhjöðnunar, og þ.s. er áhugavert - - að löndin á Íberíuskaga, Spánn og Portúgal, mælast einungis í 0%.

 

Ný vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu - vextir óbreyttir!

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 5 December 2013

  1. "Underlying price pressures in the euro area are expected to remain subdued over the medium term."
  2. "At the same time, inflation expectations for the euro area over the medium to long term continue to be firmly anchored in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2%."

Það sem þetta segir er - - að verðbólga í náinni framtíð verði mjög lág, en til lengri tíma verði hún í takt við markmið Seðlabanka Evrópu.

Skv. því virðist Bankaráð Seðlabanka Evrópu vera að senda þau skilaboð, að tal manna um hættu á verðhjöðnun sé misskilið - í gangi sé einungis skammtíma ástand. Sem muni leiðréttast af sjálfur sér, þegar hagkerfi evrusvæðis taki betur við sér.

Enn virðist meirihluti Bankaráðsins vera þeirrar skoðunar að stefnan sé rétt, hún sé að virka - - og muni skila auknum hagvexti í framtíðinni. Sú uppsveifla sé rétt handan við hornið.

Sú uppsveiflan muni eyða verðhjöðnunardraugnum án þess að til nokkurra viðbótar aðgerða þurfi að grípa.

  1. "Developments in survey-based confidence indicators up to November are consistent with a positive growth rate also in the fourth quarter of the year. "
  2. "This assessment is also reflected in the December 2013 Eurosystem staff macroeconomic projections for the euro area, which foresee annual real GDP declining by 0.4% in 2013 before increasing by 1.1% in 2014 and 1.5% in 2015."

Það verður áhugavert að sjá hvort þetta rætist, en kannski er það rétt að heildarhagkerfi evrusvæðis muni enda árið í rétt svo mælanlegum hagvexti, á síðasta ársfjórðungi var hann 0,1%.

Síðan telja þeir að hin eiginlega uppsveifla sé að hefjast 2014. Þeir eru ekkert að spá sérlega hröðum hagvexti, enda erfitt að sjá hvernig hann gæti komið til.

En einhvern veginn hef ég þann grun, að þessar tölur séu ívið bjartsýnar!

En ég er handviss að "ECB" er núna að vanmeta hættu á verðhjöðnun, evran er núna rúmlega 1,37 móti dollar, nú þegar ljóst er að "ECB" hefur ekki gripið til neinna viðbótar aðgerða til að stemma stigu við "hættu á verðhjöðnun" - - getur vel verið að markaðurinn, veðji á hækkun evrunnar.

Ef hún nær 1,4 móti dollar, óttast margir að það mundi örugglega íta S-Evr. dýpra inn í verðhjöðnunarspíral.

Það á þó eftir að koma fram hvort þessar vangaveltur sumra fréttaskýrenda eru á rökum reist.

  1. "According to Eurostat’s flash estimate, euro area annual HICP inflation increased in November 2013 to 0.9%, from 0.7% in October."
  2. "Eurosystem staff macroeconomic projections for the euro area foresee annual HICP inflation at 1.4% in 2013, at 1.1% in 2014 and at 1.3% in 2015. "

Verðbólga mældist í október 0,9% sem er ofan við þau 0,7% er hún mældist í september, þessi 0,2% hækkun virðist hafa - - dregið úr stuðningi innan Bankaráðsins við þá skoðun, að þörf væri frekari aðgerða till að berja á "verðhjöðnunarhættunni."

Ef markaðurinn nú í kjölfar þess að nú er í ljós komið að "ECB"ætlar ekki að gera neitt frekar - a.m.k. á næstunni; hækkar evruna - - þá gæti næsta verðbólgumæling reynst mjög áhugaverð.

Að auki, mundi frekari gengishækkun evrunnar, draga úr hugsanlegum hagvexti - jafnvel geta ítt S-Evr. aftur í átt að dýpkandi kreppuástandi. Í stað þess að það hefur virst í rénun síðan sl. sumar.

Þetta kemur í ljós.

  • "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -2.9% in October, following -2.8% in September and -2.9% in August."
  • "Annual growth in M3 moderated to 1.4% in October, from 2.0% in September...Net capital inflows into the euro area continued to be the main factor supporting annual M3 growth,"

Enn heldur samdráttur í lánveitingum til fyrirtækja áfram - - haldið til haga að sá samdráttur er mestur í S-Evrópu, en þ.e. mikið af smáum fyrirtækjum - á Spáni og Ítalíu virðast þau sjá yfir helmingi vinnumarkaðarins fyrir vinnu. Það kvá víst einna helst vera slík fyrirtæki, sem eiga í vandræðum með fjármögnun.

Svo er áhugavert að aukning peningamagns, er ekki til komin vegna aukningar í innra hagkerfi evrusvæðis, heldur vegna þess að - af völdum samdrætti í eftirspurn innan hagkerfa evrusvæðis er evrusvæði nú sem heild með viðskipta-afgang.

Það er örugglega sá sem býr til þessa litlu aukningu á M3.

Að öðru leiti sé hagkerfið í svefni.

 

Niðurstaða 

Jæja, það fór þá ekki þannig að Mario Draghi gripi til rótækra aðgerða til að fást við verðhjöðnunardrauginn innan evrusvæðis. Síðan blæs Draghi á það að evrusvæði sé í japanskri þróun sbr. áhugavert svar hans við spurningu blaðamanns:

"Draghi...I think that the situation in the euro area is quite different from what it was in Japan...

  1. The first...we have taken decisive monetary policy measures of great significance at a very early stage, even when, as a matter of fact, inflation was not at the levels at which it is today...
  2. The second reason why – by the way...We are in the process of doing the asset quality review. You are aware that the situation in Japan lasted much longer than it should have because the balance sheets of the banking system and the private sector were burdened, and had to be deleveraged and the action to induce this deleveraging lacked for many years. The review is expected to, produce this action. And as a matter of fact, this action has already started, and is actually underway right now. Much of it, well, some of it, is actually taking place even before the review is being implemented...
  3. The third reason is that the situation of the private sector balance sheets is not at all comparable in the euro area. It is not at all comparable with what it was in Japan at that time...
  4. The fourth reason is that the countries in the euro area have made significant progress in addressing their structural weaknesses...
  5. But there is a fifth reason. As a matter of fact, if you look at the inflation expectations in the euro area and the corresponding inflation rates you would see that in Japan the inflation expectations were dis-anchored quite significantly, and for a long period of time, which is not something we are seeing here."

Tja, vandinn við þetta er: að þær aðgerðir sem hann vísar til í fyrsta lið, hafa alls ekki bundið enda á það "credit crunch" sem er viðvarandi í S-Evrópu. Þær aðgerðir hafa hjálpar bönkum að haldast á floti sannarlega, en þeir hafa ekki verið að auka útlán heldur þvert á móti eru enn að draga úr þeim.

Að stórum hluta er það líklega vegna þrýstingsins frá yfirvöldum innan Framkvæmdastjórnar ESB og frá Seðlabanka Evrópu, að bankar lagfæri sín eignasöfn. Sem þíði, að þeir afskrifi slæm lán í auknum mæli. Af hverju eykur það "credit crunch"? Þ.e. vegna þess, að þrýstingurinn kallar á auknar afskriftir bankanna, sem þíðir að þeir þurfa að sanka að sér fjármagni - sem þíðir að þeir halda að sér höndum með lánveitingar, innkalla lán frekar en hitt. Áhugavert að Mario Draghi skuli ekki sjá, hvernig krafan til bankanna, er einmitt að stuðla að minnkun efnahagsumsvifa í S-Evrópu og auknu atvinnuleysi. Þannig að þær aðgerðir eru einmitt að magna hættu á þróun yfir í verðhjöðnun! Og stóra bankaprófið sem "ECB" ætlar að keyra á nk. ári, getur kallað fram enn frekari afskriftaþörf og því ýtt enn undir þetta "credit crunch" og þar með, magnað enn enn frekar hættuna á verðhjöðnun.

Síðan varðandi 4. atriðið, þá hafa þjóðirnar verið að lagfæra sína "veikleika" með þeim hætti, sem einmitt eykur líkur á verðhjöðnun þ.e. - - með niðurskurði, með launalækkunum, með auknu atvinnuleysi, með því að pína niður innanlands eftirspurn. 

Svo bendir hann á væntingar markaðarins um verðbólgu á evrusvæði - - tja, þó svo það sé sennilega rétt að markaðurinn a.m.k. ekki enn, sé að veðja á verðhjöðnun. Þá getur markaðurinn leiðrétt þá sýn mjög hratt, ef þróun reynist önnur en sú sem hann telur akkúrat núna líklegasta.

------------------------------

Með öðrum orðum, er Draghi segir að Evrópa sé ekki í hættu á verðhjöðnun vegna þess að ólíkt Japan sé Evrópa að taka á sínum málum, þá er Draghi alfarið að missa af "punktinum."

Því einmitt þær aðgerðir óhjákvæmilega hafa bælandi áhrif - - þó það sé ekki útilokað gersamlega að á lengri tíma skili þær sér í hagvexti. Þá bæla þær aðgerðir í skemmri tíma séð a.m.k.

Það getur vel verið þegar tekið er tillit til skuldaspíralsins sem löndin í S-Evr. eru föst í, að til samans þá kæfi hvort tveggja þann litla hagvöxt sem t.d. hefur verið að sjást einhver teikn til á Spáni nú í haust.

 

Kv.


Samningar við Íran geta leitt til verulegs verðfalls á olíu!

Það var OPEC fundur um daginn, þ.s. samþykktir voru óbreyttir framleiðslukvótar, sem m.a. þíðir að OPEC meðlimurinn Íran skv. því skal halda sinni framleiðslu óbreyttri. Þarna gætir örugglega áhrifa Saudi Arabíu, sem hefur engan áhuga á að gera Írönum nokkurn greiða.

Iran threatens to trigger oil price war

"Bijan Zangeneh, Iran’s oil minister" - “Under any circumstances we will reach 4m b/d even if the price of oil falls to $20 per barrel.” - “We will not give up our rights on this issue,”

"Tehran hopes to raise crude production quickly from levels of 2.7m barrels a day...to increase production by 1m b/d next year to 4m b/d."

Með öðrum orðum, Íran vonast til að komast í að framleiða svipað magn og áður fyrr - áður en viðskiptabann var sett á landið af Bandaríkjunum.

Íran vonast til þess að samkomulag við Vesturveldin, leiði til þess að viðskiptabannið verði annaðhvort mildað að stórum hluta, eða aflagt alfarið - - sem auðvitað á eftir að koma í ljós.

Mig grunar reyndar að Vesturveldin, muni einungis gefa það upp í smáskrefum, þó með einhverju tilliti til þess hve stóra eftirgjöf Íran hefur veitt.

 

Punkturinn með olíuverðið minnir mig á áhugaverð tengsl!

En það væri stórfellt hjálp fyrir hagkerfi heimsins, ef innkoma Írana að nýju að fullu inn á markaðinn fyrir olíu, leiðir fram umtalsvert verðfall. Það gæti glætt töluvert hagvöxt bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Þetta er kannski viðbótar ástæða, af hverju Vesturveldunum er í hag - að semja við Íran. En í því kreppuástandi er ríkir, mun allt sem minnkar atvinnuleysi - bætir stöðu landanna. Vera mjög velkomið.

Helmingun á olíuverði t.d., þó svo það mundi kannski ekki standa mjög lengi. Gæti samt flýtt verulega fyrir endurreisn hagkerfa Vesturlanda upp úr núverandi kreppuástandi.

  • Íranir eru þannig séð, mjög séðir - - að hafa vakið athygli á því að raunhæfur möguleiki sé á því, að innkoma þeirra geti verulega lækkað verðlag á olíu.
  • Það getur vart annað en styrkt þeirra samningsstöðu, á þeim fundum sem eru framundan milli samningamanna Vesturvelda og Írans.

Margir gleyma því að Íran er ein af hinum fornu siðmenningum sbr. Persía, sem landið var nefnt til forna. Þekking Írana á samningatækni stendur á gömlum merg.

Siðmenning Írana er síst yngri en t.d. siðmenning Kínverja, svo dæmi sé nefnt.

Það væri óvarlegt að vanmeta þá við samningaborðið.

 

Niðurstaða

Svo það er ekki einungis undir, að forða hugsanlegri stríðsþátttöku Vesturvelda í enn einu múslimastríðinu - - stríð sem gæti ef af stað fer, valdið umtalsverðri verðsprengingu á olíumörkuðum. Útkoma er mundi líklega ýta hagkerfum Vesturvelda í djúpt kreppuástand.

Að binda hugsanlega endi á stríðið í Sýrlandi, með aðstoð Írana - - sem sannarlega hafa ítök sem geta skipt máli, ef Íranir kjósa að beita þeim með þeim hætti. En ég sé ekki að mögulegt sé yfirleitt að leysa borgarastríðið í Sýrlandi með samningum, án aðstoðar Írana. En því má ekki gleyma að þessi átök eru farin að breiðast til nágranna landa - - það er því ákaflega mikilvægt að stöðva þessi átök.

Heldur hangir nú frammi tilboð Írana, um að stórfellt lækka olíuverð á heimsmörkuðum, og þannig "lyfta" upp hagkerfum Vesturvelda. 

Má segja að með þessu séu Íranir að sýna fram á, að einnig þeir geta hengt upp öfluga gulrót og veifað.

 

Kv.


Er ESB að afskrifa Ísland sem framtíðar aðildarland?

Það vekur nokkra athygli ákvörðun skrifstofu Stækkunarstjóra ESB, að stoppa öll verkefni sem hafa verið í gangi, fyrir tilstuðlan svokallaðra IP styrkja ESB. Rétt að árétta þó, að þeim styrkjum er ætlað að aðstoða þjóðir við aðlögun að sambandinu, fela í sér að ESB tekur þátt í þeim kostnaði sem til fellur vegna þess aðlögunarferlis sem í aðildarferlinu sjálfu felst.

En aðildarsamningur telst kláraður, þegar gengið hefur formlega verið frá því með mjög ítarlegum samningi, þ.s. bindandi skuldbindingar liggja fyrir um það akkúrat hvenær Ísland skal hafa uppfyllt allt "acquis communautaire" sambandsins - - en annað af tvennu þarf allt að taka gildi frá fyrsta degi eða það vera frágengið með hvaða hætti Ísland mun síðar meir uppfylla þau atriði er upp á vantar.

En samningar fela gjarnan í sér frestandi aðlögun gagnvart einstöku atriðum; þegar aðildarþjóðirnar hafa samþykkt fyrir sitt leiti, Evrópuþingið og Framkvæmdastjórnin einnig - getur samningur farið í þjóðaratkvæðagreiðslu hér, og síðan eftir það í staðfestingarferli þjóðþinga aðildarríkja.

Tilkynning Utanríkisráðuneytisins: Evrópusambandið stöðvar IPA-verkefni á Íslandi

 

Kemur þessi ákvörðun á óvart?

Líklega hefur hún legið í farvatninu í töluverðan tíma, sbr. þ.s. fram kemur að farið hafi verið nákvæmilega með fulltrúum Framkvæmdastjórnarinnar yfir stöðu verkefnanna.

Það er samt sem áður áhugavert að þessi ákvörðun er tekin!

Ég hef tekið eftir þeirri umræðu á netinu, að Ísland á að hafa svo herfilega móðgað Framkvæmdastjórnina eða þá aðildarríki ESB, með því að stöðva aðildarferlið - - að þetta séu sjálfsögð viðbrögð þjóðanna.

Það finnst mér undarleg afstaða - - en það væri barnalegt frekar, að þær eða Framkvæmdastjórnin væri í einhverjum skilningi, að ná sér niðri á okkur þ.e. "hefna sín."

Svo segja sumir, að það sé frekja af okkur að ætlast til þess að þjóðirnar fjármagni þessi verkefni áfram - - þegar við ætlum ekki inn!

En er það rétt?

Liggur það algerlega pottþétt fyrir, að Ísland ætli ekki inn?

  • Staða aðildarviðræðnanna er sú, að þeim hefur - - > ekki verið hætt.
  • Þær hafa verið frystar um ótiltekinn tíma.

Að frysta viðræður er ekki sama og að hætta þeim, en að hætta - - þíddi að það þyrfti að leggja inn nýja umsókn, og landið þyrfti að endurtaka líklega undirbúningsferlið sem áður fór fram af hálfu stofnana ESB. Stofnanirnar þyrftu með öðrum orðum, að taka nýja ákvörðun um það - hvort Ísl. er tilbúið undir aðild; auðvitað þ.s. þetta hefur svo nýlega áður verið gert, væri sú skýrsla líklega fljótar unnin en sú fyrri. Undirbúningsferlið mundi líklega taka mun skemmri tíma.

En þ.s. meira máli skiptir, að það mundi þurfa að endurtaka viðræður frá "0" punkti - a.m.k. formlega, þó það geti verið að samningamenn mæti með gögnin frá fyrri viðræðum og geti notað þau, til að flýta fyrir vinnunni þannig að hún einnig mundi taka styttri tíma.

-------------------------------

Ok, þó svo það sé hugsanlegt að endurtekningin - - mundi vera fljótleg miðað við fyrra ferlið, þá er það samt raunverulegu punktur!

Að meðan aðildarferlinu hefur ekki formlega verið slitið - - er enn a.m.k. tæknilega mögulegt að hefja viðræður að nýju, á sama stað og var sett stopp.

Það er auðvitað fljótlegra, en að þurfa að fara yfir allt málið að nýju.

 

Er Framkvæmdastjórnin að afskrifa íslenska aðildarsinna?

Ég velti upp þeim möguleika, en ef þ.e. stöðumat stækkunarstjóra ESB núna, að litlar líkur séu á því að eftir kosningar á Íslandi 2017 verði myndaður aðildarsinnaður þingmeirihluti.

Þá geti það hugsanlega skýrt að einhverju leiti ofangreinda ákvörðun.

En hafandi í huga hve litlar fjárhæðir um er að ræða, sem fara í þau verkefni - sem voru í gangi, miðað við umfang rekstrar t.d. Framkvæmdastjórnarinnar sjálfrar.

Þá má koma með þá líkingu, að vera farinn að telja baunirnar í sekkjunum, en ekki bara sekkina.

  • Punkturinn er sá, að ef stækkunarstjóri mundi meta að meiri líkur en minni væru á aðild Íslands, væri rökréttara að lofa þessum verkefnum að klárast.
  • En ef þ.e. hans stöðumat, að minni líkur en meiri séu á því að Ísland gangi í ESB, getur í því falist skilaboð til Íslands, að binda nú enda á þessi verkefni.

Það getur bent til þess, að stækkunarstjórinn sé að nálgast þá ákvörðun!

Að leggja það til að aðildarferlinu verði sagt upp af hálfu ESB!

 

Niðurstaða

Væri það slæmt fyrir Ísland ef ESB sjálft hefur frumkvæði af því að segja upp aðildarferlinu? Það fer auðvitað eftir því hver svarar - - aðildarsinni eða sjálfstæðissinni. 

Eitt er þó í því, að ólíklegt er að sjálfstæðissinnar í reynd muni harma þá útkomu. En þá mundi ESB taka þann kaleik af sjálfstæðissinnum að segja ferlinu upp.

Það var tekinn sá valkostur, að frysta ferlið í stað þess að slá það formlega af.

Ekki síst vegna þess, að ef sú ákvörðun hefði verið tekin að slá ferlið af, hefði sú ákvörðun skapað mjög erfiða pólitíska umræðu í samfélaginu á Íslandi. Ef mönnum hefur fundist hún eitruð fram að þessu, þá gildir "you ain&#39;t seen nothing yet."

En annað gildir ef það verða aðildarþjóðirnar sjálfar er taka þá ákvörðun.

Það gæti raunverulega drepið aðildarmálið í mjög langan tíma hér á Íslandi!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 866560

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 135
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband